FRÓÐLEIKUR OG SKEMMTUN NÁMSKEIÐ FYRIR ÞIG
MENNING PERSÓNULEG HÆFNI TUNGUMÁL
HAUSTMISSERI 2016
1
Ný námskeið – nýr vefur Enn á ný berum við á borð úrval námskeiða á sviði menningar, persónulegrar hæfni og tungumála en að venju eru fjölmörg ný námskeið og önnur með nokkra reynslu. Nokkur námskeið fjalla um staði, borgir og lönd og má þar nefna Þingvelli, Brunasand, Sikiley, Berlín, París og Indland. Á sviði bókmennta verða töfrar Jónasar Hallgrímssonar skoðaðir, Salka Valka með Borgarleikhúsinu og smásögur frá Norður-Ameríku. Jarðfræði, sagnfræði, ópera og hinn frægi Bayeux refill verða einnig til umfjöllunar. Á sviði persónulegrar hæfni eru m.a. námskeið sem stuðla að auknu jafnvægi og bættri andlegri og líkamlegri heilsu. Nokkur námskeið tengjast ritun s.s. ritun glæpasagna, tölvupósta og æviminninga. Auk þess sem við bjóðum námskeið sem styrkja foreldra í sínu mikilvæga hlutverki. Tungumálin standa auðvitað alltaf fyrir sínu. Á splunkunýjum vef Endurmenntunar getur þú fundið öll þessi námskeið og fleiri til. Vefurinn er nú skalanlegur fyrir snjalltæki og mikil útlitsleg breyting hefur átt sér stað. Vonandi eigum við samleið á næstunni. Kristín Jónsdóttir Njarðvík, endurmenntunarstjóri
Viltu vinna gjafabréf? Þann 25. september drögum við út tvo heppna vinningshafa sem hafa skráð sig á eitthvert námskeið hjá okkur á vormisseri og hljóta þeir gjafabréf frá Endurmenntun að verðmæti 15.000 krónur. Skráðu þig fyrir þann tíma – þú gætir dottið í lukkupottinn.
Efnisyfirlit: Menning Persónuleg hæfni Tungumál
3-6 10-14 15
Ítarlegar námskeiðslýsingar eru á endurmenntun.is
Afsláttur fyrir þá sem skrá sig snemma Allir sem skrá sig í síðasta lagi 10 dögum fyrir upphafsdag námskeiðs fá afslátt af námskeiðsgjaldi.
Umsjón: Thelma Jónsdóttir. Ljósmyndir: Úr safni Endurmenntunar. Umbrot og hönnun: S. Logason. Prentun: Svansprent Gefið út af Endurmenntun Háskóla Íslands. Reykjavík 2016. Ábyrgðarmaður: Kristín Jónsdóttir Njarðvík.
2
MENNING Sikiley - undraheimur ljóss, lita og 3000 ára samfelldrar menningarsögu
Enginn staður í Evrópu á sér jafn langa samfellda menningarsögu og Sikiley. Þar hafa ólíkir straumar úr austri, suðri og norðri mæst og skapað einstaka menningarhefð, sem birtist ekki bara í sérstæðri mállýsku eyjarskeggja, heldur í öllum hefðum, byggingarlist, myndlist og tónlist. Á námskeiðinu er lögð áhersla á grískan og goðsögulegan menningararf eyjarinnar og hinn mikla menningararf Normannatímans á miðöldum og spánska arfleifð barokktímans á 17. og 18. öld. Hvenær: Mið. 14. og fim. 15. sept. kl. 19:30 – 21:30 Kennsla: Ólafur Gíslason, listfræðingur og leiðsögumaður Snemmskráning verð: 16.500 kr. Verð: 18.200 kr. Snemmskráning til og með 4. september
Brennu-Njáls saga Brennu-Njáls saga er oft talin merkasta bókmenntaverk Íslendinga og á sinn sess meðal heimsbókmenntanna. Á námskeiðinu verður tekist á við efni sögunnar og túlkun. Nýjum spurningum verður varpað fram
með það að markmiði að höfða í senn til gamalla aðdáenda sögunnar og þeirra sem þyrstir í að kynnast henni betur. Sagt er frá fræðikenningum um söguna og rætt rækilega um helstu þætti hennar, margræðni þeirra og flókna merkingu, þar á meðal nokkrar frægustu senur íslenskra bókmennta.
Hvenær: Þrír námskeiðshópar í boði: Þri. 20. sept. - 8. nóv. kl: 19:30 - 21:30 (8x) Snemmskráning til og með 10. september Mið. 21. sept. - 9. nóv. kl: 10:00 - 12:00 (8x) Fullbókað Snemmskráning til og með 11. september Mið. 21. sept. - 9. nóv. kl: 19:30 - 21:30 (8x) -Nýr tími Snemmskráning til og með 11. september Kennsla: Ármann Jakobsson, prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við HÍ. Aðstoðarkennarar eru Kolfinna Jónatansdóttir og Þórdís Edda Jóhannesdóttir, doktorsnemar í íslenskum bókmenntum. Snemmskráning verð: 31.900 kr. Almennt verð: 35.100 kr.
París - líf og lystisemdir Farið verður í sögu Parísar og skoðaðar myndir og kort sem koma þátttakendum að góðum notum í eiginlegri Parísarferð. Þátt-
takendur munu fá glögga mynd af ólíkum hverfum borgarinnar og upplifa líf og lystisemdir hennar gegnum líflega frásögn Gérard Lemarquis.
Hvenær: Fim. 22. og 29. sept. kl. 20:00 - 22:00 Kennsla: Gérard Lemarquis, stundakennari við Hugvísindasvið HÍ Snemmskráning verð: 15.900 kr. Almennt verð: 17.500 kr. Snemmskráning til og með 12. september
Skandinavísk hönnun fyrir börn á öllum aldri Í samstarfi við Norræna húsið
Norðurlöndin hafa um langt skeið verið í fararbroddi hvað varðar hönnun fyrir börn. Í tilefni sýningarinnar Öld barnsins: norræn hönnun fyrir börn frá 1900 til dagsins í dag er efnt til námskeiðs fyrir þá sem vilja skyggnast inn í heim skandinavískrar hönnunar. Fjallað er um hönnunarsöguna, hönnuði og fagið og þekktir hönnunargripir verða skoðaðir. Aðgangur að sýningunni er innifalinn í námskeiðsgjaldi. Hvenær: Mán. 26. sept. kl. 19:00 - 22:00 hjá Endurmenntun og mán. 10. okt. kl. 19:00 22:00 í Norræna húsinu Kennsla: Sigga Heimis, iðnhönnuður 3
Snemmskráning verð: 16.900 kr. Almennt verð: 18.600 kr. Snemmskráning til og með 16. september
Smásögur frá Norður-Ameríku Smásagan hefur staðið í miklum blóma í Norður-Ameríku undanfarna öld og þaðan koma margar af helstu smásagnaperlum heimsins. Á námskeiðinu verða skoðaðar nokkrar frægar lykilsögur, allar í nýjum íslenskum þýðingum. Byrjað verður á sögu eftir Sherwood Anderson frá 1919 og endað á sögu eftir kanadíska Nóbelsverðlaunahafann Alice Munro frá 2006. Námskeiðið er byggt á efni bókarinnar Smásögur heimsins. Hvenær: Mán. 26. sept., 3. og 10. okt. kl. 20:00 - 22:00 (3x) Kennsla: Rúnar Helgi Vignisson, dósent í ritlist við HÍ Snemmskráning verð: 21.700 kr. Almennt verð: 23.900 kr. Snemmskráning til og með 16. september
Undraheimur Þingvalla Á þessu námskeiði fjalla sérfræðingar fimm fræðasviða um Þingvelli í tengslum við söguna, jarðfræði, lífríki Þingvallavatns, fornminjar og heimsminjaskrá. Einstakt, þriggja kvölda, námskeið fyrir alla þá sem vilja gera næstu Þingvallaferð að nýrri upplifun. Hvenær: Mán. og mið. 26. og 28. sept. og 3. okt. kl. 20:15 – 22:15 (3x) Kennsla: Gunnar Karlsson, Guðmundur Hálfdánarson, Páll Einarsson, Hilmar J. Malmquist, Margrét Hrönn Hallmundsdóttir og Einar Á. E. Sæmundsen Snemmskráning verð: 19.900 kr. Almennt verð: 21.900 kr. Snemmskráning til og með 16. september
Évgení Onegin í Íslensku óperunni Í samstarfi við Íslensku óperuna
Í haust verður óperan Évgení Onegin eftir Pyotr Tchaikovsky frumsýnd hjá Íslensku óperunni. Að því tilefni er efnt til námskeiðs um verkið og uppsetninguna. Évgení Onegin er sú rússneska ópera sem nýtur mestrar hylli utan Rússlands og er reglulega sett upp í óperuhúsum um heim allan enda rómantísk saga og tónlist eins og best verður á kosið. Þátttakendur námskeiðsins sækja fyrirlestrarkvöld, fylgjast með æfingu, sjá lokaæfingu og ljúka námskeiðinu með umræðum. Miði á lokaæfingu er innifalinn í námskeiðsgjaldi. 4
Hvenær: Mán. 3. okt. kl. 20:00 - 22:00. Tímasetning heimsóknar á æfingu í Íslensku óperuna verður kynnt síðar. Fim. 20. okt. kl. 20:00 forsýning í Íslensku óperunni í Hörpu og umræður. Kennsla: Bergþór Pálsson, söngvari Snemmskráning verð: 12.900 kr. Almennt verð: 14.200 kr. Snemmskráning til og með 23. september
Berlín, borgin okkar! Í samstarfi við Berlínur
Berlín er vinsæll áfangastaður íslenskra ferðamanna. Þar úir og grúir af menningu og sögu og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Veitingastaðir, markaðir, opin svæði og hverfakjarnar eru óteljandi og tilvalið að vera búin að kynna sér borgina eilítið áður en haldið er af stað. Berlínan Katrín Árnadóttir kynnir borgina sína á þessu stutta námskeiði og gefur innsýn inn í hugarheim Þjóðverja. Hvenær: Lau. 8. okt. kl. 13:00 - 16:00 Kennsla: Katrín Árnadóttir, Berlína Snemmskráning verð: 12.400 kr. Almennt verð: 13.700 kr. Snemmskráning til og með 28. september
Seinni heimsstyrjöldin og Kyrrahafið Á meðan örlög Evrópu voru ráðin á vígvöllum áttu sér stað grimm átök hinum megin á hnettinum sem áttu eftir að móta nýja heimsmynd. Þessi hluti stríðsins breiddist hratt út um allt Kyrrahaf eftir að Japanir gerðu sína sögufrægu árás á Pearl Harbor, 7. desember fyrir 75 árum. Henni fylgdi gífurleg útþenslustefna og landvinningar Japana sem lögðu stóran hluta Kyrrahafsins undir sig og virtust óstöðvandi. En fljótt fór að síga á ógæfuhliðina og að lokum var tveimur kjarnorkusprengjum varpað á Japan. Á námskeiðinu er fjallað um heildarsögu átakanna, forsögu, þróun, frægar persónur, vígtól og herskip. Hvenær: Mán. 10. og 17. okt. kl. 20:00 - 22:00 Kennsla: Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður Snemmskráning verð: 16.500 kr. Almennt verð: 18.200 kr. Snemmskráning til og með 30. september
Jarðfræði höfuðborgarsvæðisins Á námskeiðinu verður kafað ofan í hina áhugaverðu jarðfræði höfuðborgarsvæðisins, frá Straumsvík í suðri, um hálendið ofan borgarlandsins norður að Esju og Hvalfirði
og nesin þar á milli. Jarðsagan hér spannar um tveggja milljón ára tímabil og má óvíða á landinu finna jafnfjölbreytta jarðfræði. Tilvalið námskeið fyrir höfuðborgarbúa og aðra sem vilja njóta nærumhverfisins á áhrifameiri og kröftugri hátt. Hvenær: Þri. 11. , 18. og 25. okt. kl. 20:00 - 22:00 (3x) Kennsla: Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur og höfundur bókarinnar Vegvísir um jarðfræði Íslands Snemmskráning verð: 21.700 kr. Almennt verð: 23.900 kr. Snemmskráning til og með 1. október
Brunasandur - yngsta sveit á Íslandi Á þessu námskeiði fer fram þverfagleg umfjöllun um tilurð yngstu sveitar á Íslandi. Rætt er um mótun landsins frá ísöld, gróðurfar og dýralíf, áhrif Skaftáreldanna 1783 – 1784 á mótun svæðisins, landnámið sem hefst 1823, ris og hnignun samfélagsins, menningarminjar og gildi svæðisins fyrir samtímann. Hér er boðið upp á einstaka úttekt á íslenskri sveit. Hvenær: Fim. 20. og 27. okt. og 3. nóv. kl. 19:30 - 22:00 (3x) Kennsla: Margrét Ólafsdóttir, Dr. Helgi Björnsson, Jóhann Óli Hilmarsson, Dr. Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Dr. Edda Sigurdís Oddsdóttir, Jón Hjartarson, Ásta Hermannsdóttir og Júlíana Þóra Magnúsdóttir Snemmskráning verð: 26.900 kr. Almennt verð: 29.600 kr. Snemmskráning til og með 10. október
Uppruni Íslendinga og landnám Íslands Á námskeiðinu er veitt yfirlit yfir helstu kenningar um uppruna Íslendinga, fund landsins og landnámið. Fjallað er um sundurleitar kenningar um Landnámu, Íslendingabók, örnefnakenningar, gelísk áhrif, sólúrið, Herúlana, erfðafræðilegan uppruna, áhrif Grænlands á íslenska menningu, hina týndu ættkvísl Ísraelsmanna og Landvættirnar. Námskeiðið er byggt á nýrri bók Guðmundar G. Þórarinssonar um uppruna Íslendinga og landnámið. Hvenær: Mán. 24. og 31. okt. og 7. nóv. kl. 19:30 - 21:30 (3x) Kennsla: Guðmundur G. Þórarinsson, byggingarverkfræðingur og rithöfundur Snemmskráning verð: 21.700 kr. Almennt verð: 23.900 kr. Snemmskráning til og með 14. október
Jónas Hallgrímsson Hver er galdurinn í ljóðum Jónasar? Af hverju er hann ástsælasta skáld þjóðarinnar? Á námskeiðinu verður reynt að svara þessum spurningum með því að fara vandlega í verk og ævi Jónasar. Mest verður fjallað um ljóð hans, en einnig önnur verk, t.d. þýðingar og orðasmíði, hugsjónir og stjórnmálabaráttu, sem er samofin upphafi sjálfstæðisbaráttu Íslands. Jafnframt verður hugað að áhrifum hans, arfleifð og þeim skáldum sem spunnið hafa þráðinn frá Jónasi áfram. Hvenær: Mið. 2., 9. og 16. nóv. kl. 20:15 - 22:15 (3x) Kennsla: Páll Valsson, bókmenntafræðingur og rithöfundur Snemmskráning verð: 21.700 kr. Almennt verð: 23.900 kr. Snemmskráning til og með 23. október
Jarðsaga Íslands Á námskeiðinu verður fjallað um myndun Íslands og mótun í gegnum jarðsöguna. Tilurð landsins og tilvist byggist á gliðnun hinna stóru jarðskorpufleka Norður-Ameríku og Evrasíu en hvenær er fyrst hægt að tala
um Ísland á þessum flekaskilum? Hvernig tengist hinn svo kallaði heiti reitur þessari sögu? Hve mikið hefur landið breyst í tímans rás, og ekki síst, hvað í landslaginu og umhverfinu segir okkur alla þessa áhugaverðu sögu? Hvenær: Fim. 10., 17. og 24. nóv. kl. 20:15 - 22:15 (3x) Kennsla: Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur og höfundur bókarinnar Vegvísir um jarðfræði Íslands Snemmskráning verð: 21.700 kr. Almennt verð: 23.900 kr. Snemmskráning til og með 31. október
Viðburðir ársins 1066 – Bayeux-refillinn Árið 1066 var mjög viðburðaríkt í sögu V-Evrópu. Á Englandi koma þrír miklir hershöfðingjar við sögu, Haraldur harðráði Noregskonungur, Haraldur Guðinason Englandskonungur og Vilhjálmur bastarður, hertogi af Normandí. Á námskeiðinu verður stuðst við hinn óviðjafnanlega 90 metra langa Bayeux-refil, eitt merkasta listaverk sem varðveist hefur frá miðöldum í V-Evrópu. Einnig verður fjallað um íslenskar
miðaldabókmenntir, en í Heimskringlu rís snilld Snorra hátt í sögu Haralds harðráða. Hvenær: Þri. 15., 22. og 29. nóv. kl. 19:30 - 21:30 (3x) Kennsla: Magnús Jónsson, BA í sagnfræði Snemmskráning verð: 21.700 kr. Almennt verð: 23.900 kr. Snemmskráning til og með 5. nóvember
Indland – spennandi saga í 5000 ár Búdda, svífandi gúrúar, Taj Mahal, frumskógar, tígrisdýr og Gandhi. Þetta eru nokkrar þeirra táknmynda sem við sjáum fyrir okkur þegar minnst er á Indland. En málið er flóknara. Saga þessa næstfjölmennasta ríkis heims er geysilöng og fjölbreytt. Saga landsins spannar langan tíma, glæst stórveldi, mikla niðurlægingu, trúarleiðtoga, herforingja, kónga, drottningar og keisara, og þegar námskeiðinu lýkur á fólk að hafa ágæta mynd af þessari einstaklega litríku sögu. Hvenær: Mið. 16., 23. og 30. nóv. kl. 20:00 - 22:00 (3x) Kennsla: Illugi Jökulsson, rithöfundur Snemmskráning verð: 21.700 kr. Almennt verð: 23.900 kr. Snemmskráning til og með 6. nóvember
UMMÆLI ÞÁTTTAKENDA • Starfsemin er mjög fjölbreytt og vel að henni staðið. Fyrirlesarar leggja metnað í að skila sínu. • Hef sótt nokkur námskeið hjá EHÍ og alltaf verið ánægð, gott viðmót, hreinar stofur, góðar veitingar og fjölbreytt námskeið. Endilega halda því áfram. • Alveg fullkomlega nóg framboð og þið standið ykkur vel, það vantar aðallega tíma til að sækja þau áhugaverðu námskeið sem þið bjóðið upp á. Takk fyrir mig. • Finnst frábært að geta sótt námskeið hjá Endurmenntun. Hefur gefið mér mikið.
5
Salka Valka í Borgarleikhúsinu Í samstarfi við Borgarleikhúsið
Í tengslum við uppsetningu á Sölku Völku, í leikstjórn Yönu Ross, er efnt til námskeiðs um verkið og uppsetninguna. Salka Valka er ein þekktasta og vinsælasta saga Halldórs Laxness og sú sem ruddi braut hans til alþjóðlegra vinsælda. Þetta er uppvaxtarsaga ungrar stúlku sem af eigin rammleik brýst út úr fátækt og fáfræði og verður mikils metinn og áhrifamikill einstaklingur. Hún er í senn þorpssaga og saga svipmikilla einstaklinga sem glíma daglega við tilveru þar sem ástin og dauðinn leika undir. Miði á lokaæfingu er innifalinn í námskeiðsgjaldi. Hvenær: Þri. 22. og 29. nóv. kl. 20:00 - 22:00. Fim. 8. des. kl. 13:00 - 16:00 í Borgarleikhúsinu. Fim. 29. des. kl. 20:00 forsýning í Borgarleikhúsinu og umræður. Kennsla: Halldór Guðmundsson rithöfundur, Hlynur Páll Pálsson, aðstoðarleikstjóri og Salka Guðmundsdóttir, höfundur leikgerðar Snemmskráning verð: 16.500 kr. Almennt verð: 18.200 kr. Snemmskráning til og með 12. nóvember
GJAFABRÉF
ENDURMENNTUNAR GJAFABRÉFIÐ ER TILVALIN GJÖF EÐA STYRKUR VIÐ HIN ÝMSU TÆKIFÆRI S.S. TIL AFMÆLIS- EÐA JÓLAGJAFA. GJÖFIN GETUR VERIÐ TILTEKIÐ NÁMSKEIÐ EÐA UPPHÆÐ AÐ EIGIN VALI.
NÁMSKEIÐ Í JANÚAR 2017 Kóraninn, konur og slæðan Hver er staða kvenna meðal múslima? Á þessu námskeiði verður fyrst fjallað um Kóraninn, helgirit Múslima, og boð hans og bönn. Síðan verður staða kvenna í nútímasamfélögum rædd, sérstaklega lagaleg staða þeirra í Mið-Austurlöndum og barátta þeirra fyrir auknum réttindum. Að lokum verður slæðan tekin fyrir og hinar margvíslegar birtingarmyndir hennar (hijab, chador, burka, nikab) í Mið-Austurlöndum, Evrópu og Norður-Ameríku. Hvenær: Þri. og fim. 10., 12., 17. og 19. jan. kl. 19:30 - 21:30 (4x) Kennsla: Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Bandaríkjunum Snemmskráning verð: 26.900 kr. Almennt verð: 29.600 kr. Snemmskráning til og með 31. desember
Vargöld – öðruvísi Íslandssaga Hér er boðið upp á pólitíska átakasögu 12. og 13. aldar. Á þessum tíma voru miklar væringar á Íslandi og hörð samkeppnin um völd. Valdabarátta höfðingja byggðist á klókindum, hörku og forsjálum ákvörðunum í hjónabandsmálum. Ástir og ættartengsl blönduðust inn í pólitíska refskák og blóðsúthellingar. Að lokum stóðu fáir eftir sem sigurvegarar við nýjar aðstæður. Hvenær: Mán. 16., 23. og 30. jan. kl. 20:00 - 22:00 (3x) Kennsla: Sverrir Jakobsson, prófessor í miðaldasögu við HÍ Snemmskráning verð: 21.700 kr. Almennt verð: 23.900 kr. Snemmskráning til og með 6. janúar
Heimur jazzins Á námskeiðinu, sem hefur hlotið mikið lof, verða þátttakendur leiddir inn í heim jazztónlistarinnar með tali og tónum. Farin verður hraðferð yfir jazzsöguna og helstu stílar og lykilflytjendur kynntir. Markmiðið er að eftir námskeiðið hafi þátttakendur öðlast yfirsýn yfir ólíkar gerðir jazztónlistar, þeir hafi kynnst helstu straumum og stefnum, skilji hvað tónlistin gengur út á og geti notið hennar enn betur en áður. Miði á tónleika er innifalinn í námskeiðsgjaldi. Hvenær: Þri. 17. og fim. 19. jan. kl. 19:30 21:30. Auk þess er farið á eina jazztónleika, dagsetning þeirra verður kynnt síðar.
6
Kennsla: Sigurður Flosason, yfirkennari jassdeildar FÍH Snemmskráning verð: 19.600 kr. Almennt verð: 21.600 kr. Snemmskráning til og með 7. janúar
Jólabókaflóðið með Katrínu Jakobsdóttur Jólabókaflóðið er leshringur þar sem nýleg skáldverk eru lesin og sérkenni þeirra og inntak rædd. Á þessu fimm kvölda námskeiði er ætlunin að taka eitt skáldverk til umfjöllunar í hvert skipti. Tveimur höfundum verður boðið í heimsókn til að ræða við þátttakendur um verk sín. Kennari mun leiða umræðuna og setja verkin í fræðilegt samhengi og síðan geta þátttakendur tekið þátt í umræðunni eins og þeim hentar. Hvenær: Mið. 25. jan. - 22. feb. kl. 20:00 – 22:00 (5x) Kennsla: Katrín Jakobsdóttir, MA í íslensku Snemmskráning verð: 25.900 kr. Almennt verð: 28.500 kr. Snemmskráning til og með 15. janúar
Elly í Borgarleikhúsinu Í samstarfi við Borgarleikhúsið
Í tengslum við uppsetningu á Elly, í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar, er efnt til námskeiðs um verkið og uppsetninguna. Elly Vilhjálms bjó yfir óræðri dulúð og töfraði marga með söng sínum og leiftrandi persónuleika. Hún var á sínum tíma vinsælasta söngkona þjóðarinnar og það sem hún skilur eftir sig er með því besta sem til er í íslenskri dægurtónlist. Söngurinn var fágaður, túlkunin hógvær og ígrunduð, röddin silkimjúk og hlý. En líf hennar varð stundum efni í sögusagnir og slúður sem hún hirti lítið um að svara því Elly var dul og forðaðist sviðsljós fjölmiðlanna. Miði á lokaæfingu er innifalinn í námskeiðsgjaldi. Hvenær: Þri. 2. og 9. feb. kl. 20:00 - 22:00. Fim. 16. feb. kl. 13:00 - 16:00 í Borgarleikhúsinu. Fim. 9. mars kl. 20:00 forsýning í Borgarleikhúsinu og umræður. Kennsla: Margrét Blöndal, höfundur ævisögu söngkonunnar, Ólafur Egill Egilsson höfundur leikritsins og Gísli Örn Garðarsson, leikstjóri sýningarinnar Snemmskráning verð: 16.500 kr. Almennt verð: 18.200 kr. Snemmskráning til og með 23. janúar
Hlaut viðurkenningu í kjölfar námskeiðs Sigurbjörn Skarphéðinsson hefur í gegnum árin sótt ýmis námskeið hjá Endurmenntun tengd starfi sínu og fyrir mörgum árum sótti hann jafnframt námskeið í ritlist. Sigurbjörn vinnur talsvert með texta í starfi sínu en hefur alltaf haft gaman af því að skrifa sögur og yrkja vísur.
Hlaut viðurkenningu fyrir smásögu Fyrir tæpu ári ákvað hann að skella sér á námskeið hjá okkur um skáldleg skrif með Kristjáni Hreinsyni og var aldeilis ánægður með þá ákvörðun. „Námskeiðið var verulega fróðlegt, gefandi og árangursríkt. Ég lærði ákveðna tækni til að stytta texta en það getur oft á tíðum verið afar krefjandi en þegar upp er staðið eykur það oftast gæði hans“, segir Sigurbjörn. Stuttu síðar ákvað Sigurbjörn að taka þátt í smásagnakeppni. „Ég þakka námskeiðinu að ég fékk viðurkenningu fyrir söguna mína en án þess hefði ég ekki skorið niður textann“, segir Sigurbjörn glaður í bragði.
Fleiri námskeið
Sigurbjörn Skarphéðinsson
Eins og fyrr segir þá yrkir Sigurbjörn einnig mikið vísur og þá gjarnan í tengslum við afmæli, fermingar eða brúðkaup. Hann fór því einnig á námskeið með Kristjáni Hreinssyni um söngtextagerð og vill gjarnan sækja enn fleiri ritlistarnámskeið hjá Endurmenntun. Hann hefur alltaf verið ánægður með námskeiðin sem hann hefur sótt og þykir gott að koma á Dunhagann. Aðspurður hvort hann hyggist gefa eitthvað að verkum sínum út þá segir hann að svo gæti farið en föðuramma hans hafi byrjað að gefa út bækur þegar hún var 70 ára og það væri því enn nokkur tími til stefnu.
FYLGSTU MEÐ ENDURMENNTUN SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR VERTU MEÐ OKKUR Á FACEBOOK
7
KENNARARNIR OKKAR Framúrskarandi kennarar eru eitt af aðalsmerkjum Endurmenntunnar. Kennararnir koma úr ýmsum áttum og er þeim margt til lista lagt. Þeir áttu ólíka framtíðardrauma í æsku og búa margir hverjir yfir leyndum hæfileikum. Við fengum nokkra til að deila þessum upplýsingum með okkur.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
„Forseti Íslands.“ Ármann Jakobsson
„Þegar ég var stelpa langaði mig ýmist til að verða leikari eða bóndi.“ Kristín Baldursdóttir
„Sem barn áttaði ég mig á því að ég yrði að yrkja.“ Kristján Hreinsson
„Ég hafði mjög háleitar hugmyndir um að búa í Hveragerði, vera garðyrkjukona rækta rósir og grænmeti, eiga kanínur og baka brauð í heitum hver.“ Anna Jóna Guðmundsdóttir
„Leikari.“ Gérard Lemarquis 8
„Kennari! Pabbi var nefnilega skólastjóri og mér fannst eðlilegt að feta í fótspor hans.“ Edda Björgvinsdóttir
„Bóndi eða málfræðingur.“ Sigurður Konráðsson
„Sem barn á Ítalíu vildi ég verða geimfari eða skipstjóri á Atlantshafi (með því að vera á Íslandi hefur þetta næstum ræst!)“ Maurizio Tani
„Örugglega fótboltamaður og svo fjármálastjóri“ Birgir Hrafn Hafsteinsson
„Ég ætlaði að verða smiður, en ég reyndist hafa of marga þumalputta!“ Hjálmtýr Hafsteinsson
Leyndur hæfileiki sem þú býrð yfir?
„Er nokkuð lunkin að beita slípirokk til að skera málma í framkvæmdum heima fyrir.“
„Ég get skellt mér í brú á núll einni. Geri það samt ekki á námskeiðum.“ Steinunn Stefánsdóttir
Anna-Lind Pétursdóttir
„Hef mjög gaman að því að elda og get gert frábæran Coq au vin kjúklingarétt. Liggur við að það þurfi að gera sérstakt námskeið um hann við Endurmenntun.“
„Ég spila á Ukulele.“ Berglind Brynjólfsdóttir
Björn Berg
„Leysti af á sjó (á síðutogara) og kom öllum að óvörum þegar ég var ein af fáum sem kunni að „splæsa saman vír” eftir að togvírinn hafði slitnað.
„Ég gat gengið á höndum sem ungur maður.“
Emilía Borgþórsdóttir
Kristinn Óskarsson
„Ég hef oft verið kallaður hinn íslenski Leroy Stampa (enda með eindæmum góður dansari).“
„Að leika Silvíu Nótt.“
Sveinbjörn Jónsson
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir
„Ég baka góðar eplakökur.“ Jón Björnsson
9
PERSÓNULEG
HÆFNI Byrjaðu í golfi – fyrir byrjendur og lengra komna
Í samstarfi við Golfsamband Íslands og Hissa, ráðgjafar- og fræðslumiðstöð um golf
Á námskeiðinu eru grunnatriðin í golfi kennd með Starting New At Golf (SNAG) golfkennslukerfinu sem hefur slegið í gegn út um allan heim. Kennslan fer fram í formi fyrirlestra, æfinga og leikja. Hvenær: Mið. 7. mán., 12. og mið. 14. sept. kl. 20:00 - 22:00. Kennt er 12. sept. í æfingahúsnæði GSÍ Kennsla: Magnús Birgisson, PGA golfkennari og SNAG master leiðbeinandi Verð: 27.400 kr.
Núvitund í uppeldi barna Núvitund (e.mindfulness) hjálpar börnum og fullorðnum við að takast á við áskoranir daglegs lífs og öðlast meiri hugarró og vellíðan. Á þessu stutta en hagnýta námskeiði færðu innsýn í hvað núvitund er og kynnist leiðum og æfingum sem stutt geta við 10
núvitund barna og um leið hvernig þú getur aukið eigin núvitund og styrkt þig sem uppalanda.
Hvenær: Þri. 20. sept. kl. 19:30 - 22:00 Kennsla: Bryndís Jóna Jónsdóttir, MA-diplóma í jákvæðri sálfræði og MA í náms- og starfsráðgjöf Snemmskráning verð: 11.400 kr. Almennt verð: 12.600 kr. Snemmskráning til og með 10. september
Google - vinsælasta og afkastamesta himnasendingin Sístækkandi hópur einstaklinga og fyrirtækja þarf að koma samskiptum sínum og gögnum fyrir í „skýjunum” í kjölfar aukinnar notkunar smartsíma og tafla, þar sem geymslupláss er ekki kostur. Risarnir þrír, Apple, Microsoft og Google bjóða uppá lausnir á þessum vanda. Á þessu námskeiði öðlast þú grunnfærni í því að nota Google kerfið til að framleiða, geyma og deila gögnum og upplýsingum.
Hvenær: Fim. og fös. 29. og 30. sept. kl.16:15 - 18:45 Kennsla: Maríanna Friðjónsdóttir, sjálfstætt starfandi fjölmiðlari Snemmskráning verð: 25.900 kr. Almennt verð: 28.500 kr. Snemmskráning til og með 19. september
Hugleiðsla og jógaheimspeki Á námskeiðinu er kafað í frumhugmyndafræði jóga. Kennd er hugleiðsla og gjörhygli, jógaheimspeki og grunnurinn að þessum fornu fræðum. Við skoðum hvort Yoga Sutrur Patanjalis og Bhagawat Gita eigi erindi til okkar í dag og hvort þessi fornu rit séu raunverulegur leiðarvísir til að öðlast andlegt og líkamlegt heilbrigði í hringiðu nútímans. Þetta er skemmtilegt og fræðandi námskeið og hentar bæði þeim sem vilja kafa djúpt í fræðin og þeim sem vilja hefja ástundun eða efla sína heimaástundun enn frekar. Hvenær: Mið. 21. sept. - 19. okt.
kl. 18:00 – 20:00 (5x) Kennsla: Kristbjörg Kristmundsdóttir, jógakennari Snemmskráning verð: 35.900 kr. Almennt verð: 39.500 kr. Snemmskráning til og með 11. september
Úr neista í nýja bók Er draumur þinn að skrifa smásögur eða kannski heila skáldsögu? Ert þú jafnvel með hugmynd að sögu í kollinum? Á þessu afar vinsæla námskeiði verður farið yfir ýmis atriði við ritun skáldsagna, allt frá hugmyndavinnu til lokafrágangs. Hvenær: Fim. 22. sept. - 20. okt. kl. 19:30 - 22:00 (5x) Kennsla: Anna Heiða Pálsdóttir, rithöfundur og doktor í bókmenntafræði Snemmskráning verð: 36.900 kr. Almennt verð: 40.600 kr. Snemmskráning til og með 12. september
Velkomin í núið – frá streitu til sáttar Velkomin í núið er átta vikna núvitundarnámskeið sem er hugsað fyrir almenning til að takast á við streitu daglegs lífs. Í núvitundarþjálfun er tvinnað saman aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði austrænnar visku. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að núvitundarþjálfun hefur jákvæð áhrif á vellíðan, bætir heilsufar, dregur úr streitu, kvíða og depurð. Hún felur í sér að læra að nema staðar „hér og nú“, láta af sjálfstýringu hugans og sættast betur við það sem er. Hvenær: Mán. 26. sept., 3., 10., 17., 24. og 31. okt., 7. og 14. nóv. kl. 19:30 - 21:00 (8x) Kennsla: Anna Dóra Frostadóttir, sálfræðingur Snemmskráning verð: 49.900 kr. Almennt verð: 54.900 kr. Snemmskráning til og með 16. september
Góð heilsa - samspil næringar og huga á andlega og líkamlega líðan Á námskeiðinu er fjallað um hvers vegna hollt fæði skilar ekki alltaf bættri heilsu. Farið er yfir mikilvægi þarmaflóru og þá sérstaklega með tilliti til andlegrar og líkamlegrar heilsu. Fjallað er um áhrif hugar á heilsu, meðal annars út frá streitu, jákvæðum hugsunum, slökun, viðhorfum, þakklæti og tilfinningum. Námskeiðið byggir á rannsóknum á sviði næringar- og læknisfræði ásamt jákvæðri sálfræði. Markmiðið er að hver einstaklingur öðlist dýpri skilning á mikilvægi þess að velja rétt þegar kemur að
því að næra sig andlega og líkamlega. Hvenær: Fim. 29. sept. kl. 17:00 - 21:00 Kennsla: Birna G. Ásbjörnsdóttir, MA í næringarlæknisfræði og Jóhanna Björk Briem, MA í áhættuhegðun og forvörnum og löggiltur sjúkranuddari Snemmskráning verð: 14.900 kr. Almennt verð: 16.400 kr. Snemmskráning til og með 19. september
Listin að mynda norðurljós Á námskeiðinu er fjallað um grunnstillingar stafrænna myndavéla með tilliti til þess að ljósmynda norðurljós að næturlagi. Farið er t.d. í fókusstillingar, ISO stillingar, lokunarhraða, ljósop og val á fylgihlutum. Til þess að ná að fanga norðurljós á ljósmynd þarf sá sem tekur myndina að hafa grunnskilning á stillingum myndavélarinnar, linsu og jafnframt vita hvaða aukahluti er gott að hafa til að auka líkurnar á að norðurljósin skili sér á mynd. Hvenær: Þri. 4. okt. kl. 19:00 - 22:00 Kennsla: Ólafur Þórisson, margmiðlunarhönnuður Snemmskráning verð: 12.400 kr. Verð: 13.700 kr. Snemmskráning til og með 24. september
Náum tökum á lestrarnáminu á skemmtilegan hátt við eldhúsborðið heima Lestur er undirstaða alls náms og því mikilvægt að styrkja grunninn og auðvelda börnum lestrarnámið eins og kostur er. Námskeiðið er fyrir fjölskyldur 5 - 7 ára barna sem vilja styðja vel við nám barnsins og styrkja þekkingu barna sinna á bókstöfum og hljóðum og efla þannig lestrarkunnáttu þeirra. Á námskeiðinu eru kynntar árangursríkar, fjölbreyttar og skemmtilegar leiðir til að æfa bókstafi, hljóð og hljóðtengingu sem allt er grunnur í lestrarnáminu. Þátttakendur fá í hendurnar gögn og hugmyndir sem hægt er að notast við heima og því er auðvelt að hefjast handa samstundis. Hvenær: Þri. 4. okt. kl. 20:30 - 22:00 Kennsla: Helga Kristjánsdóttir, leik- og grunnskólakennari Snemmskráning verð: 7.400 kr. Almennt verð: 8.200 kr. Snemmskráning til og með 24. september
Kvíði barna og unglinga - foreldranámskeið Í samstarfi við geðsvið Landspítalans
Á námskeiðinu, sem byggir á kenningum og aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar, er fjallað um eðli og einkenni kvíða, helstu kvíðaraskanir og æskileg viðbrögð við kvíða barna og unglinga. Hjónum og pörum sem sækja námskeiðið býðst 10% afsláttur af báðum námskeiðsgjöldum. Hvenær: Mið. 5., 12. og 19. okt. kl. 20:00 - 22:15 (3x) Kennsla: Berglind Brynjólfsdóttir og Sigríður Snorradóttir, sálfræðingar við LSH Snemmskráning verð: 38.900 kr. Almennt verð: 42.800 kr. Snemmskráning til og með 25. september
Hvunndagsheimspeki Hugtök heimspekinnar eru af ýmsum toga. En kjarni heimspekinnar er að spyrja spurninga sem við getum svarað um leið og við finnum visku í því að spyrja nýrra spurninga. Hvað er rétt? Hvað er rangt? Hvað er gott? Hvað er slæmt? Hversdagslegar spurningar geta boðið upp á fjörlegar og skemmtilegar umræður. En á námskeiði þessu er það fyrst og síðast rökræðan sem við æfum okkur í. Hvenær: Mið. 5. - 19. okt. kl. 20:00 - 22:00 (3x) Kennsla: Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur Snemmskráning verð: 24.900 kr. Almennt verð: 27.400 kr. Snemmskráning til og með 25. september
Streita, nei, takk – hvernig vinnum við að streitulausu lífi? Streita eða stress eru viðbrögð fólks við alls kyns álagi og áreiti. Um er að ræða andlegt og líkamlegt ástand sem skapast við ákveðnar aðstæður. Á námskeiðinu munu þátttakendur greina helstu streituvalda í eigin lífi, hvaða áhrif þeir hafa og hvaða leiðir henta þeim best til að vinna gegn streitu. Sérstök áhersla verður lögð á forvarnir gegn streitu, fjallað um hagnýtar leiðir til að takast á við kröfur í lífi og starfi og hvað hver og einn getur gert til að vinna að streitulausu lífi. Hvenær: Mið. 5. okt. kl. 16:15 - 19:15 Kennsla: Ragnheiður Stefánsdóttir, mannauðsstjóri og markþjálfi Snemmskráning verð: 14.900 kr. Almennt verð: 16.400 kr. Snemmskráning til og með 25. september 11
Word ritvinnsla - fyrir lengra komna Námskeiðið er hugsað fyrir notendur Word sem vilja ná almennilegum tökum á verkfærinu til að nýta sér betur möguleika þess og ná upp hraða í vinnubrögðum. Reiknað er með að notendur kunni grunnatriði word og windows s.s. útlit texta, vista og opna skjöl. Hvenær: Mán. 17. okt. kl. 14:00 - 18:00 Kennsla: Bergþór Skúlason, sérfræðingur hjá Fjársýslu ríkisins Snemmskráning verð: 15.900 kr. Almennt verð: 17.500 kr. Snemmskráning til og með 7. október
Öflugt sjálfstraust Sjálfstraust er undirstaða margra færniþátta, svo sem því hvernig okkur vegnar í samskiptum við aðra, hvernig við setjum markmið, tökum ákvarðanir og vinnum undir álagi. Í raun má segja að öflugt sjálfstraust sé ákveðin forvörn þar sem sterkir einstaklingar eiga auðveldara en aðrir með að taka ákvarðanir, setja mörk og verjast óæskilegum áhrifum frá umhverfinu. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að kenna þátttakendum að greina muninn á miklu og litlu sjálfstrausti og ekki síst að kenna aðferðir til að byggja upp og efla sjálfstraust. Hvenær: Mán. og mið. 10., 12. og 17. okt. kl. 13:00 – 16:00 (3x) Kennsla: Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur Snemmskráning verð: 38.900 kr. Almennt verð: 42.800 kr. Snemmskráning til og með 30. september
Betri fjármál fyrir þig - einstaklingsmiðuð þjálfun í persónulegum fjármálum Markmið námskeiðsins er að aðstoða þátttakendur við að skipuleggja fjármálin og
byggja upp sjálfstjórn. Námskeiðið stuðlar að því að snúa fjármálum þátttakenda úr viðbrögðum við aðstæðum (reactive) í fyrirbyggjandi markmið í fjármálum (proactive). Þátttakendur öðlast verkfæri til að taka stjórn á daglegu lífi og fjármálum með yfirsýn og markmiðum. Vinnubók er innifalin í námskeiðsverði. Hvenær: Þri. 11. okt. kl. 19:00 - 22:00 og 8. nóv. kl. 20:15 - 21:15 Kennsla: Haukur Hilmarsson, ráðgjafi í fjármálahegðun Snemmskráning verð: 21.700 kr. Almennt verð: 23.900 kr. Snemmskráning til og með 1. október
Að fegra heimilið - kafað dýpra í heimili og hönnun Hér er boðið upp á þriggja kvölda framhaldsnámskeið fyrir þá sem sótt hafa grunnnámskeiðið Heimili og hönnun og vilja fara dýpra í grunnatriði hönnunar. Þátttakendur vinna með rými að eigin vali og gera þær breytingar sem við á. Þeir vinna áætlun með aðstoð kennara og hafa tvær vikur á milli kennslutíma til að klára breytingarnar. Þátttakendur fá persónulega ráðgjöf frá kennara með tölvupósti á milli tíma. Námskeiðinu lýkur svo með stuttri kynningu á hverju rými fyrir sig og umræðum. Hvenær: Þri. 11. og 18. okt. og 1. nóv. kl. 20:00 - 22:15 (3x) Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður Snemmskráning verð: 28.900 kr. Almennt verð: 31.800 kr. Snemmskráning til og með 1. október
WordPress - Vinsælasta vefumsjónarkerfi í heimi Sístækkandi hópur fyrirtækja og einstaklinga reiðir sig á WordPress vefumsjónarkerfið
til að koma sér, vörum sínum og þjónustu sinni á framfæri á netinu. WordPress vefumsjónarkerfið býður upp á mikinn sveigjanleika og er jafnframt auðvelt í notkun. Námskeiðið er byrjendanámskeið. Hvenær: Mið. 12. og mán. 17. okt. kl. 8:30 - 12:30 Kennsla: Valur Þór Gunnarsson, sérfræðingur í rafrænum viðskiptum og vefþróun Snemmskráning verð: 35.900 kr. Almennt verð: 39.500 kr. Snemmskráning til og með 2. október
Hvítur sykur, kókospálmasykur, sukrin, aspartam, xylitol - orka eða eitur? Á námskeiðinu verður fjallað um mismunandi tegundir sykurs og hvaða áhrif þær hafa í líkamanum. Einnig verður kannað í hvaða tilfellum hver tegund gæti hentað betur en önnur með heilsuna að leiðarljósi, bæði út frá lýðheilsu- og klínískum sjónarmiðum. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu á sykri, hvaðan hann kemur og hvaða áhrif hann hefur í líkamanum Hvenær: Fim. 13. okt. kl. 19:30 - 22:00 Kennsla: Freydís Hjálmarsdóttir, næringarfræðingur M.Sc Snemmskráning verð: 10.400 kr. Almennt verð: 11.500 kr. Snemmskráning til og með 3. október
Vönduð íslenska - tölvupóstar og stuttir textar Gríðarleg aukning hefur orðið í framleiðslu texta á undanförnum áratugum. Sífellt fleiri þurfa að semja ritaða texta, oftast fremur stutta, bæði í starfi og einkalífi. Í langflestum tilvikum eru textar samdir til þess að aðrir lesi þá. Nokkur lykilatriði sem hafa
FRÆÐSLUSTYRKIR STÉTTARFÉLAGA Stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja nám og námskeið. Við hvetjum alla til að nýta þessa styrki. 12
verður í huga eru tími, sjálfsöryggi, þekking á viðfangsefni, bygging texta, málfar og birting. Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu einkenni texta sem samdir eru á íslensku og þátttakendur þjálfaðir í að semja stutta texta, t.d. tölvupósta, efni á innri vefi, heimasíður og fréttabréf. Hvenær: Fös. 14. okt. kl. 9:00 - 12:00 Kennsla: Sigurður Konráðsson, prófessor í íslensku Snemmskráning verð: 15.900 kr Almennt verð: 17.500 kr. Snemmskráning til og með 4. október
Að rita ævisögur og endurminningar Langar þig að skrásetja minningar sem sækja á þig? Siturðu uppi með fróðleik um ættingja, vini eða tímabil sem þú veist ekki hvað skal gera með? Ertu kannski með bók í bígerð? Á námskeiðinu verður fjallað um ævisögur og endurminningar frá ýmsum sjónarhornum. Helstu skólar í ævisagnaritun verða kynntir en líka aðferðir til þess að takast á við eigin minningar, fróðleik eða upplýsingar. Farið verður vandlega í frásagnaraðferðir og ýmsar leiðir sem hægt er að nota, og jafnframt fjallað um heimildanotkun og frágang þeirra. Hvenær: Mán. 17., 24. og 31. okt. og 7. nóv. kl. 19:30 - 21:30 (4x) Kennsla: Páll Valsson, bókmenntafræðingur og rithöfundur Snemmskráning verð: 34.900 kr Almennt verð: 38.400 kr. Snemmskráning til og með 7. október
Fjármál við starfslok Fróðlegt og gagnlegt námskeið um það sem mikilvægast er að hafa á hreinu þegar starfsævi lýkur. Vandlega verður farið yfir þær breytingar sem vefjast fyrir mörgum,
svo sem varðandi Tryggingastofnun, lífeyrismál, skatta og sparnað. Með aukinni þekkingu má spara umtalsverðar fjárhæðir auk þess sem við fáum betri yfirsýn yfir væntar tekjur þegar lífeyrisgreiðslur taka við af launatekjum. Hvenær: Mán. 17. okt. kl. 16:15 - 19:15 Kennsla: Björn Berg Gunnarsson, viðskiptafræðingur og löggiltur verðbréfamiðlari Snemmskráning verð: 12.400 kr. Almennt verð: 13.700 kr. Snemmskráning til og með 7. október
Jákvæð sálfræði og styrkleikaþjálfun (Coaching) - nýttu styrkleika þína á nýjan hátt Jákvæð sálfræði fæst við rannsóknir á því sem fólk gerir rétt frekar en því sem fólk gerir rangt. Á námskeiðinu verður farið yfir rannsóknir á styrkleikum, bjartsýni og hamingju og fjallað um gildi jákvæðni fyrir sköpun og árangur. Einnig verður farið í kosti styrkleikaþjálfunar og hvernig hægt er að nýta sér verkfæri úr styrkleikaþjálfun í daglegu lífi. Hvenær: Þri. 18., 25. okt. og 1., 8. og 15. nóv. kl. 19:30 - 21:30 (5x) Kennsla: Anna Jóna Guðmundsdóttir, kennari og ráðgjafi. Gestakennari Kristín Linda Jónsdóttir. sálfræðingur og kennari. Snemmskráning verð: 39.900 kr. Almennt verð: 43.900 kr. Snemmskráning til og með 8. október
Húmor og gleði í samskiptum ... dauðans alvara Húmor í öllum sínum fjölbreytileika er viðfangsefnið á þessu námskeiði. Húmor getur verið afar uppbyggilegur og nærandi en er einnig vandmeðfarið samskiptatæki. Fjölmargar rannsóknir sýna að það er
t.d. mikil heilsubót af því að nota húmor á jákvæðan hátt. Húmor getur gjörbreytt andrúmslofti og aukið til muna ánægju og gleði í samskiptum, hvort sem um er að ræða fjölskyldur, vinnustaði, félagasamtök eða vinahópa. Húmor í daglegum samskiptum auðveldar fólki að takast á við allskonar uppákomur, leysa úr vandamálum og draga úr streitu. Hvenær: Fim. 20. okt. kl.19:00 - 22:00 Kennsla: Edda Björgvinsdóttir, leikkona og MA í menningarstjórnun Snemmskráning verð: 12.400 kr. Almennt verð: 13.700 kr. Snemmskráning til og með 10. október
Íbúðaskipti - meiri upplifun, minni kostnaður Gætirðu hugsað þér að ferðast um heiminn án þess að greiða krónu fyrir gistingu? Viltu fá meiri upplifun út úr ferðalögum þínum? Íbúðaskipti verða sífellt vinsælli, enda bæði hagkvæm og skemmtileg leið sem gefur aukin tækifæri til ferðalaga. Fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir hefur gert íbúðaskipti að hluta af lífstíl sínum og ferðast árlega erlendis með fjölskyldu sína án þess að greiða fyrir gistingu. Á þessu námskeiði deilir hún reynslu sinni af íbúðaskiptum og bendir einnig á aðrar óhefðbundnar leiðir til þess að halda ferðakostnaðinum í lágmarki. Hvenær: Mið. 26. okt. kl. 19:30 - 22:00 Kennsla: Snæfríður Ingadóttir, ferðalangur með meiru Snemmskráning verð: 11.400 kr. Almennt verð: 12.600 kr. Snemmskráning til og með 16. október
Fleiri áhugaverð námskeið á eftirfarandi sviðum má finna á vef Endurmenntunar • Erlendir sérfræðingar • Ferðaþjónusta • Fjármál og rekstur • Heilbrigðis- og félagssvið • Starfstengd hæfni
• Stjórnun og forysta • Uppeldi og kennsla • Upplýsingatækni • Verkfræði og tæknifræði 13
Lög um fjöleignarhús – líf í fjölbýli og rekstur húsfélaga Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu atriði laga um fjöleignarhús og þær reglur sem gilda um ákvarðanatöku og fundarhald, mun á séreign og sameign, kostnaðarhlutdeild, nýtingu séreignar og sameignar ásamt helstu skyldum við rekstur húsfélaga. Hagnýtt námskeið fyrir íbúðareigendur í fjölbýli sem og einstaklinga í stjórnum húsfélaga. Hvenær: Fim. 27. okt. kl. 16:00 - 19:30 Kennsla: Guðbjörg Matthíasdóttir, lögfræðingur Snemmskráning verð: 14.500 kr. Almennt verð: 17.400 kr. Snemmskráning til og með 17. október
Glæpsamleg áform – hugmynd verður að veruleika Ertu með hugmynd að glæpasögu? Langar þig að skrifa skáldsögu, kvikmyndahandrit eða leikrit? Á þessu námskeiði er hulunni svipt af leyndardómum glæpasögunnar. Farið er í gegnum allt sköpunarferlið, frá kjarna hugmyndar til umsókna um styrki og útgáfu. Hvenær: Þri. 1. - 29. nóv. kl. 19:30 - 21:30 (5x) Kennsla: Stefán Máni, rithöfundur Snemmskráning verð: 45.900 kr. Almennt verð: 50.500 kr. Snemmskráning til og með 22. október
Orkustjórnun – Aukin orka og vellíðan Ert þú að glíma við tíma- og orkuleysi? Ert þú kannski alltaf á hlaupum og nærð ekki að komast yfir öll verkefni dagsins? Upplifir þú togstreitu á milli starfs og einkalífs og erfitt að finna jafnvægi? Er kominn tími til að setja sjálfan sig í forgang? Orkustjórnun er tæki eða aðferð sem nýtist starfsmönnum og einstaklingum til að öðlast meiri orku og ná þar með meiri árangri og vellíðan í lífi og starfi. Hvenær: Mán. 31. okt. kl. 16:15 - 19:15 Kennsla: Ragnheiður Stefánsdóttir, mannauðsstjóri og markþjálfi Snemmskráning verð: 17.900 kr. Almennt verð: 19.700 kr. Snemmskráning til og með 21. október
Að verða betri en ég er – að ná hámarksárangri í lífi og starfi Hvernig setjum við okkur háleit markmið og náum þeim? Hvernig er hægt að bregðast við áföllum og mótlæti með 14
farsælum hætti og ná góðum tökum á streitu? Hvernig löðum við fram það besta í öðrum? Reynslan sýnir að flestir trúi því að þeir geti bætt sig á einhverjum sviðum. Til þess að svo megi verða er þó mikilvægt að tileinka sér rétt hugarfar. En hvað einkennir hugarfar þeirra sem ná jafnan sínu besta fram, jafnvel við krefjandi aðstæður? Á þessu þjálfunarnámskeiði verður áherslan lögð á þær aðferðir sem afreksfólk á hinum ýmsum sviðum beitir til að ná árangri í leik og starfi.
Heimili og hönnun
Hvenær: Mið. 2. og mán. 7. nóv. kl. 13:00 – 16:00 Kennsla: Jóhann Ingi Gunnarsson og Bragi Sæmundsson, sálfræðingar Snemmskráning verð: 24.900 kr. Almennt verð: 27.400 kr. Snemmskráning til og með 23. október
Hvenær: Mið. 9. og 16. nóv. kl. 20:00 - 22:00 Námskeiðið í september er fullbókað. Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður Snemmskráning verð: 16.900 kr. Almennt verð: 18.600 kr. Snemmskráning til og með 30. október
Skáldleg skrif Á námskeiðinu verður farið í það með afar einföldum hætti hvernig við berum okkur að þegar við höfum í hyggju að skrifa. Hér er bent á þann grunn sem verður að vera til staðar, hvort sem um er að ræða eina vísu, ljóð, smásögu, skáldsögu eða annað form ritlistar. Alltaf eru sömu hugtökin að skjóta upp kollinum, grunnurinn sem við byggjum verk okkar á. Við munum fara hægum skrefum og skoða vandlega þau form sem koma við sögu. Einfaldar skýringar og fjölmörg dæmi verða tekin fyrir. Hvenær: Mið. 2. - 30. nóv. kl. 20:15 - 22:15 (5x) Kennsla: Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur Snemmskráning verð: 36.900 kr. Almennt verð: 40.600 kr. Snemmskráning til og með 23. október
Innivist og heilsa, raki og mygla Á námskeiðinu er farið í helstu atriði sem almennur húseigandi þarf að þekkja til þess að bæta innivist og bregðast við raka og mygluskemmdum. Farið verður yfir þær rannsóknir sem liggja fyrir í dag varðandi tengsl heilsufars við raka og myglu. Einnig verður farið yfir úrræði og aðferðir til að bæta heilsu og vellíðan. Hvenær: Mið. 2. nóv. kl. 16:15 - 19:15 Kennsla: Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, BSc í líffræði og fagstjóri hjá Eflu Snemmskráning verð: 12.400 kr. Almennt verð: 13.700 kr. Snemmskráning til og með 23. október
Á námskeiðinu er farið í grunnatriði innanhússhönnunar á einföldu máli. Tekin eru fjölmörg dæmi um vel heppnaðar samsetningar. Hvað fer saman, hvað ekki og af hverju ekki? Að loknu námskeiðinu ættu þátttakendur að geta gert einfaldar breytingar heima við sem draga betur fram þann stíl sem hentar vel þeim munum og húsgögnum sem eru til á heimilinu. Ekki er nauðsynlegt að fara í dýrar framkvæmdir til að endurspegla persónulegan stíl.
Fjörefni fyrir 50+ Vísindalegar rannsóknir hafa sannað að hamingjan eykst með hækkandi aldri. Aldurinn einn og sér tryggir þó ekki hamingjuna heldur viðhorfin sem við tileinkum okkur. Eitt af því sem jákvæða sálfræðin hefur fært okkur eru rannsóknir á því sem einkennir fólk sem gengur vel í lífinu. Við getum öll tileinkað okkur aðferðir sem geta stuðlað að aukinni hamingju okkar og vellíðan. Fjölmargar æfingar og andleg „leikfimi“ getur leitt okkur inn í afskaplega hamingjuríkt líf. Ræktum okkur sjálf, kærleikann, húmorinn og hamingjuna. Með gleðina að vopni erum við ósigrandi. Hvenær: Fim. 10., 17. og 24. nóv. og 1. des. kl. 19:30 - 21:30 (4x) Kennsla: Edda Björgvinsdóttir, leikkona og Ragnhildur Vigfúsdóttir, markþjálfi Snemmskráning verð: 34.900 kr. Almennt verð: 38.400 kr. Snemmskráning til og með 31. október
TUNGUMÁL Danska
Ítalska
Spænska
Danska - þjálfun í talmáli á léttum nótum
Ítalska fyrir byrjendur
Spænska I
Hvenær: Þri. og fim. 20. sept. - 6. okt. kl. 17:00 - 19:00 (6x) Kennsla: Maurizio Tani, stundakennari í ítölsku við HÍ Snemmskráning verð: 35.900 kr. Almennt verð: 39.500 kr. Snemmskráning til og með 10. september
Hvenær: Þri. og fim. 4. - 20. okt. kl. 17:00 19:00 (6x) Kennsla: Steinunn Björk Ragnarsdóttir, MA í spænsku Snemmskráning verð: 35.900 kr. Almennt verð: 39.500 kr. Snemmskráning til og með 24. september
Norska
Pólska
Hagnýt norska fyrir heilbrigðisstarfsfólk
Pólska fyrir byrjendur II
Hvenær: Mán. og mið. 26. sept. - 12. okt. kl. 17:00 - 19:00 (6x) Kennsla: Casper Vilhelmssen, kennari Snemmskráning verð: 35.900 kr. Almennt verð: 39.500 kr. Snemmskráning til og með 16. september
Enska Practical English Hvenær: Þri. og fim. 27.sept. - 13. okt. kl. 14:00 - 16:00 (6x) Kennsla: Mica Allan, enskukennari Snemmskráning verð: 39.900 kr. Almennt verð: 43.900 kr. Snemmskráning til og með 17. september
Hvenær: Fim. og mán. 6. – 24. okt. kl. 20:00 – 22:00 (6x) Kennsla: Arnhild Mølnvik, norskukennari Snemmskráning verð: 39.900 kr. Almennt verð: 43.900 kr. Snemmskráning til og með 26. september
Í samstarfi við deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda við Hugvísindasvið HÍ Hvenær: Þri. og fim. 18. október - 24. nóvember kl. 16:40 - 18:10 Kennsla: Monika Sienkiewicz Verð: 54.500 kr. Námskeiðið er hægt að taka til eininga
15
Endurmenntun Háskóla Íslands – Dunhagi 7 – 107 Reykjavík Netfang: endurmenntun@hi.is Opnunartími Endurmenntunar er mán. - fim. kl. 8:00 - 22:00, fös. kl. 8:00 - 17:00 og lau. kl. 9:00 - 12:00. Sumarafgreiðslutími er kl. 8:00 - 16:00 alla virka daga. Nánari upplýsingar og skráning á endurmenntun.is eða í síma 525 4444
Fylgdu okkur á Facebook 16
/endurmenntun.is