Veitt í gegnum ís í hlýjum kofum »10
Vinsælar fjórhjólaferðir í Grindavík »10
Alhliða skipulagning ráðstefna og funda www.congress.is - 585 3900
ferðablaðið Þ j ó n u s t u m i ð i l l
f e r ð a þ j ó n u s t u n n a r
September 2012 » 3. tölublað » 1. árgangur
Samkvæmt könnun KPMG mun ferðamönnum á Íslandi fækka um tugi þúsunda og draga mun úr tekjum ríkisins ef stjórnvöld ákveða að hækka virðisaukaskatt á gistingu úr 7% í 25,5%. Aðilar úr ferðaþjónustunni sem Ferðablaðið ræddi við eru ósáttir við hugmynd stjórnvalda og segja hækkunina eiga eftir að hafa alvarlegar afleiðingar. »4-8
» Átakið Ísland allt árið hefur gengið vel en aukin skattheimta gæti sett strik í reikninginn:
Selja norðurljósin og myrkrið
Á
takið Ísland allt árið hefur gengið vel. Við erum þar að leggja áherslu á vetrartímann og teljum okkur sjá umtalsverða aukningu. Icelandair er mikilvægasti hlekkurinn í íslenskri ferðaþjónustu og veruleg aukning var hjá okkur síðasta vetur og sama er uppi á teningnum nú. Áherslan í þessu er á tímabilið frá hausti til vors en er ekki mjög stór hluti þess sem við verjum í kynningar og auglýsingar úti í heimi, en er engu að síður að skila góðum árangri. Það eflir íslenska hagkerfið og þar á meðal ríkissjóð, segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group í samtali við Ferðablaðið.
Minnka sveiflurnar „Það er erfitt að vera í atvinnurekstri sem sveiflast jafnmikið og ferðamennskan eftir árstíðum. Þess vegna vorum við farnir að horfa til vetrarins áður en Ísland allt árið kom til, en með aðkomu ríkisins jókst krafturinn í því. Við reynum að minnka sveiflurnar eins og hægt er enda er það mjög hagfellt fyrir fyrirtæki eins og okkur að það takist. Við þurfum líka að hafa tiltrú á því að við getum „selt“ Ísland hvort það er grænt gras eða snjór. Ferðamenn koma hingað til að njóta íslenskrar náttúru og upplifa menningu okkar. Það er það sem við getum selt. Einu sinni var talað
um að selja norðurljósin. Við erum að því núna og það eru líka tækifæri í því að selja myrkrið þó Einari Benediktssyni hafi ekki dottið það í hug líka á sínum tíma. Við eigum svo margt sem kannski er of nálægt okkur til að við sjáum það. Við höfum mjög mikil tækifæri til þess að efla ferðamennsku á landinu allt árið um kring.
Ísland selur sig ekki sjálft Ég tel ástæðu til að fagna því að ríkisvaldið skuli hafa verið þetta framsýnt að koma að þessu verki og hafa trú á því að þetta væri hægt. Þarna sá ríkið leið til aukningar tekna sem hefur verið að ganga eftir. Þetta er hægt, þegar rétt er að því staðið, en
svo er hægt að gera aðrar ráðstafanir sem eyðileggja það jákvæða, sem byggt hefur verið upp og það sýnist mér vera í uppsiglinu. Ég er sannfærður um að það er rétt að auka tekjustofna hins opinbera með því auka ferðamennsku til landsins allt árið, en að vinna gegn því með hækkun núverandi skatta er óskiljanlegt. Þá er verið að fara þvert á eftirspurnina og ögra henni. Hún kemur ekkert sjálfkrafa þó skatturinn verði lækkaður aftur. Það er bara vinna og aftur vinna. Ferðamaðurinn vill stöðugleika og veltir fyrir sér verðlagi og er mjög fljótur að snúa sér annað ef honum mislíkar,“ segir Björgólfur Jóhannsson. n
„Ég tel ástæðu til að fagna því að ríkisvaldið skuli hafa verið þetta framsýnt að koma að þessu verki og hafa trú á því að þetta væri hægt,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.