1. tölublað Búseta 2013

Page 1

okt贸ber 2013

30 谩ra


8

4

» ,,Í mótbyr kann fólk að meta það sem það hefur en búsetaformið hefur auðvitað sína kosti og galla.“ Gísli Örn Bjarnhéðinsson.

28

» ,,Ein þeirra tilrauna sem gerð var til lausnar húsnæðiseklu og sú sem reynst hefur hvað best, er stofnun húsnæðissamvinnufélagsins Búseta.“ Jón Rúnar Sveinsson.

20

á nýbyggingarsvæði við Einholt-Þverholt var stórum áfanga náð en umrætt verkefni verður stærsta og metnaðarfyllsta nýbyggingarverkefni Búseta frá upphafi.

» Gríðarleg ánægja með

Búseta meðal viðskiptavina félagsins. Niðurstöður þjónustu- og viðhorfskönnunar Búseta kynntar.

2

B ú se t i o k t ó b e r 2013

að komast í íbúð og þurfa ekki að leggja út eins háar fjárhæðir en vera samt í öruggu húsnæði.“ Halla Gunnarsdóttir.

» Með samningi Búseta við Reginn um kaup

32

36

» ,,Kosturinn við Búseta er

» Hvert búsetuform hefur sína kosti og galla og ólíkir og eftirsóttir eiginleikar fara ekki alltaf saman. Í þessari grein verður farið yfir helstu kosti og galla mismunandi búsetuforma.


Búseti er rekinn án hagnaðarsjónarmiða og tilgangur félagsins er að tryggja félagsmönnum öruggan búsetukost.

Búseti í 30 ár Búseti fagnar um þessar mundir 30 ára afmæli sínu. Það voru framsýnir einstaklingar sem áttu frumkvæði að stofnun þessa húsnæðissamvinnufélags. Í gegnum tíðina hefur félagið staðið af sér sveiflur á húsnæðismarkaði og nú síðast þá mestu efnahagskreppu sem Íslendingar hafa glímt við. Búseti hefur vaxið hægt og rólega og það hefur ávallt verið varfærið í rekstri og fjárfestingum. Félagið er vel statt í dag, eiginfjárstaða er traust og félagið á og rekur rúmlega 700 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og þar af eru um 200 leiguíbúðir. Árið 2002 var einnig þröngt um á húsnæðismarkaði og þáverandi félagsmálaráðherra Páll Pétursson hratt af stað átaki til að fjölga leiguíbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Páll leitaði m.a. til Búseta um byggingu og rekstur leiguíbúða. Þetta varð til þess að Leigufélag Búseta var stofnað og er eftirspurnin svo mikil eftir leiguhúsnæði að félagið gæti átt 1000 leiguíbúðir og vart annað eftirspurn. Framundan eru spennandi tímar, mikil umframeftirspurn er eftir íbúðum og félagsmönnum fjölgar sífellt einkum meðal yngra fólks enda er ekki gæfulegt um að litast í húnsæðismálum hér á landi. Búseti hyggur á byggingu um 300 íbúða á næstu þremur árum m.a. í grónum hverfum Reykjavíkur. Það dylst engum sem fylgst hefur með ástandi á íslenskum húsnæðismarkaði að Búsetufyrirkomulagið er raunhæfur valkostur sem sveitarfélög, ríkisvaldið og jafnvel verkalýðshreyfingin ættu að líta til í þeirri viðleitni að leysa húsnæðisvandann. Þó framtíðin feli í sér fullt af tækifærum þarf að huga að ýmsu. Það er þörf á að breyta lagaumhverfinu þannig að það stuðli betur að rekstrarhæfi og sjálfbærni húsnæðissamvinnufélaga. Tryggja þarf betur í lögum öryggi og sveigjanleika búseturéttarhafa. Einnig þarf að bæta aðgang að fjármagni og fjármögnun húsnæðis, ekki síst leiguhúsnæðis. Búseti er rekinn án hagnaðarsjónarmiða og tilgangur félagsins er að tryggja félagsmönnum öruggan búsetukost. Árið 2010 samþykktu félagsmenn ásamt starfsmönnum og stjórnarmönnum gildi félagsins. En þau eru öryggi, frelsi og framsýni. Öryggið er rauður þráður í starfsemi félagsins, frelsið er mikilvægur þáttur fyrir félagsmenn sem m.a. birtist í því að auðvelda félagsmönnum að skipta um húsnæði án mikils tilkostnaðar og fyrirhafnar. Loks er það framsýni en Búseti leggur áherslu á að vera leiðandi í ábyrgum rekstri, hönnun og byggingu íbúða og uppbyggingu félagsins félagsmönnum til farsældar. Ég hef stundum sagt að Búseti væri eitt af best varðveittum leyndarmálum í húsnæðismálum hér á landi. Félagið býður félagsmönnum upp á öruggan búsetukost og mun ávallt temja sér vönduð vinnubrögð við hönnun og byggingu íbúða með hagkvæmni, gæði og umhverfisvitund að leiðarljósi. Ég vil að lokum óska félagsmönnum, starfsmönnum og stjórnarmönnum til hamingju með þessi tímamót félagsins og er fullviss um að félagið á eftir að vaxa og dafna um ókomna tíð.

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður Búseta.

B ú se t i o k t ó b e r 2013

3


Stofnun Búseta

Viðtal við Jón Rúnar Sveinsson, félagsfræðing og formann Búseta í Reykjavík, 1983-1986.

Öll 20. öldin markaðist af glímu þjóðarinnar við viðvarandi húsnæðisvanda í ört vaxandi þéttbýli við aðstæður sem einkenndust af einhæfu atvinnulífi, miklum efnahagssveiflum með mislöngum þenslu- og samdráttarskeiðum, mikilli aukningu fólksfjölda og jafnvel náttúruhamförum. Ein þeirra tilrauna sem gerð var til lausnar húsnæðiseklu og sú sem reynst hefur hvað best, er stofnun húsnæðissamvinnufélagsins Búseta. Til þess að fræðast um þá merku tilraun er sennilega enginn betri til frásagnar en Jón Rúnar Sveinsson einn af frumkvöðlum félagsins. Hver er aðdragandinn að stofnun Búseta? Fyrstu hugmyndir og hvar fæddust hugmyndirnar? Á 8. og 9. áratugi 20. aldar gat flest ungt fólk ekki komist hjá að velta fyrir sér stöðunni á húsnæðismarkaðinum. Í framhaldi af olíukreppunni 1973 varð gríðarleg verðbólga sem setti mark sitt á alla þætti samfélagsins. Áður en lán voru vísitölutengd virkaði verðbólgan sem skuldaniðurfærsla. Vandamálið var hins vegar að það var ekki allra að fá lán. Við þetta bættist svo rótgróin trú ráðamanna á sjálfseignarstefnu og veikur leigumarkaður með óöryggi fyrir leigjendur. Ég hafði kynnst leigumarkaðinum þegar ég var í HÍ og skrifaði þá BA ritgerð um efnið. Í framhaldsnámi mínu við háskólann í Lundi í Svíþjóð hélt ég áfram rannsóknum á íslenska húsnæðiskerfinu sem leiddu til þess að 1982 fékk Svavar Gestsson, sem þá

Jón Rúnar Sveinsson.

var félagsmálaráðherra, mig og félaga minn frá Lundi, Inga Val Jóhannsson, félagsfræðing, til þess að verða starfsmenn nefndar sem gera átti tillögur um úrbætur á húsnæðiskerfinu. Verkefni okkar var m.a. að svara því hvort og þá hvernig hægt yrði að veita fé úr Byggingarsjóði verkamanna til að bregðast við vaxandi þörf fyrir leiguhúsnæði, byggingar leiguíbúða og hlutareignaríbúða fyrir þá verst settu, námsmenn, aldraða og öryrkja. Er rétt til getið að róstursamt stjórnmálaástand og efnahagsþróun hafi markað starf nefndarinnar?

Hvundagsglíma ungrar þjóðar Í samanburði við Evrópu á íslensk þjóð það sameiginlegt með landinu að vera afar ung. Í jarðsögunni er Ísland yngsta land Evrópu. Þjóðin er sú yngsta ef við gefum okkur að hún hafi orðið til við landnám. Einhæft atvinnulíf, fátækt og bjargleysi í bland við náttúruhamfarir olli stöðnun í fólksfjöldaþróun fram yfir miðja 19. öld. Þá fyrst fór að sjást breyting og innan skamms bættist við enn nýtt met íslenskrar þjóðar í samanburði við Evrópu. Hlutfallslegur vöxtur var meiri en hjá nokkurri annarri Evrópuþjóð og meðalaldur sá lægsti. Í framhjáhlaupi má svo bæta við að dánartíðni af völdum sjúkdóma var hér afar há og ungbarnadauði með því mesta sem þekktist í nálægum löndum. Á ríflega öld, 1880-1990, fjölgaði landsmönnum úr 73 þúsundum (voru 40.623 eftir Skaftárelda 1785) í 256 þúsund sem samsvarar 252%. Við þessa fjölþættu sérstöðu bætist svo enn eitt

4

B ú se t i o k t ó b e r 2013

æskumetið, en þó einungis í samanburði við flest vestræn samfélög. Hér er átt við aldur atvinnuhátta sem við getum kennt við iðnvæðingu. Nútímalegir atvinnuhættir og þéttbýlisþróun hófst hér á landi áratugum síðar en í nálægum löndum. Af ofanskráðu leiðir að ef við ætlum að skoða íslenska söguþróun á 20. öld í samanburði við önnur vestræn samfélög þurfum við að gera okkur ljóst að flestar breytur eru hér aðrar. Við getum jafnvel ekki sleppt landinu, með sína ungæðislegu vaxtarkippi, eldgos og jarðskjálfta, þegar við leggjum mat á félagslegar og efnahagslegar breytingar á 20. öld. Þjóðflutningar úr dreifbýli í þéttbýli Íslensk húsagerð er sprottin af hugviti, reynslu og því efni sem fólk hafði til að gera sér híbýli úr. Íslenski torfbærinn er kannski, þegar öllu er á botninn hvolft,


Útdráttur fyrstu íbúða Búseta 1988 - Frostafold 20

Sannarlega hafði hvoru tveggja mikil áhrif. Þegar níundi áratugurinn gekk í garð hafði verið hagvaxtarskeið sem rekja má til útfærslu landhelginnar. Því skeiði lauk 1981. Og áratugurinn sem þá var að hefjast einkenndist af sveiflukenndum hagvexti, róstusömu stjórnmálaástandi og verkfallsátökum, ekki síst opinberra starfsmanna. Þegar líða tók á árið 1983 fór stjórn efnahagsmála gjörsamlega úr böndunum og yfir okkur reið mesta verðbólguholskefla fyrr og síðar, fór í 80% og á köflum skreið hún yfir þriggja stafa tölu. Ef sama lánafyrirkomulag hefði ríkt þá og var í gildi lungann af 8. áratugnum með óverðtryggð lán, hefði þetta verið gósentíð fyrir skuldara, en svo var ekki. 1979 var sett full verðtrygging á húsnæðislán og tekin upp ný vísitala, lánskjaravísitala. Þetta olli algerri neyð meðal þeirra sem voru að byggja og kaupa. Með hverjum degi hækkuðu húsnæðislánin en eignarhlutur þess sem skuldaði minnkaði að sama skapi. Kaupmáttur launa (raunlaun) lækkaði um 20-30%. Viðbrögð fólks sem lenti í þessum hremmingum voru m.a. þau að stofna baráttuhóp, eftir fjöldafund á samkomustaðnum Sigtúni. Sigtúnshópurinn var grasrótarsamtök sem mörkuðust af þeirri neyð sem blasti við flestum þeim sem voru að byggja eða kaupa húsnæði. Það má því segja að þetta hafi verið ,,björgunarsamtök” sem einbeittu sér að því að berjast gegn brýnni neyð þeirra sem þegar

merkari húsagerð en gotneska kirkjan eða barrokhöllin. Kirkjan og höllin voru gerð af ofgnótt efnis og vinnuafls, en torfbærinn af skorti. Þó veitti torfbærinn skjól og hlýju og fólkið sem þar bjó lifði menningarlífi, fjölgaði sér og bar íslenska menningu, sögu og tungu áfram til næstu kynslóða. Upp úr miðri 19. öld jókst mjög straumur fólks sem kaus að setjast að í þorpum við sjávarsíðuna. Þar breyttist byggingarlag og byggingarefni varð í auknum mæli timbur. Erlendur ferðamaður sem var í Reykjavík fyrir ríflega öld lýsti húsnæði þorpsbúa svo: Á ferð vorri um bæinn fórum vér framhjá híbýlum Íslendinga, sem eru sérstaklega einkennileg að mörgu leyti: Það eru þó einkum kofarnir, sem vér viljum athuga hér nánar. Þessir kofar eru 5 metra langir (8 álna) og um 2 metra breiðir (rúml. 3 álna) og auðvitað aðeins eitt

Frá stefnumótunarfundi stjórnar og félagsmanna 2010

sátu í súpunni. Sigtúnshópurinn var hins vegar ekki mikið að velta fyrir sér að brydda upp á nýjum leiðum í húsnæðismálum. Búseti á þá ekki rætur að rekja til Sigtúnshópsins? Nei, ekki nema í þeim skilningi að hann er sprottinn upp úr sama

herbergi, sem er allt í senn svefnherbergi, borðstofa, baðstofa, og eldhús. Má geta nærri, hvílíkir bústaðir þetta eru, þegar litið er á það, að faðir, móðir og oft mikill hópur barna, byltist þarna hvað um annað, án kynferðisgreiningar; gluggarnir aldrei opnaðir og hurðirnar oftast aftur. Og þá er það ekki þýðingarminna, að aðalfæða þessa fólks er fiskhausar af saltfiskinum og öðrum fiski, jafnþefillum. – Þakið á kofunum er úr torfi, engar fjalir í gólfinu og strompur úr tré. Allt þetta gerir það mjög skiljanlegt hversu holdsveikin geisar hér svo ákaflega. Hvað sem okkur finnst um slíka lýsingu er hér brugðið upp mynd af, í það minnsta, einni grein íslenskrar híbýlasögu. Á næstu áratugum varð ekki ýkja mikil breyting á húsnæði alþýðufólks þótt húsin hafi stækkað ögn og flest fengið fjalagólf a.m.k. í eldhúsi og einu eða tveim herbergjum.

B ú se t i o k t ó b e r 2013

5


félagslega ástandi. Búseti á rætur að rekja til Leigjendasamtakanna sem höfðu verið stofnuð 1978. Þegar ég bjó í Svíþjóð hafði ég kynnt mér sænska húsnæðiskerfið og samtök leigjenda. Hvoru tveggja stóðu á gömlum traustum grunni og leigjendasamtökin sænsku voru tvímælalaust þau öflugustu í heiminum á þeim tíma. Á hátt í hálfrar aldar valdatíma sænskra jafnaðarmanna höfðu þeir byggt upp félagslegt húsnæðiskerfi sem var íslenskum námsmönnum framandi. Þar höfðu ýmis form félagslegra lausna verið reynd og fengið að þróast hlið við hlið. Eitt þessara forma var húsnæðissamvinnufélög sem komin var 60 ára reynsla á. Þetta form töldum við í stjórn Leigjendasamtakanna, frá og með hausti 1982, að gæti hentað mörgum hér á landi. Þegar ég hafði kynnt þessar hugmyndir með blaðagrein vorið 1983 hófst þróun sem leiddi til stofnunar Búseta þá um haustið. Það er á engan hallað þótt fullyrt sé að hópurinn sem starfið hvíldi talsvert á í byrjun hafi verið fyrrum námsmenn í Lundi, auk mín, Páll Gunnlaugsson, arkitekt og Guðni A. Jóhannesson, núverandi orkumálastjóri sem var kjörinn fyrsti formaður landssambands Búsetafélaganna. Birna Þórðardóttir, Jón Ásgeir Sigurðsson og Jón frá Pálmholti, öll í stjórn Leigjendasamtakanna, voru einnig mikilvirk í undirbúningsstarfinu. Það er þó óvíst hversu okkur hefði miðað ef ekki hefðu verið í hópnum menn eins og sá margreyndi félagsmálamaður Reynir Ingibjartsson sem varð fyrsti framkvæmdastjóri Búseta, og svo auðvitað allur sá fjöldi áhugasamra sem gekk í félagið strax við stofnun. Nú hefur sjálfseignarstefnan verið eins konar leiðarhnoða í stjórn húsnæðismála bróðurpart 20. aldar. Varð strax almenn sátt um að reyna þetta nýja form, húsnæðissamvinnuna? Fjarri því. Það er rétt að sjálfseignarstefnan hefur einkennt húsnæðiskerfi okkar hér á landi þótt ýmis önnur hafi þrifist við hlið þess. Reyndar var það svo að fram um miðja 20. öld bjó um og yfir 50% Reykvíkinga í leiguhúsnæði en það var frekar af neyð en frjáls6

B ú se t i o k t ó b e r 2013

um vilja. Leiguformið var sem sagt útbreytt en í því frumstæða formi var réttur leigjenda afar takmarkaður, reyndar óviðunandi lengst af. Seinni heimsstyrjöldin olli miklum og snöggum breytingum á íslensku samfélagi. Fólk streymdi úr dreifbýli í þéttbýli og með bættum efnahag brast á flótti úr leiguhúsnæði í eignaríbúðir. Jafnframt fjölgaði byggingarsamvinnufélögum í eigu ýmissa félaga og eins fjölgaði verkamannabústöðum. Hvoru tveggja er reyndar eitt form eignaríbúða. Þegar hugmyndin um búseturéttarkerfið var kynnt mætti hún bæði jákvæðum og neikvæðum viðbrögðum. Þeir sem litu á sjálfseignarstefnuna sem einhvers konar ritningargrein voru þessu andvígir. Sama gilti um ýmsa forystumenn í verkalýðshreyfingunni sem óttuðust að slíkt félag gæti rýrt hlut verkamannabústaða þegar kom að lánveitingum úr Byggingarsjóði verkamanna. Hinir voru líka margir sem litu á hugmyndina sem góðan kost við að leysa áratuga gamla og ill viðráðanlega húsnæðiseklu. Samvinnumenn voru flestir jákvæðir og sömuleiðis margir þeir sem þekktu til og voru hallir undir þá félagslegu uppbyggingu sem hafði átt sér stað á Norðurlöndunum á árunum eftir stríð. Hver er megin munur búseturéttar og sjálfseignar? Sjálfseignarstefnan felur í sér að sá sem kaupir eða byggir þarf að fjármagna drauminn um eigið húsnæði, oftast að miklu leyti með lánum sem hafa tekið miklum breytingum á síðast liðnum áratugum. Þessu fylgir sú hætta fyrir kaupandann, eins og mýmörg nýleg dæmi hafa leitt í ljós, að draumurinn um eigið húsnæði getur breyst í martröð eignarleysis og fjallhárra skulda. Búseturéttarkerfið sameinar kosti leigu- og eignaríbúða. Sá sem velur þennan kost kaupir búseturétt með eingreiðslu sem nemur yfirleitt um 10-30% af húsnæðisverði. Þar með hefur hann keypt sér búseturétt, ef því er að skipta ævilangan, en jafnframt rúman rétt að gera breytingar eftir


Staksteinar íslenskrar híbýlasögu 870-1850 Híbýli hefðar, efniviður aðstæðna. Eldsneyti til húshitunar, hrís, rekaviður, tað og mór. 1850-1870 Upphaf þéttbýlismyndunar. Tómthúsum fjölgar. Eldsneyti til húshitunar, tað og mór. 1870-1900 Vaxandi þéttbýlisþróun. Offjölgun landsmanna og harðindi. Heiðabýli og tómthúsabyggðir. Flótti til Vesturheims. Eldsneyti til húshitun, kol bætast við það sem til þessa hafði verið notað. 1900-1916 Fólksfjöldasprenging í Reykjavík. Húsnæðisekla og vélvæðing. Eldsneyti til húsahitunar, kol og mór. 1916-1930 Gríðarleg húsnæðisekla. Leiguhúsnæði og félagslegar neyðarlausnir. Húsnæðisrannsóknin 1928 leiðir í ljós afar slæmt ástand. Leiguíbúðir flestar í kjöllurum og undir súð. Eldsneyti til húsahitunar, kol og mór. eigin höfði. Hann greiðir síðan mánaðargjald byggt á kostnaði en eignast aldrei stærri hundraðshlut í eigninni en þann sem hann greiddi fyrir upphaflega. Ef hann kýs svo að flytja selur hann búseturéttinn. Sá sem fer þessa leið er sem sagt ekki að braska heldur að velja form sem tryggir bústurétt. Hvernig finnst þér til hafa tekist? Húsnæðissamvinnufélögin eiga nú og reka um 1500 íbúðir sem svarar til ríflega eins prósents af öllu húsnæði landsmanna. Ég hefði gjarnan séð þessa tölu mun hærri. Hlutur slíkra íbúða er 16% í Svíþjóð og 14% í Noregi. Á þeim þrjátíu árum sem liðin eru frá því við lögðum upp í ferðina hafa orðið margar jákvæðar breytingar í húsnæðismálum þjóðarinnar. Ein þeirra byggði á hugmyndum um búseturéttarkerfið, um að samvinnuformið væri góður kostur fyrir þá sem það kysu en ekki neyðarlausn sérsniðin fyrir fólk sem stæði höllum fæti. Á norðurlöndum er þetta form ekki heldur flokkað sem félagslegt, í íslenskum skilningi þess orðs, heldur sem valkvætt og opið öllum. Með öðrum orðum felur hugtakið ,,félagslegt húsnæði” í sér að það sé samfélagsleg skylda að tryggja að allir hafi þak yfir höfuðið, að til sé félagslegt öryggisnet. Þeir sem nýta sér slíkt ,,öryggisnet” hafa yfirleitt ekki um aðra kosti að velja. Ég hef á tilfinningunni að skilningur Íslendinga takmarkist við þessa lýsingu. Á hinum Norðurlöndunum leggja menn víðari skilning í hugtakið ,,félagslegt húsnæði”, að það sé húsnæðiskerfi sem er í eigu ýmis konar félaga auk ríkis eða sveitarfélaga og rekið án hagnaðarsjónarmiða. Það er einmitt í þeim skilningi sem Búseti er félagsleg leið sem fólk kýs að fara en ekki öryggisnet sem tekur við fólki sem dettur í óeiginlegum skilningi. Þeir sem kjósa að nýta sér búseturéttarkerfið velja það vegna þess að það hentar. Starf Búseta í þrjátíu ár hefur sannað kosti þessarar leiðar. Ef hrunið 2008 hefur sannað eitthvað fleira en galla íslensks fjármálakerfis er það ágæti búseturéttarkerfisins.

1930 – 1940 Fúnkís. Fyrsta sinn sem hönnun húsa í þéttbýli miðast við þarfir alþýðufólks. Byggingarsamvinnufélög fæðast. Verkamannabústaðir. Eldsneyti til húsahitunar, kol, olía og heitt vatn. 1940-1960 Kofa-og braggabyggðum fjölgar í og við þéttbýli. Fjölgun byggingarsamvinnufélaga og átak í byggingu félagslegra íbúða. Eldsneyti til húsahitunar, kol, olía og heitt vatn. 1960- 1980 Baráttan gegn hreysunum og vandræðaástandi í húsnæðismálum í ört vaxandi þéttbýli. Ákveðnari aðkoma ríkisvalds og aðila vinnumarkaðarins að lausnum. Breiðholtsframkvæmdir og hugmyndagerjun varðandi lausnir húsnæðisvanda. Eldsneyti til húsahitunar, olía og heitt vatn. 1980-2000 Fjölbreyttar tilraunir við að leysa húsnæðisvanda. Byggingarsamvinnufélög, húsnæðissamvinnufélög, félagslegar íbúðarbyggingar sveitarfélaga og félagasamtaka. Eldsneyti til húsahitunar, heitt vatn.

B ú se t i o k t ó b e r 2013

7


„Við fáum nánast fullt hús stiga þannig að þetta kom ánægjulega á óvart,“ segir Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta.

V

ið fáum nánast fullt hús stiga þannig að þetta kom ánægjulega á óvart,“ segir Gísli Örn. „Ég held að fólk kunni að meta það öryggi sem það býr við í Búsetaíbúðum. Könnunin var fyrst gerð árið 2010 og þá voru óvenjulegir tímar með miklum erfiðleikum í samfélaginu. Þessum erfiðleikum er ekki lokið en fólk finnur nú hvað það er betur sett að vera í Búsetaíbúð frekar en að hafa miklar skuldbindingar á bakinu. Það er einnig ánægjulegt að sjá svipaðar niðurstöður nú þremur árum seinna því það staðfestir að þetta hafi ekki verið tilfallandi niðurstöður “ segir hann og heldur áfram: „Í mótbyr kann fólk að meta það sem það hefur en Búsetaformið hefur auðvitað sína kosti og galla. Þegar fasteignaverð rýkur upp vill fólk gjarnan sjá eignamyndun. Þegar fasteignaverðið lækkar og lánin rjúka upp þá líður fólki vel í sinni Búsetaíbúð. Búseturéttarkerfið dempar markaðsöflin að því leyti að fólk tekur ekki á sig sömu skuldirnar og annars en er samt tryggt með sinn búseturétt og öruggt húsnæði.“

Hugarfarsbreyting

Ánægjan sem kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunarinnar gefur til kynna að Búseti sé á réttri leið, tilvistargrunnur félagsins sé traustur og þörf sé fyrir aðra valkosti eða leiðir í húsnæðismálum en eingöngu að eiga eða leigja íbúð. Gísli telur að ákveðin hugarfarsbreyting sé að eiga sér stað gagnvart því að kaupa búseturétt. Fólki sé ljóst að ekki sé eingöngu hamingja fólgin í því að kaupa fasteign. Óvissuþættirnir séu margir, sérstaklega hér á landi þar sem verðbólga geti verið mikil og óstöðugleiki í efnahagsmálum. Skynsamlegt geti verið að fara aðrar leiðir í eignamyndun og búa frekar við það öryggi og þjónustu sem fylgir búseturéttarforminu. „Segja má að þróunin um allan heim sé á þann veg að sífellt erfiðara verður að kaupa íbúð. Erfitt er að fá lán og það sem þarf að leggja fram í upphafi verður sífellt hærra. Arfur kynslóðanna gengur ekki lengur á milli kynslóða en hann auðveldaði fólki kannski fyrstu kaupin hér áður fyrr. Margskonar kostnaður í tengslum við fasteignarekstur fer stöðugt vaxandi og fyrir búsetu, sérstaklega til skemmri tíma, er lítið vit í fasteignakaupum. Þetta er að vissu leyti ákveðið happdrætti því að í þessum viðskiptum er fólk að veðja á að fasteignaverð hækki umfram hækkun á lánum á þeim tíma sem viðkomandi á eignina og það sleppi við viðhald. En þegar tekið er tillit til kaup- og sölukostnaðar, endursöluáhættu og viðhaldsáhættu þá er margt sem mælir með búseturéttinum,“ segir Gísli Örn. Stjórnvöld, bæði í landsmálum og borgarmálum, eru hliðholl auknu úrvali og fjölbreytileika á húsnæðismarkaði. Ljóst er að eignarformið verður ávallt sterkt hér á landi en meiri fjölbreytni vantar á markaðinn og opnari umræða þyrfti að fara fram þannig að hér verði traustir og góðir valkostir í boði. „Hinsvegar eru fáir leikendur á þessum markaði sem bjóða langtíma leiguhúsnæði án þess að í því felist brask. Á markaðinn hér vantar fleiri sterk félög til að veita heilbrigt aðhald og þróa markaðinn,“ segir hann.

Stór hópur yngra fólks að koma inn

Stór og traustur hópur eldri viðskiptavina hefur verið lengi hjá Búseta og hjá þessu fólki er mikil ánægja með búseturéttarfyrirkomulagið. Gísli bendir líka á að margt af þessu fólki þekki af eigin raun hvernig sé að eiga og reka fasteign. Þá sé stór hópur yngra fólks að koma inn, jafnvel fólk sem hafi búið erlendis og þekki sambærilegt

8

B ú se t i o k t ó b e r 2013


Mikil ánægja með Búseta

B ú se t i o k t ó b e r 2013

9


Það er ávallt val íbúa hvort hann lætur sér nægja eldri innréttingar eða gólfefni eða vill endurnýja með auknum kostnaði. form þar af góðu einu. Þetta fólk komi inn með aðrar skoðanir á fasteignamálum en verið hafa hér á landi. „Í óðaverðbólgunni hér áður fyrr var eina leiðin að tryggja fé sitt með því að setja það í steinsteypu, ella brann það upp í bönkunum. Nú brenna eignirnar upp á annan hátt, með verðtryggðum lánum. Í eðlilegu umhverfi má ætla að verðbreytingar á húsnæði séu eða ættu að vera á svipuðu róli og hagvöxtur eða verðbólga í landinu,“ útskýrir hann. „þá á hins vegar eftir að draga frá kostnað vegna viðhalds sem er jafnan á bilinu 1,5-3%, allt eftir eignum, m.v. að ekkert óvænt komi uppá. Þegar niðurstöður síðustu könnunar eru skoðaðar kemur í ljós að afar lítill hópur fólks lætur í ljós óánægju með þjónustu Búseta. Gísli segir að þjónustuna megi bæta. Í niðurstöðunum komi fram ábending um að lagfæra afgreiðslutíma og upplýsingagjöf. Klára verði verk og upplýsa fólk þannig að mál dagi ekki uppi. „Við höfum verið íhaldssöm með kostnað og rekið félagið með fáum starfsmönnum. Það er því kannski óhjákvæmilegt að hlutirnir hafi stundum tekið lengri tíma en ella. Nú er hinsvegar búið að fjölga starfsmönnum meðal annars í þeim tilgangi að bæta úr þessu. En vandinn liggur einnig í skynjun eða upplifun fólks á því hvað því finnst að eigi að vera innifalið og hvað sé innifalið hjá Búseta. Allt kostar og oft hafa þeir hæst sem finnst að allt eigi að vera innifalið, líka skemmdir sem þeir sjálfir bera ábyrgð á t.d. vegna óhappa eða vanrækslu. Óánægjan endurspeglast oft í innréttingum og gólfefnum, ástandi eða lit en eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að breyta þessu því þetta er kostnaðarsamt. Fólk hefur hinsvegar val um að gera þetta sjálft á eigin kostnað. Sá möguleiki er ávallt til staðar að endurnýja íbúðina og endurreikna í leiðinni mánaðargjald með nýjum samningi,“ segir Gísli Örn.

Sameiginleg ábyrgð á viðhaldi

Greiðsla í innri viðhaldssjóð Búseta hefur aldrei rúmað allsherjar endurgerð íbúða og því alltaf verið ákveðnum annmörkum háð. Skýrt er tekið fram í búsetusamningi að viðhald íbúða er á ábyrgð íbúa enda greiða íbúar í innri viðhaldssjóð og geta fengið úthlutað úr honum vegna ákveðinna verkefna. Gísli bendir á að þegar íbúð er keypt á almennum markaði þá beri eigandinn alla ábyrgð á viðhaldi, skuldum og fjármögnun og fái mögulega eignamyndun ef fasteignaverð hækkar umfram það sem lán hækka. Í Búseturéttinum sé nánast engin skuldaábyrgð önnur en afborgunin sem endurspeglast í mánaðargjöldum sem hækka þegar lán hækka. Þá beri íbúar hjá Búseta litla viðhaldsábyrgð aðra en þá að taka við íbúð í lagi og skila henni í samsvarandi horfi. En ekki séu möguleikar á eignamyndun í gegnum hækkun þar sem búseturétturinn er í besta falli verðtryggður. Hinsvegar njóti fólk þeirrar arðsemi að búa í íbúðinni og njóta hennar með því öryggi sem því fylgir. „Umræða hefur verið um hvort eigi að losa um þetta fyrirkomulag líkt og tíðkast á Norðurlöndum þar sem íbúar bera nánast alla ábyrgð á innra viðhaldi íbúða. Þeir geta um leið fengið meiri hækkun á búseturéttinn sinn. Allt hefur þetta kosti og galla, bæði fyrir íbúana og félagið,“ segir hann. „Þróunin mun óhjákvæmilega verða í þá átt að innviðir verða meira íbúanna sjálfra, fólk vill ráða þessum málum sjálft og ekki okkar að stjórnast of mikið í því. Það fer óhemju mikill tími í þessi mál á hverju ári. Miðað við vaxandi kröfur og væntingar um þjónustu er bara tvennt í stöðunni. Annað hvort verðum við að hækka framlagið í innri sjóð eða við aukum frelsi og ábyrgð íbúa í þessum málum.

10

B ú se t i o k t ó b e r 2013

Umræða um hærri búseturétt

Umræðunni má skipta í tvennt, annarsvegar er verð og verðmyndun búseturéttar og hinsvegar fyrirkomulag viðhaldsmála. „Búseturéttur er eigið fjárframlag íbúa við kaup á búseturétti. Þetta er sú fjárhæð sem gengur beint til verktaka eða seljanda fasteignarinnar og er því ekki vörslufé inni á bókum Búseta heldur eign sem gengur kaupum og sölum þegar eigendaskipti verða á búseturétti. Með þessum rökum skoðast búseturétthafi sem eigandi og nýtur vaxtabóta sem slíkur. Honum er ekki hægt að vísa úr húsi nema rík ástæða sé til vegna vanskila eða brota á húsreglum,“ útskýrir Gísli. „Sá greiðslugrunnur sem mánaðargjöld íbúa taka mið af eru áhvílandi lán, fasteignagjöld, tryggingar, hússjóður, þjónustugjald og framlag í viðhaldssjóð samkvæmt áætlun. Búseturétturinn fjármagnar fasteignina að 10-30% og lækkar því áhvílandi lán. Hann skiptir síðan um hendur eins og aðrar eignir. Á aðalfundi 2013 var gerð breyting á búseturéttinum að því leyti að ekkert lágmarksverð er á seldum réttum frá júlí 2013 og því ekki lengur kaupskylda. Breyting þessi var gerð eftir vandlega umhugsun og umræðu með stjórn húsfélaganna og til samræmis við það sem gengur og gerist erlendis. Hún er ekki afturvirk og gildir aðeins fyrir nýja samninga. Reynslan sýnir að svo til allir réttir seljast á hámarki og búseturétthafi hefur ávallt möguleika á að hafna tilboði eða gera gagntilboð. Einnig eru rýmkuð ákvæði um framleigu ef eign selst ekki.“ segir hann og bætir við að vel megi hugsa sér annað fyrirkomulag. Megin ástæða breytinganna er bókhaldsleg segir Gísli. „Það þarf að halda því til haga í umræðunni að búseturétturinn er eigið fjárframlag búseturétthafans og liggur ekki inná bók hjá Búseta. Ef svo væri, væru allir að borga hærra mánaðargjald því þá væri lánið 100% af fasteigninni en ekki 70-90% þegar hún var keypt. Fjármunirnir fara til að borga fyrir fasteignina. Með því að hafa kauptryggingu var verið að blanda saman rekstrarmódeli sem á meira skylt við leigu. Það er ekkert 100% örugg í lífinu og húsnæðissamvinnuhugsunin byggir á þátttöku í fjármögnuninni og þar með einhverri takmarkaðri tapáhættu, en um leið lágmarkar formið aðra áhættu eins og vegna viðhalds og kostnaðar. Tilgangur er einnig að undirstrika að þetta er þín eign og þú átt að hugsa um hana sem slíka,“ segir Gísli. „Öryggið fæst hins vegar með margskonar öðrum hætti því mikil umframeftirspurn er eftir íbúðum og eignir þess á traustu markaðssvæði og í góðu ástandi. Það eru hverfandi líkur að þetta muni breytast því vaxandi áhugi er um allan heim á sambærilegum húsnæðisvalkostum. Við eigum að horfa á að skapa okkur heimili en ekki kaupa steypu. Það er hins vegar mjög áhugavert að velta þeim möguleika fyrir sér að tengja búseturéttinn við markaðsverð eignarinnar, sérstaklega í ljósi umræðunnar um afnám vísitölu. Þannig væri félagið og eigandi réttarins að deila áhættu og ávinningi. Hugsa mætti sér að búseturétturinn tæki mið af föstu hlutfalli af markaðsverði eignar, til dæmis 20 prósentum. Fari markaðsverð upp hækkar verð búseturéttar. Fari það niður lækkar það. Hafi íbúi hugsað sérstaklega vel um sína íbúð telst honum það til tekna og öfugt. Að þessu var spurt í könnuninni og er rúmur helmingur svarenda frekar eða mjög hlynnt þessu meðan um þriðjungur er andvígur,“ segir hann. Í skoðunarkönnuninni kemur fram ákveðin áhugi, tæplega 70% rétthafa, á að hækka hlutfall búseturéttarins og tengja hann markaðinum. Þetta þarfnast hins vegar meiri umræðu meðal félagsmanna og er hægt að útfæra á ótal vegu en ekkert stendur í sjálfu sér í vegi fyrir mismunandi leiðum eins og vali um 10% til 30% búseturétt.


Fé úr innri viðhaldssjóði

Hin umræðan er um viðhald íbúða og hversu mikið viðhald er á hendi félagsins. Stefna félagsins er að eiga aðeins heil hús í þeim tilgangi að geta séð um utanhússviðhald án aðkomu annarra og tryggja þannig öryggi og gæði stærstu viðhaldsþátta. Í mánaðarlegu búsetugjaldi íbúa er framlag í innri og ytri viðhaldssjóð. Greitt er að jafnaði um 0,8-1 prósent í viðhald af brunabótamati. Ljóst er að þessi upphæð byggir á áætlun og er í raun lægri en almenn viðmið sem eru 1,5-3 prósent. Það er því ekki tilviljun að mikillar íhaldssemi gætir við innra viðhald íbúða og að í búsetusamningi sé það á ábyrgð búseturétthafa. Reikningsdæmið er ekki flókið. Ef eigandi greiðir t.d. 3 þúsund krónur á mánuði í innri viðhaldssjóð, sem er ekki há upphæð en með ákveðinni einföldun, er það 700 þúsund á 20 árum. Sú upphæð dugar skammt til gagngerrar endurgerðar á íbúð þegar þar að kemur og á tuttugu árum er stundum lítið eftir því á þeim tíma er búið að gera eitt og annað eins og skipta út eldavél, ofnkrana, salerni og fleiru,“ segir Gísli Örn. „Því er ljóst að endurreikna þarf íbúðir þegar kemur að endurstandsetningu og hækkar þá mánaðargjaldið. Það er ávallt val íbúa hvort hann lætur sér nægja eldri innréttingar eða gólfefni eða vill endurnýja með auknum kostnaði. Hér þyrfti að fara bil beggja því ef rukka ætti raunkostnað yrði það óhófleg upphæð. Fæstir leggja til hliðar að fullu fyrir innanhússviðhaldi sem kemur til framkvæmda eftir 20-30 ár. Hér mætti því annað hvort hugsa sér að auka framlag í innri viðhaldssjóð eða minnka og þá samfara aukinni markaðstengingu á búseturéttinum.“

Óbreytt viðhaldsform

Gísli bendir á að mikilvægt sé að kerfið þróist ekki á þann veg að búseturéttur verði óhóflega dýr því þetta eignaform þurfi að staðsetja sig mitt á milli þess að kaupa á markaði og leigja með takmörkun á eigin fjár framlagi, meiri þjónustu og minni skuldaáhættu. Meirihlutinn vill halda viðhaldsforminu óbreyttu og því ljóst að íbúar kunna vel að meta það áhyggjuleysi og öryggi sem núverandi fyrirkomulag býður. Mikill meirihluti íbúa er ánægður með húsfélagið í sínu húsi. Hjá Búseta tíðkast íbúalýðræði þar sem íbúarnir ráða sínum málum sjálfir að stærstum hluta í húsunum hvað varðar málefni sameignar, þ.m.t. lóð og bílaplani, t.d. hvort leyfa eigi dýrahald og hvernig og hvenær mála skuli stigahús.

Mæla með Búseta við fjölskyldu og vini!

Þá er áhugavert að sjá að nær allir íbúar hjá Búseta myndu mæla með búsetakerfinu við vini og ættingja. „Þetta verður að teljast mikið hrós því maður vill fjölskyldu og vinum aðeins það besta. Það hlýtur því að vera nokkuð sterk sannfæring fyrir því að þetta sé gott form,“ segir hann. Rúmlega þrír fjórðu svarenda telja líklegt að þeir myndu velja Búseta aftur ef þeir væru að kaupa sér eign í dag. Búseti stefnir að því að auka úrval íbúða meðal annars í grónum hverfum. „Það er einn helsti akkilesarhæll félagsins hve mikill skortur er á íbúðum til að sinna þeirri fjölbreyttu þörf íbúa sem vilja búa á ólíkum stöðum á höfuðborgarsvæðinu á mismunandi æviskeiðum, en við vinnum hörðum höndum að því að breyta þessu og erum með mörg spennandi verkefni á teikniborðinu“

B ú se t i o k t ó b e r 2013

11


Þau stýra Búseta Fimm einstaklingar sitja í stjórn Búseta og taka þar stefnumótandi ákvarðanir um málefni félagsins. Þetta eru þau Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við HÍ, Finnur Sigurðsson, sölustjóri hjá Nýherja, Helga Egla Björnsdóttir, verkefnastjóri hjá Icelandair, Jón Ögmundsson hrl. og Jón Hreinsson, starfsmaður Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Formaðurinn

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent í mannauðsstjórnun við viðskiptadeild HÍ, er stjórnarformaður Búseta. Formaðurinn ber ábyrgð fyrir hönd stjórnar og félagsmanna á félaginu. Hann kemur að stefnumótunarvinnu, tekur ákvarðanir um það hvar og hvernig félagið eigi að vaxa og hvaða áherslur verða við uppbyggingu húsnæðis á vegum félagsins. Gylfi Dalmann hefur verið félagsmaður í Búseta frá 2000-2001. Fjölskyldan bjó í Vesturbænum en hafði sprengt af sér húsnæðið og hvergi hentugt húsnæði að finna en svo vel vildi til að Búseti var að byggja raðhús í Mosfellsbæ. Kona Gylfa sótti um og fékk. Síðar var Gylfi beðinn um að koma í stjórn Búseta og gerðist hann þá félagsmaður. Hann bendir á að hjón séu ekki endilega bæði fé12

B ú se t i o k t ó b e r 2013


lagar í Búseta en margt geti gerst á lífsleiðinni og í kerfinu skipti máli að vera með lágt númer þegar sótt er um. „Ég segi stundum að Búseti sé best varðveitta leyndarmálið á íslenskum húsnæðismarkaði. Það felur í sér litla áhættu, litlar skuldbindingar og mikið öryggi. Búseti gefur ótalmörg tækifæri. Fólk sér kostina við það eftir hrun með stökkbreytingu lána og öllum þeim skuldbreytingum sem hafa fylgt. Ósk mín er sú að stjórnvöld horfi meira til þessa húsnæðisforms og veiti því meiri stuðning en þau gera, bæði ríkisvald og sveitarfélög,“ segir hann. Framtíðarstefna Búseta er að fjölga íbúðum, bæði leiguíbúðum og búsetaíbúðum og hafa fjölbreytt íbúða-

form sem hentar eftir því hvar félagsmenn eru staddir á hverjum tíma í lífinu. Gylfi talar um að Búsetinn geti ferðast innan kerfisins, minnkað eða stækkað við sig og fengið húsnæðis innan sama hverfis. „Til að gera þetta þarf að fjölga íbúðum, sérstaklega nærri miðbæjarkjarnanum, á svæðum eins og 101 og 107. Það er framtíðarsýn mín,“ segir Gylfi og telur ekki leika vafa á að takmarkið náist í nánustu framtíð. „En þetta er alltaf línudans. Þetta félag er rekið án hagnaðar. Við þurfum að stíga varlega til jarðar og erum íhaldssöm í eðli okkar. Markmið okkar er að stækka en hversu hratt við stækkum er annað mál,“ segir hann. B ú se t i o k t ó b e r 2013

13


Við þurfum að koma okkur inn í eldri hverfi, til dæmis í Kópavogi og miðsvæðis í Reykjavík. Við eigum mest í Reykjavík og þá í úthverfum borgarinnar, Mosfellsbæ og Hafnarfirði.

Finnur

Finnur Sigurðsson stjórnarmaður er alinn upp í Þingholtunum en hefur verið búsettur í Búsetaíbúð frá 2003, allan tímann í Grafarholti, fyrst við Kristnibraut og nú við Kirkjustétt. Hann hefur verið í stjórn frá því um miðjan síðasta áratug. Hann hefur starfað sem söluráðgjafi hjá Nýherja frá 2002 en verið í þjónustu og söluráðgjöf til margra ára. „Ég fór inn í Búseta því mér leist vel á þennan kost á sínum tíma. Ég átti ekki mikið fé aflögu fyrir útborgun og hugnaðist ekki að demba mér í risastórar skuldir. Mér leist því ágætlega á þennan valkost og hef alla tíð verið sáttur í þessu kerfi. Ég horfði á fólk í kringum mig græða á fasteignabólunni á sínum tíma og tapa að sama skapi miklu eftir hrun. Í Búseta getur maður verið öruggur og þarf ekki að hafa áhyggjur af því að vera sagt upp.“ segir Finnur. Samstarfsmaður Finns var í stjórn Búseta en flutti út á land og hætti um leið í stjórninni. Í kjölfarið var viðrað við Finn hvort hann hefði áhuga á að koma inn. „Mér hefur alltaf fundist þetta áhugavert og skemmtilegt verkefni. Búseti er einn af betri kostunum þegar kemur að húsnæði því að mér hugnast ekki að binda mikið fé í fasteign. Ég skráði meira að segja dætur mínar báðar í félagið,“ segir hann.

Jón

Jón Ögmundsson hrl. er menntaður lögfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann lauk framhaldsmenntun frá University of Miami í Flórída. Hann hefur starfað að fasteignamálum á stofu sinni, Advel, bæði hér á landi og í Bandaríkjunum, vinnur mest að félagaréttar, lána- og bankamálum og sinnir ýmissi þjónustu við fyrirtæki. Hann er úr Kópavoginum og hefur búið þar og í Flórída. Jón er „samvinnusinnaður maður“ og segir að það hafi verið auðveld ákvörðun að koma í stjórn og verða þá kannski um leið „hluti af breytingum, ganga frá ákveðnum uppgjörsmálum og fara kannski nýjan veg með félagið. Stjórnin er nú að hefja nýtt uppbyggingastarf eftir hrun,“ segir Jón og bendir á að Búseti hafi ekki tekið þátt í „2007-ævintýrinu,“ eins og hann kallar tímann fyrir hrun. Markaðurinn er gjörbreyttur fyrir félög eins og Búseta sem beinlínis áttu ekki upp á pallborðið hjá almenningi fyrir nokkrum árum. Jón bendir á að stærri hópur fólks geti nú hugsað sér að ganga inn í það húsnæðisform sem Búseti býður upp á. Fólk þurfi að eiga meira eigið fé í dag og nánast búið að útiloka lánsveð sem fólk hafi áður getað tekið hjá foreldrum sínum eða ættingjum „þannig að það búsetuform sem Búseti býður upp á getur orðið vegvísir framtíðar og raunverulegur valkostur á fasteignamarkaði,“ segir hann. „Til þess þurfum við að auka verulega framboð á eignum hjá félaginu og koma okkur inn í önnur hverfi en við höfum verið í hingað til. Til dæmis í Kópavogi, Garðabæ og miðsvæðis í Reykjavík,“ segir Jón.

Í Búseta getur maður verið öruggur og þarf ekki að hafa áhyggjur af því að vera sagt upp.

14

B ú se t i o k t ó b e r 2013


Helsti kosturinn er sveigjanlegt íbúðaform sem getur fylgt manni frá vöggu til grafar, öryggi í húsnæði á sanngjörnu verði. Í dag erum við að byggja gott húsnæði og vöndum til verka. Það er helsta ástæðan fyrir því að menn ættu að skoða þetta húsnæðisform.

Helga

Stjórnarmaðurinn Helga Egla Björnsdóttir ólst upp í Sandgerði. Hún varð Búsetufélagi fyrir tólf árum og bjó fyrst í búsetaíbúð í Grafarholti en býr núna í fjölbýlishúsi í eigu Búseta í Garðhúsum. Hún hefur nú verið í stjórninni í þrjú ár en var varamaður í eitt ár þar áður. Hún starfar sem verkefnastjóri hjá Icelandair og er með háskólapróf í frönsku og alþjólegt IATA/UFTAA-próf sem opnaði fyrir henni heim ferðamálanna. „Búsetaformið hentar mér mjög vel. Ég veit ekki hvort ég væri tilbúin að skuldsetja mig mikið í fasteign eins og ég þyrfti að gera á almenna markaðnum á Íslandi í dag. Mér finnst Búseti góður kostur því að þar er maður öruggur í íbúð svo lengi sem maður er ábyrgur íbúi og skilvís“ segir Helga.

Jón

Jón Hreinsson, stjórnarmaður Búseta og fjármálastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, er af Króknum. Hann lærði fyrst iðnrekstrarfærði og stjórnun með áherslu á gæðastjórnun og lauk svo MBA-gráðu. Hann er áhugamaður um húsnæðismarkaðinn á Íslandi. „Búseti er sniðugt fyrirkomulag og góður kostur á húsnæðismarkaði. Ég vildi leggja mitt lóð á vogarskálarnar til að styrkja og bæta þetta góða félag. Ég held að þetta sé vanmetinn búsetukostur á Íslandi í dag. Ég hef haft gríðarlega gaman af að vera í þessari stjórn,“ segir hann. En af hverju Búseti? „Helsti kosturinn er sveigjanlegt íbúðaform sem getur fylgt manni frá vöggu til grafar, öryggi í húsnæði á sanngjörnu verði. Í dag erum við að byggja gott húsnæði og vöndum til verka. Það er helsta ástæðan fyrir því að menn ættu að skoða þetta húsnæðisform.“

Búsetaformið hentar mér. Ég veit ekki hvort ég væri tilbúin að skuldsetja mig mikið í steinsteypu eins og þarf að gera á Íslandi í dag. Mér finnst Búseti góður kostur því að þar er maður öruggur í íbúð svo lengi sem maður er ábyrgur íbúi og skilvís.

B ú se t i o k t ó b e r 2013

15


Íris Margrét Valdimarsdóttir sölustjóri

Íris Margrét er Reykvíkingur sem kláraði Kennaraháskólann vorið 1989. Íris sér um almenna afgreiðslu, símsvörun og gagnagrunnnet hjá Búseta. Hún tekur á móti viðskiptavinum, til dæmis þegar þeir sækja um íbúðir eða segja þeim upp. Hún er manneskjan sem félagsmenn Búseta setjast niður með og gera samninga hjá þegar þeir koma og kaupa búseturétt og greiða fyrir hann eða gera leigusamninga. Íris hefur verið starfsmaður Búseta frá því haustið 1998. „Þetta hefur að mestu verið góður tími. Ég hef upplifað tímabil þar sem verið hefur allt vitlaust að gera og svo hef ég upplifað rólegheitin eftir kreppuna,“ segir hún. Munurinn fyrir og eftir kreppu er helst fjármagnið og aðgengi

16

B ú se t i o k t ó b e r 2013


Þau vinna hjá Búseta Starfsmenn Búseta sjá um að halda félaginu gangandi, reka félagið og sjá um viðhald og rekstur á íbúðum félagsmanna. Búsetablaðið langaði að skyggnast undir yfirborðið og kynna þetta fólk sem vinnur í þágu félagsins og íbúanna.

Sigríður Ólafsdóttir, arkitekt

að því. „Þó að það sé alltaf einn og einn af yngri kynslóðinni sem hefur náð að safna sér og eiga fyrir réttinum, sem hefur verið ein til þrjár milljónir gegnum tíðina, þá hefur aldrei verið mál að fá restina sem upp á vantar í bönkunum. Þetta er miklu meira mál í dag og var það sérstaklega fyrst eftir að kreppan skall á. Fólk gat allt í einu ekki fengið lán í bankanum. Þó að bankarnir segist eiga nóg af peningum vilja þeir greinilega ekki lána þá hverjum sem er.“ Íris Margrét tók þá ákvörðun árið 2007 að fara í Búsetaíbúð. Hún hafði áður búið í fjölbýlishúsi á almennum markaði þar sem skyndilega þurfti að fara í 25 milljóna króna viðhald, sem eigendur báru ábyrgð á.

Sigríður er aðalhönnuður og hönnunarstjóri uppbyggingarverkefnis Búseta við Einholt-Þverholt. Hún er arkitekt að mennt og lærði í Bandaríkjunum. Sigríður er með víðtæka reynslu af hönnun og hönnunarstjórn og hefur komið að hönnun fjölda opinberra bygginga og íbúðarhúsnæðis. Sigríður hóf störf hjá félaginu í febrúar 2013 en rak áður eigin arkitektastofu. Sigríður ber hitann og þungann af hönnun Þverholts/ Einholtsreitsins og hefur í mörg horn að líta. „Það er gríðarlega skemmtilegt og spennandi að taka þátt í Einholtsverkefninu. Verkefnið er það stærsta sem Búseti hefur staðið að og félagið hefur mjög metnaðarfull markmið varðandi hönnun og byggingu húsanna. Það er að mörgu leyti ákveðin forréttindi að vera hluti af hönnunarteyminu og stuðla að því að markmið Búseta náist.“

B ú se t i o k t ó b e r 2013

17


Hlynur Örn Björgvinsson, verkefnastjóri viðhaldsmála

Hlynur sér um verkefnastjórn og áætlanagerð vegna viðhaldsverkefna Búseta. Hlynur er Reykvíkingur sem kláraði húsasmíði og iðnhönnun frá Iðnskólanum í Reykjavík hóf síðar nám í byggingafræði í Danmörk og fékk meistararéttindi í húsasmíði í kjölfarið. Hlynur hóf störf hjá félaginu í ágúst 2013. Í viðhaldsframkvæmdum gengur starfið út á skoðun, greiningu og undirbúning, áætlana- og samningagerð við verktaka og iðnaðarmenn, fylgja verkefnum eftir með eftirliti og ráðgjöf á framkvæmdatíma. „Þetta er fjölbreytt starf sem ég sinni hjá Búseta þar sem stilla þarf saman strengi framkvæmdaraðila og íbúa vegna ólíkra verkefna. Það er einnig vandasamt þegar verið er að vinna í íbúðum sem búið er í. Hús félagsins eru að eldast og um leið eykst viðhaldsþörfin. Þá er það einnig að færast í vöxt að fólk vill gera upp íbúðirnar og þá aðstoðum við það verkefni. Nú þegar er búið að endurnýja algjörlega þrjár íbúðir við íbúaskipti. Það er því nóg af verkefnum.“

Þorvaldur Daði Halldórsson, viðhaldsfulltrúi

Þorvaldur Daði er ættaður frá Húsavík og er húsasmíðameistari að mennt. Þorvaldur sinnir fjölbreyttum viðhaldsverkefnum innandyra og utan auk eftirlitsverkefna við nýbyggingar. Þorvaldur hefur langa reynslu af byggingaframkvæmdum og verið verkstjóri í ótalmörgum húsbyggingum hér á landi. Hann var um tíma með eigið félag auk þess að hafa starfað sem smiður í Noregi. Þorvaldi er einnig fleira til lista lagt en hann er býsna fimur á gítarinn og stýrir söng starfsmanna þegar þannig stendur á.

18

B ú se t i o k t ó b e r 2013

Sigurlaug Halldórsdóttir, bókari

Sigurlaug er alin upp í Borgarnesi, fór í Samvinnuskólann á Bifröst og tók svo Fóstruskólann en hefur unnið við bókhald frá 1980, lengst af hjá útgáfufélaginu Fróða. Hún sér um bókhaldið hjá Búseta, bókar reikninga og greiðslur og sendir út greiðsluseðla fyrir mánaðamótin. Sigurlaug hefur starfað hjá Búseta frá 2008. Verkefni Sigurlaugar eru margvísleg og hefur ekki fækkað með þeim framkvæmdum sem eru í gangi. „Starfsfólki hefur fjölgað sem sinnir verkefnum sem áður voru hluti af kaupverði fasteigna“ segir Sigurlaug. Þannig er félagið að spara kostnað og reyna að hafa meiri áhrif á gæði bygginga „Hönnun Austurkórs og Þverholts er dæmi um þetta.“ Þá er félagið farið að gera 6 mánaða kannað uppgjör til að mæta aukinni upplýsingaskyldu við bankana og stjórn.

Aðalgeir Hólmsteinsson, verkefnastjóri framkvæmda

Aðalgeir Hólmsteinsson er Akureyringur að uppruna. Hann lærði múraraiðn samhliða námi sínu við Verkmenntaskólann á Akureyri, nam síðar byggingafræði í Danmörku. Aðalgeir hefur verið sjálfstætt starfandi við framkvæmdaráðgjöf síðustu árin. Hann tók við föstu starfi hjá félaginu í byrjun árs 2011. Hann hefur yfirumsjón með framkvæmdum félagsins. „Í nýframkvæmdum gengur starfið út á undirbúning, áætlana- og samningagerð og að fylgja verkefnum eftir á framkvæmdastigi. Búseti er með ríflega 700 íbúðir í rekstri og þær þurfa sitt viðhald. Mitt starf felst ennfremur í eftirfylgni þar, að gera áætlanir, afla leyfa, bjóða út og semja við verktaka og iðnaðarmenn. Ennfremur tek ég þátt í þróunarvinnu ásamt þeim Gísla framkvæmdastjóra og Guðrúnu arkitekt, sem snýr að því að finna og meta sóknarfæri fyrir félagið,“ útskýrir hann. Nú hyllir einnig undir að framkvæmdin við Einholtsverkefnið fari af stað og mun Aðalgeir stýra því.


Guðrún Ingvarsdóttir verkefnastjóri þróunarverkefna og Arkitekt

Guðrún er Reykvíkingur og menntaður arkitekt frá Danmörku og Finnlandi. Guðrún hefur fjölbreytta reynslu á sviði hönnunar og verkefnisstjórnar og hefur meðal annars komið að hönnun stúdentaíbúða, íbúða eldri borgara og íbúða á almennum markaði. Einnig hönnun á opinberum byggingum, leikskólum, skólum og kirkjum. Meðfram starfi sínu stundar hún meistaranám við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands í stjórnun og stefnumótun. Starfssvið Guðrúnar felst í mótun uppbyggingar verkefna á vegum Búseta, hönnun á nýbyggingum, samskiptum við skipulagsyfirvöld út af breytingum og nýbyggingum, innréttingahönnun í nýjum íbúðum og ráðgjöf tengdri viðhaldsverkefnum félagsins. Þá vinnur hún með Gísla að markaðs- og kynningarmálum félagsins. Guðrún segir að Búseti sé „fyrirmyndarfélag“. Það sé vel rekið, íbúum vel sinnt, vel sé haldið utan um rekstur og viðhaldsmál og sjálfbærnivinkillinn í rekstrinum sé til eftirbreytni. Búseti sé ekki fasteignafélag „þar sem fjárfestar taka út arð heldur fer ávinningurinn í að efla eininguna. Búseti er jákvæður þáttur á íslenskum fasteignamarkaði – þar sem einstaklingurinn öðlast gæði í krafti fjöldans.“

Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri

Gísli framkvæmdastjóri ólst upp á Akureyri. Hann er með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri og BS-prófi í rekstrarfræði frá Háskólanum á Akureyri. Hann lauk meistaranámi í stjórnun frá Álaborgarháskóla í Danmörku og hefur fjölbreytta starfsreynslu, meðal annars hjá fjármálafyrirtækjum, hugbúnaðarfyrirtæki og við rekstrarráðgjöf. Hann tók til starfa hjá Búseta í ársbyrjun 2006 en hafði þá verið í stjórn fyrirtækisins í nokkur ár. „Starf mitt er fjölbreytt og skemmtilegt því verkefnin eru mörg. Ég hef kynnst mörgu góðu fólki í félaginu sem kann vel að meta það sem gert er. Verkefnin eru þó ekki alltaf auðveld því oft þarf að taka erfiðar ákvarðanir. Ég held að okkur hafi bara tekist ágætlega að stýra félaginu í gegnum þann ólgusjó sem verið hefur síðustu ár en það eru spennandi tímar framundan fyrir félagsmenn.“ „Búseti er áhættulítill, öruggur og skynsamur kostur og fer millileiðina í að kaupa íbúð og leigja. Búseti veitir mikið öryggi og um leið frelsi til að haga háttum sínum að vild. Ég tel að það sé mikilvægur hluti af þroskuðum og fjölbreyttum húsnæðismarkaði að búseturétturinn verði sterkari, þar verði fjölbreyttara val íbúða sem henta breiðum þjóðfélagshópum og ólíkum þörfum,“ segir Gísli.

Birna Andrésdóttir gjaldkeri

Birna gjaldkeri er fædd og uppalin í Keflavík. Hún gekk í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hefur komið víða við í atvinnulífinu áður en hún gerðist starfsmaður Búseta 2003. Birna borgar þá reikninga sem berast, hún er líka gjaldkeri fyrir nokkur húsfélög og sér þá um bókhaldið fyrir þau, gerir ársreikninga, sér um félagatal Búseta, símsvörun, móttöku og ýmislegt annað.“ Birna hóf störf hjá félaginu í október 2003 og á því 10 ára starfsafmæli á þessu ári hún byrjaði í 50% starfshlutfalli en er í 100% starfi í dag.

Halldór Ellertsson, viðhaldsfulltrúi hjá Búseta

Halldór er Keflvíkingur að uppruna, lærður húsgagnasmiður og með réttindi sem skoðunarmaður fasteigna. Hann byrjaði fyrst að vinna sem verktaki fyrir Búseta árið 1994 en hefur verið fastur starfsmaður frá 2004. Dagarnir eru þéttskipaðir hjá Halldóri. Hann er bókaður í viðgerðir og skoðanir mestallan daginn. „Ég skoða húsin að utan og innan og ákveð hvað þarf að gera, geri það sjálfur eða kalla til verktaka eftir þörfum. Ég hef aðstoðað íbúana við allt frá því að skipta um perur upp í það að endurnýja gler og hurðir en við kölluð núorðið til menn í stór verk. Starf mitt felst í dag meira í því að sinna íbúunum, hafa umsjón og eftirlit. Ég sé líka um úttektir við íbúaskipti og reikninga í sambandi við uppgjör,“ segir Halldór.

B ú se t i o k t ó b e r 2013

19


Einkum hefur verið horft til tækifæra á uppbyggingu miðsvæðis í Reykjavík.

Fjölbreytt nýbyggingarverkefni Búseta mæta síaukinni eftirspurn Síðustu misseri hafa stjórn og starfsmenn Búseta unnið markvisst að því að undirbúa jarðveginn fyrir aukna uppbyggingu og mæta þannig síaukinni eftirspurn. Á sama tíma og hinn almenni fasteignamarkaður hefur verið í lægð hafa skapast tækifæri fyrir félagið til að tryggja sér hagkvæm uppbyggingartækifæri. Einkum hefur verið horft til tækifæra á uppbyggingu miðsvæðis í Reykjavík. Lengst af hefur lóðarverð miðsvæðis komið í veg fyrir kostnaðarhagkvæmni á slíkum svæðum í eðlilegu árferði.

Austurkór 88-92 útsýnisíbúðir í hæstu byggðum Kópavogs Við Austurkór 88-92 byggir Búseti þrjú lítil fjölbýli með sex íbúðum hvert. Um er að ræða þriggja, fjögurra og fimm herbergja íbúðir með frábæru útsýni yfir golfvöll og sundin blá. Fyrstu sex íbúðirnar voru afhentar nú í september, en tólf íbúðir verða afhentar í júní 2014. Úthlutun íbúða fór fram í júní og ágúst í ár og gekk sala búseturéttar vonum framar.

20

B ú se t i o k t ó b e r 2013

Með samningi Búseta við Reginn um kaup á nýbyggingarsvæði við Einholt-Þverholt í mars 2012 var stórum áfanga náð en umrætt verkefni verður stærsta og metnaðarfyllsta nýbyggingarverkefni Búseta frá upphafi. Á sama tíma hefur verið unnið að því að undirbúa jarðveginn á fleiri svæðum og eru áform mislangt komin. Hér á næstu síðum gefur að líta stutt yfirlit yfir það helsta sem er á döfinni. Fleiri verkefni eru í skoðun en ekki er tímabært að fjalla frekar um þau að svo stöddu.


Laugarnesvegur lítið fjölbýli í takt við aðliggjandi byggð Haustið 2012 festi Búseti kaup á lóð við Laugarnesveg 56. Þar stendur í dag lítið einbýlishús sem dæmt hefur verið ónýtt en í deiliskipulagi er gert ráð fyrir að byggja megi nýbyggingu sem verður tvær hæðir og ris. Búseti hefur hug á að reisa þar lítið fjölbýli með 4-5 íbúðum en við hönnun verður sérstaklega lögð áhersla á aðlögun að aðliggjandi byggð svæðisins. Nýbygging við Laugarnesveg myndi marka ákveðin tímamót en hingað til hefur Búseti ekki átt íbúðir í póstnúmeri 105, en mikill áhugi er fyrir frekari uppbyggingu á því svæði. Reykjavíkurborg vinnur nú að umbótum á deiliskipulagi svæðisins en þegar það liggur fyrir mun endanleg hönnun hefjast. Tímasetningar á framkvæmdatíma og afhendingum liggja ekki fyrir en verða kynntar þegar þar að kemur.

Nýbygging við Laugarnesveg myndi marka ákveðin tímamót en hingað til hefur Búseti ekki átt íbúðir í póstnúmeri 105,

Raðhús við Ísleifsgötu náttúran við bæjardyrnar Í Reynisvatnsási hefur Búseti tryggt sér lóðir fyrir 18 raðhúsaíbúðir við Ísleifsgötu. Deiliskipulagsbreytingu er lokið og stendur til að hefja fullnaðarhönnun nú á haustdögum. Vonir standa til að framkvæmdir hefjist vorið 2014 og að afhending fyrstu íbúða verði sumarið 2015. Um er að ræða fjórar raðhúsalengjur með ýmist fjórum eða fimm einingum. Boðið verður upp á tvær stærðir raðhúsa –annars vegar um 180 m2 sex herbergja raðhús með bílskúr, en hins vegar um 145 m2 fimm herbergja raðhús án bílskúrs. Sérgarðar munu afhendast fullfrágengnir. Með uppbyggingu raðhúsanna vill Búseti koma til móts við eftirspurn eftir sérbýlum, en jafnframt bjóða upp á hagkvæman kost fyrir stærri fjölskyldur.

Boðið verður upp á tvær stærðir raðhúsa –annars vegar um 180 m2 sex herbergja raðhús með bílskúr, en hins vegar um 145 m2 fimm herbergja raðhús án bílskúrs.

B ú se t i o k t ó b e r 2013

21


Einholt-Þverholt fjölbreyttar íbúðir í hjarta Reykjavíkur Vorið 2012 samdi Búseti við Reginn hf. um kaup á nýbyggingarsvæði í Reykjavík sem afmarkast af Einholti til austurs, Þverholti til vesturs og Háteigsvegi til suðurs. Í kjölfarið var unnið deiliskipulag fyrir svæðið sem gerir ráð fyrir 200 til 230 íbúðum. Deiliskipulagsvinna fór fram í samvinnu við íbúasamtök hverfisins og hefur Búseti haft það að markmiði að hlutföll og yfirbragð nýbygginganna væru í takt við aðliggjandi byggð. Þannig fer hæð nýbygginga hvergi upp fyrir Egilsborgir við Þverholt og byggð lækkar í átt að Einholti og Hátegisvegi. Deiliskipulagið miðar við að byggðar verði ýmist þrjár, fjórar eða fimm hæðir og er efsta hæð inndregin. Hönnun íbúðabygginga á reitnum er komin vel á veg og er stefnt á að hefja niðurrif þeirra bygginga sem eftir standa á svæðinu nú í októberlok. Formlegar framkvæmdir hefjast eftir áramót ef áætlanir ganga eftir. Íbúðirnar við Einholt-Þverholt verða í fjölbreyttum stærðum og gerðum enda hefur markmið Búseta verið að íbúðir þær henti fjölbreyttum hópi fólks á ýmsum skeiðum ævinnar og mismunandi fjölskyldustærðum. Innan reitsins verður að finna íbúðir allt frá litlum tveggja herbergja upp í tveggja hæða sex herbergja „town-house“. Þá verða þakíbúðir í ýmsum stærðum með eigin þakgarði. Allar íbúðir verða ýmist með þakverönd, sérafnotareit við garð, eða svölum með möguleika á svalalokun. Nánara fyrirkomulag íbúða verður kynnt á næstu mánuðum á heimasíðu Búseta en stefnt er að forúthlutun fyrstu íbúða á vormánuðum og afhendingu fyrstu íbúða sumarið 2015.

22

B ú se t i o k t ó b e r 2013


Formlegar framkvæmdir hefjast eftir áramót ef áætlanir ganga eftir.

Nemendur í LHÍ vinna verkefni tengt Einholtsreitnum Nemendur á öðru ári í grafískri hönnun við Listaháskólann unnu nýverið nemendaverkefni þar sem þeir spreyttu sig á mörkun (e:branding) á íbúðum Búseta við Einholt-Þverholt. Fulltrúar Búseta mættu í kynningar og var gaman að sjá frumlegar og fjölbreyttar hugmyndir um ímynd og yfirbragð svæðisins. Vonir standa til að geta nýtt hluta hugmyndanna við frekari hönnun og markaðssetningu svæðisins. Búseti þakkar nemendunum kærlega fyrir skemmtilegt innlegg í þróunarvinnu á svæðinu.

Sögulegum heimildum um Einholtsreitinn safnað saman Búseti hefur fengið Þorleif Friðriksson sagnfræðing til liðs við sig í öflun heimilda um merka iðnaðarsögu uppbyggingarreits félagsins við Einholt-Þverholt. Leitast er við að kortleggja sögu svæðisins, þar sem merkir frumkvöðlar í íslenskri iðnaðarsögu byggðu upp fyrirtæki sín. Þar má nefna fyrirtæki eins og Ofnasmiðjuna, Vinnufatagerðina og Smjörlíkigerðina. Stefnt er að því að saga reitsins endurspeglist í nafngiftum og hönnun og að leitast verði við að miðla sögunni innan svæðisins. Ef þú lumar á upplýsingum eða ljósmyndum sem nýst gætu í þessu samhengi viljum við gjarnan heyra frá þér á gudrun@buseti.is.

B ú se t i o k t ó b e r 2013

23


Einholt-Þverholt

Gríðarleg eftirspurn er eftir hagkvæmum íbúðum á svæðinu, en nýbyggingarverkefni hafa hin síðari ár einkennst af dýrum íbúðum sem ekki eru á færi yngra fólks og fjölskyldna.

Keilugrandi samvinna Búseta, Reykjavíkurborgar og KR Eins og fram hefur komið i fjölmiðlum hafa Búseti, Reykjavíkurborg og KR átt í óformlegum viðræðum um sameiginlega uppbyggingu á SÍF-reitnum við Keilugranda. Frumtillögur sem lagðar voru fram á liðnu sumri gera ráð fyrir að reitnum verði skipt í tvö meginsvæði. Á norðurhluta svæðisins yrði 4-5 hæða fjölbýli sem myndaði „U“ sem opnaðist að garði til suðurs. Miðað er við um 75 íbúðir af fjölbreyttum stærðum, allt frá litlum tveggja herbergja upp í sex herbergja. Myndi með verkefninu vera brotið blað í uppbyggingu Búseta í vesturhluta borgarinnar, en í dag á félagið hús við Eiðismýri á Seltjarnarnesi, en engar íbúðir í póstnúmeri 107. Gríðarleg eftirspurn er eftir hagkvæmum íbúðum á svæðinu, en nýbyggingarverkefni hafa hin síðari ár einkennst af dýrum íbúðum sem ekki eru á færi yngra fólks og fjölskyldna. Á suðurhluta reitsins hefur KR áhuga á að reisa fjölnota íþróttahús sem yrði að stórum hluta niðurgrafið en aðliggjandi landslag yrði stallað að þaki þess sem myndi nýtast sem almenningsgarður. Markmiðið er að íþróttahúsið muni nýtast til íþróttaiðkunar, fyrir frístundastarf Grandaskóla og fyrir eldri borgara. Borgarráð fjallaði um málið á liðnu sumri og voru undirtektir jákvæðar. Málið er nú til umfjöllunar í húsnæðishóp á vegum Reykjavíkurborgar og er vonast til að línur skýrist á næstunni.

24

B ú se t i o k t ó b e r 2013


Gildi og framtíðarsýn Búseta Fagmennska – Öryggi – Framsýni Á árunum 2010 og 2011 unnu félagsmenn, stjórn og starfsmenn stefnumótunarvinnu sem er grundvöllur þeirrar stefnu sem Búseti starfa eftir í dag. Þar var mörkuð sú framtíðarsýn sem skilgreinir 3 megingildi félagsins sem jafnt endurspegla fortíð, nútíð sem framtíð. Fagmennska skal viðhöfð á öllum sviðum bæði hvað viðkemur daglegum rekstri félagsins svo og rekstri og byggingu fasteigna. Mikilvægt er að tryggja vandaða áætlanagerð með tilliti til viðhaldsþarfar og byggja upp sterkari fagþekkingu innan félagsins á hönnun, rekstri og viðhaldi fasteigna. Markmiðið er að safna aukinni þekkingu innan félagsins, bæta þjónustu og lækka rekstrarkostnað. Fagmennska skal viðhöfð þegar kemur að þjónustu við íbúa og hefur m.a. starfsmönnum verði fjölgað í þeim tilgangi. Það felur líka í sér þörf á betri upplýsingakerfum til að halda utanum og greina kostnað verkefna. Þegar kemur að fjármálum þarf að ástunda varkárni og auka upplýsingagjöf til íbúa. Þá erum við að vinna hörðum höndum að nýjum og betri leiðum við fjármögnun verkefna með lægri fjármagnskostnaði, bæði skammtíma- og langtímafjármögnun. Félagið leggur aukið vægi á eigið frumkvæði og afstöðu til hönnunar fasteigna því mikil reynsla hefur byggst upp í tengslum við rekstur og viðhald ólíkra húsa og mismunandi útfærslna á íbúðarhúsnæði. Það er því vilji stjórnar og starfsfólks að vera leiðandi í endurbótum og nýsköpun sem endurspegla fagmennsku, hvort heldur sem er við framkvæmd og fjármögnun eða rekstur, þjónustu og viðhald fasteigna til langs tíma. Öryggi skiptir máli og er rauði þráðurinn í starfi félagsins. Búseturéttur á að vera einn af þeim valkostum sem bjóðast fyrir alla. Húsnæðisstyrkir hafa þróast í þá átt að verða persónutengdir og þannig mun skilvirkari en styrkir tengdir eignarformi eða félögum. Öryggi snýr þannig nú enn frekar að frelsi einstaklingsins og sjálfstæði og endurspeglast þetta í slagorði félagsins sem breytt var árið 2008 í „Öryggi til framtíðar, frelsi þegar þér hentar“. Gildið öryggi hefur margar hliðar og snýr bæði að óbreyttum félagsmanni, íbúa og rekstri félagsins á sjálfbæran hátt. Félagsmaður sem bíður eftir

að kaupa sér búseturétt vill hafa úrval og möguleika á fjölbreyttu húsnæði. Allir félagsmenn skulu hafa sömu réttindi. Eigandi búseturéttar vill vera öruggur með að viðhald fasteignar sé í lagi, að hann geti búið óáreittur í húsnæðinu eins lengi og hann vill og skipt í stærra eða minna þegar honum hentar. Frelsi er hin hliðin á að vera öruggur, öruggur um að vera ekki fastur í þeim skuldabagga og viðhaldsskuldbindingu sem kaup á fasteign felur oftar en ekki í sér. Frelsi til að skipta um húsnæði án mikils kostnaðar og breyta greiðslubyrði sinni með stuttum fyrirvara. Öryggi snýr líka að rekstraröryggi félagsins til langs eða skamms tíma. Sjálfbærni skal vera leiðarljós við ákvarðanir og leggja þarf til hliðar fyrir mögru árin. Stjórnendur skulu viðhafa ábyrgan rekstur og aðhaldssemi, nú sem fyrr. Ákvarðanir er snúa að fjárfestingum og uppbyggingu skulu einkennast af varkárni og sveigjanleika þannig að hægt sé að vinda ofan af þeim gangi áætlanir ekki eftir. Ástunda skal gagnsæi, fyrirhyggju og heiðarleika. Framsýni er þriðja gildi félagsins. Við tjöldum ekki til einnar nætur. Stefna félagsins er að fjölga íbúðum, bæði stórum sem smáum. Hluti af aðdráttarafli þess er að í boði sé fjölbreytt úrval íbúða, stórra sem smárra og sem víðast á höfuðborgarsvæðinu. Á lífsleið manneskjunnar breytast þarfir hennar varðandi húsnæði. Hún þarf stærra eða minna húsnæði og vill færa sig á milli hverfa. Félagið vill tryggja áhyggjuleysi gagnvart stærstu viðhaldsþáttum en um leið auka frelsi og ábyrgð íbúa, bæði að því sem snýr að innviðum íbúða og sameign húsfélags. Íbúi setur sitt mark á umhverfið með virku íbúalýðræði er snýr að þáttum sem standa honum næst. Til að mæta síaukinni eftirspurn vill Búseti fjölga íbúðum um 5-10% að meðaltali á ári hverju og sýna samfélagslega ábyrgð með byggingu umhverfisvænna íbúða sem einnig eru hagkvæmar í rekstri og viðhaldi. Þessir þættir tengjast órjúfanlegum böndum. Félagið skal einnig njóta aukinnar hagkvæmni í krafti stærðar sinnar sem skilar sér í samkeppnishæfum valkosti á húsnæðismarkaði – öllum til hagsbóta. B ú se t i o k t ó b e r 2013

25


Lyklar afhentir í Austurkór Þann 27. september síðastliðinn voru afhentir lyklar að 6 nýjum íbúðum Búseta við Austurkór 88 í Kópavogi. Stýriverktaki framkvæmda við Austurkórinn er G.G. Verk og hafa framkvæmdir gengið vel – en þær hófust í október 2012. Austurkórinn er á einstökum útsýnisstað í efstu byggðum Kópavogs og var mikil eftirspurn eftir íbúðum. Tólf íbúðir við Austurkór 90 og 92 verða afhentar í júní 2014. Íbúðirnar í Austurkór eru fyrstu íbúðir Búseta í Kópavogi í 23 ár, eða frá því að íbúðir við Trönuhjalla voru afhentar árið 1990. Vonir standa til frekari uppbyggingar í Kópavogi á komandi árum. Íbúðirnar í Austurkórnum eru 3ja-5 herbergja og eru allar með sérinngangi og sérverönd eða svölum. Við hönnun húsanna var leitast við að lágmarka sameign og nýta glæsilegt útsýnið á sem bestan hátt. Leitast var við að bjóða upp á sveigjanleika í nýtingu íbúðanna og gátu íbúar valið um 3 valkosti á útfærslu herbergja við hlið stofu. Innréttingar í húsunum eru frá Axis og gólfefni frá Álfaborg. Almennt var efnisval látlaust en íbúar höfðu val um gólflísar votrýma, lit á borðplötum og efnisval innréttinga upp að ákveðnu marki.

Íbúðirnar í Austurkórnum eru 3ja-5 herbergja og eru allar með sérinngangi og sérverönd eða svölum.

26

B ú se t i o k t ó b e r 2013


Þróun og áætlun á fjölda íbúða hjá Búseta og Leigufélagi Búseta 1200 1000 800 600 400 200 0

1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1 994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016

Valkostir á lífsleiðinni Þarfir okkar breytast á lífsleiðinni – en öll eigum við það sameiginlegt að þurfa tryggt og öruggt þak yfir höfuðið. Flestir byrja í smáu húsnæði og búa í skemmri tíma en stækka svo við sig í skrefum eftir því hvernig fjölskylduform og aðstæður þróast. Búseti hefur í gegnum tíðina lagt áherslu á að bjóða fjölbreytt úrval íbúða sem hentar breiðum hópi fólks á ólíkum lífsskeiðum. Helst hefur skóinn kreppt hvað varðar uppbyggingu í grónari hverfum enda félagið ungt í sögulegu samhengi. Eitt af markmiðum með nýbyggingaverkefnum Búseta er að auka enn frekar á fjölbreytni og má segja að með þeim verkefnum sem nú eru á teikniborðinu ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Í dag rekur Búseti um 730 íbúðir en þar af heyra tæplega 200 undir Leigufélag Búseta. Á liðnum áratug hafa að meðaltali 60 búseturéttir skipt um eigendur á ári hverju sem þýðir að meðal búsetutími í sömu íbúð er um 8,6 ár. Algengt er að fólk færi sig á milli enda er skiptikostnaður óverulegur í samanburði við það sem gengur og gerist á almennum markaði.

Afsláttur af félagsgjaldi fyrir 18 ára og yngri

Á síðasta aðalfundi var ákveðið að 18 ára og yngri greiði aðeins hálft félagsgjald – en fullt félagsgjald nemur í dag 5000 kr. Vonir standa til þess að breytingin auðveldi ungum barnafjölskyldum að tryggja örugga framtíðarvalkosti fyrir börn sín.

Á næstu síðum heilsum við upp á nokkra íbúa Búseta og heyrum um þeirra reynslu og viðhorf gagnvart félaginu.

Sá yngsti 2 ára og sá elsti 98 ára. Aldursskipting félagsmanna 700 600 500 400 300 200 100 0

Undir 20

20-30 ára

31-40

41-50

51-60

61-70

71-80

81 +

B ú se t i o k t ó b e r 2013

27


Ég er að bíða eftir að Búseti eignist nýtt húsnæði í miðbænum. Ef það gerist þá reyni ég sennilega að stækka við mig.

Örlagarík tilviljun að flytja í búsetaíbúð Halla Gunnarsdóttir, blaðamaður, flutti fyrst inn í Búsetaíbúð á besta stað í bænum þegar hún var tvítug, eða árið 2001. Hún bjó í íbúðinni við Laugaveginn einn vetur, fór síðan á flakk til útlanda og kláraði nám sitt og flutti síðan í næsta stigagang árið 2004. Þar hefur hún verið meira og minna síðan og kann einstaklega vel við sig. „Það var fyrir tilstuðlan mömmu að ég áttaði mig á þessu kerfi og skráði mig í það. Ég veit ekki hvenær ég varð félagi, kannski þegar ég var 17-18 ára. Ég hafði svo reynt að sækja tvisvar um íbúð í Grafarvogi en ekki fengið. Þegar Búseti keypti þessar íbúðir á Laugavegi og gerði þær upp fengum við, ég og þáverandi kærastinn minn, úthlutað íbúð,“ útskýrir Halla.

Öruggt húsnæði

Hún hafði alltaf séð fyrir sér að flytja í íbúð í Grafarvoginum og ætlaði aldrei að flytja niður í miðbæ. „Ég er alin upp í Mosfellsbænum og mér þótti það að flytja til Reykjavíkur vera að koma sér fyrir í Grafarvogi eða Árbæ. Ég sá mig alltaf fyrir mér í gulu blokkinni í Grafarvoginum en svo voru þessar íbúðir lausar. Mér leist ekkert á það að flytja niður í bæ og fannst íbúðin virka of lítil þegar við skoðuðum hana fyrst án húsgagna og innréttinga en við fluttum inn og það hvarflar ekki að mér nú að búa annars staðar en í miðbænum. Þetta var því örlagarík tilviljun,“ segir hún. Höllu líkar einstaklega vel við Búsetakerfið og bendir á að húsnæðið sé öruggt án þess að skuldbindingin sé mikil. Hún telur að kerfið henti sérstaklega vel ungu fólki sem er að koma sér upp sinni fyrstu íbúð. „Það er dýrt að koma sér upp íbúð og mikill kostnaður í kringum það, að kaupa fyrst litla íbúð og stækka svo smám saman við sig. Fólk eyðir mörgum árum í að vinna fyrir því. Kosturinn við Búseta er að komast í íbúð og þurfa ekki að leggja út eins háar fjárhæðir en vera samt í öruggu húsnæði. Svo getur maður losnað út úr því líka. Það er þessi sveigjanleiki sem hentar mér,“ segir hún.

Björgun eftir hrun

Margir hafa gaman af að gera upp íbúðir og laga innanstokks en Halla er ekki ein af þeim. Henni finnst þægilegt að hafa allt tilbúið og að það sé hugsað um allt fyrir hana. Aldrei hafa komið ófyrirséð aukaútgjöld eins og stundum gerist hjá íbúðareigendum og íbúðarkaupendum. „Ég er ekki frá því að það hafi bjargað mér að vissu leyti eftir hrun að hafa verið í þessu kerfi og vera ekki með skuldir á bakinu eftir að hafa ráðist í íbúðakaup,“ segir hún. Íbúðin er tveggja herbergja, rúmlega 50 fermetrar að stærð.

28

B ú se t i o k t ó b e r 2013

Halla Gunnarsdóttir, blaðamaður hefur búið í Búsetaíbúð með hléum frá 2001.

Búseturétturinn kostaði 1,2 milljónir á sínum tíma og það segir Halla að sér hafi tekist að borga tiltölulega fljótt upp. Íbúðin hafi aldrei verið neinn baggi heldur miklu frekar góð og þægileg leið til að búa í öruggu húsnæði. Hún bendir á að skortur sé á stærra húsnæði í miðborginni og sæi gjarnan fyrir sér Búseta bjóða upp á íbúðir annars staðar í miðbænum. Fyrir utan Laugaveginn er bara boðið upp á húsnæði við Skólavörðustíg og Klapparstíg. „Ég er að bíða eftir að Búseti eignist nýtt húsnæði í miðbænum. Ef það gerist þá reyni ég sennilega að stækka við mig,“ segir hún.

Ætti líklega minna

Viðbrögðin eru misjöfn þegar Halla segist búa í Búsetaíbúð. Margir hafa aldrei heyrt um Búseta og vita ekki hvaða kerfi þetta er. „Fyrir hrun þótti sumum þetta virka sem óskynsamlegt húsnæðisform, í takti við séreignastefnuna og séreignahugmyndafræðina um að allir eigi eða vilji eignast sitt húsnæði sama á hvaða æviskeiði það er. Fólk spurði af hverju ég keypti ekki frekar íbúð því að afborgairnar söfnuðust upp og á endanum ætti ég íbúðina. En ef ég hefði gert þetta þá ætti ég líklega minna en ég á í Búsetaíbúðinni í dag,“ segir hún og telur almennt meiri áhuga á Búsetafyrirkomulaginu nú en áður.


Fengu gullið tækifæri við Austurkór Steinþór Runólfsson læknakandidat og kærasta hans, Fanney Hrund Hilmarsdóttir lögmaður, flytja inn í fyrstu búsetaíbúðina sína við Austurkór í Kópavogi næsta vor. Steinþór ólst upp í búsetaíbúð frá sex ára aldri og tengdamóðir hans var ein af stofnfélögum Búseta. „Ég er alinn upp fyrstu árin á stúdentagörðum í Danmörku þar sem við bjuggum þröngt ég, mamma og pabbi. Við flytjum svo í Búsetaíbúð í Grafarvogi þegar ég er sex ára. Við bjuggum þar í fimm til sex ár eða þangað til við fluttum í Búsetaíbúð í raðhúsi í Mosfellsbæ,“ segir Steinþór. „Við bjuggum þar í tíu ár þannig að ég hef búið í þessu kerfi meirihlutann af mínu lífi. Það var ótrúlega gott og fór vel um okkur, þrátt fyrir að íbúðin hafi ekki verið mjög stór fyrir fimm manna fjölskyldu” segir hann.

Önnur kynslóð

Steinþór flutti úr búsetakerfinu með foreldrum sínum fyrir fjórum árum síðan. Hann hefur leigt hús á almennum markaði síðasta árið en er að kaupa sinn fyrsta búsetarétt og flytur inn í búsetaíbúðina sína á næsta ári. „Ég er því önnur kynslóð af búsetum,“ segir hann og bætir við að hann hafi átt númer hjá Búseta frá 1990 eða 1991 þegar foreldrar hans skráðu hann í félagið. Númerinu hefur alltaf verið viðhaldið. Minningin um samfélagið í blokkaríbúðinni er jákvæð. Samfélagið var gott í stigaganginum þar sem flestir íbúarnir voru í búsetaíbúðum þó að blokkin væri annars í blandaðri eign. „Ég á erfitt með að ímynda mér að samfélagið þarna hafi verið öðruvísi en önnur á svæðinu,“ segir hann og bætir við að samvinnan í húsfélaginu hafi verið góð, það hafi hann heyrt á uppvaxtarárum sínum.

Steinþór Runólfsson og Fanney Hrund Hilmarsdóttir flytja inn í fyrstu búsetaíbúðina sína um mitt næsta ár. Steinþór segir að þau hafa verið með sömu vangaveltur og ungt fólk í dag, hvort þau ættu að leigja eða kaupa. Búseti hafi orðið ofan á.

Fjölskyldan flutti í raðhúsið í Mosfellsbæ enn allar íbúðirnar tilheyrðu Búseta. „Ég upplifði ekki oft íbúaskipti, þvert á móti átti ég sömu nágrannana lengst af á meðan við bjuggum þar“ segir hann.

Fagna hesthúsinu

Steinþór og Fanney Hrund flytja inn í fyrstu búsetaíbúðina sína um mitt næsta ár. Hann segir að þau hafi verið með sömu vangaveltur og ungt fólk í dag, hvort þau ættu að leigja eða kaupa. „Við höfum ekki áhuga á að skuldsetja okkur umfram efni. Vissulega vorum við að leita eftir einhverju öryggi sem leigumarkaðurinn gefur ekki. Við sáum þetta gullna tækifæri þegar þrjár nýbyggingar við Austurkór voru auglýstar nýlega og fengum úthlutað þar,“ segir hann. Steinþór og Fanney Hrund sóttu um og fengu úthlutað 89 fermetra þriggja herbergja íbúð á neðstu hæð með sérinngangi og miklu útsýni. Þau fá hana afhenta í júní 2014 ef allt fer sem horfir. Þau eru hestafólk og fagna því að hafa hesthúsahverfi í 500 metra fjarlægð ásamt frábæru útivistarsvæði bókstaflega hinum megin við hæðina.

Ég er önnur kynslóð af búsetum,“ segir Steinþór Runólfsson læknakandidat sem alinn er upp í búsetakerfinu og flytur inn í sína fyrstu búsetaíbúð í vor. B ú se t i o k t ó b e r 2013

29


Ekkert annað kom til greina Finnlaugur Pétur Helgason og fjölskylda hans hafa búið í Búsetaíbúð frá 2003 eða frá því blokkin sem þau búa í við Kristnibraut í Grafarholti var reist. Finnlaugur segir að strax við inngöngu í félagið hafi þau sótt um íbúð í blokkinni sem þau hafa svo búið í alla tíð síðan. „Aðsóknin var ekkert rosalega mikil og við gátum valið okkur íbúð. Við völdum það sem við töldum vera bestu íbúðina, íbúð á efstu hæð, en höfum síðan fært okkur niður um eina hæð aðeins stærri íbúð. Við þurftum að bæta við okkur einu herbergi fyrir fjórum árum því að við vorum ólétt,“ segir Finnlaugur. Finnlaugur og fjölskylda hans höfðu fram að þessum tíma verið í leiguhúsnæði og Finnlaugur segir að búsetaíbúð hafi verið það eina sem hafi komið til greina bæði peningalega og gæðalega. „Það er ódýrara og stöðugra hjá Búseta. Engin hætta er á að maður verði rekinn út eða selt ofan af manni nema maður standi ekki í skilum,“ segir hann. Áður en fjölskyldan keypti búseturétt hafði hún verið í leiguhúsnæði með myglu. Það var því ekki gott heilsufarslega. Finnlaugur segir að því hafi verið yndislegt að komast í nýtt húsnæði. „Þetta er snilldarfyrirkomulag.“ „Við lítum svo á að við séum á leigumarkaði þó að við eigum náttúrulega þann hlut sem við borguðum fyrir búseturéttinn,“ segir hann og telur að Búsetaíbúð sé miklu þægilegri en að leigja á almennum markaði. Það sé fjárhagslega útilokað nema fyrir þá sem eru með milljón eða meira í laun á mánuði.

Fimm börn á sjö árum

Nágrannarnir hafa flestir verið í húsinu frá upphafi þannig að blokkin er eins og lítið þorp. Finnlaugur segir að auðvitað geti verið svartir sauðir en það verði alltaf og það verði þau bara að lifa við. Þrátt fyrir það sé margt gott við það að búa í Búsetaíbúð. „Maður borgar bara ákveðinn pening á mánuði og inni í því er allt

30

B ú se t i o k t ó b e r 2013

Finnlaugur Pétur Helgason og fjölskylda búa í íbúð við Kristnibraut í Grafarholti. Börnin heita Helgi Fannar, 9 ára, Pétur Snær, 7 ára, Dagbjört María, 6 ára, Óskar Jökull, 4 ára, og Sólrún Ásta, 2 ára.

nema rafmagnið. Maður þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu,“ segir hann. Finnlaugur og kona hans, Sigurlaug Hauksdóttir, eiga fimm börn sem fæddust á sjö ára tímabili. Þau búa nú í fjögurra herbergja íbúð sem er löngu orðin of lítil fyrir þau. Ekki er mikið af stærri íbúðum hjá Búseta. Fjölskyldan bíður eftir að Búseti byggi fimm til sex herbergja íbúðir við Reynisvatn en Finnlaugur bendir á að ekki sé víst að þau fái slíka íbúð því að þau hafi engan forgang í kerfinu. „Það þyrfti að vera einhver forgangur fyrir þá sem þurfa svona stórar íbúðir þannig að barnlaus hjón sæki ekki um og fái sex herbergja íbúð,“ segir hann og bendir á að ekki sé hægt að útiloka það eins og kerfið sé í dag.


Við áttum ekki íbúð og ég vildi komast í íbúð sem við réðum við. Það er dýrt að leigja og Búseti er hagstæður kostur svo að ég sótti um.

Verð hér svo lengi sem heilsan leyfir Eldri borgarinn María Jakobsdóttir hafði verið félagi í Búseta í fjöldamörg ár þegar hún ákvað að sækja um Búsetaíbúð árið 2005. María og sambýlismaður hennar, Jóhannes Guðmannsson, fengu strax úthlutað 68 fermetra tveggja herbergja íbúð á jarðhæð við Berjarima þannig að þau þurfa ekki að labba upp neina stiga.

Dýrt að leigja

„Það var alveg meiriháttar,“ segir María. „Ég var orðin öryrki þegar okkur var úthlutað íbúðinni og sambýlismaður minn var kominn vel yfir sjötugt. Hann þurfti að hætta að vinna. Við áttum ekki íbúð og ég vildi komast í íbúð sem við réðum við. Það er dýrt að leigja en Búseti er hagstæður kostur svo að ég sótti um,“ segir hún og bætir við: „Við höfum verið í þessari íbúð síðan og hér ætla ég að búa eins lengi og heilsan leyfir.“ María er ánægð með íbúðina og fyrirkomulagið hjá Búseta. „Maður þarf ekki að spá í neitt eða fá neinn til að gera neitt fyrir sig því að Búseti sér um viðhaldið. Maður þarf náttúrulega að mála

sjálfur en þetta er mjög gott fyrirkomulag. Við erum mjög sátt,“ segir hún.

Eins og að búa í sveit

Íbúð Maríu og Jóhannesar, við Berjarima, liggur líka vel við strætisvagnaferðum sem gerir lífið enn þægilegra fyrir þau. „Það er gott með strætisvagnaferðir í bæinn,“ segir hún. „Strætó stoppar við dyrnar þannig að það getur ekki verið þægilegra.“ María líkir staðsetningunni við það að búa uppi í sveit. „Það er stutt og þægilegt að komast í bæinn og ekki langt upp í Spöng þannig að við erum með flesta hluti innan handar. Bílageymsla er undir húsinu þannig að bíllinn er inni og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að skafa á veturna.“ María er 73 ára og bóndi hennar að verða áttræður svo að þau hafa ekki hugsað sér að stækka við sig, þvert á móti vilja þau bara halda Búsetaíbúðinni sinni óbreyttri því að „þetta er bæði þægilegt og viðráðanlegt,“ segir María Jakobsdóttir.

María Jakobsdóttir og Jóhannes Guðmannsson búa við Berjarima.

B ú se t i o k t ó b e r 2013

31


Þjónustu- og viðhorfskönnun meðal búseturétthafa Í vor lét Búseti Capacent gera könnun til að mæla upplifun viðskiptavina af þjónustu Búseta og viðhorf til ýmissa þátta er varða búseturéttarfyrirkomulagið. Samskonar könnun var gerð árið 2010 og er því mögulegt að bera saman niðurstöðurnar úr könnununum og sjá hvort viðhorf og upplifun viðskiptavina hafi breyst. Könnunin var símakönnun gerð 15.-28. apríl sl. Úrtakið var 424 félagar í Búseta, 153 svöruðu ekki. Svarhlutfall var því 63,9 prósent. Í könnuninni kemur fram gríðarleg jákvæðni gagnvart Búseta og hefur hún aukist milli kannana ef eitthvað er. Óhætt er að segja að ánægja sé ríkjandi með íbúðir Búseta og sömuleiðis þjónustuna. Sérstaklega er ánægja með þjónustuna í Grafarvogi. Þá eykst ánægjan eftir því sem svarendur eru eldri. Fleiri en áður vilja nú tengja verð búseturéttaríbúða við verð á almennum markaði. Gísli Örn Bjarnhéðinsson framkvæmdastjóri segir að klárlega sé áhugi á þessu en stór hluti svarenda taki þó ekki afstöðu. Markaðstenging hafi verið lítið rædd innan félagsins. Í könnuninni í vor kemur fram að langflestir svarendur, eða 92,9 prósent, telja líklegt að þeir mæli með Búseta sem góðum valkosti við vini og fjölskyldumeðlimi.

Hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) ertu gagnvart Búseta?

2010

2013

5,9%

n Ánægð(ur)

2%

1,9%

n Hvorki né

92%

92,2%

6%

n Neikvæð(ur)

n Óánægð(ur)

Svarendur eru jákvæðir gagnvart Búseta og það hefur lítið breyst frá fyrri könnun.

2010

n Hærri gjöld og minni ábyrgð n Hvougt – Halda óbreyttu

2010

2010 2013

23,3%

9,7%

13%

67,7%

63,6%

Heldur fleiri en áður vilja nú borga lægri gjöld vegna viðhaldskostnaðar innan íbúðar og taka við meiri ábyrgð á viðhaldi og breytingum innan íbúðar en áður.

B ú se t i o k t ó b e r 2013

2010 2013 72,5%

78,7%

16%

14,8%

11,5%

6,5%

Ánægjan hefur aukist verulega milli kannana og óánægja minnkað að sama skapi. 65 ára og eldri eru mun ánægðari en 16-34 ára fólk. Ánægjan er þó auðvitað veruleg.

2013

n Lægri gjöld og meiri ábyrgð 22,6%

2013

Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ertu því að afsala þér kaupskyldu Búseta gegn því að eiga möguleika á hærra verði við sölu í hlutfalli við markaðsverð íbúðarinnar?

Hvern af eftirfarandi kostum myndir þú velja ef þeir stæðu þér til boða?

32

2010

2010 2013

n Hvorki né n Jákvæð(ur)

Á heildina litið, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með þjónustu Búseta?

2013

2010 2013

n Hlynnt(ur)

35%

n Andvíg(ur)

48% 38,1%

41,3%

n Hvorki né

17%

20,6%

Heldur fleiri en áður eru fylgjandi því nú en áður að afsala sér kaupskyldu Búseta gegn því að geta fengið hærra verð við sölu í hlutfalli við markaðsverð íbúðarinnar.


Á heildina litið, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með íbúðina sem þú býrð í?

2010

Ef þú værir að kaupa íbúð í dag, hversu líklegt eða ólíklegt er að þú myndir velja Búseta aftur?

2010

2013

n Hvorki né

n Líklegt 84,7% 87,6%

n Óánægð(ur)

4% 2,8%

n Ánægð(ur) 93,2% Gríðarleg ánægja er með íbúðirnar meðal íbúa.

Hvort myndir þú heldur vilja sjá búseturéttarfyrirkomulagið þróast nær leiguíbúðarformi, nær eignaríbúðarformi eða hafa óbreytt fyrirkomulag?

2010

n Nær leiguíbúðarformi n Nær eignaríbúðarformi n Óbreytt fyrirkomulag

n Ólíklegt

12,7%

8,5%

n Hvorki né

2,6%

3,9%

Þeim fjölgar sem telja líklegt að þeir myndu velja Búseta aftur við íbúðakaup í dag

Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú munir selja búseturéttinn á næstu 24 mánuðum?

2013

2010

2010 2013

16,5%

19,3%

n Ólíklegt

45%

48,6%

n Líklegt

38,5%

32%

Heldur fleiri styðja það að búseturéttarfyrirkomulagið þróist nær leiguíbúðarformi en áður en einnig eru fleiri sem vilja sjá þróunina nær eignaríbúðarformi. Þeim fækkar sem vilja óbreytt skv. þessari spurningu.

2010 2013

n Hvorki né

2013

2010 2013 82%

83,7%

12,4%

12,2%

5,6%

4,1%

Mikill meirihluti svarenda – og heldur fleiri en í fyrri könnun - telur ólíklegt að þeir selji búseturéttinn sinn á næstu tveimur árum.

B ú se t i o k t ó b e r 2013

33


Niðurstaða leigukönnunarinnar Í vor lét Leigufélag Búseta Capacent gera könnun til að mæla upplifun viðskiptavina af þjónustu og viðhorf varðandi leigufyrirkomulagið. Könnunin var símakönnun gerð 16.-28. apríl 2013. Úrtakið var 159 manns, 57 svöruðu ekki. Svarhlutfall var því 64,2 prósent. Í stuttu máli kom könnunin mjög vel út og mælist mjög mikil ánægja meðal íbúa. Íbúum líður vel og hafa ekki áhyggjur af því að missa húsnæðið. Hér að neðan má sjá dæmi um spurningar og svör. Tæplega helmingur svarenda telur að leiguverð íbúða hjá Búseta sé sambærilegt við leiguverð á almennum markaði. Íbúðirnar eru líka taldar betri. Það kemur því varla á óvart að leiguíbúðir Leigufélags Búseta eru taldar betri kostur en leiguíbúðir á almennum leigumarkaði.

Hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) ertu gagnvart Leigufélagi Búseta?

Telur þú að framboð á íbúðarhúsnæði til leigu sem hentar þér, sé mikið eða lítið á Íslandi?

n Hvorki né 5,9%

n 1-3 ár 46,9%

n 10 ár 12,5%

n Lítið 92,3%

n Jákvæð(ur) 93,1%

n 4 ár 3,1%

n 15 ár 3,1%

n Mikið 4,4%

n Neikvæð(ur) 1%

n 5 ár 31,3%

n 20 ár 3,1%

n Hvorki né 3,3%

Í niðurstöðum kemur fram að íbúar í Mosfellsbæ eru sérstaklega ánægðir enda er þar nýjasta og flottasta húsið.

Telur þú að það sé hagstætt eða óhagstætt að leigja íbúðarhúsnæði á Íslandi um þessar mundir?

Tæpur helmingur svarenda ætlar sér greinilega að vera hjá leigufélagi Búseta næstu þrjú árin, sérstaklega er það þó áberandi hjá 55 ára og eldri.

Telur þú að leiguverð íbúða hjá Búseta sé hærra, sambærilegt eða lægra en á öðrum leiguíbúðum á almennum leigumarkaði?

Niðurstaðan er í takt við þjóðfélagsumræðuna, framboð á leiguhúsnæði er lítið, sérstaklega telja háskólamenntaðir að svo sé.

Telur þú að gæði leiguíbúða hjá leigufélagi Búseta séu betri, sambærileg eða lakari en á öðrum leiguíbúðum á almennum leigumarkaði?

n Óhagstætt 77,2%

n Lægra 46,2%

n Betri gæði 70,1%

n Hagstætt 15,2%

n Sambærilegt 49,5%

n Sambærileg gæði 24,1%

n Hvorki né 7,6%

n Hærra 4,3%

n Lakari 5,7%

Svarendur telja óhagstætt að leigja íbúð þessa dagana.

34

Til hve langs tíma til viðbótar hefur þú í hyggju að leigja íbúð hjá Leigufélagi Búseta?

B ú se t i o k t ó b e r 2013

Um helmingur svarenda telja leiguverð hjá Búseta sambærilegt við það sem er annars staðar.

Athyglisvert er að 55 ára og eldri telja gæði leiguíbúða hjá Búseta mun betri en annars staðar. Þó dregur úr þessari skoðun eftir því sem menntun svarenda er meiri.


Bæklingarnir eru liður í að einfalda upplýsingagjöf til félagsmanna hvað varðar hlutverk og starfsemi Búseta, búseturéttarformið, leiguíbúðir félagsins og viðhaldsmál.

s. til

Búsetufélag og skyldur þess

ð ð rir

tt i ta afi í aupt ld di á

Hvað er Búseti ? Hlutverk, gildi og framtíðarsýn

Við byggjum til framtíðar og fjölgum valkostum Uppbyggingarverkefni í þróun á eftirsóttum stöðum innan höfuðborgarsvæðisins

og er ni ur

Fylgstu með !

Akranes

Búseti hsf. Síðumúli 10 108 Reykjavík s: 520 5788 buseti@buseti.is www.buseti.is

Einholtsreitur

Starfrækt eru húsfélög í búsetahúsum og eru þau kölluð búsetufélög. Þau hafa ákveðnum skyldum að gegna skv. samþykktum Búseta og lögum um húsanæðissamvinnufélög. Allir íbúar eru í búsetufélaginu og þeir kjósa sér stjórn sem sér um dagleg mál og rekstur félagsins. Félagsmenn setja sér húsreglur þar sem tekið er á umgengni, dýrahaldi o.fl. og njóta þess beint ef þeir ganga vel um. Þeir geta líka haft áhrif á kostnað með því að sinna sjálfir þrifum á sameign í stað þess að kaupa þjónustu. Búsetufélagið heldur húsfundi og aðalfund, árlega,Kaup þar sem er á lagður búseturétti fram ársreikningur félagsins. Félagið skilar samþykktum ársreikningi og reikningsyfirlitum til skrifstofu Búseta.

Búseturéttaríbúðir

Búsetufélögin bera ábyrgð á rekstri, viðhaldi og endurnýjun lóðar, bílaplans/bílageymslu og á allri sameign húss. Einnig sjá þau um útleigu á sölum og bílastæðum þar sem það á við. Hluti mánaðarlegs búsetugjalds er húsgjald sem rennur til búsetufélagsins. Venjulega er því skipt í tvo sjóði þ.e. rekstarsjóð sem sér um dagleg útgjöld og svo framkvæmdarsjóð sem er þá söfnunarsjóður fyrir endurnýjun og viðhaldi. Lóð: Til lóðar telst m.a. allur gróður, göngustígar, leiktæki, ljósastaurar, girðingar, sorptunnur og umbúnaður Akranes vegna þeirra. Aðkeypt lóðaumhirða er greidd úr rekstrarsjóði. Bílaplan/Bílageymsla: Merking, þrif og málun á bílastæðum er greitt úr rekstrarsjóði svo og viðhald á öllum gangstéttum. Viðhald bílageymslna eða bílastæðahúsa er greitt úr rekstrarsjóðnum svo sem hurðaopnarar og brautir, eldvarnarkerfi (sprinkler), brunahurðir, merkingar, málun og þrif.

Sameign: Öll sameign innandyra þ.m.t. þvottahús, hjólaog vagnageymsla, leik- og/eða fundarherbergi, gólfefni, málning, dyrasími (móðurstöð), loftnets- og sjónvarpsbúnaður, lyfta, slökkvitæki, meindýravarnir, veggjakrot, millihurðir, Búseti hsf. skrár og hurðapumpur, útiljós og hreinsun loftræstikerfa. Síðumúli 10

108 Reykjavík s: 520 5788 www.buseti.is

Viðhaldsþjónusta

Viðhaldsdeild Búseta getur aðstoðað þig við ýmislegt tengt viðhaldi á íbúð þinni. Greiða þarf gjald fyrir það sem ekki fellur undir ytri eða innri viðhaldssjóð en verðskrá má finna á heimasíðu Búseta. Dæmi um slíka þjónustu er losun og hreinsun niðurfalla, stilling og lagfæring innréttinga og hurða og endurnýjun stormjárna. Sé þörf á þjónustu eða aðstoð er hægt að panta tíma hjá viðhaldsfulltrúa. Sérstaklega er mikilvægt að kalla til aðstoð ef um leka er að ræða eða annað tjón sem veldur skaða. Vanræksla íbúa getur skapað honum Skilmálar og greiðslur skaðabótaskyldu ef ekki er brugðist við. Öllum þjónustubeiðnum er reynt að svara og forgangsraða innan 1-3 virkra daga með tillögu um bókaðan tíma.

Leiguíbúðir

Viðhald búseturéttaríbúða Verklag, viðmið og greiðslur

Húsfélagsþjónusta Búseta

Skrifstofa Búseta býður búsetufélögunum margvíslega þjónustu til að auðvelda þeim umsjón húsanna s.s. gerð ársreiknings, þjónustu gjaldkera og bókara og viðhald sameignar. Verðskrá má finna á heimasíðu Búseta.

Tjón og tryggingar

Húseigenda- og brunatrygging Búseta er hjá Tryggingamiðstöðinni. Tjónavakt er allan sólarhringinn. Ef tjón verður er mikilvægt að bregðast strax við og tilkynna það TM í síma 515-2000 eða 800-6700 og síðan á skrifstofu Búseta við fyrsta tækifæri. Sérstaklega er áríðandi að fyrirbyggja skaða þegar um vatnstjón er að ræða og ber íbúum skylda til að reyna að lágmarka tjónið eins og mögulegt er.

Skrifstofa Búseta býður búsetufélögum margvíslega þjónustu tengda

Búseti hsf. og viðhaldi rekstri Síðumúli 10 108 Reykjavík s: 520 5788 www.buseti.is

Kynningarbæklingar og ný heimasíða Á liðnum vetri komu út fjórir upplýsingabæklingar sem aðgengilegir eru á skrifstofu Búseta og á heimasíðu félagsins. Bæklingarnir eru liður í að einfalda upplýsingagjöf til félagsmanna hvað varðar hlutverk og starfsemi Búseta, búseturéttarformið, leiguíbúðir félagsins og viðhaldsmál. Þá hefur heimasíða félagsins verið uppfærð með það að markmiði að auðvelda félagsmönnum aðgengi að upplýsingum og bæta viðmót. Unnið er að frekari viðbætum á heimasíðunni s.s. myndrænu viðmóti íbúðarleitarvélar og upplýsingasvæði fyrir nýbyggingaverkefni félagsins. Ef þú lumar á góðum hugmyndum eða bótum varðandi heimasíðu félagsins og almenna upplýsingagjöf tökum við gjarnan við tölvupósti á netfangi félagsins buseti@buseti.is

Ný skrifstofa Búseta í Síðumúla Árið 2011 festi Búseti kaup á fasteign við Síðumúla 10, en félagið leigði áður skrifstofuaðstöðu í Skeifunni 19 og var farið að þrengja verulega að starfseminni þar. Með fyrirsjáanlegri fjölgun starfsmanna var ljóst að húsnæðið í Skeifunni myndi ekki nægja til lengri tíma og var því ákveðið að félagið myndi kaupa framtíðarhúsnæði sem mætt gæti breyttum þörfum. Gengið var frá kaupum á fasteigninni við Síðumúla vorið 2011 og eftir algjöra standsetningu og endurnýjun var flutt inn í desember sama ár. Skrifstofa Búseta er til húsa á efri hæð, en á neðri hæð er lager- og verkstæðisaðstaða, auk verslunarrýmis sem er í útleigu. Nýja húsnæðið hefur gjörbreytt allri starfsaðstöðu og aðbúnaði. Þar munar einkum um það hagræði sem hlýst af því að hafa lager- og verkstæðishúsnæði í beinum tengslum við skrifstofu félagsins. Jafnframt er góð fundaraðstaða fyrir stærri fræðslufundi og kynningar fyrir félagsmenn. Fast-

eignin var keypt á mjög hagstæðu verði úr þrotabúi og býður upp á mikla framtíðarmöguleika en hægt er að stækka húsnæðið, auk þess sem staðsetningin er miðsvæðis og stutt frá stofnbrautum.

B ú se t i o k t ó b e r 2013

35


Leiga, kaup eða búseturéttur?

Búseturéttarformið dempar hins vegar og jafnar út óvissu um húsnæðiskostnað og rússíbanareið markaðarins.

Að hafa þak yfir höfuðið er eitt af stóru málunum í lífi fólks. Við viljum vera örugg og vera laus við óvissu og fjárhagsáhyggjur. Á sama tíma hefur húsnæði einnig töluvert með sjálfsmynd okkar að gera og almenna vellíðan, hvort heldur sem er andlega eða líkamlega. Á heimilinu á okkur að líða vel.

n n n n n n n

Margir valkostir

Við heyrum oft spurningar um hvað sé best að gera. Á ég að kaupa, leigja eða kaupa búseturétt? Að mörgu er að hyggja og ekki til einhlítt svar. Það væri eins og að ætla að segja hvaða bíll væri bestur en við hvað á að miða? Bilanatíðni? Þægindi? Hagkvæmni? Drifgetu? Kemst hraðast? Endingartíma? Rými? Það má segja að það gildi um húsnæði og bíla, líkt og um flesta hluti, að ein tegund getur ekki verið best í öllu. Hvert form hefur sína kosti og galla. Ólíkir og eftirsóttir eiginleikar geta stundum ekki farið saman. Þannig er illa hægt tryggja óheft frelsi í húsnæði án ábyrgðar eða skuldbindingar. Stærsti bíllinn getur ekki jafnframt verið sá sparneytnasti. Það er því ágætt að velta upp nokkrum lykilþáttum þegar við tökum afstöðu eða myndum okkur skoðun. Þeir helstu eru: n n n n n

36

Tímalengd búsetu Kaup og sölukostnaður Fjármagnskostnaður og persónuleg skuldsetning Eignamyndun Seljanleiki og binding

B ú se t i o k t ó b e r 2013

n

Viðhaldsáhætta Byggingagallaáhætta Þjónustuþörf eða ósk um þægindi Sveiflur og óvissa Húsnæðisbætur s.s. húsaleigubætur eða vaxtabætur. Tekjur, greiðslugeta og óvænt útgjöld Möguleikar á eigin vinnu við viðhald Samlegðaráhrif

Með ákveðinni einföldun má segja að ef maður býr í sömu íbúðinni alla ævi þá borgi sig að kaupa og ef maður er að horfa til skamms tíma þá getur leiga borgað sig. Eigandi getur hagnast með eignamyndun en oft gleymist mikill kostnaður og óvissa við eignarformið. Leigjandinn býr á sama hátt við öryggisleysi en vissu um mánaðarlegan húsnæðiskostnað. Svarið er því bæði persónubundið m.t.t. áherslu og gilda en einnig háð utanaðkomandi aðstæðum er varða efnahagsástand og persónulega hagi í framtíðinni. Oft er t.d ekki vitað hversu lengi búið verður í viðkomandi húsnæði og aðstæður geta breyst. Búseturéttarformið fetar milliveginn milli ólíkra kosta leigu annars vegar og kaupa hins vegar. Óháð þessum valkostum er ávallt undirliggjandi sameiginlegur húsnæðiskostnaður sem hverfur ekki og er ekki niðurgreiddur af öðrum. Búseturéttarformið dempar hins vegar og jafnar út óvissu um húsnæðiskostnað og rússíbanareið markaðarins. Hér til hliðar er farið í stuttu máli yfir kosti og galla ólíkra forma.


Leiguform • Hentar þeim sem hafa lítið eigið fé og eru að horfa til skemmri tíma • Hentar þeim sem vilja vera lausir við húsfélagsverkefni og viðhald

Helstu kostir • Lítið eigið fé - að jafnaði 3ja mánaða tryggingarfé • Hægt að segja upp með 6 mánaða fyrirvara • Lítil sem engin viðhaldsábyrgð á eign • Húsaleigubætur • Lítill skiptikostnaður • Ekki persónuleg ábyrgð • Hátt þjónustustig

Búseturéttur • Hentar þeim sem leggja áherslu á öryggi, þjónustu og þekktar greiðslur vegna húsnæðiskostnaðar en vilja um leið hafa frelsi til ákvarðana í nærumhverfi

Helstu kostir • Lítill kaup- og sölukostnaður • Auðvelt að kaupa, lítil til miðlungskrafa um eigið fé og oft möguleiki á viðbótarláni • Öryggi, ekki hægt að segja íbúa upp • Vaxtabætur og endurgreiðsla á vsk vegna viðhalds og endurbóta. • Möguleiki á að hafa áhrif á íbúð og aðlaga að þörfum og smekk • Íbúalýðræði – íbúar setja sér sínar reglur og móta umhverfi sitt • Ekki persónuleg skuldaáhætta • Eigið fé getur ekki orðið neikvætt.

Eignarform • Hentar þeim sem ætlar að búa lengi í sömu fasteign • Hentar þeim sem geta brúað óregluleg útgjöld

Helstu kostir • Ekki hægt að vísa úr húsi nema með dómi • Möguleiki á eignamyndun ef verðhækkun er umfram kostnað sem fylgir eign • Breytir og viðheldur eign að vild en samkvæmt byggingareglugerð • Fullt ákvörðunarvald í húsfélagi samkvæmt fjöleignarhúsalögum • Vaxtabætur og endurgreiðsla á vsk. vegna viðhalds og endurbóta • Möguleiki á að nýta veð og greiða niður lán eða endurfjármagna

• Sameiginleg eign í félagi við aðra – deilir áhættu og ávinningi, nýtur samlegðar og þjónustu • Mjög lítil viðhalds- og byggingagallaáhætta • Mánaðargjöld taka mið af kostnaði við eign og viðhaldsáætlun en ekki markaðsleigu á hverjum tíma.

Helstu gallar • Leigjandi borgar yfirleitt hæsta leiguverð á hverjum tíma auk arðsemiskröfu leigusala • Leigjandi borgar 100% fjármagnskostnað þar sem ekkert eigið fé er lagt fram • Takmarkað öryggi ef leigusali er ótraustur • Lítill möguleiki á að breyta eða móta húsnæði eftir eigin þörfum og smekk

Helstu gallar • Berð ábyrgð á innra viðhaldi íbúðar og þátttöku í húsfélagi • Leggur fram eigið fé til að kaupa rétt sem þú síðan selur aftur • Ekki bein eignamyndun ef húsnæði hækkar mikið í verði en möguleiki á verðtryggingu verðs. (Reynslan sýnir að flestir réttir fara á hámarksverði sem er verðtryggt)

• Ekki íbúalýðræði varðandi húsreglur

• Óbein skuldaáhætta í hækkun greiðslubyrði vegna verðbóta

• Hentar barnafólki verr þar sem hætta á uppsögn framkallar mögulega breytingar á skólaumhverfi barna

• Minna framboð íbúða en á almennum markaði en fer vaxandi

Helstu gallar • Háður meirihlutaákvörðun húsfélags vegna viðhaldsmála í fjöleignarhúsi – getur verið í gíslingu vegna erfiðar stöðu annarra eiganda • Persónulega í ábyrgð fyrir fjármögnun • Eigið fé getur orðið neikvætt og þú orðið að taka með þér skuldir til að losna út • Getur tekið langan tíma að selja og losna í efnahagslægð • Hár kaup- og sölukostnaður • Öll viðhalds– og byggingagallaáhætta • Sveiflur í útgjöldum B ú se t i o k t ó b e r 2013

37


Aðalráðstefna Nordisk boligorganisation (NBO) í Reykjavík september 2014 Búseti er meðlimur í Nordisk boligsorganisation sem eru norræn samtök húsnæðissamvinnufélaga og húsnæðisfélaga í opinberri eigu. Samtökin eru non-profit samtök sem hafa það að markmiði að stuðla að þekkingarmiðlun og samvinnu milli rekstrarfélaga á húsnæðismarkaði á Norðurlöndunum. Innan vébanda samtakanna eru 5 félög í Svíþjóð, Noregi, og Danmörku, en íslenskir meðlimir eru Búseti og Félagsbústaðir. Alls reka norrænu aðildarfélögin um 2.250.000 íbúðir. Samtökin stuðla að þekkingarmiðlun milli meðlima og miðla reynslu og nýjungum í gegnum vinnustofur og ráðstefnur. Þá gegna samtökin mikilvægu hlutverki í hagsmunagæslu og upplýsingaöflun um stöðu norræns húsnæðismarkaðar. Í því samhengi má nefna að samtökin taka saman efni um stöðu

húsnæðismarkaðarins í einstökum löndum samtakanna 3-4 sinnum á ári og birta á heimasíðu sinni. Ráðstefnur NBO eru haldnar annað hvert ár og „rótera“ milli landanna. Í september 2014 verður komið að Búseta og Félagsbústöðum að gegna hlutverki gestgjafa á ráðstefnu samtakanna í Reykjavík, en reiknað er með um 250-350 þátttakendum. Á ráðstefnunni verður fjallað um hlutverk félaganna í nútíð og framtíð – og fjallað um tækifæri og áskoranir m.a. hvað varðar endurnýjun, uppbyggingu, tækniframfarir, upplýsingamiðlun og eflingu mannauðs og þekkingar. Viltu vita meira ? www.nbo.nu

Búseti gerist aðili að Vistbyggðaráði og Nordic built Búseti gerðist árið 2012 aðili að Vistbyggðaráði sem er leiðandi vettvangur á sviði sjálfbærrar þróunar við skipulag, hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja á Íslandi. Samtökin hvetja til stöðugra umbóta í anda sjálfbærrar þróunar í mannvirkjagerð og skipulagi og stuðla þannig að því að þjóðin geti ávallt búið við heilbrigð og góð lífsskilyrði í vistvænni byggð.

Markmið Vistbyggðaráðs byggjast í grófum dráttum á eftirfarandi atriðum: n Að skilgreina íslensk viðmið fyrir vistvæna byggð sem auðvelda hönnuðum og hagsmunaðilum að þróa í auknum mæli vistvænar áherslur við skipulag, hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja á Íslandi. n Að styðja við faglega umræðu og rannsóknir á sviði vistvæns skipulags og mannvirkjagerðar.

38

B ú se t i o k t ó b e r 2013

n Að stuðla að fræðslu almennings og hagsmunaaðila á Íslandi um vistvænt skipulag og mannvirki. n Að stuðla að samvinnu við erlendar systurstofnanir með það að markmiði að miðla af okkar reynslu og nýta þekkingu frá öðrum löndum.

Aðild Búseta að Vistbyggðaráði er liður í áherslum félagsins á skynsama, vandaða og umhverfisvæna nálgun við uppbyggingu og viðhald fasteigna félagsins. Vill félagið leggja sitt af mörkum til umbóta á því sviði með gagnkvæmri þekkingarmiðlun til annara hagsmunaaðila innan byggingargeirans. Þá hefur Búseti undirritað Nordic Built sáttmálann vegna nýbyggingaverkefnis við Einholt-Þverholt en sáttmálinn skilgreinir tíu meginreglur um hvernig byggja skuli manngert umhverfi til framtíðar. Nordic Built er svonefnt kyndilverkefni sem kynnt var í nýrri samstarfsáætlun í nýsköpunar- og atvinnumálum með áherslu á grænan hagvöxt sem norrænu atvinnuvegaráðherrarnir samþykktu í október 2011.


Grunnstoðir húsnæðissamvinnufélaga um víða veröld Húsnæðissamvinnufélög (co-operative housing) um heim allan eiga sér langa og sterka sögu. Samvinnufélög byggja á sjálfstæði og frumkvæði fólks sem tekur sig saman um rekstur félaga þar sem ávinningur er tekinn út í hagkvæmri þjónustu eða vöru. Félagsmenn leggja fram eigið fé og setja sér sameiginleg markmið. Þannig er þjónustan og reksturinn markmiðið en hóflegur hagnaður leiðin að markmiðinu og sjálfbærni. Víða um Evrópu eru sterk húsnæðissamvinnufélög. Eftir síðari heimstyrjöldina óx þeim ásmegin þegar borgirnar byggðust upp á ný. Árið 1917 varð til hreyfing í Bandaríkjunum um stofnun húsnæðissamvinnufélaga og hefur verið vöxtur í þeim efnum m.a. í Kanada. Nú horfir Evrópusambandið einnig m.a. á þetta form sem mögulegan hornstein húsnæðismarkaðar sem tryggir efnahagslegt öryggi þegnanna og dregur úr sveiflum sem óhjákvæmilega eru í hagkerfinu. Húsnæðissamvinnufélög eru mjög algeng á Norðurlöndunum og má til gamans nefna að í dag eru um 17% íbúða í Svíþjóð og um 15% íbúða í Noregi í eigu húsnæðissamvinnufélaga. Húsnæðissamvinnufélögin byggja á grunni Roche-

dale sáttmálans um samvinnufélög sem settur var árið 1844 af frumkvöðlum samvinnuhreyfingarinnar. Þar er fjallað um eftirfarandi grunnstoðir samvinnufélaga: n Frjáls og opin félagsaðild n Lýðræðislega kosin stjórn/un n Fjárhagsleg þátttaka félagsmanna n Sjálfstjórn og sjálfstæði

(óháð ríkis/bæjar/stjórnmálum) n Menntun, þjálfun og upplýsingar n Samvinna milli samvinnufélaga n Áhugi á samfélaginu / samhjálp

Félagsmenn leggja fram eigið fé og setja sér sameiginleg markmið.

Viltu vita meira? Prófaðu að slá coop-housing upp í leitarvél Eða farðu á http://www.icahousing.coop/ Langar þig að fræðast um félög sem eru sambærileg Búseta ? n www.hsb.se n www.bl.dk n www.nbbl.no

B ú se t i o k t ó b e r 2013

39


Fjölbreyttar íbúðir fyrir þig og þína Nýbyggingar

Búseturéttaríbúðir

Leiguíbúðir

Nýbyggingar/þróunarverkefni


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.