»4
»6
Hafa veitt 280 tonn af grálúðu í net
»10
Strandveiðarnar hafa fest sig í sessi
»12
Salta þorsk og frysta makríl
Útvegurinn er borginni mikilvægur blaðsíður 8-19 »
útvegsblaðið Þ
j
ó
n
u
s
t
u
m
i
ð
i
l
l
s
j
ávarú
t
vegs
i
ns
Verstöðin Reykjavík Í þessu tölublaði Útvegsblaðsins er meðal annars að finna greinargóða umfjöllun um verstöðina Reykjavík og hin ýmsu sjávarútvegsfyrir-
ág úst 2 0 1 2 » 7 . tölu bl a ð » 1 3 . á rg a ng u r
tæki sem þar er að finna.
Íslensk stjórnvöld bönnuðu skipum Brims hf. að veiða makríl, síld og kolmunna við Grænland í sumar:
Höfðu veiðileyfi frá Grænlandi Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
Íslensk stjórnvöld hafa bannað skipum Brims hf. að veiða makríl innan lögsögu Grænlands í samstarfi við Grænlendinga þrátt fyrir að fyrirtækið hafi fengið til þess leyfi hjá grænlenskum yfirvöldum. „Við vorum einfaldlega stoppaðir af með rökum sem hvergi standast og hvað gerist þá? Í staðinn eru skip frá Kína að veiða þarna makríl sem okkur stóð til boða. Þarna er okkur beinlínis bannað að skapa okkur verkefni og þjóðinni gjaldeyri,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims í samtali við Útvegsblaðið. „Við vorum búnir að fá leyfi til veiða á makríl, síld og kolmunna innan lögsögu Grænlands í samstarfi við heimamenn en okkur er bannað að nýta það. Íslensk stjórnvöld bjuggu til reglugerð og bönnuðu okkur það. Reyndar teljum við að þessi reglugerð standist ekki lög en það tekur tíma að fá úr því skorið og á meðan erum við sennilega búnir að tapa þessu verkefni. Grænland er ríkt af auðlindum og ég hefði talið það skynsamlegt að við Íslendingar myndum leggja töluvert á okkur til að vinna með Grænlendingum. Við Íslendingar höfum mikla þekkingu í sjávarútvegi sem við gætum nýtt með Grænlendingum og þá værum við líka í leiðinni að hjálpa Grænlendingum að byggja upp sinn sjávarútveg og skapa störf og tekjur hér á Íslandi. Íslenskt flugfélag fær að vinna með Grænlendingum, Íslendingar eru að vinna að heilsugæslu á Grænlandi, en ef íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki ætlar að vinna með Grænlendingum, er hreinlega sett bann á okkur. Við fáum engin rök fyrir neituninni,“ segir Guðmundur. Stjórnlausar veiðar í bræðslu Guðmundur er heldur ekki sáttur við þá veiðistjórnun sem verið hefur á makrílnum undanfarin ár: „Núverandi stjórnvöld hafa verið endalaust að koma með algjörlega óraunhæfar tillögur um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi. En núna á síðustu árum undir forystu þeirra hefur aldrei verið veitt jafnmikið af fiski í bræðslu eins og núna. Árið 2009 eru leyfðar veiðar á makríl í bræðslu algjörlega stjórnlaust. Engin önnur þjóð hefur leyft þetta. Svo í framhaldinu fengu þau skip sem veiddu mest í bræðslu svo mest allan kvótann. Það var gríðarleg barátta hjá okkur á vinnsluskipunum að fá smá brot af makrílkvótanum til
5ára
*
ábyrgð
»Páll Rúnarsson, skipstjóri á Brimnesi, Gunnar Gunnarsson,reddari og Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims við löndun á makríl úr Brimnesi.
að vinna til manneldis, en við vorum kannski að þrefalda útflutningsverðmætin með því. Hver er tilgangurinn með fiskveiðistjórnun ef það er ekki til að hámarka arðsemina af auðlindinni í þágu þjóðarinnar? Brimnes er t.d. búið að veiða 6.000 tonn af makríl á síðustu tveimur árum og hver einasti fiskur hefur farið til manneldis,“ segir Guðmundur. Hann telur að við vitum ekki nógu mikið um makrílinn og útbreiðslu hans. Hann veiðist við Bandaríkin og Kanada og hinum megin við Atlantshafið, við ESB strendur og til Noregs. „Við höfum ekkert verið að stunda þessar veiðar fyrr en allra síðustu ár því við höfum ekki átt skip til þess. Nú, þegar við byrjum á þessum veiðum, finnum við makríl allt í kringum Ísland, en af hverju megum við ekki veiða makríl fyrir Norðurlandi og út af Vestfjörðum. Það er reglugerð sem bannar það án nokkurs vitræns rökstuðnings. Það er verið að veiða
makríl alveg vestur að línunni við Grænland, og við Grænland er verið að veiða makríl, við veiðum hann fyrir Suðurlandi og Austurlandi en fyrir Norðurlandi má bara veiða makríl á stöng á bryggjunum. Þurfum að vita meira til að semja Svo ætla íslenskir samningamenn að fara að semja núna við Evrópusambandið og Noreg eftir fyrirskipunum frá utanríkisráðherra sem veit ekkert í sinn haus um makríl. Það á bara að semja alveg sama hvað það kostar þjóðina. Í samningaviðræðunum um makrílinn nú eigum við bara að segja það alveg skýrt, að við vitum ekki hve mikill makríll er í lögsögunni og hve lengi hann er hér eins og staðan er í dag. Við verðum rannsaka þetta betur og það er ekki bara Hafró sem getur rannsakað útbreiðsluna, það getum við líka sem gerum út veiðiskipin.
Nýr SS4 frá Scanmar!
Það er svo margt sem við þurfum að fá vitneskju um. Er makríllinn til dæmis að ryðja einhverjum öðrum tegundum burt, eða er hann bara hér tímabundið vegna hækkandi hitastigs sjávar og mikillar útbreiðslu á átu. Þú getur ekki samið um eitthvað sem þú hefur ekki hugmynd um. Getur verið að Norðmenn og ESB séu að pressa á okkur um að semja því þeir sjá að makríllinn er kominn meira og minna út úr þeirra lögsögu. Makríllinn er alltaf á ferðinni og er bara tímabundið innan lögsögu hvers ríkis, en annars er hann bara úti í miðju Atlantshafinu. Að halda því fram að af því makríll sé innan lögsögu ESB í smá tíma á ári, eigi þeir allan stofninn, er bara algjör fásinna. Við getum ekkert samið núna, því við vitum ekki um hvað við eigum að semja. Þess vegna eigum við ekki að semja um neina hlutdeild í dag, við sem þjóð verðum að standa fast á okkar rétti. Við erum ennþá sjálfstæð þjóð,“ segir Guðmundur Kristjánsson.
Ný rafhlöðutækni - allt að tveggja mánaða ending á rafhlöðu
Þú getur treyst þeim upplýsingum sem berast frá nýja SS4 nemanum frá Scanmar. SS4 getur unnið á sama tíma í senn sem: • Aflanemi - hitanemi - hallanemi (pits og roll) • Dýpisnemi - hitanemi - hallanemi (pits og roll)
*12 mánaða ábyrgðartími á rafhlöðu
Scanmar búnaður er þekktur fyrir áreiðanleika, endingu og lága bilanatíðni sem á sér ekki hliðstæðu.
Grandagarði 1a • 101 Reykjavík • Sími: 551 3300 / 691 4005 Netfang: scanmar@scanmar.is • www.scanmar.no