»4
»22
Vonast eftir meiri markaðsfisk á nýju ári
»20-21
Verð á laxi helst þrátt fyrir aukið framboð
»28-29
Sjóða fimm milljónir dósa af þorsklifur á ári
Hægeldaður þorskur á jólaborðið blaðsíða 14 »
útvegsblaðið Þ
j
ó
n
u
s
t
u
m
i
ð
i
l
l
s
j
á
v
a
r
ú
t
v
e
g
s
i
n
s
Skapa verðmætar afurðir Samstarfsverkefnið Codland er hugmynd um fullnýtingu sjávarafurða sem komin er í gang í Grindavík. Stefnt er að því að auka virði hvers fimm kílóa þorsks
de se m be r 2 0 1 2 » 1 1 . tölu bl a ð » 1 3 . á rg a ng u r
upp úr sjó úr 2.000 krónum í 5.000 krónur.
Stofnfiskur hefur þá sérstöðu í heiminum að geta boðið heilbrigð laxahrogn allan ársins hring:
Hrogn fyrir milljarð í ár Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
L
mynd/Lárus Karl Ingason
íklega má fullyrða að ekkert útflutningsfyrirtæki fái hærra verð á hvert kíló af útflutningsafurð sinni en Stofnfiskur. Fyrirtækið flytur í ár út um 60 milljónir lifandi laxahrogna að verðmæti ríflega einn milljarður króna. Hvert hrogn er ekki þungt, en samtals vega þessi hrogn um 10 tonn. Það er 100.000 krónur kílóið. Hvert lifandi hrogn skilar að meðaltali tveimur kílóum af laxi úr eldi svo þessi hrogn ættu að gefa af sér um 120.000 tonn af laxi. Þegar framleiðslugetu miðað við núverandi aðstæður verður náð að fullu getur Stofnfiskur framleitt og selt hrogn sem skila 400.000 tonnum af laxi. Þetta má með sanni kalla að gera mikið úr litlu. „Stofnfiskur verður 22 ára gamall í mars á næsta ári. Frá upphafi hefur það verið meginmarkmið fyrirtækisins að framleiða laxahrogn þó svo að við séum með ágætis bleikjustofn,“ segir Jónas Jónasson, framkvæmdastjóri Stofnfisks. „Laxahrognin hafa alla tíð verið okkar aðalframleiðsla. Það
byggir á því að hér á árum áður voru fluttir inn norskir laxastofnar, sem höfðu ýmislegt fram yfir þá íslensku stofna sem hér voru, en þeir verða seint kynþroska. 1989 byrjuðum við að taka efni úr þessum stofnum til kynbóta og höfum haldið því áfram. Það var svo fyrir um fjórum árum síðan sem stjórn Stofnfisks ákvað að gefa svolítið í og gera fyrirtækið að því, sem það er í dag með fjárfestingum og stækka stöðvar okkur í Kalmannstjörn og Vogunum. Á þessum árum vorum við með framleiðslugetu upp á um 40 milljónir hrogna, sem var það mesta sem við höfðum þá framleitt á ári. Á næsta ári verður framleiðslugetan komin yfir 100 milljónir hrogna. Ef við setjum það í samhengi við eldið almennt, hefur það verið þumalputta regla að úr einu hrogni sé hægt að framleiða um tvö kíló af laxi að meðaltali. Til einföldunar má segja að ef við nýtum alla okkar framleiðslugetu eigum við að geta séð eldinu fyrir
Á þessum árum vorum við með framleiðslugetu upp á um 40 milljónir hrogna, sem var það mesta sem við höfðum þá framleitt á ári. Á næsta ári verður framleiðslugetan komin yfir 100 milljónir hrogna. Jónas Jónasson, framkvæmdastjóri Stofnfisks.
hrognum til að framleiða yfir 200.000 tonn. En á þessu ári gerum við ráð fyrir að framleiða um 60 milljónir hrogna sem fara í eldið úti um allan heim.“ Hvert eruð þið að selja þessi hrogn? Við erum til dæmis mjög stórir á hrognamarkaðnum í Chile, sem er næst stærsta landið í framleiðslu á laxi í heiminum á eftir Noregi. Ástæðan fyrir því að við erum svo mikið
inni á þeim markaði er sú að hjá þeim geisaði mjög slæmur sjúkdómur í eldinu 2007 og 2008, sem leiddi til hruns hjá þeim. Þá skapaðist mikil eftirspurn eftir heilbrigðum hrognum. Þeir snéru sér því til okkar og þurftu fyrir vikið ekki að óttast að fá yfir sig sjúkdóma eins og áður. Þeir eru svo að byggja framleiðsluna hjá sér upp á ný og við höfum haldið stöðu okkar mjög vel á markaðnum þar. Þar fyrir utan er mikill áhugi á hrognum frá okkur í Færeyjum til dæmis en við sjáum eldinu þar fyrir nánast helmingnum af þeim hrognum, sem þeir þurfa. Á undanförnum árum hefur svo aukist áhugi á hrognunum okkar í Noregi. Okkur hefur í gegnum tíðina tekist að þróa í klakstöðvunum okkar í þessum einstaklega góða sjó, sem hér er og ferskvatni á sama stað þá framvindu að laxinn getur hrygnt á hvaða tíma árs sem er. Við þurfum bara að stýra ljóslotu og hita og seltu til að fá laxinn til að hrygna þegar við viljum. Þetta skapar okkur mikla sérstöðu. Norðmenn eru með allan sinn klakfisk í sjó og taka hann á land á sumrin og haustin þegar hann á að hrygna. Hann hrygnir yfirleitt frá því í september og fram í desember eða janúar.,“ segir Jónas.
2
desember 2012
útvegsblaðið
Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans:
útvegsblaðið Þ
j
ó
n
u
s
t
u
m
i
ð
i
l
l
s
j
á
v
a
r
ú
t
v
e
g
s
i
n
s
leiðari
Í
Allt litróf atvinnulífsins
slenskur sjávarútvegur spannar allt litróf íslensks atvinnulífs, allt frá verkafólki til prófessora. Á öllum þessum sviðum er mjög hæft starfsfólk sem leggur sitt að mörkum til þess að þjóðin beri sem mest úr býtum við nýtingu hinnar sameiginlega auðlindar sem fiskimiðin eru. Í sjálfu sér er ekkert þessara starfa, sem skipta mörgum þúsundum, minna vert en önnur. Öll eru þau hlekkur í virðiskeðjunni sem er aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Sjávarútvegurinn er háþróaður hátækniiðnaður á öllum sviðum þar sem mannshöndin nýtur aðstoðar tækni á hæsta stigi, allt frá veiðum til matreiðslu. Gífurlegar framfarir hafa orðið í hönnun og smíði báta og skipa, við hönnum veiðarfæra er nýjustu tækni og vísindum beitt og ekki kemur minni tækni við söguna í brúnni, sem er troðfull af rafeindatækjum. En öll þessi tækni er einskis virði ef ekki nýtur hæfileika og þekkingar sjómanna á hafinu og fiskislóðinni til að beita henni til veiða. Sama er að segja um fiskvinnsluna. Þar er gífurlegri tækni og þekkingu beitt við vinnsluna sem þó stendur og fellur með mannshöndinni. Og áfram má halda í markaðsmálum og matreiðslu og síðast kannski en ekki síst í vinnslu svokallaðra aukaafurða, sem stefna í að skila meiri verðmætum en „fiskurinn sjálfur“. Þar ber hæst ýmsar afurðir til framleiðslu snyrtivara og lækninga, sem unnar eru úr slógi, sem áður var hent. Tækifærin eru mikil og kannski rétt innan seilingar, en að ýmsu er að huga. Að skapa mikil verðmæti úr litlu kallar á umtalsverða fjárfestingu og þolinmæði. Fyrirtækin þurfa að hafa svigrúm til uppbyggingar af þessu tagi, uppbyggingar sem skapar fjölbreytta vinnu og mikil verðmæti. Ekki má gleyma því að sjávarútvegur er ekki bara veiðar og vinnsla. Honum tilheyra líka öll fyrirtækin og fólkið sem hefur atvinnu við að þjónusta hann. Enginn getur neitað því að sjávarútvegur er og hefur verið undirstaða velmegunar þjóðarinnar í aldanna rás. Útveginum verður að búa þau starfsskilyrði að hann geti verið þessi undirstaða og aflvaki í efnahagslífinu sem öllu heldur gangandi. Hann á að njóta ávaxtanna af því í sanngjörnum mæli og hafa bolmagn til uppbyggingar. Er ekki réttara að gefa útveginum svigrúm til að skapa störf og verðmæti fremur en að hirða af honum hagnaðinn til ráðstöfunar stjórnmálamanna. Réttlát skattlagning og eðlilegt rekstrarumhverfi er það sem sjávarútvegurinn þarf til að skila hámarks afrakstri til þjóðarinnar. Því miður býr hann við hvorugt um þessar mundir. Hjörtur Gíslason Útgefandi: Goggur ehf. Kennitala: 610503-2680 Heimilisfang: Stórhöfða 25 110 Reykjavík Sími: 445 9000 Heimasíða: goggur.is Netpóstur: goggur@goggur.is Ritstjórar: Hjörtur Gíslason, Sigurjón M. Egilsson ábm. Aðstoðarritsjóri: Haraldur Guðmundsson Höfundar efnis: Haraldur Guðmundsson, Hjörtur Gíslason, Sigurjón M. Egilsson og fleiri. Auglýsingar: hildur@goggur.is Sími: 899 9964 Prentun: Landsprent. Dreifing: Útvegsblaðinu er dreift til allra áskrifenda Morgunblaðsins, útgerða, þjónustuaðila í sjávarútvegi og fiskvinnslustöðva.
Júpíter hw
vænghlerar Húsi Sjávarklasans Grandagarði 16 Sími 568 50 80 Farsími 898 66 77 atlimarj@polardoors.com
www.polardoors.com
»Þorskur n Aflamark: 160.151
34.1%
n Afli t/ aflamarks: 54.570
»Ufsi n Aflamark: 42.170
»Ýsa n Aflamark: 30.806
32.4%
n Afli t/ aflamarks: 10.003
32.1%
n Afli t/ aflamarks: 13.552
»Karfi n Aflamark: 45.012 n
29.4%
Afli t/ aflamarks: 13.247
Íslenski sjávarklasinn býður grunnskólum landsins upp á kynningar:
Borðum við óléttu fiskana? Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
Þ
að eru ýmsar vangaveltur hjá krökkunum, til dæmis hvort hægt sé að fá takkaskó úr þorskroði og spurt hvort við borðum óléttu fiskana. Þekkingin er oft af skornum skammti og sýnir að mikil þörf er fyrir fræðslu í grunnskólum landsins um sjávarútveginn, segir Heiðdís Skarphéðinsdóttir í samtali við Útvegsblaðið. Hún vinnur nú á vegum Íslenska sjávarklasans að kynningu á sjávarútveginum í grunnskólum og er verkefnið styrkt af Tryggingamiðstöðinni og LÍÚ. „Þetta er verkefni sem ég setti upp í sumar og í haust erum við búin að fara í heimsókn í tíunda bekk í sex grunnskólum á Suðurnesjum til að kynna sjávarútveginn fyrir börnunum. Kynningin er ein kennslustund, stutt ágrip af sögu íslensks sjávarútvegs, fjallað um sérstöðu Íslands, farið yfir helstu fisktegundir og lífverur í sjónum. Við leggjum mikla áherslu á hve víðfeðm áhrif sjávarútvegsins eru. Hann er ekki bara sjómennska og fiskvinnsla, heldur svo miklu meira. Við nefnum þær starfsstéttir sem tengjast sjávarútveginum og sýnum það myndrænt, en þær eru fjölmargar. Við förum líka yfir ferlið frá veiðum til markaðssetningar og kynnum hinar svokölluðu aukaafurðir. Þær eru stór hluti sýningarinnar og við erum með dæmi um þær með okkur til að sýna þær, til dæmis þorskleður, kavíar og pensím. Ég sýni þeim myndband um hátækniiðnaðinn sem vinnur með sjávarútveginum, en honum tilheyra
»Nemendur í Akurskóla kynna sér svokallaðar aukaafurðir úr fiski, eins og sútað roð og krem og fleira.
ýmis fyrirtæki sem eru í Sjávarklasanum. Við kynnum fyrir þeim námsleiðir beintengdar sjávarútveginum og svo bendi ég þeim á fólk sem starfar í sjávarútveginum, hvað það lærði og við hvað það starfar í útveginum í dag. Við reynum líka að virkja krakkana með spurningum og spyrjum til dæmis hvort þau viti hvað skreið er. Það er svolítið misjafnt hvort krakkarnir vita þetta, en Grunnskólinn í Sandgerði var með það alveg á hreinu. Við forvitnumst einnig um hvað þau ætla að gera eftir tíunda bekkinn. Sum þeirra eru komin með það á hreint og segjast til dæmis ætla í tölvunarfræði og þá bendi ég þeim á að þau gætu verið að vinna við forritun fyrir tækin í skipsbrúnni. Í lokin koma þau svo og skoða afurðirnar sem við erum með og það vekur til dæmis mikinn áhuga hjá þeim, þegar ég segi þeim að söngkonan Þórunn Antonía noti pensím í hálsinn á sér til halda honum góðum. Þetta hefur gengið mjög vel og
næsta skrefið er að fara í Grunnskólann í Vestmannaeyjum í janúar og síðan á höfuðborgarsvæðið. Við höfum frumkvæðið að þessari kynningu, ég hef samband við skólastjórana og síðan umsjónarkennara til að fá leyfi til að koma í skólana. Krakkarnir sýna þessu mikinn áhuga, en það gera kennararnir líka og eru þakklátir fyrir að fá kynningu um sjávarútveginn. Þetta er mjög skemmtilegt því krakkarnir eru svo áhugasamir og koma með skemmtilegar spurningar,“ segir Heiðdís. Heiðdís hefur tekið námsefnið saman en hún stundar nám í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri og hefur fengið leyfi til að nota efni þaðan, hún notar einnig efni frá Sjávarklasanum og svo efni úr ýmsum áttum, sem hún hefur tekið saman til að byggja kynninguna upp. Sigfús Ólafur Guðmundsson, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands sér um kynningarnar með Heiðdísi.
Strax farin að sjá árangur „Við hjá Mannvit erum strax farin að sjá árangur af samstarfi fyrirtækja innan Íslenska sjávarklasans og erum því mjög ánægð með að vera stofnaðili í klasasamstarfinu, en fyrirtækið hefur tekið virkan þátt í vinnuhópum sem starfræktir hafa verið í Húsi Íslenska sjávarklasana,“ segir Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri iðnaðar hjá Mannvit. Mannvit hefur í gegnum tíðina verið ráðgjafi við sjávarútvegsfyrirtæki, einkum á Suðaustur-
og Austurlandi og verið þar í samvinnu við traust fyrirtæki í mörg ár. „Verðmætaaukning liggur að okkar mati í fullvinnslu sjávarafurða. Við sjáum aukin tækifæri í fullvinnslu á aukaafurðum, ekki bara þeim sem tengjast matvæla- og mjölframleiðslu, heldur einnig hjá þeim fjölmörgu sprotafyrirtækjum sem eru að spretta upp víðs vegar með framleiðslu á vörum eins og fæðubótarefnum, snyrtivörum og lyfjum úr aukaafurðum.“
óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla
Eimskipafélagið leggur fjölmörgum aðilum lið, þar á meðal þessum:
Eimskipafélag Íslands er stór vinnustaður með starfsemi um allan heim. Fyrirtækið hefur verið mikilvægur hlekkur í atvinnulífi Íslendinga í tæp 100 ár með flutningastarfsemi á ýmsum sviðum. Eimskip leitast við að leggja samfélaginu lið á margvíslegan hátt. Það er gert meðal annars með framlagi til forvarna, uppbyggingar margs konar íþróttastarfsemi, stuðningi til lista-, menningar- og góðgerðamála. Að auki er það árviss gjöf frá félaginu að annast flutning á Óslóartrénu á Austurvelli fyrir jólin. Leiðir Eimskips og landsmanna hafa því legið saman á fjölmörgum sviðum á liðnu ári og þakkar félagið landsmönnum af alhug ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
Fimleikasamband Íslands, styrktaraðili. Fjölskylduhjálp Íslands, styrktaraðili. Golfsamband Íslands, aðalstyrktaraðili golfs á Íslandi. Eimskip hefur gefið öllum grunnskólabörnum reiðhjólahjálma síðan árið 2004. Landsbjörg, Slysavarnaskóli sjómanna, styrktaraðili.
Rauði kross Íslands. Eimskip leggur fatasöfnun RKÍ lið með því að flytja fatnað með Flytjanda af landsbyggðinni til Reykjavíkur og áfram út til Alþjóðaskrifstofu Rauða krossins. Sjóminjasafnið, einn helsti styrktaraðili þess. Skátasamband Íslands, styrktaraðili. Skógrækt ríkisins (starfsemin í Brynjudal). Vesturport, einn helsti styrktaraðili.
Mæðrastyrksnefnd, styrktaraðili.
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is
4
desember 2012
ĂştvegsblaĂ°iĂ°
DELTA VO3
OF
OFN
WS
Toghlerar Â?sÂˆĂ€ĂŠÂ‰ĂŠÂŽÂ&#x;ĂƒĂŒĂ•Â˜ĂŠUĂŠ Â?Â?Â?ĂŒÂˆĂ€ĂŠ>sĂŠÂ˜?ĂŠĂƒÂŽĂ›iÀÊUĂŠ-ĂŒÂ&#x;sĂ•}ÂˆĂ€ĂŠUĂŠ jĂŒĂŒÂˆĂ€ĂŠÂ‰ĂŠÂ…Â‰w˜}Ă• ĂƒÂœsÂ˜ÂˆĂ€ĂŠĂƒÂŽÂ?Ă€ĂŠÂœ}ĂŠĂƒÂ?ÂˆĂŒÂ??Ă€Â˜ĂŠUĂŠ >}ÂŽĂ›CÂ“ÂˆĂ€ĂŠÂ‰ĂŠĂ€iÂŽĂƒĂŒĂ€ÂˆĂŠÂœ}ĂŠÂ?Â‰ĂŒÂˆsĂŠĂ›ÂˆsÂ…>Â?` -ĂŒ>Ă€vĂƒĂƒĂŒÂ&#x;sĂ›>ÀÊ ĂƒviÂ?Â?ĂƒĂŠÂœ}ĂŠ ĂƒÂ˜iĂŒĂƒ\ UĂŠ ĂƒÂ˜iĂŒĂŠ0ÂœĂ€Â??ÂŽĂƒÂ…Â&#x;vÂ˜ĂŠÂ‡ĂŠ$ĂƒiÞÀ>Ă€LĂ€>Ă•ĂŒĂŠĂ“n UĂŠ ĂƒÂ˜iĂŒĂŠ6iĂƒĂŒÂ“>˜˜>iĂžÂ?>ÀʇÊ Â?Â&#x;ĂŒĂ•Â“ĂŠÂŁÂ™ ĂœĂœĂœÂ°ÂˆĂƒviÂ?Â?Â°ÂˆĂƒ UĂŠ ĂƒÂ˜iĂŒĂŠ Ă–Ăƒ>ۉŽÊ‡Ê >Ă€s>Â…Ă–ĂƒÂˆ UĂŠ ĂƒÂ˜iĂŒĂŠ ÂŽĂ•Ă€iĂžĂ€ÂˆĂŠÂ‡ĂŠ"``iÞÀ>Ă€ĂŒ>˜}ˆ UĂŠ ĂƒÂ˜iĂŒĂŠ->Ă•s?ÀŽÀÂ?ŽÕÀʇÊ ?iĂžĂ€ÂˆĂŠÂŁ UĂŠ ĂƒviÂ?Â?ÊÉÊ ĂƒÂ˜iĂŒĂŠ >v˜>Ă€vÂ?Â&#x;Ă€sÕÀʇ ĂŠ $ĂƒiÞÀ>Ă€LĂ€>Ă•ĂŒĂŠĂ“nĂŠUÊÓÓäÊ >v˜>Ă€vÂ?Â&#x;Ă€sÕÀÊUĂŠ-Â‰Â“ÂˆĂŠxÓääÊxääÊUĂŠÂˆĂƒviÂ?Â?JÂˆĂƒviÂ?Â?Â°ÂˆĂƒ
„Ég vona aĂ° viĂ° fĂĄum meiri markaĂ°sfisk en Ăžorsk ĂžvĂ ĂžaĂ° eru oft hĂĄ verĂ° Ă byrjun ĂĄrs og Ăžannig gĂŚtum viĂ° hĂĄmarkaĂ° verĂ°mĂŚti kvĂłtans,“ sagĂ°i Erling Erlingsson, skipstjĂłri ĂĄ Steinunni SF.
Erlingur Erlingsson, skipstjĂłri ĂĄ Steinunni SF-10:
FrĂin halda okkur ĂĄ sjĂł Haraldur GuĂ°mundsson skrifar: haraldur@goggur.is
S Almanak
Almanak
HĂĄskĂłla Ă?slands
ÞjóðvinafÊlagsins
H
Ă
S
K
Ă“
L
A
Ăš
T
G
Ă
haskolautgafan.hi.is – hu@hi.is – s. 525 4003
F A
N
5.1 CĂˆUB PH IBGOBSLSBOBS
#KĂ˜Â§VN HPUU ĂžSWBM BG WĂšLWBLSĂšOVN GSĂˆ 5.1 IZESBVMJD " 4 XXX UNQIZESBVMJL EL
)KBMMBISBVO )BGOBSGKÚS§VS T XXX "TBý JT "TBý!"TBý JT
tarfsmenn FiskmarkaĂ°s Ă?slands voru Ăśnnum kafnir viĂ° aĂ° taka ĂĄ mĂłti blĂśnduĂ°um afla Ăşr Steinunni SF-10 Ăžegar blaĂ°amaĂ°ur ĂštvegsblaĂ°sins fĂłr um borĂ° aĂ° hitta skipstjĂłrann. „ViĂ° komum Ă land ĂĄ mĂĄnudag eftir fimm daga tĂşr meĂ° 60 tonna afla sem viĂ° veiddum vestur af LĂĄtrabjargi og norĂ°ur Ă NesdĂ˝pi. Um helmingur aflans samanstóð af Ăžorski og svo komu steinbĂtur, Ă˝sa og koli Ă bland. Ăžorskurinn fer ĂĄ HornafjĂśrĂ° til vinnslu og restin af aflanum fer ĂĄ markaĂ°,“ sagĂ°i Erling Erlingsson, skipstjĂłri ĂĄ Steinunni SF.
Ætla að leggja åherslu å ufsa
„NĂş er einn róður eftir fram aĂ° jĂłlum sem ĂŚtti aĂ° klĂĄrast nĂş um helgina og aĂ° honum loknum fĂśrum viĂ° Ă jĂłlafrĂ. SĂĂ°an fĂśrum viĂ° aftur Ăşt ĂĄ ĂžriĂ°ja Ă jĂłlum og ĂŠg vona aĂ° sĂĄ tĂşr klĂĄrist deginum fyrir gamlĂĄrsdag. Þå hĂśldum viĂ° okkar ĂĄ svipuĂ°um veiĂ°islóðum, fĂśrum ĂĄ grunnslóðina fyrir vestan, Ăşt af VestfjĂśrĂ°um. Ég vona aĂ° viĂ° fĂĄum meiri markaĂ°sfisk en Ăžorsk ĂžvĂ ĂžaĂ° eru oft hĂĄ verĂ° Ă byrjun ĂĄrs og Ăžannig gĂŚtum viĂ° hĂĄmarkaĂ° verĂ°mĂŚti kvĂłtans,“ sagĂ°i Erling. „ViĂ° verĂ°um ĂĄ svipuĂ°um slóðum Ă janĂşarmĂĄnuĂ°i en fĂŚrum okkur sĂĂ°an suĂ°ur fyrir land ĂĄ Selvogsbankann og fĂŚrumst eftir ĂžaĂ° nĂŚr Austurlandinu. MeginuppistaĂ°an verĂ°ur aĂ° Ăśllum lĂkindum Ăžorskur og ufsi, en viĂ° ĂŚtlum aĂ° leggja mikla ĂĄherslu ĂĄ ufsa Ă febrĂşar og mars.“
ÂťSteinunn SF-10.
HĂĄr meĂ°alaldur um borĂ°
Ă hĂśfnin ĂĄ Steinunni SF er skipuĂ° 12 reynsluboltum sem koma frĂĄ hinum Ă˝msu landshlutum. „MeĂ°alaldurinn hĂŠrna um borĂ° er Ăśrrugglega Ă kringum 50 ĂĄr. HĂŠr er einn sem er 25 ĂĄra, tveir eru innan viĂ° fertugt, en hinir eru frĂĄ fertugu og upp Ăşr. Ăžegar ĂŠg byrjaĂ°i ĂĄ sjĂł var ĂŠg sjĂĄlfur 15-16 ĂĄra og var Þå meĂ° yngri mĂśnnum um borĂ°. Ég er ĂžaĂ° ennÞå Ă dag,“ segir Erling og hlĂŚr. „En Ăžessa litla nĂ˝liĂ°un Ă stĂŠttinni er ekki góð fyrir framtĂĂ°ina.“ Erling sagĂ°i fiskveiĂ°iĂĄriĂ° ĂĄ Steinunni hafa gengiĂ° vel ĂžrĂĄtt fyrir aĂ° ĂĄhĂśfnin hafi veriĂ° verkefnalaus Ă um ĂžrjĂĄ mĂĄnuĂ°i vegna verkefnaskorts. AĂ°spurĂ°ur um hvernig hann endaĂ°i Ă skipstjĂłrasĂŚtinu sagĂ°i Erling aĂ° hann hafi ĂĄ yngri ĂĄrum ekki veriĂ° viss um hvort hann vildi verĂ°a sjĂłmaĂ°ur eĂ°a ekki. „Þegar ĂŠg var 27 ĂĄra ĂĄkvaĂ° ĂŠg aĂ° fara Ă StĂ˝rimannaskĂłlann, Þå nĂ˝bĂşinn aĂ° kaupa mĂŠr framtĂĂ°arhĂşsnĂŚĂ°i og kominn meĂ° ĂžrjĂş bĂśrn. Ég er bĂşinn aĂ° vera ĂĄ
NĂş er einn róður eftir fram aĂ° jĂłlum sem ĂŚtti aĂ° klĂĄrast nĂş um helgina og aĂ° honum loknum fĂśrum viĂ° Ă jĂłlafrĂ. SĂĂ°an fĂśrum viĂ° aftur Ăşt ĂĄ ĂžriĂ°ja Ă jĂłlum og ĂŠg vona aĂ° sĂĄ tĂşr klĂĄrist deginum fyrir gamlĂĄrsdag. Erlingur Erlingsson, skipstjĂłri ĂĄ Steinunni SF-10.
Ăžessu skipi sĂĂ°an 2004 og hef stĂ˝rt ĂžvĂ frĂĄ 2009. Ég hef alla tĂĂ° stundaĂ° togveiĂ°ar og nĂĄnast eingĂśngu veriĂ° ĂĄ botntrolli.“ Hvernig lĂkar ÞÊr starfiĂ°? „MĂŠr lĂkar Ăžetta fĂnt. Menn eru farnir aĂ° rĂła af meiri skynsemi en ĂĄĂ°ur og nĂş fĂĄum viĂ° allavega eina viku Ă frĂ ĂĄ mĂĄnuĂ°i. Ef ĂžaĂ° vĂŚri ekki fyrir Ăžessi vikufrà Þå myndi enginn nenna aĂ° stunda sjĂłmennsku.
ÖFLUGT SAMSTARF Í SJÁVARÚTVEGI
WWW.N1.IS
Árangur í sjávarútvegi byggir á traustu
N1 BÝÐUR ÞÉR
og kraftmiklu samstarfi allra þátttakenda.
Ř
ELDSNEYTI Á SKIP OG BÁTA
Ř
Gæðavörur og traust þjónusta reyndra
Ř
SMUROLÍU OG FEITI
Ř
REKSTRARVÖRU
sérfræðinga eru okkar framlag svo þú
Ř
VINNUFATNAÐ
Ř
VERKFÆRI
náir enn betri árangri!
Ř
ÚTGERÐARVÖRUR
Ř
EFNAVÖRUR
ÖRYGGISTÆKI
Meira í leiðinni
6
desember 2012
útvegsblaðið
Agla Sigríður fær fjölmargar fyrirspurnir frá sjómönnum:
Sjómenn vilja í land Haraldur Guðmundsson skrifar: haraldur@goggur.is
É
Farðu lengra! Yamaha utanborðsmótorar eru þekktir fyrir áreiðanleika, endingu og þægindi og því koma vinsældir þeirra engum á óvart. Arctic Trucks er umboðsaðili Yamaha á Íslandi og getur útvegað ýmsar stærðir og gerðir Yamaha utanborðsmótora, auk þess að bjóða viðgerða- og varahlutaþjónustu. Kletthálsi 3 110 Reykjavík Sími 540 4900 www.yamaha.is
utvegsbladid.is
2012-07 Útvegsblaðið - Utanborðsmótor.indd 1
»Þ j ó n u s t u m i ð i l l
10.7.2012
s j á v a rú t v e g s i n s
g hef að undanförnu talað við fjölmarga sjómenn sem vilja komast í land. Ein helsta ástæðan er sú að einhver útgerðarfyrirtæki ætla að minnka hlut þeirra til að standa straum af auknum rekstrarkostnaði og þá er forsenda sjómanna, sem hafa látið sig hafa það að vera fjarri fjölskyldum sínum svo vikum skiptir, brostin. Ég hef því »Agla Sigríður áhyggjur af því að Björnsdóttir. útgerðir missi frá sér gott fólk á næstunni,“ segir Agla Sigríður Björnsdóttir, ráðningarstjóri hjá Vinna.is, en hún hefur síðastliðin 15 ár komið að ráðningarmálum sjómanna. Hún hefur á síðustu mánuðum fengið fjölmörg símtöl og tölvupósta frá sjómönnum sem eru að forvitnast um hvað sé í boði í landi. Aðspurð um atvinnuhorfur í landi fyrir sjómenn segir Agla að eftirspurn eftir vélstjórum sé þónokkur. „Það eru ýmis framleiðslufyrirtæki í landi sem geta nýtt sér þekkingu þeirra og kannski einna helst boð10:40:04 ið sambærileg laun og á sjó, þó þau verði sjaldnast þau sömu. Minna framboð hefur verið af störfum fyrir stýrimenn og ófaglærða háseta.
»Margir sjómenn eru því í hálfgerðum vítahring, þeir vilja koma í land, en hafa hingað til ekki þorað að láta plássið frá sér og taka áhættuna,“ segir Agla Sigríður Björnsdóttir.
Vinnuveitendur eru oftast sammála um að þar séu færir starfsmenn á ferð, en fyrirtækin eiga samt erfitt með að bjóða þeim svipuð laun og þeir hafa á sjónum.“ Agla segir þá sjómenn sem vilja komast í land, en fái þar ekki sambærileg laun, skiljanlega vera í erfiðri stöðu. „Makinn gerir meiri kröfur um að þeir taki þátt í fjölskyldulífinu og vilja hafa þá í landi og þeir vilja einnig vera nær fjölskyldunni. Fari þeir í land þá eiga þeir oft mjög erfitt með að komast aftur á sjó ef launaforsendur bresta
eða ef landvinnan á ekki við þá, því það er barist um hvert pláss. Margir sjómenn eru því í hálfgerðum vítahring, þeir vilja koma í land, en hafa hingað til ekki þorað að láta plássið frá sér og taka áhættuna. Þegar upp er staðið þá þurfa sjómenn að reikna og forgangsraða út frá; launum, vinnustundum, starfsskilyrðum og fjarveru frá fjölskyldu. Útgerðin þarf einnig að velta fyrir sér kostnaðinum sem fylgir því að missa reynslumikla sjómenn og þjálfun á nýjum starfsmönnum.“
Ólíklegt að fiskveiðiskip verði á sjó á aðfangadag:
Verðlækkun
Spáir rólegri jólahátíð
Vegna mikillar söluaukningar á lyfturum og hagstæðra samninga við Toyota og BT, þá getum við nú boðið 20% verðlækkun á upprunarlegum „original“ Toyota/BT varahlutum. Í tilefni af þessari verðlækkun bjóðum við nú einnig 2 ára ábyrgð á varahlutum*
*Séu varahlutir keyptir hjá okkur og viðgerðin framkvæmd af Kraftvélum, þá veitum við tveggja ára ábyrgð á varahlutnum.
Dalvegi 6-8 201 Kópavogur Sími 535 3500 www.kraftvelar.is kraftvelar@kraftvelar.is
„Að öllum líkindum verða sárafá ef nokkurt fiskveiðiskip á sjó á aðfangadag og fram að öðrum degi jóla. Á milli jóla og nýárs má reikna með að milli 100-200 fiskveiðiskip verði á sjó ef vel viðrar. Þau koma síðan aftur í land fyrir gamlársdag,“ segir Hjalti Sæmundsson, aðalvarðstjóri í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, sem fer með rekstur vaktstöðvar siglinga, aðspurður um hvernig hann spái sjósókn fiskveiðiskipa yfir hátíðarnar. „Fjöldi fiskveiðiskipa á sjó yfir jólahátíðina hefur dregist saman síðustu ár og áratugi. Undanfarin ár hefur stundum ekki verið neitt fiskveiðiskip á sjó á aðfangadag. Sjálfum finnst mér þetta vera ágætis þróun, enda skil ég svo sannarlega að sjómenn vilji vera heima hjá sér yfir hátíðarnar. Hins vegar er annað mál með flutningaskipin, sem eru mörg á siglingu yfir hátíðarnar.“ Hjalti segir að þau flutningaskip sem verði á siglingu innan íslensku landhelginnar yfir hátíðarnar séu þó oft innan við 10% af þeim meðalfjölda skipa sem vaktstöð siglinga fylgist með á hverjum degi.
»Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fer með rekstur vaktstöðvar siglinga.
„Því verða einungis tveir starfsmenn á vakt hér í stjórnstöðinni á aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag, en þeir eru vanalega þrír. En við fjölgum strax ef upp koma stærri mál.“
Persónuleg og traust þjónusta um allan heim. Hjá Samskipum fer saman sóknarhugur nýrrar kynslóðar og áratuga reynsla. Við bjóðum upp á heildarlausnir á sviði flutninga og leggjum stolt okkar í að uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina. Samhentur hópur starfsliðs tryggir skjóta og örugga þjónustu. Þinn farmur er í öruggum höndum.
www.samskip.is
Saman náum við árangri
8
desember 2012
útvegsblaðið
Grænlenskum sjávarklasa brátt hleypt af stokkunum:
Íslenski sjávarklasinn fyrirmyndin Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
G
rænlendingar hafa nú áhuga á að hleypa af stokkunum sjávarklasa að þeirri íslensku fyrirmynd, sem nú er starfandi við Reykjavíkurhöfn. Forgöngu í málinu hefur Tonnes Kaka Berthelsen, aðstoðarframkvæmdastjóri Knapk, samtaka fiskimanna og veiðimanna á Grænlandi. Hann var í heimsókn hér á dögunum eftir að hafa tekið þátt í stofnun samstarfsvettvangs sjávarklasa við Norður-Atl»Tonnes Kaka antshaf í KaupBerthelsen mannahöfn. Stjórnendur Íslenska sjávarklasans hafa aðstoðað Grænlendinga við undirbúninginn. Berthelsen segir að miklar breytingar eigi sér nú stað á Grænlandi með aukinni áherslu á nýtingu náttúruauðlinda annarra en fiskveiða. „Sjávarútvegurinn á Grænlandi er smár í sniðum í samanburði við Ís-
»Sjávarútvegurinn á Grænlandi er smár í sniðum í samanburði við Ísland.
land. Þorskkvótinn er aðeins 15.000 tonn og því hráefni sem fellur til vinnslu svokallaðra aukaafurða frekar lítið og stendur ekki undir mikilli fjárfestingu,“ segir Berthelsen. Fyrir nokkru var haldinn fundur á Grænlandi að frumkvæði
Íslenska sjávarklasans um nýtingu þessara afurða og segir hann að til að byrja með muni verða horft til nýtingar á lifur og þurrkunar á hausum og hryggjum. „Við horfum björtum augum til samvinnu við Íslendinga á þessu sviði. Menn eru einnig
að huga að útflutningi á ferskum fiski gegn um Ísland og í raun ýmis fleiri samskipti, meðal annars á flutningasviðinu, en það er reyndar svolítið erfitt vegna einkaleyfa á sjóflutningum til og frá Grænlandi,“ segir hann.
Þær breytingar, sem nú eru að eiga sér stað á Grænlandi eru til dæmis mikil aukning í siglingu skemmtiferðaskipa til landsins og leit að olíu og gasi á landgrunninu og væntaleg vinnsla á því. Berthelsen segir að þessa þætti verði að taka inn í myndun sjávarklasans. Hann muni byggjast á fiskveiðum og þeim iðnaði sem þjónustar útveginn, fiskvinnslu, flutningum og hafnarþjónustu, menntun og rannsóknum, sjávartengdri ferðamennsku, eftirliti og björgunarstarfi og vinnslu gass og olíu á hafsbotninum. Hann segir að pólitískar deilur standi nú um nýtingu auðlinda hafsins og sérstaklega væntanlega olíuvinnslu, en þau sjónarmið þurfi að sætta eins og mögulegt sé. Þess vegna sé nauðsynlegt að mynda stjórn sjávarklasans með einstaklingum sem komi frá öllum helstu þáttum grænlensks atvinnulífs. Þeirra verði síðan að móta uppbyggingu og stefnu klasans. Berthelsen er bjartsýnn á að klasinn verði stofnaður og það verði til góðs fyrir grænlenskan sjávarútveg og atvinnulífið í heild.
Nýsköpun í þágu Íslendinga
Á undanförnum árum hefur samstarf Marel við fiskiðnaðinn leitt af sér hátæknibúnað og lausnir er markað hafa tímamót fyrir matvælaiðnaðinn. Marel þakkar farsælt samstarf á liðnum árum og óskar landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.
Lausnin er hjá okkur www.marel.is
Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu
Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á. Starfsfólk Íslandsbanka býr yfir áratuga reynslu í þjónustu við sjávarútveginn og hjá bankanum starfar stór hópur fólks með sérþekkingu á greininni. Þannig getum við ávalt tryggt fyrirtækjum í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar þá bankaþjónustu sem þau þarfnast. Þekking sprettur af áhuga.
Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000
Ragnar Guðjónsson hefur starfað við fjármögnun sjávarútvegs í 40 ár. Ragnar er viðskiptastjóri í sjávarútvegsteymi Íslandsbanka.
10
desember 2012
útvegsblaðið
Fiskneysla Íslendinga hefur minnkað mikið síðan á síðustu öld, en þó staðið í stað frá aldamótum: »Fiskur er sannkallaður herramannsmatur. Þrátt fyrir hollustu og gæði borðar yngra fólk minna af fiski en þeir eldri.
Karlar hrifnari af fiski Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
F
iskneysla Íslendinga hefur verið svipuð það sem af er þessari öld. Sé hins vegar litið lengra aftur í tímann, er fiskneyslan samt frekar lítil. Í könnun um mataræði Íslendinga frá árinu 2002 var neyslan um 40 grömm á mann að meðaltali, en 46 grömm í könnun frá 2010/2011 og telst það ekki marktæk breyting. Frá árinu 1990 hefur fiskneyslan hins vegar dregist saman um 30% og er nú litlu meiri en gengur og gerist í mörgum nágrannalöndum. Þetta kemur fram í könnunum frá embætti landlæknis. Í báðum könnununum kemur fram að karlmenn borða mun meira af fiski en konur eða 55 grömm að meðaltali á dag en konurnar 38 grömm, enda hafa þeir meiri orkuþörf og borða þess vegna almennt meira en konur. Elstu karlarnir, 61 til 80 ára borða 70 grömm að meðaltali en elstu konurnar 57 grömm. Loks má benda á að karlar borða meira en tvöfalt meira af harðfiski en konur og konur á aldrinum 18 til 30 ára virðast ekki líta við harðfiskinum. Þá má nefna að engar marktækar breytingar hafa orðið á fiskneyslu fólks við efnahagshrunið. Nánast jafnmikið er borðað af fiski fyrir og eftir hrun. Samkvæmt ráðleggingum um mataræði er lagt til að fólk borði að minnsta kosti tvær fiskmáltíðir í viku, en aðeins helmingur þátttakenda í síðari könnuninni náði því marki.
Meira kjöt en minn fiskur
Neysla á fiski hefur lítið breyst frá síðustu könnun. Meðalneysla samsvarar nú 46 grömmum á dag eða 322 grömmum á viku. Ef miðað er við algengan skammt af fiski (150 grömm), þá ætti vikuleg neysla fisks að samsvara 300 grömmum af fiski í það minnsta. Konur á aldrinum 18-30 ára borða aðeins 26 grömm af fiski á dag að meðaltali sem samsvarar einni fiskmáltíð á sex daga fresti. Heildarneysla á kjöti jókst á milli kannana. Mest varð aukningin í neyslu fuglakjöts (84%). Neysla á öðru kjöti jókst einnig, að fars-
Aðeins 26 grömm „Það er enn sem fyrr unga fólkið sem þarf að ná til, sérstaklega ungar konur en þær borða aðeins 26 grömm af fiski á dag að meðaltali sem samsvarar einni fiskmáltíð á sex daga fresti. Það hafa verið margvísleg verkefni í gangi sem hafa það að markmiði að stuðla að aukinni neyslu sjávarafurða með sérstakri áherslu á ungt fólk. Gott aðgengi að ferskum og góðum fiski og góðir fiskréttir, sem er auðvelt að útbúa og höfða til smekks unga fólksins skipta þar meðal annars miklu máli,“ segir Hólmfríður Þorgeirsdóttir, næringarfræðingur og verkefnisstjóri næringar hjá embætti landlæknis.
vörum undanskildum, en neysla á þeim hefur dregist saman frá árinu 2002. Minni munur á fæði yngri og eldri
Þrátt fyrir að kynslóðatengdur munur í neyslu fæðutegunda hafi minnkað frá því í könnuninni 2002 er mataræði ungs fólks og þeirra sem eldri eru ólíkt að mörgu leyti. Á þetta sérstaklega við um fæðutegundir eins og fisk, pasta, franskar kartöflur, gos, sykraðar mjólkurvörur og pítsu. Ungt fólk á aldrinum 18-30 ára borðar þrisvar sinnum meira af pasta, frönskum kartöflum og sykruðum mjólkurvörum heldur en þeir elstu (61-80 ára), sjö sinnum meira af pítsu, drekka tæp-
Frá árinu 1990 hefur fiskneyslan hins vegar dregist saman um 30% og er nú litlu meiri- en gengur og gerist í mörgum nágrannalöndum. lega þrisvar sinnum meira af bjór, fimm sinnum meira af sykruðu gosi og tíu sinnum meira af prótein- og megrunardrykkjum. Eldra fólkið borðar tvisvar sinnum meira af fiski en unga fólkið, fjórum sinnum meira af innmat og drekkur
Fiskneysla Íslendinga 2010-2011 mælt í grömmum á dag Fiskur og Ýsa og Lax og Aðrar
fiskafurðir alls
þorskur
bleikja
fisktegundir
Harðfiskur
Karlar 18 til 30 ára
36
22
4
9
0,6
Karlar 31 til 60 ára
55
29
6
17
2,7
Karlar 61 til 80 ára
70
42
7
20
1,2
Karlar alls
55
31
6
16
1,9
Konur 18 til 30 ára
26
15
4
6
0,0
Konur 31 til 60 ára
34
19
5
9
0,9
Konur 61 til 80 ára
57
33
7
14
1,0
Konur alls
38
22
5
10
0,8
Allir
46
26
6
13
1,3
fjórum sinnum meira af te. Fólk á aldrinum 31-60 ára drekkur rúmlega þrisvar sinnum meira af kaffi
en þeir sem eru 18-30 ára og tæplega þrisvar sinnum meira af borðvíni.
Óskum viðskiptavinum til sjávar og sveita prentun.is
Gleðilegra Jóla Þökkum viðskiptin á árinu
Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ / Furuvellir 3 • 600 Akureyri Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is
12
desember 2012
útvegsblaðið
Innheimta veiðigjaldsins setur stórt strik í gerð kjarasamninga milli útgerðar og sjómanna:
„Ástandið einstakt í sögunni“ Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
E
kki fer á milli mála að álagning sérstaks veiðigjalds á útgerðina hefur sett mikið strik í allan þann reikning. Það verður til þess að allir bera skarðan hlut frá borði. Geta útgerðarinnar til að greiða annan kostnað skerðist og það setur strik í gerð kjarasamninga milli sjómanna og útgerðar, en þeir hafa verið lausir í tvö ár. Eiríkur Tómasson, forstjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík gengur svo langt að segja að hugsanlega væru samningar þegar í höfn eða að alvöru viðræður væru í gangi, hefði veiðigjaldið ekki komið til. Engar viðræður í gangi
Engar viðræður eru í gangi og deilan í dvala hjá ríkissáttasemjara. Sjómenn hafna með öllu kröfu útvegsmanna um að hlutaskiptakerfið verði endurskoðað og að kostnaðarhlutdeild fyrir skipti verði hækkuð og þeir taki þannig þátt í greiðslu veiðgjaldsins. Útgerðin hefur aflað sér leyfis til verkbanns hjá Samtökum atvinnulífsins, en frestað ákvörðun um að nýta þá heimild. Sú staða hefur verið uppi undanfarin misseri að útgerðin hefur ekki náð til almennings til að skýra sín sjónarmið og staða hennar í „áróðursstríðinu“ við stjórnvöld er slæm. Að fara í verkbann og svipta þannig sjómenn og fiskverkafólk atvinnunni um tíma, væri aðgerð sem væri fjarri því að falla í kramið hjá fólki. Það er því erfitt að sjá hvaða leik útgerðin á í þessari stöðu. Staða sjómanna er kannski ekki miklu skárri. Þeir eru að koma út úr mjög góðu skeiði hvað tekjur varðar, en á hinn bóginn hefur ríkisstjórnin afnumið sjómannaafsláttinn, sem auðvitað skerðir tekjur þeirra. Í raun og veru er pattstaða á þessu skákborði, staða sem líklega
»„Það er allt í frosti vegna þessarar stöðu sem komin er upp vegna veiðigjaldsins.“
leysist bæði seint og illa og hugsanlega ekki fyrr en höggið af veiðigjaldinu verður mildað. Hugsanlega kemur til þess á ný að höggva verður á hnútinn í kjaradeilunni með afskiptum stjórnvalda eins og algengt var á síðustu áratugum síðustu aldar. Það er hins vegar eitur í beinum beggja aðila og reynsla af afskiptum stjórnvalda af þessum málum hefur engum deiluaðila þótt góð. Mikil óvissa er framundan í stjórnun fiskveiða og enginn veit hvað framundan er. Kosningaloforð
stjórnmálaflokkanna eru ekki komin fram fyrir næstu kosningar og hvað tekur við eftir kosningar vita menn ennþá síður. Kannski er þó komin upp sú staða að ekkert gerist fyrr en með vorinu, þegar fyrir liggur hvernig næsta ríkisstjórn verður skipuð og hver hennar stefna verður í málefnum sjávarútvegsins. Bara okkur í hag að lítið sé að gerast
„Það er bara staðreynd, að ekkert er að gerast og karlarnir segjast bara
vera ánægðir með það, því þá gilda gömlu samningarnir áfram. Annars er framundan endalaus runa af kröfum um kjaraskerðingar. Það er bara sjómönnum í hag að lítið eða ekkert gerist. Af okkar hálfu kemur ekki til greina að taka þátt í greiðslu veiðigjaldsins. Reyndi einhver forystumanna sjómanna að semja um eitthvað í þá áttina, myndi sá hinn sami ekki eiga sér langra lífdaga auðið í starfi. Færum við að semja um einhverja eftirgjöf við útgerðina, myndum við fá það beint í andlitið frá
sjómönnum. Við erum ekki í góðri stöðu um þessar mundir og ástandið er einstakt í Íslandssögunni. Aðstaðan til að ná samningum er einfaldlega óviðráðanlega núna. Í ofanálag vitum við ekkert hvað er framundan í fiskveiðistjórnuninni, en frumvarp um það er enn ekki komið fram þrátt fyrir endurteknar hótanir þar um. Enginn veit því hve mikið stendur til að taka af mínum mönnum og setja í einhverja atvinnubótastarfsemi. Það er líka furðulegt að sá útgerðarmáti sem
MAKING MODERN LIVING POSSIBLE
Stjórn og gæslubúnaður til notkunar á sjó og landi Í nærri 70 ár hefur Danfoss framleitt breiða línu af stjórnog gæslubúnaði og byggir því á mikilli reynslu í þróun og framleiðslu á iðnaðarstýringum eins og hita- og þrýstinemum, hita-og þrýstistillum, hita- og þrýstiliðum, spólurofum, spólulokum og fl.
Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is
útvegsblaðið
desember 2012
13
Hlutaskiptakerfið á sér sögu langt aftur í aldir Hlutaskiptakerfið á sér sögu langt aftur í aldir, en hefur að sjálfsögðu tekið miklum breytingum í tímans rás. Fyrst fengu menn greitt í fiskum, en nú í peningum. Grunnurinn er enn sá sami, útgerðin og áhöfnin skipta með sér því sem úr sjó er dregið að frádreginni ákveðinni kostnaðarhlutdeild. Reyndar er ekki um kostnaðarhlutdeild að ræða í útgerð smábáta, en fyrir vikið kemur lægra hlutfall til skipta. Hlutaskiptakerfinu fyrir stærri báta
Í ofanálag vitum við ekkert hvað er framundan í fiskveiðistjórnuninni, en frumvarp um það er enn ekki komið fram þrátt fyrir endurteknar hótanir þar um. Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna.
talsmenn smábáta segja að sé sá hagkvæmasti á Íslandi, skuli ekki vera burðugri en svo að þeir þurfa ekki að borga veiðigjald af fyrstu 30 tonnumum og eru á helmings afslætti upp að 100 tonnum. Það er ekki vísbending um góða afkomu umfram aðrar veiðigreinar,“ segir Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna í samtali við Útvegsblaðið.
og skip er lýst með eftirfarandi hætti á heimasíðu LÍÚ: „Launakerfi sjómanna og útvegsmanna, hlutaskiptakerfið, byggist í meginatriðum á skiptum aflaverðmætis á milli sjómanna og útgerða. Einnig koma til ýmsar aðrar greiðslur auk þess sem sjómönnum eru tryggð lámarkslaun. Hlutur sjómanna af aflaverðmæti og önnur laun á fiskiskipum er um 31,5% af brúttótekjum útgerðar að meðaltali. Með launatengdum gjöldum og öðrum kostnaði nemur
heildarlaunakostnaður útgerða vegna sjómanna um 37% af brúttótekjum. Þetta eru meðaltöl fyrir fiskiskipaflotann samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands, í ritinu Hagur veiða og vinnslu 2010. Aflaverðmætið ræðst af söluverði aflans til þriðja aðila eða af samningum á milli útgerða og áhafna þegar sjávarútvegsfyrirtæki vinnur eigin afla eða kaupir afla af skyldum aðila. Samningar útgerðar og áhafna þurfa að uppfylla ákveðin viðmið sam-
kvæmt lögum og kjarasamningum. Launahlutfallið er að mjög mismunandi eftir útgerðarflokkum, stærð skipa, veiðarfærum, mannafjölda, aukahlutum o.fl. Þegar aflahlutur sjómanna er reiknaður er fyrst fundið svokallað skiptaverð sem getur verið á bilinu 70% til 80% af heildaraflaverðmæti. Af því reiknast skiptaprósentan sem er mismunandi eftir stærð skipa, veiðarfærum, fjölda manna í áhöfn og greiddum aukahlutum.“
Nýtt
PE
Ker og bretti
340 lítra ker
Lægra ker fyrir gæðaafurðir
„Það er allt í frosti vegna þessarar stöðu sem komin er upp vegna veiðigjaldsins. Verið að taka allt lausafé út úr fyrirtækjunum og rúmlega það. Sjávarútvegurinn ræður ekki við að borga þennan auðlindaskatt. Ekki síst þegar það er sett í samhengi við niðursveiflu á mörkuðum. Hún er ekkert að klárast næstu dagana,“ segir Eiríkur Tómasson. „Það er ekki hægt að tala við nokkurn mann. Sjómennirnir hafa lýst því yfir að þeir vilja ekki ræða það sem við útgerðarmenn viljum ræða og deilan liggur hjá sáttasemjara og ómögulegt að átta sig á því hver framvindan verður. Ég er hræddur um að á meðan ráðist er svona að þessum atvinnuvegi af ríkisstjórninni, þá verði lítil breyting á stöðunni. Umræðan um verkbann var tekin á aðalfundi LÍÚ í haust og það þurfti að taka afstöðu til þess. Niðurstaðan varð svo sú að bíða og sjá til og það gerum við núna,“ segir hann. Og Eiríkur heldur áfram: „Veiðigjaldið setur mjög stórt strik í alla reikninga, ekki bara í afkomu útgerðarinnar og landsbyggðarinnar, heldur einnig í möguleikunum á því að gera kjarasamninga. Gjaldið hefur sett allt í hnút. Öll samskipti og allar framtíðarpælingar. Ég veit ekki hvernig við komumst út úr þessu. Það er alveg skýrt að útvegurinn getur ekki borgað svona hátt veiðileyfagjald. Við höfum sagt að við værum tilbúnir til að borga hóflegt gjald og það verður þá að vera tengt afkomu. Ef þetta gjald og eilífar áætlanir ríkisstjórnarinnar um að setja stjórnun fiskveiða í uppnám, hefði ekki komið til gæti maður alveg ímyndað sér að búið væri að semja við sjómenn eða alla vega verið að vinna í því að fullri alvöru af beggja hálfu.“
411.115 / thorrisig.12og3.is
Gjaldið hefur sett allt í hnút
Frábær nýting rúmmáls
PE
340 lítra
PE
460 lítra
PE
660 lítra
Kerið hentar vel fyrir viðkvæmt hráefni sem þolir illa farg 5 kera stæða tekur minna pláss en 4 kera stæða af hefðbundnum 460 l kerum Gott aðgengi er frá öllum hliðum fyrir lægri tegundir handlyftara
Öryggisfætur eru á kerinu sem gera kerastæðurnar stöðugri Geymsla fyrir drentappann
PROMENS DALVÍK • GUNNARSBRAUT 12 • 620 DALVÍK • SÍMI: 460 5000 • FAX: 460 5001 • www.promens.com/dalvik
14
desember 2012
útvegsblaðið
Codland er hugmynd um fullnýtingu sjávarafurða sem komin er í gang í Grindavík:
Slógið verður að verðmætri afurð Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
V
ið munum framvegis nýta allt það sem við drögum úr sjó og gera úr því mikil verðmæti. Við stefnum að því að auka virði hvers fimm kílóa þorsks upp úr sjó úr 2.000 krónum í 5.000. Þetta gerum við með því að nýta slóg og annað, sem hingað til hefur verið litið á sem úrgang, og nota það sem í því er til framleiðslu verðmætra snyrti- og heilsuvara og jafnvel í krem og annað til lækninga. Gangi þessar hugmyndir eftir, sem ég er sannfærður um að gerist, mun verða mögulegt að auka verðmæti 225.000 tonna af þorski upp úr sjó um 135 milljarða og þá er allt hitt eftir,“ segir Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík í samtali við Útvegsblaðið. Grindavíkurfyrirtækin Vísir og Þorbjörn hafa reist saman nýja verksmiðju sem vinnur mjöl og lýsi úr fiskúrgangi.
Skapa verðmætar afurðir
En hvernig hefur þetta komið til og hvers vegna? „Við vinnum þetta ásamt fleirum undir nafninu Codland, en það er hugmynd um fullnýtingu sjávarafurða sem komin er frá Sjávarklas-
Gangi þessar hugmyndir eftir, sem ég er sannfærður um að gerist, mun verða mögulegt að auka verðmæti 225.000 tonna af þorski upp úr sjó um 135 milljarða og þá er allt hitt eftir. Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf.
anum undir stjórn Þórs Sigfússonar. Þar var komin af stað töluverð vinna og mótun, en við höfum síðasta árið leitt þá vinnu undir þessu vinnuheiti, Codland, og höldum áfram uppbyggingunni með þessa nýju verksmiðju sem þungamiðju ásamt fiskþurrkun okkar á Reykjanesi, Haustaki. Síðan þá hafa fleiri slegist í hópinn, Það er Ensímtækni sem er komið hvað lengst í markaðssetningu og þróun á heilsutengdum afurðum úr slógi, Norður, sem vinnur bragðefni úr fiski, og lifrarniðursuðan Ice-West. Síðan er það ætlunin að þróa þetta allt saman í samvinnu við Sjávarklasann í Reykjavík. Verið er að gangsetja verksmiðjuna þessa dagana. Um leið og hún er farin að virka eins og til er ætlast fara skipin að koma með slógið í land og skapa möguleika á að hirða garnir og maga og flokka meira en áður hefur verið gert. Við erum á sama tíma búnir að opna fimmtu
vinnslustöðina sem vinnur þann afla sem hinar starfstöðvarnar eru ekki sérhæfðar í að vinna. Allt sem við veiðum er því nýtt. Fyrst tökum við matinn úr þessu, það er að segja flökin, og svo búum við til pening úr hinu. Einu sinni var ýsan matur og þorskur peningar, nú er flakið maturinn og hitt peningar framtíðarinnar. Við getum og munum svo nýta okkur í markaðsstarfsemi fyrir fiskafurðir okkar að við erum umhverfisvænt fyrirtæki, sem nýtir allt sem á land kemur. Þetta vinnur allt saman en þurrkverksmiðjan og slógverksmiðjan eru grunnurinn undir því að hægt sé að fjárfesta fyrir hundruð milljóna í framleiðslu á mjög dýrum afurðum. Til að komast á þann stall að nýta allt eins og við stefnum að í dag og þekkjum til, þarf um 1,2 milljarða í fjárfestingu, en það er reyndar sú upphæð sem reiknað er á fyrirtækin sem árlegt veiðigjald,“ segir Pétur.
„Þetta er langhlaup, en þekkingin til að vinna þetta er fyrir hendi hjá þeim fyrirtækjum sem að verkefninu koma og þau eru komin af þróunarstigi og tilbúin til framleiðslu.“
Langhlaup
Hvað er þetta langt á veg komið, hvenær verður þessi verðmætasköpun að veruleika? „Þetta er langhlaup, en þekkingin til að vinna þetta er fyrir hendi hjá þeim fyrirtækjum sem að verkefninu koma og þau eru komin af þróunar-
stigi og tilbúin til framleiðslu. Þekkingin er til, fjármagnið er til í startið og síðan verðum við að treysta á að okkur takist að búa til það fjármagn sem þarf til að klára pakkann og komast alla leið. Um er að ræða náttúrulegar afurðir eins og yngingarkrem, græðandi krem og heilsuvörur, sem verður borgað miklu hærra verð fyrir en matinn sjálfan, það er fiskflakið. Nú er til dæmis verið að setja á markað heilsukrem sem heitir Coddock frá Ensímtækni. Í eina túbu af því þarf eitt kíló af þorski, en túban er seld á 500 kr sem er 100 kr hærra en flakið af þessu sama kílói. Má ekki hamla uppbyggingu
Það er metnaðarfullt markmið að stórauka útflutningsverðmæti þess afla sem við erum að draga á land og í raun og veru skylda okkar að gera svo. Ef fyrirtækjunum er ekki gefið svigrúm til að leggja í þá fjárfestingu sem til þarf, er svo sannarlega ekki verið að horfa til framtíðar. Þetta eykur útflutningstekjurnar, vegur upp á móti verðlækkunum á hefðbundnum afurðum, nýtir allt sem að landi kemur, fjölgar störfum, meðal annars hjá vel menntuðu fólki svo víða í virðiskeðjunni. Í sjálfu sér er virðingarvert að reyna að vernda störfin í grunnframleiðslunni, en það má ekki hamla uppbyggingu sem skapar fjölda vellaunaðra og spennandi starfa í efri lögum framleiðslunnar. Þar eru mikil tækifæri, fáist til þess svigrúm. Sé það ekki gert er verið að seinka þróun á því að skapa þessi störf,“ segir Pétur Pálsson.
Við óskum sjómönnum, starfsfólki í sjávarútvegi og fjölskyldum þeirra
Gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Einnig þökkum við viðskiptin á árinu sem er að líða og von um gott samstarf á komandi árum.
Starfsfólk 3X Technology www.3xtechnology.com|sales@3xtechnology.com|sími: 450 5000
Frábær lausn sem hentar á alla staði þar sem sótthreinsunar er þörf Sérstaklega hentugt í skip og báta þar sem pláss er lítið. Einfaldur búnaður tryggir jafna blöndu af sótthreinsi sem drepur allar þekktar matvælabakteríur s.s. listeríu, salmonellu, e-coli, staphylococcus ofl.
16
desember 2012
útvegsblaðið
Hafrannsóknastofnunin segir niðurstöður merkinga benda til að ferðir steinbíts séu tiltölulega stuttar:
Átak í steinbítsmerkingum Ásgeir Gunnarsson, sérfræðingur á Hafrannsóknastofnuninni
F
erðir dýra hafa löngum verið mönnum hugleiknar og hafa merkingar verið notaðar til að kanna far dýra. Flestir fiskar fara í fæðu- og hrygningargöngur. Steinbítur er talinn vera lítill sundfiskur og almennt telja menn að hann ferðist sjaldan langar vegalengdir. Fyrstur til að merkja steinbít hér við land var danski fiskifræðingurinn Å. Tånning. Undir hans stjórn voru 140 steinbítar merktir í Faxaflóa og Skjálfanda á árunum 1933-1936. Verulegt átak var síðan gert í steinbítsmerkingum á árunum 1966-1975 en þá stóð Gunnar Jónsson fyrir merkingum á tæplega 13 þúsund steinbítum við Ísland og sýndu niðurstöður þeirra merkinga helstu göngur steinbíts, þ.e. fæðuog hrygningargöngur. Á haustin fer steinbítur frá tiltölulega grunnu hafsvæði út á dýpri svæði til að hrygna og í janúar-mars kemur steinbítur síðan aftur upp á grunnin í fæðuleit (mynd 1). Niðurstöður merkinga benda til að ferðir steinbíts séu tiltölulega stuttar miðað við flesta aðra fiska og ekki eru dæmi um að steinbítur fari milli landa. Þess má geta að á árunum 2010-2011 voru 16 steinbítar merktir í Hvalfirði með hljóðsendimerkjum til að kanna hreyfingar fiskanna innan fjarðarins. Jóhannes Sturlaugsson hjá Laxfiskum ehf stendur fyrir þeirri rannsókn sem er enn í gangi. Í merkingarrannsóknum, hefur steinbítur hingað til almennt verið merktur með hefðbundnum merkjum. Þær hafa því einungis gefið upplýsingar um tvo staði á ferðum steinbítsins, þar sem hann var merktur og síðan þar sem hann endurheimtist. Hvaða leið fiskurinn hefur farið milli þessara staða
»Fæðugöngur frá Látragrunni, helsta hrygningarsvæði steinbíts við Ísland samkvæmt niðurstöðum merkingartilrauna Gunnars Jónssonar á 7. og 8. áratug síðustu aldar.
»Steinbítur merktur á Glettinganesgrunni. Gula slangan er tengd við rafeindamerkið (sjá mynd efst í hægra horninu) og stendur út úr kviðnum á fisknum, en rafeindamerkið er sett inn í kviðarhol fisksins. Einnig var steinbíturinn merktur með slöngumerki og er það staðsett við bakugga steinbítsins. Slöngumerkið er rautt Ljósmynd: Ásgeir Gunnarsson á lit og er um 5 cm á lengd
»Steinbítskvörn, strikið á myndinni er 1 mm.
er ekki vitað. Í þeirri rannsókn sem nú er að hefjast verða notuð rafeindamerki sem mæla hita og dýpi
og skrá tíma með reglulegu millibili. Á meðan steinbítur liggur kyrr við botn breytist dýpið í takt við sjávarföllin, það eykst á aðfalli og minnkar á útfalli. Tímasetning sjávarfalla er ólík eftir stöðum þannig að með því að bera dýptarferil, sem skráður verður í rafeindamerkið, saman við sjávarfallalíkan verður hægt að áætla hvar steinbíturinn hefur verið á hverjum tíma frá því hann var merktur þar til hann endurheimtist. Um miðjan september í ár voru 40 steinbítar merktir á Glettinganesgrunni út af Austfjörðum. Af þeim var 31 merktur með rafeinda- og slöngumerkjum og 9 einungis með slöngumerkjum. Í lok nóvember og byrjun
VM óskar lesendum Útvegsblaðsins gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
VM�FÉLAG VÉLSTJÓRA OG MÁLMTÆKNIMANNA
Stó r h ö fð a 2 5 - 1 1 0 Rey k j av í k - 5 7 5 9 8 0 0 - w w w. v m . i s
desember voru 394 steinbítar merktir á Látragrunni út af Breiðafirði, en þar er helsta hrygningarsvæði steinbíts. Af þeim var 191 merktur með rafeinda- og slöngumerkjum og 203 einungis með slöngumerkjum (mynd 2). Samtals voru merktir 434 steinbítar í þessum tveim leiðöngrum, 222 voru merktir með rafeindaog slöngumerkjum og 212 einungis með slöngumerkjum. Á næsta ári er ráðgert að merkja 100 steinbíta með rafeinda- og slöngumerkjum og 1000 einungis með slöngumerkjum. Tilgangur þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á ýmsa þætti í líffræði steinbíts sem ekkert eða lítið er vitað um í dag. Í því sambandi má nefna dægursveiflur steinbíts, hreyfir hann sig meira á vissum tíma sólarhrings en öðrum? Hve mikið hann fer upp í sjó? Gætir hængurinn eggjanna allan klaktímann? Er munur á fari milli kynja? Einnig verður kannað hvort hægt sé að staðsetja nákvæmlega hvar og hvenær steinbítur kemur á hrygningareða fæðuslóð og við hvaða sjávarhita hann heldur sig eftir árstímum. Fyrri merkingarrannsóknir sýna að steinbítur virðist almennt vera kyrrstæður, en að stundum fari hann í lengri ferðir. Í þessari rannsókn verða erfðasýni tekinn af þeim fiskum sem verða merktir og þau notuð eftir á til að meta tengsl erfða og fars hjá steinbít en sýnt hefur verið fram á slík tengsl t.d. hjá þorski. Þessi merkingarrannsókn er samvinnuverkefni Hafrannsóknastofnunarinnar, Sjörnu-Odda og Matís og er styrkt af Tækjasjóði Rannsóknamiðstöðvar Íslands og Verkefnissjóði Sjávarútvegsins. Til þess að rannsóknin takist vel er brýnt að
góð samvinna verði á milli sjómanna, fiskverkunarfólks og Hafrannsóknastofnunarinnar, þannig að endurheimtur á merkjum verði sem bestar. Vil ég hvetja sjómenn og fiskverkunarfólk til að veita því eftirtekt hvort þeir steinbítar sem þau meðhöndla séu merktir. Best er ef sá eða sú sem finnur merktan steinbít geti komið honum á nærliggjandi útibú Hafrannsóknastofnunarinnar eða fiskmarkað og er þá nauðsynlegt að það fylgi með upplýsingar um það hvar fiskurinn veiddist (GPS hnit þ.e. lengd og breidd), hvenær hann veiddist (dagssetning) og nafnið á bátnum eða skipinu sem steinbíturinn var veiddur á. Ef það er af einhverjum ástæðum ekki mögulegt að koma fisknum til útibús eða fiskmarkaðar, er hægt að senda merkin til Hafrannsóknastofnunar ásamt áðurnefndum upplýsingum, þurfa þá einnig að fylgja upplýsingar um lengd og kyn steinbítsins. Til að hægt sé að meta aldur steinbítsins er nauðsynlegt að fá kvarnir úr steinbítnum, en við kvörnunina er skorið beint í hausinn u.þ.b. þumlung aftan við augun, þar liggja kvarnirnar í hólfum í hausnum. Kvarnirnar sem á að taka eru tvær, þær eru smáar eða um 5 mm á lengd og eru hvítar á lit (mynd 3). Nafn og heimilisfang finnandans þarf að fylgja með sendingunni, en verðlaun eru veitt fyrir skil á merkjum, 1000 krónur fyrir slöngumerki og 4000 krónur fyrir rafeindamerki. Aukin þekking á göngum og atferli steinbíts nýtist við veiðistjórnun, sem leiðir til þess að steinbítur nýtist okkur betur sem auðlind. Þessi þekking auðveldar einnig vísindamönnum að staðsetja hvar steinbítur er að hrygna. Það gerir ráðgjöf um friðun hrygningarsvæða steinbíts markvissari, og stuðlar því að betri nýliðun.
Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári
Borgartúni 35 • 105 Reykjavík • Sími: 591 0300
18
desember 2012
útvegsblaðið
Krafa LÍÚ um lækkun launa sjómanna Í
auglýsingu í Útvegsblaðinu og í grein í Fiskifréttum þann 22. nóvember síðastliðinn fara fulltrúar LÍÚ mikinn við að rökstyðja að lækka þurfi laun sjómanna til að útgerðin eigi fyrir veiðigjöldum og kostnaðarhækkunum sem útgerðin telur sig hafa orðið fyrir undanfarin misseri. Skrif LÍÚ eru undir þeirri yfirskrift að ekki sé hægt að borga laun af hlut sem ríkið tekur. Þessi krafa útgerðarinnar er í hæsta máta undarleg. Útgerðarmenn ætlast til þess að sjómenn og samtök þeirra standi við hlið þeirra í baráttunni gegn veiðigjaldinu. Á sama tíma eru þeir með harða kröfu á sjómenn um að laun verði lækkuð verulega með þátttöku í veiðigjaldinu sem er skattur á útgerðina. Auk þess krefjast þeir þátttöku í öðrum útgjöldum útgerðarinnar eins og kolefnisgjaldi, auknum olíukostnaði og tryggingagjaldi.
Samtök sjómanna eru mótfallin verulegri hækkun veiðigjalda
hluta af hagnaði útgerðarinnar yfir í eigin fiskvinnslu með því að spara sér launagreiðslur til sjómanna með lágu fiskverði. Mörg orð væri hægt að hafa um verðmyndun á fiski hér á landi en það verður geymt til betri tíma.
Íslands. LÍÚ hefur hingað til ekki boðið sjómönnum hærri hlut þó afkoma útgerðar hafi batnað og því engin rök að lækka þurfi laun sjómanna þó skattar á hagnað séu hækkaðir. Eins og sést á mynd 1 er hagnaður útgerðarinnar fyrir fjármagnsliði og afskriftir 26,5% af tekjum þrátt fyrir að veiðigjaldið (2% af tekjum) sem lagt var á á árinu 2010 sé flokkað með rekstrarkostnaði.
Engin rök fyrir þátttöku sjómanna í veiðigjöldum.
Á mynd 2 er sýnt hvernig hlutur útgerðarinnar breytist frá mynd 1 verði veiðigjöld samkvæmt lögunum lögð á miðað við rekstrarforsendur ársins 2010. Ekki verður séð á þessari mynd að rök séu fyrir kröfu LÍÚ um 15% lækkun á launum sjómanna vegna veiðigjaldanna. Hins vegar taka undirritaðir undir það sjónarmið fulltrúa útgerðarmanna að með setningu laga nr. 74/2012 um veiðigjöld er gengið ansi nærri útgerðinni með svo mikilli skattlagningu. Hafa ber þó í huga að veiðigjöld teljast til rekstrarkostnaðar í skilningi 1. tl. 31. greinar laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Því mun útgerðin væntanlega greiða lægri tekjuskatt á móti veiðigjöldunum.
Samtök sjómanna hafa fram til þessa deilt þeirri skoðun með LÍÚ að stjórnvöld hafi gengið of langt varðandi hækkun á veiðigjaldinu. Rekstrarafkoma iskifréttum síðastliðinn fara árið 2010 Hinsþann vegar22. getanóvember samtökin ekki stað- útgerðarinnar ækka þurfi laun sjómanna til að útgerðin eigi fyrirÍslands birtir árlega ið við hlið LÍÚ á sama tíma og for- Hagstofa beita öllum yfirlit yfir rekstrarafkomu útgerðútgerðinsvarsmenn telur sigþeirra hafa orðið fyrirráðundanfarin þar með talið hótunum arinnar og er síðasta yfirlit fyrir t að ekkium séog hægt að borga laun af um hlut sem ríkið verkbann til að réttlæta kröfu sína árið 2010. máta undarleg. Útgerðarmenn ætlast til þess að LÍÚ segir að hlutur sjó- Veiðigjöldin skv. um verulega lækkun á launum sjó- manna sé 37% af heildar tekjum lögum nr. 74/2012 eirra í baráttunni gegn veiðigjaldinu. Á sama tíma manna. Þetta ættu fulltrúar LÍÚ að útgerðarinnar og hlutur útgerðar- Veiðigjöldin samkvæmt lögum nr. laun verði lækkuð verulega með í 63%. Þetta er rétt svo langt 74/2012 verða reiknuð af hagnaði skilja, en sennilega eru þeir vanirþátttöku því innar uk þess krefjast þátttöku í öðrum að valdið þeir sé þeirra og menn verði útgjöldum sem það nær. LÍÚ forðast hins útgerðar fyrir fjármagnsliði og afómanna. grein í Fiskifréttum þann nóvember síðastliðinn fara undirgefnir ef hræðsluáróðurinn vegar að sundurliða frekar hlut skriftir, en veiðigjaldið sjálft má þó m olíukostnaði og 22. tryggingagjaldi. ðja að lækka sjómanna útgerðin er þurfi nógulaun sterkur. Rétttileraðað fulltrú-eigi fyrir útgerðarinnar. Veiðigjöld voru ekki draga frá sem rekstrarkostnnum sem útgerðin telur sig hafa orðið fyrir undanfarin ar LÍÚ geri sér strax grein fyrir að ekki lögð á útgerðina í fyrsta sinn að í þeim útreikningi. Frá þannig að ekki sé hægt að borga laun af hlut sem ríkið riyfirskrift hækkun veiðigjalda. svona framkoma virkar ekki setningu laga nr. 74/2012 um reiknuðum hagnaði fær útgerðin í hæsta skoðun máta undarleg. ætlastgagntil þess aðmeð þeirri meðÚtgerðarmenn LÍÚ að stjórnvöld hafi gengið Hins of vegar er rétt að að reikna sér 8% ávöxtun af rekstr- Hvað þýðir krafa LÍÚ? vart Sjómannasambandi Íslands ið hlið þeirra í baráttunni gegn veiðigjaldinu. Á samaveiðigjöld. tíma sn um vegar geta samtökin ekki með staðið viðí hlið á og verði VM –lækkuð Félagiverulega vélstjóra ogþátttöku málmmeðLÍÚ setningu þeirra laga hækka arfjármunum sem dregst frá í stað Krafa LÍÚ er að veiðigjöldin verði að laun 2um rðina.ráðum Auktæknimanna, þessog krefjast þeir þátttöku íhótunum öðrum útgjöldum heldur þvert á móti. veiðigjöldin um þar með talið verkbannverulega. LÍÚ segir fjármagnsliða og afskrifta. Í hagn- dregin frá óskiptu áður en skipt di, auknum Ef olíukostnaði ogertryggingagjaldi. eitthvað verður að þau verði un á launum sjómanna. Þettaandstaðan ættu fulltrúar LÍÚ að20 milljarðar eða 15% aðinn er síðann deilt með þorskí- er. Yrðu sjómenn við þessari kröfu gagnvart LÍÚ enn harðari við svona af tekjum þegar þau verða að fullu gildiskílóum þess afla sem veiddur þýddi það 15% tekjuskerðingu fyrir ldið sé þeirra og menn verði ef verulegri hækkun veiðigjalda. efst þann 1. september 2016, en undirgefnir þá er miðaðkomin við sömu afkomu og árið 2010. Veiðigjald framkomu. til framkvæmda í byrjun var á árinu og telst það hluti veið- þá. En hvernig breytist kakan sem ssa deilt var þeirrinálægt skoðun með að stjórnvöld gengið að fulltrúar LÍÚ geri sérvera strax grein fyrir aðofsvona 2010 því LÍÚ að tæpir 3hafi milljarðar eða um 2% afhefst tekjum. Á1.mynd 1 af erstofni sýnt til útreiknings á veiði- skipt er ef veiðigjöldin verða dreg2fiskveiðiársins sem þann anna dinu. Hins vegar geta samtökin ekki staðið við hlið LÍÚ á Íslands og VM – Félagi ogí rekstrinum. gambandi skiptingin á hlut útgerðarinnar er ávélstjóra ýmsa þætti Á síðustu árumgjöldunum. hefur sem skipt september 2016, en þá er miðað Samsvarandi er gert in frá áður en laun sjómanna eru beita öllumFiskverðið ráðum og þar með talið hótunum um verkbann útgerðarinnar batnað verulega oggagnvart hefur útgerðarinnar aukist nokkuð síðustu úrverður er ekki alltaf rétt eitthvað andstaðan LÍÚ enn sem er hefst þann 1. september 2016, en þá er hagnaður miðað sömu afkomu ogogárið 2010. Veiðigjald ega lækkun áer launum sjómanna. Þetta ættu fulltrúar LÍÚ viðaðvið sömu afkomu árið 2010. fyrir vinnsluna sem ekki verður far- reiknuð? Það má sjá á mynd 3. Eins á árinu 2010 varog nálægt því að undirgefnir vera 3efmilljarðar um 2% af 2010 tekjum. Ánálægt mynd 1 er sýnt því að valdið sé þeirra menn verði mkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. LÍÚeðahefur hingað tilvarekki boðið Veiðigjald á árinu ið nánar út í hér, en er það gert til og sést á myndinni hefði frádráttStór hluti útgerðarinnar er tæpir í eigu skiptingin á hlut útgerðarinnar er áaðýmsa í rekstrinum. síðustu árum hefur að ná inn í veiðigjöldin hagnaði sem Rétt erhvernig að fulltrúar LÍÚ geri sérFiskverð strax greiní fyrir svona þvíþætti að og vera tæpir 3Ámilljarðar eða ur veiðigjaldanna í för með sér að fiskvinnslunnar. viðnnum hærri hlut þó afkoma útgerðar hafi batnað því engin rök að lækka þurfi laun hagur útgerðarinnar og hefuroghagnaður útgerðarinnar aukist nokkuð síðustu ómannasambandi Íslands ogbatnað VM –verulega Félagi vélstjóra um 2% afátekjum. Á mynd 1 er sýntútgerðarinnar útgerðin flytur yfir á fiskvinnsluna laun sjómanna lækkuðu um 15% skiptum milli skyldra aðila er mun 3 nna þó skattar á hagnað séu hækkaðir. Eins og sést mynd 1 er hagnaður árin samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. móti. Ef eitthvað er verður andstaðanfrágagnvart LÍÚ enn LÍÚ hefur hingað til ekki boðið rétt. hvernig á að hlut útgerðí formi lágs fiskverðs. Veiðigjöldin eða í 31,5% af tekjum útgerðarinnlægra en fengist ef26,5% fiskurinn værihafiþrátt sjómönnum hærri hlut þó afkoma útgerðar batnaðfyrir ogskiptingin því engin rök lækka þurfiaflaun ármagnsliði og afskriftir af tekjum að veiðigjaldið (2% tekjum) sem unnar. Fiskverð í viðskiptum milli skyldra aðilaá mynd er Mynd 3 arinnar á ýmsa í rekstrverða síðan 65% af samanlögðum ar. 65% af kostnaðarlækkun útgerðseldur fiskmarkaði og í sumum tilsjómanna þóá skattar á hagnað séu hækkaðir. Eins og sést er 1 er þætti hagnaður útgerðarinnar rurá áá fiskmarkaði árinu 2010 séog flokkað með rekstrarkostnaði. útgerðarinnar vegna launalækkunar í sumum tilvikum hafa fyrir fjármagnsliði og afskriftir 26,5% af tekjum þrátt fyrir að veiðigjaldið (2% af tekjum) sem vikum hafa útgerðarmenn algjör- inum. Á síðustu árum hefur hag- stofni veiða og vinnslu. Gjaldinu arinnar vegna launalækkunar hjá ki alltaf rétt. hjá sjómönnum til ríkisins í lagtfyrir var árinu 2010 sé flokkað með rekstrarkostnaði. skvinnslunnar. ísér viðskiptum milli skyldra aðila ur er útgerðarinnar batnað verulega færi er skipt í tvo flokka, þ.e. gjaldið er sjómönnum færi til ríkisins í formi legaáFiskverð íáaflann. hendi hvað er fyrreitt er Því er greitt ljóst að forsendan fyrir Krafa LÍÚ um lækkun launa jöldin skv. lögum nr. 74/2012. formi veiðigjalda en 35% yrðu eftir væri seldur á fiskmarkaði og í sumum tilvikum hafa og hefur hagnaður útgerðarinnar reiknað fyrir botnfiskveiðarar ann- veiðigjalda en 35% yrðu eftir hjá útir aflann. Því er ljóst af að hagnaði forsendanútgerðarinnar gerðin flytur þannig hluta érjöldin hvaðVeiðigjöldin greitt er fyrirskv. aflann. Þvínr. er ljóst að forsendan lögum nr. 74/2012. samkvæmt lögum 74/2012 verðafyrir reiknuð af hagnaði fyrirars vegar og veiðar á uppsjávarfiski gerðinni. hjáútgerðar útgerðinni. aukist nokkuð síðustu árin samfyrir aflahlutum sjómanna er ekki 3sínum Veiðigjöldin lögum nr. 74/2012 verða reiknuð af hagnaði útgerðar fyrir rétt. Útgerðin flytursamkvæmt þannig hluta af hagnaði útgerðarinnar Ífrá rökstuðningi fyrirí lækkun gnsliði ogalltaf afskriftir, en veiðigjaldið sjálft má þó ekki draga frá sem rekstrarkostnað 3 vegar. Mynd 1 kvæmt upplýsingum Hagstofu Í rökstuðningi sínum fyrir lækkrétt. Útgerðin flytur þannig fjármagnsliði og afskriftir, en veiðigjaldið sjálft má þó ekki draga frá sem rekstrarkostnað hins í
un launa sjómanna segja útgerðarmenn m.a.: „Hvaða fyrirtæki sem er eða heimili þyrfti að grípa til ráðstafana ef tekjur þeirra lækka skyndilega um 15% og það sama á við um útgerðarfyrirtæki.“ Útgerðarmenn telja sem sagt að það sé í lagi að sjómennirnir og heimili þeirra þurfi að grípa til ráðstafana vegna 15% tekjuskerðingar. Alla vega sýna kröfur þeirra á hendur sjómönnum um lækkun launa ekki þann skilning sem þeir ætlast til að aðrir hafi gagnvart þeim vegna hækkunar á veiðigjöldum. Að þeirra mati er alveg ótækt að skerða góðan hagnað útgerðarinnar en í lagi að lækka laun starfsfólksins sem skapar þeim þessa góðu afkomu. Útgerðarmenn eru reyndar með kröfum sínum á hendur sjómönnum að fara fram á meiri lækkun launa en þau 15% sem felast í veiðigjöldunum. Nær væri að tala um að kröfur LÍÚ séu 20% lækkun launa auk þess sem þeir hafa ekki ljáð máls á að bæta sjómönnum þá skerðingu á kjörum sem þegar hefur orðið vegna afnáms sjómannaafsláttarins. Kröfu LÍÚ um frádrátt á veiðigjöldum hafnað
LÍÚ heldur því fram að grunnur að kjarasamningi milli aðila hafi verið lagður áður en veiðigjöldin komu til og því beri að breyta kjarasamningi á þann veg að tekið verði tillit til þeirra í hlutaskiptunum. Rétt er að benda LÍÚ á að veiðigjöldin eru skattur á hagnað útgerðarinnar rétt eins og tekjuskattur eða aðrir skattar sem stjórnvöld kjósa að leggja á hagnað. Þessi skattur á útgerðina, hvort sem hann nefnist veiðigjöld eða annað, er lagður á þann ágóða sem löggjafinn telur að sé eftir þegar búið er að draga allan rekstrarkostnað og annan eðlilegan kostnað frá tekjum útgerðarinnar. Laun sjómanna eru hluti af rekstrarkostnaði útgerðarinnar. Með hvaða hætti stjórnvöld kjósa að skattleggja þann ágóða sem eftir stendur er sjómönnum óviðkomandi. Kröfu LÍÚ um lækkun aflahluta vegna veiðigjalda sem lögð eru á útgerðina er því alfarið hafnað af sjómönnum.
launa 18,5% Mynd 1 Mynd 2 sjómanna segja útgerðarmenn treikningi. Frá þannig Mynd 2 Mynd3 3 þeim útreikningi. Frá þannig na Mynd m.a.: „Hvaða fyrirtæki sem er eða 31,5% ðum hagnaði útgerðin að útgerðarinnar vegna launalækkunar reiknuðumfær hagnaði fær útgerðin að i útgerðarinnar vegna launalækkunar heimili þyrfti að grípa til ráðstafana hjá sjómönnum færi til ríkisins í reikna sér 8% ávöxtun af hjá sjómönnum ski sér 8% ávöxtun af færi til ríkisins í veiðigjöld Krafaskyndilega LÍÚ um lækkun launa 15,5% Eftir lög Afkoma útgerðar efveiðigjöld tekjur lækka um formi Eftir veiðigjalda enum 35% yrðu eftir þeirra Afkoma útgerðar 2010 rekstrarfjármunum sem dregst frá í 2010 l lög um Krafa LÍÚ um lækkun launa rfjármunum sem dregst frá2% í Í veiðigjalda formi en 35% yrðu eftir hjá útgerðinni. stað fjármagnsliða og afskrifta. 15% og það sama á við um 2% ármagnsliða og afskrifta. Í hjá útgerðinni. Í rökstuðningi sínum fyrir lækkun hagnaðinn er síðann deilt með útgerðarfyrirtæki.“ Útgerðarmenn 15% launa sjómanna útgerðarmenn ðinn erþorskígildiskílóum síðann deilt með þess aflaÍsem rökstuðningi sínum fyrirsegja lækkun sem sagt að það sé í18,5% lagi að 34,5% 15% semtelja m.a.: „Hvaða fyrirtæki er eða veiddur var á árinu ogsem telst það hlutisjómanna gildiskílóum þess afla launa segja útgerðarmenn 37% 37% sjómennirnir og heimili18,5% þeirra þurfi 31,5% 26,5% heimili þyrfti að grípa til ráðstafana veiðanna af stofni til útreiknings á it 13,5% r var veiðigjöldunum. á árinu og telst það hluti m.a.: sem er skyndilega eðaað grípa vegna 15% effyrirtæki tekjur þeirra lækka um til ráðstafana15,5% 31,5% t Samsvarandi er ger„Hvaða og 37% Hlutur sjómanna 37% na stofni til útreikning s áheimili 26,5% að grípa ráðstafana og 13,5% það til sama á við umtekjuskerðingar. Alla vega sýna vinnsluna sem ekki verður farið þyrfti15% Ú af fyrir Annar útgerðarkostnaður, án veiðigjalds 34,5% útgerðarfyrirtæki.“ Útgerðarmenn 15,5% nánar út í hér, en er það gertger til að ná f kröfur þeirra á hendur sjómönnum jöldunum. Samsvarandi er t ef tekjur þeirra lækka skyndilega um telja sem sagt 34,5% að það sé í lagi aðlækkun launa ekki þann skilning Fjármagnskostnaður, afskriftir og hagnaður 34,5% inn ísem veiðigjöldin hagnaðifarið sem útgerðin um innsluna ekki verður 15% og það sama á við um sjómennirnir og heimili þeirra þurfi flytur yfir á fiskvinnsluna í formi lágs Veiðigjöld sem þeir ætlast til að aðrir hafi út í hér, en er það gert til að ná að grípa Útgerðarmenn til ráðstafana vegna 15% fiskverðs. Veiðigjöldin verðaútgerðarfyrirtæki.“ síðan 34,5% Hlutur sjómanna 37% 34,5% gagnvart þeim vegna Hlutur sjómannaá hækkunar Hlutur eiðigjöldin semstofni útge rðinsem Alla að vega sýna telja að það sé sjómanna í lagi 65% af hagnaði samanlögðum veiða og sagttekjuskerðingar. 34,5% Annar útgerðarkostnaður, án veiðigjalds 34,5% Annarmati útgerðarkostnaður, veiðigjalds veiðigjöldum. Að þeirra er alveg án ótækt að skerða góðan hagnað útgerðarinnar en í lagi Annar útgerðarkostnaður, án veiðigjalds kröfur þeirra áþeirra hendur þurfi sjómönnum Gjaldinu er skipt í tvo flokka, öld yfir á vinnslu. fiskvinnsluna í formi lágs sjómennirnir og heimili Fjármagnskostnaður, afskriftir og hagnaður 26,5% Fjármagnskostnaður, afskriftir og hagnaður aðskilning lækka laun starfsfólksins sem skapar þeim þessa góðu afkomu. Útgerðarmenn eru reyndar um lækkun launa ekki þann Fjármagnskostnaður, afskriftir og hagnaður rir þ.e. gjaldið er reiknað fy rðs. Veiðigjöldin verða síðanað grípa til ráðstafana vegna 15% hafi kröfum sínum á hendur Veiðigjald c.a. 2% Veiðigjöld sem þeirHlutur ætlastsjómanna til að aðrir með botnfiskveiðarar annars vegar og sjómönnum að fara fram á meiri lækkun launa en þau 15% sem 2 Veiðigjöld Hlutur sjómanna fðsamanlögðum stofni37% veiða og Allaþeim vega sýna gagnvart vegna hækkunar Hlutur sjómanna veiðar á uppsjávarfiski hins tekjuskerðingar. vegar. felastá í veiðigjöldunum. Nær væri að talaán um að kröfur LÍÚ séu 20% lækkun launa auk þess Annar útgerðarkostnaður, veiðigjaldsí lagi Annarsjómönnum útgerðarkostnaður, án veiðigjalds veiðigjöldum. Að þeirra mati alveg ótækt að skerða góðan hagnað u. Gjaldinu er skipt tvo að flok ka, eiðigjöldin verulega. LÍÚí segir þau verðiþeirra 20 milljarðar kröfur á hendur semerþeir hafa ekki ljáð máls á að bætaútgerðarinnar sjómönnumenþá skerðingu á kjörum sem þegar hefur Annar útgerðarkostnaður, án veiðigjalds 34,5%
Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri SSÍ Guðmundur Ragnarsson formaður VM
útvegsblaðið
desember 2012
19
ÍSLENSKA
SJÓMANNAALMANAKIÐ ER KOMIÐ ÚT
»„Við tökum sem sagt vel á móti öllum sem hafa góða hugmynd að vöruþróun eða þurfa aðstoð við að koma hugmynd sinni í réttan búning og við getum hafist handa mun fyrr en ef við þyrftum að reyna fjármögnun í gegnum hið hefðbundna sjóðakerfi,“ segir Páll Gunnar.
Matís leggur áherslu á samvinnu við fyrirtæki og einstaklinga:
Framsækið þekkingarfyrirtæki M
atís er framsækið þekkingarfyrirtæki sem sinnir fjölbreyttu rannsókna- og nýsköpunarstarfi fyrir matvæla- og líftækniiðnaðinn í landinu. Meginhluti starfseminnar snýst um ráðgjöf og þjónustu til fyrirtækja og stofnana á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar. Páll Gunnar Pálsson matvælafræðingur hjá Matís segir að meðal algengustu viðfangsefna fyrirtækisins sé þátttaka í vöruþróun og skipulagi verkferla hjá matvælafyrirtækjum. „Helsta leiðarljós Matís er að auka gæði, verðmæti, hollustu og öryggi framleiðslunnar og efla þannig samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs á alþjóðlegum vettvangi og stuðla að betri lýðheilsu,“ segir Páll.
Tíu starfsstöðvar
„Meginaðsetur Matís er í Reykjavík en þar að auki eru starfræktar níu starfsstöðvar um allt land. Starfsemin er margvísleg en með sérstakri áherslu á samvinnu við fyrirtæki og einstaklinga. Starfsmannafjöldi Matís er um eitthundrað og innan þess hóps eru margir af helstu sérfræðingum landsins í matvæla- og líftækni auk fjölda meistara- og doktorsnema í rannsóknatengdu námi.“ Páll Gunnar segir að mörg verkefnin séu smá og afmörkuð og eigi því ekki möguleika á styrkjum hjá samkeppnissjóðunum auk þess sem umsóknafrestur og afgreiðslutími sjóða getur verið það langur að verkefnin lognast út af meðan beðið er.
Tryggðu þér eintak í síma
511-6622
Helsta leiðarljós Matís er að auka gæði, verðmæti, hollustu og öryggi framleiðslunnar og efla þannig samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs á alþjóðlegum vettvangi og stuðla að betri lýðheilsu. Páll Gunnar Pálsson, matvælafræðingur hjá Matís.
Nauðsynlegt að bregðast hratt við
„Öflun sjávarfangs er háð árstíðum og ef ekki tekst að koma verkefni í gang á tilteknum tíma getur biðtími orðið langur. Það er því mikilvægt að hægt sé að bregðast skjótt við og hefja vinnu strax við mikilvægar verkefnahugmyndir sem vakna. Undanfarin ár hefur Matís lagt ríka áherslu á samstarf við einstaklinga og fyrirtæki sem eru að leita leiða til að auka verðmæti eða eru að undirbúa vinnslu nýrra afurða. Vegna þessa settum við á laggirnar verkefnið Vöruþróunarsetur sjávarafurða með stuðningi Verkefnasjóðs sjávarútvegsins. Innan þess er unnið að fjölbreyttum vöruþróunarverkefnum á sviði sjávarútvegs út um allt land. Verkefninu er ætlað að mæta þörf íslensks sjávarútvegs fyrir vöruþróun og frekari fullvinnslu. Í ljósi þeirrar reynslu sem fengist hefur af starfseminni hefur mikilvægi þess að geta brugðist við óskum fyrirtækja og einstaklinga um aðstoð við vöruþróun aukist,“ segir Páll Gunnar.
Taka vel á móti öllum
Páll Gunnar segir að verkefni sem rati inn á borð hjá Matís séu oftar en ekki komin frá fyrirtækjum og einstaklingum á landsbyggðinni og hefur efling starfsemi Matís á landsbyggðinni haft mikil áhrif þar á. „Við tökum sem sagt vel á móti öllum sem hafa góða hugmynd að vöruþróun eða þurfa aðstoð við að koma hugmynd sinni í réttan búning og við getum hafist handa mun fyrr en ef við þyrftum að reyna fjármögnun í gegnum hið hefðbundna sjóðakerfi. Á þessum tveimur árum sem verkefnið hefur verið starfrækt hefur Matís komið að ríflega 50 verkefnum og hafa sum þeirra þegar skilað vörum og nýrri starfsemi. Má þar nefna afurðir byggðar á þara eins og þaraskyr og smyrsl. Sem stendur er unnið að þróun fæðubótarefna úr þara, byggþarapasta, reykingu á ufsa, olíu unninni úr humar, heilsusnakki úr sjávarfangi, bættri nýtingu grásleppu, leiðbeiningum fyrir fólk sem búa vill til sinn eigin saltfisk, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Páll Gunnar.
utvegsbladid.is »Þ j ó n u s t u m i ð i l l
s j á v a rú t v e g s i n s
Legur og leguhús
Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi Sími 580 5800 • www.landvelar.is
Hefur meira en ForrĂŠttur og full mĂĄltĂĂ° tvĂśfaldast 20
desember 2012
ĂştvegsblaĂ°iĂ°
Ice-West Ă GrindavĂk sýður niĂ°ur Ăžorsklifur Ă fjĂłrar til fimm milljĂłnir dĂłsa ĂĄ Ăžessu ĂĄri:
HjĂśrtur GĂslason skrifar:
H
jĂłnin Helga MarĂa GarĂ°arsdĂłttir og Ingvar VilhjĂĄlmsson keyptu fyrirtĂŚkiĂ° Ice-West, sem sýður niĂ°ur Ăžorsklifur, Ă GrindavĂk um sĂĂ°ustu ĂĄramĂłt. Ăžau hafa sĂĂ°an gert miklar endurbĂŚtur ĂĄ hĂşsnĂŚĂ°inu og skotiĂ° fleiri stoĂ°um undir reksturinn meĂ° sĂłkn ĂĄ nĂ˝ja markaĂ°i og leita leiĂ°a til niĂ°ursuĂ°u ĂĄ nĂ˝jum afurĂ°um. ĂštvegsblaĂ°iĂ° kĂkti til Ingvars Ă verksmiĂ°juna og fylgdist meĂ° vinnslunni og frĂŚddist um hana. „FyrirtĂŚkiĂ° var upphaflega stofnaĂ° 1995 og hĂŠt ĂĄĂ°ur Ă B LĂ˝si. ViĂ° hjĂłnin keyptum fyrirtĂŚkiĂ° Ă byrjun Ăžessa ĂĄrs, en Þå var vinnslan orĂ°in einskorĂ°uĂ° viĂ° niĂ°ursuĂ°u ĂĄ Ăžorsklifur,“ segir Ingvar. „à ður fyrr var eingĂśngu framleitt Ă 120 gramma dĂłsir og lifrin aĂ°allega seld til Frakklands, Þýskalands og Danmerkur, sem hafa veriĂ° hinir hefĂ°bundnu markaĂ°ir. FyrirtĂŚkiĂ° var aĂ° framleiĂ°a tvĂŚr til fjĂłrar milljĂłnir dĂłsa ĂĄ ĂĄri. HrĂĄefniĂ° hefur fyrst og fremst veriĂ° fengiĂ° frĂĄ GrindavĂk og af SuĂ°urnesjunum,“ segir Ingvar.
Nýjar dósir
„Ă? byrjun Ăžessa ĂĄrs fĂłrum viĂ° Ă framleiĂ°slu ĂĄ nĂ˝rri dĂłs, sem er hringlaga og helmingi stĂŚrri en hin hefĂ°bundna „club“ dĂłs sem viĂ° framleiddum eingĂśngu Ă ĂĄĂ°ur. Ăžessar dĂłsir seljum viĂ° fyrst og fremst til Austur-EvrĂłpu sem og BandarĂkjanna. MeĂ° ĂžvĂ aĂ° hafa aĂ°lagaĂ° framleiĂ°sluferliĂ° aĂ° Ăžessum nĂ˝ju dĂłsum hafa myndast tĂŚkifĂŚri ĂĄ nĂ˝jum mĂśrkuĂ°um fyrir okkar fyrirtĂŚki, viĂ° hĂśfum ĂžvĂ nĂĄĂ° aĂ° vera meĂ° meiri breidd og ekki eins hĂĄĂ° mĂśrkuĂ°unum Ă Vestur-EvrĂłpu. ViĂ° erum nĂş aĂ° framleiĂ°a Ă fjĂłrar til fimm milljĂłnir dĂłsa og erum aĂ°
?kkml�_i e g „ grr ijgicpdg
ĂĄ ^qjklY kcahla ~ ĂĄkdYf\a Z mj ĂĄk`“ka ]`^ f“ Daf\]%_Âľ a ~ Yeegf‰Yca& Âœ Ngllm _Âľ a& Âœ mjjYklY Yeegf‰Yca & Âœ E]kla `j]afd]acaff& Âœ DÂľ_klY n]j a &
ĂshĂşsiĂ° Qkg hstceg 2_ z 344 4...
HjĂśrtur GĂslason skrifar: hjortur@goggur.is
Aldrei hefur hĂŚrra hlutfall leyfilegs heildarafla Ă Ăžorski fariĂ° Ă pottana svokĂślluĂ°u en ĂĄ Ăžessu fiskveiĂ°iĂĄri. Leyfilegur heildarafli Ăžorsks ĂĄ Ăžessu ĂĄri er 177.000 tonn. Fyrir Ăşthlutun innan aflahlutdeildarkerfisins eru dregin frĂĄ ĂžvĂ magni 16.852 tonn. Samtals er ĂşthlutuĂ° aflahlutdeild 160.148 tonn. HlutfalliĂ° sem fer Ă pottana er ĂžvĂ um 9,5%. Ă sĂĂ°asta fiskveiĂ°iĂĄri var Ăžetta hlutfall 7,9% en fiskveiĂ°iĂĄrin Ăžar ĂĄĂ°ur var hlutfalliĂ° mun lĂŚgra eĂ°a Ă kringum 5%, lĂŚgst 2006/2007, 4,6%. Hlutfall pottanna hefur ĂžvĂ meira en tvĂśfaldast sĂĂ°an Þå.
HLUTFALL AF HEIMILUĂ?UM ĂžORSKAFLA FiskveiĂ°iĂĄr
Magn
Hlutfall %
2003/2004
10.924
5,20%
2004/2005
12.503
6,10%
2005/2006
11.959
6,00%
2006/2007
8.879
4,60%
2007/2008
7.378
5,70%
2008/2009
7.444
5,70%
2009/2010
7.888
5,30%
riĂ°i. GrindavĂk er mjĂśg mikilvĂŚg lĂśndunarhĂśfn og hĂŠr eru sterk sjĂĄvarĂştvegsfyrirtĂŚki. ViĂ° erum aĂ° fĂĄ mjĂśg gott hrĂĄefni, ĂžvĂ viĂ° kaupum fyrst og fremst af lĂnubĂĄtum. ĂžaĂ° er mjĂśg mikilvĂŚgt fyrir vinnsluna, ĂžvĂ lifrin er viĂ°kvĂŚmt hrĂĄefni. HĂşn geymist aĂ°eins Ă stuttan tĂma fyrir vinnslu, Þó hĂşn endist Ă allt aĂ° fimm ĂĄr eftir aĂ° hĂşn er komin Ă dĂłsina. Lifrin af lĂnubĂĄtunum hefur orĂ°iĂ° fyrir minna hnjaski en lifur Ăşr trolli og er ĂžvĂ aĂ° Ăśllu jĂśfnu betra hrĂĄefni til niĂ°ursuĂ°u. ĂžaĂ° er mjĂśg mikilvĂŚgt Ăžegar neytandinn opnar dĂłsina aĂ° hann sjĂĄi aĂ° lifrin sĂŠ ljĂłs og falleg.“ FĂĄ gott verĂ° fyrir lifrina
HvaĂ° meĂ° lifur af frystitogurum, skilar hĂşn sĂŠr Ă land? 2010/2011 12.762 7,90% „ÞaĂ° er saga aĂ° segja frĂĄ ĂžvĂ. LĂśggjĂśfinni um veiĂ°ar var breytt fyr2011/2012 16.852 9,50% ir skĂśmmu og nĂş er skylt aĂ° koma meĂ° allt aĂ° landi. Ă Ă°ur fyrr voru menn aĂ° fĂĄ frekar lĂĄgt verĂ° fyrir lifrina, en hĂşn er hlutfallslega hĂĄtt og rĂŚkjuveiĂ°a, 1.226 tonn, og lĂnuĂvilnun, hlutfall af fiskinum. ĂžvĂ var lĂtil 2.531 tonn. Framlag Ă Ăžann pott hefur veriĂ° hvatning til Ăžess aĂ° hirĂ°a hana. Ăžeir minnkaĂ° um 844 tonn, en fiskveiĂ°iĂĄrin Ăžar voru kannski aĂ° fĂĄ um 20 krĂłnur ĂĄ undan hefur Ăžetta framlag veriĂ° Ăłbreytt Ă fyrir kĂlĂłiĂ° af lifrinni, en nĂş er verĂ°3.375 tonnum, eĂ°a allt frĂĄ ĂžvĂ ĂĄ lĂnuĂvilnuniĂ° rĂşmar 90 krĂłnur. ĂžvĂ er orĂ°inn in var tekin upp ĂĄriĂ° 2003. VS-aflinn hefur meiri hvati til aĂ° hirĂ°a lifrina og ekki til Ăžessa veriĂ° dreginn frĂĄ fyrir Ăşthlutkoma meĂ° hana Ă land. Ekki hefur un til aflamarks og frĂstundaveiĂ°in heldgengiĂ° eins vel aĂ° fĂĄ frystiskipin til ur ekki. ByggĂ°akvĂłtinn hefur undanfarin aĂ° skila Ăžessu Ă land, en Ăžar hefur ĂĄr veriĂ° nĂĄlĂŚgt 3.000 tonnum af Ăžorski, ĂžvĂ veriĂ° boriĂ° viĂ° aĂ° ekki sĂŠ aĂ°en fĂłr niĂ°ur Ă tĂŚplega 2.700 tonn, Ăžegar staĂ°a til aĂ° hirĂ°a lifrina. Ég held aĂ° leyfilegur heildarafli af Ăžorski var aĂ°eins ĂžaĂ° sĂŠ miklu frekar spurning um tĂma hvenĂŚr hĂşn fer aĂ° skila sĂŠr Ă 130.000 tonn. land. ViĂ° hĂśfum reyndar ekki notaĂ° Ă sĂĂ°asta fiskveiĂ°iĂĄri var leyfilegur frysta lifur til niĂ°ursuĂ°u og ĂŠg efast heildarafli af Ăžorski 160.000 tonn. 12.672 um aĂ° ĂžaĂ° sĂŠ hĂŚgt. Ég veit reyndar tonn voru Þå tekin frĂĄ fyrir Ăşthlutun og til Ăžess aĂ° svo sĂŠ gert Ă RĂşsslandi og komu 147.328 tonn til Ăşthlutunar. Þå voru EystrasaltslĂśndunum Þó ĂŠg efist um 4.800 tonn tekin frĂĄ vegna strandveiĂ°gĂŚĂ°i slĂks hrĂĄefnis.“ anna eĂ°a 3%, en ĂĄ Ăžessu fiskveiĂ°iĂĄri er Loks er byggĂ°akvĂłtinn aukinngĂŚĂ°amunur um 2.500ĂĄtonn frĂĄ ĂĄrinu ĂĄĂ°u Er einhver lifrinni hlutfall strandveiĂ°anna 3,2% og magniĂ° sem fer til Austur-EvrĂłpu og Ăžeirri 5.600 tonn. Ă fiskveiĂ°iĂĄrunum nĂŚst ĂĄ und- Aukningin er samkvĂŚmt brĂĄĂ°abirgĂ°aĂĄkvĂŚĂ°i laga nĂşmer 116 f sem fer ĂĄ vestrĂŚna markaĂ°i? an, eĂ°a frĂĄ 2004/2005 eru frĂĄdrĂĄttarliĂ°irn„Nei, ĂhefĂ°i raun og veru er Ăžetta sama aĂ°eins ĂĄrinu 2006. Ă n Ăžessa ĂĄkvĂŚĂ°is byggĂ°apotturinn ir aĂ°eins ĂžrĂr, skeloghann rĂŚkjubĂŚtur, byggĂ°a- Ă GrindavĂk. ÂťIngvar VilhjĂĄlmsson er ĂĄnĂŚgĂ°ur meĂ° gĂŚĂ°i lifrarinnar sem fĂŚr af bĂĄtunum afurĂ°in, lifrin sem slĂk er ĂĄvallt kvĂłti og lĂnuĂvilnun og samanlagt hlutfall orĂ°iĂ° 2.341 tonn, en verĂ°ur nĂş 4.841aĂ°tonn. SamaĂžaĂ°er aĂ° sambĂŚrileg gĂŚĂ°um. er segja um 4,6% upp viĂ° Ă 6%.framleiĂ°sluna ĂĄrum. NĂş eru hĂŠr fimm verksmiĂ°jur helst aĂ° munur sĂŠ ĂĄ lifur eftir ĂžvĂ aukafrĂĄverulega aukninguna strandveiĂ°ikvĂłtanum, nemur 2.000 tonnum frĂĄ ĂžvĂ sem var til aĂ° reyna aĂ° mĂŚta aĂ° stĂśrfum og flestar hafaåÞÌr veriĂ° ĂĄ hvaĂ°a ĂĄrstĂmasem fiskurinn er veiddUndirmĂĄliĂ° ekki dregiĂ° frĂĄ hinni gĂfurlegu eftirspurn eftir Ă eigu erlendra aĂ°ila. Til aĂ° mynda Hinsvegar eru mismunandi ĂştĂ n hennar hefĂ°u aĂ°eins ur. 3.600 tonn komiĂ° Ă hlut strandveiĂ°iflo góðri ViĂ°heimild rĂłum til ĂĄfram verksmiĂ°jan ĂĄ Akranesi Ă 75% fĂŚrslur ĂĄ uppskriftinni eftir ĂžvĂ ĂĄ Ă riĂ°Ăžorsklifur. 2001 var sett aĂ° landaersvoĂĄ sĂśmu miĂ° Ă„HafrĂł-afla“ hrĂĄefniskaupum, eigu Dana.ans VerksmiĂ°jan Ă SandgerĂ°i Ă staĂ° 5.600 tonna. hvaĂ°a markaĂ°i er veriĂ° aĂ° selja afkĂślluĂ°um Ăžar semenverĂ°mĂŚti ĂžaĂ°aflans sem helst haldiĂ° aftur var aĂ° hluta til Ă eigu dansks fyrir- urĂ°ina. Sem dĂŚmi Þå vilja Frakkar rann aĂ°hefur stĂŚrstum hluta til starfsemi af fyrirtĂŚkjum Ă lifrarniĂ°ursuĂ°u er tĂŚkis ogmetnar verksmiĂ°jan ĂĄ SúðavĂk, gjarnan hafa hana Austur- verĂ°ur HafrannsĂłknastofnunarinnar en seinna og dregnar frĂĄ leyfilegum heildarmĂĄli. reykta, Hver framvindan ď Ž Ă safl hefur gott Ăşrval af vĂŠlum, aĂ°gengi aĂ° hrĂĄefni.“ sem HG rekur Ă dag, var Ă samstarfi EvrĂłpa kĂ˝s pipar og lĂĄrviĂ°arlauf meir var ĂĄkveĂ°iĂ° aĂ° Ăžessir fjĂĄrmunir rynnu afla fyrir Ăşthlutun. SĂĂ°ustu fiskveiĂ°iĂĄr hef- mĂĄlum er erfitt aĂ° spĂĄ. Ă? skĂ˝rslu s viĂ° Dani ur lĂka loks tonnum er verksmiĂ°ja saman viĂ° lifrina einnig er hĂşn rafstÜðvum og Üðrum bĂşnaĂ°i fyrir til Verkefnasjóðs sjĂĄvarĂştvegsins og heimumog1.300 af Ăžorski veriĂ° landaĂ° um en endurskoĂ°un ĂĄ lĂśgum um s VerksmiĂ°jur fluttar ĂĄ HornafirĂ°i, en Skinney Ăžinganes seld ĂĄn nokkurra bragĂ°efna, Ăž.e. Ă bĂĄta og stĂŚrri skip. PersĂłnuleg ildin ĂžvĂ kĂślluĂ° VS-heimild. SamkvĂŚmt sem undirmĂĄli. veiĂ°a frĂĄ ĂžvĂ Ă september 2010 e frĂĄ SkandinavĂu rekur hana Ă samstarfi viĂ° pĂłlskt eigin olĂu.â€? Ăžessari heimild er skipstjĂłra leyfilegt aĂ° Eins og ĂĄĂ°ur sagĂ°i er VS-aflinn Ă fyrsta Ăžessi mĂĄl og fjallaĂ° um mĂśgulega ĂžjĂłnusta, snĂśgg og góð afgreiĂ°sla fyrirtĂŚki. Ice-West er hins vegar al- Hvernig borĂ°ar fĂłlk lifrina? Hefur lifur veriĂ° niĂ°ursoĂ°in ĂĄkveĂ°a aĂ° allt aĂ° 5% botnfiskafla reiknist sinn dreginn frĂĄ Ăşthlutun til kvĂłta ĂĄ Ăžessu ĂĄ Ăşthlutun Ă Ăžessa potta. ĂĄsmat hagstĂŚĂ°um verĂ°um gerir Ăśll fariĂ° Ă eigu Ă?slendinga. „Ă? Vestur-EvrĂłpu er lifrin nothĂŠr ĂĄ landi Ă langan tĂma? ekki til aflamarks. Ăžeim afla skal landa ĂĄ fiskveiĂ°iĂĄri. Ă sĂĂ°asta ĂĄri var 2.100 uĂ° tonnum sem forrĂŠttur ofan ĂĄ kex meĂ° „Flest fyrirtĂŚki Ă lifrarniĂ°ursuĂ°u viĂ°skipti viĂ° Ă safl ĂĄnĂŚgjuleg. Okkar og staĂ°sett 20% af ĂaflaverĂ°mĂŚti fara góða af Ăžorski landaĂ° samkvĂŚmt Ăžeim heimildSkipt slĂku. ĂĄ milliĂ? tveggja lifur af bĂĄtunum sultu eĂ°a einhverju Austur- potta vorufiskmarkaĂ°i ĂĄ sĂnum tĂma Skandi- FĂĄum helstu vĂśrumerki eru Isuzu, Doosan, til skipta milli ĂştgerĂ°ar og ĂĄhafnar. 80% um og ĂĄ fiskveiĂ°iĂĄrinu Ăžar ĂĄ undan 3.400 „ÞaĂ° er mat meirihluta navĂu, en Ă dag er dioxĂnmengun Ă ViĂ° hĂśfum lagt mikla ĂĄherslu ĂĄ EvrĂłpu er lifrin notuĂ° sem mĂĄltĂĂ°. starfshĂłp FPT, Westerbeke, Helac, Hidrostal, ď Ž AĂ° endurskoĂ°a Verkefnasjóðsins. Ăžessar tonnum. FiskveiĂ°iĂĄriĂ° 2008/2009 varblandaĂ° Henni er saman viĂ° eigi salatlagaĂĄkvĂŚĂ°i lifurrenna yfir til leyfilegum hĂĄmĂśrkum Ă heimildgrindvĂskan uppruna fyrirtĂŚkisins Hung Pump, Tides Marine, Halyard, og festa ÞÌr ĂAlgengt lĂśgum sem hlutfa ir hafa nĂ˝ttar mĂŚli ogog mest 3.900 tonnum landaĂ° meĂ° hĂŚtti. verĂ°ur Þå heil mĂĄltĂĂ°. Ăžorski semveriĂ° veiddur erĂĂvaxandi Eystrasalti. aĂ° fyrirtĂŚkiĂ° sĂŠ Ă GrindavĂk. ViĂ°Ăžeimog arafla Ă staĂ° magntalna Ăžegar lĂĂ°ur ĂĄ fiskveiĂ°iĂĄriĂ° Ăžrengist um Eins og fram kemur hĂŠr fer hlutfall er aĂ° sjĂĄ notkun ĂĄ t.d. sĂşrum gĂşrk- lĂkt og g Ăžetta hefur orĂ°iĂ° til Ăžess aĂ° og menn kappkostum aĂ° rĂĄĂ°a til vinnu fĂłlk ZF, BT-Marine, Ambassador Marine, MeĂ° ĂĂžessu mĂłti um ogaflamĂŚjĂłnesi bland viĂ°verĂ°i lifr-betur trygg leituĂ°u nĂ˝rra aĂ°fanga og fluttu eldri af svĂŚĂ°inu og leita Ăžeirra, kvĂłta. Jafnframt hafa heimildir til lĂśndunĂžorsks, semfyrst tekiĂ° til er frĂĄ fyrir Ăşthlutun Marsili Aldo, San Giorgi, Guidi, ina ĂĄ Ăžeim Mikil hefĂ° verksmiĂ°jur hingaĂ° til eru meĂ° hrĂĄefni. ViĂ°teknir eig- nĂ˝ir um samdrĂĄtt Ă heildarafla er aĂ° r ar ĂĄ undirmĂĄlsfiski utanlands kvĂłtaog veriĂ° sem nĂ˝tt-hĂŠr marks, vaxandi, enda ÞÌtti Ăžar mĂśrkuĂ°um. Wesmar, Isoflex ofl ofl. niĂ°ursuĂ°u fiskafurĂ°a settu Fyrstu mjĂśginn gottogsamstarf viĂ° ĂştgerĂ°- er hann jafnt niĂ°ur ĂĄĂžar, Ăžeim sem bĂŚ ar upp. tĂśluvert. ÞÌr verksmiĂ°jurnar heimildir hafa ekki um veriĂ° skipta strandveiĂ°arnar Ăžarfyrir mestu voru settar hĂŠr upp fyrir rĂşmlega 20 irnar sem hĂŠr eru, sem er lykilat- ekki bara ĂĄ lifur heldur lĂka mak-
StrandveiĂ°ar og VS-afli stĂŚrsti hlutinn Helsta skĂ˝ringin ĂĄ ĂžvĂ aĂ° mun hĂŚrra hlutfall fer nĂş Ă pottana er annars vegar strandveiĂ°arnar, sem teknar voru upp ĂĄ fiskveiĂ°iĂĄrinu 2008/2009. ÞÌr eru fyrst dregnar frĂĄ fyrir Ăşthlutun ĂĄ sĂĂ°asta fiskveiĂ°iĂĄri. Hins vegar aĂ° svo kallaĂ°ur VS-afli, sem ĂĄĂ°ur gekk undir nafninu HafrĂł-afli er nĂş ĂĄĂŚtlaĂ°ur og dreginn frĂĄ fyrir Ăşthlutun innan aflamarks ĂĄrsins samkvĂŚmt upplĂ˝singum frĂĄ sjĂĄvarĂştvegs- og landbĂşnaĂ°arrĂĄĂ°uneytinu. Ă? Ăžessa tvo potta renna nĂş samtals 7.945 tonn af Ăžorski, 5.600 til strandveiĂ°anna og 2.354 Ă VS-aflann, eĂ°a langleiĂ°ina Ă helmingur Ăžess, sem tekinn er Ăştfyrir aflamarkskerfiĂ°. Auk Ăžess eru nĂş tekin frĂĄ 300 tonn fyrir ĂĄĂŚtlaĂ°a frĂstundaveiĂ°i. Loks er byggĂ°akvĂłtinn aukinn um 2.500 tonn frĂĄ ĂĄrinu ĂĄĂ°ur. Aukningin er samkvĂŚmt brĂĄĂ°abirgĂ°aĂĄkvĂŚĂ°i laga nĂşmer 116 frĂĄ ĂĄrinu 2006. Ă n Ăžessa ĂĄkvĂŚĂ°is hefĂ°i byggĂ°apotturinn aĂ°eins orĂ°iĂ° 2.341 tonn, en verĂ°ur nĂş 4.841 tonn. Sama er aĂ° segja um aukninguna ĂĄ strandveiĂ°ikvĂłtanum, sem nemur 2.000 tonnum. Ă n hennar hefĂ°u aĂ°eins 3.600 tonn komiĂ° Ă hlut strandveiĂ°iflotans Ă staĂ° 5.600 tonna. AĂ°rir pottar eru uppbĂŚtur vegna skel-
RåðgjÜf – sala – Þjónusta
hjortur@goggur.is
desember 2012
Í byrjun þessa árs fórum við í framleiðslu á nýrri dós, sem er hringlaga og helmingi stærri en hin hefðbundna „club“ dós sem við framleiddum eingöngu í áður. Þessar dósir seljum við fyrst og fremst til Austur-Evrópu sem og Bandaríkjanna. Ingvar Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Ice-West í Grindavík
ríl. Kosturinn við niðursuðuna er langur endingartími, vöruna þarf ekki að geyma í kæli og hún er á viðráðanlegu verði fyrir hinn almenna neytanda.“ 20 manns í vinnu
Hvað starfa margir hjá ykkur? „Í verksmiðjunni starfa rúmlega 20 manns, bæði útlendingar og heimamenn. Þetta er eins og vertíðarvinna og við horfum á hana eins og kvótaárið. Við vinnum þegar hráefni er í boði. Við tökum alltaf við og þá þarf að vinna strax þegar við fáum hráefni vegna þess að lifrin geymist lítið. Við erum að vinna að segja má alla daga vikunnar og annan daginn um helgar þegar mest er að gera fram á vorið. Verksmiðj-
unni hefur svo oftast verið lokað frá miðjum júní og fram í ágúst.“ Hver er framtíðarsýn fyrirtækis eins og Ice-West? „Við horfum almennt björtum augum til framtíðarinnar. Við horfum í átt til vöruþróunar og erum spennt fyrir því að skoða möguleika á annarri framleiðslu sem gengi með lifrarniðursuðunni. Til dæmis að nýta sumrin í vinnslu á öðrum afurðum. Þar er þá um að ræða makríl, rækju og annað, sem fellur til á þessum tíma. Markaður fyrir makríl er bæði stór og þekktur, en tollar á unninn makríl héðan til Evrópu er 20% á meðan makríldeilan er óleyst. Það gæti valdið erfiðleikum við útflutninginn,“ segir Ingvar.
21
Við óskum viðskiptavinum okkar
Gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þökk fyrir ánægjuleg viðskipti á liðnu ári Grafika 12
útvegsblaðið
Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Sími 585 1070 Fax 585 1071 vov@vov.is www.vov.is
Óskum starfsfólki í sjávarútvegi gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
22
desember 2012
útvegsblaðið
Stofnfiskur selur þúsund tonn af laxi innanlands:
Verð helst þrátt fyrir aukið framboð Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
L
axinn hefur mikla sérstöðu á heimsmarkaðnum. Hann hefur aukið útbreiðslu sína mjög hratt undanfarin ár og er þekkt afurð um allan heim. Eitt af því, sem stendur með laxeldinu er hollusta fisksins sem inniheldur mikið af omega 3 fitusýrum. Annað sem gefur honum meðbyr er hve lítið þarf af fóðri til að ala hann. Með hækkandi verði á hráefni til matvælavinnslu eins og sojamjöli og sojaolíu eins og öllu kornmeti, hefur áhersla á fiskeldi aukist í heiminum því fiskur nýtir mun betur alla fæðu miðað við okkar hefðbundnu húsdýr. Sé tekið mið af 100 kílóum af fóðri skila þau 65 kílóum af laxaflökum, en aðeins 20 kílóum af hreinu kjúklingakjöti og 13 kílóum af hreinu grísakjöti. Eitt af því sem hefur sett neikvæða umræðu á laxeldi er hve mikið fiskimjöl þarf til að ala lax. Rannsóknir undanfarið hafa sýnt að vel er hægt að framleiða lax þar sem ekki þarf nema um 10% af hráefni í fóðri sem kemur úr fiskimjöli miðað við allt að 50-60% áður. „Mér virðist að búið sé að auka framleiðsluna á þessu ári um svona 25 til 30% á heimsvísu en samt sem áður lækkar verðið ekkert í líkingu við það, sem gerst hefur í þorskinum. Lax er orðinn mjög þekkt afurð á heimsvísu sem gæðavara,“ segir Jónas Jónasson, framkvæmdastjóri Stofnfisks. „Markaðurinn virðist taka mjög vel við aukningu en laxaverð hefur lækkað tímabundið. Nú er svo komið að lax er vinsælasta fiskitegundin sem neytt er í Bandaríkjunum í dag. Hlutdeild hans þar er um 23% og á eftir kemur rækja með um 16%. Hlutdeild þorsks er rétt um 4%. Sem dæmi um það hve tímarnir hafa breyst mikið, get ég bent á að þegar ég var að byrja í fiskeldinu á sínum tíma var markaður fyrir lax innanlands um 30 tonn,
»Unnið við kynbætur á þorski hjá Stofnfiski. Það tekur langan tíma að byggja upp góðan stofn.
Mér virðist að búið sé að auka framleiðsluna á þessu ári um svona 25 til 30% á heimsvísu en samt sem áður lækkar verðið ekkert í líkingu við það, sem gert hefur í þorskinum. Lax er orðinn mjög þekkt afurð á heimsvísu sem gæðavara. Jónas Jónasson, framkvæmdastjóri Stofnfisks.
sem var allt villtur fiskur úr hafbeit eða veiddur í net og á stöng og seldur ferskur á sumrin og reyktur og grafinn fyrir jólin og páskana.
Núna tel ég markaðinn hér kominn vel yfir þúsund tonnin. Nú er alls staðar hægt að fá ferskan lax allt árið í kring og þetta er mjög
góð vara á íslenskum veitingahúsum og í öllum matvörubúðum og alltaf er markaður fyrir reyktan og grafinn lax. Laxinn er mjög þekktur matur um allan heim og umræðan um hollustu fiskáts hefur greitt honum götu, einkum sú staðreynd að feitur fiskur eins og laxinn inniheldur mikið af omega 3 fitusýrum. Laxinn er auðveldur í matreiðslu og börnum finnst hann til dæmis óskaplega góður og biðja um bleika fiskinn í búðinni. Framleiðslan á laxi í heiminum er orðin ótrúlega mikil og í ár telst mér
til að hún verði 1,8 til 2 milljónir tonna á heimsvísu og ríflega helmingurinn af því kemur frá Noregi, eða um 1,2 milljónir tonna. Þetta er því gríðarlega umfangsmikill iðnaður og í þessari stóru tjörn er Stofnfiskur bara lítið seiði. Nú er framboð á fiskmeti í dag um 100 milljónir tonna. Þar af koma um 35 til 40 milljónir tonna úr eldi. Laxinn er kannski að skila um tveimur milljónum tonna, sem eru þá aðeins um 2% af heildinni. Það er ekki mikið á heimsvísu en heilmikið fyrir eldi á norðlægum slóðum.“
AĂ° sjĂĄ verĂ°mĂŚti‌ Ăžar sem aĂ°rir sjĂĄ Ăžau ekki er einn dĂ˝rmĂŚtasti hĂŚfileiki sem fĂłlk bĂ˝r yfir. Okkar hlutverk er aĂ° auĂ°velda Ăžeim sem hafa Ăžennan hĂŚfileika aĂ° Ăžroska og framkvĂŚma hugmyndir sĂnar, samfĂŠlaginu Ăśllu til hagsbĂłta.
MatĂs er Ăśflugt ĂžekkingarfyrirtĂŚki sem sinnir fjĂślbreyttu rannsĂłkna-, ĂžjĂłnustu og nĂ˝skĂśpunarstarfi. www.matis.is
AĂ° sjĂĄ verĂ°mĂŚti ... ‌ Ăžar sem aĂ°rir sjĂĄ Ăžau ekki er einn dĂ˝rmĂŚtasti hĂŚfileiki sem fĂłlk bĂ˝r yfir. Okkar hlutverk er aĂ° auĂ°velda Ăžeim sem hafa Ăžennan hĂŚfileika aĂ° Ăžroska og framkvĂŚma hugmyndir sĂnar, samfĂŠlaginu Ăśllu til hagsbĂłta.
Tryggir gĂŚĂ°in alla leiĂ°!
MatĂs er Ăśflugt ĂžekkingarfyrirtĂŚki sem sinnir fjĂślbreyttu rannsĂłkna-, ĂžjĂłnustu- og nĂ˝skĂśpunarstarfi. www.matis.is
16
Heimild: Seafish Scotland
MjĂśg mikilvĂŚgt er aĂ° kĂŚla aflann hratt fyrstu klukkustundirnar eftir veiĂ°i, ĂžaĂ° lengir geymsluĂžol verulega.
14
NI�URKÆLING à �SU
12
Notkun ĂsĂžykknis frĂĄ Optimar Ă?sland er góð aĂ°ferĂ° til aĂ° nĂĄ fram hĂĄmarks kĂŚlihraĂ°a ĂžvĂ flotmikiĂ° og fĂnkristallaĂ° ĂsĂžykkniĂ° umlykur allt hrĂĄefniĂ° og orkuyfirfĂŚrslan er ĂžvĂ grĂĂ°arlega hrÜð. Ăžessi hraĂ°a orkuyfirfĂŚrsla hamlar bakterĂu- og Ăśrveruvexti og hĂĄmarks gĂŚĂ°i aflans eru tryggĂ°.
Hitastig (°C)
HrÜð niĂ°urkĂŚling er ĂžaĂ° sem Optim-IceÂŽ ĂsĂžykkniĂ° snĂ˝st um.
10 8 6 4
HefĂ°bundinn Ăs
2
Ă?sĂžykkni
0 -2
Stangarhyl 6 | 110 ReykjavĂk | SĂmi 587 1300 | Fax 587 1301 | optimar@optimar.is | www.optimar.is
0
1
2
3
TĂmi (klst)
4
5
6
24
erlenda fiskmarkaði,“ segir Björgvin Arnaldsson, viðskiptastjóri ferskfiskflutninga sem starfað hefur hátt í tvo áratugi hjá Samskipum og leiðir þar samhentan hóp starfsfólks sem hefur umsjón með allri ferskfiskflutningakeðju félagsins. „Samskip eru fyrst og fremst þjónustufyrirtæki og við leggjum okkur fram um að bjóða viðskiptavinunum upp á áreiðanlega flutninga og góða þjónustu innanlands sem utan, á sem bestu verði,“ segir Björgvin en um 500 manns starfa nú undir
flutningi hefur verið að aukast umtalsvert ár frá ári og verðmætin sömuleiðis. „Skýringar á auknum útflutningi á unnum ferskum fiski eru einkum tvær,“ segir Björgvin. „Það fæst einfaldlega hærra verð fyrir unninn ferskfisk en óunninn. Hin ástæðan er framleiðslustýring stjórnvalda sem skerða kvóta þeirra sem eru að flytja út óunninn ferskfisk. Af þessum sökum eru ferskfiskframleiðendur hér heima í æ meiri mæli að þróa framleiðslu sína í þessa átt, hvort sem þeir eru að flytja út sjálfir eða framleiða hágæðavöru fyrir aðra.“
desember 2012
útvegsblaðið
Aukinn kvóti í Barentshafi og aukið hlutfall stórs fisks í aflanum leiðir til verðlækkana á saltfiski:
Þyngist þorskurinn um of? Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
A
ukin meðalþyngd á þorski veiddum í Barentshafi er byrjuð að skapa vandamál hjá Norðmönnum og Rússum líkt og hér. Frá 2007 til 2011 hefur þyngdin á hverjum þorski að meðaltali farið úr 2,19 kílóum upp í 3,14 kíló. Norska Hafrannsóknastofnunin gerir ráð fyrir áframhaldandi þyngdaraukningu og að meðalþyngdin í ár verði 3,63 kíló og 4,08 á næsta ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nóvemberútgáfu „Seafoof Intelligence Report“ skýrslu um framboð og viðskipti með þorskinn. Skýrslan er gefin út af íslenska fyrirtækinu Markó Partners. Í fréttaskýringu í skýrslunni er farið yfir afleiðingar aukinnar þyngdar þorsksins, sem í flestum tilfellum hefði þótt gleðiefni, en er svo ekki lengur. Stóri þorskurinn fer að venju fyrst og fremst í söltun. Skýringin á
Björgvin Arnaldsson er Þingeyingur að uppruna en lærði allt um ferskfisk í Vestmannaeyjum. H Auknir flutningar og aukin hjá Samskipum í Eyjum árið 1995, varð rekstrarstjóri þar 1998 og flutti sig um set til Immingha samkeppni og byggði m.a. upp ferskfiskflutninga félagsins til Frakklands. Frá 2005 hefur hann sinnt ferskfi Að sögn Björgvins eru um níu ár frá félagsins í höfuðstöðvunum í Kjalarvogi. því að íslenskir fiskframleiðendur byrjuðu að prófa sig áfram með Fiskverð upp úr sjó lækkar fyrstu sendingarnar af unnum ferskvörunum sem við er Framleiðslan á saltfiskinum þábyggfiski á markaði erlendis. „Þessi viðog vita þannig ist á vetrarvertíðinni og með hvenær aukn- varan er k skipti þróuðust fljótt og hjá okkur í Samskipum opnuðust t.d. strax lífum kvóta mun meira berast ástað,“ landsegir Björgvi legir flutningar með unninn ferskfisk að nú séu í þróu nú en áður og hlutfall stærrilíka fisks á Frakkland í gegnum Immingham, myndir hjá Samskip eykst. Söltunin á vertíðinni tekur lítviðkomustað okkar á Bretlandseyjbæta vörumóttöku /.012. 034156 ið mið af markaðsaðstæðum og því vill ekki um. Alveg frá þeim tíma hafa ísen hann lenskir fiskframleiðendur verið að þessu stigi málsins í má búast við mikilli birgðasöfnun þróa ferskfiskflutningana æ meira, á saltfiski í Noregi. „Norðmenn, og bæði gæðalega og pakkningar, allt Lykilatriði að ve aðrir saltfiskframleiðendur eins og eftir þörfum kaupendanna.“ starfsf Íslendingar, eiga því að vænta umBjörgvin á von á því að flutningar „Það kemur bara í lj !"#$%&'()$*+(,-. talsvert aukinnar söltunar á þessarar árinu þjónustu á unnum ferskfiski frá Íslandi aukist <,".=.>??.@.7.8>#8)A8B(C enn frekar. Eftirspurnin erlendis alltaf að 2013 og staðnaðra markaða,“ segir í vera að bæ »Meðalþyngd þorsks eykst í Noregi eins og hér á landi. aukist jafnt og þétt en vaxandi samað flytja mjög ver fréttaskýringunni. keppni sé hins vegar á þessum markkvæma vöru fyrir í salt Aukning þorskkvótans í skiptavini Bar- þar sem h stærri fiski er af tvennum toga. Ann- Sá stóri fer aði frá Norðmönnum sem hafi veriðöllu jöfnu í salt. Í þeirri vinnslu eru næstaog mikið í ars vegar hvar fiskurinn veiðist, en á Rússar taka af sínum þorski vinnulaun tiltölulega lágt hlutfall af entshafi um 250.000 tonn á legur að megnið fjárfesta grimmt í ferskfiskvinnslog veiðum hafi bættmun sig raunumtalsvert,framleiðslukostnaði og verð hefur bregður ári er þegar farin að hafa áhrif og útaf,“ segir haustin byrjar hrygningarfiskurinn í troll og áunni þeim hvað varðar verð þorsksog gæði vör-undanfarin ár verið gott á mörkuðskipti sköpum að v verð á flestum eða öllum afurðað ganga á hrygningarstöðvarnar og verulega bæði stærðardreifing unnar. skap sem kunni til v heldur sig þar uns hrygningu lýkur. ins koma vel í ljós. Skýrsluhöf- unum í sunnanverðri Evrópu. Þeir um úr þorski hefur lækkað. Verð „Við flytjum mest af unnum „Styrkur Samskip Megnið af þorskafla Norðmanna undar gera ráð fyrir að ámeð auknu ogmarkaðir glíma hins vegar við efna- á íslenskum fiskmörkuðumsísthefferskfiski í dag Immingham í gríðarlega yfirg www.vibra.co.jp/global áfram á Frakkland og Belgíu.hagslægð sem hefur leitt til verður lækkað og sömuleiðis verð á er tekið á þessumD8,.B(''>,.DE.,FAA>.$*+('8C tíma ársins. Þar hlutfalli áþaðan stærri þorski í aflanum ingu starfsfólksins e Töluvert af milli unnum ferskfiski 10-15 manna samhe er hann tekinn að mestu leyti í net, minnki verðmunur smærri og erlækkana. Neysla á þessum mörkuð- leigumarkaðnum. Sömu aðstæður !"'8,(.>??;C.@.)@&8./GH.II.II einnig fluttur á Cuxhaven og Brestendur vaktina í og sem skila stærri fiski að meðaltali en stærri fisks. Þeir gera jafnframt ráð um hefur staðnað undanfarin ár og eru að sjálfsögðu uppi í Noregi merhaven og smávegis árstíðabundunum, hér í höfuðst á verði hafa lítil áhrif á hana. í síðustu viku lækkaði lögbundið trollið sem er meira notað á fæðu- fyrir verðlækkun á þorski frá Rússinn flutningur er einnig á Svíþjóð,“sveiflur arvogi, úti á landi o Unnar ferskfiskvörur á Frakklandsmarkað á leið um borð í VestmannaSkýrsluhöfundar telja að erfitt verði Flutningaskip lágmarksverð á þorski upp úr slóðinni. Því skila net á hrygningar- landi. segir Björgvin. Þettasjó er allt fólk m eyjum, stærstu ferskfiskhöfn landsins. Samskipa, Arnarfell því mannabreytinga nýja markaði. verulega. tíma stærsta fiskinum. Stærsti fiskurinn í Noregi fer að að finna og Helgafell, hafa þar fasta viðkomu í hverri viku á „fiskirútu“ félagsins litlar hjá okkur á u milli Reykjavíkur og meginlands Evrópu. Mynd: Hreinn Magnússon. um. Það kemur sér Flutningskeðjan má aldrei slitna vel því þjónustan Flutningaskip Samskipa, Arnarfell og fremst á nánum Helgafell, sigla vikulega á Evrópu og tengslum við viðski er lagt upp frá Reykjavík á fimmtuþeir leita mikið til o dögum með viðkomu í Vestmannaupplýsingar og þann eyjum á föstudögum. Ferskfiskur raun hluti af þró annars staðar að af landinu er fluttur þeim,“ segir Björgvi í veg fyrir skipin í Reykjavík með inn á Íslandi sé með trukkum Landflutninga-Samskipa úr sjávarútvegi og fi og á þriðjudegi, fjórum dögum síðar, viti upp á hár hvað er hann kominn til neytenda erlendmeð í höndunum. Þ is. við um starfsfólkið e GULLBERG EHF „Það erSEYÐISFIRÐI lykilatriði í ferskfiskflutnnú starfað hjá félagin ingunum að slíta aldrei flutningsog einhverjir lengur. keðjuna og passa upp á allan frágang „Við sem sinnum á vörunni í kæligámunum, hvort ingum hjá Samsk sem er um borð í skipunum okkar mjög meðvituð um eða flutningabílunum,“ segir Björgvinirnir eru að tre vin og bætir við að miklar breytingar bæði hágæðavöru o og þróun til hins betra hafi átt sér mætum og að allt ve stað á undanförnum árum varðandi skilum varningnum frágang á ferska fiskinum, ekki síst og vel á áfangastað, um borð í veiðiskipunum. Arnaldsson, viðskip Afgreiðsla Ísafirði. Tobis ehf. „Öll flutningskeðjan er í stöðugri flutninga hjá Samski Afgreiðsla Dalvík. Tjarnargata 2 - 230 Reykjanesbær ehf þróun og sem dæmi um nýjungar Afgreiðsla Eskifjörður. Sími 527 5599 - GSM 698 5789 Vestmannaeyjahöfn www.sam má t.d. nefna að nú geta framleiðAfgreiðsla Höfn í Hornafirði. Fax 421 5989 - thor@tobis.is endur fylgst nánast á rauntíma með
7/.",8.,9:');8
Óskum starfsfólki í sjávarútvegi gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
Öll beita á einum stað Kyrrahafssári Falklandseyjasmokkfiskur Atlantshafsmakríll Sandsíli
Tóbis
Vagnhöfða 12 • 110 Reykjavík
Löndun ehf sér um skipaafgreiðslu í Reykjavík og Hafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið veitir vandaða og skjóta þjónustu. Býður einnig upp á nauðsynlegan tækjabúnað og úrval manna sem reiðubúnir eru með stuttum fyrirvara að landa úr skipum.
Löndun ehf ehf sér sérum umskipaafgreiðslu skipaafgreiðsluí Reykjavík í Reykjavík Löndun ogog Hafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækiðveitir veitirvandaða vandaðaogog skjóta Hafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið skjóta þjónustu. Býður einnig einnigupp uppáánauðsynlegan nauðsynlegantækjabúnað tækjabúnað þjónustu. Býður og úrval úrval manna mannasem semreiðubúnir reiðubúnireru erumeð meðstuttum stuttum og fyrirvaraað aðlanda landaúrúrskipum. skipum. fyrirvara
Löndun ehf sér um skipaafgreiðslu í Reykjavík og
Grindavíkurhöfn
Löndun ehf sér skipaafgreiðslu í Reykjavík og Löndun ehf sérehf. um skipaafgreiðslu í Reykjavíkí og Löndun sér um um skipaafgreiðslu Hafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið veitir vandaða og og skjóta skjóta Hafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið veitir vandaða ogveitir skjóta vandaða Reykjavík og Hafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið Hafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið þjónustu. einnigog upp á nauðsynlegan veitirBýður vandaða skjóta þjónustu. Býður þjónustu. Býður einnig upp áátækjabúnað nauðsynlegan tækjabúnað tækjabúnað þjónustu. Býður einnig upp nauðsynlegan og úrvalupp manna sem reiðubúnir eru með stuttum einnig á nauðsynlegan tækjabúnað og og úrval úrval manna sem reiðubúnir eru með með stuttum stuttum fyrirvara að landa úr skipum. og manna sem reiðubúnir eru úrval manna sem reiðubúnir eru með Fyrirhyggja, lipurð ogúr fyrirvara aðútlanda landa úrsamviskusemi skipum. stuttum fyrirvara að landa skipum. fyrirvara að skipum.
Fyrirhyggja, lipurð og samviskusemi
Fyrirhyggja, lipurð og samviskusemi einkenna þá þjónustu sem við veitum einkenna þá einkenna þáþjónustu þjónustusem semvið viðveitum veitum
Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - londun@londun.is
Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - londun@londun.is
Fyrirhyggja, lipurð og samviskusemi einkenna þá þjónustu sem við veitum
50 ára
útvegsblaðið
desember 2012
25
PS5002 Björgunargalli fyrir íslenskar aðstæður Q Þurrgalli með innbyggðu floti, upphífingarlínu, félagalínu, ljósi og flautu Q Áratuga reynsla og áreiðanleg þjónusta
VIKING BJÖRGUNARBÚNAÐUR ehf Ishella 7 . IS-221 Hafnarfjörður . Iceland Tel.: +354-544-2270 . Fax: +354-544-2271 e-mail: viking-is@viking-life.com . www.VIKING-life.com
B_Island_W234xH175_PS5002_marts2012.indd 1
27/03/12 13.13
Um leið og við þökkum viðskiptin á árinu óskum við viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla
belitronic KRÓKAR OG LÍNUR
SJÓVÉLAR
KRÓKAR
EHF .
HANDFÆRAVINDUR
LÍNUSTJÓRNARKERFI
KRÓKAR
3+Â456/') s 2%9+*!6·+ s 3·-) s &!8 s .%4&!.' sjo@sjo.is s www.sjo.is
26
desember 2012
útvegsblaðið
Jólatúr á síðutogaranum Sléttbak EA á Halanum 1972 skilaði litlu öðru en puði:
Strákar, bindiði kordela! um stímið til skiptis vestur á Hala. Eitthvað rásaði dallurinn á leiðinni vestur, að minnsta kosti gekk mér illa að halda honum á strikinu til að byrja með. Túrinn rennur svolítið saman í eitt í endurminningunni. Meira og minna snarvitlaust veður, trollið oft í henglum og aflinn nánast enginn. Gömlu karlarnir fengust illa á dekk og sá síðasti kom ekki upp fyrr en eftir viku. Því þurfti að beita viðvaningunum kannski svolítið meira en ella. Sjóveikin lagðist ekki af neinum þunga á okkur þrátt fyrir veðrið, nema Stjána Hjartar, sem ældi allan túrinn, en druslaðist þó alltaf á vaktina og ældi í pontið. Hann var nær dauða en lífi þegar við komum í land. Maður reyndi að standa ölduna og þóttist fær í flestan sjó og niðri í borðsal ætlaði ég að sýna færni mína með því að fá mér súpu á disk í töluverðum veltingi og svæla henni í mig. Það fór illa, brennandi heit súpan fór öll niður í hálsmálið á næsta manni, sem tók því ekki vel. Ég æfði síðan súpuátið í einrúmi, þegar ég var sendur niður til að taka til næturkaffið. Seinna hækkaði ég reyndar í tign og komst í nálakörfuna og fékk jafnvel að vera íhaldsmaður.
Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
J
ólatúrar á togurunum heyra nú nánast sögunni til. Á árum áður var það algengt að togararnir væru úti um jólin, og fiskaðist vel, var oft siglt með aflann til Bretlands eða Þýskalands eftir því hvort skipin voru á þorski eða karfa. Það þótti gott að komast í siglingu á þeim dögum, kannski eini möguleikinn hjá mönnum að komast til útlanda. Fyrir vikið var möguleikinn á siglingu svolítil gulrót til að fá menn til að vera á sjónum um jólin, en auðvitað vildu fjölskyldumenn vera heima um hátíðarnar. Það voru því meira einhleypir menn og ungir strákar sem létu sig hafa það að vera á sjó um jólin í von um tekjur og ævintýri. Árið 1972 fór ég jólatúr með Sléttbak EA frá Akureyri. Þetta var í lok svokallaðs niðurlægingartímabils síðutogaranna en á því tímabili, sem hófst á ævintýraárum síldarinnar, gekk illa að manna síðutogarana og við áhafnir þeirra loddi töluverð óregla. Það var í byrjun desember sem við Haddi frændi ákváðum að græða pening og skella okkur á sjóinn, báðir í fyrsta sinn. Við vorum báðir í Menntaskólanum á Akureyri og vantaði aur. Ég man ekki hvort við töluðum sjálfir við Villa Þorsteins eða Gísla Konn forstjóra ÚA eða hvort pabbi gerði það fyrir okkur, en pláss fengum við. Líklega hefur það ekki verið vegna þess að við höfum litið út fyrir að vera efnilegir sjómenn, heldur frekar af hinu, að illa gekk að manna dallinn, sem var kominn töluvert til ára sinna. Það kom líka í ljós að nokkur hluti áhafnarinnar þennan túr hafði aldrei migið í saltan sjó. Við vorum að minnsta kosti fjórir sem höfðum annað hvort litla eða enga reynslu af sjómennsku. Ekki man ég eftir öllum en auk okkar Hadda frænda voru þarna Túri Boga og Stjáni Hjartar. Kobbi Hjaltalín var þarna en hann var orðinn þrælvanur togarajaxl þó ungur væri. Á vaktinni okkar var líka bóndasonur úr Skagafirði, sem hafði tekið tík-
Berti Leonards bjargaði mér
»Aðbúnaðurinn á síðutogurunum þætti ekki góður nú til dags, en hér eru karlanir að vinna í trollinu.
ina sína með sér um borð. Hún kom alltaf með honum á dekk og var því eins og hundur af sundi dreginn eftir hverja vakt, en alltaf svaf hún í kojunni hjá húsbónda sínum. Haddi mundi líka eftir strák úr Þykkvabænum sem um borð gekk undir nafninu gullauga. Það vantaði ekki húmorinn í kallana. Annars var þarna hluti hinnar föstu áhafnar en einhverjir fleiri lausamenn. Ekki átti ég búnað til sjómennsku og fékk
Saltkaup hf. • Cuxhavengata 1 • 220 Hafnarfjörður Sími: 560 4300 • www.saltkaup.is
lánaðar bússur og stakk hjá Máa og skræpótta síðbrók hjá Hagga. Annað af skjólfatnaði átti ég, nema auðvitað sjóvettlinga, en hvar ég fékk þá man ég ekki. Sá síðasti upp eftir viku
Við fórum út einhvern tímann um miðjan mánuðinn, hvenær man ég ekki. Sjóferðin byrjaði ekki björgulega. Margir af föstu köllunum komu fullir um borð og Siggi Jóh.
skipstjóri, skipaði okkur strákunum að standa stímvaktina út fjörðinn. Við gerðum okkar besta og skiptumst nokkuð á að glíma við rattið en gekk misvel. Gamli Bakurinn komst reyndar aðeins út í fjarðarkjaftinn, en þá bilaði eitthvað og haldið var heim aftur. Það tók um sólarhring að koma skipinu í lag og þá byrjaði túrinn aftur eins. Kallarnir komu fullir um borð og fóru beint niður en við guttarnir stóð-
Það bjargaði mér í öllu þessu að ég var settur sem aðstoðarmaður á afturhlera með Berta Leonards, sem tók mig undir sinn verndarvæng og passaði að ég færi mér ekki að voða. Ábyggilega bjargaði hann mér oftar en einu sinni, en mér er það minnisstætt þegar hann kippti mér upp að keisnum þegar ég stóð klofvega yfir vírnum sem notaður var til að hífa bobbingalengjuna upp. Það hefði ekki verið gott að fá hann upp í klofið, þegar strekktist á honum. Hitt tók lengri tíma að átta sig á, þegar við vorum að nýta lagið til draga trollnetið yfir lunninguna og aldan kom inn fyrir, að fara ekki upp að keisnum til hlífa sér. Það þýddi bara eitt. Sjórinn flæddi upp með keisnum, upp undir stakkinn hjá manni og gusan kom svo upp um hálsmálið, en það sem ekki komst þar út lak ofan í bússurnar. Maður var því venjulega blautur upp fyrir haus á hverri vakt. Aðbúnaðurinn um borð var ekki upp á marga fiska. Undirmennirnir voru frammí, eldri kallarnir uppi en við hinir niðri. Við máttum ekki bruðla með vatn og því bannað að fara í sturtu, en við máttum tannbursta okkur og sennilega hefur verið sjór í klósettinu til að sturta niður. Stakkageymslan var aftur í en kojurnar fram í svo maður þurfti alltaf að fara án skjólfatnaðar á milli og ansi oft blotnaði maður, kannski mest fyrir að kunna ekki að sæta lagi. Þegar ég fór svo á skuttogara
útvegsblaðið
desember 2012
nokkrum árum síðar sá ég að það var himinn og haf á milli þessara tveggja gerða af togskipum. Skuttogarinn var eins og Hótel Saga og hinn eins og torfbær. Einu sinni lentum við í því að trollið kom upp í henglum og þá var gripið til þess að skipta yfir á bakborðstrollið. Siggi Jóh. öskraði út um brúargluggann: „Strákar, bindiði kordela.“ Við Haddi sem vorum saman á vakt höfðum ekki hugmynd hvað það var en Gylfi bátsmaður benti okkur á að binda ætti trollið við bobbingalengjuna. Við kunnum enga hnúta en rembdumst við eins og við gátum við hnýtingarnar. Okkur var svolítið skemmt yfir þessu, en bátsmanninum fannst það ekkert fyndið þegar kom í ljós að Haddi hafði bundið trollið og bobbingana við lunninguna. Það var heldur ekki gaman að hanga á spilinu á togvaktinni í skítakulda aleinn nema með múkkanum, en manni hlýnaði við að slaka og hífa eftir merkjunum á vírnum og skipunum úr brúnni. Veðrið var erfitt allan tímann og eitthvað dvöldum við undir Grænuhlíðinni, en okkur var haldið við efnið og reynt að fiska eins og mögulegt var. Ég man ekki hvort það var undir hlíðinni sem við héldum jólin
27
Maður reyndi að standa ölduna og þóttist fær í flestan sjó og niðri í borðsal ætlaði ég að sýna færni mína með því að fá mér súpu á disk í töluverðum veltingi og svæla henni í mig. Það fór illa, brennandi heit súpan fór öll niður í hálsmálið á næsta manni, sem tók því ekki vel.
»Greinarhöfundur á svipuðum tíma og sjóferðin var farin
hátíðleg með lambasteik og blönduðum niðursoðnum ávöxtum og ís frá kokknum. En í minningunni var það bara nokkuð hátíðleg stund að sitja í hlýjunni niðri og hlusta fyrst á jólakveðjur í útvarpinu og síðan messu. En aflinn varð lítill, 25 tonn, mest einhver kolablöð sagði Túri Boga. Við hinir gerðum okkur enga grein fyrir því hvort aflinn hafði verið mikill eða lítill en heyrðum þó á köllunum að þeir voru ekki ánægðir og töldu reyndar litla þörf fyrir sig á dekki. Ég hélt alla vega að ég fengi hellings pening fyrir þetta bölvaða puð. Annars gekk bara vel á dekk-
inu, gera að fiskinum ofan í körfur og koma honum ofan í lest, sem maður hélt að myndi kannski fyllast. Það vantaði víst mikið upp á það og smám saman varð okkur nýgræðingunum það ljóst. Þegar leið að áramótum og aflinn enn lítill sem enginn fór að koma kurr í mannskapinn, því skipið átti ekki að vera inni fyrr en á nýársdag. Okkur langaði að sjálfsögðu í fjörið á gamlárskvöld. Við skildum illa hvers vegna kallinn var að berja á steindauðum bleyðum, en töldum skýringuna þá að hann ætti miða á nýársfagnaðinn á KEA. Hrjúfir að utan gull að innan
Við komum að landi fyrir hádegi á nýársdag og ekki er vafi á því að allir voru því fegnir. Kannski var Stjáni Hjartar því fegnastur, því hann var enn máttfarinn af sjó-
veiki. Það var yndisleg tilfinning að koma heim í Ásveginn eftir meira en hálfs mánaðar vosbúð og leggjast í heitt bað með glas af sjenna í kók og láta líða úr sér. Pabbi hafði farið í Ríkið fyrir mig milli jóla og nýárs. Nokkrir úr áhöfninni komu svo heim í Ásveginn um kvöldið til að fá sér í glas og spila bridds og einn þeirra fékk strax nafnbótna guðinn Brilljantín hjá pabba, því hann var svo vel til hafður og greiddur. Um kvöldið var svo farið í bæinn til að uppskera laun erfiðisins um borð, sumir kíktu í Sjallann aðrir á KEA en um fátt annað var að ræða. Þegar við sóttum svo híruna niður á skrifstofur ÚA um miðjan janúar, kom í ljós að við urðum ekki ríkir af sjóferðinni, en vorum þó reynslunni ríkari. Þetta var reynsla sem ég hefði ekki viljað missa af, reynsla sem kenndi
manni margt. Maður áttaði sig betur á því hvernig búið var að sjómönnum, maður komst í nokkra snertingu við sjóinn og náði að míga í hann. Maður kynnist köllum sem margir litu niður til vegna áfengisneyslu og þess að vera bara á togara. Þetta voru hrjúfir kallar á yfirborðinu en gull af manni þar fyrir innan. Þeir pössuðu upp á okkur strákana, kenndu okkur handtökin og sögðu okkur sögur. Þeir höfðu mikinn og skemmtilegan húmor. Ég læta eina sögu sem Haddi mundi eftir fylgja í lokin. Þeir voru á Halanum í dýrindis veðri eitt sumarið. Þeim, sem var á togvakt, fannst gott að liggja aftur á keis, sem er yfirbyggingin á vélarrúminu fyrir aftan brúna, því þar var volgt og gott hvort sem sól skein eða ekki. Kallinn rak hausinn út um brúargluggan og æpti „HÍFA!!“ en vaktin svaf sem fastast. Á endanum öskraði kallinn þetta svo hátt að það var slegið úr blökkunum á 3 öðrum togurum í nágrenninu – en togvaktin á Sléttbak rumskaði ekki. Það skal tekið fram í lokin að hér er lýst upplifun og reynslu fremur en staðreyndum. Sagan þarf ekki að vera sýkt þó hún sé ýkt, segir Haddi frændi.
Óskum starfsfólki í sjávarútvegi gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
Bolungarvíkurhöfn
[ Háskólinn á Akureyri ] í merkinu er aðeins notaður einn litur. Enginn bakgrunnur er hluti af merkinu. Ef merkið er á hvítum fleti er það svart eða rautt. Ef merkið er á lituðum fleti er það alltaf hvítt.
Sími 552 8710
Fiskmarkaður Bolungarvíkur og Suðureyrar
PANTONE
raftidni@raftidni.is
rafvélaverkstæði - vindingar skipaþjónusta - raflagnir - viðhald Grandagarður 16 · 101 Reykjavík
PANTONE 506 SC
CMYK - fjórlitur
CYAN 40% / MAGENTA 100% / YELLOW 100% / BLACK 0% Smiðjuvegur 74 • GUL GATA • 200 Kópavogur
RGB - þrír litir R - 144 G - 26/ B - 29
Snæfellsbær
28
desember 2012
útvegsblaðið
»Kokkarnir og feðgarnir Brynjar Eymundsson og Logi Brynjarsson.
Kokkarnir á veitingastaðnum Höfninni mæla með hægelduðum þorski um jólin:
Evrópskur fiskréttur á jólaborðið Haraldur Guðmundsson skrifar: haraldur@goggur.is
Ú
tvegsblaðið fékk kokkana og feðgana Brynjar Eymundsson og Loga Brynjarsson á veitingastaðnum Höfninni til að útbúa fiskrétt sem væri tilvalinn á borð landsmanna yfir jólahátíðina. Þeir feðgar tóku áskoruninni og matreiddu hægeldaðan þorsk með blaðlauks-kartöflusósu.
Hugmyndin kom frá syninum
„Þessi réttur er algengur jólamatur í Suður-Evrópu og er tilvalinn báðum megin við jólin. Þegar jólahátíðin nálgast getur verið erfitt að verða sér út um sumar fisktegundir en við Íslendingar eigum alltaf tiltölulega auðvelt með að fá góðan þorsk, og því er rétturinn kjörinn á þessum árstíma,“ segir Brynjar Eymundsson, matreiðslumeistari, þegar hann sýnir blaðamanni girnilegan réttinn. „Hugmyndin að þessum rétti kemur frá Loga syni mínum en honum finnst gaman að grúska í mismunandi matreiðsluaðferðum. Í þessum tiltekna rétti er þorskurinn eldaður í vel lokuðum plastpoka, með endurlokanlegum „zip-lás“, og þannig kemst ekkert vatn að fiskinum. Hann er settur í pokann með smjöri og eldaður við 50-60 gráður í 10 mínútur. Fiskurinn sýður því aldrei heldur
»„Þegar við fengum húsnæðið afhent þá var það hitalaus gamall beitningarskúr og engir gluggar voru framan á húsinu.“
er hann hægeldaður. Sósan er sett í hefðbundinn rjómasprautubrúsa, sem gjarnan eru notaðir við alls kyns froðugerð, og þannig fer loft í sósuna og hún verður einstaklega ljúf og skemmtileg. Það eiga flestir rjómasprautu og það er mjög gott að nota þær í sósur til að fá loft og léttleika í þær. Í réttinum eru einnig heimagerðar kartöfluflögur og söl sem við stráum yfir þorskinn,“ segir Brynjar. Úr beitningarskúr í veitingastað
Brynjar opnaði veitingastaðinn Höfnina þann 28. maí 2010 en hann hafði þá starfað sem kokkur í áratugi.
„Þegar við fengum húsnæðið afhent þá var það hitalaus gamall beitningarskúr og engir gluggar voru framan á húsinu. Húsið var bara fjórir veggir og þak. Við sjáum þó ekki eftir því að hafa farið hingað niður á Reykjavíkurhöfn því svæðið hér er orðið hluti af miðbænum og það hefur verið gaman að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað á hafnarsvæðinu og alveg út á Granda. Á sumrin er hér stappfullt alla daga, en eðli málsins samkvæmt þá fækkar viðskiptavinum örlítið yfir dimmustu vetrarmánuðina, að undanskildum desembermánuði.“ Brynjar kann einnig vel við sig á
Þessi réttur er algengur jólamatur í Suður-Evrópu og er tilvalinn báðum megin við jólin. Brynjar Eymundsson, matreiðslumeistari.
bryggjunni af annarri ástæðu. Hann er ættaður frá Höfn í Hornafirði þar sem faðir hans, Eymundur Sigurðsson, var lengi hafnsögumaður. „Þegar ég kom fyrst inn í þetta húsnæði þá fannst mér eins og ég væri kominn heim á bryggjuna á Hornafirði,“ segir Brynjar og afsakar sig því hann
þarf að bregða sér frá og sinna hópi af Japönum sem eru í hádegismat á veitingastaðnum. Þegar kokkurinn kemur til baka segir hann blaðamanni að Japanarnir séu margir að fá sér skelfisksúpu staðarins, sem hann er augljóslega stoltur af, en hún fékk viðurkenningu fyrr á árinu sem besta súpan í Reykjavík árið 2012 hjá matargagnrýnendum Reykjavík Grapevine. „Útlendingarnir sem hingað koma kjósa flestir fiskrétti. Þeir fá sér skelfisksúpuna, plokkfisk bleikju, þorsk og hlýra. Um sumarið fer einnig mikið af kræklingi úr Breiðafirðinum ofan í sólgna ferðamenn sem og innlenda gesti.“
útvegsblaðið
29
d e s e m b e r 2 0L1 2 A XVEI Ð I
en aðrir sáralítið. Einnig að fram að þumalfingurreglan minnka heildarveiðihlutfallið í við setningu laga um lax- og ánni og skilja meira eftir til silungsveiði á sínum tíma hrygningar. Ef aðeins einstaka hafi verið sú að veiðin væri menn ná kvóta leiðir kvótaum 1 lax á stöng á dag. Væri setningin ekki til lækkunar þá hægt að fjölga stöngum veiðihlutfalls. Því hafði lækkþar sem veiðin er mun meiri Hægeldaður þorskur með blaðlauks-kartöflusósu un kvóta úr 12 löxum á dag í og væri ráðlegt að fækka þeim 8 (oftast var talað um lækkun þar sem veiðin er minni? Að í 4 rófa en þá var miðað við því gefnu að veiðifélög væru núr ½6stór Fyrir fjóra sammála slíku og nýtingaránhálfsdagsleyfi) 100 gr smjör lítil áhrif. Við lækkun úr 8 í 6 laxa á dag fór ætlanir fengjust samþykktar? n 25 gr dill n 600 gr þorskur kvótinn að verða til þess að „Á sínum tíma var þetta n 500 ml vatn meira varð eftir í lok veiðiviðmiðun, 1 lax á stöng/dag n 50 gr salt Aðferð: tíma. Áhrif þess voru metin og hugsuð til þess að takn 35 gr sykur Gulrótin rófan skrældar settarmarka í mat- afla og tryggja viðað um og 160 fleiri laxar og hafi n 100 gr smjör vinnsluvél. Unnið þar til vel hakkað. Sett stofnanna. Þegar afli orðið eftir í lok veiðitíma komu íheldur sjóðandien vatn soðið í um Að 2 mín. jókst Sigtað aðogóbreyttu. var tilhneiging til að sótt og bætt viðniður smjöri, Aðferð: kvóti fari í 4salti laxaogá fínt dagskornu væridilli. um fjölgun stanga. Það á því að hafa enn frekari þurfti að bera undir VeiðiVatnið, saltið og sykurinn er hrært saman áhrif. Stangarfjöldinn (sóknin) málanefnd. Hins vegar hafa Sýrður laukur: þar til leysist upp, þorskurinn er lagður í annað mál. Fjórar stangir veiðiréttarhafar sjaldan eða ner 6 stk skarlottulaukur og látinn liggja í 20 mín, skolaður og settur með 1 lax kvóta ættu að gefa aldrei sótt um fækkun stanga. n 20 ml sherrý edik í nestispoka („zipp-poka“) ásamt smjöri. svipaða niðurstöðu og ein Og því má segja að það sé n 30 ml vatn Lagt í 60°c heitt vatn í 10 min. stöng með 4 laxa kvóta. Fleiri brotalöm í kerfinu að stundn 10 gr sykur veiðistjórnunaraðferðir geta um þyrfti að draga úr sókn Sósan: komið til greina, s.s. að stytta þegar stofnar eru í lægð. Því n 1 stk blaðlaukur Aðferð: veiðitíma, friða svæði eða að hafa menn brugðist við með n 500 ml mjólk Edik, og sykur er hitað til að leysa veiðavatn og sleppa.” öðrum hætti, svo sem kvótan 1 bökunar kartöfla upp sykur, síðan kælt. Skarlottulaukurinn setningu og sleppingum á veiddum Sjaldan eðaogaldrei sóttí þunnar um er skrældur skorinn sneiðar og laxi. Í lögum um lax- og silungsveiði frá 2006 leyfi tilí ediklöginn. að fækka stöngum settur Aðferð: er gert ráð fyrir því að veiði- Í Elliðaárskýrslunni kemur Blaðlaukur er skorinn í bita, skolaður mjög vel og lagður í mjólkina og soðinn í u.þ.b. 5 mín. Síðan fært yfir í matvinnsluvél og unnið þar til fínt og svo sigtað. Kartaflan er skræld og skorin í litla bita og soðin þar til mjúk, tekin í gegnum sigti og bætt í blaðlauksmjólkina. Þeytt þar til fínt og smakkað til með salti. Sósan er sett á rjómasprautubrúsa og gasi er bætt í, hristist mjög vel.
Breytt fæðuskilyrði í hafinu gætu skýrt fækkun stórlaxa - Fram kemur að svo virðist sem að samband smálaxa- og stórlaxagangna raskist eftir 1983. Eru einhverjar nýjar kenningar um ástæður þess? Ég heyrði nýlega kenningu um það hjá áhugamanni um laxveiði að laxinn leiti fyrr í árnar vegna meintrar laxalúsaplágu í hafinu. Hann þoli einfaldlega ekki við í tvö ár í sjó. Hver er skoðun ykkar á þessu? „Það er staðreynd að breytingar urðu á þessu hlutfalli í kringum 1983-1985 og það víða um Atlantshaf. Ef þetta væri eingöngu veiðum uppi í ánum að kenna (hærra veiðihlutfall á stórlaxi) hefði
það varla gerst svo víða á sama tíma. Helst hafa menn beint augum að breyttum fæðuskilyrðum í hafi og þá að smálax og stórlax haldi sig á mismunandi beitarsvæðum. Rannsóknir hafa fremur stutt þá tilgátu að hækkuð dánartala á öðru ári í sjó tengist fæðuframboði á beitarslóðum stórlaxins. Aukin laxalús í tengslum við fiskeldi er talin hafa áhrif á aukin afföll gönguseiða þegar þau eru að halda til hafs. Það ætti þá að ganga jafnt yfir gönguseiði verðandi smálax og verðandi stórlax.” - Sjást einhver merki árangurs af netaupptöku í sjó í áföngum í veiðitölum/rannsóknum ykkar? „Áhrif netaupptöku hafa verið metin, sérstaklega í þverám Hvítár í Borgarfirði. Þar kom fram að um 30% þess fisks sem annars hefði verið veiddur í net skilaði sér á öngul laxveiðimanna. Því hefur netaupptaka í sjó staðbundin áhrif í ám landsins.” Texti: Eiríkur St. Eiríksson.
Kryddjurtarolía: 200 ml sólblómaolía n 100 gr dill n ½ tsk salt n
Aðferð: Allt sett í matvinnsluvél og unnið á háum hraða þar til olían byrjar að hitna (40-50°c) sigtað og kælt. Kartöfluflögur: n 1stk bökunarkartafla
Rótargrænmeti: n 1 stk stór gulrót
félög geri nýtingaráætlanir og að markmið þeirra sé að tryggja sjálfbæra nýtingu stofnanna. Þar er ábyrgðin því sett í hendur veiðifélaganna sjálfra þótt lögin geri ráð fyrir því að nýtingaráætlanir þurfi samþykki Matvælastofnunar eftir umsögn Veiðimálastofnunar.”
Aðferð: Kartaflan er skræld og skorin mjög þunnt (gott er að nota mandolín) sett í skál og kalt vatn látið renna á þar til vatnið er orðið tært, þerrað og djúpsteikt á 130°C. Þegar flögurnar hætta að „steikjast“ í
pottinum er tími til kominn að veiða þær upp, leggja á pappír og salta. Annað: n 1 pakki söl n 1 pakki karsi
Aðferð: Sölin eru látin standa á þurrum og heitum stað þar til alveg stökk, og síðan hökkuð niður í duft (gott er að nota kaffikvörn). Stráð á þorskinn. Karsinn er skiptur af spírum og stráð yfir fiskinn.
Óskum starfsfólki í sjávarútvegi gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
22
Útvegsrekstrarfræði Tveggja ára nám á háskólastigi
Námið er 46 einingar (92 ECTS) og unnið í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Sömu námskröfur eru gerðar og á háskólastigi en boðið er upp á sveigjanleika í skipulagningu og skilum á verkefnum. Fornubúðir 3 Hafnarfjörður Sími 555 6677 Fax 555 6678
Námið er dreifnám, þ.e. blanda af fjarnámi og staðlotum. Einn áfangi er kenndur í einu og lýkur með prófi/verkefni áður en kennsla í næsta áfanga hefst.
Skráning og nánari upplýsingar: Sími 514 9601 www.tskoli.is/endurmenntunarskolinn | amp@tskoli.is
MÁLMEY
www.samey.is · sími: 510 5200 www.tskoli.is
Hvalur ehf. FORNUBÚÐIR 1, PÓSTHÓLF/P.O. BOX 470, IS -222 HAFNARFJÖRÐUR, ICELAND SÍMI/TEL: 354-555-6677 FAX: 354-555-6678 GSM/MOBILE: 894-4532, 898-2407 KENNITALA/REG NUMBER: 540896-2249 VSK. NÚMER/VAT. NUMBER: 53549 BANKI/BANK: ÍSLANDSBANKI 545-26-2249
30
desember 2012
útvegsblaðið
Arndís María Kjartansdóttir sjómannskona úr Vestmannaeyjum er sátt við lífið og tilveruna:
Eins og að eiga kærasta Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
Þ
að er ekki spurning að það er mjög ólíkt að vera sjómannskona eða kona manns sem vinnur í landi. Sjómannskonan þarf að vera miklu sjálfstæðari, sem eiginkona. Það er ekkert rellað í manninum um að laga þetta og hitt eða redda einhverju, þegar hann er úti á sjó, sækja krakkana í skólann eða í íþróttahúsið. Það verður maður að gera sjálf. Ég held líka að sjómannskonan þurfi að bera ábyrgð á miklu fleiru en konur sem eiga menn í landi, bæði í fjármálum og öðru daglegu lífi. Það er gífurlegur munur. Það er bara eins og að eiga kærasta að eiga sjómann að eiginmanni, allt annað en að eiga mann sem vinnur í landi,“ segir Arndís María Kjartansdóttir, sjómannskona í Vestmannaeyjum. „Sjómannskonan þarf að sinna öllu því sem lýtur að námi barnanna,
þátttöku þeirra í íþróttum og öllu öðru daglegu lífi. Að hafa makann á sjó eða í landi er bara tvennt ólíkt. Sjómaðurinn missir líka af ótrúlega miklu í uppeldi barnanna sinna. Þeir eiga erfiðara með að fylgjast með því hvernig börnunum gengur í skólanum. Svipað á við um íþróttirnar og fleira. Ég hafði reyndar ekki gert mér neina grein fyrir því hvernig það væri að vera sjómannskona, þegar ég náði mér í einn slíkan. Þekkti ekkert til þeirrar tilveru og var bara hent út í djúpu laugina. Maðurinn minn heitir Ómar Steinsson og er stýrimaður á Huginn VE, sem er vinnsluskip. Við eigum þrjú börn sem eru öll á skólaaldri. Reglan er sú að þeir eru á sjó í mánuð og mánuð í landi, en það getur riðlast töluvert og útiveran hefur farið upp í sex vikur. Það var mikill munur þegar því skipulagi var komið á því þá gat maður loksins farið að skipuleggja hlutina aðeins, eins og sumarfrí,“ segir Arndís.
Sjómannskonan þarf að sinna öllu því sem lýtur að námi barnanna, þátttöku þeirra í íþróttum og öllu öðru daglegu lífi.
En er þá ekki gott að fá karlinn í land? „Það er ekki róið á jólum á Hugin, en annað eins og páskar er ekkert heilagt. Það fer bara eftir því hvernig stendur á. Þeir eru ófáir páskarnir sem ég hef verið ein með börnin og aðrir hátíðisdagar. En þessu fylgja líka margir kostir. Annars væri maður ekkert í þessu. Það er alltaf eins og maður sé nýgiftur, þegar maðurinn er í landi. Maður fæst meira við leiðinlegu hlutina sjálfur þegar maðurinn er úti á sjó, og nýtur fyrir vikið betur tilverunnar þegar hann er í landi. Það er svo einkennilegt við menn sem vinna í landi að þeir eru örugglega ekkert meira heima. Þeir eru í vinnu allan daginn og svo kannski einhverjum félagsstörfum á kvöldin og um helgar. Þegar sjómenn eru í landi eru þeir rosa mikið heima, eru miklir fjölskyldumenn. Þeir eru almennt minna í félagsstörfum en landkrabbarnir. Þær segja það stundum við mig konur,
Arndís María Kjartansdóttir, sjómannskona.
»Arndís María Kjartansdóttir segir líf sjómannskonunnar skemmtilegt.
sem eiga menn í landi að minn maður sé meira heima en þeirra menn. Ég er frekar sjálfstæð svo þetta hentar mér mjög vel og svo er ég auðvitað orðin vön þessum búskap. Þetta var svolítið erfitt fyrst en mér finnst það eiginlega óhugsandi að breyta þessu. Það er meira gaman að lifa þegar hann er heima. Við höfum betri mat og gerum okkur dagamun, gerum fullt af skemmtilegum hlutum. Þetta mikið eins og frí, þegar hann kemur heim, en auðvitað sinnir hann þá mörgu af því, sem ég sinni
ein þegar hann er úti á sjó. Á móti má segja að helgarnar séu dálítið dauflegar þegar kallinn er úti á sjó. Ég hef verið ein með börnunum okkar í fimm helgar í röð og þá er ekki laust við að ég sé farin að sakna hans dálítið mikið. Við sjómannskonurnar Fyrirhugaðar breytingar á s höfum líka félagsskap hver af annarri, erum í saumaklúbb og hittumst mikið. Þegar karlarnir koma heim hittumst við reyndar minna. Þá verður rútínan önnur. En svo er áhöfnin á Hugin mjög samheldin og í landi koma menn saman og Útvegsblaðið til fólks, skemmta sér meðleitaði konunum og svo sem ten eru börnin líka höfð með á stundum. Þetta er svolítið köflótt líf, en SVANFRÍÐUR JÓNASDÓTTIR það er skemmtilegt,“ segir Arndís.
Gjörbrey BÆJARSTJÓRI Í DALVÍKURBYGGÐ:
» 1. Hvaða breytingar er þarfast að ger núverandi kerfi? ,,Sáttanefndin” komst að þeirri niðurstö mikilvægast væri að: 1. að í stjórnarskrá verði sett ótvírætt ák um eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiau lindinni. 2. að gerðir verði tímabundnir samninga nýtingu aflaheimilda 3. að greitt verði fyrir nýtingarréttinn Við þær breytingar sem nú er unnið að er mikilvægt að eignarhald þjóðarinnar ver skýrt um leið og reynt verður að tryggja frekar atvinnuöryggi þeirra sem starfa í inni. Það gerist m.a. með tímabundnum s ingum, eins og þekkt er við nýtingu anna auðlinda okkar. Við breytingar á lögunum um stjórn fi veiða er mikilvægt að horfa til þess hvað og reglur gilda almennt um auðlindir okk og um hvað í þeirri stefnu virðist ríkja alm sátt. Það er áríðandi að hjá þjóð sem er ja háð skynsamlegri nýtingu auðlinda, verð þróuð samræmd auðlindapólitík og breyt Vopnafjarðarhöfn á lögunum um stjórn fiskveiða ættu að t mið af því. Í þeim lögum og reglum sem þ hafa verið sett um auðlindir, og í ýmsum
Óskum starfsfólki í sjávarútvegi gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Örninn GK 203 ehf
Hafnarfjarðarhöfn
Vopnafjarðarhreppur
samtök dragnótamanna
Dalvíkurbyggð-hafnarsjóður
Sjómanna-og vélstjórafélag Grindavíkur
Sjómannafélag Ólafsfjarðar Fiskverkunin Valafell Seyðisfjarðarhöfn Fiskvinnslan Íslandssaga hf Frostfiskur ehf Skipavörur Samstaða Skagafjörður Hafnarsjóður Þorlákshafnar
Við skorum á nýjan breytingar á lögum
Fiskmarkaður Suðurnesja Loðnuvinnslan Fáskrúðsfirði Sjávariðjan Fiskmarkaður Þórshafnar Fiskmarkaður Þórshafnar Sjómannafélag Eyjafjarðar Hraðfrystihúsið-Gunnvör
Cyan 0% Magenta 16% Yellow 100% Black 0% Cyan 0% Magenta 0% Yellow 0% Black 25% Cyan 0% Magenta 0% Yellow 0% Black 50% Cyan 0% Magenta 0% Yellow 0% Black 80%
Langanesbyggð
����������������������
Sjómannafélag Eyjafjarðar
Við óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar
Oddi og Plastprent munu sameinast undir merki Odda um áramót. Oddi er öflugt íslenskt umbúða- og prentfyrirtæki sem býður upp á eitt breiðasta vöruval í umbúðum og prentun á Íslandi.
Oddi fyrir þig, þegar hentar, eins og þér hentar.
Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
SÍA • jl.is • JÓNSSON & LE’MACKS
TM sendir þér og þínum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári
Tryggingamiðstöðin Síðumúla 24 Sími 515 2000 tm@tm.is afhverju.tm.is