Hagur 2018

Page 1

1. tbl. 40. árgangur 2018

Verðmætasköpun hvílir á vexti útflutningsgreina

Verður byltingunni streymt? Launaábatinn

Hagfræðingur ársins Einfalt hráefni, ekki mikill sykur


2

Leiðari

Vettvangur viðskipta- og hagfræði í 80 ár

Í

ár fagnar Félag viðskipta- og hagfræðinga (FVH) 80 ára afmæli. FVH rekur rætur sínar til tveggja félaga: Hagfræðingafélags Íslands, sem stofnað var árið 1938, og Félags viðskiptafræðinga, sem stofnað var árið 1946. Hagfræðingafélagið var stofnað til að efla félagslyndi meðal hagfræðinga og álit vísindalegrar hagfræðimenntunar. Hagfræði var á þessum tíma ung fræðigrein. Höfuðrit hagfræðingsins John Maynard Keynes hafði komið út tveimur árum áður, og sú þjóðhagfræði sem kennd er í skólum í dag var þá að fullmótast. Margar hagfræðikenningar voru þó umdeildar og hagfræðingar sem fræðimenn sömuleiðis. Félag viðskiptafræðinga var síðan stofnað árið 1946. Þá höfðu samtals 30 viðskiptafræðingar útskrifast úr Háskóla Íslands. Tólf þeirra tóku sig saman og stofnuðu félagið til að vinna að hagsmunamálum viðskiptafræðinga og auka kynningu þeirra. Starfsemi og markmið var hvort tveggja nátengt Hagfræðingafélaginu. Til að mynda höfðu félagsmenn annars félagsins rétt til að sækja fundi hins. Árið 1959 voru félögin tvö síðan sameinuð undir nafninu Hagfræðafélag Íslands. Nafni sameinaðs félags var síðan breytt í Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga árið 1972, sem starfar enn í dag. Starfsemi félagsins hefur hins vegar breyst í

takt við tímann. Minni deilur eru um grundvallarkenningar á sviðum viðskipta- og hagfræði og vinsældir beggja greina eru margfaldar á við það þegar móðurfélögin voru stofnuð. Málefnastarf félagsins í dag snýr því frekar að því að standa fyrir viðskipta- eða hagfræðilegri nálgun á ýmiss konar málefni. Af nægu er að taka til að fjalla um. Þennan vetur hefur félagið haldið fundi um verðmætasköpun í nýsköpunar- og vaxtarfyrirtækjum, stöðuna á fasteignamarkaði og áhrif nýrra hræringa í flugi á ferðaþjónustuna. Í þessu tölublaði Hags má síðan finna greinar og viðtöl við ýmsa viðskipta- og hagfræðinga í íslensku samfélagi. Á nýju ári mun félagið halda fjölbreytta viðburði. Nemendum í viðskipta- og hagfræði verður boðið á fund þar sem þeir fá heilræði þegar kemur að atvinnuleit, haldinn verður opinn málefnafundur á Akureyri og Þekkingarverðlaun félagsins verða afhent, auk þess sem reglubundnum málefnafundum verður haldið áfram. Markmið okkar í FVH er að uppfylla áfram þau markmið sem félagið og forverar þess hafa haft síðustu 80 ár. Viðskipta- og hagfræði eru gagnlegar fræðigreinar og beita má verkfærum þeirra til að skila íslensku samfélagi margvíslegum ávinningi. Hafir þú áhuga á að fylgjast með eða taka þátt í starfinu hvet ég þig til að skrá þig á póstlistann okkar á fvh.is eða láta í þér heyra.

Björn Brynjúlfur Björnsson, formaður FVH

Félag viðskipta- og hagfræðinga (FVH) – fagfélagið þitt! Ágæti viðskiptafræðingur / hagfræðingur Við hvetjum þig til að taka þátt í öflugri starfsemi FVH með því að greiða greiðsluseðil. Jafnframt viljum við benda á að fyrirtæki hafa í vaxandi mæli tekið að sér að greiða félagsgjaldið þar sem atvinnurekendur sjá sér hag í því að starfsmenn þeirra eigi kost á öllu því sem í boði er hjá FVH. Aðild að FVH borgar sig!

Ávinningur þess að vera félagsmaður í FVH: • Kjarakönnun FVH. Hvar stendur þú í samanburði við markaðinn? Hvergi er unnin sambærileg könnun á kjörum viðskiptafræðinga og hagfræðinga. • Hagur, vandað tímarit FVH varpar góðu ljósi á stéttina og störf innan hennar • Frítt á hádegisverðarfundi félagsins • Afsláttur á Íslenska þekkingardaginn • Efling tengslanets í atvinnulífinu • Hagstæðari kjör á fjölbreyttri endurmenntun og á ýmsa viðburði • Golfmót FVH • .... og margt fleira Félag viðskipta- og hagfræðinga er framsækið og virt fagfélag háskólamenntaðs fólks á sviði viðskipta- og hagfræða og má rekja sögu félagsins aftur til 1938. Viðskipta- og hagfræðingar á Íslandi er stór hópur fólks sem getur haft mikinn slagkraft en félagið er farvegur fyrir hagsmunamál þessa hóps. Meðal þess sem FVH sinnir er að viðhalda fagþekkingu með ýmiss konar fræðslu og endurmenntun, hlúa að kjörum viðskipta- og hagfræðinga með árlegri kjarakönnun og bjóða upp á vettvang til að efla tengsl félagsmanna.

FVH býður nýja félaga hjartanlega velkomna í félagið! Ertu örugglega skráður á póstlista FVH? Færðu reglulega póst frá félaginu um það sem er á döfinni? Ef ekki: Skráning á www.fvh.is eða með því að senda póst á fvh@fvh.is Skoðar þú erindi og kjarakannanir FVH á netinu? Ef ekki getur þú nýskráð þig á www.fvh.is Ef einhverjar spurningar vakna getur þú sent póst á fvh@fvh.is

Ertu örugglega skráður á póstlista FVH?

Færðu reglulega póst frá félaginu um það sem er á döfinni? Ef ekki:

Skráning á www.fvh.is eða með því að senda póst á fvh@fvh.is

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) er framsækið og virt fagfélag háskólamenntaðs fólks á sviði viðskipta- og hagfræða og má rekja sögu félagsins allt aftur til ársins 1938. Viðskipta- og hagfræðingar á Íslandi eru stór hópur fólks, sem getur haft mikinn slagkraft en félagið er farvegur fyrir hagsmunamál þessa hóps. Meðal þess sem FVH sinnir er að viðhalda fagþekkingu með ýmiss konar fræðslu og endurmenntun, hlúa að kjörum viðskipta- og hagfræðinga með árlegri kjarakönnun og bjóða upp á vettvang til að efla tengsl félagsmanna. Ritstjóri: Herdís Helga Arnalds Ábyrgðarmaður: Björn Brynjúlfur Björnsson Prentun: Landsprent

Ný stjórn FVH 2018-2019 Ný stjórn Félags viðskipta- og hagfræðinga tók til starfa á haustmánuðum. Stjórnin var kjörin fyrir starfsárið 2018-2019. Félagar FVH eru yfir þúsund talsins og hefur fjölgað töluvert á undanförnum árum. Á síðasta starfsári voru viðburðir á vegum félagsins fjölsóttir en félagið stendur fyrir hádegisverðarfundum með áherslu á umfjöllun um málefni og rannsóknir í viðskipta- og hagfræði með hlutlægum hætti. Félagið framkvæmdi einnig kjarakönnun sem vakti mikla athygli og fjallað var um á opnum fundi. FVH stóð í apríl fyrir vali á hagfræðingi ársins og í ár varð Sigurður Kjartan Hilmarsson, sem er betur þekktur sem Siggi skyr, fyrir valinu. Þekkingarfyrirtæki ársins var einnig valið og hlaut Vísir hf. þau verðlaun.

Stjórn FVH fyrir komandi starfsár er þannig skipuð: Formaður: Björn Brynjúlfur Björnsson Varaformaður: Vala Hrönn Guðmundsdóttir Framkvæmdastjóri: Katrín Amni Friðriksdóttir Gjaldkeri: Þórarinn Hjálmarsson Formaður ritnefndar: Herdís Helga Arnalds Fulltrúi nýliða: Sölvi Blöndal Meðstjórnendur: Ásdís Kristjánsdóttir, Hallur Jónasson, Íris Hrannarsdóttir, Lilja Gylfadóttir og Magnús Þorlákur Lúðvíksson.


NÝ BÓK FYRIR ÞÁ SEM VILJA UNDIRBÚA

FJÁRMÁL VIÐ STARFSLOK

BÓK FYRIR FÓLK Á ÖLLUM ALDRI Það er að mörgu að hyggja fyrir

Áhugavert efni sem alla varðar, upplýsandi

eftirlaunaárin. Bókin, Lífið á efstu hæð, er

texti og skýringarmyndir. Bókin er vel hönnuð

hafsjór af fróðleik um efnið sett fram á

og hugsuð, aðgengileg og lesvæn. Höfundi

auðskiljanlegan hátt. Það er aldrei of snemmt

er einkar lagið að fjalla um lífeyriskerfin og

að byrja að undirbúa eftirlaunaárin. Bókin er

lífeyrismál þannig að hver sem er hafi gagn og

góður leiðarvísir til þess.

gleði af lestrinum.

Vilborg Lofts,rekstrarstjóri Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands

Atli Rúnar Halldórsson, blaðamaður

Framtíðarsýn Verð 4 . 50 0 kr. með heimsendingu Pö ntu n se n d is t á fra mti d a rsy n @ fra mti d a rsy n . is

w w w.fra m ti d a r sy n . is


4

Hagfræðingur ársins

Einfalt hráefni, ekki mikill sykur Á vordögum 2018 var Sigurður Kjartan Hilmarsson, oftast þekktur sem Siggi skyr, valinn hagfræðingur ársins af Félagi viðskipta- og hagfræðinga. Verðlaunin voru afhent á Þekkingardeginum sem haldinn var í Iðnó.

S

iggi hefur, eins og landsmönnum flestum er kunnugt, byggt upp alþjóðlegt vörumerki sem byggir á heiðarlegri íslenskri matarhefð, með bætta lýðheilsu að leiðarljósi. Framleiðsla á Siggi’s skyr hófst sem áhugamál Sigga í kringum jólin 2004 en fyrsta sala á skyrinu átti sér stað árið 2005. Um það bil eitt ár leið því frá því að skyrið var hugarfóstur Sigga yfir í það að vera tekjuskapandi vara. Við afhendingu verðlaunanna skein það strax í gegn að Siggi

fer svo sannarlega ótroðnar slóðir. Hann leggur mikinn metnað upp úr því að tryggja gæði vöru sinnar og ástríða hans felst meðal annars í því að geta boðið neytendum upp á heilnæmar vörur sem innihalda lægra magn sykurs en sambærilegar mjólkurvörur sem seldar eru á bandarískum markaði. Að sögn Sigga hóf hann framleiðslu á skyrinu í eldhúsinu heima hjá sér eftir uppskrift sem mamma hans sendi honum þar sem honum fannst þær mjólkurvörur sem fáanlegar

voru á bandarískum markaði of sætar og gervilegar. Vörur Sigga voru fyrst um sinn seldar í minni verslunum í New York borg en árið 2008 náði fyrirtækið samningum um víðtækari framleiðslu og sölu og eru vörur Sigga nú seldar á landsvísu hjá stórverslunum á borð við Whole Foods sem sérhæfir sig í heilnæmu og lífrænu vöruframboði, Starbucks, Target og Wegmans. Siggi telur að hans góða árangur megi meðal annars rekja til þess að hann hafi ávallt haft mikla einbeitingu og ástríðu að


Jólapakkar sem bragð er af KÍKTU Í JÓLABÆKLING NORÐLENSKA

S

Við setjum saman gómsæta jólaglaðninga, sérstaklega með það að markmiði að aðstoða þig við að gleðja starfsfólk þitt eða viðskiptavini. Þú getur valið pakka sem er samsettur af okkur eða átt heiðurinn af þinni eigin samsetningu.

HAFÐU SAMBAND OG VIð LEYSUM MÁLIÐ SAMAN. NETFANG: JOLAGJAFIR@NORDLENSKA.IS / SÍMI 460 8800.


6

leiðarljósi. Slíkt sé nauðsynlegt þegar keppa á við mun stærri vörumerki. Umfram allt hefur Siggi einstaklega gaman af því að taka þátt í skapandi vöruþróunarferlum sem hafi komið sér vel í hörðu samkeppnisumhverfi. Á fyrsta ársfjórðungi 2018 bárust fréttir um væntanlega sölu The Icelandic Milk and Skyr Corporation, félagsins á bak við Siggi’s Skyr. Lactalis, einn stærsti mjólkurvöruframleiðandi heims, sýndi fyrirtækinu áhuga en Lact-

alis vildi með kaupunum færa út kvíarnar í skyrframleiðslu í Bandaríkjunum. Árleg velta Lactalis á þessum tíma nam um 17 milljörðum evra en á sama tíma seldi svissneska mjólkurvörufyrirtækið Emmi ríflega 20% hlut sinn í Siggi’s skyr til Lactalis. Í byrjun árs 2018 voru mjólkurvörur Sigga seldar í um 25.000 verslunum innan Bandaríkjanna og töldu um 2% markaðshlutdeild á bandarískum markaði jógúrtvara. Söluvirði félagsins hefur ekki verið formlega opinberað. Sam-

Umfram allt hefur Siggi einstaklega gaman að því að taka þátt í skapandi vöruþróunarferlum sem hafi komið sér vel í hörðu samkeppnisumhverfi.

kvæmt Sigga helst sýn og stefna fyrirtækisins óbreytt þrátt fyrir sölu félagsins. Félagið hefur nú verið fellt inn í félag Lactalis sem sjálfstæð eining og Siggi sjálfur leiðir félagið áfram með sinni skýru sýn og ástríðu. Hag og FVH lék forvitni á að heyra hvað hefur drifið á daga Sigga síðan salan gekk í gegn og hvort hans daglega rútína hafi breyst til muna. „Ég hef verið mjög mikið á ferð og flugi, mest í París með nýju eigendunum að hjálpa þeim að komast inn í reksturinn og líka til að skilja reksturinn þeirra sjálfur. Ég hætti sem forstjóri Siggi‘s í maí sl. og er núna stjórnarformaður. Dagleg rútína hefur því breyst töluvert. Ég er minna í daglegum rekstri og meira í vöruþróun og langtíma stefnumótun. Ég er ennþá mikið í samskiptum við stærstu kúnnana okkar og tek þátt í ráðstefnum og sýningum er varða heilsu og næringu,“ segir Siggi. Í lokin fannst okkur forvitnilegt að heyra hvað Siggi telur að hafi hjálpað til við að koma honum á þann stað sem hann er á í dag. „Ég drekk mikið kaffi og sterkt. Svo spila ég eins mikið körfubolta og ég get sem var algjörlega lífsnauðsynlegt til að halda geðheilsunni, sérstaklega þegar stressið var sem mest.“ Siggi hefur aldrei mælt jafn oft með einni bók og hann hefur mælt með Remembrance of Earth‘s Past eftir Liu Cixin og honum finnst fáir Íslendingar hafa gert hlutina jafn vel og Björk Guðmundsdóttir. Hagur og FVH óska Sigga innilega til hamingju með verðlaunin, sem og áframhaldandi gæfu og góðs gengis.

Ég er minna í daglegum rekstri og meira í vöruþróun og langtíma stefnumótun. Ég er ennþá mikið í samskiptum við stærstu kúnnana okkar og tek þátt í ráðstefnum og sýningum er varða heilsu og næringu,“ segir Siggi.


7

Kristrún M. Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku

Launaábatinn

V

innumarkaðsmálin eru ofarlega í huga margra þessa dagana í ljósi yfirvofandi kjarasamninga. Talsvert fer fyrir umræðu um lægstu launin, sem ná að stórum hluta til ófaglærðra, en undirliggjandi er einnig krafa um að meta menntun til launa. Í samningaviðræðunum er mestmegnis litið til efnahagslegs svigrúms hér innanlands þó að atvinnurekendur, og verkalýðshreyfingin á sínum tíma, hafi þótt álitlegt að fylgja fordæmi Norðurlandanna sem líta til samkeppnismarkaða í launasetningu. Undir lok síðustu aldar bentu erlendir sérfræðingar á að alþjóðleg samkeppni ætti með tíð og tíma eftir að draga úr möguleikum til að hækka laun umfram framleiðni, og leiða því til aukinnar hófsemi í launakröfum á nýrri öld. Sú hefur þó ekki verið raunin hér á landi. Í þessu samhengi er áhugavert að líta aðeins inn í framtíðina á íslenskum vinnumarkaði, til lengra tímabils en þess sem núverandi kjaraviðræður ná til. Verður alþjóðlegi vinkillinn meira ráðandi í launaþróun? Hvað með breytta samsetningu vinnuafls? Hér er varpað fram einni mögulegri sviðsmynd til umhugsunar.

Þessir samverkandi þættir hafa leitt til þess að menntunarstig í landinu hefur hækkað á skömmum tíma, auk þess sem aldrei hefur verið jafndýrt á alþjóðavísu að vera með Íslending í vinnu vegna launahækkana og sterkrar krónu. Talsverð veiking krónunnar síðastliðna mánuði vegur nú aðeins á móti, en launakostnaður er enn gríðarlega hár.

Menntað og dýrt vinnuafl á Íslandi Atvinnuleysi stórjókst á Íslandi fyrstu árin eftir fjármálakreppuna. Þó það hafi ekki náð sömu hæðum og víða í Evrópu og Bandaríkjunum varð breytingin meiri. Atvinnuleysið minnkaði þó hratt og er í dag eitt það lægsta í heiminum. Tveir þættir koma hér við sögu. Aðsókn í háskólanám jókst verulega fyrstu árin eftir kreppuna. Gróflega má áætla út frá tölum Hagstofunnar um skólasókn að uppsafnað dulið atvinnuleysi í íslensku háskólunum hafi verið um 4% fyrstu fimm árin eftir hrun. Þetta er að mörgu leyti frábær leið til að bregðast við efnahagsáfalli. Vonin var þó sú að störf sem krefðust þeirrar háskólamenntunar sem fólk sótti sér aukalega á þessum árum yrðu til staðar þegar að útskrift kæmi. En hagvöxturinn sem síðar mældist, og fjölgun starfa þ.á m., var af öðrum toga en margir bjuggust við. Við fengum ferðaþjónstuna, sem er mjög vinnuaflsfrek og greip því marga. Vöxtur atvinnugreinarinnar tók verulega við sér frá og með 2014 og gerði það að verkum að samsetningin á vinnumarkaðnum hefur gjörbreyst á síðastliðnum árum. Í ofanálag fylgdi nýrri útflutningsgrein mikið innflæði gjaldeyris sem, samhliða öðrum þáttum, varð til þess að krónan styrktist verulega. Þess vegna stöndum við vel út frá stóru hagstærðunum í dag. Hér hefur verið kröftugur hagvöxtur, mikil kaupmáttaraukning og atvinnuleysi í lágmarki. En störfum fjölgaði ekki í réttu hlutfalli við lausn fólks að sækja sér háskólamenntun. Stór hluti þeirra starfa sem finna má í ferðaþjónustu krefst nefnilega ekki háskólamenntunar, þó þar sé vissulega að finna slík störf. Þessi þróun skapaði ákveðna togstreitu á íslenskum vinnumarkaði. Atvinnuleysi minnkaði hratt vegna aukinnar skólasóknar og tilkomu ferðaþjónustunnar. Þegar efnahagsbatinn tók við sér fór að bera á manneklu, á sama tíma og hópur háskólamenntaðra sótti nú vinnu í ferðaþjónustu þar sem menntun þeirra var oftar en ekki óþörf. Og þó erlendu vinnuafli hafi fjölgað á sama tíma, þá jókst álag á vinnumarkaði og krafan um hærri laun varð áberandi. Enda hafa laun hér hækkað margfalt á við nágrannalönd okkar á síðustu árum, eða um 75% frá haustinu 2010.

Menntað en ódýrara vinnuafl erlendis Á sama tíma hafa alþjóðlegir straumar í auknum mæli áhrif á íslenskan vinnumarkað. Margir hafa haft orð á nýrri tegund iðnbyltingar þar sem tæknivæðingin ryður sér til rúms. Aukin pressa á laun er ein afleiðing slíkrar tæknivæðingar, enda vélum skipt út fyrir fólk til að draga úr launakostnaði. Venjubundnum, eða rútínustörfum, fækkar og ágerist þetta sérstaklega í efnahagslegum niðursveiflum þar sem fyrirtæki leita allra leiða til að draga úr kostnaði. Þetta á ekki bara við um verksmiðjustörf, heldur líka störf sem menntað fólk hefur hingað til gengið í. Sér í lagi á svæðum þar sem launakostnaður er mikill. Ágætt dæmi um þetta hér á landi er fyrirtækið Fons Juris sem var stofnað 2011 og heldur úti rafrænum gagnagrunni yfir alla rafrænt birta dóma Hæstaréttar Íslands og héraðsdómstóla. Hugmyndin með gagnagrunninum er að spara tíma og auka framleiðni – sem þýðir einnig færri störf. Þá verður úthýsing starfa til annarra landa mun auðveldari með tækni- og alþjóðavæðingu. Upphaflega fólst úthýsing í flutningi verksmiðjustarfa til landa þar sem lægstu launin voru mjög lág. Með tíð, tíma og tækni eru þessi störf þó í auknum mæli hærra launuð framleiðslu- og þjónustustörf. Þetta á sérstaklega við um störf sem hægt er að staðla. Störf þar sem mannlegi þátturinn er lítill, sem og tengsl við viðskiptavini, og því hægt að útvista ótrúlegustu hlutum. Ágætt dæmi er iPhone síminn sem er framleiddur að langmestu leyti í Kína. Hugmyndavinnan og markaðssetningin fer þó fram í Kaliforníu. Þá skiptir í mörgum tilvikum ekki öllu máli fyrir fyrirtæki hvort sá sem aðstoðar í upplýsingatæknimálum er staðsettur í næsta herbergi, næsta húsi eða hinum megin á hnettinum. Ég upplifði slíka þjónustuúthýsingu á eigin skinni í starfi mínu sem fyrirtækjagreinandi hjá bandarískum fjárfestingarbanka árin 2015-2017. Mikilvægur hluti starfsins snýr að líkanagerð af rekstri fyrirtækis. Slík vinna er tæknilegs eðlis og byggir fyrst og fremst á þjálfun í töflureiknum og fjármálum, sem auðvelt er að staðla. Enda voru eftirsóttustu eiginleikar starfsmanna í New York og London ekki hæfni í líkanagerð heldur góður skilning-


8

ur á rekstri og markaðsumhverfi fyrirtækja, þekking sem ákvarðar tölurnar sem fara inn í líkanið. Þá var geta til að skapa áhugaverða sögu um fyrirtækjareksturinn og kynna hana fyrir fjárfestum í hávegum höfð. Þess vegna var New York-skrifstofan með skuggateymi í Kosta Ríka sem samanstóð af vel menntuðu ungu fólki sem aðstoðaði við tæknilegu þættina í líkanagerðinni. Þegar ég flutti yfir á London-skrifstofuna var sagan sú sama, nema teymið sat nú í Mumbai. Slík forgangsröðun tryggir að ekki er borgað meira fyrir ákveðna vinnu en nauðsynlegt er. Svipar þetta til framleiðslu iPhone símans þar sem hönnunin (hvað fer inn í líkanið) og markaðssetningin (sögugerðin) fer fram í Kaliforníu (New York), en framleiðslan (líkanagerðin) í Kína (Kosta Ríka). Innlendir og erlendir straumar munu þannig leiða til þess að samkeppni um góð störf, eða hærri launuð störf sem oft á tíðum hafa verið tengd við háskólamenntun, eykst á Íslandi. Í fyrsta lagi er hlutfall háskólamenntaðra á Íslandi nú mun hærra en það áður var, og hefur aukist hraðar en fjölgun sérfræðistarfa. Sem þýðir að hópurinn sem sækist eftir launaábata af háskólanámi hefur stækkað umfram framboð á slíkum störfum. Vandinn er sá að það geta ekki allir fengið sama launaábata. Ábati er eðli málsins samkvæmt hlutfallslegur, sem þýðir að ef fleiri færast upp menntunarstigann með þér minnkar ábatinn sem þú taldir þig áður hafa tilkall til. Í öðru lagi hefur hlutfall menntaðra í heiminum stóraukist. Og í þriðja lagi skiptir menntunarstaða ungs fólks í öðrum löndum nú meira máli því tækni- og alþjóðavæðingin auðveldar samkeppni á milli landa. Launaábatinn hefur þannig alþjóðlegri vinkil en áður. Íslenskir forritarar sitja ekki lengur einir að forritunarstörfum íslenskra fyrirtækja. Þessi fyrirtæki eru nú með pólska og búlgarska einstaklinga í vinnu. Hálaunuð ferðaþjónusta Nú er mikið talað um að blikur séu á lofti í ferðaþjónustu. Eðlilegt er að það hægi á vexti atvinnugreinarinnar, en greinin skapar nú þegar yfir 40% af útflutningsverðmætum landsins og er komin til að vera. Aukin velmegun og framþróun í samgöngum á heimsvísu, sem og almenn forvitni fólks, hefur ýtt undir þessa þróun. Þetta þýðir að þó að íslenska krónan veikist þessa dagana, er mjög ólíklegt að hún verði aftur jafnveik og við sáum fyrstu árin eftir hrun. Krónan hefur styrkst síðastliðin ár ekki bara af því að mikill uppgangur hefur verið í efnahagslífinu, heldur vegna þess að hagkerfið er orðið útflutningsdrifnara en áður með stærri hlut ferðaþjónustunnar, samhliða sterkum sjávarútvegi og útflutningi orku í formi áls. Þetta er jákvæð þróun. En útflutningsdrifin hagkerfi glíma við sterka gjaldmiðla vegna gjaldeyrisinnflæðis. Þýskaland barðist lengi vel við sterkt þýskt mark, sömu sögu má segja um japanska jenið og mörgum Suður-

Kóreumönnum finnst kóreyska wonið of sterkt. Áframhaldandi þörf ferðaþjónustunnar fyrir mikið vinnuafl, og sterkur gjaldmiðill, mun því líklega þýða dýrt vinnuafl í ferðaþjónustu á Íslandi í nánustu framtíð. Í mörgum tilvikum þýðir þetta há laun m.v. önnur ferðaþjónustulönd fyrir ófaglærð störf. Alþjóðleg samkeppni bítur ekki jafnhart á þessa atvinnugrein og margar aðrar, þó verðlag hafi einhver áhrif á ferðavilja fólks. Stærsta aðdráttarafl Íslands hefur aldrei verið að það sé ódýrt og mun aldrei vera það. Aðdráttaraflið er náttúran og stór hluti þeirra starfa sem tengjast ferðaþjónustunni tengist náttúrunni beint. Þeim störfum verður ekki svo auðveldlega sinnt frá Mumbai eða Kosta Ríka. Það er margt sem bendir til þess að hér verði áfram nóg af störfum í öðrum atvinnugreinum og há laun almennt. En að sama skapi er líklegt að launaábati af menntun haldi áfram að minnka, eins og þróunin á meðfylgjandi mynd sýnir. Tveir kraftar eru hér að verki. Í fyrsta lagi gæti sterk staða ferðaþjónustunnar haldið launum sem eru undir meðallagi hærri en ella; fólk sem ekki er háskólamenntað er og verður líklega með mun hærri laun en fólk í sambærilegum störfum erlendis. Á sama tíma mun hópur háskólamenntaðra finna fyrir aukinni innlendri og erlendri samkeppni, sem setur pressu á launaábata þessa hóps m.v. þá sem sinna ófaglærðum störfum sem ekki er auðvelt að úthýsa. Þetta þýðir ekki að menntun sé einskis nýt. Bæði hefur hún gildi í sjálfu sér og styður við velmegun hér á landi. Spurningin snýr að hlutfallinu; hversu betra háskólamenntaður einstaklingur mun hafa það launalega séð m.v. aðra hér á landi með lægra menntunarstig. Í nýjum heimi er það nefnilega ekki menntun heldur alþjóðleg samkeppnihæfni og færni sem metin er til launa. Menntun er nauðsynlegt skilyrði slíkra eiginleika en ekki nægjanlegt. Þeir sem uppfylla bæði skilyrði gætu þannig séð launaábata sinn aukast m.v. í dag þar sem þeir keppa í auknum mæli á alþjóðlegu hálaunasviði þar sem launamöguleikar eru meiri en á innanlandsmarkaði. En þetta er og verður áfram lítill hluti launadreifingarinnar. Tilkall til launaábata Á Íslandi í dag er mikið talað um mikilvægi þekkingariðnaðar og sköpun þekkingarkjarna, enda er sá iðnaður að baki mörgum menntuðum hálaunastörfum. Mörg af þeim löndum sem eru hvað næst okkur á launaskalanum eru einmitt lönd sem sækja stóran hluta verðmætasköpunar til þekkingarkjarna. En eins og ljóst er af launatölunum á meðfylgjandi mynd erum við nú þegar búin að taka langt fram úr þessum löndum hvað varðar launakostnað – áður en þekkingariðnaðurinn hefur náð að blómstra hér. Þetta skapar talsverðan vanda fyrir þekkingarfyrirtæki, því geirinn er í mikilli samkeppni á alþjóðavísu,

mun meira svo en auðlindageirinn. Það er auðveldara að flytja þekkingu en náttúruauðlindir á milli landa. Íslensk náttúra skapar ferðaþjónustunni ákveðna sérstöðu. Slík sérstaða, og sú staðreynd að mörg af störfunum krefjast þess að þau séu unnin í návígi við íslenskar náttúruauðlindir, skapar greininni aukið svigrúm til að greiða há laun m.v. önnur lönd fyrir störf sem krefjast ekki háskólamenntunar. Svipaða sögu má segja um sjávarútveginn, sem greiðir íslenskum áhöfnum há laun á alþjóðavísu. Erfiðara er að finna þekkingariðnaðinum sérstöðu á Íslandi, enda er iðnaðurinn í eðli sínu alþjóðlegur og landamæralaus. Sú leið sem mörg fyrirtæki hér á landi hafa því farið er að tengja slík þekkingarstörf við auðlindir landsins. Mörg störf í þekkingariðnaði hér á landi eru þó undir gríðarlegri alþjóðlegri launapressu, enda launahlutfallið í iðnaðinum hátt. Við streitumst á móti þessari þróun í almennri umræðu. Enda hefur í seinni tíð verið mikil áhersla á að koma sem flestum hér á landi í gegnum háskólanám á þeim forsendum að það styrki stöðu þjóðarinnar, sem og stöðu þeirra sem slíka menntun hljóta. Hefur það verið yfirfært á kröfur um launaábata, þó að hærra menntunarstig geti líka auðveldað einstaklingi að sækja sér starf sem viðkomandi hefur ánægju af og hlýtur þannig ákveðinn ábata. Ein birtingarmynd ósættis á vinnumarkaði í dag er einmitt sú að stór hópur fólks upplifir sig hlunnfarinn vegna þess að fórnarkostnaður af háskólanámi skilar sér í litl-

um launaábata. Í heildina litið verður þó ekki horft fram hjá því að langflestir Íslendingar hafa upplifað mikla kaupmáttaraukningu á síðustu árum og líklegt er að svo verði áfram. Hér hefur hærra menntunarstig þjóðarinnar vafalaust leikið stórt hlutverk. Hvernig þessum auknu lífsgæðum er skipt er þó þrætueplið. Líkt og ferðaþjónustan sem atvinnugrein,

þurfa menntaðir einstaklingar að skapa sér sérstöðu í alþjóðavæddum heimi svo að svigrúm skapist fyrir launaábata. Stóra spurningin á næstu árum er hvort raunhæft sé að vinna á móti þeim innlendu og erlendu straumum sem munu í auknum mæli móta tekjuskiptinguna hér á landi og setja pressu á hinn eftirsótta launaábata sem fleiri gera nú tilkall til.

Innlendir og erlendir straumar munu þannig leiða til þess að samkeppni um góð störf, eða hærri launuð störf sem oft á tíðum hafa verið tengd við háskólamenntun, eykst á Íslandi



10

Er Ísland berskjaldað fyrir aukinni verndarhyggju? Ísland er smáríki – lítið, opið og einhæft hagkerfi – sem byggir lífsgæði sín á fáum útflutningsgreinum, einna helst hrávöruútflutningi. Hindranir í vegi fyrir frjálsum alþjóðlegum viðskiptum geta þar af leiðandi komið sér illa fyrir efnahag þjóðarinnar jafnvel þótt bein áhrif slíkra hindrana séu lítil sem engin. Óbein áhrif aukinnar verndarhyggju stórþjóða geta borist hingað til lands í gegnum alþjóðlegar virðiskeðjur með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á bæði hagvöxt og lífskjör.

Í

stuttu máli má segja að frjáls viðskipti, þ.e. frjálst flæði vöru, þjónustu, fjármagns og fólks, vænki hag þjóða með því að stuðla að aukinni samkeppni á markaði sem síðan hvetur til nýsköpunar og framleiðniaukningar í gegnum hagkvæmari nýtingu auðlinda og aukinnar sérhæfingar í framleiðslu. Vaxandi verndarhyggja meðal þjóða er því áhyggjuefni, sér í lagi fyrir lítið land eins og Ísland sem byggir hagsæld sína á sterkum útflutningsgreinum og reiðir sig að mestu á innflutningi til neyslu.

Verndarhyggju hefur vaxið fiskur um hrygg Ýmsar náttúrulegar hindranir standa í vegi milliríkjaviðskipta. Langar vegalengdir auka flutningskostnað, mismunandi gjaldmiðlar auka viðskiptakostnað og menningarmunur getur orðið til þess að ekkert verður af viðskiptum. Þrátt fyrir að örar tækniframfarir og alþjóðavæðing hafi gert löndum kleift að yfirstíga stóran hluta þessara hindrana þá standa landamæri eftir sem ein stærsta viðskiptahindrunin. Við landamæri geta fyrirtæki rekist á hindranir í formi innflutningstolla og -kvóta, tæknilegra reglugerða sem takmarka eða gera innkomu nýliða á markað erfiðari en ella, og svo mætti lengi telja. Á síðastliðnum sex áratugum hefur vægi utanríkisviðskipta í heimshagkerfinu meira en tvöfaldast, farið úr því að vera 24% af landsframleiðslu í heiminum í 56%. Er það ekki síst að þakka stöðugri fækkun viðskiptahindrana fyrir tilstilli milliríkjasamninga og Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Á undanförnum árum hefur þróunin hins vegar snúist við og vöxtur viðskipta ekki náð sér á strik eftir síðustu efnahagslægð. Til þess að standa vörð um innlenda framleiðslu og efnahags-

Stefanía K. Ásbjörnsdóttir. legan styrk í niðursveiflunni síðustu innleiddu þjóðir heimsins ýmsar viðskiptaþvinganir, þó síst í formi aukinnar tollheimtu. Þess í stað hafa þær kosið að innleiða ýmsar reglugerðir og aðrar tæknilegar hindranir í auknum mæli. Eru Bandaríkin og Kína því ekki þau einu sem hafa innleitt nýjar viðskiptahindranir að undanförnu þó kastljósið beinist vissulega að þeim um þessar mundir. Þessi aukning í verndarhyggju skýrir líklega einna best áðurgreindan samdrátt í vexti milliríkjaviðskipta. Í ljósi þeirra jákvæðu áhrifa sem frjáls viðskipti hafa til lengri tíma litið á framleiðni og hagvöxt eru áhyggjur alþjóðastofnana langt því frá að vera úr lausu lofti gripnar. Skyggir yfir heimshagkerfinu Í byrjun október gaf Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) út nýja og uppfærða efnahagsspá til næstu fimm ára. AGS spáir því að hagvöxtur í heiminum verði að meðaltali 3,6% á næstu árum, sem er þokkalegur vöxtur í sögulegum samanburði en heldur minni hagvöxtur en gert var ráð fyrir í aprílspá sjóðsins, eða 3,8% að meðaltali á ári. Að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur óvissa aukist á undanförnum mánuðum sem meðal annars

má rekja til aukins fjármálalegs og pólitísks óstöðugleika, einkum og sér í lagi vegna nýlegra viðskiptaþvingandi aðgerða Trumps Bandaríkjaforseta. Beinast aðgerðir hans aðallega að Kínverjum en einnig að öðrum stærri viðskiptalöndum Bandaríkjanna, s.s. Evrópusambandinu og Kanada. Viðskiptadeilur þessara ríkja hafa þegar haft áhrif á hagvaxtarhorfur næstu ára og ekki ólíklegt að sú óvissa sem þeim fylgir gæti haft enn frekari áhrif til lækkunar þegar fram líða stundir. Hafa aðrar alþjóðlegar stofnanir tekið undir áhyggjur AGS en sem dæmi hafa bæði OECD og Alþjóðabankinn lækkað hagvaxtarspár sínar vegna þessa. Erfitt að spá fyrir um efnahagsleg áhrif tollastríðs Í tilraun til þess að spá fyrir um möguleg áhrif tollastríðs á hagvöxt í heiminum stillir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn upp mismunandi sviðsmyndum. Ein sviðsmyndin miðast við þá tolla sem nú þegar eru við lýði og gerir ráð fyrir að þeir haldist óbreyttir yfir spátímann. Önnur sviðsmynd gerir ráð fyrir því að Bandaríkin leggi 25% tolla á allan kínverskan innflutning og að Kínverjar svari í sömu mynt. Sviðsmyndirnar tvær draga


11

upp gerólíka mynd af því sem vænta má en þó er ljóst að ef deilan stigmagnast munu áhrif hennar á hagvöxt heimsins stigmagnast að auki. Eðli máls samkvæmt eru áhrifin mest á Kína og Bandaríkin en hugsanlegt að önnur ríki græði til skamms tíma, þ.e. þegar bandarískir og kínverskir neytendur skipta yfir í innfluttar vörur sem ekki falla undir hina nýju tolla. Til lengri tíma tapi aftur á móti allir, óháð því á hvora spána er horft. Í ofanálag er líklegt að spárnar vanmeti mögulega áhrif deilu stórveldanna tveggja þar sem aukin óvissa meðal heimila og fyrirtækja getur dregið enn frekar úr neyslu og fjárfestingu. Á sama tíma hefur reynst erfitt að spá fyrir um áhrif tollanna á virðiskeðjur í alþjóðaviðskiptum. Áhrif stríðsins kunna því að rista mun dýpra en greiningar gera ráð fyrir í dag. Lítil opin hagkerfi eins og Ísland berskjaldaðri en önnur Þó að flestar, ef ekki allar spár, geri ráð fyrir að hagvöxtur heimhagkerfisins verði þokkalegur á komandi árum þrátt fyrir vaxandi titring í alþjóðaviðskiptum eru lítil hagkerfi viðkvæmari en önnur fyrir aukinni verndarhyggju og þeim truflunum sem hún kann að hafa á milliríkjaviðskipti. Ísland er þar engin undantekning og eru einkum þrjár ástæður sem liggja þar að baki. Í fyrsta lagi er Ísland smáríki. Með því að opna á utanríkisviðskipti geta þjóðir sérhæft sig í framleiðslu á þeirri vöru og þjónustu sem þær hafa hlutfallslega yfirburði yfir samanborið við aðrar þjóðir og verslað aðrar nauðsynjar út fyrir landsteinana, til þeirra ríkja sem hafa hlutfallslega yfirburði á öðrum sviðum. Sérhæfingin sem verður til stuðlar að hagkvæmari nýtingu framleiðsluþátta og þannig hagvexti til lengri tíma. Á það við um allar þjóðir, smáar sem stórar. Það er hins vegar ljóst að stærri og fjölbreyttari hagkerfi, eins og t.d.

Bandaríkin, eiga auðveldara með að komast af á sjálfsþurftarbúskapi einum saman og reiða sig því minna á utanríkisviðskipti en til dæmis lítil og einhæfari hagkerfi eins og Ísland. Endurspeglast þetta sem dæmi í hlutfalli utanríkisviðskipta af landsframleiðslu en árið 2017 var það 27% í Bandaríkjunum en 88% á Íslandi. Meðal smáríkja er umfang utanríkisverslunar þó víða hærra en hér og því ekki ofsögum sagt að lífsgæði Íslendinga, sem og annarra smáþjóða, séu háð frjálsum viðskiptum á heimsvísu. Í öðru lagi er útflutningur Íslands einhæfur á alþjóðlegan mælikvarða. Vegna smæðar þurfa smáríki að treysta á og sérhæfa sig í fáum og afmörkuðum atvinnugreinum, er það ekki síst vegna þessa sem þau reiða sig meira á utanríkisviðskipti en þau sem stærri eru. Sú staðreynd gerir efnahag þeirra sérstaklega viðkvæman fyrir truflunum á viðskiptum með þær afurðir sem þær hafa sérhæft sig í að framleiða. Verði helstu útflutningsgreinar fyrir skertri samkeppnisstöðu, t.a.m. vegna álagningar tolla, er í fá önnur skjól að venda. Útflutningur Íslands er sérstaklega einhæfur á alþjóðlegan mælikvarða en 77% af vöruútflutningi landsins árið 2017 mátti rekja til sjávarútvegseða álafurða. Í þriðja lagi er Ísland hrávöruútflytjandi og treystir þar af leiðandi á virðiskeðjur alþjóðaviðskipta. Eins og áður vega sjávarútvegs- og álafurðir þungt í útflutningi Íslands en hvoru tveggja má flokka undir hrávöruframleiðslu. Hrávöruútflytjendur og þau lönd sem treysta á hrávörur annarra í sinni eigin framleiðslu eru upp á svokallaða virðiskeðjur komin og eru lítil, einhæf hagkerfi eins og Ísland þar fremst í flokki. Virðiskeðjur spila sífellt stærra hlutverk í heimi alþjóðaviðskipta en smávægilegar breytingar á viðskiptaumhverfi geta magnast upp í gegnum þær. Þannig geta lönd eða atvinnugreinar sem ekki verða fyrir

beinum áhrifum af tollum eða annars konar viðskiptahindrunum orðið fyrir óbeinum áhrifum í gegnum virðiskeðjur. Erfitt er að spá nákvæmlega fyrir um þessi áhrif og stærðargráðu þeirra en langtum líklegast er að þau séu vanmetin í þeim spám sem þegar liggja fyrir og var t.a.m. vitnað í hér að ofan. Í þessu samhengi má benda á að þó Bandaríkin hafi nú lagt 25% tolla á allt innflutt ál þá flytur Ísland lítið sem ekkert af álframleiðslu sinni til Bandaríkjanna, og verður því í raun ekki fyrir beinum áhrifum af þessari álagningu. Verði hins vegar virðiskeðjurnar fyrir áhrifum af þeim gæti dregið úr eftirspurn eftir íslensku áli þrátt fyrir að beinu áhrif tollanna séu lítil sem engin. Í nýjustu útgáfu Peningamála Seðlabanka Íslands eru þessu gerð ákveðin skil en þar spáir bankinn 0,5% minni hagvexti hér á landi en ef að áhrifum tollastríðsins gætti ekki. Að lokum Þó svo að augljósustu vísbendingar þess efnis að tollastríð Trumps sé að smitast yfir til Íslands liggi í áhrifum þess á álverð, þá segir það ekki alla söguna. Á dögunum lýsti t.a.m. íslenska hátæknifyrirtækið Marel yfir áhyggjum sínum af áhrifum þess ósamræmis sem viðskiptahindranir geta myndað í framboði og eftirspurn eftir matvælum innan heimshluta sem gæti leitt til minni eftirspurnar eftir tækjum frá fyrirtækinu. Áhyggjur Marels eru ívið meira lýsandi fyrir þau áhrif sem truflun á virðiskeðjum getur haft á íslensk fyrirtæki og efnahag almennt. Ísland getur því ekki horft fram hjá þeirri neikvæðu þróun sem hefur átt sér stað í milliríkjaviðskiptum og hefur verið að stigmagnast á undanförnum mánuðum enda ljóst að hún kann að hafa meiri áhrif hér á landi þegar fram í sækir en augljóst þykir í dag.

Tollastríð Bandaríkjaforseta hefur áhrif á meira en 2% af heildar utanríkisverslun heimsins


12

Verður byltingunni streymt? Í bók sinni, Capitalism, Socialism and Democracy, sem kom út árið 1942, setti austurríski hagfræðingurinn Joseph Schumpeter fram hugmyndir sínar um skapandi eyðileggingu (e. creative destruction). Hugtakinu var ætlað að lýsa vexti og innri umbreytingu markaðshagkerfis frá samkeppni til einkasölu og aftur til samkeppni. Að mati Schumpeters veltur hagvöxtur til langs tíma á sífelldri endurnýjun framleiðsluferla, oft á kostnað eldri aðferða. Hér nægir að nefna breytingu á samgönguháttum síðustu ár og yfirstandandi breytingar í tækni og hugbúnaðargeiranum sem fáa óraði fyrir. Til dæmis hafa fyrirtæki eins og Facebook, Apple, Amazon, Netflix og Google sótt inn á nýja markaði, oft á kostnað eldri afþreyingar og tæknifyrirtækja. Til marks um þetta hefur vægi þessara fyrirtækja í bandarísku hlutabréfavísitölunni S&P 500 vaxið úr 5% í 11% á fimm árum. Afþreyingariðnaðurinn hefur ekki farið varhluta af hinni svokölluðu „skapandi eyðileggingu“. Til dæmis hefur miðlun og sala á tónlist tekið gagngerum breytingum á síðustu árum. Ein af þeim breytingum er sú að sala á tónlist á hljómplötum og geisladiskum hefur á örfáum árum dregist verulega saman. Af þessum sökum nam samdráttur í veltu tónlistar á heimsvísu 40% á árunum 2001-2014 (sjá mynd 1). Erlendis hefur samruni útgáfufyrirtækja og niðurskurður í útgáfu á tónlist einkennt tónlistariðnaðinn. Tónlistarhrunið varð seinna á Íslandi. Á árunum 20082016 dróst sala hér á landi á upptekinni tónlist saman um 46% á raunvirði, (Sjá mynd 2). Þannig var jafnvel á tímabili talað um

að sala upptekinnar tónlistar tilheyrði fortíðinni. Stóru tónlistarfyrirtækin voru tiltölulega sein að bregðast við þessari þróun m.a. vegna þess að erfiðlega gekk að finna heppilegar leiðir til að bregðast við þeirri þróun sem var að eiga sér stað. Framan af var því fyrst og fremst gripið til lagaúrræða til að stöðva stafræna dreifingu tónlistar en þær aðgerðir voru dæmdar til að mistakast þar sem ólöglegt niðurhal naut vinsælda og tónlistarfyrirtækin gátu ekki boðið neytandanum upp á annan hagkvæman stafrænan valkost. Árið 2006 bjó sænska fyrirtækið Spotify til viðskiptamódel fyrir bransann sem virkaði. En fyrirtækið var skipað einstaklingum sem áður höfðu starfað í auglýsingamennsku. Módelið kallast streymi, en þar greiðir notandinn fasta upphæð mánaðarlega fyrir afnot af efni og eigandi efnisins fær svo greitt í samræmi við þá notkun. Segja má að módelið sé lýðræðislegt og neytendavænna en eldra módelið sem ekki tók mið af eiginlegri notkun neytandans. Spotify sló í gegn með þessu viðskiptamódeli og í dag hafa öll stærstu tæknifyrirtæki heims blandað sér í samkeppnina um streymisnotendur. Í dag er fjöldi streymisnotenda á heimsvísu um einn milljarður (f. utan YouTube) og vex stöðugt. Á Norðurlöndum hafa 80% fólks á aldrinum 12-65 ára notað a.m.k. eina streymisþjónustu. Streymisþjónustan Spotify kom til Íslands árið 2013 og hefur vaxið verulega á örfáum árum. Í dag eru 85 þúsund greiðandi notendur á Íslandi og hefur þeim fjölgað um 75% á liðlega tveimur árum. Ef marka má vinsældir streymis á Norðurlöndum má búast við enn frekari vexti

streymis á Íslandi á næstu misserum og árum. Streymið hefur gerbreytt viðskiptum í tónlistarheiminum til hins betra bæði fyrir tónlistarmenn og útgefendur. Þannig jukust tekjur af sölu tónlistar á heimsvísu árið 2017 um 8% en það er þriðja árið í röð sem tekjur aukast (Sjá mynd 1). Þessi aukning er að mestu leyti tilkomin vegna mikillar aukningar á stafrænni sölu tónlistar alls staðar í heiminum. Þróunin hefur verið með svipuðum hætti á Íslandi, en tekjur af sölu tónlistar byrjuðu að aukast aftur árið 2016 og jukust um 14% á raunvirði árið 2017. Hlutfall stafrænnar sölu tónlistar af heildarsölu nemur nú 77% og hefur aldrei verið hærra. Eins og oft áður í sögu dægurtónlistar er það unga kynslóðin sem leitt hefur þær breytingar sem orðið hafa. Hlutfallsleg notkun fólks á aldrinum 12-25 ára er margföld miðað við notkun 25 ára og eldri. Á næstu árum má líklega búast við aukinni notkun eldri hópa eftir því sem aðgengi og notendaviðmót einfaldast og verða algengari í notkun. Fyrr en varir má því gera ráð fyrir því að eldri kynslóðir streymi sínu afþreyingarefni rétt eins og yngri kynslóðir gera í dag. Umbreytingartímabili afþreyingariðnaðararins er ekki lokið en eyðimerkurgangan er að baki og bjartari tímar blasa nú við. Það er því ljóst að Gil Scott Heron hafði rétt fyrir sér, byltingunni verður ekki sjónvarpað, henni verður streymt. Sölvi Blöndal, efnahagsráðgjafi GAMMA Capital Management og stjórnarformaður Öldu Music Heimild: Global Music Report 2018 Heimild: Upplagseftirlit FHF 2008-2018

Afþreyingariðnaðurinn hefur ekki farið varhluta af hinni svokölluðu „skapandi eyðileggingu“. Til dæmis hefur miðlun og sala á tónlist tekið gagngerum breytingum á síðustu árum.


Sæktu um líftryggingu heima í stofu WWW.TRYGGÐ.IS


14

Verðmætasköpun hvílir á vexti útflutningsgreina A

re Icelanders really only 348.000? Líklega höfum við flest öll fengið svipaða spurningu. Það er ekki að ástæðulausu; danska þjóðin er 17 sinnum fjölmennari en sú íslenska og sú þýska 238 sinnum fjölmennari, svo dæmi séu tekin. Ísland er örsmá eyja í miðju Atlantshafi. Við, eins og önnur smáríki, erum háð því að eiga viðskipti við önnur ríki og skiptir því samkeppnishæfni gríðarlegu máli og ákvarðar lífskjör landsmanna. Það kemur ef til vill ekki á óvart að það er sterk fylgni milli samkeppnishæfni og lífskjara þjóða. Samkeppnishæfni er skilgreind út frá mörgum mismunandi mælikvörðum, allt frá menntunarstigi til mælikvarða á lífsfyllingu. Ísland stendur vel á mörgum sviðum; menntunarog atvinnustig er hátt, atvinnu-

leysi lágt og atvinnuþátttaka mikil, og þá er atvinnuþátttaka kvenna ein sú mesta í heimi. Tekjujöfnuður er hvergi meiri en á Íslandi; meðallaun og lágmarkslaun eru þau hæstu meðal OECD ríkja, jafnvel þótt leiðrétt sé fyrir háu íslensku verðlagi. Við berum jafnframt gæfu til, umfram mörg önnur ríki,að vera auðlindaríkt land þar sem tekist hefur að byggja upp sterkar útflutningsgreinar sem standa framarlega í alþjóðlegum samanburði. Útflutningsgreinarnar skapa ekki aðeins fjölbreytt störf heldur skila einnig gríðarlegum verðmætum til þjóðarbúsins. Efnahagsbatinn vekur heimsathygli Eftir eina alvarlegustu efnahagskrísu Íslandssögunnar hefur efnahagsbatinn verið undra-

verður. Það eru ekki nema tíu ár síðan Ísland varð nánast greiðsluþrota og þurfti að leita aðstoðar erlendis frá og setja á fjármagnshöft. Líklega hefði enginn trúað því árið 2008 að hrein erlend eignastaða þjóðarbúsins yrði 260 milljarðar króna tíu árum síðar. Á sama tíma og evrusvæðið hefur verið að glíma við veikan efnahagsbata hefur sterkur efnahagsbati á Íslandi vakið heimsathygli. Það er óumdeilt að árangurinn hefur verið hreint ótrúlegur, uppsafnaður hagvöxtur síðustu átta ára er rúmlega 33%. Jafnframt hafa ráðstöfunartekjur heimila á föstu verðlagi vaxið um 43% og atvinnuleysi hefur nánast horfið. Slíkur efnahagsbati hefur ekki aðeins skilað sér í vaxandi tekjum til heimila og fyrirtækja heldur hefur hið opinbera notið góðs af því í formi

Samkeppnishæfni er skilgreind út frá mörgum mismunandi mælikvörðum, allt frá menntunarstigi til mælikvarða á lífsfyllingu.


15

aukinna skatttekna. Afkoma hins opinbera er jákvæð, ólíkt mörgum ríkjum sem eru enn að glíma við halla á opinberum rekstri og vaxandi skuldir. En viðsnúningur sem þessi kemur ekki af sjálfum sér. Efnahagsþróunin hefði vel getað þróast á annan veg og til hins verra. Útflutningsgreinarnar hafa leikið lykilhlutverk í þessum efnahagsbata og verið drifkraftur hagvaxtar, leiddar af vexti ferðaþjónustunnar. Gjaldeyristekjur Íslands af vöru- og þjónustuviðskiptum námu ríflega 1.200 milljörðum króna á síðasta ári eða rúmlega helmingnum af allri verðmætasköpun á Íslandi. Hér hefur verið viðskiptaafgangur og því ekki verið þörf á erlendri skuldasöfnun, ólíkt fyrri hagvaxtarskeiðum sem oftar en ekki hafa einkennst af viðskiptahalla – líkt og árin 20042007. Núverandi hagvaxtarskeið endurspeglar ef til vill einna best hversu mikilvægt það er að verja samkeppnisstöðu þjóðar-

búsins og að tryggja að útflutningsgreinar séu leiðandi í hagvexti framtíðarinnar. 1.000 milljarða króna áskorun Eftir átta ára samfelldan hagvöxt eru nú blikur á lofti og aðlögun framundan í efnahagslífinu. Þótt hægi nú á vexti hagkerfisins stendur það á traustum grunni og standa útflutningsgreinar enn undir mestri verðmætasköpun hagkerfisins – áframhaldandi velgengni okkar byggist á því að vöxtur þeirra sé tryggður og staðið sé vörð um samkeppnisstöðu þjóðarbúsins. Eigi íslenska hagkerfið að vaxa áfram á sama hraða og að meðaltali síðustu áratugi, og útflutningsgreinar að halda sínu vægi, þá þurfa útflutningsverðmæti að vaxa um 1.000 milljarða á næstu 20 árum. Það gera um 50 milljarða á ári eða 1 milljarð á viku. Til þess að setja þessar stærðir í samhengi þá er 50 milljarða króna árleg aukning viðlíka vöxtur og sá sem ferða-

þjónustan hefur tekið út á síðastliðnum átta árum. Samkeppnishæft rekstrarumhverfi er forsenda þess að hér dafni blómlegt atvinnulíf og að okkur takist að skapa 50 milljarða króna í nýjum gjaldeyristekjum á hverju ári næstu 20 árin. Við stöndum vel á mörgum vígstöðum þegar kemur að samkeppnishæfninni en þó getum við víða gert betur og eru hér nefnd þrjú dæmi. Skattar eru háir á Íslandi og erum við háskattaríki í alþjóðlegum samanburði. Í kjölfar efnahagsþrenginganna 2008 lögðu mörg ríki áherslu á að draga úr skattheimtu en hér var því öfugt farið, skattheimtan jókst á bæði heimili og fyrirtæki. Í dag eru nýir skattar og þær skattahækkanir sem gerðar hafa verið eftir árið 2008 að skila ríkissjóði 100 milljörðum króna árlega í viðbótartekjur. Stjórnvöld geta lagt sitt af mörkum og dregið til baka þessar skattahækkanir og er enginn tími betri en nú þegar blikur eru á lofti í íslensku efnahagslífi. Íþyngjandi og ósveigjanlegt regluverk og aðrar opinberar kvaðir geta einnig hamlað nýsköpun og fjárfestingu og þar með haft neikvæð áhrif á framleiðni og verðmætasköpun. Samkvæmt nýju mati frá Alþjóðabankanum stendur Ísland verst meðal Norðurlandanna þegar kemur að samkeppnishæfu viðskiptaumhverfi (e. Ease of Doing Business). Hér er sannkallað rými til úrbóta. Óumdeilt er á Norðurlöndunum að efnahagsleg velsæld byggi á vexti útflutningsgreina. Eru launaákvarðanir til að mynda ekki teknar nema tryggt sé að umsamdar launahækkanir ógni ekki samkeppnisstöðu útflutningsgreina. Þar er deilt um hvort 1-2% árlegar launahækkanir ógni samkeppnisstöðunni – hér á landi eru margfalt hærri launakröfur ekki einu sinni settar í slíkt samhengi. Sem dæmi er ferðaþjónustan vinnuaflsfrek atvinnugrein og launakostnaður því íþyngjandi í rekstri slíkra fyrirtækja. Hvort laun hækka um 2% eða 10% hefur því mikið að segja um áframhaldandi rekstur þeirra. Framundan eru kjaraviðræður og vonandi að launakröfur verði að þessu sinni mátaðar við svigrúm atvinnulífsins áður en til undirritunar kemur. Það er mikilvægt að hafa í huga að við erum í öfundsverðri stöðu um þessar mundir og til mikils að vinna takist okkur að varðveita þá stöðu. Ef það á að vera raunhæft markmið að útflutningsgreinar beri áfram uppi vöxt íslensks hagkerfis þá verða hér að vera samkeppnishæf skilyrði. Hóflegar launahækkanir, hófleg skattbyrði og regluverk sem styður við nýsköpun og fjárfestingu skipta þar miklu máli. Gleymum því ekki að Íslendingar eru álíka margir og íbúar Árósa í Danmörku. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA


16

Róttæk nýsköpun og byltingarkennd viðskiptaþróun einskorðast svo sannarlega ekki við litla og ómótaða markaði en hér gefst lesendum færi á að kynnast framúrskarandi fyrirtækjum sem öll eiga það sameiginlegt að hafa breytt viðskiptaháttum rótgróinna markaða. Við föluðumst eftir svörum við spurningum sem margir spyrja sig að þegar kemur að fyrirtækjum sem tekst að setja mark sitt á markaði sem margir héldu að búið væri að besta rekstrarfyrirkomulag á. Hvernig var kostnaður fyrirtækisins fyrst um sinn? Var starfsmannafjölda haldið í lágmarki sem og húsakosti? Líta fyrirtækin á sig sem sprotafyrirtæki þrátt fyrir að vera komin með teljandi markaðshlutdeild á stórum mörkuðum? Eiga fyrirtækin mikið inni þegar kemur að frekari stækkun og hvernig mun fyrirtækið ráðstafa auðlindum sínum næstu misseri?

Sýna samfélagslega ábyrgð í verki með því að minnka matarsóun F yrirtækið Eldum rétt þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en það var stofnað árið 2013 af þeim Kristófer Júlíusi Leifssyni og Val Hermannssyni. Fyrirtækið hefur skapað sér einstaka sérstöðu á íslenskum dagvörumarkaði en þeirra sérhæfing liggur í sölu tilbúinna matarpakka, með það að leiðarljósi að einfalda eldamennsku og

minnka matarsóun. Nokkrar tegundir matarpakka eru fáanlegar sem henta fjölbreyttum hópi neytenda. Sem dæmi má nefna heilsupakka, veganpakka, léttlagaða og þann sígilda sem er einmitt upphafið að ævintýri Eldum rétt. Matarpakkarnir eru sérstakir að því leyti að öll hráefni sem til þarf í eldamennskuna eru innifalin í pökkunum, allt frá aðalhrá-

efni réttarins niður í krydd og kryddjurtir í nákvæmu magni. Upphafleg viðskiptahugmynd Eldum rétt varð til í vöruþróunar- og nýsköpunaráfanga í Háskóla Íslands þar sem Kristófer stundaði nám. Kristófer ákvað í framhaldi að taka verkefnið skrefinu lengra og fékk þá Val, mág sinn, til liðs við sig. Sambærileg viðskiptamódel þekktust á þessum tíma erlendis, til

Upphafleg viðskiptahugmynd Eldum rétt varð til í vöruþróunar- og nýsköpunar áfanga í Háskóla Íslands þar sem Kristófer stundaði nám. Kristófer ákvað í framhaldi að taka verkefnið skrefinu lengra og fékk þá Val, mág sinn, til liðs við sig.


17

að mynda í Svíþjóð, en Kristófer og Valur litu til þess markaðar í þróunarvinnu sinni.

„Að geta boðið upp á þjónustu sem þessa fannst okkur spennandi, en við vissum svo sem ekki fyrirfram hvernig viðskiptamódelið myndi virka á íslenskum markaði.

Fyrsta árið krefjandi „Að geta boðið upp á þjónustu sem þessa fannst okkur spennandi, en við vissum svo sem ekki fyrirfram hvernig viðskiptamódelið myndi virka á íslenskum markaði. Við ákváðum þó að grípa tækifærið og taka ákveðna áhættu og hófum vinnuna með því að skoða markaðinn, hafa samband við birgja, finna húsnæði og fjárfesta í þeim tólum og tækjum sem nauðsynleg voru til þess að hefja reksturinn. Við unnum svo mestu vinnuna sjálfir og settum upp ágætis húsnæði á Nýbýlavegi sem virkaði í fyrstu en fljótlega fundum við þörf á að stækka við okkur. Skrifstofuaðstaða okkar á þeim tíma var við afgreiðsluborðið og á kaffistofunni en við létum það duga fyrst um sinn. Við fengum svo enn betra og stærra húsnæði við hlið þess sem áður var,“ segir Kristófer. Kristófer brosir út í annað þegar hann segir frá heimasmíðaðri hillulausn í afhendingarhúsnæði Eldum rétt sem notuð var sem geymsla fyrir matarpakkana áður en viðskiptavinir komu að ná í þá. „Við notuðum einfaldlega strappa og teygjur til þess að ganga úr skugga um að pakkarnir myndu haldast í hillunum, það þurfti ekki meira til á þeim tímapunkti.“ Eins og sönnu nýsköpunarfyrirtæki sæmir var kostnaði haldið í lágmarki fyrst um sinn og fjármagnið nýtt þar sem mestu máli skipti, í virðisskapandi þróun sem myndi skila sér með ánægðum og tryggum viðskiptavinum til lengri tíma. Kristófer og Valur fengu í lið með sér prufuhópa sem reyndist þeim gagnlegt til þess að fá góðar ábendingar fyrir frekari vöru-

þróun eftir að fyrstu matarpakkarnir fóru í sölu. „Fyrsta mánuðinn seldum við um 30 matarpakka og við vorum nokkuð ánægðir með það hvernig salan fór af stað. Út frá þessu bjuggumst við svo við því að salan myndi aukast jafnt og þétt. Það sem kom okkur, hinsvegar, á óvart var að stígandinn var ekki eins og við höfðum gert ráð fyrir, en salan staðnaði í um það bil 40 pökkum. Þeir sem voru komnir í áskrift virtust reyndar halda áfram í áskrift sem gaf okkur vísbendingar um að þeim sem hefðu prufað þjónustuna líkaði við hana og það hélt okkur gangandi. Við nýttum allan okkar frítíma í uppbyggingu á rekstrinum og höfðum mikla trú á því að vöxturinn myndi aukast.“

ist síðan við opnuðum fyrst, en helstu samkeppnisaðilar okkar eru stóru verslunarkeðjurnar.“ Eiga helling inni Kristófer og Valur eru hvergi nærri hættir að byggja upp Eldum rétt og þau gildi sem Eldum rétt stendur fyrir. „Við eigum helling inni þegar kemur að innri þróun hjá okkur. Við þurfum stöðugt að vera að meta hvert markaðurinn er að stefna, það hefur sýnt sig að það geta komið tískusveiflur í mataræði landans. Við viljum stefna í enn stafrænni átt með okkar fyrirtæki og geta þannig veitt okkar viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu. Við viljum líka heyra frá okkar viðskiptavinum og fá þeirra álit á því sem við bjóðum upp á, það eru alltaf bestu athugasemdirnar fyrir frekari bætingar. Okkur finnst mikilvægt að hugsa um hvað það er sem þarf akkúrat núna, á þessum tímapunkti, og ekki einblína eingöngu á það hvert við viljum vera komin eftir fimm ár.“ Verandi nýsköpunarfyrirtækið Eldum rétt hlýtur það að vera krefjandi á tímum að gleyma sér ekki í nýjungunum einum saman.

Samfélagsmiðlar nýttir fyrsta árið í kynningarefni Aðspurður segir Kristófer allt fjármagn þeirra fyrst um sinn hafa farið í að byggja upp reksturinn og nýttu þeir sér mátt samfélagsmiðla og póstlista fyrst um sinn. „Við hófum markaðssetningu okkar fyrst og fremst á samfélagsmiðlum. Við opnuðum heimasíðu sem við höfum lagt mikið upp úr að hafa notendavæna og þægilega, og erum að auka þar þjónustuna. Við erum í Styrkja innviði stöðugri þróun með okkar mark- „Basko ehf. undirritaði samnaðssetningu og höfum aukið ing við okkur í desember 2017 fjármagn í hana eftir fyrsta árið. sem gerir okkur kleift að halda Við ákváðum fljótlega að verð- áfram þeirri góðu uppbyggingu lag okkar yrði ávallt sanngjarnt sem hefur átt sér stað hjá okkur. og við markaðssetjum okkur Við viljum styrkja innviði okkþví ekki sem afsláttarfyrirtæki, ar enn frekar. Að fá aðila með heldur bjóðum upp á gæðavöru á okkur í þessa vegferð sem hafa sanngjörnu verði. Við náðum til reynslu af smásölumarkaðnum að mynda að halda sömu verð- á þennan hátt er frábært fyrum í tvö ár í krafti stærðarinnar ir framtíðarvöxt félagsins. Við sem var mjög jákvætt fyrir okk- munum halda áfram að leggja ur. Við fylgjumst vel með þróun áherslu á nýsköpun, góð hráefni markaðarins og reynum að hafa og góða þjónustu við nýja og nútilfinningu fyrir réttri verðlagn- verandi viðskiptavini okkar,“ ingu. Samkeppnin hefur auk- segir Kristófer að lokum.


18

Arna María Hálfdánardóttir.

Samkeppni af hinu góða Mjólkurvörufyrirtækið Arna er vestfirskt fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var af Hálfdáni Óskarssyni sem jafnframt er framkvæmdastjóri þess. Hálfdán hafði gengið nokkuð lengi með þá hugmynd að hefja framleiðslu á laktósafríum mjólkurvörum en hann er mjólkurtæknifræðingur að mennt. Fjölskylda Hálfdáns tekur virkan þátt í rekstri félagsins og er fyrirtækið nefnt í höfuðið á dóttur Hálfdáns, Örnu Maríu Hálfdánardóttur sem sinnir starfi sölu- og markaðsstjóra.

F

yrir komu Örnu inn á við að neytendur voru hreinlega þarfnist viðhalds eða eitthvað mjól ku r vör u ma rk aði n n að uppgötva Örnu. Það hefur svo annað óvænt komi upp sem þarf töldu margir að nýsköp- gengið ótrúlega vel í rekstrinum að redda með tilheyrandi aukaun og innganga á markaðinn og var síðasti mánuður sá sölu- kostnaði. Slíkt er bara eitthvað gæti reynst þrautaganga og jafn- hæsti frá upphafi. Við vitum að sem fylgir rekstri sem þessum. vel ómöguleg. Hálfdán hafði þó við bjóðum upp á góða vöru, höfVið erum enn um sinn lítið fyrlengi séð tækifæri í inngöngu á um mikla trú á henni og fórum irtæki að vaxa og því hæpið að markaðinn með það að leiðar- af stað þannig. Þrátt fyrir hina telja okkur til stærri fyrirtækja ljósi að bjóða eingöngu upp á há- og þessa hnökra sem upp hafa á markaðnum sérstaklega með komið þá er ekkert sem ekki hef- tilliti til risans á markaðnum. gæða laktósafríar mjólkurvörur. „Við höfum þá sérstöðu að ur verið hægt að leysa og vinna Hinsvegar er það alls ekki markallt sem við framleiðum er úr og það höfum við gert. Nú eru mið okkar að verða risafyrirtæki, laktósafrítt. Við vorum því að liðin fimm ár frá því að við hóf- það er ekki þar sem okkar áherslkoma til móts við þá sem eru með um framleiðsluna í Bolungarvík ur liggja. Við leggjum áherslu á mjólkuróþol en fram að því hafði og við höldum ótrauð áfram að að veita eins persónulega þjónverið sáralítið í boði af ferskum þróa nýjar vörur og auka úrval- ustu og við getum, vinna okkar mjólkurvörum fyrir þennan ið fyrir neytendur,“ segir Arna vinnu að vandvirkni og natni. hóp. Við höfum haldið þeirri María. Við leggjum ríka áherslu á að sérstöðu frá byrjun og höldum framleiða góðar, laktósafríar því áfram. Það er engin vara Lítið fyrirtæki í fullum vexti mjólkurvörur og koma til móts sem við framleiðum sem ekki er „Það er kostnaðarsamt að fara af við óskir neytenda í vöruþróun laktósafrí. Það er alltaf erfitt að stað með svona vinnslu en áður hjá okkur. Það var líka ljóst frá koma nýr inn á stóran markað en lagt var af stað með verkefnið upphafi að framleiðsluna vilden við trúum því að samkeppni þá voru gerðar kostnaðar- og um við hafa fyrir vestan til þess sé af hinu góða. Reksturinn var rekstraráætlanir. Kostnaður get- að styðja við uppbyggingu atþungur fyrsta árið en strax á ur alltaf aukist eða verið lægri vinnulífsins í heimabyggð.“ öðru heila starfsárinu sáum við en talið var í upphafi svo þetta er mikinn kipp. Það gaf okkur svo beggja blands, bæði fyrirséður Mikil velvild í garð ákveðinn meðbyr þegar umræð- kostnaður og óvæntur kostnað- Örnu frá upphafi an um Mjólkursamsöluna átti ur. Það er sem dæmi aldrei hægt „Fyrstu mánuðirnir voru lærsér stað hér um árið. Þá fundum að sjá fyrir hvort vélar bili eða dómsríkir, það var mikið álag en


19

Við höfum þá sérstöðu að allt sem við framleiðum er laktósafrítt. Við vorum því að koma til móts við þá sem eru með mjólkuróþol en fram að því hafði verið sáralítið í boði af ferskum mjólkurvörum fyrir þennan hóp.

Fyrirtækið er nefnt í höfuðið á dóttur Hálfdáns, Örnu Maríu Hálfdánardóttur, sem sinnir starfi sölu- og markaðsstjóra.

Eitt af markmiðum okkar í lag og hafa íbúar á Seltjarnarnesi það var virkilega skemmtilegt að hefja þetta verkefni. Það voru byrjun var að reyna að bjóða og víðar verið duglegir að heimauðvitað færri starfsmenn þá, en upp á sambærilegt úrval af sækja staðinn. Ég var svo heppin þeir eru 22 talsins í dag. Vinnu- laktósafríum mjólkurafurðum að fá að taka þátt í að standsetja dagarnar voru einnig lengri og fyrir þá sem væru með mjólkur- ísbúðina og reka hana, en ég sá vann Pabbi dag og nótt. Eldri óþol eins og er til af hefðbundn- um reksturinn fyrsta starfsárið bróðir minn Óskar vann allt um mjólkurvörum. Það sem er en fór síðan yfir til Örnu í það fyrsta árið öllum stundum með nú einnig væntanlegt frá okk- starf sem ég er í núna. Þetta var pabba og þeir skruppu eingöngu ur er Örnu jólaís sem við erum virkilega skemmtilegt verkefni heim til þess að næra sig og ná spennt að kynna. Það er gríðar- og maður kynntist fullt af frásmá hvíld. lega mikið úrval á þessum mark- bæru fólki sem vildi allt fyrir Við hófum starfsemina með aði og hefur ein áskorun hjá okkur gera og hjálpa til. Ég fann fáar vörutegundir og höfum auk- okkur verið að koma nýjum vör- fyrir sömu velvild þar eins og ið við úrvalið jafnt og þétt. Við um inn í verslanir, en þar sem við finnum hjá Örnu mjólkurhöfum aukið við tækjakostinn vöruúrvalið í mjólkurkælunum vinnslu. Það væri draumur að okkar eftir því sem sala og um- er mjög fjölbreytt þá er plássið sjá fleiri útibú Örnu ís og kaffisvif hefur aukist og við fögnum sömuleiðis takmarkað. Við erum bars en enn um sinn er það ekki því. Við höfum með eindæmum í góðu samstarfi við verslanir og á dagskránni. Ég hvet hins vegar verið heppin með gott starfsfólk hafa þær margar hverjar hjálpað alla sem ekki hafa prófað staðog það hefur hjálpað okkur að okkur og stækkað plássið fyrir inn að gera sér ferð út á Eiðistorg koma Örnu á þann góða stað sem okkar vörur í kælunum. Fyrir og kíkja við. Staðurinn er fjölvið erum á í dag. Við höfum alla það erum við mjög þakklát.“ skylduvænn, hlýlegur og með tíð fundið fyrir mikilli velvild sérstakt horn fyrir krakkana, ég og jákvæðni í okkar garð. Fólk Arna ís- og kaffibar er viss um að enginn verði svikmeð mjólkuróþol gladdist yfir „Við höfðum reynt án árangurs inn af þessum ísrúnti,“ segir því að hægt yrði að fá laktósafrí- að koma laktósafrírri ísblöndu Arna María og brosir. ar mjólkurvörur og þeir sem fyrir ísvélar inn í þær ísbúðir ekki eru með mjólkuróþol voru sem nú þegar eru starfandi. Við Forréttindi að starfa og eru ánægðir, en þeim þykja veltum því fyrir okkur hvaða fyrir fjölskyldufyrirtækið vörurnar okkar einfaldlega góð- möguleikar væru í stöðunni „Það eru forréttindi að fá að ar og margir hafa einnig fagnað og var ein hugmyndin að opna starfa í fjölskyldufyrirtækinu því að fá fleiri aðila inn á þenn- laktósafría ísbúð. Sjálf stundaði og innan þess sviðs sem minn an markað. Ef einhverjir hafa ef- ég nám við Háskóla Íslands í við- helsti áhugi liggur. Ég hef lært ast um starfsemi okkar eða nei- skiptafræði og þegar kom að því ótrúlega mikið og það eru nýjar kvæðnisraddir verið á lofti þá að finna efni fyrir lokaverkefnið áskoranir nánast daglega, sem hefur það ekki náð inn á borð til mitt þá ákvað ég að gera við- mér þykir frábært. Ég sé pabba okkar en við erum mjög þakklát skipta- og markaðsáætlun fyrir ekki fyrir mér í öðru en þessu, þetta er það sem hann brennur fyrir þær móttökur sem við höf- laktósafría ísbúð og kaffihús. Einn fjárfestir í Örnu, Jón von fyrir og hann gerir þetta svo vel. um fengið frá neytendum og hefur það hvatt okkur til að halda Tetzchner, festi kaup á húsnæði Hann gefur sig allan í verkefnið ótrauð áfram, framleiða góðar á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi en og ég er viss um að það er stór sjálfur er hann þaðan og á og ástæða þess að við erum komvörur og auka vöruframboð.“ rekur þar meðal annars frum- in á þennan stað sem við erum Eiga ennþá mikið inni og kvöðlasetrið Innovation House. í dag, vinnan skilar sér til baka. nýjungar í pípunum Í húsnæðinu var áður rekin Ég er ótrúlega stolt af honum. „Við erum í stöðugri vöruþróun, blómabúð og þótti honum það Að fá að hafa systkini mín með enda teljum við að við eigum enn henta vel fyrir ísbúð og kaffi- í þessu starfi er einnig ómetanmikið inni þó að vöruúrval okk- hús og úr varð að ákveðið var að legt, en það hafa allir lagt sitt af ar hafi aukist talsvert. Við erum setja verkefnið af stað og opna ís- mörkum til þess að gera þennan sífellt í innri endurskoðun um búð og kaffihús sem byði upp á draum að veruleika. Við sjáum hvernig við getum breytt og bætt laktósafrían ís, kaffi og mat. Jón fyrir okkur að innan fárra ára okkur. Við erum til að mynda að er eigandi Örnu ís- og kaffibars verðum við komin vel af stað í fara af stað með ostaframleiðslu en staðurinn er rekinn undir framleiðslu á ostum, við verðum og höfum til þess fengið nýtt okkar nafni og hefur sömu sér- búin að auka við okkar frábæra húsnæði á Ísafirði, en húsnæði stöðu og við. Ísinn er framleidd- vöruúrval og ennþá starfandi okkar í Bolungarvík er sprungið ur hjá okkur fyrir vestan og Þetta á vestfirskum heimaslóðum,“ í núverandi framleiðslu. er frábær viðbót við flott samfé- segir Arna María að lokum.


20

Hrefna Sigríður Briem, forstöðumaður B.Sc. náms í viðskipta- og hagfræði við Háskólann í Reykjavík.

Að mennta viðskiptaog hagfræðinga Á stórafmæli Félags viðskipta- og hagfræðinga er ágætt að staldra við og velta fyrir sér hvernig staðið er að menntun þeirra sem sækja nám í greinunum.

V

iðskiptafræði og hagfræði eru fræðigreinar sem taka stöðugum breytingum. Það byggir á síbreytilegum kröfum viðskiptalífsins og samfélagsins í heild. Miklar breytingar á sviði upplýsingatækni hafa áhrif á þær leiðir sem skipulagsheildir velja og þá hæfni mannauðs sem þörf er fyrir. Á sama tíma hefur gildismat samfélaga breyst og því fylgir ákall um breyttar áherslur og ekki síst aukna áherslu á samfélagsábyrgð og heilbrigða viðskiptahætti um leið og borin er aukin virðing fyrir umhverfinu. Íslenskt samfélag hefur tekið örum breytingum á síðustu árum, meðal annars með tilkomu hinnar nýlegu atvinnugreinar sem ferðamannaiðnaðurinn er. Þessi atvinnugrein kallar á ákveðna færni og þekkingu og mikilvægt að háskólasamfélagið bregðist við og undirbúi vel stjórnendur framtíðar fyrir þær áskoranir sem felast í greininni. Lærdómsviðmið háskólanáms þarf með öðrum orðum sífellt að uppfæra með tilliti til breyttra áherslna, þarfa og þverfagleika. Þar sem samfélög nútímans eru jafn síbreytileg og raun ber vitni vegna tækniframfara eru nýsköpun og aðlögunarhæfni mikilvægir eiginleikar ásamt alþjóðlegu innsæi.

Háskólinn í Reykjavík (HR) hefur skrifað undir viljayfirlýsingu á vegum Sameinuðu þjóðanna sem kallast PRME (Principles of Responsible Management Education) varðandi menntun ábyrgra stjórnenda. Þetta felur í sér að háskólinn muni mennta nemendur í samfélagslegri ábyrgð og hvetja atvinnulífið til að stunda ábyrga viðskiptahætti. Nú eru um 650 háskólar frá yfir 100 löndum hluti af þessu verkefni. Mikilvægt er að þjálfa nemendur með tilliti til gagnalæsi þar sem hæfnin til að ávinna sér dýrmæta þekkingu og færni er enn mikilvægari en áður vegna síbreytileikans. Er með þessu átt við færnina til að sækja viðeigandi gögn, greina upplýsingar og beita tölfræðiaðferðum um leið og mikilvægar ályktanir eru dregnar. Þá þurfa nemendur að viðhafa gagnrýna hugsun, vera læsir á annað fólk, geta komið vel fyrir sig orði og geta sett sig auðveldlega inn í ný viðfangsefni. Að stjórna lífi sínu og persónuþroska af skynsemi er líka mikilvægur eiginleiki. Hvernig við verjum tíma okkar skiptir máli þegar kemur að því að ná settum markmiðum um leið og við verðum besta útgáfan af okkur sjálfum. Í náminu er áhersla á samskiptahæfni í ræðu

og riti með það að augnamiði að nemendur geti verið virkir þátttakendur í umræðum, fært rök fyrir máli sínu og kynnt faglega. Sem dæmi þá kennum við á fyrsta ári við HR námskeiðið Nýsköpun og stofnun fyrirtækja sem hefur reynst mikilvægur vettvangur í þessu skyni. Í því námskeiði er lagt upp úr að nemendur kynnist nýsköpun, öðlist færni til að þróa viðskiptahugmyndir og stofna fyrirtæki sem getur jafnvel leitt til sköpunar starfa. Námslínur nútímans taka örum breytingum og eru í sífelldri endurskoðun. Það er í takt við viðmið European Foundation of Management Development (EFMD) sem veitti skólanum fyrir átta árum alþjóðlega EPAS vottun sem staðfestir gæði námsins. Gæðavottunin byggir á alþjóðlegum viðmiðum og tryggir gæði námsins um leið og það stenst alþjóðlegan samanburð. EFMD eru samtök 750 viðskiptaháskóla í ríflega 80 löndum. Margir af bestu viðskiptaháskólum heims og níu bestu viðskiptaháskólar Norðurlandanna eru vottaðir af EFMD. Ég óska viðskipta- og hagfræðingum innilega til hamingju með stórafmæli félagsins og hlakka til áframhaldandi samstarfs.

Þessi atvinnugrein kallar á ákveðna færni og þekkingu og mikilvægt að háskólasamfélagið bregðist við og undirbúi vel stjórnendur framtíðar fyrir þær áskoranir sem felast í greininni


Settu blómin í áskrift www.blomstra.is blomstra.is


22

Hlaðvarpsmenningin Það er ekki að ástæðulausu að orðið hlaðvarp (e. podcast) finnst hvergi í hinni Stóru orðabók um íslenska málnotkun sem gefin var út árið 2005 með styrk úr Menningarsjóði. Á forsíðu orðabókarinnar er ritað skýrum stöfum að rafræn útgáfa á geisladiski fylgi með bókinni. Mörg heimili landsins hafa nú skipt geislaspilurum, sem áður strituðu allan liðlangan daginn, út fyrir annars konar vélbúnað, svo sem spjaldtölvur. Tími stafrænna tónlistarveita er löngu genginn í garð en það er einungis á síðustu fimm til átta árum sem hlaðvörp hafa skotið upp kollinum erlendis og þann tíma má minnka enn frekar ef litið er á Íslandsmarkað.

T

ölur um hlaðvarpshlustanir í Bandaríkjunum gefa skýrt til kynna öran vöxt hlaðvarpsmarkaðarins en árið 2014 voru mánaðarlegar hlustanir hlaðvarpa 41 milljón talsins í Bandaríkjunum. Samkvæmt „Nielsen Q3 2017 Podcast Insights“ hefur sú talað aukist upp í 73 milljónir mánaðarlegra hlustana fyrir þriðja ársfjórðung ársins 2017. Samkvæmt sömu rannsókn höfðu 44% Bandaríkjamanna hlustað á hlaðvörp 2017 samanborið við einungis 9% árið

mikinn áhuga á manneskjunni og almennum vangaveltum um einstaklinginn og vilja heyra frá fólki sem hefur náð árangri í víðasta skilningi þess orðs. „Okkur finnst í raun áhugavert að „krukka í hausum“ viðmælenda okkar og mætti því segja að val á viðmælendum hlaðvarpanna byggist fyrst og fremst á því,“ segir Arnór. Það er forvitnilegt að greina hvernig hlustendahópur Millivegarins er samansettur því það er ekki úr vegi að álykta að hlust-

hlustað hvenær sem er og hvar sem er. Þessi öra aukning í hlustunum hlaðvarpa hérlendis og erlendis vekur upp spurningar um hegðun og mynstur notenda annarra miðla. Eru notendur að færa sig í auknum mæli yfir í hlaðvörp á kostnað annarra miðla og sé það raunin, hvaða miðlar sjá þá hugsanlega hnignun á móti? Út frá hlustendum Millivegarins telur Arnór Sveinn að einn af meginsamkeppnismiðlum hlaðvarpa

Okkur finnst í raun áhugavert að „krukka í hausum” viðmælenda okkar og mætti því segja að val á viðmælendum hlaðvarpanna byggist fyrst og fremst á því,” segir Arnór.

2008 og var meginástæða þess að hlustandi hlustaði á hlaðvörp sú að hlustunin væri möguleg öllum stundum, hvar og hvenær sem er. Með þessari miklu vinsældaaukningu hlaðvarpa skapast hugsanlega rúm fyrir tekjusköpun framleiðenda hlaðvarpsþátta, ekki síst ef þátturinn hefur miklar hlustanir. Áætlað er að auglýsingatekjur hlaðvarpsþátta muni aukast úr 90 milljónum Bandaríkjadala árið 2014 í 395 milljónir Bandaríkjadala árið 2020. Þessi markaður er því forvitnilegur og áhugaverður og fékk Hagur að spyrja Arnór Svein Aðalsteinsson spjörunum úr, en hann ásamt Bergsveini Ólafssyni stýrir hlaðvarpsþættinum Millivegurinn sem hefur haslað sér völl nýverið og er nú orðinn einn vinsælasti hlaðvarpsþáttur landsins. Það er áhugavert að kanna hvert markmið hlaðvarpsþáttarins Millivegurinn er en samkvæmt Arnóri og Bergsveini er hugmyndafræði þáttarins í raun einföld, viðmælendur eru af ýmsum toga og hingað til hafa þeir spjallað við framúrskarandi íþróttafólk, tónlistarfólk, grínista, stjórnmálafólk o.fl. Þeir hafa

endahópur Millivegarins sé nokkuð dæmigerður fyrir hlustendur annarra hlaðvarpa. „Okkur þykir líklegt að hlustendur séu frekar yngra fólk en eldra. Hlaðvarpstæknin er nokkuð ný og ég tel að ungt fólk tileinki sér hana fyrr. Þegar fólk, hins vegar, uppgötvar þáttinn okkar í ríkari mæli þá teljum við efni okkar höfða til breiðs hóps. Þeir sem eru orðnir þreyttir á formlegum viðtölum og vilja kynnast viðmælendum almennilega ættu að hafa mikið gagn og gaman af,” segir Arnór. Samkvæmt gögnum Millivegarins fara hlustanir þáttarins ört vaxandi. Fyrsti þáttur þeirra, viðtal við Friðrik Dór Jónsson tónlistarmann, hefur ennþá mesta hlustun allra þátta þeirra en það er eðli hlaðvarpa að fólk hlustar þegar það vill. Það þýðir að hlustanir eiga sér oft stað löngu eftir að þátturinn er gefinn út. Ákveðin aukning verður því alltaf á hlustunum eldri þátta þegar nýr þáttur er gefinn út. Þessi hlustanahegðun rennir einnig stoðum undir þá niðurstöðu sem kannanir hafa sýnt, að meginástæða þess að fólk hlusti á hlaðvörp sé sú að það geti

sé útvarp. Form og uppsetning hlaðvarpanna sé hins vegar það sem geri þau ákjósanlegan miðil fyrir þá sem vilja „ekta efni þar sem þáttastjórnendur fylgi trú sinni í mun meiri mæli frekar en ákveðinni stefnu fyrirtækis. Ég held að hlustendur kunni virkilega að meta persónulegu nálgunina“. Að sögn Arnórs uppfylla hlaðvörp að mörgu leyti sömu væntingar notenda og streymiþjónusta uppfyllir fyrir áhorfendur sjónvarpsdagskrár þar sem áður var einungis línuleg dagskrá í boði. Ef vöxtur hlaðvarpshlustana fylgir álíka vaxtarkúrfu og verið hefur síðustu mánuði og ár má leiða líkur að því að fleiri hlaðvarpsþættir muni líta dagsins ljós, sífellt fleiri munu uppgötva hlaðvörp og tileinka sér miðilinn í sínu daglega lífi og núverandi hlustendur munu hlusta enn meira. Byrjunarkostnaður hlaðvarpa er mun minni en á öðrum miðlum og því eru aðgangshindranir lágar. Fyrir þá sem ekki enn hafa hlustað á hlaðvörp er tilvalið að byrja á Milliveginum. Á hann er hægt að hlusta í öllum helstu hlaðvarpsforritum sem og á Youtube.


FYRSTU ÍBÚÐIR KOMNAR Í SÖLU

HVERFIÐ OKKAR

Kársnesið er ný byggð í uppbyggingu við sjávarsíðuna yst á Kársnesi í Kópavogi. Gott aðgengi er að helstu þjónustu og verslunum. Fallegt umhverfi, opin leiksvæði og útivistarsvæði eru þar í kring. Frekari upplýsingar um hverfið má finna inná www.karsnes.is

Hafnarbraut 9 er nýtt og fallegt fjölbýlishús með 24 íbúðum Íbúðirnar eru tveggja til fjögurra herbergja, frá 59,3 fm til 172,4 fm að stærð með aðgangi að lokaðri bílageymslu.

OPIÐ HÚS HAFNARBRAUT 9 laugardaginn, 1.desember kl. 14:00 - 15:00


NÝR SKRIFSTOFUKJARNI VIÐ

HAFNARTORG ÁRMÚLI – HÖFÐATORG – AKUREYRI – SKÚTUVOGUR – URÐARHVARF

TIL STAÐAR UM ALLAN HEIM

Í boði á 3.000 stöðum í yfir 120 löndum og 900 borgum.

Allt innifalið Þú greiðir aðeins eitt verð fyrir allt sem tengist vinnusvæði þínu.

5 27 27 87

Stækkaðu við þig

Fullbúnar skrifstofur

Bættu við skrifborðum eftir því sem starfsmönnum fjölgar.

Nútímaleg húsgögn og háhraða internettenging fylgja.

REGUS.IS


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.