Útvegsblaðið 7. tbl. 2012

Page 1

»4

»6

Hafa veitt 280 tonn af grálúðu í net

»10

Strandveiðarnar hafa fest sig í sessi

»12

Salta þorsk og frysta makríl

Útvegurinn er borginni mikilvægur blaðsíður 8-19 »

útvegsblaðið Þ

j

ó

n

u

s

t

u

m

i

ð

i

l

l

s

j

ávarú

t

vegs

i

ns

Verstöðin Reykjavík Í þessu tölublaði Útvegsblaðsins er meðal annars að finna greinargóða umfjöllun um verstöðina Reykjavík og hin ýmsu sjávarútvegsfyrir-

ág úst 2 0 1 2 » 7 . tölu bl a ð » 1 3 . á rg a ng u r

tæki sem þar er að finna.

Íslensk stjórnvöld bönnuðu skipum Brims hf. að veiða makríl, síld og kolmunna við Grænland í sumar:

Höfðu veiðileyfi frá Grænlandi Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is

Íslensk stjórnvöld hafa bannað skipum Brims hf. að veiða makríl innan lögsögu Grænlands í samstarfi við Grænlendinga þrátt fyrir að fyrirtækið hafi fengið til þess leyfi hjá grænlenskum yfirvöldum. „Við vorum einfaldlega stoppaðir af með rökum sem hvergi standast og hvað gerist þá? Í staðinn eru skip frá Kína að veiða þarna makríl sem okkur stóð til boða. Þarna er okkur beinlínis bannað að skapa okkur verkefni og þjóðinni gjaldeyri,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims í samtali við Útvegsblaðið. „Við vorum búnir að fá leyfi til veiða á makríl, síld og kolmunna innan lögsögu Grænlands í samstarfi við heimamenn en okkur er bannað að nýta það. Íslensk stjórnvöld bjuggu til reglugerð og bönnuðu okkur það. Reyndar teljum við að þessi reglugerð standist ekki lög en það tekur tíma að fá úr því skorið og á meðan erum við sennilega búnir að tapa þessu verkefni. Grænland er ríkt af auðlindum og ég hefði talið það skynsamlegt að við Íslendingar myndum leggja töluvert á okkur til að vinna með Grænlendingum. Við Íslendingar höfum mikla þekkingu í sjávarútvegi sem við gætum nýtt með Grænlendingum og þá værum við líka í leiðinni að hjálpa Grænlendingum að byggja upp sinn sjávarútveg og skapa störf og tekjur hér á Íslandi. Íslenskt flugfélag fær að vinna með Grænlendingum, Íslendingar eru að vinna að heilsugæslu á Grænlandi, en ef íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki ætlar að vinna með Grænlendingum, er hreinlega sett bann á okkur. Við fáum engin rök fyrir neituninni,“ segir Guðmundur. Stjórnlausar veiðar í bræðslu Guðmundur er heldur ekki sáttur við þá veiðistjórnun sem verið hefur á makrílnum undanfarin ár: „Núverandi stjórnvöld hafa verið endalaust að koma með algjörlega óraunhæfar tillögur um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi. En núna á síðustu árum undir forystu þeirra hefur aldrei verið veitt jafnmikið af fiski í bræðslu eins og núna. Árið 2009 eru leyfðar veiðar á makríl í bræðslu algjörlega stjórnlaust. Engin önnur þjóð hefur leyft þetta. Svo í framhaldinu fengu þau skip sem veiddu mest í bræðslu svo mest allan kvótann. Það var gríðarleg barátta hjá okkur á vinnsluskipunum að fá smá brot af makrílkvótanum til

5ára

*

ábyrgð

»Páll Rúnarsson, skipstjóri á Brimnesi, Gunnar Gunnarsson,reddari og Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims við löndun á makríl úr Brimnesi.

að vinna til manneldis, en við vorum kannski að þrefalda útflutningsverðmætin með því. Hver er tilgangurinn með fiskveiðistjórnun ef það er ekki til að hámarka arðsemina af auðlindinni í þágu þjóðarinnar? Brimnes er t.d. búið að veiða 6.000 tonn af makríl á síðustu tveimur árum og hver einasti fiskur hefur farið til manneldis,“ segir Guðmundur. Hann telur að við vitum ekki nógu mikið um makrílinn og útbreiðslu hans. Hann veiðist við Bandaríkin og Kanada og hinum megin við Atlantshafið, við ESB strendur og til Noregs. „Við höfum ekkert verið að stunda þessar veiðar fyrr en allra síðustu ár því við höfum ekki átt skip til þess. Nú, þegar við byrjum á þessum veiðum, finnum við makríl allt í kringum Ísland, en af hverju megum við ekki veiða makríl fyrir Norðurlandi og út af Vestfjörðum. Það er reglugerð sem bannar það án nokkurs vitræns rökstuðnings. Það er verið að veiða

makríl alveg vestur að línunni við Grænland, og við Grænland er verið að veiða makríl, við veiðum hann fyrir Suðurlandi og Austurlandi en fyrir Norðurlandi má bara veiða makríl á stöng á bryggjunum. Þurfum að vita meira til að semja Svo ætla íslenskir samningamenn að fara að semja núna við Evrópusambandið og Noreg eftir fyrirskipunum frá utanríkisráðherra sem veit ekkert í sinn haus um makríl. Það á bara að semja alveg sama hvað það kostar þjóðina. Í samningaviðræðunum um makrílinn nú eigum við bara að segja það alveg skýrt, að við vitum ekki hve mikill makríll er í lögsögunni og hve lengi hann er hér eins og staðan er í dag. Við verðum rannsaka þetta betur og það er ekki bara Hafró sem getur rannsakað útbreiðsluna, það getum við líka sem gerum út veiðiskipin.

Nýr SS4 frá Scanmar!

Það er svo margt sem við þurfum að fá vitneskju um. Er makríllinn til dæmis að ryðja einhverjum öðrum tegundum burt, eða er hann bara hér tímabundið vegna hækkandi hitastigs sjávar og mikillar útbreiðslu á átu. Þú getur ekki samið um eitthvað sem þú hefur ekki hugmynd um. Getur verið að Norðmenn og ESB séu að pressa á okkur um að semja því þeir sjá að makríllinn er kominn meira og minna út úr þeirra lögsögu. Makríllinn er alltaf á ferðinni og er bara tímabundið innan lögsögu hvers ríkis, en annars er hann bara úti í miðju Atlantshafinu. Að halda því fram að af því makríll sé innan lögsögu ESB í smá tíma á ári, eigi þeir allan stofninn, er bara algjör fásinna. Við getum ekkert samið núna, því við vitum ekki um hvað við eigum að semja. Þess vegna eigum við ekki að semja um neina hlutdeild í dag, við sem þjóð verðum að standa fast á okkar rétti. Við erum ennþá sjálfstæð þjóð,“ segir Guðmundur Kristjánsson.

Ný rafhlöðutækni - allt að tveggja mánaða ending á rafhlöðu

Þú getur treyst þeim upplýsingum sem berast frá nýja SS4 nemanum frá Scanmar. SS4 getur unnið á sama tíma í senn sem: • Aflanemi - hitanemi - hallanemi (pits og roll) • Dýpisnemi - hitanemi - hallanemi (pits og roll)

*12 mánaða ábyrgðartími á rafhlöðu

Scanmar búnaður er þekktur fyrir áreiðanleika, endingu og lága bilanatíðni sem á sér ekki hliðstæðu.

Grandagarði 1a • 101 Reykjavík • Sími: 551 3300 / 691 4005 Netfang: scanmar@scanmar.is • www.scanmar.no


2

ágúst 2012

útvegsblaðið Þ

j

ó

n

u

s

t

u

m

i

ð

i

l

l

s

j

ávarú

t

vegs

i

útvegsblaðið

Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans:

ns

leiðari »Þorskur

Verstöðin Reykjavík

n Aflamark: 144.047

»Ýsa

98.9%

98.8%

n Aflamark: 39.080

n Afli t/ aflamarks: 138.204

n Afli t/ aflamarks: 38.599

R

eykjavík er stærsta fiskveiðihöfn landsins. Reykjavík er eina höfuðborg Evrópu þar sem fiskur og fiskvinnsla er í öndvegi í höfninni. Reykjavík er höfuðborg Íslands vegna þess að hún hefur frá örófi alda verið mikilvæg fiskihöfn og miðstöð millilandasiglinga. Ingólfur Arnarson áttaði sig á því árið 874 hve vel Reykjavík lá við auðlindum hafsins. Því fór hann um blómleg héröð til að byggja útnes þetta. Í dag virðast íbúar borgarinnar margir hverjir og borgarstjórnin sérstaklega hvorki vita né vilja skilja hve mikilvægur sjárútvegurinn er borginni.

»Ufsi n Aflamark: 43.617

»Karfi

90.3%

105.2%

n Aflamark: 41.463

n Afli t/ aflamarks: 33.858

n Afli t/ aflamarks: 43.635

Stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, HB Grandi, borgaði starfmönnum sínum búsettum í Reykjavík 2,3 milljarða í laun á síðasta ári. Önnur sjávarútvegsfyrirtæki í borginni eru smærri í sniðum, en samanlagt má gera ráð fyrir að þau borgi álíka mikil laun samanlagt eða jafnvel mun meira. Þar er átt við útgerð, fiskvinnslu og þjónustufyrirtæki. Öll afleidd starfsemi er svo þar ótalin, en fullyrða má að þúsundir Reykvíkinga hafi lífsviðurværi sitt af sjávarútvegi, beint eða óbeint. Að gera lítið úr mikilvægi sjávarútvegsins í höfuðborginni er í besta falli vanþekking! Það er eðli höfuðborgar að í henni sé fjölbreyttur atvinnurekstur sem er byggður upp eins og múrveggur, steinn fyrir stein. Allir eru steinarnir mikilvægir, en grunnurinn mikilvægastur. Grunnurinn er höfnin og sjávarútvegurinn sem þar blómstrar, fjölbreytt keðja fyrirtækja, stórra og smárra, sem saman mynda þá sterku heild sem myndar þann grunn sem allt annað er byggt á. Samvistir útgerðar, fiskvinnslu, þjónustufyrirtækja,veitingahúsa og verslana við Reykjavíkurhöfn hafa gengið vel undan farin ár. Líklega er engin höfuðborg önnur sem býr við þá sérstöðu að aðeins taki nokkrar mínútur að ganga úr miðbænum að höfninni til að komast í snertingu við undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar. Hægt er að kynnast sögu sjávarútvegs á Sjóminjasafninu Víkinni, sjá skipin í höfninni og sjá fiski landað úr bátunum, hægt er að fara í sjóstangaveiði og hvalaskoðun, borða fisk og hval á veitingastöðum og svo framvegis. Kannski er það eina sem vantar að opna áhugasömum leið til að sjá fiskinn unninn fyrir neytendur um allan heim og kynnast keðjunni frá fiski á disk. Sjávarútvegurinn hefur af miklu að státa og hann þarf að koma því á framfæri við landsmenn, ekki síst borgarbúa, hve vel er þar að verki staðið.

Hjörtur Gíslason

Um 35 nýnemar hefja nám við Skipstjórnarskólann í haust:

Mikil aðsókn í skipstjórnarnám Haraldur Guðmundsson skrifar:

Útgefandi: Goggur ehf. Kennitala: 610503-2680 Heimilisfang: Stórhöfða 25 110 Reykjavík Sími: 445 9000 Heimasíða: goggur.is Netpóstur: goggur@goggur.is Ritstjórar: Hjörtur Gíslason, Sigurjón M. Egilsson ábm. Aðstoðarritsjóri: Haraldur Guðmundsson Höfundar efnis: Haraldur Guðmundsson, Hjörtur Gíslason, Sigurjón M. Egilsson og fleiri. Auglýsingar: hildur@goggur.is Sími: 899 9964 Prentun: Landsprent. Dreifing: Útvegsblaðinu er dreift til allra áskrifenda Morgunblaðsins, útgerða, þjónustuaðila í sjávarútvegi og fiskvinnslustöðva.

74

haraldur@goggur.is

Aðsókn í Skipstjórnarskólann hefur aukist á síðustu árum og nú er svo komið að skólinn á erfitt með að taka við fleiri nýnemum. Um 35 nýnemar hefja nám við skólann í haust og þá verða um hundrað nemendur skráðir í dagskóla. Að auki stundar vaxandi fjöldi við skólann. Aðsókn í smáskipanám, svokallað pungapróf, sem veitir réttindi á báta upp að 12 metrum að lengd, hefur einnig aukist. Dagskólinn að fyllast Vilbergur Magni Óskarsson, skólastjóri Skipstjórnarskólans, segir fjölda nýnema við skólann hafa aukist jafnt og þétt eftir að nýskráningar náðu sögulegu lágmarki á árunum fyrir hrun. „Slæmt efnahagsástand og atvinnuleysi í landi hafa í gegnum tíðina haft hvetjandi áhrif á aðsóknina hjá okkur og ekki skemmir fyrir hin mikla um»Vilbergur Magni fjöllun um góð Óskarsson. laun sjómanna. Nú stefnir í að fjöldi nýnema á haustönn verði svipaður og á síðasta ári þegar við tókum inn um 35 nemendur. Það er svipaður fjöldi og útskrifaðist frá skólanum í vor,“ segir Vilbergur og bendir á að einnig er mikil aðsókn í dreifnám hjá skólanum. „Skólinn býður upp á öflugt dreifnám sem gefur vinnandi mönnum, sem ekki hafa kost á að sitja heilan vetur á skólabekk í Reykjavík, tækifæri til að ná sér í réttindi. Flestir áfangar í dreifnáminu eru orðnir fullir og dagskólinn er einnig að fyllast.“ Spurður um hvort skólinn geti tekið á móti fleiri nemendum segir Vilberg-

Fjöldi útskrifaðra nemenda frá Skipstjórnarskólanum á síðustu fimmtán árum: 35 28

25

22

26

23

27

24 19

16 11

13

13 9

1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012

ur það erfitt við núverandi aðstæður og bendir á tvö atriði sem hamla frekari fjölgun nemenda. „Í fyrsta lagi eru okkur settar skorður varðandi fjölda nemenda sem við fáum greitt fyrir. Og því getum við ekki sett af stað kennslu sem ekki fæst greidd. Í öðru lagi er erfitt að hlaða meiri kennslu á kennara skólans. Að öðru leyti er nóg pláss hér í húsinu og við gætum því tekið við fleiri nemendum ef ríkið gæti séð af meira fjármagni til skólans.“ Er erfiðara fyrir útskrifaða nemendur að fá pláss á sjó í kjölfar þessarar auknu aðsóknar í skipstjórnarnám? „Nei, þvert á móti. Flestir af okkar nemendum eru komnir með pláss áður en þeir útskrifast. Hinir sem ekki eru komnir með pláss við útskrift eru í flestum tilvikum komnir með vinnu fljótlega á eftir. Við hjá skólanum erum því mjög ánægð með aðsóknina og þann stuðning sem við fáum frá atvinnulífinu. Námið sjálft hefur einnig verið aðlagað að breyttum tímum því nemendur okkar hafa nú þann valkost að fara í háskólanám að lokinni útskrift. Fjögurra ára nám við skólann jafngildir nú stúdentsprófi. Námið býður því upp á fleiri mögu-

leika og því er ekki furða að það sé jafn vinsælt og raun ber vitni.“ Smáskiparéttindi einnig vinsæl Kjartan Örn Kjartansson, kennari við Skipstjórnarskólann, sér um kennslu til smáskiparéttinda, og hann segir réttindanámið vera í mikilli sókn. „Við erum að kenna fjögur námskeið á ári í staðarnámi og fimm námskeið í fjarnámi. Þessi námskeið eru alltaf full en við tökum til dæmist 24 nemendur á hvert námskeið í fjarnáminu. Í heildina eru þetta um 100 manns sem klára staðarnámið á hverju ári og 150 í fjarnáminu. Hins vegar ráðum við hversu marga nemendur við tökum inn og getum því vel tekið á móti fleiri nemendum,“ segir hann. Smáskiparéttindin gefa réttindi á skip styttri en tólf metrar að lengd. Þeir sem standast prófin fá einnig tækifæri til að taka verklegt próf úti á sjó sem veitir skemmtibátaréttindi á skip styttri en 24 metra. „Fjöldi nemenda nú í haust er svipaður og var í fyrra og það er greinilegt að fólk sér meiri möguleika í þessum réttindum nú en fyrir hrun. Því er um að gera að efla skipstjórnarnám á Íslandi og auka veg þess.“


BMW

www.bmw.is

Hrein akstursgleði

BMW X5 MODERN LINE = ALLT INNIFALIÐ

Nú bjóðum við BMW X5, í nýrri MODERN LINE útgáfu, hlaðinn aukabúnaði. Nýja útgáfan er t.a.m. með 8 gíra sjálfskiptingu, BMW Professional hljómtæki, 18” álfelgur, leðurinnréttingu með rafdrifnum upphituðum framsætum og minnisstillingum, fjarlægðarskynjurum að fram og aftan, Bluetooth tengibúnaði fyrir síma, Cruise Control, glæsilegum viðarlistum í mælaborði, sjálfdekkjandi baksýnisspegli, toppgrindabogum, málmlit og þægilegu Servotronic léttstýri.

Verð: 12.580 þús.

BMW xDrive 30d ENNEMM / SÍA / NM52195

6,7 l/100 km* – CO2 195 g – 7,6 sek. í hundrað

*Miðað við langkeyrslu / Aukabúnaður á mynd, gangbretti

BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000


4

ágúst 2012

útvegsblaðið

Neyðast til að hætta á grálúðuveiðum vegna verðfalls á erlendum mörkuðum:

Hafa veitt 280 tonn af grálúðu í net Haraldur Guðmundsson skrifar: haraldur@goggur.is

„Við lönduðum 220 tonnum af grálúðu í ágústbyrjun og erum nú að klára seinni túrinn í þessu úthaldi þar sem við höfum veitt 60 tonn til viðbótar,“ segir Helgi Aage Torfason, skipstjóri á Kristrúnu RE-177, í samtali við blaðamann Útvegsblaðsins. Sextán manna áhöfn skipsins hefur undanfarin ár farið á grálúðu og línuveiðar til skiptis og þar hefur aðgengi að grálúðukvóta ráðið miklu. Grálúðuvertíð þessa árs hófst í byrjun júlí og veiðarnar hafa að sögn skipstjórans gengið vel. Þrátt fyrir það neyðist áhöfnin nú til að snúa sér að línuveiðunum fyrr en áætlað var. „Við áttum upphaflega að veiða fram í september og klára kvótann en nú neyðumst við til að hætta í kjölfar verðfalls á erlendum mörkuðum. Grálúðan hefur hingað til farið til Japans, Kína og Tævan, og þar hafa verðin lækkað um 20-25% frá fyrri áætlunum. Fiskkaup, útgerðarfyrirtækið sem á skipið, hefur því ákveðið að geyma kvótann þangað til næsta vor, þegar verðin verða vonandi orðin hagstæðari, og því verður þessi ferð síðasti grálúðuveiðitúr okkar á þessu ári.“

»Kristrún RE var smíðuð í Sólstrand í Noregi árið 1988. Skipið kom hingað til lands frá Kanada í júní 2008.

Tók tíma að læra á veiðarnar Kristrún RE var smíðuð í Sólstrand í Noregi árið 1988. Skipið kom hingað til lands frá Kanada í júní 2008. Helgi var ráðinn skipstjóri í sama mánuði og hefur verið á skipinu síðan. „Ég byrjaði á sjó fimmtán ára gamall á trillunni hans pabba. Svo var ég að þvælast í þessum trillubransa og á þessum hefðbundnu vetrarvertíðum fram á þrítugsaldurinn. Þá tók ég mér stutt frí og fór að vinna í

»Helgi Aage Torfason, skipstjóri á Kristrúnu RE-177.

landi. Fljótlega eftir það hóf ég nám í Stýrimannaskólanum og réð mig á línubát árið 1994. Síðar var ég stýrimaður á Núpi frá Patreksfirði í sjö ár og var ráðinn hingað í júní 2008,“ segir Helgi aðspurður um sjómannsferilinn. „Við fórum á grálúðu í fyrsta túrnum á Kristrúnu en þá áttum við einungis að prufa veiðarnar í tvo til þrjá mánuði og fara síðan á línuna. Enginn af okkur hafði farið á grálúðuveiðar áður og það tók okkur tvo túra að læra á veiðarnar og búnaðinn sem þeim fylgdi. Á endanum fórum við ekkert á línuveiðar,“ segir Helgi og bætir því við að á þessum tíma hafi verið auðvelt að nálgast grálúðukvóta. „Næstu fimmtán mánuði virtist enginn hafa áhuga á þeim grálúðukílóum sem til voru. Við héldum því áfram þangað til eftirspurnin eftir kvóta fór að aukast í

októbermánuði 2009. Þá ákváðum við að skipta yfir á línuna og höfum síðan verið duglegir að skipta á milli þessara ólíku veiða. Það tekur okkur um viku að skipta af netunum og yfir á línuna, en við erum að verða vel þjálfaðir í þessu, enda búnir að gera þetta alloft síðustu ár,“ segir Helgi og hlær. Hvernig er að veiða grálúðu í net? „Þetta er skemmtilegur veiðiskapur og góð tilbreyting frá línunni og ég veit að strákarnir eru ánægðir með að hvíla sig á keilu- og lönguveiðum. Þetta er ekkert ósvipað því að veiða með hefðbundnum netum, fyrir utan þá staðreynd að netin sem við notum eru mun stærri í sniðum. Við erum með lengri trossur en eru á þessum hefðbundnu netaveiðum og erum að draga í djúpum sjó því við viljum helst ekki fá þorsk í netin. Grálúðuveiðar í net eru þægilegar yfir sumarið en meira krefjandi á veturna þegar við erum oft langt norður í hafi. Við erum að vinna þetta frá norðanverðum Vestfjörðum og alveg austur á Langanes. Það er allur gangur á því hvar við fáum mest.“ Er Kristrún RE eina skipið sem stundar grálúðuveiðar í net? Já, eftir því sem ég best veit er þetta eina skipið sem hefur verið á þessum veiðum síðastliðin fjögur ár. Hér áður fyrr voru fleiri skip sem veiddu grálúðuna í net, en við erum einir í þessu í dag.

»Grálúðuveiðar í net eru að sögn skipstjórans skemmtilegur veiðiskapur.


Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu

Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á. Starfsfólk Íslandsbanka býr yfir áratugareynslu í þjónustu við sjávarútveginn og hjá bankanum starfar stór hópur fólks með sérþekkingu á greininni. Þannig getum við ávallt tryggt fyrirtækjum í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar þá bankaþjónustu sem hún þarfnast. Þekking sprettur af áhuga.

Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000

Hallgrímur Magnús Sigurjónsson hefur yfir 30 ára reynslu af sjávarútvegi og fjármögnun sjávarútvegs. Magnús er útibússtjóri hjá Íslandsbanka.


6

ágúst 2012

útvegsblaðið

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, fer yfir strandveiðitímabilið:

Strandveiðarnar festa sig í sessi Haraldur Guðmundsson skrifar: haraldur@goggur.is

Metþátttaka var í strandveiðum í sumar þegar strandveiðileyfum fjölgaði um 76 frá fyrra ári og 759 bátar veiddu samanlagt yfir 8.600 tonna heildarafla. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir strandveiðarnar hafa tekið jákvæðum breytingum á þeim fjórum árum sem þær hafa verið stundaðar og sannað sig sem mikilvæga viðbót við önnur kerfi. Hann undirstrikar þó kröfu sambandsins um að afli sem ætlaður verði til strandveiða komi ekki til frádráttar eða skerðingar á þeim afla sem ætlaður er til hlutdeildarbáta. Um 2,6 milljarðar í aflaverðmæti „Strandveiðitímabilið í ár gekk almennt vel enda var einstaklega gott veður á miðunum í sumar. Af því sem ég hef heyrt voru flestir strandveiðimenn ánægðir með tímabilið og segja það auðveldara en tímabilið í fyrra. Eins og áður voru þorskur og ufsi meginuppistaðan í heildaraflanum. Þorskaflinn fór yfir 7.400 tonn og ufsinn í 1.100. Meðalveiði í hverjum róðri yfir allt landið var svipuð og síðustu ár. Aukinn strandveiðiafla í ár má því helst rekja til þess að fleiri bátar stunduðu veiðar nú en áður,“ segir Örn og bætir því við að

hann áætli að aflaverðmæti strandveiðibátanna í ár verði í kringum 2,6 milljarðar króna. „Eins og áður stunduðu margir ólíkir hópar sjómanna veiðarnar. Margir grásleppukarlar ná sér í heilsárs atvinnu með því að fara á strandveiðar og síðan eru þeir sem koma úr krókaaflamarkinu. Aðrir eiga jafnvel litlar heimildir og hafa ekki róið lengi og hafa beðið eftir þessu tækifæri. Einnig má finna sjómenn á litlum aflamarksbátum og unga menn sem eru að stíga ölduna í fyrsta sinn.“ Ákvörðunin um að skipta strandveiðunum niður á fjögur svæði á sínum tíma var að mati Arnar skynsamleg því hún leiddi til þess að veiðarnar eru nú stundaðar hringinn í kringum landið. „Þannig var hleypt lífi í mörg pláss á landinu. Fólk á ferðalagi um landið kemur nú í mörg pláss þar sem höfnin var áður steindauð á sumrin en iðar nú af lífi, með tilheyrandi ávinningum fyrir þá sem sjá strandveiðimönnunum fyrir ýmissi þjónustu.“ Ekki fullkomið kerfi Á síðasta aðalfundi Landssambands smábátaeigenda var kosið í nefnd sem nú skoðar fyrirkomulag frjálsra handfæraveiða, og þá sérstaklega strandveiðarnar. Í nefndinni situr einn stjórnarmeðlimur úr stjórn sambandsins og einn aðili frá hverjum af fjórum strandveiði-

» Í ár eru strandveiðimenn að fá að meðaltali 320 kr. fyrir hvert þorskkíló, sem er 11% hækkun frá því í fyrra.

svæðunum. Markmið nefndarinnar er að sögn Arnar að móta tillögur um betrumbætur á núverandi fyrirkomulagi strandveiðanna. „Tillaga okkar til stjórnvalda, sem við höfum lagt fram í athugasemdum við frumvarp stjórnvalda um stjórn fiskveiða, liggur í því að afnema þetta 8.600 tonna heildarviðmið sem notast er við í núverandi fyrirkomulagi. Við viljum opna kerfið meira og leyfa núverandi takmörkunum að móta veiðarnar,“ segir Örn og nefnir ýmsar takmarkanir fyrir hömlulausum veiðum í núverandi kerfi.

Þar má nefna svæðisskiptinguna, 14 tíma útivistartíma og takmarkanir á rúllufjölda. „Við teljum að þannig kerfi væri hægt að koma á til framtíðar. Flestir okkar hafa hins vegar séð sveiflur í þorskinum og því er ekki hægt að spá of mikið til um framtíðina.“ Örn undirstrikar hins vegar skoðun sína að þótt kerfið sé ekki gallalaust sé það mikilvæg viðbót inn í íslenskan sjávarútveg. „Strandveiðarnar koma til móts við þá gagnrýni sem hefur verið til staðar frá árdögum kvótakerfisins um að mönnum sé ekki gefinn kostur á að róa án þess að eiga kvóta. Menn fá nú upp í kostnað til að reka bát og hafa úr því atvinnu yfir sumarið, en strandveiðarnar eru þó ekki hugsaðar þannig að afkoman af þeim leyfi einhverjar stórtækar fjárfestingar. Verðið á bátunum hækkaði töluvert þegar strandveiðunum var komið á og þetta er eins og með margar aðrar atvinnugreinar, það kostar sitt að koma sér af stað. En strandveiðarnar hafa opnað glufu fyrir ákveðna nýliðun og ungir menn hafa í kjölfarið komið sér upp bát og róið á veiðar. “ Gæðamál til fyrirmyndar Strandveiðimenn voru í upphafi gagnrýndir fyrir að koma í land með slakan fisk. Hefur umgengnin batnað að þínu mati? „Þegar sú gagnrýni kom upp fór

af stað virkt eftirlit innan hópsins og margir strandveiðimenn fóru að fylgjast með því hvernig aðrir gengu um aflann. Landssamband smábátaeigenda hóf samstarf við Matís um námskeið um meðferð á afla og við höfum rekið mikinn áróður fyrir mikilvægi þess að passa vel upp á kælinguna. Í kjölfarið hefur vaxandi umræða orðið til þess að nú eru öll gæðamál í tengslum við strandveiðarnar til fyrirmyndar. Allir þeir fiskverkendur sem ég hef talað við eru sammála um að menn hafa tekið sig á og þá jákvæðu þróun má einnig sjá í hækkandi verðum. Í ár eru strandveiðimenn að fá að meðaltali 320 kr. fyrir hvert þorskkíló, sem er 11% hækkun frá því í fyrra. Þessi viðhorfsbreyting var nauðsynleg því framtíð kerfisins felst í því að menn gangi vel um og geri þetta af skynsemi.“ Eru strandveiðarnar búnar að festa sig í sessi? „Því svara ég hiklaust játandi. Strandveiðikerfið er komið til að vera. Ég trúi því heldur ekki að stjórnmálamenn sem hafa séð jákvæð áhrif strandveiðanna á landsbyggðinni ætli að leggja stein í götu þeirra. Hins vegar haldast ráðleggingar okkar um strandveiðar í hendur við það skilyrði að sá afli sem ætlaður er til strandveiða komi ekki til frádráttar eða skerðingar á þeim afla sem ætlaður er til hlutdeildarbátanna.“


útvegsblaðið

ágúst 2012

7

ar án þess að fá nokkurn afla. Makríllinn er örugglega í einhverjum mæli farinn að leita út úr landhelginni og menn keppast því við að ná kvótunum áður en það verður um seinan,“ sagði Albert.

H

refnuveiðimenn hafa það sem af er sumri landað 51 dýri af þeim 216 sem leyfilegt er að veiða á yfirstandandi hrefnuvertíð. Áhöfnin á hrefnuveiðiskipinu Hrafnreyði KÓ landaði í síðustu viku sínu 32. dýri og áhöfnin á Hafsteini SK er komin með 18 hrefnur. Að auki hefur hrefnuveiðimaðurinn Konráð Eggertsson á Vestfjörðum veitt eitt dýr. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Hrafnreyðar ehf., sem gerir út Hrafnreyði KÓ, segir í samtali við Útvegsblaðið að skipið hafi fengið flestar hrefnur í Faxaflóanum, en skipið hefur einnig veitt á Breiðafirði og fyrir sunnan land. „Við höfum ekki séð jafn mikið af hrefnu í Faxaflóanum í sumar eins og í fyrra. Hrefnan hvarf nánast þegar makríllinn kom inn í flóann í júlí og sá mánuður var því alveg skelfilegur. Það er klárt mál að makríllinn hefur mikið að segja hvað varðar hrefnugöngur inn í flóann.“ Gunnar segir að skipið fari eingöngu til veiða í góðu veðri því þá er auðveldara að sjá hrefnurnar og elta þær. „Við megum veiða fram að 30. október og munum halda áfram út september eftir því sem veður og mannskapur leyfir. Okkur vantar kjöt fyrir veturinn og því munum við reyna að veiða eins mikið og við mögulega getum á næstu vikum. Dýrin sem Hrafnreyður KÓ veiðir fara beint í vinnslu okkar í Hafnarfirði, þar sem þau eru skorin niður fyrir verslanir og veitingahús.

andi leyfi falli þess vegna úr gildi þann 31. ágúst nk. Sækja þarf sérstaklega um leyfi til; dragnótaveiða, frístundaveiða, síldveiða í vörpu, kolaveiða, gulllaxveiða og ígulkeraveiða. Frekari upplýsingar um hvernig sækja á um leyfin má finna á heimasíðu Fiskistofu.

F

iskistofa vakti nú fyrir helgi athygli á því að sækja þarf sérstaklega um öll sérveiðileyfi fyrir hvert fiskveiðiár og að núver-

utvegsbladid.is »

GLORIA Þantroll

Þanorkan þenur trolli› út. Stærra trollop. Trolli› heldur sér vel í miklum og strí›um straumi. Myndin af trollopi helst sk‡r og stö›ug á sónarnum.

B

s j á v a r ú t v e g s i n s

®

Nýr og léttari Helix þankaðall

úist er við að uppsjávarveiðiskip HB Granda geti á allra næstu dögum lokið makrílveiðum og snúið sér alfarið að síldveiðum. Uppsjávarveiðiskip fyrirtækisins áttu nú fyrir helgi óveidd um 2.000 tonn af makríl eftir þokkalegan afla í síðustu viku. Albert Sveinsson, skipstjóri á Faxa RE, var þá á makrílveiðum í Litladjúpi og sagði í spjalli á heimasíðu fyrirtækisins að aðstæður þar væru frekar erfiðar. ,,Togararnir eru allir komnir hingað eftir að makrílveiðin datt niður fyrir vestan landið og að uppsjávarveiðiskipunum meðtöldum eru hér nú örugglega ekki færri en 20 skip en reyndar á nokkuð stóru svæði. Það hefur töluverður tími farið í að leita að makríl í veiðanlegu magni, blettirnir eru litlir og menn hafa verið að kasta á lóðning-

Þ j ó n u s t u m i ð i l l

Au›veldara a› hífa og slaka trollinu.

– fyrir öll heimsins höf


8

ágúst 2012

útvegsblaðið

Útgerðarfélagið Brim gerir út þrjá frystitogara og einn snurvoðarbát og aflar um 27.000 tonna á ári:

Það á enginn fiskinn í Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is

Þ

að er mín skoðun að búið sé að rugla þjóðina með umræðunni um eignarhaldið á kvótanum og fiskinum í sjónum. Lýðskrumarar eru alltaf að plata þjóðina, lýðskrumarar sem finnst gaman að fara á þing og blaðra þar um hvorki eitt né neitt. Þetta á líka við um blaðaog fréttamenn og fleiri. Fiskurinn á sig sjálfur í sjónum. Þó útgerðarfyrirtæki eigi kvóta, á það ekki fiskinn í sjónum frekar en nokkur annar. Þetta hefur ruglað alla umræðuna. Ég þekki engan útgerðarmann sem segir að hann eigi fiskinn í sjónum, en ég þekki fullt af stjórnmálamönnum og sjálfskipuðum, álitsgjöfum, sem eru alltaf að tala um að útgerðin sé búin að eigna sér fiskinn í sjónum og búin að veðsetja hann. Þessi vitleysa gengur í þjóðina enda er eins og hún sé algjörlega ómenntuð um sjávarútveginn.“ Sá sem hér talar er Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims. Ég heimsótti hann á skrifstofuna vestur á Bræðraborgarstíg, þar sem áður var bókaútgáfa til húsa. Þegar hann tekur á móti mér bendir

hann á líkan af línubátnum Tjaldi SH. Hann og Hjálmar bróðir hans og faðir þeirra, Kristján Guðmundsson á Rifi, keyptu tvo slíka báta fyrir tuttugu árum. Þá var þeim spáð ófarnaði en annað hefur komið í ljós. Bátarnir eru enn gerðir út frá Rifi og eftir 20 ár eru báðir búnir að skila miklum verðmætum á land og gera enn. Það sem kannski er meira, bátarnir halda enn verðgildi sínu. Í dag fengist meira fyrir bátana í norskum krónum en þeir kostuðu nýir. Ekki er hægt að segja annað en umdeild ákvörðun á sínum tíma hafi margfaldlega skilað sér. Guðmundur býður upp á te og ég spyr hann hvers vegna svo mikið sé gert af því að kasta rýrð á sjávarútveginn. Gömul öfund „Ég held að illt umtal um sjávarútveginn byggist á gamalli öfund. Það hefur verið svo í áratugi að ákveðnir þjóðfélagshópar hafa alltaf haft horn í síðu sjávarútvegsins og kannski má jafnvel fara nokkur hundruð ár aftur í tímann því lengst af var reynt að sporna við uppbyggingu sjávarútvegsþorpa á Íslandi. Ef við lítum á Hörpuna hérna í Reykjavík þá má kannski segja að það sé hliðstætt við

sjávarútveginn fyrir daga kvótakerfis. Það er tímabilið fyrir árið 1983. Þá var sjávarútvegurinn rekinn á pólitískum forsendum, það gat enginn keypt nýtt skip eða byggt frystihús nema vera með stjórnmálaöflin með sér. Sú stefna leiddi til offjárfestingar og ekki heil brú í rekstrinum. Nákvæmlega sama og við erum að sjá núna bæði með fjárfestinguna í Hörpunni og svo reksturinn á henni. Hvað þurfti Reykjavíkurborg að borga mikið með Bæjarútgerð Reykjavíkur á sínum tíma? Nú sjáum við hvað borgarbúar þurfa að greiða með Hörpunni ef hún á að ganga. Sjávarútvegurinn hefur verið rekinn vel og skynsamlega í nokkuð langan tíma núna og er farinn að skila hagnaði. Þá verður all vitlaust og alltaf sama neikvæða umtalið um greinina. Jafnvel núna í vor þegar umræðan var um þetta arfavitlausa fiskveiðistjórnarfrumvarp þá kemur borgarstjórn Reykjavíkur og segir að sjávarútvegur skipti Reykjavík engu máli eins hún viti ekki að Reykjavík er langstærsta höfn á Íslandi og sjávarútvegur skapar gríðarlega mikla atvinnu og tekjur hér í Reykjavík. Auðvitað má kenna okkur, sem erum í sjávarútveginum, um að hafa ekki komið málefnum okkar

nægilega vel á framfæri við þjóðina, tjáð okkur nógu vel og skýrt frá því sem við erum að gera.“ Útgerð og fiskvinnsla á Rifi Við hverfum um stund frá þessari umræðu og ég spyr um uppruna og starfsemi Brims. „Brim er útgerðarfyrirtæki staðsett í Reykjavík, en rætur þess eru á Rifi á Snæfellsnesi. Faðir minn byrjaði reyndar með útgerð í Stykkishólmi 1955 og flutti svo út í Rif. Við bræðurnir, ég og Hjálmar vorum svo með honum þar í útgerð og fiskvinnslu. Brim er stofnað 1998, en þá skiptum við upp rekstri okkar á Rifi, Fiskverkun Kristjáns Guðmundssonar. Það var Brim hf., sem hét fyrst Útgerðarfélagið Tjaldur ehf., og KG fiskverkun ehf. Ég tek þá einn við Brimi og Hjálmar einn við KG fiskverkun. Ég var þá fluttur til Reykjavíkur og áherslur orðnar ólíkar hjá okkur bræðrum. Við vorum með tvo góða línubáta og fiskverkun á Rifi, annar báturinn kom í minn hlut en hinn varð eftir á Rifi og reksturinn á fiskverkuninni. 1999 kaupir Brim Básafell á Ísafirði, sem hafði verið sett saman úr nokkrum félögum áður. Þar fórum við í mikla endurskipulagningu. Það

hefur alltaf verið talað þannig að við höfum tekið allan kvótann frá Vestfjörðum, en það er ekki alveg rétt. Við seldum kvóta til H. Gunnvarar á Ísafirði og stofnuðum fiskvinnsluna Kamb á Flateyri og Íslandssögu á Suðureyri og rækjuvinnsluna Miðfell á Ísafirði með þeim heimamönnum og gengu þessi félög ágætlega miðað við aðstæður. Það er rétt að nefna það líka, að þegar við keyptum Básafell var það fjárhagslega gjaldþrota félag og búið að vera mikil óstjórn á því félagi og fjárfestingar algjörlega glórulausar. Mér hefur alltaf fundist það dálítið skondið að landsbyggðin mátti alltaf kaupa kvóta frá öðrum plássum. Akureyringarnir voru mjög harðir í því og keyptu til dæmis frá Suðurnesjum og Hafnarfirði. En ef fyrirtæki frá Reykjavík keypti kvóta frá fyrirtæki úti á landi varð allt vitlaust og sá skammaður sem keypti en ekki sá sem seldi. ÚA keypt og selt Eftir þetta byrjum við á togaraútgerð og erum þá með tvo togara. Við kaupum svo Útgerðarfélag Akureyringa 2004. Þá fundust mér viðbrögðin fyrir norðan svolítið fyndin, en bæjarstjórinn þar varð alveg kolvitlaus yfir


ágúst 2012

9

öðin reykja st v r e

ík

v

útvegsblaðið

»Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf, segir að þegar kvótinn var settur á 1984 hafi ekki verið rétt byggðamynstur á Íslandi og ekki réttu aðilarnir í útgerð.

sjónum því að fyrirtæki frá Reykjavík væri að kaupa bæjarútgerðina á Akureyri. Það eina sem gerðist þar, var að fyrirtæki í Pósthússtræti í Reykjavík seldi ÚA til fyrirtækis í Tryggvagötu í Reykjavík. ÚA var þá að öllu leyti í eigu Eimskipafélags Íslands. Þarna komu líka svona fuglar frá leifunum af Sambandinu á Akureyri og úthúðuðu okkur svo og formenn stéttarfélaga fyrir norðan nema einn, Björn Snæbjörnsson, sem er mikill öðlingur. Við sameinuðum ÚA inn í Brim en rákum eininguna á Akureyri áfram í rúm sjö ár. Það gekk mjög vel og við áttum mjög gott samstarf við starfsfólk á Akureyri og verkalýðsfélagið Einingu-Iðju. Því miður var sjómannafélagið þar alltaf á móti okkur svo við hættum bara að vinna með þeim. Við seldum svo eininguna á Akureyri til Samherja í fyrra. Við það minnkaði fyrirtækið um tæplega helming. Nú gerir Brim út þrjá frystitogara og einn snurvoðarbát frá Reykjavík. Það eru Brimnes RE 27, Guðmundur í Nesi RE 13, Kleifaberg RE 7 og Sólborg RE 270. Karlarnir um borð koma víða að af landinu og borga sína skatta og skyldur um allt land. Við löndum aflanum líka víða um landið, enda lít ég á Ísland sem eina verstöð. Við keypt-

um reyndar togarann Bretting í sumar og fórum bara einn túr á honum. Hann er ekki í rekstri hjá okkur núna, en með óvissunni um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunarinnar og hin háu veiðigjöld, sem samþykkt voru á Alþingi í vor, brustu forsendurnar fyrir útgerð hans. Skipin sérhæfð Við höfum reynt að sérhæfa útgerðina hjá okkur svolítið. Guðmundur í Nesi stundar grálúðuveiðar og gengur mjög vel í því. Það er nú svo einkennilegt að fiskifræðingarnir á Hafró hafa helst viljað banna grálúðuveiðar til margra ára, en engu að síður er veiðin alltaf að aukast og stofninn að styrkjast. Brimnesið hefur verið mikið í karfa, gulllaxi og rækju, en það hefur gengið mjög vel á honum á makrílveiðum. Á síðustu tveimur árum hefur Brimnesið veitt um 6.000 tonn af makríl og hver einasti fiskur hefur farið til manneldis. Kleifabergið er gert út sem flakafrystitogari og er sérhæft í ufsa og þorski. Það hefur farið upp í Barentshafið og tekið kvótann okkar þar. Sólborgin er á snurvoð á kola, ýsu og aukategundum og landar öllu á markað. Þetta hefur bara gengið alveg ljómandi vel, en

við erum að veiða um 27.000 tonn á ári eftir að makríllinn kom inn. Við höfum sótt töluvert í Barentshafið enda eigum við þorskkvóta þar. Brimnesið fór líka þangað á rækju og grálúðu. Þetta er löng sigling, fjórir til fimm dagar hvora leið. Því fylgir mikill kostnaður að sækja svona langt og til þess þarf stór og öflug skip. Það vill oft gleymast í umræðunni um sjávarútveginn.“ Og hvernig gengur þetta svo? „Reksturinn hefur gengið alveg ágætlega, sérstaklega eftir að krónan gaf eftir. Hún var alltof sterk en eftir að gengi hennar fór í eðlilegan farveg lagaðist staðan. Auðvitað hækkuðu ekki bara tekjurnar í krónum talið, heldur hækkuðu lánin líka. Það helst í hendur þó lýðskrumarar á þingi og sérvaldir prófessorar við Háskóla Íslands hafi aðeins talað um skuldaaukningu. Umræðan um sjávarútveginn á undanförnum árum hefur byggst á öfugmælum, leiðindum og lýðskrumi hjá óábyrgu fólki, því miður.“ Formúla sem gengur ekki upp En hvað með mikla hækkun veiðigjalda og áform stjórnvalda um miklar breytingar á lögunum um stjórnun fiskveiða? Hvað áhrif hefur það? „Fiskveiðistjórnun snýst um það að við sækjum fiskinn með sem minnstum tilkostnaði og seljum hann á sem hæstu verði út úr landinu. Hún snýst auðvitað líka um að ekki sé gengið þannig á fiskistofnana að þeir verið ofveiddir. Það er stjórnun, en það er búið að rugla umræðuna hér með því að hér þykist allir eiga fiskinn í sjónum. Þetta sést líka í makríldeilunni núna, allt í einu koma, Evrópusambandið og Norðmenn og þykjast eiga allan makrílinn innan íslensku lögsögunnar. Það hefði verið hlegið að þeim fyrir 20 til 40 árum. Kvótinn er ekkert annað en veiðileyfi sem hvert útgerðarfyrirtæki hefur og með því að hafa kvótann er hægt að skipuleggja reksturinn. Þannig rekum við sjávarútveginn miklu betur en ella og á því hagnast samfélagið. Framsalið er algjört lykilatriði til að ná fram hagkvæmni í sjávarútvegi, minnka kostnað og auka framlegð þannig að hér sé hægt að leggja vegi, byggja sjúkrahús og skóla. Mér finnst eins og stór hluti þjóðarinnar haldi að það kosti ekkert að veiða fiskinn. Svo setja stjórnvöld upp einhverja formúlu þar sem ekki var gert ráð fyrir því að endurnýja þyrfti skip og vinnslubúnað í landi. Hvernig eigum við að veiða ef við höfum engin skip? Þetta er algjörlega galið. Það er í sjálfu sér allt í lagi að borga auðlindagjald af öllum auðlindum. Slíkt gjald þarf ekkert að vera slæmt, en það verður að stilla því þannig í hóf að þeir sem það greiða geti jafnframt stundað sinn rekstur þannig að þeir geti endurnýjað þau tæki og tól, sem reksturinn vissulega þarfnast. Eins og þetta er sett upp núna er miðað við einhverja auðlindarentu sem enginn maður skilur og því er ekki í því heil brú. Ef fulltrúar þjóðarinnar ákveða að greiða eigi auðlindagjald má ekki gera upp á milli atvinnugreina. Það má líka benda á að veiðigjaldið, sem núverandi ríkisstjórn hefur komið á er lagt á þorskígildi. Þorskígildin sem eru reiknuð út af stjórnvöldum eru röng og lýsandi dæmi um óábyrg og óvönduð vinnubrögð. Þorskígildi í dag segja aðeins til um verðmæti hverrar fisktegundar en hafa ekkert um það að segja hver er hagnaðurinn af því að veiða og vinna hverja fisktegund. Það getur ekki gengið upp að skattleggja eitthvað, sem menn vita ekki hvað er. Formúlan gengur ekki upp. Okkur er gert að borga skatt sem tekur ekkert tillit til afkomu. Þarna er verið að

»Tvö af skipum Brims við bryggju í Reykjavíkurhöfn, Brimnes og Guðmundur í Nesi. Hin skipin eru Kleifaberg og Sólborg.

taka alltof mikla áhættu með undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Það er ekki hlustað á varnaðarorð okkar í greininni og það skilur ekki nokkur maður hvernig þetta á að ganga upp í framtíðinni.“ Talað út og suður Við höldum áfram að fara yfir umræðuna um sjávarútveginn. Framsalið hefur vissulega verið grundvallarþáttur í kvótakerfinu til að stuðla að hagræðingu, en það hefur jafnframt verið það sem hvað mestum deilum hefur valdið. Talað hefur verið um vondu kallana sem kaupa kvótann af landsbyggðinni, talað um feitu sægreifana sem liggja úti í Flórída og sleikja sólina og græða á því að leigja út fisk sem þeir eiga ekki. „Þá spyr ég þig á móti sem reyndan blaðamann. Getur þú nefnt mér alla þessa menn sem eru úti í Flórída og eru að leigja kvótann frá sér?“ Mér reynist það erfitt. „Við fórum í þetta fyrir nokkrum árum og fundum bara ekkert fólk þarna úti og engin þorp þar sem menn hafa selt heimildirnar sínar og skilið allt eftir í auðn. Þeir sem þessu halda fram verða að koma fram með staðreyndir, nöfn á fólki og þorpum þar sem þetta hefur gerst. Þetta er umræða sem sjávarútvegurinn hefur ekki tekist nægilega á við. Og svo má ekki gleyma að þegar kvótinn er settur á árið 1984 þá erum við að veiða um 400 þúsund tonn af þorski árin á undan. Núna síðustu ár höfum við verið að veiða 150 þúsund tonn af þorski árlega. Auðvitað hefur rekstrareiningum í sjávarútvegi fækkað á þessum 28 árum og það var líka markmið stjórnvalda á þeim tíma. Það voru fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi á þeim tíma sem ákváðu þetta. Það voru líka fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi sem settu lögin um framsal árið 1990. Svo núna, 20 árum seinna, koma þessir sömu fulltrúar og þykjast ekkert skilja hvað hafi gerst á þessum 20 árum. Það er þetta sem ég kalla lýðskrum. Einnig má kannski segja að þessi umræða sé vegna þess að skipulag sjávarútvegsins er ómarkvisst. Við erum með Landssamband smábátaeigenda, Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda, Samtök fiskvinnslustöðva, Landssamband íslenskra útvegsmanna, við erum með Sjómannasambandið, Farmanna- og fiskimannasambandið, Félag vélstjóra og málmiðnaðarmanna, Íslenska fiskimenn og allir þessi aðilar tala út og suður. Það er eins og stjórnmálamenn skammist sín fyrir að ræða við sjávarútveginn. Mikið af stjórnmálamönnum kalla okkur sem störfum í sjávarútvegi alltaf hagsmunaaðila og vilja fyrir vikið ekkert við okkur tala. Ef nú ætti að umbylta öllu menntakerfi á Íslandi, yrðu þá væntanlega allir skólastjórar og kennarar úrskurðaðir vanhæfir til að tjá sig um það vegna þess að þeir teljist hagsmunaaðilar og allir foreldrar líka. Hverjir eiga þá að taka ákvörðun um menntakerfið? Eingöngu misvitrir pólitíkusar? Svo á að fara

að endurskipuleggja allan sjávarútveginn frá grunni á Íslandi, þó viðurkennt sé að hann sé einn sá best skipulagði í heiminum nú þegar. Og við þá endurskipulagningu á ekkert tillit að taka til okkar sem störfum í sjávarútvegi af því við erum vanhæfir. Ef við skoðum sjávarútveg í nágrannalöndum okkar sjáum við að hér á Íslandi er margt gott en auðvitað getum við gert betur, en við eigum að gera það faglega og hafa metnað. Einnig er hollt að átta sig á því að þegar kvótinn er settur á 1984 er ekki rétt byggðamynstur á Íslandi og ekki réttu aðilarnir í útgerð. Fullt af þeim aðilum og byggðarlögum höfðu fengið pólitíska fyrirgreiðslu til að hefja útgerð. Þeir kunnu bara ekkert að gera út og það var eðlilegt að þeir síuðust fljótlega frá. Í mörgum sjávarplássum var ekki til fólk til að vinna aflann svo erlent vinnuafl var flutt inn til þess. Svo er byggðaþróun alls staðar í heiminum á þann veg að fólkið sækir í stærri staðina eins og á suðvestur horninu. Og eiga þeir sem búa þar þá ekki að fá að stunda sjávarútveg? Allt í plati Það gengur alls ekki upp að pólitískir leiðtogar þjóðarinnar hatist við undirstöðuatvinnugrein hennar eins og nú er. Hvernig ætlar þú að stjórna landinu ef þú hatar þitt eigið fólk? Svo kemur ríkisstjórn með frumvarp til laga um stjórnun fiskveiða. Það er sent til alls konar sérfræðinga um allt land og stofnana. Hver einn og einasti gefur frumvarpinu algjöra falleinkunn. Samt átti að keyra það í gegn. Auðvitað komst þetta ekki í gegnum þingið því það er svo arfavitlaust. Það sér það hver einasti maður að þetta muni skaða þjóðina og þingmennirnir vita það sjálfir innst inni og því náði frumvarpið ekki í gegn. Þetta er ákveðið lýðskrum, það er gaman að tala um þetta í fjölmiðlum, en innst inni vita þingmennirnir að þetta er algjör della. Þeir hafa haft tæp fjögur ár til að klára þetta og af hverju eru þeir þá ekki búnir að því? Af hverju eru ekki fræðimenn landsins með því að breyta þessu kerfi fyrst það er svona ómögulegt? Af hverju vilja ráðamenn þjóðarinnar ekki fara yfir það með atvinnugreininni hvað megi gera betur og hvernig meira fáist út úr auðlindinni? Á sama tíma eru þessir sömu stjórnmálamenn að rífast um það hvernig þeir eigi að taka þorskkvótann af þeim sem eru búnir að vera að kaupa hann í rúm 20 ár. Og af hverju þurfum við að kaupa kvótann? Jú, það er vegna þess að stjórnvöld ákváðu það 1990 að ef menn ætluðu að hagræða í útgerð yrðu þeir að kaupa kvótann hver af öðrum. Það var ákvörðun frá Alþingi. Síðustu 20 ár höfum við unnið eftir þessum lögum frá Alþingi en svo koma þeir og segja bara eins og börnin, allt í plati, og eru með þessu að eyðileggja fjölda útgerða og fyrirtækja um allt land,“ segir Guðmundur Kristjánsson og er orðið heitt í hamsi. Svo er slökkt á segulbandinu og margt fleira rætt.


10

ágúst 2012

útvegsblaðið

Fiskkaup hf. gera út tvo báta og vinna úr um 4.000 tonnum af fiski í Örfirisey á ári hverju:

Salta þorsk og frysta makríl Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is

ík

ve

v

„Við fluttum hingað í nýtt hús úti í Örfirisey, á Fiskislóðina, fyrir þremur árum, í ágúst 2009. Við höfðum áður selt húsnæði okkar við Geirsgötu í ársbyrjun 2007. Þá byrjuðum við að hanna húsið, en lentum svo á erfiðum tíma í kreppu og þorskniðurskurði og minnkuðum húsið því aðeins frá fyrstu teikningum. Þorskkvótinn var skorinn niður um 33% um haustið og fór niður í 130.000 tonn. Það var rosaleg aðgerð og mjög erfið fyrir okkur, sem vorum svona mikið í þorski fyrir utan allt annað. Þetta var í raun tvöfalt högg fyrir okkur, fyrst niðurskurðurinn og svo kreppan. Niðurskurðurinn á þorskkvótanum var allt of mikill og rökin fyrir því í raun fáránleg, því hann var réttlættur m.a. með því að það myndi draga úr þenslu. Við hönnuðum húsið utan um starfsemina, en það höfðum við ekki gert áður, alltaf verið í húsnæði þar sem við höfum þurft að stilla ðin reyk tö ja tækjunum upp eftir húsrs inu. Þetta virkar mjög vel og flæðið í gegnum vinnsla er virki»Ásbjörn Jónsson framkvæmdastjóri Fiskkaupa segir umræðuna um sjávarútveginn ekki bara lega gott, en stundbyggjast á neikvæðni, heldur vanþekkingu líka. um finnst mér húsið reyndar fulllítið,“ segir aður um borð um að vera sveigjanlegir í vinnslunni og verið mikil aðsókn í sumar, mikið Ásbjörn Jónsson framekki nógu góður. og lögum okkur eftir markaðsað- af ungu fólki og við höfum getað veitt kvæmdastjóri Fiskkaupa. Henni hefur því stæðum hverju sinni. Markaðir í Evr- töluverðu af því vinnu. Við fórum í Fiskkaup er fjölskyldufyrirverið lagt. Kristrún er ópu hafa bara verið nokkuð góðir. Við makrílvinnslu í sumar, sem þýddi að tæki, sem stofnað var 1983 og með öfluga frystingu og vorum búnir að ná til baka að mestu við lokum aðeins í eina viku í sumar í hefur verið í Reykjavíkurhöfn frá er þrjá mánuði á grálúðunetum og af þeim lækkunum sem urðu 2008, stað eins mánaðar og fyrir vikið hafa upphafi. þá er aflinn frystur um borð. Megin- en verð eru nú á niðurleið aftur. Sala margir fengið vinnu hjá okkur í makhluta ársins er hún svo á línuveiðum gengur vel, en maður veit ekki hver rílnum. Vinnslan á makrílnum hefVeiða þorsk á línu og fiskar fyrir vinnsluna hjá okk- þróunin verður. Kannski á staðan ur gengið mjög vel. Við heilfrystum og grálúðu í net ur. Veiðar á grálúðu í net eru mjög eftir að versna á ný. Verðið lækkaði makrílinn í lausfrystinum og erum Hverjir eru svo helstu þættir starf- hagkvæmar og vistvænar og í raun reyndar aðeins í vetur, en stærsta að klára eitt og hálft tonn á tímann, seminnar? mjög góður veiðiskapur. Við höfum vandamálið á mörkuðunum er of- frystum einn fisk á hverri sekúndu. „Við erum með tvö skip í fullri alltaf lagt áherslu á veiðar með vist- framboð af stórum þorski frá Íslandi. Þennan makríl höfum við fengið með útgerð, það er línubáturinn Bjössi í vænum veiðarfærum. Bjössi rær Við þurfum að selja allar stærðir af samningum við báta úr Grundarfirði litla kerfinu og á grásleppu, en hún sjaldnast héðan frá Reykjavík. Hann þorski, en neytendur hafa verið að og Vestmannaeyjum og það hefur er má segja það sem við byrjuðum á, er mikið í Þorlákshöfn, núna er hann sækja meira í smærri og ódýrari fisk. gengið vel að samhæfa veiðarnar og afi og pabbi á grásleppu og að verka, á Skagaströnd og í haust förum við Því hefur stóri fiskurinn lækkað mest vinnsluna.“ en hann er að veiða 400 til 500 tonn með hann austur fyrir land. Aflinn í verði. Verð til sjómanna fyrir stóra fiskinn til sjómanna hefur því lækk- Verður að vera á ári, og línu- og netabáturinn Krist- er svo keyrður hingað til vinnslu. rún RE. Við keyptum hana 2008 frá Við erum mest í hefðbundnum að en ekki í sama mæli og þær verð- einhver sveigjanleiki Kanada en hún var smíðuð í Nor- saltfiski núna, en vorum áður tölu- lækkanir, sem við höfum orðið að Hvernig gengur að reka sjávarútvegsfyrirtæki um þessar mundir? egi. Fyrir áttum við aðra Kristrúnu, vert í ferskum fiski. Við erum líka í taka á okkur. „Rekstrarumhverfið er búið að Búið er að ofvernda þennan stóra en hún var orðin of lítil og aðbún- léttsöltuðum frystum fiski, en reynfisk og einfaldlega orðið of mikið af vera nokkuð gott síðustu tvö árin. honum í sjónum. Við höfum á und- Þar á undan var bara bölvað basl. anförnum árum verið að veiða allt Þegar þorskkvótinn var skorinn of lítið af þorski. Reyndar er ánægju- niður var það mikið áfall og í ofan á legt að kvótinn skyldi vera aukinn í lag var krónan mjög sterk og fyrir haust, en varúðarnálgunin er allt of vikið var engin afkoma í greininni. mikil núna. Alveg hefði verið óhætt Allavega ekki hjá minni fyrirtækjað úthluta 220.000 til 230.000 tonn- um og þeim sem voru mikið í þorski. Sérhæft verkstæði fyrir vökvadælur og mótora um án þessa að verið væri að taka Nú hefur þetta gengið vel í nokknokkra áhættu með þorskstofninn ur misseri og maður sér alveg fram eins og kemur skírt fram í eigin gögn- á að svo geti verið áfram, svo fremi um Hafró. Greinilegt er að mikið er af að markaðir haldist í lagi og verð á þorski í sjónum og ég er ekki vissum fiski upp úr sjó haldist í hendur við að hægt sé að geyma hann þar og markaðsverðið. En fiskverð virðist veiða seinna. Hann hefur jú sporð og almennt vera á niðurleið í heimingetur synt hvert sem er,“ segir Ás- um. Samt má segja að flestar ytri aðstæður séu okkur hagstæðar þar til björn. kemur að veiðigjaldinu. Gjaldið tekur til sín allan hagnaðinn og veldur Frysta einn makríl því að engin uppbygging verður á á hverri sekúndu Hvernig er kvótastaðan og hvað er næstu árum, ekki meðan gjaldið er eins hátt og samþykkt hefur verið. verið að vinna úr miklum fiski á ári? „Við erum með nokkuð nægan Svo er það ekki til bóta að yfir okkkvóta fyrir þessa útgerð sem við ur vofir breyting á lögum um stjórerum með. Við gætum reyndar veitt nun fiskveiða, sem sannarlega er til miklu meira ef við beittum bátunum hins verra. Það verður bara að koma öðru vísi og því mætti það vera meira. í ljós hvað verður. Mér finnst að allir Þetta dugir reyndar ekki fyrir vinnsl- eiga að nýta sýnar heimildir, en með una. Við kaupum fjórðung til þriðjung ákveðnum sveigjanleika. Alltaf er af hráefninu á fiskmörkuðum en svo hægt að breyta en ekki má gleyma Sala, varahlutir og viðgerðir erum við líka með báta í föstum við- því að allir eru búnir að fjárfesta í skiptum. Alls erum við að vinna úr um kerfinu eins og það er. Við höfum 4.000 tonnum á ári. Hjá okkur vinna lagað okkur að kerfinu og kunn80 til 90 manns að jafnaði. Ekki hefur um að vinna innan þess og eigi að Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi Sími 580 5800 • www.landvelar.is verið vandamál að fá fólk í fiskvinnslu breyta því verða menn að fá tíma til

Hägglunds þjónusta

að laga sig að því. Mér finnst í sjálfu sér ekkert að því að takmarka framsalið og auka veiðiskylduna, en í þessu verður engu að síður að vera einhver sveigjanleiki.“ Góð aðstaða í Reykjavíkurhöfn Svo virðist sem fólk almennt geri sér ekki grein fyrir því hve miklu máli sjávarútvegur í Reykjavík skiptir. Hvað finnst Ásbirni um það. „Mér finnst sjávarútvegur í Reykjavík skipta mjög miklu máli. Ég er búinn að búa hér alla mína ævi og verið í fiski alla mína starfsævi. Það hefur alltaf verið svo að fiskvinnslan hefur verið litin hornauga, verið litið niður á hana. Samt held ég að flestir af minni kynslóð hafi komið að fiskvinnslu eða útgerð á einhvern hátt, en nú er það sjálfsagt ekki þannig. Það skortir svolítið að kynna sjávarútveginn fyrir skólafólki og gera hann áhugaverðan. Sjávarútvegurinn er í raun hátæknivinna í dag og atvinnugrein sem er í fararbroddi í þróun og nýsköpun. Hingað kemur mikið af fiski frá öðrum en útgerðum í borginni. Hér eru unnin fleiri þúsund tonn af fiski á ári, sem kemur hingað utan að landi. Reykjavík er mjög vel staðsett til fiskvinnslu og útgerðar og sjálfsagt er að nýta það. Enda er borgin held ég stærsta fiskihöfn landsins. Hér voru mörg öflug fyrirtæki á árum áður eins og Bæjarútgerðin, Hraðfrystistöðin og Ísbjörninn, sem reyndar hafa öll sameinast í HB Granda. Það var líka tilgangurinn með kvótakerfinu að auka hagkvæmni í sjávarútveginum með sameiningum fyrirtækja og ég held að það hafi tekist ágætlega. Aðstaðan í höfninni hér er mjög góð og nóg pláss í höfninni þó búið sé að taka töluvert af plássi undir aðra starfsemi eins og tónlistarhús og fleira. Erum í þessu til frambúðar Mér finnst mjög þreytandi hve neikvæð umræðan um sjávarútveginn almennt er. Kannski er eitthvað um að menn séu að reyna að ná peningum út úr útveginum, en ég held reyndar að svo sé ekki. Það er orðið of seint. Þeir sem hafa ætlað sér út úr þessu eru löngu búnir að selja sitt. Við hinir, sem enn erum eftir, erum ekkert að fara að selja. Menn eru auðvitað eitthvað að hagræða eins og alltaf verður skiptast á heimildum og kannski bæta við sig. Ég er ekki að sjá að neitt stórt sé að gerast í þessum efnum. Ég held að langflestir sem eru í þessu í dag séu að því til frambúðar. En umræðan virðist ekki fanga þessa staðreynd. Hún snýst um að menn séu að hagnast á því að leigja og selja óveiddan fisk sem þjóðin eigi en ekki þeir. Þetta er bara ekki svona. Þetta er liðin tíð. Ef það eru til einhverjir sægreifar eru það þeir sem hafa selt sig út úr greininni, ekki við sem keyptum af þeim. Það er verið að djöflast á okkur, sem eftir eru fyrir, þá sem hafa selt sitt og eru farnir. Við erum engir greifar. Mér finnst umræðan ekki bara byggjast á neikvæðni heldur líka vanþekkingu. Fólk áttar sig ekki alveg á því hvað málið snýst um þegar það er að tala illa um kvótakerfið eða sjávarútveginn almennt. Þetta er bara hagkvæm og sanngjörn stýring á veiðum og vinnslu og þar með nýtingu á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Maður heyrir að menn séu á móti kerfinu, en heyrir lítið sem ekkert um það, sem gæti komið í staðinn. Búið að breyta ýmsu til hins betra en margar breytingar eru mjög misheppnaðar eins og t.d. strandveiðar og byggðapottar,” segir Ásbjörn Jónsson.


útvegsblaðið

ágúst 2012

11

Útibú Fiskmarkaðar Íslands við Reykjavíkurhöfn seldi 6.600 tonn af fiski á síðasta ári:

Allur fiskur seldur á netinu Hjörtur Gíslason skrifar:

Stærstu seljendur á FMÍ í Reykjavík 2011

hjortur@goggur.is

Það var rólegt hjá útibúi Fiskmarkaðar Íslands í Reykjavík, þegar blaðamaður leit þar við í síðustu viku. Sumarið er rólegt á fiskmörkuðunum. „Veturinn var alveg ágætur hjá okkur, frá því í september og alveg fram í maí,“ segir Örn Smárason, útibússtjóri þegar við setjumst niður á skrifstofunni. „Á þessu tímabili erum við aðallega að byggja á stærri skipum. Okkar stærstu viðskiptavinir eru skip eins og Stefnir ÍS og Steinunn SF og Helga RE meðan hún var að. Við seljum líka aukategundir af HB Grandaskipunum Ásbirni RE, Ottó N. Þorlákssyni RE og Sturlaugi H. Böðvarssyni AK. Þá kemur Frosti ÞH til með að landa hjá okkur að hluta til. Smábátarnir landa frekar lítið hjá okkur. Í maí voru hér þó 10 smábátar, en þeim fækkaði og nú er bara einn slíkur í ágúst. Þetta svæði er mjög óhentugt fyrir strandveiðar. Bátarnir geta sótt hérna í fjörurnar á vorin en síðan þurfa þeir að sækja svo langt að það borgar sig illa. Þetta þornar svo bara upp.“

Tonn

Verðmæti millj. Kr.

Steinunn SF

1.180

331

Stefnir ÍS

1.105

366

Helga RE

904

288

Örvar HU

385

109

Sturl. H. Böðv. AK

349

79

Ottó N. Þorl. RE

334

75

Klakkur SK

271

81

Ásbjörn RE

270

60

Gísli KÓ

190

53

Harpa HU

187

41

82

64

Rifós SF

Sala á fiskmörkuðum eftir höfnum mælt í tonnum, 10 stærstu

»Við erum að selja fyrir um tvo milljarða króna á ári segir Örn Smárason, útibússtjóri Fiskmarkaðs Íslands í Reykjavík.

ík

ve

verðið færist sjálfkrafa til seljalla virka daga og auk þess á andans að uppboði loknu. laugardögum yfir veturOkkar hlutverk í þessu inn. Þá setjast kaupöðin reyk t ja er að vigta aflann og endur við tölvurnar rs skrá og gæta þess sínar og uppboðað allar upplýsingar ið getur staðið til séu sem réttastar, þrjú. Að uppboðinu svo kaupandinn geti loknu tökum við til treyst því að hann þann fisk sem fer í sé að fá það sem gegn hjá okkur og hann er að kaupa. Þar göngum frá honum sem þetta eru mikið til sendingar þangað sömu seljendurnir á marksem hann hefur verið aðnum vita kaupendur fljótkeyptur. Það gengur bara vel lega hvernig fiskur er í boði og raunin fyrir sig.“ er sú, að þeir sem setja besta fiskinn inn á markaðinn fá hæsta verðið. Verð lækkar með auknu magni Þetta er að vísu erfiðara hjá smábát- Finnið þið mun á verði á mörkuðum, unum því þeir eru með það lítið magn þegar strandveiðiflotinn er að landa hver og einn og því er afli þeirra sett- í upphafi tímabila? ur saman í stærri einingar og boð„Já, það kemur mikið af fiski þá inn inn þannig upp. Allir fiskmarkaðir á á stuttum tíma. Ef litið er á vesturlandinu eru tengdir inn á sama upp- svæðið hafa menn bara fjóra til sex borðkerfið. Boðið er upp klukkan eitt daga til að veiða skammtinn sinn, v

Selt fyrir tæpa tvo milljarða Hvað eruð þið að selja mikið á ári? „Í fyrra seldum við 6.600 tonn sem er það besta hjá okkur í Reykjavík síðustu fjögur árin. Mest seldum við 8.650 tonn árið 2004. Við erum að selja fyrir tæpa tvo milljarða á ári. Fiskinum er landað hérna og við vigtum hann og gerum kláran fyrir uppboð, en hann selst í raun og veru um allt land. Stærsti kaupandinn hérna í Reykjavík er Toppfiskur en mikið fer svo mikið til fyrirtækja í Hafnarfirði og suður með sjó. Kaupendur eru margir og misstórir. Stefnir ÍS er aðallega að veiða steinbít á haustin og út janúar og það er svolítið karfabland með hjá honum. Steinunn er líka mikið í steinbít á haustin og síðan þorski og ýsu. Verðið er yfirleitt hæst á haustin því þá er líka framboðið fremur lítið. Við fáum líka afla af Klakk frá Sauðárkróki, sem er keyrður hingað til okkar.“ Hvernig fara uppboðin fram? Eru menn ekki hættir að koma á markaðinn og bjóða þar í fiskinn? „Uppboðin fara fram á netinu. Menn tengjast bara við uppboðsklukku hver á sinni skrifstofu og bjóða í fiskinn í tölvunni. Menn eru alveg hættir að mæta á fiskmarkaðinn. Hver og einn kaupandi þarf að vera með bankatryggingu fyrir kaupunum á netinu og enginn getur keypt meira en tryggingin segir til um. Þannig er tryggt að seljendur fái alltaf greitt fyrir fiskinn en kaup-

Seljandi

Sala Fiskmarkaðs Íslands í Reykjavík 2001 - 2011 Ár

Grindavík

8.457

2001

4.759

Ólafsvík

8.160

2002

5.905

Rif

7.316

2003

6.501

Reykjavík

6.561

2004

8.648

Vestmannaeyjar

5.805

2005

7.058

Þorlákshöfn

5.540

2006

8.110

Suðureyri

4.720

2007

7.433

Hornafjörður

4.490

2008

6.217

Sandgerði

4.061

2009

5.725

Siglufjörður

3.644

2010

6.019

2011

6.561

Skipting á sölu FMÍ eftir höfnum árið 2011 eftir hlutfalli Akranes

3,0%

Arnarstapi

4,2%

Grundarfjörður

8,0%

Ólafsvík

29,1%

Reykjavík

16,6%

Rif

19,6%

Skagaströnd

7,8%

Stykkishólmur

3,2%

Þorlákshöfn

14,9%

samtals 500 til 700 tonn. Þá eykst magnið og þar af leiðandi lækkar verðið eitthvað. Fyrir tveimur árum lækkaði verðið á þessum tímum töluvert, en nú lækkar verðið minna. Kaupendur eru farnir að stíla meira inn á að ná þessum fiski fyrstu daga mánaðarins og eru þá kannski að spara eigin kvóta og báta á meðan.

Reyndar féll verðið töluvert núna fyrir verslunarmannahelgina. Þá höfðu strandveiðibátarnir aðeins tvo daga til veiða á vestursvæðinu. Fyrri dagurinn var reyndar í lagi en seinni daginn lækkaði verðið mikið. Það hefur aldrei gengið vel að selja fisk á mörkuðum á fimmtudegi fyrir verslunarmannahelgi. Því var glapræði að vera með þetta svona og viturlegast hefði verið að færa þessa daga afturfyrir helgina. Þá hefðu menn verið með betra hráefni sem hefði farið beint í vinnslu og fengið hærra verð fyrir fiskinn. Megnið af þeim fiski sem var seldur á fimmtudeginum hefur ábyggilega ekki verið unnið fyrr en á þriðjudeginum. Er mikil barátta um fiskinn á mörkuðunum? „Já, sérstaklega á haustin þegar framboðið er minna. Haustin eru dýrasti tíminn og þá geta þeir borgað mest fyrir fiskinn, sem eru að selja hann ferskan út með flugi. Hinir fá minna þegar framboðið er lítið,“ segir Örn Smárason.

Vökvakerfislausnir Vökvadælur Vökvamótorar Stjórnbúnaður Danfoss hf

Tonn

Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.is


12

útvegsblaðið

ágúst 2012

Útvegurinn skiptir bor Hagræðing undanfarinna ára hefur fækkað sjávarútvegsfyrirtækjunum en styrkt þau sem eftir eru. Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is

U

m 15% af heildaraflaheimildum landsmanna eru vistaðar á skipum í Reykjavík. Auk þessu eru hér öflugar fiskvinnslur, öflugur fiskmarkaður og hér er landað gríðarlega miklum afla, sem ekki tilheyrir skipum héðan. Reykjavíkurhöfn er mjög öflug og togar til sín viðskipti með fisk og fjölbreytta þjónustu við sjávarútveginn. Hér er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins HB-Grandi og fjölmörg smærri en engu að síður nokkuð öflug fyrirtæki. Nefna má Brim, Ögurvík, Fiskkaup, Aðalbjörgu, Toppfisk og mörg fleiri. Þá má geta þess að HB Grandi er stærsti greiðandi virðisaukaskatts í póstnúmeri 101. Fyrirtæki sem þjónusta sjávarútveginn á fjölmargan hátt hér í Reykjavík eru svo mjög mörg og fjölbreytileg. Það fer því ekki á milli mála og ætti að vera öllum ljóst, að sjávarútvegurinn skiptir Reykvíkinga miklu máli,“ segir Hjörtur Gíslason, formaður Útvegsmannafélags Reykjavíkur og stjórnarformaður útgerðarfélagsins Ögurvíkur, þegar blaðamaður ræddi við hann í brúnni á Vigra RE.

Yamaha utanborðsmótorar eru þekktir fyrir áreiðanleika, endingu og þægindi og því koma vinsældir þeirra engum á óvart. Arctic Trucks er umboðsaðili Yamaha á Íslandi og getur útvegað ýmsar stærðir og gerðir Yamaha utanborðsmótora, auk þess að bjóða viðgerða- og varahlutaþjónustu. Kletthálsi 3 110 Reykjavík Sími 540 4900 www.yamaha.is

2012-07 Útvegsblaðið - Utanborðsmótor.indd 1

10.7.2012 10:40:04

v

að það þarf að hlúa að þessari atvinnugrein eins og öðrum og það verði eftirsjá í því ef illa fer hjá Reykvískum sjávarútvegi. Ég trúi því eftir þessar samræður að meirihlutinn myndi ekki senda svona greinargerð frá sér aftur.“

e

nánast öllu leyti með margföldun veiðigjalda. Því er fátt sem bendir til þess að sjávarútvegurinn fái að blómstra svo hann verði áfram sá aflvaki í íslensku atvinnulífi, sem hann hefur verið.“ En nú snúum við okkur að fyrirtækinu sem Hjörtur stjórnar, Ög-

ðin reyk tö ja s v r

Frekari samþjöppun líkleg En hver hefur þróunin undanfarin ár verið og hvert stefnir. Sjávarútvegurinn féll í skuggann fyrir útrásarvíkingunum í „óðærinu“, en er hann á leiðinni út úr þessum skugga? „Hagræðing undanfarinna ára hefur fækkað fyrirtækjunum en styrkt þau, sem eftir eru. Það er eðlileg þróun og svipaða sögu er að segja í fiskvinnslunni, en aukin tækni og sjálfvirkni þar hefur dregið úr fjölda starfsfólks og fyrirtækja, því miður. Gera má ráð fyrir að samþjöppun verði enn meiri þegar veiðigjaldið fer að bíta í afkomu félagana og starfsfólksins. Veiðigjaldið heftir möguleikana til nauðsynlegrar endurnýjunar skipa og tækja til vinnslu í landi. Allir sjá að ekki næst sami árangur á 50 ára gömlu skipi og 30 ára frystihúsi eins og með nýju skipi og nýrri fiskvinslu . Framþróunin er mikil og markaðurinn krefst alltaf betri og betri afurða, en það kallar á stöðuga endurnýjun og úrbætur. Til þess þarf sjávarútvegurinn að hafa bærilegar tekjur og hagnað, en nú á að taka hagnaðinn til ríkisins að

ík

Farðu lengra!

Byggist upp eins og múrveggur Því hefur verið haldið fram af borgaryfirvöldum að sjávarútvegur skipti engu máli í höfuðborginni. Þú ert væntanlega ekki sammála því? „Nei, ég get ekki verið það. Umsögn borgaryfirvalda um frumvörpin um veiðigjald og breytingar á stjórn fiskveiða í vor var svolítið sérstakt plagg. Maður skildi ekki af hverju borgaryfirvöld voru að gera lítið úr sjávarútvegi í Reykjavík. Hann skilaði svo litlum hluta af tekjum borgarinnar. Einkenni á borg eins og Reykjavík er sá, að þar er engin ein atvinnugrein mjög stór. Þetta eru fjölmargar atvinnugreinar eins og verslun, þjónusta og sjávarútvegur til dæmis. Þetta byggðist allt upp eins og múrveggur, steinn fyrir stein. Að meirihluti borgarinnar, hafi í þessu plaggi gert lítið úr framlagi sjávarútvegsins til samfélags borgarinnar, var bæði mjög misheppnað og sorglegt. Ef maður les umsögn borgaryfirvalda í gegn er reyndar að finna þar ágæta punkta, en það er ótrúlegt að meirihlutinn í borginni skuli hafa látið þetta fara svona frá sér, að útsvarstekjur borgarinnar af sjávarútveginum skipti borgina litlu máli. En það má þó lesa út úr því líka að einhver gerir sér grein fyrir því að þessar breytingar muni skaða sjávarútveginn í Reykjavík, en meirihlutinn lætur sig það engu varða. Við erum búin að hitta forustumenn meirihluta borgarstjórnar og borgarstjórann tvisvar og eftir það held ég að þau átti sig á því að sjávarútvegsklasinn í Reykjavík, útgerðin, fiskvinnslan og þjónustugreinarnar allar, skipti verulegu máli. Sum þeirra að minnsta kosti sjá þetta og vita

urvík.

Tveir frystitogarar „Ögurvík var stofnuð 1971 um rekstur tveggja ísfisktogara, Ögra og Vigra, en það má rekja sögu félagsins allt aftur til 1964 þegar Gísli Jón Hermannsson lét smíða síldarbátinn Vigra í Noregi. Nú gerir Ögurvík út tvo frystitogara, Vigra, sem var smíðaður í Noregi 1992 og Frera sem hét áður Ingólfur Arnarson. Hann var smíðaður 1971 á Spáni. Honum var breytt 1984 úr ísfisktogara og hann var síðan endurbyggður í Póllandi árið 2000 og skipt um aðalvél. Áður fyrr töldu menn að farið yrði út í flóknari vinnslu um borð í frystitogurunum og til þess þyrfti bæði mikið pláss og meira afl. Menn létu sig hafa það að fjárfesta í því, enda erfitt um vik að auka við pláss í skipi, þegar það vantar. Þess vegna höfum við verið hrifnari af stærri skipum. Síðan hefur þróunin reyndar orðið önnur. Ekki hefur verið farið út í flóknari vinnslu um borð. Vinnslan er í raun fremur einföld, að miklu leyti millilögð flök, ýmist beinlaus og


útvegsblaðið

ágúst 2012

13

rgina miklu máli »Hjörtur Gíslason formaður Útvegsmannafélags Reykjavíkur segir að öllum ætti að vera ljóst að sjávarútvegurinn skipti Reykvíkinga miklu máli.

Umræða á lágu plani

Umræðan um sjávarútveginn undanfarin ár hefur verið hörð og óvægin. Útvegsmenn hafa verið bornir þungum sökum um kvótabrask og fleira. Þeir hafa í raun spilað vörn í þessari umræðu. Hvers vegna er það svo að mati Hjartar? „Mjög lengi hafa verið mikil átök innan sjávarútvegsins og um hann sjálfan. Menn skiptast á mjög stórum orðum. Framsalinu hefur fylgt ótrúlega hátt leiguverð, verð sem raunverulega stenst ekki rekstrarlega. Það er í raun það hátt, að leigan skilar engum tekjum fyrir þann sem leigir. Þeir sem hafa viljað ganga nærri greininni hafa nýtt sér þessi dæmi. Það er engin framtíð fyrir fjárfestingu eins og öflug skip, með því að leigja aflaheimildir til sín. Í þessari umræðu taka menn verstu dæmin, þar sem menn eru ekki að reikna sér laun fyrir að veiða fiskinn, ætla sér engan afgang í fjárfestinguna eða í nokkurn skapaðan hlut. Að ætla sér svo að nota svona dæmi sem fyrirmynd á sjávarútveginn í heild, er hreinlega glórulaust. Þessi verð hafa verið svona há af ýmsum ástæðum, menn hafa verið sækja í aðrar tegundir og bjarga sér í meðafla eða að róa einir á trillu í eigin eigu og ráða því við háa leigu. Sé hins vegar um að ræða öflugt og dýrt skip og kjarasamninga sem þarf að standa við, stenst svona hátt leiguverð engan veginn. En þetta er notað í umræðunni og verður það áfram. En við eigum ekki að láta það afvegaleiða okkur, því allir sem vilja vita að það er engin framtíð í svona háu leiguverði. Hvorki útgerð né fiskvinnsla verður rekin á svona háu leiguverði. Staðreyndin er sú að nánast öll leiga á aflaheimildum fest í skiptum á þeim, menn láta frá sér það sem ekki hentar útgerðarmynstrinu og leigja til sín það sem betur hentar, svo veiðar gangi greiðar fyrir sig. Þar eru í raun engir peningar að fara á milli, heldur bara verið að hagræða. Svo er umræðan stundum á svo lágu plani að það er með ólíkindum. Við hjá Ögurvík vorum einu sinni teknir fyrir í sölum Alþingis sem einhverjir helstu kvótabraskarar landsins. Sú umræða stafaði af því að við þurftum að flytja kvóta milli skipa, því við vorum að byggja nýtt skip. Og vorum að færa allan kvótan af gömlu skipi yfir á nýtt skip innan sömu útgerðar. Við vorum hvorki að kaupa né selja kvóta. Engu að síður fór þetta á flug. Umræða af þessu tagi er náttúrulega út í hött, en það er oft eins og ruglið síist ómengað út til fólksins, sem fær þá alranga mynd af gangi mála. Við það er erfitt að eiga.“

»Vigri RE var smíðaður í Noregi 1992.

roðlaus eða ekki og hausaður karfi og grálúða. Markaðurinn hefur ekki beðið um neitt meira unnar afurðir og því erum við enn í flökunum, sem markaðurinn fyrir fisk og franskar í Bretlandi tekur um leið og þau eru til. Nánast öll sjófryst flök af ýsu og þorski fara á þann markað. Við erum með fulllítinn kvóta, því við vorum búnir með hann fyrir sjómannadag. Skipin lágu því til miðs júlí, þegar þau fóru á makríl. Eftir hann byrjar nýtt kvótaár. Við erum með þúsund tonn af makríl á hvort skip, sem er nokkru minna en í fyrra vegna þess að kvótanum er dreift meira en í fyrra . Við byrjuðum aðeins seinna en í fyrra til að fá feitari og betri fisk. Makríll fitnar hér með ógnarhraða og verður betri afurð eftir því sem líður á sumarið og fram á haustið. Ég held að Hafrannsóknastofnunin hafi reiknað það út í fyrra að hann hafi þá bætt á sig um 600.000 tonnum og við erum ekki að taka nema lítinn hluta af þeirri þyngdaraukningu. Við ættum að taka að minnsta kosti helminginn af þessari þyngdaraukningu. Það er slöpp nálgun að taka ekki meira en við erum að gera. Greinilegt er að sjávarútvegráðherra ber óttablandna virðingu fyrir Norðmönnum og ESB, og treystir sér ekki fram gegn þeim með ítrustu kröfur Íslands. Til allrar hamingju er makríllinn nær eingöngu að éta rauð- og ljósátu hér við land, samkvæmt rannsókn Hafró á átu úr makríl í fyrra, og það er mjög gott. Það væri nánast umhverfisslys ef hann vær hér fyrst og fremst að éta seiði og síli.“ 160 milljónir í veiðigjald Mönnum hefur verið tíðrætt um neikvæð áhrif hækkaðs veiðigjalds á

rekstrarmöguleika útgerðarinnar. Hvernig snýr þetta að Ögurvík? „Veiðigjaldið setur stórt strik í reikninginn hjá okkar fyrirtæki enda verður það 160 milljónir króna. Ef hugmyndirnar um breytingar á fiskveiðistjórnuninni ganga svo eftir, verðum við að breyta rekstrinum hjá okkur. Við getum þá ekki haldið áfram óbreyttum rekstri. Þá veit maður ekkert hvernig málin þróast. Áður var verðmæti fyrirtækjanna fólgið í skipum, síðan færðist það yfir á kvótann. Hvað verður nú, þegar ríkið ætlar sér að yfirtaka allan veiðirétt og ætlar að deila og drottna yfir öllum sjávarútvegi? Við þekkjum það úr sjávarútveginum að bæjar- og ríkisútgerðirnar framleiddu bara tap og armæðu og ekki er það eftirsóknarvert. Við þessar aðstæður verður róðurinn fyrir almenningshlutafélög í sjávarútvegi mjög þungur. Það ætti vera lágmarkskrafa fyrir fjárfesta að líkur á arðsemi fjárfestingar í útvegsfélögum eða fiskvinnslu sé ekki minni en til dæmis fjárfesting í Kringlunni. En nú hallar verulega á útveginn. Það er eitt af þessum skilyrðum sem svona skattheimta kallar á, að hún skekki ekki myndina því sjávarútvegurinn er mjög fjármagnsfrekur. Skipin eru dýr og miklar kröfur eru gerðar til alls aðbúnaðar og meðferðar aflans um borð og fiskvinnsluhúsin eru vönduð. Við höfum borgað prýðileg laun í útgerðinni. Sjávarútvegur gengur ekkert nema til séu peningar í honum. Hvernig sem peningarnir fara út úr greininni, hvort sem það er til að kaupa hlutabréf, bora jarðgöng eða borga laun, þá veslast útgerðin upp ef þessir peningar eru ekki fyrir

»Freri var byggður á Spáni 1971 sem ísfisktogari en var síðan breytt í frystitogara.

hendi. Það er ekkert göfugara að ríkið taki peninga út úr sjávarútveginum, en eigendur eða þjónustuaðilar, eftir stendur veikur sjávarútvegur.“ Fjármagna gefin loforð Nú er Hjörtur kominn á skrið. „Ég leyfi mér því að fullyrða að þessi skattur verði endurskoðaður í grunninn, þannig að hann verði til þess að fanga hluta af umframhagnaði, í framtíðinni, en ekki eins og núna. Skatturinn er greinilega hugsaður til þess að geta borgað á kosningaári jarðgöng fyrir austan, norðan og vestan og kaupa ferju fyrir Vestmannaeyjar. Eða að minnsta kosti lofað því. Ég leyfi mér að efast um efndirnar. Þar fyrir utan held að göngin verði boruð, hvort sem þessi skattur á útgerðina verði nýttur til fjármögnunar þess eða ekki. Það er gríðarlega mikilvægt að skattheimtan verði ekki látin standa óbreytt áfram. Ég ætla að vona að þegar kosningahamurinn rennur af Samfylkingunni og Vinstri grænum, gangi þau í það verk með öðrum að leiðrétta þetta og gera

á skynsamlega máta. Eins og þetta er núna, er það aðeins til að geta lofað nógu hressilega til að geta bætt ímynd stjórnvalda. Ríkisstjórnin er að sækja fjármagn til útgerðarinnar til að fjármagna gefin loforð, sem ekki var innistæða fyrir og sjávarútvegurinn stendur ekki undir því.“ Nú er búið að hækka veiðigjaldið og breytingar á fiskveiðistjórnuninni eru á dagskrá ríkisstjórnarinnar. „Það er í raun enn alvarlegra mál. Frumvarpið sem lagt var fram í vor og dagaði síðan uppi á þinginu hefði haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér, hefði það orðið að lögum. Það er eitt að láta sjávarútveginn borga ofurskatta en að stilla svo hlutunum þannig upp, að sjávarútvegurinn geti ekki aflað fyrir sköttunum. Það er mjög undarlegt og mikið áhyggjuefni þegar maður sér hversu harðvítug stjórnvöld eru og hversu erfitt er að koma góðum rökum að. Því veldur það manni áhyggjum að þetta frumvarp verði endurvakið á næsta þingi. Eins og það leit út þarf verulegar lagfæringar á því,“ segir Hjörtur Gíslason.

Verstöðin Reykjavík


14

ágúst 2012

útvegsblaðið

HB Grandi er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins með tæplega 12% úthlutaðra aflaheimilda:

Laun til Reykvíkinga 2,3 milljarðar Hjörtur Gíslason skrifar:

Hagnaður HB Granda

hjortur@goggur.is

HB Grandi er ekki aðeins stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Reykjavíkur heldur landsins alls. Samkvæmt upplýsingum Fiskistofu um úthlutað aflamark innan íslensku lögsögunnar er fyrirtækið með heimildir sem vara til ríflega 29.250 tonna af þorski eða 10,4% heildarinnar. Þessu til viðbótar er HB Grandi með verulegar heimildir í uppsjávarfiski eins og makríl, norsk-íslenskri síld, loðnu, sem er ekki inni í tölum Fiskistofu, og kolmunna. Með auknum loðnukvóta fór félagið svo upp í 11,92% heildarinnar, en ekkert félag má ráða yfir meiru en 12%. Þá er félagið með töluverðar þorskveiðiheimildir í Barentshafi. Hér verður reynt að varpa ljósi á starfsemi félagsins með nokkurri áherslu á starfsemina í Reykjavík. Upplýsingarnar í þessari umfjöllun eru fengnar frá fyrirtækinu sjálfu, úr ársskýrslu þess og ræðu Árna Vilhjálmssonar formanns stjórnar félagsins á aðalfundi þess.

ve

Besta ár í sögu HB Granda HB Grandi gerir upp í evrum, en séu niðurstöður rekstrarreiknings reiknaðar til íslenskra króna á meðalgengi ársins 2011 (1 evra = 160,9 kr) voru tekjur á síðasta ári 29,6 milljarðar króna, EBITDA 9,1 milljarðar og hagnaður 6,0 milljarðar. Séu niðurstöður efnahagsreiknings reiknaðar til íslenskra króna á lokagengi ársins 2011 (1 evra = 158,4 kr) er verðmæti eigna samtals 51,1 milljarður króna, skuldir 23,3 milljarðar og eigið fé 27,8 milljarðar. Meðalfjöldi ársverka árið 2011 var 825 en var 757 árið 2010. Ársverkum fjölgaði því um 68 á árinu, mest vegna umfangsmeiri vinnslu í uppsjávarfrystingu. Laun og launatengd gjöld námu samtals 57,7 m€ (9,3 milljörðum króna samanborið við 7,8 milljarða árið 2010). Síðasta ár var hið besta í sögu HB Granda og Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður félagsins, var ánægður: „Í þau 24 skipti, sem ég hef staðið hér í þessum stað í sama hlutverkinu, hefur sjaldan verið eins ánægjulegt að hefja lesturinn en einmitt nú. Árið, sem er að baki, skilaði okkur langhæstum hagnaði í sögu félagsins. Hreinn hagnaður (þ.e. hagnaður eftir frádrátttekjuskatts) nam 37,3 m€. Arðsemi eigin fjár telst hafa verið 26,4%. Þetta eru myndarlegar tölur. Og ólíkt því sem var árið á undan þá brenglar það lítið hagnaðartöluna,

að tekjuskattur í evruuppgjöri okkar er reiknaður út frá uppgjöri í íslenskum krónum. Í krónum talinn nam hagnaðurinn 6.006 milljónum króna. Næstbesti árangur um afkomu náðist árið 2002, sem skilaði bara tæplega 3.200 milljónir og er þá mælt í krónum með sama kaupmátt í báðum tilvikum. Arðsemi eigin fjár fór þá upp fyrir 40%. Þetta var reyndar árið, þegar félagið var forstjóralaust drjúgan hluta ársins,“ sagði hann á aðalfundi félagsins í vor. Um afkomuna sagði Árni einnig: „Það sem vekur athygli eru áhrif hagnaðar ársins á eigið fé og skuldir félagsins. Aðeins rúmlega 2,0 m€ var varið til greiðslu arðs. Það tókst að greiða niður skuldir, svo að um munaði. Eiginfjárhlutfallið hækkaði á árinu úr 46,5% í 54,4% í árslok. Það getur verið fróðlegt að setja skuldir í búning hreinna skulda, sem er mismunur á samtölu skulda og samtölu veltufjármuna, á þeirri forsendu, að útistandandi kröfur og vörubirgðir séu að slíkum gæðum að jafna megi viðhandbært fé. Við sjáum þá, að hreinar skuldir hafa lækkað á árinu um 33,6 m€, þ.e. úr 112,8 m€ í 79,3 m€, sem er lækkun um 30,0%.“ Makríllinn skilar miklu Makrílinn er orðinn snar þáttur í starfsemi HB Granda og skilaði félaginu miklum tekjum á síðasta ári eins og kemur fram hjá stjórnarformanninum: „Starfsemin á árinu 2011 var með svipuðu sniði og árið áður, en verð afurða nokkru betri. Það sem skar sig úr var þáttur makrílsins í allri starfsemi fyrirtækisins; í veiðum, vinnslu og mark-

Þorskur

Ýsa

Ufsi

Gullkarfi

Djúpkarfi

Úthafskarfi

Grálúða

Annað

0

3.993

2.282

4.061

6.494

1.658

0

1.376

450

1.576

6.681

2.088

7.119

15.073

4.724

3.592

1.575

628

Kvótaleiga

678

0

0

0

0

0

0

0

0

Skipti við aðra

141

27

-447

2.871

-107

-411

56

-554

-295

Tegundatilfærsla

0

-639

807

645

-333

0

-117

153

0

-83

4

5.380

*Annað

56

-34

-203

-42

105

Samtals

2.451

10.667

3.081

14.816

22.210

5.638

3.565

2.284

6.318

Veiði 2011

2.451

6.752

1.508

8.864

13.284

3.282

3.371

1.271

5.978

0

3.915

1.573

5.952

8.926

1.810

-166

1.013

33

2009

13 milljón evrur

2010

7,8 milljón evrur

2011

37,3 milljón evrur

2007

14,7 milljón evrur

2008

24,3 milljón evrur

2009

28 milljón evrur

2010

34,1 milljón evrur

2011

49 milljón evrur

aðssetningu. Það var vitað snemma á árinu, að ráðherra hygðist beita valdi sínu til að gefa öðrum skipum en uppsjávarfiskiskipum tækifæri til mun meiri þátttöku í veiðunum en áður. Leitast var við að vanda sem mest allan undirbúning að meðferð þessa viðkvæma fisks. Í veiðunum tóku þátt í einhverjum mæli öll skip okkar, að undanskildum Víkingi. Afli ísfiskskipanna, rúm 700 tonn, var unninn á Akranesi, frystiskipin fimm unnu sjálf sinn afla, 5.700 tonn, og allur afli uppsjávarskipanna þriggja, 16.200 tonn, var unninn á Vopnafirði. Úr þeim afla komu 11.100 tonn af frystum afurðum. Við gátum nýtt veiðiheimildir okkar til fulls, og gerði aflinn um 14,5% af heildarveiði landsmanna. Afli uppsjávarskipanna var aðeins 1.100 tonnum meiri en árið áður, en gæði afla og afurða mun betri. Afli botnfiskskipanna jókst hins vegar milli ára um meira en helming, úr 3.000 tonnum í 6.400 tonn. Þýðing makrílsins á þessu ári í heildarstarfseminni kemur vel fram í því, að EBITDA-framlegð makrílhlutans nam 23,5% af allri EBITDA félagsins upp á 56,2 m€, á meðan makrílafli okkar nam aðeins 14,2% af rúml. 161 þús. tonna heildarafla skipa okkar á árinu. Í framlegð makrílbúskapar okkar er samanlagður hlutur uppsjávarskipanna og vinnslanna á Vopnafirði vissulega yfirgnæfandi. – Það kom sér líka vel fyrir frystitogarana að fá verkefni við makrílveiðar, þar sem undanfarandi viðureign við úthafskarfa var stutt en laggóð, eins og reyndar árið áður.“ ík

Meira fryst af uppsjávarfiski HB Grandi gerði út fjögur uppsjávarskip á árinu Faxa, Ingunni, Lundey og Víking. Helstu fjárfestingar uppsjávarsviðs miðuðu að aukinni nýtingu makríls í frystar afurðir. Félagið tók á móti 62.000 tonnum af loðnu á móti 23.800 tonnum árið áður. Aflamark í íslenskri sumargotssíld var lítið þriðja árið í röð vegna sýkingar. Ekki var gert sérstaklega út á kolmunna vegna þess hve aflamarkið var lítið. Þó veiddust 980 tonn sem meðafli en skip félagsins veiddu rúm 18.000 tonn af kolmunna árið 2010. Verulega var dregið úr veiðum á norsk-íslenskri síld vegna minna aflamarks og veiddust 21.000 tonn á árinu á móti 28.600 tonnum árið áður. Veruleg aukning varð á frystingu annað árið í röð og hefur ekki áður verið fryst jafn mikið af uppsjávarfiskafurðum í landi hjá félaginu. Markaðsdeild HB Granda sér um markaðssetningu og sölu allra afurða fyrirtækisins. Árið 2011 voru vörur seldar til um 40 landa, en salan til þeirra 15 stærstu nam um

90% af söluverðmætinu. Áhersla er lögð á að selja vörur fyrirtækisinis milliliðalaust til valinna viðskiptavina á erlendri grundu. HB Grandi framleiðir og markaðssetur nánast allar sínar vörur í eigin umbúðum undir eigin vörumerki.

Þorsk. úr Barentsh.

Staða 31.12.2011

16 milljón evrur

v

Vegna aukinna verkefna í uppsjávarvinnslu á Vopnafirði var starfsemi botnfiskvinnslunnar þar hætt á árinu. Félagið vann því botnfisk í tveimur fiskiðjuverum megnið af árinu. Í Reykjavík var aðallega unninn karfi og ufsi og á Akranesi var unninn þorskur, auk makríls síðasta sumar. Til stóð að loka báðum húsunum í fjórar vikur yfir sumarið en viðbótarúthlutun á karfa síðasta vor og makrílkvótaúthlutun til ísfisktogara varð til þess að hætt var við það og var mikil vinna á báðum stöðum allt árið.

Úthlutun og ráðstöfun botnfiskafla HB Granda árið 2011 mælt í tonnum

Úthlutun

2008

ðin reyk tö ja rs

»Meðalfjöldi ársverka árið 2011 var 825 en var 757 árið 2010. Ársverkum fjölgaði því um 68 á árinu, mest vegna umfangsmeiri vinnslu í uppsjávarfrystingu.

Karfi og ufsi unninn í Reykjavík HB Grandi gerði á árinu 2011 út átta skip til botnfiskveiða. Annars vegar eru það frystitogararnir Venus, Þerney, Örfirisey, Höfrungur III og Helga María og hins vegar ísfisktogararnir Ásbjörn, Ottó N. Þorláksson og Sturlaugur H. Böðvarsson. Veiðar voru að mestu með hefðbundnu sniði. Makrílveiði var þó mun umfangsmeiri en árið áður en botnfiskskip félagsins veiddu um 6 þúsund tonn samanborið við 3 þúsund tonn árið áður. Afli botnfiskskipa félagsins var 55 þúsund tonn samanborið við 52 þúsund tonn árið áður.

Staða 31.12.2010

20,5 milljón evrur

Veltufé frá rekstri

Aflinn 2011 um 160.000 tonn Heildarafli á síðasta ári var hvorki meira né minna en 161.000 tonn. Þar af var botnfiskur 47.669 tonn. Ísfisktogarar félagsins lönduðu 17.374 tonnum í Reykjavík og frystitogararnir 36.448 tonnum, en 6.100 tonn af afla þeirra voru rúm 6.100 tonn af uppsjávarafurðum, aðallega makríll. Til vinnu í fiskiðjuverinu á Norðurgarði komu 16,575 tonn til vinnslu í fyrra, nær eingöngu karfi og ufsi, en þorskur er að mestu leyti unninn á Akranesi. Uppsjávarfiskinum var landað á Vopnafirði og Akranesi, samtals 107.205 tonnum, en á þessum stöðum er hann unninn til manneldis og í fiskimjöl og lýsi. Á árinu 2011 fengu 374 Reykvíkingar laun hjá fyrirtækinu, en stöðugildi voru færri og námu launagreiðslur til þeirra 2,3 milljörðum króna á síðasta ári. Alls námu launagreiðslur HB Granda í fyrra ríflega 7,7 milljörðum króna og var fjöldi þeirra sem fengu greidd laun 1.162 Þá voru 140 milljónir króna greiddar í hafnar- og aflagjöld til Faxaflóahafna.

Tegund

2007

*Leiðrétting vegna íss, utankvótategunda, geymslna og fl.

Árið fer vel af stað Þetta ár hefur farið vel af stað hjá HB Granda. Loðnukvóti félagsins var 110.000 tonn og var hann nánast fullnýttur. Úr þessum afla fengust rúmlega 33.000 tonn af afurðum: þar af 9.000 tonn af frystri loðnu, 4.000 tonn af loðnuhrognum, rúmlega 15.200 þús. tonn af mjöli og rúmlega 5.000 tonn af lýsi, allt í mjög háum gæðaflokki. Talað er um að loðnuhrogn HB Granda geri 25% af heimsframleiðslunni í ár. Makrílveiðar og vinnsla á þessu ári hafa gengið mjög vel á þessu ári, en makríllinn er unninn um borð í vinnsluskipum félagsins og fiskiðjuveri félagsins á Vopnafirði. Er sú vertíð mjög langt komin. Auk þess hefur þorskkvótinn fyrir komandi fiskveiðiár verið aukinn og sama má segja um íslensku sumargotssíldina og kolmunnann, en nú nema heimildir HB Granda í honum 13.000 tonnum, en voru nánast engar á síðasta ári.


Persónuleg og traust þjónusta um allan heim. Hjá Samskipum fer saman sóknarhugur nýrrar kynslóðar og áratuga reynsla. Við bjóðum upp á heildarlausnir á sviði flutninga og leggjum stolt okkar í að uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina. Samhentur hópur starfsliðs tryggir skjóta og örugga þjónustu. Þinn farmur er í öruggum höndum.

www.samskip.is

Saman náum við árangri


16

ágúst 2012

útvegsblaðið

Aflagjöld Faxaflóahafna hafa meira en tvöfaldast á sjö árum og námu 212 milljónum 2011:

Fiskur og fiskvinnsla í öndvegi Hjörtur Gíslason skrifar:

klasann að innrétta úti á Grandagarði efri hæðina í Bakkaskemmunni og þar er nú að koma þúsund fermetra húsnæði sem ýmsir aðilar, stórir og smáir, í greinum sem tengjast fiskvinnslunni munu flytja inn í. Það verður mjög fróðlegt og skemmtilegt að fylgjast með svona klasamyndun í sjávarútvegi í hjarta útgerðar og fiskvinnslu í Örfirisey. Faxaflóahafnir leigja húsnæðið til Sjávarklasans sem endurleigir það til ýmissa aðila sem eru að þjónusta sjávarútveginn, hvort sem það snýr að kælingu á fiski eða framleiðslu á færiböndum eða tækjum fyrir vinnsluna. Þarna verða væntanlega Marel og 3X með starfstöðvar alls um tíu fyrirtæki í þessum fyrsta áfanga verkefnsins. Þar er um að ræða fyrirtæki sem eru að þróa afmarkaða þætti sem tengjast fiskvinnslunni í nálægð hvert við annað og geta nýtt ákveðið tengslanet.“

hjortur@goggur.is

„Reykjavík er eina höfuðborgin í Evrópu þar sem fiskur og fiskvinnsla er í öndvegi í höfninni. Það er að mínu viti eitt og sér ástæða til að staldra við og átta sig á því hvað það er sem er einn af hornsteinum efnahagsog atvinnulífsins. Atvinnuhættir og menning eru gildir þræðir í því að menn verji þessa atvinnugrein og gæti sín mjög vel í því að fara út í breytingar á starfsumhverfi hennar og átti sig á því betur en áður, hvaða áhrif breytingarnar kunna að hafa. Ég held að þó að útgerð og fiskvinnsla hafi breyst í tímans rás, sé augljóst að í Örfirisey og gömlu höfninni eru þessar atvinnugreinar mjög mikilvægur þáttur í tilverunni. Þetta skiptir auðvitað höfnina gífurlegu máli. Aflagjöldin eru 10% af tekjum okkar og þá eru ótaldar allar afleiddar tekjur sem renna hérna inn í atvinnulífið, bæði á hafnarsvæðinu og á stærra svæði. Reykjavík án útgerðar og fiskvinnslu væri hvorki fugl né fiskur,“ segir Gísli Gíslason, forstjóri Faxaflóahafna, þegar Útvegsblaðið ræðir við hann um mikilvægi Reykjavikurhafnar fyrir borgina.

tryggja þarf að athafnalífið hafi sín svæði og geti unnið áhættulaust að markmiðum sínum, hvort sem það er löndun á fiski eða viðgerð á skipum í slippnum. En jafnframt þurfum við að mæta viðhorfum sem snúa að aðgengi almennings og annars atvinnulífs að hafnarsvæðinu. Ég held að við séum á réttri leið í því. Hér eru mjög skemmtileg svæði sem eru aðgengileg almenningi og það er ennþá hægt að sjá fiski landað, þó minni möguleikar séu á að sjá fiskinn unninn. Eftir sem áður er þetta sýnilegur og snar þáttur í þessu samspili. Útgerð og fiskvinnslu verði tryggt svigrúm Á árinu 2008 voru settar fram ákveðnar forsendur að hugmyndasamkeppni að þróun hafnarsvæðisins. Í þeim forsendum er horft til þess að á ákveðnum svæðum við höfnina sé í lagi að fara í ann-

ík

ve

v

Eigum að vera stolt af útgerð og fiskvinnslu í Reykjavík „Á síðari árum hefur útgerðin breyst mikið með stærri skipum og öðruvísi vinnubrögðum við aflann, en allt hefur þetta í rauninni færst yfir í hátækniiðnað, sem Íslendingar hafa orðið sérfræðingar í á ekkert mjög löngum tíma eins og sést á sögunni. Af því eiga menn að vera stoltir og nýta sér í eins miklum mæli og kostur er í samstarfi við aðrar þjóðir. Ekki síst á fólk að vera stolt af fiskvinnslu og ðin reyk tö ja útgerð í Reykjavík.“ rs En hvernig hefur gengið að tengja saman útgerð, fiskvinnslu og almennt mannlíf við höfnina? „Hérna við höfnina gengur þetta í ákveðnum sveiflum, en

ars konar starfsemi en sjávarútveg. En grundvallarþátturinn er að gamla höfnin verði áfram atvinnuhöfn og að útgerðinni verði tryggð aðstaða í vesturhöfninni um ókomin ár. Það er gríðarlega mikilvægt og fyrri hugmyndir um mikla byggð í Örfirisey eru ekki upp á borðinu í dag. Á svæðinu sem er á milli Sjóminjasafnsins og Hörpu verða eflaust miklar breytingar á næstu árum og þar hafa reyndar þegar orðið töluverðar breytingar. Mín skoðun er sú að þetta geti farið mjög vel saman en það þurfi að gæta sín mjög vel á þeim annmörkum sem geta orðið á slíku samlífi. Þar verða menn að hafa í huga mikilvægi fiskvinnslunnar fyrir borgina. Hún þarf að hafa sitt svigrúm. Nú er Lýsi hf. í mikilli uppbyggingu og HB Grandi er með áform um að reisa frystigeymslur á Norðurgarði. Allt umhverfi þessara fyrirtækja hefur breyst mjög mikið í áranna rás og í dag eru þetta allt saman fyrirtæki sem eru með skarpa umhverfisstefnu og miklar kröfur um allt sitt umhverfi, bæði innan og utan dyra,

»Starfsemin við höfnina er mjög öflug keðja stórra og lítilla fyrirtækja sem skipta öll miklu máli segir Gísli Gíslason hafnarstjóri

þannig að þau falla mjög vel inn í það að verða í jaðri miðborgarinnar. Þessi fyrirtæki eru mengunarlaus og það er fyrst og fremst vegna mikils aðhalds og strangra reglna sem þau setja sér sjálf. Frágangur á afla við löndun hefur breyst og meðferð á fiskúrgangi, sem nú er orðinn verðmæti, hefur einnig breyst. Þetta skiptir hvort tveggja máli. Menn eru sífellt að leita leiða til að vinna betur úr því, sem berst á land. Það kallar á ákveðna tækniþekkingu og rannsóknir og þróunarvinnan þar er mjög merkileg og gríðarlega áhugaverð fyrir borgina af ýmsum ástæðum. Bæði varðandi samspil atvinnulífs og háskóla og rannsóknastofnana. Að mínu viti felast miklir möguleikar í þessari þróun allri. Sjávarklasinn í Örfirisey Svo erum við í samstarfi við Sjávar-

Afli og verðmæti afla eftir tegund löndunar og heimahöfn skipa 2000-2010 Alls

Höfuðborgarsvæði

Suðurnes

Vesturland

Vestfirðir Norðurl. vestra Norðurl. eystra Austurland Suðurland

2000

Tonn

144263

217373

222708

60010

27791

401053

560452

346252

1.000 krónur

8607223

8271199

8135106

5589527

3158990

12037217

7076832

7494715

2001

Tonn

169587

173626

253420

55988

26253

385774

530835

391091

1.000 krónur

8936002

9459155

10577886

6010990

2990201

14748798

8774458

9387271

537641

428276

2002

Tonn

174982

197572

253251

52945

31228

457432

1.000 krónur

9530380

9662617

10938159

6425360

3449441

16702993

2003

Tonn

175357

134399

255410

53038

32323

422687

548942

357388

9665738 10696727

1.000 krónur

8619146

7828105

9761382

5654046

3286086

14377523

8590928

9160460

2004

Tonn

175440

105934

233983

57732

32796

391245

456909

273746

1.000 krónur

8916790

7900523

10382364

5794523

3364755

15165310

7401910

9048930

2005

Tonn

186182

115906

212729

57213

29622

398754

374175

294345

1.000 krónur

8925050

8606522

10202549

5512286

3004590

15635793

6715753

9317521

2006

Tonn

146260

89448

149883

57728

29306

305353

320180

224755

1.000 krónur

10011582

10215545

11315882

6485992

3752954

14847916

8947513

10585941

2007

Tonn

141010

90203

174197

50186

28548

329796

320065

261710

1.000 krónur

10657528

11702246

12478403

6396662

3675293

14384849

9549220

11407278

307961

224183

2008

Tonn

121532

84165

160564

48802

24529

311341

1.000 krónur

13448698

13009516

14862202

7851210

4276137

18623248

2009

Tonn

117230

84305

145534

52476

23930

227157

1.000 krónur

17606094

14735503

16980184

9679992

5268887

21306019

2010

Tonn

113007

78711

136295

48861

25947

208006

1.000 krónur

19210066

16252951

19070534

10956700

6339667

24777023

12251733 14829788 278234

200754

14037202 15840204 270338

182304

17967527 18404762

Öflug keðja stórra og lítilla fyrirtækja Nú eru við höfnina fyrirtæki í veiðum og vinnslu, fyrirtæki sem þjónusta sjávarútveginn á flestum sviðum hans, hér eru útflutningsfyrirtæki, hér er hvalaskoðun og hér eru fyrirtæki sem matreiða fiskinn ofan í fólkið. Ekki er að sjá annað en þetta eigi vel saman, er ekki svo? „Starfsemin við höfnina er mjög öflug keðja stórra og lítilla fyrirtækja sem skipta öll miklu máli sem áburður í þennan vöxt og ég held að Örfirisey muni geta boðið upp á einstakt umhverfi í rannsóknum, þróun, beinni framleiðslu og veiðum og vinnslu. Í verbúðunum í Suðurbugtinni var opnað á aðra nýtingu en áður, en þó með tengingu við sjóinn. Það hefur tekist mjög vel. Við erum svo að fikra okkur áfram með verbúðirnar úti á Grandagarði. Þar er fyrsti áfanginn að verða klár og flutt inn í allar verbúðirnar þar. Við verðum þó líka að horfa til þess að við viljum líka að í hluta af verðbúðunum verði áfram pláss fyrir trillukarlana og smærri útgerðir. Það er ekki síður mikilvægt til að viðhalda fjölbreytni gömlu hafnarinnar. Þannig á atvinnulífið í útgerð og fiskvinnslu að spila saman við menninguna, almenning og ferðaþjónustuna og ég sé ekki betur en þetta gangi allt mjög vel. Dauður pollur? Á næstu árum verða vissulega breytingar og þróun en ég held að ef menn halda þeirri grundvallarreglu að gamla höfnin verði áfram svæði fyrir útgerð og fiskvinnslu, eigi allir aðrir að geta lagað sig vel að því. Í grunninn snertir atvinnulífið við höfnina daglegt líf mjög margra, hvort sem það eru veiðar, fiskvinnsla, margháttuð þjónusta við sjávarútveginn, ferðaþjónusta eða veitingahús. Þegar hamagangurinn var hvað mestur í efnahagslífinu gleymdu menn sér svolítið í því hvað skipti máli. En eftir þessar efnahagskvalir hefur mönnum orðið það deginum ljósara að það er fiskurinn sem skiptir mestu máli. Þess vegna þurfum við að vanda okkur í framhaldinu hvernig við búum að útveginum. Ég sé ekki höfnina fyrir mér öðruvísi en með fiskvinnslu og útgerð, en jafnframt með fjölda smárra fyrirtækja af ýmsu tagi, sem saman gæða höfnina lífi. Án þess er hún bara dauður pollur. Og það er alveg ljóst hvað skiptir mestu máli. Fiskur,“ segir Gísli Gíslason.


útvegsblaðið

ágúst 2012

17

Stöðugt fleiri gestir leggja leið sína í Sjóminjasafnið Víkina við Reykjavíkurhöfnina:

Fiskurinn hélt í okkur lífinu Hjörtur Gíslason skrifar:

svo húsnæði Bæjarútgerðar Reykjavíkur við Grandagarð keypt að hluta til undir safnið. Safnið var svo form„Mér finnst full ástæða til að vera lega stofnað í nóvember 2004. Safnmeð safn eins og þetta hér við höfn- ið er rekið sem sjálfseignarstofnun ina og í raun hefði það átt að vera og þá tók Sigrún Magnúsdóttir við komið miklu fyrr í þessari mestu stjórn safnsins og segja má að hún verstöð og miðstöð siglinga á Íshafi unnið þrekvirki við að hleypa landi. Aðsókn að safninu því af stokkunum, því ekki hefur aukist mjög hratt var ausið peningum í n r ey k öði frá stofnun þess. Árið þessa stofnun. t ja rs 2006 voru gestir Síðan hefur safnum 5.000 en á síðið vaxið og dafnað asta ári voru þeir hægt og hljótt og 40.000 og verða verið gert mikið úr enn fleiri á þessu því takmarkaða fé ári. Að minnsta sem til ráðstöfunar kosti er aðsóknin hefur verið. Þannig nú í sumar þriðjungi hefur gömlu frystimeiri en á sama tíma í húsi verið breytt í safn fyrra. Hingað koma bæði sem er nú að fullu komið Íslendingar og útlendingar til í notkun í rúmlega 2.000 ferað kynnast þessari merku sögu. Út- metra húsnæði á tveimur hæðum. lendingarnir vita það sérstaklega að Árið 2008 bættist svo eitt stykki við lifum fyrst og fremst á sjávarút- varðskip við safnið, þegar Óðinn vegi en stundum finnst manni Ís- kom hingað við bryggjuna okkar. lendingar ekki átta sig á því,“ segir Hann er í raun sérstakt safn út af Eiríkur P. Jörundsson, forstöðumað- fyrir sig um starfsemi gæslunnar ur Sjóminjasafnsins Víkurinnar við og þorskastríðin. Reyndar átti að Reykjavíkurhöfn, í viðtali við Út- rífa þessa bryggju samkvæmt nýju vegsblaðið. skipulagi, en hætt var það til hafa skipið þar. Það fer afskaplega vel 2.400 gestir á menningarnóttu að hafa skipið hérna við húshornVið tyllum okkur niður á Bryggju- ið og jafnframt því sem við höfum kaffinu og spjöllum saman þar og verið að byggja upp hjá okkur hefur Eiríkur heldur áfram: „Því er það svæðið hérna í vesturhöfninni tekið ánægjulegt að skólarnir eru mjög miklum stakkaskiptum, orðið mjög duglegir við að nýta sér safnið og snyrtilegt og fínt og aðgengilegt koma með börnin hingað. Við erum fyrir gangandi vegfarendur.“ með sérstakan starfsmann sem sinnir því eingöngu því að taka á Frá árabátum til fjölveiðiskipa móti þeim og fræða þau. Hingað Hvernig er safnið byggt upp? koma þúsundir skólabarna á hverj„Við erum hér með tvær megum vetri og frístundaheimilin koma in sýningar, annars vegar um fiská sumrin. Það er því oft mikið líf í veiðar frá árabátum til fjölveiðihúsinu. Börnin kynnast þá sögu skipa. Þar reynum við að sýna gang fiskveiða og fiskvinnslu og fara um mála í sögulegu samhengi þar sem borð í Óðin og læra um þá sögu. Það þróunin er rakin áfram í tíma. Fiskier í mörgum tilfellum í fyrsta sinn vinnslunni eru að sjálfsögðu gerð sem börnin koma um borð í skip. Við sambærileg skil. Þessi sýning er á höfum margoft rekið okkur á það efri hæðinni en á þeirri neðri er farað helgina eftir svo heimsóknir eru ið yfir kaupskipaþróunina og sett börnin mætt aftur með foreldra sína upp löndun úr kaupskipi eins og til að sýna þeim safnið. hún var á fyrrihluta síðustu aldar. Þau góðu viðbrögð sem við fáum Á næsta ári verður reyndar gert hlé frá sýningargestum benda ótvírætt á þeirri sýningu, því nú er í undirtil þess að safnið sé að svara eftir- búningi sýning um 75 ára sögu sjóspurn og þörf fyrir fræðslu af þessu mannadagsins. Hún verður hér allt tagi. Staðsetningin er líka frábær, næsta ár, en eftir það verður sett hér í sjálfri höfninni en samt ekki upp endurnýjuð sýning um kaupnema nokkurra mínútna gang frá skipin og siglingar þeirra. Við erum miðbænum. Við höfum verið með líka með í gangi styttri og umsvifasafnið opið á menningarnótt og árið minni sýningar í minni sölum á báð2010 komu 300 manns á safnið, en um hæðum. Við sýnum gestum svo í fyrra 2.400 og það segir sína sögu. Óðinn undir leiðsögn sem farin er Vonandi leiðir það til þess að fólk á klukkutíma fresti og tekur 45 til áttar sig á því hve miklu máli sjávar- 50 mínútur. Þá getur heimsókn í útvegurinn skiptir Reykvíkinga og safnið og Óðinn tekið upp í þrjá til hefur gert frá örófi alda. Íslendingar fjóra klukkutíma. Loks er veitingahafa alla tíð lifað að mestu leyti af sala í húsinu og hægt að setjast út á fiskveiðum og fiskur og fiskafurð- bryggju í blíðunni og njóta kræsinga ir verið helsta og verðmætasta út- þar.“ flutningsvaran. Fiskurinn hélt í okkur lífinu,“ segir Eiríkur. Um 5.000 munir Hvernig hefur gengið að safna munEitt stykki varðskip um og bjarga þeim frá glötun? Hvenær var safnið stofnað? „Það hefur gengið mjög vel. Við „Upphaf safnsins má rekja til árs- eigum um 5.000 muni sem tengjast ins 2001 þegar Vilhjálmur Vilhjálms- sjávarútveginum. Reyndar var áður son borgarfulltrúi lagði fram tillögu búið að safna öllu því helsta sem til um það í borgarstjórn að könnuð var um árabátatímann. Breytingyrði stofnun sjóminjasafns í Reykja- arnar á síðustu öld voru gífurlegar vík. Tillagan var samþykkt með öll- og því miklu að safna frá þeim tíma. um greiddum atkvæðum. Í kjölfarið Við leggjum líka áherslu á frystivar stofnaður verkefnahópur til að húsin og erum líklega eina safnið á fylgja málinu eftir og í honum voru landinu sem það gerir. Okkur eru svo auk Vilhjálms Sigrún Magnúsdóttir stöðugt að berast munir. Hjá nánog Helgi Pétursson. Árið 2003 var ast öllum fiskvinnslufyrirtækjum v

ík

ve

hjortur@goggur.is

eru geymslur sem á eftir að taka til í og þar leynist margt. Nú vita menn líka af okkur og gera töluvert að því láta okkur vita að þeir séu með gamla muni og bjóða okkur að kíkja á þá. Við þurfum samt líka að fara sjálf af stað til sjá hvað leynist hér og þar. Við erum líka að fara í að taka viðtöl við eldri sjómenn og fiskverkunarfólk í Reykjavík til að safna enn frekari upplýsingum og hvernig staðið var að verki. Það er mjög mikilvægt þegar fram líða stundir,“ segir Eiríkur.

»Eiríkur P. Jörundsson safnstjóri segir aðsóknina að safninu góða.


Hefur meira en Komu grásleppunni á markað í Kína tvöfaldast

18

ágúst 2012

útvegsblaðið

Triton flytur út fjölbreyttar afurðir úr niðursuðu, loðnuhrogn og frysta grásleppu til Evrópu og Asíu:

Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is

v

ve

Útflutningsfyrirtækið Triton hefur undanfarin ár verið í landvinningum í Austur-Evrópu og Austurlöndum fjær. Fyrirtækið hefur meðal annars rutt brautina fyrir sölu á grá- Hjörtur Gíslason skrifar: sleppu til Kína og loðnuhrognum til hjortur@goggur.is HLUTFALL AF Kóreu, Kína og Tæwan. Mikið hefur HEIMILUÐUM ÞORSKAFLA breyst frá því fyrirtækið var stofnað Aldrei hefur hærra hlutfall leyfilegs heildog úflutningurinn byggðist á niðurFiskveiðiár Magn Hlutfall % suðuvörum. Enn er þó niðurlagn- arafla í þorski farið í pottana svokölluðu ingin miklvægur þáttur hjá Triton, en á þessu fiskveiðiári. Leyfilegur heildsem á hlut í niðursuðuverksmiðjuni 2003/2004 10.924 5,20% Akraborg á Akranesi og flytur út af- arafli þorsks á þessu ári er 177.000 tonn. urðir hennar. Fyrir úthlutun innan aflahlutdeildarkerf2004/2005 12.503 6,10% „Landslagið í þessum málum er isins eru dregin frá því magni 16.852 tonn. alltaf að breytast. Sú vörutegund 2005/2006 11.959 6,00% sem var uppistaða fyrirtækisins Samtals er úthlutuð aflahlutdeild 160.148 á sínum tíma er fallin út, en það er tonn. Hlutfallið sem fer í pottana er því um niðursoðin rækja. Sama er að segja 9,5%. Á síðasta fiskveiðiári var þetta hlut2006/2007 8.879 4,60% um niðurlögð grásleppuhrogn. Annfall 7,9% en fiskveiðiárin þar áður var hlutað kemur auðvitað í staðinn. Þetta 2007/2008 7.378 5,70% er allt breytingum háð. Þegar ég fallið mun lægra eða í kringum 5%, lægst byrjaði í þessum útflutningi voru 2006/2007, 4,6%. Hlutfall pottanna hefur 2008/2009 7.444 5,70% mikil viðskipti við Norðurlönd og því meira en tvöfaldast síðan þá. síðan Bretland og meginland Evr2009/2010 7.888 5,30% ópu. Nú fer lítið á Norðurlöndin og Bretland, en enn þó nokkuð til Vest- Strandveiðar og ur-Evrópu. Nú hefur markaðurinn VS-afli stærsti hlutinn 2010/2011 12.762 7,90% fyrir þær afurðir sem við erum að flytja út færst til Austur-Evrópu Helsta skýringin á því að mun hærra hlutfall 2011/2012 16.852 9,50% fer nú í pottana er annars vegar strandveiðog svo Austur-Asíu, Kóreu, Kína og Tæwan. Þar eru arnar, sem teknar voru upp á fiskveiðiárinu ðin reyk góðir markaðir og á tö 2008/2009. ja Þær eru fyrst dregnar frá fyrir s r þessu svæði eru fyrúthlutun á síðasta fiskveiðiári. Hins vegar og rækjuveiða, 1.226 tonn, og línuívilnun, irtækin að leita eftir viðskiptum, sem er að svo kallaður VS-afli, sem áður gekk undir 2.531 tonn. Framlag í þann pott hefur verið töluverð breyting nafninu Hafró-afli er áætlaður og dreg- mikil minnkað um 844 tonn, en fiskveiðiárin þar afurðum. Þó vægi þeirra afurða hafi minnkað, er fjarri því að »„Ínú upphafi var starfsemin í framleiðslu og útflutningi á niðursoðnum frá því sem áður Triton hafi sagt skilið við niðursuðuna.“ inn frá fyrir úthlutun innan aflamarks árs- á undan hefur þetta framlag verið óbreytt í var,“ segir Örn Erins samkvæmt upplýsingum frá sjávarút3.375 tonnum, allt frátilþvíseld á línuívilnunlendsson, stofnandi lega endurnýjað og er framleiðslan að eða megninu aðir fyrir hana voru að opnast. Okkog stjórnarformaður byggt upp og nú heitur fannst farið ansi hratt í þetta og vegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Í þessaí upphafi in varhvers tekinárs. uppAkraborg árið 2003.framVS-aflinn hefur Triton. ir hún Akraborg ehf. leiðir einnig þorsklifrarpaté, svil og töldum að betra hefði verið að gefa tvo potta renna nú samtals 7.945 tonn af ekki til þessa verið dreginn frá fyrir úthlutHún er traust og góð og niðursoðna loðnu, líkt og K. Jónsson mönnum lengri tíma til aðlögunar. þorski, 5.600 til strandveiðanna 2.354 var í með un tilá aflamarks frístundaveiðin heldReka niðursuðuverkég leyfi mér að segja aðoghún Akureyri áogsínum tíma. En þegar að vertíð kom var eftirsmiðjuna Akraborg á Akranesi sé fremsteða sinnar tegundar í Evrópu.þess,Það er meira á innanlandshefur mark-undanfarin spurn orðin svo góð að eftir því sem VS-aflann, langleiðina í helmingur urþó ekki. Byggðakvótinn „Í upphafi var starfsemin mikil í sem Hún skilarergóðri framleiðslu á góð- Aukað. Þetta er stór hluti starfsemi okk- af þorski, ég best veit er öll grásleppan af vertekinn útfyrir aflamarkskerfið. ár verið nálægt 3.000 tonnum framleiðslu og útflutningi á niður- um afköstum, framleiðir nú 12 millj- ar í dag, en sonur minn Rolf er þar tíðinni sem nú er lokið seld. Ég veit núátekin frá 300 tonn fyrir en fór niður í tæplega 2.700 tonn, þegar soðnum afurðum. Þó vægi þeirra af- þess ónireru dósa ári, sem þykir mjög gottáætl-framkvæmdastjóri.“ ekki hvað það var mikið en ég hygg frístundaveiði. Loks er Þegar byggðakvótinn leyfilegur heildarafli af þorski var aðeins urða hafi minnkað, er fjarri því að Tri- aða fyrir íslenskar aðstæður. deilt Hvernig stendur niðursuðuiðnað menn hafi ekki kastað miklu á ton hafi sagt skilið við niðursuðuna. aukinn er í það á Íslandi glæ. Þetta er góð viðbót fyrir gráummeð 2.500vinnudögum, tonn frá árinuklukkuáður. Aukn-aðurinn 130.000 tonn.í dag, hefur hann Við keyptum hlut í niðursuðuverk- stundum, mínútum og sekúndum ekki dregist verulega saman síðan sleppukarlana, sem fengu 70 krónur ingin er samkvæmt bráðabirgðaákvæði laga Á síðasta fiskveiðiári var leyfilegur smiðju á Akranesi ásamt dönsku kemur enn betur í ljós hve mikil af- hann stóð í blóma fyrir um þremur fyrir kílóið af slægðri grásleppu með 116 frá árinu 2006. Án þessa ákvæð-áratugum? heildarafli af þorski 160.000 tonn. 12.672 fyrirtæki. Þessi verksmiðja hét áður númer köstin eru. haus og sporði. Jón Þorsteinsson hf. og stofnuð til að is hefði Hennar helstu verðleikar felast lagmetisiðnaarins voru Eftir að við höfðum rutt brautina byggðapotturinn aðeins orðið 2.341 „Samtök tonn voru þá tekin frá fyrir úthlutun og sjóða niður þorsklifur og ég hafði að- tonn, í fagþekkingu sem að hluta til kom að mig minnir stofnuð af 21 verkkomu fyrirspurnir frá Kína til nánen verður nú 4.841 tonn. Sama er að komu 147.328 tonn til úthlutunar. Þá voru eins hönd í bagga með því að henni með okkar danska meðeiganda. smiðju af ýmsu tagi og viss árangur ast allra útflutningsfyrirtækja hér aukninguna 4.800 tonn fór tekin frá vegna var hleypt af stokkunum. Ég hef segja Húnum byggist á góðriá strandveiðikvótanstjórnun, sér- náðist, en síðan að halla undanstrandveiðheima og það var mikill handagangsem nemur tonnum. Ánfyrir hennarfæti anna eðahjá3%, en á þessu fiskveiðiári er alltaf verið á þeim markaði og ver- um, staklega góðu2.000 söfnunarkerfi eins og mörgum iðngreinur í öskjunni. ið að selja niðursoðna þorsklifur frá hefðu hráefnið, ertonn í raun einstakt og um áhlutfall Íslandi.strandveiðanna Í dag má segja að að-og magnið aðeinssem 3.600 komið í hlut strand3,2% árinu 1973 þegar fyrsta verksmiðja síðan þekkingu þeirra tveggja fyrir- eins séu þrjár verksmiðjur sem eru »Örn Erlendsson stofnandi Triton Kínverjar borða hveljuna veiðiflotans í stað 5.600 tonna. 5.600 tonn. Á fiskveiðiárunum næst á undþeirrar tegundar fór af stað í Vest- tækja, sem við söguna koma, það er leiðandi og standa undir nafni. Þær hefur rutt leiðina fyrir íslenskar Kínverjarnir borða grásleppuna Aðrir pottar eru uppbætur vegnaáskel-eru allar an, eða frá 2004/2005 frádráttarliðirnmannaeyjum. Þessa verksmiðju á Bornholm í Danmörku og Triton, mjög góðar og áeru heimseins og hvern annan fisk. Þeir borða sjávarafurðir inn á ýmsa mikilvæga Akranesi höfum við svo sameigin- mörkuðum fyrir þorsklifur. Þannig mælikvarða. gamla góða Ora, byggðahveljuna, sem sögð er líkjast sæmarkaði, fyrst í Evrópu og síðar ir aðeinsÞað þrír,er skelog rækjubætur, sem þó er fyrst og fremst á innan- Austurlöndum fjær. bjúga þegar búið er að matreiða það, kvóti og línuívilnun og samanlagt hlutfall lands markaði og gerir það vel, svo svolítið slepjulegt og seigt. Þeir nota frá 4,6% upp í 6%. er það niðurlagningarverksmiðja endurnir, en þeir koma ekkert leng- hana líka í súpur og salöt og svo er Vignis G. Jónssonar á Akranesi, sem ur á veturna til að segja okkur fyrir fiskurinn sjálfur steiktur heill eða er traust og gott fyrirtæki og loks settur á wok-pönnur eins og annar Undirmálið ekki dregið frá er verkum. það Akraborgin. Auk þessu eru þrjár Við í Triton teljum okkur líka matur. Árið 2001 var sett heimild til að landa svoaðrar verksmiðjur að sjóða niður lif- eiga heiðurinn af því að hafa opn„Hafró-afla“ þar sem verðmæti ur ogkölluðum þær standa líka fyrir sínu.“ að markaði fyrir grásleppu í Kína Fyrirtæki á traustum fótum og þar á Ormur sonur minn mesta Við erum fimm starfsmenn fyriraflans rann að stærstum hluta til starfsemi Nýir markaðir opnaðir enda stýrir hann dag- tækisins, sem á sér nokkuð djúpar Hafrannsóknastofnunarinnar en heiðurinn, seinna metnar og dregnar frá leyfilegum heildar- máli. Hver framvindan ve En það eru fleiri egg í körfunni. Er legum rekstri fyrirtækisins. Ég held rætur. Samkvæmt kennitölunni var  meir var ákveðið að þessir fjármunir rynnu afla fyrir úthlutun. hefer erfitt að spá. Í ský Triton ekki að flytja út margt fleira að þetta sé fjórða árið sem við Síðustu erum fiskveiðiár það stofnað 1977.málum Síðan eru liðin allen niðursuðuvörur? flytja grásleppu út. Það fór mikil til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins ogaðheimÉg sagðium gjarnan að fyrir-á lögum ur um 1.300 tonnum af þorskimörg veriðár.landað endurskoðun „Júildin vissulega. Við VS-heimild. teljum okk-Samkvæmt vinna í byrjun fullvissa sjómenn tækið væri eins og birkihríslan sem því kölluð semí að undirmáli. veiða frá því í september 2 ur hafa opnað ýmsa nýja og sterka um að það borgaði sig fyrir þá að ég gróðursetti úti í garði. Fyrstu árin þessari er skipstjóratilleyfilegt Eins og áður sagði olíer VS-aflinn í fyrsta þessi mál og fjallað markaði fyrirheimild fryst loðnuhrogn, hirðaað grásleppuna, það borgaði gerðist lítið, þá var vöxturinn allur um mög ákveða að allt 5% botnfiskafla sinn dreginn frálíka úthlutun kvótaáávið. þessu á úthlutun í þessa dæmis í Kóreu, en að þangað seldum reiknist una. Við þurftum reyndar að fá til niður Þegar hún hafði fest ræt-potta. við mikið af hrognum sínumafla tíma. þá til að skurðinum á fiskinfór tonnum hún að vaxa og dafna. Þannig ekki til aflamarks.á Þeim skal landa á breyta fiskveiðiári. Á síðasta ári var ur 2.100 Aðallega á eitt fyrirtæki. Það leiddi um, þegar þeir tóku hrognin. Þetta er þetta. Það tekur mikinn tíma fyrfiskmarkaði og 20% af aflaverðmæti fara af þorski landað samkvæmt þeim heimild- Skipt á milli tveggja pott til þess, leyfi ég mér að segja að gekk svo bara upp og ég held að allir ir fyrirtæki að vinna sér traust á ertil skipta milli útgerðar og áhafnar. um og á fiskveiðiárinu þar álendum undan 3.400 „Þaðen er mat star valdahlutföllin í þessu tafli breyttséu80% ánægðir. mörkuðum, ekkimeirihluta síður  Að ust verulega. Japanir voru áður Þessar einu heimildSjávarútvegsráðuneytið lét okk- 2008/2009 eigi lagaák hér heima ávar Íslandi. Viðendurskoða vorum hepprenna til Verkefnasjóðsins. tonnum. Fiskveiðiárið kaupendurnir og nýttar réðu þar öllu. Með ur mest svo vita3.900 af því stuttulandað fyrir með jól þeim in að fara algjörlega skuldlaus í sem h og festa þær íinn lögum ir hafa verið í vaxandi mæli og tonnum hætti. því að opna leiðir inn á aðra markaði 2011 að það hefði gefið út reglugerð kreppuna og stöndum því á traustarafla í stað magntalna lík þegar líðurááhrognunum fiskveiðiáriðogog þrengist og fram kemurí hérumfer hlutfall hækkaði verðið það sem um bannaði Eins að kasta grásleppu fótum,“ segir Örn Erlendsson. Með þessu verði betur kvóta. Jafnframt hafa heimildir til löndunþorsks, sem tekið er frá fyrir úthlutun aflafóru að koma kauptilboð frá fleiri sjóinn frá upphafi ársins 2012. Áður Á skrifstofu Triton ehf móti er innþjóðum en Japönum. Svo kom Tæwþurftu sjómenn ekki að hirða grárammað skjal frá Creditinfo um ar á undirmálsfiski utan kvóta verið nýtt- marks, vaxandi, enda teknir nýir þætti þar um samdrátt í heildarafla e an inn í myndina og Kína sömuleiðis. sleppuna, þó þeir væru byrjaðir á áhættumat. Þar segir: Líkur á alvarar töluvert. Þær heimildir hafa ekki verið inn og skipta strandveiðarnar þar mestu hann jafnt niður á þeim se Japanir eru enn mikilvægustu kaup- því í takmörkuðum mæli, en mark- legum vanskilum Triton eru 0,07 %.

Ráðgjöf – sala – þjónusta

ík

Loks er byggðakvótinn aukinn um 2.500 tonn frá árinu Aukningin er samkvæmt bráðabirgðaákvæði laga númer árinu 2006. Án þessa ákvæðis hefði byggðapotturinn aðe orðið 2.341 tonn, en verður nú 4.841 tonn. Sama er að seg aukninguna á strandveiðikvótanum, sem nemur 2.000 to Án hennar hefðu aðeins 3.600 tonn komið í hlut strandve ans í stað 5.600 tonna.

Ásafl hefur gott úrval af vélum, rafstöðvum og öðrum búnaði fyrir báta og stærri skip. Persónuleg þjónusta, snögg og góð afgreiðsla ásmat hagstæðum verðum gerir öll viðskipti við Ásafl ánægjuleg. Okkar helstu vörumerki eru Isuzu, Doosan, FPT, Westerbeke, Helac, Hidrostal, Hung Pump, Tides Marine, Halyard, ZF, BT-Marine, Ambassador Marine, Marsili Aldo, San Giorgi, Guidi, Wesmar, Isoflex ofl ofl.


Ert þú að nýta

möguleika þína? Endurmenntunarskóli Tækniskólans býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða sem auka atvinnuréttindi þín en einnig skemmtileg tómstundanámskeið við allra hæfi. Skipstjórn - vélstjórn ARPA ratsjárnámskeið Ŀ ECDIS rafrænt sjókorta- og upplýsingakerfi Ŀ Endurnýjun skipstjórnarréttinda Ŀ Endurnýjun vélstjórnarréttinda Ŀ GMDSS GOC Ŀ GMDSS ROC Ŀ Hásetafræðsla – aðstoðarmaður í brú Ŀ IMDG endurnýjun Ŀ Skemmtibátanámskeið fjarnám Ŀ Smáskipanámskeið staðarnám (áður pungapróf) Ŀ Smáskipanámskeið fjarnám (áður pungapróf) Ŀ Smáskipavélavörður – vélgæslunámskeið Ŀ SSO og CSO öryggisnámskeið Ŀ Undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf í vélvirkjun Ŀ

Tómstundanámskeið Bókband GPS staðsetningartæki og rötun Ŀ Grjóthleðslunámskeið Ŀ Húsgagnaviðgerðir Ŀ iPhone/iPad námskeið Ŀ Leikhúslýsing fyrir áhugaleikhús Ŀ Ljósmyndanámskeið Ŀ Málmsuða Ŀ Margmiðlunarnámskeið Ŀ Myndlistarnámskeið Ŀ Myndvinnsla í Photoshop Ŀ Steinaslípun Ŀ Útskurður í tré Ŀ Og mörg fleiri námskeið Ŀ Ŀ

Skráning og nánari upplýsingar:

www.tskoli.is/namskeid Ŀ endurmenntun@tskoli.is Ŀ sími 514 9602 www.tskoli.is


20

ágúst 2012

útvegsblaðið

Nytjastofnum vex fiskur Nýtt fiskveiðiár hefst með nokkurri aukningu aflamarks í þorski og síld en samdrætti í ýsu. Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is

N

ú nálgast áramótin í sjávarútveginum. Nýtt fiskveiðiár gengur í garð með tæplega 20.000 tonna meiri þorskkvóta en árið sem er að kveðja. Yfirleitt er nytjastofnum okkar að vaxa fiskur um hrygg, að undanskilinni ýsunni, sem á erfitt uppdráttar og þar er mikillar varfærni þörf. Hafrannsóknastofnun lagði fram tillögur sínar í vor og nú hefur sjávarútvegsráðherra gefið út leyfilegan heildarafla. Hann fer að ráðleggingum Hafró í öllum megin dráttum. Það hefur verið gert mörg undanfarin ár og virðist það skila góðum árangri. Hér á eftir er stiklað á stóru í ráðleggingum Hafró um hæfilegan heildarafla úr nokkrum af helstu nytjastofnum okkar. Þorskur Samkvæmt stofnmati er viðmiðunarstofninn árið 2012 metinn um 1070.000 tonn og hrygningarstofninn 419 .000 tonn, vel fyrir ofan bæði gát- og hættumörk. Hrygningarstofninn er nú þrefalt stærri en þegar hann var í lágmarki 1992–1994 og viðmiðunarstofninn stærri en hann hefur verið undanfarna þrjá áratugi. Á síðustu tíu árum hefur veiðihlutfallið fallið úr 34–40% í um 20% og veiðidánartalan úr rúmum 0.7 árið 2000 í um 0.28 árið 2011. Meðalstærð árganga 2002–2008 sem nú eru uppistaðan í hrygningar- og viðmiðunarstofninum er 135 milljónir 3 ára nýliða, eða 77% af meðaltali árganga 1955–2007 sem er 176 milljónir. Árgangar 2008, 2009 og 2011 eru metnir meðalstórir en árgangur 2010 lítill eða um 60% af meðaltali. Þar sem nýliðun á undangengnum áratug hefur verið slök þá er stækkun stofnsins á undanförnum árum afleiðing af minni sókn. Samkvæmt aflareglu sem er í gildi verður aflamark fiskveiðiárið 2012/2013 196.000 tonn og ef aflareglunni er fylgt eru líkur á að afli vaxi í 250.000 tonn á komandi árum. Meiri afla er ekki hægt að búast við nema nýliðun verði betri en á undanförnum árum. Ýsa Ýsuaflinn á árinu 2011 var 49.000 tonn eða 23% minni en árið 2010. Fyrir fiskveiðiárið 2011/2012 lagði Hafrannsóknastofnunin til 37 .000 tonna aflahámark en úthlutað var 45 .000 tonnum. Nýliðun ýsu var mjög góð á árunum 1998–2003, árgangar 2004–2007 eru nærri meðallagi, en árgangar 2008–2011 mjög litlir. Stórir árgangar frá 1998–2003 leiddu til mikillar stækkunar ýsustofnsins frá 2001–2007. Ýsustofninn hefur minnkað hratt undanfarin ár þegar stóru árgangarnir hurfu úr stofn-

inum. Viðmiðunarstofn ýsu þriggja ára og eldri í upphafi árs 2012 er metinn 121 .000 tonn. Framreikningar sýna að ýsustofninn mun halda áfram að minnka á komandi árum þegar litlu árgangarnir frá 2008–2011 koma inn í hrygningarstofninn og líkur á að hann verði nálægt sögulegu lágmarki árin 2014–2015. Til að hættan á slíku verði lítil leggur Hafrannsóknastofnunin til að hámarksaflamark ýsu fiskveiðiárið 2012/2013 verði 32.000 tonn, sem er í samræmi við fyrirliggjandi tillögu að aflareglu. Ufsi Ufsaaflinn árið 2011 var 51.000 tonn eða 6% minni en árið 2010. Fyrir fiskveiðiárið 2011/2012 lagði Hafrannsóknastofnunin til 45.000 tonna aflahámark en heildaraflamark var 52 000 tonn. Heildarvísitala úr SMB var töluvert hærri 2012 en undanfarin ár, en þó lægri en hún var 2004–2006. Veiðistofn ufsa fjögurra ára og eldri í ársbyrjun 2012 er metinn 265 000 tonn, en veiðidánartala ársins 2011 er metin 0.26 og veiðihlutfallið 22%. Árgangar 1998–2000 og 2002 voru stórir, en nýliðun í meðallagi eftir það, fyrir utan 2008 árganginn sem er einnig metinn stór. Framreikningar benda til að veiðistofninn í ársbyrjun 2013 verði 259.000 tonn og veiðidánartalan 2012 verði 0.24. Mat á stærð stofnsins er töluvert hærra en á undanförnum árum sem skýrist af metinni stærð 2008 árgangsins. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar miðast við meðaltal síðustu ráðgjafar og 20% af núverandi mati á veiðistofni. Hafrann-

sóknastofnunin leggur því til að hámarksafli ufsa á fiskveiðiárinu 2012/2013 verði 49 .000 tonn. Gullkarfi Afli gullkarfa á Íslandsmiðum var tæp 45 .000 tonn árið 2011 sem er rúmlega 6.000 tonnum meiri afli en árið áður. Vísitala veiðistofns samkvæmt SMB er nú rúmlega 90% af því sem hún var árið 1985 og hefur veiðistofninn samkvæmt stofnmati stækkað frá árinu 2005 eftir mikla minnkun á árunum 1985–1995. Árgangar frá árunum 1996–2001 eru nú metnir stærri en áður var talið og koma í auknum mæli inn í veiðistofninn. Hafrannsóknastofnunin leggur til að sókn í stofninn verði takmörkuð við þann fiskveiðidauða sem gefur hámarksafrakstur til lengri tíma og að gullkarfaafli á fiskveiðiárinu 2012/2013 fari ekki yfir 45.000 tonn. Grálúða Grálúða við Austur-Grænland, Ísland og Færeyjar er talin vera af sama stofni. Heildarafli grálúðu á þessu svæði var rúm 26.000 tonn árið 2011 og var hlutdeild Íslendinga rúm 13 .000 tonn. Afli á sóknareiningu á Íslandsmiðum hefur vaxið lítillega frá sögulegu lágmarki árið 2005 og er þróun stofnvísitölu grálúðu árin 1996–2010 í samræmi við þróun í aflabrögðum. ICES og Hafrannsóknastofnunin leggja til að aflamark í grálúðu miðist við þá sókn sem gefur hámarksafrakstur til lengri tíma litið. Sú sókn sam-

svarar því að heildarafli grálúðu á svæðinu Austur-Grænland/Ísland/ Færeyjar fari ekki yfir 20 .000 tonn fiskveiðiárið 2012/2013. Skarkoli Skarkolaaflinn árið 2011 var um 4.900 tonn. Aldursskiptar vísitölur úr stofnmælingu botnfiska í mars benda til þess að nýliðun hafi batnað nokkuð á undanförnum árum. Vísbendingar eru um að stofnstærð sé vaxandi og fiskveiðidánartala hafi lækkað umtalsvert á síðustu árum. Hafrannsóknastofnunin leggur til að aflamark fiskveiðiárið 2012/2013 fari ekki yfir 6.500 tonn. Auk þess leggur stofnunin til áframhaldandi friðun á hrygningarstöðvum við suður-, suðvestur- og vesturströndina á hrygningartíma. Steinbítur Steinbítsafli á árinu 2011 var um 11 .000 tonn, sem er minnsti ársafli síðan 1985. Vístala veiðistofns er nálægt meðaltali en nýliðunarvísitala steinbíts er nú í sögulegu lágmarki. Samkvæmt stofnmati hefur veiðistofninn farið minnkandi frá árinu 2006 og fyrirséð lækkun veiðistofns á komandi árum sökum slakrar nýliðunar. Hafrannsóknastofnunin leggur til að steinbítsaflinn miðist við hámarksafrakstur sem samsvarar 7.500 tonna heildarafla á fiskveiðiárinu 2012/2013. Einnig ítrekar stofnunin að steinbítur á hrygningarslóð á Látragrunni verði áfram friðaður á hrygningar- og klaktíma.

Langa Lönguafli ársins 2011 var um 9.600 tonn og hefur aflinn aukist nokkuð stöðugt frá árinu 2001. Vísitala veiðistofns hefur á árunum 2007 til 2012 verið há í sögulegu samhengi. Vísitala veiðihlutfalls (afli/stofnvísitölu) var árið 2011 svipuð og á árunum 2004 til 2008 þegar stofninn stækkaði mikið. Hafrannsóknastofnunin leggur til að lönguaflinn fiskveiðiárið 2012/2013 fari ekki yfir 12.000 tonn, að meðtöldum afla erlendra skipa sem verið hefur um 1.400 tonn á undanförnum tveimur árum. Ráðgjöfin miðar að því að veiðihlutfall verði svipað og á árunum 2004–2008 auk þess sem að frumniðurstöður stofnmats benda til að það veiðihlutfall sé nálægt kjörsókn. Keila Keiluaflinn árið 2011 var tæp 7.400 tonn og er stærstur hluti aflans veiddur á línu. Vísitala veiðistofns hefur hækkað umtalsvert frá árinu 2001 en vísitala ungfisks hefur hins vegar lækkað mikið síðan 2006 og er nú í sögulegu lágmarki. Hafrannsóknastofnunin leggur til að heildaraflinn á fiskveiðiárinu 2012/2013 fari ekki yfir 6.700 tonn, að meðtöldum afla erlendra skipa, sem hefur að jafnaði verið fjórðungur aflans á undanförnum árum. Ráðgjöfin miðar að því að hámarka afrakstur til lengri tíma litið. Jafnframt er lagt til áframhaldandi veiðibann á uppvaxtarsvæðum við Suðaustur- og Suðurland til verndar smákeilu.


útvegsblaðið

ágúst 2012

21

um hrygg Síld Á vertíðinni 2011/2012 varð afli úr stofni íslensku sumargotssíldarinnar rúm 49.000 tonn. Fjórða árið í röð herjaði Ichthyophonus sýking á stofninn og er talið að um 14% veiðistofnsins hafi drepist af völdum hennar vorið 2012. Sterkar vísbendingar eru um að sýkingarfaraldurinn sé í rénun og horfur með stærð veiðistofnsins bjartari en undanfarin ár með tilkomu sterkra, lítið sýktra árganga. Hrygningarstofninn árið 2012 er metinn 377.000 tonn. Hafrannsóknastofnunin leggur til að aflinn verði miðaður við kjörsókn og að hámarksafli fiskveiðiárið 2012/2013 verði 67.000 tonn.

Humar Humaraflinn árið 2011 var 2.240 tonn, samanborið við 2.540 tonn árið 2010. Stofnvísitala hefur farið lækkandi frá árinu 2008 og mælist nú undir meðaltali síðastliðins aldarfjórðungs. Afli á sóknareiningu árið 2011 var 71 kg miðað við 76 kg og 80 kg árin 2010 og 2009. Veiðistofn humars (6 ára og eldri) árið 2012 er nú metinn um 16 .000 tonn Stækkun stofnsins á síðustu árum má rekja til stærri árganga frá og með árunum eftir 1994–1995 og hóflegrar sóknar í stofninn. Hafrannsóknastofnunin leggur sem fyrr til að aflinn miðist við kjörsókn og að humarafli fiskveiðiárið 2012/2013 fari ekki yfir 1.900 tonn.

Leyfilegur heildarafli á fiskveiðiárinu 2012/2013 og 2011/2012 og tillögur Hafró um hámarksafla Tegund

Aflamark 2012/2013

Tillögur Hafró

Aflamark 2011/2012

Tillögur Hafró

Þorskur

195.400

196.000

177.000

177.000

Ýsa

36.000

32.000

45.000

37.000

Ufsi

50.000

49.000

52.000

45.000

Gullkarfi

45.000

45.000

40.000

40.000

Djúpkarfi

10.000

10.000

12.000

10.000

Grálúða*

14.700

20.000

12.000

25.000

Steinbítur

8.500

7.500

10.500

7.500

Skrápflúra

200

200

200

200

Skarkoli

6.500

6.500

6.500

6.500

Sandkoli

800

500

500

500

Keila

6.400

6.700

7.000

6.900

Langa

11.500

12.500

7.500

7.500

Þykkvalúra

1.400

1.400

1.800

1.800

Skötuselur

1.800

1.500

2.850

2.500

Langlúra

1.100

1.100

1.300

1.100

Humar

1.900

1.900

2.100

2.000

64.000

67.000

45.000

40.000

Ísl. Sumargotssíld

*Tillögur Hafró miða við heildarafla á öllu útbreiðslusvæðinu, það er við Grænland, Ísland og Færeyjar. Aflamarkið miðast hins vegar engöngu við veiðar við Ísland

Við óskum sjómönnum og öðrum sem starfa í íslenskum UM H VERF ISVÆN VEIÐfiskveiðiári AR sjávarútvegi góðs gengis á AR komandi Vísir hf. er fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið með útgerð og fisk-

vinnslu í rúm fjörutíu ár. Gerð eru út fimm línuskip og geta þau veitt

50 ára

GULLBERG EHF SEYÐISFIRÐI

og landað hringinn í kringum landið, þar sem fyrirtækið er með starfsstöðvar á Þingeyri, Húsavík, Djúpavogi og í Grindavík. Þannig er tryggður aðgangur að bestu fiskimiðum og gæðahráefni hverju

Fiskmarkaður Bolungarvíkur og Suðureyrar

sinni. Með því að veiða eingöngu á línu leggur Vísir hf. sitt af mörkum í að vernda náttúruna og fiskistofnana við landið.

VÍSIR hf. • Hafnargötu 16 • 240 Grindavík • www.visirhf.is

CMYK 100c 57m 0y 2k Black

Vestmannaeyjahöfn

PANTONE Pantone 293 Black

RGB 0r 103g 177b 0r 0g 0b

Löndun ehf sér um skipaafgreiðslu í Reykjavík og Hafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið veitir vandaða og skjóta þjónustu. Býður einnig upp á nauðsynlegan tækjabúnað og úrval manna sem reiðubúnir eru með stuttum fyrirvara að landa úr skipum.

Löndun ehf ehf sér sérum umskipaafgreiðslu skipaafgreiðsluí Reykjavík í Reykjavík Löndun ogog Hafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækiðveitir veitirvandaða vandaðaogog skjóta Hafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið skjóta þjónustu. Býður einnig einnigupp uppáánauðsynlegan nauðsynlegantækjabúnað tækjabúnað þjónustu. Býður og úrval úrval manna mannasem semreiðubúnir reiðubúnireru erumeð meðstuttum stuttum og fyrirvaraað aðlanda landaúrúrskipum. skipum. fyrirvara

Löndun ehf sér um skipaafgreiðslu í Reykjavík og

Löndun ehf sér skipaafgreiðslu í Reykjavík og Löndun ehf sérehf. um skipaafgreiðslu í Reykjavíkí og Löndun sér um um skipaafgreiðslu Hafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið veitir vandaða og og skjóta skjóta Hafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið veitir vandaða ogveitir skjóta vandaða Reykjavík og Hafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið Hafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið þjónustu. einnigog upp á nauðsynlegan veitirBýður vandaða skjóta þjónustu. Býður þjónustu. Býður einnig upp áátækjabúnað nauðsynlegan tækjabúnað tækjabúnað þjónustu. Býður einnig upp nauðsynlegan og úrvalupp manna sem reiðubúnir eru með stuttum einnig á nauðsynlegan tækjabúnað og og úrval manna sem reiðubúnir eru með stuttum fyrirvaramanna að landa úr skipum. og úrval sem reiðubúnir eru með stuttum

GRAYSCALE Black

Vopnafjarðarhöfn

úrval manna sem reiðubúnir eru með Fyrirhyggja, lipurð ogúr fyrirvara aðútlanda landa úrsamviskusemi skipum. stuttum fyrirvara að landa skipum. fyrirvara að skipum.

Fyrirhyggja, Fyrirhyggja,lipurð lipurðog ogsamviskusemi samviskusemi einkenna einkenna þá þáþjónustu þjónustusem semvið viðveitum veitum

einkenna þá þjónustu sem við veitum

CMYK 100c 57m 0y 2k

Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - londun@londun.is

Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - londun@londun.is

Fyrirhyggja, lipurð og samviskusemi einkenna þá þjónustu sem við veitum

Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - londun@londun.is

PANTONE Pantone 293

Fyrirhyggja, lipurð lipurð og og samviskusemi samviskusemi Fyrirhyggja, einkenna þá þá þjónustu þjónustu sem sem við við veitum veitum einkenna

Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - londun@londun.is

Bolungarvíkurhöfn Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - londun@londun.is Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - londun@londun.is

Fiskmarkaður Patreksfjarðar


22

ágúst 2012

útvegsblaðið

Ná fastar ”rallstöðvar” að meta breytingar á útbreiðslu fiska?

Aukningu í skötusel má rekja til stóraukinnar nýliðunar og hás og stöðugs sjávarhita: Jón Sólmundsson

Ná fastar „rallstöðvar“ að meta breytingar á útbreiðslu fiska? Hafrannsóknastofnuninni

Í umræðu og skrifum um vorrall (togararall) Hafrannsóknastofnunar er oft gagnrýnt að rallið sé í dag orðið ómarktækt því miklar breytingar hafi orðið á útbreiðslu fiska, m.a. vegna hærri sjávarhita. Nefnt er að stöðvanet rallsins sé fast (sömu stöðvarnar teknar ár eftir ár) sem sé galli því fiskar færi sig á milli svæða frá einu ári til annars. Á móti hefur verið bent á að stöðvanetið sé þétt (sjá 1. mynd), t.d. miðað við stofnmælingar annarra þjóða, og rallið sé því vel í stakk búið að mæla breytingar á útbreiðslu fiska.

Jón Sólmundsson skrifar: jonsol@hafro.is

Í umræðu og skrifum um vorrall (togararall) Hafrannsóknastofnunar er oft gagnrýnt að rallið sé í dag orðið ómarktækt því miklar breytingar hafi orðið á útbreiðslu fiska, m.a. vegna hærri sjávarhita. Nefnt er að stöðvanet rallsins sé fast (sömu stöðvarnar teknar ár eftir ár) sem sé galli því fiskar færi sig á milli svæða frá einu ári til annars. Á móti hefur verið bent á að stöðvanetið sé þétt (sjá 1. mynd), t.d. miðað við stofnmælingar annarra þjóða, og rallið sé því vel í stakk búið að mæla breytingar á útbreiðslu fiska. Helsta markmið vorralls og annarra stofnmælingaleiðangra er að meta breytingar á stærð fiskistofna, og það er eðlilegt að áhyggjur vakni um áreiðanleika mælinganna þegar breytingar verða á umhverfi sjávar. Það er því áhugavert að skoða mælingar á einhverri fisktegund sem allir eru sammála um að hafi verið í uppsveiflu og hafi fært sig til á miðunum við landið. Í því samhengi kemur skötuselurinn strax upp í hugann því almennt eru menn sammála um að meira sé af skötusel hin síðari ár en áður var og hann hafi fengist í vaxandi mæli vestur af landinu og einnig fyrir norðan. Það er því fróðlegt að skoða hvort vorrallið, með sitt fasta stöðvanet, hafi náð utan um þessar breytingar. Litlar breytingar urðu á útbreiðslu skötusels í vorralli á árunum 1985 til 1997, þegar hann fékkst í litlum mæli og aðallega við suðurströndina (2. mynd). Árin 1998 og 1999 varð skötusels vart í Faxaflóa og Breiðafirði og síðan hefur magnið aukist stöðugt fyrir vestan land.

Næsta áratuginn mældust sterkir nýliðunarárgangar hvert einasta ár. Í kjölfar þessa f

rallvísitalan hækkandi og sama má segja um landaðan afla fiskiskipa (3. mynd neðs

sambandi þarf þó að nefna að nýliðun skötusels hefur dalað undanfarin ár og árgang 2008-2011 hafa mælst slakir ef miðað er við áratuginn þar á undan (3. mynd, mið).

því búast við að stofninn fari minnkandi ef nýliðun eykst ekki og sóknin helst svipu

»1. mynd. í vorralli (togararalli) árið 2012. 1. mynd.Stöðvar Stöðvar í vorralli (togararalli) árið 2012

Helsta markmið vorralls og annarra stofnmælingaleiðangra er að meta breytingar á stærð

fiskistofna, og það er eðlilegt að áhyggjur vakni um áreiðanleika mælinganna þegar breytinga verða á umhverfi sjávar. Það er því áhugavert að skoða mælingar á einhverri fisktegund sem

allir eru sammála um að hafi verið í uppsveiflu og hafi fært sig til á miðunum við landið. Í því »Í ralli á togaranum Páli Pálssyni.

Síðustu árin hefur skötuselur verið mjög algengur í ralli á Faxaflóaog Breiðafjarðarmiðum og nokkuð algengur úti fyrir Vestfjörðum. Þá hefur slæðingur fengist fyrir norðan land. Sjómælingar suður af landinu sýna að þessi breyting á útbreiðslu skötuselsins varð í kjölfar hækkandi sjávarhita upp úr 1996 (3. mynd efst). Fyrstu 13 ár rallsins mældist nær engin nýliðun, en árið 1999 fór 1 árs skötuselur fyrst að fást svo nokkru næmi (3. mynd, mið). Næsta áratuginn mældust sterkir nýliðunarárgangar hvert einasta ár. Í kjölfar þessa fór rallvísitalan hækkandi

Mynd Einar Ásgeirsson.

samhengi kemur skötuselurinn strax upp í hugann því almennt eru menn sammála um að

og sama má segja um landaðan afla fiskiskipa (3. mynd neðst). Í þessu sambandi þarf þó að nefna að nýliðun skötusels hefur dalað undanfarin ár og árgangarnir 2008-2011 »3. mynd. hafa mælst slakir ef miðað er við Efst: áratuginn þar á undan (3. mynd, Sjávarhiti og mið). Það má því búast við að stofn- selta á 100 m inn fari minnkandi ef nýliðun eykst dýpi suður af landinu ekki ogsé sóknin helst svipuð. meira af skötusel hin síðari ár en áður var og hann hafi fengist í vaxandi mæli vestur af Ekki verður annað séð en að (suður af Selvogsrallið, með fasta fyrir stöðvanet, nái Það landinu ogsitt einnig norðan. er því fróðlegt að skoða hvort vorrallið, með sitt fasta ágætlega að mæla þá aukningu banka) stöðvanet, hafi náð utan þessar1970-2011. breytingar. skötusels sem sjómenn hafaum upplifað undanfarinn áratug. Í rallinu hef- Mið: Nýliðun ur einnig komið fram að aukninguna skötusels má fyrst og fremst rekja til stórauk- (milljónir 1 og Litlar breytingar á tengjast útbreiðslu2skötusels í vorralli á árunum 1985 til 1997, þegar hann innar nýliðunar, semurðu virðist ára fiska) háum og stöðugum sjávarhita vest- skv. vorralli fékkst í litlum mæli og aðallega við suðurströndina (2. mynd). Árin 1998 og 1999 varð ur af landi. Á tímabilinu 1985-1997 1985-2012. fékkst skötuselur að meðaltali á 2% skötusels vart í Faxaflóa og Breiðafirði og síðan hefur magnið aukist stöðugt fyrir vestan land. stöðva í vorralli, en árin 1998-2011 Neðst: Landaður afli á rúmlega 20% stöðva. Með öðrum Síðustu árin hefur skötuselur verið mjög algengur í ralli á Faxaflóa- og Breiðafjarðarmiðum orðum: Þegar útbreiðsla tegundar- fiskiskipa og stofnvísitala innar eykst fer hún að úti fástfyrir á fleiri og nokkuð algengur Vestfjörðum. Þá hefur slæðingur fengist fyrir norðan land. skötusels í föstum stöðvum en áður. vorralli.

3. mynd. Efst: Sjávarhiti og selta á 100 m dýpi suður af landinu (suður af Selvogsbanka) 1970-2011. Mið: Nýliðun skötusels (milljónir 1 og 2 ára fiska) skv. vorralli 1985-2012. Neðst: Landaður afli fiskiskipa og stofnvísitala skötusels í vorralli.

Sjófatnaður Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 www.isfell.is • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is

»2. mynd. Útbreiðsla skötusels í vorralli árin 1985-2009. Rauður litur sýnir hvar magnið er mest en gulur minnst. Enginn skötuselur fékkst á hvítum svæðum. Árin 2010-2012 var dreifing skötusels svipuð og árin á undan..

2. mynd. Útbreiðsla skötusels í vorralli árin 1985-2009. Rauður litur sýnir hvar magnið er mest en gulur

minnst. Enginn skötuselur fékkst á hvítum svæðum. Árin 2010-2012 var dreifing skötusels svipuð og árin á undan.


Heildarlausnir fyrir sjó- og landvinnslu

• • • • •

Kassar Öskjur Arkir Pokar Filmur

• • • • • • • •

Skór Stígvél Vettlingarr naður, ð Vinnufatnaður, Hnífar Brýni Bakkar Einnota vörur o.fl.

Kassar læsast saman stöf lun og brettið við stöflun ð stöðugra öð verður

Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ • Furuvellir 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is


- tryggir þér samkeppnisforskot

Sjávarútvegslausnir

Gæðastjórinn: „Hlutverk mitt er að tryggja gæði og rekjanleika vörunnar.“ Maritech býður lausnir í sjávarútvegi sem spanna alla virðiskeðjuna. Maritech sérhæfir sig í Microsoft Dynamics NAV viðskiptalausnum.

TM

Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti, 600 Akureyri sími: 545 3200 » sala@maritech.is » www.maritech.is

Gold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV)


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.