Námsbrautir - haust 2020

Page 1

N Á M S BRAU T I R


HUGRÆN ATFERLISFRÆÐI Í LÍFI OG STARFI

Námið er haldið í samvinnu við Félag um hugræna atferlismeðferð. Megináhersla er á hagnýta þekkingu á undirstöðuatriðum hugrænna atferlisfræða. Markmiðið er að veita fræðilega yfirsýn yfir grunnatriði kenninga um hugræna atferlismeðferð, líkön, hugtakanotkun og aðferðir ásamt því að öðlast skilning á tengslum kenninga og meðferðar, einkum við þunglyndi, kvíða og álagi í daglegu lífi.

FYRIR HVERJA Námið er einkum ætlað háskólamenntuðu fagfólki innan heilbrigðis-, félags- og menntavísinda sem og stjórnendum stofnana og fyrirtækja.

FYRIRKOMULAG

KENNSLA/UMSJÓN Kennarar og handleiðarar eru allir sérfræðingar á sviði hugrænnar atferlismeðferðar.

VERKEFNASTJÓRI Elva Björg Arnarsdóttir, netfang: elvabjorg@hi.is sími: 525-5293 Elva er með viðtalstíma alla virka daga frá kl. 10:00 - 11:00 VERÐ 520.000 kr. Umsóknarfrestur til 15. júní.

Námið er kennt í lotum, kennt er frá kl. 9:00 - 16:00 eftirtalda daga: 9. og 10. október - Grunnlögmál hegðunar og helstu aðferðir atferlismeðferðar 6. og 7. nóvember - Undirstöðuatriði í hugrænum atferlisfræðum 3. og 4. desember - Að ná tökum á kvíða 5. desember - Streita 15. og 16. janúar - Vandi barna og unglinga 12. febrúar - Langvinn veikindi 13. febrúar - Þunglyndi 12. mars - Svefn og langvinnt svefnleysi 13. mars - Áföll og erfið lífsreynsla 16. og 17. apríl - Líðan og samskipti fólks á vinnustað

NÁNARI UPPLÝSINGAR / UMSÓKN

NÁMSBRAUT Á GRUNNSTIGI

SKOÐAÐU MYNDBANDIÐ


LEIÐSÖGUNÁM Á HÁSKÓLASTIGI

Megináhersla í leiðsögunámi á háskólastigi er á hagnýta þekkingu á sviði leiðsagnar við ferðamenn. Kennd er að jafnaði ein námsgrein í senn sem lýkur með prófi og/eða verkefni áður en sú næsta hefst. Leiðsögupróf frá ENDURMENNTUN HÍ veitir rétt á aðild að fagdeild faglærðra leiðsögumanna í Félagi leiðsögumanna.

FYRIR HVERJA Námið hentar þeim sem vilja búa sig undir starf leiðsögumanns á Íslandi með erlenda ferðamenn. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærileg menntun, gott vald á íslensku og fullt vald á því tungumáli sem umsækjandi hyggst nota í leiðsögn. Standast þarf inntökupróf í einu erlendu tungumáli.

FYRIRKOMULAG Námið spannar tvö misseri og hefst kennsla í lok ágúst 2020 og lýkur með útskrift í júní 2021. Kennsla fer að jafnaði fram tvisvar í viku. Þar fyrir utan fer fram talþjálfun í smærri hópum sem hittast reglulega á hverju misseri Staðnám eða fjarnám.

NÁNARI UPPLÝSINGAR / UMSÓKN

NÁMSBRAUT Á GRUNNSTIGI

KENNSLA/UMSJÓN Kennslustjóri námsins er Guðmundur Björnsson, ferðamálafræðingur og leiðsögumaður. Fjölmargir kennarar koma að náminu, allir með víðtæka sérþekkingu og reynslu á þeim sviðum sem kennd eru hverju sinni.

VERKEFNASTJÓRI Hulda Mjöll Hauksdóttir netfang: hulda@hi.is sími: 525-4924 Hulda er með viðtalstíma alla virka daga frá kl. 10:00 - 11:00 VERÐ 690.000 kr. Vakin er athygli á að ýmis stéttarfélög og margir vinnuveitendur veita góða styrki til náms. Umsóknarfrestur til 15. júní.

SKOÐAÐU MYNDBANDIÐ


NÁM TIL LÖGGILDINGAR FASTEIGNA- OG SKIPASALA

Réttindanám til löggildingar fasteigna- og skipasala er fjögurra missera námsbraut fyrir þá sem vilja starfa við sölu fasteigna og skipa. Námið samsvarar 90 ECTS einingum. Námið er metnaðarfullt, starfstengt og hagnýtt. Það miðar að því að nemendur öðlist fræðilega þekkingu og faglega kunnáttu og hæfni til að takast á við alla þætti innan fasteigna- og skipasölu.

FYRIR HVERJA Inntökuskilyrði í nám til löggildingar fasteigna- og skipasala er stúdentspróf. Til þess að öðlast löggildingu að námi loknu þurfa nemendur að hafa lokið 6 mánaða starfsreynslu hjá löggiltum fasteignasala.

FYRIRKOMULAG Kennsla hefst 24. ágúst 2020. Kennt er tvo daga vikunnar, á mánudögum kl. 8:30 - 12:00 og laugardögum kl. 12:30 - 16:00. Staðnám eða fjarnám.

NÁNARI UPPLÝSINGAR / UMSÓKN

NÁMSBRAUT Á GRUNNSTIGI

KENNSLA/UMSJÓN Allir kennarar námsins hafa víðtæka sérþekkingu og reynslu á þeim sviðum sem kennd eru hverju sinni.

VERKEFNASTJÓRI Rósa Björk Sigurðardóttir netfang: rosabjork@hi.is sími: 525-5296 Rósa er með viðtalstíma alla virka daga frá kl. 10:00 - 11:00 VERÐ 990.000 kr. Umsóknarfrestur til 15. júní.

SKOÐAÐU MYNDBANDIÐ


ÖKUKENNARANÁM TIL ALMENNRA RÉTTINDA Í samstarfi við Samgöngustofu

Námið miðar að því að nemendur öðlist þekkingu og þjálfun til að geta skipulagt, undirbúið og annast ökukennslu, með tilliti til hæfni, getu og þarfa ökunemenda sinna. Nemendur eiga að geta ekið af öryggi og framsýni og vita hvernig best sé staðið að færniþjálfun. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist staðgóða þekkingu á sviði umferðarfræða og færni í að beita og miðla henni til annarra. Fagleg þekking á sviði umferðarfræða og færni á sviði kennslufræða og þjálfunar verður því ætíð að fara saman.

FYRIR HVERJA Námið er ætlað þeim sem vilja afla sér þekkingar og hæfni til undirbúnings þess að fá löggildingu til að annast ökukennslu fyrir flokk B (fólksbifreið/sendibifreið).

KENNSLA/UMSJÓN Allir kennarar námsins hafa víðtæka sérþekkingu og reynslu á þeim sviðum sem kennd eru hverju sinni.

VERKEFNASTJÓRI Elva Björg Arnarsdóttir, netfang: elvabjorg@hi.is sími: 525-5293 Elva er með viðtalstíma alla virka daga frá kl. 10:00 - 11:00

FYRIRKOMULAG

VERÐ 1.590.000 kr. Vakin er athygli á að ýmis stéttarfélög og margir vinnuveitendur veita góða styrki til náms.

Kennt er í lotum frá kl. 9:00-16:00. Loturnar verða eftirfarandi:

Umsóknarfrestur til 15. júní.

16. - 19. september 2020 14. - 17. október 2020 11. - 14. nóvember 2020 2. - 5. desember 2020 13. - 16. janúar 2021 17. - 20. febrúar 2021 17. - 20. mars 2021 14. - 17. apríl 2021 5. - 8. maí 2021 25. - 28. ágúst 2021 22. - 25. september 2021 13. - 16. október 2021 10. - 13. nóvember 2021

NÁNARI UPPLÝSINGAR / UMSÓKN

NÁMSBRAUT Á GRUNNSTIGI

SKOÐAÐU MYNDBANDIÐ


FJÖLSKYLDUMEÐFERÐ - diplómanám á meistarastigi

Í samstarfi við Félagsráðgjafardeild HÍ, Fjölskyldufræðingafélag Íslands - fagfólk í fjölskyldumeðferð og Rannsóknarstofu í barna- og fjölskylduvernd. Fjölskyldumeðferð er meðferð þar sem tekið er mið af áhrifamætti fjölskylduheildarinnar og velferð hennar höfð að leiðarljósi. Þessi skilgreining byggist á hugmyndinni um fjölskyldu sem kerfi og vitund um að þegar einstaklingur breytist hefur það áhrif í fjölskyldutengslunum og öfugt, að hver einstaklingur verður fyrir áhrifum af því sem gerist í lífi annarra í sömu fjölskyldu eða tengslaneti. Það er metið eftir aðstæðum og í samráði hvenær og hverjir taka beinan þátt í meðferðinni.

FYRIR HVERJA Námið er ætlað einstaklingum sem lokið hafa háskólanámi í heilbrigðis- eða félagsvísindum og starfa á sviði fjölskylduþjónustu, fræðslu, stuðnings og meðferðar.

KENNSLA/UMSJÓN Kennarar eru bæði innlendir og erlendir háskólakennarar og starfandi fjölskyldufræðingar (fjölskylduþerapistar). Kennslustjóri námsins er Helga Þórðardóttir, félagsráðgjafi og fjölskylduþerapisti. VERÐ 1.890.000 kr. Námið er lánshæft fyrir skólagjöldum hjá LÍN .

VERKEFNASTJÓRI Hulda Mjöll Hauksdóttir netfang: hulda@hi.is sími: 525-4924 Hulda er með viðtalstíma alla virka daga frá kl. 10:00 - 11:00 Umsóknarfrestur til 15. júní.

FYRIRKOMULAG Námið er tveggja ára/fjögurra missera nám, sem hefst 7. sept. 2020 og kennt er í þremur vikulotum á hverju misseri, samtals 12 lotur. Unnið verður með fræðileg og klínisk verkefni á milli lota. Nemendur verða í samfelldri hóphandleiðslu í litlum hópum meðan á náminu stendur, þar sem unnið er með efnivið úr starfi á vettvangi. Ekki verður um val milli námskeiða að ræða og allir nemendur fylgja sama skipulagi.

NÁNARI UPPLÝSINGAR / UMSÓKN

NÁMSBRAUT Á FRAMHALDSSTIGI

SKOÐAÐU MYNDBANDIÐ


JÁKVÆÐ SÁLFRÆÐI - diplómanám á meistarastigi

Markmið diplómanáms í jákvæðri sálfræði er að kynna hugmyndafræði og nálgun jákvæðrar sálfræði þannig að nemendur geti nýtt sér hana bæði í einkalífi og starfi. Námið er þverfaglegt og getur nýst öllum þeim sem vinna með mannlega hegðun – þeim sem vilja hafa áhrif á fólk, nærumhverfi og samfélagið í heild eða taka áskorun um frekari þroska og leggja sig fram um að njóta lífsins til hins ítrasta.

FYRIR HVERJA Námið er ætlað einstaklingum sem lokið hafa þriggja ára grunnmenntun á háskólastigi eða sambærilegri menntun. Námið getur nýst öllum áhugasömum um jákvæða sálfræði, ekki síst fagfólki sem starfar við eða hefur áhuga á að efla sig á sviði stjórnunar, kennslu, náms- og starfsráðgjafar, sálfræðiþjónustu, lýðheilsu og annarrar heilbrigðis- og félagsþjónustu.

FYRIRKOMULAG Það hefst haustið 2020 og lýkur vorið 2021. Námið samanstendur af sex fimm daga lotum, frá mánudegi til föstudags með viðveru frá kl. 9:00 - 16:00. Lotur eru í september, október, nóvember, janúar, febrúar og mars. Námið endar með opnu málþingi í maí 2021.

NÁNARI UPPLÝSINGAR / UMSÓKN

NÁMSBRAUT Á FRAMHALDSSTIGI

KENNSLA/UMSJÓN Kennarar eru bæði innlendir og erlendir háskólakennarar og aðrir sérfræðingar á fræðasviðinu. Kennslustjóri námsins er Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur, sviðstjóri hjá Embætti landlæknis og forseti evrópusamtaka um jákvæða sálfræði. VERÐ 1.020.000 kr. Mörg stéttarfélög veita styrki til náms. Námið er lánshæft fyrir skólagjöldum og framfærslu hjá LÍN.

VERKEFNASTJÓRI Rósa Björk Sigurðardóttir netfang: rosabjork@hi.is sími: 525-5296 Rósa er með viðtalstíma alla virka daga frá kl. 10:00 - 11:00 Umsóknarfrestur til 15. júní.

SKOÐAÐU MYNDBANDIÐ


SÁLGÆSLA - diplómanám á meistarastigi

Í samvinnu við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Markmið námsins er að veita nemendum innsýn í grunnatriði sálgæslu með einstaklingum, fjölskyldum og hópum. Námið byggir á að greina og vinna með trúar- og tilvistarþarfir, upplifanir og úrvinnslu reynslu. Námið skiptist í fjögur námskeið og hvert námskeið er 10 ECTS einingar. Viðfang sálgæslu (14.-17. sept. og 28. sept. - 1. okt.) Að veita og þiggja sálgæslu (2.-5. nóv. og 16.-19. nóv.) Áfallavinna og eftirfylgd (25.-28. jan. og 8.-11. feb.) Persónumörk, heilbrigði og viðhald þeirra (8.-11. mars og 22.-25. mars)

FYRIR HVERJA Fyrir þá sem lokið hafa háskólaprófi, til dæmis á sviðum kirkjustarfs, heilsugæslu, kennslu, stjórnunar, félagsþjónustu og löggæslu. Námið er hægt að fá metið til eininga á meistarastigi sem hluta af námi til MA-prófs við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ fyrir þá sem uppfylla skilyrði deildar.

KENNSLA/UMSJÓN Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson og sr. Vigfús Bjarni Albertsson, með aðkomu annarra kennara og gestafyrirlesara. VERÐ 605.000 kr. Vakin er athygli á að ýmis stéttarfélög og margir vinnuveitendur veita góða styrki til náms.

VERKEFNASTJÓRI Elva Björg Arnarsdóttir, netfang: elvabjorg@hi.is sími: 525-5293 Elva er með viðtalstíma alla virka daga frá kl. 10:00 - 11:00 Umsóknarfrestur til 15. júní.

FYRIRKOMULAG Námið er tvö misseri, hefst haustið 2020 og lýkur vorið 2021. Námið skiptist í fjóra hluta, hver hluti er kenndur í tveimur lotum. Hver hluti er 10 ECTS einingar – samtals 40 ECTS einingar á meistarastigi.

NÁNARI UPPLÝSINGAR / UMSÓKN

NÁMSBRAUT Á FRAMHALDSSTIGI

SKOÐAÐU MYNDBANDIÐ


HEILABILUN - inngangur fyrir fagaðila

Í samvinnu við Alzheimersamtökin og Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Markmið námsins er að veita grunnþekkingu á heilabilunarsjúkdómum, einkennum þeirra og meðferð og hlutverki fagaðila í samskiptum við fólk með heilabilun og fjölskyldur þeirra. Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að geta gert grein fyrir mismunandi tegundum heilabilunarsjúkdóma, einkennum þeirra og meðferð. Einnig munu þeir þekkja þá hugmyndafræði sem liggur til grundvallar þjónustu og umönnunar fólks með heilabilun og geta átt uppbyggileg samskipti við fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Námið er metið til 10 ECTS eininga á meistarastigi.

FYRIR HVERJA Námskeiðið er ætlað fagaðilum sem starfa með fólki með heilabilun eða stjórnendum í heilbrigðisþjónustu sem stýra þjónustuúrræðum fyrir fólk með heilabilun. Til að fá námskeiðið metið inn í Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands þarf umsækjandi að uppfylla inngönguskilyrði deildar, m.a. að hafa 1. einkunn á grunnstigi háskóla.

KENNSLA/UMSJÓN Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, félagsráðgjafi MA. hjá sveitarfélaginu Skagafirði. Aðrir sérfræðingar sem koma að kennslu eru Helga Eyjólfsdóttir, sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum á Minnismóttöku Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Berglind Indriðadóttir, iðjuþjálfi og stofnandi Farsællar öldrunar, þekkingarmiðstöðvar. Hulda Sveinsdóttir hjúkrunarfræðingur og heilabilunarráðgjafi á Öldrunarheimilum Akureyrarbæjar. VERÐ 189.000 kr. Mörg stéttarfélög veita styrki til náms.

VERKEFNASTJÓRI Erna Guðrún Agnarsdóttir netfang: ega@hi.is Bókaðu tíma í síma: 525-4444 Umsóknarfrestur til 15. júní.

FYRIRKOMULAG Kennsla fer fram í tveimur staðlotum og er mætingaskylda í þær báðar. Námsmat er í formi hópverkefnis, ígrundunarverkefnis og lokaritgerðar.

NÁNARI UPPLÝSINGAR / UMSÓKN

NÁMSBRAUT Á FRAMHALDSSTIGI

SKOÐAÐU MYNDBANDIÐ


FJÁRMÁL OG REKSTUR

Fjármál og rekstur er námslína fyrir þá sem vilja öðlast hagnýta þekkingu á sviði fjármála og stýringar verkefna með áherslu á fjármál. Hægt er að sækja námið í staðnámi og fjarnámi að hluta. Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda og unnið að hagnýtu verkefni sem þátttakendur kynna í lok námsins. Hugað verður að vali á verkefni í upphafi námsins til að tengja námsefnið sem best raunverulegu viðfangsefni.

FYRIR HVERJA Námið er ætlað þeim sem vilja öðlast hagnýta þekkingu á sviði fjármála og stýringar verkefna og þurfa að halda utan um kostnað og nýtingu fjármagns. Námið hentar þeim sem hafa fengið aukna ábyrgð á sviði fjármála í störfum sínum eða stefna á slík störf.

FYRIRKOMULAG Námið er eitt misseri. Kennsla hefst föstudaginn 11. sept. og lýkur laugardaginn 12. des. Kennt er aðra hverja helgi, á föstudögum kl. 16:30 - 19:30 og laugardögum kl. 9:00 - 12:00. Kennt er lengur laugardagana 12. og 26. sept., 21. nóv. og 12. des. frá kl. 9:00 - 15.30. Þá laugardaga sem kennt er til

KENNSLA/UMSJÓN Bjarni Frímann Karlsson, viðskiptafræðingur og lektor við viðskiptafræðideild HÍ. Einar Birkir Einarsson, verkfræðingur með B.Sc. og M.Sc. í hljóðverkfræði frá Danmörku. Gísli Örn Bjarnhéðinsson, M.Sc. rekstrarhagfræðingur. VERÐ 190.000 kr. Mörg stéttarfélög veita styrki til náms.

VERKEFNASTJÓRI Rósa Björk Sigurðardóttir netfang: rosabjork@hi.is sími: 525-5296 Rósa er með viðtalstíma alla virka daga frá kl. 10:00 - 11:00 Umsóknarfrestur til 15. júní.

kl. 15:30 er staðlota og þá er ætlast til að allir nemendur taki þátt í rauntíma. Staðnám eða fjarnám.

NÁNARI UPPLÝSINGAR / UMSÓKN

SKOÐAÐU MYNDBANDIÐ

NÁMSLÍNA ÁN EININGA - ENGRAR GRUNNMENNTUNAR KRAFIST


FORYSTA TIL FRAMÞRÓUNAR - leið stjórnenda til aukins árangurs

Forysta til framþróunar er nám fyrir stjórnendur þar sem lögð er áhersla á að tengja stjórnun breytinga við stefnumörkun fyrirtækja og stofnana og nýta aðferðafræði verkefnastjórnunar við innleiðingu þeirra. Náminu er ætlað að auka skilning á eðli skipulagsheilda og mikilvægi breytingastjórnunar við að stuðla að þróun þeirra

KENNSLA/UMSJÓN

og vexti. Skoðuð verða áhrif og samspil menningar, leiðtoga og teyma við innleiðingu breytinga og nemendur þjálfaðir í að beita aðferðafræði verkefnastjórnunar við að skipuleggja þær og leiða.

maður Verkefnastjórnunarfélags Íslands.

Kristín Baldursdóttir, MA, MPM, Cand Oecon, CIA, innri endurskoðandi Landsbankans. Þór Hauksson, MPM og tölvunarfræðingur, verkefnastjóri hjá Landsvirkjun og for-

VERÐ 240.000 kr. Mörg stéttarfélög veita styrki til náms.

FYRIR HVERJA

VERKEFNASTJÓRI

Námið er ætlað stjórnendum í fyrirtækjum og stofnunum sem starfa í síbreytilegu umhverfi og svara kröfum viðskiptavina, starfsmanna, eigenda og annarra hagsmunaaðila um breytingar.

Elva Björg Arnarsdóttir, netfang: elvabjorg@hi.is sími: 525-5293 Elva er með viðtalstíma alla virka daga frá kl. 10:00 - 11:00

FYRIRKOMULAG Námið hefst 19. sept. og spannar sex mánaða tímabil. Kennsla fer fram einu sinni í mánuði, á föstudögum frá kl. 13:00 - 17:00 og laugardögum frá kl. 9:00 - 13:00. Samtals 48 klukkustundir. Kennslan er byggð upp með fyrirlestrum og verkefnavinnu. Í hverri lotu verður lögð áhersla á að flétta umfjöllun um stjórnun og leiðtogahæfni saman við hagnýtar aðferðir verkefnastjórnunar. Þátttakendur vinna með raunhæf verkefni og fá þjálfun í að beita kenningum og aðferðum sem til umfjöllunar eru hverju sinni.

NÁNARI UPPLÝSINGAR / UMSÓKN

Umsóknarfrestur til 15. júní.

SKOÐAÐU MYNDBANDIÐ

NÁMSLÍNA ÁN EININGA - ENGRAR GRUNNMENNTUNAR KRAFIST


HUGUR OG HEILBRIGÐI - gerðu gott líf betra

Unnið verður með líðan einstaklings út frá hugmyndafræði ACT (Acceptance and Commitment Therapy) þar sem kjarninn í nálguninni er að einstaklingur gangist við þáttum í lífinu sem hann hefur ekki stjórn á en taki um leið meðvitaða ákvörðun um að framkvæma það sem eykur lífsgæði hans. Nemendur greina þau gildi í lífinu sem raunverulega skipta

KENNSLA/UMSJÓN

máli og öðlast kjark til að lifa í samræmi við þau, ásamt því að tileinka sér nálgun núvitundar og samkenndar til að auðga líf sitt. Markmiðið er að auka almenna vellíðan og lífsgæði sem skilar sér bæði í einkalífi og starfi. Þar á meðal að taka upplýsta ákvörðun um næringu og hafa áhuga á að hlúa að heilbrigði og þannig draga úr eða fyrirbyggja lífsstílssjúkdóma. Námið er góð leið til að gera það sem í einstaklingsvaldi stendur til að fyrirbyggja kulnun.

Medicine) frá University of Surrey í Bretlandi. Rúnar Helgi Andrason, lauk doktorsprófi (Psy.D) í klínískri sálfræði frá Rutgers University, USA, árið 1999 og hlaut sérfræðiviðurkenningu í klínískri sálfræði 2004.

Anna Dóra Frostadóttir, lærði klíníska sálfræði við Macquarie háskólann í Sydney, Ástralíu. Birna G. Ásbjörnsdóttir, með meistaragráðu (MSc) í næringarlæknisfræði (Nutritional

VERÐ 215.000 kr. Mörg stéttarfélög veita styrki til náms.

FYRIR HVERJA

VERKEFNASTJÓRI

Námið er fyrir alla þá sem vilja setja sér markmið, skoða eigin líðan, yfirstíga hindranir og takmarkanir og auka meðvitund og skilning á góðri næringu. Einnig þjálfa núvitund og auka hæfni sína í að bregðast við af yfirvegun og ró. Einstaklingur sem er umhugað um eigin heilsu hefur ekki einungis áhrif á eigið líf, heldur einnig nærumhverfi sitt.

Hulda Mjöll Hauksdóttir netfang: hulda@hi.is sími: 525-4924 Hulda er með viðtalstíma alla virka daga frá kl. 10:00 - 11:00

FYRIRKOMULAG

Umsóknarfrestur til 15. júní.

Námið hefst 18. sept. 2020 og því lýkur 27. feb. 2021. Kennt er aðra hverja viku. Kennt er á föstudögum kl. 16:15 - 19:15 og laugardögum kl. 9:00 - 13:00. Samtals 62 klst.

NÁNARI UPPLÝSINGAR / UMSÓKN

SKOÐAÐU MYNDBANDIÐ

NÁMSLÍNA ÁN EININGA - ENGRAR GRUNNMENNTUNAR KRAFIST


Þriggja þrepa leið til

VIÐURKENNINGAR BÓKARA

Þriggja þrepa leið er sérstaklega ætluð þeim sem ekki hafa reynslu af bókhaldsstörfum og er jafnframt góður undirbúningur fyrir þá sem stefna á að þreyta próf til viðurkenningar bókara. Mikilvægt er að umsækjendur hafi haldgóða þekkingu á Excel og hafi gott vald á tölvunotkun almennt. Nemendur sem sækja Grunnnám í bókhaldi og Grunnnám í reikningshaldi fá 20% afslátt af Undirbúningsnámi til viðurkenningar bókara. Sækja þarf um hvert þrep fyrir sig og taka fram við umsókn í Undirbúningsnám til viðurkenningar bókara að viðkomandi hafi sótt þrep 1 og 2, ef það á við.

VERKEFNASTJÓRI Hulda Mjöll Hauksdóttir netfang: hulda@hi.is sími: 525-4924 Hulda er með viðtalstíma alla virka daga frá kl. 10:00 - 11:00 Umsóknarfrestur til 15. júní.

GRUNNNÁM Í BÓKHALDI Kennsla: Inga Jóna Óskarsdóttir viðurkenndur bókari og eigandi Bókhalds og kennslu ehf. og Vala Valtýsdóttir, lögfræðingur og meðeigandi Lögfræðistofu Reykjavíkur. Námið hefst á haustmisseri 2020. VERÐ 223.000 kr.

NÁNARI UPPLÝSINGAR / UMSÓKN

GRUNNNÁM Í REIKNINGSHALDI Kennsla: Snorri Jónsson, viðskiptafræðingur MBA og Master of Accounting and Auditing. Heiðar Þór Karlsson. Námið hefst á vormisseri 2021. VERÐ 126.000 kr.

NÁNARI UPPLÝSINGAR / UMSÓKN

UNDIRBÚNINGSNÁM – VIÐURKENNDUR BÓKARI Kennsla: Allir kennarar námsins hafa víðtæka sérþekkingu og reynslu á þeim sviðum sem kennd eru hverju sinni. Námið hefst á haustmisseri 2020. VERÐ 205.000 kr.

NÁNARI UPPLÝSINGAR / UMSÓKN

SKOÐAÐU MYNDBANDIÐ

NÁMSLÍNA ÁN EININGA - ENGRAR GRUNNMENNTUNAR KRAFIST


VERKEFNASTJÓRNUN OG LEIÐTOGAÞJÁLFUN

Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun er fjölbreytt nám, ætlað þeim sem vilja í senn öðlast þekkingu og þjálfun á sviði verkefnastjórnunar og efla leiðtogahæfileika sína. Námið byggir á að efla fjóra meginfærniþætti meðal þátttakenda: Leiðtogafærni, samskiptafærni, stefnumótunarfærni og skipulagsfærni. Kennt er með því að fást við raunhæf verkefni en mikill hluti námsreynslunnar á sér stað bæði í kennslustofunni – í fjölbreyttri vinnu og krefjandi verkefnum – og í hópverkefnum sem unnin eru með öðrum þátttakendum.

FYRIR HVERJA Námið er ætlað áhugasömu og dugmiklu fólki sem hefur vilja til að efla færni sína í starfi og leik. Það gagnast ekki síst millistjórnendum og stjórnendum innan félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana.

FYRIRKOMULAG

KENNSLA/UMSJÓN Dr. Helgi Þór Ingason, véla- og iðnaðarverkfræðingur og Dr. Haukur Ingi Jónasson cand. theol., M.Phil. og sálgreinir. VERÐ 695.000 kr. Mörg stéttarfélög veita styrki til náms.

VERKEFNASTJÓRI Rósa Björk Sigurðardóttir netfang: rosabjork@hi.is sími: 525-5296 Rósa er með viðtalstíma alla virka daga frá kl. 10:00 - 11:00 Umsóknarfrestur til 15. júní.

Námið hefst í sept. 2020 og nær yfir tvö misseri. 1. misseri 2020 Vika 1: Mán. 21. sept. - fös. 25. sept. Vika 2: Mán. 23. nóv. - fim. 26. nóv. 2. misseri 2021 Vika 3: Mán. 8. feb. - fös. 12. feb. Vika 4: Mán. 22. mars - fim. 25. mars Nemendur undirgangast alþjóðlega D-vottun í verkefnastjórnun og fá að henni lokinni alþjóðlegan titil: Certified Project Management Associate.

NÁNARI UPPLÝSINGAR / UMSÓKN

NÁMSLÍNA ÁN EININGA - ENGRAR GRUNNMENNTUNAR KRAFIST


TEYMIÐ MITT OG ÉG - mannauðurinn

Markmið námsins er að efla stjórnendur með mannaforráð í að leiða einstaklinga og hópa/teymi á hvetjandi og uppbyggilegan hátt til aukins árangurs. Að námi loknu ættu þátttakendur með mannaforráð eða teymisstjórar að vera hæfari í að byggja upp öfluga liðsheild, hafa aukinn skilning á aðferðum mannauðsstjórnunar til að ná árangri ásamt því að þekkja leiðir sem efla þátttakendur í að verða góðir stjórnendur.

FYRIR HVERJA Námið er ætlað millistjórnendum og sérfræðingum í sínu fagi sem vilja verða enn betri í að virkja og hvetja starfsfólk/teymi. Námið hentar stjórnendum og sérfræðingum sem vilja nýta sér aðferðir mannauðsstjórnunar í þeim tilgangi að verða enn hæfari stjórnendur ásamt eigendum og yfirstjórnendum lítilla fyrirtækja þar sem ekki er starfandi mannauðsdeild.

VERKEFNASTJÓRI Hulda Mjöll Hauksdóttir netfang: hulda@hi.is sími: 525-4924 Hulda er með viðtalstíma alla virka daga frá kl. 10:00 – 11:00 Mörg stéttarfélög veita styrki til náms. Umsóknarfrestur til 15. júní.

FYRIRKOMULAG Miðað er við að kennt sé á föstudögum og laugardögum á þriggja vikna fresti. Námið er hagnýtt og byggir á fyrirlestrum og umræðum ásamt hagnýtum einstaklings- og hópverkefnum. Alla jafna er ekki ætlast til heimavinnu á milli kennsludaga nema í undantekningartilvikum. Bent verður á lesefni ef þátttakendur vilja kafa dýpra ofan í eitthvað viðfangsefni. Í lokin vinna þátttakendur hagnýtt verkefni út frá viðfangsefni sem þeir velja sjálfir en tengist efni námslínunnar. Hægt er að stunda námið í staðnámi og/eða fjarnámi að hluta, gert er ráð fyrir þremur staðlotum.

NÁNARI UPPLÝSINGAR / UMSÓKN

NÁMSLÍNA ÁN EININGA - ENGRAR GRUNNMENNTUNAR KRAFIST


NÁMSBRAUTIR NÁM Í HAUST – UMSÓKNARFRESTUR TIL 15. JÚNÍ


KOMDU Á KYNNINGARFUND NÁMSBRAUTA 26. MAÍ • HUGRÆN ATFERLISFRÆÐI Í LÍFI OG STARFI • LEIÐSÖGUNÁM Á HÁSKÓLASTIGI - STAÐNÁM EÐA FJARNÁM • NÁM TIL LÖGGILDINGAR FASTEIGNA- OG SKIPASALA - STAÐNÁM EÐA FJARNÁM • ÖKUKENNARANÁM TIL ALMENNRA RÉTTINDA • FJÖLSKYLDUMEÐFERÐ - DIPLÓMANÁM Á MEISTARASTIGI • JÁKVÆÐ SÁLFRÆÐI - DIPLÓMANÁM Á MEISTARASTIGI • SÁLGÆSLA - DIPLÓMANÁM Á MEISTARASTIGI • HEILABILUN - INNGANGUR FYRIR FAGAÐILA • FJÁRMÁL OG REKSTUR - STAÐNÁM EÐA FJARNÁM • FORYSTA TIL FRAMÞRÓUNAR – LEIÐ STJÓRNENDA TIL AUKINS ÁRANGURS • HUGUR OG HEILBRIGÐI – GERÐU GOTT LÍF BETRA • ÞRIGGJA ÞREPA LEIÐ TIL VIÐURKENNINGAR BÓKARA • VERKEFNASTJÓRNUN OG LEIÐTOGAÞJÁLFUN • TEYMIÐ MITT OG ÉG – MANNAUÐURINN

NÁNARI UPPLÝSINGAR


Endurmenntun HÍ · Dunhaga 7 · 107 Reykjavík sími 525 4444 · endurmenntun@hi.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.