FRÓÐLEIKUR OG SKEMMTUN
MENNING PERSÓNULEG HÆFNI TUNGUMÁL NÁMSKEIÐ FYRIR ÞIG
HAUSTMISSERI 2017
1
Ágætu lesendur Það eykur hamingju og gleði að læra um áhugaverð efni. Af nægu er að taka hjá Endurmenntun í haust. Má þar nefna námskeið um golf, heimili og hönnun, ættfræðigrúsk, tónlist, leiklist, bókmenntir og tungumál. Einnig eru fjölbreytt námskeið fyrir skúffuskáld – um skáldleg skrif, smásagnaritun, glæpasögur og ferlið frá neista í nýja bók. Almennur áhugi á sjálfsrækt og jafnvægi líkama og sálar hefur aukist mikið á undanförnum árum. Framboð námskeiða okkar núna ber þessari þróun vitni og má þar meðal annars finna úrval námskeiða um núvitund, jógaheimspeki, jákvæða sálfræði og styrkleikaþjálfun, hvernig við tökumst á við streitu og kvíða í lífi og starfi og hvernig við getum eflt sjálfstraust okkar og þrautseigju í lífsins ólgusjó. Einnig má nefna ýmis námskeið um mataræði og fæðubótarefni og hvernig fæðuval hefur áhrif á þarmaflóru og ADHD. Sérstök námskeið eru einnig í boði um núvitund í uppeldi barna og hvernig foreldrar geta tekist á við kvíða með börnum sínum. Kynntu þér fjölbreytt úrval. Við hlökkum til að sjá þig í haust. Kristín Jónsdóttir Njarðvík, endurmenntunarstjóri
Viltu vinna gjafabréf? Þann 20. september drögum við út tvo heppna vinningshafa sem hafa skráð sig á námskeið hjá okkur á haustmisseri og hljóta þeir gjafabréf frá Endurmenntun að verðmæti 15.000 krónur. Skráðu þig fyrir þann tíma – þú gætir dottið í lukkupottinn!
Efnisyfirlit: Menning Persónuleg hæfni Tungumál
Ítarlegar námskeiðslýsingar eru á endurmenntun.is
3-6 8-13 15
Afsláttur fyrir þá sem skrá sig snemma Allir sem skrá sig í síðasta lagi 10 dögum fyrir upphafsdag námskeiðs fá afslátt af námskeiðsgjaldi
Umsjón: Thelma Jónsdóttir. Ljósmyndir: Úr safni Endurmenntunar. Umbrot og hönnun: S. Logason. Prentun: Svansprent Gefið út af Endurmenntun Háskóla Íslands. Reykjavík 2017. Ábyrgðarmaður: Kristín Jónsdóttir Njarðvík.
2
MENNING Ella Fitzgerald 100 ára
Á námskeiðinu fer Sigurður Flosason, tónlistarmaður, í gegnum feril stórsöngkonunnar Ellu Fitzgerald en hún hefði orðið 100 ára fyrr á þessu ári. Leikin verða hljóðdæmi og myndbrot verða sýnd. Í námskeiðsgjaldi er innifalinn miði í úrvalssæti á tónleika Stórsveitar Reykjavíkur í Hörpu. Hvenær: Þri.19. sept. kl. 19:30 – 22:00 í Endurmenntun og fös. 22. sept. kl. 20:00 tónleikar í Eldborg Hörpu Kennsla: Sigurður Flosason, tónlistarmaður og yfirkennari jazzdeildar FÍH Snemmskráning verð: 17.900 kr. Almennt verð: 19.700 kr.
byggðar. Sagan verður lesin og skýrð á námskeiðinu. Hvenær: Þrír námskeiðshópar í boði: Þri. 26. sept. - 14. nóv. kl. 19:30 - 21:30 (8x) Snemmskráning til og með 16. september
Mið. 27. sept. - 15. nóv. kl. 10:00 - 12:00 (8x) Snemmskráning til og með 17. september
Mið. 27. sept. - 15. nóv. kl. 19:30 - 21:30 (8x) Snemmskráning til og með 17. september Kennsla: Torfi Tulinius, prófessor í íslenskum
Snemmskráning til og með 9. september
miðaldafræðum við HÍ. Aðstoðarkennarar eru Kolfinna Jónatansdóttir, doktorsnemi í íslenskum bókmenntum og Þórdís Edda Jóhannesdóttir, doktor í íslenskum bókmenntum og stundakennari við HÍ. Snemmskráning verð: 32.900 kr. Almennt verð: 36.200 kr.
Undur Eyrbyggja sögu
Kína: Menning, land og saga
Eyrbyggja saga er litrík Íslendingasaga um mannlíf, afturgöngur, ástir og átök á Snæfellsnesi frá landnámi til kristnitöku. Sagan segir frá höfðingjanum Snorra goða og samtímamönnum hans í héraði og fléttar inn í myndina fjölbreyttan arf frásagna og kveðskapar. Úr þessu verður til mikilfengleg lýsing á mannlífi á fyrstu öldum Íslands-
Í samstarfi við Konfúsíusarstofnunina Norðurljós
Á námskeiðinu verður þátttakendum veitt innsýn í menningu og sögu Kína ásamt fróðleik um ýmsa áhugaverða staði og helstu borgir Kína s.s. Beijing, Shanghai og Xian. Hið ótrúlega mannvirki, Kínamúrinn, verður að sjálfsögðu til umfjöllunar og hallir þriggja síðustu keisaraætta Kína innan hinnar svokölluðu Forboðnu borgar verða
skoðaðar. Torg hins himneska friðar kemur við sögu ásamt Leirhernum fræga í Xian sem átti að verða einkaher fyrsta keisara Kína í framhaldslífi hans. Margir fleiri áhugaverðir staðir munu bera á góma enda margt að skoða í Kína. Hvenær: Fim. 5., 12. og 19. okt. kl. 20:15 – 22:15 (3x) Kennsla: Magnús Björnsson, stjórnmálafræðingur og fararstjóri Snemmskráning verð: 22.900 kr. Almennt verð: 25.200 kr. Snemmskráning til og með 25. september
Ferðajarðfræði Vestfjarða og Austfjarða Á námskeiðinu er fjallað um jarðfræði Vestfjarða og Austfjarða. Farið er yfir uppruna og jarðsögu elstu hluta Íslands og hvernig hún fléttast saman við margbreytilega og áhugaverða jarðfræði þessara tilkomumiklu landsvæða, sem því miður falla stundum í skuggann af virkari hlutum Íslands. Tilvalið námskeið fyrir alla unnendur íslenskrar náttúru, sem vilja njóta hennar á áhrifameiri og skýrari hátt. Hvenær: Fim. 12., 19. og 26. okt. kl. 20:15 – 22:15 (3x) 3
Kennsla: Snæbjörn Guðmundsson,
jarðfræðingur og höfundur bókarinnar Vegvísir um jarðfræði Íslands Snemmskráning verð: 22.900 kr. Almennt verð: 25.200 kr. Snemmskráning til og með 2. október
DNA, erfðir og þróun lífsins Hvað er DNA, hvernig er það uppbyggt og hvernig erfast eiginleikar milli kynslóða? Hvernig geta sömu sameindirnar myndað bakteríur og risaeðlur og hvernig þróast ein lífvera í aðra? Hvað eru erfðabreytingar, hvernig er sú tækni notuð í matvælaframleiðslu sem og í læknisfræði? Á námskeiðinu verður m.a. farið í hvernig erfðaefni lífvera er byggt upp í litninga í frumum líkamans og hvernig það erfist milli kynslóða. Hvenær: Mán.16. og 23. okt. kl. 20:00 – 22:00 Kennsla: Katrín Halldórsdóttir, líffræðingur Snemmskráning verð: 17.500 kr. Almennt verð: 19.300 kr. Snemmskráning til og með 6. október
Orrustan um Stalíngrad Í ár verða 75 ár frá þessari örlagaríku orrustu og því við hæfi að skoða hana vel. Engin önnur orrusta seinni heimsstyrjaldarinnar hefur fangað jafn mikla athygli og átökin um Stalíngrad. Á námskeiðinu verður fjallað um aðdraganda orrustunnar um Stalíngrad, bardagann um borgina sjálfa og síðan aðgerð Úranus sem var sókn Sovétmanna sem lokaði sjötta her Þjóðverja í umsátri. Þetta verður gert á lifandi hátt, með kortum, lýsingum á hertækni og áætlunum, frægum persónum sem settu mark sitt á átökin, lykilbardögum orrustunnar sem stóð yfir 5 mánuði og lýsingum á aðbúnaði hermanna. Hvenær: Mán. 16. og 23. okt. kl. 20:00 – 22:00 Kennsla: Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður Snemmskráning verð: 17.500 kr. Almennt verð: 19.300 kr. Snemmskráning til og með 6. október
Leitin að svarta víkingnum Í samstarfi við bókaforlagið Bjartur
Má lýsa símtali við landnámsmann í fræðibók? Er hið klassíska form fræðibóka hið eina vísindalega? Má reyna að lifa sig
inn í forna tíma án þess að verða óvísindalegur? Er hægt að stóla á miðaldamenn er kemur að landnámi Íslands? Hver er íslenska upphafsmýtan og lifir hún enn? Getur rannsókn á upphafi Íslands varpað ljósi á nútímann? Á námskeiðinu verður fyrst dvalið við form fræðibókarinnar og hvernig höfundur reyndi að brjótast undan vissum stöðluðum hugmyndum um hlutlægni/huglægni, rökhugsunar/tilfinninga o.s.frv. til að gera textann læsilegri. Hvenær: Mán. 23., þri. 24. og fim. 26. okt. kl. 20:15 – 22:15 (3x) Kennsla: Bergsveinn Birgisson, dr.art. í norrænum fræðum og höfundur bókarinnar Leitin að svarta víkingnum Snemmskráning verð: 22.900 kr. Almennt verð: 25.200 kr. Snemmskráning til og með 13. október
Hvað er að gerast í eldstöðvum Íslands? Virkustu eldstöðvar landsins sýna um þessar mundir merki um að þær undirbúi gos á næstu árum eða áratugum. Hvernig er hægt að ganga úr skugga um þetta? Hversu oft verða eldgos á Íslandi? Er þetta eðlilegt ástand í eldvirku landi? Hvaða eldstöð gýs næst? Á námskeiðinu verður fjallað um eldfjöll á Íslandi, virkni þeirra og tengsl við flekaskil, flekahreyfingar og heitan reit. Hvenær: Mán. og mið. 23., 25. og 30. okt. og 1. nóv. kl. 19:30 – 21:30 (4x) Kennsla: Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ Snemmskráning verð: 28.500 kr. Almennt verð: 31.400 kr. Snemmskráning til og með 13. október
Búdapest – drottning Dónár Búdapest er nútímaborg með 2000 ára sögu. Rómaveldið, stórríki miðalda Ungverja, Tyrkjaveldið, Habsborgarar og Keisaradæmið, tvær heimstyrjaldir og Sovét tíminn hafa skilið eftir sig fótspor á bökkum Dónár. Blómaskeið og skuggar hafa skipst á, hvert götuhorn geymir sögur, segir frá örlögum manna. Glæsibyggingar vekja aðdáun, söfn og sýningar, menningarviðburðir kalla til sín tugþúsundir manna daglega. Kaffihús og krár eru fullar af fólki dag og nótt, matargerðarlist og gæðavín eru hátt skrifuð á úrvalsveitingastöðum. Útivistarsvæði bjóða ferskt loft og gönguleiðir, heitir hverir kalla í sund og heilsu-
bótameðferðir. Á námskeiðinu fá þátttakendur hugmyndir og upplýsingar um það hvernig þeir geta nálgast þá þjónustu og afþreyingu sem þeir hafa áhuga á. Hvenær: Þri. 24. og mið. 25. okt. kl. 20:15 – 22:15 Kennsla: Ferenc Utassy, fararstjóri og aðalræðismaður Íslands í Búdapest Snemmskráning verð: 17.500 kr. Almennt verð: 19.300 kr. Snemmskráning til og með 14. október
Fornmál án fallbeygingar Er latína alger gríska fyrir þér? Tungumál og hugmyndaheimur Grikkja og Rómverja gegnsýra alla vestræna menningu, listir og vísindi. Til dæmis eru hátt í tveir þriðju hlutar af orðaforða enskunnar komnir úr latínu, beint eða óbeint (grísku orðin hlaupa á þúsundum, þótt minna fari fyrir þeim). Væri ekki gaman að kynnast þessum fjársjóðum eða rifja upp gömul kynni? Fyndist þér gagnlegt eða fróðlegt að geta brotið flókin orð til mergjar og skyggnst inn í sögu þeirra? Þetta líflega og aðgengilega námskeið veitir innsýn inn í forngrísku og latínu, með áherslu á orðaforða sem lifir áfram í nútímamálum. Hvenær: Fim. 26. okt. – 30. nóv. kl. 20:00 – 22:00 (6x) Kennsla: Eiríkur Gauti Kristjánsson, fornmálakennari við MR og HÍ Snemmskráning verð: 34.900 kr. Almennt verð: 38.400 kr. Snemmskráning til og með 16. október
Konur, kynferði og kynímyndir klassísku Hollywood Á námskeiðinu verður sjónum beint að hlut kvenna í bandarískri kvikmyndagerð á gullaldarskeiði Hollywood. Sérstök áhersla verður lögð á fjórða áratuginn, sem var fyrsti áratugur talmyndanna. Námskeiðið er ætlað kvikmyndaunnendum og áhugafólki um birtingarmyndir kvenna innan „stjörnukerfis“ Hollywood og það andóf sem þar fór fram, leynt eða ljóst. Hvenær: Þri. 31. okt., 7. og 14. nóv. kl. 20:15 – 22:15 (3x) Kennsla: Björn Þór Vilhjálmsson, greinarformaður kvikmyndafræði við HÍ og Guðrún Elsa Bragadóttir, doktorsnemi í hugvísindum við SUNY Buffalo Snemmskráning verð: 22.900 kr. Almennt verð: 25.200 kr. Snemmskráning til og með 21. október
4
Helstu fraukur Rómaveldis Rómaveldi var ósvikið karlaríki. En svipmiklar og stórbrotnar konur voru iðulega að baki rás viðburða og á þessu námskeiði fáum að kynnast nokkrum af þeim helstu. Fjallað verður um ýmsar konur sem stóðu nærrri valdastólum og áhrifamönnum og höfðu sumar gífurleg áhrif. Auk skemmtilegra og æsilegra frásagna af miklum kvenskörungum, þá fær fólk að kynnast Rómaveldi frá nokkuð annarri hlið en venjulega og fjallað er um stöðu kvenna þar almennt. Bæði er litið til hins hefðbundna Rómaveldis og líka arftaka þess í austri, Býsansríkisins, þar sem konur voru í raun enn áhrifameiri en í vesturhluta ríkisins. Hvenær: Mán. 6., 13., 20. og 27. nóv. kl. 20:00 – 22:00 (4x) Kennsla: Illugi Jökulsson, rithöfundur Snemmskráning verð: 28.500 kr. Almennt verð: 31.400 kr. Snemmskráning til og með 27. október
1967 … og poppbyltingin mikla Ekkert ár í dægurtónlistarsögunni hefur verið jafn byltingarkennt og árið 1967. Árið
markaðist af skörpum skilum hvað þróun popps og rokks varðaði þar sem meðvituð skref voru tekin úr innantómri afþreyingu yfir í gagnmerk og gildandi listaverk. Ný eiturlyf, tíska, pólitískar hræringar og samfélagsleg vakning á meðal ungmenna setti og mark sitt á þetta merkilega ár. Yfirferðin verður studd tóndæmum, myndskeiðum og ljósmyndum. Áhrif og eftirmálar þessa nafntogaða árs verða einnig sett undir smásjána. Hvenær: Fim. 9. og 16. nóv. kl. 20:00 – 22:00 Kennsla: Arnar Eggert Thoroddsen, MA í tónlistarfræðum Snemmskráning verð: 17.500 kr. Almennt verð: 19.300 kr. Snemmskráning til og með 30. október
Myndlistarkonur á 20. öldinni - hverjar voru þær? Á námskeiðinu verður leitast við að gefa innsýn í líf og störf myndlistarkvenna, innlendra sem erlendra, sem störfuðu að list sinni framan af 20. öldinni og þeirra hindrana sem þær mættu. Faglegur metnaður
þótti lengi vel ókvenlegur og listakonur áttu langt fram eftir tuttugustu öldinni erfitt uppdráttar og voru hreint ekki teknar alvarlega. Hvenær: Mán. 13., 20. og 27. nóv. kl. 19:30 – 21:30 (3x) Kennsla: Hrafnhildur Schram, listfræðingur Snemmskráning verð: 22.900 kr. Almennt verð: 25.200 kr. Snemmskráning til og með 3. nóvember
Pílagrímaleiðin til Santiago de Compostella Jakobsvegurinn eða leiðin frá Roncevalles á landamærum Spánar og Frakklands til borgarinnar Santiago de Compostella á norðvestur Spáni er um 740 km löng og oft gengin á 40 dögum. Tugþúsundir manna ganga þessa eldfornu pílagrímaleið árlega og vinsældir hennar fara stöðugt vaxandi. Hún liggur um fjölbreytt og mikilfenglegt landslag, stórbrotið sögusvið og merkar menningarminjar. Á námskeiðinu er sagt frá þessari leið, staðháttum, sögu hennar og sérkennum. Hvenær: Þri. og fim. 14., 16., 21. og 23. nóv. kl. 20:15 – 22:15 (4x)
ROCKY HORROR Á VORMISSERI VERÐUM VIÐ MEÐ NÁMSKEIÐ Í SAMSTARFI VIÐ BORGARLEIKHÚSIÐ UM SÖNGLEIKINN ROCKY HORROR Kennarar: Bjarni Snæbjörnsson, Páll Óskar Hjálmtýsson og Marta Nordal Miði á forsýningu er innifalinn í námskeiðsgjaldi 5
Kennsla: Jón Björnsson, rithöfundur og
ferðalangur Snemmskráning verð: 28.500 kr. Almennt verð: 31.400 kr. Snemmskráning til og með 4. nóvember
Töfrandi hugmyndaheimur 17. aldar Hvernig var margþættur og framandi hugmyndaheimur 17. aldar? Á hann erindi við okkur í dag? Á námskeiðinu kynnumst við náttúrusýn, mannskilningi og heimsmynd aldarinnar í gegnum heillandi ritsmíðar litríkra einstaklinga. Jón lærði, Jón Daðason frá Arnarbæli og Brynjólfur biskup Sveinsson koma við sögu, en einnig yfirskyggðir dalir útilegumanna, álfheimar, galdrar, gandreiðir og töfrasteinar. Hvenær: Mið. 22. og 29. nóv. kl. 20:00 – 22:00 Kennsla: Viðar Hreinsson, Mag.art í bókmenntafræði og Sigurlín Bjarney Gísladóttir, MA í ritlist og íslenskum bókmenntum Snemmskráning verð: 17.500 kr. Almennt verð: 19.300 kr. Snemmskráning til og með 12. nóvember
Himnaríki og helvíti í Borgarleikhúsinu Í samstarfi við Borgarleikhúsið
Í tengslum við uppsetningu leikhússins á Himnaríki og helvíti, í nýrri leikgerð eftir Bjarna Jónsson, er efnt til námskeiðs um verkið og uppsetninguna. Auk fyrirlestra munu þátttakendur eiga þess kost að fylgjast með æfingu í Borgarleikhúsinu, ásamt því að sækja lokaæfingu og ræða við leikstjóra og aðstandendur um æfingaferli, vinnuaðferðir og markmið. Himnaríki og helvíti er leiksýning sem fjallar um glímu mannsins við öfl náttúrunnar, hið ytra sem hið innra. Sýningin byggir á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar, bókunum Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins – einu umtalaðasta stórvirki íslenskra bókmennta á síðari tímum. Miði á lokaæfinguna er innifalinn í námskeiðsgjaldi. Hvenær: Þri. 28. nóv. og 5. des. kl. 20:00 – 22:00 í Endurmenntun, þri. 12. des. kl. 13:00 – 16:00 í Borgarleikhúsinu, mið. 10. jan. kl. 20:00 lokaæfing í Borgarleikhúsinu og umræður
Kennsla: Jón Kalman Stefánsson, höfundur
bókanna, Björn Ingi Guðnason, bókmenntafræðingur, Bjarni Jónsson, höfundur leikgerðarinnar og Egill Heiðar Anton Pálsson, leikstjóri sýningarinnar Snemmskráning verð: 17.500 kr. Almennt verð: 19.300 kr. Snemmskráning til og með 18. nóvember
FYRSTU NÁMSKEIÐIN Í JANÚAR 2018 Gullöld sveiflunnar Á námskeiðinu kynnir Sigurður Flosason, tónlistarmaður, stórsveitir og tónlist Swingtímabilsins; 1930 - 1945. Leikin verða hljóðdæmi og myndbrot verða sýnd. Í námskeiðsgjaldi er innifalinn miði á árlega swing- og nýárstónleika Stórsveitar Reykjavíkur í Hörpu, Gullöld sveiflunnar. Hvenær: Fim. 4. jan. kl. 19:30 - 22:00 í Endurmenntun og sun. 7. jan. kl. 20:00 tónleikar í Silfurbergi í Hörpu Kennsla: Sigurður Flosason, tónlistarmaður og yfirkennari jazzdeildar FÍH Snemmskráning verð: 16.900 kr. Almennt verð: 18.600 kr. Snemmskráning til og með 25. desember 2017
Jólabókaflóðið með Katrínu Jakobsdóttur Jólabókaflóðið er leshringur þar sem nýleg skáldverk eru lesin og sérkenni þeirra og inntak rædd. Á þessu fimm kvölda námskeiði er ætlunin að taka eitt skáldverk til umfjöllunar í hvert skipti. Tveimur höfundum verður boðið í heimsókn til að ræða við þátttakendur um verk sín. Kennari mun leiða umræðuna og setja verkin í fræðilegt samhengi og síðan geta þátttakendur tekið þátt í umræðunni eins og þeim hentar. Hvenær: Mið. 24. jan. - 21. feb. kl. 20:00 – 22:00 (5x) Kennsla: Katrín Jakobsdóttir, MA í íslensku Snemmskráning verð: 27.500 kr. Almennt verð: 30.300 kr. Snemmskráning til og með 14. janúar
GJAFABRÉF ENDURMENNTUNAR 6
GJÖFIN GETUR VERIÐ TILTEKIÐ NÁMSKEIÐ EÐA UPPHÆÐ AÐ EIGIN VALI
VINKONUR SAMAN Á NÁMSKEIÐUM Fjórar vinkonur af Suðurnesjum hafa í mörg ár komið saman á Íslendingasagnanámskeiðin okkar. Þær skiptast á að keyra og hafa um margt að ræða, ekki síst áhugaverða efnisþætti af námskeiðunum, á heimleiðinni. Sigurbjörg Gróu Halldórsdóttir, Óla Björk Halldórsdóttir, Ásta Arnmundsdóttir og Hildur Ellertsdóttir voru allar kennarar í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ og hafa verið vinkonur í tugi ára. „Fyrir nokkrum árum kom tölvupóstur frá Hildi þar sem hún spurði mig hvort þetta væri ekki eitthvað fyrir okkur en þá hafði hún séð auglýst námskeið um Sturlungu hjá Endurmenntun með Magnúsi Jónssyni“, segir Sigurbjörg. „Ég svaraði um hæl og sagðist vera til og hafði síðan samband við þær Ólu og Ástu og við skráðum okkur á námskeiðið. Sjálf fór ég á nokkur Íslendingasagnanámskeið með Jóni Bö á vegum Endurmenntunar hér á árum áður og þá með systur minni, föður mínum og Hildi“, heldur Sigurbjörg áfram.
Kleinur í frímínútum „Í dag finnst okkur þessi námskeið alveg nauðsynleg, svo skemmtileg og fræðandi. Það er svo gaman að hlusta á kennarana. Við erum sjaldnast búnar að lesa textann fyrir tímann en það er alls ekki nauðsynlegt. Hildur tekur alltaf glósur en við hinar viljum frekar bara hlusta og fáum bara að sjá glósurnar hennar ef þarf“, segir Sigurbjörg létt í bragði og hrósar um leið kleinunum í frímínútum.
Hver kennari með sinn sjarma Þær stöllur gera alltaf eitthvað skemmtilegt fyrir fyrsta tímann á misserinu, halda nokkurs konar innritunarhátíð og fara þá t.d. út að borða og í bíó. Á lokadeginum er hefð hjá þeim að vera með smá útskrift sem felst einnig í því að gera sér dagamun. „Við fórum á nokkur námskeið hjá Magnúsi Jónssyni og einnig hjá Ármanni Jakobssyni og hlökkum til að kynnast Torfa Tuliníus í vetur. Þeir eru allir ólíkir en hver með sinn sjarma“, segir Sigurbjörg. Síðasta haust sóttu þær námskeið á morgnana, en þótti það dálítið snemmt, enda býr ein þeirra úti á Garðskaga og því nokkur spotti að keyra á Dunhagann. Núna stíla þær á þriðjudagskvöld. Þar sem námskeiðið er einnig haldið á miðvikudögum þykir ömmum, á bakvakt, þægilegt að hafa fleiri kosti upp á að hlaupa því þær geta ekki hugsað sér að missa af tíma. Þær voru ekki með s.l. vor og fannst mjög erfitt að missa af þeim tímum svo nú ríkir mikil tilhlökkun hjá vinkonunum að byrja aftur. 7
PERSÓNULEG
HÆFNI Byrjaðu í golfi – fyrir byrjendur og lengra komna
Í samstarfi við Hissa, ráðgjafar- og fræðslumiðstöð um golf
Á námskeiðinu eru grunnatriðin í golfi kennd með Starting New At Golf (SNAG) golfkennslukerfinu sem hefur slegið í gegn út um allan heim. Kennslan fer fram í formi fyrirlestra, æfinga og leikja. Hvenær: Mán. 11., mið. 13. og mán. 18. sept. kl. 20:00 – 22:00. Kennt er 13. sept. í æfingahúsnæði. Kennsla: Magnús Birgisson, PGA golfkennari og SNAG master leiðbeinandi Snemmskráning verð: 26.400 kr. Almennt verð: 29.100 kr. Snemmskráning til og með 1. september
Heimili og hönnun Á námskeiðinu er farið í grunnatriði hönnunar innan heimilisins s.s.uppröðun húsgagna, hvernig hengja eigi upp myndir
8
og litaskema. Hvernig má láta húsgögn, persónulega muni, myndir, liti og lýsingu spila saman til að mynda góða heild á heimilinu? Tekin eru fjölmörg dæmi um vel heppnaðar samsetningar. Hvað fer saman, hvað ekki og af hverju? Hvenær: Mið. 20. og 27. sept. kl. 19:30 – 21:30. Námskeiðið verður endurtekið í nóvember. Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður Snemmskráning verð: 17.900 kr. Almennt verð: 19.700 kr.
un. Sumir þeirra hafa nýtt sér námið til persónulegrar ánægju og aðrir hafa þegar skapað sér nafn sem rithöfundar. Hvenær: Fim. 21. sept. – 26. okt. kl. 19:30 – 21:30. Ekki verður kennt 12. okt. (5x) Kennsla: Anna Heiða Pálsdóttir, rithöfundur og doktor í bókmenntafræði Snemmskráning verð: 38.900 kr. Almennt verð: 42.800 kr.
Snemmskráning til og með 10. september
Á námskeiðinu er kafað í frumhugmyndafræði jóga. Kennd er hugleiðsla og gjörhygli, jógaheimspeki og grunnurinn að þessum fornu fræðum. Við skoðum hvort Yoga Sutrur Patanjalis og Bhagawat Gita eigi erindi til okkar í dag og hvort þessi fornu rit séu raunverulegur leiðarvísir til að öðlast andlegt og líkamlegt heilbrigði í hringiðu nútímans. Þetta er skemmtilegt og fræðandi námskeið og hentar bæði þeim sem vilja kafa djúpt í fræðin og þeim sem vilja hefja ástundun eða efla sína heimaástundun enn
Úr neista í nýja bók Er draumur þinn að skrifa smásögur eða kannski heila skáldsögu? Ert þú jafnvel með hugmynd að sögu í kollinum? Á þessu afar vinsæla námskeiði verður farið yfir ýmis atriði við ritun skáldsagna, allt frá hugmyndavinnu til lokafrágangs. Á síðastliðnum fimmtán árum hafa fjölmargir einstaklingar sótt námskeið Önnu Heiðu hjá Endurmennt-
Snemmskráning til og með 11. september
Hugleiðsla og jógaheimspeki
frekar. Hvenær: Fim. 21. sept. - 19. okt. kl. 18:00 –
20:00 (5x) Kennsla: Kristbjörg Kristmundsdóttir, jógakennari Snemmskráning verð: 37.900 kr. Almennt verð: 41.700 kr. Snemmskráning til og með 11. september
Núvitundarnámskeið Velkomin í núið – frá streitu til sáttar Námskeiðið er hugsað fyrir almenning til að takast á við streitu daglegs lífs. Í núvitundarþjálfun er tvinnað saman aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði austrænnar visku. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að núvitundarþjálfun hefur jákvæð áhrif á vellíðan, bætir heilsufar, dregur úr streitu, kvíða og depurð. Hún felur í sér að læra að nema staðar „hér og nú“, láta af sjálfstýringu hugans og sættast betur við það sem er. Hvenær: Mán. 25. sept. – 13. nóv. kl. 19:30 - 21:00 (8x) Kennsla: Margrét Bárðardóttir, sálfræðingur Snemmskráning verð: 51.900 kr. Almennt verð: 57.100 kr. Snemmskráning til og með 15. september
Nýttu verkfærakistu Google fyrir skjölin þín, myndirnar og samskiptin Sístækkandi hópur einstaklinga og fyrirtækja þarf að koma samskiptum sínum og gögnum fyrir í „skýjunum“ í kjölfar aukinnar notkunar smartsíma og taflna, þar sem geymslupláss er ekki kostur. Ef þú veist ekki hvað þú átt að gera við myndirnar þínar, sem núna eru á símanum/töflunni, ef þú vilt deila skjölum á hraðan og einfaldan hátt, ef þú vilt spjalla og vinna í upplýsingum á sama tíma, ef þú vilt skipuleggja þig heima og í vinnu, þá er þetta námskeið hannað fyrir þig. Hvenær: Mán. 25. sept. kl. 19:15 - 22:15 Kennsla: Maríanna Friðjónsdóttir, sjálfstætt starfandi fjölmiðlari Snemmskráning verð: 14.900 kr. Almennt verð: 16.400 kr. Snemmskráning til og með 15. september
Smásagnaskrif Þátttakendur eru leiddir inn í leyndardóma ritlistarinnar með sérstakri áherslu á smásagnaformið. Lesnar eru framúrskarandi smásögur eftir hina ýmsu höfunda
með það fyrir augum að greina hvernig þær eru settar saman. Kennd eru ýmis tæknibrögð sem góðir smásagnahöfundar nota og þátttakendur spreyta sig á að skrifa sínar eigin smásögur. Hvenær: Þri. 26. sept. og 3., 10. og 17. okt. kl. 20:15 – 22:15 (4x) Kennsla: Ágúst Borgþór Sverrisson, rithöfundur Snemmskráning verð: 34.900 kr. Almennt verð: 38.400 kr. Snemmskráning til og með 16. september
Náum tökum á lestrarnáminu á skemmtilegan hátt við eldhúsborðið heima Lestur er undirstaða alls náms og því mikilvægt að styrkja grunninn og auðvelda börnum lestrarnámið eins og kostur er. Námskeiðið er fyrir fjölskyldur 5 - 7 ára barna sem vilja styðja vel við nám barnsins og styrkja þekkingu barna sinna á bókstöfum og hljóðum og efla þannig lestrarkunnáttu þeirra. Á námskeiðinu eru kynntar árangursríkar, fjölbreyttar og skemmtilegar leiðir til að æfa bókstafi, hljóð og hljóðtengingu sem allt er grunnur í lestrarnáminu. Þátttakendur fá í hendurnar gögn og hugmyndir sem hægt er að notast við heima og því er auðvelt að hefjast handa samstundis. Hvenær: Mið. 27. sept. kl. 20:00 - 22:00 Kennsla: Helga Kristjánsdóttir, leik- og grunnskólakennari Snemmskráning verð: 7.900 kr. Almennt verð: 8.700 kr. Snemmskráning til og með 17. september
Konur á besta aldri – fæða og flóra skipta máli Á námskeiðinu er fjallað um fæðu og þarmaflóru í tengslum við breytingaskeið kvenna. Fæðuval hefur áhrif á örveruflóru meltingarfæranna. Farið er yfir hvernig röskun á þessari mikilvægu flóru getur stuðlað að hitakófum og svitaköstum og haft áhrif á svefn og andlega líðan. Námskeiðið byggir á rannsóknum í næringarlæknisfræði. Hvenær: Fim. 28. sept. kl. 19:30 – 22:00 Kennsla: Birna G. Ásbjörnsdóttir, MSc í næringarlæknisfræði Snemmskráning verð: 11.900 kr. Almennt verð: 13.100 kr. Snemmskráning til og með 18. september
Facebook fyrir fólk á besta aldri Samfélagsmiðlar með Facebook í broddi fylkingar eru samskiptamáti nútímans. Ef maður vill fylgjast með afmælisdögum, sjá myndir af barnabörnum, frétta af útskriftum og brúðkaupsafmælum, þá er Facebook staðurinn. Þar færð þú upplýsingar um skemmtilegar uppskriftir, nýjustu fréttir af þínum áhugasviðum og þar getur þú öðlast áhuga á nýjum hlutum og komist í kynni við nýtt og skemmtilegt fólk - nú eða tengst glötuðum vinum á nýjan leik. Hvenær: Fim. 28. sept. kl. 13:00 – 16:00 Kennsla: Maríanna Friðjónsdóttir, sjálfstætt starfandi fjölmiðlari Snemmskráning verð: 14.900 kr. Almennt verð: 16.400 kr. Snemmskráning til og með 18. september
Fæðubótarefni: Er hægt að taka of mikið? Hvað þurfum við til viðbótar við matinn? Margs konar fæðubótarefni seljast nú sem aldrei fyrr og veltir þessi iðnaður í heiminum tugum milljarða á ári. En eru fæðubótarefni virkilega „bót” í fæðunni? Hvar liggja mörkin milli skorts og ofnotkunar? Hvenær getur inntaka orðið hættuleg? Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist innsýn í notkun/ofnotkun fæðubótarefna með vísindalega vitneskju að leiðarljósi. Áhersla verður lögð á rannsóknir á inntöku mismunandi vítamína, steinefna og annarra lífrænna efna. Hvenær: Mán. 2. okt. kl. 18:30 – 22:00 Kennsla: Freydís Hjálmarsdóttir, næringarfræðingur MSc Snemmskráning verð: 14.900 kr. Almennt verð: 16.400 kr. Snemmskráning til og með 22. september
Öflugt sjálfstraust Sjálfstraust er undirstaða margra færniþátta, svo sem því hvernig okkur vegnar í samskiptum við aðra, hvernig við setjum markmið, tökum ákvarðanir og vinnum undir álagi. Í raun má segja að öflugt sjálfstraust sé ákveðin forvörn þar sem sterkir einstaklingar eiga auðveldara en aðrir með að taka ákvarðanir, setja mörk og verjast óæskilegum áhrifum frá umhverfinu. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að kenna þátttakendum að greina muninn á miklu og litlu sjálfstrausti og ekki síst að kenna aðferðir til að byggja upp og efla 9
sjálfstraust. Hvenær: Mán. og mið. 2., 4. og 9. okt. kl. 13:00 – 16:00 (3x) Kennsla: Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur Snemmskráning verð: 39.900 kr. Almennt verð: 43.900 kr. Snemmskráning til og með 22. september
Núvitund í uppeldi barna Núvitund (mindfulness) hjálpar börnum og fullorðnum við að takast á við áskoranir daglegs lífs og öðlast meiri hugarró og vellíðan. Á þessu stutta en hagnýta námskeiði færðu innsýn í hvað núvitund er og kynnist leiðum og æfingum sem stutt geta við núvitund barna og um leið hvernig þú getur aukið eigin núvitund og styrkt þig sem uppalanda. Hvenær: Þri. 3. okt. kl. 19:30 – 22:00. Námskeiðið verður endurtekið í nóvember. Kennsla: Bryndís Jóna Jónsdóttir, MA-diplóma í jákvæðri sálfræði og MA í náms- og starfsráðgjöf Snemmskráning verð: 11.900 kr. Almennt verð: 13.100 kr. Snemmskráning til og með 23. september
Kvíði barna og unglinga - foreldranámskeið Í samstarfi við geðsvið Landspítalans
Á námskeiðinu, sem byggir á kenningum og aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar, er fjallað um eðli og einkenni kvíða, helstu kvíðaraskanir og æskileg viðbrögð við kvíða barna og unglinga. Hjónum og pörum sem sækja námskeiðið býðst 10% afsláttur af báðum námskeiðsgjöldum. Hvenær: Þri. 3. – 17. okt. kl. 20:00 - 22:15 (3x) Kennsla: Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur á Barnaspítala Hringsins og Sigríður Snorradóttir, sálfræðingur á barnaog unglingageðdeild Landspítalans Snemmskráning verð: 39.900 kr. Almennt verð: 43.900 kr. Snemmskráning til og með 23. september
Betri fjármál fyrir þig – einstaklingsmiðuð þjálfun í persónulegum fjármálum Markmið námskeiðsins er að aðstoða þátttakendur við að skipuleggja fjármálin og byggja upp sjálfstjórn. Námskeiðið stuðlar 10
að því að snúa fjármálum þátttakenda úr viðbrögðum við aðstæðum í fyrirbyggjandi markmið í fjármálum. Þátttakendur öðlast verkfæri til að taka stjórn á daglegu lífi og fjármálum með yfirsýn og markmiðum. Vinnubók er innifalin í námskeiðsverði. Hvenær: Mán. 9. okt. kl. 19:00 – 22:00 og 6. nóv. kl. 20:00 – 21:00 Kennsla: Haukur Hilmarsson, ráðgjafi í fjármálahegðun Snemmskráning verð: 22.900 kr. Almennt verð: 25.200 kr. Snemmskráning til og með 29. september
Að rita ævisögur og endurminningar Langar þig að skrásetja minningar sem sækja á þig? Siturðu uppi með fróðleik um ættingja, vini eða tímabil sem þú veist ekki hvað skal gera með? Ertu kannski með bók í bígerð? Á námskeiðinu verður fjallað um ævisögur og endurminningar frá ýmsum sjónarhornum. Helstu skólar í ævisagnaritun verða kynntir en líka aðferðir til þess að takast á við eigin minningar, fróðleik eða upplýsingar. Farið verður vandlega í frásagnaraðferðir og ýmsar leiðir sem hægt er að nota, og jafnframt fjallað um heimildanotkun og frágang þeirra. Hvenær: Þri. 10., mán. 16., þri. 24. og þri. 31. okt. kl. 19:30 – 21:30 (4x) Kennsla: Páll Valsson, bókmenntafræðingur og rithöfundur Snemmskráning verð: 36.900 kr. Almennt verð: 40.600 kr. Snemmskráning til og með 30. september
Íbúðaskipti - meiri upplifun, minni kostnaður Gætirðu hugsað þér að ferðast um heiminn án þess að greiða krónu fyrir gistingu? Viltu fá meiri upplifun út úr ferðalögum þínum? Íbúðaskipti verða sífellt vinsælli, enda bæði hagkvæm og skemmtileg leið sem gefur aukin tækifæri til ferðalaga. Fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir hefur gert íbúðaskipti að hluta af lífstíl sínum og ferðast árlega erlendis með fjölskyldu sína án þess að greiða fyrir gistingu. Á þessu námskeiði deilir hún reynslu sinni af íbúðaskiptum og bendir einnig á aðrar óhefðbundnar leiðir til þess að halda ferðakostnaðinum í lágmarki. Hvenær: Mið. 11. okt. kl. 19:30 - 22:00 Kennsla: Snæfríður Ingadóttir, ferðalangur með meiru Snemmskráning verð: 11.900 kr.
Almennt verð: 13.100 kr. Snemmskráning til og með 1. október
Skattlagning útleigu á íbúðarhúsnæði – heimagisting o.fl. Það verður sífellt vinsælla að fólk leigi út íbúðir sínar um skemmri eða lengri tíma. Með slíku móti má halda að mögulegt sé að leysa talsverð fjárhagsvandræði, gróðinn verði svo mikill. En er það svo? Er kostnaðurinn af útleigunni jafnvel yfirþyrmandi? Og verði gróði er hann þá ekki allur heimtur í skatt? Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um skattlagningu útleigu á íbúðarhúsnæði, farið yfir lög og reglur um heimagistingu og gerð grein fyrir muninum á skattlagningu á langtíma- og skammtímaleigu. Hvenær: Mið. 11. okt. kl. 16:15 – 19:15 Kennsla: Ásmundur G. Vilhjálmsson, lögmaður og aðjúnkt við HÍ Snemmskráning verð: 14.900 kr. Almennt verð: 16.400 kr. Snemmskráning til og með 1. október
Lög um fjöleignarhús – líf í fjölbýli og rekstur húsfélaga Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu atriði laga um fjöleignarhús og þær reglur sem gilda um ákvarðanatöku og fundarhald, mun á séreign og sameign, kostnaðarhlutdeild, nýtingu séreignar og sameignar ásamt helstu skyldum við rekstur húsfélaga. Hagnýtt námskeið fyrir íbúðareigendur í fjölbýli sem og einstaklinga í stjórnum húsfélaga. Hvenær: Fim. 12. okt. kl. 19:15 – 22:15 Kennsla: Guðbjörg Matthíasdóttir, lögfræðingur Snemmskráning verð: 14.900 kr. Almennt verð: 16.400 kr. Snemmskráning til og með 2. október
Fjármál við starfslok Fróðlegt og gagnlegt námskeið um það sem mikilvægast er að hafa á hreinu þegar starfsævi lýkur. Vandlega verður farið yfir þær breytingar sem vefjast fyrir mörgum, svo sem varðandi Tryggingastofnun, lífeyrismál, skatta og sparnað. Með aukinni þekkingu má spara umtalsverðar fjárhæðir auk þess sem við fáum betri yfirsýn yfir væntar tekjur þegar lífeyrisgreiðslur taka við af launatekjum. Hvenær: Lau. 14. okt. kl. 10:00 – 13:00 Kennsla: Björn Berg Gunnarsson,
viðskiptafræðingur og fræðslustjóri Íslandsbanka og VÍB Snemmskráning verð: 12.900 kr. Almennt verð: 14.200 kr. Snemmskráning til og með 4. október
Streita til árangurs - vinnustofa Allir takast á við streitu í lífinu, mismikla á mismunandi tímum. Nýjar rannsóknir sýna að með breyttu hugarfari er hægt að nýta sér streitu á jákvæðan hátt. Námskeiðið byggir á fræðslu um kosti streitu, æfingum, hópavinnu og Jóga Nidra (hugleiðsluaðferð). Fjallað er um hvernig hægt er að nota mataræði til að efla örveruflóru þarmanna, koma á jafnvægi í meltingarvegi og þar með draga úr bólgum í líkamanum sem langvinn streita getur valdið. Hvenær: Lau. 14. okt. kl. 10:00 – 16:00 í Neskirkju Kennsla: Birna G. Ásbjörnsdóttir, MSc í næringarlæknisfræði og Jóhanna Björk Briem, MA í áhættuhegðun og forvörnum og Jóga Nidra kennari Snemmskráning verð: 34.900 kr. Almennt verð: 38.400 kr. Snemmskráning til og með 4. október
Stofan á heimilinu – heildarmynd á fjölnota rými Hvernig þjónar stofan þörfum fjölskyldunnar? Stofan er fjölnota rými og því skiptir máli að skilgreina hlutverk hennar – stór og smá. Við viljum hafa hana hlýlega og umfram allt nýtilega þannig að hún þjóni þörfum okkar, hvort heldur sem við höfum sjónvarp, borðstofu og/eða vinnurými í sama rými. Á námskeiðinu verður farið í nánast allt sem viðkemur stofunni: Liti, lýsingu, uppröðun húsgagna, myndir á veggjum og fleira. Hvenær: Þri. 17. okt. kl. 19:15 – 22:15 Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður Snemmskráning verð: 14.700 kr. Almennt verð: 16.200 kr. Snemmskráning til og með 7. október
Jákvæð sálfræði og styrkleikaþjálfun (Coaching) - nýttu styrkleika þína á nýjan hátt Jákvæð sálfræði fæst við rannsóknir á því sem fólk gerir rétt frekar en því sem fólk gerir rangt. Á námskeiðinu verður farið yfir rannsóknir á styrkleikum, bjartsýni og hamingju og fjallað um gildi jákvæðni fyrir
sköpun og árangur. Einnig verður farið í kosti styrkleikaþjálfunar og hvernig hægt er að nýta sér verkfæri úr styrkleikaþjálfun í daglegu lífi. Hvenær: Mið. 18. okt. – 15. nóv. kl. 19:30 21:30 (5x) Kennsla: Anna Jóna Guðmundsdóttir, kennari og ráðgjafi, gestakennari er Kristín Linda Jónsdóttir, sálfræðingur, kennari og ritstjóri Snemmskráning verð: 41.900 kr. Almennt verð: 46.100 kr. Snemmskráning til og með 8. október
Vönduð íslenska - tölvupóstar og stuttir textar Gríðarleg aukning hefur orðið í framleiðslu texta á undanförnum áratugum. Sífellt fleiri þurfa að semja ritaða texta, oftast fremur stutta, bæði í starfi og einkalífi. Í langflestum tilvikum eru textar samdir til þess að aðrir lesi þá. Nokkur lykilatriði sem hafa verður í huga eru tími, sjálfsöryggi, þekking á viðfangsefni, bygging texta, málfar og birting. Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu einkenni texta sem samdir eru á íslensku og þátttakendur þjálfaðir í að semja stutta texta, t.d. tölvupósta, efni á innri vefi, heimasíður og fréttabréf.
FYLGSTU MEÐ ENDURMENNTUN SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR VERTU MEÐ OKKUR Á FACEBOOK
11
Hvenær: Þri. 24. okt. kl. 13:00 - 16:00 Kennsla: Sigurður Konráðsson, prófessor í
íslensku við HÍ Snemmskráning verð: 16.800 kr. Almennt verð: 18.500 kr. Snemmskráning til og með 14. október
Mataræði og ADHD – hvað segja vísindin? Á námskeiðinu er fjallað um tengsl ADHD og mataræðis. Fjallað verður um helstu kenningar, farið yfir rannsóknir sem gerðar hafa verið og vegið að styrkleikum þeirra og göllum. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist innsýn í tengsl ADHD og mataræðis með vísindin að leiðarljósi. Áhersla verður lögð á rannsóknir sem hafa verið gerðar með börnum. Einnig verður staldrað við meðal frumkvöðla á sviðinu sem ekki hafa vísindin á bak við sig. Hvenær: Þri. 24. okt. kl. 19:15 – 22:15 Kennsla: Freydís Guðný Hjálmarsdóttir, næringarfræðingur MSc Snemmskráning verð: 13.500 kr. Almennt verð: 14.900 kr. Snemmskráning til og með 14. október
Húmor og gleði í samskiptum ... dauðans alvara Húmor í öllum sínum fjölbreytileika er viðfangsefnið á þessu námskeiði. Húmor getur verið afar uppbyggilegur og nærandi en er einnig vandmeðfarið samskiptatæki. Fjölmargar rannsóknir sýna að það er t.d. mikil heilsubót af því að nota húmor á jákvæðan hátt. Húmor getur gjörbreytt andrúmslofti og aukið til muna ánægju og gleði í samskiptum, hvort sem um er að ræða fjölskyldur, vinnustaði, félagasamtök eða vinahópa. Húmor í daglegum samskiptum auðveldar fólki að takast á við allskonar uppákomur, leysa úr vandamálum og draga úr streitu. Hvenær: Mið. 25. okt. kl.19:00 - 22:00 Kennsla: Edda Björgvinsdóttir, leikkona, MA í menningarstjórnun og diplóma í jákvæðri sálfræði á meistarastigi Snemmskráning verð: 12.900 kr. Almennt verð: 14.200 kr. Snemmskráning til og með 15. október
Jóga Nidra Jóga Nidra (Amrit method of Yoga Nidra) er ævaforn hugleiðsluaðferð sem samanstendur af líkams-, öndunar- og núvitundar12
æfingum. Jóga Nidra þýðir jógískur svefn þar sem farið er inn á dýpsta svið slökunar á sama tíma og fullri meðvitund er haldið. Jóga Nidra virkjar heilunar- og endurnýjunarmátt líkamans, losar um spennu og streitu og kemur jafnvægi á ósjálfráða taugakerfið. Þú tengist þínu djúpa sjálfi og öðlast frelsi frá stöðugum hugsunum, ótta og stjórnun og lærir betur að stýra þínu lífi. Hvenær: Fim. 26. okt. – 30. nóv. kl. 18:00 19:15 (6x) Kennsla: Jóhanna Björk Briem, MA í áhættuhegðun og forvörnum, löggiltur sjúkranuddari og Amrit Jóga Nidra kennari Snemmskráning verð: 35.900 kr. Almennt verð: 39.500 kr. Snemmskráning til og með 16. október
Ættfræðigrúsk – fjölskyldusaga þín á netinu Lærðu að nýta þér gagnagrunna og skjalasöfn á netinu til að afla upplýsinga um sögu fjölskyldu þinnar allt að 200 ár aftur í tímann. Berðu upplýsingarnar saman við lýsingar sagnfræðinga og annarra á lífskjörum og möguleikum almennings til að takast á við fátækt, barnadauða, vistarbönd, farsóttir og harðindi. Þínu fólki tókst það – annars værir þú ekki hér. Hvenær: Mið. 1., 8. og 15. nóv. kl. 19:30 - 21:30 (3x) Kennsla: Stefán Halldórsson, félagsfræðingur, rekstrarhagfræðingur og ættfræðigrúskari Snemmskráning verð: 26.400 kr. Almennt verð: 29.100 kr. Snemmskráning til og með 22. október
Skáldleg skrif Á námskeiðinu verður farið í það með afar einföldum hætti hvernig við berum okkur að þegar við höfum í hyggju að skrifa. Hér er bent á þann grunn sem verður að vera til staðar, hvort sem um er að ræða eina vísu, ljóð, smásögu, skáldsögu eða annað form ritlistar. Alltaf eru sömu hugtökin að skjóta upp kollinum, grunnurinn sem við byggjum verk okkar á. Við munum fara hægum skrefum og skoða vandlega þau form sem koma við sögu. Einfaldar skýringar og fjölmörg dæmi verða tekin fyrir. Hvenær: Mið. 1. – 29. nóv. kl. 20:15 - 22:15 (5x) Kennsla: Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur
Snemmskráning verð: 38.900 kr. Almennt verð: 42.800 kr. Snemmskráning til og með 22. október
Fjörefni fyrir 50+ Vísindalegar rannsóknir hafa sannað að hamingjan eykst með hækkandi aldri. Aldurinn einn og sér tryggir þó ekki hamingjuna heldur viðhorfin sem við tileinkum okkur. Eitt af því sem jákvæða sálfræðin hefur fært okkur eru rannsóknir á því sem einkennir fólk sem gengur vel í lífinu. Við getum öll tileinkað okkur aðferðir sem geta stuðlað að aukinni hamingju okkar og vellíðan. Fjölmargar æfingar og andleg „leikfimi“ getur leitt okkur inn í afskaplega hamingjuríkt líf. Ræktum okkur sjálf, kærleikann, húmorinn og hamingjuna. Með gleðina að vopni erum við ósigrandi. Hvenær: Mán. 6. – 27. nóv. kl. 19:30 – 21:30 (4x) Kennsla: Edda Björgvinsdóttir, leikkona og Ragnhildur Vigfúsdóttir, markþjálfi Snemmskráning verð: 36.900 kr. Almennt verð: 40.600 kr. Snemmskráning til og með 26. október
Glæpsamleg áform – hugmynd verður að veruleika Ertu með hugmynd að glæpasögu? Langar þig að skrifa skáldsögu, kvikmyndahandrit eða leikrit? Á þessu námskeiði er hulunni svipt af leyndardómum glæpasögunnar. Farið er í gegnum allt sköpunarferlið, frá kjarna hugmyndar til umsókna um styrki og útgáfu. Hvenær: Þri. 7. nóv. – 5. des. kl. 20:00 – 22:00 (5x) Kennsla: Stefán Máni, rithöfundur Snemmskráning verð: 48.600 kr. Almennt verð: 53.500 kr. Snemmskráning til og með 28. október
Að vaxa og ná árangri með aukinni þrautseigju Er hraðinn og kröfur í vinnu og einkalífi miklar? Ert þú að eða hefur þú þurft að takast á við áskoranir í vinnu eða einkalífi, jafnvel áföll, sem reynast þér erfið? Langar þig að kynnast áherslum sem geta hjálpað þér að nýta bjargráð þín betur, aukið þrautseigju þína, ýtt undir vöxt þinn, vellíðan og árangur líka þegar á móti blæs? Á þessu námskeiði verður farið yfir hvernig við getum betur mætt mótlæti og skoðað hvað
gerir það að verkum að sumir virðast þrautseigari en aðrir. Allir getað þróað þrautseigju sína og fundið leiðir sem henta þeim til að auka orku, vellíðan, vöxt og persónubundinn árangur þrátt fyrir mótlæti, streitu og álag. Hvenær: Þri. 7. nóv. kl. 17:00 – 22:00 Kennsla: Sigríður Björk Þormar, dr. í áfallasálfræði og Ylfa Edith Jakobsdóttir, ACC markþjálfi og diplóma í jákvæðri sálfræði á meistarastigi Snemmskráning verð: 28.900 kr. Almennt verð: 31.800 kr. Snemmskráning til og með 28. október
Að verða betri en ég er – að ná hámarksárangri í lífi og starfi Hvernig hámarka ég árangur minn? Hvernig getum við unnið með og breytt viðhorfum okkar og venjum til að ná fram okkar besta þegar máli skiptir? Á þessu þjálfunarnámskeiði verður áherslan lögð á þær aðferðir sem afreksfólk á hinum ýmsu sviðum beitir til að ná árangri í leik og starfi. Þetta námskeið er sjálfstætt framhald námskeiðsins Öflugt sjálfstraust sem notið hefur mikilla vinsælda um árabil.
Hvenær: Fim. 9. og mán. 13. nóv.
kl. 13:00 – 16:00 Kennsla: Jóhann Ingi Gunnarsson og Bragi Sæmundsson, sálfræðingar Snemmskráning verð: 26.400 kr. Almennt verð: 29.100 kr. Snemmskráning til og með 30. október
Vönduð íslenska - stafsetning og greinarmerki Lesandi tekur alltaf fyrst eftir yfirborði texta, stafsetningu, greinarmerkjum, bilum á milli orða og beygingum. Sjái lesandi að höfundur texta hafi kastað höndum til þessara atriða er hætt við að hann hafi ekki áhuga á að lesa lengi og taka textann alvarlega. Á þessu námskeiði verður farið í reglur um stafsetningu og greinarmerki. Rædd verða ýmis álitamál og getið um helstu breytingar sem orðið hafa á reglum á síðustu áratugum. Hvenær: Fim. 16. og mán. 20. nóv. kl. 17:00 – 19:00 Kennsla: Sigurður Konráðsson, prófessor í íslensku Snemmskráning verð: 18.900 kr.
Almennt verð: 20.800 kr. Snemmskráning til og með 6. nóvember
Hvað er hinsegin? Í samstarfi við Samtökin ´78
Hvað er pankynhneigð? Hvað er þetta hán? Hvað eru ódæmigerð kyneinkenni? Ef hinsegin heimurinn og öll þessi hugtök sem honum tengjast vekja forvitni þína þá er þetta námskeiðið fyrir þig! Hér verður farið yfir helstu hugtök er tengjast hinsegin heiminum, t.a.m. kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni. Farið verður stuttlega yfir lagalega stöðu hinsegin fólks á Íslandi og þróun hennar ásamt helstu áskorunum og tækifærum í dag. Hvenær: Mið. 22. nóv. kl. 19:30 – 22:00 Kennsla: Sólveig Rós Másdóttir, fræðslustýra Samtakanna ´78 Snemmskráning verð: 11.900 kr. Almennt verð: 13.100 kr. Snemmskráning til og með 12. nóvember
UMMÆLI ÞÁTTTAKENDA
„Öll þau námskeið sem ég hef sótt hjá Endurmenntun hafa verið frábær, fræðandi og skemmtileg.“ „Fræðslan sem ég hef sótt hefur veitt mér mikla ánægju og aukna þekkingu.“ „Ég hlakka til að fara á fleiri uppbyggileg og skemmtileg námskeið hjá Endurmenntun.“ „Starfsemin er mjög fjölbreytt og vel að henni staðið. Fyrirlesarar leggja metnað í að skila sínu.“ „Merkileg stofnun, sem hefur opnað mörgum margar leiðir, aukið þekkingu borgaranna og gert þá hæfari til að takast á við störf sín, áhugamál og samfélag.“ 13
HVERNIG VERÐA NÁMSKEIÐ TIL Á hverju misseri eru hátt í 70 námskeið á sviði menningar, persónulegrar hæfni og tungumála á dagskrá hjá Endurmenntun og það er allur gangur á því hvernig þau verða til. Kennararnir okkar koma oft á tíðum með hugmyndir að nýjum námskeiðum og nýta ýmsar leiðir til að velja viðfangsefni. Illugi Jökulsson var sem dæmi með nokkrar hugmyndir að námskeiðum fyrir komandi misseri og að lokinni könnun sem hann gerði meðal fjölmargra vina sinna á Facebook varð námskeiðið Helstu fraukur Rómaveldis ofan á. Þátttakendur námskeiða geta einnig haft mikil áhrif á námskeiðsframboðið. Árlega býðst þeim að svara rafrænni könnun þar sem spurt er um áhugasvið og heillandi kennara og í lok hvers námskeiðs geta þátttakendur komið tillögum sínum á framfæri á matsblöðum. Einnig er talsvert um að við fáum sendar tillögur með tölvupóstum sem og að þátttakendur komi í þjónustuna og óski eftir að fjallað sé um ákveðið viðfangsefni, eins og raunin var um námskeiðið Lög um fjöleignarhús sem verður á dagskrá í október. Starfsfólk Endurmenntunar fylgist vel með því sem er að gerast í samfélaginu. Í tengslum við nýlegar vinsældir Búdapestborgar meðal Íslendinga höfum við sett upp námskeið um borgina fyrir þá sem vilja vera vel undirbúnir fyrir hugsanlega ferð. Við erum einnig í samstarfi við leikhúsin og bjóðum upp á námskeið í tengslum við valdar sýningar þeirra. Stórsveit Reykjavíkur heiðrar Ellu Fitzgerald á aldarafmæli hennar þetta árið með stórtónleikum í september og bjóðum við því námskeið um söngkonuna sem endar á tónleikunum í Hörpu.
FRÆÐSLUSTYRKIR STÉTTARFÉLAGA
14
Stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja nám og námskeið. Við hvetjum alla til að nýta þessa styrki.
TUNGUMÁL Danska
Norska
Franska
Danska - þjálfun í talmáli á léttum nótum
NÅ KOSER VI OSS! – þjálfun í norsku með hjálp SKAM
Franska fyrir byrjendur I
Hvenær: Mán. og mið. 25. sept. - 11. okt.
Hvenær: Mán. og mið. 16. – 30. okt.
Í samstarfi við Mála- og menningardeild við Hugvísindasvið HÍ Hvenær: Þri. og fim. 3. okt. – 9. nóv.
kl. 17:00 - 19:00 (6x)
kl. 17:00 – 19:00 (5x)
Kennsla: Casper Vilhelmssen,
Kennsla: Barbro E. Lundberg, kennslu-
kl. 16:40 – 18:15 (12x)
dönskukennari
ráðgjafi og kennari við Tungumálaverið Snemmskráning verð: 32.900 kr. Almennt verð: 36.200 kr.
Kennsla: Ásta Ingibjartsdóttir Verð: 55.500 kr. Snemmskráning til og með 26. september
Snemmskráning verð: 34.900 kr. Almennt verð: 38.400 kr. Snemmskráning til og með 15. september
Snemmskráning til og með 6. október
Ítalska
Pólska
Franska fyrir starfsmenn í ferðaþjónustu
Ítalska fyrir byrjendur
Pólska fyrir byrjendur II
Hvenær: Þri. og fim. 10. - 26. okt.
Í samstarfi við Mála- og menningardeild við Hugvísindasvið HÍ Hvenær: Þri. og fim. 17. okt. - 23. nóv.
Í samstarfi við Alliance Français í Reykjavík Hvenær: Mán. og mið. 23. okt. – 6. nóv. Kennsla: Florent Gast, MA í frönskum
kl. 16:40 - 18:10 Kennsla: Monika Franciszka Sienkiewicz Verð: 55.500 kr.
Snemmskráning verð: 32.900 kr. Almennt verð: 36.200 kr. Snemmskráning til og með 13. október
kl. 17:00 - 19:00 (6x) Kennsla: Maurizio Tani, stundakennari í ítölsku við HÍ Snemmskráning verð: 34.900 kr. Almennt verð: 38.400 kr. Snemmskráning til og með 30. september
Spænska
Snemmskráning til og með 10. október
kl. 17:00 – 19:00 (5x) kennslufræðum
Enska Practical English
Spænska I Hvenær: Mán. og mið. 16. okt. – 1. nóv.
kl. 17:00 - 19:00 (6x) Kennsla: Steinunn Björk Ragnarsdóttir, MA í spænsku Snemmskráning verð: 34.900 kr. Almennt verð: 38.400 kr.
Hvenær: Þri. og fim. 7. – 23. nóv.
kl. 16:30 – 18:30 (6x) Kennsla: Mica Allan, enskukennari Snemmskráning verð: 39.900 kr. Almennt verð: 43.900 kr. Snemmskráning til og með 28. október
Snemmskráning til og með 6. október
FLEIRI ÁHUGAVERÐ NÁMSKEIÐ Á EFTIRFARANDI SVIÐUM MÁ FINNA Á ENDURMENNTUN.IS
Norska • Erlendir sérfræðingar
• Ferðaþjónusta • Fjármál og rekstur • Heilbrigðis- og félagssvið • Starfstengd hæfni
• Stjórnun og forysta • Uppeldi og kennsla • Upplýsingatækni • Verkfræði og tæknifræði 15
Endurmenntun Háskóla Íslands – Dunhagi 7 – 107 Reykjavík Netfang: endurmenntun@hi.is Opnunartími Endurmenntunar er mán. - fim. kl. 8:00 - 22:00, fös. kl. 8:00 - 17:00 og lau. kl. 9:00 - 12:00. Sumarafgreiðslutími er kl. 8:00 - 16:00 alla virka daga. Nánari upplýsingar og skráning á endurmenntun.is eða í síma 525 4444
Fylgdu okkur á Facebook 16
/endurmenntun.is