FRÓÐLEIKUR & SKEMMTUN VORMISSERI 2019
SVO LENGI LÆRIR SEM LIFIR Á nýju ári strengjum við þess gjarnan
Fjölbreytt námskeið til eflingar
heit að bæta líf okkar á einhvern hátt.
persónulegri hæfni verða einnig í
Að víkka sjóndeildarhringinn með því
boði – textagerð, hönnun heimilisins,
að læra eitthvað nýtt eykur sannarlega
samskipti og tjáning eru á meðal
lífsgæði okkar og ekki síst er það gefandi
viðfangsefna. Sérstaklega er vakin
að fræðast og ræða um áhugaefni sín í
athygli á nýju námskeiði um áskoranir
góðum hópi fólks.
karla á nýjum tímum – Mega karlar blómstra?, ætlað körlum á öllum aldri
Blær ferðalaga, bókmennta og fornra
sem vilja vinna með áhrifaþætti í lífi
sagna er yfir kvöldnámskeiðum
sínu og upplifa aukin lífsgæði.
vormisseris og er þar af ýmsu að
Kristín Jónsdóttir Njarðvík endurmenntunarstjóri Háskóla Íslands
taka. París, Toskana, Grikkland, María
Hlökkum til að sjá ykkur á Dunhaganum
guðsmóðir, jólabókaflóðið og grísk-
á nýju ári!
rómverskar goðsagnir að ógleymdri námskeiðaröð um virkustu eldstöðvar
Kristín Jónsdóttir Njarðvík
Íslands er meðal þess sem er á dagskrá hjá okkur á næstunni.
ARI STERK I F R A T S Í
Ritstjórn: Áslaug Björt Guðmundardóttir Ábyrgð: Kristín Jónsdóttir Njarðvík Prentun: Svansprent Umbrot: Sigrún K. Árnadóttir
JA NÚ AR
2
-M AR S
BÆKLINGURINN STERKARI Í STARFI ER EINNIG KOMINN ÚT.
2019
SKOÐAÐU BÁÐA BÆKLINGANA RAFRÆNT Á ENDURMENNTUN.IS
Kynntu þér námskeið og námsbrautir á ENDURMENNTUN.IS
3
JANÚAR MENNING
Mið. 30. jan. – 20. mars kl. 19:30 – 21:30 (8x) Snemmskráningu lýkur: 20. janúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 37.300/33.900 kr.
SAGA MARÍU GUÐSMÓÐUR – HVERNIG AUÐMJÚK MÆR VARÐ HIMNADROTTNING Enginn dýrlingur kaþólskrar kirkjuhefðar stenst samanburð við hina merku Maríu mey hvað varðar áhrif og völd. Hér verður þróun Maríudýrkunar yfir 1500 ára tímabil skoðuð, stiklað á stóru og nokkrum helstu áföngum og áhrifavöldum gerð skil.
PERSÓNULEG HÆFNI BYRJAÐU Í GOLFI – FYRIR BYRJENDUR OG LENGRA KOMNA
Kennsla: Ólöf Bjarnadóttir, BA í guðfræði og MA í norrænni trú Hvenær: Mán. 21. og 28. jan. og 4. feb. kl. 20:00 – 22:00 (3x) Snemmskráningu lýkur: 11. janúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 26.000/23.600 kr.
Í samstarfi við Hissa, ráðgjafar- og fræðslumiðstöð um golf. Golf er vinsæl íþrótt meðal allra aldurshópa og það er hægt að byrja að spila golf hvenær sem er á lífsleiðinni. Á námskeiðinu verður farið í alla þá grunnþætti sem nauðsynlegir eru fyrir fyrstu skrefin á golfvellinum.
JÓLABÓKAFLÓÐIÐ MEÐ DRUSLUBÓKUM OG DOÐRÖNTUM
Kennsla: Magnús Birgisson PGA golfkennari og SNAG master leiðbeinandi Hvenær: Mið. 16., mán. 21. og mið. 23. jan. kl. 20:00 - 22:00 Kennt er 21. jan. í æfingahúsnæði. Snemmskráningu lýkur: 6. janúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 30.000/27.200 kr.
Á þessu fimm kvölda námskeiði er ætlunin að taka eitt skáldverk til umfjöllunar í hvert skipti. Tveimur höfundum verður boðið í heimsókn til að ræða við þátttakendur um verk sín. Kennarar munu leiða umræðuna og setja verkin í fræðilegt samhengi og síðan geta þátttakendur tekið þátt í umræðunni eins og þeim hentar. Kennsla: Guðrún Elsa Bragadóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Guðrún Lára Pétursdóttir og Maríanna Clara Lúthersdóttir Hvenær: Þri. 22. jan. - 19. feb. kl. 20:00 – 22:00 (5x) Snemmskráningu lýkur: 12. janúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 31.300/28.500 kr.
ÍSLENDINGAÞÆTTIR OG FRÁSAGNARLIST MIÐALDA Á námskeiðinu verða lesnir hartnær 30 Íslendingaþættir, flestir mjög stuttir og fjölbreytileg sagnalist frá miðöldum verður kynnt. Meðal þátta sem verða lesnir eru Auðunar þáttur vestfirska, Sneglu-Halla þáttur, Ölkofra þáttur, Brands þáttur örva, Þorsteins þáttur skelks, Ívars þáttur Ingimundarsonar, Þorsteins þáttur stangarhöggs og ýmsir fleiri þættir sem margir hafa aldrei lesið.
SÖNGTEXTAGERÐ Á námskeiðinu verður farið í grunnhugtök bragfræðinnar, ýmsar aðferðir við textagerð skoðaðar og þá verður fólki bókstaflega kennt að yrkja söngtexta. Undir lok námskeiðsins munu þátttakendur geta ort sönghæfa texta og metið ýmsa af þeim þáttum sem geta gert góðan texta enn betri.
Kennsla: Ármann Jakobsson, prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands Hvenær: Þri. 29. jan. – 19. mars kl. 19:30 – 21:30 (8x) Snemmskráningu lýkur: 19. janúar Mið. 30. jan. – 20. mars kl. 10:00 – 12:00 (8x) Snemmskráningu lýkur: 20. janúar
Kennsla: Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur Hvenær: Mán. 21., 28. jan. og 4. feb. kl. 20:00 - 22:00 (3x) Snemmskráningu lýkur: 11. janúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 30.000/27.200 kr. 4
NÚVITUNDARNÁMSKEIÐ VELKOMIN Í NÚIÐ – FRÁ STREITU TIL SÁTTAR Í núvitundarþjálfun er tvinnað saman aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði austrænnar visku. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að núvitundarþjálfun hefur jákvæð áhrif á vellíðan, bætir heilsufar, dregur úr streitu, kvíða og depurð. Hún felur í sér að læra að nema staðar „hér og nú“, láta af sjálfstýringu hugans og sættast betur við það sem er. Kennsla: Herdís Finnbogadóttir, sálfræðingur Hvenær: Mán. 28. jan. - 18. mars kl. 19:30 - 21:00 (8x) Snemmskráningu lýkur: 18. janúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 60.500/55.000 kr.
GARÐFUGLAR – FÓÐRUN OG AÐBÚNAÐUR Rúmlega 50 fuglategundir hafa sést í einstökum görðum á Íslandi. Á námskeiðinu verður fjallað um helstu tegundir sem búast má við í íslenskum görðum, sýndar myndir af fuglunum, farið í helstu náttúrulegar fæðugerðir vetur og sumar og hvað sé best að bjóða þeim ef þeir sýna sig í garðinum. Kennsla: Örn Óskarsson, líffræðingur og framhaldsskólakennari Hvenær: Fim. 31. jan. kl. 19:30 – 22:00 Snemmskráningu lýkur: 21. janúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 13.600/12.300 kr.
KVIKMYNDAHANDRIT Inngangsnámskeið í handritsskrifum fyrir kvikmyndir. Sérstök áhersla verður lögð á að skoða strúktúr og dramatíska uppbyggingu kvikmyndahandrita. Farið er í grundvallarhugmyndir og hugtök sem varða handritsformið og jafnframt verður myndræn frásögn í kvikmyndum borin saman við skáldsögur, leikrit og sjónvarpsseríur. Kennsla: Huldar Breiðfjörð, BA í bókmenntafræði frá HÍ og MFA í handritsskrifum og kvikmyndagerð frá New York University Hvenær: Fim. 31. jan. - 14. mars kl. 20:15 - 22:15 (7x) Snemmskráningu lýkur: 21. janúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 53.800/48.900 kr.
VÖNDUÐ ÍSLENSKA – TÖLVUPÓSTAR OG STUTTIR TEXTAR Farið verður í nokkur helstu einkenni texta sem samdir eru á íslensku og þátttakendur þjálfaðir í að semja stutta texta, t.d. tölvupósta, efni á innri vefi, heimasíður og fréttabréf. Kennsla: Sigurður Konráðsson, prófessor í íslensku við HÍ Hvenær: Þri. 29. jan. kl. 13:00 - 16:00 Snemmskráningu lýkur: 19. janúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 19.100/17.300 kr.
STOFAN Á HEIMILINU – HEILDARMYND Á FJÖLNOTA RÝMI Á námskeiðinu verður farið í nánast allt sem viðkemur stofunni: Liti, lýsingu, uppröðun húsgagna, myndir á veggjum og fleira. Hvernig þjónar stofan þörfum fjölskyldunnar? Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður Hvenær: Þri. 29. jan. kl. 19:15 - 22:15 Snemmskráningu lýkur: 19. janúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 16.300/14.800 kr.
5
FEBRÚAR
MENNING
fullorðnum. Miði á forsýningu er innifalinn í námskeiðsgjaldi. Kennsla: Hlynur Páll Pálsson, fræðslustjóri Borgarleikhússins Námskeið 1 (FULLBÓKAÐ): Heimsókn í Borgarleikhúsið lau. 16. feb. kl. 13:00 – 15:00 og innlit á æfingu fim. 21. feb. kl. 14:00 – 16:00. Forsýning í Borgarleikhúsinu þri. 12. mars kl. 19:00. Námskeið 2: Heimsókn í Borgarleikhúsið sun. 17. feb. kl. 13:00 – 15:00 og innlit á æfingu fim. 21. feb. kl. 14:00 – 16:00. Forsýning í Borgarleikhúsinu þri. 12. mars kl. 19:00. Almennt verð/snemmskráningarverð: 8.300/7.500 kr.
GRIKKLAND – TUNGA, MENNING, STJÓRNMÁL, TÓNLIST OG MATARGERÐ Langar þig til þess að kynnast lífinu í Grikklandi, t.d. í úthverfi Aþenu, í fjallaþorpi á Pelopsskaga eða í litlu þorpi á Krít? Hér verður rjóminn fleyttur ofan af grískri menningu og pólitík, þátttakendur læra nýtileg orð í nýgrísku, hlustað verður á áhugaverða tónlist og horft á brot úr kvikmyndum. Kennsla: Ingibjörg Ingadóttir, kennari og leiðsögumaður Hvenær: Mán. og mið. 4., 6. og 11. feb. kl. 19:30 - 21:30 (3x) Snemmskráningu lýkur: 25. janúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 26.000/23.600 kr.
VISKÍ – LÍFSINS VATN Á námskeiðinu verður rýnt í sögu drykkjarins, hvernig hann varð til, mismun eftir tegundum og svæðum sem og muninn á blönduðum viskíum og einmöltungum. Við lítum á tunnurnar og hvaða hlutverki þær gegna. Ræðum hvernig viskíið breytist við þroskun og síðast en ekki síst verður dreypt á þessum guðaveigum.
TEXTÍLSAGA Á námskeiðinu verður gefin innsýn í sögulega þróun textíla. Byrjað verður á elstu varðveittu textílum sem fundist hafa. Kynntir verða textílar frá ýmsum heimsálfum, þjóðum, þjóðarbrotum og ættbálkum, þeir skoðaðir og greindir út frá efnum og aðferðum.
Kennsla: Jakob Jónsson, sérfræðingur um viskí Hvenær: Fim. 28. feb. kl. 19:30 - 22:30 Snemmskráningu lýkur: 18. febrúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.300/13.900 kr.
Kennsla: Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, stundakennari í Myndlistaskóla Reykjavíkur, textílkona og textílforvörður. Fyrrum safnstjóri byggðasafnsins Hvols á Dalvík. Hvenær: Mán. 11., 18. og 25. feb. kl. 20:00 - 22:00 (3x) Snemmskráningu lýkur: 1. febrúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 26.000/23.600 kr.
PERSÓNULEG HÆFNI KONUR Á BESTA ALDRI – FÆÐA OG FLÓRA SKIPTA MÁLI Á námskeiðinu er fjallað um fæðu og þarmaflóru í tengslum við breytingaskeið kvenna. Fæðuval hefur áhrif á örveruflóru meltingarfæranna. Farið er yfir hvernig röskun á þessari mikilvægu flóru getur stuðlað að hitakófum og svitaköstum og haft áhrif á svefn og andlega líðan. Námskeiðið byggir á rannsóknum í næringarlæknisfræði.
MATTHILDUR – HEILLANDI OG BRÁÐSKEMMTILEGUR BÓKAORMUR Í BORGARLEIKHÚSINU Í tengslum við uppsetningu leikhússins á söngleiknum um Matthildi er efnt til námskeiðs sem ætlað er börnum og 6
AUKUM EIGIN LÍFSGÆÐI OG HAMINGJU MEÐ HYGGE
Kennsla: Birna G. Ásbjörnsdóttir, MSc í næringarlæknisfræði Hvenær: Fim. 7. feb. kl. 19:30 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 28. janúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 13.600/12.300 kr.
Danski lífsstíllinn að hygge, hafa það huggulegt, slær nú í gegn um allan heim. Bækur um hygge rata á metsölulista og fólk þyrstir í að kynna sér hvernig hægt er að nýta hygge til að bæta lífið. En í hverju felst hygge í raun og veru og hvernig getum við nýtt okkur þessa siði, viðhorf og lífsstíl til að bæta eigin lífsgæði og hamingju í hversdeginum?
JÓGA NIDRA Námskeiðið er fyrir alla þá sem hafa áhuga á að kynnast sjálfum sér betur, bæta líðan sína og heilsu, draga úr streitu og spennu í líkamanum, draga úr líkamlegum einkennum streitu, stýra hugsunum og sofa betur.
Kennsla: Kristín Linda Jónsdóttir, sálfræðingur, kennari og ritstjóri og gestakennari á námskeiðinu er Anna Jóna Guðmundsdóttir, kennari og ráðgjafi Hvenær: Mið. 13. feb. kl. 19:30 - 22:30 Snemmskráningu lýkur: 3. febrúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 17.000/15.400 kr.
Kennsla: Jóhanna Björk Briem, MA í áhættuhegðun og forvörnum, löggiltur sjúkranuddari og Amrit Jóga Nidra kennari Hvenær: Fim. 7. - 28. feb. kl. 18:00 - 19:15 (4x) Snemmskráningu lýkur: 28. janúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 28.500/25.900 kr.
SKÁLDLEG SKRIF
AÐ RITA ÆVISÖGUR OG ENDURMINNINGAR
Hér lærir þú hvernig þú berð þig að ef þig langar að skrifa. Þú lærir um þá grunnþætti sem ráða ferðinni þegar þú tekur fyrstu skrefin á ritvellinum. Hér er þér bókstaflega kennt að stýra hugmyndum þínum í farveg og koma þeim á rétta braut.
Á námskeiðinu verður fjallað um ævisögur og endurminningar frá ýmsum sjónarhornum. Helstu skólar í ævisagnaritun verða kynntir en líka aðferðir til þess að takast á við eigin minningar, fróðleik eða upplýsingar.
Kennsla: Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur Hvenær: Mið. 13. feb. - 13. mars kl. 20:15 - 22:15 (5x) Snemmskráningu lýkur: 3. febrúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 43.900/39.900 kr.
Kennsla: Páll Valsson, bókmenntafræðingur og rithöfundur Hvenær: Fim. 7. - 28. feb. kl. 20:00 - 22:00 (4x) Snemmskráningu lýkur: 28. janúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 40.600/36.900 kr.
ÖFLUGT SJÁLFSTRAUST Sjálfstraust er undirstaða margra færniþátta, svo sem því hvernig okkur vegnar í samskiptum við aðra, hvernig við setjum markmið, tökum ákvarðanir og vinnum undir álagi. Kenndar eru aðferðir til að efla sjálfstraust og ákveðni og skoðað hvað einkennir einstaklinga með hátt/lágt sjálfsmat. Fjallað er um áhrif hugarfars, viðhorfa og hugsunar á hegðun og líðan, sjálfsstjórn og sjálfsstyrkingu. Kennsla: Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur Hvenær: Mán og mið. 11., 13. og 18. feb. kl. 16:15 - 19:15 (3x) Snemmskráningu lýkur: 1. febrúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 45.300/41.100 kr.
MEGA KARLAR BLÓMSTRA? ÁSKORANIR KARLA Á NÝJUM TÍMUM
SVEFNHERBERGIÐ – HVÍLDAR- OG GRIÐASTAÐUR
Til að takast á við síbreytilegar aðstæður nútímans verða allir, en ekki síst karlar, að viðurkenna tilfinningar sínar og læra að tengjast þeim á jákvæðan og gagnlegan hátt. Spurt er hvort karlar megi blómstra, skoðað verður hvað átt er við og hvernig fleiri karlar geta blómstrað.
Hvernig væri að gefa svefnherberginu andlitslyftingu og draga fram það sem þig hefur alltaf dreymt um? Námskeiðið mun gefa þér innsýn í grunnþætti hönnunar og skilgreina hvað þarf til að gera rýmið notalegt.
Kennsla: Einar Þór Jónsson og Sigurjón Þórðarson, báðir með diplóma í jákvæðri sálfræði Hvenær: Þri. 19. og 26. feb. og 5. og 12. mars kl. 20:00 - 22:00 (4x) Snemmskráningu lýkur: 9. febrúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 42.800/38.900 kr.
Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður Hvenær: Mán. 11. feb. kl. 19:15 - 22:15 Snemmskráningu lýkur: 1. febrúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 16.300/14.800 kr.
7
JÁKVÆÐ SÁLFRÆÐI OG STYRKLEIKAÞJÁLFUN (COACHING) – NÝTTU STYRKLEIKA ÞÍNA Á NÝJAN HÁTT
HLAÐVARP – NÝTT TÆKI Í FJÖLMIÐLUN OG MARKAÐSSETNINGU Á námskeiðinu verður fjallað um vöxt miðilsins, einkenni vinsælla hlaðvarpa og tekjumöguleika. Þá verður fjallað um aðferðir til að búa til hlaðvörp á einfaldan hátt, m.a. með ókeypis forritum og ódýrum upptökutækjum. Að lokum verður fjallað um leiðir til að koma hlaðvörpum á framfæri við hlustendur, m.a. í gegnum hlaðvarpsveitur og með markaðssetningu á samfélagsmiðlum.
Á námskeiðinu verður farið yfir rannsóknir á styrkleikum, bjartsýni og hamingju og fjallað um gildi jákvæðni fyrir sköpun og árangur. Einnig verður farið í kosti styrkleikaþjálfunar og hvernig hægt er að nýta sér verkfæri úr styrkleikaþjálfun í daglegu lífi. Kennsla: Anna Jóna Guðmundsdóttir, kennari og ráðgjafi. Gestakennari er Kristín Linda Jónsdóttir, sálfræðingur og kennari. Hvenær: Fim. 21. feb. - 21. mars kl. 19:30 - 21:30 Snemmskráningu lýkur: 11. febrúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 47.600/43.200 kr.
Kennsla: Guðmundur Hörður Guðmundsson, kynningar- og vefstjóri við HÍ Hvenær: Mán., fim., mán. 25. og 28. feb. og 4. mars kl. 20:00 – 22:00 (3x) Snemmskráningu lýkur: 15. febrúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 30.000/27.200 kr.
AÐ SKRIFA TIL AÐ LIFA Á þessu námskeiði er unnið með atburði úr eigin lífi, drauma og ómeðvitað hugsanamunstur. Þátttakendur skrifa um góðar og slæmar minningar, fara í ferðalag um undirmeðvitundina með æfingum sem slökkva á rödd skynseminnar en styrkja rödd hjartans og innsæisins. Kennsla: Ólöf Sverrisdóttir leikkona og ritlistarkona Hvenær: Þri. 26. feb. - 26. mars kl. 19:30 - 21:30 (5x) Snemmskráningu lýkur: 16. febrúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 43.900/39.900 kr.
MARS MENNING HANNIBAL, SKIPÍÓ OG PÚNVERJASTRÍÐIN – SÍGILDAR ORRUSTUR Púnverjastríðin eru epísk að stærðargráðu og eru yfirfull af spennu og skemmtilegum sögum þar sem Karþagó og Róm háðu baráttu upp á líf og dauða. Á námskeiðinu verður farið yfir söguna, fólkið, stríðin og örlög þessara þjóða. Þetta er fyrsta námskeiðið í flokknum sígildar orrustur þar sem tekin verða fyrir frægustu orrustur mannkynssögunnar. Kennsla: Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður Hvenær: Mán. 4. og 11. mars kl. 20:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 22. febrúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 19.700/17.900 kr.
8
PALESTÍNA Á DÖGUM HERÓDESAR, JESÚ OG PÍLATUSAR
Hvenær: Hjá ENDURMENNTUN fim. 14. mars og 21. mars kl. 20:00 - 22:00. Heimsókn á æfingu í Borgarleikhúsinu fim. 28. mars kl. 13:00 – 16:00. Forsýning í leikhúsinu fim. 11. apríl kl. 20:00 og umræður að henni lokinni. Snemmskráningu lýkur: 4. mars Almennt verð/snemmskráningarverð: 19.700/17.900 kr.
Á fyrstu öld eftir Krist áttu sér stað sögulegir viðburðir í Palestínu, sem þá var undir stjórn Rómverja. Lang afdrifaríkust varð tilkoma og krossfesting Jesú frá Nasaret en fleira kom til. Eftir miklar róstur endaði tímabilið með uppreisnum Gyðinga gegn Rómverjum sem urðu til þess að Gyðingum var dreift út um víða veröld. Eða hvað? Er sagan sönn? Kennsla: Illugi Jökulsson, rithöfundur Hvenær: Mán. 11., 18., 25. mars og 1. apr. kl. 20:00 - 22:00 (4x) Snemmskráningu lýkur: 1. mars Almennt verð/snemmskráningarverð: 32.400/29.400 kr.
HVAÐ SUNGU SÍRENURNAR? UPPRUNI, HEIMILDIR OG SAMHENGI GRÍSK-RÓMVERSKRA GOÐSAGNA Hinn heillandi heimur grískra og rómverskra goðsagna er býsna óreiðukenndur á köflum. Á námskeiðinu verður fjallað um helstu sagnabálkana: uppruna og skipulag heimsins,Trójustríð og eftirmála þess, Ödipus og fjölskyldu, Jason og Argóarfarana. Um leið verður skyggnst inn í hugarheim og líf þeirra sem fyrst sögðu þessar sígildu sögur sem enn eiga erindi við okkur.
TOSKANA – NÁTTÚRA, MENNING OG MATUR Langar þig að fræðast um náttúru, fegurð, listir, hefðir, bókmenntir, eldhúsið, söguna og samfélagið í frægasta héraði Ítalíu? Þetta námskeið er tilvalinn undirbúningur fyrir ferð til Toskana og fyrir alla þá sem áhuga hafa á að skilja betur Ítalíu og ítalska menningu.
Kennsla: Eiríkur Gauti Kristjánsson, fornmálakennari við MR og HÍ Hvenær: Mán. 18. og 25. mars og 1. og 8. apr. kl. 20:00 - 22:00 (4x) Snemmskráningu lýkur: 8. mars Almennt verð/snemmskráningarverð: 32.400/29.400 kr.
Kennsla: Maurizio Tani, stundakennari í ítalskri sögu, listum og bókmenntum auk ítölsku við HÍ Hvenær: Mið. 13. og 20. mars kl. 20:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 3. mars Almennt verð/snemmskráningarverð: 19.700/17.900 kr.
TÖFRANDI HUGMYNDAHEIMUR 17. ALDAR Á námskeiðinu kynnumst við náttúrusýn, mannskilningi og heimsmynd aldarinnar í gegnum heillandi ritsmíðar litríkra einstaklinga. Jón lærði, Jón Daðason frá Arnarbæli og Brynjólfur biskup Sveinsson koma við sögu, en einnig yfirskyggðir dalir útilegumanna, álfheimar, galdrar, gandreiðir og töfrasteinar.
GLÆPUR OG REFSING EFTIR FJODOR DOSTOJEVSKÍ
Kennsla: Viðar Hreinsson, Mag. art í bókmenntafræði og Sigurlín Bjarney Gísladóttir, MA í ritlist og íslenskum bókmenntum Hvenær: Mán. 18. og 25. mars kl. 20:00 – 22:00 Snemmskráningu lýkur: 8. mars Almennt verð/snemmskráningarverð: 19.700/17.900 kr.
Glæpur og refsing er ein merkasta skáldsaga allra tíma. Hún er kyngimögnuð og æsispennandi frásögn sem gerist í Sankti Pétursborg á síðari hluta 19. aldar en spyr um leið stórra heimspekilegra spurninga sem eiga brýnt erindi við okkur í dag. Kennsla: Gunnar Þorri Pétursson, BA í rússnesku og MA í almennri bókmenntafræði Hvenær: Fim. 14., 21., 28. mars og 4. apr. kl. 20:00 - 22:00 (4x) Snemmskráningu lýkur: 4. mars Almennt verð/snemmskráningarverð: 32.400/29.400 kr.
REYKHOLT Í LJÓSI FORNLEIFANNA Á námskeiðinu verður gefin innsýn í hvernig fornleifafræðin getur varpað ljósi á þróun búsetu á hinum sögufræga stað, Reykholti í Borgarfirði. Farið verður yfir helstu niðurstöður fornleifarannsókna frá um 1000 og fram á 19. öld og hvernig sumar þeirra samlagast ritheimildum.
KÆRA JELENA Í BORGARLEIKHÚSINU – HVERSU LANGT ERT ÞÚ TIL Í AÐ GANGA TIL AÐ NÁ ÞÍNU FRAM?
Kennsla: Dr. Guðrún Sveinbjarnardóttir Hvenær: Þri. 26. og mið. 27. mars kl. 20:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 16. mars Almennt verð/snemmskráningarverð: 19.700/17.900 kr.
Í tengslum við uppsetningu leikhússins á Kæru Jelenu, í leikstjórn Unnar Aspar Stefánsdóttur, efnir ENDURMENNTUN til námskeiðs um verkið og uppsetninguna, í samvinnu við leikhúsið. Miði á forsýningu er innifalinn í námskeiðsgjaldi. Kennsla: Rebekka Þráinsdóttir, MA í rússnesku og rússneskum bókmenntum, Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri og Filippía Elísdóttir, búninga- og leikmyndahönnuður Umsjón: Hlynur Páll Pálsson, fræðslustjóri Borgarleikhússins
9
PERSÓNULEG HÆFNI
fundarhald, mun á séreign og sameign, kostnaðarhlutdeild, nýtingu séreignar og sameignar ásamt helstu skyldum við rekstur húsfélaga.
HEIMILI OG HÖNNUN
Kennsla: Guðbjörg Matthíasdóttir, lögfræðingur Hvenær: Fim. 7. mars kl. 19:15 - 22:15 Snemmskráningu lýkur: 25. febrúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 16.900/15.300 kr.
Á námskeiðinu er farið í grunnatriði hönnunar innan heimilisins s.s.uppröðun húsgagna, hvernig hengja eigi upp myndir og litaskema. Hvernig má láta húsgögn, persónulega muni, myndir, liti og lýsingu spila saman til að mynda góða heild á heimilinu? Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður Hvenær: Mán. 4. og 11. mars kl. 19:30 - 21:30 Snemmskráningu lýkur: 22. febrúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 20.300/18.400 kr.
SKAPANDI SAMSKIPTI OG FÆRNI Í TJÁNINGU Á námskeiðinu er farið yfir hvernig skapandi og jákvæð samskipti geta örvað og hjálpað okkur í vinnu og frístundum. Unnið er með mikilvægi jákvæðrar nálgunar og sveigjanleika í allri samvinnu og samstarfi. Kennsla: Ólöf Sverrisdóttir og Ólafur Guðmundsson, leikarar Hvenær: Mán. 4. - 25. mars kl. 20:15 - 22:15 (4x) Snemmskráningu lýkur: 22. febrúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 42.800/38.900 kr.
FJÁRMÁL VIÐ STARFSLOK Á námskeiðinu er fjallað á einföldu og skýru máli um reglur vegna skerðinga Tryggingastofnunar, skatta á sparnað, lagalegt öryggi bankareikninga og ríkisskuldabréfa og fleira sem fróðlegt er að vita þegar komið er á lífeyrisaldur.
GERLAR OG GEÐHEILSA – HVAÐ SEGJA VÍSINDIN? Nýjar rannsóknir benda til þess að upptök ýmissa sjúkdóma megi rekja til ójafnvægis í meltingarvegi. Á þessu námskeiði verða áhrif örveruflóru þarmanna á geðheilsu skoðuð. Farið er yfir hvernig mataræði og mjókursýrugerlar geta haft áhrif, hvað getur raskað örveruflóru meltingarvegar og hvaða aðferðir má nota til að byggja upp og bæta.
Kennsla: Björn Berg Gunnarsson, viðskiptafræðingur og fræðslustjóri Íslandsbanka og VÍB Hvenær: Lau. 9. mars. kl. 10:00 - 13:00 Snemmskráningu lýkur: 27. febrúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 14.700/13.300 kr.
Kennsla: Birna G. Ásbjörnsdóttir, MSc í næringarlæknisfræði Hvenær: Mið. 6. mars kl. 19:30 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 24. febrúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 13.600/12.300 kr.
NÁUM TÖKUM Á LESTRARNÁMINU Á SKEMMTILEGAN HÁTT VIÐ ELDHÚSBORÐIÐ HEIMA Margir foreldrar vilja hjálpa börnum sínum við lestrarnámið en vita ekki hvernig best er að bera sig að. Á námskeiðinu eru kynntar árangursríkar, fjölbreyttar og skemmtilegar leiðir til að æfa bókstafi, hljóð og hljóðtengingu sem allt er grunnur í lestrarnáminu. Kennsla: Helga Kristjánsdóttir, leik- og grunnskólakennari Hvenær: Þri. 12. mars kl. 20:00 - 21:30 Snemmskráningu lýkur: 2. mars Almennt verð/snemmskráningarverð: 7.200/6.500 kr.
LÖG UM FJÖLEIGNARHÚS – LÍF Í FJÖLBÝLI OG REKSTUR HÚSFÉLAGA
AÐ VERÐA BETRI EN ÉG ER – AÐ NÁ HÁMARKSÁRANGRI Í LÍFI OG STARFI
Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu atriði laga um fjöleignarhús og þær reglur sem gilda um ákvarðanatöku og
Á þessu þjálfunarnámskeiði verður áherslan lögð á þær aðferðir sem afreksfólk á hinum ýmsum sviðum beitir til að
10
ELDHÚSIÐ – HJARTA HEIMILISINS
ná árangri í leik og starfi. T.d. hvernig við setjum okkur háleit markmið og náum þeim. Hvernig unnt er að bregðast við áföllum og mótlæti með farsælum hætti, ná góðum tökum á streitu auk þess að laða fram það besta í öðrum.
Á námskeiðinu verður farið yfir skipulag og fyrirkomulag eldhússins og hvaða þætti þarf að hafa í huga þegar farið er í stórar eða smáar framkvæmdir. Þetta er námskeið fyrir þá sem vilja gera einfaldar breytingar en stórar útlitslega sem og þá sem vilja gjörbreyta eldhúsinu og ætla í viðamiklar aðgerðir.
Kennsla: Jóhann Ingi Gunnarsson og Bragi Sæmundsson, sálfræðingar Hvenær: Fim. 14. og mán. 18. mars kl. 16:15 - 19:15 Snemmskráningu lýkur: 4. mars Almennt verð/snemmskráningarverð: 30.000/27.200 kr.
Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður Hvenær: Mán. 25. mars kl. 19:15 - 22:15 Snemmskráningu lýkur: 15. mars Almennt verð/snemmskráningarverð: 16.300/14.800 kr.
NÚVITUND Í UPPELDI BARNA Núvitund hjálpar börnum og fullorðnum við að takast á við áskoranir daglegs lífs og öðlast meiri hugarró og vellíðan. Á þessu stutta en hagnýta námskeiði færðu innsýn í hvað núvitund er og kynnist leiðum og æfingum sem stutt geta við núvitund barna og um leið hvernig þú getur aukið eigin núvitund og styrkt þig sem uppalanda.
ÆTTFRÆÐIGRÚSK – FJÖLSKYLDUSAGA ÞÍN Á NETINU Lærðu að nýta þér gagnagrunna og skjalasöfn á netinu til að afla upplýsinga um sögu fjölskyldu þinnar allt að 200 ár aftur í tímann. Sérfróðir gestir á sviði sagnfræði og ættfræði koma í heimsókn á námskeiðið. Þátttakendur fá æfingaverkefni og leiðbeiningar með sér heim og geta sótt ítarefni á sérstakri vefsíðu námskeiðsins.
Kennsla: Bryndís Jóna Jónsdóttir, diplóma í jákvæðri sálfræði og MA í náms- og starfsráðgjöf Hvenær: Mið. 20. mars kl. 19:00 – 21:30 Snemmskráningu lýkur: 10. mars Almennt verð/snemmskráningarverð: 13.600/12.300 kr.
Kennsla: Stefán Halldórsson, félagsfræðingur, rekstrarhagfræðingur og ættfræðigrúskari Hvenær: Þri. 26. mars og 2. og 9. apr. kl. 19:30 - 21:30 (3x) Snemmskráningu lýkur: 16. mars Almennt verð/snemmskráningarverð: 30.000/27.200 kr.
SKÁLDLEG SKRIF - FRAMHALDSNÁMSKEIÐ Hér lærir þú hvernig þú berð þig að þegar þú hefur ákveðið að skrifa. Þú lærir að skoða, vega og meta þá þætti sem ráða för á ritvellinum. Jafnframt verður ýmislegt skoðað sem snýr að útgáfu, undirbúningi fyrir útgáfu og samskiptum við útgefendur. Kennsla: Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur Hvenær: Mið. 20. og 27. mars og 3., 10. og 24. apr. kl. 20:00 22:00 (5x) Snemmskráningu lýkur: 10. mars Almennt verð/snemmskráningarverð: 43.900/39.900 kr.
ÁTT ÞÚ RÉTT Á STYRK FRÁ STÉTTARFÉLAGI TIL AÐ SÆKJA NÁMSKEIÐ? HAFÐU SAMBAND VIÐ ÞITT STÉTTARFÉLAG OG KANNAÐU MÁLIÐ
11
APRÍL MENNING
NÝTTU VERKFÆRAKISTU GOOGLE FYRIR SKJÖLIN ÞÍN, MYNDIRNAR OG SAMSKIPTIN
PARÍS – LÍF OG LYSTISEMDIR
Ef þú veist ekki hvað þú átt að gera við myndirnar þínar, sem núna eru á símanum/töflunni, ef þú vilt deila skjölum á hraðan og einfaldan hátt, ef þú vilt spjalla og vinna í upplýsingum á sama tíma, ef þú vilt skipuleggja þig heima og í vinnu, þá er þetta námskeið hannað fyrir þig.
Farið verður í sögu Parísar og skoðaðar myndir og kort sem koma þátttakendum að góðum notum í eiginlegri Parísarferð. Þátttakendur munu fá glögga mynd af ólíkum hverfum borgarinnar og upplifa líf og lystisemdir hennar gegnum líflega frásögn Gérard Lemarquis.
Kennsla: Maríanna Friðjónsdóttir, sjálfstætt starfandi fjölmiðlari Hvenær: Fim. 11. apr. kl. 17:00 - 21:00 Snemmskráningu lýkur: 1. apríl Almennt verð/snemmskráningarverð: 20.800/18.900 kr.
Kennsla: Gérard Lemarquis, stundakennari við Hugvísindasvið HÍ Hvenær: Mið. 17. og 24. apr. kl. 19:30 - 21:30 Snemmskráningu lýkur: 7. apríl Almennt verð/snemmskráningarverð: 19.700/17.900 kr.
PERSÓNULEG HÆFNI HUGÞJÁLFUN – LEIÐ TIL ÁRANGURS Sjálfsstjórn og markmiðssetning eru meginviðfangsefni þessa námskeiðs. Hugmyndir eru sóttar víða, t.d. í dáleiðslufræði og hugræna atferlismeðferð. Kennt er um streitu, slökun og aðferðir til að stjórna spennu, setja sér raunhæf markmið og fylgja þeim eftir. Kennsla er í formi fyrirlestra, umræðna, æfinga og verkefna. Kennsla: Jóhann Ingi Gunnarsson og Hörður Þorgilsson, sálfræðingar Hvenær: Mán og mið. 1., 3. og 8. apr. kl. 16:15 - 19:15 (3x) Snemmskráningu lýkur: 22. mars Almennt verð/snemmskráningarverð: 46.500/42.200 kr.
ÖFLUGT SJÁLFSTRAUST Nú býðst áhugasömum að taka þetta vinsæla námskeið á einum degi. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að kenna þátttakendum að greina muninn á miklu og litlu sjálfstrausti og ekki síst að kenna aðferðir til að byggja upp og efla sjálfstraust.
SKRIF …ANDI Á þessu námskeiði er lögð áhersla á að skrifa sér til gamans og opna fyrir flæði og hugmyndir. Notaðar eru fjölbreytilegar kveikjur og æfingar sem örva ímyndunarafl og sköpunargleði. Við skoðum ólík sjónarhorn og frásagnaraðferðir og æfum okkur að skrifa alls konar texta, ljóð og lýsingar.
Kennsla: Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur Hvenær: Fös. 12. apr. kl. 9:00 - 17:00 Snemmskráningu lýkur: 2. apríl Almennt verð/snemmskráningarverð: 39.500/35.900 kr.
Kennsla: Ólöf Sverrisdóttir leikkona og ritlistarkona Hvenær: Þri. 2., 9., 23. og 30. apr. og 7. maí kl. 19:30 - 21:30 (5x) Snemmskráningu lýkur: 23. mars Almennt verð/snemmskráningarverð: 43.900/39.900 kr.
SKÁLDSAGA KRUFIN – LETI ER DYGÐ Á námskeiðinu verður skáldsagan Leti er dygð lesin, skoðuð og greind út frá ýmsum leiðum. Markmið okkar er að öðlast innsýní söguna, skoða þá heimspeki sem að baki býr og velta fyrir okkur siðfræðilegum spurningum sem snerta tilverurétt okkar sem ólíkra einstaklinga.
12
Kennsla: Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur Hvenær: Þri. 23. og 30. apr. og 7. og 14. maí kl. 20 - 22 (4x) Snemmskráningu lýkur: 13. apríl Almennt verð/snemmskráningarverð: 38.400/34.900 kr.
AÐKOMAN OG ÚTISVÆÐIÐ – HRESSUM UPP Á AÐKOMU HÚSSINS OG PALLINN/SVALIRNAR Hvernig getur útisvæðið þjónað þörfum fjölskyldunnar? Hvernig vilt þú nýta pallinn og svalirnar? Gefur aðkoman rétta mynd af heimili okkar? Á námskeiðinu verður farið yfir ýmislegt sem viðkemur heimreiðinni og því útisvæði sem tilheyrir heimilinu, s.s. liti, lýsingu, útihúsgögn, plöntur og fleira.
JÓGA NIDRA Námskeiðið er fyrir alla þá sem hafa áhuga á að kynnast sjálfum sér betur, bæta líðan sína og heilsu, draga úr streitu og spennu í líkamanum, draga úr líkamlegum einkennum streitu, stýra hugsunum og sofa betur.
Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður Hvenær: Mán. 29. apr. kl. 19:15 - 22:15 Snemmskráningu lýkur: 19. apríl Almennt verð/snemmskráningarverð: 16.300/14.800 kr.
Kennsla: Jóhanna Björk Briem, MA í áhættuhegðun og forvörnum, löggiltur sjúkranuddari og Amrit Jóga Nidra kennari Hvenær: Þri. 23. og 30. apr. og 7. og 14. maí kl. 19:30 - 20:45 (4x) Snemmskráningu lýkur: 13. apríl Almennt verð/snemmskráningarverð: 28.500/25.900 kr.
MAÍ PERSÓNULEG HÆFNI HÚMOR OG AÐRIR STYRKLEIKAR Einstaklingar sem vinna með styrkleika sína upplifa mun betri lífsgæði almennt. Húmor er einn af fjölmörgum styrkleikum manneskjunnar og er óumdeilanlega afar mikilvægur þáttur í þroskaferli hvers og eins og vegur að auki þungt þegar kemur að því að draga úr streitu og hjálpa manneskjunni að blómstra. Styrkleikakort eru innifalin í námskeiðsgjaldi. Kennsla: Edda Björgvinsdóttir, leikkona, MA í menningarstjórnun og með diplóma í jákvæðri sálfræði Hvenær: Mán. 6. og 13. maí kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 26. apríl Almennt verð/snemmskráningarverð: 32.500/29.500 kr.
VÖNDUÐ ÍSLENSKA – TÖLVUPÓSTAR OG STUTTIR TEXTAR Farið verður í nokkur helstu einkenni texta sem samdir eru á íslensku og þátttakendur þjálfaðir í að semja stutta texta, t.d. tölvupósta, efni á innri vefi, heimasíður og fréttabréf. Kennsla: Sigurður Konráðsson, prófessor í íslensku við HÍ Hvenær: Þri. 7. maí kl. 13:00 - 16:00 Snemmskráningu lýkur: 27. apríl Almennt verð/snemmskráningarverð: 19.100/17.300 kr. 13
TUNGUMÁL SPÆNSKA II Kennsla: Steinunn Björk Ragnarsdóttir, MA í spænsku Hvenær: Þri. og fim. 19. feb.- 7. mars. kl. 17:00 - 19:00 (6x) Snemmskráningu lýkur: 9. febrúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 39.000/35.400 kr.
SÆNSKA HAGNÝT SÆNSKA FYRIR HEILBRIGÐISSTARFSFÓLK Kennsla: Elísabet Brekkan, fil. cand og kennari Hvenær: Þri. 22. jan. - 26. feb. kl. 19:30 - 21:30 (6x) Snemmskráningu lýkur: 12. janúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 39.000/35.400 kr.
PÓLSKA PÓLSKA FYRIR BYRJENDUR II Í samstarfi við Mála- og menningardeild við Hugvísindasvið HÍ Kennsla: Kennari er Katarzyna Rebeda og umsjón hefur Eyjólfur Már Sigurðsson Hvenær: Þri. og fim. 15. jan. - 22. feb. kl. 16:40 - 18:10 Snemmskráningu lýkur: 4. janúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 57.000/57.000 kr.
FRANSKA FRANSKA FYRIR BYRJENDUR II Í samstarfi við Mála- og menningardeild við Hugvísindasvið HÍ
ÞÝSKA
Kennsla: Kennari er Ásta Ingibjartsdóttir og umsjón hefur Eyjólfur Már Sigurðsson Hvenær: Þri. og fim. 15. jan. - 22. feb. kl. 16:40 - 18:10 Snemmskráningu lýkur: 4. janúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 57.000/57.000 kr.
ÞÝSKA FYRIR BYRJENDUR II Í samstarfi við Mála- og menningardeild við Hugvísindasvið HÍ Kennsla: Aune Stolz Hvenær: Mán. og mið. 28. jan. - 5. apr. kl. 16:40 - 18:10 Snemmskráningu lýkur: 18. janúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 57.000/57.000 kr.
SPÆNSKA SPÆNSKA I
DEUTSCH
Kennsla: Steinunn Björk Ragnarsdóttir, MA í spænsku Hvenær: Þri. og fim. 15. - 31. jan. kl. 17:00 - 19:00 (6x) Snemmskráningu lýkur: 5. janúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 39.000/35.400 kr.
– SPRECHEN UND KONVERSATION Kennsla: Vanessa Isenman, MA Deutsch als Fremdsprache Hvenær: Mán. og mið. 4. - 20. feb. kl. 17:00 - 19:00 Snemmskráningu lýkur: 25. janúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 39.000/35.400 kr.
14
ENSKA
ÍTALSKA II
INTERNATIONAL COMMUNICATION ENGLISH
Kennsla: Maurizio Tani, stundakennari í ítölsku við HÍ Hvenær: Þri. og fim. 21. feb. - 12. mars kl. 17:00 - 19:00 Snemmskráningu lýkur: 11. febrúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 39.000/35.400 kr.
Kennsla: Hulda Kristín Jónsdóttir, MA and PhD Candidate Hvenær: Mán. og mið. 28. jan. – 13. feb. kl. 16:30 – 18:30 (6x) Snemmskráningu lýkur: 18. janúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 45.100/41.000 kr.
DANSKA DANSKA – ÞJÁLFUN Í TALMÁLI Á LÉTTUM NÓTUM Kennsla: Casper Vilhelmssen, dönskukennari Hvenær: Þri. og fim. 12. - 28. feb. kl. 17:00 - 19:00 (6x) Snemmskráningu lýkur: 2. febrúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 39.000/35.400 kr.
ÍTALSKA ÍTALSKA FYRIR BYRJENDUR Kennsla: Maurizio Tani, stundakennari í ítölsku við HÍ Hvenær: Þri. og fim. 29. jan. - 19. feb. kl. 17:00 - 19:00 (6x). Ath. ekki er kennt fim. 7. feb. Snemmskráningu lýkur: 19. janúar Almennt verð/snemmskráningarverð: 39.000/35.400 kr.
ÁHUGAVERT þessar mundir merki um að þær undirbúi gos á næstu árum eða áratugum. Fjallað verður um mælingar sem gerðar eru til að fylgjast með hegðun þeirra en einnig hvers konar gosum megi búast við í hverri þeirra.
Röð fimm sjálfstæðra námskeiða sem fjalla um virkni og ástand virkustu eldstöðva Íslands. Eldsumbrot á síðustu áratugum hafa varpað ljósi á eðli kvikuhreyfinga og ferð kviku úr möttli jarðar til yfirborðs. Eldstöðvarnar fimm sýna um
VIRKUSTU ELDSTÖÐVAR ÍSLANDS Kennsla: Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ KATLA mán. 1. apríl kl. 19:15 – 22:15 HEKLA mið. 3. apríl kl. 19:15 – 22:15 ÖRÆFAJÖKULL mán. 8. apríl kl. 19:30 – 21:30 BÁRÐARBUNGA mán. 30. sept. kl. 19:15 – 22:15 GRÍMSVÖTN mið. 2. okt. kl. 19:15 – 22:15 Nánar á endurmenntun.is
15
E N D U R M E N N T U N H Á S K Ó L A Í S L A N D S , D U N H A G A 7 , 1 0 7 R E Y K J AV Í K , S Í M I 5 2 5 4 4 4 4 , E N D U R M E N N T U N . I S 16