04.2012
• 1. tbl.
Tímarit Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Atvinnulíf í fjötrum
Kjarakönnun 2011 Eina viðskiptafræðinámið á Íslandi með alþjóðlega gæðvottun
Evrópusambandið
– áskoranir og tækifæri fyrir atvinnulífið
2
HAGUR 1. tbl. 2012 – Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Efnisyfirlit
Leiðari – HAGUR stendur á tímamótum
H 02 Leiðari – Hagur stendur á tímamótum 04 Nýr framkvæmdastjóri FVH 05 Eina viðskiptafræðinámið á Íslandi með alþjóðlega gæðvottun 06 Íslensku þekkingarverðlaunin árið 2012 08 Kjarakönnun FVH 2011 11 Evrópusambandið – áskornair og tækifæri 11 Evra eða króna – tækifæri eða tálsýn? 13 Evran kallar á agaðri hagstjórn 15 Góð hagstjórn er lykilatriði 16 Úr starfi FVH veturinn 2011–2012
agur, tímarit félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) stendur á tímamótum. Félagið hefur um árabil gefið blaðið út í prentuðu formi. Nú hefur verið ákveðið, a.m.k. í bili, að gefa blaðið út þannig að það verði aðeins í rafrænni útgáfu, aðgengilegt á heimasíðu félagsins eins og hefur reyndar verið síðustu ár. Sífellt hefur reynst erfiðara að fjármagna prentaða útgáfu auk þess sem þróun í útgáfu félagasamtaka á útgefnu efni er almennt í þessa átt. Félagið hefur auk þess ákveðið að stefna að því að senda frá sér fréttir og annað efni í rafrænu fréttabréfi í meira mæli en verið hefur. Til þess að gera slíkt framkvæmanlegt hefur verið keyptur aðgangur að rafrænu fréttabréfakerfi sem mun halda utan um útgáfu á því efni sem félagið sendir frá sér til félagsmanna. Greiðandi félagsmenn munu fá fréttabréfið í tölvupósti en fyrsta slíka fréttabréfið kom út um miðjan mars í tilefni Íslenska þekkingardagsins. Mikilvægt er að félaginu séu gefnar upplýsingar um rétt netföng félagsmanna svo unnt sé að koma upplýsingum um félagsstarfið á framfæri með þessum hætti við sem flesta. Samhliða útgáfu fréttabréfs er gert ráð fyrir einni til tveimur útgáfum á ári af tímaritinu Hag í rafrænu formi. FVH er fagfélag háskólamenntaðs fólks á sviði viðskiptafræði og hagfræði á Íslandi. Hlutverk félagsins er skv. lögum þess einkum að efla hagnýta menntun og rannsóknir á sínu sviði,
Ritstjóri: Stefán Kalmansson Ábyrgðarmaður: Örn Valdimarsson Hönnun og umbrot: Annetta Scheving
stuðla að fræðslu og endurmenntun félagsmanna, efla ímynd þeirra, kynni og tengsl. Jafnframt að veita félagsmönnum hagnýtar upplýsingar og ráðgjöf um málefni er snerta kjör þeirra og starfsframa og framkvæmir félagið árlega kjarakönnun í þeim tilgangi. FVH er hins vegar ekki stéttarfélag og á enga aðkomu að kjarasamningagerð fyrir félagsmenn. Athygli vekur að í síðustu kjarakönnun félagsins kemur fram að töluverður fjöldi félagsmanna er ekki með aðild að stéttarfélagi. Einnig að sumir telja að FVH sé þeirra stéttarfélag. Ýmsar ástæður liggja að baki því að viðskiptafræðingar og hagfræðingar velja að vera utan stéttarfélaga en félagið telur þó ástæðu til að auka umræðu og upplýsingar um hvað fellst í slíkri félagsaðild. Það á ekki síst við nú um stundir þegar umtalsvert atvinnuleysi er orðið staðreynd meðal þessa hóps, auk þess sem kaup og kjör margra félagsmanna hafa verið skert á síðustu misserum og árum. Þannig kom fram kjarakönnun félagsins á síðasta ári að raunlaun þeirra félagsmanna sem þátt tóku höfðu lækkað milli ára og fjárhæð heildarlauna kvenna hafði lækkað. Þessi þróun ætti þó ekki alfarið að koma á óvart en lykillinn að því að snúa henni við er aukin fjárfesting og verðmætasköpun í íslensku atvinnulífi. Það vekur nokkurn ugg hve það virðist þvælast fyrir stjórnvöldum þessa lands að ná samstöðu um afgerandi aðgerðir í þá átt. Stefán Kalmansson, ritstjóri Hags
Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga – HAGUR 1. tbl. 2012
AlþjóðlegA viðurkennt MBA-náM í hjArtA reykjAvíkur Háskólinn í Reykjavík eR fyRsti íslenski skólinn til að Hljóta alþjóðlega viðuRkenningu á viðskiptanámi Háskólinn í Reykjavík er í hópi 186 háskóla sem hlýtur AMBA viðurkenninguna, en meðal annarra sem hafa fengið hana eru ieSe í Barcelona, CBS í Danmörku, iMD í Sviss, london Business School og Oxford háskóli. hvað er AMBA? AMBA viðurkenninguna veita samtökin Association of MBA‘s (AMBA), ein virtustu samtök sinnar tegundar í heiminum. www.mbaworld.com
kynntu þér námið á www.ru.is/mba Umsóknarfrestur fyrir haustönn 2012 er til 30. apríl 2012
3
4
HAGUR 1. tbl. 2012 – Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
FVH – Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga Nýr framkvæmdastjóri FVH
Birna G. Guðmundsdóttir ráðinn nýr framkvæmdastjóri Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Birna tekur við starfinu af Árný Hlín Hilmarsdóttir, sem hverfur til annarra starfa sem fjármálastjóri Reykjavík Hilton Nordica. Þakkar stjórnin Árnýju vel unnin störf og velfarnaðar á nýjum vettvangi. Birna starfaði áður sjálfstætt við kynningar- og markaðsmál og er upplýsingafræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA frá Copenhagen Business School í Danmörku. Áður starfaði Birna sem markaðsstjóri Iceland Express en starfaði áður sem aðstoðarmaður framkvæmdastjóra Metroxpress í Danmörku og verkefnastjóri hjá Icelandair.
www.fvh.is Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) er framsækið og virt fagfélag háskólamenntaðs fólks á sviði viðskipta- og hagfræða og má rekja sögu félagsins allt aftur til ársins 1938. Viðskipta- og hagfræðingar á Íslandi er stór hópur fólks, sem getur haft mikinn slagkraft. Félagið er farvegur fyrir hagsmunamál þessa hóps og veitir þeim öflugan stuðning og vettvang til samstarfs. Meðal þess sem FVH sinnir, er að viðhalda fagþekkingu með ýmis konar fræðslu og endurmenntun, hlúa að kjörum viðskipta- og hagfræðinga með kjarakönnun og bjóða upp á vettvang til að efla tengsl félagsmanna.
á viðskiptafræðingi-/hagfræðingi ársins gerð kunn. Ráðstefnugestum gefst síðan tækifæri til að ræða málefni dagsins yfir léttum veitingum.
Meðal helstu þátta í starfsemi FVH eru:
Hagur
Kjarakönnun FVH FVH framkvæmir reglulega könnun á kjörum viðskipta- og hagfræðinga til að gera félagsmönnum og atvinnurekendum kleift að fylgjast með launaþróun innan stéttarinnar með öruggum hætti. Kjarakönnun FVH hefur mikla þýðingu fyrir alla viðskipta- og hagfræðinga því óhikað má segja að hún sé þeirra helsti gagnagrunnur um kjör, vinnufyrirkomulag og vinnutíma.
Íslenski þekkingardagurinn Stærsti viðburður félagsins er ráðstefnan Íslenski þekkingardagurinn, sem haldinn er ár hvert. Þar flytur fólk með þekkingu og reynslu spennandi og fróðleg erindi frá ýmsum sjónarhornum. Að loknum erindum eru veitt Þekkingarverðlaun FVH og val
Morgun- og hádegisverðarfundir Haldnir eru áhugaverðir morgun- eða hádegisverðarfundir reglulega þar sem boðið er upp á spennandi dagskrá tengda fræðunum og öðru því sem ofarlega er á baugi hverju sinni í efnahags- og viðskiptalífinu. Fundirnir eru kjörið tækifæri til að efla tengslanetið í atvinnulífinu og snæða léttan morgun- eða hádegisverð yfir fróðlegum erindum.
Golfmót FVH Hið árlega golfmót FVH er haldið á haustmánuðum. Þar gefst tækifæri til að munda golfsveifluna og hitta góða félaga. Fjöldi glæsilegra vinninga er í boði og snæddur er kvöldverður í lok móts. Hagur er rafrænt fag- og félagstímarit FVH og eru þar birtar greinar af því sem er ofarlega á baugi í efnahags- og viðskiptalífinu hverju sinni, reynt er að fylgjast með því nýjasta í fræðunum hverju sinni ásamt því að fjallað er um félagsstarf FVH.
Fyrirtækjaheimsóknir Félagsmönnum FVH er boðið í fyrirtækjaheimsóknir með fræðandi og skemmtilegri dagskrá og fá félagsmenn innsýn inn í rekstur og framtíðarsýn fyrirtækjanna. Ár hvert hefur tíðkast að bjóða félagsmönnum í heimsókn til þess fyrirtækis sem hlýtur Íslensku þekkingarverðlaunin. Einnig hefur verið farið í fyrirtækjaheimsókn erlendis og heimsóttar höfuðstöðvar þekktra fyrirtækja ásamt íslenskum fyrirtækjum staðsettum þar.
•
Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga – HAGUR 1. tbl. 2012
5
EINA VIÐSKIPTAFRÆÐINÁMIÐ Á ÍSLANDI MEÐ ALÞJÓÐLEGA GÆÐAVOTTUN Nýlega hlaut viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík tvær alþjóðlegar viðurkenningar á námi deildarinnar og er það í fyrsta sinn sem háskólanám á Íslandi hlýtur slíka viðurkenningu. Annars vegar fékk B.Sc. nám deildarinnar EPAS viðurkenninguna en hún er veitt af European Foundation for Management Development (EFMD), samtökum 750 viðskiptaháskóladeilda og annarra aðila í ríflega 80 löndum sem láta sig þróun og umbætur í viðskiptafræðimenntun varða. Hins vegar hlaut MBA-nám viðskiptadeildar HR viðurkenningu samtakanna Association of MBA’s (AMBA) en þau eru ein virtustu samtök sinnar tegundar í heiminum. Viðurkenningin vottar að MBAnám við Háskólann í Reykjavík er meðal þriggja efstu prósentustiganna þegar litið er til gæða þeirra 6000 MBA námsbrauta sem í boði eru um heim allan.
Friðrik Már Baldursson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík, segir viðurkenningarnar fyrst og fremst vera gæðastimpil á starfsemi viðskiptadeildar, þá ferla sem þar eru, starfsfólk, nemendur og kennsluna sjálfa.
H
vað þýða þessar alþjóðlegu viðurkenningar fyrir viðskiptadeild HR? „Viðurkenningarnar eru í raun gæðavottanir sem byggja á alþjóðlegum samanburði á gæðum viðskiptanáms á háskólastigi. Það eru þúsundir viðskiptadeilda reknar í háskólum heimsins en einungis brot af öllum þessum fjölda hefur fengið EPAS og AMBA gæðavottanirnar og nú hefur Háskólinn í Reykjavík bæst í þennan hóp úrvalsskóla,” segir Friðrik Már og bætir því við að viðurkenningarnar segi að viðskiptadeild HR standist alþjóðlegan samanburð og styrki þannig um leið stöðu deildarinnar innanlands. „Viðskiptadeild HR er ekki einungis eina íslenska við skiptafræðideildin með alþjóðlega viðurkenningu á námsbrautum heldur
eru þetta einu námsbrautirnar í íslenskum háskólum sem hafa alþjóðlega viðurkenningu yfirleitt. Það út af fyrir sig er merkilegt.” Hvað MBA-námið varðar telur Friðrik Már AMBA viðurkenninguna gera námið eftirsóttara meðal nemenda erlendis frá. „Námið fer fram á ensku, sem er mjög mikilvæg þjálfun fyrir íslenska nemendur enda er umhverfið sem þau munu starfa í alþjóðlegt, auk þess sem ákveðinn hluti nemenda á hverju ári er erlendis frá. Við höfum líka tekið eftir því að fjölbreyttari nemendahópur styrkir námið og gerir það að verkum að okkar nemendur eru mjög vel undirbúnir fyrir að starfa með fólki úr ólíkum menningarhópum.”
Hið sama segir Friðrik gilda um EPAS viðurkenninguna á BS náminu. „Við leggjum áherslu á að bjóða upp á alþjóðlegt BS nám í viðskiptafræði, meðal annars með því að gera nemendum okkar kleift að komast í skiptinám við bestu viðskiptaháskóla erlendis. EPAS viðurkenningin er gæðastimpill sem gefur okkur trúverðugleika í augum umheimsins, með henni getum við eflt tengslanet okkar út í heim enn frekar. Auk þess að opna dyr bestu háskólanna fyrir okkar nemendum þá munum við fá betri erlenda nemendur til okkar í skiptinám, sem styrkir deildina að öllu leyti. Jafnframt reikna ég fastlega með því að íslenskir nemendur kjósi frekar alþjóðlega viðurkennt nám í viðskiptafræði, gráða úr slíku námi gerir fólki auðveldara að komast í framhaldsnám í góða erlenda skóla og jafnvel að fá vinnu á erlendum markaði. Alþjóðlega þýðir viðurkenningin líka að við getum fengið enn betri erlenda kennara til starfa með okkur.” Friðrik ítrekar að EPAS viðurkenningin sé veitt til ákveðins tíma, nánar tiltekið þriggja ára í senn. „Með EPAS vottuninni hefur viðskiptadeild HR skipað sér í hóp um 180 skóla með vottanir frá EFMD. Í þeim hópi eru margir af bestu viðskiptaháskólum heims og níu bestu viðskiptaháskólar á Norðurlöndunum. Til að halda vottuninni við þurfum við ekki bara að halda í horfinu heldur að verða enn betri. Meðal annars þurfum við að sjá til þess að gæðakerfi og starfsemi viðskiptadeildar taki stöðugum framförum. EPAS viðurkenningin veitir því ekki bara gæðastimpil á stöðu okkar í dag heldur einnig gríðarlega gott aðhald sem styður okkur í að bæta starfsemina, sem er auðvitað markmið okkar.”
•
Viðskiptadeild HR er ekki einungis eina íslenska viðskiptafræðideildin með alþjóðlega viðurkenningu á námsbrautum heldur eru þetta einu námsbrautirnar í íslenskum háskólum sem hafa alþjóðlega viðurkenningu yfirleitt.
6
HAGUR 1. tbl. 2012 – Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Íslensku þekkingarverðlaunin árið 2012 Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga veitti fyrir Íslenska þekkingardeginum í 12. sinn með athöfn á Hilton Reykjavík Nordica þann 15. mars síðastliðinn.
Í
upphafi athafnarinnar hélt Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent stutt erindi um mikilvægi stöðugrar þekkingarleitar fyrir viðgang og þróun öflugs atvinnulífs. Ásta Þórarinsdóttir gerði grein fyrir ákvörðun dómnefndar á vali á þekkingarfyrirtæki ársins og Örn Valdimarsson gerði grein fyrir vali dómnefndar á viðskiptafræðingi eða hagfræðingi ársins 2011. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson verndari Íslensku þekkingarverðlaunanna, afhenti verðlaunin en þeir sem þau hlutu að þessu sinni voru: • •
Marel hlaut Íslensku þekkingarverðlaunin árið 2012. Skúli Gunnar Sigfússon, stofnandi Subway á Íslandi, var valinn viðskiptafræðingur ársins 2011. Auk Marel voru fyrirtækin Eimskip og Landspítali háskólasjúkrahús tilnefnd til þekkingarverðlaunanna en dómnefnd hafði breytingar sem orðið hafa í starfsumh verfi íslenskra fyrirtækja að leiðarljósi við val sitt.
Marel hlýtur Þekkingarverðlaun FVH 2012 Í niðurstöðu dómnefndar segir: Marel hefur vaxið úr litlu íslensku fyrirtæki 1983 sem fram-
leiddi vogir og síðar annan tækjabúnað fyrir sjávarútveg í stórt alþjóðlegt fyrirtæki með þá framtíðarsýn að vera í fararbroddi í þróun og markaðssetningu á tækjabúnaði og þjónustu við matvælaframleiðendur. Fyrirtækið varð almenningshlutafélag 1991 og hlutabréf þess voru skráð í kauphöll 1992. Það hefur því lengsta skráningarsögu meðal núverandi skráðra fyrirtækja í íslensku kauphöllinni. Núverandi starfsemi Marel byggist á stefnu sem mótuð var 2006 en þá hafði það þegar keypt nokkur fyrirtæki erlendis. Stefnan skiptist í tvo afmarkaða áfanga, þar sem sá fyrri einkenndist af ytri vexti með kaupum á fyrirtækjum og sá síðari af sölu á starfseiningum sem ekki falla að stefnu og framtíðarsýn fyrirtækisins, samþættingu og innri vexti. Stefnan fólst í því að ná fótfestu í fisk-, kjöt- og kjúklingaframleiðslu ásamt því að spanna ferlið frá frumframleiðslu til frekari úrvinnslu og neytendapakkninga. Stefnan byggist á þeirri staðreynd að mannkyninu fjölgar sífellt, ekkert lát er á flutningi fólks úr dreifbýli í þéttbýli og stækkandi millistétt um heim allan eykur neyslu á eggjahvíturíkri fæðu eins og fiski, kjöti og kjúklingum. Því er fyrirsjáanlegt að markaðurinn sem félagið starfar á mun vaxa jafnt og þétt.
Fall íslenska bankakerfisins og alþjóðlega fjármálakreppan og efnahagslægðin sem hófst fyrir alvöru haustið 2008 höfðu mikil áhrif á starfsemi Marel. Viðskiptavinir kipptu að sér höndunum, féllu frá pöntunum og lögðu ekki inn nýjar. Fyrirtækið þurfti að grípa til margháttaðra aðhaldsaðgerða á öllum sviðum rekstursins. Þó var þess gætt að verja rannsóknar- og þróunarstarfsemi eftir því sem kostur var. Útgjöld til þessa málaflokks nema um 5-7% af veltu og félagið á um 200 skráð einkaleyfi. Þessi áhersla gerir fyrirtækinu kleift að halda markaðsforskoti sínu. Á sama tíma er augljóst að stjórnendur þess eru meðvitaðir um (að þeir eru á virkum samkeppnismarkaði) að keppinautarnir eru ekki langt undan. Marel var skuldugt eftir yfirtökur og þurfti nauðsynlega að endurfjármagna þær. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á fjármálamörkuðum tókst fyrirtækinu að efna til skuldabréfaútboðs á Íslandi haustið 2009. Ári síðar endurfjármagnaði fyrirtækið nánast allar skuldir sínar á hagstæðum kjörum í samvinnu við sex alþjóðlega banka. Þar með náði fyrirtækið að tryggja sér lygnan sjó á þessu sviði til næstu fimm ára. Í þessu sambandi er vert að nefna að engar af skuldum félagsins voru afskrifaðar. Marel tekur yfirstandandi samþætt-ingu föstum tökum. Það leggur áherslu á góða stjórnarhætti og fylgir stjórnarháttaleiðbeiningum Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Nasdaq OMX frá 2009. Fyrirtækið hefur lagt mikla áherslu á að kynna nýja framtíðarsýn, skipulag og gildi fyrir öllu starfsfólki og virkja það í samþættingunni. Þegar allt þetta er dregið saman er hin augljósa niðurstaða sú að Marel sé sannkallað þekkingarfyrirtæki sem er til fyrirmyndar á flestöllum sviðum. Fyrirtækinu hefur tekist að komast í gegnum þrengingar á erfiðum tímum án þess að fórna samfellunni við þær ákvarðanir sem áður höfðu verið teknar. Samtímis hafa lykiltölur í rekstri batnað. Ólíkur uppruni starfsfólks hefur verið nýttur til að byggja upp áhugaverða menningarlega heild sem heldur utan um gildi og markmið fyrirtækisins. Um leið hefur fyrirtækið skapað sér markaðslega sérstöðu, sterk vörumerki og öflugan þekkingargrunn. Það verður að teljast fátítt að slíkt fyrirtæki hafi jafn sterkar íslenskar rætur og raun ber vitni.
„
Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga – HAGUR 1. tbl. 2012
Skúli Gunnar Sigfússon var valinn viðskiptafræðingur ársins 2011 Í niðurstöðu dómnefndar segir: Skúli er eigandi Subway skyndibitakeðjunnar á Íslandi en hann hóf rekstur fyrsta Subway staðarins á Íslandi árið 1994. Skúli er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1986 og lauk B.S. námi í viðskiptafræði með áherslu á fjármál frá Arizona State University árið 1991. Í kjölfarið hóf Skúli störf hjá Landsbréfum en árið 1993 stofnaði hann Stjörnuna ehf. sem er rekstraraðili Subway á Íslandi. Fyrsti Subway staðurinn á Íslandi opnaði 1994 og nú eru Subway staðirnir orðnir 20 talsins hér á landi og er Ísland einn af sterkustu mörkuðum Subway í heiminum. Auk Subway staðanna kemur Skúli að rekstri Hamborgarafabrikkunnar þar sem hann er einn eigenda, hann á ísbúðina Ísgerðina í Reykjavík og tvo Subway veitingastaði í Finnlandi. Ennfremur rekur Skúli Sólstjörnuna ehf. sem starfar við dreifingu matvæla á Íslandi og Sjöstjörnuna ehf. sem er fasteignafélag með fasteignir að verðmæti um 1,7 milljarða króna. Skúli hefur reynst afar farsæll í sínum rekstri en rekstur Subway á Íslandi hefur frá upphafi gengið vel og skilað góðri afkomu. Skúli hefur lagt áherslu á að byggja reksturinn jafnt og þétt upp án þess að reiða sig á utanaðkomandi fjármagn. Stjarnan ehf., rekstrarfélag Subway á Íslandi, er óskuldsett félag og varfærin fjármagnsuppbygging félagsins á ríkan þátt í því hversu vel félagið hefur staðið af sér sveiflur í íslensku efnahagslífi undanfarin ár.
•
Marel hefur vaxið úr litlu íslensku fyrirtæki 1983 sem framleiddi vogir og síðar annan tækjabúnað fyrir sjávarútveg í stórt alþjóðlegt fyrirtæki með þá framtíðarsýn að vera í fararbroddi í þróun og markaðssetningu á tækjabúnaði og þjónustu við matvælaframleiðendur.
“
7
8
HAGUR 1. tbl. 2012 – Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Kjarakönnun
Viðskiptafræðinga og hagfræðinga 2011
F
élag viðskiptafræðinga og hagfræðinga birti í haust niðurstöður úr kjarakönnun félagsins fyrir árið 2011 en félagið hefur gert kjarakannanir reglulega frá árinu 1979. Upphaflega var könnunin ávallt gerð á tveggja ára fresti en frá árinu 2007 hefur hún verið gerð árlega. Kjarakönnun FVH hefur mikla þýðingu fyrir alla viðskiptafræðinga og hagfræðinga því óhikað má segja að hún sé þeirra helsti gagnabrunnur
minni en í fyrri mælingum. Í síðustu könnun höfðu laun hækkað um 3% á milli ára en þar á undan um 8%.
Kynbundinn launamunur Athygli vekur að í fyrsta sinn lækka laun kvenna. Lækkunin nemur 1,9% og er miðgildi þeirra nú 554 þúsund kr. Laun karla halda áfram að hækka og nemur hækkunin í ár um 1,7%. Miðgildið er nú 661 þúsund kr. á mánuði. Þegar ekki er
mælist leiðréttur launamunur 4,3% en var 3,2% árið 2010. FVH hélt fræðslufund um niðurstöður könnunarinnar og stöðu viðskiptafræðinga og hagfræðinga á vinnumarkaði 7. desember s.l. undir heitinu „Er kominn tími til að panta gáminn.“ Umfjöllun um fundinn er birt hér en nánari upplýsingar um kjarakönnun FVH árið 2011 má finna á innri vef félagsins.
Heildarmánaðarlaun viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Miðgildi heildarlauna viðskiptafræðinga og hagfræðinga á mánuði
um kjör, vinnufyrirkomulag og vinnutíma og gagnast bæði launamönnum og atvinnurekendum. Í ár byggja niðurstöðurnar á svörum 811 viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Miðgildi heildarmánaðarlauna viðskiptafræðinga og hagfræðinga mælist nú 606 þúsund kr. sem er hækkun um 0,7% frá því á sama tíma í fyrra. Hækkun launa nú er talsvert
tekið tillit til annarra þátta mælast því karlar með 19% hærri laun en konur. Þegar launamunur kynjanna er svo leiðréttur með tilliti til fleiri þátta eins og aldurs, fjölskyldustærðar, menntunar, starfsreynslu, starfsvettvangs og geira kemur í ljós að launamunur kynjanna eykst frá fyrri mælinum. Nú
•
Er kominn tími til að panta gáminn? Fræðslufundur um kjarakönnun og stöðu viðskiptafræðinga og hagfræðinga á atvinnumarkaði.
S
íðasti hádegisverðarfundur haustsins 2011 var haldinn á Grand Hótel miðvikudaginn 7. desember. Á fundinum voru kynntar niðurstöður kjarakönnunar félagsins og haldin þrjú erindi um stöðu atvinnumála. Frummælendur voruGerða Björg Hafsteinsdóttir formaður kjaranefndar félagsins, Hilmar Garðar Hjaltason ráðgjafi hjá Capacent, Stefán Einar Stefánsson formaður VR og Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samál. Fundarstjóri var Sigríður Hallgrímsdóttir formaður fræðslunefndar. Fundurinn hófst með því að Gerða Hafsteinsdóttir kynnti niðurstöður kjarakönnunar meðal félagsmanna. Könnunin var netkönnun framkvæmd vorið 2011. Eyjólfur Sigurðsson doktorsnemi vann að úrvinnslu gagna. Helstu niðurstöður voru að miðgildi heildarmánaðarlauna viðskiptafræðinga og hagfræðinga námu 606 þús. krónum sem er um 0,7% hækkun frá árinu á undan. Laun þessa hóps hefur hækkað stöðugt frá því kannanir félagsins hófust fyrir um 15 árum en nú er hækkunin verulega minni en áður. Sérstaka athygli vekur að á að laun kvenna eru skv. þessari könnun að lækka milli ára. Miðgildi launa kvenna var 554 þús. krónur og lækka um 1,9% frá fyrra ári. Á sama tíma eru laun karla að hækka um 1,7% og nemur miðgildi þeirra 661 þús. krónum á mánuði skv. könnuninni. Þegar horft er til kaupmáttar eru raunlaun í báð-
um tilvikum að lækka milli ára. Launamunur kynjanna er um 19% en þegar hann hefur verið leiðréttur með tilliti til ýmsa þátta kemur í ljós að launamunurinn hefur aukist og er 4,3% árið 2011 samanborið við 3,2% árið á undan. Gerða fór síðan yfir ýmsa þættir könnunarinnar. M.a. staðnæmdist hún nokkuð við ástæður stéttarfélagsaðildar og aðildarleysis. Um 77% þeirra sem svöruðu eru aðilar að stéttarfélagi en athygli vekur að margir virðast ekki klárir á því til hvaða félags þeir eru að greiða. Loks ræddi hún afleiðingar fjármálahrunsins fyrir félagsmenn en spurt var bæði um kjaraskerðingar sem félagsmenn hafa þurft að taka á sig, atvinnumissi og áhuga á að leita eftir störfum erlendis. Viðskiptafræðingar og hagfræðingar eru nokkuð stór hluti þess háskólamenntaða fólks sem er atvinnulaust í dag og hefur þessi hópur farið vaxandi undafarið. Yfir 70% svarenda í könnuninni sögðu ólíklegt að þeir leiti sér eftir atvinnu erlendis. Þó töldu 38% svarenda að þeir mundu hugleiða málið ef þeim bærist tilboð um atvinnu erlendis. Hilmar fór yfir það sem máli skiptir við ráðningar viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Það sem í fljótu bragði gæti verið einsleitur hópur er þvert á móti í raun töluvert ólíkir hópar fólks hvað störf varðar. Sýndi hann um tuttugu flokka
Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga – HAGUR 1. tbl. 2012
starfa sem mætti skipta félagsmönnum eftir. Markaðurinn hefur breyst umtalsvert. Atvinnurekstur eru orðnir mun kröfuharðari þar sem starfsreynsla og sérhæfing skiptir miklu. Áður var hraði áberandi og menn fengu fljótt starf. Nú er mikið framboð af fólki að leita sér að atvinnu. Atvinnurekendur setja kröfur og segja má að þættir eins og framhaldsmenntun og starfsreynsla séu orðnir skilyrði fyrir bitastæðum störfum. Þetta á við viðskipta- og hagfræðinga og fleira háskólafólk en þó ekki alla. Þannig hefur verið eftirspurn eftir fólki með ákveðna tæknimenntun og lögfræðingum. Hilmar sagði að margir af þeim sem eru farnir að hugsa sér til hreyfings séu ekki endilega virkir í atvinnuleit en hafi augun opin. Afstaða háskólamenntaðs fólks til frama er að breytast, nú sækist fólk eftir tveimur til þremur „karríerum“ og að bæta við sig menntun. Fyrirtækin séu orðin opnari fyrir þessari þróun enda snýst samkeppnishæfni fyrirtækja um hæfileikaríkt starfsfólk. Hilmar fór yfir það sem skipti fyrirtækin máli við ráðningar og nefndi í því sambandi atriði eins og lausnamiðað, frumkvæði, málin kláruð og „ekkert væl“. Þegar um kröfur til framkvæmastjóra er að ræða atriði eins og framtíðarsýn, fyrirmynd, frumkvæði, leiðtogi og samskiptahæfni. Sameiginlegt fyrir báða flokkana og það sem lýsir kröfunum vel er dugnaður og samviskusemi. Í lokin kom fram hjá Hilmari að óvissa væri óvenju mikil þessi misserin sem kæmi m.a. fram í því að staða margra fyrirtækja er í höndum fjármálastofnana og framtíð þeirra því í mörgum tilvikum óráðin. Þrátt fyrir samdráttartíma og óvissu væri þó fullt af tækifærum. Stefán Einar fjallaði um kjaramál og stöðu atvinnumála. Áhyggjuefni hvað margir eru að falla inn í langtímaatvinnuleysi en áberandi er að því fylgir fjölgun fólks með örorku. Stéttarfélögin eru sífellt að láta þau mála meira til sín taka. Atvinnuleysi meðal félagsmanna VR er
9
Launamunur kynjanna er um 19% en þegar hann hefur verið leiðréttur með tilliti til ýmsa þátta kemur í ljós að launamunurinn hefur aukist og er 4,3% árið 2011 samanborið við 3,2% árið á undan.
10
HAGUR 1. tbl. 2012 – Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
mikið og nú tæp 9% þegar atvinnuleysi í heildina er um 6,8%. Kjarasamningar eru í óvissu eftir áramótin og fjárfestingar litlar. Störfum hefur ekki fjölgað á síðustu misserum og hefur atvinnutækifærum fyrir ómenntað fólk fækkað á sama tíma og þeim hefur aðeins fjölgað meðal háskól menntaðra. Hins vegar er staðan einnig orðin erfið í Til lengri tíma þarf hins nágrannalöndum og því ekki lengur vegar að auka fjárfestsömu tækifæri að ingu sem hefur verið finna þar og var afar lítil og væri fyrst og áður. Kaupmáttur heimila á fremst „þvinguð“ fjárÍslandi er í dag festing til að viðhalda álíka og var árið núverandi starfsemi. 2004. Taldi Stefán að það mundi taka 6 – 8 ár að endurheimta þann kaupmátt sem hefur tapast á síðustu árum. Stefán varaði við vaxandi skattlagningu á atvinnulífið sem hamlaði atvinnuuppbyggingu og fjölgun starfa. Vildi hann vera hæfilega bjartsýnn um að landið mundi rísa hægt og bítandi. Þorsteinn talaði síðastur og fór yfir horfur á atvinnumarkaði. Talaði um leitina að hagvextinum sem
hefur þó farið vaxandi á árinu 2011, fyrst og fremst vegna aukinnar einkaneyslu sem ekki væri sjálfbær vöxtur til lengri tíma. Aukna einkaneyslu má einkum rekja til þess að fólk væri að nota séreignarsparnað, auknar tímabundnar vaxtaniðurgreiðlur og eingreiðslna í kjarasamningum. Að einhverju leyti megi rekja vaxandi umsvif einnig til aukinnar neyslu þeirra sem eiga peninga og hafa haldið að sér höndum síðustu misserin. Til lengri tíma þarf hins vegar að auka fjárfestingu sem hefur verið afar lítil og væri fyrst og fremst „þvinguð“ fjárfesting til að viðhalda núverandi starfsemi. Ljóst að samneyslan muni ekki vaxa og að einkaneyslan hafi takmarkað svigrúm. Útflutningsáhrifin í hagvextinum eru komin fram og aukin innflutningur þýði að utanríkisviðskiptin muni ekki auka hagvöxt á næstunni. Þorsteinn sagði að til að halda sjó þyrfti að búa til um 2000 ný störf á ári en til að vinna á atvinnuleysinu þarf meira til. Fjárfesting þarf að vaxa úr um 200 milljörðum króna í um 300 milljaðar króna á ári. Sjávarútvegur, stóriðja og ferðaþjónusta skapa um
80% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar og nærtækast að bæta við þar samhliða uppbyggingu í nýjum greinum. Nefndi í því sambandi matvælaframleiðslu ýmis konar þar sem gera megi ráð fyrir miklum vexti í eftirspurn á alþjóðavísu á komandi árum. Þorsteinn fór yfir þætti sem hamla atvinnuuppbyggingu og nefndi í því sambandi gjaldeyrishöft, vaxtastig, skatta og vantrú á innlenda eftirspurn. Einnig óvissu um framtíð orkufreks iðnaðar og útlit fyrir samdrátt á erlendum mörkuðum. Niðurstaða Þorsteins var í sömu lund og fyrri ræðumanna, Íslendingar eiga mikið af tækifærum en eru ekki að nýta þau sem skyldi. Að loknum framsögum voru umræður um stöðu mála, hvað sé helst framundan og hvað þurfi til að vinna á atvinnuleysinu. Fundurinn var upplýsandi og gaf fundarmönnum ýmislegt til að hugleiða. Öllum ætti að vera ljós nauðsyn þess að tryggja öfluga atvinnuuppbyggingu á næstu misserum og þannig að vinna á einu helsta böli efnahagsástandsins sem er skortur á atvinnutækifærum og verðmætasköpun.
•
Með þátttöku þinni, eflir þú starf FVH! kannaðu málið Á www.fvh.is
Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga – HAGUR 1. tbl. 2012
Evrópusambandið
– áskoranir og tækifæri fyrir atvinnulífið Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga stóð fyrir ráðstefnu um áhrif aðildar að Evrópusambandinu á íslenskt samfélag og atvinnulíf á Íslenska þekkingardaginn í febrúar 2011. Ráðstefnan var haldin í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins.
Eftirtalin erindi voru haldin á ráðstefnunni: • Áhrif aðildar á þróun kaupmáttar og launa Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins • Kjör almennings – Ávinningur og ógnun af breyttu umhverfi Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ • Evrópusamstarfið og fyrirkomulag peninga- og efnahagsmála á Íslandi næstu ár Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins • Ferð án fyrirheita Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group • Áhrif Evrópusambandsins á álframleiðslu á Íslandi Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda • Innri markaður Evrópu og heilbrigðisþjónusta María Bragadóttir, fjármálastjóri Iceland Healthcare • Mun aðild Íslands að ESB breyta lyfjamarkaðnum á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson, yfirmaður viðskiptaþróunar Icepharma Blaðið birtir hér samantekt af erindum tveggja frummælenda þ.e. frá Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandi Íslands. Að afloknum erindum fóru fram fjörugar pallborðsumræður þar sem gestum úr sal gafst tækifæri til að beina spurningum að þátttakendum pallborðsins. Blaðið birtir hér samantekt af skoðanaskiptum úr pallborði sem fram fóru að loknum framsögum, auk samantektar úr erindum tveggja frummælenda þ.e. frá Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandi Íslands.
Evra eða króna – tækifæri eða tálsýn? Pallborðsumræður
L
íflegar umræður spunnust í pallborðsumræðum sem haldnar voru á Íslenska þekkingardeginum, í lok ráðstefnunnar „ESB – Áskoranir og tækifæri fyrir atvinnulífið“. Í pallborðinu tóku þátt: Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur, María Bragadóttir, fjármálastjóri Iceland Healthcare og Loftur Árnason, stjórnarformaður Ístaks.
Myntbandalög endast ekki vel Hilmar Veigar Pétursson tók fyrstur til máls. Hann sagðist eindregið vera þeirrar skoðunar að Íslendingar ættu að ganga í Evrópusambandið (ESB). Hann sagði umræðuna hér á landi einkennast af ótta við spurninguna um hvað við misstum við að ganga í ESB. Þetta væri í raun svipuð pælingu og hafi verið í gangi þegar CCP var stofnað. Fyrirtækið hafi upphaflega verið lítið 40 manna fyrirtæki á Íslandi og allt hafi verið gert upp á íslenska mátann. Stofnendur hafi í
upphafi trúað því að rétta leiðin til að sigra heiminn hafi verið að reka bara lítið fyrirtæki á Íslandi. Sú ákvörðun hafi þó síðar verið tekin að stækka fyrirtækið, það væri nú með 600 starfsmenn á fjórum stöðum í heiminum. Niðurstaðan væri að allir læri að vinna með nálgunum hvers annars án þess að það dræpi „kúltúr“ fyrirtækisins. Þannig læri menn að hlusta á aðra og nýta sér skoðanir fólks frá þeim u.þ.b. 60 þjóðum sem starfi við CCP og útkoman sé eitthvað sem er svo miklu sterkara en litla fyrirtækið sem á sínum tíma hóf göngu sína við Klapparstíg í Reykjavík. Frosti Sigurjónsson lýsti þeirri skoðun sinni að Lúxemborg og Þýskaland gætu hæglega notað sömu
11
12
HAGUR 1. tbl. 2012 – Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
myntina, en reynsla síðustu mánaða væri að leiða skýrt í ljós að Grikkir og Þjóðverjar ættu t.a.m. ekki samleið í peningamálum og að myntbandalög almennt á milli ólíkra þjóða virtust ekki endast mjög vel. Frosti sagði þær raddir verða æ háværari að eina von myntbandalagsins væri að færa lögsögu efnahagsmála til embættismannanna í Brussel. Slíkt fullveldisframsal væri náttúrlega óvinsælt hjá flestum nema kannski þeim sem vildu sjá Evrópusambandinu umbreytt í Bandaríki Evrópu. Í ljósi alls þessa telur Frosti rétt að bíða átekta og sjá hvort myntbandalaginu takist að ráða fram úr sínum risavöxnu vanda-málum áður en við biðjum um að okkar smávægilegu verkefni verði leyst á vettvangi bandalags-ins. Frosti sagðist þar að auki hafa ákveðnar efasemdir um að evran hentaði okkar aðstæðum. Líkur væru á því að hún yrði alltaf í ósamræmi við okkar íslenska veruleika í hagkerfinu og afleiðingar þess gætu orðið skelfilegar. Mikilvægt væri að hafa í huga að samningurinn um evrópska efn hagssvæðið gæfi okkur nú þegar mikinn og góðan aðgang að mörkuðum Evrópu án þess þó að láta af hendi nokkurt fullveldi eða lögsögu yfir okkar mikilvægustu auðlindum. Ekki síst þess vegna yrði ávinningurinn af aðild afskaplega lítill en kostnaðurinn mikill. Ísland myndi alltaf borga meira til bandalagsins en það fengi út úr því, þannig að fyrir íslenskt athafnalíf þá fælust stóru tækifærin í því að horfa lengra en til Evrópu, horfa til þeirra svæða heimsins þar sem hagvöxtur verður mestur á næstu áratugum. Evrópa væri ekki þar á meðal.
að öllu óbreyttu. Það væri á leið til aukinnar miðstýringar, skattheimtu, skuldakreppu, atvinnuleysis og samfélagsóróa.
Er evran forgangsatriði? Ein af þeim fyrirspurnum sem beint var til pallborðsins var hvort að eitt af mikilvægustu samningsmarkmiðum Íslands hlyti ekki að vera að komast sem fyrst inn í myntbandalagið eða a.m.k. inn í ERM II? Ólafur Darri Andrason var þeirrar skoðunar að ef Íslendingum tækist að ljúka Evrópusambandsumsókninni með jákvæðum hætti og þjóðin samþykkti samninginn, þá yrði forgangsverkefni að stefna að upptöku evru. Að hans mati væri möguleikinn á að taka upp evru langmesti ávinningurinn sem Íslendingar fengju út úr Evrópusambandsaðild. Við gætum hins vegar ekki tekið hana upp
okkur í þessu ferli og það væri ekki hægt að fara inn í evruna með gengi á krónunni sem væri ekki í jafnvægi. Ef við færum inn í evruna á of háu gengi þá værum við að íþyngja samkeppnisstöðu okkar og setja ákveðnar byrðar á útflutningsfyrirtækin. Ef við hins vegar færum inn á of lágu gengi þá værum við að framleiða sjálfkrafa verðbólgu í evrunni. Því væri nauðsynlegt að ná ákveðnu jafnvægi á krónuna.
Þýðir evran lægri vexti?
Fyrirspyrjendum varð nokkuð tíðrætt um vaxtamál í pallborðsumræðunum og spurðu t.a.m. hvort Íslendingum byðust lægri vextir við að taka upp evruna. Frosti Sigurjónsson sagði að þegar evrunni hafi verið fleytt af stað hafi öll ríkin verið með sömu vexti og Þýskaland, m.a.s. Spánverjar, Portúgalir og Grikkir. Það hafi í raun þýtt að sumar þjóðir voru með neikvæða raunvexti. Það leiddi aftur til þess að ráðast var ótæpilega í byggingastarfsemi og í kjölfarið hafi blásið upp fasteignabólur. Sumir segja að það hafi verið vegna evrunnar, en Frosti vildi meina að það væri fyrst og fremst vegna slæmrar hagstjórnunar, ekki væri hægt að kenna gjaldmiðlinum evru um kreppuna í Evrópu. Hún væri hins vegar sannarlega liður í því hversu erfitt það reynist að komast út úr kreppunni aftur. Staðreyndin væri sú að Þjóðverjar vildu gjarnan komast út úr evrunni, þeir væru ekki viljugir til að greiða hallann á Grikklandi. Sömu afstöðu almennings mætti finna víðar í álfunni, t.a.m. í Hollandi og víðar. Nú hafa menn lært af þessum mistökum og ekki við því að búast að ríki fái framar lægri vexti en þau ávinna sér með ráðdeild og sparsemi.
Spurningin er hvort ekki væri betra fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki að taka lán í erlendum gjaldmiðlum fremur en í íslenskum krónum. Þau væru þá að fá lægri vexti og á sama tíma að taka minni áhættu.
Frosti klykkti út með því að lýsa þeirri skoðun sinni að Evrópusambandið væri því miður á niðurleið
alveg strax, heldur yrðum við, eins og Ólafur Darri orðaði það, fyrst að taka til heima hjá okkur áður en við yrðum hústæk á öðrum bæjum. Vilhjálmur Egilsson tók í sama streng og sagði eitt af stærstu málunum í sambandi við umsókn Íslands hljóta að vera að Evrópski seðlabankinn og Evrópusambandið hjálpuðu okkur eins mikið og hægt væri í að komast frá krónunni og yfir í evruna. Helsta ástæðan fyrir því að við værum í raun að sækjast eftir aðild væri vilji okkar til að skipta um gjaldmiðil. Engu að síður væri afar mikilvægt að hugsa um rétta tímapunktinn fyrir
Vilhjálmur Egilsson sagði að ákveðin mistök hefðu verið gerð þegar evrunni var hleypt af stokkunum og að þá hefði ekki verið gerður greinarmunur á því hvort verið væri að lána gríska, þýska eða spænska ríkinu. Þetta hefði hins vegar breyst síðan og nú væri ríkjum skipt í góða og slæma lántakendur eins og vera bæri á markaði. Vilhjálmur kastaði síðan fram þeirri spurningu hvort ekki væri betra fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki að taka lán í erlendum gjaldmiðlum fremur en í íslenskum krónum. Þau væru þá að fá lægri vexti og á sama tíma að taka minni áhættu. Sama spurning gilti í raun fyrir fyrirtæki á heimamarkaði og heimilin í landinu. Ólafur Darri Andrason átti lokaorðið í pallborðsumræðunum. Hann sagði alveg ljóst að Íslendingar yrðu að sýna jafnagaða hagstjórn hvort sem evra yrði tekin upp eða ekki. Hann væri hins vegar þeirrar skoðunar að það yrði auðveldara til lengri tíma með evrunni. Ávinningurinn af upptöku hennar lægi annars vegar í því að þá væri auðveldara að viðhalda stöðugleika og hins vegar fylgdu henni gríðarlega mikil tækifæri. Við ættum að vera óhrædd við að nýta þau tækifæri. Ólafur Darri sagði mikilvægt að Íslendingar féllu ekki í þá gryfju að að trúa því að helstu nágrannaþjóðir okkar í Evrópu; Danir, Svíar, Finnar, Bretar og jafnvel þjóðir sem lægju sunnar í álfunni, hefðu afsalað sér öllu sínu fullveldi og væru komin á einhvern klafa sem þær kæmust ekki út úr. Þetta væri einfaldlega ekki þannig og Íslendingar ættu að nýta sér þetta tækifæri, en ekki að sitja heima með hendur í skauti af því að við höfum talið okkur trú um að myndin af Evrópu væri allt öðru vísi en hún raunverulega er.
•
Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga – HAGUR 1. tbl. 2012
EVRAN KALLAR Á AGAÐRI HAGSTJÓRN Hver yrði ávinningur launafólks af inngöngu Íslands í Evrópusambandið og hvaða ógn stendur þessu sama launafólki af inngöngunni í ESB? Þessum stóru spurningum reyndi Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ að svara, á ráðstefnu FVH á Íslenska þekkingardeginum. Erindi Ólafs Darra var afar yfirgripsmikið og fróðlegt og ljóst að Ólafur Darri hefur velt þessum málum mikið fyrir sér.
Evran felur í sér tækifæri Ólafur Darri segir að í sínum huga megi skipta ávinningnum af inngöngunni í ESB fyrir launafólk í tvennt. „Annars vegar fengi íslenskt launafólk aðkomu og aðild að félagsmálastefnu ESB og hins vegar myndi upptaka evru á einhverjum tímapunkti hafa veruleg áhrif á kjör almennings í landinu og veita okkur mikil tækifæri. Menn verða þó að vera sér meðvitaðir um það að evrunni fylgja ekki sjálfkrafa gull og grænir skógar. Upptaka evrunnar felur fyrst og fremst í sér tækifæri fyrir okkur, en það er okkar að nýta þau eða klúðra þeim.“ Ólafur Darri segir aðild að félagsmálastefnunni mikilvæga Hún feli m.a. í sér þau markmið að auka atvinnu í aðildarríkjum ESB, bæta lífsskilyrði og vinnuaðstæður almennings, tryggja félagslega vernd og halda háu atvinnustigi í aðildarríkjunum. Hann segir margvíslegan annan ávinning geta falist í upptöku evrunnar. Henni ætti að geta fylgt stöðugra hagkerfi, auknar erlendar fjárfestingar og lægri vextir. „Ef við nýtum þessi tækifæri þá myndi þetta allt þýða aukinn hagvöxt sem er jú það sem stendur undir lífskjörum í þessu landi. Við getum og eigum að reikna með því að hagvöxturinn skili sér til launafólks þannig að við værum að bæta hér lífskjör til lengri tíma. Annar og ekki síður mikilvægur ávinningur af upptöku evrunnar fyrir íslenskan almenning er að við getum reiknað með að verðlag lækki í kjölfarið. Þar má t.a.m. nefna landbúnaðarafurðir og margar aðrar daglegar neysluvörur,“ segir Ólafur Darri og bætir við að menn hafi verið að slá á að þetta gæti
numið allt að 15 prósentustigum sem væri að sjálfsögðu afar mikilvægt fyrir kaupmáttaraukningu almennings. „Við gætum því, ef rétt verður haldið á spilunum, endurheimt þá kaupmáttarskerðingu sem við höfum orðið fyrir á liðnum árum.“ Allt hljómar þetta óskaplega fallegt og jákvætt og því er nærtækt að spyrja hvort því fylgi tóm hamingja og sæla að ganga í ESB og taka upp evruna. Eru engar neikvæðar hliðar á málinu? „Jú, jú mikil ósköp, þetta er náttúrulega bara önnur hlið peningsins,“ segir Ólafur Darri. „Hin hliðin er t.am. sú staðreynd að við myndum missa sjálfstæða stjórn á peningamálunum. Það getur leitt til vandræða á vinnumarkaði ef sveigjanleikinn er lítill. Verst væri þetta sjálfsagt ef við værum í djúpum öldudal á meðan allt væri í lukkunnar velstandi í Evrópu. Líkurnar á þessu eru ekki mjög miklar, en það myndi þýða að við gætum séð ákveðnar hamfarir í atvinnustiginu. Það er nefnilega þannig að sveigjanleikinn á vinnumarkaðnum snýst um getu hans til að aðlagast breyttum aðstæðum, án þess að það komi til aukins atvinnuleysis. Skortur á þessum sveigjanleika getur leitt til þess að atvinnuleysi verði bæði mikið og langvinnt í kjölfar efnahagsáfalla.“
•
13
14
HAGUR 1. tbl. 2012 – Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Íslenskur vinnumarkaður er að í gegnum tíðina hefur sveigjanleiki kjölfar evruupptöku er heldur ekki eins raunlauna verið mjög mikill. Við höfum í mikil og margir myndu óttast. Við sveigjanlegur Þetta vekur óneitanlega upp þá grundvallarspurningu hvort íslenskur vinnumarkaður sé nægilega sveigjanlegur til þess að við getum tekið upp evru án þess að óttast mikið og langvinnt atvinnuleysi?
Ólafur Darri segir sveigjanleika geta verið margskonar. „Við erum t.a.m. með mikinn sveigjanleika hvað varðar lög og kjarasamninga um uppsagnir. Við sjáum
„leiðrétt hagkerfið“ með góðri verðbólgugusu. Á árum áður var gengið fellt með með pólitískri ákvörðun, en á síðari árum og þá sérstaklega fyrir hrun þá gerist það á markaði. Þá er sveigjanleiki nafnlauna nokkur, sérstaklega meðaltímakaupsins sem erþað einingaverð sem fyrirtækin greiða.“
Ólafur Darri segist hafa rannsakað launaþróun síðustu ára, bæði raunlaunaþróun og nafnlaunaþróun. Sú rannsókn hefur leitt hann að einni niðurstöðu.
Er íslenskur vinnumarkaður nægilega sveigjanlegur til þess að við getum tekið upp evru án þess að óttast mikið og langvinnt atvinnuleysi? líka mikinn sveigjanleika þegar kemur að hreyfanleika fólks á milli landshluta og landa. Við sjáum líka mikinn breytileika í vinnutíma hérna og breytileika í atvinnuþáttöku og síðast en ekki síst má nefna launasveigjanleikann. Við vitum
„Já, án þess að fara út í flóknar málalengingar þá er niðurstaðan af þessari rannsókn minni sú að vinnumarkaðurinn á Íslandi er sveigjanlegur og áhættan af því að missa sjálfstæði okkar í peningamálastefnu er ekki eins mikill og ætla mætti í fyrstu. Hættan af miklu og þrálátu atvinnuleysi í
ættum því að geta upp evru án þess að þurfa að óttast atvinnuleysi,“ segir Ólafur Darri en undirstrikar og ítrekar að á endanum veltur þetta á okkar eigin hegðan og frammistöðu.
„Upptaka evru mun ekki leysa okkur undan þeirri skyldu að taka upp agaðri hagstjórn, og ef eitthvað er þá kallar evran á agaðri hagstjórn heldur en við höfum búið við í mjög langan tíma. Þessu megum við aldrei gleyma.“
•
Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga – HAGUR 1. tbl. 2012
Góð hagstjórn er lykilatriði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fjallaði í erindi sínu á Íslenska þekkingardeginum um hvaða áhrif aðild að Íslands að Evrópusambandinu og upptaka evru hefði á kaupmátt launa. Engin ein rétt leið til
Vilhjálmur hóf mál sitt á því að stikla á stóru í íslenskri hagsögu síðustu 2ja áratuga. Þar kom m.a. fram að íslenska hagkerfið hreyfðist ekki mjög hratt á fyrri helmingi 10. áratugs síðustu aldar. Landsframleiðsla hefði t.a.m. aukist um aðeins eitt prósent og kaupmáttur launa jókst nánast ekkert á þessum tíma. Hins vegar hafi miklar breytingar verið gerðar á viðskiptaog skattalöggjöfinni á sama tíma og Íslendingar urðu einnig þátttakendur í Evrópska efnahagssvæðinu á þessum tíma. Þetta hafi búið í haginn fyrir síðari hluta áratugarins sem Vilhjálmur sagði vera eitt glæstasta framfaratímabil í sögu Íslands. Á árunum 1996 til 2000 hafi hagkerfið stækkað um 27% og kaupmáttur aukist um 21,5% og þarna hafi menn uppskorið fyrir það sem lagt var á þá á fyrri helmingi áratugarins. Þessi þróun hélt síðan áfram á fyrstu fimm árum nýrrar aldar; landsframleiðslan jókst um 23% og kaupmáttur um 12%, en ástæður þess að kaupmáttur jókst ekki í takt við landsframleiðslu má fyrst og fremst rekja til fólksfjölgunar í landinu. Og svo er snúið aftur á byrjunarreit að heita má; á árunum 2006-2010 fór landsframleiðslan aftur í þá stöðu sem hún var í á árunum 1991-95 og kaupmáttur launa rýrnaði um 5,5%. Vilhjálmur leit því næst til þróunar landsframleiðslu nokkurra annarra ríkja í Evrópu á fyrsta áratug þessarar aldar. Þar kom m.a. fram að Danir voru á þokkalegri siglingu á fyrri hluta áratugarins en hægðu síðan á ferðinni. Sömu sögu má segja af Finnum á meðan Svíar hafa verið í þokkalegum gír allan tímann. Írar upplifðu 30 prósenta vöxt á fyrri hluta áratugarins en síðan hefur að nokkru leyti farið fyrir þeim eins og okkur. Vilhjálmur segir myndina hins vegar talsvert öðruvísi þegar litið væri til Þýskalands. Þar hafi menn í rauninni verið að stramma sig af á fyrri hluta áratugarins, en virðast nú vera að uppskera og vaxa í raun hraðar en aðrar Evrópuþjóðir í dag. Vilhjálmur sagði Þjóðverja hafa einbeitt sér að því að bæta sam-
keppnisstöðu sína á fyrri helmingi áratugarins og að þeir séu nú að sjá árangur þeirrar vinnu. Þessi dæmi sýna svart á hvítu, að mati Vilhjálms, að hvert og eitt land innan ESB hefur sína sögu að segja og að það er engin ein rétt leið sem er vörðuð leið til lífshamingju.
Lægri verðbólga
Vilhjálmur sagði að ef rýnt væri nánar í áhrif þess að ganga í ESB og taka upp evruna, þá bæri fyrst að geta þess að við værum í raun nú þegar að innleiða allt regluverk ESB, þannig að það yrði í öllu falli lítil breyting á íslenskum vinnumarkaði. Það sem skipti langmestu máli þegar kæmi að inngöngu í ESB væri evran. Það blasti við í sambandi við viðskipti við evrusvæðið að það væri augljós kostur að vera með sama gjaldmiðil og löndin á þessu svæði. Þannig drögum við úr áhættu og við náum sams konar viðskiptaskilyrðum og gilda á því svæði sem við höfum mest viðskipti við. Vilhjálmur telur að með upptöku evrunnar megi líka reikna með að verðbólga yrði lægri og að það eitt og sér skapaði betri starfsskilyrði fyrir atvinnulífið. Stóra spurningin væri svo hvort evran sem slík skapi meiri aga eða hvort agaleysið fari bara í annan farveg. Evran ein og sér væri nefnilega engin trygging fyrir því að agi komist á hagstjórnina, það sæjum við á þessum ólíku tölum um landsframleiðslu og þróun kaupmáttar einstakra ríkja ESB. Vilhjálmur sagði staðreyndina vera þessa: Menn geta verið með lélega hagstjórn hvort sem gjaldmiðillinn heitir evra eða króna og menn geta verið með góða hagstjórn hvort sem gjaldmiðillinn heitir evra eða króna. Menn geta nefnilega auðveldlega klúðrar hlutunum óháð því hvort þeir nota evru eða ekki. Vilhjálmur klykkti út með því að segja: „Þegar öllu er á botninn hvolft þá er framtíðin í okkar höndum og hver þjóð er sinnar gæfu smiður.“
•
15
16
HAGUR 1. tbl. 2012 – Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
ÚR STARFI FVH VETURINN 2011–2012
Gjaldeyrishöftin komin til að vera? Þann 22. mars síðastliðinn hélt FVH hádegisverðarfund á Grand Hótel undir yfirskriftinni „Gjaldeyrishöftin komin til að vera“? Í ljósi lagasetningar Alþingis um hert gjaldeyrishöft voru fjórir framsögumenn fengnir til að varpa ljósi á spurninga en þeir voru: Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, Davíð Stefánsson sérfræðingur hjá greiningu Arion banka, Helgi Hjörvar formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og Yngvi Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja. Fundarstjóri var Arna Schram. Af frummælendum má ráða að fátt bendi til þess að áætlun Seðlabanka Íslands um afnám gjaldeyrishafta nái fram að ganga. Þannig kom fram í máli Helga Hjörvar að óraunsætt sé að ætla að hægt verði að aflétta þeim á næstu mánuðum og að líklega verði að lengja þann tíma sem þau verða lögbundin. Í raun geti engin spáð um hversu lengi þau muni verða við líði. Arnór Sighvatsson segir umræðuna einkennast um of að öfgum í báðar áttir. Ekki sé fyrirhugað að afnema höftin á fáeinum mánuðum en jafn ástæðulaust sé að halda því fram að það eigi eftir að taka áratugi að afnema þau. Hann telur að losun haftanna muni taka nokkur ár sem ekki sé hægt að tímasetja að öðru leyti. Unnið sé að því að aflétta þrýstingi á krónuna hægt og bítandi með gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Til skamms tíma séu erlendir aðilar að fjármagna ríkissjóð með kaupum á ríkisskuldabréfum og mikilvægt sé að draga úr endurfjármögnunaráhættu ríkissjóðs á næstu misserum. Verkefnið sé að losa um höftin eins hratt og kostur er án þess að það leiði til efnahagslegs óstöðugleika. Ýmir þættir muni skipta máli um hvernig til tekst eins og
hversu aðhaldssamri stefnu verður fylgt í ríkisfjármálum, hvernig til tekst að laða að erlenda fjárfestingu, endurskipulagning á lánasöfnun bankanna og aðstæður á erlendum lánsfjármörkuðum. Davíð Stefánsson taldi litlar framfarir hafa orðið frá því áætlun um afnám gjaldeyrishafta var kynnt fyrir ári síðan. Áætlun um innstreymi gjaldeyris til landsins sé kolfallin og þar með forsendan fyrir núverandi áætlun um afnám haftanna. Davíð sagði það niðurstöðu sína að með núverandi stefnu væru höftin komin til að vera. Þær leiðir sem til greina koma virðast ófærar þ.e. að Íslendingar selji erlendar eignir fyrir krónur, að Seðlabankinn gangi á gjaldeyrisforðann til þess að losa um erlenda aðila eða að þeir erlendu aðilar sem sitja fastir með sínar krónur vilji eiga þær áfram. Helst séu það lífeyrissjóðirnir sem taki þátt í gjaldeyrisútboðum bankans sem byggðist einkum á þrýstingi stjórnvalda. Yngvi Örn Kristinsson kallaði erindi sitt „Gjaldeyrishöft til eilífðar“. Hann sagði eitt helsta vandamálið við gjaldeyrishöft vera hversu erfitt reynist að losna við þau og að meðaltími gjaldeyrishafta sé yfir tíu ár. Aðstæður hér á landi séu sérlega erfiðar vegna þessu hversu miklar erlendar eignir séu læstar inni í hagkerfinu og mjög takmarkaður aðgangur að erlendum lánamörkuðum. Fjármagnsjöfnuðurinn sé vandamál sem viðhaldi gjaldeyrishöftunum. Ísland er í vítahring sem erfitt er að rjúfa. Yngvi Örn sagði hert gjaldeyrishöft nú valda því að forði aflandskróna muni stækka, bæði þar sem heimild til að kaupa gjaldeyri vegna verðbóta á höfuðstól skuldabréfa sem koma á innlausn falli niður og að innlendar eignir þrotabúa muni vaxa á á næstu misserum. Ólíklegt verði að gjaldeyrisuppboð Seðlabank-
Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga – HAGUR 1. tbl. 2012
ans muni leysa þessa miklu uppsöfnun. Yngvi Örn sagði nauðsynlegt að Seðlabankinn geri betur grein fyrir stefnu sinni varðandi afnám gjaldeyrishaftanna, mikilvægt sé að setja aflandskrónur í skipulegt endurgreiðsluferli. Þegar niðurstaða liggi fyrir um skipan endurgreiðslna, sem nái yfir langan tíma, verði hægt að hefja afnám gjaldeyrishaftanna.
Hvað fellst í góðri hagstjórn? Þann 17. nóvember 2011 stóð FVH fyrir fundi sem velti upp spurningunni „Hvernig hagstjórn þarf Ísland? - atvinnulífið talar”. Nokkur gjá virðist vera á milli atvinnulífs og ríkisstjórnar hvað sjónarmið snertir og hvaða áherslur séu nauðsynlegar til þess að koma efnahagslífinu á góða siglingu á nýjan leik. FVH fékk Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, Gest G. Gestsson forstjóra Skýrr og Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur forstjóra VÍS til að tala máli atvinnurekenda og ræða þeirra sýn á hagstjórn landsins. Að auki talaði Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra sem fulltrúi ríkisstjórnarinnar. Heiðrún Lind Marteinsdóttir héraðsdómslögmaður stýrði fundi og tók á móti fyrirspurnum úr sal. Frummælendur voru sammála um að ærið verkefni er fyrir höndum og að mörgu að huga. Eins og Heiðrún Lind kom inná í samantekt sinni á fundinum þá þarf góð hagstjórn að búa yfir stál aga, skýrri stefnumörkun og þar af leiðandi gagnsærri ákvarðanatöku á grundvelli fyrirfram ákveðinnar stefnu. Einnig þarf hagstjórnin að skapa umhverfi sem gerir fyrirtækjum og einstaklingum kleift að hjálpa sér sjálf. Nánari umfjöllun um fundinn má finna á heimasíðu félagsins.
17
18
HAGUR 1. tbl. 2012 – Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Golfmót FVH Hinn 16. september 2011 fór fram hið geysivinsæla golfmót FVH í 24. sinn. Mótið var haldið á Urriðavelli í Garðabæ og var mjög vel heppnað þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki verið mótinu hliðhollir. Tæplega áttatíu viðskiptafræðingar og hagfræðingar mættu til leiks ásamt gestum sínum og þrátt fyrir veðurofsa skemmtu menn og konur sér hið besta. Mótið einkenndist að vanda af léttu yfirbragði og fjölda glæsilegra verðlauna. Félagið vill þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem styrktu golfmótið og gerðu félaginu kleift að gera það eins glæsilegt og raun bar vitni. Keppt var í þremur flokkum, A- og B-flokki karla og kvennaflokki en um punktakeppni var að ræða. Einnig voru veitt verðlaun fyrir lægsta skor.
Verðlaunahafar voru eftirfarandi: A-flokkur karla: 1. sæti: Guðjón Valgeir Ragnarsson - 34 pt. 2. sæti: Ingi Þór Hermannsson - 32 pt. 3. sæti: Ragnar Örn Egilsson - 31 pt. B-flokkur karla: 1. sæti: Gísli Jónsson - 29 pt. 2. sæti: Ólafur Finnbogason - 28 pt. 3. sæti: Guðmundur Karl Guðjónsson - 28 pt. Kvennaflokkur: 1. sæti: Auður Björk Guðmundsdóttir - 29 pt. 2. sæti: Auður Ósk Þórisdóttir - 22 pt. 3. sæti: Helga Harðardóttir - 21 pt. Til viðbótar voru veitt nándarverðlaun á öllum par þrjú brautum og lengsta teighögg á 9. braut hjá konum og 10. braut hjá körlum. Dregnir voru út fjöldi vinninga úr skorkortum svo enginn fór tómhentur heim.
Annað úr starfinu í vetur Auk fræðslufunda FVH hefur félagið verið þátttakandi með öðrum í ýmsum atburðum í vetur. Má þarf nefna að í október stóð KPMG og FVH fyrir morgunverðarfundi um notkun líkana við stjórnun fyrirtækja. Aðal fyrirlesari á fundinum var Michael Bruhn stjórnandi hjá KPMG í Danmörku. Benedikt K. Magnússon frá KPMG á Íslandi og stjórnarmaður í FVH flutti einnig erindi um áætlanagerð fyrirtækja og “best practice” á því sviði. Í október var félagið einnig með í að skipuleggja morgunverðarfundi undir heitinu „Viðskiptasiðferði og hlutverk háskólanna“. Fundirnir voru annars vegar við Háskólann á Akureyri og hins vegar við Háskólann í Reykjavík. Þar kynnti Þröstur Ólaf Sigurjónsson lektor í Háskólanum í Reykjavík niðurstöður könnunar á meðal íslenskra stjórnenda um breytingar á viðskiptasiðferði á síðustu árum og hvernig háskólar eigi hlutverki að gegna hvað kennslu og þjálfun á þessu sviði varðar. Auk þess voru fleiri framsöguerindi og að þeim loknum fóru fram pallborðsumræður.
Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga – HAGUR 1. tbl. 2012
Mannamót
Samstarfssamningur við ehí
Í vetur hefur FVH verðið aðili að samstarfi margra aðila undir heitinu „Mannamót“ sem byggir á „hittingi“ síðasta miðvikudag í mánuði þar sem hlýtt er á erindi og málin rædd. Hugmyndin með Mannamóti er að skapa vettvang fyrir fólk til að hittast og styrkja tengslanetið í þægilegu og óformlegu umhverfi. Þetta verkefni hefur tekist vel og standa vonir til þess að því verði haldið áfram á næsta vetri.
Á haustmánuðum var skrifað undir samstarfssamning FVH og Endurmenntunar Háskóla Íslands (EHÍ) um símenntun fyrir félagsmenn. Á hverju misseri verða haldin námskeið af ýmsum toga þar sem lögð verður áhersla á fjölbreytt og vandað efni. Námskeiðin verða á sérkjörum fyrir félagsmenn FVH en þeir fá m.a. 15% afslátt af þeim námskeiðum sem unnin eru í samstarfi við EHÍ. Markmið EHÍ og FVH er að mæta áhugasviðum og þörfum þeirra sem sækja námskeiðin. Til að fá fram viðhorf og hugmyndir félagsmanna um þetta efni var framkvæmd fræðslukönnun sem nýtist sem leiðarvísir til að bjóða upp á áhugaverð námskeið fyrir félagsmenn FVH.
19
20
HAGUR 1. tbl. 2012 – Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
FVH – Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga www.fvh.is