Útvegsblaðið 8. tbl 2012

Page 1

»2

»4

Fullnýting sjávarafla hefur aukist mikið

»12

Góður gangur í bláskeljarækt

»6

Hefja málarekstur og vilja forkaupsrétt

Framleiðslan í fiskeldi eykst um tæp 50%

blaðsíður 16-22 »

útvegsblaðið Þ

n

u

s

t

u

m

i

ð

i

l

l

sj

á

va

r

ú

t

vegs

i

n

s

Bætt meðferð afla Útvegsblaðið beinir sjónum að mikilvægi kælingar og tækninýjunga í bættri meðferð afla. Rætt er við

ok tóbe r 2 0 1 2 » 8 . tölu bl a ð » 1 3 . á rg a ng u r

ólíka aðila úr íslenskum sjávarútvegi um málið.

Fisktækniskóli Íslands fær ekki fjárveitingar frá ríkinu til að taka inn nemendur:

Fá ekki að taka inn nýnema Við höfðum fengið mjög jákvæð viðbrögð og stuðning frá hagsmunaaðilum í greininni og töldum viðurkenningu ráðuneytisins í raun staðfestingu og gæðastimpil á þriggja ára þróunarvinnu okkar. Þessi ákvörðun stjórnvalda kom því mjög á óvart.

Haraldur Guðmundsson skrifar: haraldur@goggur.is

Þann 20. júlí síðastliðinn fékk Fisktækniskóli Íslands í Grindavík formlega viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem skóli á framhaldsskólastigi. Þá gerði starfsfólk skólans ráð fyrir að geta innritað nemendur á haustönn og komið þannig skólastarfinu í fullan gang eftir þriggja ára þróunarvinnu. Þegar fjárlagafrumvarp ársins 2013 var kynnt kom hins vegar í ljós að skólinn fær ekki fjárveitingar til að taka inn nemendur. Fisktækniskólinn hefur undanfarna vetur boðið upp á nám á sviðum veiða, vinnslu og fiskeldis, og þannig fyllt upp í visst tómarúm sem myndaðist þegar gamli Fiskvinnsluskól»Ólafur Jón Arnbjörnsson. inn var lagður af. „Við höfðum fengið mjög jákvæð viðbrögð og stuðning frá hagsmunaaðilum í greininni og töldum viðurkenningu ráðuneytisins í raun staðfestingu og gæðastimpil á þriggja ára þróunarvinnu okkar. Þessi ákvörðun stjórnvalda kom því mjög á óvart,“ segir Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólastjóri, í samtali við Útvegsblaðið. Að hans sögn hefur mikill metnaður verið lagður í gerð námsefnis og námið skipulagt þannig að nemendur stundi bæði bóklegt og verklegt nám. Kennsla við skólann hefur fram að þessu verið í formi tilraunakennslu og nú er ljóst að engar breytingar verða á því fyrirkomulagi á yfirstandandi skólaári. „Við höfum fullan skilning á því að hér sé kreppa og að ríkið eigi til takmarkaða peninga. En ef það á að fara í forgangsröðun á fjárveitingum frá ríkinu þá tel ég að þessi grein eigi tvímælalaust að fá stuðning frá hinu opinbera,“ segir Ólafur.

Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólastjóri Fisktækniskóla Íslands.

sinni heimabyggð til að stunda nám í fisktækni. Þessi hugmyndafræði féll í góðan jarðveg hvar sem við komum.“

»Kennsla við Fisktækniskóla Íslands hefur fram að þessu verið í formi tilraunakennslu og nú er ljóst að engar breytingar verða á því fyrirkomulagi á yfirstandandi skólaári.

Hugmynd sem féll í góðan jarðveg Augljóst er að við þessa ákvörðun stjórnvalda dregst verkefnið á langinn og tefst um að minnsta kosti eitt ár. „Skólinn hefur verið í undirbúningi frá árinu 2007 þegar við komum á fundi í Grindavík með aðilum úr sjávarútvegi og sveitastjórnum og fræðsluaðilum á Suðurnesjum um að stofna félag sem myndi hefja fisktækninám til vegs og virðingar að nýju. Þá var stofnað undirbúningsfélag að stofnun Fisktækniskólans og farið var í að búa til náms-

efni frá grunni sem yrði unnið í nánu samstarfi við greinina,“ segir Ólafur og bætir því við að sú ákvörðun hafi verið tekin snemma að gera samninga við fyrirmyndar fyrirtæki úr íslenskum sjávarútvegi um að sjá um verklega þjálfun nemenda. „Við fórum síðan hringinn í kringum landið og kynntum skólann og þann möguleika að nemendur á landsbyggðinni geta stundað bóklegt nám í fjarnámi en verklegt hjá fyrirtækjum í sinni heimabyggð og þurfa þá ekki að flytja úr

Einkennileg staða Ólafur segir starfsfólk skólans vera í einkennilegri stöðu. Með áðurnefndri viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðuneytisins má skólinn auglýsa eftir nemendum en fær á sama tíma ekki vilyrði fyrir að taka þá inn. „Sem þýðir einfaldlega að við stöndum undir öllum faglegum kröfum sem gerðar eru til framhaldsskóla en fáum á sama tíma ekki fjárveitingar. Það þykir okkur einkennilegt því við erum ekki að taka nein önnur gjöld en þau sem aðrir framhaldsskólar taka. Þetta vekur því spurningar um hvort námið þyrfti að fara í gegnum einhverskonar ímyndarbreytingu svo stjórnvöld geri sér grein fyrir mikilvægi greina eins og fiskvinnslu og grunnmenntunar í sjávarútvegi.“ Fisktækniskólinn stendur fyrir ýmsum endurmenntunarnámskeiðum fyrir starfandi fólk í sjávarútvegi og að sögn Ólafs mun fyrrgreind ákvörðun stjórnvalda ekki hafa veruleg áhrif á þann hluta starfseminnar, en komi til með að seinka nýliðun, sem mikil þörf sé á.

Vökvakerfislausnir Vökvadælur Vökvamótorar Stjórnbúnaður Danfoss hf

Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.