Kerecis þekkingarfyrirtæki ársins Árni Oddur Þórðarson valinn viðskipta fræðingur ársins 2015 1. tbl. 37. árgangur 2015
frumuvakar ORF eru komnir í sölu á erlendum mörkuðum Framleiðslugeta verksmiðju CRI mun þrefaldast
2
Leiðari
Hvað tekur við eftir útskrift?
Í
myndaðu þér Laugardalshöll um miðjan júní. Þú gengur upp á svið, tekur við skírteininu úr hönd rektors, brosir framan í myndavélina og ferð í kjölfarið beint heim því þú þarft jú að taka á móti fjölda fólks í útskriftarveislu. Mánudaginn eftir byrjar síminn að hringja. Fyrirtæki um allan heim hreinlega geta ekki beðið eftir að fá þig í vinnu og það eina sem þú þarft að gera er að velja þann sem best býður. Hversu margar slíkar sögur þekkirðu? Eina? Enga? FVH – Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga er fagfélag með það markmið að efla tengsl félagsmanna, stuðla að fræðslu og kynna og efla ímynd þeirra. Þar að auki veitir félagið hagnýtar upplýsingar og ráðgjöf um málefni sem snerta kjör og starfsframa félagsmanna. Á hverjum vetri er ýmislegt gert til að styðja við þetta markmið. Alltof fáir hugsa út í það, á meðan þeir eru í námi, hvernig þeir ætla að haga málunum eftir útskrift. Einkunnir koma manni bara ákveðið langt. Það sem getur skipt sköpum er að hafa réttu tengslin þegar kemur að því að landa rétta starfinu eða að krækja í besta dílinn. Ekki vanmeta hvar þú getur myndað slík tengsl, til dæmis hjá fólkinu sem þú ert með í skólanum. Það eru miklar líkur á að þið hittið það fyrir aftur úti á vinnumarkaðnum. En hvar og hvernig myndar maður tengsl úti á vinnumarkaði? Vísindaferðir eru frábær vettvangur til að kynnast samnemendum en einnig til þess að komast í kynni við háttsetta stjórnendur innan fyrirtækja. Þessi vettvangur hverfur við útskrift. Þarna eru oftar en ekki mættir aðilar úr mannauðsdeild, markaðsdeild, millistjórnendur og fleira fólk sem getur verið gott að kynnast og efla tengslin við. Við í stjórn FVH viljum skapa þennan vettvang fyrir félagsmenn og standa fyrir reglulegum vísindaferðum og heimsóknum í fyrirtæki. Dæmi um fyrirtæki sem við höfum þegar heimsótt á árinu 2015 eru Bílaleiga Akureyrar og Ölgerðin.
Hvenær er maður búinn að læra nóg? Það er til heill hafsjór af bókum, myndböndum, blaðagreinum og öðru efni sem bæði styður við það sem maður lærir og dregur það í efa. Hér á landi er haldinn fjöldinn allur af fræðslufundum, ráðstefnum, málþingum, námskeiðum og vinnustofum. Það græða allir á því að læra meira, víkka sjóndeildarhringinn og fá nýjar hugmyndir. En hvar fær maður boð á þessa viðburði? Í hverjum mánuði eru haldnir hádegisfundir á vegum FVH. Þeir eru opnir fyrir alla en félagsmenn fá góðan afslátt af aðgangseyri. Því til viðbótar eru haldnir lokaðir fræðslufundir og námskeið sem eru bara í boði fyrir félagsmenn. Ein nýjung sem við stefnum á að prófa er að halda sérstaka fræðslufundi fyrir nemendur í viðskipta- og hagfræði. Margar hugmyndir eru á lofti, þar á meðal fund um horfur á atvinnumarkaði og kennslu í gerð ferilskrár. Hvaða launakjör eru í boði? Það er frekar erfitt að mæta í atvinnuviðtal ferskur úr háskóla og fá þá upphæð í mánaðarlaun sem dreymandi er um. Á sama tíma getur verið erfitt að finna tölur til að miða við þegar maður er að semja um kaup og kjör. FVH framkvæmir könnun reglulega til að rannsaka launakjör, hlunnindi, vinnufyrirkomulag og vinnutíma hjá skjólstæðingum félagsins og hver þróun þeirra hefur verið síðustu ár. Könnunin er mikilvægur gagnagrunnur bæði fyrir launafólk og atvinnurekendur og hentar þeim vel sem eru í þeirri stöðu að semja um kaup og kjör. Hægt er að leita svara í niðurstöðum við því hvað meðal viðskipta- eða hagfræðingur hefur í laun miðað við starfsaldur, menntunarstig eða stöðu innan fyrirt ækis. Fyrir þá sem vilja kynna sér FVH betur hvetjum við fólk til að fylgjast með á heimasíðu félagsins – www.fhv.is – og á Facebook.
Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) – fagfélagið þitt! Ágæti viðskiptafræðingur/hagfræðingur Við hvetjum þig til að taka þátt í öflugri starfsemi FVH með því að greiða greiðsluseðil. Jafnframt viljum við benda á að fyrirtæki hafa í vaxandi mæli tekið að sér að greiða félagsgjaldið þar sem atvinnurekendur sjá sér hag í því að starfsmenn þeirra eigi kost á öllu því sem er í boði hjá FVH. Aðild að FVH borgar sig!
Ávinningur þess að vera félagsmaður FVH: •
• • • • • • • • • •
Kjarakönnun FVH. Hvar stendur þú í samanburði við markaðinn? Hvergi er unnin sambærileg könnun á kjörum viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagsmenn geta skoðað niðurstöður könnunarinnar á innra neti félagsins. Hagur, vandað tímarit FVH, gefið út tvisvar á ári, með greinum er varða starfið og stéttina Hagstæðari kjör á athyglisverða fundi og ráðstefnur 50% afsláttur á Íslenska þekkingardaginn 40% afsláttur á morgun- og hádegisverðarfundi félagsins Frítt á vinnustofur Efling tengslanets í atvinnulífinu Hagstæðari kjör á fjölbreyttri endurmenntun og á ýmsa viðburði Boð í fyrirtækjaheimsóknir Golfmót FVH ... og margt fleira
Hjalti Rögnvaldsson, höfundur er meðlimur í stjórn FVH.
FVH býður nýja félaga hjartanlega velkomna í félagið! Ertu örugglega skráður á póstlista FVH? Færðu reglulega póst frá félaginu um það sem er á döfinni? Ef ekki: Skráning á www.fvh.is eða með því að senda póst á fvh@fvh.is Skoðar þú erindi og kjarakannanir FVH á netinu? Ef ekki getur þú nýskráð þig á www.fvh.is Ef einhverjar spurningar vakna getur þú sent póst á fvh@fvh.is
Ertu örugglega skráður á póstlista FVH?
Færðu reglulega póst frá félaginu um það sem er á döfinni? Ef ekki:
Skráning á www.fvh.is eða með því að senda póst á fvh@fvh.is Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) er framsækið og virt fagfélag háskólamenntaðs fólks á sviði viðskipta- og hagfræða og má rekja sögu félagsins allt aftur til ársins 1938. Viðskipta- og hagfræðingar á Íslandi eru stór hópur fólks, sem getur haft mikinn slagkraft en félagið er farvegur fyrir hagsmunamál þessa hóps. Meðal þess sem FVH sinnir er að viðhalda fagþekkingu með ýmiss konar fræðslu og endurmenntun, hlúa að kjörum viðskipta- og hagfræðinga með árlegri kjarakönnun og bjóða upp á vettvang til að efla tengsl félagsmanna.
Nýr framkvæmdastjóri FVH Fríða Hrönn Elmarsdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í janúar síðastliðnum. Fríða hefur komið að ýmsum störfum en var áður verkefnastjóri borðspila- og púslútgáfu hjá Nordic Games í um fimm ár. Þá hefur hún verið skrifstofustjóri hjá Rafbraut, blaðamaður hjá Viðskiptablaðinu og vann með námi hjá skuldastýringardeild Lands-
bankans. Fríða er með M.Sc.í alþjóðaviðskiptum frá Copenhagen Business School þar sem hún lagði áherslu á stefnumótun og áætlanagerð á nýmörkuðum og B.Sc. úr Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Hún hefur sinnt ýmsum félagsstörfum í gegnum árin og er spennt að takast á við skemmtileg og krefjandi verkefni hjá FVH. „Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga er öflugt félag með ríka og
langa sögu. Menntaumhverfi og starfsumhverfi viðskiptafræðinga og hagfræðinga hefur breyst mikið á þessum árum Nauðsynlegt er fyrir félagið að fylgja ávallt vel eftir breytingunum og mæta þannig þörfum félagsmanna eins vel og kostur er.“ Fríða er ráðin í 50% stöðu sem hún ætlar sér að sinna meðfram því að stunda nám í reikningshaldi og endurskoðun í HÍ næsta haust.
Ritstjóri: Edda Hermannsdóttir Ábyrgðarmaður: Dögg Hjaltalín Prentun: Landsprent
Er ekki allt í sómanum á þínum vinnustað? Jafnlaunavottun VR er tæki til að leiðrétta launamun kynjanna og er staðfesting á að greidd séu sömu laun fyrir sömu vinnu. Kynntu þér Jafnlaunavottun VR á vr.is.
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS
Virðing Réttlæti
4
Carbon Recycling var tilnefnt til Íslensku þekkingarverðlaunanna
Fyrsta verksmiðja CRI er við Svartsengi.
Breytir mengun í verðmæti V
erksmiðja CRI er byggð á nýrri tækni, sem þróuð var hér á landi, þar sem koltvísýringur (CO2), sem fellur til við nýtingu orku úr jarðvarma, er notaður til að búa til hreint vistvænt metanól. Afurðin er seld undir vörumerkinu Vulcanol. Metanóli er svo hægt að blanda við mismunandi tegundir eldsneytis fyrir bíla, bæði eldsneyti fyrir venjulega bensínbíla eða dísilbíla og svokallaða tvinnbíla, sem ganga fyrir rafmagni og fljótandi eldsneyti. Metanól er einnig hægt að nota framleiðslu á algengri efnavöru, m.a. lakki, málningu, plasti og gerviefni fyrir fatnað.
Vistvænt og kraftmikið eldsneyti Fyrsta verksmiðja Carbon Recycling International er við Svartsengi og nýtir sú verksmiðja koltvísýring sem losaður er frá jarðvarmavirkjun HS Orku í Svartsengi og vetni, sem unnið er úr vatni með raforku. Raforkan sem notuð er til vetnisframleiðslunnar er endurnýjanleg. Endurnýjanlegt metanól er vistvænt og kraftmikið eldsneyti sem blanda má við bensín eða nota til framleiðslu á öðru eldsneyti sem blandað er við bensín, dísil, þar á meðal lífdísil. Mega nota 3% metanól Til að draga úr þeirri mengun sem hlýst af keyrslu íslenska bílaflotans er endurnýjanlegu eldsneyti blandað við bensín og dísil. Þannig hentar blanda bensíns og metanóls öllum bílum en heimilt er að blanda allt að 3% af metanóli í allt bensín sem selt er á Evrópska efnahagssvæðinu. Til eru sérstakir bílar með bensínhreyfli sem geta notað mun hærra hlutfall metanóls og búið er að hanna bíla sem geta verið eingöngu knúnir af metanóli. Notkun metanóls sem eldsneyti hefur vaxið hratt í Kína, Ástralíu, Ísrael og víða í Evrópu. Um 6 milljörðum lítra af metanóli er blandað í bensín árlega eða notað til framleiðslu á öðru eldsneyti. Breska olíufélagið Greenergy hefur verið leiðandi við beina íblöndun metanóls í bensín á Evrópumarkaði, en talið er að metanól sé í a.m.k. helmingi alls bensíns sem notað er í Bretlandi. Einnig hefur CRI flutt metanól til olíufyrirtækisins Argos í Rotterdam, sem dreifir eldsneyti í Hollandi, Belgíu, Þýskalandi, Frakklandi og Sviss. Fjölmörg önnur olíufélög blanda metanóli í bensín en geta þess ekki sérstaklega, þar sem íblöndun
allt að 3% er leyfileg samkvæmt reglugerð og staðli í öllum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. Metanól er einnig notað til framleiðslu á MTBE, sem er algengt efni til að auka oktantölu bensíns. Þá er metanól nauðsynlegt til framleiðslu á lífdísil úr jurta- og dýrafitu. Yfir 1,5 milljarðar lítra af metanóli eru þannig notaðir á ári í Evrópu gegnumíblöndun lífdísils. Ný verksmiðja tekin í notkun í apríl Verksmiðja CRI er við orkuverið í Svartsengi við Grindavík. Undanfarna mánuði hafa staðið yfir umfangsmiklar framkvæmdir við að auka afköst verksmiðjunnar úr um 1,6 milljónum lítra í 5 milljónir lítra á ári. Með nýjum áfanga kemur framleiðslugeta hennar því til með að þrefaldast og verður þá framleiðslugeta verksmiðjunnar fullnýtt. Heildarkostnaður við stækkunina hleypur á hundruðum milljóna króna. Miklir möguleikar eru í notkun á vistvænu metanóli á Íslandi og í Evrópu sem framleitt er með sjálfbærum hætti. CRI áformar að byggja stærri verksmiðju hér á landi á næstu árum sem framleitt getur tífalt meira magn endurnýjanlegs metanóls en verksmiðjan í Svartsengi. Gert er ráð fyrir að framleiðsla þeirrar verksmiðju verði fyrst um sinn seld á erlendum markaði. Tækifæri í sölu hugvits CRI var stofnað árið 2006 og er vinnsluaðferðin einstök og þróuð af stofnendum og starfsmönnum fyrirtækisins. Einkaleyfi hefur þegar verið gefið út vegna tækninnar sem notuð er í Svartsengi og sótt hefur verið um fleiri einkaleyfi á mismunandi afbrigðum tækninnar. Tækifærin hjá CRI felast ekki síst í því að selja hugvitið sem býr að baki framleiðsluferlinu til annarra landa og er fyrirtækið nú þegar að vinna að uppbyggingu annarrar verksmiðju í Þýskalandi og á í viðræðum við fjölmarga aðila sem áhuga hafa á að vinna metanól úr vetni, raforku og koltvísýringi. CRI selur metanólið úr verksmiðjunni í Svartsengi undir vörumerkinu Vulcanol og vísar þannig í íslenskan uppruna metanólsins. Helstu viðskiptavinir fyrirtækisins hér á landi eru framleiðendur á bíódísil en Vulcanol er einnig selt til fyrirtækis í Svíþjóð sem framleiðir hágæða bíódísil og til íblöndunar í bensín í Hollandi. Nú er verið að skoða markaðstækifæri í öðrum löndum Evrópu.
Raforkan sem notuð er til vetnisframleiðslunnar er endurnýjanleg. Endurnýjanlegt metanól er vistvænt og kraftmikið eldsneyti sem blanda má við bensín eða nota til framleiðslu á öðru eldsneyti sem blandað er við bensín, dísil, þar á meðal lífdísil.
VILTU NÁ FORSKOTI? Opið fyrir umsóknir í meistaranám til 30. apríl hr.is/meistaranam
Með því að ljúka meistaranámi frá HR sérhæfir þú þig og nærð forskoti á vinnumarkaði. Nám við HR er í sífelldri þróun og ávallt í takt við þarfir atvinnulífsins. Öflugar, alþjóðlega viðurkenndar rannsóknir eru stundaðar við allar fjórar akademískar deildir HR.
Viðskiptadeild Deildin tekur virkan þátt í að mennta stjórnendur framtíðarinnar og leggur í starfi sínu áherslu á samfélagslega ábyrgð, nýsköpun og alþjóðlega sýn. Tvær námsbrautir við deildina hafa alþjóðlega gæðavottun. Námsleiðir • • • • • • • • • •
Alþjóðaviðskipti og markaðsfræði Fjármál fyrirtækja Klínísk sálfræði Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði Markaðsfræði MBA (Master of Business Administration) Reikningshald og endurskoðun Upplýsingastjórnun Viðskiptafræði með vali Stjórnunarreikningsskil og viðskiptagreind
„Meðfram náminu fékk ég það frábæra tækifæri að starfa við rannsóknina ICEMAC2 eða Stjórnunarreikningsskil á Íslandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna stöðu stjórnunarreikningsskila meðal stærstu fyrirtækja landsins. Starfið mitt var fjölbreytt þar sem ég kom meðal annars að gerð spurningalista og vísindagreina. Þetta var einstaklega lærdómsríkt tækifæri sem mun alltaf nýtast mér.”
Catherine Elisabet Batt Stjórnunarreikningsskil og viðskiptagreind (MABI) frá HR 2014
6
ORF Líftækni var tilnefnt til Íslensku þekkingarverðlaunanna
ORF Líftækni – afturvirk áhrif á öldrun húðarinnar Á
rið 2001 stofnuðu Björn L. Örvar, Einar Mäntylä og Júlíus B. Kristinsson líftæknifyrirtækið ORF Líftækni, með það að markmiði að þróa kerfi til að framleiða hágæða sérvirk prótein fyrir læknisrannsóknir og líftækniiðnaðinn. Kerfið nefndu þeir Orfeus og byggir það á því að nota byggfræið sem nokkurs konar verksmiðju fyrir framleiðslu frumuvaka. Smíðað er eins konar bygg-gen sem gefur byggplöntunni nákvæm fyrirmæli um það hvernig á að smíða það prótein sem á að framleiða. Þessu nýja bygg-geni er síðan komið fyrir í bygginu með líftæknilegum aðferðum. Við það verður til nýtt byggi yrki sem er nákvæmlega eins og venjulegt bygg að því undan skildu að það framleiðir eitt nýtt prótein í fræinu. Þegar þróun á Orfeus-framleiðslukerfinu var komin vel á veg var ákveðið að nota það til að framleiða fyrst og fremst flokk af sérvirkum próteinum sem nefnast frumuvakar sem eru frumuboðefni í manninum. Frumuvakinn EGF er einn þeirra og er helsta virka innihaldsefnið í húðvörunum sem fyrirtækið framleiðir. Fyrirtækið er í daglegu tali nefnt ORF en það nafn vísar til opins lesramma (e. Open Reading Frame) sem það notar í framleiðslu sinni auk þess sem áhaldið orf er þekkt úr íslenskum landbúnaði frá gamalli tíð. Að sögn Júlíusar, eins stofnendanna þriggja og fjármálastjóra ORF Líftækni, gekk þróunarstarfið vonum framar og þökk sé öflugu vísinda- og þróunarstarfi hefur fyrirtækið náð að skipa sér í fremstu röð fyrirtækja í framleiðslu og sölu frumuvaka. Nú rúmum áratug eftir stofnun fyrirtækisins selur ORF Líftækni og dótturfyrirtæki þess Sif Cosmetics vörur til yfir 25 landa vörur með um 4 milljarða króna í endursöluverðmæti og er orðin farsæll og framsækinn framleiðandi húðvara. Hátækni gróðurhús á Reykjanesi ORF Líftækni er með meira en eitt hundrað frumuvaka í þróun á mismunandi stigum og þar af eru rúmlega 20 þeirra komin í sölu á erlendum mörkuðum. Bygg-genin eru smíðuð á rannsóknarstofu, en ræktunin fer síðan fram í 2.000 fermetra gróðurhúsi félagsins í Grindavík, Grænu smiðjunni. Byggfræin sem útsæði, eru þróuð og ræktuð á rannsóknarstofu þannig að plantan búi til bygg sem innihalda frumuvakann sem sóst er eftir. Því næst er þessum fræjum sáð út í Grænu smiðjunni. „Við erum mjög stolt af gróðurhús-
inu okkar sem er hluti af Auðlindagarði HS Orku. Byggið er ræktað í vatnsrækt í hreinum Hekluvikri, vökvað með hreinu
laga hafi lítið skilið í auknum áhuga þeirra á snyrtivörudeild Fríhafnarinnar. Árið 2010 setti félagið EGF húðdropana á mark-
íslensku lindarvatni og öll orka sem notuð er í gróðurhúsinu til upphitunar og lýsingar er endurnýjanleg. Plönturnar sem eru í ræktun hverju sinni, eru að jafnaði 130.000 talsins og eru vökvaðar á mjög nákvæman hátt sem tekur mið af vaxtarskeiði þeirra,“ útskýrir Júlíus. Eftir uppskeru á bygginu eru fræin möluð og frumuvakarnir hreinsaðir úr mjölinu. ORF Líftækni er eina fyrirtækið í heiminum sem framleiðir frumuvaka úr plöntum og hefur því talsverða sérstöðu, sem tryggir að þeir eru bæði hreinni og virkari en áður hefur þekkst.
að og tóku konur á Íslandi þeim vægast sagt fagnandi. „Við seldum 33.000 flöskur fyrsta árið og 2012 notuðu um 30% íslenskra kvenna húðdropana að staðaldri. Fyrirtækið hafði varla undan að framleiða húðdropa og á tímabili voru nærri allir starfsmenn í fyrirtækinu settir í pökkun til að anna eftirspurninni.“ Sif Cosmetics hefur frá upphafi selt húðvörur sínar erlendis undir nafninu BIOEFFECT og eru nú átta vörur komnar á markað. BIOEFFECT hefur vakið mikla athygli erlendis og unnið til ýmissa virtra verðlauna, t.d. hinna þýsku Gala Spa Awards, Danish Beauty Awards og Prix d‘Excellence de la Beauté sem tímaritið Marie Claire veitir í Suður-Afríku. BIOEFFECT húðvörulínan er seld í yfir 25 löndum á um þúsund útsölustöðum m.a. í KaDeWe í Berlín, Colette í París, Selfridges í London og Sephora í Sydney. Óháðar rannsóknir vísindamanna í Þýskalandi og Bandaríkjunum hafa sýnt fram á verulegan árangur við notkun húðvaranna frá fyrirtækinu en sýnt hefur verið fram á aukna framleiðslu kollagens og elastíns sem dregur úr hrukkum og fínum línum og þykkir húðina. „Við getum sagt að okkar vörur hafi yngjandi áhrif á húðina meðan aðrar geta sagt að vörur þeirra láti húðina líta út fyrir að vera yngri,“ segir Júlíus kíminn og bætir við að ásamt því að vera með framúrskarandi vöru þá hjálpi það þeim mikið að koma frá Íslandi og vörumerkið Ísland spili stórt hlutverk í allri markaðssetningu fyrirtækisins.
Krem sem yngja húðina Frumuvakarnir frá ORF Líftækni fóru fljótt að vekja áhuga snyrtivöruframleiðenda, enda er gjarnan talað um frumuvaka sem næstu byltingu í snyrtivöruiðnaðinum. Hjá ORF Líftækni voru menn hins vegar ekki sáttir við hvernig frumuvakarnir voru nýttir í húðvörur. Frumuvakar eru viðkvæmir fyrir áhrifum ýmissa kemískra efna sem oft er að finna í hefðbundnum snyrtivörum og þess vegna er hvert einasta innihaldsefni í húðvörunum frá Sif Cosmetics sérstaklega valið og þær innihalda aðeins innihaldsefni sem eru nauðsynleg fyrir hlutverk þeirra og virkni. „Upp úr 2008 fórum við að skoða hvaða efnainnihald húðvara myndi viðhalda virkni frumuvakanna og hvort grundvöllur væri fyrir því að fyrirtækið sjálft myndi framleiða húðvörur,“ segir Júlíus og bætir við að eiginkonur þeirra fé-
Fyrirtækið er í daglegu tali nefnt ORF en það nafn vísar til opins lesramma (e. Open Reading Frame) sem það notar í framleiðslu sinni auk þess sem áhaldið orf er þekkt úr íslenskum landbúnaði frá gamalli tíð
Viltu stunda nám í einum af 300 bestu háskólum heims?
Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands býður upp á fjölbreytt, krefjandi og metnaðarfullt framhaldsnám. Þú getur valið um 10 námsleiðir í framhaldsnámi: MA í skattarétti og reikningsskilum
MS í mannauðsstjórnun
MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum
MS í viðskiptafræði
MS í stjórnun og stefnumótun
MS í fjármálum fyrirtækja
MS í nýsköpun og viðskiptaþróun
PhD í viðskiptafræði
M.Acc. í reikningshaldi og endurskoðun
MBA í viðskiptafræði
Umsóknarfrestur í meistaranám er til og með 15. apríl. Hægt er að sækja um rafrænt á www.vidskipti.hi.is. Umsóknarfrestur í MBA nám er 5. júní, sjá nánar á www.mba.is.
VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD www.hi.is
8
Forstjóri Marel valinn viðskiptafræðingur ársins af FVH
Árni Oddur viðskiptafræðingur ársins
Á
rið 2014 var ár breytinga í rekstri Marel en í upp hafi ársins var ákveðið að ráðast í veigamiklar hagræðing araðgerðir til þess að einfalda og straumlínulaga reksturinn. Hjá félaginu starfa yfir 4.000 manns í yfir 30 löndum en hér á landi starfa um 500 manns. Þó enn sé margt óunnið þá hefur félaginu tekist að breyta miklu í rekstr inum á einu ári og hafa breyt ingarnar gengið vel og örugg lega fyrir sig. Verksmiðjurnar sem áður voru 19 eru orðnar 14 og það mátti sjá jákvæð merki í uppgjöri ársins 2014. Rekstrar hagnaður jókst ásamt tekjum og hafa markaðsaðilar spáð fyrir tækinu góðu gengi ef fram held ur sem horfir. Marel hefur verið leiðandi í matvælaiðnaði í kjúk lingi, fiski, kjöti og áframvinnslu og munu þessar breytingar gera fyrirtækið enn samkeppnishæf ara á alþjóðamarkaði. Nýsköp un félagsins til að nýta afurð ir betur ásamt því að nýta orku og vatn á hagkvæman hátt er að skila sér í rekstrinum. Það eru því spennandi tímar fram und an hjá Marel. Árni Oddur tók við starfi for stjóra Marel síðla árs 2013 en sat þar áður í stjórn félagsins í átta ár, lengst af sem stjórnarfor maður. Árni Oddur hefur mikla alþjóðlega viðskiptareynslu en hann er einnig stjórnarmaður
Hjá félaginu starfa yfir 4.000 manns í yfir 30 löndum en hér á landi starfa um 500 manns.
í félaginu Fokker Technologies. nýsköpun og framsækni að Áður en Árni tók við núverandi leiðarljósi. Honum hefur tekist starfi var hann forstjóri Eyris að fá starfsfólk með sér í lið sem Invest og vann þar áður í Bún hefur lagt á sig mikla vinnu til að ná sameiginlegu markmiði aðarbankanum. Árni er með Cand.oecon. próf – til þess þarf góða stjórnunar frá Háskóla Íslands og MBA hæfileika og það er ekki allra að próf frá IMD í Sviss sem hann halda uppi því góða andrúms lauk árið 2004. Árni hefur verið lofti meðal starfsmanna sem duglegur að sækja sér menntun ríkjandi er innan Marel. Það er því mat dómnefndar en á síðasta ári tók hann nám skeið í stjórnarmennsku, einn að Árni Oddur Þórðarson sé vel að því kominn að vera útnefnd ig við IMD. Árni Oddur er í sambúð með ur viðskiptafræðingur ársins Eyrúnu Magnúsdóttur og á með 2014. Við val á viðskiptafræðingi henni tvö börn. Hjá Marel hefur mikið vatn eða hagfræðingi ársins er leitað runnið til sjávar á þeim tíma eftir áliti félagsmanna FVH en sem Árni Oddur hefur verið for endanleg ákvörðun er í hönd stjóri og hefur hann leitt félagið um stjórnar Félags viðskipta gegnum miklar breytingar með fræðinga og hagfræðinga.
Hilmar Þór hefur gefið út bók um smáríki á alþjóðavettvangi.
Áhugaleysi á samstarfi við alþjóðastofnanir Um áramótin kom út bók eftir sig úr að þessu leyti og kýs að vera Hilmar Þór Hilmarsson prófessor aðili að EFTA sem krefst minni við viðskipta- og raunvísindasvið efnahagssamruna en ESB. Í kreppunni sem skall á 2008 Háskólans á Akureyri. Bókin ber titilinn: Small States in a Global reyndu íslensk stjórnvöld fyrst Economy – Crisis, Cooperation og fremst að beita tvíhliða sam and Contributions. Í bókinni er böndum auk tengsla við Norður að finna kafla um málefni sem löndin í tilraunum sínum við að tengjast smáríkjum og þeim bjarga bankakerfi landsins þegar möguleikum og vandamálum það var að hruni komið. Fyrst sem fylgja því að vera smáríki á var haft samband við seðlabanka Bretlands, seðlabanka Norður alþjóðavettvangi. Smáþjóðakenningar ganga al landanna og loks seðlabanka mennt út frá því að smáríki eins Bandaríkjanna. Ekki var reynt að og Ísland sjái sér hag í því að vera fá aðstoð frá AGS fyrr en allar aðr aðilar að og starfa með alþjóða ar leiðir voru lokaðar. Reynslan stofnunum. Í samstarfi við þær sýnir að Ísland hefur tilhneigingu geti smáríkin meðal annars leit til að nýta sér tvíhliða tengsl við að skjóls gegn ágangi stærri ríkja „vinaþjóðir“ og gangi það ekki upp og látið gott af sér leiða. Smáríki er gripið til einhliða aðgerða eins eins og Danmörk, Finnland og og gerðist bæði í kreppunni 2008 Svíþjóð eru t.d. aðilar að ESB og með neyðarlögunum og áður við Norðurlöndin öll (að Íslandi und einhliða útfærslu landhelginnar. Dæmi um mögulegt gagn sem anskildu) leggja áherslu á aðild að og virka þátttöku í starfi alþjóða Ísland gæti gert á alþjóðavett fjármálastofnana. Þau eru auk vangi væri samstarf við alþjóða þess öll virk í alþjóðlegri þróun fjármálastofnanir um nýtingu arsamvinnu. Smáríki eins og jarðvarma í þróunarlöndum og í Eystrasaltsríkin leggja öll mikla nýmarkaðsríkjum. Hagvöxtur og áherslu á alþjóðasamstarf og eru eftirspurn eftir orku er mestur í aðilar að ESB og evrusvæðinu. þessum löndum en þar er einn Þátttaka þeirra í alþjóðastofn ig áhættan af fjárfestingu mest. unum tengist bæði þeirra eigin Orkuframkvæmdir eru í eðli efnahagsuppbyggingu og ekki sínu stórar og fjármagnsfrekar, og síður öryggismálum. Ísland sker hafa langan endurgreiðslutíma.
Alþjóðaf jármálastofnanir hafa bæði fjármögnunar- og áhættu stýringartæki til að takast á við þennan vanda en íslensk stjórn
völd sinna illa þeim alþjóðafjár málastofnunum sem landið er aðili að og er ekki aðili að lykil stofnunum eins og áður sagði. Þessi staða gerir erfitt um vik fyr ir íslensk fyrirtæki að leggja sitt af mörkum í uppbyggingu jarðhita í heiminum, sem er slæmt, því á þessu sviði eru íslenskir sérfræð ingar í fremstu röð í heiminum. Þó má vera að íslensk stjórnvöld séu að taka við sér því þau óskuðu nýlega eftir aðild að nýrri alþjóða fjármálastofnun sem heitir Asian Infrastructure Investment Bank sem mun væntanlega láta til sín taka í orkumálum.
ENNEMM / SÍA / NM67970
Þjónusta við fyrirtæki
Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á.
Kristín Hrönn Guðmundsdóttir hefur veitt ferðaþjónustuaðilum og öðrum fyrirtækjum fjármálaþjónustu í meira en 12 ár.
Hjá Íslandsbanka starfar hópur fólks sem býr að áratuga reynslu af ráðgjöf við stór og smá fyrirtæki í ferðaþjónustu og hefur víðtæka sérþekkingu á fjárhagsumhverfi þeirra. Þannig getum við ávallt tryggt þeim þá bankaþjónustu sem þau þarfnast.
Kristín Hrönn er forstöðumaður verslunarog þjónustuteymis Íslandsbanka.
Þekking sprettur af áhuga.
islandsbanki.is
Netspjall
Sími 440 4000
10
Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, var fundarstjóri.
Áhugaverðir fyrirlestrar á fundi FVH
Íslenski þekkingardagurinn Í
slenski þekkingardagurinn var haldinn á Grand hótel föstudaginn 20. mars. Þem að að þessu sinni var „Nýsköp un í auðlindanýtingu: Lykill inn að betri framtíð“. Þrír flottir fyrirlesarar héldu framsögu en því til viðbótar voru svo lífleg ar pallborðsumræður í lokin þar sem fimm fulltrúar fyrirtækja sem nýta auðlindir á skapandi hátt sátu fyrir svörum. Fundar stjóri var Helga Valfells, fram kvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Dr. Marcello Graziano var annar af tveimur erlendum fyrir lesurum í ár. Hann er uppruna lega frá Tórínó á Ítalíu en starf ar við MERIKA-verkefnið við University of the Highlands and Islands í Skotlandi. MERIKA er rannsóknarverkefni sem snýst um að rannsaka hvernig megi nýta sjávarorku, m.a. sjávarföll og vindorku. Erindi hans fjallaði einmitt um þetta verkefni, hvaða hindranir eru til staðar og þarf að yfirstíga og skoðaði að lokum mögulegt samstarf milli Skot lands og Íslands. Hinn erlendi fyrirlesarinn var hin norska Caroline Dale
Ditlev-Simonsen. Hún starfar við BI Handelshoyskolen í Ósló en hún er einn helsti sérfræð ingur Noregs á sviði samfélags ábyrgðar fyrirtækja. Hennar er indi fjallaði um samfélagslega ábyrgð og hversu erfitt það getur verið að fjalla um það málefni vegna þess að fólk hefur mis munandi skilning og skilgrein ingar á því. Þá var áhugavert að sjá hennar niðurstöðu á því hvaða hópur hefur staðið sig best í samfélagsábyrgð, en þar má eiginlega segja að fyrirtæki og einkageirinn gangi á undan með góðu fordæmi á meðan neytend ur og opinberi geirinn hafa ekki fylgt eins vel á eftir. Síðastur en ekki sístur var Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, sem fræddi salinn um Auðlindagarð HS Orku á Reykjanesi. Ásgeir er mikill reynslubolti í orkugeiranum en hann hefur starfað á því sviði í yfir tuttugu ár og komið að fjöl mörgum verkefnum á Íslandi og erlendis. Í Auðlindagarði HS Orku starfa yfir 500 manns, en þar af ekki nema 53 hjá HS Orku. Stærsta fyrirtækið í garð inum er Bláa lónið en auk þess
hefur fjöldi annarra spennandi fyrirtækja sprottið upp og nýtt sér jarðvarmann sem HS Orka virkjar. Ásgeir hélt svo áfram í pall borði en auk hans sátu fyrir svör um Ásgeir Björn Lárus Örvar frá fyrirtækinu Orf Líftækni sem framleiðir snyrtivörurnar Sif Cosmetics, Margrét Arnardótt ir verkefnastjóri vindorku hjá Landsvirkjun, Halldór Óskar Sig urðsson hjá Stolt Sea Farm sem framleiðir Senegalflúru í fisk eldi á Reykjanesi og Guðmundur Fertram Sigurjónsson frá Kerecis, en Kerecis vann einmitt Íslensku þekkingarverðlaunin sem afhent voru seinna um daginn. Allt í allt tókst Íslenski þekk ingardagurinn mjög vel. Fyrir lestrarnir voru jafn fjölbreyttir og fyrirlesararnir og náðist að kemba efni fundarins á frekar víðan hátt. Við í stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræð inga hlökkum til að halda þess ari hefð áfram og styðja þannig við eitt af markmiðum félags ins sem er að stuðla að því að félagsmenn og aðrir áhugamenn um þessi fræði njóti fræðslu og endurmenntunar.
Dr. Marcello Graziano var annar af tveimur erlendum fyrirlesurum í ár. Hann er upprunalega frá Tórínó á Ítalíu en starfar við MERIKA-verkefnið við University of the Highlands and Islands í Skotlandi.
11
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, var meðal gesta á Íslenska þekkingardeginum.
MYND/BIG
Caroline Dale Ditlev-Simonsen fjallaði um samfélagslega ábyrgð og hvernig einkageirinn sýnir gott fordæmi.
Árni Oddur Þórðarson var valinn viðskiptafræðingur ársins og sendi skilaboð til fundargesta.
Margrét Arnardóttir, verkefnastjóri vindorku hjá Landsvirkjun, fjallaði um vindmyllur fyrirtækisins.
12
Nýtt meistaranám í HÍ
Nýsköpun og viðskiptaþróun
„Í þessu námi koma saman nemendur sem hafa sérfræðiþekkingu á mörgum sviðum.
S
Nemendur geta fléttað þennan íðasta haust fór Háskóli Ískjarna inn í sitt nám sem geflands af stað með nýtt nám í ur þeim tækifæri til að vinna nýsköpun og viðskiptaþróað hagnýtingu meðan á námun. Námið er á meistarastigi og inu stendur eða gera rannsóknir er samstarfsverkefni Félagsvíssem tengjast hagnýtingu,“ segindasviðs og Verkfræði- og náttir Magnús. „Sérstök námslína úruvísindasviðs. Það miðar að hefur verið stofnuð í Viðskiptaþví að undirbúa nemendur fyrir fræðideild þar sem kjarnanámnýsköpun í fjölbreyttu samhengi, skeiðin eru skylda en í öðrum hvort sem það er með stofnun deildum eru þau tekin sem val. eigin fyrirtækja, störfum innan Þannig útskrifast nemendur sprota- eða vaxtarfyrirtækja, eða sem sérfræðingar á sínu sviði frá við viðskiptaþróun stærri fyrþeirri deild þar sem þeir stunda irtækja. Magnús Þór Torfason, sitt meistaranám.“ dósent í viðskiptafræði, hefur Samkvæmt Magnúsi þá er unnið að undirbúningi námsins Magnús Þór Torfason þetta nám byggt þannig upp fyrir hönd Félagsvísindasviðs ásamt Rögnvaldi J. Sæmundssyni fyrir hönd að nemendur úr ólíkum deildum öðlist þjálfVerkfræði- og náttúruvísindasviðis. Við hittum un í að meta ólíkar tegundir viðskiptatækifæra og hvernig hægt sé að nýta þau á árangursríkan Magnús og spurðum hann nánar út í námið. „Námið er hugsað þannig að sem flestar deildir hátt. Þá vinna nemendur saman að afurðaþróháskólans geti tekið þátt í því. Skilgreindur hefur un í umfangsmiklu verkefni þar sem viðskiptaverið ákveðinn kjarni, rúmlega 30 einingar, sem legar forsendur eru í forgrunni. Verkefnið getur veitir grunnfærni í nýsköpun og viðskiptaþróun. verið sprottið úr sjálfstæðu viðskiptatækifæri
MBA TAKTU FRUMKVÆÐI AÐ EIGIN FRAMA KYNNINGARFUNDIR MBA-NÁMSINS Í HÁSKÓLA ÍSLANDS PIPAR \ TBWA • SÍA • 151335
Næstu kynningarfundir um alþjóðlega vottað MBA-nám við Háskóla Íslands verða haldnir föstudaginn 8. maí og fimmtudaginn 21. maí nk. Kynningarnar standa frá kl. 12:00 til 12:45 og fara fram í stofu HT-101 á Háskólatorgi. Boðið verður upp á létta hádegishressingu en skráning fer fram með því að senda tölvupóst á mba@hi.is. Umsóknarfrestur til að sækja um MBA-námið er til 25. maí.
www.mba.is
13
Sigurður Páll Steindórsson og stundar meistaranám í nýsköpun og viðskiptaþróun
notuð er við rannsóknir á þessu sviði og til að greina og meta viðskiptatækifæri. Síðast en ekki síst öðlast nemendur færni í framkvæmd nýsköpunar og viðskiptaþróunar.“ „Að loknu námi eru nemendur sérfræðingar á sínu sviði sem geta unnið
lega vel sem vilja koma að stofnun og uppbyggingu nýrra fyrirtækja.“ Magnús segir að nám af þessu tagi hafi ekki verið í boði hér á landi áður en fyrirmyndir eru til víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. „Í þessu námi koma saman nemendur sem hafa sérfræðiþekkingu á
á árangursríkan hátt með öðrum að nýsköpun hvort heldur sem þeir eru viðskiptafræðingar, verkfræðingar, tölvunarfræðingar, ferðamálafræðingar, eða eitthvað annað. Helstu vinnustaðir eru fyrirtæki sem byggja samkeppnishæfni sína á nýsköpun, bæði stór og smá, auk þess sem námið hentar þeim sérstak-
mörgum sviðum, námið er í senn bæði fræðilegt og praktískt, auk þess sem gengið er lengra í útfærslu og prófun viðskiptahugmynda en tíðkast hefur hér á landi.“ Frekari upplýsingar um námið má nálgast á nyskopun.hi.is eða http://www. hi.is/sites/default/files/nyskopun_og_ vidskiptathroun_2014.pdf
Hvers vegna skráðir þú þig í námið nýsköpun og viðskiptaþróun? Mér fannst lýsingin á náminu hljóma spennandi enda hef ég lengi haft áhuga á nýsköpun og frumkvöðlastarfi, hvort heldur sem er innan starfandi fyrirtækja eða við stofnun nýrra sprota. Hvað telurðu að hafi gagnast þér best við námið? Það hefur verið mjög gagnlegt að læra um hvernig best er að þróa nýjar hugmyndir í litlum skrefum og í samstarfi við verðandi notendur. Einnig hefur verið ómetanlegt að læra um hvað beri helst að varast þegar nýju fyrirtæki er hleypt af stokkunum, hvernig best sé að haga fjármögnun og skipulagi innan fyrirtækis á mismunandi stigum. Hverjum telur þú að námið gagnist? Ég tel að þetta nám henti öllum þeim sem hafa áhuga á að vinna að þróun nýrra hugmynda innan starfandi fyrirtækja eða með stofnun nýrra sprotafyrirtækja. Sjálfur er ég verkfræðimenntaður og mæli sérstaklega með náminu fyrir fólk með tæknilegan bakgrunn; með náminu fæst nýtt sjónarhorn á nýsköpun og þróun viðskiptahugmynda út frá markaðshliðinni.
nemenda eða komið úr ranni samstarfsfyrirtækja. En fyrir hverja hentar námið? „Það hentar fyrir nemendur sem hafa áhuga á að vinna að nýsköpun og viðskiptaþróun, hvort heldur sem sérfræðingar í viðskiptum eða á öðrum sviðum,“ segir Magnús. „Einu formlegu kröfurnar
til að sækja um námið eru að viðkomandi sé skráður í meistara- eða doktorsnám við Háskóla Íslands. “ „Í náminu öðlast nemendur þrenns konar færni. Í fyrsta lagi öðlast þeir skilning á nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum og þeim rannsóknum sem hafa verið stundaðar á því sviði. Í öðru lagi öðlast þeir færni í aðferðafræði sem
Nýsköpun SPRETTUR ÚR SAMSTARFI
Með nýsköpun að leiðarljósi hefur Marel umbreyst úr sprotafyrirtæki í heimsleiðtoga í þróun á hátæknibúnaði fyrir matvælaiðnaðinn. Marel hefur á feikna öflugu og velmenntuðu rannsóknar- og þróunarliði að skipa og hefur það skilað fyrirtækinu í fremstu röð framleiðenda á slíkum búnaði á heimsvísu.
Kynntu þér framtíðina með okkur marel.is
14
Kerecis vinningshafi Íslensku þekkingarverðlaunanna 2015
Hugvitið skapar verðmætin L
æk ningavör uf y ri r tæk ið Kerecis hlaut Íslensku þekkingarverðlaun Félags viðskiptafræðinga og hagfræð inga í ár. Að þessu sinni var yf irskrift verðlaunanna: Verð mætasköpun með óhefðbundinni nýtingu auðlinda. Við valið var haft til hliðsjónar hvernig fyr irtækin hafa í krafti nýsköpunar fundið og þróað leiðir til að bæta nýtingu á auðlindum landsins, með því að búa til nýjar afurðir úr verðlitlum efnivið sem fellur til við hefðbundna nýtingu.
Hugvit sem skapar mikil verðmæti Að mati dómnefndar Íslensku þekkingarverðlaunanna er Ker ecis einkar gott dæmi um fyrir tæki sem byggir á hugviti og nær með því að skapa mikil verð mæti úr náttúrulegri afurð sem fellur til við aðra nýtingu. Á því herrans ári 2009 stofnaði Guð mundur Fertram Sigurjónsson Kerecis ásamt föður sínum, Sig urjóni N. Ólafssyni efnafræðingi, læknunum Baldri Tuma Bald urssyni og Hilmari Kjartans syni, bandaríska verkfræðingn um og einkaleyfalögfræðingnum ErnestKenney og Baldvini Birni Haraldssyni lögfræðingi. Guð mundur, Baldur Tumi og Ernest unnu áður saman hjá Össuri hf. um árabil. Viðskiptahugmynd fyrirtækis ins byggir á notkun á roði til viðgerðar á húð og öðrum lík amshlutum og eru fyrstu vörur félagsins þegar á markaði. Í fé laginu er unnið öflugt rann sóknar- og þróunarstarf með það að markmiði að fjölga vörum og þróa tækni félagsins áfram
þannig að jafnvel verði hægt að nota hana til viðgerðar á líffær um í framtíðinni. Fyrirtækið verndar tækni sína með fjölmörgum einkaleyfum og er einkaleyfi félagsins fyr ir notkun á affrumuðu fiskiroði í læknisf ræðilegum tilgangi útgefiðí 22 löndum. Meðhöndla alvarleg sár Fyrirtækið hefur í dag tvær lækningavörur á markaði, sára meðhöndlunarefni og með höndlunarefni fyrir húðvanda mál. Fyrri varan er Kerecis Omega3 sárameðhöndlunarefn ið sem sala og markaðssetning hófst á í fyrra. Um er að ræða af frumað þorskroð sem notað er til að meðhöndla alvarleg og jafnvel lífshættuleg sár. Markaður fyrir sár er í miklum vexti um allan heim en alvarleg sár eru fylgifiskar sykursýki og offitu. Í Bandaríkjum er stærð markaðarins 5 milljarðar dollara, með yfir 10% árlegum vexti. Um 100.000 einstaklingar eru aflim aðir á hverju ári í Bandaríkjunum vegna sykursýkis- og offitusára og verða þeir þá oftar en ekki við skiptavinir hins ágæta íslenska fyrirtækis Össurar hf. Hráefnið sem Kerecis notar er roð sem fellur til við roðflett ingu á þorskflökum og voru áður brædd, notuð í dýrafóður eða jafnvel hent. Virði þess hráefnis margfaldast því eftir að Kerecis vinnur úr því seljanlega lækn ingalega afurð. Í höndum lækna keppir þorsk roð Kerecis við gjafahúð frá látn um einstaklingum og affrumaða vefbúta sem unnir eru úr dýr um (aðallega þvagblöðrum og
þörmum svína). Yfirburðir Ker ecis sárameðhöndlunarefnisins í samanburði við þessar vörur snúa að virkni, uppruna og öryggi. „Samanburðarrannsókn sem við framkvæmdum á 140 sárum sýna að sár sem meðhöndluð eru með þorskroði lokast hraðar en sár sem meðhöndluð eru með vef úr spendýrum“ segir Guðmundur og bætir við að „meðhöndlunar
efni úr fiski séu virkari en efni úr spendýrum m.a. vegna nátt úrulegra Omega3 fitusýra sem er að finna í roði en ekki vef úr spendýrum. Engir trúarlegir for dómar eru í garð meðhöndlunar efna úr fiski líkt og um er að ræða fyrir efni unnu úr svínum, hjá gyðingum og múslímum. Ör yggi tækni okkar er einnig meira en samkeppnisvaranna þar sem engir sjúkdómar smitast milli
Viðskiptahugmynd fyrirtækisins byggir á notkun á roði til viðgerðar á húð og öðrum líkamshlutum og eru fyrstu vörur félagsins þegar á markaði.
Guðmundur Fertram Sigurjónsson.
ȵXJW PHLVWDUDQ£P £ VYL²L YL²VNLSWD RJ VWMµUQXQDU )RU\VWD RJ VWMµUQXQ Ȃ 06 0/0
$OÀMµ²DYL²VNLSWL 06 0,%
Nýtt meistaranám sem undirbýr nemendur fyrir forystuVW¸UI ¯ DWYLQQXO¯ȴ RJ VDPI«ODJL )M¸OEUH\WWLU £IDQJDU P\QGD IU¨²LOHJDQ RJ KDJNY¨PDQ JUXQQ ÀDU VHP IMDOOD² HU XP µO¯NDU NHQQLQJDU LQQDQ OHL²WRJD RJ VWMµUQXQDUIU¨²D KHUVOD HU £ ÀMµQDQGL IRU\VWX H 6HUYDQW OHDGHUVKLS RJ VDPVNLSWDK¨IQL HWWD HU IM¸OEUH\WW Q£P VHP KM£OSDU À«U D² Q£ OHQJUD
0HLVWDUDQ£P VHP YHLWLU ÀM£OIXQ WLO V«UK¨I²UD VWDUID KM£ I\ULUW¨NMXP VHP V¨NMD £ HUOHQGD PDUND²L 6«UVWDNOHJD HU KRUIW WLO VWHIQXPµWXQDU RJ PDUND²VVHWQLQJDU Q¿UUD YL²VNLSWDKXJP\QGD /¸J² HU £KHUVOD £ D² QHPHQGXU ÀM£OȴVW ¯ D² PHWD PH² JDJQU¿QXP K¨WWL W¨NLI¨UL WLO ¼UEµWD RJ VµNQDU £ HUOHQGD PDUND²L 1£P VHP KM£OSDU À«U D² ȴQQD Q¿MD P¸JXOHLND
.HQQW HU ¯ IMDUQ£PL 8PVµNQDUIUHVWXU I\ULU KDXVW¸QQ HU WLO PD¯ .\QQWX À«U P£OL² £ ELIURVW LV
9HONRPLQ ¯ +£VNµODQQ £ %LIU¸VW - hvar sem þú ert og hvert sem þú stefnir
16
vörunnar okkar og manna en framleiðendur vara sem unnar eru úr spendýrum þurfa sífellt að vera á varðbergi og gæta að mögulegu vírussmiti.“ Framleiðsla Kerecis fer fram í verksmiðju fyrirtækisins á Ísafirði en þar er roðið hreinsað til að hægt sé að nota það sem endanlega söluvöru. Nú er þetta dýr vara sem er væntanlega notuð í sérhæfðum tilgangi. Hvernig er varan notuð? Varan er notuð til að meðhöndla alvarleg sár, t.d. þar sem sárin eru það djúp að það sést í bein eða sinar. Roðið er selt í dauðhreinsuðum umbúðum. Læknirinn tekur vöruna úr umbúðunum, klippir hana þannig að hún passi ofan í sárið, vætir hana með saltvatni og leggur í sárið. Ofan á efnið okkar er svo lagður stór plástur. Það sem gerist svo er að heilbrigðar frumur úr sárabörmunum leita inn í efnið okkar og fara þar að skipta sér og leggja niður nýjan líkamsvef. Efnið okkar leysist svo smám saman upp en eftir stendur nýr endurgerður líkamsvefur eða húð. Hver er helsti markaður Kerecis og hvernig hefur gengið að ná fótfestu á erlendum mörkuðum? Árið í fyrra var fyrsta árið sem við seldum sáravöruna á erlendum mörkuðum. Það gengur mjög vel og erum við komin með góða samstarfsaðila í nokkrum löndum þ.á m. í Þýskalandi. Markaðssetning á svona vörum er hinsvegar flókin og tímafrek – markaðsleyfi þurfa að liggja fyrir, tryggja þarf endurgreiðslur frá sjúkratryggingum/tryggingafélögum og tekur þetta allt talsverðan tíma. „Stóru fréttirnar fyrir okkur voru að í janúar í ár hlutum við endurgreiðslulykil í Bandaríkjunum sem er langstærsti markaðurinn fyrir þennan vöruflokk í heiminum, en hann tryggir þátttöku bandarískra sjúkratrygginga í kostnaði á kaupum á vörunni. Við erum nú í viðræðum við nokkra mögulega samstarfsaðila í Bandaríkjunum og gerum ráð fyrir að hefja sölu þar fyrir árslok.“ Hjá Kerecis starfar vísindaráð virtra fræðimanna. Hversu miklu máli skiptir að hafa slíkt ráð? Vísindaráðið er okkur gríðarlega mikilvægt. Formaður þess er læknirinn Robert Kirsner sem er prófessor við Miamí háskóla. Hann er líklega virtasti rannsóknarlæknir á sviði sáralækninga í heiminum í dag og hefur undanfarin ár birt um 350 greinar um sárarannsóknir í blöðum eins og Nature, New England Journal of Medicine, The Lancet og fleirum slíkum. Með stofnun vísindaráðsins færðist athygli viðmælenda okkar að tækninni okkar og vörum, frá umræðu um staðsetningu fyrirtækisins á litla Íslandi. Húðmeðhöndlunarvörur fyrir sóríasis og aðra húðsjúkdóma Eins og fram hefur komið framleiðir Kerecis og selur tvær vörulínur; sáravöruna sem fjallað var
um hér að framan og meðhöndl- sem sýna fram á virkni og öryggi unarvörur fyrir vandamálahúð. vörunnar,“ segir Guðmundur. Meðstofnandi Kerecis, húðAffrumaða þorskroðið hentar læknirinn Baldur Tumi Bald- einkar vel til viðgerða á heilaursson, hefur mikla reynslu af basti (himnan milli heila og höfmeðhöndlun sóríasis og exems uðkúpu), tannholsviðgerða en en einnig vandamála eins og einnig til að endurbyggja ytra innvaxinna hára og sprunginn- byrði líkamans eins og gert er í ar fótahúðar. Við meðhöndlun á alvarlegum kviðslitum og við sárum tók hann eftir því að heila endursköpun á brjóstum eftir húðin umhverfis sárið virtist brjóstatöku í kjölfar krabbameins. líta betur út eftir sárameðhöndl- Dauðhreinsaða roðið okkar er þá un. „Við skoðuðum þetta og nið- tekið og saumað í þar sem ytra urstaðan var sú að Omega3 fitu- byrðið vantar styrk eða vantar alsýrurnar sem eru í roðinu hafa gerlega. Heilbrigðar frumur leita þessi jákvæðu áhrif á húðina,“ þá inn í efnið okkar, skipta sér og segir Guðmundur. Í framhaldi byrja að leggja niður nýjan líkaf þessu hefur fyrirtækið þró- amsvef á meðan efnið okkar leysað húðmeðhöndlunarefni sem ist smámsaman upp. Eftir stendmarkaðssett eru undir nafninu ur svo heilbrigður endurskapaður Kerecis mOmega3 í lyfjaversl- líkamsvefur eða húð. unum um land allt. Kremin flokkast sem lækningavörur og Að lokum Guðmundur, hver er eru fjórar mismunandi gerðir lykillinn að árangri Kerecis að á markaði í dag; Psoría til með- þínu mati og hvar sjáið þið Kerhöndlunar á þykkri, hreistraðri ecis að fimm árum liðnum? húð. Xma til meðhöndlunar á „Nýsköpun er fyrir fullorðna. þunnri, aumri húð. Smooth til Það er skoðun mín að einstaklmeðhöndlunar á innvöxnum ingar með 10-20 ára reynslu eða hárum og Footguard fyrir sigg á meira úr ákveðnum geirum séu fótum. Kremin má kaupa án lyf- líklegastir til árangurs í nýsköpseðils í lyfjaverslunum um land un. Þeir þekkja markaðinn og allt. En með ávísun lyfseðils lögmálin sem gilda í viðkomandi greiða Sjúkratryggingar Íslands geira. Kerecis á langt í land með kremin. að verða fullburða lækningavörufyrirtæki á borð við Össur Í þróun hjá fyrirtækinu eru fleiri og önnur slík en ég tel að lykillathyglisverðar vörur sem byggja inn að þeim árangri sem við höfá roðtækni fyrirtækisins og eru um þó náð liggi í reynslu okkar ætlaðar til notkunar við aðgerðir í lækningavörugeiranum, allt frá á heilabasti, tannholi kviðsliti læknisfræðilegum prófunum og og við brjóstaenduruppbyggingu. einkaleyfum yfir í sölu- og markGetið þið sagt aðeins nánar frá aðsmál. Nýsköpunargeirinn á Ísþeim? landi er aðallega drifinn áfram af Vörurnar okkar eru lækninga- ungu fólki, nýstignu úr háskóla vörur og til að megi selja þær en það vantar meira eldra fólk þurfa að liggja fyrir leyfi frá við- inn í þetta verkefni sem býr að komandi yfirvöldum. Í Banda- þekkingu og reynslu. ríkjunum er það t.d. FDA sem Eftir fimm ár verðum við efveitir slík leyfi. „Við þurfum að laust enn að þróa nýja vörur og fá sérstakt leyfi fyrir hverja með- selja en ég tel að líklegt sé að á höndlun eða „ábendingu“ eins þeim tímapunkti munum við og það er kallað á fagmál. Hver hafa selt einhverjar vörulínur umsókn er nokkuð flókin og okkar til fjölþjóðlegra lækningafyrir þurfa að liggja niðurstöð- vörufyrirtækja sem gera munu ur læknisfræðilegra rannsókna þær að sínum.“
Árið í fyrra var fyrsta árið sem við seldum sáravöruna á erlendum mörkuðum. Það gengur mjög vel og erum við komin með góða samstarfsaðila í nokkrum löndum þ.á m. í Þýskalandi.
17
Virðismat, atferlisfjármál og hágæða sölumennska
Erlendir sérfræðingar vinsælir hjá Endurmenntun HÍ
F
ramboð á námskeiðum með erlendum sérfræðingum hjá Endurmenntun Háskóla Íslands hefur aldrei verið eins viðamikið og núna á vormisseri. Undanfarin ár hafa námskeið af þessu tagi verið afar vinsæl hjá okkur segir Thelma Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Endurmenntunar og öll hafi fengið mjög góða dóma. „Haustið 2012 kom Margaret Andrews frá Harvard til okkar og hélt námskeið við mjög góðar undirtektir og síðan þá hefur hún meðal annars verið okkur innan handar við að finna góða kennara. Þar af eru nokkrir sérfræðingar sem kenna samskonar námskeið hjá endurmenntunardeild Harvard háskóla,“ segir Thelma. Meðal námskeiða á þessu misseri eru tvö námskeið með Bruce Watson og eitt með David Madsen. Virðismat, fjármála líkön og atferlisfjármál „Bruce Watson, sérfræðingur frá Harvard, er einn af þeim
FinancialMarkets þann 7. maí. Watson er lærður hagfræðingur frá Colorado háskóla og Harvard. Hann er reynslumikill ráðgjafi og kennari bæði við Harvard háskóla og háskólann í Boston. Watson starfar einnig sem ráðgjafi Harvard Management Company, vogunarsjóðs í eigu Harvard háskóla, og hjá stærri fyrirtækjum sem er að finna á lista viðskiptatímaritsins Fortune. Watson hefur fengið ýmis verðlaun fyrir framúrskarandi kennslu og hlotið afar góð meðmæli frá nemendum sínum. Thelma Jónsdóttir. sem Andrews hefur mælt með og verður hann með tvö fjármálanámskeið hjá okkur í byrjun maí,“ segir Thelma. Annars vegar er um að ræða námskeið í virðismati og fjármálalíkönum, Valuation and Financial Modeling sem verður haldið 6. maí og hins vegar í atferlisfjármálum, Behavioral Finance: The Role of Greed and Fear in
Hágæða sölumennska „Endurmenntun hefur í langan tíma verið að leita að góðum aðila til að kenna hágæða sölunámskeið vegna fjölda fyrirspurna. Við erum því afar ánægð með að David Madsen, virtur ráðgjafi og fyrirlesari sem kennir aðferðafræði í sölu víðs vegar um heiminn, hefur samþykkt að kenna hjá okkur í byrjun maí. Mörg stór alþjóðleg fyrirtæki eins og Microsoft, Boeing, Siemens, IBM og Bank of America hafa nýtt sér
Meðal námskeiða á þessu misseri eru tvö námskeið með Bruce Watson og eitt með David Madsen. þessa aðferðafræði sem Madsen kennir og er því um að ræða einstakt tækifæri fyrir íslensk fyrir tæki að kynnast henni,“ segir Thelma. Madsen er samstarfsfélagi Jeffs Thull, höfundar metsölubókarinnar Mastering the Complex Sale hjá ráðgjafaf yrirtækinu Prime Resource Group. Hann hefur yfir 30 ára reynslu í sölustörfum, sem sölustjórnandi og sem ráðgjafi fyrirtækja í viðskipta- og söluþróun. Hann
ENDURMENNTUN HÁSKÓLA ÍSLANDS
FÆRIR ÞÉR ERLENDA SÉRFRÆÐINGA Building More Effective Teams Hvenær: Þri. 21. apríl kl. 9:00 - 17:00
Mastering the Complex Sale
Skills and Disciplines for Winning High-Stakes Sales in a Complex and Evolving Market Hvenær: Þri. 5. og mið. 6. maí kl. 9:00 - 17:00
Valuation and financial modeling Hvenær: Mið. 6. maí kl. 9:00 - 16:30
Behavioral finance: the role of greed and fear in financial markets Hvenær: Fim. 7. maí kl. 9:00 - 16:30
Psychology & Policy: Moving Forward Hvenær: Mán. 18. maí kl. 17:00 - 19:00 Snemmskráning til og með 18. maí
Leading Differently – The Power of a Purposeful Pause© Two Day, Non-Residential Retreat Hvenær: Þri. 3. og mið. 4. nóv. kl. 9:00 - 16:00 Snemmskráning til og með 5. júní
Nánari upplýsingar og skráning:
sími 525 4444
endurmenntun.is
hefur starfað lengstum hjá alþjóðlega nýsköpunarfyrirtækinu 3M í söluferlum tækja, hugbúnaðar og þjónustu á sviðum heilsugæslu, fjármála og stjórnunar. Sérsvið Madsens liggur í ráðgjöf til sölu- og markaðsstjóra og samstarfshópa þeirra í flóknum söluferlum þar sem margir hagsmunaaðilar koma að borðinu. Í því felst að skapa, tengja og meta verðgildi söluvara, þjónustu og lausna á öllum stigum virðiskeðjunnar. Madsen hefur náð farsælum árangri í að taka að sér og byggja upp sölur og söludeildir með því að leggja áherslu á markaðsáætlanir, nýsköpun og niðurskipun verkefna. Námskeið Madsen, Mastering the Complex Sale – Skills and Disciplines for Winning HighStakes Sales in a Complex and Evolving Market, verður haldið dagana 5. og 6. maí næstkomandi. Enn er hægt að skrá sig á námskeið Watsons og Madsens á endurmenntun.is þar sem einnig má finna nánari upplýsingar um námskeiðin.
18
Meistaranám í viðskiptafræði nýtur aukinna vinsælda
Endurnýjun og þverfagleiki lykilþættir V
iðskiptafræði hefur verið kennd við Háskólann í Reykjavík frá stofnun háskólans eða í um 17 ár. Lengi framan af var grunnnám í viðskiptafræði kjarninn í starfseminni en samkvæmt forseta deildarinnar hefur meistaranám notið aukinna vinsælda undanfarin misseri. Störf viðskiptafræðinga hafa verið að þróast og breytast síðustu ár, þróun upplýsingatækninnar á talsverðan hlut í máli og það er sífellt mikilvægara að hafa þverfaglega innsýn. „Meistaragráða er nú lykillinn að áhugaverðum störfum og því höfum við lagt mikla áherslu á að efla meistaranámsbrautirnar við deildina auk þess sem nýjar hafa verið þróaðar,“ segir Þóranna Jónsdóttir, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. „Fólk áttar sig nú betur á því að meistaranám gefur töluvert forskot þegar kemur að áhugaverðum störfum og meistaranámið er nú helmingur af öllu umfangi viðskiptadeildar HR. Ég tel að þessa þróun megi útskýra með því að við höfum verið dugleg að þróa námið í takt við það sem atvinnulífið kallar eftir.“ Meistaranám í reikningshaldi og endurskoðun hefur fest sig í sessi og er vel sótt. Þar hefur gott samstarf við endurskoðunarskrifstofur eins og KPMG og Deloitte skipt miklu máli. Að sögn Þórönnu er starfsþjálfun og sú sérhæfing sem hægt er að öðlast með meistaragráðunni forsenda þess að skapa sér starfsvettvang sem endurskoðandi og því er gott samstarf við stofurnar lykilatriði. Valkostum í meistaranámi hefur fjölgað töluvert á síðari árum. Um langt skeið hefur deildin boðið upp á meistaranám í fjármálum og alþjóðaviðskiptum en nýjustu námslínurnar eru mannauðsstjórnun, markaðsfræði og upplýsingastjórnun. Nálgun okkar í markaðsfræðináminu er mjög spennandi og við finnum fyrir miklum áhuga. Í náminu er mikil áhersla á stafræna markaðssetningu, notkun samfélagsmiðla og þróun dreifileiða í takt við þróun rafrænna miðla. Markaðsfræðin hefur breyst gríðarlega með tilkomu stafrænna miðla og þróunin kemur til með að halda áfram.
Við leggjum höfuðáherslu á þetta í náminu sem og í markaðsfræðirannsóknum við HR.“ Tæknin er einnig í forgrunni nýs meistaranáms í upplýsingastjórnun en sú námsbraut er samstarf viðskiptadeildar og tölvunarfræðideildar. „Þetta er eina námið sinnar tegundar hér á landi og er afar spennandi. Við höfum þróað námið að erlendum fyrirmyndum og í samstarfi við fyrirtæki í upplýsingatækni, þar á meðal Advania.“ Fyrirtæki í þessum geira hafa að sögn Þórönnu fundið fyrir mikilli þörf fyrir starfsfólk með samþætta menntun á sviði viðskiptafræði og upplýsingatækni, þannig vanti til starfa viðskiptafræðinga með innsýn í upplýsingatækni og tölvunarfræðinga með innsýn í viðskiptaumhverfið. „Það bendir allt til þess að einstaklinga með þessa menntun muni ekki skorta atvinnutækifæri í framtíðinni.“ Aðsókn að MBA-náminu við HR hefur vaxið ár frá ári. Síðastliðin ár hafa mun fleiri sótt um en hægt er að veita inngöngu. „MBA-námið er sérstaklega hannað til að þjálfa stjórnendur til að taka góðar ákvarðanir. Hæfileikinn til að taka góðar ákvarðanir er mikilvægur fyrir alla sem eru í rekstri og með mannaforráð.“ Þóranna segist telja námið og þann mannauð sem það hefur mótað hafa nýst íslenskum fyrirtækjum afar vel. „Frá því að MBA-námið hóf göngu sína um aldamótin hafa yfir 500 einstaklingar útskrifast. Tengslanetið sem hefur myndast er því gríðarlega verðmætt. Í dag eru fjölmargir stjórnendur, forstjórar fyrirtækja og stofnana með MBA gráðu frá HR. Ég trúi því að þetta nám hafi aukið fagmennsku í atvinnulífinu og átt sinn þátt í að byggja það upp síðustu árin.“ Þess má geta að MBA-námið við HR er vottað af alþjóðlegu AMBA-samtökunum. Þóranna segir fjölmarga hafa stofnað eigin fyrirtæki í kjölfar MBA-náms, margir í upplýsingatækni og í ferðageiranum. Það er jafnframt eftirtektarvert að dágóður hópur úr listageiranum hafi sótt námið. „Ég held að þetta eigi þó nokkurn þátt í þeirri grósku sem verið hefur í atvinnustarfsemi tengdri listgreinum á síðustu árum.“
Menntun er fjárfesting í einstaklingnum Undanfarin ár hefur aukin áhersla verið á samfélagsábyrgð í námsefni og starfi deildarinnar. Þóranna segir hlutverk HR ekki einungis vera að leggja nemendum fyrir verkefni að leysa og þekkingu að tileinka sér heldur að útskrifa ábyrga stjórnendur sem láta sér annt um samfélag og umhverfi ekki síður en hag fyrirtækja. Menntun sé mikilvæg. „Menntun er alltaf fjárfesting í einstaklingnum sjálfum, hún eykur þroska og hæfni en líka möguleika á áhugaverðum og, í mörgum tilfellum, vel launuðum störfum. Við erum afar stolt af því fólki sem er í námi við deildina og þeim fjölmörgu sem eru starfandi í atvinnulífinu. Vel menntaður einstaklingur getur skapað sín eigin tækifæri og það er þannig sem við fáum hjól atvinnulífsins til að snúast á skilvirkan og ábyrgan hátt.“
Í flóknu umhverfi leynast tækifæri Að ná markmiðum í flóknu og síbreytilegu umhverfi kallar á einbeitingu og aðlögunarhæfni. Við einföldum leiðina og gerum þér kleift að ná markmiðum þínum. kpmg.is
Hlökkum til að sjá þig Í HÁSKÓLABÆNUM AKUREYRI
HA býður einnig upp á allt nám í fjarnámi að undanskilinni lögfræði
Háskóli er ekki aðeins hús, ekki aðeins upplýsingar og fræðsla. Háskóli er samfélag. Heilbrigðisvísindasvið
Hug- og félagsvísindasvið
Hjúkrunarfræði Iðjuþjálfunarfræði Framhaldsnám í heilbrigðisvísindum - MS í heilbrigðisvísindum - Diplómanám í heilbrigðisvísindum
Félagsvísindi Fjölmiðlafræði Kennarafræði (leik- og grunnskólastig) Diplómanám í leikskólafræðum Lögfræði Nútímafræði Sálfræði Félagsvísindi MA Menntunarfræði MEd Menntavísindi MA Fjölmiðla- og boðskiptafræði MA/Diplóma Heimskautaréttur, LLM/MA/Diplóma
Viðskipta- og raunvísindasvið *ļȓ ILG Sjávarútvegsfræði Diplómanám í náttúru- og auðlindafræðum Viðskiptafræði MS í auðlindafræði MS í viðskiptafræði
& ȧ@ʼn¹SPȧCGLLGEȧSNNȧıȧ?JJRȧLıKȧļȧҨ?PLıKGȧ?¹ȧSLB?LQIGJGLLGȧJńEDP ¹G
unak.is