Grænablaðið ok tóber 2 01 1 » 1 . tölublað » 1. árg ang ur
Baráttan við gróðurhúsalofttegundir „Reiðhjól eru einu farartækin sem segja má að séu raunverulega umhverfisvæn. Hjólreiðar draga úr óhagkvæmri einkabílaumferð og stuðla í leiðinni að sparnaði í heilbrigðiskerfinu,“ segir Árni Davíðsson, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna. »8
Grænn Matsölustaður
Hefur dregið úr hjólreiðum
Svanurinn hefur sig á flug
Svandís Svavarsdóttir settist niður með blaðamanni og svaraði nokkrum spurningum tengdum hjólreiðum, Svansvottun og aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. »4
„Svansvottun er einföld og traust leið fyrir fyrirtæki til að sýna fram á góða frammistöðu í umhverfismálum,“ segir Anne Maria Sparf starfsmaður Umhverfisstofnunar. »2
2
október 2011
Í dag eru sautján Svansleyfishafar á Íslandi og fjöldi umsókna er í vinnslu:
Svanurinn hefur sig á flug Árið 1989 tók Norræna ráðherranefndin ákvörðun um stofnun Svansins, hins opinbera umhverfismerkis Norðurlandanna. Ísland hefur verið þáttakandi í samstarfinu frá upphafi og sér Umhverfisstofnun Íslands um daglegan rekstur Svansins. Í dag bjóða sautján íslensk fyrirtæki upp á vöru eða þjónustu með Svansvottun og koma þau úr hinum ýmsu geirum atvinnulífsins. „Svansvottun er einföld og traust leið fyrir fyrirtæki til að sýna fram á góða frammistöðu í umhverfismálum. Merkið tryggir að vara eða þjónusta uppfylli ströngustu mögulegu umhverfisog heilsukröfur. Þannig er óþarft að leggjast í umfangsmikla leit að upplýsingum um innihaldsefni
og framleiðsluferli, því fólk getur treyst því að Svansmerkt vara og þjónusta sé betri fyrir umhverfið og heilsuna. Sérfræðingar Svansins eru búnir að vinna vinnuna fyrir þig,” segir Anne Maria Sparf starfsmaður Umhverfisstofnunar. „Í kjölfar hrunsins fóru mörg íslensk fyrirtæki að leita að nýjum leiðum til að styrkja samkeppnisstöðu sína á markaðnum og sáu tækifæri í Svansvottun. Neytendur gera sífellt meiri kröfur og vilja vörur sem eru lausar við vafasöm efni. Svíar og Danir eru á undan okkur í þessum efnum, en þar hefur umræðan um þessi mál staðið í mörg ár. Ég spái því að þetta verði næsta stóra heilsubylgjan á Íslandi og komi í kjölfarið á umræðunni um lífrænar vörur.“
Að hennar sögn þurfa fyrirtæki að uppfylla ýmsar kröfur sem settar eru fyrir þann flokk sem þau falla
Við erum með Svansvottun „Fyrstir með SVANINN hér á landi á !!!“ ���
�������
����� ����
�����
Svansprent með umhverfisvottun
Auðbrekka 12
Sími 511 1234 www.gudjono.is
IPTORIUM
UN
M TRANS TU
CR
IVERSI T
HÁSKÓLAPRENT umhverfisvottuð prentsmiðja
| 200 Kópavogur | Sími 510 2700 | Fax 510 2720
svansprent@svansprent.is
| www.svansprent.is
undir. „Alls hafa verið skilgreind viðmið fyrir 60 mismunandi vöruog þjónustuflokka, allt frá tölvum og snyrtivörum yfir í hótel og verslanir. Kröfur Svansins ná yfir alla helstu umhverfisþætti og allan lífsferil vörunnar eða þjónustunnar. Þar má nefna orku– og hráefnanotkun, losun mengandi eða hættulegra efna, umbúðanotkun, flutning og meðhöndlun úrgangs.“
» Anne Maria Sparf starfsmaður Umhverfisstofnunar Íslands. „Sérfræðingar Svansins eru búnir að vinna vinnuna fyrir þig.“
Samstarf sem gagnast öllum Anne Maria segir Svaninn vera gott dæmi um samstarf sem gagnist öllum. „Fyrirtæki sem fá Svansvottun á sínum vörum eða þjónustu njóta bættrar ímyndar og skila um leið betri árangri í umhverfismálum. Mörg fyrirtæki hafa einnig náð fram hagræðingu vegna skilvirkrar ferilsstjórnunar, nánara samstarfs við viðskiptavini og birgja, og vegna sterkari stöðu í opinberum útboðum sökum innleiðingar á vistvænni innkaupastefnu ríkisins. Hagnaður samfélagsins er sömuleiðis umtalsverður. Neytendur njóta aukins úrvals af umhverfisvænni vöru þar sem gæðin eru tryggð og síðan tryggir Svanurinn auðvitað betra umhverfi fyrir okkur öll.“ „Svanurinn hefur náð góðum árangri á Íslandi á undanförnum árum og hefur fjöldi Svansleyfa margfaldast. Nú eru sautján Svansleyfishafar á Íslandi og fjöldi umsókna í vinnslu, og við gerum fastlega ráð fyrir því að verða komin með 20 leyfi í lok ársins. Hér á landi á því merkið eftir vaxa og dafna á næstu árum og markmiðið er að Svansleyfin verði orðin 50 í lok árs 2015.“ Sökum þessara miklu vinsælda ætlar Umhverfisstofnun að opna Svansklúbbinn næsta vor. „Klúbburinn verður samstarfsvettvangur fyrir fyrirtæki, stofnanir og samtök sem vilja sýna umhverfisáherslur í verki. Þar verða meðlimir að fylgja metnaðarfullri umhverfisstefnu og leggja áherslu á umhverfismerktar
Sjálfsagt val fyrir foreldra „Svanurinn er með mjög strangar kröfur um notkun heilsuskaðlegra efna. Þess vegna eru Svansmerktar vörur sjálfsagt val fyrir foreldra vegna þeirra viðmiða sem sett eru gagnvart vörum ætluðum börnum. Til að mynda eru gerðar vissar kröfur um hráefni í Svansmerktum bleyjum og ekki má nota krabbameinsvaldandi og hormónatruflandi eldvarnarefni á leikföng. Þá skal fatnaður vera framleiddur úr lífrænt ræktuðum, eða sambærilegum, trefjum og Svansmerkt sólarvörn, tannkrem og sápur, ætluð börnum, mega ekki innihalda ilmefni,“ segir hún. Aðspurð um hvers megi vænta á næstunni svarar Anne að Svanurinn muni halda áfram stórsókn sinni hér á landi. „Við munum halda áfram að kynna Svaninn af krafti. Nú í október hefst til dæmis verkefnið Ágætis byrjun, þar sem Svanurinn mun veita öllum nýbökuðum foreldrum gjöf með Svansmerktum vörum, auk fræðsluefnis þar sem fjallað er um mikilvægi þess að velja öruggar vörur fyrir barnið. Við vonum að verkefnið verði fastur liður í Svansstarfinu, en nú þegar hafa verið pantaðir fimm þúsund pokar, en það er sá fjöldi barna sem fæðist árlega á Íslandi.“ Að lokum bendir hún landsmönnum á að velja svansmerkt vetrardekk, án nagla, fyrir komandi vetur, svo við getum nú öll andað léttar.
vörur og þjónustu í sínum innkaupum. Við vonumst til þess að klúbburinn muni njóta vinsælda hér á landi og leiða íslenskt atvinnulíf í átt að umhverfisvænni framtíð,“ segir Anne full tilhlökkunar.
Svanurinn hefur náð góðum árangri á Íslandi á undanförnum árum og hefur fjöldi Svansleyfa margfaldast. Nú eru sautján Svansleyfishafar á Íslandi og fjöldi umsókna í vinnslu, og við gerum fastlega ráð fyrir því að verða komin með 20 leyfi í lok ársins.
IS AT
INS
TI
október 2011
3
Fagleg vinnubrögð við móttöku, meðhöndlun og ráðstöfun úrgangs:
Græn skref SORPU
» Frá afmælisráðstefnu SORPU þar sem umhverfisráðherra afhenti vottun á gæðastjórnunarkerfi.
SORPA hefur ætíð staðið fyrir jákvæðri þróun í úrgangsmálum og sífellt leitað bestu lausna. Ein af nýjungum SORPU er BYLGJA, pappafleytiband sem flokkar bylgjupappa frá öðrum pappírshráefnum, s.s. dagblöðum, fernum, tímaritum og pappírsumbúðum úr bláa gámnum/ bláu tunnunni. Nýting íláta eykst með því að bæta bylgjupappa í „blátunnustrauminn“ og er bæði einföld og áhrifarík endurvinnsla. Engir aukahlutir eru settir í blátunnustrauminn, svo sem glærir plastpokar utan um fernur sem handtína þarf frá og fjarlægja síðan utan af fernunum. Íbúar fá því betri þjónustu, þar sem allur pappírsúrgangur er látinn í lausu í „Blátunnuna“ og SORPA flokkar svo bylgjupappann vélrænt frá öðru hráefni og tryggir þannig skilvirkan og hagfelldan endurvinnslufarveg. SORPA undirbýr nú rekstur gas- og jarðgerðarstöðvar með því að taka innihald almennu heimilisúrgangstunnunnar og flokka málma vélrænt frá. Því er æskilegt að íbúar pakki ekki málmum inn í plastpoka, glæra poka eða innkaupapoka, heldur nýti afmælisgjöf SORPU, fjölnota innkaupapoka, til að draga úr úrgangi. Vottað gæðakerfi Á 20. starfsafmæli sínu fagnar SORPA vottun á ISO9001 gæðastjórnunarkerfi sem fyrsta fyrirtækið á Íslandi á sviði úrgangsstjórnunar. Vottunin er staðfesting á faglegum og öguðum vinnubrögðum starfsmanna SORPU við móttöku, meðhöndlun og ráðstöfun úrgangs. SORPA vann markvisst með ráðgjafafyrirtækinu 7.is að þessum frábæra árangri. Vottunin nær til allra starfsstöðva; sex endurvinnslustöðva; móttöku- og flokkunarstöðvar; urðunarstaðar í Álfs-
nesi, þar sem hauggas er hreinsað í ökutækjaeldsneyti (metan); Góða hirðisins og nytjamarkaðar SORPU, en nytjamarkaðurinn er dæmi um besta mögulega farveg fyrir endurnotkun úrgangs. Einnig ástundar SORPA öfluga fræðslu um umhverfismál í skólakerfinu og í samfélaginu. Kröfur um meðhöndlun úrgangs Fjölþættar kröfur gilda um meðhöndlun úr-
gangs og regluverkið er flókið og í stöðugri þróun, m.a. vegna Evrópskrar samvinnu. Íslenskar aðstæður eru frábrugðnar þeim á meginlandi Evrópu og því þarf að aðlaga þekktar lausnir eða sýna frumkvæði til að finna bestu leið til að gæta almannahags. SORPA stefnir nú á vottun samkvæmt ISO 14001 Umhverfisstjórnunarstaðlinum á árinu 2012. www.sorpa.is
Engin lántökugjöld eru rukkuð vegna grænna bílalána út árið 2011:
Græn lán helmingur nýrra bílalána hjá Ergo „Þessar góðu viðtökur á grænu bílalánunum sýna ákveðna hugarfarsbreytingu,“ segir Jón Hannes Karlsson, framkvæmdastjóri Ergo, fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka. Um helmingur allra nýrra bílalána hjá Ergo eru græn lán og Jón Hannes segir fólk í auknum mæli huga að rekstrarkostnaði bílsins, þar sem sá liður hafi farið síhækkandi í heimilisbókhaldinu. Frá stofnun hefur Ergo boðið upp á græn bílalán og styður þannig við fjölgun umhverfishæfari bíla á Íslandi. Græn bílalán standa til boða við kaup á öllum bifreiðum, nýjum sem gömlum, í útblástursflokkum A, B og C. Engin lántökugjöld eru rukkuð vegna grænna bílalána út árið 2011. Á vef Ergo eru reiknivélar frá Orkusetrinu sem sýna svart á hvítu hvernig val á sparneytnum bíl getur sparað háar fjárhæðir. Þar er m.a. hægt að sjá hversu miklu bíllinn þinn eyðir í bensín og hversu mikið hann mengar. Einnig er hægt að sjá samanburð á eyðslu, útblæstri og bifreiðagjöldum bíltegunda, auk þess sem bíllinn þinn getur fengið eyðslueinkunn eftir því hvað hann eyðir miklu eldsneyti. „Það er ekki aðeins í bílalánunum sem við sjáum aukna umhverfisvitund því við höfum einnig fundið fyrir aukinni eftirspurn viðskiptavina okkar eftir fjármögnun á öðrum vistvænum verkefnum“, segir Jón Hannes að lokum.
Þessar góðu viðtökur á grænu bílalánunum sýna ákveðna hugarfarsbreytingu. Jón Hannes Karlsson framkvæmdastjóri Ergo.
» Jón Hannes Karlsson. „Það er ekki aðeins í bílalánunum sem við sjáum aukna umhverfisvitund því við höfum einnig fundið fyrir aukinni eftirspurn viðskiptavina okkar eftir fjármögnun á öðrum vistvænum verkefnum.“
4
október 2011
» Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra. „Hvað varðar umhverfisráðuneytið þá hefur það sett sér samgöngustefnu sem stuðlar að því að starfsfólk ráðuneytisins noti vistvænan ferðamáta. Í henni felast hvatar til að starfsfólkið noti m.a. reiðhjól til að koma sér til og frá vinnu, frekar en einkabílinn.“
S
vandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra settist niður með blaðamanni Grænablaðsins og svaraði nokkrum spurningum tengdum hjólreiðum, Svansvottun og aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.
Hvernig hjól áttu í dag? „Ég á Trek-hjól, sem ég keypti vorið 1996 og hef notað mikið síðan. Það er reyndar með herrasniði, en hefur alltaf reynst mér vel.“ Manstu eftir fyrsta hjólinu sem þú áttir? „Það var eldrautt Velamos, sem ég fékk í 10 ára afmælisgjöf.“ Hjólar þú reglulega? „Eins undarlega og það kann að hljóma, þá hefur dregið mjög úr hjólreiðum hjá mér eftir að ég varð umhverfisráðherra. Hvaða hjólaleiðir ferðu þá helst? „Sem betur fer er ég svo heppin að hafa Ægisíðuna rétt við túnfótinn, þannig að það er lítið mál að renna sér af stað þegar tími gefst, til að fá ferskt loft í lungun og leyfa útsýninu yfir Skerjafjörðinn að blása sér anda í brjóst.“ Hvernig hefur ráðuneyti þitt (eða íslensk stjórnvöld yfir höfuð) komið að aukinni notkun reiðhjóla? „Núverandi ríkisstjórn einsetti sér í upphafi kjörtímabils, að móta áætlun um sjálfbærar samgöngur í samvinnu við sveitarfélögin. Hluti þeirrar áætlunar er að auðvelda fólki að komast leiðar sinnar gangandi eða á reiðhjóli. Vegna stöðunnar hjá ríkissjóði hefur þessu því miður ekki fylgt mikið fjármagn, en eitthvað er farið að horfa til betri vegar. Nú á haustdögum gerðu fjármálaráðuneytið og innanríkisráðuneytið t.d. með sér samkomulag um að veita stórauknum fjármunum til almenningssamgangna, og á hluti þeirrar fjárhæðar að renna til eflingar hjólreiða. Hvað varðar umhverfisráðuneytið þá hefur það sett sér samgöngustefnu sem stuðlar að því að starfsfólk ráðuneytisins noti vistvænan ferðamáta. Í henni felast hvatar til að starfsfólkið noti m.a. reiðhjól til að koma sér til og frá vinnu, frekar en einkabílinn. Til lengri tíma litið þarf svo að koma þeirri hugsun að í auknum mæli, að áhersla á almenningssamgöngur og hjólreiðar sé einhver besta fjárfesting sem hið opinbera getur lagt í. Gífurlega mikið og verðmætt landsvæði er tekið undir umferðarmannvirki fyrir einkabílinn og samgöngur krefjast innflutnings á miklu magni eldsneytis. Þá er lýðheilsuþátturinn ekki lítils virði – hjólreiðar eru heilsubót.“ Ert þú fylgjandi því að innanríkisráðherra hafi heimild til að skylda alla reiðhjólamenn til að nota hjálma, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi að nýjum umferðarlögum sem eru til umfjöllunar í samgöngunefnd? „Sú lagaheimild er í meðförum þingsins, þannig að ég hef kannski ekki sérstaka skoðun á heimild til að skylda hjálmanotkun. Hitt er svo annað mál, að öryggi hjólreiðamanna snýst ekki bara um einstaka útbúnað hjólreiðamanna. Það sem skiptir máli í stóra samhenginu er að fjölga hjólreiðamönnum á götunum, þannig að
bílstjórar læri betur að umgangast þá. Með því að auka vitund bílstjóra tryggjum við öryggi hjólreiðamanna. Þá er annað stórt öryggismál að tillit sé tekið til hjólreiða við frumhönnun allra umferðarmannvirkja, frekar en að aðstöðu sé bætt við eftir á með misgóðum árangri. Hjólreiðamenn þurfa síður að brynja sig alls kyns varnarbúnaði, ef þeir eiga öruggari stað í umferðarflæðinu.“
Hvernig hefur ráðuneyti þitt komið að verkefnum eins og Hjólað í vinnuna eða Samgönguviku? „Umhverfisráðuneytið hefur tekið þátt í báðum verkefnum frá upphafi. Það hefur lengi verið eitt af áhersluatriðum ráðuneytisins að styðja vel við aukna vitund um umhverfismál, sem Hjólað í vinnuna og samgönguvika hafa stuðlað að. Svo ég minnist sérstaklega á Hjólað í vinnuna, þá
er ánægjulegt að í ár fór fjöldi þátttakenda í fyrsta sinn yfir 10 þúsund – sem hlýtur að gera þetta eitt fjölmennasta verkefnið á sviði aukinnar umhverfisvitundar.“ Hvernig sérð þú fyrir þér þróun Svansvottunar á næstu árum? „Á þeim stutta tíma sem liðinn er síðan ég kom inn í umhverfisráðuneytið hefur fjöldi Svansleyfa svo gott sem fjórfaldast. Það
október 2011
5
Svandís Svavarsdótir telur almenningssamgöngur og hjólreiðar vera góða fjárfestingu fyrir hið opinbera:
Á reiðhjól með herrasniði hefur verið gaman að fylgjast með þessari þróun – sjá þá umhverfisvakningu sem orðið hefur. Núorðið þekkja langflestir neytendur Svansmerkið og velja Svansmerkta vöru í auknum mæli. Sífellt verður auðveldara að stunda vistvæn innkaup, en Umhverfisstofnun er með áform um að gera neytendum það ennþá léttara á næstu árum. Það verður því spennandi að fylgjast með áframhaldandi sókn Svansins.“
Getur þú gefið stutta samantekt af því sem gerst hefur hér á landi í kjölfar aðgerðaáætlunar ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum? „Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum var samþykkt í ríkisstjórn haustið 2010 og í kjölfarið var stofnaður samstarfshópur ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga til að hafa umsjón með því að áætluninni sé hrint í framkvæmd, setja ný verkefni á fót og veita
umhverfisráðherra upplýsingar og ráðgjöf. Hópurinn mun skila skýrslu til ríkisstjórnarinnar árlega um árangur við framkvæmd aðgerðaáætlunarinnar, og ætti fyrstu skýrslunnar að vera að vænta á næstunni. Ein stærsta aðgerðin sem nú er í gangi varðandi loftslagsmál er viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir, svokallaðs ETS, en fyrsta skrefið í innleiðingu þess hér landi var stigið í vor
með samþykkt Alþingis á breytingum á lögum um losun gróðurhúsalofttegunda. Á grundvelli EES-samningsins hefði stór hluti losunar gróðurhúsalofttegunda fallið undir kerfið, þannig að til að koma í veg fyrir flókið tvöfalt kerfi var ákveðið að fella alla losun Íslands undir ETS. Allur flugrekstur mun falla undir viðskiptakerfið frá 1. janúar 2012 og stóriðja frá og með 1. janúar 2013.“
6
október 2011
Að meðaltali eru flutt til landsins um 19.000 reiðhjól á ári:
Umhverfisvænn ferðamáti Í október 2010 samþykkti ríkisstjórn Íslands aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Sú áætlun er hugsuð sem trúverðug leið til að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Í henni kemur fram að ráðgert sé að Ísland dragi úr losun slíkra lofttegunda um 50-75 prósent til ársins 2050. Áætlunin inniheldur tíu lykilaðgerðir sem setja á í forgang til að mæta markmiðum íslenskra stjórnvalda í þessum efnum og alþjóðlegum skuldbindingum til ársins 2020. Ein af þeim aðgerðum inniheldur meðal annars eflingu hjólreiða í íslenskum samgöngum. Þar er mælt með fjárfestingu í hjólreiðastígum, en sú fjárfesting er talin borga sig með sparnaði í eldsneytiskostnaði. Stígagerð er þó ekki eina tillagan, heldur telja höfundar áætlunarinnar einnig nauðsynlegt að stuðlað sé að átaki til að efla hjólreiðar, þar sem aukin fræðsla og lægri umferðarhraði í ákveðnum götum eru höfð að leiðarljósi. Árni Davíðsson, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna, fagnar þessari aðgerðaáætlun og þeirri yfirlýstu stefnu stjórn-
valda að efla hjólreiðar sem valkost í samgöngum. „Reiðhjól eru einu farartækin sem segja má að séu raunverulega umhverfisvæn. Hjólreiðar draga úr óhagkvæmri einkabílaumferð og stuðla í leiðinni að sparnaði í heilbrigðiskerfinu.“ Hann bendir á að við framleiðslu á hefðbundnum fólksbíl þurfi gríðarlega mikla orku og hráefni. Slíkur bíll vigtar um eitt og hálft tonn, á meðan reiðhjól eru tíu til fimmtán kg. Því koma hjólreiðar ekki aðeins í veg fyrir útblástur frá ökutækjum, heldur einnig í veg fyrir þá mengun sem fylgir bílaframleiðslu. Unnið að hagsmunum allra hjólreiðamanna Hér á landi stendur margt til boða fyrir þá hjólreiðamenn sem hafa áhuga á að ganga í hjólreiðafélag. „Stærsta félagið innan Landssamtakanna er Íslenski fjallahjólaklúbburinn, en hann er með tvenns konar aðild, einstaklingsaðild og fjölskylduaðild. Gróflega eru um 800 félagar í þeim klúbbi, en margir af þeim eru jafnvel skráðir fyrir heilli fjölskyldu. Því má bæta töluverðum hópi
hjólreiðamanna við hinn hefðbundna félagalista. Fjallahjólaklúbburinn er með opið hús á fimmtudögum kl. 8. og þar geta allir mætt og litið í kaffi og spjallað.“ Árni segir nafn klúbbsins geta verið misvísandi þar sem hann sé fyrst og fremst hefðbundinn hjólaklúbbur, en ekki fjallahjólaklúbbur. „Síðan eru líka keppnishjólreiðafélög, eins og Hjólreiðafélag Reykjavíkur, þar sem menn hugsa um hjólreiðar sem keppni og æfingu. Í þeim klúbbi eru 150-200 virkir félagar.“ Hann segir Landssamtök hjólreiðamanna vinna að hagsmunum allra hjólreiðamanna, hvort sem þeir eru félagsmenn eða ekki. Allir sem eiga reiðhjól njóta góðs af starfsemi samtakanna. „Að auki eru samtökin þáttakandi í ýmsum nefndum og ráðum og þar komum við með tillögur og hugmyndir, í von um að móta opinbera stefnu. Við eigum sæti í umferðarráði og sitjum í samráðsnefnd í verkefninu Hjólað í vinnuna. Einnig tökum við virkan þátt í Samgönguviku, en henni lauk nú í september. Og nú þegar Landspítalinn er mikið
Við erum græn verslun
Þegar hjólað er í góðu veðri og engri hálku þarf raunverulega ekki að gera neinar ráðstafanir. En ef fólk vill geta hjólað allan veturinn þá borgar sig í fyrsta lagi að fá sér nagladekk. Árni Davíðsson formaður Landssamtaka hjólreiðamanna.
í umræðunni höfum við komið með tillögur tengdar tilvonandi framkvæmdum.“ Innflutningur á reiðhjólum. Aðspurður um heildarfjölda hjólreiðamanna hér á landi segir Árni engar slíkar tölur að fá, þar sem ekki sé markvisst haldið utan um slíkar upplýsingar. Hins vegar er annað mál með tölur um innflutning á reiðhjólum, en þær má meðal annars nálgast á heimasíðu Landssamtaka hjólreiðamanna. Þegar þær eru skoðaðar sést að innflutningurinn var mestur árið 2008, en þá voru flutt inn 28.034 hjól. Minnst var flutt inn árið 2002, en þá voru 12.783 hjól flutt til landsins. Að meðaltali eru flutt hingað til lands um 19.000 reiðhjól á ári. Innflutningur reiðhjóla var í blóma á árunum sem kennd eru við hið svokallaða góðæri, en minnkaði síðan í kjölfar efnahagshrunsins. Árni bendir þó á að innflutningur á reiðhjólum hafi á þeim tíma ekki séð jafn mikinn skell og til að mynda bílainnflutningur. Hvað þarf að hafa í huga fyrir veturinn? „Þegar hjólað er í góðu veðri og engri hálku þarf raunverulega ekki að gera neinar ráðstafanir. En ef fólk vill geta hjólað allan veturinn þá borgar sig í fyrsta lagi að fá sér nagladekk.
Margir eiga erfitt með að trúa því hversu öflug nagladekkin eru áður en þau eru prófuð. Þau veita mikinn stöðugleika við sleipar aðstæður, en það segir sig sjálft að ekki má taka krappa beygju í glerhálku. Í öðru lagi mæli ég með því að fólk fái sér ljós að framan og aftan. Ódýru ljósin geta í raun verið ágæt, og mun betri en ekkert, en best er auðvitað að kaupa góð ljós. Mikilvægt er að foreldrar kaupi ljós á hjólin hjá börnunum, því það á ekki að spara við þau í ljósabúnaði. Önnur atriði sem ber að hafa í huga fyrir komandi vetur er að fara vel yfir bremsur, smyrja keðjuna og klæða sig eftir aðstæðum. Hlýir vettlingar og húfur skipta miklu máli.“ Til gamans má geta að Landssamtök hjólreiðamanna verða í vetur með hjólaferðir á laugardagsmorgnum kl. 10. Lagt er af stað frá Hlemmi og þaðan farið í rólega ferð um borgina. „Tilgangur þessara ferða er að sýna mönnum hversu auðvelt er að hjóla í borginni. Þær taka að jafnaði um einn til tvo tíma og í þær mætir fólk á öllum aldri. Við munum byrja í þessum mánuði, taka pásu í desember, og halda síðan áfram eftir áramót.“ Nánari upplýsingar um starfsemi íslenskra hjólreiðafélaga má nálgast á heimasíðunum: www.LHM.is, www.fjallahjolaklubburinn.is, www.hfr.is
október 2011
7
Íslenska gámafélagið hjálpar landsmönnum að skipta yfir í metan:
Græn íslensk orka Íslenska gámafélagið hefur í gegnum dótturfélag sitt, Vélamiðstöðina, boðið upp á þjónustu sem gerir ökumönnum kleift að skipta yfir í metangas. „Áhugi okkar á öðrum orkugjöfum en jarðvegseldsneyti var í upphafi rekstarspurning. Íslenska gámafélagið og Vélamiðstöðin eiga gífurlegan fjölda ökutækja sem eyða vel yfir milljón lítrum af jarðvegseldneyti á ári, og sú staðreynd kveikti upphaflega þennan áhuga okkar á orkuskiptum,“ segir Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins. „Við tókum við mikilli þekkingu og reynslu þegar við keyptum Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar, 45 ára reynslu af viðhaldi, rekstri og breytingum á bifreiðum. Fyrrverandi forstjóri hennar, Hersir Oddsson, hafði mikinn áhuga á metanvæðingunni og skildi eftir gögn um þau mál, sem í raun leiddu til þess að við breyttum fyrstu bifreiðinni á verkstæði okkar árið 2007. Óhætt er að segja að kúvending hafi orðið á rekstri þeirrar bifreiðar.“ Jón segir að af þessum ástæðum hafi Íslenska gámafélagið hafið kannanir á því hvort metan væri raunhæfur kostur til framtíðar. „Við sáum fljótlega að þó nokkuð væri til af óvirkjuðu metani og framleiðsla þá engan veginn bundin við framleiðslu Sorpu í Álfsnesi. Möguleikarnir lágu í raun í sveitum landsins, í kúamykju og svínaskít.“ „Samhliða þessu kynntum við okkur möguleika á öðrum orkugjöfum sem myndu henta í okkar rekstur og niðurstaðan var að þróun í bæði vetnis- og rafmagnsbílum væri of skammt á veg komin. Niðurstaðan varð sú að leggja áherslu á metan og lífdísel. Við gáfum yfirlýsingu þess efnis að innan þriggja ára skyldi allur floti Ís-
lenska gámafélagsins vera knúinn áfram af grænni íslenskri orku. Vandamálið sem þá kom upp var að enginn var að gera neitt í þessum málum, og ef við ætluðum að eiga möguleika á að standa við þessa yfirlýsingu þá urðum við að gera þetta sjálf. Þetta hefur leitt til þess að við erum nú lögð af stað í þessa vegferð okkar um orkuskipti, og á afrekaskránni eru þrjú atriði sem standa upp úr. Í fyrsta lagi höfum við opnað verkstæði sem eingöngu tekur að sér breytingar á bensínbifreiðum yfir í tvíorkubifreiðar.
» Jón Þórir Frantzson. „Möguleikarnir lágu í raun í sveitum landsins, í kúamykju og svínaskít.“
Nú þegar hafa um þrjú hundruð bifreiðar farið í gegnum þetta ferli hjá okkur. Í öðru lagi er unnið að opnun metanvers á Íslandi. Og að lokum er framleiðsla á lífdísel komin í 120 þúsund lítra á ári.“ Jón bendir að lokum á að með flöktandi olíuverði, og þeirri staðreynd að olía er takmörkuð auðlind, sé það bæði rekstrar- og umhverfisleg skylda okkar að huga betur þessum málum. Frekari upplýsingar má finna á: www.metanbill.is
8
október 2011
» Umhverfisráðherra veitti starfsmönnum Svansprents vottunina.
Svansprent fékk Svansvottun Prentsmiðjan Svansprent fékk í nóvember á síðasta ári hina eftirsóttu Svansvottun frá Umhverfisstofnun Íslands. Fyrirtækið var stofnað árið 1967 og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi. Jón Svan Sverrisson, gæðastjóri Svansprents, segist í auknum mæli fá viðskiptavini sem biðja sérstaklega um að vara þeirra sé Svansvottuð. Margir þeirra eru að hans sögn meðvitaðir um vottunina og gera kröfur um að varan sé vistvæn. En til að hljóta vottunina þurfti Svansprent að breyta ýmsu er viðkom rekstri fyrirtækisins. „Stærsta breytingin var sú að við byrjuðum að hugsa í kílóum. Við skoðuðum hversu mikinn pappír við tókum inn í kílóum, hversu mikill afskurður var í kílóum og svo framvegis. Þegar við byrjuðum að velta þessu fyrir okkur þá kom töluverð hagræðing út úr því og við fórum að nýta pappírinn betur. Hvað varðar breytingar á rekstrinum, þá gerir Svanurinn kröfur um að pappír sé úr vottuðum nytjaskógum og pappírsmyllum. Við höfum ávallt verið meðvituð um slík mál og fengið okkar pappír út nytjaskógum og einungis notað heilnæm efni.“ Til að mæta ströngum kröfum Svansins þurfti fyrirtækið hins vegar að skipta um límtegund, en Jón segir það hafa verið einu stóru breytinguna. „Starfsmenn
Svansprents hafa alltaf flokkað rusl og verið meðvitaðir um umhverfisáhrif framleiðslunnar,“ segir hann. „Áður en við fórum í gegnum ferlið kom 68 prósent af pappírsnotkun okkar úr vottuðum pappír. Á þessu ári fór talan upp í 77 prósent. Við vorum því nálægt lágmarki Svansins, sem er 75 prósent, áður en við byrjuðum, og fórum upp fyrir það á þessu ári. Því var Svansvottunin rökrétt skref hjá okkur.“ Hann segir samstarfið við Umhverfisstofnun hafa gengið mjög vel og öll samskipti verið til fyrirmyndar. Í kjölfar vottunarinnar fékk prentsmiðjan, ásamt fyrirtækinu Hreint, nýverið viðurkenningu frá Kópavosgbæ fyrir „framlag til umhverfis og samfélags.“ Hluti af kröfum Svansins gagnvart fyrirtækjum í prentiðnaði: n 95% allra efna þurfa að vera
samþykkt af Svaninum. n Pappír skal vera úr nytjaskógum. n Pappírsafskurður á að vera
í lágmarki. n Úrgangur sé flokkaður og spilliefni
send í eyðingu. n Fyrirtæki leggi áherslu á að velja sem
mest af umhverfisvottuðum vörum og þjónustu í innkaupum.
Flytja árlega út um 800 tonn af áli Endurvinnslan hefur frá árinu 1989 séð um að endurheimta drykkjarumbúðir úr áli, plasti og gleri. Eins og flestir Íslendingar þekkja byggir það söfnunarkerfi sem notað er hér á landi á endurgreiðslu við skil drykkjarumbúða og felur því í sér umbun eða ávinning fyrir þá sem skila. „Ástæðan fyrir því að slíkt kerfi var sett upp hér á landi var sú að hér voru tómar umbúðir sem lágu á víð og dreif um náttúru landsins og engin hirti. Þetta olli sjónmengun, auk þess sem þau efni sem finna má í drykkjarumbúðum brotna seint niður í náttúrunni,“ segir Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Til marks um þann mikla árangur sem náðst hefur má benda á að allt stefnir í að skil umbúða til Endurvinnslunnar verði á þessu ári 89 prósent af seldum umbúðum. „Endurvinnslan flytur árlega út um 800 tonn af áli og andvirði þess útflutnings er um 120 milljónir íslenskra króna. Það er auðvelt að endurvinna ál vegna lágs bræðslumarks þess og því þarf einungis fimm prósent af þeirri orku sem fer í frumvinnslu þess. Þess vegna er ál oft kallað græni málmurinn.“ Þegar kemur að endurvinnslu á plasti flytur fyrirtækið árlega út um 1800 tonn. Þar er það meðal annars endurunnið í flísefni og sem plast í bíla. Helgi nefnir sem dæmi að það þurfi tuttugu plastflöskur í eina flíspeysu. Að hans sögn er andvirði útflutts plasts um 140 milljónir króna á ári. „Umbúðir úr gleri er hægt að end-
urvinna nánast endalaust án þess að glerið tapi gæðum. Fyrir hver þúsund tonn af endurunnu gleri sparast 345.000 kw stundir í orku og 314 tonn af koltvísýringi. Gler er hins vegar ekki flutt út til sölu vegna þess að ekki hefur fundist leið til að endurvinna það litla magn sem hér er í umferð þannig það borgi sig fjárhagslega. Á Íslandi falla til um fjögur þúsund tonn af gleri, en það magn er að mestu notað í landfyllingu.“ Helgi segir nú unnið að öðrum leiðum til endurvinnslu á gleri. Fyrirtæki hans hefur meðal annars verið að vinna með Hlaðbæ-Colas við að blanda gleri í malbik, og með arkitekti og hönnuði við að útbúa glerteppi, svo eitthvað sé nefnt. „Víða erlendis er gler „endurunnið“ með því að mola það niður í sand, sem síðan er notaður í stíga og sandgryfjur á golfvöllum. Spyrja má hvort það sé umhverfisvænt að flytja gler á milli landa til slíkrar endurvinnslu.“ Helgi segir fyrirtækið ávallt skoða nýja möguleika í endurnýtingu og að reynt sé eftir mesta megni að fylgjast með þróun þeirra mála í öðrum löndum. „Einnig fylgjumst við vel með leiðum til að verða umhverfisvæn við söfnun og móttöku. Þannig er reynt að pressa og tæta umbúðir svo hægt sé að ná hámarksnýtingu á gámum og spara þannig flutningskostnað. Einnig flokkum við allt rusl sem kemur með umbúðunum.“ Hann segir alla þá sem vinna að umhverfisvænum lausnum vera velkomna til Endurvinnslunnar, þar sem þeir geti kynnt hugmyndir sínar eða verkefni.