»4
»2
Góð aðsókn er núna í Skipstjórnarskólann
»14
Flestir efuðust um að veiðarnar gætu gengið
»10
Breytingar gerðar á siglingakerfi Eimskipa
Sigurjón Arason hlýtur frumherjaviðurkenningu bl a ðsí ðu r 6-8»
útvegsblaðið Þ
j
ó
n
u
s
t
u
m
i
ð
i
l
l
s
j
á
v
a
r
ú
t
v
e
g
s
i
n
Stærstu sjávarútvegssýningar í heimi s
a p r í l 201 3 »3.tölu b l a ð »1 4 . á rg a ng u r
European Seafood exposition og Seafood processing Europe eru haldnar í Brussel dagana 23.-25.apríl næstkomandi og er þetta í 21.sinn sem íslenskir þjóðarbásar eru skipulagðir í Brussel.
Tekist hefur að stórauka útflutningstekjur af þorski á síðustu árum:
Hver króna varð að fimm Útflutningsverðmæti hefur margfalddast á 30 árum
82
milljar ar
$680
Heildarafli
1981
2011
180 ús. tonn
$340 milljónir
2011
37
milljar ar
1981
460 ús. tonn
2011
milljónir
1981
Ú
tflutningsverðmæti þorsks var á árinu 1981 37 milljarðar á núvirði. 30 árum síðar var útflutningsverðmætið 120 prósent hærra, í íslenskum krónum og reiknað til núverandi verðlags, og í bandaríkjadölum talið fór það úr 340 milljónum dala í 680, eða tvöfaldaðist. Þetta gerðist þrátt fyrir að fyrra árið hafi þorskaflinn verið 460.000 en aðeins 182.000 síðara árið. Þegar það er metið sést að raunverulegt verðmæti hafði fimmfaldast á þrjátíu árum. Gengi krónunnar gagnvart gjaldmiðlum útflutningslanda spilar auðvitað hlutverk í þessari þróun og því er ekki úr vegi að skoða þróun útflutningsverðmætisins nánar í erlendri mynt. Útflutningsverðmæti þorsksins árið 1981 var um 135 milljónir dala, sem jafngildir tæpum 340 milljónum dala á núvirði. Árið 2011 var það svo um 680 milljónir dala á núvirði sem er tvöföldun. Það gildir því einu hvernig á málið er horft, heildaraflinn rýrnaði um 60% en útflutningsverðmæti a.m.k. tvöfaldaðist. Þannig fór útflutningsverðmæti á hvert kílógramm í lönduðum afla ársins úr 0,7 dollurum í 3,8. En hvað veldur, um hvað munar mest í þeirri þróun sem hefur orðið og skilar íslenskri þjóð margfalt hærra verði nú. „Vissulega eru margir þættir sem við sögu koma, þegar metið er hvað hefur haft mest áhrif í bættri meðferð sjávarafurða og vinnslu þeirra,“ segir Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá Matís, en hann hefur komið við sögu þessara mála í rúmlega þrjá áratugi.
Útflutningsver mæti í ÍSK (núvir i)
Útflutningsver mæti í USD (núvir i)
Útflutningsverðmæti þorsksins árið 1981 var um 135 milljónir dala, sem jafngildir tæpum 340 milljónum dala á núvirði. Árið 2011 var það svo um 680 milljónir dala á núvirði sem er tvöföldun. Fleira hefur komið til. Framleiðslan er fjölbreyttari og hráefni annað en flök er talsvert betur nýtt en áður þekktist. Gefum Sigurjóni Arasyni orðið á ný: „Hausun á fiski er eitt af því sem skiptir mestu máli í fiskvinnslu, hvort sem er úti á sjó eða í landi. Hnakkastykkið á fiskinum er dýrasti hluti hans og er nauðsynlegt að sem minnst af því fylgi hausnum.“ Sigurjón held-
ur áfram: „Til að byrja með fluttum við fyrst og fremst út heil flök, en síðan var farið að skoða það í þorskinum að flytja út ákveðna flakabita. Með því að sjá hvað markaðurinn vildi og fara að óskum hans kom í ljós að það var hnakkastykkið sem var eftirsóttast. Þá fóru menn að skera hnakkastykkið frá og senda það út ferskt á þá markaði sem best borguðu og miðstykki og sporður fór annað,
» „Með því að sjá hvað markaðurinn vildi og fara að óskum hans kom í ljós að það var hnakkastykkið sem var eftirsóttast.“
mest í lausfrystingu. Þetta byrjaði fyrir einum 10 árum og var ákveðin bylting, en þau fyrirtæki sem þar hafa náð bestum árangri hafa haft stöðugan aðgang að góðu hráefni. Það skiptir mjög miklu máli.“