FRÓÐLEIKUR & SKEMMTUN VORMISSERI 2020
EITTHVAÐ FYRIR ALLA Á VORMISSERI Þegar nýtt ár gengur í garð er við hæfi að líta til baka yfir farinn veg og athuga hvað við lærðum af liðnum tímum. Á síðasta ári voru loftslagsmál í brennidepli hvarvetna í umræðunni og áhuginn leyndi sér ekki hjá þátttakendum ENDURMENNTUNAR þar sem þéttsetin námskeið um umhverfismál hvers konar voru á dagskrá.
Kristín Jónsdóttir Njarðvík endurmenntunarstjóri Háskóla Íslands
Ásamt áframhaldandi fræðslu um loftslagsvísindi verður á vormisseri hleypt af stokkunum röð námskeiða um spendýr á Íslandi þar sem áhugasömum gefst tækifæri á að kynnast náttúru Íslands betur. Þar ætla færustu sérfræðingar að fjalla um fjórar gerðir villtra spendýra á Íslandi; hreindýr, seli, refi og hvali. Skemmtilegt viðtal við Skarphéðin Þórisson hreindýrasérfræðing er einmitt að finna hér innar í bæklingnum.
NÁMSKEIÐ Á VORMISSERI SEM SNÚA AÐ SPENDÝRUM Í NÁTTÚRU ÍSLANDS: Refir í náttúru Íslands Selir í náttúru Íslands Hvalir í náttúru Íslands Hreindýr í náttúru Íslands Fleiri spennandi nýjungar er að finna í þessum bæklingi svo sem námskeiðið Þín eigin saga fyrir foreldra og börn með Ævari Þór Benediktssyni eða Ævari vísindamanni eins og hann er kallaður. Jafnframt verður nýtt námskeið í umsjá
Ritstjórn: Þorbjörg Pétursdóttir Ábyrgð: Kristín Jónsdóttir Njarðvík Prentun: Svansprent Umbrot: Sigrún K. Árnadóttir Innihald blaðsins er birt með fyrirvara um breytingar 2
Stefáns Halldórssonar um vesturfara fyrr og nú þar sem hann skoðar m.a. hvernig rekja má ættir vestur um haf með leit á netinu auk undirbúnings fyrir ferð um Íslendingaslóðir. Tungumálanámskeiðin eiga alltaf sinn veglega sess í námsframboðinu og fer vaxandi. Gaman er að geta þess að vegna mikillar eftirspurnar eftir ítölskunámskeiðum höfum við nú bætt við þriðja námskeiðinu fyrir þá sem hafa lokið hinum tveimur. Það ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og við hlökkum til að taka á móti ykkur á Dunhaganum í vor. Kristín Jónsdóttir Njarðvík
Kynntu þér námskeið og námsbrautir á ENDURMENNTUN.IS
3
JANÚAR PERSÓNULEG HÆFNI BYRJAÐU Í GOLFI – FYRIR BYRJENDUR OG LENGRA KOMNA
rannsókna hafa sýnt fram á að núvitundarþjálfun hefur jákvæð áhrif á vellíðan, bætir heilsufar, dregur úr streitu, kvíða og depurð. Hún felur í sér að læra að nema staðar „hér og nú“, láta af sjálfstýringu hugans og sættast betur við það sem er.
Í samstarfi við Hissa, ráðgjafar- og fræðslumiðstöð um golf. Golf er vinsæl íþrótt meðal allra aldurshópa og það er hægt að byrja að spila golf hvenær sem er á lífsleiðinni. Á námskeiðinu verður farið í alla þá grunnþætti sem nauðsynlegir eru fyrir fyrstu skrefin á golfvellinum.
Kennsla: Herdís Finnbogadóttir sálfræðingur Hvenær: Mán. 20. jan - 2. mars og fös. 6. mars kl. 19:30 - 21:00 (8x) Snemmskráningu lýkur: 10. jan. Almennt verð/snemmskráningarverð: 63.700/57.900 kr.
Kennsla: Magnús Birgisson PGA golfkennari og SNAG master leiðbeinandi Hvenær: Mið. 8., mán. 13. og mið. 15. jan. kl. 20:00 - 22:00. Kennt er 13. jan. í æfingahúsnæði Almennt verð/snemmskráningarverð: 31.500/28.600 kr.
QIGONG LÍFSORKAN Qi (Chi) er hrein tær orka í allri náttúrunni – frumaflið - lífsorkan. Qigong æfingar og hugleiðsla hafa góð áhrif á líkama og sál, draga úr líkum á kvíða og kulnun. Þær byggja upp jákvætt hugarfar og styrk til að standa óhrædd með okkur í dagsins önn. Æfingarnar eru einfaldar þannig að allir geta notið þeirra. Ástundun Qigong hefur góð áhrif á samskipti, eykur hugarró og einbeitingu. Kennsla: Þorvaldur Ingi Jónsson Hvenær: Mið. 22. jan., mið. 29. jan. og mán. 3. feb. kl. 17:10 - 19:30 (3x) Snemmskráningu lýkur: 12. jan. Almennt verð/snemmskráningarverð: 37.000/33.600 kr.
ÍBÚÐASKIPTI – MEIRI UPPLIFUN, MINNI KOSTNAÐUR Fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir hefur gert íbúðaskipti að hluta af lífsstíl sínum og ferðast árlega erlendis með fjölskyldu sína án þess að greiða fyrir gistingu. Á þessu námskeiði deilir hún reynslu sinni af íbúðaskiptum og veitir þátttakendum innblástur til gefandi og hagsýnni ferðalaga.
SÖNGTEXTAGERÐ Á námskeiðinu verður farið yfir grunnhugtök bragfræðinnar, ýmsar aðferðir við textagerð skoðaðar og þá verður fólki bókstaflega kennt að yrkja söngtexta. Undir lok námskeiðsins munu þátttakendur geta ort sönghæfa texta og metið ýmsa af þeim þáttum sem geta gert góðan texta enn betri.
Kennsla: Snæfríður Ingadóttir, ferðalangur með meiru Hvenær: Þri. 28. jan. kl. 19:30 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 18. jan. Almennt verð/snemmskráningarverð: 14.200/12.900 kr.
Kennsla: Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur Hvenær: Mán. 20., 27. jan. og 3. feb. kl. 19:30 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 10. jan. Almennt verð/snemmskráningarverð: 40.600/36.900 kr.
VÖNDUÐ ÍSLENSKA – TÖLVUPÓSTAR OG STUTTIR TEXTAR Farið verður yfir nokkur helstu einkenni texta sem samdir eru á íslensku og þátttakendur þjálfaðir í að semja stutta texta, t.d. tölvupósta, efni á innri vefi, heimasíður og fréttabréf.
NÚVITUNDARNÁMSKEIÐ: VELKOMIN Í NÚIÐ – FRÁ STREITU TIL SÁTTAR
Kennsla: Sigurður Konráðsson, prófessor í íslensku við HÍ Hvenær: Mið. 29. jan. kl. 13:00 - 16:00 Snemmskráningu lýkur: 19. jan. Almennt verð/snemmskráningarverð: 19.700/17.900 kr.
Í núvitundarþjálfun er tvinnað saman aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði austrænnar visku. Niðurstöður
4
SKÁLDLEG SKRIF Hér lærir þú hvernig þú berð þig að ef þig langar að skrifa. Þú lærir um þá grunnþætti sem ráða ferðinni þegar þú tekur fyrstu skrefin á ritvellinum. Hér er þér bókstaflega kennt að stýra hugmyndum þínum í farveg og koma þeim á rétta braut. Kennsla: Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur Hvenær: Mið. 29. jan. - 26. feb. kl. 20:15 - 22:15 (5x) Snemmskráningu lýkur: 19. jan. Almennt verð/snemmskráningarverð: 45.000/40.900 kr.
AÐ SKRIFA TIL AÐ LIFA Á þessu námskeiði er unnið með atburði úr eigin lífi, drauma og ómeðvitað hugsanamunstur. Þátttakendur skrifa um góðar og slæmar minningar, fara í ferðalag um undirmeðvitundina með æfingum sem slökkva á rödd skynseminnar en styrkja rödd hjartans og innsæisins.
JÓLABÓKAFLÓÐIÐ MEÐ DRUSLUBÓKUM OG DOÐRÖNTUM Á þessu fimm kvölda námskeiði er ætlunin að taka eitt skáldverk til umfjöllunar í hvert skipti. Tveimur höfundum verður boðið í heimsókn til að ræða við þátttakendur um verk sín. Kennarar munu leiða umræðuna og setja verkin í fræðilegt samhengi og síðan geta þátttakendur tekið þátt í umræðunni eins og þeim hentar.
Kennsla: Ólöf Sverrisdóttir, leikkona og ritlistarkona Hvenær: Mið. 29. jan., 5., 19., og 26. feb. og 4. mars kl. 19:30 - 21:30 (5x) Snemmskráningu lýkur: 19. jan. Almennt verð/snemmskráningarverð: 46.100/41.900 kr.
GARÐFUGLAR – FÓÐRUN OG AÐBÚNAÐUR
Kennsla: Guðrún Elsa Bragadóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Guðrún Lára Pétursdóttir og Maríanna Clara Lúthersdóttir Hvenær: Þri. 21. jan. - 18. feb. kl. 20:00 – 22:00 (5x) Snemmskráningu lýkur: 11. jan. Almennt verð/snemmskráningarverð: 32.800/29.900 kr.
Rúmlega 50 fuglategundir hafa sést í einstökum görðum á Íslandi. Á námskeiðinu verður fjallað um helstu tegundir sem búast má við í íslenskum görðum, sýndar myndir af fuglunum, farið yfir helstu náttúrulegar fæðugerðir vetur og sumar og hvað best er að bjóða þeim ef þeir sýna sig í garðinum. Kennsla: Örn Óskarsson, líffræðingur og framhaldsskólakennari Hvenær: Fim. 30. jan. kl. 19:30 – 22:00 Snemmskráningu lýkur: 20. jan. Almennt verð/snemmskráningarverð: 14.200/12.900 kr.
MENNING SAGA, UMHVERFI OG FRAMTÍÐ NÍLAR
NÝTT
Níl er talið lengsta fljót veraldar. Á bökkum Nílar eru að finna stórkostlegar sögulegar minjar svo sem píramídana í Giza og hofin í Luxor og Abu Simbel. Elstu sögur Biblíunnar gerast við Níl og í mörgum trúarbrögðum er fljótið tákn upphafs, eilífðar og dauða. Á þessu námskeiði verður fjallað um sögu, umhverfi og framtíð Nílar.
VISKÍ – LÍFSINS VATN Á námskeiðinu verður rýnt í sögu drykkjarins, hvernig hann varð til, mismun eftir tegundum og svæðum sem og muninn á blönduðum viskíum og einmöltungum. Við lítum á tunnurnar og hvaða hlutverki þær gegna. Ræðum hvernig viskíið breytist við þroskun og síðast en ekki síst verður dreypt á þessum guðaveigum.
Kennsla: Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Bandaríkjunum Hvenær: Mán. 13., fim. 16., mán. 20. og mið. 22. jan. kl. 19:30 – 21:30 (4x) Snemmskráningu lýkur: 3. jan. Almennt verð/snemmskráningarverð: 32.800/29.800 kr.
Kennsla: Jakob Jónsson, sérfræðingur um viskí Hvenær: Mán. 27. jan. kl. 19:30 - 22:30 Snemmskráningu lýkur: 17. jan. Almennt verð/snemmskráningarverð: 16.100/14.600 kr.
5
FEBRÚAR PERSÓNULEG HÆFNI ÖFLUGT SJÁLFSTRAUST Sjálfstraust er undirstaða margra færniþátta, svo sem því hvernig okkur vegnar í samskiptum við aðra, hvernig við setjum markmið, tökum ákvarðanir og vinnum undir álagi. Kenndar verða aðferðir til að efla sjálfstraust og ákveðni og skoðað hvað einkennir einstaklinga með hátt/lágt sjálfsmat. Fjallað verður um áhrif hugarfars, viðhorfa og hugsunar á hegðun og líðan, sjálfsstjórn og sjálfsstyrkingu. Kennsla: Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur Hvenær: Mán og mið. 3., 5. og 10. feb. kl. 16:15 - 19:15 (3x) Snemmskráningu lýkur: 24. jan. Almennt verð/snemmskráningarverð: 45.300/41.100 kr.
KONUR Á BESTA ALDRI – FÆÐA OG FLÓRA SKIPTA MÁLI Á námskeiðinu verður fjallað um fæðu og þarmaflóru í tengslum við breytingaskeið kvenna. Fæðuval hefur áhrif á örveruflóru meltingarfæranna. Farið verður yfir hvernig röskun á þessari mikilvægu flóru getur stuðlað að hitakófum og svitaköstum og haft áhrif á svefn og andlega líðan. Námskeiðið byggir á rannsóknum í næringarlæknisfræði. Kennsla: Birna G. Ásbjörnsdóttir, M.Sc. í næringarlæknisfræði Hvenær: Fim. 6. feb. kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 27. jan. Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.300/13.900 kr.
JÁKVÆÐ SÁLFRÆÐI OG STYRKLEIKAÞJÁLFUN (COACHING) – NÝTTU STYRKLEIKA ÞÍNA Á NÝJAN HÁTT
KVIKMYNDAHANDRIT
Á námskeiðinu verður farið yfir rannsóknir á styrkleikum, bjartsýni og hamingju og fjallað um gildi jákvæðni fyrir sköpun og árangur. Einnig verður fjallað um kosti styrkleikaþjálfunar og hvernig hægt er að nýta sér verkfæri úr styrkleikaþjálfun í daglegu lífi.
Inngangsnámskeið í handritsskrifum fyrir kvikmyndir. Sérstök áhersla verður lögð á að skoða strúktúr og dramatíska uppbyggingu kvikmyndahandrita. Farið verður í grundvallarhugmyndir og hugtök sem varða handritsformið og jafnframt verður myndræn frásögn í kvikmyndum borin saman við skáldsögur, leikrit og sjónvarpsseríur.
Kennsla: Anna Jóna Guðmundsdóttir, kennari og ráðgjafi og gestakennari á námskeiðinu er Kristín Linda Jónsdóttir, sálfræðingur, kennari og ritstjóri Hvenær: Fim. 6. feb. - 5. mars kl. 19:30 - 21:30 (5x) Snemmskráningu lýkur: 27. jan. Almennt verð/snemmskráningarverð: 49.400/44.900 kr.
Kennsla: Huldar Breiðfjörð, BA í almennri bókmenntafræði frá HÍ og MFA í handritsskrifum og kvikmyndagerð frá New York University Hvenær: Fim. 6. feb. - 19. mars kl. 20:15 - 22:15 (7x) Snemmskráningu lýkur: 27. jan. Almennt verð/snemmskráningarverð: 56.000/50.900 kr.
6
AÐ RITA ÆVISÖGUR OG ENDURMINNINGAR
Kennsla: Ólöf Sverrisdóttir og Ólafur Guðmundsson leikarar Hvenær: Þri. 11. feb. - 3. mar. kl. 20:15 - 22:15 (4x) Snemmskráningu lýkur: 1. feb. Almennt verð/snemmskráningarverð: 45.000/40.900 kr.
Á námskeiðinu verður fjallað um ævisögur og endurminningar frá ýmsum sjónarhornum. Helstu skólar í ævisagnaritun verða kynntir en líka aðferðir til þess að takast á við eigin minningar, fróðleik eða upplýsingar.
HVERNIG BIRTIST ÞÚ Á NETINU? – MARKAÐSSETTU SJÁLFAN ÞIG
Kennsla: Páll Valsson, bókmenntafræðingur og rithöfundur Hvenær: Fim. 6. - 27. feb. kl. 20:00 - 22:00 (4x) Snemmskráningu lýkur: 27. jan. Almennt verð/snemmskráningarverð: 42.600/38.700 kr.
NÝTT
Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig þú getur notað samfélagsmiðla í atvinnuleit og hvaða forrit hægt er að nota til að láta ferilskrána standa út úr í bunkanum. Kennsla: Arna Þorsteinsdóttir, meðeigandi og Digital Brand Manager hjá stafrænu auglýsingastofunni SAHARA. Hvenær: Þri. 18. feb. kl. 16:00 - 19:00 Snemmskráningu lýkur: 8. feb. Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.300/13.900 kr.
JÓGA NIDRA Námskeiðið er fyrir alla þá sem hafa áhuga á að kynnast sjálfum sér betur, bæta líðan sína og heilsu, draga úr streitu og spennu í líkamanum, draga úr líkamlegum einkennum streitu, stýra hugsunum og sofa betur. Kennsla: Jóhanna Björk Briem, MA í áhættuhegðun og forvörnum, löggiltur sjúkranuddari og Amrit Jóga Nidra kennari Hvenær: Fim. 6. - 27. feb. kl. 18:00 - 19:15 (4x) Snemmskráningu lýkur: 27. jan. Almennt verð/snemmskráningarverð: 29.600/26.900 kr.
HÚMOR OG GLEÐI Í SAMSKIPTUM ... DAUÐANS ALVARA Húmor í daglegum samskiptum auðveldar fólki að takast á við allskonar uppákomur, leysa úr vandamálum og draga úr streitu. Færð hafa verið rök fyrir því að uppbyggilegur húmor, t.d. á vinnustöðum, bæti áþreifanlega líðan starfsfólks, auki starfsánægju og getu. Sköpunargáfa eykst þegar húmor er notaður á jákvæðan hátt, einnig víðsýni og umburðarlyndi og húmor hefur afar jákvæð áhrif á ónæmiskerfið.
SVEFNHERBERGIÐ – HVÍLDAR- OG GRIÐASTAÐUR Hvernig væri að gefa svefnherberginu andlitslyftingu og draga fram það sem þig hefur alltaf dreymt um? Námskeiðið mun gefa þér innsýn í grunnþætti hönnunar og skilgreina hvað þarf til að gera rýmið notalegt. Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður Hvenær: Mán. 10. feb. kl. 19:15 - 22:15 Snemmskráningu lýkur: 31. jan. Almennt verð/snemmskráningarverð: 17.100/15.500 kr.
Kennsla: Edda Björgvinsdóttir, leikkona, MA í menningarstjórnun og diplóma í jákvæðri sálfræði Hvenær: Mið. 19. feb. kl.19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 9. feb. Almennt verð/snemmskráningarverð: 17.500/15.900 kr.
SKAPANDI SAMSKIPTI OG FÆRNI Í TJÁNINGU Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig skapandi og jákvæð samskipti geta örvað og hjálpað okkur í vinnu og frístundum. Unnið verður með mikilvægi jákvæðrar nálgunar og sveigjanleika í allri samvinnu og samstarfi.
7
MENNING EIRÍKS SAGA, GRÆNLENDINGA SAGA OG SÖGUR AF LANDAFUNDUM
NÝTT
Eiríks saga rauða og Grænlendinga saga eru báðar taldar frá 13. öld. Þær eru helstu heimildirnar um landnám norrænna manna á Grænlandi og tilraunir til landnáms í Vesturheimi. Sögurnar verða skýrðar en einnig verður sagt frá rannsóknum fornleifafræðinga í gegnum tíðina á furðulega vel varðveittum minjum um norræna byggð á Grænlandi og frá fundi þeirra á leifum skála af norrænni gerð í L‘Anse-aux-Meadows á Nýfundnalandi. Kennsla: Torfi Tulinius, prófessor í íslenskum miðaldafræðum við HÍ Hvenær: Þri. 4. feb. - 24. mars kl. 19:30 - 21:30 (8x) Snemmskráningu lýkur: 25. jan. Mið. 5. feb. - 25. mars kl. 10:00 - 12:00 (8x) Snemmskráningu lýkur: 26. jan. Mið. 5. feb. - 25. mars kl. 19:30 - 21:30 (8x) Snemmskráningu lýkur: 26. jan. Almennt verð/snemmskráningarverð: 37.300/33.900 kr.
KÓPAVOGSKRÓNIKA Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU
Hvenær: Þri. 4. og 11. feb. kl. 20:00 - 22:00: EHÍ, Dunhaga 7. Þri. 25. feb. kl. 13:00 - 16:00 og þri. 10. mars kl. 20:00: Borgarleikhúsið Snemmskráningu lýkur: 25. jan. Almennt verð/snemmskráningarverð: 20.700/18.800 kr.
NÝTT
GYÐINGAR – SAGA, SIÐIR OG MENNING
Í tengslum við sýningu Þjóðleikhússins á Kópavogskróniku mun Endurmenntun HÍ efna til námskeiðs um verkið, uppsetninguna og þemu í verkinu, í samvinnu við leikhúsið. Ögrandi og skemmtileg leiksýning, byggð á hispurslausri ástarsögu úr nútímanum. Miði á forsýningu er innifalinn í námskeiðsgjaldi.
Á þessu síðara en þó sjálfstæða námskeiði verður fjallað um dreifingu gyðinga um heiminn (diaspora), einkum í Evrópu, eftir að þeir hröktust frá Ísrael endur fyrir löngu. Það verður einnig fjallað um tvær megingreinar gyðinga í Evrópu; Sefarda og Ashkenasa og örlög þeirra, Holocaust, gyðinga á flótta (m.a. til Íslands), aðdragandann að stofnun Ísraelsríkis, áhrif þess og afleiðingar.
Kennsla: Guðrún Elsa Bragadóttir bókmenntafræðingur, Silja Hauksdóttir leikstjóri og höfundur leikgerðar og Ilmur Kristjánsdóttir leikkona og höfundur leikgerðar. Umsjón: Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur Þjóðleikhússins. Hvenær: Þri. 18. og 25. feb. kl. 19:30 - 21:30: EHÍ, Dunhaga 7. Þri. 3. og fim. 12. mars: Þjóðleikhúsið. Snemmskráningu lýkur: 8. feb. Almennt verð/snemmskráningarverð: 20.700/18.800 kr.
BUBBI Í BORGARLEIKHÚSINU
NÝTT
Kennsla: Jón Björnsson, sálfræðingur og ferðabókahöfundur og Þorleifur Friðriksson, sagnfræðingur og skipuleggjandi/ fararstjóri. Hvenær: Mán. 17. og 24. feb. kl. 19:30 - 21:30 Snemmskráningu lýkur: 7. feb. Almennt verð/snemmskráningarverð: 20.700/18.800 kr.
JARÐSAGA ÍSLANDS FRÁ LOKUM SÍÐASTA JÖKULSKEIÐS
NÝTT
NÝTT
Á námskeiðinu verður kafað í jarðfræði Íslands frá lokum síðasta jökulskeiðs fyrir um tíu til ellefu þúsund árum og þær öru breytingar sem hafa orðið á landinu á þessu stutta en nálæga tímabili í jarðsögunni. Áhugavert námskeið fyrir allt áhugafólk um jarðfræði; náttúruunnendur, göngufólk og leiðsögumenn.
Í tengslum við uppsetningu Borgarleikhússins á söngleiknum Níu líf, í leikstjórn Ólafs Egils Ólafssonar mun ENDURMENNTUN HÍ efna til námskeiðs um verkið og uppsetninguna, í samvinnu við leikhúsið. Miði á forsýningu er innifalinn í námskeiðsgjaldi. Kennsla: Arnar Eggert Thoroddsen sem er einn helsti dægurtónlistarfræðingur landsins, BA í félagsfræði og MA og PhD frá Edinborgarháskóla og Ólafur Egill Egilsson, höfundur og leikstjóri leikritsins. Umsjón: Halla Björg Randversdóttir, fræðslustjóri Borgarleikhússins
Kennsla: Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur Hvenær: Fim. 27. feb. kl.19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 17. feb. Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.900/14.500 kr.
8
VIÐTAL
ÍSLENDINGAR Í SÉRSTÖÐU ÞEGAR KEMUR AÐ FORNSÖGUM Kennararnir þrír í sívinsælu Íslendingasagnanámskeiðunum okkar komu öll saman á fundi nú á dögunum og gafst okkur tækifæri til að spjalla örlítið við þau um gang mála. Ármann Jakobsson, Ásdís Egilsdóttir og Torfi Túliníus hafa ekki einungis ástríðu fyrir íslenskum fornbókmenntum heldur er mikilvægi áframhaldandi fræðslu þeim ofarlega í huga. Ármann segir það mikilvægt að Háskólinn sinni þessu hlutverki af krafti og gefi almenningi færi á að bæta við sig þekkingu burtséð frá fyrri menntun og störfum. En það er einmitt raunin með þátttakendur á námskeiðum þrímenninganna, þangað safnast saman fjölmargir einstaklingar með mismunandi bakgrunn sem allir eiga það sameiginlegt að vera fróðleiksfúsir og spenntir fyrir að kafa djúpt í veröld fornbókmenntanna sem er þjóðinni svo dýrmætur arfur. Íslendingar eru í sérstöðu þegar kemur að þessum sögum enda ekki allar þjóðir sem geta státað af því að geta lesið aldagamla texta á þeirra upphaflega máli. Stemmningin í tímum minnir einnig á fornar hefðir þegar sögurnar voru lesnar saman við eldstæði í torfbæjum og allir fá að taka þátt í umræðum með sínar hugmyndir og kenningar. En tilgangur námskeiðanna er ekki að endursegja
sögurnar á einfaldan máta heldur eru þær settar í samhengi við þá tíma sem þær voru ritaðar á. Þannig er sögusviðið stækkað og upplifun þátttakenda verður mun áhrifameiri en við hefðbundinn lestur.
eftir að námskeiðin hefjist í janúar og ekki seinna vænna að tryggja sér sæti sem fyrst. Þrjár dagsetningar eru í boði og áhugasamir geta valið þann tíma sem hentar. Nánar á endurmenntun.is
Opið er fyrir skráningar á námskeið vormisserisins, þar sem Torfi ætlar að fjalla um Grænland hið forna þegar íslenskir landnemar gerðu sér byggðir þar á hinum ýmsu stöðum. Viðfangsefnin að þessu sinni verða Eiríks saga, Grænlendinga saga og sögur af landafundum. Búast má við að margir bíði spenntir
ÁTT ÞÚ RÉTT Á STYRK FRÁ STÉTTARFÉLAGI TIL AÐ SÆKJA NÁMSKEIÐ? – HAFÐU SAMBAND VIÐ ÞITT STÉTTARFÉLAG OG KANNAÐU MÁLIÐ
9
MARS PERSÓNULEG HÆFNI
nýtingu séreignar og sameignar ásamt helstu skyldum við rekstur húsfélaga.
SKRIF...ANDI
Kennsla: Guðbjörg Matthíasdóttir lögfræðingur Hvenær: Þri. 3. mars kl. 18:15 - 22:15 Snemmskráningu lýkur: 22. feb. Almennt verð/snemmskráningarverð: 20.800/18.900 kr.
Á þessu námskeiði verður lögð áhersla á að skrifa sér til gamans og opna fyrir flæði og hugmyndir. Notaðar verða fjölbreytilegar kveikjur og æfingar sem örva ímyndunarafl og sköpunargleði. Við skoðum ólík sjónarhorn og frásagnaraðferðir og æfum okkur að skrifa alls konar texta, ljóð og lýsingar.
JÓGA NIDRA – FRAMHALDSNÁMSKEIÐ
NÝTT
Framhaldsnámskeið í Jóga Nidra fyrir þá sem hafa tekið þátt í fyrra námskeiðinu hjá ENDURMENNTUN eða þá sem hafa ástundað Jóga Nidra hugleiðslu áður. Farið verður dýpra í fræði og uppruna Jóga Nidra.
Kennsla: Ólöf Sverrisdóttir leikkona og ritlistarkona Hvenær: Mán. 2., 9., 16., 23. og 30. mars kl. 19:30 - 21:30 (5x) Snemmskráningu lýkur: 21. feb. Almennt verð/snemmskráningarverð: 46.100/41.900 kr.
Kennsla: Jóhanna Björk Briem, MA í áhættuhegðun og forvörnum, löggiltur sjúkranuddari og Amrit Jóga Nidra kennari Hvenær: Mán. 2., 9., 16. og 23. mars kl. 17:30 - 18:45 (4x) Snemmskráningu lýkur: 21. feb. Almennt verð/snemmskráningarverð: 29.600/26.900 kr.
FRÁ LOFTSLAGSVÍSINDUM TIL AÐGERÐA – MÁTTUR EINSTAKLINGANNA Vegna loftslagsbreytinga og annarra umhverfisvandamála hefur veröldin tekið miklum stakkaskiptum. Spár vísindamanna benda til þess að við höfum innan við áratug til að gera þær breytingar sem eru nauðsynlegar til þess að skerða ekki lífsgæði framtíðarkynslóða verulega. Við höfum tækifæri núna til þess að ná stjórn á aðstæðum okkar, barna okkar og sporna gegn eyðileggingu á umhverfi okkar og náttúru. Kennsla: Þorbjörg Sandra Bakke, verkefnastjóri sjálfbærni- og umhverfismála í Háskóla Íslands Hvenær: Mið. 4. mars kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 23. feb Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.900/14.500 kr.
HEIMILI OG HÖNNUN Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði hönnunar innan heimilisins s.s.uppröðun húsgagna, hvernig hengja á upp myndir og litaskema. Hvernig má láta húsgögn, persónulega muni, myndir, liti og lýsingu spila saman til að mynda góða heild á heimilinu?
KVÍÐI BARNA OG UNGLINGA – FORELDRANÁMSKEIÐ
Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður Hvenær: Mán. 2. og 9. mars kl. 19:30 - 21:30 Snemmskráningu lýkur: 21. feb. Almennt verð/snemmskráningarverð: 20.800/18.900 kr.
NÝTT
Á barnið þitt erfitt með að sofna á kvöldin? Eru magaverkir daglegt brauð þegar á að fara í skólann, æfingar eða á félagslega viðburði? Hræðist barnið eitthvað svo mikið að það er ekki hægt að hagga því? Þá er barnið þitt líklega að glíma við kvíða og þú lærir á þessu námskeiði að takast á við ofangreind verkefni af öryggi og á réttan hátt.
LÖG UM FJÖLEIGNARHÚS – LÍF Í FJÖLBÝLI OG REKSTUR HÚSFÉLAGA
Kennsla: Elísa Guðnadóttir og Berglind Brynjólfsdóttir sálfræðingar Hvenær: Mið. 4., 11. og 18. mars kl. 20:00 - 22:15
Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu atriði laga um fjöleignarhús og þær reglur sem gilda um ákvarðanatöku og fundarhald, mun á séreign og sameign, kostnaðarhlutdeild, 10
BRAGFRÆÐI FYRIR BYRJENDUR
Snemmskráningu lýkur: 23. feb. Almennt verð/snemmskráningarverð: 34.000/30.900 kr.
Ef þig langar að læra undirstöðuatriði bragfræðinnar, ef í þér blundar skáld eða ef þig langar að setja saman tækifæriskveðskap sem er laus við bragvillur, þá er þetta námskeið eitthvað fyrir þig.
SKÁLDLEG SKRIF – FRAMHALDSNÁMSKEIÐ Hér lærir þú hvernig þú berð þig að þegar þú hefur ákveðið að skrifa. Þú lærir að skoða, vega og meta þá þætti sem ráða för á ritvellinum. Eins verður ýmislegt skoðað sem snýr að útgáfu, undirbúningi fyrir útgáfu og samskiptum við útgefendur.
Kennsla: Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur Hvenær: Mán. 9., 16. og 23. mars kl. 20:00 - 22:00 (3x) Snemmskráningu lýkur: 28. feb. Almennt verð/snemmskráningarverð: 31.500/28.600 kr.
Kennsla: Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur Hvenær: Mið. 4., 11., 18. og 25. mars og 1. apr. kl. 20:00 - 22:00 (5x) Snemmskráningu lýkur: 23. feb. Almennt verð/snemmskráningarverð: 45.000/40.900 kr.
ÞÍN EIGIN SAGA
AUKINN ELDMÓÐUR, ORKA OG VELLÍÐAN – NÁMSKEIÐ FYRIR KARLA
NÝTT
Á þessu námskeiði ætlar Ævar Þór að fá til sín börn og fullorðna saman og leiðbeina þeim með að búa til gagnvirkar sögur þar sem allt getur gerst. Gert er ráð fyrir að foreldrar/ forráðamenn og börn vinni í pörum og því er námskeiðið ekki ætlað einstaklingum. Innifalið í námskeiðsgjaldi er prentun einnar bókar. Hægt verður að kaupa prentun fleiri eintaka ef vilji er til þess.
NÝTT
Til að takast á við síbreytilegar aðstæður nútímans verða allir, ekki síst karlar, að viðurkenna tilfinningar sínar og læra að tengjast þeim á jákvæðan og gagnlegan hátt. Spurt verður hvort karlar megi blómstra, skoðað verður hvað átt er við og hvernig fleiri karlar geta blómstrað.
Kennsla: Ævar Þór Benediktsson, rithöfundur og leikari Hvenær: Þri. og fim. 10. -19. mars kl. 17:30 - 19:30 (4x) Snemmskráningu lýkur: 29. feb. Almennt verð/snemmskráningarverð: 42.800/38.900 kr.
Kennsla: Einar Þór Jónsson og Sigurjón Þórðarson Hvenær: Fim. 5. og 12. mars kl. 19:00 - 22:00 (2x) Snemmskráningu lýkur: 24. feb. Almennt verð/snemmskráningarverð: 32.900/29.900 kr.
SKÁLDSAGA KRUFIN – LETI ER DYGÐ
NÝTT
Á námskeiðinu verður sagan Leti er dygð lesin og hún skoðuð og greind út frá ýmsum leiðum. Sögusviðið, persónurnar og frásögnin eru þar öll undir sama hatti. Markmið okkar er að öðlast innsýn í söguna, skoða þá heimspeki sem að baki býr og velta fyrir okkur siðfræðilegum spurningum sem snerta tilverurétt okkar sem ólíkra einstaklinga.
FJÁRMÁL VIÐ STARFSLOK Fróðlegt og gagnlegt námskeið um það sem mikilvægast er að hafa á hreinu þegar starfsævi lýkur. Fjallað verður á einföldu og skýru máli um reglur vegna skerðinga Tryggingastofnunar, skatta á sparnað, lagalegt öryggi bankareikninga og ríkisskuldabréfa og fleira sem fróðlegt er að vita þegar komið er á lífeyrisaldur.
Kennsla: Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur Hvenær: Þri. 10., 17., 24. og 31. mars kl. 20:00 - 22:00 (4x) Snemmskráningu lýkur: 29. feb. Almennt verð/snemmskráningarverð: 38.400/34.900 kr.
Kennsla: Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka Hvenær: Lau. 7. mars. kl. 10:00 - 13:00 Snemmskráningu lýkur: 26. feb. Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.300/13.900 kr.
11
AUKUM EIGIN LÍFSGÆÐI OG HAMINGJU MEÐ HYGGE Danski lífsstíllinn að hygge, hafa það huggulegt, slær nú í gegn um allan heim. Bækur um hygge rata á metsölulista og fólk þyrstir í að kynna sér hvernig hægt er að nýta hygge til að bæta lífið. En í hverju felst hygge í raun og veru og hvernig getum við nýtt okkur þessa siði, viðhorf og lífsstíl til að bæta eigin lífsgæði og hamingju í hversdeginum? Kennsla: Kristín Linda Jónsdóttir, sálfræðingur, kennari og ritstjóri og gestakennari á námskeiðinu er Anna Jóna Guðmundsdóttir, kennari og ráðgjafi Hvenær: Þri. 17. mars kl. 19:30 - 22:30 Snemmskráningu lýkur: 7. mars Almennt verð/snemmskráningarverð: 17.500/15.900 kr.
ÆTTFRÆÐIGRÚSK – FJÖLSKYLDUSAGA ÞÍN Á NETINU Lærðu að nýta þér gagnagrunna og skjalasöfn á netinu til að afla upplýsinga um sögu fjölskyldu þinnar allt að 200 ár aftur í tímann. Sérfróðir gestir á sviði sagnfræði og ættfræði koma í heimsókn á námskeiðið. Þátttakendur fá æfingaverkefni og leiðbeiningar með sér heim og geta sótt ítarefni á sérstakri vefsíðu námskeiðsins.
HUGÞJÁLFUN – LEIÐ TIL ÁRANGURS Sjálfsstjórn og markmiðssetning eru meginviðfangsefni þessa námskeiðs. Hugmyndir eru sóttar víða, t.d. í dáleiðslufræði og hugræna atferlismeðferð. Fjallað verður um streitu, slökun og aðferðir til að stjórna spennu, hvernig á að setja sér raunhæf markmið og fylgja þeim eftir. Kennsla er í formi fyrirlestra, umræðna, æfinga og verkefna.
Kennsla: Stefán Halldórsson, félagsfræðingur, rekstrarhagfræðingur og ættfræðigrúskari Hvenær: Mið. 11., 18. og 25. mars kl. 19:30 - 21:30 (3x) Snemmskráningu lýkur: 1. mars Almennt verð/snemmskráningarverð: 31.500/28.600 kr.
VESTURFARAR FYRR OG NÚ
Kennsla: Jóhann Ingi Gunnarsson og Hörður Þorgilsson sálfræðingar Hvenær: Mán og mið. 23., 25. og 30. mars kl. 16:15 - 19:15 (3x) Snemmskráningu lýkur: 13. mars Almennt verð/snemmskráningarverð: 42.900/47.200 kr.
NÝTT
Hyggur þú á ferð um Íslendingaslóðir vestan hafs? Viltu efla tengsl við vestur-íslenska ættingja? Á þessu tveggja kvölda námskeiði verður fjallað um vesturferðirnar, helstu Íslendingabyggðir og gagnlegar aðferðir til að rekja ættir eða leita upplýsinga á netinu. Áhersla verður lögð á hagnýt atriði til að auðvelda þátttakendum að halda áfram að viða að sér upplýsingum og undirbúa samskipti við Vestur-Íslendinga.
HLAÐVARP – NÝTT TÆKI Í FJÖLMIÐLUN OG MARKAÐSSETNINGU Á námskeiðinu verður fjallað um vöxt miðilsins, einkenni vinsælla hlaðvarpa og tekjumöguleika. Þá verður fjallað um aðferðir til að búa til hlaðvörp á einfaldan hátt, m.a. með ókeypis forritum og ódýrum upptökutækjum. Að lokum verður fjallað um leiðir til að koma hlaðvörpum á framfæri við hlustendur, m.a. í gegnum hlaðvarpsveitur og með markaðssetningu á samfélagsmiðlum.
Kennsla: Stefán Halldórsson, Almar Grímsson og Sigurður Rúnar Jónmundsson Hvenær: Mán. 16. og 23. mars kl. 20:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 6. mars Almennt verð/snemmskráningarverð: 21.900/19.900 kr.
Kennsla: Guðmundur Hörður Guðmundsson, kynningar- og vefstjóri við HÍ Hvenær: Mán. 23., fim. 26. og mán. 30. mars kl. 20:00 – 22:00 (3x) Snemmskráningu lýkur: 13. mars Almennt verð/snemmskráningarverð: 31.500/28.600 kr.
AÐ VERÐA BETRI EN ÉG ER – AÐ NÁ HÁMARKSÁRANGRI Í LÍFI OG STARFI Á þessu þjálfunarnámskeiði verður áherslan lögð á þær aðferðir sem afreksfólk á hinum ýmsum sviðum beitir til að ná árangri í leik og starfi, t.d. hvernig við setjum okkur háleit markmið og náum þeim. Hvernig unnt er að bregðast við áföllum og mótlæti með farsælum hætti, ná góðum tökum á streitu auk þess að laða fram það besta í öðrum.
ENDURFJÁRMÖGNUN ÍBÚÐALÁNA Ertu að huga að endurfjármögnun íbúðalána? Viltu vita hvaða lánamöguleikar eru í boði? Viltu læra um kosti og galla verðtryggðra og óverðtryggðra lána? Viltu auka eignamyndun í þínu húsnæði? Þetta er gagnlegt námskeið um það sem mikilvægast er að hafa í huga við endurfjármögnun íbúðalána.
Kennsla: Jóhann Ingi Gunnarsson og Bragi Sæmundsson sálfræðingar Hvenær: Mán. 16. og fim. 19. mars kl. 16:15 - 19:15 Snemmskráningu lýkur: 6. mars Almennt verð/snemmskráningarverð: 31.500/28.600 kr.
Kennsla: Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka Hvenær: Þri. 24. mars kl. 20:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 14. mars Almennt verð/snemmskráningarverð: 14.200/12.900 kr. 12
NÚVITUND Í UPPELDI BARNA Núvitund hjálpar börnum og fullorðnum að takast á við áskoranir daglegs lífs og öðlast meiri hugarró og vellíðan. Á þessu stutta en hagnýta námskeiði færðu innsýn í hvað núvitund er og kynnist leiðum og æfingum sem stutt geta við núvitund barna og um leið hvernig þú getur aukið eigin núvitund og styrkt þig sem uppalanda. Kennsla: Bryndís Jóna Jónsdóttir, diplóma í jákvæðri sálfræði og MA í náms- og starfsráðgjöf Hvenær: Mið. 25. mars kl. 19:00 – 21:30 Snemmskráningu lýkur: 15. mars Almennt verð/snemmskráningarverð: 14.200/12.900 kr.
GERÐUR KRISTNÝ OG SKÁLDSKAPUR HENNAR
Gerður Kristný er orðin eitt þekktasta ljóðskáld samtímans. En um hvað yrkir hún, hvert er erindi hennar og hvernig vinnur hún með tungumálið? Um þetta verður fjallað á námskeiðinu um leið og ljóðlist Gerðar verður sett í samhengi við önnur skrif hennar. Gerður mun sjálf koma til fundar við lesendur og ræða um verk sín.
VÖNDUÐ ÍSLENSKA – TÖLVUPÓSTAR OG STUTTIR TEXTAR Fjarnámskeið Sífellt fleiri þurfa að semja ritaða texta, oftast fremur stutta, bæði í starfi og einkalífi. Nokkur lykilatriði sem hafa verður í huga eru tími, sjálfsöryggi, þekking á viðfangsefni, bygging texta, málfar og birting. Farið verður yfir nokkur helstu einkenni texta sem samdir eru á íslensku og þátttakendur þjálfaðir í að semja stutta texta, t.d. tölvupósta, efni á innri vefi, heimasíður og fréttabréf.
Kennsla: Halldór Guðmundsson rithöfundur og bókmenntafræðingur Hvenær: Þri. 3. mars - 24. mars kl. 19:30 – 21:30 (4x) Snemmskráningu lýkur: 22. feb. Almennt verð/snemmskráningarverð: 32.800/29.800 kr.
Kennsla: Sigurður Konráðsson, prófessor í íslensku við HÍ Hvenær: Mið. 25. mars kl. 13:00 - 16:00 Snemmskráningu lýkur: 15. mars Almennt verð/snemmskráningarverð: 19.700/17.900 kr.
ÆVINTÝRAEYJAN TENERIFE – INNBLÁSTUR AÐ ÖÐRUVÍSI TENERIFEFERÐ Tenerife hefur upp á svo miklu meira að bjóða en bara sólskin, strendur og sundlaugarbakka. Margir ferðamenn missa af hinni ævintýralegu hlið eyjunnar sem hefur meðal annars að geyma regnskóga, píramída, náttúrulaugar og frábærar gönguleiðir. Snæfríður Ingadóttir deilir hér úr reynslubanka sínum og gefur innblástur að öðruvísi Tenerifeferð.
GERLAR OG GEÐHEILSA - HVAÐ SEGJA VÍSINDIN? Stað- og fjarnámskeið Á námskeiðinu verður fjallað um örveruflóru þarmanna í tengslum við geðheilsu. Nýjar rannsóknir sýna að ýmsir gerlar, þar á meðal mjólkursýrugerlar (probiotics), hafa áhrif á geðheilsu. Mjólkursýrugerlar hafa einnig áhrif á örveruflóru meltingarvegar. Farið er yfir hvernig er best að hlúa að þessari mikilvægu örveruflóru með réttu mataræði og réttum gerlum.
Kennsla: Snæfríður Ingadóttir, ferðalangur með meiru Hvenær: Mán. 9. mars kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 29. feb. Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.900/14.500 kr.
Kennsla: Birna G. Ásbjörnsdóttir, MSc í næringarlæknisfræði Hvenær: Fim. 26. mars kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 16. mars Almennt verð/snemmskráningarverð: 14.200/12.900 KR.
SELIR Í NÁTTÚRU ÍSLANDS
NÝTT
Selir og rostungar (hreifadýr) hafa verið áberandi í náttúru Íslands frá landnámi og eru mikilvægur þáttur í vistkerfi sjávar og náttúru landsins. Selir og rostungar eru auðlind en nýting þeirra hefur breyst mikið í gegnum tíðina. Síðan talningar á selum hófust hér við land, fyrir um hálfri öld, hefur fjöldi sela verið á undanhaldi. Á þessu áhugaverða námskeiði verður farið yfir mögulegar ástæður þess svo sem ofveiði, fæðurskort, hlýnun sjávar o.fl.
MENNING REFIR Í NÁTTÚRU ÍSLANDS
NÝTT
NÝTT
Á námskeiðinu verður sagt frá uppruna og einangrun íslenska refastofnsins og stöðu hans í vistkerfum landsins. Þekking sem orðið hefur til með samstarfi í veiðum og rannsóknum verður kynnt og fjallað verður um helstu þætti sem hafa áhrif á stofnbreytingar.
Kennsla: Erlingur Hauksson sjávarlíffræðingur Hvenær: Mán. 9. mars kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 28. feb. Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.900/14.500 kr.
Kennsla: Ester Rut Unnsteinsdóttir, líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands Hvenær: Mán. 2. mars kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 21. feb. Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.900/14.500 kr. 13
KOMDU MEÐ TIL KANARÍ
NÝTT
við að varpa ljósi á myndlist tímabilsins með því að skoða og greina fjölda ólíkra listaverka, um leið og hugað verður að þeim menningar-, heimspekilegu- og sögulegu forsendum er lágu þeim til grundvallar.
Fáir staðir í Evrópu státa af jafn hlýju og stöðugu veðurfari og Kanaríeyjar enda hefur eyjaklasinn verið vinsæll áfangastaður sóldýrkenda í áratugi, ekki síst eyjan Gran Canaria. Á þessu námskeiði gefur fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir, sem ferðast árlega til Kanaríeyja, þátttakendum hugmyndir að ýmsu áhugaverðu sem gaman er að skoða og upplifa á Gran Canaria.
Kennsla: Einar Garibaldi Eiríksson, myndlistarmaður og deildarstjóri Sjónlistadeildar Myndlistaskólans í Reykjavík Hvenær: Mið. 11., 18. og 25. mars kl. 20:00 - 22:00 (3x) Snemmskráningu lýkur: 1. mars Almennt verð/snemmskráningarverð: 27.300/24.800 kr.
Kennsla: Snæfríður Ingadóttir, ferðalangur og blaðamaður með meiru Hvenær: Þri. 10. mars kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 29. feb. Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.900/14.500 kr.
SKAFTÁRELDAR OG MÓÐUHARÐINDI
HVALIR Í NÁTTÚRU ÍSLANDS
NÝTT
Hvalir eru gífurlega mikilvægur og stór þáttur í vistkerfum hafsins á norðurslóðum, sér í lagi við stendur Íslands. Fjallað verður um tegundafjölbreytileika hvala á heimsvísu og umhverfis Ísland, aðlögun þessa fjölbreytta hóps að lífinu í hafinu og hlutverk þeirra í vistkerfi sjávar.
NÝTT
Skaftáreldar sem hófust 1783 og móðuharðindin í kjölfarið gengu svo nærri Íslendingum að Danir veltu fyrir sér í alvöru að flytja þjóðina burt. Í þessu námskeiði, sem ætlað er almenningi, verður sögð saga eldgossins í Lakagígum og eftirkasta þess með áherslu á þau áhrif sem þessir voðaatburðir höfðu á líf fólksins í landinu.
Kennsla: Edda Elísabet Magnúsdóttir, sjávar- og atferlisvistfræðingur Hvenær: Mán. 16. mars kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 6. mars Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.900/14.500 kr.
Kennsla: Illugi Jökulsson rithöfundur Hvenær: Þri. 10., 17., 24. og 31. mars kl. 20:00 - 22:00 (4x) Snemmskráningu lýkur: 29. feb. Almennt verð/snemmskráningarverð: 32.800/29.800 kr.
ARFLEIFÐ FJÖLNISMANNA
NÝTT
Hverjir voru Fjölnismenn og höfðu þeir einhver áhrif á íslenskt samfélag? Fjallað verður um líf þeirra og hugsjónir; um erindi þeirra við landsmenn sem daufheyrðust við, en leiða má rök að því að innreið nútímans í íslenskt þjóðlíf, ígildi nútímabyltingar hefjist með Fjölnismönnum og því hafi hugsjónir þeirra haft frægan sigur – að lokum. Kennsla: Páll Valsson, bókmenntafræðingur og rithöfundur Hvenær: Fim. 19. og 26. mars og 2. apríl kl. 20:00 - 22:00 (3x) Snemmskráningu lýkur: 9. mars Almennt verð/snemmskráningarverð: 27.300/24.800 kr.
HREINDÝR Í NÁTTÚRU ÍSLANDS
NÝTT
Áhugavert námskeið ætlað öllum sem hafa áhuga á dýrum, náttúrufræði og náttúruvernd. Einnig veiðmönnum og ljósmyndurum sem ferðast sérstaklega til að nálgast villt dýr. Fjallað verður um hreindýrið sem hefur lifað á norðurslóðum í sambýli við Íslendinga í tvær aldir og sérstöðu þess og námskeiðið er ríkulega skreytt myndum. Almennt verður fjallað um tegundina, innflutning og sögu hreindýra ásamt vistfræði og veiðistjórnun.
LITATÚBAN OG LJÓSMYNDIN: STRAUMAR OG STEFNUR Í NÚTÍMAMYNDLIST
Kennsla: Skarphéðinn G. Þórisson, líffræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands Hvenær: Mán. 23. mars kl.19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 13. mars Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.900/14.500 kr.
NÝTT
Á námskeiðinu fjallar Einar Garibaldi Eiríksson um helstu strauma og stefnur í alþjóðlegri myndlist á tímabilinu frá því um miðbik nítjándu aldar til loka þeirrar tuttugustu. Leitast verður
14
ÍSLENSK HREINDÝR MEÐ ÞEIM HEILBRIGÐUSTU Á NORÐURHVELI Í vor heldur áfram fræðsla um íslenska náttúru hjá Endurmenntun og að þessu sinni verður sjónum beint að spendýrum í og við Ísland; hreindýr, seli, refi og hvali. Námskeiðin eru stutt og aðgengileg en full af dýrmætum fróðleik um nokkrar af okkar helstu auðlindum. Í kjölfar aukinnar umræðu um loftslags- og umhverfismál á undarnförnum árum var á síðasta haustmisseri hrundið af stað hjá Endurmenntun spennandi þróunarverkefni í samstarfi við Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðing, sem fól í sér námskeiðalínu sem snerist að öllu leyti um náttúru Íslands í ýmsum myndum. Í vor heldur verkefnið áfram með nýjum og skemmtilegum áherslum þar sem teknar verða fyrir fjórar villtar dýrategundir hér á landi, nánar tiltekið hreindýr, selir, refir og hvalir. Einvala lið sérfræðinga hefur slegist í hópinn til að kenna hvert námskeið fyrir sig og um hreindýranámskeiðið sér Skarphéðinn G. Þórisson, líffræðingur hjá Náttúrustofnun Austurlands. Skarphéðinn var náttúrubarn frá unga aldri og snemma var ferill hans farinn að snúast að öllu leyti um hreindýr: „Ég var öll sumur í sveit frá sex ára aldri í Skagafirði og var þar lagður grunnurinn að áhuga mínum á náttúrunni. Gekk síðan í Menntaskólann við Tjörnina og á þeim árum var Finnur Guðmundsson mentor minn í náttúruvísindum en ég lauk svo BS í líffræði frá HÍ 1978 og var þá boðið að rannsaka hreindýrastofninn undir handleiðslu Náttúrufræðistofnunar Íslands vegna hugmynda um Austurlandsvirkjanir. Árið 2000 var ákveðið að vöktun hreindýra skyldi hýst hjá Náttúrustofu Austurlands og tók ég við því starfi. Í stuttu máli felst vöktun stofnsins í því að vita hversu mörg hreindýrin eru og hvernig þau dreifast um Austurland á mismunandi tímum. Auk þess er fylgst með frjósemi hjarða, burði og nýliðun. Gögnum er safnað úr veiðinni til að fylgjast með líkamlegu atgervi þeirra. Á fengitíma er síðan aldurs- og kynjasamsetning stofnsins könnuð.“
VEL STAÐIÐ AÐ VEIÐUM Á Íslandi eru engin rándýr til að halda stærð hreindýrastofnsins í jafnvægi og því gefur Náttúrustofa Austurlands út veiðikvóta ár hvert sem á að tryggja sjálfbærar veiðar: „Veiðar fara almennt vel fram og enginn veiðir hreindýr án þess að hafa sér við hlið leiðsögumann með hreindýraveiðum. Þeir eru reynslumiklir veiðimenn sem þekkja
breytingar nema þá helst staðbundið vegna vetrarbeitar dýranna en þau eru sólgin í fléttur á vetrum og þá einkum fjallagrös. Fyrir nokkrum árum fannst skógarmítill á hreindýri en þeir eru þekktir fyrir að geta borið alls konar sníkjudýr. Líklegt er talið að skógarmítlum fjölgi hér samfara hlýnun og hugsanlega mun hlýnunin einnig skapa skilyrði fyrir sníkjudýr sem herja á hreindýr í nágrannalöndum en hafa enn ekki fundist á Íslandi.“
BJÖRT FRAMTÍÐ ÍSLENSKA STOFNSINS
Skarphéðinn G. Þórisson líffræðingur hjá Náttúrustofnun Austurlands
landið vel og þetta fyrirkomulag tryggir að vel er staðið að veiðunum.“ Skarphéðinn segir mikilvægt að almenningur viti að vel sé hugsað um hreindýrastofninn af yfirvöldum og að vöktun Náttúrustofu sé ýtarleg og því ekki ástæða til að hafa áhyggjur af því að verið sé að særa stofninn með ofveiðum. Aðpurður hvort hegðun hreindýra hér á landi hafi breyst sýnilega með hlýnun jarðar segir Skarphéðinn að ekki sé enn byrjað að örla mikið fyrir áhrifum loftslagsbreytinga á umhverfi hreindýra en þó eru vísbendingar um hræringar í vistkerfi þeirra: „Hegðun hreindýranna hefur helst dregið dám af fjölgun þeirra en stofninn tvöfaldaðist í byrjun þessarar aldar. Aðal breytingin er útrás þeirra til norðurs og gengur nú fjöldi dýra norður í Þistilfirði á sumrin hvar þau sáust sjaldan á síðustu öld. Náttúrustofan vaktar gróður í hreindýrahögum en of snemmt er líklega að tala um miklar 15
Skarphéðni finnst gaman að segja frá því að hreindýr eru eina hjartardýrið þar sem bæði kynin eru hyrnd. Hann bætir við: „Dýrin fella hornin árlega, fullorðnu tarfarnir fyrst, í nóvember-desember en ungu tarfarnir þegar líður á veturinn svo og geldar kýr. Kýrnar sem bera í maí fella ekki hornin fyrr en um viku eftir burð. Þar sem hornin eru stöðutákn þá eru kelfdar/hyrndar kýr efstar í goggunarröðinni í lok vetrar og fram á vorið.“ Annað sem færri vita er að allt of mörg hreindýr enda ævina í árekstrum við farartæki og hvetur Skarphéðinn fólk að fara varlega ef það á leið um Austurland í skammdeginu. Vegna einangrunar stofnsins á Íslandi hafa dýrin sloppið vel við ýmsa kvilla sem herjað geta á hreindýr og Skarphéðinn lítur björtum augum til framtíðar: „Framtíð hreindýranna er björt meðan stofninn er vaktaður og hann nýttur með sjálfbærum veiðum. Hreindýr eru vel aðlöguð kuldum norðursins en aukinn áfreri á jörðu vegna umhleypinga og/eða harðfennis getur takmarkað beit þeirra og það þola þau ekki nema í nokkrar vikur. Norskir vísindamenn hafa kannað með hjálp Náttúrustofu Austurlands heilbrigði dýranna síðustu þrjú árin og hafa þau reynst heilbrigðari en hreindýr annarsstaðar á norðurhveli og laus við ýmis konar óáran sem herjar á þau víða annarsstaðar.“
APRÍL PERSÓNULEG HÆFNI
NÁUM TÖKUM Á LESTRARNÁMINU Á SKEMMTILEGAN HÁTT VIÐ ELDHÚSBORÐIÐ HEIMA Margir foreldrar vilja hjálpa börnum sínum við lestrarnámið en vita ekki hvernig best er að bera sig að. Á námskeiðinu eru kynntar árangursríkar, fjölbreyttar og skemmtilegar leiðir til að æfa bókstafi, hljóð og hljóðtengingu sem allt er grunnur í lestrarnáminu. Kennsla: Helga Kristjánsdóttir, leik- og grunnskólakennari Hvenær: Þri. 21. apríl kl. 20:00 - 21:30 Snemmskráningu lýkur: 11. apríl Almennt verð/snemmskráningarverð: 7.600/6.900 kr.
AÐKOMAN OG ÚTISVÆÐIÐ – HRESSUM UPP Á AÐKOMU HÚSSINS OG PALLINN/SVALIRNAR Hvernig getur útisvæðið þjónað þörfum fjölskyldunnar? Gefur aðkoman rétta mynd af heimili okkar? Á námskeiðinu verður farið yfir ýmislegt sem viðkemur heimreiðinni og því útisvæði sem tilheyrir heimilinu, s.s. liti, lýsingu, útihúsgögn, plöntur og fleira.
ÖFLUGT SJÁLFSTRAUST Nú býðst áhugasömum að taka þetta vinsæla námskeið á einum degi. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að kenna þátttakendum að greina muninn á miklu og litlu sjálfstrausti og ekki síst að kenna aðferðir til að byggja upp og efla sjálfstraust. Kennsla er í formi fyrirlestra, umræðna, verkefna og æfinga.
Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður Hvenær: Mán. 27. apríl kl. 19:15 - 22:15 Snemmskráningu lýkur: 17. apríl Almennt verð/snemmskráningarverð: 17.100/15.500 kr.
Kennsla: Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur Hvenær: Fös. 3. apr. kl. 9:00 - 17:00 Snemmskráningu lýkur: 24. mars Almennt verð/snemmskráningarverð: 47.200/42.900 kr.
AÐ HLEYPA HEIMDRAGANUM - FLUTT TIL SPÁNAR
NÝTTU VERKFÆRAKISTU GOOGLE FYRIR SKJÖLIN ÞÍN, MYNDIRNAR OG SAMSKIPTIN
NÝTT
Á námskeiðinu er farið yfir helstu þætti sem hafa þarf í huga þegar unnið er að flutningum til Spánar. Hvernig er samfélag Íslendinga á Spáni, hvaða staðsetningar eru hentugar og hvaða grunnþætti spænsks samfélags er nauðsynlegt að þekkja.
Ef þú veist ekki hvað þú átt að gera við myndirnar þínar sem núna eru á símanum/tölvunni, ef þú vilt deila skjölum á hraðan og einfaldan hátt, ef þú vilt spjalla og vinna í upplýsingum á sama tíma, ef þú vilt skipuleggja þig heima og í vinnu, þá er þetta námskeið hannað fyrir þig.
Kennsla: Snæfríður Ingadóttir, ferðalangur með meiru Hvenær: Þri. 28. apríl kl. 19:00 - 21:30 Snemmskráningu lýkur: 18. apríl Almennt verð/snemmskráningarverð: 13.800/12.500 kr.
Kennsla: Maríanna Friðjónsdóttir, sjálfstætt starfandi fjölmiðlari Hvenær: Fim. 16. apríl kl. 17:00 - 21:00 Snemmskráningu lýkur: 6. apríl Almennt verð/snemmskráningarverð: 21.900/19.900 kr.
FASTEIGNAKAUP Á MANNAMÁLI Markmið þessa námskeiðs er að væntanlegir kaupendur og seljendur hafi grunnskilning á söluferli fasteigna og þeim helstu meginreglum sem þar gilda sem og praktískum atriðum sem vert er að hafa í huga við kaup og sölu fasteigna.
16
Kennsla: Guðbjörg Matthíasdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali Hvenær: Þri. 28. apríl kl: 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 18. apríl Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.300/13.900 kr.
MENNING DULMÖGNUÐ BÓKMENNTASAGA Í VÍÐERNUM NORÐUR-AMERÍKU
NÝTT
Spáð verður í líf og verk skálda og rithöfunda sem skrifuðu á íslensku í Vesturheimi um og eftir aldamótin nítjánhundruð. Markmiðið er að nálgast brot úr þessari bókmenntasögu og reyna jafnframt að skilja hvers vegna tvær kynslóðir skálda og rithöfunda treystu íslenskunni betur en ríkjandi tungumáli fyrir sköpun sinni og lífsreynslu.
COSTA BLANCA – „SUÐUR UM HÖFIN...“
NÝTT
Costa Blanca hefur undanfarna áratugi verið vinsæll áfangastaður fjölda fólks sem þar hefur dvalið um lengri eða skemmri tíma. Því mætir fjölskrúðugt og margbreytilegt mannlíf með rætur í áhugaverðri sögu og menningu. Á námskeiðinu gefst kjörið tækifæri til að kynnast þessum hluta Spánar nánar.
Kennsla: Birna Bjarnadóttir bókmenntafræðingur Hvenær: Mán. 20. apríl - 4. maí kl. 19:30 –21:30 (3x) Snemmskráningu lýkur: 10. apríl Almennt verð/snemmskráningarverð: 27.300/24.800 kr.
Kennsla: Þórarinn Sigurbergsson, tónlistarkennari og leiðsögumaður Hvenær: Mán. 20. og þri. 21. apríl kl. 20:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 10. apríl Almennt verð/snemmskráningarverð: 20.700/18.800 kr.
FERÐAJARÐFRÆÐI VESTURLANDS
NÝTT
Fjallað verður um jarðfræði Vesturlands eins og hún blasir við hinum almenna ferðamanni. Farið verður yfir milljóna ára jarðsögu Snæfellsness, Mýra og Borgarfjarðar, forna og nýja eldvirkni svæðisins, ummerki jökla og jarðhita, ásamt því að jarðfræði helstu náttúrufyrirbæra landshlutans verður skoðuð. Tilvalið námskeið fyrir ferðalög og gönguferðir sumarsins. Kennsla: Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur Hvenær: Mán. 20. apríl kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 10. apríl Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.900/14.500 kr.
HEIMSBORGIN BERLÍN – ÁÞREIFANLEG SAGA, MENNING OG MANNLÍF
KVIKMYNDIN SAGA BORGARÆTTARINNAR
NÝTT
Hundrað ára afmæli fyrstu kvikmyndarinnar sem tekin var upp á Íslandi verður fagnað með sýningu í Eldborg og lifandi undirleik Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á nýrri tónlist Þórðar Magnússonar vorið 2020. Á námskeiðinu verður farið yfir skáldsögu Gunnars Gunnarssonar, gerð myndarinnar, vinnu við endurgerð og kvikmyndatónlist. Miði á sýningu sunnudaginn 10. maí er innifalinn í námskeiðsgjaldi.
Kristín Jóhannsdóttir þekkir mjög vel þróun Berlínar en hún bjó þar í 10 ár. Hún mun fara í gegnum hápunkta sögu borgarinnar og taka stöðuna á „nýju Berlín“, heimsborginni sem á enga sinn líka. Kennsla: Kristín Jóhannsdóttir, sagnfræðingur og bókmenntafræðingur Hvenær: Mán. 20. og þri. 21. apríl kl. 19:30 - 21:30 Snemmskráningu lýkur: 10. apríl Almennt verð/snemmskráningarverð: 20.700/18.800 kr.
Kennsla: Umsjón með námskeiðinu hafa Skúli Björn Gunnarsson og Jón Yngvi Jóhannsson Hvenær: Þri. 21. og 28. apríl og 5. maí kl. 20:00 - 22:00, auk sýningar í Eldborg sun. 10. maí Snemmskráningu lýkur: 11. apríl Almennt verð/snemmskráningarverð: 32.800/29.800 kr.
17
MAÍ PERSÓNULEG HÆFNI
SÚRKÁLSVEISLA FYRIR ÞARMAFLÓRUNA – NÆRANDI, FRÆÐANDI & BRAGÐGOTT NÁMSKEIÐ Á þessu námskeiði leiða saman hesta sína Birna G. Ásbjörnsdóttir, einn helsti sérfræðingur landsins í þarmaflórunni og súrkálsdrottningin Dagný Hermannsdóttir. Námskeiðið hentar öllum sem hafa áhuga á að bæta heilsuna og kynnast nýjum víddum í matargerð. Kennsla: Birna G. Ásbjörnsdóttir og Dagný Hermannsdóttir Hvenær: Mán. 11. og fim. 14. maí kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 1. maí Almennt verð/snemmskráningarverð: 20.300/18.400 kr.
MENNING PARÍS – LÍF OG LYSTISEMDIR
HÚMOR OG AÐRIR STYRKLEIKAR
Farið verður yfir sögu Parísar og skoðaðar myndir og kort sem koma þátttakendum að góðum notum í eiginlegri Parísarferð. Þátttakendur munu fá glögga mynd af ólíkum hverfum borgarinnar og upplifa líf og lystisemdir hennar gegnum líflega frásögn Gérard Lemarquis.
Einstaklingar sem vinna með styrkleika sína upplifa mun betri lífsgæði almennt. Húmor er einn af fjölmörgum styrkleikum manneskjunnar og er óumdeilanlega afar mikilvægur þáttur í þroskaferli hvers og eins og vegur að auki þungt þegar kemur að því að draga úr streitu og hjálpa manneskjunni að blómstra.
Kennsla: Gérard Lemarquis, stundakennari við Hugvísindasvið HÍ Hvenær: Mán. 4. og 11. maí kl. 19:30 - 21:30 Snemmskráningu lýkur: 24. apríl Almennt verð/snemmskráningarverð: 20.700/18.800 kr.
Kennsla: Edda Björgvinsdóttir, leikkona, MA í menningarstjórnun og diplóma í jákvæðri sálfræði Hvenær: Mán. 4. og 11. maí kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 24. apríl Almennt verð/snemmskráningarverð: 34.000/30.900 kr.
TUNGUMÁL HINDÍ FYRIR BYRJENDUR II
NÝTT
HINDÍ FYRIR BYRJENDUR III
NÝTT
Í samstarfi við Mála- og menningardeild við Hugvísindasvið HÍ Þetta námskeið er ætlað þeim sem hafa lokið Hindí fyrir byrjendur I eða hafa sambærilega forkunnáttu.
Í samstarfi við Mála- og menningardeild við Hugvísindasvið HÍ Þetta námskeið er ætlað þeim sem hafa lokið Hindí fyrir byrjendur II eða hafa sambærilega forkunnáttu.
Kennsla: Pranay Krishna Srivastava Hvenær: Þri. og fim. 14. jan. - 20. feb. kl. 16:40 - 18:10 (12x) Snemmskráningu lýkur: 7. jan. Almennt verð: 57.000 kr.
Kennsla: Pranay Krishna Srivastava Hvenær: Þri. og fim. 3. mars - 16. apríl kl. 16:40 - 18:10 (12x) Snemmskráningu lýkur: 25. feb. Almennt verð: 57.000 kr. 18
PÓLSKA FYRIR BYRJENDUR II Í samstarfi við Mála- og menningardeild við Hugvísindasvið HÍ Kennsla: Katarzyna Rebeda Hvenær: Þri. og fim. 14. jan. - 20. feb. kl. 16:40 - 18:10 (12x) Snemmskráningu lýkur: 4. jan. Almennt verð: 57.000 kr.
FRANSKA FYRIR BYRJENDUR II Í samstarfi við Mála- og menningardeild við Hugvísindasvið HÍ Kennsla: Ásta Ingibjartsdóttir Hvenær: Mán. og mið. 13. jan. - 19. feb. kl. 16:40 - 18:10 (12x) Snemmskráningu lýkur: 3. jan. Almennt verð: 57.000 kr.
SPÆNSKA I Kennsla: Steinunn Björk Ragnarsdóttir, MA í spænsku Hvenær: Þri. og fim. 21. jan. - 6. feb. kl. 17:00 - 19:00 (6x) Snemmskráningu lýkur: 11. jan. Almennt verð/snemmskráningarverð: 39.000/35.400 kr.
SPÆNSKA II Kennsla: Steinunn Björk Ragnarsdóttir, MA í spænsku Hvenær: Þri. og fim. 3.- 19. mars kl. 17:00 - 19:00 (6x) Snemmskráningu lýkur: 22. feb. Almennt verð/snemmskráningarverð: 39.000/35.400 kr.
ÞÝSKA – FYRSTU SKREFIN
NÝTT
ÍTALSKA FYRIR BYRJENDUR Kennsla: Maurizio Tani, stundakennari í ítölsku við HÍ Hvenær: Mán. og mið. 10. - 26. feb. kl. 17:00 - 19:00 (6x) Snemmskráningu lýkur: 31. jan. Almennt verð/snemmskráningarverð: 39.000/35.400 kr.
ÍTALSKA II Kennsla: Maurizio Tani, stundakennari í ítölsku við HÍ Hvenær: Mán. og mið. 9. - 25. mars kl. 17:00 - 19:00 (6x) Snemmskráningu lýkur: 29. feb. Almennt verð/snemmskráningarverð: 39.000/35.400 kr.
NÝTT
Kennsla: Solveig Þórðardóttir, þýskukennari við Menntaskólann við Sund Hvenær: Mán. og mið. 9. - 25. mars kl. 17:15 - 19:15 (6x) Snemmskráningu lýkur: 28. feb. Almennt verð/snemmskráningarverð: 39.000/35.400 kr.
ÍTALSKA III
ÞÝSKA FYRIR BYRJENDUR II
VIÐSKIPTAENSKA – ALÞJÓÐASAMSKIPTI Á ENSKU
Í samstarfi við Mála- og menningardeild við Hugvísindasvið HÍ Kennsla: Vanessa Monika Isenmann, aðjúnkt við HÍ Hvenær: Þri. og fim. 14. jan. - 20. feb. kl. 16:40 - 18:10 (12x) Snemmskráningu lýkur: 4. jan. Almennt verð: 57.000
Kennsla: Hulda Kristín Jónsdóttir, doktorsnemi í enskum NÝTT málvísindum við HÍ Hvenær: Þri. og fim. 11. – 27. feb. kl. 16:15 – 18:15 (6x) Snemmskráningu lýkur: 1. feb. Almennt verð/snemmskráningarverð: 45.100/41.000 kr.
ÞÝSKA FYRIR BYRJENDUR III
DANSKA – ÞJÁLFUN Í TALMÁLI Á LÉTTUM NÓTUM
Í samstarfi við Mála- og menningardeild við Hugvísindasvið HÍ Kennsla: Vanessa Monika Isenmann, aðjúnkt við HÍ Hvenær: Þri. og fim. 3. mars - 16. apríl kl. 16:40 - 18:10 Snemmskráningu lýkur: 22. feb. Almennt verð: 57.000
Kennsla: Casper Vilhelmssen dönskukennari Hvenær: Þri. og fim. 10. - 26. mars kl. 17:00 - 19:00 (6x) Snemmskráningu lýkur: 1. mars Almennt verð/snemmskráningarverð: 39.000/35.400 kr.
Kennsla: Maurizio Tani, stundakennari í ítölsku við HÍ Hvenær: Þri. og fim. 11. - 27. feb. kl. 17:00 - 19:00 (6x) Snemmskráningu lýkur: 1. feb. Almennt verð/snemmskráningarverð: 39.000/35.400 kr.
NÁNARI UPPLÝSINGAR UM NÁMSKEIÐ ENDURMENNTUNAR ER AÐ FINNA Á ENDURMENNTUN.IS
E N D U R M E N N T U N H Á S K Ó L A Í S L A N D S , D U N H A G A 7 , 1 0 7 R E Y K J AV Í K , S Í M I 5 2 5 4 4 4 4 , E N D U R M E N N T U N . I S 20