Hagur haust 16

Page 1

Íslenskur sjávarútvegur í alþjóðlegu samhengi 2. tbl. 38. árgangur 2016

Bestu hlaðvörpin Hver eru bestu hlaðvörpin fyrir viðskipta- og hagfræðinga?

Nýafstaðið golfmót FVH Hagsaga og hugmyndafræði Katalóníu Er mannveran í kapphlaupi?


2

Leiðari

Höldum alltaf áfram að læra

Þ

etta er í annað sinn á minni ævi sem þessi árstími einkennist ekki af skólabókainnkaupum og fiðrildinu í maganum yfir nýju menntaári. Þótt það sé auðvelt að sakna þess að fá að velja sér glæsileg „skólaföt“ fyrir veturinn er ákveðinn léttir sem fylgir því að vera búin með heimavinnuna, ritgerðirnar og prófin í bili. En það er sama hvaða menntun maður hefur lokið, hvort það sé grunnnám-, meistaranám, eða doktorsnám, við hjá Félagi viðskipta- og hagfræðinga viljum alltaf bæta við okkur og halda áfram að kynna okkur eitthvað nýtt. Að þessu sinni er þetta rauði þráðurinn í Hag, í þessu tölublaði má lesa um nýjar bækur, Þriðja miðið eftir Arianna Huffington og bók Ágústs Einarssonar um íslenskan sjávar­ útveg. Einnig má finna í blaðinu grein um bestu hlaðvörpin til að vita hvað er í gangi í alþjóðlegum viðskiptaheimi, eða til að kynna sér nýjustu hagfræðikenningarnar. Síðasta vetur var lagt mikið upp úr nýliðastarfi og voru haldnir fjórir vel sóttir opnir fundir undir formerkjunum hvernig ætti að ná sér í draumastarfið. Við höfum haft mjög gaman af því að kynna starfið fyrir ungu kynslóðinni og finna áhuga þeirra á félaginu. Að þessu sinni hafa einmitt aðsendar greinar einungis verið fengnar frá nemum í hag-

Með þátttöku þinni eflir þú starfsemi FVH Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga er fagfélag háskólamenntaðs fólks á sviði viðskiptafræða og hagfræða. Ef þú hefur útskrifast sem viðskiptafræðingur eða hagfræðingur frá viðurkenndum íslenskum háskóla ert þú gjaldgeng/ur í félagið. Það eina sem þú þarft þá að gera er að greiða félagsgjaldið og ert þú þá orðin/n fullgildur félagsmaður. Félagsgjaldið er aðeins kr. 9.900 á ári. Með þátttöku þinni eflir þú starfsemi FVH. Við hvetjum þig því eindregið til að taka þátt og greiða félagsgjöld 2016-2017 sem nú hafa verið send út.

fræði. Saga Guðmundsdóttir, meistaranemi í hagfræði við Barcelona Graduate School of Economics, skrifar um anarkisma í Barcelona og Friðrik Þór Gunnarsson, grunnnemi í hagfræði við Háskóla Íslands, skrifar um tækni. Það er mín von að þið njótið lestursins á Hag og kynnið ykkur dagskrá okkar í vetur, því maður heldur ekki síður áfram að læra með því að sækja líflega umræðufundi um málefni líðandi stundar. Sæunn Gísladóttir, formaður ritnefndar FVH.

Félagið býður útskriftarnemum úr grunnnámi fría félagsaðild fyrsta árið eftir útskrift.

Þeir sem lokið hafa námi, hvort heldur BS/BA eða MS/MA, frá erlendum háskólum þurfa að sækja um heimild til að kalla sig viðskiptafræðing eða hagfræðing.

Hópur viðskiptafræðinga og hagfræðinga er fjölbreyttur og fjölmennur og ekki er vanþörf á að auka samkennd stéttarinnar. Félagsstarf er gefandi og þar gefst tækifæri til þess að hafa áhrif á gang mála. Áhugi og þátttaka eru lífæðar hvers félags og þeir sem eru virkir þátttakendur fá mest í sinn hlut.

Ávinningur þinn með félagsaðild er meðal annars: •

Kjarakönnun FVH. Hvar stendur þú í samanburði við markaðinn? Hvergi er unnin sambærileg könnun á kjörum viðskiptafræðinga og hagfræðinga.

Mun lægri þátttökugjöld á fræðslufundi og ráðstefnur félagsins eða 40% afsláttur á hádegis- og morgunverðarfundi félagsins. Einnig eru margir atburðir í boði fyrir félagsmenn án endurgjalds.

Hagstæðari kjör fyrir félagsmenn FVH á ýmis námskeið, ráðstefnur og fundi sem sem haldin eru í samstarfi við önnur félög.

Efling tengslanets í atvinnulífinu í gegnum viðburði FVH

Boð í fyrirtækjaheimsóknir framsækinna fyrirtækja

Ýmis sérkjör á áhugaverðum vörum og þjónustu

Hið árlega golfmót FVH

HAGUR, fréttabréf Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga kemur út tvisvar á ári

Að auki bendum við þér á að skrá þig á póstlista FVH á heimasíðu félagsins. Þeir sem vilja láta taka árgjaldið út af kreditkorti sínu greiða 9.900 krónur. Fyrir frekari upplýsingar þess efnis sendið tölvupóst á fvh@fvh.is . Félagsgjöld eru helsti tekjustofn félagsins og með því að greiða þau, leggur þú grunninn að öflugra félagsstarfi !

FVH býður nýja félaga hjartanlega velkomna í félagið! Ertu örugglega skráður á póstlista FVH? Færðu reglulega póst frá félaginu um það sem er á döfinni? Ef ekki: Skráning á www.fvh.is eða með því að senda póst á fvh@fvh.is Skoðar þú erindi og kjarakannanir FVH á netinu? Ef ekki getur þú nýskráð þig á www.fvh.is Ef einhverjar spurningar vakna getur þú sent póst á fvh@fvh.is

Ertu örugglega skráður á póstlista FVH?

Færðu reglulega póst frá félaginu um það sem er á döfinni? Ef ekki:

Skráning á www.fvh.is eða með því að senda póst á fvh@fvh.is Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) er framsækið og virt fagfélag háskólamenntaðs fólks á sviði viðskipta- og hagfræða og má rekja sögu félagsins allt aftur til ársins 1938. Viðskipta- og hagfræðingar á Íslandi eru stór hópur fólks, sem getur haft mikinn slagkraft en félagið er farvegur fyrir hagsmunamál þessa hóps. Meðal þess sem FVH sinnir er að viðhalda fagþekkingu með ýmiss konar fræðslu og endurmenntun, hlúa að kjörum viðskipta- og hagfræðinga með árlegri kjarakönnun og bjóða upp á vettvang til að efla tengsl félagsmanna. Ritstjóri: Sæunn Gísladóttir

Ný stjórn FVH 2016-2017 Á aðalfundi FVH þann 27. maí síðastliðinn var ný stjórn kosin. Nokkrir stjórnarmeðlimir frá síðasta vetri gáfu ekki kost á sér áfram og bættust því nokkrir nýir meðlimir við stjórnina. Formaður stjórnar er Dögg Hjaltalín, varaformaður og fulltrúi nýliða er Vala Hrönn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri er Sólveig Edda Bjarnadóttir, formaður ritnefndar er Sæunn Gísladóttir. Fulltrúi kjaranefndar er Björn Brynjúlfur Björnsson, gjaldkeri er Helgi Rafn Helgason, Sveinn Agnarsson er fulltrúi samstarfsaðila, fulltrúi landsbyggðarinnar er Ásmundur Gíslason, Stefán Jökull Stefánsson er fulltrúi kynningarmála, og fulltrúi golfnefndar er Sverrir Sigursveinsson. Á myndina vantar Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, formann fræðslunefndar.

Ábyrgðarmaður: Dögg Hjaltalín Prentun: Landsprent


Ráðstefna um nútíma stafræna vöruþróun. Go Digital verður nú haldin í 10. sinn. Aðeins 250 miðar eru í boði á ráðstefnuna en í fyrra seldust allir miðar upp.

/ Ráðstefnan

www.godigital.is 39.500 kr.

forsöluverð:

/ Námskeið

14. nóv. Full Stack, Hands-on TDD (2 dagar)

14. nóv. Creating Effective MVP´s

David Laribee

Melissa Perri

Forsöluverð: 169.500 kr.

Forsöluverð: 87.500 kr.

15. nóv. Interface Design Bootcamp Aarron Walter Forsöluverð: 87.500 kr.

16. nóv. Production Ready Software

16. nóv. Keys to Building Strong Teams

Michael Nygard

Rachel Davies

Forsöluverð: 87.500 kr.

Forsöluverð: 87.500 kr.

/ Samstarfsaðilar

Gull

Silfur

Brons


4

Bækur

Ný bók eftir Ágúst Einarsson Í

slenskur sjávarútvegur í alþjóðlegu samhengi eftir dr. Ágúst Einarsson prófessor er fyrsta bók sinnar tegundar á íslensku. Bókin er tæpar 400 bls. að stærð. Fjallað er um sjávarútveg í sögulegu ljósi og markaðslögmál eins og eftirspurn, framboð og eignarréttur skýrð. Lýst er veiðum hér á landi sem og erlendis og fjallað um eldi sjávarfangs og stjórnun fiskveiða. Fiskihagfræði er kynnt til sögunnar og greint er frá vinnslu og markaðssetningu afurða á heimsvísu. Fiskveiðistjórnunarkerfið hefur skapað mikil verðmæti en greiða ber hærra veiðileyfagjald en nú er gert. Framlag sjávarútvegs og tengdra greina til landsframleiðslu er um 20% sem gerir sjávarútveg að mikilvægustu atvinnugrein hérlendis. Sjávarútvegur hefur staðið undir mikilli breytingu lífskjara hér á landi í rúma öld og getið af sér margar stoð- og þjónustugreinar. Framleiðsla á fjölmörgum tækjum og búnaði tengd sjávarútvegi er nú seld um allan heim. Framleiðni eða afköst hafa aukist mikið í sjávarútvegi eða nær þrefaldast síðustu rúm 30 ár. Fjallað er um

sjávarútveg erlendis og hinar miklu breytingar sem þar hafa orðið. Í bókinni er rökstutt að vel fari á því hér á landi að 20. öldin sé kölluð öld sjávarútvegsins. Höfundur hefur yfirgripsmikla þekkingu á efninu og setur það fram á auðskiljanlegan hátt án þess að slaka á vísindalegum kröfum til efnistaka. Í bókarlok leggur höfundur fram tillögur til umbóta til að efla sjávarútveg hérlendis og greinir frá því hvernig taka eigi á helstu ágreiningsefnum tengdum sjávarútvegi. Víða er leitað fanga og er bókin ríkulega skreytt ljósmyndum og skýringarmyndum.

Útgefendur bókarinnar eru Háskólinn á Bifröst og Háskólinn á Akureyri. Rektorar háskólanna, Eyjólfur Guðmundsson og Vilhjálmur Egilsson, fylgja bókinni úr hlaði með inngangsorðum. Bókin er seld í Bóksölu stúdenta. Dr. Ágúst Einarsson er prófessor emeritus við Háskólann á Bifröst og fyrrverandi rektor skólans. Hann hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum og var meðal annars alþingismaður og prófessor við Háskóla Íslands og hefur setið í fjölda stjórna og ráða og var meðal annars formaður Framtakssjóðs Íslands, Samninganefndar ríkisins og bankaráðs Seðlabanka Íslands auk þess sem hann hefur setið í stjórnum Borgarleikhússins og Landsvirkjunar. Ágúst var um árabil prófessor við Viðskiptaog hagfræðideild Háskóla Íslands og var þar skorarformaður og deildarforseti. Hann hefur jafnframt skrifað nær þrjá tugi bóka, þar á meðal Rekstrarhagfræði, Verkefni í rekstrarhagfræði, Hagræn áhrif tónlistar, Hagræn áhrif kvikmyndalistar, Menningarhagfræði og Hagræn áhrif ritlistar.

Fjallað er um sjávarútveg erlendis og hinar miklu breytingar sem þar hafa orðið. Í bókinni er rökstutt að vel fari á því hér á landi að 20. öldin sé kölluð öld sjávarútvegsins.


Við elskum umslög - en prentum allt mögulegt • Nafnspjöld • Reikninga • Veggspjöld

• Bréfsefni • Bæklinga • Einblöðunga • Markpóst • Borðstanda • Ársskýrslur

1989

Umslag var stofnað árið 1989 og er nú leiðandi á sínu sviði sem eitt stærsta fyrirtækið hér á landi í prentun, pökkun kynningarefnis og annarra gagna fyrir fyrirtæki og stofnanir. Í upphafi voru þrír starfsmenn hjá fyrirtækinu, en í tímans rás hefur fyrirtækið stækkað og dafnað. Árið 1997 flutti starfsemi Umslags úr upphaflegu húsnæði sínu, í Lágmúla 5, bakhús. Þar er öll starfsemi fyrirtækisins sem er nú leiðandi á Íslandi í prentun og pökkun gagna.

Hagnýtar upplýsingar www.umslag.is

• Vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. • Umslag hefur ávallt lagt mikla áherslu á umhverfismál • Með þessari vottun tryggir fyrirtækið að öll efni sem notuð eru við prentun séu vistvæn • Pappír sem notaður er Svansvottaður eða Blómmerktur sé þess kostur. • Með auknu úrvali Svansvottaðrar vöru fyrir neytendur tryggjum við minni álag á umhverfið.

Framúrskarandi síðan

2010 2 0 1 0

Umslag leggur mikla áherslu á að geta sýnt fram á að þeim kröfum sem settar eru fram í vottuninni sé framfylgt með viðeigandi hætti. Slíkt sé vottur um metnað fyrirtækisin til að vera fremst í flokki fyrirtækja í prent- og gagnavinnslu

• • • • • • •

ISO 27001 öryggisvottun er tryggð á eftirfarandi hátt: Fyllsta öryggis er gætt í allri gagnavinnslu. Ströngum verkferlum er beitt við alla vinnslu. Verksmiðju okkar er skipt upp í öryggissvæði. Engir óviðkomandi hafa aðgang að vinnusvæðum. Stöðug eftirfylgni að öllum reglum sé fylgt. Vottunin er endurnýjuð árlega í framhaldi af úttekt.

Frá því árinu 2010 hefur Creditinfo valið framúrskarandi fyrirtæki og hefur Umslag verið í þeim hópi frá upphafi Creditinfo hefur unnið að ítarlegri greiningu sem sýnirhvaða íslensku fyrirtæki fá bestu einkunn í styrk- og stöðuleikamati félagsins. Við valið voru síðustu þrír ársreikningar fyirtækja lagðir til grundvallar og þurftu þau meðal annars að sýna fram á jákvæðan rekstrarhagnað og ársniðurstöðu. Sömuleiðis máttu eignir aldrei vera undir 100 milljónum og eiginfjárhlutfall aldrei minna en 20%. Einnig þurftu fyrirtækin að vera í flokki 1-3 CIP áhættumati Creditinfo.

2 0 1 1

2 0 1 2

2 0 1 3

Umslag | Lágmúli 5 | Reykjavík | Sími 533 5252 | umslag@umslag.is

2 0 1 4

2 0 1 5


6

Hluti hópsins sem er að hefja nám í verkefnastjórnun ásamt kennurum.

Verkefnastjórnun

Nýtt meistaranám við Viðskiptafræðideild HÍ Í

haust fór Viðskiptafræðideild af stað með nýtt nám í verkefnastjórnun. Náminu er ætlað að koma til móts við vaxandi þörf í atvinnulífinu eftir fólki með sérhæfða menntun, til að stýra umfangsmiklum verkefnum eða stórum deildum, þar sem samhæfa þarf ólíka þætti eða rekstrareiningar innan fyrir­tækis. Námið er á meistarastigi og er í senn hagnýtt og fræðilegt nám fyrir þá sem vilja öðlast þekkingu og skilning á einni mikil­ vægustu aðferðafræði stjórnunar sem verkefnastjórnun er. Í náminu læra nemendur að tileinka sér grundvallaratriði og verkfæri verkefnastjórnunar þar sem farið verður m.a. í ákvarðanatöku, áætlanagerð, framkvæmd og eftirfylgni verkefna. Þá er kennd áhættugreining og árangursmat ásamt aðfanga­ stýringu og fjármögnun verkefna bæði innan fyrirtækja og stofnana. Ágúst Ólafur Ágústsson, aðjúnkt í Viðskiptafræðideild, er umsjónarmaður námsins og við ræddum við hann.

Spennandi atvinnumöguleikar „Það er gríðarlegur áhugi á þessari nýju námslínu og nú þegar er þetta orðið að næstvinsæl-

Ágúst Ólafur Ágústsson asta meistaranámi deildarinnar. Skráningar fóru fram úr okkar björtustu væntingum. Ég held að þessi mikli áhugi á meistaranámi í verkefnastjórnun endurspegli að hluta til þá eftirspurn sem nemendur skynja að sé fyrir hendi úti í atvinnulífinu gagnvart þessari þekkingu. Vinnumarkaðurinn hefur verið að kalla eftir sérfræðingum á þessu sviði og á það bæði við opinbera geirann sem og einkageirann. Ég held því að atvinnumöguleikar fólks með þessa gráðu séu talsverðir.“ En fyrir hverja er námið? „Það er kosturinn við verkfæri verkefnastjórnunar að þau nýtast hvar sem er. Á vinnumarkaðinum er iðulega krafist þess að við getum leyst bæði stór og smá verkefni. Námið hentar því stjórnendum og millistjórnendum hvar sem þeir eru en um leið á námið einnig við alla þá sem koma að lausn og framkvæmd

verkefna. Verkefnastjórnun þarf að eiga sér stað hvort sem um er að ræða gamalgróin fyrirtæki eða nýstofnað frumkvöðla­ fyrirtæki, segir Ágúst.“ Hentar áhugasviði ólíkra hópa Spurður um samsetningu námsins segir Ágúst: „Í ljósi þess að bakgrunnur og áhugasvið fólks í meistaranámi er yfirleitt mismunandi bjóðum við upp á talsvert valfrelsi þegar kemur að samsetningu námsins. Það er jafnvel hægt að taka námskeið úr öðrum deildum háskólans. Verkefnastjórnun er í eðli sínu þverfagleg nálgun og við mótun námsins höfum við tekið mið af því og því besta sem þekkist út í heimi. Það ættu því flestir að geta mótað sinn námsferil að sínum áherslum.“

Móttaka framhaldsnema í Viðskiptafræðideild, haust 2016.


Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar

Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska Guðrún Eva Gunnarsdóttir, fjármálastjóri Haga

TAKTU FRUMKVÆÐI AÐ EIGIN FRAMA Kannanir hafa sýnt að brautskráðir MBA-nemendur frá HÍ telja sig ná betri árangri í starfi að námi loknu.

MBA-námið við Háskóla Íslands er tveggja ára hagnýtt meistaranám með vinnu, ætlað þeim sem hafa reynslu af stjórnunarstörfum og vilja auka þekkingu sína og hæfni til að takast betur á við núverandi og framtíðar forystuhlutverk í viðskiptalífinu.

Einstaklingar með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands starfa nú á flestum sviðum viðskiptalífsins, ýmist sem æðstu stjórnendur, millistjórnendur, sérfræðingar og frumkvöðlar.

Alþjóðleg vottun MBA-námið við Háskóla Íslands hefur öðlast alþjóðlega vottun frá Association of MBA's (AMBA) en aðeins um 200 háskólar hafa náð þeim áfanga að undangengnu umfangsmiklu mati á gæðum námsins þar sem horft er m.a. til skipulags, umgjarðar og gæða kennslu.

www.mba.is


8

Pistill

Það sem þér er ekki sagt um Barcelona/Hagsaga og hugmyndafræði Katalóníu N

ýlega flutti ég til menningarparadísarinnar Barcelona sem er höfuðborg sjálfstjórnarríkisins Katalóníu. Þrátt fyrir að hafa verið mötuð upplýsinga um fegurð borgarinnar þegar ég bjó mig undir flutningana, sem reyndust sannar, voru það ekki fíngerðu smáatriði Sagrada Familíunnar sem vöktu áhuga minn heldur fjöldi veggjakrota með merki anarkisma. Anarkismi sem er stjórnmálaog félagsstefna einkennist umfram allt af andstöðu við yfirvald og talar fyrir sjálf-stjórnandi samfélagi byggðu á sjálfviljugri samvinnu einstaklinga. Anarkistar hafna réttmætingu ríkisins, segja það ekki nauðsynlegt heldur skaðlegt. Þeir telja einstaklinga almennt færa til að stjórna eigin málum á grundvelli sköpunargáfu, samvinnu og gagnkvæmnar virðingar. Sögulega hefur anarkismi hvergi í heiminum haft eins marga fylgjendur né eins mikil áhrif eins og á Spáni fyrir spænsku borgarstyrjöldina 1936-39. Enn fremur var Barcelona á þeim tíma kölluð Rosa de Foc eða eldfima rósin þar sem anarkistarnir réðu ríkjum. Hugmyndafræðin hóf innreið sína í Spán af mestum krafti í Barcelona á sjötta áratug 19. aldar en skarpt aukandi vinsælda anarkisma má rekja til vaxandi óánægju verkalýðsins vegna ósanngjarnar skiptingu auðs. Áhrif hugmyndafræðinnar urðu þó aldrei eins víðtæk á Spáni og þar til baráttan gegn fasismanum hófst. Mikið af hagkerfi Spánar fór þá undir stjórnun starfsmanna og hæst varð hlutfallið í Katalóníu. Þar var um 75% alls reksturs stjórnað af vinnumönnunum sem störfuðu við reksturinn. Þar sem anarkisminn réði ríkjum var farið eftir grundvallarreglunni „Frá hverjum eftir getu, til hvers eftir þörfum“ þ.e. gjafahagkerfi þar sem frjáls dreifing og aðgangur var að vörum, fjármagni og þjónustu. Auk byltingar hagkerfisins fylgdi frjálslynd menningarbylting sem kom á sjónarsviðið ýmsum feminískum hugmyndum ásamt baráttu fyrir frjálsri ást. Sagnfræðingurinn og anarkistinn Sam Dolgoff telur átta milljónir manna hafa beint og óbeint tekið þátt í spænsku borgarastyrjöldinni og segir ekkert

Saga Guðmundsdóttir er meistaranemi í hagfræði við Barcelona Graduate School of Economics. land hafa komist eins nálægt því að verða ríkislaust eins og Spánn á þessum tíma. Anarkistar börðust hart gegn liðssveitum Franco í styrjöldinni og var her þeirra óviðjafnanlega frjálslyndur. Sögur fara af því að þeir höfðu ekkert stigveldi, engar formlegar herkveðjur og herforingjar voru kosnir meðal hermanna. Árið 1939 biðu þeir þó ósigur gegn liðssveitum fasista og í kjölfarið lét Franco aflífa fjöldann allan af anarkistum ásamt öðrum pólitískum andstæðingum. Fall anarkista má þó rekja til klofnings meðal andspyrnuhreyfinga fasismanns, þar sem anarkistar lentu undir í baráttu sinni við Stalínista sem nutu stuðnings frá Sovétríkjunum. Vinsældir anarkismans hurfu hins vegar ekki með valdatíð Franco og hefur anarkistum meira að segja farið fjölgandi undanfarin ár. Í þetta skipti stafa vinsældirnar af aukinni óánægju

vegna hás atvinnuleysis­sem hefur í för með sér félagslegan ójöfnuð. Atvinnuleysi á Spáni hefur verið víðþekkt vandamál síðastliðinn áratug en það mældist um 22% árið 2015. Þar að auki er atvinnuleysi fólks á aldrinum 15-24 ára gífurlega hátt en árið 2015 voru 48% allra ungmenna atvinnulaus. Aukinheldur hefur afskiptaleysi stjórnvalda vegna óskilvirkni vinnumarkaðarins aukið fylgi anarkisma og eru nú stærstu samtök anarkista í heiminum að finna á Spáni. Þar er Katalónía enn fremst í flokki. Í Barcelona hafa húsnæðisörðugleikar einnig plagað Katalóníubúa alveg síðan Ólympíuleikarnir voru haldnir hér árið 1992. Anarkistar hófu þá að taka yfir byggingar og mynda þar eins konar sambýli sem þeir hafa þó ekki löglegan rétt til og hefur það mætt mikilli mótspyrnu yfirvalda.­ Barcelona er því borg sem hefur að geyma aragrúa af allskyns söfnum en ekki eitt þeirra fjallar ítarlega um hvað í raun gerðist í spánsku borgarastyrjöldinni. Slíkt safn er reyndar hvergi að finna á Spáni. Algjör þöggun ríkir um hugmyndafræði, hagsögu og stríðssögu Barcelona en þrátt fyrir það er hugmyndafræði anarkisma rótgróin í marga Katalóníubúa. Þeir tala jafnvel um að aðalatriðið sem raunverulega aðskilur Katalóníu frá Spáni séu vinsældir anarkisma þar í héraðinu en ekki katalónskan, tungumál þeirra. Ég furða mig á þessari þöggun, gangandi beinlínis stórfenglegum sigurboganum á leið minni að Picasso-safninu.

Áhrif hugmyndafræðinnar urðu þó aldrei eins víðtæk á Spáni þar til baráttan gegn fasismanum hófst. Mikið af hagkerfi Spánar fór þá undir stjórnun starfsmanna og hæst varð hlutfallið í Katalóníu.


RANGE ROVER SPORT

ENNEMM / SÍA / NM77168 Range Rover Sport 234x353 sept

FULLKOMIN HÖNNUN TÆKNILEGIR YFIRBURÐIR

Range Rover Sport er með byltingarkennt burðarvirki úr áli sem eykur sportlega eiginleika og minnkar eldsneytiseyðslu. Range Rover Sport sameinar betur en nokkur annar jeppi hefur gert hingað til sportlega eiginleika og hæfni við erfiðar akstursaðstæður. Range Rover Sport er búinn 8 þrepa sjálfskiptingu, loftpúðafjöðrun á öllum hjólum og rómaða Terrain Response drifbúnaðarkerfinu. Range Rover Sport SE, verð: 15.990.000 kr. Innifalið í verði er m.a. Xenon aðalljós, bakkmyndavél, rafdrifin sæti, 20" álfelgur, upphituð fram- og aftursæti, Ebony svört loftklæðning, litað gler, upphitað stýri, rafdrifið dráttarbeisli. www.landrover.is

VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR

BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is


10

Hlaðvarp

Endurmenntun í eyrunum H

laðvarpsæðið (e. podcast) sem gengur nú um heiminn hefur varla farið framhjá mörgum. Í dag er auðvelt að hlusta á vandaða útvarpsþætti hvaðan sem er úr heiminum hvenær sem er, hvort sem það er á hjólinu í leiðinni í vinnuna, í ræktinni, eða í tiltektinni heima. Þúsundir hlaðvarpa eru nú í boði ókeypis á iTunes og um að gera að nýta sér þær. Fyrir viðskipta- og hagfræðinga sem eiga annasama vinnudaga en langar að fylgjast með hvað sé að gerast í viðskiptaheiminum eða nýjustu hagfræðikenningum eru hlaðvörp góð lausn. Einn góður hlaðvarpsþáttur sem er innan við klukkutími að lengd getur tryggt það að þú sért með allt á hreinu í næsta matarboði. Hér eru fimm áhugaverð en fjölbreytt hlaðvörp sem má mæla með, og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi:

1. Freakonomics Radio Freakonomics Radio er eflaust eitt best þekkta hagfræði-hlaðvarpið og miðað við gæði þáttanna er ekki að furða að sjö milljónir sæki þá vikulega. Þættirnir hafa verið í loftinu frá árinu 2010, þeir byrjuðu sem framhald af vinsælu Freakonomicsbókunum eftir hagfræðingana Steven Dubner og Stephen Levitt og reyndu að svara skemmtilegum og undarlegum spurningum eins og bækurnar gerðu. Þættirnir hafa þó hlotið sjálfstætt líf síðan þá og hafa meðal annars tekið form viðtalsþátta og leikja eftir því sem hentar að hverju sinni. Þættirnir koma út á fimmtudögum á Íslandi. Þeir eru fjörutíu mínútna langir og því upplagðir fyrir stutt hlaup eftir vinnu, eða nauðsynleg þrif í lok dags.

2. Planet Money Planet Money er einn vinsælasti þáttur bandarísku útvarpsstöðvarinnar National Public Radio (NPR). Þættirnir eru í styttri kantinum, fimmtán til tuttugu mínútur, en ná að gefa góða mynd af efnahagsmálunum sem tekin eru fyrir, hvort sem það er vélmennavæðing heimsins eða hvort hægt sé að kaupa eitthvað fyrir eitt sent. Þáttastjórnendur eru mjög duglegir að taka upp af vettvangi og flaug til að mynda einn þeirra á dögunum í gegnum nokkur Evrópulönd án þess að fara út af flugvöllunum við gerð einnar fréttar um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þáttastjórnendur

hafa einnig nýtt sér nokkra þætti til að fjalla um ítarlegri mál, fimm þættir voru til að mynda um olíu í ágústmánuði.

3. EconTalk EconTalk er ítarlegt hlaðvarp um hagfræði sem Russ Roberts, prófessor við George Mason háskólann, stjórnar. Roberts er með sterkar skoðanir en tekur á móti fjölbreyttum gestum og veitir þeim áheyrn. Meðal gesta eru nóbelsverðlaunahafar og prófessorar í hagfræði. Þættirnir eru flestir um klukkutími á lengd og fjalla um allt frá heilbrigðismála, til fríverslunar og menntunar. Einnig eru bækur gagnrýndar.

4. Slate Money Slate Money er vikulegur þáttur þar sem farið er yfir helstu viðskiptafréttir vikunnar, þættirnir eru milli hálftíma og klukkutíma langir og þeim hefur verið lýst sem Alphachat með rauðvínspartí áður en upptakan hefst. Felix Salmon stýrir þættinum ásamt Cathy O‘Neil og Jordan Weissmann.

5. London School of Economics: Public lectures and events London School of Economics heldur fjölda fyrir­ lestra og tekur marga þeirra upp og býður upp á sem hlaðvörp, sem hægt er að nálgast á iTunes. Háskólinn er einn sá virtasti í heimi til að nema hagfræði og því frábært að hafa aðgang að heimsþekktum fyrirlestrum með einum smelli. Nýjustu upptökur eru meðal annars fyrirlestur um gyðingahatur í nútímasamfélagi, fyrirlestur nóbelsverðlaunahafans Josephs Stiglitz um nýja bók sína um evruna og fyrirlestur um upprisu og fall þjóða eftir Ruchir Sharma.

Fyrir viðskipta- og hagfræðinga sem eiga annasama vinnudaga en langar að fylgjast með hvað sé að gerast í viðskiptaheiminum eða nýjustu hagfræðikenningum eru hlaðvörp góð lausn. Einn góður hlaðvarpsþáttur sem er innan við klukkutími að lengd getur tryggt það að þú sért með allt á hreinu í næsta matarboði.


11

Nýliðastarf

Vel heppnuð dagskrá Nýliðahópsins í vetur S Haldnir voru fjórir vel sóttir fundir undir yfirskriftinni “Hvernig næ ég draumadjobbinu?” þar sem reynt var að svara helstu spurningum þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði.

íðasta vetur fór af stað nýliðastarf sem fólst í því að halda opna fundi fyrir nemendur í viðskipta- og hagfræði eða nýútskrifaða viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Haldnir voru fjórir vel sóttir fundir undir yfirskriftinni “Hvernig næ ég draumadjobbinu?” þar sem reynt var að svara helstu spurningum þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Það voru þau Hjalti Rögnvaldsson, Vala Hrönn Guðmundsdóttir, Sólveig Edda Bjarnadóttir og Sæunn Gísladóttir sem skipuðu nýliðahópinn í vetur. Fundastarfið hófst þann 7. október með fundi í Gym&Tonic salnum á KEX Hostel um hvernig á að gera ferilskrá. Hjalti Rögnvaldsson, markaðssérfræðingur, fór yfir góð ráð við gerð ferilskráa. Þær stöllur Sigrún Ólafsdóttir, ráðningastjóri Íslandsbanka og Berglind Björg Harðardóttir deilarstjóri hjá Símanum sögðu svo frá þeirra reynslu í mannauðsmálum og hverju þær leituðu eftir í ferilskrám.

Næstu fundurinn snéri svo að því hvernig ætti að undirbúa sig undir starfsviðtal og var haldin fyrir pökkuðum sal þann 28. október. Þar fór Svali Björgvinsson, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Icelandair, yfir undirbúning fyrir starfsviðtal, og Elmar Hallgríms Hallgrímsson, fjármálastjóri 365 og lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, yfir því hvernig samið væru um laun. Einnig var farið stuttlega yfir niðurstöður kjarakönnunar FVH. Síðasti fundurinn í seríunni fyrir jól var “Hvernig nýti ég tengslanetið mitt?” þar fór Andr-

és Jónsson almannatengill hjá Góðum samskiptum yfir tengslamyndun og Stefán Þór Helgason, sérfræðingur hjá KPMG, fór yfir feril sinn og hvernig hann fór að því að ná draumadjobbinu. Færri komust að en vildu á þennan fund og hann var því tekin upp og upptakan er enn aðgengileg á www.fvh.is. Þann 10. mars var svo haldinn opinn fundur þar sem rætt var um hvernig hægt væri að nýta gráðu sína í viðskiptafræði eða hagfræði á fjölbreyttan hátt. Það voru þær stöllur Edda Hermannsdóttir, hagfræðingur og samskiptastjóri Íslandsbanka og Birna Ósk Einarsdóttir, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri sölu og þjónustusviðs hjá Símanum sem héldu þar erindi. Nýliiðahópurinn þakkar kærlega þeim glæsilegu einstaklingum sem héldu erindi á þessum vel sóttu fundum og áhugasömum gestum sem mættu. Stefnt er að nýrri fundaseríu í vetur og geta áhugasamir fylgst með starfinu á Facebook.


12

Kynningarstarf

Mentor-verkefni FVH S

trax næsta haust er ætlun FVH að koma á fót svokölluðu mentor-verkefni og er nú opið fyrir umsóknir í slíkt verkefni. Um er að ræða tilraunaverkefni, en mentorverkefni hafa verið notuð hjá fjölda fyrirtækja en hafa ekki verið í boði hjá félagasamtökum á borð við FVH. Fyrsta skref verkefnisins er að para saman tvo einstaklinga, mentor og skjólstæðing. Mentorinn þyrfti að hafa góða reynslu af starfi sem annað­ hvort krefst viðskipta- og eða hagfræðimenntunar en skjólstæðingurinn væri einhver óreyndari, jafnvel nýútskrifaður viðskipta- eða hagfræðingur, sem hefði metnað og áhuga á að kynna sér það starf og þann geira sem mentorinn starfar í. Pörunin verður unnin út frá ferilskrá, reynslu, áhugasviði og þeim markmiðum sem umsækjendur vonast eftir að ná í gegnum verkefnið. Nú þegar hefur verið send út auglýsing um umsóknir frá mögulegum mentorum og voru

viðbrögðin mjög góð. Við auglýsum áfram eftir fleiri en mentorum en viljum nú auglýsa sérstaklega eftir þeim óreyndu, sem eru að byrja að fóta sig á vinnumarkaði, eru jafnvel nýútskrifaðir og vilja taka þátt í verkefninu. Við munum fara af stað með tíu til tólf mentor-sambönd og mun verkefnið hefjast innan nokkurra vikna. Stefnt er að því að mentor og skjólstæðingur hittist í um klukkustund í senn, einu sinni til tvisvar í mánuði fram að jólum, að lágmarki 6 sinnum. Umsjónarmaður verkefnisins mun leggja til leiðbeinandi umræðuefni fyrir hvern fund, en þó er markmiðið að mynda góða tengingu milli mentors og skjólstæðings sem myndi verða til þess að þeir ræði það sem þeim er efst í huga hverju sinni og báðir aðilar hafa áhuga á. Umsjónarmaður verkefnisins verður ávallt til taks og verður reglulega kannað hvernig þátttakendur upplifa verkefnið í þeim tilgangi

að læra af og gera betur. Einnig er stefnt að því að leggja könnun fyrir þátttakendur í byrjun og lok verkefnisins sem ætlað er að meta markmið og heildar­ áhrif verkefnisins. Að verkefninu loknu verður haldið lítið lokahóf þar sem farið verður yfir árangurinn og aðilar geta borið saman bækur sínar og kynnst enn betur. Við viljum hvetja alla útskrifaða viðskipta- og hagfræðinga til þess að sækja um í Mentorverkefninu! Umsóknir skulu berast á netfangið fvh@fvh.is fyrir lok september. Umsókninni þarf að fylgja: • Ferilskrá • Stutt frásögn um þig og þitt áhugasvið, hvers þú væntir að fá út úr mentor-sambandi og hver framtíðarmarkmið þín eru. Góð lýsing auðveldar okkur að para vel saman skjólstæðinga og mentora, sem er lykil­ atriði í farsælu mentor-sambandi.


Saman finnum við lausnir svo þú skarir fram úr Í rekstri skiptir miklu máli að hafa forgangsröðunina í lagi og hugrekki til að fara nýjar leiðir er byggja á þekkingu á aðstæðum hverju sinni.

Kynntu þér þjónustuframboð KPMG á vefsíðu félagsins eða hafðu samband í síma 545 6000 og við verðum þér innan handar. kpmg.is


14

Pistill

Er mannveran í kapphlaupi? G

ervigreind í Hollywood er ekki nýtt fyrirbæri. Myndir á borð við „2001: A Space Odyssey“, „Terminator“ og „Robo-Cop“ hafa verið að koma út í áratugi. Nú virðist það hins vegar ekki einungis vera bundið við Hollywood vegna hinnar ógnarhröðu þróunar sem orðið hefur í tæknigeiranum seinustu áratugi. Tölvugeta hefur vaxið með veldishraða undanfarin ár og nú er það orðið nær daglegt brauð að lesa um störf sem maðurinn glatar í hendur véla. Þessari hröðu framþróun er þó mætt jafnt með aðdáun, eftirvæntingu og kvíða – og vekur upp ýmsar spurningar. Hvað gerist þegar vélarnar taka á endanum öll störfin? Hvað gerist þegar gervigreind fer fram úr greind mannverunnar? Verða manneskjur að hinum nýju hestum? Hvernig mun það líta út ef okkar er óþörf? Á meðan greinar birtast reglulega, og gjarnan einhliða, um komandi dystópíu þar sem menn verða þrælar vélmenna (eða þaðan af verra), virðist samfélag fræðimanna vera verulega klofið. Margir vísindamenn virðast hallast að heimi með talsverðu tæknilegu atvinnuleysi (atvinnuleysi til komið vegna tækniframfara), en margir hagfræðingar hallast að öðrum útkomum (1). Kemur vélmennið í friði? Í fyrsta lagi eru hagfræðingar að mestu leyti sammála um að tækniframfarir hafi sögulega ekki dregið úr atvinnu, heldur þvert á móti aukið eftir­

Friðrik Þór Gunnarsson, grunnnemi í hagfræði við Háskóla Íslands. spurn eftir­ henni (2). Að auki er tiltölulega ólíklegt að dómsdagsspámenn hafi rétt fyrir sér; einfaldlega vegna hlutfallslegra yfirburða. Eftir því sem vélar verða betri í því að gera hluti, hækkar fórnarkostnaður þess að láta þær gera hlutfallslega ómerkilegri hluti. Atvinna er ekki „zero-sum“ leikur, ef svo má að orði komast, og fólk fær nytjar við mannleg samskipti. Í stuttu máli hafa hagfræðingar ekki jafnmiklar áhyggjur af langvarandi atvinnuleysi vegna áframhaldandi aukningar í sjálfvirkni og aðrir. Áhrif tækniframfara á vinnumarkað og vöxt eru tiltölulega vel þekkt: tækniframfarir auka gjarnan framleiðni og laun fylgja gjarnan framleiðni til lengri tíma. Klassíska viðhorfið er að framleiðniaukning sé til hagsbóta fyrir alla vinnumenn, en í seinni tíð hafa sprottið upp bókmenntir sem fást við það sem kallast þekkingarhneigð (e. Skillbias). Framleiðni vinnuaflsins í heild er gjarnan mæld, en þegar­

framleiðniaukningarnar birt­ ast einkum hjá þeim sem hafa sérþekkingu kallast það þekkingarhneigð. Það er ætlað að sú aukning ójafnaðar sem hefur sést á seinustu áratugum megi, að einhverju leyti, útskýra með téðri þekkingarhneigð; og hlýtur þá versta útkoma aukningar í sjálfvirkni að vera sú að þessi þróun muni halda áfram óáreitt og jafnvel sækja í sig veðrið (3). Auknar tækniframfarir gætu haft í för með sér kerfislæga skammtímabresti, t.d. stóraukið leitaratvinnuleysi, en eitt helsta áhyggjuefnið til lengri tíma virðist vera aukinn ójöfnuður með tilheyrandi pólitískum og samfélagslegum vandamálum. Mennta- og endurmenntunarkerfið er að mínum dómi mikil­ vægasta tólið til þess að skapa nógu fjölhæft og breytilegt vinnuafl, en núverandi menntakerfi er langt frá því að geta tekist á við síhvikulan vinnumarkað morgundagsins, sem er áhyggjuefni. Hvort sem tæknin stefnir með okkur inn í útópíu eða dystópíu þá komumst við ekki á leiðarenda á morgun. Áhugavert verður að sjá hvernig efnahagsog pólitísk kerfi manna takast á við þennan ört breytandi heim.

(1) http://www.pewinternet.org/files/2014/08/Future-of-AI-Robotics-and-Jobs.pdf (2) http://www.igmchicago.org/igm-economic-experts-panel/poll-results?SurveyID=SV_ eKbRnXZWx3jSRBb (3) http://www.econ.nyu.edu/user/violante/Books/ sbtc_january16.pdf

Áhrif tækniframfara á vinnumarkað og vöxt eru tiltölulega vel þekkt: tækniframfarir auka gjarnan framleiðni og laun fylgja gjarnan framleiðni til lengri tíma.


Verið velkomin á opnar málstofur Viðskiptafræðideildar Málstofur Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands eru haldnar í Ingjaldsstofu, HT-101 á Háskólatorgi á þriðjudögum kl. 12:00-13:00 Meðal dagskrárliða á haustmisseri: September Íslenskur sjávarútvegur í alþjóðlegu samhengi Ágúst Einarsson, prófessor, ræðir efni samnefndrar bókar sinnar sem kom út nýlega. Staða leikjaiðnaðarins á Íslandi Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri CCP. In the eye of the beholder: How Icelanders describe the ideal leader Inga Minelgaité Snæbjörnsson, nýdoktor við Viðskiptafræðideild. Október Þróun mannauðsmála hjá hinu opinbera Ásta Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Landspítala Háskólasjúkrahúss. Áhrif skyndilegra breytinga í hagkerfi á heilsu og heilsutengda hegðun Þórhildur Ólafsdóttir, nýdoktor við Viðskiptafræðideild. Nóvember Framtíð íslensks iðnaðar Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og markaðsstjóri Kjöríss. Nýsköpun með gamalli tækni Hildur Sigurðardóttir og Ólöf Birna Garðarsdóttir, eigendur Reykjavík Letterpress. Fjártækni Gylfi Magnússon, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar á www.vidskipti.hi.is Á heimasíðu Viðskiptafræðideildar er einnig hægt að skrá sig á póstlista til að fá tilkynningar um viðburði.

VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD www.hi.is


16

Golfmót FVH Árlegt golfmót FVH var að þessu sinni haldið á Húsatóftavelli í Grindavík þann 9. september sl. Rúta lagði af stað með keppendur frá Húsi verslunarinnar 12.30 og var ræst út á flestum brautum um 13.30. Flottur hópur spilaði golf í frábæru veðri og lét ekki á sig fá rigningarskúr sem gekk yfir á 5 mínútum. Að loknu móti snæddu keppendur í golfskálanum á meðan tilkynnt var um sigurvegara og einstaklega glæsilegum vinningum var deilt út.

Páll Gunnar Þórisson sigraði í A flokki og í höggleik en Hörður Jónsson í B flokki. Engin þátttakandi var skráður í kvennaflokki og því gengu verðlaunin ekki út þetta árið. Allir þátttakendur fóru heim með einhvern glaðning en golfmót FVH hefur í gengum tíðina verið þekkt fyrir einstaklega marga og glæsilega vinninga. Stjórn FVH vill þakka þátttakendum og styrktaraðilum fyrir frábæran dag.


17

Páll Gunnar Þórisson sigraði í A flokki og í höggleik en Hörður Jónsson í B flokki. Engin þátttakandi var skráður í kvennaflokki og því gengu verðlaunin ekki út þetta árið.


18

Bækur

Byltingin er hafin F

rá árdögum hefur velgengni verið mæld í tvennu: peningum og völdum. Það hefur aldrei verið ljósara en á síðustu áratugum. Nú eru hins vegar blikur á lofti og róttækar breytingar eiga sér stað í vestrænum samfélögum. Raunar heyrum við fréttir af þessum breytingum nánast daglega; Svíar ætla að stytta vinnudaginn í sex tíma á dag, starfsmenn Íslandsbanka mála kaffistofu Samhjálpar á vinnutíma, starfsmenn Google fá sér hádegisblund í hengirúmum eða taka hundinn sinn með sér í vinnuna, starfsfólk er hvatt til að lengja matartíma sinn til að stunda líkamsrækt o.s.frv. Ástæður þessara breytinga eru augljósar – þær borga sig. Viðhorf okkar til velgengni sem byggir á peningum og völdum er orðið úrelt og við fetum hægt í áttina að nýjum viðmiðum. Arianna Huffington gerir þetta að umfjöllunarefni sínu í bókinni Þriðja miðið (e. Thrive). Huffington hvetur lesendur til að endurskilgreina staðnað viðhorf til velgengni. Hún talar fyrir byltingu í menningu okkar, hvort sem er í starfi eða einkalífi og styður mál sitt með niðurstöðum rannsókna á svefni, lýðheilsu og sálfræði svo eitthvað sé nefnt. Öðrum þræði byggir hún frásögn sína á reynslu sinni og fyrrverandi kollega af því að vinna í umhverfi sem byggir á fyrrnefndum máttarstólpum, peningum og völdum. Að mati Huffington þurfum við að breyta hvernig við hugsum, hvernig við lifum og hvernig við vinnum. Og við þurfum að bregðast við eigi síðar en núna. Þriðji máttar­ stólpinn er vellíðan. Heilbrigðir starfsmenn: heilbrigð afkoma Á vestrænum vinnustöðum í dag má sjá tvo ólíka heima mætast. Það má raunar segja að þeir séu í fullkominni andstöðu hver við annan. Í öðrum þeirra má merkja þætti sem tengjast kulnun órjúfanlegum böndum. Sá heimur er er heltekinn af ársfjórðungslegum afkomuskýrslum, hámörkun skammtímahagnaðar og því að fara fram úr vaxtarspám. Í honum er það merki um dugnað að sofa lítið, vinna mikið og vera stöðugt tengdur, svara tölvupóstum á miðnætti og að fyrsta dagsverkið sé iðulega að kíkja á símann. Hinn heimurinn hefur brugðist við. Í honum er það sýnt og sannað að heilbrigðir og hamingjusamir starfsmenn skila fyrirtækjum heilbrigðri afkomu. Streita og sú skoðun að dugnaður sé mældur í hversu

Ekki fara og reyna að klífa metorðastigann, endurskilgreindu frekar velgengni. Af því að heimurinn þarfnast þess nauðsynlega. - Arianna Huffington

Arianna Huffington. langan vinnudag starfsmaður vinnur er helsti óvinurinn. Sífellt fleiri fyrirtæki, þar á meðal mörg þeirra sem njóta hvað mestrar velgengni í heiminum í dag, hafa tekið ákvörðun um að t.d. stytta vinnudaga, gefa starfsfólki tækifæri á að vinna góðgerðastörf á vinnutíma, verja tíma með fjölskyldum sínum, hvílast og fræðast. Árangurinn lætur ekki á sér standa.

framleiðni, spekileka (e. brain drain) og að lokum þverrandi tekjum. Starfsmenn leggja hins vegar heilsu sína og hamingju að veði. Kulnun í starfi er raunverulegt vandamál í nútímasamfélögum og streita er eitt af algengustu vinnutengdu heilsuvandamálunum sem fólk leitar sér læknisaðstoðar vegna. Það eru engin ný sannindi að heilsugæsla þjóða kostar samfélagið gífurlegar fjárhæðir á ári hverju. Fyrir­ tæki ættu að sjá leik á borði og sinna raunverulegri heilsurækt starfsmanna sinna og uppskera margfalt.

Byltingin er hafin Fyrir skemmstu bárust fréttir handan Atlantshafsins. Arianna Huffington, stofnandi og aðalritstjóri Huffington Post, ætlar að venda kvæði sínu í kross og hefur stofnað fyrirtækið Thrive Global sem einbeitir sér að því að breiða út boðskap Þriðja miðsins. Thrive Global verður í ráðgjafarhlutverki hjá þeim fyrirtækjum sem ætla sér að innleiða heilbrigðari starfshætti og endurmeta velgengni – á arðsaman hátt fyrir alla. Heilsan og hamingjan að veði Afkoma fyrirtækja, til langs Hulunni­verður svipt af Thrive tíma litið, og líðan starfs- Global 30. nóvember næstkommanna helst í hendur. Ef litið andi. Bylting til hins betra er í er á þetta sem óskylda hluti vændum. er hætt við að það verði greitt með dýru gjaldi. Fyrirtækin Höfundur er Dögg Hjaltalín, greiða það gjald með dvínandi viðskiptafræðingur.


Fjármálaþjónusta og ráðgjöf hér heima og erlendis.

GAMMA Capital Management annast sjóða- og eignastýringu og veitir ráðgjöf til fyrirtækja, lífeyrissjóða og efnameiri einstaklinga. GAMMA vinnur náið með erlendum fjármálafyrirtækjum og verðbréfasjóðum og opnaði nýlega skrifstofu með sjálfstætt starfsleyfi í London. Kynntu þér starfsemi okkar á gamma.is. REYKJAVÍK Garðastræti 37 | 101 Reykjavík | Iceland (+354) 519 3300 | gamma@gamma.is | gamma.is

LONDON 25 Upper Brook Street | Mayfair | London | W1K 7QD +44 (0) 207 429 2200 | gcm@gcm.co.uk | gcm.co.uk


Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2

Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsulyfjum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta.

Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð.

Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga

I[b`Wl[]kh ( r I c_0 +''#))*& r <Wn0 +''#))*' r mmm$h[oWf$_i r h[oWf6h[oWf$_i


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.