Notkunarheimild: Kaupandi þessa skjals Penninn ehf. (5601090670) hefur heimild til að nota það á 1 vinnustöð/vum skv. samningsskilmálum Staðlaráðs Íslands. 30.8.2021.
ÍST 85:2012 85 Viðauki A Skýringar við einstakar greinar staðalsins (Til upplýsingar) Í þessum viðauka eru veittar skýringar við þær greinar staðalsins þar sem þess var talin þörf. Greinar sem ekki eru taldar upp í þessum viðauka eru ekki taldar þarfnast skýringa.
A.1
Umfang
Tilgangur staðalsins er að vera verkfæri fyrir fyrirtæki sem vilja tryggja starfsmönnum sínum jöfn laun fyrir sömu eða jafn verðmæt störf óháð kyni. Staðlinum er ætlað að skapa ramma sem fyrirtæki velja að nota við innleiðingu jafnlaunakerfis. Það er ekki ætlun eða tilgangur staðalsins að ákveða hvaða aðferðir nota skal eða hvernig innleiðingu þeirra skuli háttað. Ekki eru settir fram sérstakir mælikvarðar í jafnlaunamálum í þessum staðli, heldur er ætlast til þess að hvert fyrirtæki fyrir sig setji sér mælikvarða og markmið sem eru í samræmi við starfsemi þess. Hafi fyrirtæki unnið að innleiðingu staðalsins og fullvissað sig um að kröfur hans séu uppfylltar, getur það sjálft útbúið yfirlýsingu þess efnis. Fyrirtækið getur einnig leitað eftir staðfestingu hjá hagsmunaaðilum sínum á því að hafa uppfyllt kröfur staðalsins. Hagsmunaaðilar gætu til dæmis verið stéttarfélög, fulltrúar starfsmanna eða valdir viðskiptavinir. Óski fyrirtækið eftir vottun er hægt að leita hennar hjá þar til bærum aðilum sem fengið hafa heimild til vottunar. Vottunaraðili getur síðan eftir úttekt staðfest innleiðingu jafnlaunakerfis með skírteini.
A.2
Forsendur
Þegar gerð er krafa um að launastefna fyrirtækisins skuli vera heildstæð er átt við að stefnan skuli ná til allra starfsmanna. Með þessu er verið að koma í veg fyrir að ákvörðun sé tekin um að undanskilja einstaka starfsmenn eða hópa innan fyrirtækisins. Það samræmist ekki markmiði staðalsins að innleiða aðferðir til að tryggja jöfn laun hjá fyrirtæki, ef umfang jafnlaunakerfis er ekki það sama og starfsemi fyrirtækisins nær yfir. Áður en vottunarferli hefst er gerð krafa um að minna kosti ein launagreining hafi farið fram hjá fyrirtækinu. Við slíka greiningu þarf að koma fram hver laun starfsmanna eru og hvernig þau eru ákvörðuð. Launagreiningin er síðan notuð við mótun jafnlaunastefnu og markmiðssetningu hvað varðar launajafnrétti kynja. Æskilegt er að launagreining fyrirtækisins sé ekki eldri en eins árs, þegar kemur að forúttekt vegna vottunar. Launagreining ætti jafnframt að vera í samræmi við þá starfsemi sem taka skal út til vottunar.
A.4
Kröfur til stjórnunar jafnlaunakerfis
A.4.1 Almennar kröfur Með jafnlaunakerfi er átt við skipulagðar aðferðir þar sem lýst er hvernig fyrirtækið vinnur að því að tryggja jöfn laun fyrir sömu eða jafn verðmæt störf, óháð kynferði. Skjalfesting getur falist í ferlisteikningum, verklagsreglum, vinnulýsingum og eyðublöðum. Uppsetning þarf að vera á þann hátt að hægt sé að endurtaka aðferðir og bera saman niðurstöður fyrirtækisins yfir tímabil. Í slíkum kerfum er lögð áhersla á skráningu og rekjanleika upplýsinga sem fyrirtækið telur þurfa til að geta staðfest launajafnrétti kynja fyrir óháðum ytri aðila við vottun. Það er mikilvægt að verklag og aðferðir gefi greinargóða mynd af launamyndun í fyrirtækinu og vísi í gögn þess til stuðnings.
A.4.2 Jafnlaunastefna Æðstu stjórnendur fyrirtækis eru þeir sem stýra rekstri þess, taka ákvarðanir og eru í nánu sambandi við eigendur og hagsmunaaðila. Jafnlaunastefnu fyrirtækisins mætti kynna fyrir starfsmönnum með upplýsingum á innra neti fyrirtækisins, á heimasíðu, í kynningarbæklingum og á kynningarfundum. Að jafnlaunastefna sé aðgengileg hagsmunaaðilum og almenningi þýðir að hún mætti til dæmis finnast á heimasíðu eða sé til í prentuðu formi. Að stefnan sé aðgengileg þýðir ekki að upplýst sé um launamál einstaklinga heldur um stefnu fyrirtækisins í jafnlaunamálum.
A.4.3.1 Jafnlaunaviðmið Í sérstökum viðauka (viðauka B) er fjallað um flokkun starfa og inntak þeirra.
A.4.3.2 Lagalegar kröfur og aðrar kröfur Dæmi um aðrar kröfur eru t.d. ákvæði kjarasamninga, um lagalegar kröfur vísast jafnframt til viðauka D um dómaframkvæmdir.
A.4.3.3 Markmið og áætlanir Greinin kveður á um þá skyldu fyrirtækis að setja fram, innleiða og viðhalda jafnlaunamarkmiðum. Jafnlaunamarkmiðin skulu vera mælanleg og fela í sér skuldbindingu um stöðugar umbætur. Sem dæmi um mælanleg
12
Skjal þetta er verndað af ákvæðum höfundalaga og afritun þess og dreifing er með öllu óheimil nema skv. samkomulagi við Staðlaráð Íslands.