Íslandsbanki valið þekkingarfyrirtæki ársins 1. tbl. 38. árgangur 2016
Þema verðlaunanna í ár var mannauðsmál í víðum skilningi
Reiknistofa bankanna og Kolibri tilnefnd til þekkingarverðlauna Mikið lagt upp úr nýsköpun í mannauðsmálum
BjörgólfurJóhannsson
Viðskiptafræðingur ársins Mentorar FVH Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga undirbýr nú mentor-verkefni fyrir félaga sína
2
Leiðari
Þekking sprettur af áhuga
U
ngt og áhugasamt fólk hefur einkennt starf Félags viðskiptafræðing og hagfræðinga í vetur. Nýliðastarf félagsins hefur verið öflugt og fundirnir vel sóttir. Fjallað hefur verið um feril skrár, launaviðtöl og framtíðarstörf. Áhuginn hefur verið mikill og greinilegt að ungt fólk vill koma vel undirbúið til leiks að loknu námi og láta til sín taka. Það sem einkennir fyrirtækin þrjú sem tilnefnd eru til þekkingarverðlaunanna er nýbreytni í mannauðsmálum. Eins og í öðru skiptir máli að þróast og breytast. Til þess þarf nýjar aðferðir og að hugsa út fyrir kassann. Hið hefðbundna er ekki lengur það besta í stöðunni. Þegar fólk hefur áhuga á að breyta hlutunum og því sem er formfast er ljóst að það mun leita sér að þekkingu til að láta það verða að raunveruleika. En til þess verður áhuginn að vera til staðar og rétt viðhorf. Fyrirtækin þrjú sem tilnefnd eru til þekkingarverðlaunanna í ár eiga það öll sameiginlegt að hafa stundað mikla nýsköpun í sínum mannauðsmálum, en á mjög ólíkan þátt. Öll eiga þau það þó sameiginlegt að mikið er lagt upp úr áhuga starfsmanna og starfsánægju. Þannig telja þau að best megi ná árangri. Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga mun því halda áfram öflugu starfi og hefja
Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) – fagfélagið þitt! Ágæti viðskiptafræðingur/hagfræðingur Við hvetjum þig til að taka þátt í öflugri starfsemi FVH með því að greiða greiðsluseðil. Jafnframt viljum við benda á að fyrirtæki hafa í vaxandi mæli tekið að sér að greiða félagsgjaldið þar sem atvinnurekendur sjá sér hag í því að starfsmenn þeirra eigi kost á öllu því sem er í boði hjá FVH. Aðild að FVH borgar sig!
Ávinningur þess að vera félagsmaður FVH: mentor-verkefni á næstunni þar sem ungt fólk getur lært af fólki í atvinnulífinu. Það er von okkar að ungt fólk geti komist nær því hvar áhugi þess liggur og fundið vettvang við sitt hæfi. Því þá mun þekkingin svo sannarlega spretta. Edda Hermannsdóttir, formaður ritnefndar FVH
•
• • • • • • • • • •
Kjarakönnun FVH. Hvar stendur þú í samanburði við markaðinn? Hvergi er unnin sambærileg könnun á kjörum viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagsmenn geta skoðað niðurstöður könnunarinnar á innra neti félagsins. Hagur, vandað tímarit FVH, gefið út tvisvar á ári, með greinum er varða starfið og stéttina Hagstæðari kjör á athyglisverða fundi og ráðstefnur 50% afsláttur á Íslenska þekkingardaginn 40% afsláttur á morgun- og hádegisverðarfundi félagsins Frítt á vinnustofur Efling tengslanets í atvinnulífinu Hagstæðari kjör á fjölbreyttri endurmenntun og á ýmsa viðburði Boð í fyrirtækjaheimsóknir Golfmót FVH ... og margt fleira
FVH býður nýja félaga hjartanlega velkomna í félagið! Ertu örugglega skráður á póstlista FVH? Færðu reglulega póst frá félaginu um það sem er á döfinni? Ef ekki: Skráning á www.fvh.is eða með því að senda póst á fvh@fvh.is Skoðar þú erindi og kjarakannanir FVH á netinu? Ef ekki getur þú nýskráð þig á www.fvh.is Ef einhverjar spurningar vakna getur þú sent póst á fvh@fvh.is
Ertu örugglega skráður á póstlista FVH?
Færðu reglulega póst frá félaginu um það sem er á döfinni? Ef ekki:
Skráning á www.fvh.is eða með því að senda póst á fvh@fvh.is Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) er framsækið og virt fagfélag háskólamenntaðs fólks á sviði viðskipta- og hagfræða og má rekja sögu félagsins allt aftur til ársins 1938. Viðskipta- og hagfræðingar á Íslandi eru stór hópur fólks, sem getur haft mikinn slagkraft en félagið er farvegur fyrir hagsmunamál þessa hóps. Meðal þess sem FVH sinnir er að viðhalda fagþekkingu með ýmiss konar fræðslu og endurmenntun, hlúa að kjörum viðskipta- og hagfræðinga með árlegri kjarakönnun og bjóða upp á vettvang til að efla tengsl félagsmanna.
Stjórn FVH 2015-2016 Stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga skipa: Ólafur Reimar Gunnarsson viðskiptafræðingur er fulltrúi kjaranefndar, Sólveig Edda Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri FVH, Vala Hrönn Guðmundsdóttir viðskiptafræðingur er fulltrúi nýliða, Edda Hermannsdóttir hagfræðingur er fulltrúi ritnefndar og fulltrúi landsbyggðar, Dögg Hjaltalín viðskiptafræðingur er formaður stjórnar, Auðbjörg Ólafsdóttir hagfræðingur er formaður fræðslunefndar, Valdimar Halldórsson hagfræðingur er gjaldkeri, Sverrir Sigursveinsson viðskiptafræðingur er fulltrúi golfnefndar. Á myndina vantar Magnús Gunnar Erlendsson viðskiptafræðing sem er varaformaður stjórnar, Svein Agnarsson hagfræðingur sem er fulltrúi samstarfsaðila og Björn Brynjúlf Björnsson hagfræðing sem tekið hefur við sæti Hjalta Rögnvaldssonar.
Ritstjóri: Edda Hermannsdóttir Ábyrgðarmaður: Dögg Hjaltalín Prentun: Landsprent
Er þitt fyrirtæki komið af stað í
Digital Business? * D F
Framtíðarsýn Með þér búum við til kröftuga framtíðarsýn fyrir þinn
*
Digital Business
)
D V
2ELLSIAPÐ Þróum skipulag með áherslu á nýsköpun og vinnum með þér í nútímalegum hugbúnaðarteymum
D T
Tæknilegur arkitektúr Hjálpum þér að tengja núverandi tæknilegan arkitektúr við aðferðir sem styðja við öra tækniþróun
Kolibri hjálpar fyrirtækjum að ná árangri með nýjungum í stafrænni vöruþróun og upplifun viðskiptavina.
Laugavegi 26
522 8900
101 Reykjavík
hallo@kolibri.is
kolibri.is
4
Herdís Pála Pálsdóttir, mannauðsstjóri Reiknistofu bankanna, fór yfir nýsköpun fyrir tækisins í mannauðsmálum. MYND/HAG
Reiknistofa bankanna
Endurhannaði hlutverk og ímynd R
eiknistofa bankanna er áður ekki átt auðvelt með að laða eitt elsta hugbúnaðar að sér unga og ferska starfsmenn, fyrirtæki landsins, en og var mikið litið á RB sem RB var stofnað árið 1973 sem „þjálfunarstöð“, en ekki framtíðsameignarfélag í eigu fjármála- arvinnustað, og var fjöldi starfsstofnana. Árið 2011 var félaginu umsókna eftir því, þegar störf breytt í hlutafélag og árið 2012 voru auglýst. Því var mikilvægt var það sameinað upplýsinga- fyrir félagið að endurhanna bæði hlutverk sitt og ímynd til þess að tæknifyrirtækinu Teris. Sameining RB og Teris vakti halda áfram gæðum í rekstri. mikinn áhuga, en þar runnu Í framhaldi af þessu var sett saman tvö gríðarlega ólík félög. fram framtíðarsýn RB: „Að Frá stofnun hefur ímynd Reikni- auka gæði og hagkvæmni fjárstofunnar verið frekar stíf og málaþjónustu á Íslandi. RB nær formleg, sem sást vel á háum því með þróun framsækinna og starfs- og lífaldri starfsmanna. öruggra lausna og þjónustu sem Hjá Teris var hins vegar mikið eru bæði vel samþættar og samlagt upp úr nútímalegum og af nýttar af markaðnum“. slöppuðum starfsanda. SameinHefur félagið farið af stað ing þessara tveggja félaga gekk með nútímavæðingu á kerfum þó vonum framar og starfa í dag sem voru komin til ára sinna, 180 starfsmenn hjá hinu samein- lagt áherslu á „opnar lausnir“, aða félagi. aukna þjónustu, næstu-kynSamhliða því að félaginu var slóðar tækniumhverfi og margt breytt í hlutafélag, var ráðinn fleira. Þessi nýja stefna hefur nýr framkvæmdastjóri, Frið- haft mikil áhrif á ímynd RB rik Þór Snorrason, og farið af gagnvart nýjum sérfræðingum stað með mikla stefnumótun á sviðinu, auk þess sem mikil og breytingar á gildum og sýn áhersla hefur verið lögð á samfélagsins. Hluti af þeirri stefnu- vinnu ungra og eldri starfsbreytingu sem lagt var upp með, manna við samþættingu nýrra var ímyndarbreyting til þess að og eldri kerfa, sem stuðlað heflaða að hæfileikaríkasta starfs- ur að mikilli yfirfærslu þekkfólkið sem völ var á. Félagið hafði ingar á báða bóga.
Ímyndarbreyting Reiknistofunnar snerist að miklu leyti að nýliðun, þar sem félagið aflar ekki viðskiptavina á almennum markaði. Farið var í að kynna félagið og menningu þess, auk þess sem heimasíða félagsins var sérsniðin að fræðslu um vinnustaðinn RB, en félagið þurfti í raun að kynna sig upp á nýtt þrátt fyrir að vera yfir 40 ára gamalt. Hjá RB starfa 64% karlar og 36% konur. Vel hefur tekist að skapa þá léttu og opnu menningu sem tíðkast hjá yngri og minni hugbúnaðarfyrirtækjum, en hjá RB eru t.d. starfandi 10 hljómsveitir, þar er kaffihús þar sem starfsmenn laga sitt eigið „kaffihúsakaffi“, fótboltaspil, pool og playstation er spilað auk þess sem fræðslustarf og mötuneyti er í fyrsta flokki. Reiknistofa bankanna er tilnefnd til þekkingarverðlaunanna 2016 fyrir vel heppnaða stefnubreytingu og nýsköpun í mannauðsmálum. Félaginu hefur tekist á skömmum tíma að verða að eftirsóknarverðum vinnustað, þróa frjálsari menningu á rótgrónum vinnustað með háan starfs- og lífaldur og mikla sögu.
Framtíðarsýn RB: Að auka gæði og hagkvæmni fjármálaþjónustu á Íslandi. RB nær því með þróun framsækinna og öruggra lausna og þjónustu sem eru bæði vel samþættar og samnýttar af markaðnum.
ÁRANGUR ENDURSPEGLAR KRAFT
FYRIRTÆKJARÁÐGJÖF
MARKAÐSVIÐSKIPTI
>P§ LY\T ŀOı§ VN HSOSP§H ]LY§IYķMHM`YPY[ŐRP VN ]LP[\T ďıYMLZ[PUNH[LUNKH ©QŀU\Z[\ ı Z]P§P LPNUHZ[ňYPUNHY THYRH§Z]P§ZRPW[H M`YPY[ŐRQHYı§NQHMHY VN YLRZ[\YZ MYHT[HRZZQŀ§H >P§ I`NNQ\T \WW SHUN[ĻTHZHTIHUK ]P§ ]P§ZRPW[H]PUP ©HY ZLT NHNUR]ŐT[ [YH\Z[ VN ZHT]PUUH SLNNQH NY\UUPUU H§ HY§IŐY\T ıYHUNYP
EIGNASTÝRING
FRAMTAKSSJÓÐIR
SJÓÐIR
ħOı§ Z[H§H >PY§PUNHY RLT\Y Ļ ]LN M`YPY OHNZT\UHıYLRZ[YH TPSSP M`YPY [ŐRPZPUZ VN ]P§ZRPW[H]PUH VRRHY VN NLYPY VRR\Y RSLPM[ H§ ]LSQH ďıY MLZ[PUNHRVZ[P LPUNŃUN\ Ņ[ MYı OHNZT\U\T ]P§ZRPW[H]PUH >P§ Z[LMU\T H§ ıI`YNYP HY§ZLTP ©HY ZLT ]PY§PUN M`YPY \TO]LY U\ THUUH\§U\T VN ZHTMķSHNPU\ ZRPSHY ŃSS\T IL[YP SHUN [ĻTHıYHUNYP
BORGARTÚNI 29 | 105 REYKJAVÍK | 354 585 6500 | WWW.VIRDING.IS
6
Daði Ingólfsson frá Kolibri kynnti fyrirtækið á Íslenska þekkingardeginum. MYND/HAG b
Kolibri
Viðskiptavinir vilja smitast af menningunni K
olibri er tæplega 20 manna og er einungis beðið um að fyrirtæki í bakhúsi á þeir ráðfæri sig við þá sem þeir Laugavegi, sem sérhæf- telja að ákvörðunin muni helst ir sig í að skapa heildræna staf- snerta. Þannig taka starfsmenn ræna viðskiptaupplifun fyrir sjálfir ábyrgð á rekstri félagsins viðskiptavini sína. Hjá félaginu og starfa saman sem ein heild. starfa hönnuðir, forritarar og Reglulega eru haldnir fundir teymisþjálfarar, sem allir eiga þar sem allir eru hvattir til þess það sameiginlegt að hafa brenn- að ræða þau mál sem á þeim brenna, en engar kvaðir eru um andi ástríðu fyrir starfi sínu. Sérstaða Kolibri og nýsköpun þátttöku og býðst starfsmönnum í mannauðsmálum er áberandi í ávallt að „tékka út“, telji þeir sig öllu sem fyrirtækinu viðkemur. ekki hafa gagn af umræðunni. Hjá Kolibri eru ekki eiginlegir Félagið vinnur eftir stjórnkerfi sem kallast Wonka, sem þróað starfstitlar, heldur starfa starfshefur verið innanhúss og bygg- menn eftir fyrirfram skilgreindir á fjölda kenninga sem starfs- um hlutverkum sem færast á menn hafa sankað að sér þekk- milli manna, eftir fyrirmynd ingu um. Wonka byggir á því stjórnkerfisins Holacracy. Þannað allir aðilar fyrirtækisins eigi ig starfar enginn starfsmannaopin og góð samskipti, starfsemi stjóri hjá Kolibri, heldur sinnir félagsins sé gegnsæ, starfsmenn einn starfsmaður t.d. hlutverkséu frjálsir og sjálfstæðir og að inu „skemmtanastjóri“, annallir spili eftir sömu leikreglum ar „fræðslustjóri“ og enn annar „ráðningar“, og getur einn starfsog eigi þátt í að þróa þær. Tekið hefur verið eftir ný- maður borið marga hatta sem breytni á við þá að allar tekjur flytjast svo til eftir atvikum. Hluti af vöruframboði Kolibri og útgjöld, þar með talið laun starfsmanna, eru opinber öll- er einmitt deiling á menningu um. Starfsmenn hafa fullkomið félagsins, og hefur félagið orðið sjálfræði í öllum ákvörðunum vart við það að viðskiptavinir
leita til þeirra að hluta til til þess að smitast af menningu félagsins og verklagi. Hjá Kolibri er starfað í teymum með teymisþjálfara, sem tengja saman stefnumótun, markaðsmál, hönnun, forritun og stjórnun, en Kolibri trúir því að lykillinn að farsælli hugbúnaðarnýsköpun sé náið samstarf og að starfa með viðskiptavinum sínum, ekki fyrir þá. Kolibri-teymin koma því inn á vinnustað viðskiptavina sinna og tengjast þeim til þess að mynda öflugt þverfaglegt teymi sem leitt er af teymisþjálfara Kolibri. Kolibri er tilnefnt til þekkingarverðlauna FVH 2016 fyrir áberandi nýbreytni og árangur í mannauðsmálum. Metnaður starfsmanna og stjórnenda og ástríða þeirra fyrir þróun starfsmenningar sinnar og stjórnkerfa er smitandi og til eftirbreytni. Fá íslensk fyrirtæki hafa þróað og unnið eftir jafn framsæknu og áhugaverðu mannauðskerfi, og verður því áhugavert að fylgjast með Kolibri stækka og þróast í framtíðinni.
Reglulega eru haldnir fundir þar sem allir eru hvattir til þess að ræða þau mál sem á þeim brenna, en engar kvaðir eru um þátttöku og býðst starfsmönnum ávallt að „tékka út“, telji þeir sig ekki hafa gagn af umræðunni.
NÝSKÖPUN S P RE T T U R Ú R S AMSTA R F I
Í samstarfi við viðskiptavini okkar leysum við sköpunarkraftinn úr læðingi og skilum matvælaiðnaðinum auknum verðmætum.
Marel á Íslandi þakkar samstarf liðinna ára og sendir Dalvíkingum og landsmönnum öllum heillaóskir í tilefni Fiskidagsins mikla. marel.is
8
Íslandsbanki
Bankinn leiðandi í jafnrétti og fræðslustarfi Í
slandsbanki er einn stærsti vinnustaður landsins með yfir 900 starfsmenn að meðaltali. Árið 2009 fór bankinn strax í mikla stefnumótun, en þá voru allir starfsmenn bankans boðaðir á fund og línur lagðar fyrir áframhaldandi starf. Slíkir fundir hafa síðan verið haldnir árlega og mæta um 85% starfsmanna á fundina. Bankinn leggur einnig mikla áherslu á að kynna stefnu sína fyrir öllu starfsfólki og eru haldnar yfir 19 vinnustofur reglulega þar sem hópar 8-140 starfsmanna hitta sinn framkvæmdastjóra og farið er yfir stefnu bankans. Mannauðssvið Íslandsbanka er eðlilega stórt og starfa þar um tíu manns. Mikil áhersla er lögð á fræðslu og er gerð stefnumiðuð og ítarleg þarfagreining tvisvar sinnum á ári og fræðsludagskrá
gefin út í kjölfarið með námskeiðum sem starfsmönnum býðst að taka. Námskeiðin eru bæði stutt og lengri, 85% þeirra eru kennd af starfsmönnum bankans og fer hver starfsmaður að meðaltali á fimm námskeið á ári. Stjórnendaþjálfun er einnig mjög markviss hjá félaginu, en sérstök fræðslulína er rekin fyrir nýja stjórnendur og framtíðar stjórnendur. Verkefni sem vakið hefur mikla athygli er lærimeistara (e. mentor) verkefni bankans. Um 50 starfsmenn hafa nýtt sér lærimeistara, en það er formlegt ferli sem fer í gegnum mannauðsteymið. Þá óskar starfsmaður eftir ákveðnum lærimeistara, bæði innan bankans sem utan, og mannauðsteymið sér um að koma því í kring ef hægt er og leiðbeina báðum aðilum í ferlinu. Íslandsbanki var fyrstur til
Mannauðsmál hjá Íslandsbanka voru verðlaunuð á Íslenska þekkingar deginum. Hafsteinn Bragason er mannauðsstjóri bankans.
þess að nýta sér „QuizUp“ Íslandsbanka, en þá var spurningaforritið QuizUp tekið í notkun meðal starfsmanna, þar sem þeir gátu svarað spurningum um bankann og tengd málefni. Verkefnið er ný nálgun í fræðslu, þjálfun og innri upplýsingagjöf og vakti mikinn áhuga. Bankinn hefur einnig verið leiðandi í jafnrétti, en árið 2014 voru 66% starfsmanna konur, og 52% stjórnenda. Íslandsbanki er tilnefndur til þekkingarverðlauna FVH 2016 fyrir nýsköpun og framúrskarandi árangur í mannauðsmálum. Bankinn rekur gríðarlega öflugt fræðslustarf fyrir starfsmenn sína, hefur verið brautryðjandi með verkefni eins og lærimeistaraverkefni sitt sem hafa skilað miklum árangri og tekist að skapa mikið starfsöryggi á skömmum tíma eftir hrun.
Bankinn hefur einnig verið leiðandi í jafnrétti, en árið 2014 voru 66% starfsmanna konur og 52% stjórnenda.
VILTU NÁ FORSKOTI? Opið fyrir umsóknir í meistaranám
Með því að ljúka meistaranámi frá HR öðlast þú sérhæfingu og nærð forskoti á vinnumarkaði. Nám við HR er í sífelldri þróun og ávallt í takt við þarfir atvinnulífsins.
Viðskiptadeild Deildin tekur virkan þátt í að mennta stjórnendur framtíðarinnar og leggur í starfi sínu áherslu á samfélagslega ábyrgð, nýsköpun og alþjóðlega sýn. Tvær námsbrautir við deildina hafa alþjóðlega gæðavottun.
Námsleiðir: • • • • • • • • • •
Alþjóðaviðskipti og markaðsfræði Fjármál fyrirtækja Klínísk sálfræði Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði Markaðsfræði MBA (Master of Business Administration) Reikningshald og endurskoðun Upplýsingastjórnun Viðskiptafræði með vali Stjórnunarreikningsskil og viðskiptagreind
„Starf mitt hjá HS Orku felur í sér margar skemmtilegar áskoranir og tel ég mig verða enn betur undirbúinn að takast bæði á við þær sem og nýjar að námi loknu. Ég myndi vilja halda áfram að mennta mig í framtíðinni og er þá nám við HR ofarlega á lista. Námsskipulagið er sveigjanlegt og ég hef fundið gott jafnvægi milli náms og vinnu.“
Matthías Örn Friðriksson Meistaranemi í fjármálum fyrirtækja Deildarstjóri reikningshalds hjá HS Orku
10
Íslensku þekkingarverðlaunin 2016 Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) valdi þekkingarfyrirtæki ársins og viðskiptafræðing ársins 21. mars. Verðlaunin eru veitt árlega og voru í ár afhent á Sjóminjasafni Reykjavíkur. Þema þekkingarverðlaunanna í ár var „mannauðsmál í víðum skilningi“. Þrjú fyrirtæki voru tilnefnd af sérstakri dómnefnd sem FVH skipaði og var Guðmunda Smáradóttir frá Háskólanum í Reykjavík formaður nefndarinnar. Dómnefndin heimsótti nokkur fyrirtæki og valdi á endanum þrjú sem þóttu hafa skarað fram úr á sviði mannauðsmála. Íslandsbanki hlaut að þessu sinni þekkingar verðlaunin fyrir metnaðarfullt starf innan bankans á sviði mannauðsmála. Hin tvö fyrirtækin sem voru tilnefnd voru upplýsingatæknifyrirtækið Kolibri og Reiknistofa bankanna.
Björgólfur Jóhannsson,forstjóri Icelandair Group, var valinn viðskiptafræðingur ársins 2016 fyrir góðan árangur við stjórn á einu stærsta og mikilvægasta fyrirtæki landsins. Stjórn Félags viðskipta- og hagfræðinga valdi viðskiptafræðing ársins, m.a. eftir tilnefningar frá félagsmönnum. Í móttökunni í Sjóminjasafninu kynntu þau fyrirtæki sem tilnefnd voru sína stefnu í mannauðsmálum og Árelía Eydís Guðmundsdóttir, einn dómnefndarmanna og dósent frá Háskóla Íslands, rökstuddi niðurstöðu dómnefndar. Auðbjörg Ólafsdóttir, einn stjórnarmanna í FVH, stýrði fundinum í dag af röggsemi. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Íslandsbanka þekkingarverðlaunin og heiðraði Björgólf Jóhannsson sem viðskiptafræðing ársins. Athöfninni lauk síðan með léttum veitingum.
Dómnefndin heimsótti nokkur fyrirtæki og valdi á endanum þrjú sem þóttu hafa skarað fram úr á sviði mannauðsmála.
11
12
B
jörgólfur leiddi stærsta fyrirtæki á Íslandi í gegnum farsælt rekstrarár. Tekjur jukust um 2%, en um 12% á föstu verðlagi, og hagnaður jókst um 67% á milli ára. Þá jókst markaðsvirðið um 62% á árinu sem jafngildir um 70 ma. kr. verðmætasköpun. Icelandair Group gegnir jafnframt lykilhlutverki í kröftugri uppbyggingu ferðaþjónustunnar hérlendis, m.a. með umsvifamiklu markaðsstarfi erlendis, byggingu nýrra alþjóðlegra hótela innanlands og fjölgun ferðamannastaða með nýjum ísgöngum sem voru opnuð á árinu. Sem formaður Samtaka atvinnulífsins átti hann loks þátt í að leysa erfiðustu kjaraviðræður til margra ára með undirritun hins svokallaða SALEK- samkomulags.
Hver telur þú vera mikilvæg ustu viðfangsefni viðskipta lífsins á Íslandi í dag? Það er afar mikilvægt að við nýtum þá uppsveiflu sem nú er í hagkerfinu til að undirbúa okkur undir það þegar fer að hægja á vextinum. Við vitum að það kemur að því. Þá þurfum við að hafa skipulagt umhverfi atvinnulífsins þannig að við getum tekist á við verkefnið saman, fyrirtækin, launafólk og stjórnvöld. Það gerum við meðal annars með því að koma á skynsömu vinnumarkaðslíkani sem tekur mið af raungetu atvinnulífsins til launabreytinga. Einnig er mikilvægt að ríkissjóður haldi áfram að greiða niður skuldir og að almenningur sé undir það búinn að takast á við það þegar um hægist. Umræða um aukna fram leiðni hefur verið áberandi í kjölfar skýrslu McKinsey um hagvaxtarmöguleika Íslands. Ferðaþjónustan hefur vaxið á methraða en lág framleiðni hef ur lengi staðið greininni fyrir þrifum. Hvaða aðgerðir telur þú að ráðast þurfi í til að leysa þennan vanda? Mikilvægast er að halda áfram að minnka árstíðarsveiflur í greininni. Þar hefur okkur orðið allnokkuð ágengt, meðal annars með því að Icelandair hefur aukið framboð sitt hlutfallslega meira á veturna en á háannatímanum. Framleiðni og arðsemi í ferðaþjónustu byggir á því að greinin verði heilsárs atvinnugrein. Nú skilaði Icelandair góðu rekstrarári í fyrra og tekjur félagsins jukust um 2% (12% á föstu verðlagi) á milli ára. Er stefna félagsins að halda áfram að vaxa á komandi árum – og getum við átt von á að sjá hrað ari eða hægari vöxt en síðast liðin ár? Við höfum á undanförnum árum lagt áherslu á arðbæran innri vöxt og munum gera það áfram. Á undanförnum árum hefur leiðakerfi félagsins vaxið annars vegar með
Björgólfur viðskiptafræðingur ársins
Við fylgjum þér alla leið
Hvort sem verkefnin snúa að leyfismálum og öryggi, innleiðingu nýrra kerfa eða skýþjónustu geta sérfræðingar KPMG aðstoðað þig við að nýta möguleika tækninnar til fulls, búa þig undir þær nýjungar sem framundan eru og tryggja öryggi viðkvæmra gagna eins og best verður á kosið. Kynntu þér óháða ráðgjöf um upplýsingatækni á kpmg.com/is/skyjalausnir eða sendu fyrirspurn á Davíð Halldórsson, dhalldorsson@kpmg.is KPMG / Borgartúni 27 / 105 Reykjavík / Sími 545 6000 / kpmg.is
14
nýjum áfangastöðum og hins vegar aukinni tíðni á núverandi staði. En þótt okkar vöxtur hafi verið mikill þá er markaðshlutdeild okkar á Norður-Atlantshafsmarkaðnum innan við 2%. Sú markaðshlutdeild hefur hækkað lítillega á undanförnum árum. Samsetning okkar viðskiptavina hefur breyst mikið á undanförnum árum og nú er upp undir helmingur okkar viðskiptavina svokallaðir VIA farþegar. Við eigum sóknarfæri þarna sem og í aukningu ferðamanna til Íslands. Við megum þó reikna með hægari vexti á næstu árum þar sem hinn mikli vöxtur sem verið hefur getur ekki talist eðlilegur til lengri tíma. Mikill óróleiki hefur verið á vinnumarkaði undanfarin tvö ár. SALEK-samkomulagið hefur verið mikið nefnt sem lykiláfangi í að tryggja að samningar næstu ára verði gerðir í meira jafn vægi. Getur þú útskýrt hvað felst í þessu samkomulagi og hvaða
þýðingu það hefur fyrir vinnu markaðinn? Samkomulagið snýst um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Markmið þess er að tryggja varanlega aukningu kaupmáttar launa á grundvelli lágrar verðbólgu, stöðugs gengis krónunnar og lægri vaxta í stað þeirra öfgakenndu sveiflna sem við höfum búið við undanfarin ár og áratugi. Samkomulagið hefur það markmið að tryggja atvinnulífinu stöðugleika og launafólki aukinn ávinning að norrænni fyrirmynd. Það er vonast til þess að það skili betri sátt á vinnumarkaði, auknu samstarfi og minni átökum. Tvær af lykiláskorunum ferðaþjónustunnar á Íslandi hafa verið annars vegar að dreifa betur heimsóknum ferðamanna á milli árstíða og hins vegar að dreifa þeim betur um landið með fjölgun áfangastaða. Hefur Icelandair unnið starf til að ná þessum markmiðum?
Innan Icelandair Group höfum við unnið markvisst að því að aðlaga þjónustuframboð okkar þannig að það styðji við betri nýtingu allt árið. Eins og ég nefndi áðan hefur Icelandair aukið hlutfallslega meira framboð á veturna en á sumrin. Icelandair Hotels reka gæðahótel um allt land og þar eru metnaðarfull áform um uppbyggingu í Mývatnssveit og á Snæfellsnesi. Hjá Flugfélagi Íslands sjáum við núna talsverða aukningu erlendra ferðamanna í innanlandsfluginu. En í þessari umræðu verðum við að hafa í huga að við dreifum ekki fólki. Fólk fer þangað sem það vill fara, þegar það vill. Þar koma ýmsir þættir til álita: verð, afþreying, náttúra, öryggi, gistimöguleikar, markaðssetning en síðast en ekki síst aðgengi að viðkomandi svæðum, samgöngur og tenging við umheiminn. Ef við viljum halda áfram að byggja upp ferðaþjónustuna sem atvinnugrein þá verðum við að fjárfesta í innviðum sem stuðla að því að treysta alla þessa þætti, þar með talið samgöngur. Getur þú gefið þeim viðskiptaog hagfræðingum sem eru að hefja sinn starfsferil heilræði í veganesti út frá þinni reynslu af íslensku atvinnulífi? Mikilvægast af öllu er að vera duglegur og sýna frumkvæði. Heiðarleiki, bæði gagnvart sjálfum sér og sínu samferðarfólki, er mikilvægur. Við eigum alltaf að umgangast aðra á sama hátt og við óskum umgengni við okkur. Virðingu hljóta menn af verkum sínum, hún verður ekki keypt. Orðspor myndast í framhaldi af því og það er mesta verðmæti hvers einstaklings.
Við eigum sóknarfæri þarna sem og í aukningu ferðamanna til Íslands. Við megum þó reikna með hægari vexti á næstu árum þar sem hinn mikli vöxtur sem verið hefur getur ekki talist eðlilegur til lengri tíma.
ÁVALLT 100%
100%
100%
100%
ÁSTRÍÐA
FAGMENNSKA
ÖRYGGI
Við höfum ástríðu fyrir því sem við gerum og leyfum sköpunargleðinni ávallt að njóta sín.
Við mætum þörfum viðskiptavina okkar með því að beita ávallt vönduðum og faglegum vinnubrögðum í öllum okkar verkum.
Við störfum eftir verklagsreglum í gæðahandbók og tryggjum með því að þjónusta okkur sé ávallt bæði áreiðanleg og örugg.
Við leggjum okkur 100% fram við að veita góða þjónustu og höfum þróað margvíslegar fjármálalausnir, þar á meðal öll megin greiðslukerfi landsins. Framtíðarsýn okkar er að auka gæði og hagkvæmni í fjármálaþjónustu á Íslandi með samnýttum, samþættum og öruggum lausnum í fremstu röð.
REIKNISTOFA BANKANNA | Höfðatorg | Katrínartúni 2 | 105 Reykjavík | Sími: 569 8877 | www.rb.is
16
Kynningarstarf
Mentor-verkefni FVH Í
vetur hefur FVH haldið úti metnaðarfullu kynningar starfi fyrir unga viðskipta- og hagfræðinga, í þeim tilgangi að efla nýliðun í félaginu og auka þannig breidd og fjölbreytni félagsmanna. Fyrir jól var haldin fundasería undir yfirskriftinni „Hvernig næ ég í draumadjobbið?“ þar sem farið var yfir gagnleg atriði sem snerta atvinnuleit, atvinnuumsóknir, launaviðræður, ferilskrá og fleira. Fyrsti fundur af þremur í nýliðastarfinu eftir jól var haldinn 10. mars síðastliðinn en sú fundasería nefnist „Hvað get ég gert við gráðuna mína?“. Henni er ætlað að auðvelda nýútskrifuðum viðskipta- og hagfræðingum og þeim sem eru að klára nám að víkka sjóndeildarhringinn og gera sér betur grein fyrir þeim fjölmörgu tækifærum sem viðskipta- og hagfræðimenntun bjóða upp á. Strax næsta haust er ætlun félagsins að auka enn virði FVH, bæði fyrir nýja sem og núverandi félagsmenn, með stofnun svokallaðs mentor-verkefnis. Slík verkefni hafa verið framkvæmd með góðum árangri á ýmsum vinnustöðum á Íslandi, en ekki verið áberandi hluti af félagsstarfi líkt og FVH. Fyrsta skref verkefnisins er að para
saman tvo einstaklinga, mentor og skjólstæðing. Mentorinn þyrfti að hafa góða reynslu af starfi sem annaðhvort krefst viðskipta- eða hagfræðimenntunar en skjólstæðingurinn væri einhver óreyndari, jafnvel nýútskrifaður viðskipta- eða hagfræðingur sem hefði metnað og áhuga á að kynna sér það starf og þann geira sem mentorinn starfar í. Pörunin verður unnin út frá ferilskrá, reynslu, áhugasviði og þeim markmiðum sem umsækjendur vonast eftir að ná í gegnum verkefnið. Í framtíðinni stefnir FVH að því að bjóða upp á persónuleikapróf sérhönnuð fyrir mentor-verkefni. Næsta skref er að kynna aðilana og koma ferlinu af stað en ætlunin er að þeir sem eru paraðir saman hittist um það bil einu sinni í mánuði yfir fjögurra mánaða tímabil í eina klukkustund í senn. Umsjónarmenn verkefnisins munu leggja til leiðbeinandi umræðuefni fyrir hvern fund, en þó er markmiðið að mynda góða tengingu milli mentors og skjólstæðings sem myndi verða til þess að þeir ræði það sem þeim er efst í huga hverju sinni og báðir aðilar hafa áhuga á. Umsjónarmaður verkefnisins verður ávallt til taks, og verður reglulega kannað
hvernig þátttakendur upplifa verkefnið í þeim tilgangi að læra af og gera betur. Einnig er stefnt að því að leggja könnun fyrir þátttakendur í byrjun og lok verkefnisins sem ætlað er að meta markmið og heildaráhrif verkefnisins. Að verkefninu loknu verður haldið lítið lokahóf þar sem farið verður yfir árangurinn og aðilar geta borið saman bækur sínar og kynnst enn betur. Markmið Mentor-verkefnis ins er að efla tengsl innan félagsins, skapa virðisaukningu fyrir félagsmenn með því að deila reynslu og þekkingu, þjálfa leiðtoga- og þjálfunarhæfileika, efla unga viðskipta- og hagfræðinga og auka þátttöku þeirra í félaginu. Samvinna reyndari og óreyndari aðila getur skapað báðum virði og gefið þeim nýja sýn á sitt umhverfi. Ætlunin er að fara af stað með 10-12 mentor-sambönd og mun verkefnið hefjast í septem ber. Öllum áhugasömum félagsmönnum, viðskiptafræðingum og hagfræðingum er bent á að hafa samband við félagið (fvh@ fvh.is), hafi þeir áhuga á að taka þátt í verkefninu. Umsóknar frestur verður einnig auglýstur nánar bæði á heimasíðu og Facebook-síðu FVH í haust.
Markmið Mentor-verkefnisins er að efla tengsl innan félagsins, skapa virðisaukningu fyrir félagsmenn með því að deila reynslu og þekkingu, þjálfa leiðtoga- og þjálfunarhæfileika …
ÞAÐ LIGGUR Í LOFTINU NÝJAR OG STÆRRI VÉLAR Þórunn flugmaður er skýjum ofar af því að fram undan eru hljóðlátari og umhverfisvænni flugtímar með fleiri sæti í stærri vélum. Taktu flugið – styttu ferðalagið og lengdu faðmlagið Stærri vélar
Þægilegra ferðalag
Fleiri sæti
Hljóðlátari vélar
Aukið rými
Umhverfisvænni flugsamgöngur
18
Dr. Axel Hall, lektor við viðskiptadeild HR
Nám í hagfræði við Háskólann í Reykjavík N
æsta vetur mun Háskólinn í Reykjavík í fyrsta skipti bjóða upp á nám til BSc-gráðu í hagfræði. Tvær áherslulínur verða í boði: hagfræði og fjármál annars vegar og hagfræði og stjórnun hins vegar. Að bjóða upp á hagfræði felur í sér áskorun. Greinin hefur upp á að bjóða margs konar tól og tæki sem nýtast mjög víða, hvort heldur til að stjórna fyrirtæki, kaupa í matinn eða taka vaxtaákvarðanir fyrir efnahagslífið í heild. Stundum reiðir hagfræði sig á stærðfræðileg líkön og stundum gengur hún út á allt aðrar aðferðir en að reikna flóknar formúlur.
Aukin þörf fyrir hagfræðiþekkingu Við sem höfum komið að skipulagi þessa náms teljum að áhugi á hagfræði hafi aukist til muna á undanförnum árum. Mögulega hefur fjármálahrunið með það að gera. Þar hafði áhrif að fólk skildi ekki hvað var að gerast og til staðar varð mikil þörf hjá almenningi að átta sig á hvernig öll þessi ósköp gátu dunið á og hvað væri mögulega í vændum. Undirbúningur þessa náms hefur staðið í nokkurn tíma og það verkefni hefur að mörgu leyti verið knúið áfram af þörfum nemenda og kröfum atvinnulífs. Í kjölfar þess hefur HR skipulagt námslínur sem bjóða upp á hagnýta nálgun við hagfræðina. Eins og í mörgu öðru námi við HR verður áhersla lögð á að tengja saman kennsluna og atvinnulífið. Skörun verður við mörg námskeið í viðskiptafræði sem eykur þverfagleika og fjölbreytni námsins. Þess má geta að grunnnám í viðskiptafræði er fyrir löngu alþjóðlega viðurkennt fyrir að bjóða upp á vandað nám.
Byggir á alþjóðlegum viðmiðum og fyrirmyndum Við skipulag námsins var m.a. leitað fyrirmynda í Bretlandi, Bandaríkjunum og á hinum Norðurlöndunum. Von okkar er að hagfræðigráða frá HR muni greiða leið nemenda í ýmsar áttir. Gráðan mun þannig veita góðan undirbúning fyrir framhaldsnám, bæði á sviði hagfræði eða á öðrum fræðasviðum. Námskeið í hagfræði hafa ætíð verið hluti af námi í viðskiptafræði við HR en með nýja náminu bætast við mörg sérhæfð námskeið s.s. á sviði vinnumarkaðshagfræði, leikjafræði og alþjóðahagfræði. Eins og fyrr var getið deilir hagfræðinámið nokkrum námskeiðum með viðskiptafræðináminu. Þannig verður fyrsta önnin eins við báðar námsbrautirnar. Nemendur geta því haldið valmöguleikum sínum opnum í byrjun námsins og skipt á milli ef þeir hafa áhuga og færni til þess. Fræðilegt nám, hagnýt viðfangsefni Námið við HR mun gera kröfur til stærðfræði- og tölfræðikunnáttu nemenda, en fagið snýst auðvitað um margt fleira en spá líkön og Excel-skjöl. Markmiðið verður að nemendur sjái alltaf fleiri en eina hlið á hverju máli
og að þeir hugsi hlutina aðeins lengra. Til að undirbúa nemendur sem best fyrir framhaldsnám og störf í alþjóðlegu umhverfi verður talsverður hluti námsins á ensku. Í kennslunni er lagt upp með þau lærdómsviðmið að nemendur afli sér þekkingar á sviði hagfræði og öðlist við það innsæi og skilning á lögmálum efnahagslífsins. Markvisst verður unnið að því að nemendur byggi upp þekkingu á helstu hagfræðihugtökum og hljóti leikni í að beita þeim við greiningu vandamála. Allt miðar að því að nemandinn búi að loknu námi við hæfni til að nýta fræðigreinina við lausn margs konar hagrænna vandamála í starfi og til frekara náms. Sú góða tölfræði- og stærðfræðiþekking sem nemendurnir fá mun opna þeim margar dyr í námi og starfi, s.s. í fjármálageira, stjórnsýslu og á ýmsum öðrum vettvangi. Uppbygging rannsóknaháskóla HR hefur undanfarin ár fest sig enn betur í sessi sem rannsóknaháskóli. Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík hefur á að skipa framúrskarandi fræðimönnum á sviði kennslu og rannsókna. Yfir 90% fræðimanna (lektorar, dósentar og prófessorar) hafa doktorsmenntun og eru með áralanga reynslu af kennslu. Fræðimenn undirgangast á hverju ári rannsóknarmat af alþjóðlegri matsnefnd fræðimanna (rannsóknarmat Háskólans í Reykjavík). Árið 2015 birtu fræðimenn viðskiptadeildar 40 greinar í ritrýndum tímaritum þar af 95% í ISI-tímaritum. Ný námsbraut í hagfræði mun styrkja skólann enn frekar til rannsókna og þróunar.
Allt miðar að því að nemandinn búi að loknu námi við hæfni til að nýta fræðigreinina við lausn margs konar hagrænna vandamála í starfi og til frekara náms.
NM73386 ENNEMM / SÍA /
Þjónusta við fyrirtæki
SÉRÞEKKING ER GRUNDVÖLLUR GÓÐRA ÁKVARÐANA Við tókum ákvörðun: Að veita bestu bankaþjónustu á Íslandi svo þú eigir auðveldara með að taka þínar ákvarðanir
Réttar ákvarðanir eru lykillinn að góðum árangri fyrirtækja. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í þær ákvarðanir sem þú stendur frammi fyrir í rekstrinum og þótt við þekkjum viðfangsefnin ekki jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á. Starfsfólk Íslandsbanka býr yfir áratuga reynslu af þjónustu við íslensk fyrirtæki og hjá bankanum starfar stór hópur fólks sem þekkir fjölbreyttan atvinnurekstur af eigin raun. Þannig getum við veitt íslensku atvinnulífi bankaþjónustu sem styður reksturinn. Þekking sprettur af áhuga.
2013
2014
2015
Björn Sveinsson er útibússtjóri á Kirkjusandi
20
Dr. Páll Ríkharðsson, dósent við viðskiptadeild HR
Atvinnutækifæri framtíðarinnar liggja í upplýsingastjórnun F
yrirtæki kalla í vaxandi mæli eftir fólki með samþætta þekkingu á sviði tölvunarfræði og viðskiptafræði. MIM-gráða (e. Master of Information Management) er þverfagleg meistaragráða í upplýsingastjórnun sem er þróuð af tölvunarfræði- og viðskiptadeild HR gagngert til að mæta þessari þörf. Námið er þekkt víða erlendis en HR er eini skólinn hér á landi sem býður upp á nám af þessu tagi. Eftirspurnin er mikil og starfstækifæri fjölmörg, þar má nefna störf upplýsingatæknistjóra, verkefnastjóra og ráðgjafa við innleiðingu á upplýsingatæknikerfum. Notkun upplýsingatækninnar í rekstri fyrirtækja breytir landslaginu töluvert og gerir margt einfaldara og aðgengilegra en að sumu leyti er þetta líka orðið flóknara. Upplýsingatæknin ræður miklu í samkeppni og því gera stjórnendur sér grein fyrir, þeir vita að tölvutæknin breytist ört og verður
sífellt mikilvægari fyrir rekstur fyrirtækisins. Reikna má með að eftirspurnin muni halda áfram að vaxa á næstum árum. Í náminu er lögð áhersla á að nemendur hafi góðan skilning á formi kerfa, gagnagrunnum, hugbúnaði og gagnagæða og hvernig þessi tækni gefur fyrir tækinu samkeppnisyfirburði með lægri kostnaði, betri þjónustu, skilvirkari ferlum og meira öryggi. Námið var þróað í nánu samstarfi við fyrirtæki í upplýsingatækni sem enn eykur á hagnýtingu þess.
Fyrirtæki sem ekki nýta gögn dragast aftur úr Ákvarðanir sem eru teknar í dag í starfsemi fyrirtækja og stofnana eru að miklu leyti byggðar á gögnum úr kerfum. Ef fyrirtæki hefur ekki skilning á mikilvægi gagnanna og getur ekki nýtt þau til ákvörðunartöku mun það sitja eftir í samkeppninni. Hugtök eins og ferilstjórnun, „big data“, viðskiptagreind, „mobility“ eru sífellt mikilvægari í nútíma samkeppnisumhverfi, og til þess að nýta þau tækifæri sem þessir þættir bjóða upp á þarf einstakling sem skilur þessi hugtök og hvernig hægt er að nýta tæknina sem liggur þeim að baki. Nýjungar á sviði upplýsingatækni koma sífellt örar fram og hafa sífellt meiri áhrif á rekstur fyrirtækja. Það undirstrikar enn frekar mikilvægi þess að skilja þessar tvær hliðar; viðskiptahliðina og tæknihliðina. Það má segja að þarna mætist tveir heimar en það er líka eitt af því sem gerir námið gagnlegt og nútímalegt.
Eftirspurnin er mikil og starfstækifæri fjölmörg, þar má nefna störf upplýsingatæknistjóra, verkefnastjóra og ráðgjafa við innleiðingu á upplýsingatæknikerfum.
Fjölbreytt nám í Viðskiptafræðideild
Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands býður upp á fjölbreytt, krefjandi og metnaðarfullt framhaldsnám. Þú getur valið um 11 námsleiðir í framhaldsnámi: MA í skattarétti og reikningsskilum
MS í mannauðsstjórnun
MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum
MS í viðskiptafræði
MS í stjórnun og stefnumótun
MS í fjármálum fyrirtækja
MS í nýsköpun og viðskiptaþróun
MS í Verkefnastjórnun
M.Acc. í reikningshaldi og endurskoðun
MBA í viðskiptafræði
MFin í fjármálum
PhD í viðskiptafræði
Umsóknarfrestur í meistaranám er til og með 15. apríl. Hægt er að sækja um rafrænt á www.vidskipti.hi.is. Umsóknarfrestur í MBA nám er 5. júní, sjá nánar á www.mba.is.
VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD www.hi.is
22
Líflegir og vel sóttir fundir S
tarfið hjá FVH í vetur hefur verið mjög líflegt og hafa atburðir verið mjög vel sóttir. Hefðbundnir hádegisverðarfundir í bland við fundi sem auka starfshæfni félagsmanna hafa verið á boðstólum fyrir félagsmenn. Veturinn hófst með góðum fundi um fjárfestingar í atvinnuhúsnæði og fór Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, yfir stöðuna og horfurnar. Gunnar Valur Gíslason, framkvæmdastjóri hjá Byggingarfélaginu Eykt, fjallaði um hvernig markaðurinn lítur við þeim og Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins fasteignafélags, fjallaði um þeirra viðhorf til fjárfestinga. Stafræn markaðssetning Í byrjun nóvember var félagsmönnum boðið að auka hæfni sína á sviði starfrænnar markaðssetningar í samstarfi við Opna háskólann. Þar var farið yfir stafræn viðskipti og uppbyggingu á vefsvæðum og hvernig fyrirtæki geta notað stafræna miðla til að ná til viðskiptavina, greint sitt stafræna umhverfi og hvernig byggja eigi upp vefsvæði. Einnig var fræðsla um helstu leiðir í markaðssetningu á snjalltækjum og sáu Valdimar Sigurðsson og Ari Steinarsson um leiðsögnina. Aðskilnaður í bankastarfsemi Um miðjan nóvember var fundur undir yfirskriftinni „Eru bankarnir of stórir?“. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, velti því upp hvort aðskilnaður viðskipta- og fjárfestingar bankastarfsemi væri til bóta.
Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði.
Ásgeir segist ekki vilja aðskilja viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi þar sem það sé dýrt og gæti þýtt enn eina séríslensku reglugerðina sem auki kostnað bankanna. Hann lagði þó til að það yrði skoðað hvernig þessir tveir hlutar bankans séu reknir saman. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, var annarrar skoðunar og sagðist styðja þingsályktunar tillöguna um aðskilnað sem lögð var fram af stjórnarandstöðunni fyrir stuttu. Eftir pallborðsumræður voru teknar nokkrar spurningar úr sal.
Akureyri sótt heim FVH brá undir sig betri fótunum og stóð fyrir fundi fund um fjárfestingar í ferðaþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins í lok janúar. Hörður Sigurbjarnarson, stofnandi Norðursiglingar á Húsavík, fjallaði um Norðursiglingu sem vettvang strandmenningar á Íslandi. Á eftir honum ræddi Sigþór Jónsson, framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa, um fjárfestingar í ferðaþjónustu og hvort kæmi á undan, eggið eða hænan. Síðust til að taka til máls var svo Arna Björg Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Óbyggðaseturs Íslands í Fljótsdal, en hún sagði þar frá uppbyggingu Óbyggðasetursins. Hið ört vaxandi flugfélag Norlandair bauð svo félagsmönnum til sín í heimsókn og kynnti starfsemi sína.
23
Í erindi Gylfa kom fram að nauðsynlegt væri að eiginfjárhlutföll banka væru há, jafnvel 20-25%, til þess að koma í veg fyrir að þeir lentu í vandræðum á erfiðum tímum.
Vandað verði til verka Bankarnir voru einnig til umræðu á næsta hádegisverðarfundi FVH um miðjan janúar. Gylfi Magnússon dósent við Háskóla Íslands fór yfir hvaða þætti væri mikilvægast að hafa til hliðsjónar við sölu bankanna. Í erindi Gylfa kom fram að nauðsynlegt væri að eiginfjárhlutföll banka væru há, jafnvel 20-25%, til þess að koma í veg fyrir að þeir lentu í vandræðum á erfiðum tímum. Jafnframt fjallaði Gylfi um kosti og galla aðskilnaðar á viðskipta- og fjárfestingarstarfsemi og einnig um eigandastefnu, þ.e.a.s. dreift eignarhald og kjölfestueignarhluti. Í máli Gylfa kom fram að vegna stærðar íslensku bankanna þriggja væri ekki raunhæft að lífeyrissjóðirnir gætu verið stórir hluthafar í þeim öllum – það væri of áhættusamt fyrir sjóðina. Gylfi telur að skýr, gagnsæ og vönduð einkavæðingarstefna þurfi að
liggja fyrir áður en ríkið hefur sölu á hluta í bönkunum. Í pallborðsumræðum ítrekaði Salvör Nordal mikilvægi þess að vandað yrði til verka við komandi einkavæðingu. Hún sagði að læra þyrfti af mistökunum í einkavæðingunni árin 2002 og 2003 þar sem algerlega skorti á stefnufestu og gagnsæi. Jón Gunnar Jónsson vísaði í að Bankasýslan hefði nýverið gefið út skýrslu til stjórnvalda um einkavæðingaráform, þ.m.t. sölu á hlut í Landsbanka Íslands. Bankasýslan leggur til að ríkið selji allt að 28% hlut í Landsbankanum á þessu ári. Páll Harðarson taldi að til langs tíma ætti ríkið að selja alla sína eignarhluti í bönkunum og vísaði til reynslu nágrannalandanna þar sem sala á bönkum væri víða hafin. Páll taldi þó að ríkið ætti að gefa sér þann tíma sem þyrfti til að klára söluna – jafnvel gæti salan tekið mörg ár. Þorsteinn
Víglundsson lagði áherslu á að reglur um starfsemi bankanna væru nú þegar mun strangari en áður var og almennt væru fyrirtæki á Íslandi betur fjármagnaðari. Viðskiptaumhverfið væri því betur í stakk búið til að takast á við einkavæðingu en áður og vildi Þorsteinn sjá einkavæðinguna hefjast sem fyrst jafnvel þótt hún kynni að taka langan tíma. Stjórnun og leiðtogahæfni Um miðjan febrúar stóð FVH í samstarfi við Endurmenntun HÍ fyrir morgunverðarfundi um stjórnun og leiðtogahæfni. Henry Alexander Henrysson fjallaði um gagnrýna hugsun við ákvarðanatöku, Kristín Baldursdóttir fjallaði um stjórnun og leiðtogahæfni í anda þjónandi forystu og Kristinn Óskarsson fræddi gesti um hvatningu og starfsánægju og áhrif stjórnenda.