Svipmynd af viðskiptafræðingum og hagfræðingum
Ölgerðin þekkingarfyrirtæki ársins 2014 1. tbl. 36. árgangur 2014
Svigrúm til hagræðingar í ríkisrekstri Kúnstin að halda fókus Starfið hjá FVH í vetur
Hvað er ferðaþjónustan að vilja upp á dekk?
2
Leiðari
Nýtum tengslin
Þ
að er ekki langur tími síðan ég útskrifaðist úr hagfræðinámi frá Háskóla Íslands og við tók nýr heimur atvinnulífsins. Háskólaárin einkennast að mestu leyti af skólabókum og ógreiddu hári í prófatíð. Samhliða þessu eru það svo skemmtilegu stundirnar með skólafélögunum. Það hvarflaði hins vegar aldrei að mér að það þyrfti sérstakan félagsskap fyrir fólk með svipaða menntun nema þá til þess eins að ræða kjaramál. Það er því fyrir stuttu sem ég kynntist Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga sem hingað til hefur ekki náð nógu vel til nýútskrifaðra nemenda en slíkt stendur til bóta. Öll vitum við að námið nýtist okkur vel og það sem bíður okkar í framhaldi er eitthvað sem skólabækur eiga erfitt með að kenna okkur. Það þarf nota efnið sem við erum búin að þylja upp í huganum margoft og það þarf að komast í tengsl við rétta fólkið sem hefur áhuga á þessari kunn-
áttu. Því skiptir tengslanetið máli. Hvort sem það er til að fá áhugavert starf, viðhalda kunnáttunni eða taka þátt í þjóðfélagsumræðunni á málefnalegan hátt. Það er einmitt tilgangur funda FVH. Fá félagsmenn saman til að taka þátt í að ræða málefni líðandi stundar og styrkja tengslin. Ég viðurkenni það líka fúslega að hafa aldrei farið í eina einustu vísindaferð á háskólaárunum. Áhugi minn á að kynnast starfsemi íslenskra fyrirtækja er hins vegar mikill eins og hjá mörgum. Sá áhugi dvínar ekkert hjá fólki eftir að háskólaárunum lýkur, þvert á móti eykst hann eflaust. Því verður spennandi að bjóða upp á þá nýjung að gefa félagsmönnum kost á að heimsækja íslensk fyrir tæki í vetur. Þá má slá tvær flugur í einu höggi, kynna sér áhugaverða starfsemi og hitta fólk, en þann þátt má aldrei vanmeta. Edda Hermannsdóttir, formaður ritnefndar FVH.
Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) – fagfélagið þitt! Ágæti viðskiptafræðingur/hagfræðingur Við hvetjum þig til að taka þátt í öflugri starfsemi FVH með því að greiða greiðsluseðil. Jafnframt viljum við benda á að fyrirtæki hafa í vaxandi mæli tekið að sér að greiða félagsgjaldið þar sem atvinnurekendur sjá sér hag í því að starfsmenn þeirra eigi kost á öllu því sem er í boði hjá FVH. Aðild að FVH borgar sig!
Ávinningur þess að vera félagsmaður FVH: •
• • • • • • • • • •
Kjarakönnun FVH. Hvar stendur þú í samanburði við markaðinn? Hvergi er unnin sambærileg könnun á kjörum viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagsmenn geta skoðað niðurstöður könnunarinnar á innra neti félagsins. Hagur, vandað tímarit FVH, gefið út tvisvar á ári, með greinum er varða starfið og stéttina Hagstæðari kjör á athyglisverða fundi og ráðstefnur 50% afsláttur á Íslenska þekkingardaginn 40% afsláttur á morgun- og hádegisverðarfundi félagsins Frítt á vinnustofur Efling tengslanets í atvinnulífinu Hagstæðari kjör á fjölbreyttri endurmenntun og á ýmsa viðburði Boð í fyrirtækjaheimsóknir Golfmót FVH ... og margt fleira
FVH býður nýja félaga hjartanlega velkomna í félagið! Ertu örugglega skráður á póstlista FVH? Færðu reglulega póst frá félaginu um það sem er á döfinni? Ef ekki: Skráning á www.fvh.is eða með því að senda póst á fvh@fvh.is
Hjalti Rögnvaldsson, Dögg Hjaltalín, Sveinn Agnarsson, Birgir Már Guðmundsson, Edda Hermannsdóttir, Sigríður Mogensen og Magnús Erlendsson.
Skoðar þú erindi og kjarakannanir FVH á netinu? Ef ekki getur þú nýskráð þig á www.fvh.is Ef einhverjar spurningar vakna getur þú sent póst á fvh@fvh.is
Ný stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga Ný stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga tók til starfa á haustmánuðum. Stjórnin var kjörin fyrir starfsárið 2014-2015. Fjórir nýir tóku sæti í stjórninni í stað þeirra sem gengu úr stjórn en kosið er í embætti stjórnar á tveggja ára fresti. Félagar FVH eru yfir eitt þúsund talsins og hefur fjölgað umtalsvert á undanförnum árum. Á síðasta starfsári sóttu nokkur hundruð manns viðburði á vegum félagsins en m.a. voru haldnir hádegisverðarfundir um afnám hafta og um þau tækifæri sem felast í olíuleit. Einnig framkvæmdi félagið kjarakönnun sem vakti mikla athygli og var kynnt á opnum fundi. Stjórn FVH fyrir komandi starfsár er þannig skipuð: Formaður stjórnar: Dögg Hjaltalín Varaformaður og fulltrúi kjaranefndar: Birgir Már Guðmundsson Gjaldkeri: Magnús Erlendsson Formaður ritnefndar: Edda Hermannsdóttir Formaður fræðslunefndar: Auðbjörg Ólafsdóttir Meðstjórnandi og fulltrúi nýliða: Hjalti Rögnvaldsson Fulltrúi hagfræðinga: Sigríður Mogensen Fulltrúi landsbyggðar: Valdimar Halldórsson Fulltrúi samstarfsfyrirtækis: Sveinn Agnarsson
Ertu örugglega skráður á póstlista FVH?
Færðu reglulega póst frá félaginu um það sem er á döfinni? Ef ekki:
Skráning á www.fvh.is eða með því að senda póst á fvh@fvh.is Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) er framsækið og virt fagfélag háskólamenntaðs fólks á sviði viðskipta- og hagfræða og má rekja sögu félagsins allt aftur til ársins 1938. Viðskipta- og hagfræðingar á Íslandi eru stór hópur fólks, sem getur haft mikinn slagkraft en félagið er farvegur fyrir hagsmunamál þessa hóps. Meðal þess sem FVH sinnir er að viðhalda fagþekkingu með ýmiss konar fræðslu og endurmenntun, hlúa að kjörum viðskipta- og hagfræðinga með árlegri kjarakönnun og bjóða upp á vettvang til að efla tengsl félagsmanna. Ritstjóri: Edda Hermannsdóttir Ábyrgðarmaður: Dögg Hjaltalín Prentun: Landsprent
Saga PwC PwC á sér langa og farsæla sögu sem nær yfir meira en 160 ár. Á Íslandi erum við stolt af því að vera hluti af þessari alþjóðlegu fjölskyldu.
1849 Samuel Lowell Price stofnar endurskoðunarstofu í London
1865 Price, Holyland og Waterhouse taka saman höndum og eru þekktir sem Price, Waterhouse & Co frá 1874
24 september 1924 Niels Manscher opnar endurskoðunarstofu í Reykjavík undir eigin nafni
1976 Endurskoðunarskrifstofa N. Manscher & Co tekur upp formlegt samstarf við Coopers & Lybrand
1854 William Cooper stofnar endurskoðunarstofu í London, sem verður þekkt sem Cooper Brothers frá 1861
1898 Robert H. Montgomery, William M. Lybrand, Adam A. Ross Jr. og bróðir hans T. Edward Ross stofna Lybrand, Ross Brothers and Montgomery
1957 Cooper Brothers & Co (Englandi), McDonald, Currie and Co (Kanada) og Lybrand, Ross Bros & Montgomery (USA) sameinast of stofna Coopers & Lybrand
1982 Alþjóðlega Price Waterhouse stofnað
1990 Coopers & Lybrand sameinast Deloitte Haskins & Sells í fjölda landa um allan heim
2010 PricewaterhouseCoopers kynnir PwC sem nýtt vörumerki um allan heim
1998 Price Waterhouse og Coopers & Lybrand sameinast á alheimsvísu undir nafninu PricewaterhouseCoopers
24 september 2014 PwC á Íslandi fagnar 90 ára afmæli
Bestu þakkir fyrir góðar kveðjur í tilefni af 90 ára afmæli félagsins pwc.is
4
Össur, Já og LS Retail voru einnig tilnefnd til þekkingarverðlaunanna.
Þáttur rannsókna og þróunar hefur verið stór þáttur í starfi Ölgerðarinnar
Ölgerðin þekkingarfyrirtæki ársins F
yrr á þessu ári var Ölgerðin valin þekk ingarfyrirtæki ársins af Félagi viðskipta fræðinga og hagfræðinga. Össur, Já og LS Retail voru einnig tilnefnd til verðlaunanna. Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að Öl gerðin sé með einstaklega skýra stefnu og hafi náð eftirtektarverðum árangri í starfsemi sinni. Stefnan endurspegli mikinn metnað en um leið sé stigið varlega til jarðar og þess gætt að fyrir tækið færist ekki of mikið í fang. „Fyrirtækið leggur mikla áherslu á nýsköp un bæði hvað varðar vöruþróun og innri ferla, starfsandi virðist mjög góður og að auki hefur félagið lagt sífellt aukna áherslu á samfélagslega ábyrgð. Ölgerðin er til fyrirmyndar í stjórnarháttum og fékk t.a.m. jafnlaunavottun VR á sl. ári og vinnur að því að jafna kynjahlutfall innan fyrir tækisins. Könnun á líðan starfsmanna er fram kvæmd 4 sinnum á ári og hafa niðurstöður verið góðar. Hvað varðar samfélagslega ábyrgð þá er starfandi samfélagsstjóri innan fyrirtækisins sem sinnir málaflokknum. Á sl. ári voru 100 CSR verkefni í gangi einkum á sviði umhverfismála. Þáttur rannsókna og þróunar hefur verið stór þáttur í starfi Ölgerðarinnar síðastliðin 100 ár og að sögn stjórnenda samofin starfsemi allra deilda fyrirtækisins. Á bilinu 5-6% af veltu fyrirtækis
ins er árlega veitt til þessa málaflokks. Ölgerðin hefur nýtt sér nýsköpun til að afla nýrra mark aða og tekjupósta og má í því sambandi nefna bjórþjónanámskeið, bjórskólann, vínnámskeið og Gastró. Í ljósi breytts neyslumynsturs land ans hefur Ölgerðin fetað sig yfir á heilsumark aðinn t.d. með Egils kristal sem og ýmiss konar heilsu- og orkudrykkjum. Ölgerðin er jafnframt komin með fingurna í ferðaþjónustu þar sem fyrirtækið tekur í aukn um mæli á móti erlendum hópum í vínsmökkun undir yfirskriftinni „taste the saga“. Þær aðgerðir sem einkum hafa skilað árangri í nýsköpun síð astliðin ár er að Ölgerðin setti sér það markmið að skapa umhverfi sem þorir og vill taka áhættur, viðurkennir mistök og lærir af þeim. Reksturinn hefur breyst nokkuð undanfarin ár einkum við sameiningu Ölgerðarinnar við Danól árið 2008 og varð við það eitt stærsta fyrirtæki landsins á sviði matvælaframleiðslu og innflutnings. Í dag er fyrirtækið í framleiðslu eigin vörumerkja (38%), erlendra vörumerkja (19%) og í innflutn ingi (43%). Að öllu framansögðu teljum við fyrirtækið lýsandi dæmi um hvernig nýsköpun getur skil að rótgrónum fyrirtækjum miklum ávinningi og tryggt þeim endurnýjun lífdaga. Fyrirtækið er eins og 100 ára gamall unglingur.“
Ölgerðin hefur nýtt sér nýsköpun til að afla nýrra markaða og tekjupósta og má í því sambandi nefna bjórþjónanámskeið, bjórskólann, vínnámskeið og Gastró.
6
Ferðaþjónusta
Hvað er ferðaþjónustan að vilja upp á dekk? Helga Árnadóttir
Þ
etta er spurning sem við sem í ferðaþjónustunni störfum höfum heyrt mikið síðustu ár en þó hefur spurningum sem þessum eðlilega fækkað síðustu misseri. Þegar atvinnugrein eins og ferðaþjónustan vex á miklum hraða á stuttum tíma er að ein hverju leyti skiljanlegt að menn séu seinir að taka við sér. Stað reyndin er hins vegar þessi: Ferða þjónustan er sú atvinnugrein sem í dag heldur uppi heildarhagvexti þjóðarinnar, heldur uppi atvinnu sköpuninni og aflar gjaldeyris umfram allar aðrar atvinnugrein ar. Þetta er atvinnugreinin sem sannar, svo ekki verður um villst, mikilvægi þess að fjölga eggjun um í körfunni. Fyrir okkur öll sem í landinu búum er ómetanlegt að eiga atvinnugrein sem skapar jafn mikil verðmæti og er jafn víðfeðm, atvinnugrein þar sem tækifærin eru næstum óþrjótandi.
Hverju skilar ferðaþjónustan í raun og veru til þjóðarbúsins? Gjaldeyristekjur af atvinnugrein inni á síðasta ári námu um 274 milljörðum króna. Áætlað er að beinir skattar af greininni séu í kringum 30 milljarðar og þá eru óbeinir skattar ótaldir. Því má áætla að ef greinarinnar nyti ekki við þyrfti vafalaust hver kjarnafjöl skylda í landinu að greiða hundr uð þúsunda ár hvert í formi hærri skatta. Beint framlag greinarinn ar til landsframleiðslunnar er far ið að nálgast sjávarútveginn óð fluga. Áhrifin eru hins vegar mun umfangsmeiri ef litið er til heild arframlags greinarinnar, þ.e. beins framlags að viðbættu óbeinu fram lagi, en ekki má gleyma því hversu mikið ferðaþjónustan eflir aðrar at vinnugreinar, eins og sjávarútveg, landbúnað, menningu og listir. Samkvæmt greiningu Arion banka má ætla að beint og óbeint framlag ferðaþjónustunnar til landsframleiðslunnar hafi numið rúmlega 20% á síðasta ári. Ef við lítum svo til atvinnusköpunar innar er hún með langmesta móti. Á síðustu árum, eða frá árinu 2010, hafa um 6.000 störf orðið til í ferðaþjónustu og þannig hefur atvinnugreinin í raun haldið uppi þeirri atvinnusköpun sem orðið hefur á þessu tímabili í landinu. Af hverju er ferðaþjónustan ekki öll í efra þrepi VSK-kerfisins? Margir hafa talað um að það sé auðfengið fé að hækka virðisauka skatt á ferðaþjónustufyrirtæki í efra þrep. Rökin sem nefnd hafa
verið eru að það séu hvort sem er aðallega útlendingar sem myndu greiða skattinn. Málið er bara ekki svona ein falt. Ferðaþjónustan er alþjóðleg atvinnugrein þar sem heimurinn er undir. Ísland sem áfangastað ur er í beinni samkeppni við aðra áfangastaði um allan heim. Ísland getur að hluta til sérgreint sig út frá náttúru, menningu og sögu, en stór þáttur í ákvörðunartöku ferðamannsins er verð. Verð teygnin er almennt mjög mikil sem þýðir að ákvörðun um val á áfangastað byggist þegar upp er staðið oftar en ekki á verði. Ef Ísland býður ekki hótelgistingu, flutningsmöguleika, afþreyingu o.þ.h. á samkeppnishæfu verði miðað við svipaða þjónustu í öðr um löndum fer ferðamaðurinn einfaldlega annað. Við missum af heimsókn hans til landsins og þannig af þeim tekjum sem við myndum annars njóta. Í lang flestum samkeppnislöndum okk ar er stærstur hluti ferðaþjónustu flokkaður í lægri þrepum virðis aukaskatts enda er slík flokkun í samræmi við tilskipanir Evrópu sambandsins. Það er því algjört lykilatriði að halda ferðaþjónustunni á Íslandi í neðra virðisaukaskattsþrepi rétt eins og í öðrum löndum. Þarf einhvern fyrirvara á breytingum á VSK-kerfinu? Þá er mjög mikilvægt að menn átti sig á því að ef breyta á skattaum hverfi ferðaþjónustunnar þarf það að gerast með góðum fyrirvara. Ferðaþjónustan verðleggur sín ar vörur a.m.k. 12 mánuði fram í tímann. Þá fá ferðaheildsalar um allan heim verðskrá og þeir áframselja ferðamanninum vör una – Íslandsferðina. Þess vegna eru t.a.m. öll helstu ferðaþjón ustufyrirtæki á Íslandi fyrir all nokkru þegar búin að festa verð sitt fyrir næsta sumar og út árið 2015. Stjórnvöld verða að sýna slíku viðskiptaumhverfi skilning og laga viðamiklar breytingar að atvinnugreininni. Ferðaþjónust an getur eðlilega á engan hátt sætt sig við það að breyta virðisauka skattsumhverfi ferðaþjónustu fyrirtækja með nokkurra vikna eða mánaða fyrirvara. Hvernig tryggjum við áfram haldandi vöxt og viðgang ferða þjónustunnar? Stjórnvöld verða að bregðast hratt við og gera sér betur grein fyrir tækifærunum sem í ferðaþjónustunni felast. Að það þurfi að verja fjármagni í að tryggja frekari vöxt og þannig ávinning okkar allra til framtíð ar. Góðu fréttirnar eru að athygli ráðamanna á greininni hefur aukist, menn eru að ranka við sér en þá er einmitt svo nauðsyn legt að réttar upplýsingar séu til
staðartil að tryggja mönnum rétta ákvörðunartöku. Því miður er staðreynd málsins sú að það fjármagn sem stjórnvöld leggja í rannsóknir á atvinnugreininni er aðeins brotabrot af því fjármagni sem þau leggja í aðrar undirstöðuatvinnu greinar. Þetta er með öllu óskiljanleg staða. Mikilvægi þess að stíga ákveðin skref og stíga þau í rétta átt hef ur aldrei verið meira. Hin ískalda staðreynd er sú að samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2015 virðast stjórnvöld ekki ætla að efla þennan þátt á neinn hátt. Þetta þarf að sjálfsögðu að endurskoða. Stefnan verður að vera skýr og til að hún tryggi áframhaldandi vöxt og viðgang ferðaþjónustunnar þarf að vera hægt að byggja á tölfræði í stað tilfinninga. Skipta samgöngur ferðaþjónustuna máli? Þá er öllum ljóst að tryggja verð ur frekari uppbyggingu innviða. Sem dæmi má nefna samgöng ur um landið sem eru ekki bara lífæð ferðaþjónustunnar, heldur allra landsmanna. Til að geta eflt enn frekar ferðaþjónustuna yfir vetrartímann og þannig heils ársstarfsemi um allt land þarf að tryggja aðgengi ferðamannsins. Það er því lágmarkskrafa að veg um landsins sé haldið við þannig að þeir standi undir farartækjun um og séu færir alla mánuði árs ins. Af lestri fjárlagafrumvarpsins má því miður enn skilja að draga eigi úr áætluðu fjármagni til sam gangna. Stjórnvöld verða einfald lega að tryggja þessa grunnþjón ustu, annars er mikil hætta á að við glötum stórkostlegum tæki færum til enn frekari eflingar at vinnugreinarinnar um allt land og allan ársins hring. Nýtum tækifærin! Fjölmörg úrlausnarefni fylgja at vinnugrein sem er í jafn hröðum vexti og ferðaþjónustan hefur ver ið síðustu ár. Við eigum að líta á þessi úrlausnarefni sem tækifæri, tækifæri fyrir okkur öll – stjórn völd, ferðaþjónustuna og almenn ing allan. Samtakamáttur okkar allra ásamt sterkri framtíðarsýn er lykillinn að frekari vexti og stöðugleika þessarar undirstöðu atvinnugreinar þjóðarinnar sem skilar okkur öllum margföldum ávinningi til baka. Þar stendur ekki á ferðaþjónustunni! Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
„Gjaldeyristekjur af atvinnugreininni á síðasta ári námu um 274 milljörðum króna.“
Samtakamáttur okkar allra ásamt sterkri framtíðarsýn er lykillinn að frekari vexti og stöðugleika þessarar undirstöðuatvinnugreinar þjóðarinnar sem skilar okkur öllum margföldum ávinningi til baka.
Nám við einn af 300 bestu háskólum heims
Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands býður upp á fjölbreytt, krefjandi og metnaðarfullt framhaldsnám. Þú getur valið um 10 námsleiðir í framhaldsnámi: MA í skattarétti og reikningsskilum
MS í mannauðsstjórnun
MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum
MS í viðskiptafræði
MS í stjórnun og stefnumótun
MS í fjármálum fyrirtækja
M.Acc. í reikningshaldi og endurskoðun
MS í nýsköpun og viðskiptaþróun
MBA í viðskiptafræði
PhD í viðskiptafræði
Umsóknarfrestur í meistaranám er til og með 15. apríl. Hægt er að sækja um rafrænt á www.vidskipti.hi.is. Umsóknarfrestur í MBA nám er til og með 20. maí, sjá nánar á www.mba.is.
VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD www.hi.is
8
Atvinnuuppbygging
Hugleiðing um atvinnutækifærin á landsbyggðinni Kristján Þór Magnússon
„Árið 2012 er áætlað að rétt um 200.000 ferðamenn hafi heimsótt Húsavík og í ár er talið að um 75 þúsund ferðamenn hafi farið í hvalaskoðun þaðan.“
É
g lærði það fyrir margt löngu í efnafræðitímum að það virðist vera eðli allra hluta að leita í það ástand sem útheimtir minnstu orkuna, án þess að raska stöðugleikanum. Með hliðstæðu dæmi má segja að það krefjist aukinnar orku að taka til á skrif borðinu hjá sér heldur en leyfa óskipulaginu að flæða, og einmitt af þessum sökum vakna margir upp við vondan draum og einstakt kaos á borðinu sínu. Hvert kvöld ið á fætur öðru eflir afturendinn á okkur náin kynni við sófann í stofunni, í stað þess að fá hið mik ilvæga áreiti gegnum útivist og hreyfingu. Það verður því seint ítrekað nógu oft hve hugtakið seigla (e. resilience) er mikilvægt að sér hver einstaklingur læri, temji sér og rækti út lífið. Seigla, eða hin jákvæða aðlögun okkar að erfiði, fær okkur til að streitast á móti þeim straumi sem ellegar bæri okkur að ósum tilgangs leysis, jafnvel heilsuleysis. En líka að ströndum neikvæðninn ar sem í okkar samfélagi fær því miður alltof oft að búa um sig eins og kvikan í hafinu. Upp skeran af því að sýna nægjanlega seiglu verður smám saman ein hverskonar orkuforði sem aft ur auðveldar okkur að seiglast í gegnum næsta verkefni, og svo koll af kolli. Með seigluna að vopni getur samfélag átt von á því að vaxa og dafna. Þegar ég hugleiddi að taka að mér sveitarstjórastarfið í Norð urþingi sl. vor hefði ég auðveldlega getað tekið þann pólinn í hæðina að fórna höndum og einblína á augljósar neikvæðar staðreyndir í atvinnuþróun míns sveitarfélags undanfarna áratugi, lagt árar í bát og afþakkað starfið. Með þessu er ég þó ekki að gera lítið úr þeim atvinnutengda vanda sem skapast hefur á undanförnum árum, held ur leggja áherslu á það sem þó hef ur áunnist, einmitt með seiglunni. Ef við horfum á Norðurþing er óhætt að segja að mestur vöxturinn hafi orðið í ferðaþjónustu. Árið 2012 er áætlað að rétt um 200.000 ferðamenn hafi heimsótt Húsavík og í ár er talið að um 75 þúsund ferðamenn hafi farið í hvalaskoð un þaðan. Þetta þýðir einfaldlega að þeir sem heimsótt hafa Húsavík hafa upplifað mikið og fjölþjóð legt bæjarlíf yfir sumarmánuðina á Húsavík og á nærliggjandi svæð um. Uppbygging innviða ferða þjónustunnar á svæðinu hefur aukið upplifunarmöguleika ferða manna og styrkt stoðirnar undir
heilsársstörf á þessu sviði. Enn eru þó ótal tækifæri til að „fullvinna vöruna“, ef svo má að orði komast. Þannig getur upplifun þeirra sem heimsækja okkar fallega sveitar félag Norðurþing orðið ríkari, tengdari sögu okkar og menningu og fyrir vikið enn áhugaverðari. Iðnaðaruppbygging handan við hornið Ekki síður eru miklar væntingar til þeirrar uppbyggingar iðnaðar sem ötullega hefur verið unnið að norð an Húsavíkur, á Bakka. Sú upp bygging sem við trúum að verði að veruleika er mikilvæg til að veita mótspyrnu þeirri fólksfækkun sem orðið hefur á síðustu árum. Í Norðurþingi og Þingeyjarsveit eru verðmætar orkuauðlindir sem til stendur að nýta til uppbyggingar á iðnaðarsvæði með meðalstórum og smærri fyrirtækjum sem veitt geta fjölbreytt atvinnutækifæri. Það verkefni sem komið er lengst í undirbúningi er kísilmálmverk smiðja PCC á Bakka. Við trúum að hún muni renna sterkri stoð und ir atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Fjölbreytt atvinnulíf er undirstaða stöðugleika sem öll sveitarfélög vilja stefna að. Allir vilja geta boð ið upp á atvinnutækifæri fyrir bæði kynin, unga jafnt sem eldri, í einkageiranum og þeim opinbera. Mikilvægt að landsbyggðirnar vaxi Ég trúi því að í raun standi vilji okkar allra til þess að landsbyggð irnar vaxi og dafni til jafns við höf uðborgarsvæðið. En, ef raunveru legur vilji ríkisins er sá að fjölga störfum í landsbyggðum utan höf uðborgarsvæðisins verða sveitar félögin líka að geta treyst á nokkuð jafna skiptingu grunnstoða sam félagsins, sem ríkið á að tryggja. Að mínum dómi á að vera auðvelt fyrir okkur Íslendinga að „selja“ ungu barnafólki þá hugmynd að búa utan höfuðborgarsvæðisins, ef þokkalega er haldið á spilunum. En er það svo? Setjum sem svo að atvinnutækifæri skapist fyrir ungt fólk í dreifðari byggðum. Það ferli sem í kjölfarið fer af stað er að
fólkið kannar þá umgjörð sem fjöl skyldunni yrði sköpuð á viðkom andi stað. Ein af stóru hindrunum sem brothættari byggðir landsins standa frammi fyrir í þessu tilliti eru t.a.m. vegasamgöngur og gæði heilbrigðisþjónustunnar, og um þessa þætti er mikið fjallað, eðli lega. Ég tel reyndar að fjarskipti og netsamband séu ekki síður stór áhrifaþáttur. Rafræn samskipti eru orðin ríkari forsenda t.a.m. atvinnuuppbyggingar innan æ fleiri greina. Tilfellið er að hraði netsambands í hinum dreifðu byggðum er afar hamlandi fyrir uppbyggingu samfélagsins, bæði með beinum hætti tengt atvinn unni en ekki síður vegna þess hve stór hluti afþreyingar og sam skipta ungs fólks fer fram á þessu „vegakerfi“ 21. aldarinnar. Fjar skipti eru ein af grunnþjónustum nútímasamfélagsins og ungt fólk sérstaklega gerir miklar kröfur á að þessi mál séu í lagi, eðlilega. Þess vegna er jafn brýnt nú að koma dreifðari byggðum upp úr fjárgöt um nútíma netsamgangna alveg eins og það var brýnt að koma upp öflugu vegakerfi á síðustu öld. Spennandi tímar fram undan Verkefnin fyrir mig sem nýstiginn er inn í sveitarstjórnarmálin eru svo sannarlega fjölbreytt og krefj andi. En þannig á það að vera. Ég hef óbilandi trú á mínu samfélagi og treysti því að ég geti sýnt í verki seigluna sem er nauðsynleg til að árangur náist. Ég vona að ég eigi líka eftir að sjá seiglu ríkisins í verki þannig að jafnræði í uppbyggingu innviða samfélagsins verði á borði en ekki bara í orði. Ég vona að okk ur verði auðvelduð viðspyrnan og að við getum fengið fleiri einstakl inga í okkar nærsamfélögum til að sýna seiglu, ef grunnstoðirnar eru tryggar. Ég kalla eftir því að fleira ungt fólk velti raunverulega fyrir sér atvinnutækifærum sem leyn ast víða utan höfuðborgarsvæð isins og þeim lífsgæðum sem við sannarlega getum boðið. Höfundur er sveitarstjóri Norðurþings.
Að mínum dómi á að vera auðvelt fyrir okkur Íslendinga að „selja“ ungu barnafólki þá hugmynd að búa utan höfuðborgarsvæðisins, ef þokkalega er haldið á spilunum.
Saman finnum við lausnir svo þú skarir fram úr Í rekstri skiptir miklu máli að hafa forgangsröðunina í lagi og hugrekki til að fara nýjar leiðir er byggja á þekkingu á aðstæðum hverju sinni. Kynntu þér þjónustuframboð KPMG á vefsíðu félagsins eða hafðu samband í síma 545 6000 og við verðum þér innan handar. kpmg.is
10
Birna er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA-gráðu frá Háskólanum í Edinborg.
Viðskiptafræðingur ársins 2014: Birna Einarsdóttir
Birna góður fyrirliði B
irna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var valin viðskiptafræðingur ársins af Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH). Þetta var í tólfta sinn sem þessi viðurkenning var veitt til viðskiptafræðings eða hagfræðings. Birna hefur sinn starfi bankstjóra Íslandsbanka frá október 2008. Hún hafði þó starfað hjá bankanum áður og var framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs frá 2007, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála frá 2004 og útibússtjóri og markaðsstjóri Íslandsbanka. Jafnframt starfaði Birna hjá Iðnaðarbankanum sem var einn af forverum Íslandsbanka. Í sex ár, á árunum 1998-2004, vann Birna í Skotlandi sem vörustjóri hjá Royal Bank of Scotland og þar á undan sem markaðsstjóri Íslenska útvarpsfélagsins, Stöðvar 2 og Íslenskrar getspár. Birna hefur verið áhrifamikil í íslensku efnahagslífi. Hún
situr meðal annars í samráðshópi um aukna hagsæld og var fyrr á árinu valin áhrifamesta konan í íslensku viðskiptalífi af Viðskiptablaðinu. Við val á viðskiptafræðingi ársins horfði dómnefnd meðal annars til þess að Birna hefur leitt uppbyggingu Íslandsbanka frá endurreisn bankans í lok árs 2008. „Mikið hefur mætt á íslenskum bönkunum sem hafa orðið að sníða stakk sinn að gjörbreyttum rekstri, minnka umfang starfseminnar, koma að endurr eisn fjölmargra fyrirtækja, verða hluthafar í nokkrum fyrirt ækjum í óskyldum rekstri, endurvekja tiltrú á íslenskum verðbréfamarkaði, endurútreikna gengislán, opna á ný fyrir erlendar lántökur íslenskra fjármálafyrirtækja og aðstoða fyrirtæki og einstaklinga við að endurskipuleggja sín fjármál. Það eru því ærin verkefni sem hafa verið á borðinu hjá Birnu undanfarin ár. Birna hefur verið góður fyrir
liði þess liðs sem komið hefur að uppbyggingu Íslandsbanka. Góðir stjórnunarhæfileikar og leiðtogahæfni Birnu hefur komið vel í ljós á þessum erfiðu tímum og ágætur starfsandi hefur myndast innan bankans. Kannanir sýna ítrekað að bæði einstaklingar og fyrirtæki telja bankann vera í fararbroddi og vera leiðandi í þjónustu í dag. Afkoma bankans hefur verið góð og hefur fyrirtækið uppskorið árangur þeirrar miklu og góðu vinnu starfsmanna sem lögð hefur verið af mörkum á undanförnum árum,“ sagði Auður Björk Guðmundsdóttir, fulltrúi dómnefndar um íslensku þekkingarverðlaunin til viðskiptafræðings ársins 2013. Í dómnefnd sátu Auður Björk, Jafet Ólafsson viðskiptafræðingur, Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, og Örn Valdimarsson, fyrrum formaður FVH.
Afkoma bankans hefur verið góð og hefur fyrirtækið uppskorið árangur þeirrar miklu og góðu vinnu starfsmanna sem lögð hefur verið af mörkum á undanförnum árum.
MBA MARGRÉT HAUKSDÓTTIR FORSTJÓRI ÞJÓÐSKRÁR ÍSLANDS MBA 2010
JÓN ÓLAFUR HALLDÓRSSON FORSTJÓRI OLÍS MBA 2012 KATRÍN M. GUÐJÓNSDÓTTIR MARKAÐSSTJÓRI INNNES
PIPAR \ TBWA
•
SÍA
•
143213
MBA 2015
TAKTU FRUMKVÆÐI AÐ EIGIN FRAMA ALÞJÓÐLEG VOTTUN MBA-námið við Háskóla Íslands hefur öðlast alþjóðlega vottun frá Association of MBA's (AMBA) en aðeins um 200 háskólar hafa náð þeim áfanga að undangengnu umfangsmiklu mati á gæðum námsins. Hlutverk námsins frá upphafi hefur verið að þjóna íslensku atvinnulífi og bjóða upp á metnaðarfullt stjórnendanám.
www.mba.is
12
Svipmynd af viðskiptafræðingum og hagfræðingum
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á viðskiptum og höfðu þar móðurforeldrar mínir talsverð áhrif á mig. Þau áttu sín eigin fyrirtæki í langan tíma og ég talaði mikið við þau um daglegan rekstur og þess háttar.
Nafn: Hanna Dóra Hólm Másdóttir. Núverandi starf: Sérfræðingur á skrifstofu fjárlaga og árangurstjórnunar hjá atvinnuvega– og nýsköpunarráðuneytinu. Hvaðan og hvenær laukstu námi þínu? Ég lauk námi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005, ég tók eitt ár í skiptinámi við Universidad de Alicante á Spáni. Af hverju valdirðu viðskiptafræði/hagfræði? Ég var búin að vera að vinna í söluog markaðsmálum í nokkur ár og langaði að öðlast betri skilning á fræðunum sem lágu að baki, s.s. stefnumótun, reikningshaldi og áætlanagerð. Við hvað hefurðu starfað eftir að þú laukst námi, hvað felst í starfi þínu í dag og hvernig hefur námið nýst þér í starfi? Ég hóf störf í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu við nýsköpunarog atvinnuþróunarmál, þar var ég fulltrúi Íslands í mörgum stjórnum og vann við að meta umsóknir þ.á m. raunhæfni fjárhags- og markaðsáætlana. Síðan tók ég við málefnum Skapandi greina og hönnunar sem fól í sér að marka stefnu þessara málaflokka bæði á norrænum vettvangi og Íslenskum. Síðasta eitt og hálfa árið hef ég starfað við fjárlagagerð og umsjón árangursstjórnunarsamninga við stofnanir. Námið hefur því nýst á öllum sviðum í mínu starfi.
Nafn: Gylfi Már Geirsson.
Gylfi Már Geirsson, viðskiptastjóri hjá Landsvirkjun
Núverandi starf: Viðskiptastjóri hjá Landsvirkjun. Hvaðan og hvenær laukstu námi þínu? MSc International Marketing and Management frá Copenhagen Business School 2008. BSc Viðskiptafræði HÍ 2005. Af hverju valdirðu viðskiptafræði/hagfræði? Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á viðskiptum og höfðu þar móðurforeldrar mínir talsverð áhrif á mig. Þau áttu sín eigin fyrirtæki í langan tíma og ég talaði mikið við þau um daglegan rekstur og þess háttar. Einnig hef ég ávallt haft mikinn áhuga á alþjóðaviðskiptum og menningarlæsi. Með námi mínu náði ég að tvinna þessu öllu saman. Við hvað hefurðu starfað eftir að þú laukst námi, hvað felst í starfi þínu í dag og hvernig hefur námið nýst þér í starfi? Lengst af hef ég unnið hjá Eimskip bæði hér heima og erlendis. Á Íslandi vann ég í söludeild og viðskiptaþróun. Eftir að hafa verið á Íslandi í nokkur ár þá tók ég við starfi í Kanada og sá um daglegan rekstur skrifstofunnar þar. Einnig tók ég þátt ég í uppsetningu á nýrri starfsstöð í Portland í Maine. Einnig hef ég unnið sem sjálfstæður ráðgjafi í Finnlandi við endurskipulagningu fæðubótarfyrirtækis. Eins og er vinn ég hjá Landsvirkjun sem viðskiptastjóri þar sem ég sé um dagleg samskipti og samningagerð við viðskiptavini.
Ég var búin að vera að vinna í sölu- og markaðsmálum í nokkur ár og langaði að öðlast betri skilning á fræðunum sem lágu að baki, s.s. stefnumótun, reikningshaldi og áætlanagerð. Hanna Dóra Hólm Másdóttir, sérfræðingur á skrifstofu fjárlaga og árangurstjórnunar hjá atvinnuvega– og nýsköpunarráðuneytinu
Námið hefur nýst mér nokkuð vel. Samningatækni hefur verið talsvert stór hluti af störfum mínum hingað til og það sem ég lærði í námi mínu hefur skilað sér mjög vel. Einnig hafa stjórnunarfræði nýst mér vel, sérstaklega erlendis þar sem talsverður menningarmunur hefur verið á milli manna og þar af leiðandi hefur talsvert reynt á þennan hluta starfsins.
Nafn: Stella Björg Kristinsdóttir. Núverandi starf: Markaðsstjóri Fiskiðnaðarseturs hjá Marel. Hvaðan og hvenær laukstu námi þínu? Ég lauk viðskiptanámi með sérhæfingu í ferðamálafræðum árið 1991 frá Fachhochschule Rheinland Pfalz í Þýskalandi og starfaði um árabil í ferðaþjónustu að því loknu. Síðar fluttist ég til Danmerkur og bætti þá við mig MSc Marketing and Management í Copenhagen Business School árin 2001-2004. Af hverju valdirðu viðskiptafræði/hagfræði? Upprunalega voru það klárlega ferðamálin sem toguðu í mig og mér finnst gríðar lega spennandi að vinna í þeim bransa og vera virkur þátttakandi í því að byggja upp þennan geira hér á Íslandi. Áhugasvið mitt hefur alltaf legið mest markaðsmegin og í stefnumótun þannig að það var nærliggjandi að byggja ofan á þann grunn með masters-náminu. Við hvað hefurðu starfað eftir að þú laukst námi, hvað felst í starfi þínu í dag og hvernig hefur námið nýst þér í starfi? Fyrstu tíu árin eftir að ég lauk háskólanámi starfaði ég í ferðageiranum, fyrst hjá Ferðamálaráði Íslands í Þýskalandi, síðar hjá Icelandair. Eftir að ég lauk MSc námi leitaði ég hins vegar út fyrir ferðabransann og starfa í dag sem markaðsstjóri hjá Marel á íslandi. Námið hefur nýst mér vel í flestu sem ég hef tekið mér fyrir hendur og þá sérstaklega tel ég að masters- námið hafi orðið til þess að opna mér dyr hér og þar. Ef ég mætti spóla til baka myndi ég eflaust aftur velja sama eða svipað nám og ég fór í.
Áhugasvið mitt hefur alltaf legið mest markaðsmegin og í stefnumótun þannig að það var nærliggjandi að byggja ofaná þann grunn með masters náminu. Stella Björg Kristinsdóttir, markaðsstjóri Fiskiðnaðarseturs hjá Marel
13
Námið var um svo margt ólíkt því sem ég kynntist í Háskóla Íslands og hentaði mér mun betur. Mikil hópvinna, stíf verkefnaskil og náin tengsl við atvinnulífið gerðu það að verkum að námið varð lifandi og um leið áþreifanlegt.
Nafn: Eyjólfur Guðmundsson Núverandi starf : Rektor Háskólans á Akureyri Hvaðan og hvenær laukstu námi þínu? Háskóli Íslands - BS í hagfræði 1992 University of Rhode Island - PH.D. í auðlinda og umhverfishagfræði 2002
Ingólfur Steingrímsson, forstöðumaður innkaupa og rekstrareftirlits hjá HB Granda
Nafn: Ingólfur Steingrímsson. Núverandi starf: Forstöðumaður innkaupa og rekstrar eftirlits hjá HB Granda.
Hef alltaf velt því mikið fyrir mér hvernig heimurinn á að útdeila takmörkuðum verðmætum. Vel fyrir tvítugt áttaði ég mig á því að hagfræðin hefur bestu aðferðafræðina til þess að svara slíkum spurningum. Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri
Hvaðan og hvenær laukstu námi þínu? Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að vera í fyrsta útskriftarárgangi rekstrarfræðinga frá Háskólanum á Bifröst vorið 1990. Við kölluðum okkur Gullmolana og höfum staðið undir nafni fyrir svo margra hluta sakir. Árið 1997 lauk ég síðan Bs. gráðu í viðskiptafræði frá þeim ágæta skóla og bætti við mig meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum árið 2011. Af hverju valdirðu viðskiptafræði/hagfræði? Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á viðskiptum og rekstri og því lá leiðin í viðskiptafræðina í Háskóla Íslands að afloknu stúdentsprófi. Hins vegar heillaði námsumhverfið þar mig ekki og því lá leiðin í náttúruperluna á Bifröst. Það var gaman en um leið sérstakt að vera í fyrsta útskriftarhópnum frá Háskólanum á Bifröst og það var viss stemning sem myndaðist í kringum það. Námið var um svo margt ólíkt því sem ég kynntist í Háskóla Íslands og hentaði mér mun betur. Mikil hópvinna, stíf verkefnaskil og náin tengsl við atvinnulífið gerði það að verkum að námið varð lifandi og um leið áþreifanlegt. Það er því engin tilviljun að ég leitaði á heimaslóðir aftur á Bifröst þegar ég lauk Bs. prófinu og meistaragráðunni. Við hvað hefurðu starfað eftir að þú laukst námi, hvað felst í starfi þínu í dag og hvernig hefur námið nýst þér í starfi? Ég starfaði um nokkurt skeið á endurskoðunarskrifstofu að námi loknu en þaðan lá leiðin til olíufélagsins ESSO þar sem ég gegndi m.a. starfi fulltrúa fjármálastjóra, stýrði rekstrareftirliti um nokkurra ára skeið auk þess að sjá um umboðsmannakerfi félagsins. Þá starfaði ég í fjögur ár hjá N1 þar sem ég stýrði uppbyggingu reikningshalds og rekstrareftirlits á fjármálasviði. Um tveggja ára skeið starfaði ég síðan hjá lífeyrissjóðnum FESTA í Reykjanesbæ, sem fjármálastjóri, áður en leiðin lá til sjávarútvegsfyrirtækisins HB Granda. Þar hef ég starfað frá haustinu 2013 og gegni starfi forstöðumanns innkaupa og rekstrareftirlits. Í núverandi starfi er áherslan á innkaupastýringu og tækifæri til aukinnar hagræðingar. Það má segja að námið á Bifröst hafi nýst mér mjög vel í starfi og hefur opnað mér dyr að fjölbreyttum störfum. Hópavinna og verkefnastýring eru þættir sem ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst vel í mínu námi og hafa þessir þættir ávallt nýst mér vel í starfi.
Af hverju valdirðu viðskiptafræði/hagfræði? Hef alltaf velt því mikið fyrir mér hvernig heimurinn á að útdeila takmörkuðum verðmætum. Vel fyrir tvítugt áttaði ég mig á því að hagfræðin hefur bestu aðferðafræðina til þess að svara slíkum spurningum. Sagnfræði heillaði mig reyndar líka, en þá fyrst og fremst út frá þróun hagkerfa, framleiðslu og tækniþróun. Hagfræðin varð því ofan á á endanum og sé ekki eftir því. Við hvað hefurðu starfað eftir að þú laukst námi, hvað felst í starfi þínu í dag og hvernig hefur námið nýst þér í starfi? Eftir að fyrra námi lauk þá starfaði ég við rannsóknastofnanir hjá Háskóla Íslands (Hagfræðistofnun og Sjávar útvegsstofnun). Áhugi minn á auðlindahagfræði jókst á þeim tíma svo að ég hélt í sérnám á því sviði í Bandaríkjunum. Eftir að námi lauk þá starfaði ég við Háskólann á Akureyri um 7 ára skeið, bæði í akademískri stöðu og sem deildarforseti. Eftir það starfaði ég sem forstöðumaður greiningar og aðalhagfræðingur hjá CCP. Starf mitt þar fólst í því að greina stöðu hagkerfis EVE online sem og aðrar greiningar á hegðun þeirra sem spila EVE online, bæði spilunarhegðun sem og kauphegðun á þjónustu í kringum leikinn. Í júlí 2014 tók ég svo við sem rektor Háskólans á Akureyri eftir sjö ára starf hjá CCP. Þar má segja að ég sé kominn í ákveðinn hring en þó á nýjum forsendum og mun nýta mér reynslu mína frá CCP sem og fyrri störfum innan akademíunnar til að takast á við þetta nýja, mjög svo krefjandi, en jafnframt skemmtilega verkefni.
14
Íslensk hönnun
Kúnstin að halda fókus Helga Árnadóttir
E
f það er eitthvað tvennt sem flest sprotafyrirtæki eiga sameiginlegt, þá er það líklega að skortur er á fjármagni og að tími starfsmanna er takmarkaður, enda frumkvöðlarnir sjálfir oft einu starfsmenn fyrirtækisins í upphafi. Frumkvöðlarnir þurfa því að velja vel þau verkefni sem þeir verja tíma sínum í, því að sé of miklum tíma eytt í röng verkefni þá eru allar líkur á að fyrirtækið nái aldrei að komast af sprotastiginu og leggi upp laupana áður en langt um líður. Sömuleiðis er spurning um líf eða dauða fyrir fyrirtæki að verja takmörkuðum fjármunum vel og láta þá peninga sem til eru endast sem lengst. Þegar ég lít til baka yfir þau rúmu fjögur ár sem liðin eru frá því að við stofnuðum fyrirtækið Tulipop þá finnst mér oft á tíðum ein helsta áskorunin hafa verið að halda fókus, bæði á meginmarkhóp fyrirtækisins og á þau markaðssvæði sem við viljum leggja áherslu á á hverjum tíma. Kjarninn í okkar starfsemi er framleiðsla á gjafavöru fyrir börn, en strax frá upphafi var ljóst að vörurnar höfða til breiðs aldurshóps, allt frá mjög ungum börnum til fullorðinna. Það hefur því oft verið mikill hausverkur að velja úr stórum lista hugmynda og ákveða hvaða vörum ætti að bæta við vörulínuna. Ættum við að búa til Tulipop símahulstur eins og unglingarnir kalla eftir? Eða smekki fyrir ungabörnin? Eða jafnvel fallega postulínsbolla fyrir fullorðna Tulipop aðdáendur? Það er ákveðið lúxusvandamál að vera með vörumerki sem höfðar til breiðs hóps en okkur var nauðsynlegt að skerpa fókusinn og skilgreina markhópinn vel, enda ekki með fjármagn til að ráðast í þá fjárfestingu sem þyrfti til að reyna að sigra allan heiminn í einu. Hver er hinn dæmigerði viðskiptavinur? Í því ferli að skerpa fókusinn á meginmarkhóp fyrirtækisins var meðal annars gagnlegt að líta til nálgunar Häagen-Dazs vörumerkisins í Bretlandi, en ég hlustaði fyrir nokkrum árum á erindi vörumerkjastjóra Häagen-Dazs, þar sem hann fjallaði um hvernig Häagen-Dazs nálgaðist sína markaðssetningu og vöruþróun. Í kjölfar ítarlegra markaðsrannsókna er markaðsdeild Häagen-Dazs búin að komast að því að hinn dæmigerði kaupandi íssins ljúffenga (og dýra!) er „Jane“, einhleyp,
háskólamenntuð 29 ára kona, sem er í krefjandi starfi og með tekjur nokkuð vel yfir meðallagi. Jane kaupir sér ísinn ekki sem sælgæti heldur til að verðlauna sig eftir erfiðan vinnudag eða láta sér líða vel. Markaðsdeildin er með mynd af Jane uppi á vegg og miðar allt sitt markaðsstarf út frá henni, og eru lykilþættir í kynningarmálum meðal annars lúxus-viðburðir á götum úti í helsta viðskiptahverfi Lundúna þar sem ísinn er kynntur í huggulegu umhverfi þar sem dekur af ýmsu tagi er í boði fyrir gesti. Það var áhugaverð æfing fyrir okkur hjá Tulipop að reyna að festa hendur á hver hinn týpíski Tulipop aðdáandi er. Með því að tala við fjölda fólks, bæði viðskiptavini, söluaðila og fleiri, komumst við að þeirri niðurstöðu að hinn dæmigerði Tulipop aðdáandi er 6 ára stelpa. Þar með er ekki sagt að strákar fíli ekki líka Tulipop, eða að vörurnar okkar séu ekki keyptar fyrir ungabörn, unglinga eða fullorðna. Það þýðir bara að það eru 6 ára stelpur sem eru líklegastar til að finnast Tulipop æðislegt, þekkja nöfnin á öllum persónunum í ævintýraheiminum, vita að uppáhaldsmatur Bubble eru bláberjapönnukökur og að Mr. Tree getur breytt tárum í demanta. Þessi skilgreining á okkar dæmigerða viðskiptavini hefur hjálpað okkur að halda fókus við þróun gjafavörulínunnar. Ef vörutegund hentar ekki fyrir 6 ára stelpu þá förum við ekki út í framleiðslu, en það er þó stór kostur ef varan passar líka fyrir börn á öllum aldri. Sömuleiðis höfum við hinn dæmigerða Tulipop aðdáanda í huga þegar við vegum og metum önnur verkefni, s.s. á sviði snjallsímaleikja eða bókaútgáfu, og ákveðum hvort í þau skuli farið og þá hvernig. Að sigra allan heiminn? Önnur áskorun hefur verið að ákveða á hvaða markaðssvæði utan Íslands skal leggja megináherslu. Strax frá upphafi fengum við pantanir víða að og í dag hafa vörur Tulipop verið seldar til hátt í 100 verslana í 9 löndum, meðal annars í gegnum þátttöku í stórum alþjóðlegum vörusýningum. Það er frábært að skynja áhuga
víða að og freistandi að reyna að grípa öll þau tækifæri sem bjóðast, selja til verslana um allan heim og reyna að koma á samningum við alla umboðsmenn sem sýna vörumerkinu áhuga. Reynslan hefur hins vegar kennt okkur að oft er skynsamlegast í stöðunni að segja nei við tækifærum. Það er til dæmis ekkert vit í því að taka þátt í flottri vörusýningu í Japan, með tilheyrandi tilkostnaði, ef Tulipop-vörurnar eru ekki komnar með vöruhús í Asíu og tilbúnar til dreifingar með hagkvæmum og skilvirkum hætti. Það er sömuleiðis ekki skynsamlegt að eyða tíma í viðræður við mögulegan umboðsmann í Chile þar sem ólíklegt er að verslanir þar í landi séu tilbúnar til að greiða fyrir flutning á vörunum úr vöruhúsi í Evrópu. Það er líka tímafrekt og kostnaðarsamt að búa vörumerki undir markaðssetningu í nýju landi, það þarf að þýða kynningarefni, kynna sér innflutnings- og tollalöggjöf, auk þess að kynna vörumerkið fyrir fjölmiðlum svo dæmi séu tekin. Til þess að nýta tíma og fjármuni sem best, tókum við hjá Tulipop þá ákvörðun að leggja áherslu á einn stóran markað utan Íslands og varð Bretland fyrir valinu af ýmsum ástæðum. Við geymum nú lager af Tulipop vörur í vöruhúsi í London og getum með einföldum og hagkvæmum hætti sent vörur til verslana og umboðsmanna innan Bretlands og Evrópusambandsins. Þessi fókus á Bretland gerir okkur líka kleift að sinna markvissu kynningarstarfi þar í landi, byggja upp tengsl við breska fjölmiðla, og vaxandi hóp söluaðila sem við hittum nokkrum sinnum á ári, bæði á vörusýningum og söluferðum. Okkar reynsla er sú, að aukinn fókus, bæði á markaðssvæði og markhóp, er gífurlega mikilvægur og hjálpar okkur að taka réttar ákvarðanir í daglegum rekstri og ná settum markmiðum. Staðreyndin er sú að þó svo að okkar markmið sé að Tulipop verði heimsþekkt vörumerki – hið íslenska Hello Kitty – þá mun það gerast í nokkrum skrefum. Við munum ekki sigra allan heiminn í einu. Höfundur er stofnandi og einn eigenda Tulipop.
Það er ákveðið lúxusvandamál að vera með vörumerki sem höfðar til breiðs hóps en okkur var nauðsynlegt að skerpa fókusinn og skilgreina markhópinn vel, enda ekki með fjármagn til að ráðast í þá fjárfestingu sem þyrfti til að reyna að sigra allan heiminn í einu.
Íslandsbanka Appið
Nú geturðu greitt reikningana í Appinu Við erum stöðugt að þróa Íslandsbanka Appið til að létta þér lífið í dagsins önn. � � � � �
Hærri úttektarheimild í Hraðfærslum - NÝTT! Yfirlit og greiðsla ógreiddra reikninga - NÝTT! Yfirlit og staða reikninga Myntbreyta og gengi gjaldmiðla Vildartilboð Íslandsbanka og fjöldi annarra aðgerða.
Sæktu Íslandsbanka Appið á islandsbanki.is/app
islandsbanki.is
Netspjall
Sími 440 4000
16
Efnahagsmál
Brúun fjárlagagahallans: hvaða leið var farin? Björn Brynjúlfur Björnsson
F
járlagagatið sem myndaðist í efnahagskreppunni árið 2008 hefur nú verið brúað og nýtt fjárlagafrumvarp gerir ráð fyrir afgangi af rekstri rík isins annað árið í röð. Af því til efni gerði Viðskiptaráð úttekt á eðli og samsetningu þessa viðsnúnings. Með hvaða hætti sneru stjórnvöld rekstrinum við? Hversu þungt vó bætt efnahags ástand miðað við rekstrarlega að lögun? Var hallinn brúaður með skattahækkunum eða með sam drætti í útgjöldum, og þá hvers konar útgjöldum? Niðurstöður úttektarinnar má sjá á mynd 1. Þær voru kynntar í nýlegri skoðun Viðskiptaráðs („Frá orðum til athafna: Innleið ing hagræðingartillagna“) og á morgunverðarfundi um stöðu ríkisfjármála. Úttektin veitir nýja innsýn inn í þann viðsnúning sem átt hefur sér stað frá efnahags hruni fram til dagsins í dag. Meg inhluta rekstrarbatans má rekja til bætts efnahagsumhverfis og minni fjárfestinga hjá hinu opin bera. Af þessu má ráða að umtals vert svigrúm sé enn til staðar fyr ir hagræðingu í ríkisrekstri, þvert á það sem ætla mætti miðað við opinbera umræðu. Efnahagsbatinn létti róðurinn Myndin byggir á samanburði ríkisreiknings fyrir árið 2009 og áætlun á afkomu ríkissjóðs fyrir árið 2014. Til að niðurstöðurn ar hafi sem mesta þýðingu fyrir ákvarðanatöku eru breytingarnar flokkaðar í tvennt: Annars vegar rekstrarlega þætti, sem stjórnvöld hafa beina stjórn á með breyting um á sköttum og útgjöldum, og hins vegar efnahagslega þætti, sem eru m.a. millifærslur vegna velferðarkerfisins og afkoma af hreinni fjármunaeign ríkisins. Á myndinni má sjá að bætt ar efnahagsaðstæður hafa létt róðurinn í ríkisrekstrinum sem nemur 65 ma. kr. frá árinu 2009. Útgjöld til velferðarmála hafa dregist saman um 22 ma. kr., að stórum hluta vegna minna at vinnuleysis. Þá hefur fjármagns kostnaður dregist saman, sem skýrist annars vegar af lægri vaxtakostnaði og hins vegar af arðgreiðslum vegna eignahluta ríkisins í fjármálastofnunum. Hin rekstrarlega aðlögun stend ur þó undir meirihluta viðsnún ingsins, eða 113 ma. kr. Þar mun ar mest um aukningu skatttekna (um 70 ma. kr.) og samdrátt í fjár festingum (um 24 ma. kr.). Þess ir tveir þættir nema því 83% af
þeirri rekstrarlegu aðlögun sem hefur átt sér stað. Á sama tíma hafa rekstrarútgjöld dregist sam an um 19 ma. kr. og launakostn aður staðið í stað. Marktækur samanburður Árið 2009 var um margt óvenju legt í ríkisrekstrinum og því nauðsynlegt að framkvæma ákveðnar leiðréttingar til að sam anburður við önnur ár sé mark tækur. Þannig var leiðrétt fyr ir hærri afskriftum skattkrafna og umframkostnaði ríkisins vegna ábyrgða tengdum hruninu. Kostnaður ríkisins vegna LSR var einnig leiðréttur. Þá færðum við
tekjur ríkisins vegna útvíkkunar fjármálaskattsins á þrotabú bank anna á móti kostnaði við nið urfærslu húsnæðislána þar sem greining okkar beinist fyrst og fremst að áhrifum ríkisfjármála á innlenda aðila. Svigrúm til hagræðingar í ríkisrekstrinum Ofangreindar niðurstöður benda til þess að rekstraraðlögun síð ustu ára sé að verulegu leyti ósjálfbær. Samdráttur fjárfesting ar leiðir til aukinna útgjalda í við hald og nýfjárfestingar á næstu árum ef ekki á að draga úr gæðum þjónustu. Samdráttur rekstrar útgjalda er að hluta til af sama meiði. Ef ríkisstofnanir draga úr útgjöldum í þjálfun, búnað og annað sem ætlað er að viðhalda gæðum þjónustu skapar það sam bærilegan vanda. Umbætur sem stuðla að betri nýtingu vinnuafls og fjármagns eru árangursríkasta leiðin til að auka hagkvæmni í ríkisrekstri. Þannig næst betri rekstrar afkoma án þess að dregið sé úr hvötum til verðmætasköpunar með skattahækkunum eða dregið sé úr gæðum opinberrar þjónustu með niðurskurði. Sú staðreynd að aðhaldsaðgerðir ríkisins hafi ekki leitt til samdráttar í launa kostnaði bendir til þess að aukin
hagkvæmni hafi ekki verið í for grunni við ákvörðunartöku. Hagræðingaraðgerðir myndu gera ríkinu kleift að veita sömu þjónustu með færri höndum, sem er jákvætt í núverandi efnahagsumhverfi. Almennur vinnumarkaður hefur tekið við sér og atvinnuleysi stendur nú í 3,3%. Þar að auki er miklum hagvexti spáð á komandi árum. Fækkun opinberra starfsgilda myndi auka framboð vinnuafls á almennum vinnumarkaði á sama tíma og eftirspurn er fyr ir hendi og þannig bæta skilyrði fyrir frekari verðmætasköpun á komandiárum.
Ný nálgun núverandi stjórnvalda Núverandi ríkisstjórn boðaði nýja nálgun í ríkisfjármálum í júlí 2013. Skipaður var starfs hópur um hagræðingu í rekstri hins opinbera sem skilaði fjöl mörgum tillögum um hvern ig hið opinbera geti veitt sömu þjónustu með hagkvæmari hætti. Nokkrar tillögur hafa þegar ver ið innleiddar og aðrar veigamikl ar tillögur eru í undirbúningi eða vinnslu (mynd 2). Skipun og vinna hagræðingarhópsins er því dæmi um rétta nálgun í opin berum rekstri sem hefur þegar skilað árangri. Til þess að innleiðing þess ara tillagna verði að veruleika er þörf á pólitískri forystu um inn leiðingu þeirra. Meðlimir hag ræðingarhópsins hafa veitt þá forystu að hluta til með eftirliti með innleiðingarferlinu, en ráð herrar þurfa einnig að forgangs raða þeim tillögum sem undir þá heyra í sínum ráðuneytum. Verði það raunin mun ríkið geta hag rætt verulega í rekstrinum. Slíkt myndi skapa svigrúm til að vinda ofan af skattahækkunum síðustu ára og styrkja þar með grundvöll verðmætasköpunar á komandi árum. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.
Útgjöld til velferðarmála hafa dregist saman um 22 ma. kr., að stórum hluta vegna minna atvinnuleysis. Þá hefur fjármagnskostnaður dregist saman, sem skýrist annars vegar af lægri vaxtakostnaði og hins vegar af arðgreiðslum vegna eignahluta ríkisins í fjármálastofnunum.
OPNI HÁSKÓLINN Í HR Endurmenntun fyrir sérfræðinga og stjórnendur í íslensku atvinnulífi Lengri námslínur • • • • • • • • • • •
APME verkefnastjórnun Ábyrgð og árangur stjórnarmanna Markþjálfun Stjórnendur framtíðar PMD stjórnendanám HR Rekstrar- og fjármálanám Rekstrarnám fyrir hönnuði Stafræn markaðssetning Straumlínustjórnun Vörustjórnun, í samstarfi við AGR Verðbréfamiðlun Viðurkenndir bókarar
„Þegar ég kláraði hafði ég reynslu af greiningu, stefnumótun og markaðssetningu á netinu. Námið var mjög lifandi, fjölbreytt og gagnlegt þar sem við fengum að spreyta okkur á því hvernig fræðin virka í raun. Námið uppfyllti mínar væntingar og ég get vel mælt með því.“ Ólöf Steinunn Lárusdóttir Markaðsfulltrúi Yggdrasill heildsala Námskeið: Stafræn markaðssetning
Upplýsingar um námslínurnar eru á vefnum opnihaskolinn.is
18
Jón Bjarni Steinsson og Árni Sverrir Hafsteinsson skrifuðu skýrslu um skattaumhverfi í ferðaþjónustu. . MYND/AÐSEND
Breytingar á virðisaukaskatti voru ræddar á fundi FVH
Pína eða sjálfsagt framlag? Skattlagning í ferðaþjónustu Í
nýjum fjárlögum voru kynntar breytingar á skattlagningu. Fjallað var um áhrif breytinga á virðisaukaskatti á ferðaþjónustuna á hádegis fundi FVH. Skattlagning í ferðaþjónustu var til umfjöllunar á fundi Félags viðskipta og hagfræðinga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjallaði um fyrir
hugaðar breytingar á virðisaukaskatti og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Á fundinum voru Jón Bjarni Steinsson og Árni Sverrir Hafsteinsson með erindi en þeir skrifuðu skýrslu um skattaumhverfi í ferðaþjónustu. Að lokum fjallaði Rannveig Grét arsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar, um áhrif breytinganna á fyrirtæki í ferðaþjónustu.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti breytingar á virðisaukaskatti sem eru sagðar eiga að einfalda skattkerfið.
Fjölmennt var á fundi FVH sem haldinn var á Grand hóteli.
19
Fundurinn var haldinn þann 16. september síðastliðinn en þetta var fyrsti hádegisfundur félagsins eftir sumarfrí.
Ljóst er að breytingar á skattaumhverfi ferðaþjónustunnar mun hafa mikil áhrif á rekstur þeirra.
Nýsköpun SPRETTUR ÚR SAMSTARFI
Með nýsköpun að leiðarljósi hefur Marel umbreyst úr sprotafyrirtæki í heimsleiðtoga í þróun á hátæknibúnaði fyrir matvælaiðnaðinn. Marel hefur á feikna öflugu og velmenntuðu rannsóknar- og þróunarliði að skipa og hefur það skilað fyrirtækinu í fremstu röð framleiðenda á slíkum búnaði á heimsvísu.
Kynntu þér framtíðina með okkur marel.is
20
Gjaldeyrishöft
Falskt jafnvægi innan hafta Ásdís Kristjánsdóttir
E
fnahagsbatinn sem hófst í ársbyrjun 2011 hefur gengið vonum framar og framleiðslutapið í kjölfar hrunsins hefur nú að mestu leyti gengið til baka. Í dag er verðbólgan á markmiði, gengisstöðugleiki ríkir, atvinnuleysi hefur gengið niður, afgangur er á viðskiptum okkar við útlönd, ríkisfjármálin virðast vera komin í jafnvægi og skuldasöfnun ríkissjóðs er lokið a.m.k. í bili. Skuldabyrði heimila og fyrirtækja hefur lækkað í kjölfar endurskipulagningar, afskrifta skulda og aukinna tekna. Á yfirborðinu er staðan í íslensku efnahagslífi því nokkuð góð og flestum hagstærðum í dag svipar til jafnvægisáranna 20022003. Miðað við þann óstöðugleika sem íslenskt efnahagslíf hefur glímt við í gegnum tíðina er því ekki að undra að mörgum líði nokkuð vel innan hafta. Af hverju eru þá höftin skaðleg og hvers vegna þurfa þau að fara? Þrátt fyrir að á yfirborðinu ríki stöðugleiki er íslenskt efnahagslíf í eins konar „fölsku jafnvægi“ en verðmyndun á mörkuðum er bjöguð vegna innilokaðs fjármagns og handstýrðs verðs á íslenskri krónu. Innan hafta eru þrenns konar krónur í umferð, haftakrónur sem eru krónur sem almenningur þekkir og notast við í viðskiptum á vöru og þjónustu, aflandskrónur sem eru í eigu erlendra aðila og útboðskrónur sem eru krónur sem koma inn í hagkerfið gegnum útboðsleið Seðlabankans. Innan hafta eru of margar krónur í umferð að keppast um fáa innlenda fjárfestingakosti og hætta skapast því á bólumyndun. Innan hafta er íslenskt atvinnulíf ekki samkeppnishæft um fjárfestingaverkefni, vinnuafl eða fjármagn. Fyrirtæki í alþjóðlegri starfsemi kjósa fremur að vaxa utan landsteinanna og letja önnur til aukinna umsvifa hérlendis til að spara sér kostnað og tíma sem fylgir flóknu regluverki haftanna. Samkeppnisstaða innlendra fyrirtækja skekkist einnig í leit að hæfu vinnuafli. Þá hafa fjármagnshöft skaðleg áhrif á orðspor landsins sem endurspeglast m.a. í lakari lánshæfi ríkisins og erfiðara aðgengi að erlendu lánsfjármagni. Erlend fjármagnskjör sem bjóðast innlendum aðilum verða því alltaf slæm á meðan höftin eru við lýði. Ógerlegt er að meta skaðsemi haftanna í krónum talið en sú víðtæka bjögun sem þau valda ristir í grunnforsendur aðila á markaði og hefur þannig áhrif á ákvarðanatöku þeirra. Það getur valdið því að ráðist sé í fjár-
festingar sem ekki er grundvöllur fyrir við eðlilegar aðstæður en um leið endurspeglast fórnarkostnaður haftanna m.a. í glötuðum fjárfestingatækifærum hér á landi og erlendis. Fjárfestingastigið á Íslandi hefur haldist mjög lágt frá innleiðingu hafta og hafa þær fjárfestingar sem ráðist hefur verið í ekki dugað til að mæta afskriftum fjármunaeigna. Fjármunaeign landsins hefur því skroppið saman sem er áhyggjuefni enda má segja að fjárfestingastigið gefi vísbendingu um væntanlegan framleiðnivöxt. Fjármagnshöft hamla því vexti og framgangi atvinnulífsins sem er undirstaða bættra lífskjara. Hindranir við losun hafta Þrátt fyrir að íslenskt efnahagslíf hafi rétt úr kútnum og nokkurt jafnvægi ríki um þessar mundir þá gerist það allt í innan hafta og getur því illa talist jafnvægis ástand. Þjóðarbúið glímir við mikinn greiðslujafnaðarvanda, vanda sem hamlar losun hafta. Í grófum dráttum má segja að stærstu hindranirnar við losun hafta séu þrjár. 1. Þungar endurgreiðslur erlendra skulda. Þjóðarbúið skuldar í erlendri mynt ríflega tvöfalda landsframleiðslu og á komandi árum er fyrirséð hröð uppgreiðsla erlendra lána umfram gjaldeyrissköpun. Óbreyttur afborgunarferill mun því setja of mikinn þrýsting á gengi krónunnar og ógna stöðugleika íslensks efnahagslífs. Til lánalenginga og endurfjármögnunar þarf að koma til að létta á afborgunarferli þjóðarbúsins á komandi árum. 2. Uppgjör þrotabúa gætu ógnað stöðugleika. Miðað við óbreytta stöðu munu innlendar eignir, sem metnar eru á tæplega hálfa landsframleiðslu, koma í hlut erlendra kröfuhafa. Höftin hamla í dag flutningi þessara eigna úr landi en finna þarf lausn þannig að slit búanna raski ekki stöðugleika. Mikil vægt er að minnka hlutfall
innlendra eigna í því eignasafni sem rennur til erlendra kröfuhafa. 3. Vænt útflæði innlendra og erlendra aðila. Óvissa ríkir um hversu mikið af krónueignum í höndum innlendra og erlendra aðila er eingöngu hér vegna haftanna sjálfra og mun hún ekki hverfa fyrr en að höftin verða afnumin að fullu. Á endanum mun þó vænt útflæði kvikra krónueigna velta á tiltrú innlendra og erlendra aðila á bæði afnámsferlinu og íslensku efnahagslífi. Vandinn er mikill en hann er leysanlegur. Aðkallandi er að lengja afborgunarferil þjóðarbúsins í erlendri mynt og vegur Landsbankaskuldabréfið þar þyngst. Samkomulag liggur nú fyrir um lengingu skuldabréfsins en stjórnvöld þurfa hins vegar að meta hvort þær undanþágur sem skilyrtar eru samhliða lánalengingunni séu ásættanlegar. Að lokinni lánalengingu verður að finna varanlega lausn á stöðu þrotabúa gömlu bankanna. Takist vel til í því mun tiltrú aukast á afnámsferlinu sem gerir eftirleikinn auðveldari. Afnám hafta getur gengið hratt og vel fyrir sig ef stigin eru ákveðin skref, en um leið er mikil hætta á því að Ísland ílengist innan hafta sé ekki leist úr framangreindum úrlausnarefnum. Mikilvægt er að átta sig á því að fjármagnshöft hafa vond og víðtæk áhrif á íslenskt hagkerfi. Þau skekkja fjármagnsmarkaði og halda íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum aðskildum frá alþjóðlegri verkaskiptingu. Fjármagnshöftin lama fjárfestingu í landinu, draga úr framleiðni og takmarka vöxt og framþróun íslenskra fyrirtækja að svo miklu marki að langtímahorfur í íslensku efnahagslífi munu á endanum velta á því hversu hratt og örugglega við komumst út úr þeim. Höfundur er forstöðu maður efnahagssviðs SA.
Fjármagnshöftin lama fjárfestingu í landinu, draga úr framleiðni og takmarka vöxt og framþróun íslenskra fyrirtækja að svo miklu marki að langtímahorfur í íslensku efnahagslífi munu á endanum velta á því hversu hratt og örugglega við komumst út úr þeim.
21
Sigurður Ragnarsson og Sigrún Gunnarsdóttir dósent á Bifröst. Sigrún leiðir Þekkingarsetur um þjónandi forystu.
Ráðstefna
Samstarf Háskólans á Bifröst og Þekkingarseturs H
áskólinn á Bifröst og Þekkingarsetur um þjónandi forystu hafa formlega hafið samstarf sín á milli með það að markmiði að efla starf beggja aðila. Hinn 31. október verður ráðstefna um þjónandi forystu haldin á Bifröst sem má segja að sé sýnilegt upphaf samstarfsins. Til að fá að vita meira um þetta samstarf og ráðstefnuna var tekið viðtal við þau Sigurð Ragnarsson, sviðsstjóra viðskiptasviðs, og Sigrúnu Gunnarsdóttur sem leiðir starf Þekkingarseturs um þjónandi forystu og er nýráðin dósent við viðskiptafræðisvið Háskólans á Bifröst. Hvernig er samstarfi Háskólans á Bifröst og Þekkingarsetursins háttað? (SR) Samstarfið er á mjög breiðum grunni og nær til kennslu, rannsókna og ýmissa verkefna, þ.á m. funda og ráðstefna. Samstarfið gengur meðal annars út á þekkingarleit og miðlun til fólks, fyrirtækja og stofnana af ýmsum toga. Mikilvægur hluti af samstarfinu er að skiptast á þekkingu og reynslu og t.a.m. verður Bifröst hluti af gríðarstóru þekkingar-, reynslu- og tengsla neti baklands Þekkingarsetursins. Að sama skapi verður Þekkingarsetrið virkur þátttakandi í starfi Bifrastar. Lykilatriðið er að við vinnum saman að framþróun á þekkingu og færni á sviði þjónandi forystu sem á að hafa jákvæð áhrif á samfélag okkar. MS í forystu og stjórnun hlaut gríðarlega góðar viðtökur, hvernig skýrir þú þennan áhuga á þessu námi?
(SR) Það er svo margt sem kemur þar til, meðal annars góður undirbúningur og fagleg markaðssetning. Námið hefur mikla sérstöðu og við hlustuðum á þarfir samfélagsins, sem hefur verið að kalla eftir námi á þessu sviði. Við höfðum líka fundið fyrir miklum áhuga nemenda Bifrastar á þessum hlutum. Samstarf við Þekkingarsetrið hefur líka án efa haft jákvæð áhrif en við notum þjónandi forystu sem lykilundirstöðu í náminu og bjóðum meðal annars upp á sérstakt námskeið í þjónandi forystu. Hvað er Þekkingarsetur um þjónandi forystu? (SG) Þekkingarsetur um þjónandi forystu starfar samkvæmt samningi við bandarísku samtökin Greenleaf um þjónandi forystu og er í hópi fjögurra annarra Greenleaf miðstöðva í Evrópu og Asíu sem starfa að kynningu á hugmyndafræði og hagnýtingu þjónandi forystu. Starf Þekkingarsetursins hófst árið 2007 þegar unnið var að undirbúningi fyrstu ráðstefnunnar um þjónandi forystu hér á landi. Í framhaldi ráðstefnunnar var samstarfssamningur við Greenleaf undirritaður sem m.a. felur í sér að starfið hvílir á grunni Áhugamannafélags um þjónandi forystu með þriggja manna framkvæmdateymi sem hefur hönd í bagga með kynningum, fræðslu og ýmsum viðburðum til að vekja athygli á og þróa þekkingu um þjónandi forystu.
Hvernig verður ráðstefnunni sem haldin verður 31.október á Bifröst háttað, fyrirlesarar og fleira? (SG) Ráðstefnan er sú fimmta sem haldin er hér á landi og áherslan er nú á samskipti og samfélagslega ábyrgð sem mikil væga þætti þjónandi forystu. Aðalfyrirlesari er Gary Kent, þjónustustjóri hjá Schneider Corporation í Indiana í Bandaríkjunum. Gary kom hér einnig á fyrstu ráðstefnuna árið 2008 og mun nú fræða okkur enn frekar um áherslur og starf fyrir tækisins sem hefur nýtt þjónandi forystu með góðum árangri í aldarfjórðung. Auk Gary munu íslenskir fyrirlesarar fjalla um þjónandi forystu í atvinnulífi hér á landi og í ljósi nýrra rannsókna um þjónandi forystu á íslenskum stofnunum og vinnustöðum. Hverjir geta nýtt sér innihald og aðferðafræði þjónandi forystu? (SG) Þjónandi forysta er hugmyndafræði samskipta, stjórnunar og forystu. Allir sem hafa einlægan áhuga á velferð annarra geta tileinkað sér hugmyndafræðina, óháð starfi og stöðu. Slíkir einstaklingar hafa skýra sýn á tilgang starfa, leggja sig fram við sjálfsþekkingu og auðmýkt og hafa líka sérstakt lag á að skapa öryggi og aga. Rannsóknir sýna að uppbyggileg samskipti og samfélagsleg ábyrgð tengjast góðum árangri fyrirtækja og vellíðan starfsfólksins.
22
Fjölmennt var á fyrsta hádegisverðarfundi félagsins um skattlagningu í ferðaþjónustu.
Árið fram undan
Áhugaverð dagskrá í vetur með FVH
V
ið í Félagi Viðskipta- og Hagfræðinga sjáum fram á skemmtilegan vetur með fjölbreyttri dagskrá fyrir félagsmenn. Þar ber helst að nefna öflugt fræðslustarf en við getum lofað mörgum skemmtilegum fundum. Stefnt er að því að halda einn stóran hádegisfund í mánuði þar sem félagsmenn fá afslátt af þátttökugjaldi. Fyrsti fundurinn var gríðarlega vel sóttur en hann var haldinn 16. september og fjallaði um skattlagningu í ferðaþjónustunni. Til viðbótar við stóru hádegis fundina ætlum við að halda morgunverðarfundi, örnámskeið og vinnustofur sem margar hverjar verða ókeypis fyrir meðlimi í félaginu. Gott tengslanet getur verið
gulls í gildi. Allir þekkja vísindaferðirnar úr háskólunum þar sem nemendafélögum er boðið í heimsókn til að kynna sér starfsemina. Þetta er eitthvað sem við viljum gera meira af, enda geta slíkar heimsóknir opnað dyr fyrir fólk og það búið til góðar og nytsamlegar tengingar inn í atvinnulífið. Ber er hver að baki, segir máltækið. Síðustu ár höfum við verið í samstarfi við sterka aðila á borð við ÍMARK, Endurmenntun HÍ, Opna háskólann, RUMBA og fleiri og við stefnum á að halda því áfram. Þessir aðilar bjóða okkur aðgang að sínum viðburðum, oftar en ekki gegn lægra gjaldi. FVH stefnir að því að taka virkan þátt í þjóðfélagsumræðu. Við gerum það meðal annars með því að fjalla um efnahags-
mál og halda fundi. Fjölmiðlar sýna starfinu í félaginu mikinn áhuga enda höfum við í gegnum tíðina verið óháður fagaðili með sterka rödd. Íslenski þekkingardagurinn verður svo að sjálfsögðu á sínum stað þar sem haldin verður ein flottasta ráðstefna ársins og verðlaunin um viðskiptafræðing ársins sömuleiðis. Viðskiptafræðingur ársins 2014 var Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og þekkingarfyrirtækið var Ölgerðin. Fleiri fastir liðir sem verða í vetur eru m.a. golfmótið, kjarakönnunin og útgáfa Hags – sem þú ert að lesa núna. Það ætti enginn að verða svikinn af starfi FVH í vetur og við í stjórninni hlökkum til að takast á við spennandi verkefni með ykkur.
Fjárfestingar lífeyrissjóðanna á vel sóttum morgunfundi Fjallað var um fjárfestingar lífeyrissjóðanna og hegðun þeirra á íslenskum markaði á morgunfundi Endurmenntunar og FVH. Birgir Stefánsson hjá eigna stýringu LSR lífeyrissjóðs og Ásta Rut Jónasdóttir, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, verða með erindi og bjóða upp á spurningar. Birgir talaði stuttlega um helstu aðferðir og ferli sem liggja til grundvallar ákvarðanatöku fjárfesta sem hafa hvað mest fjármagn í stýringu á Íslandi. Birgir hefur starfað við eignastýringu LSR lífeyrissjóðs í meira en átta ár auk þess að hafa setið í fjölmörgum ráðum og nefndum á vegum banka og fjármálastofnana, samtökum lífeyrissjóða og annarra. Birgir sagði að fáir fjárfestingarkostir væru í boði miðað við hversu mikið innflæði iðgjalda væri ár hvert. Ásta Rut Jónasdóttir hefur setið í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna frá árinu 2009 en hún starfar sem sérfræðingur hjá Actavis. Hún sagði frá því að 28% eigna Lífeyrissjóðs verzlunarmanna væru erlendar og það hefði tekist að viðhalda svo háu hlutfalli erlendra eigna samhliða stækkun sjóðsins frá árinu 2008 úr 250 milljörðum í 480 núna.
Samstarf FVH og Endurmenntunar HÍ Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) og Endurmenntun Háskóla Íslands eru í samstarfi með það að markmiði að efla þekkingu og styðja endurmenntun félagsmanna FVH: Samstarfið felst meðal annars í reglulegum morgunfundum, fræðslukönnun og að auki fá félagsmenn FVH afslátt af völdum námskeiðum á vegum Endurmenntunar.
23
FÁÐU FORSKOT MEÐ FRÆÐSLU
SKRÁÐU ÞIG Á NÁMSKEIÐ Virðismat fyrirtækja – grunnatriði skráningarfrestur til 7. október
Fjárfestingartækifæri í núverandi umhverfi skráningarfrestur til 13. október
Arðsemismat verkefna – reiknilíkön í Excel
Þverfagleg meistaranámsbraut
skráningarfrestur til 14. október
Nýtt meistaranám leiðir saman tvo heima P
áll Ríkharðsson, dósent við viðskiptadeild HR, hefur undanfarin misseri tekið þátt í að þróa nýja þverfaglega meistaranámsbraut í upplýsingastjórnun sem gefur prófgráðuna MIM (Master in Information Management). Námsbrautir sem kenndar eru við HR eru í sífelldri endurskoðun til að mæta þörfum atvinnulífsins. Námið, sem kennt er í fyrsta sinn við HR í haust, er þekkt erlendis en hefur ekki verið kennt hér á landi fyrr en nú. Námsbrautin er samstarf tölvunarfræðideildar og viðskiptadeildar. „Það má segja að þarna mætist tveir heimar en það er líka eitt af því sem gerir námið gagnlegt og nútímalegt. Þegar við gerðum rannsóknir á eftirspurn eftir náminu kom í ljós mikil þörf fyrir fólk með þessa menntun hjá stórum fyrir tækjum hér á landi. Þá er ég að tala um stöður eins og upplýsingatæknistjóra, verkefnastjóra og ráðgjafa við innleiðingu á upplýsingatæknikerfum, svo dæmi séu nefnd. Notkun upplýsingatækninnar í rekstri fyrir tækja breytir landslaginu töluvert og gerir margt einfaldara og aðgengilegra en að sumu leyti er þetta líka orðið flóknara. Upp-
Páll Ríkharðsson, dósent við viðskiptadeild HR. lýsingatæknin ræður miklu í samkeppni og því gera stjórnendur sér grein fyrir. Þeir vita að tölvutæknin breytist ört og verður sífellt mikilvægari fyrir rekstur fyrirtækisins.“ Páll segir atvinnulífið vanta einstaklinga sem þekki bæði viðskiptahliðina og tölvunarfræðihliðina í upplýsingatækni. Annars vegar til þess að skilja tæknihliðina í formi kerfa, gagnagrunna, hugbúnaðar og gagnagæða og hins vegar til að skilja hvernig þessi tækni gefur fyrir
tækinu samkeppnisyfirburði með lægri kostnaði, betri þjónustu, skilvirkari ferlum og meira öryggi. „Ákvarðanir sem eru teknar í dag í starfsemi fyrirtækja og stofnana eru að miklu leyti byggðar á gögnum úr kerfum. Ef þú hefur ekki skilning á mikil vægi gagnanna og getur ekki nýtt þér þau í ákvörðunartöku þá dagar þú einfaldlega uppi. Ferilstjórnun, „big data“, viðskiptagreind, „mobility“; það þarf einhvern sem skilur þessi hugtök og hvernig hægt er að nýta tæknina sem liggur þeim að baki. Nýjungar á sviði upplýsingatækni koma sífellt örar fram og hafa sífellt meiri áhrif á rekstur fyrirtækja. Það undirstrikar enn frekar mikilvægi þess að skilja þessar tvær hliðar: viðskiptahliðina og tæknihliðina.“ Ákveðið var að taka inn 14 nemendur fyrsta árið en Páll segir það vera hæfilega fjölmennan hóp. Á fyrsta árinu munu þeir nemendur sem hafa lært viðskiptafræði meðal annars læra forritun og gagnasafnsfræði og þeir nemendur sem hafa lært tölvunarfræði munu læra reikningshald og fjármál. Námið er skipulagt þannig að kennt er í lotum sem auðveldar nemendum að stunda námið með vinnu.
Verkefnastjórnun - vinnustofa skráningarfrestur til 23. október
Excel Macros I
skráningarfrestur til 27. október
Stjórnun vörustefnu
skráningarfrestur til 28. október
Virðismat fyrirtækja - framhald skráningarfrestur til 28. október
Valuation and Financial Modeling skráningarfrestur til 30. október
Áfallastjórnun (Crisis Management) skráningarfrestur til 7. nóvember
Excel PowerPivot
skráningarfrestur til 11. nóvember
Agile verkefnastjórnun
skráningarfrestur til 12. nóvember
Enn fleiri námskeið á endurmenntun.is
Námsráðgjöf og upplýsingar:
sími
525 4444 endurmenntun.is
BDI &&&'"%(
Hkd Vaa^g [{^ h^ii### =Z^aWg^\i Z[cV]V\ha [ Wn\\^hi { \ Âj [a¨Â^ [_{gbV\ch# K^ hijÂajb V ]Z^aWg^\Âj Z[cV]V\ha [^ bZ Äk V \ZgV k^Âh`^ei^ Z^c[ aY! gj\\ d\ hVcc\_ gc# Ãk bZ^g^ k^Âh`^ei^ hZb Z^\V h g hiVÂ! Äk WZigV [ng^g Ä_ Â[ aV\^Â! [ng^gi¨`^ d\ cZniZcYjg# K^ ]_{aejb W{Âjb VÂ^ajb k^Âh`^eiVhVbWVcYh V Z^\V hVcc\_ gc k^Âh`^ei^ d\ Wn\\_V ÄVcc^\ jee aVc\i bV k^Âh`^eiVhVbW cY hZb h`VeV kZgÂb¨i^ [ng^g VaaV VÂ^aV#
Bdijh " hkd Vaa^g [{^ h^ii#
C^ÂjghiVÂVc Zg h VÂ ÄVÂ Zg VaagV ]V\jg VÂ [_{ghiZnb^ d\ k^Âh`^eiVa [^Â k^g`^ hZb WZhi# Jb ÄVÂ hcÅhi Bdijh
lll#bdijh#^h