FRÓÐLEIKUR OG SKEMMTUN Á HAUSTMISSERI

Page 1

FRÓÐLEIKUR & SKEMMTUN HAUSTMISSERI 2019


FRÓÐLEIKUR OG SKEMMTUN Á HAUSTMISSERI Senn skellur haustið á og við hjá ENDURMENNTUN kynnum með stolti fjölbreytt námsframboð haustmisseris. Við höfum langa og farsæla reynslu af því að halda námskeið á sviði menningar, persónulegrar hæfni og tungumála.

Kristín Jónsdóttir Njarðvík endurmenntunarstjóri Háskóla Íslands

Ritstjórn: Þorbjörg Pétursdóttir Ábyrgð: Kristín Jónsdóttir Njarðvík Prentun: Svansprent Umbrot: Sigrún K. Árnadóttir

Í þessum bæklingi berum við á borð ríflega sextíu námskeið þar sem fróðleikur og skemmtun fléttast saman. Að vanda bjóðum við okkar vinsælu leikhúsnámskeið í samstarfi við Borgarleikhúsið, ásamt námskeiðum um spennnandi staði í veröldinni og fróðlegum bókmennta- og sagnfræðinámskeiðum. Ásdís Egilsdóttir, prófessor emeritus í íslenskum bókmenntum fyrri alda við HÍ, kennir Íslendingasagnanámskeiðið okkar að þessu sinni og tekur fyrir Ævintýralegur sögur – Flóamanna sögu, Bárðar sögu og Kjalnesinga sögu.

Tungumálanámskeiðin hafa sjaldan verið fjölbreyttari og vekjum við sérstaklega athygli á skemmtilegu dönskunámskeiði sem leikkonan Charlotte Böving kennir og notar til þess vinsæla danska sjónvarpsþætti. Á sviði persónulegrar hæfni eru m.a. námskeið sem stuðla að auknu jafnvægi og bættri heilsu, textagerð, hönnun heimilisins, aukinni tækniþekkingu, skipulagi fjármála og svo lengi mætti telja. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest á Dunhaganum í vetur. Kristín Jónsdóttir Njarðvík

BÆKLINGURINN STERKARI Í STARFI ER EINNIG KOMINN ÚT RAFRÆNT. SKOÐAÐU BÁÐA BÆKLINGANA Á ENDURMENNTUN.IS

Innihald blaðsins er birt með fyrirvara um breytingar 2


Kynntu þér námskeið og námsbrautir á ENDURMENNTUN.IS

3


SEPTEMBER MENNING

beint að spennu milli heiðni og kristni og hugmyndum um karlmennsku. Kennsla: Ásdís Egilsdóttir, prófessor emeritus í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands Hvenær: Þri. 24. sept. – 12. nóv. kl. 19:30 – 21:30 (8x) snemmskráningu lýkur: 14. sept. Hvenær: Mið. 25. sept. – 13. nóv. kl. 10:00 – 12:00 (8x) Snemmskráningu lýkur: 15. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 37.300/33.900 kr.

ÆVINTÝRAEYJAN TENERIFE – INNBLÁSTUR AÐ ÖÐRUVÍSI TENERIFEFERÐ Tenerife hefur upp á svo miklu meira að bjóða en bara sólskin, strendur og sundlaugarbakka. Margir ferðamenn missa af hinni ævintýralegu hlið eyjunnar sem hefur meðal annars að geyma regnskóga, pýramída, náttúrulaugar og frábærar gönguleiðir. Snæfríður Ingadóttir deilir hér úr reynslubanka sínum og gefur innblástur að öðruvísi Tenerifeferð. Kennsla: Snæfríður Ingadóttir, ferðalangur og blaðamaður með meiru Hvenær: Mið. 4. sept. kl. 19:15 - 22:15 Almennt verð: 15.900 kr.

LEGGÐU LISSABON AÐ FÓTUM ÞÉR Lissabon er spennandi áfangastaður allt árið, þó vor og haust séu væntanlega þægilegasti tíminn til að heimsækja þessa einstöku borg. Á námskeiðinu er áætlað að fara í þrjár sýndargönguferðir sem gefa þátttakendum hugmynd um áhugaverða áningarstaði og viðburði sem hægt er að njóta, s.s. kirkjur, söfn, garðar, áhugaverðar sögur, menningaráhrif, matur o.fl. Kennsla: Maríanna Friðjónsdóttir, sjálfstætt starfandi fjölmiðlari Hvenær: Lau. 28. sept. kl. 13:00 - 16:00 Snemmskráningu lýkur: 18. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.900/14.500 kr.

VIRKUSTU ELDSTÖÐVAR ÍSLANDS – BÁRÐARBUNGA Bárðarbunga er líklega ein öflugasta eldstöð Íslands. Páll Einarsson fjallar hér m.a. um mælingar og núverandi ástand eldstöðvarinnar. Námskeiðið er ætlað áhugasömum almenningi en getur einnig nýst vel kennurum, leiðsögumönnum og fólki sem tengist almannavörnum eða hjálparsveitum.

ÆVINTÝRALEGAR SÖGUR – FLÓAMANNA SAGA, BÁRÐAR SAGA OG KJALNESINGA SAGA Flóamanna saga, Bárðar saga og Kjalnesinga saga eru fremur ungar sögur, sennilega ritaðar á 14. öld. Þetta eru ólíkar sögur en þær eiga það sameiginlegt að aðalpersónan ferðast til framandi landa og lendir þar í ýmsum ævintýrum. Sögurnar geyma fjölbreytileg sagnaminni og verður sjónum einkum

Kennsla: Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ Hvenær: Mán. 30. sept. kl. 19:15 - 22:15 Snemmskráningu lýkur: 20. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.900/14.500 kr. 4


PERSÓNULEG HÆFNI

HVERNIG BIRTIST ÞÚ Á NETINU? – MARKAÐSSETTU SJÁLFAN ÞIG Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig þú ættir að nota samfélagsmiðla í atvinnuleit og hvaða forrit hægt er að nota til að láta ferilskrána standa upp úr í bunkanum. Kennsla: Arna Þorsteinsdóttir, meðeigandi og Digital Brand Manager hjá stafrænu auglýsingastofunni SAHARA. Hvenær: Þri. 17. sep. kl. 16:00 - 19:00 Snemmskráningu lýkur: 7. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.300 /13.900 kr.

KONUR Á BESTA ALDRI – FÆÐA OG FLÓRA SKIPTA MÁLI Á námskeiðinu er fjallað um fæðu og þarmaflóru í tengslum við breytingaskeið kvenna. Fæðuval hefur áhrif á örveruflóru meltingarfæranna. Farið er yfir hvernig röskun á þessari mikilvægu flóru getur stuðlað að hitakófum og svitaköstum og haft áhrif á svefn og andlega líðan. Námskeiðið byggir á rannsóknum í næringarlæknisfræði.

BYRJAÐU Í GOLFI – FYRIR BYRJENDUR OG LENGRA KOMNA Í samstarfi við Hissa, ráðgjafar- og fræðslumiðstöð um golf Námskeiðið er fyrir alla sem hafa áhuga á að læra grunnhreyfingar og kynnast siðum og venjum í golfi við þægilegar aðstæður og fyrir þá sem vilja kynna sér sérstaklega SNAG kerfið. Eftir námskeiðið eru þátttakendur betur undirbúnir undir áframhaldandi golfkennslu hjá golfkennurum og t.d. til að taka þátt í skemmtigolfmótum.

Kennsla: Birna G. Ásbjörnsdóttir, MSc í næringarlæknisfræði Hvenær: Mán. 23. sept. kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 13. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 14.200/12.900 kr.

Kennsla: Magnús Birgisson, PGA golfkennari og SNAG master leiðbeinandi Hvenær: Mið. 11., mán. 16. og mið. 18. sept. kl. 20:00 - 22:00 (3x). Kennt er 16. sept. í æfingahúsnæði. Snemmskráningu lýkur: 1. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 31.500/28.600 kr.

NÚVITUNDARNÁMSKEIÐ: VELKOMIN Í NÚIÐ – FRÁ STREITU TIL SÁTTAR Í núvitundarþjálfun er tvinnað saman aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði austrænnar visku. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að núvitundarþjálfun hefur jákvæð áhrif á vellíðan, bætir heilsufar, dregur úr streitu, kvíða og depurð. Hún felur í sér að læra að nema staðar „hér og nú“, láta af sjálfstýringu hugans og sættast betur við það sem er.

HUGLEIÐSLA OG JÓGAHEIMSPEKI Á námskeiðinu er kafað í frumhugmyndafræði jóga. Kennd er hugleiðsla og gjörhygli, jógaheimspeki og grunnurinn að þessum fornu fræðum. Þetta er skemmtilegt og fræðandi námskeið og hentar bæði þeim sem vilja kafa djúpt í fræðin og þeim sem vilja hefja ástundun eða efla sína heimaástundun enn frekar.

Kennsla: Herdís Finnbogadóttir sálfræðingur Hvenær: Mán. 16. sept. - 4. nóv. kl. 19:30 - 21:00 (8x) Snemmskráningu lýkur: 6. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 63.700/57.900 kr.

Kennsla: Kristbjörg Kristmundsdóttir jógakennari Hvenær: Þri. 24. sept. - 22. okt. kl. 18:00 - 20:00 (5x) Snemmskráningu lýkur: 14. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 43.900/39.900 kr.

5


SKATTLAGNING ÚTLEIGU Á ÍBÚÐARHÚSNÆÐI – HEIMAGISTING O.FL. Á námskeiðinu verður fjallað um skattlagningu útleigu á íbúðarhúsnæði vegna langtímaleigu og um skemmri tíma eða allt að 90 daga á ári sem heimagistingu. Auk þessa verður rætt um hvaða kröfum þarf að fullnægja til að mega selja heimagistingu, hvar sótt er um leyfi til heimagistingar, hvaða áhrif leyfi til heimagistingar hefur á fasteignagjöld svo dæmi séu tekin. Kennsla: Ásmundur G. Vilhjálmsson, lögmaður og aðjúnkt í skattarétti við HÍ Hvenær: Mið. 25. sept. kl. 16:15 - 19:15 Snemmskráningu lýkur: 15. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 17.900/16.200 kr. Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður Hvenær: Mán. 30. sept. kl. 19:15 - 22:15 Snemmskráningu lýkur: 20. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 17.100/15.500 kr.

TUNGUMÁL

NÝTTU VERKFÆRAKISTU GOOGLE FYRIR SKJÖLIN ÞÍN, MYNDIRNAR OG SAMSKIPTIN Ef þú veist ekki hvað þú átt að gera við myndirnar þínar, sem núna eru í símanum/tölvunni eða, ef þú vilt deila skjölum á hraðan og einfaldan hátt. Ef þú vilt spjalla og vinna í upplýsingum á sama tíma, ef þú vilt skipuleggja þig heima og í vinnu, þá er þetta námskeið hannað fyrir þig.

DEUTSCH – SPRECHEN UND KONVERSATION

Kennsla: Maríanna Friðjónsdóttir, sjálfstætt starfandi fjölmiðlari Hvenær: Fim. 26. sept. kl. 19:15 - 22:15 Snemmskráningu lýkur: 16. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 21.900/19.900 kr.

Kennsla: Vanessa Isenman, MA Deutsch als Fremdsprache Hvenær: Mán. og mið. 30. sept. - 16. okt. kl. 17:00-19:00 Snemmskráningu lýkur: 20. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 39.000/35.400 kr.

ELDHÚSIÐ – HJARTA HEIMILISINS Á námskeiðinu verður farið yfir skipulag og fyrirkomulag eldhússins og hvaða þætti þarf að hafa í huga þegar farið er í stórar eða smáar framkvæmdir. Þetta er námskeið fyrir þá sem vilja gera einfaldar breytingar en stórar útlitslega sem og þá sem vilja gjörbreyta eldhúsinu og ætla í viðamiklar aðgerðir.

ÁTT ÞÚ RÉTT Á STYRK FRÁ STÉTTARFÉLAGI TIL AÐ SÆKJA NÁMSKEIÐ? – HAFÐU SAMBAND VIÐ ÞITT STÉTTARFÉLAG OG KANNAÐU MÁLIÐ

6


Áhugi Íslendinga á náttúrunni og málefnum tengdum henni hefur aukist töluvert á undanförnum árum. Í vetur fá þessi málefni aukið vægi hjá ENDURMENNTUN og verður fjölbreytt úrval áhugaverðra námskeiða á dagskrá sem snúa að þeim. Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur er einn fjölmargra fræðimanna sem kennir hjá ENDURMENNTUN. Síðustu árin hefur hann kennt námskeið á sviði jarðfræði, aðallega tengd Íslandi og reynt að draga fram ýmiss konar sjónarhorn á jarðfræði landsins. „Í haust verð ég með einnar kvöldstundar námskeið um myndun og jarðsögu Íslands þar sem farið verður í stórum dráttum yfir uppruna og tilvist landsins og hvernig þróun þess hefur verið frá „fæðingu“. Áður hef ég verið með námskeið tengd ákveðnum landshlutum, nokkurs konar „ferðajarðfræði“ og ég stefni á að bjóða áfram upp á þau á næstu árum auk annarra námskeiða tengdum jarðfræði,“ segir Snæbjörn.

NÝ NÁTTÚRUFRÆÐINÁMSKEIÐ Umræða um náttúruna, náttúruvernd, loftslagsmál og önnur tengd málefni hefur aukist mikið undanfarin ár og ber dagskrá ENDURMENNTUNAR nokkurn keim af því en Snæbjörn hefur verið starfsfólki innan handar við þróun nokkurra nýrra námskeiða á þessu sviði. „Á þessum námskeiðum um náttúrufræði sem við erum að þróa og koma á koppinn verður lögð áhersla á mörg námskeið sem hvert tekur bara eina kvöldstund, svo úrvalið verði fjölbreytt og námskeiðin snörp og áhugaverð.“ Snæbjörn segir námskeiðin vera fyrir alla með áhuga á náttúrunni, hvort sem viðkomandi hefur sérfræðiþekkingu á sviði náttúrufræði eða aðeins einskæran áhuga. „Jafnvel þótt ég kenni sjálfur námskeið á mínu sviði sé ég fyrir mér að vilja mæta á námskeið hjá öðrum kennurum enda ávallt mikið einvala lið sem sér um námskeiðin hjá ENDURMENNTUN.“

ÍSLENDINGAR TENGDIR NÁTTÚRUNNI Að mati Snæbjörns eru Íslendingar að átta

SNÆBJÖRN GUÐMUNDSSON, JARÐFRÆÐINGUR

VIÐTAL:

AUKIN ÞEKKING Á NÁTTÚRUNNI FÆRIR OKKUR ÁNÆGJU sig betur á því hve mikil gæði eru fólgin í náttúrunni og aðgengi að henni en líka hve nærri henni við höfum gengið, sem sést á þverrandi auðlindum og loftslagsbreytingum. „Íslendingar hafa alltaf verið nátengdir náttúrunni í gegnum landið sem er strjálbýlt og hrjóstrugt en fjölbreytt og gætt mikilli náttúrufegurð. Aukin þekking á náttúrunni færir okkur ekki aðeins ánægju af því að ferðast og umgangast náttúruna en ekki síður tól til að takast á við yfirstandandi breytingar og draga úr hinum miklu áhrifum okkar á náttúruna. Náttúrufræðimenntun verður sífellt mikilvægari og það skilar sér í auknum áhuga almennings á að nálgast náttúruna og auka þekkingu“ segir Snæbjörn og bætir við að náttúrufræðimenntun líði þó svolítið fyrir það hve sérhæfð hún er. „Ef fólk vill sækja sér menntun á sviðinu þá kostar það tíma og sérhæfingu en óvíða hefur verið hægt að ganga að menntun þar sem fólk fær möguleika á að tileinka sér mörg svið náttúrufræðinnar, svo sem jarðfræði, líffræði, landfræði og önnur umhverfisvísindi, auk jafnvel hugvísindahlið náttúrufræðinnar sem fær allt of litla athygli. Mér datt í hug að það væri því gott að geta boðið upp á alhliða námskeiðslínu þar sem snert væri á öllum hliðum náttúrunnar á eins fjölbreyttan og áhugaverðan hátt og mögulegt er.“ 7

ÁHUGINN ALLTAF TIL STAÐAR Aðspurður að því hvaðan áhuginn á náttúrunni komi segir Snæbjörn að þrátt fyrir að vera algjört borgarbarn þá hafi náttúran alltaf verið alltumlykjandi í hans lífi. „Ég ferðaðist mikið með foreldrum mínum og afa og ömmu um landið strax í bernsku og ætli það hafi ekki einfaldlega setið í mér allar götur síðan. En síðan fóðrar áhuginn sig einfaldlega sjálfur eins og í svo mörgu, þekking leiðir af sér frekari þekkingarleit og hjá mér hefur mér alltaf blundað þörf til að deila þekkingunni. Þannig að já, áhuginn hefur verið til staðar allt mitt líf.“

Námskeið á haustmisseri sem snúa að náttúru Íslands: • VIRKUSTU ELDSTÖÐVAR ÍSLANDS - BÁRÐARBUNGA • VIRKUSTU ELDSTÖÐVAR ÍSLANDS – GRÍMSVÖTN • JÖKLA- OG LOFTSLAGSBREYTINGAR Á ÍSLANDI • LOFTSLAGSBREYTINGAR Í FORTÍÐ OG FRAMTÍÐ • JARÐSAGA ÍSLANDS • FRÁ LOFTSLAGSVÍSINDUM TIL AÐGERÐA – MÁTTUR EINSTAKLINGANNA


OKTÓBER MENNING

Kennsla: Halldór Laxness Halldórsson leikgerðarhöfundur, Una Þorleifsdóttir leikstjóri og Gréta Kristín Ómarsdóttir dramatúrg. Umsjón með námskeiðinu hafa dramatúrgarnir Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur Þjóðleikhússins og Gréta Kristín Ómarsdóttir. Hvenær: Þri. 8. og 15. okt. kl. 19:30 - 21:30 að Dunhaga 7 og 22. og 31. okt. í Þjóðleikhúsinu. Snemmskráningu lýkur: 28. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 20.700/18.800 kr.

BÚDAPEST – DROTTNING DÓNÁR Búdapest er nútímaborg með 2000 ára sögu. Rómaveldið, stórríki miðalda Ungverja, Tyrkjaveldið, Habsborgarar og Keisaradæmið, tvær heimstyrjaldir og Sovét tíminn hafa skilið eftir sig fótspor á bökkum Dónár. Námskeiðið er ætlað tilvonandi ferðalöngum og öllu áhugafólki um Búdapest. Kennsla: Ferenc Utassy, fararstjóri og aðalræðismaður Íslands í Búdapest Hvenær: Þri. 1. okt. og fim. 3. okt. kl. 20:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 21. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 20.700/18.800 kr.

GRAN CANARIA Fáir staðir í Evrópu státa af jafn hlýju og stöðugu veðurfari og Kanaríeyjar enda hefur eyjaklasinn verið vinsæll áfangastaður sóldýrkenda í áratugi, ekki síst eyjan Gran Canaria. Á þessu námskeiði gefur fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir, sem ferðast árlega til Kanaríeyja, þátttakendum hugmyndir að ýmsu áhugaverðu sem gaman er að skoða og upplifa á Gran Canaria.

VIRKUSTU ELDSTÖÐVAR ÍSLANDS – GRÍMSVÖTN Grímsvötn er sú eldstöð landsins sem oftast hefur gosið á sögulegum tíma. Námskeiðið er ætlað áhugasömum almenn-ingi en getur einnig nýst vel kennurum, leiðsögumönnum og fólki sem tengist almannavörnum eða hjálparsveitum.

Kennsla: Snæfríður Ingadóttir, ferðalangur og blaðamaður með meiru Hvenær: Fim. 9. okt. kl. 19:15 - 22:15 Snemmskráningu lýkur: 29. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.900/14.500 kr.

Kennsla: Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ Hvenær: Mið. 2. okt. kl. 19:15 - 22:15 Snemmskráningu lýkur: 22. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.900/14.500 kr.

JÖKLA- OG LOFTSLAGSBREYTINGAR Á ÍSLANDI Jöklar á Íslandi eins og víðast hvar annars staðar í heiminum hopa hratt og þynnast og afleiðingar loftslagsbreytinga eru mjög sýnilegar. Á námskeiðinu verður farið yfir þær breytingar sem hafa orðið á jöklum landsins vegna hlýnandi loftslags og fjallað um hvaða þættir hafa mest áhrif á vöxt og viðgang þeirra.

ATÓMSTÖÐIN Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU Í tengslum við sýningu Þjóðleikhússins á Atómstöðinni eftir Halldór Laxness mun Endurmenntun HÍ efna til námskeiðs um verkið og uppsetninguna, í samvinnu við leikhúsið. Í þessari leiksýningu skoðar ný kynslóð leikhúslistafólks verkið í sögulegu samhengi og skapar krassandi og ögrandi sýningu, fulla af húmor. Miði á lokaæfingu er innifalinn í námskeiðsgjaldi.

Kennsla: Hrafnhildur Hannesdóttir, doktor í jarðvísindum frá Háskóla Íslands

8


TEXTÍLAR – FORVARSLA, MEÐHÖNDLUN OG SAGA

Hvenær: Mið. 16. okt. kl. 19:30 - 21:30 Snemmskráningu lýkur: 6. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.900/14.500 kr.

Á þessu námskeiði verður veitt innsýn í textílsögu frá fornöld til dagsins í dag, fundna textíla, hvar þeir hafa fundist og við hvaða aðstæður þeir hafa varðveist. Áhersla verður lögð á forvörslu á textílum, ekki síst fyrirbyggjandi forvörslu. Farið verður yfir endurnýtingu textíla, sjálfbærni og umhverfisvernd.

AUSTURVÍGSTÖÐVARNAR 1944 – BAGRATION, VARSJÁ OG BÚDAPEST Námskeiðið er sjálfstætt framhald fyrri námskeiða um austurvígstöðvarnar, en hér verður fjallað um eina mestu lykilorrustu seinni heimsstyrjaldarinnar. Sögusviðið er sumarsókn Sóvétmanna, Bagration, sem rauf þýsku víglínuna og grandaði um þriðjung af her hennar. Í framhaldi tók við hildarleikur þegar átökin umluktu borgirnar Varsjá og Búdapest.

Kennsla: Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, stundakennari í Myndlistaskóla Reykjavíkur, textílkona og textílforvörður Hvenær: Fim. 31. okt. 7. og 14. nóv. kl. 20:00 - 22:00 (3x) Snemmskráningu lýkur: 21. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 27.300/24.800 kr.

Kennsla: Gísli Jökull Gíslason rannsóknarlögreglumaður Hvenær: Mið. 16. og 23. okt. kl. 20:00 – 22:00 Snemmskráningu lýkur: 6. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 20.700/18.800 kr.

ÞJÓÐGARÐURINN Í CINQUE TERRE Eitt vinsælasta og kunnasta göngusvæði Ítalíu er kennt við Þorpin fimm í Cinque Terre. Á námskeiðinu verður fjallað um þetta stórfenglega landsvæði, gönguleiðir og áfangastaði, ásamt því að rifja upp sérstæða sögu og menningu svæðisins. Sagt verður frá einstöku náttúrufari og lífsháttum íbúanna, auk þess sem matar- og vínhefðir þeirra verða sérstaklega kynntar.

NORRÆN TRÚ – UPPRUNI, ÁHRIF, ÖRLÖG Þær heimildir sem til eru um trúarbrögð manna á Norðurlöndum fyrir kristnitökuna (ca. 800-1100) benda til þess að mismunandi aðstæður svo sem umhverfi, veðurfar, samgöngur og frjósemi jarðar hafi haft mótandi áhrif á trúarlíf fólks. Á þessu námskeiði verður heiðið trúarlíf manna á norðurslóðum tekið fyrir og fjölbreyttar heimildir um það skoðaðar í sögulegu samhengi.

Kennsla: Einar Garibaldi Eiríksson, myndlistarmaður og leiðsögumaður Hvenær: Fim. 31. okt. 7. og 14. nóv. kl. 19:30 - 21:30 (3x) Snemmskráningu lýkur: 21. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 27.300/24.800 kr.

Kennsla: Ólöf Bjarnadóttir, MA í norrænni trú við HÍ Hvenær: Mán. 21. og 28. okt. og 4. nóv. kl. 20:15 – 22:15 (3x) Snemmskráningu lýkur: 11. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 27.300/24.800 kr.

PERSÓNULEG HÆFNI LÖG UM FJÖLEIGNARHÚS – LÍF Í FJÖLBÝLI OG REKSTUR HÚSFÉLAGA

LOFTSLAGSBREYTINGAR Í FORTÍÐ OG FRAMTÍÐ Skilningur á loftslagi og loftslagsbreytingum byggir á eðlisfræði sem ekki er umdeild. Á þessu námskeiði verður farið yfir þau fræði sem liggja að baki vísindalegum skilningi á loftslagi og breytingum þess. Skoðuð verða dæmi um loftslagsbreytingar á forsögulegum tíma fram til okkar daga.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu atriði laga um fjöleignarhús og önnur praktísk atriði við rekstur húsfélaga. Áhersla verður lögð á að fara yfir hvernig staðið er að lögmætri ákvarðanatöku á húsfundum og að gera ítarlega grein fyrir mun á séreign og sameign.

Kennsla: Halldór Björnsson, doktor í veður- og haffræði og formaður vísindanefndar um loftslagsbreytingar Hvenær: Mán. 28. okt. kl. 19:15 - 22:15 Snemmskráningu lýkur: 18. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.900/14.500 kr.

Kennsla: Guðbjörg Matthíasdóttir lögfræðingur Hvenær: Þri. 1. okt. kl. 18:15 - 22:15 Snemmskráningu lýkur: 21. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 17.500/15.900 kr.

9


AÐ SKRIFA TIL AÐ LIFA

Kennsla: Þorvaldur Ingi Jónsson Hvenær: Fim. 3. okt., mán. 7. okt. og fim. 10. okt. kl. 17:15 - 19:15 Snemmskráningu lýkur: 23. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 31.500/28.600 kr.

Á þessu námskeiði er unnið með atburði úr eigin lífi, drauma og ómeðvitað hugsanamunstur. Þátttakendur skrifa um góðar og slæmar minningar, fara í ferðalag um undirmeðvitundina með æfingum sem slökkva á rödd skynseminnar en styrkja rödd hjartans og innsæisins.

AÐ RITA ÆVISÖGUR OG ENDURMINNINGAR Á námskeiðinu verður fjallað um ævisögur og endurminningar frá ýmsum sjónarhornum. Helstu skólar í ævisagnaritun verða kynntir en líka aðferðir til þess að takast á við eigin minningar, fróðleik eða upplýsingar. Farið verður vandlega í frásagnaraðferðir og ýmsar leiðir sem hægt er að nota, og jafnframt fjallað um heimildanotkun og frágang þeirra.

Kennsla: Ólöf Sverrisdóttir, leikkona og ritlistarkona Hvenær: Þri. 1. - 29. okt. kl. 19:30 - 21:30 (5x) Snemmskráningu lýkur: 21. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 45.000/40.900 kr.

GARÐFUGLAR – FÓÐRUN OG AÐBÚNAÐUR

Kennsla: Páll Valsson, bókmenntafræðingur og rithöfundur Hvenær: Fim. og mán. 3. - 14. okt. kl. 20:00 - 22:00 (4x) Snemmskráningu lýkur: 23. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 42.600/38.700 kr.

Rúmlega 50 fuglategundir hafa sést í einstökum görðum á Íslandi. Á námskeiðinu verður fjallað um helstu tegundir sem búast má við í íslenskum görðum, sýndar myndir af fuglunum, farið í helstu náttúrulegar fæðugerðir vetur og sumar og hvað sé best að bjóða þeim ef þeir sýna sig í garðinum.

HEIMILI OG HÖNNUN

Kennsla: Örn Óskarsson, líffræðingur og framhaldsskólakennari Hvenær: Mið. 2. okt. kl. 19:30 – 22:00 Snemmskráningu lýkur: 22. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 14.200/12.900 kr.

Á námskeiðinu er farið í grunnatriði hönnunar innan heimilisins, s.s. uppröðun húsgagna, hvernig hengja á upp myndir og litaskema. Að loknu námskeiðinu ættu þátttakendur að geta gert einfaldar breytingar heima við sem draga betur fram þann stíl sem hentar vel þeim munum og húsgögnum sem eru til á heimilinu. Ekki er nauðsynlegt að fara í dýrar framkvæmdir til að endurspegla persónulegan stíl.

SKÁLDLEG SKRIF Hér lærir þú hvernig þú berð þig að ef þig langar að skrifa. Þú lærir um þá grunnþætti sem ráða ferðinni þegar þú tekur fyrstu skrefin á ritvellinum. Hér er þér bókstaflega kennt að stýra hugmyndum þínum í farveg og koma þeim á rétta braut.

Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður Hvenær: Fim. 3. og 10. okt. kl. 19:30 - 21:30 Snemmskráningu lýkur: 23. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 20.800/18.900 kr.

Kennsla: Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur Hvenær: Mið. 2. - 30. okt. 20:15 - 22:15 (5x) Snemmskráningu lýkur: 22. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 45.000/40.900 kr.

ÆTTFRÆÐIGRÚSK – FJÖLSKYLDUSAGA ÞÍN Á NETINU Lærðu að nýta þér gagnagrunna og skjalasöfn á netinu til að afla upplýsinga um sögu fjölskyldu þinnar allt að 200 ár aftur í tímann. Berðu upplýsingarnar saman við lýsingar sagnfræðinga og annarra á lífskjörum og möguleikum almennings til að takast á við fátækt, barnadauða, vistarbönd, farsóttir og harðindi. Þínu fólki tókst það – annars værir þú ekki hér. Kennsla: Stefán Halldórsson, félagsfræðingur, rekstrarhagfræðingur og ættfræðigrúskari Hvenær: Fim. 7., 14. og 21. okt. kl. 19:30 - 21:30 (3x) Snemmskráningu lýkur: 27. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 31.500/28.600 kr.

SKAPANDI SAMSKIPTI OG FÆRNI Í TJÁNINGU QIGONG LÍFSORKAN

Á námskeiðinu er farið yfir hvernig skapandi og jákvæð samskipti geta örvað og hjálpað okkur í vinnu og frístundum. Unnið er með mikilvægi jákvæðrar nálgunar og sveigjanleika í allri samvinnu og samstarfi.

Qi (Chi) er hrein tær orka í allri náttúrunni - frumaflið - lífsorkan. Qigong æfingar og hugleiðsla hafa góð áhrif á líkama og sál, draga úr líkum á kvíða og kulnun. Þær byggja upp jákvætt hugarfar og styrk til að standa óhrædd með okkur í dagsins önn. Æfingarnar eru einfaldar þannig að allir geta notið þeirra. Ástundun Qigong hefur góð áhrif á samskipti, eykur hugarró og einbeitingu.

Kennsla: Ólöf Sverrisdóttir og Ólafur Guðmundsson leikarar Hvenær: Mán. 7. - 28. okt. kl. 20:15 - 22:15 (4x) Snemmskráningu lýkur: 27. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 45.000/40.900 kr. 10


MEGA KARLAR BLÓMSTRA? ÁSKORANIR KARLA Á NÝJUM TÍMUM

FJÁRMÁL VIÐ STARFSLOK Fróðlegt og gagnlegt námskeið um það sem mikilvægast er að hafa á hreinu þegar starfsævi lýkur. Fjallað verður á einföldu og skýru máli um reglur vegna skerðinga Tryggingastofnunar, skatta á sparnað, lagalegt öryggi bankareikninga og ríkisskuldabréfa og fleira sem fróðlegt er að vita þegar komið er á lífeyrisaldur.

Á námskeiðinu verður rætt um seiglu og þá þætti sem tengjast henni. Einnig verður rætt um ávinning þess að tileinka sér aðferðir sem hjálpa til að stilla hugarfar sitt sjálfum sér til gleði og ánægju. Skoðað verður hvernig áföll og seigla tengjast og hvernig hægt er að finna leiðir til að takast á við áföll og vinna úr þeim sjálfum sér til gagns.

Kennsla: Björn Berg Gunnarsson, viðskiptafræðingur og fræðslustjóri Íslandsbanka og VÍB Hvenær: Lau. 12. okt. kl. 10:00 - 13:00 Snemmskráningu lýkur: 2. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.300/13.900 kr.

Kennsla: Einar Þór Jónsson og Sigurjón Þórðarson Hvenær: Þri. 8. og 15. og 22. okt. kl. 20:00 - 22:00 (3x) Snemmskráningu lýkur: 27. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 43.900/39.900 kr.

FASTEIGNAKAUP Á MANNAMÁLI Markmið þessa námskeiðs er að væntanlegir kaupendur og seljendur hafi grunnskilning á söluferli fasteigna og þeim helstu meginreglum sem þar gilda sem og praktísk atriði sem vert er að hafa í huga við kaup og sölu fasteigna. Kennsla: Guðbjörg Matthíasdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali Hvenær: Þri. 22. okt. kl: 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 12. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.300/13.900 kr.

BETRI FJÁRMÁL FYRIR ÞIG – EINSTAKLINGSMIÐUÐ ÞJÁLFUN Í PERSÓNULEGUM FJÁRMÁLUM Á námskeiðinu er lögð megináhersla á hjálp til sjálfshjálpar í fjármálum. Ávinningurinn er aukin sjálfstjórn og skipulag sem hefur jákvæð áhrif á fleiri þætti daglegs lífs. Þátttakendur öðlast verkfæri til að taka stjórn á daglegu lífi og fjármálum með yfirsýn og markmiðum. Vinnubók er innifalin í námskeiðsverði. Kennsla: Haukur Hilmarsson, ráðgjafi í fjármálahegðun Hvenær: Mið. 9. okt. kl. 19:00 - 22:00 og 6. nóv. kl. 20:15 - 21:15 Snemmskráningu lýkur: 29. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 27.400/24.900 kr.

JÓGA NIDRA Jóga Nidra virkjar heilunar- og endurnýjunarmátt líkamans, losar um spennu og streitu og kemur jafnvægi á ósjálfráða taugakerfið. Námskeiðið er fyrir alla þá sem hafa áhuga á að kynnast sjálfum sér betur, bæta líðan sína og heilsu, draga úr streitu og spennu í líkamanum, draga úr líkamlegum einkennum streitu, stýra hugsunum og sofa betur.

AUKUM EIGIN LÍFSGÆÐI OG HAMINGJU MEÐ HYGGE Danski lífsstíllinn að hygge, hafa það huggulegt, slær nú í gegn um allan heim. Bækur um hygge rata á metsölulista og fólk þyrstir í að kynna sér hvernig hægt er að nýta hygge til að bæta lífið. En í hverju felst hygge í raun og veru og hvernig getum við nýtt okkur þessa siði, viðhorf og lífsstíl til að bæta eigin lífsgæði og hamingju í hversdeginum?

Kennsla: Jóhanna Björk Briem, MA í áhættuhegðun og forvörnum, löggiltur sjúkranuddari og Amrit Jóga Nidra kennari Hvenær: Fim. 24. okt. - 14. nóv. kl. 18:00 - 19:15 (6x) Snemmskráningu lýkur: 14. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 29.500/26.900 kr.

Kennsla: Kristín Linda Jónsdóttir, sálfræðingur, kennari og ritstjóri. Gestakennari á námskeiðinu er Anna Jóna Guðmundsdóttir, kennari og ráðgjafi Hvenær: Fim. 10. okt. kl. 19:30 - 22:30 Snemmskráningu lýkur: 1. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 17.500/15.900 kr.

GERLAR OG GEÐHEILSA – HVAÐ SEGJA VÍSINDIN? Stað- og fjarnámskeið Nýjar rannsóknir benda til þess að upptök ýmissa sjúkdóma megi rekja til ójafnvægis í meltingarvegi. Á þessu námskeiði 11


TUNGUMÁL

verða áhrif örveruflóru þarmanna á geðheilsu skoðuð. Farið er yfir hvernig mataræði og mjókursýrugerlar geta haft áhrif, hvað getur raskað örveruflóru meltingarvegar og hvaða aðferðir má nota til að byggja upp og bæta.

DANSK KULTUR OG SAMFUND SET IGENNEM POPULÆR DANSK TV SERIE

Kennsla: Birna G. Ásbjörnsdóttir, MSc í næringarlæknisfræði Hvenær: Þri. 29. okt. kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 19. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 14.200/12.900 kr.

Kennsla: Charlotte Bøving, leikkona og leikstjóri Hvenær: Mán. og mið. 7. – 23. okt. kl. 17:15 - 19:15 (6x) Snemmskráningu lýkur: 27. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 43.900/39.900 kr.

JÁKVÆÐ SÁLFRÆÐI OG STYRKLEIKAÞJÁLFUN (COACHING) – NÝTTU STYRKLEIKA ÞÍNA Á NÝJAN HÁTT

SPÆNSKA I Kennsla: Steinunn Björk Ragnarsdóttir, MA í spænsku Hvenær: Þri. og fim. 8. - 24. okt. kl. 17:00 - 19:00 (6x) Snemmskráningu lýkur: 28. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 39.000/35.400 kr.

Á námskeiðinu verður farið yfir rannsóknir á styrkleikum, bjartsýni og hamingju og fjallað um gildi jákvæðni fyrir sköpun og árangur. Einnig verður farið í kosti styrkleikaþjálfunar og hvernig hægt er að nýta sér verkfæri úr styrkleikaþjálfun í daglegu lífi.

ÍTALSKA FYRIR BYRJENDUR Kennsla: Maurizio Tani, stundakennari í ítölsku við HÍ Hvenær: Þri. og fim. 15. - 31. okt. kl. 17:15 - 19:15 (6x). Snemmskráningu lýkur: 5. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 39.000/35.400 kr.

Kennsla: Anna Jóna Guðmundsdóttir, kennari og ráðgjafi og gestakennari á námskeiðinu er Kristín Linda Jónsdóttir, sálfræðingur, kennari og ritstjóri Hvenær: Þri. 29. okt. - 26. nóv. kl. 19:30 - 21:30 (5x) Snemmskráningu lýkur: 19. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 49.400/44.900 kr.

FRANSKA FYRIR BYRJENDUR I Í samstarfi við Mála- og menningardeild við Hugvísindasvið HÍ Kennsla: Ásta Ingibjartsdóttir Hvenær: Mán. og mið. 21. okt. - 27. nóv. kl. 16:40 - 18:10 (12x) Snemmskráningu lýkur: 11. okt. Almennt verð: 57.000 kr.

ÞÝSKA FYRIR BYRJENDUR I Í samstarfi við Mála- og menningardeild við Hugvísindasvið HÍ Kennsla: Vanessa Monika Isenmann Hvenær: Mán. og mið. 21. okt. - 27. nóv. kl. 16:40 - 18:10 (12x) Snemmskráningu lýkur: 11. okt. Almennt verð: 57.000 kr.

PÓLSKA FYRIR BYRJENDUR I Í samstarfi við Mála- og menningardeild við Hugvísindasvið HÍ

VÖNDUÐ ÍSLENSKA – TÖLVUPÓSTAR OG STUTTIR TEXTAR

Kennsla: Katarzyna Rabeda Hvenær: Þri. og fim. 22. okt. - 28. nóv. kl. 16:40 - 18:10 (12x) Snemmskráningu lýkur: 12. okt. Almennt verð: 57.000 kr.

Sífellt fleiri þurfa að semja ritaða texta, oftast fremur stutta, bæði í starfi og einkalífi. Nokkur lykilatriði sem hafa verður í huga eru tími, sjálfsöryggi, þekking á viðfangsefni, bygging texta, málfar og birting. Farið verður í nokkur helstu einkenni texta sem samdir eru á íslensku og þátttakendur þjálfaðir í að semja stutta texta, t.d. tölvupósta, efni á innri vefi, heimasíður og fréttabréf.

VIÐSKIPTAENSKA – ALÞJÓÐASAMSKIPTI Á ENSKU Kennsla: Hulda Kristín Jónsdóttir, MA and PhD Candidate Hvenær: Þri. og fim. 29. okt - 14. nóv kl. 17:00 - 19:00 Snemmskráningu lýkur: 18. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 45.100/41.000 kr.

Kennsla: Sigurður Konráðsson, prófessor í íslensku við HÍ Hvenær: Mið. 30. okt. kl. 13:00 - 16:00 Snemmskráningu lýkur: 20. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 19.700/17.900 kr.

12


NÓVEMBER MENNING

gegnum jarðsöguna. Fróðlegt námskeið fyrir allt áhugafólk um jarðfræði; náttúruunnendur, göngufólk og leiðsögumenn.

KLAUSTURHALD Á ÍSLANDI

Kennsla: Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur og höfundur bókarinnar Vegvísir um jarðfræði Íslands Hvenær: Mán. 18. nóv. kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 8. nóv. Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.900 /14.500 kr

Farið verður yfir sögu einsetulifnaðar og klausturhalds á Íslandi á miðöldum. Fjallað verður um útþenslu Rómarkirkju til N-Evrópu fyrr á öldum og hvernig klausturhald náði að skjóta rótum í íslensku samfélagi. Þá verður farið yfir það hvað breyttist þegar kaþólsk trú og klausturhald lagðist af hérlendis við siðaskiptin. Kennsla: Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands Hvenær: Þri. 5., 12. og 17. nóv. kl. 19:30 - 21:30 (3x) Snemmskráningu lýkur: 26. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 27.300/24.800 kr.

GYÐINGAR – SAGA, SIÐIR OG MENNING GYÐINGDÓMUR Námskeiðið er annað tveggja kvölda námskeiða sem eru hvort um sig sjálfstæð en gefa saman nokkuð heildstæða mynd af málefnum Gyðinga. Á þessu fyrra námskeið verður fjallað um Gyðingaþjóðina, mótun gyðingdóms og Tenach sem er trúarbók Gyðinga, nánast samsvarandi Gamla testamentinu. Kennsla: Jón Björnsson, sálfræðingur og ferðabókahöfundur og Þorleifur Friðriksson, sagnfræðingur og skipuleggjandi/ fararstjóri. Hvenær: Mán. 11. og 18. nóv. kl. 19:30 - 21:30 Snemmskráningu lýkur: 1. nóv. Almennt verð/snemmskráningarverð: 20.700/18.800 kr.

VANJA FRÆNDI Í BORGARLEIKHÚSINU

HVAÐ EF?

Í tengslum við uppsetningu leikhússins á Vanja frænda eftir Anton Tsjékhov efnir ENDURMENNTUN til námskeiðs um verkið og uppsetninguna í samvinnu við leikhúsið. Miði á forsýningu er innifalinn í námskeiðsgjaldi.

Áhugavert námskeið þar fjallað verður um afdrifarík atvik í mannkynssögunni og þó einkum hvað hefði orðið ef tiltekin atriði hefðu farið öðruvísi en raun varð. Augljós spurning er til dæmis: Hvað hefði gerst ef Adolf Hitler hefði komist inn í listaakademíuna í Vínarborg og aldrei orðið leiðtogi þýskra nasista?

Kennsla: Gunnar Þorri Pétursson, þýðandi leikritsins og Brynhildur Guðjónsdóttir, leikstjóri sýningarinnar Umsjón: Halla Björg Randversdóttir, fræðslustjóri Borgarleikhússins Hvenær: Hjá ENDURMENNTUN þri. 26. nóv. og þri. 3. des. kl. 20:00 - 22:00. Heimsókn á æfingu í Borgarleikhúsinu þri. 17. des. kl. 13:00 - 16:00. Forsýning í Borgarleikhúsinu fim. 9. jan. kl. 20:00 og umræður að henni lokinni. Snemmskráningu lýkur: 16. nóv. Almennt verð/snemmskráningarverð: 20.700/18.800 kr.

Kennsla: Illugi Jökulsson rithöfundur Hvenær: Mið. 13., 20., 27. nóv. og 4. des kl. 19:30 - 21:30 Snemmskráningu lýkur: 3. nóv. Almennt verð/snemmskráningarverð: 32.800 /29.800 kr.

JARÐSAGA ÍSLANDS Jarðsaga Íslands er afar áhugavert umfjöllunarefni sem fengið hefur minni athygli en tilefni er til. Á þessu námskeiði mun Snæbjörn Guðmundsson fjalla um myndun Íslands og mótun í

13


PERSÓNULEG HÆFNI

NÁUM TÖKUM Á LESTRARNÁMINU Á SKEMMTILEGAN HÁTT VIÐ ELDHÚSBORÐIÐ

FJÁRMÁL VIÐ STARFSLOK

Margir foreldrar vilja hjálpa börnum sínum við lestrarnámið en vita ekki hvernig best er að bera sig að. Á námskeiðinu eru kynntar árangursríkar, fjölbreyttar og skemmtilegar leiðir til að æfa bókstafi, hljóð og hljóðtengingu sem allt er grunnur í lestrarnáminu.

Fróðlegt og gagnlegt námskeið um það sem mikilvægast er að hafa á hreinu þegar starfsævi lýkur. Fjallað verður á einföldu og skýru máli um reglur vegna skerðinga Tryggingastofnunar, skatta á sparnað, lagalegt öryggi bankareikninga og ríkis-skuldabréfa og fleira sem fróðlegt er að vita þegar komið er á lífeyrisaldur.

Kennsla: Helga Kristjánsdóttir, leik- og grunnskólakennari Hvenær: Mið. 6. nóv. kl. 20:00 - 21:30 Snemmskráningu lýkur: 27. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 7.600/6.900 kr.

Kennsla: Björn Berg Gunnarsson, viðskiptafræðingur og fræðslustjóri Íslandsbanka og VÍB Hvenær: Mán. 4. nóv. kl. 16:15 - 19:15 Snemmskráningu lýkur: 25. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.300/13.900 kr.

FRÁ LOFTSLAGSVÍSINDUM TIL AÐGERÐA – MÁTTUR EINSTAKLINGANNA Vegna loftslagsbreytinga og annarra umhverfisvandamála hefur veröldin tekið miklum stakkaskiptum. Spár vísindamanna benda til þess að við höfum innan við áratug til að gera þær breytingar sem eru nauðsynlegar til þess að skerða ekki lífsgæði framtíðarkynslóða verulega. Við höfum tækifæri núna til þess að ná stjórn á aðstæðum okkar, barna okkar og sporna gegn eyðileggingu á umhverfi okkar og náttúru.

STOFAN Á HEIMILINU – HEILDARMYND Á FJÖLNOTA RÝMI Stofan er fjölnota rými og því skiptir máli að skilgreina hlutverk hennar – stór og smá. Á námskeiðinu verður farið í nánast allt sem viðkemur stofunni: Liti, lýsingu, uppröðun húsgagna, myndir á veggjum og fleira. Hvernig þjónar stofan þörfum fjölskyldunnar?

Kennsla: Þorbjörg Sandra Bakke, verkefnastjóri sjálfbærni- og umhverfismála í Háskóla Íslands Hvenær: Mán. 11. nóv. kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 1. nóv. Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.900/14.500 kr.

Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður Hvenær: Mán. 4. nóv. kl. 19:15 - 22:15 Snemmskráningu lýkur: 25. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 17.100/15.500 kr.

NÚVITUND Í UPPELDI BARNA Núvitund hjálpar börnum og fullorðnum við að takast á við áskoranir daglegs lífs og öðlast meiri hugarró og vellíðan. Á þessu stutta en hagnýta námskeiði færðu innsýn í hvað núvitund er og kynnist leiðum og æfingum sem stutt geta við núvitund barna og um leið hvernig þú getur aukið eigin núvitund og styrkt þig sem uppalanda. Kennsla: Bryndís Jóna Jónsdóttir, diplóma í jákvæðri sálfræði og MA í náms- og starfsráðgjöf Hvenær: Mið. 13. nóv. kl. 19:00 – 21:30 Snemmskráningu lýkur: 1. nóv. Almennt verð/snemmskráningarverð: 14.200/12.900 kr.

HLAÐVARP – NÝTT TÆKI Í FJÖLMIÐLUN OG MARKAÐSSETNINGU Hlaðvarp er ódýr og einföld leið fyrir einstaklinga, hópa eða fyrirtæki til að koma efni og upplýsingum á framfæri við almenning. Á námskeiðinu verður fjallað um hvað hlaðvarp er, vinsælustu hlaðvörpin og hvernig hlaðvarpsþættir eru framleiddir og þeim komið á framfæri við almenning. Þátttakendum stendur til boða að fá aðstoð við að framleiða einn hlaðvarpsþátt.

ENDURFJÁRMÖGNUN ÍBÚÐALÁNA Ertu að huga að endurfjármögnun íbúðalána? Viltu vita hvaða lánamöguleikar eru í boði? Viltu læra um kosti og galla verðtryggðra og óverðtryggðra lána? Viltu auka eignamyndun í þínu húsnæði? Þetta er gagnlegt námskeið um það sem mikilvægast er að hafa í huga við endurfjármögnun íbúðalána. Kennsla: Björn Berg Gunnarsson, viðskiptafræðingur og fræðslustjóri Íslandsbanka og VÍB Hvenær: Fim. 21. nóv. kl. 20:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 11. nóv. Almennt verð/snemmskráningarverð: 17.200/15.600 kr.

Kennsla: Guðmundur Hörður Guðmundsson, kynningar- og vefstjóri við HÍ Hvenær: Mán. 4., fim. 7. og mán. 11. nóv. kl. 20:00 - 22:00 (3x) Snemmskráningu lýkur: 25. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 31.500/28.600 kr.

14


TUNGUMÁL SPÆNSKA II Kennsla: Steinunn Björk Ragnarsdóttir, MA í spænsku Hvenær: Þri. og fim. 12.- 28. nóv. kl. 17:00 - 19:00 (6x) Snemmskráningu lýkur: 2. nóv. Almennt verð/snemmskráningarverð: 39.000/35.400 kr.

SÚRKÁLSVEISLA FYRIR ÞARMAFLÓRUNA – NÆRANDI, FRÆÐANDI & BRAGÐGOTT NÁMSKEIÐ Á þessu námskeiði leiða saman hesta sína Birna G. Ásbjörnsdóttir, einn helsti sérfræðingur landsins í þarmaflórunni og súrkálsdrottningin Dagný Hermannsdóttir. Námskeiðið hentar öllum sem hafa áhuga á að bæta heilsuna og kynnast nýjum víddum í matargerð.

ÍTALSKA II

Kennsla: Birna G. Ásbjörnsdóttir og Dagný Hermannsdóttir Hvenær: Mán. 18. og fim. 21. nóv. kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 8. nóv. Almennt verð/snemmskráningarverð: 20.300/18.400 kr.

Kennsla: Maurizio Tani, stundakennari í ítölsku við HÍ Hvenær: Þri. og fim. 12. - 28. nóv. kl. 17:00 - 19:00 Snemmskráningu lýkur: 2. nóv. Almennt verð/snemmskráningarverð: 39.000/35.400 kr.

JANÚAR 2020 MENNING

PERSÓNULEG HÆFNI

SAGA, UMHVERFI OG FRAMTÍÐ NÍLAR

ÍBÚÐASKIPTI – MEIRI UPPLIFUN, MINNI KOSTNAÐUR

Í þessu þverfaglega fjögurra kvölda námskeiði beitum við ímyndunaraflinu og „siglum“ niður Níl í tíma og ótíma! Rétt eins og við værum ferðamenn á eiginlegri siglingu skoðum við sögu og umhverfi þeirra samfélaga sem við hana búa og pólítískar og menningarlegar aðstæður þeirra.

Fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir hefur gert íbúðaskipti að hluta af lífsstíl sínum og ferðast árlega erlendis með fjölskyldu sína án þess að greiða fyrir gistingu. Á þessu námskeiði deilir hún reynslu sinni af íbúðaskiptum og veitir þátttakendum innblástur til gefandi og hagsýnni ferðalaga.

Kennsla: Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Bandaríkjunum Hvenær: Mán. og mið. 13., 16., 20. og 22. jan. kl. 19:30 - 21:30 (4x) Snemmskráningu lýkur: 3. jan. Almennt verð/snemmskráningarverð: 32.800/29.800 kr.

Kennsla: Snæfríður Ingadóttir, ferðalangur og blaðamaður með meiru Hvenær: Þri. 28. jan. kl. 19:30 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 18. jan. Almennt verð/snemmskráningarverð: 14.200/12.900 kr.

15


E N D U R M E N N T U N H Á S K Ó L A Í S L A N D S , D U N H A G A 7 , 1 0 7 R E Y K J AV Í K , S Í M I 5 2 5 4 4 4 4 , E N D U R M E N N T U N . I S 16


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.