»4
»22
Vonast eftir meiri markaðsfisk á nýju ári
»20-21
Verð á laxi helst þrátt fyrir aukið framboð
»28-29
Sjóða fimm milljónir dósa af þorsklifur á ári
Hægeldaður þorskur á jólaborðið blaðsíða 14 »
útvegsblaðið Þ
j
ó
n
u
s
t
u
m
i
ð
i
l
l
s
j
á
v
a
r
ú
t
v
e
g
s
i
n
s
Skapa verðmætar afurðir Samstarfsverkefnið Codland er hugmynd um fullnýtingu sjávarafurða sem komin er í gang í Grindavík. Stefnt er að því að auka virði hvers fimm kílóa þorsks
de se m be r 2 0 1 2 » 1 1 . tölu bl a ð » 1 3 . á rg a ng u r
upp úr sjó úr 2.000 krónum í 5.000 krónur.
Stofnfiskur hefur þá sérstöðu í heiminum að geta boðið heilbrigð laxahrogn allan ársins hring:
Hrogn fyrir milljarð í ár Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
L
mynd/Lárus Karl Ingason
íklega má fullyrða að ekkert útflutningsfyrirtæki fái hærra verð á hvert kíló af útflutningsafurð sinni en Stofnfiskur. Fyrirtækið flytur í ár út um 60 milljónir lifandi laxahrogna að verðmæti ríflega einn milljarður króna. Hvert hrogn er ekki þungt, en samtals vega þessi hrogn um 10 tonn. Það er 100.000 krónur kílóið. Hvert lifandi hrogn skilar að meðaltali tveimur kílóum af laxi úr eldi svo þessi hrogn ættu að gefa af sér um 120.000 tonn af laxi. Þegar framleiðslugetu miðað við núverandi aðstæður verður náð að fullu getur Stofnfiskur framleitt og selt hrogn sem skila 400.000 tonnum af laxi. Þetta má með sanni kalla að gera mikið úr litlu. „Stofnfiskur verður 22 ára gamall í mars á næsta ári. Frá upphafi hefur það verið meginmarkmið fyrirtækisins að framleiða laxahrogn þó svo að við séum með ágætis bleikjustofn,“ segir Jónas Jónasson, framkvæmdastjóri Stofnfisks. „Laxahrognin hafa alla tíð verið okkar aðalframleiðsla. Það
byggir á því að hér á árum áður voru fluttir inn norskir laxastofnar, sem höfðu ýmislegt fram yfir þá íslensku stofna sem hér voru, en þeir verða seint kynþroska. 1989 byrjuðum við að taka efni úr þessum stofnum til kynbóta og höfum haldið því áfram. Það var svo fyrir um fjórum árum síðan sem stjórn Stofnfisks ákvað að gefa svolítið í og gera fyrirtækið að því, sem það er í dag með fjárfestingum og stækka stöðvar okkur í Kalmannstjörn og Vogunum. Á þessum árum vorum við með framleiðslugetu upp á um 40 milljónir hrogna, sem var það mesta sem við höfðum þá framleitt á ári. Á næsta ári verður framleiðslugetan komin yfir 100 milljónir hrogna. Ef við setjum það í samhengi við eldið almennt, hefur það verið þumalputta regla að úr einu hrogni sé hægt að framleiða um tvö kíló af laxi að meðaltali. Til einföldunar má segja að ef við nýtum alla okkar framleiðslugetu eigum við að geta séð eldinu fyrir
Á þessum árum vorum við með framleiðslugetu upp á um 40 milljónir hrogna, sem var það mesta sem við höfðum þá framleitt á ári. Á næsta ári verður framleiðslugetan komin yfir 100 milljónir hrogna. Jónas Jónasson, framkvæmdastjóri Stofnfisks.
hrognum til að framleiða yfir 200.000 tonn. En á þessu ári gerum við ráð fyrir að framleiða um 60 milljónir hrogna sem fara í eldið úti um allan heim.“ Hvert eruð þið að selja þessi hrogn? Við erum til dæmis mjög stórir á hrognamarkaðnum í Chile, sem er næst stærsta landið í framleiðslu á laxi í heiminum á eftir Noregi. Ástæðan fyrir því að við erum svo mikið
inni á þeim markaði er sú að hjá þeim geisaði mjög slæmur sjúkdómur í eldinu 2007 og 2008, sem leiddi til hruns hjá þeim. Þá skapaðist mikil eftirspurn eftir heilbrigðum hrognum. Þeir snéru sér því til okkar og þurftu fyrir vikið ekki að óttast að fá yfir sig sjúkdóma eins og áður. Þeir eru svo að byggja framleiðsluna hjá sér upp á ný og við höfum haldið stöðu okkar mjög vel á markaðnum þar. Þar fyrir utan er mikill áhugi á hrognum frá okkur í Færeyjum til dæmis en við sjáum eldinu þar fyrir nánast helmingnum af þeim hrognum, sem þeir þurfa. Á undanförnum árum hefur svo aukist áhugi á hrognunum okkar í Noregi. Okkur hefur í gegnum tíðina tekist að þróa í klakstöðvunum okkar í þessum einstaklega góða sjó, sem hér er og ferskvatni á sama stað þá framvindu að laxinn getur hrygnt á hvaða tíma árs sem er. Við þurfum bara að stýra ljóslotu og hita og seltu til að fá laxinn til að hrygna þegar við viljum. Þetta skapar okkur mikla sérstöðu. Norðmenn eru með allan sinn klakfisk í sjó og taka hann á land á sumrin og haustin þegar hann á að hrygna. Hann hrygnir yfirleitt frá því í september og fram í desember eða janúar.,“ segir Jónas.