Fróðleikur og skemmtun

Page 1

NÁMSKEIÐ FYRIR ÞIG FRÓÐLEIKUR OG SKEMMTUN

MENNING PERSÓNULEG HÆFNI TUNGUMÁL

VORMISSERI 2017

1


Ágætu lesendur Ég vil byrja á því að þakka ykkur samfylgdina sem komuð til okkar á árinu 2016. Ríflega 2500 einstaklingar sóttu námskeið á sviði menningar, persónulegrar hæfni og tungumála á árinu. Þessi góða aðsókn gerir það að verkum að við getum boðið fjölbreyttari námskeið og höfðað til fleira fólks. Í þessum bæklingi kynnum við með stolti rúmlega sjötíu námskeið þar sem fróðleikur og skemmtun fléttast saman. Námskeiðin fjalla m.a. um jarðfræði, fuglaskoðun og trúarbrögð en einnig um Róm, París og Bandaríkin. Nokkur námskeið misserisins þjálfa skriftir, s.s. gerð kvikmyndahandrita, ævisagna eða söngtexta. Bókmenntir, tónlist, leikrit, tungumál, heimspeki og fjölbreytt sjálfsstyrkingarnámskeið eru á sínum stað ásamt nýjum viðfangsefnum. Torfi Tulinius, prófessor í íslenskum miðaldafræðum, kennir Íslendingasagnanámskeiðið okkar að þessu sinni og tekur fyrir Grettis sögu Ásmundarsonar. Við fögnum því að fá Torfa til liðs við okkur. Fyrir hönd starfsfólks Endurmenntunar vonast ég til að sem flestir finni námskeið sem vekja og svala forvitni. Kristín Jónsdóttir Njarðvík, endurmenntunarstjóri

Viltu vinna gjafabréf? Þann 25. janúar drögum við út tvo heppna vinningshafa sem hafa skráð sig á námskeið hjá okkur á vormisseri og hljóta þeir gjafabréf frá Endurmenntun að verðmæti 15.000 krónur. Skráðu þig fyrir þann tíma – þú gætir dottið í lukkupottinn!

Efnisyfirlit: Menning Persónuleg hæfni Tungumál

3-7 8-14 15

Ítarlegar námskeiðslýsingar eru á endurmenntun.is

Afsláttur fyrir þá sem skrá sig snemma Allir sem skrá sig í síðasta lagi 10 dögum fyrir upphafsdag námskeiðs fá afslátt af námskeiðsgjaldi

Umsjón: Thelma Jónsdóttir. Ljósmyndir: Úr safni Endurmenntunar. Umbrot og hönnun: S. Logason. Prentun: Svansprent Gefið út af Endurmenntun Háskóla Íslands. Reykjavík 2017. Ábyrgðarmaður: Kristín Jónsdóttir Njarðvík.

2


MENNING Kóraninn, konur og slæðan

Á þessu námskeiði verður fyrst fjallað um Kóraninn, helgirit Múslima, og boð hans og bönn. Síðan verður staða kvenna í nútímasamfélögum rædd, sérstaklega lagaleg staða þeirra í Mið-Austurlöndum og barátta þeirra fyrir auknum réttindum. Að lokum verður slæðan tekin fyrir og hinar margvíslegu birtingarmyndir hennar (hijab, chador, burka, nikab) í Mið-Austurlöndum, Evrópu og Norður-Ameríku. Hvenær: Þri. og fim. 10., 12., 17. og 19. jan. kl. 19:30 - 21:30 (4x) Kennsla: Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Bandaríkjunum Almennt verð: 29.600 kr.

Vargöld – öðruvísi Íslandssaga Hér er boðið upp á pólitíska átakasögu 12. og 13. aldar. Á þessum tíma voru miklar væringar á Íslandi og hörð samkeppni um völd. Valdabarátta höfðingja byggðist á klókindum, hörku og forsjálum ákvörðunum í hjónabandsmálum. Ástir og ættartengsl blönduðust inn í pólitíska refskák og blóðsúthellingar. Að lokum stóðu fáir eftir

sem sigurvegarar við nýjar aðstæður. Hvenær: Mán. 16., 23. og 30. jan. kl. 20:00 - 22:00 (3x) Kennsla: Sverrir Jakobsson, prófessor í miðaldasögu við HÍ Almennt verð: 23.900 kr.

Heimur jazzins Á námskeiðinu, sem hefur hlotið mikið lof, verða þátttakendur leiddir inn í heim jazztónlistarinnar með tali og tónum. Farin verður hraðferð yfir jazzsöguna og helstu stílar og lykilflytjendur kynntir. Markmiðið er að eftir námskeiðið hafi þátttakendur öðlast yfirsýn yfir ólíkar gerðir jazztónlistar, þeir hafi kynnst helstu straumum og stefnum, skilji hvað tónlistin gengur út á og geti notið hennar enn betur en áður. Miði á tónleika er innifalinn í námskeiðsgjaldi. Hvenær: Þri. 17. og fim. 19. jan kl. 19:30 - 21:30 Dagsetning jazztónleika verður kynnt síðar. Kennsla: Sigurður Flosason, yfirkennari jassdeildar FÍH Snemmskráning verð: 19.600 kr. Almennt verð: 21.600 kr.

Grettis saga Ásmundarsonar

Grettir Ásmundarson hefur löngum verið Íslendingum hugleikinn og í Grettis sögu fáum við eina gleggstu myndina af honum. Grettis saga er ein lengsta og merkasta saga sem samin var hérlendis á miðöldum. Hún er talin vera frá byrjun 14. aldar en gæti verið allt að því heilli öld yngri, því elstu handrit hennar eru frá því í byrjun 15. aldar. Grettla er tilkomumikil örlagasaga manns sem bjó yfir miklum hæfileikum en bar ekki gæfu til að þroska þá eins og efni stóðu til. Sögusviðið er Noregur, Konstantínópel og Ísland, ekki síst hinar dularfullu óbyggðir landsins þar sem útlaginn leitar sér skjóls á heiðum úti, í jökuldölum og á eyðieyju, en þarf jafnframt að kljást við margvíslega óvini, oftar en ekki af yfirnáttúrulegum toga. Hvenær: Fjórir námskeiðshópar eru í boði: Þri. 24. jan. - 14. mars kl. 10:00 – 12:00 (8x) Þri. 24. jan - 14. mars kl. 19:30 – 21:30 (8x) Snemmskráning til og með 14. janúar

Mið. 25. jan. - 15. mars kl. 10.00 – 12:00 (8x) Mið. 25. jan. - 15. mars kl. 19:30 – 21:30 (8x) Snemmskráning til og með 15. janúar

Snemmskráning til og með 7. janúar 3


Kennsla: Torfi Tulinius, prófessor í íslenskum

Kennsla: Margrét Blöndal, höfundur ævisögu

miðaldafræðum við HÍ. Aðstoðarkennarar eru Kolfinna Jónatansdóttir, doktorsnemi í íslenskum bókmenntum og Þórdís Edda Jóhannesdóttir, doktor í íslenskum bókmenntun og stundakennari við HÍ. Snemmskráning verð: 31.900 kr. Almennt verð: 35.100 kr.

söngkonunnar, Ólafur Egill Egilsson höfundur leikritsins og Gísli Örn Garðarsson, leikstjóri sýningarinnar Snemmskráning verð: 16.500 kr. Almennt verð: 18.200 kr.

Jólabókaflóðið með Katrínu Jakobsdóttur Jólabókaflóðið er leshringur þar sem lesin eru nýleg skáldverk og sérkenni og inntak þeirra rædd. Á þessu fimm kvölda námskeiði er ætlunin að taka eitt skáldverk til umfjöllunar í hvert skipti. Tveimur höfundum verður boðið í heimsókn til að ræða við þátttakendur um verk sín. Kennari mun leiða umræðuna og setja verkin í fræðilegt samhengi og síðan geta þátttakendur tekið þátt í umræðunni eins og þeim hentar. Áður en námskeið hefst fá þátttakendur upplýsingar um fyrstu bók/bækur. Frekari leslisti er ákveðinn í fyrsta tíma. Hvenær: Fim. 25. jan. - 22. feb. kl. 20:00 - 22:00 (5x) - FULLBÓKAÐ Kennsla: Katrín Jakobsdóttir, MA í íslenskum bókmenntum Snemmskráning verð: 25.900 kr. Almennt verð: 28.500 kr. Snemmskráning til og með 15. janúar

Elly í Borgarleikhúsinu Í samstarfi við Borgarleikhúsið

Í tengslum við uppsetningu leikhússins á Elly er efnt til námskeiðs um verkið og uppsetninguna. Elly Vilhjálms bjó yfir óræðri dulúð og töfraði marga með söng sínum og leiftrandi persónuleika. Hún var á sínum tíma vinsælasta söngkona þjóðarinnar og það sem hún skilur eftir sig er með því besta sem til er í íslenskri dægurtónlist. Söngurinn var fágaður, túlkunin hógvær og ígrunduð, röddin silkimjúk og hlý. En líf hennar varð stundum efni í sögusagnir og slúður sem hún hirti lítið um að svara því Elly var dul og forðaðist sviðsljós fjölmiðlanna. Miði á lokaæfingu er innifalinn í námskeiðsgjaldi. Hvenær: Þri. 2. og 9. feb. kl. 20:00 - 22:00. Fim. 16. feb. kl. 13:00 - 16:00 í Borgarleikhúsinu. Fim. 9. mars kl. 20:00 forsýning í Borgarleikhúsinu og umræður. 4

Snemmskráning til og með 23. janúar

Suðurgöngur til Rómar - pílagrímagöngur Fornsögur okkar eru ríkar af frásögnum af pílagrímagöngum eða suðurgöngum til helgra staða, ferðum sem farnar voru til sáluhjálpar, yfirbóta og heilla. Á námskeiðinu verða þessar frásagnir rifjaðar upp og stuðst við einstakan leiðarvísi Nikulásar Bergssonar, ábóta á Munkaþverá, frá árinu 1154 um suðurgöngur. Jafnframt verður varpað ljósi á orsakir og eftirmál atburðanna. Magnús Jónsson stefnir á að fara í Suðurgöngu með hóp áhugasamra á árinu 2017, hina fornu leið í fótspor Nikulásar ábóta og annarra pílagríma. Hvenær: Fim.16. og 23. feb. kl. 19:30 21:30 Kennsla: Magnús Jónsson, BA í sagnfræði Snemmskráning verð: 21.700 kr. Almennt verð: 23.900 kr. Snemmskráning til og með 6. febrúar

Rómaborg í sögu og samtíð Á námskeiðinu er fjallað um fornklassískar rætur borgarinnar, um tilkomu kristindómsins og minjar frumkristins tíma í Róm, um miðaldir og endurreisn, gagnsiðbótina á 17. öld og barokklistina í byggingum og myndlist, um leið Rómaborgar til nútímans. Engin borg í Evrópu hefur varðveitt samfellda menningarsögu Vesturlanda betur. Úr menningarminjum Rómar leitum við svara við spurningunni um okkar eigin uppruna og sögu. Hvenær: Mán. 20. og 27. feb. og 6. mars kl. 20:00 - 22:00 (3x) Kennsla: Ólafur Gíslason, listfræðingur og leiðsögumaður Snemmskráning verð: 21.700 kr. Almennt verð: 23.900 kr. Snemmskráning til og með 10. febrúar

Innlit í austræn trúarbrögð – hindúismi, búddismi, Kína og Japan Á námskeiðinu er kafað í kenningar og sögu hindúisma og búddisma, konfúsíanisma, taóisma og hins japanska shintó átrúnaðar

og rakið hvernig þessi trúarbrögð hafa mótast og blandast og breyst í aldanna rás og haft áhrif á sögu og menningu Austurlanda. Hvenær: Mán. 20. og 27. feb. kl. 19:30 - 22:00 Kennsla: Þórhallur Heimisson, sérfræðingur í trúarbragðasögu Snemmskráning verð: 17.900 kr. Almennt verð: 19.700 kr. Snemmskráning til og með 10. febrúar

Pílagrímaleiðin til Santiago de Compostella Jakobsvegurinn eða leiðin frá Roncevalles á landamærum Spánar og Frakklands til borgarinnar Santiago de Compostella á norðvestur Spáni er um 740 km löng og oft gengin á 40 dögum. Tugþúsundir manna ganga þessa eldfornu pílagrímaleið árlega og vinsældir hennar fara stöðugt vaxandi. Hún liggur um fjölbreytt og mikilfenglegt landslag, stórbrotið sögusvið og merkar menningarminjar. Á námskeiðinu er sagt frá þessari leið, staðháttum, sögu hennar og sérkennum. Hvenær: Mán. og mið. 27. feb. og 1., 6. og 8. mars kl. 20:15 - 22:15 (4x) Kennsla: Jón Björnsson, rithöfundur og ferðalangur Snemmskráning verð: 26.900 kr. Almennt verð: 29.600 kr. Snemmskráning til og með 17. febrúar

Á Ólafsvegi Ólafur helgi Haraldsson, Noregskóngur, víkingur og harðjaxl fór sína síðustu för frá strönd Eystrasalts (nú Sundsvall) upp Jamtaland og yfir til Noregs. Hann varð frægasti dýrlingur Norðurlanda og þessi síðasta leið hans varð frægasta pílagrímsleið Norðurlanda. Á námskeiðinu verður fjallað um feril Ólafs, lifandi og dauðs, og gönguleiðin rakin. Þá verður pílagrímsleiðinni lýst en hún er hentug göngu- eða hjólaleið, frá Sundsvall til Þrándheims, þvert yfir Skandinavíuskaga, um 600 km löng og hæst í 550 m hæð. Hvenær: Fim. 2., 9. og 16. mars kl. 20:00 - 22:00 (3x) Kennsla: Jón Björnsson, rithöfundur og ferðalangur Snemmskráning verð: 21.700 kr. Almennt verð: 23.900 kr. Snemmskráning til og með 19. febrúar


París - líf og lystisemdir Farið verður í sögu Parísar og skoðaðar myndir og kort sem koma þátttakendum að góðum notum í eiginlegri Parísarferð. Þátttakendur munu fá glögga mynd af ólíkum hverfum borgarinnar og upplifa líf og lystisemdir hennar gegnum líflega frásögn Gérard Lemarquis. Hvenær: Mán. 6. og 13. mars kl. 20:00 - 22:00 Kennsla: Gérard Lemarquis, stundakennari við Hugvísindasvið HÍ Snemmskráning verð: 15.900 kr. Almennt verð: 17.500 kr.

og meitluðum húmor.
 Miði á forsýningu er innifalinn í námskeiðsgjaldi. Hvenær: Þri. 7. mars kl. 20:00 - 22:00 Þjóðleikhúskjallarinn. Forsýning í Kassanum mið. 22. mars eða fim. 23. mars kl. 19:30. Þri. 28. mars kl. 20:00, umræður í Þjóðleikhúskjallaranum. Kennsla: Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur Þjóðleikhússins og höfundur leikgerðarinnar og Una Þorleifsdóttir, leikstjóri sýningarinnar Snemmskráning verð: 13.900 kr. Almennt verð: 15.300 kr.

Snemmskráning til og með 24. febrúar

Snemmskráning til og með 25. febrúar

Tímaþjófurinn í Þjóðleikhúsinu

Bandaríkin – upphaf og átök

Í samstarfi við Þjóðleikhúsið

Í tengslum við uppsetningu leikhússins á Tímaþjófnum eftir Steinunni Sigurðardóttur er boðið upp á námskeið um skáldsöguna og uppsetninguna. Tímaþjófurinn er einstakt verk um ástina, óslökkvandi þrá, höfnun og missi. Skáldsagan hefur átt miklum vinsældum að fagna bæði hér heima og erlendis frá því hún kom út árið 1986. Verkið er skrifað af djúpum mannskilningi

Bandaríkin eru öflugasta stórveldi heims og hafa síðustu áratugi verið kjölfesta hins vestræna heims. Næstu ár er líklegt að staða þeirra verði óvissari en oftast áður. Það er því nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr að skilja Bandaríkin og fortíð þeirra. Þetta námskeið fjallar um sögu Bandaríkjanna frá upphafi og fram um aldamótin 1900. Rætt verður um pólitíska sögu frá sjálfstæði en einnig um frumbyggja landsins og örlög

þeirra, þrælana frá Afríku sem urðu svo mikið deiluefni í landinu og alþýðufólkið sem flykktist til nýja landsins og myndaði þar á skömmum tíma nýja og furðu samstíga þjóð. Hvenær: Mán. 8., 15., 22. og 29. mars kl. 20:00 - 22:00 (4x) Kennsla: Illugi Jökulsson, rithöfundur Snemmskráning verð: 26.900 kr. Almennt verð: 29.600 kr. Snemmskráning til og með 26. febrúar

Tímatengdir miðlar í myndlist Um hvað snúast gjörningar? Hvað er vídeoverk? Hvað er hljóðverk? Á námskeiðinu kynnumst við stuttlega sögu þessara greina myndlistar og skoðum ýmis dæmi gjörninga, hljóð- og videoverka. Einnig munum við fræðast um hvernig þau eru rökrétt framhald af hefðbundari listformum í samhengi sögunnar og samtímans. Við munum einnig varpa fram spurningum eins og: Hvernig endurspeglast samtíminn í listaverkum? Hvað eru tímatengdir miðlar? Hvenær: Fim. 9., 16. og 23. mars kl. 19:30 - 21:30 (3x) Kennsla: Dorotheé Kirch, MBA og próf

UMMÆLI ÞÁTTTAKENDA

„Öll þau námskeið sem ég hef sótt hjá Endurmenntun hafa verið frábær, fræðandi og skemmtileg.“ „Fræðslan sem ég hef sótt hefur veitt mér mikla ánægju og aukna þekkingu.“ „Ég hlakka til að fara á fleiri uppbyggileg og skemmtileg námskeið hjá Endurmenntun.“ „Starfsemin er mjög fjölbreytt og vel að henni staðið. Fyrirlesarar leggja metnað í að skila sínu.“ „Merkileg stofnun, sem hefur opnað mörgum margar leiðir, aukið þekkingu borgaranna og gert þá hæfari til að takast á við störf sín, áhugamál og samfélag.“ 5


frá LHÍ og Edda K. Sigurjónsdóttir, MA og deildarfulltrúi myndlistardeildar LHÍ Snemmskráning verð: 21.700 kr. Almennt verð: 23.900 kr. Snemmskráning til og með 27. febrúar

Í fótspor guðanna Hér er boðið upp á ferðalag um leiksvið forngrískrar goðafræði og harmleikja þar sem raktar verða slóðir og goðsögur þeirra frásagna sem geyma rætur vestrænnar menningar: goðsögur hinna ólympísku guða og þeirra persóna og guða er áttu upptökin að Trójustríðinu. Á námskeiðinu verður dregin upp mynd af landfæðilegum og sögulegum vettvangi Pelopsskaga og Attíku á Grikklandi, sem leiðir þátttakendur að rótum vestrænnar menningar. Hvenær: Mán. 13., 20. og 27. mars og 3. apr. kl. 20:00 – 22:00 (4x) Kennsla: Ólafur Gíslason, listfræðingur og leiðsögumaður Snemmskráning verð: 26.900 kr. Almennt verð: 29.600 kr. Snemmskráning til og með 3. mars

Ferðajarðfræði hringinn í kringum landið Á námskeiðinu er fjallað um ferðajarðfræði við þjóðveginn. Farið verður yfir almenna jarðfræði og jarðsögu Íslands en síðan verður hringurinn þræddur í kringum landið og fjallað um áhugaverðar jarðfræðiperlur í öllum landshlutum, hvort sem það eru jökulhvilftir Vestfjarða, gervigígar við Mývatn, skriðjöklar í Suðursveit eða gjár á Þingvöllum. Tilvalið námskeið fyrir ferðalög sumarsins. Hvenær: Mið. 22., 29. mars og 5. apr. kl. 20:00 - 22:00 (3x) Kennsla: Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur og höf. bókarinnar Vegvísir um jarðfræði Íslands Snemmskráning verð: 21.700 kr. Almennt verð: 23.900 kr. Snemmskráning til og með 12. mars

Kínversk heimspeki og lífslist Á námskeiðinu verður gerð grein fyrir grundvallarhugmyndum í kínverskri heimspeki, hugað að sögulegum forsendum hennar og framvindu, fjallað um þá heimsfræði og veraldarsýn sem markað hefur grundvöll hennar allt frá upphafi og rýnt í þá lífsspeki sem hún felur í sér. Áherslan 6

verður á stóru stefnurnar tvær, konfúsíanisma og daoisma. Hvenær: Fim. 30. mars, mán. 3. og fim. 6. apr. kl. 20:00 - 22:00 (3x) Kennsla: Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum við HÍ Snemmskráning verð: 21.700 kr. Almennt verð: 23.900 kr. Snemmskráning til og með 13. mars

Fall Snorra Sturlusonar Á námskeiðinu verður sýnt fram á nokkrar ástæður þess að Snorri Sturluson var myrtur 23. september 1241 í Reykholti. Við sögu koma konungur og jarlar í Noregi og Íslandi, höfðingjar og hirðmenn. Fjallað er um pólitískan aðdraganda að falli Snorra, horft til Noregs, á hirðmanninn Snorra og hlutdeild Skúla hertoga og Hákonar konungs. Einnig er rætt um uppgang Gissurar og tilgátur um samsæri Oddaverja. Hvenær: Mán. 27. og þri. 28. mars kl. 19:30 – 21:30 Kennsla: Óskar Guðmundsson, rithöfundur og fræðimaður við Snorrastofu Snemmskráning verð: 16.500 kr. Almennt verð: 18.200 kr. Snemmskráning til og með 17. mars

Jarðfræði höfuðborgarsvæðisins Á námskeiðinu verður kafað ofan í hina áhugaverðu jarðfræði höfuðborgarsvæðisins, frá Straumsvík í suðri, um hálendið ofan borgarlandsins norður að Esju og Hvalfirði og nesin þar á milli. Jarðsagan hér spannar um þrjár milljónir ára og má óvíða á landinu finna jafnfjölbreytta jarðfræði.Tilvalið námskeið fyrir höfuðborgarbúa og aðra sem vilja njóta nærumhverfisins á áhrifameiri og kröftugri hátt. Hvenær: Þri. 18. og 25. apr. og 2. maí kl. 20:00 - 22:00 (3x) Kennsla: Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur og höf. bókarinnar Vegvísir um jarðfræði Íslands Snemmskráning verð: 21.700 kr. Almennt verð: 23.900 kr. Snemmskráning til og með 8. apríl

Fuglar og fuglaskoðun á Innnesjum Íbúar mesta þéttbýlis landsins eru svo lánsamir, að hvarvetna í nágrenni þeirra eru fjörur, vötn, tjarnir og önnur búsvæði og er fuglalíf fjölskrúðugt árið um kring. Á námskeiðinu verður fjallað um helstu fuglastaði á Innnesjum, frá Hafnarfirði og

upp í Mosfellsbæ, hvenær og hvernig er best að nálgast fuglana á hverjum stað og farið verður í grunnatriði í fuglaskoðun. Námskeiðinu lýkur með ferð á helstu staðina á besta tíma, þegar vorfarið er í hámarki. Ferðin er innifalin í námskeiðsgjaldi. Hvenær: Þri. 25. apr. og 2. maí kl. 19:30 - 21:30 og dagsferð lau. 6. maí kl. 9:00 - 16:00 (3x) Kennsla: Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur Snemmskráning verð: 31.900 kr. Almennt verð: 35.100 kr. Snemmskráning til og með 15. apríl

Jarðfræðiferð um höfuðborgarsvæðið Í þessari fræðsluferð upplifa þátttakendur hina óvenju fjölbreyttu jarðfræði höfuðborgarsvæðisins með eigin augum. Kennslustofan er færð út í rútu og verður farið frá Dunhaga út að Gróttu, norður að Esju og um Bláfjallasvæðið suður í Hafnarfjörð. Á leiðinni verður stoppað á um og yfir tíu áhugaverðum stöðum og jarðfræði hvers þeirra gerð góð skil. Fræðsluferðin er frábært framhald fyrir þá sem sótt hafa fyrri námskeið Snæbjörns í jarðfræði. Hvenær: Lau. 13. maí kl. 9:00 - 16:00 Kennsla: Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur og höf. bókarinnar Vegvísir um jarðfræði Íslands Snemmskráning verð: 30.700 kr. Almennt verð: 27.900 kr. Snemmskráning til og með 3. maí

GJAFABRÉF

ENDURMENNTUNAR

GJÖFIN GETUR VERIÐ TILTEKIÐ NÁMSKEIÐ EÐA UPPHÆÐ AÐ EIGIN VALI


TORFI TULINIUS KENNIR GRETTIS SÖGU Íslendingasagnanámskeiðin hafa verið þau vinsælustu hjá Endurmenntun um árabil en að jafnaði sækja þau um 250 þátttakendur á hverju misseri. Síðustu misseri hefur Ármann Jakobsson kennt Íslendingasagnanámskeiðin en hann er nú á leið í rannsóknarleyfi. Við erum hins vegar svo lánsöm að fá Torfa Tulinius, prófessor í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands, til að sjá um kennsluna á vormisseri í hans stað. Torfi ætlar að fjalla um Grettis sögu Ásmundarsonar sem er ein af vinsælustu Íslendingasögum þjóðarinnar. Við hittum Torfa og lögðum fyrir hann nokkrar spurningar.

Hvernig leggst kennslan í þig? Mjög vel. Ég hlakka til að kafa ofan í söguna með góðum hópi. Mér þótti mjög skemmtilegt að vera gestafyrirlesari hjá Ármanni og kynnast fólkinu sem sækir þessi frægu námskeið um Íslendingasögurnar. Ég hafði raunar áður verið gestur bæði Magnúsar og Jóns Böðvarssonar. Þessi námskeið eru merk menningarstofnun og það er mér sannur heiður og mikil gleði að fá að sjá um námskeiðið sem hefst í janúar.

Af hverju velur þú Grettis sögu? Þótt hún hverfist að mestu leyti um eina persónu, er sagan ótrúlega fjölbreytt að efni. Það er barist við berserki og afturgöngur. Skyri er slett í matarbúrum og gamnað sér við jötnameyjar í öræfadölum. Fólk er fólk en í því býr líka eitthvað annað, órætt og stórfenglegt. Grettir er heillandi persóna. Hann er hin fullkomna söguhetja, bæði harmræn og göfug, en auk þess dularfull, því það er ráðgáta að svo vel gerður maður skyldi líka verða fyrir svo mikilli ógæfu. Ljóst er að sú eða sá sem setti söguna saman hefur dálæti á persónu sinni og lifir sig sterkt inní örlög hennar. Þar að auki er Grettir gæddur miklum persónutöfrum, talar í málsháttum og sýnir mikinn húmor, þrátt fyrir harmþrungin örlög sín. Sagan fer með lesendur sína um víðerni Íslands, byggðir jafnt sem óbyggðir, um helstu svæði norrænna manna á víkingaöld og alla leið til Miklagarðs, eða það sem heitir á vorum dögum Istanbúl. Þar bíða rómantísk ævintýri Þorsteins drómunds, hálfbróður Grettis og hefnanda.

Hver væri Grettir í dag? Það er áhugavert að velta þeirri spurningu fyrir sér. Það fer allt eftir því hvernig við skilgreinum Gretti. Er hann óknyttapiltur sem lendir utanveltu í samfélaginu og lendir í ógöngum? Væri hann á Hrauninu í dag? Eða er hann öllu heldur sterkur og hæfileikaríkur einstaklingur sem tekur ríkjandi hugmyndafræði of bókstaflega? Er hann ótempraður af heilbrigðri skynsemi og fer út af sporinu, líkt og útrásarvíkingar undanfarinna ára? Svo er líka hægt að lesa hann með gleraugum sálfræðinnar og spekúlera í sambandi hans við sína nánustu. Það verður gaman að reyna að svara þessari spurningu með þátttakendum á námskeiðinu.

Hvaða erindi á Grettis saga við okkur í dag? Sagan er sígilt bókmenntaverk, eitt af þeim bestu í heiminum. Það fjallar um sameiginlega reynslu hverrar manneskju af því að vera til og á því erindi til okkar í dag sem alla daga.

Fyrir hverja er námskeiðið? Námskeiðið á einmitt erindi við alla, hvort sem þeir hafa lesið söguna eða vilja kynnast henni í samfloti við aðra. Allir geta fundið í sér samhljóm í Gretti og örlögum hans, „landa vors“ eins og segir í einu handriti sögunnar.

7


PERSÓNULEG

HÆFNI Vönduð íslenska - tölvupóstar og stuttir textar

Góð heilsa - samspil næringar og huga á andlega og líkamlega líðan

Gríðarleg aukning hefur orðið í framleiðslu texta á undanförnum áratugum. Sífellt fleiri þurfa að semja ritaða texta, oftast fremur stutta, bæði í starfi og einkalífi. Í langflestum tilvikum eru textar samdir til þess að aðrir lesi þá. Nokkur lykilatriði sem hafa verður í huga eru tími, sjálfsöryggi, þekking á viðfangsefni, bygging texta, málfar og birting. Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu einkenni texta sem samdir eru á íslensku og þátttakendur þjálfaðir í að semja stutta texta, t.d. tölvupósta, efni á innri vefi, heimasíður og fréttabréf. Hvenær: Þri.17. jan. kl. 13:00 - 16:00 Kennsla: Sigurður Konráðsson, prófessor í íslensku Almennt verð: 17.900 kr.

Á námskeiðinu er fjallað um hvers vegna hollt fæði skilar ekki alltaf bættri heilsu. Farið er yfir mikilvægi þarmaflóru og þá sérstaklega með tilliti til andlegrar og líkamlegrar heilsu. Fjallað er um áhrif hugar á heilsu, meðal annars út frá streitu, jákvæðum hugsunum, slökun, viðhorfum, þakklæti og tilfinningum. Námskeiðið byggir á rannsóknum á sviði næringar- og læknisfræði ásamt jákvæðri sálfræði. Markmiðið er að hver einstaklingur öðlist dýpri skilning á mikilvægi þess að velja rétt þegar kemur að því að næra sig andlega og líkamlega. Hvenær: Mán. 23. jan. kl. 17:00 - 20:00 Kennsla: Birna G. Ásbjörnsdóttir, MSc í næringarlæknisfræði og Jóhanna Björk Briem, MA í áhættuhegðun og forvörnum og löggiltur sjúkranuddari Snemmskráning verð: 14.900 kr. Almennt verð: 16.400 kr. Snemmskráning til og með 13. janúar

Náum tökum á lestrarnáminu á skemmtilegan hátt við eldhúsborðið heima Lestur er undirstaða alls náms og því mikilvægt að styrkja grunninn og auðvelda börnum lestrarnámið eins og kostur er. Námskeiðið er fyrir fjölskyldur 5 - 7 ára barna sem vilja styðja vel við nám barnsins og styrkja þekkingu barna sinna á bókstöfum og hljóðum og efla þannig lestrarkunnáttu þeirra. Á námskeiðinu eru kynntar árangursríkar, fjölbreyttar og skemmtilegar leiðir til að æfa bókstafi, hljóð og hljóðtengingu sem allt er grunnur í lestrarnáminu. Þátttakendur fá í hendurnar gögn og hugmyndir sem hægt er að notast við heima og því er auðvelt að hefjast handa samstundis. Hvenær: Mið. 25. jan. kl. 20:00 - 22:00 - Námskeiðið verður endurtekið í mars. Kennsla: Helga Kristjánsdóttir, leik- og grunnskólakennari Snemmskráning verð: 8.900 kr. Almennt verð: 9.800 kr. Snemmskráning til og með 15. janúar

8


Að rita ævisögur og endurminningar Langar þig að skrásetja minningar sem sækja á þig? Siturðu uppi með fróðleik um ættingja, vini eða tímabil sem þú veist ekki hvað skal gera með? Ertu kannski með bók í bígerð? Á námskeiðinu verður fjallað um ævisögur og endurminningar frá ýmsum sjónarhornum. Helstu skólar í ævisagnaritun verða kynntir en líka aðferðir til þess að takast á við eigin minningar, fróðleik eða upplýsingar. Farið verður vandlega í frásagnaraðferðir og ýmsar leiðir sem hægt er að nota, og jafnframt fjallað um heimildanotkun og frágang þeirra. Hvenær: Fim. 26. jan. og 2., 9. og 16. feb. kl. 19:30 - 21:30 (4x) Kennsla: Páll Valsson, bókmenntafræðingur og rithöfundur Snemmskráning verð: 34.900 kr Almennt verð: 38.400 kr.

Almennt verð: 27.400 kr. Snemmskráning til og með 20. janúar

Söngtextagerð Langar þig að læra að yrkja söngtexta? Þá leikur lánið við þig því það að yrkja söngtexta er eitt af því sem allir geta lært. Á námskeiðinu verður farið í grunnhugtök bragfræðinnar, ýmsar aðferðir við textagerð skoðaðar og þá verður fólki bókstaflega kennt að yrkja söngtexta. Undir lok námskeiðsins munu þátttakendur geta ort sönghæfa texta og metið ýmsa af þeim þáttum sem geta gert góðan texta enn betri. Hvenær: Mán. 30. jan., 6. og 13. feb. kl. 20:00 - 22:00 (3x) Kennsla: Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur Snemmskráning verð: 24.900 kr. Almennt verð: 27.400 kr.

Snemmskráning til og með 16. janúar

Snemmskráning til og með 20. janúar

WordPress - vinsælasta vefumsjónarkerfi í heimi

Kvikmyndahandrit

Sístækkandi hópur fyrirtækja og einstaklinga reiðir sig á WordPress vefumsjónarkerfið til að koma sér, vörum sínum og þjónustu sinni á framfæri á netinu. WordPress vefumsjónarkerfið býður upp á mikinn sveigjanleika og er jafnframt auðvelt í notkun. Námskeiðið er byrjendanámskeið. Hvenær: Fim. 26. og þri. 31. jan. kl. 8:30 - 12:30 Kennsla: Valur Þór Gunnarsson, sérfræðingur í rafrænum viðskiptum og vefþróun Snemmskráning verð: 35.900 kr. Almennt verð: 39.500 kr. Snemmskráning til og með 16. janúar

Þetta er inngangsnámskeið í handritsskrifum fyrir kvikmyndir. Sérstök áhersla verður lögð á að skoða strúktúr og dramatíska uppbyggingu kvikmyndahandrita. Farið er í grundvallarhugmyndir og hugtök sem varða handritsformið og jafnframt verður myndræn frásögn í kvikmyndum borin saman við skáldsögur, leikrit og sjónvarpsseríur. Hvenær: Þri. 31. jan. - 7. mars kl. 20:15 – 22:15 (6x) Kennsla: Huldar Breiðfjörð, BA í almennri bókmenntafræði frá HÍ og MFA í handritsskrifum og kvikmyndagerð frá New York University Snemmskráning verð: 39.900 kr. Almennt verð: 43.900 kr.

Byrjaðu í golfi – fyrir byrjendur og lengra komna

Snemmskráning til og með 21. janúar

Í samstarfi við Golfsamband Íslands og Hissa, ráðgjafar- og fræðslumiðstöð um golf

Úr neista í nýja bók

Nú er hægt að byrja í golfi í Endurmenntun. Á námskeiðinu eru grunnatriðin í golfi kennd með Starting New At Golf (SNAG) golfkennslukerfinu sem hefur slegið í gegn út um allan heim. Kennslan fer fram í formi fyrirlestra, æfinga og leikja. Hvenær: Mán. 30. jan., mið. 1. og mán. 6. feb. kl. 20:00 - 22:00 (3x) Kennt er 1. feb. í æfingahúsnæði GSÍ Kennsla: Magnús Birgisson, PGA golfkennari og SNAG master leiðbeinandi Snemmskráning verð: 24.900 kr.

Er draumur þinn að skrifa smásögur eða kannski heila skáldsögu? Ert þú jafnvel með hugmynd að sögu í kollinum? Á þessu afar vinsæla námskeiði verður farið yfir ýmis atriði við ritun skáldsagna, allt frá hugmyndavinnu til lokafrágangs. Á síðastliðnum fimmtán árum hafa fjölmargir einstaklingar sótt námskeið Önnu Heiðu hjá Endurmenntun. Sumir þeirra hafa nýtt sér námið til persónulegrar ánægju og aðrir hafa þegar skapað sér nafn sem rithöfundar. Hvenær: Þri. 31. jan. - 28. feb. kl. 13:30 -

15:30 (5x) - Námskeiðið verður endurtekið í mars á kvöldtíma. Kennsla: Anna Heiða Pálsdóttir, rithöfundur og doktor í bókmenntafræði Snemmskráning verð: 36.900 kr. Almennt verð: 40.600 kr. Snemmskráning til og með 21. janúar

Öflugt sjálfstraust Sjálfstraust er undirstaða margra færniþátta, svo sem því hvernig okkur vegnar í samskiptum við aðra, hvernig við setjum markmið, tökum ákvarðanir og vinnum undir álagi. Í raun má segja að öflugt sjálfstraust sé ákveðin forvörn þar sem sterkir einstaklingar eiga auðveldara en aðrir með að taka ákvarðanir, setja mörk og verjast óæskilegum áhrifum frá umhverfinu. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að kenna þátttakendum að greina muninn á miklu og litlu sjálfstrausti og ekki síst að kenna aðferðir til að byggja upp og efla sjálfstraust. Hvenær: Þri. og fim. 31. jan., 2. og 7. feb. kl. 16:15 - 19:15 (3x) Kennsla: Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur Snemmskráning verð: 38.900 kr. Almennt verð: 42.800 kr. Snemmskráning til og með 21. janúar

Íbúðaskipti - meiri upplifun, minni kostnaður Gætirðu hugsað þér að ferðast um heiminn án þess að greiða krónu fyrir gistingu? Viltu fá meiri upplifun út úr ferðalögum þínum? Íbúðaskipti verða sífellt vinsælli, enda bæði hagkvæm og skemmtileg leið sem gefur aukin tækifæri til ferðalaga. Fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir hefur gert íbúðaskipti að hluta af lífstíl sínum og ferðast árlega erlendis með fjölskyldu sína án þess að greiða fyrir gistingu. Á þessu námskeiði deilir hún reynslu sinni af íbúðaskiptum og bendir einnig á aðrar óhefðbundnar leiðir til þess að halda ferðakostnaðinum í lágmarki. Hvenær: Þri. 31. jan. kl. 19:30 - 22:00 Kennsla: Snæfríður Ingadóttir, ferðalangur með meiru Snemmskráning verð: 11.400 kr. Almennt verð: 12.600 kr. Snemmskráning til og með 21. janúar

Listin að mynda norðurljós Á námskeiðinu er fjallað um grunnstillingar stafrænna myndavéla með tilliti til þess að 9


ljósmynda norðurljós að næturlagi. Dæmi um það sem farið er í eru fókusstillingar, ISO stillingar, lokunarhraði, ljósop og val á fylgihlutum. Til þess að ná að fanga norðurljós á ljósmynd þarf sá sem tekur myndina að hafa grunnskilning á stillingum myndavélarinnar, linsu og jafnframt vita hvaða aukahluti er gott að hafa til að auka líkurnar á að norðurljósin skili sér á mynd. Hvenær: Mið. 1. feb. kl. 19:00 - 22:00 Kennsla: Ólafur Þórisson, margmiðlunarhönnuður Snemmskráning verð: 12.400 kr Almennt verð: 13.700 kr. Snemmskráning til og með 22. janúar

Að setja upp vefverslun í WordPress Sístækkandi hópur fyrirtækja og einstaklinga reiða sig á WordPress vefumsjónarkerfið til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri á netinu. WordPress vefumsjónarkerfið býður upp á mikinn sveigjanleika og er jafnframt auðvelt í notkun. Á námskeiðinu verður kennt hvernig setja má upp einfalda vefverslun í WordPress, farið yfir helstu stillingar og hvernig auðveldlega má skipta um útlit á vefversluninni með stílsniðum. Hvenær: Mið. 1. og mán. 6. feb. kl. 16:15 - 19:15 Kennsla: Valur Þór Gunnarsson, sérfræðingur í rafrænum viðskiptum Snemmskráning verð: 28.900 kr. Almennt verð: 31.800 kr. Snemmskráning til og með 22. janúar

Heimili og hönnun Á námskeiðinu er farið í grunnatriði innanhússhönnunar á einföldu máli. Tekin eru fjölmörg dæmi um vel heppnaðar samsetningar. Hvað fer saman, hvað ekki og af hverju ekki? Að loknu námskeiðinu ættu þátttakendur að geta gert einfaldar breytingar heima við sem draga betur fram þann stíl sem hentar vel þeim munum og húsgögnum sem eru til á heimilinu. Ekki er nauðsynlegt að fara í dýrar framkvæmdir til að endurspegla persónulegan stíl. Hvenær: Mið. 1. og 8. feb. kl. 20:00 - 22:00 – Námskeiðið verður endurtekið í mars. Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður Snemmskráning verð: 16.900 kr. Almennt verð: 18.600 kr. Snemmskráning til og með 22. janúar

10

Jóga Nidra Jóga Nidra (Amrit method of Yoga Nidra) er ævaforn hugleiðsluaðferð sem samanstendur af líkams-, öndunar- og núvitundaræfingum. Jóga Nidra þýðir jógískur svefn þar sem farið er inn á dýpsta svið slökunar á sama tíma og fullri meðvitund er haldið. Jóga Nidra virkjar heilunar- og endurnýjunarmátt líkamans, losar um spennu og streitu og kemur jafnvægi á ósjálfráða taugakerfið. Þú tengist þínu djúpa sjálfi og öðlast frelsi frá stöðugum hugsunum, ótta og stjórnun og lærir betur að stýra þínu lífi. Hvenær: Þri. 7. feb. - 14. mars kl. 18:00 - 19:15 (6x) Kennsla: Jóhanna Björk Briem, MA í áhættuhegðun og forvörnum, löggiltur sjúkranuddari og Amrit Jóga Nidra kennari Snemmskráning verð: 33.900 kr. Almennt verð: 37.300 kr. Snemmskráning til og með 28. janúar

Núvitund í uppeldi barna Núvitund (mindfulness) hjálpar börnum og fullorðnum við að takast á við áskoranir daglegs lífs og öðlast meiri hugarró og vellíðan. Á þessu stutta en hagnýta námskeiði færðu innsýn í hvað núvitund er og kynnist leiðum og æfingum sem stutt geta við núvitund barna og um leið hvernig þú getur aukið eigin núvitund og styrkt þig sem uppalanda. Hvenær: Þri. 7. feb. kl. 19:00 – 21:30 - Námskeiðið verður endurtekið í apríl. Kennsla: Bryndís Jóna Jónsdóttir, núvitundarkennari, MA í náms- og starfsráðgjöf og MA-diplóma í jákvæðri sálfræði Snemmskráning verð: 11.400 kr. Almennt verð: 12.600 kr. Snemmskráning til og með 28. janúar

Velkomin í núið – frá streitu til sáttar Átta vikna núvitundarnámskeið sem er hugsað fyrir almenning til að takast á við streitu daglegs lífs. Í núvitundarþjálfun er tvinnað saman aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði austrænnar visku. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að núvitundarþjálfun hefur jákvæð áhrif á vellíðan, bætir heilsufar, dregur úr streitu, kvíða og depurð. Hún felur í sér að læra að nema staðar „hér og nú“, láta af sjálfstýringu hugans og sættast betur við það sem er. Hvenær: Mán. 13. feb. - 3. apr. kl. 19:30 - 21:00 (8x)

Kennsla: Guðbjörg Daníelsdóttir,

sálfræðingur Snemmskráning verð: 49.900 kr. Almennt verð: 54.900 kr. Snemmskráning til og með 3. febrúar

Lýsing á heimilum – hvaða áhrif hefur lýsing á okkur Lýsing hefur margþætt áhrif á okkur, við þreytumst síður ef hún er rétt og þægileg en hún þarf þó að geta þjónað misjöfnum tilgangi og manneskjum. Rétt lýsing gerir íverustaði okkar mun vistlegri. Á námskeiðinu verður farið yfir tekundir lýsingar og rætt um mismunandi lýsingar eftir verkefnum. Ennfremur verður fjallað um lýsingu á heimilinu með það í huga hvernig bæta megi upplifun í mismunandi rýmum. Farið er yfir hvernig lýsing, litir og áferð á flötum geta skipt sköpum. Hvenær: Mán. 13. feb. kl. 19:15 - 22:15 Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður Snemmskráning verð: 13.900 kr. Almennt verð: 15.300 kr. Snemmskráning til og með 3. febrúar

Húmor og gleði í samskiptum ... dauðans alvara Húmor í öllum sínum fjölbreytileika er viðfangsefnið á þessu námskeiði. Húmor getur verið afar uppbyggilegur og nærandi en er einnig vandmeðfarið samskiptatæki. Fjölmargar rannsóknir sýna að það er t.d. mikil heilsubót af því að nota húmor á jákvæðan hátt. Húmor getur gjörbreytt andrúmslofti og aukið til muna ánægju og gleði í samskiptum, hvort sem um er að ræða fjölskyldur, vinnustaði, félagasamtök eða vinahópa. Húmor í daglegum samskiptum auðveldar fólki að takast á við allskonar uppákomur, leysa úr vandamálum og draga úr streitu. Hvenær: Mið. 15. feb. kl.19:00 - 22:00 Kennsla: Edda Björgvinsdóttir, leikkona, MA í menningarstjórnun og MA-diplóma í jákvæðri sálfræði Snemmskráning verð: 12.400 kr. Almennt verð: 13.700 kr. Snemmskráning til og með 5. febrúar

Skáldleg skrif Á námskeiðinu verður farið í það með afar einföldum hætti hvernig við berum okkur að þegar við höfum í hyggju að skrifa. Hér er bent á þann grunn sem verður að vera til


staðar, hvort sem um er að ræða eina vísu, ljóð, smásögu, skáldsögu eða annað form ritlistar. Alltaf eru sömu hugtökin að skjóta upp kollinum, grunnurinn sem við byggjum verk okkar á. Við munum fara hægum skrefum og skoða vandlega þau form sem koma við sögu. Einfaldar skýringar og fjölmörg dæmi verða tekin fyrir. Hvenær: Mið. 15. feb. - 15. mars kl. 20:15 - 22:15 (5x) Kennsla: Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur Snemmskráning verð: 36.900 kr. Almennt verð: 40.600 kr. Snemmskráning til og með 5. febrúar

Skipulag félagasamtaka Samtök og aðrir aðilar þriðja geirans sinna margvíslegu starfi og er skipulag þeirra því misjafnt. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu hlutverk aðila þriðja geirans, fjallað um mismunandi skipulag innan hans og farið yfir lagaumhverfi þriðja geirans á Íslandi. Hvenær: Þri. 21. og 28. feb. kl. 16:15 - 18:45 Kennsla: Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, deildarstjóri Rauða krossins og MA í stjórnun og rekstri félagasamtaka Snemmskráning verð: 25.900 kr. Almennt verð: 28.500 kr. Snemmskráning til og með 11. febrúar

Fjörefni fyrir 50+ Vísindalegar rannsóknir hafa sannað að hamingjan eykst með hækkandi aldri. Aldurinn einn og sér tryggir þó ekki hamingjuna heldur viðhorfin sem við tileinkum okkur. Eitt af því sem jákvæða sálfræðin hefur fært okkur eru rannsóknir á því sem einkennir fólk sem gengur vel í lífinu. Við getum öll tileinkað okkur aðferðir sem geta stuðlað að aukinni hamingju okkar og vellíðan. Fjölmargar æfingar og andleg „leikfimi“ getur leitt okkur inn í afskaplega hamingjuríkt líf. Ræktum okkur sjálf, kærleikann, húmorinn og hamingjuna. Með gleðina að vopni erum við ósigrandi. Hvenær: Mið. 1. - 22. mars kl. 17:00 - 19:00 (4x) Kennsla: Edda Björgvinsdóttir, leikkona og Ragnhildur Vigfúsdóttir, markþjálfi Snemmskráning verð: 34.900 kr. Almennt verð: 38.400 kr. Snemmskráning til og með 19. febrúar

Word ritvinnsla fyrir lengra komna Námskeiðið er hugsað fyrir notendur Word sem vilja ná almennilegum tökum á verkfærinu til að nýta sér betur möguleika þess og ná upp hraða í vinnubrögðum. Reiknað er með að notendur kunni grunnatriði word og windows s.s. útlit texta, vista og opna skjöl. Hvenær: Mán. 6. mars kl. 13:00 - 17:00 Kennsla: Bergþór Skúlason, sérfræðingur hjá Fjársýslu ríkisins Snemmskráning verð: 15.900 kr. Almennt verð: 17.500 kr. Snemmskráning til og með 24. febrúar

Fjármál við starfslok Fróðlegt og gagnlegt námskeið um það sem mikilvægast er að hafa á hreinu þegar starfsævi lýkur. Vandlega verður farið yfir þær breytingar sem vefjast fyrir mörgum, svo sem varðandi Tryggingastofnun, lífeyrismál, skatta og sparnað. Með aukinni þekkingu má spara umtalsverðar fjárhæðir auk þess sem við fáum betri yfirsýn yfir væntar tekjur þegar lífeyrisgreiðslur taka við af launatekjum. Hvenær: Mán. 6. mars kl. 16:15 - 19:15 Kennsla: Björn Berg Gunnarsson, viðskiptafræðingur og fræðslustjóri Íslandsbanka og VÍB Snemmskráning verð: 12.400 kr. Almennt verð: 13.700 kr. Snemmskráning til og með 24. febrúar

Kvíði barna og unglinga - foreldranámskeið Í samstarfi við geðsvið Landspítalans

Á námskeiðinu, sem byggir á kenningum og aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar, er fjallað um eðli og einkenni kvíða, helstu kvíðaraskanir og æskileg viðbrögð við kvíða barna og unglinga. Hjónum og pörum sem sækja námskeiðið býðst 10% afsláttur af báðum námskeiðsgjöldum. Hvenær: Þri. 7., 14. og 21. mars kl. 20:00 - 22:15 (3x) Kennsla: Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur á Barnaspítala Hringsins og Sigríður Snorradóttir, sálfræðingur á barna- og unglingageðdeild Landspítalans Snemmskráning verð: 38.900 kr. Almennt verð: 42.800 kr. Snemmskráning til og með 25. febrúar

Jákvæð sálfræði og styrkleikaþjálfun (Coaching) - nýttu styrkleika þína á nýjan hátt Jákvæð sálfræði fæst við rannsóknir á því sem fólk gerir rétt frekar en því sem fólk gerir rangt. Á námskeiðinu verður farið yfir rannsóknir á styrkleikum, bjartsýni og hamingju og fjallað um gildi jákvæðni fyrir sköpun og árangur. Einnig verður farið í kosti styrkleikaþjálfunar og hvernig hægt er að nýta sér verkfæri úr styrkleikaþjálfun í daglegu lífi. Hvenær: Mið. 8., 15., 22. og 29. mars og 5. apr. kl. 19:30 - 21:30 (5x) Kennsla: Anna Jóna Guðmundsdóttir, kennari og ráðgjafi og gestakennari á námskeiðinu er Kristín Linda Jónsdóttir, sálfræðingur, kennari og ritstjóri Snemmskráning verð: 39.900 kr. Almennt verð: 43.900 kr. Snemmskráning til og með 26. febrúar

Að verða betri en ég er – að ná hámarksárangri í lífi og starfi Hvernig setjum við okkur háleit markmið og náum þeim? Hvernig er hægt að bregðast við áföllum og mótlæti með farsælum hætti og ná góðum tökum á streitu? Hvernig löðum við fram það besta í öðrum? Reynslan sýnir að flestir trúa því að þeir geti bætt sig á einhverjum sviðum. Til þess að svo megi verða er þó mikilvægt að tileinka sér rétt hugarfar. En hvað einkennir hugarfar þeirra sem ná jafnan sínu besta fram, jafnvel við krefjandi aðstæður? Á þessu þjálfunarnámskeiði verður áherslan lögð á þær aðferðir sem afreksfólk á hinum ýmsum sviðum beitir til að ná árangri í leik og starfi. Hvenær: Fim. 9. og mán. 13. mars kl. 16:15 - 19:15 Kennsla: Jóhann Ingi Gunnarsson og Bragi Sæmundsson, sálfræðingar Snemmskráning verð: 23.900 kr. Almennt verð: 26.300 kr. Snemmskráning til og með 27. febrúar

Góð heilsa II – skref í rétta átt Viltu taka „skref í rétta átt“ og gera breytingar á andlegri og líkamlegri líðan í hópráðgjöf, með stuðningi og hvatningu? Hefur þig langað til þess að breyta mataræði og lífsstíl en einhvern veginn ekki komið því í verk? Hópráðgjöf er árangursrík aðferð sem hefur verið mikið notuð á 11


ýmsum sviðum innan sálfræði og félagsvísinda til þess að leysa ákveðinn vanda og gera breytingar. Markmið námskeiðsins er að ná persónulegum árangri og öðlast meiri færni í að stýra líðan og heilsu. Hvenær: 15., 22. og 29. mars og 5. og 26. apr. kl. 20:00 - 21:30 (5x) Kennsla: Birna G. Ásbjörnsdóttir, MSc í næringarlæknisfræði og Jóhanna Björk Briem, MA í áhættuhegðun og forvörnum og löggiltur sjúkranuddari Snemmskráning verð: 34.900 kr. Almennt verð: 38.400 kr. Snemmskráning til og með 5. mars

Að vinna gegn streitu í átt til betra lífs Streita eða stress eru viðbrögð fólks við alls kyns álagi og áreiti. Um er að ræða andlegt og líkamlegt ástand sem skapast við ákveðnar aðstæður. Samfélagið okkar hefur þróast með þeim hætti að hraði er mikill og áreiti eykst sem gerir það að verkum að þessar aðstæður myndast oftar en áður. Á námskeiðinu verður fjallað um streitu og leiðir sem við getum farið til þess að vinna gegn streitu í eigin lífi. Hvenær: Fim. 16. mars kl. 16:15 - 19:15 Kennsla: Ragnheiður Stefánsdóttir, mannauðsstjóri og markþjálfi Snemmskráning verð: 14.900 kr. Almennt verð: 16.400 kr. Snemmskráning til og með 6. mars

Vönduð íslenska - stafsetning og greinamerki Lesandi tekur alltaf fyrst eftir yfirborði texta, stafsetningu, greinarmerkjum, bilum á milli orða og beygingum. Sjái lesandi að höfundur texta hafi kastað höndum til þessara atriða er hætt við að hann hafi ekki áhuga á að lesa lengi og taka textann alvarlega. Á þessu námskeiði verður farið í reglur um stafsetningu og greinarmerki. Rædd verða ýmis álitamál og getið um helstu breytingar sem orðið hafa á reglum á síðustu áratugum. Hvenær: Fim. 16. og þri. 21. mars kl. 16:30 - 18:30 Kennsla: Sigurður Konráðsson, prófessor í íslensku Snemmskráning verð: 17.900 kr Almennt verð: 19.700 kr. Snemmskráning til og með 6. mars

Betri fjármál fyrir þig - einstaklingsmiðuð þjálfun í persónulegum fjármálum Markmið námskeiðsins er að aðstoða þátttakendur við að skipuleggja fjármálin og byggja upp sjálfstjórn. Námskeiðið stuðlar að því að snúa fjármálum þátttakenda úr viðbrögðum við aðstæðum í fyrirbyggjandi markmið í fjármálum. Þátttakendur öðlast verkfæri til að taka stjórn á daglegu lífi og fjármálum með yfirsýn og markmiðum. Vinnubók er innifalin í námskeiðsverði. Hvenær: Fim 16. mars kl. 19:00 - 22:00 og 6. apr. kl. 20:15 - 21:15 Kennsla: Haukur Hilmarsson, ráðgjafi í fjármálahegðun Snemmskráning verð: 21.700 kr. Almennt verð: 23.900 kr.

Hvernig þjónar stofan þörfum fjölskyldunnar? Stofan er fjölnota rými og því skiptir máli að skilgreina hlutverk hennar – stór og smá. Við viljum hafa hana hlýlega og umfram allt nýtilega þannig að hún þjóni þörfum okkar, hvort heldur sem við höfum sjónvarp, borðstofu og/eða vinnurými í sama rými. Á námskeiðinu verður farið í nánast allt sem viðkemur stofunni: Liti, lýsingu, uppröðun húsgagna, myndir á veggjum og fleira. Hvenær: Fim. 23. mars kl. 19:15 - 22:15 Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður Snemmskráning verð: 13.900 kr. Almennt verð: 15.300 kr.

Snemmskráning til og með 6. mars

Snemmskráning til og með 13. mars

Vellíðan og velgengni í starfi - með jákvæða sálfræði og núvitund að leiðarljósi

Nýttu verkfærakistu Google fyrir skjölin þín, myndirnar og samskiptin

Það er fjölmargt sem við sem einstaklingar getum gert til að stuðla að eigin vellíðan og velgengni. Á þessu námskeiði er farið yfir hvernig við getum nýtt okkur jákvæða sálfræði og núvitund til að efla okkur í starfi. Áhersla er lögð á hagnýtar æfingar og verkefni sem hægt er að tileinka sér strax og ná þannig að næra neistann og blómstra í starfi. Hvenær: Mán. 20. og 27. mars kl. 16:15 - 19:15 Kennsla: Bryndís Jóna Jónsdóttir, núvitundarkennari, MA í náms- og starfsráðgjöf og MA-diplóma í jákvæðri sálfræði Snemmskráning verð: 31.900 kr. Almennt verð: 35.100 kr.

Sístækkandi hópur einstaklinga og fyrirtækja þarf að koma samskiptum sínum og gögnum fyrir í „skýjunum“ í kjölfar aukinnar notkunar smartsíma og tafla, þar sem geymslupláss er ekki kostur. Risarnir þrír, Apple, Microsoft og Google bjóða upp á lausnir á þessum vanda. Á þessu námskeiði öðlast þú grunnfærni í því að nota Google kerfið til að vinna, geyma og deila gögnum og upplýsingum. Hvenær: Mán. 27. mars kl. 19:15 - 22:15 Kennsla: Maríanna Friðjónsdóttir, sjálfstætt starfandi fjölmiðlari Snemmskráning verð: 14.900 kr. Almennt verð: 16.400 kr. Snemmskráning til og með 17. mars

Snemmskráning til og með 10. mars

Glæpsamleg áform – hugmynd verður að veruleika

WordPress - framhaldsnámskeið

Ertu með hugmynd að glæpasögu? Langar þig að skrifa skáldsögu, kvikmyndahandrit eða leikrit? Á þessu námskeiði er hulunni svipt af leyndardómum glæpasögunnar. Farið er í gegnum allt sköpunarferlið, frá kjarna hugmyndar til umsókna um styrki og útgáfu. Hvenær: Þri. 28. mars, 4., 18., 25. apr. og 2. maí kl. 19:30 - 21:30 (5x) – ekki kennt 11. apr. Kennsla: Stefán Máni, rithöfundur Snemmskráning verð: 45.900 kr. Almennt verð: 50.500 kr.

Á námskeiðinu er farið nánar í það hvernig sníða má WordPress vefi frekar að eigin þörfum með því að notast við WordPress viðbætur (e. Plugins). Ætlast er til að þátttakendur hafi góða grunnþekkingu á WordPress kerfinu. Hvenær: Fim. 23. og þri. 28. mars kl. 8:30 - 12:30 Kennsla: Valur Þór Gunnarsson, sérfræðingur í rafrænum viðskiptum Snemmskráning verð: 35.900 kr. Almennt verð: 39.500 kr. Snemmskráning til og með 13. mars

12

Stofan á heimilinu – heildarmynd á fjölnota rými

Snemmskráning til og með 18. mars


Hlutverk og ábyrgð stjórna félagasamtaka Á námskeiðinu er fjallað um hvað stjórnir eru, hvernig þær eru valdar og hvernig þær þróast. Farið er yfir helstu hlutverk stjórna í heild og ábyrgð þeirra bæði innan félags og utan. Þá er fjallað um verkskiptingu milli stjórnarfólks og mismunandi hlutverk þeirra. Hvenær: Þri. 28. mars og 4. apr. kl. 16:15 - 18:45 Kennsla: Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, deildarstjóri Rauða krossins og MA í stjórnun og rekstri félagasamtaka Snemmskráning verð: 25.900 kr. Almennt verð: 28.500 kr. Snemmskráning til og með 18. mars

Hugþjálfun – leið til árangurs Sjálfsstjórn og markmiðssetning eru meginviðfangsefni þessa námskeiðs. Hugmyndir eru sóttar víða, t.d. í dáleiðslufræði og hugræna atferlismeðferð. Sjálfsdáleiðsla og hugþjálfun byggist á aðferðum til að ná betri tökum á og stjórna eigin tilfinningum, komast framhjá huglægum hindrunum og

efla minni, einbeitingu og athyglisgáfu. Kennt er um streitu, slökun og aðferðir til að stjórna spennu, setja sér raunhæf markmið og fylgja þeim eftir. Hvenær: Mið. 29. mars, 3. og mið. 5. apr. kl. 16:15 - 19:15 (3x) Kennsla: Jóhann Ingi Gunnarsson og Hörður Þorgilsson, sálfræðingar Snemmskráning verð: 38.900 kr. Almennt verð: 42.800 kr. Snemmskráning til og með 19. mars

Ættfræðigrúsk – fjölskyldusaga þín á netinu Lærðu að nýta þér gagnagrunna og skjalasöfn á netinu til að afla upplýsinga um sögu fjölskyldu þinnar allt að 200 ár aftur í tímann. Berðu upplýsingarnar saman við lýsingar sagnfræðinga og annarra á lífskjörum og möguleikum almennings til að takast á við fátækt, barnadauða, vistarbönd, farsóttir og harðindi. Þínu fólki tókst það – annars værir þú ekki hér. Hvenær: Mið. 26. apr., 3. og 10. maí kl. 19:30 - 21:30 (3x) Kennsla: Stefán Halldórsson,

félagsfræðingur, rekstrarhagfræðingur og ættfræðigrúskari Snemmskráning verð: 24.900 kr. Almennt verð: 27.400 kr. Snemmskráning til og með 16. apríl

Gríptu sumarið með enn betri landslagsmyndum Langar þig til að eiga enn betri landslagsmyndir að sumri loknu? Viltu þekkja grunnreglurnar við landslagsmyndatöku, vita hvernig þú getur nýtt fjölbreytilegt veður í skemmtilegar myndir og vita hvaða búnað er gott að hafa? Þá er þetta upplagt námskeið fyrir þig. Á námskeiðinu er farið í grunnstillingar á myndavélinni og myndatökuferlið sem hentar sérstaklega vel þeim sem hafa áhuga á að læra meginreglur landslagsljósmyndunar, 70/30, forgrunn/bakgrunn, leiðandi línur o.fl. Hvenær: Mið. 17. maí kl. 18:00 - 21:00 Kennsla: Ólafur Þórisson, margmiðlunarhönnuður Snemmskráning verð: 12.400 kr. Almennt verð: 13.700 kr. Snemmskráning til og með 7. maí

FYLGSTU MEÐ ENDURMENNTUN SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR VERTU MEÐ OKKUR Á FACEBOOK

13


HEIMILI OG HÖNNUN Námskeiðið Heimili og hönnun með Emilíu Borgþórsdóttur iðnhönnuði hefur verið afar vinsælt undanfarin misseri. Alls hefur það verið haldið tólf sinnum og oftar en ekki hafa færri komist að en vildu. Emilía starfaði í Bandaríkjunum við húsgagnahönnun og innanhússhönnun í nokkur ár þar til hún flutti heim til Íslands fyrir fáeinum árum. Emilía starfar nú sjálfstætt sem hönnuður við fjölbreytt verkefni hér á landi.

Fleiri námskeið um hönnun heimilis Námskeiðið hefur hlotið afar gott mat meðal þátttakenda og hafa fjölmargir þeirra óskað eftir því að Endurmenntun bjóði upp á fleiri námskeið á þessu sviði. Við vildum að sjálfsögðu verða við þeim óskum. Þegar kom að því að ákveða næstu viðfangsefni var send könnun til allra þeirra sem sótt hafa námskeiðin. Þar gafst þátttakendum kostur á að koma áhuga sínum á framfæri. Fyrir valinu urðu þau viðfangsefni sem heilluðu hvað flesta og þessi námskeið litu dagsins ljós: • Lýsing á heimilum – hvaða áhrif hefur lýsing á okkur? • Stofan á heimilinu – heildarmynd á fjölnota rými Áhugi á þessu sviði er augljóslega mikill og okkur bárust fjölmargar góðar og spennandi hugmyndir til að vinna úr. Það er því stefnt að því halda enn fleiri námskeið á þessu sviði á komandi misserum. Við buðum þeim þátttakendum sem svöruðu könnuninni að taka þátt í happdrætti og var það Þórhalla Sigmarsdóttir sem datt í lukkupottinn og vann sæti á annað af nýju námskeiðunum. Við óskum Þórhöllu til hamingju.

Húsnæði Endurmenntunar Emilía hefur ekki einungis verið að kenna á námskeiðum hjá okkur heldur hefur hún einnig séð um þær umbætur sem gerðar voru innanhúss hjá Endurmenntun á síðasta ári. Þær hafa vakið mikla lukku og bætt aðstöðuna í Endurmenntun töluvert bæði inn í og fyrir framan kennslustofur sem og í skrifstofurými. Þá er einstaklega gaman að sjá hvað nokkrar pottaplöntur geta haft mikil og góð áhrif.

FRÆÐSLUSTYRKIR STÉTTARFÉLAGA Stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja nám og námskeið. Við hvetjum alla til að nýta þessa styrki.

14


TUNGUMÁL Danska

Ítalska

Danska - þjálfun í talmáli á léttum nótum

Ítalska fyrir byrjendur

Hvenær: Mán. og fim. 23. jan. - 9. feb. kl. 20:00 - 22:00 (6x) Kennsla: Casper Vilhelmssen, dönskukennari Snemmskráning verð: 34.900 kr. Almennt verð: 38.400 kr. Snemmskráning til og með 13. janúar

Hvenær: Mán. og fim. 16. jan. - 2. feb. kl. 17:00 - 19:00 (6x) Kennsla: Maurizio Tani, stundakennari í ítölsku við HÍ Snemmskráning verð: 34.900 kr. Almennt verð: 38.500 kr. Snemmskráning til og með 6. janúar

Danska II

Ítalska II

Hvenær: Mán. og fim. 20. feb. - 9. mars kl. 17:00 - 19:00 (6x) Kennsla: Casper Vilhelmssen, dönskukennari Snemmskráning verð: 34.900 kr. Almennt verð: 38.400 kr. Snemmskráning til og með 10. febrúar

Hvenær: Mán. og mið. 20. feb. - 8. mars kl. 17:00 - 19:00 (6x) Kennsla: Maurizio Tani, stundakennari í ítölsku við HÍ Snemmskráning verð: 34.900 kr. Almennt verð: 38.500 kr. Snemmskráning til og með 10. febrúar

Enska

Spænska II Hvenær: Mán. og fim. 13. feb. - 2. mars kl. 17:00 - 19:00 (6x) Kennsla: Steinunn Björk Ragnarsdóttir, MA í spænsku Snemmskráning verð: 34.900 kr. Almennt verð: 38.500 kr. Snemmskráning til og með 3. febrúar

Pólska Pólska fyrir byrjendur I Í samstarfi við Hugvísindasvið HÍ Hvenær: Þri. og fim. 28. feb. - 6. apr. kl. 16:40 - 18:10 Kennsla: Monika Sienkiewicz Verð: 54.500 kr. Snemmskráning til og með 18. febrúar Námskeiðið er hægt að taka til eininga

Spænska

Practical English Hvenær: Mán. og mið. 23. jan. – 8. feb. kl. 16:30 - 18:30 (6x) Kennsla: Mica Allan, enskukennari Snemmskráning verð: 39.900 kr. Almennt verð: 43.900 kr. Snemmskráning til og með 13. janúar

Pólska fyrir byrjendur III

Spænska Hvenær: Mán. og fim. 16. jan. – 2. feb. kl. 17:00 - 19:00 (6x) Kennsla: Steinunn Björk Ragnarsdóttir, MA í spænsku Snemmskráning verð: 34.900 kr. Almennt verð: 38.500 kr. Snemmskráning til og með 6. janúar

Í samstarfi við Hugvísindasvið HÍ Hvenær: Þri. og fim. 10. jan. - 16. feb. kl. 16:40 - 18:10 Kennsla: Monika Sienkiewicz Verð: 54.400 kr. Námskeiðið er hægt að taka til eininga

FLEIRI ÁHUGAVERÐ NÁMSKEIÐ Á EFTIRFARANDI SVIÐUM MÁ FINNA Á VEF ENDURMENNTUNAR • Erlendir sérfræðingar • Ferðaþjónusta • Fjármál og rekstur • Heilbrigðis- og félagssvið • Starfstengd hæfni

• Stjórnun og forysta • Uppeldi og kennsla • Upplýsingatækni • Verkfræði og tæknifræði

15


Endurmenntun Háskóla Íslands – Dunhagi 7 – 107 Reykjavík Netfang: endurmenntun@hi.is Opnunartími Endurmenntunar er mán. - fim. kl. 8:00 - 22:00, fös. kl. 8:00 - 17:00 og lau. kl. 9:00 - 12:00. Sumarafgreiðslutími er kl. 8:00 - 16:00 alla virka daga. Nánari upplýsingar og skráning á endurmenntun.is eða í síma 525 4444

Fylgdu okkur á Facebook 16

/endurmenntun.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.