Notkunarheimild: Kaupandi þessa skjals Penninn ehf. (5601090670) hefur heimild til að nota það á 1 vinnustöð/vum skv. samningsskilmálum Staðlaráðs Íslands. 30.8.2021.
ÍST 85 ÍST 85:2012 c) til að ákvarða laun og önnur kjör fyrir hvert starf á grundvelli hinna skilgreindu viðmiða; d) til að ákvarða hvort og þá hvernig er umbunað fyrir einstaklingsbundna og hópbundna þætti. Fyrirtækið skal skjalfesta og uppfæra þessar upplýsingar. Fyrirtækið skal tryggja að viðmiðin séu ávallt málefnaleg og viðeigandi.
4.3.2 Lagalegar kröfur og aðrar kröfur Fyrirtækið skal koma upp, innleiða og viðhalda verklagsreglu(m) a) til að bera kennsl á og hafa aðgang að viðeigandi lagalegum kröfum og öðrum kröfum sem fyrirtækið undirgengst er eiga við um jafnlaunakerfi fyrirtækisins; b) til að ákvarða hvernig þessar kröfur eiga við um framkvæmd jafnlaunastefnu fyrirtækisins. Fyrirtækið skal tryggja að lagalegar kröfur og aðrar kröfur sem fyrirtækið undirgengst séu lagðar til grundvallar við að koma upp, innleiða og viðhalda jafnlaunakerfi þess. Í þessu felst að tryggt sé að hvorki bein né óbein mismunum á milli kynja eigi sér stað.
4.3.3 Markmið og áætlanir Fyrirtækið skal setja fram, innleiða og viðhalda skjalfestum jafnlaunamarkmiðum sem nái til allra starfsdeilda og þrepa í skipuriti fyrirtækisins. Markmiðin skulu vera mælanleg og í samræmi við jafnlaunastefnuna, þ.m.t. skuldbindingar samkvæmt jafnréttislögum, öðrum lögum og öðrum skuldbindingum sem fyrirtækið hefur undirgengist. Þau skulu jafnframt taka til skuldbindinga um stöðugar umbætur. Fyrirtækið skal setja fram, innleiða og viðhalda áætlunum um aðgerðir til að ná settum markmiðum. Í áætlunum skulu vera:
Skilgreina skal hlutverk, ábyrgð og vald, skjalfesta upplýsingar þar að lútandi og miðla þeim áfram til þess að greiða fyrir virkri stjórnun jafnlaunamála. Æðstu stjórnendur fyrirtækisins skulu tilnefna fulltrúa úr sínum röðum sem, án tillits til annarrar ábyrgðar, skal fengið skilgreint hlutverk, ábyrgð og vald til að a) tryggja að jafnlaunakerfi sé komið upp og innleitt og því viðhaldið í samræmi við þennan staðal, b) skila skýrslum til æðstu stjórnenda um jafnlaunakerfið, gæði þess og skilvirkni, sem og tilmælum um úrbætur.
4.4.2 Hæfni, þjálfun og vitund Fyrirtækið skal tryggja að allir starfsmenn sem koma að launaákvörðunum þess, beint eða óbeint, séu hæfir á grundvelli viðeigandi menntunar, þjálfunar og reynslu, og fyrirtækið skal halda viðeigandi skrár þar um. Fyrirtækið skal bera kennsl á þörfina fyrir þjálfun í tengslum við jafnlaunakerfið og jafnlaunastefnuna. Það skal veita þjálfun eða grípa til annarra aðgerða til að uppfylla þessar þarfir og halda viðeigandi skrár þar um.
4.4.3 Samskipti Fyrirtækið skal koma upp, innleiða og viðhalda verklagsreglu(m) um samskipti og upplýsingamiðlun um þá þætti sem hafa áhrif á laun í fyrirtækinu og jafnlaunakerfi þess a) milli þeirra aðila í fyrirtækinu sem beint eða óbeint koma að launaákvörðunum, b) um móttöku, skjalfestingu og viðbrögð við erindum utanaðkomandi aðila þar að lútandi.
4.4.4 Skjalfesting Skjalfesting jafnlaunakerfisins skal fela í sér: a) Jafnlaunastefnu og markmið. b) Lýsingu á umfangi jafnlaunakerfisins.
a) tilgreining á ábyrgðarskiptingu innan fyrirtækisins til að markmiðum sé náð, b) tilgreining á leiðum að markmiðum og tímasetning aðgerða.
4.4
Innleiðing og starfræksla
4.4.1 Hlutverk, ábyrgð og völd Stjórnendur skulu tryggja að nauðsynlegar auðlindir séu tiltækar til að koma upp, innleiða, viðhalda og bæta jafnlaunakerfið. Til auðlinda teljast mannauður, sérfræðikunnátta, innviðir fyrirtækisins, tækni og fjármagn.
c) Lýsingu á meginþáttum jafnlaunakerfisins og hvernig þeir virka saman ásamt vísan til tengdra skjala. d) Launamyndunarkerfi fyrirtækis, þ.m.t. viðmið sem ákvarðanir um laun og kjör byggja á, m.a. viðmið er varða hæfni og árangur ef slíkt á við. e) Allar ákvarðanir um laun og kjör ásamt gögnum sem þær byggja á, þ.m.t. flokkun starfa, starfslýsingar og heimildir um mat á einstaka störfum eða starfsmönnum eftir því sem við á, sem og breytingar á launum einstakra starfsmanna eða hópa starfsmanna í kjölfar úttekta.
9
Skjal þetta er verndað af ákvæðum höfundalaga og afritun þess og dreifing er með öllu óheimil nema skv. samkomulagi við Staðlaráð Íslands.