»4
»2
Góð aðsókn er núna í Skipstjórnarskólann
»14
Flestir efuðust um að veiðarnar gætu gengið
»10
Breytingar gerðar á siglingakerfi Eimskipa
Sigurjón Arason hlýtur frumherjaviðurkenningu bl a ðsí ðu r 6-8»
útvegsblaðið Þ
j
ó
n
u
s
t
u
m
i
ð
i
l
l
s
j
á
v
a
r
ú
t
v
e
g
s
i
n
Stærstu sjávarútvegssýningar í heimi s
a p r í l 201 3 »3.tölu b l a ð »1 4 . á rg a ng u r
European Seafood exposition og Seafood processing Europe eru haldnar í Brussel dagana 23.-25.apríl næstkomandi og er þetta í 21.sinn sem íslenskir þjóðarbásar eru skipulagðir í Brussel.
Tekist hefur að stórauka útflutningstekjur af þorski á síðustu árum:
Hver króna varð að fimm Útflutningsverðmæti hefur margfalddast á 30 árum
82
milljar ar
$680
Heildarafli
1981
2011
180 ús. tonn
$340 milljónir
2011
37
milljar ar
1981
460 ús. tonn
2011
milljónir
1981
Ú
tflutningsverðmæti þorsks var á árinu 1981 37 milljarðar á núvirði. 30 árum síðar var útflutningsverðmætið 120 prósent hærra, í íslenskum krónum og reiknað til núverandi verðlags, og í bandaríkjadölum talið fór það úr 340 milljónum dala í 680, eða tvöfaldaðist. Þetta gerðist þrátt fyrir að fyrra árið hafi þorskaflinn verið 460.000 en aðeins 182.000 síðara árið. Þegar það er metið sést að raunverulegt verðmæti hafði fimmfaldast á þrjátíu árum. Gengi krónunnar gagnvart gjaldmiðlum útflutningslanda spilar auðvitað hlutverk í þessari þróun og því er ekki úr vegi að skoða þróun útflutningsverðmætisins nánar í erlendri mynt. Útflutningsverðmæti þorsksins árið 1981 var um 135 milljónir dala, sem jafngildir tæpum 340 milljónum dala á núvirði. Árið 2011 var það svo um 680 milljónir dala á núvirði sem er tvöföldun. Það gildir því einu hvernig á málið er horft, heildaraflinn rýrnaði um 60% en útflutningsverðmæti a.m.k. tvöfaldaðist. Þannig fór útflutningsverðmæti á hvert kílógramm í lönduðum afla ársins úr 0,7 dollurum í 3,8. En hvað veldur, um hvað munar mest í þeirri þróun sem hefur orðið og skilar íslenskri þjóð margfalt hærra verði nú. „Vissulega eru margir þættir sem við sögu koma, þegar metið er hvað hefur haft mest áhrif í bættri meðferð sjávarafurða og vinnslu þeirra,“ segir Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá Matís, en hann hefur komið við sögu þessara mála í rúmlega þrjá áratugi.
Útflutningsver mæti í ÍSK (núvir i)
Útflutningsver mæti í USD (núvir i)
Útflutningsverðmæti þorsksins árið 1981 var um 135 milljónir dala, sem jafngildir tæpum 340 milljónum dala á núvirði. Árið 2011 var það svo um 680 milljónir dala á núvirði sem er tvöföldun. Fleira hefur komið til. Framleiðslan er fjölbreyttari og hráefni annað en flök er talsvert betur nýtt en áður þekktist. Gefum Sigurjóni Arasyni orðið á ný: „Hausun á fiski er eitt af því sem skiptir mestu máli í fiskvinnslu, hvort sem er úti á sjó eða í landi. Hnakkastykkið á fiskinum er dýrasti hluti hans og er nauðsynlegt að sem minnst af því fylgi hausnum.“ Sigurjón held-
ur áfram: „Til að byrja með fluttum við fyrst og fremst út heil flök, en síðan var farið að skoða það í þorskinum að flytja út ákveðna flakabita. Með því að sjá hvað markaðurinn vildi og fara að óskum hans kom í ljós að það var hnakkastykkið sem var eftirsóttast. Þá fóru menn að skera hnakkastykkið frá og senda það út ferskt á þá markaði sem best borguðu og miðstykki og sporður fór annað,
» „Með því að sjá hvað markaðurinn vildi og fara að óskum hans kom í ljós að það var hnakkastykkið sem var eftirsóttast.“
mest í lausfrystingu. Þetta byrjaði fyrir einum 10 árum og var ákveðin bylting, en þau fyrirtæki sem þar hafa náð bestum árangri hafa haft stöðugan aðgang að góðu hráefni. Það skiptir mjög miklu máli.“
2
a pr íl 2013
útvegsblaðið
Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans:
74.3% »Þorskur
76% »Ýsa
n Aflamark: 162.931
n Aflamark: 31.000
n Afli t/ aflamarks: 121.033
n Afli t/ aflamarks: 23.564
62.5% »Ufsi
70.2% »Karfi
n Aflamark: 43.040
n Aflamark: 45.189
n Afli t/ aflamarks: 26.916
n Afli t/ aflamarks: 31.729
Krókaveiðar á makríl og veiðar á grjótkrabba í gildrur lofa góðu:
Efuðust um veiðarnar F
Júpíter hw
vænghlerar Húsi Sjávarklasans Grandagarði 16 Sími 568 50 80 Farsími 898 66 77 atlimarj@polardoors.com
www.polardoors.com
Goggur
útgáfufélag
rumkvöðullinn Davíð Freyr Jónsson hefur verið að vinna í veiðum og vinnslu á makríl, grjótkrabba og bláskel. Davíð Freyr rekur útgerðarfyrirtækið Arctic Seafood í Reykjavík, félagið rekur tvo báta en þ.á.m. krókabátinn Fjólu sem var í fyrra aflahæsti krókabátur landsins á makríl. ,,Árið 2010 gerðum við fyrstu prófanir á veiðum á makríl og notuðum búnað smíðaðan að norskri fyrirmynd. Flestir efuðust um að þessar veiðar gætu gengið, bæði að ganga makríls myndi ekki koma nægjanlega nærri landinu og fiskurinn myndi ekki taka króka á þessum árstíma, en við teljum okkur og fleiri hafa fært sönnur á að þetta sé hægt á þessari stærð á bátum en báturinn er 15 tonn. Smábátarnir voru því miður seinir að taka við sér og voru heimildir til þessara veiða því sífellt skornar niður, en nú er það sýnt að þetta gengur og þá virðist allt stefna í að bátar streymi til veiða. Við teljum hinsvegar að frumkvöðlar að veiðum almennt eigi áfram eins og verið hefur í gegnum tíðina að njóta einhverrar viðurkenningar eða umbunar fyrir að ryðja brautina, enda er þróunin hjá þeim sem hafa stundað veiðarnar undanliðin ár búin að vera oft þung. Til stendur að reyna að halda þróunarstarfi með makríl áfram en við höfum m.a. sótt um styrk með Matís, útgerðum, vinnslum og söluaðilum til að sérmerkja krókaveiddan íslenskan makríl til að aðskilja hann frá trollveidda fisknum, enda er gæðamunur á afurðunum mjög mikill” segir Davíð Freyr. Veiðar á grjótkrabba eru ekki algengar hér við land. Hvar hafið þið verið að fá hann helst? ,,Hann er einna þéttastur inni í Hvalfirði og það er eina svæðið sem við höfum séð hann í almennilegri
» Davíð Freyr Jónsson. Að baki hans sést í bátinn sem hann notar, Fjólu.
Við strendur landsins eru margar tegundir sem eru vannýttar. Davíð Freyr Jónsson, útgerðarstjóri Arctic Seafood.
stærð. Hann er helst á frekar grunnu vatni en hitta þarf rétt á slóðina ef eitthvað á að fást. Við höfum kannað grjótkrabbann síðustu þrjú ár og hafa verið teknar stykkprufur allt upp í Breiðafjörð en við teljum líkegt að Breiðafjörðurinn geti einnig hýst hann vel í framtíðinni. Fræðimenn telja að grjótkrabbinn fari lítið norður fyrir land vegna kuldaskila en hann hefur líkalega borist hingað með kjölvatni flutningaskipa frá Kanada. Okkar rannsóknir benda til að hann lifi góðu lífi í þessu umhverfi. Krabbinn fjölgar sér ört, er lífseigur og þolir þónokkrar seltu- og hitabreytingar. Við fengum styrk til að stunda þessar veiðar í samstarfi við fjölda aðila þ.m.t. Hafrannsóknastofnunina, HÍ og MATÍS. Búið er að prófa ótal tegundir af beitu og gildrum og farið víðar, t.d. upp í Jökuldjúp og verið með
allt að 400 gildrur í sjó í einu. Markaður er almennt góður fyrir krabbann og fæst ágætis verð fyrir hann enda vinsæll matur. Því miður komast aldrei krabbaveiðar af stað nema hægt sé að koma upp vinnslu. Við höfum undirbúið veiðar og vinnslu á villtri bláskel í nokkur ár og hófum nýverið veiðar og vinnslu sem virðist ganga ágætlega en skelin er hreinsuð, forsoðin og fryst og hefur fengið frábæra dóma frá okkar helstu matreiðslumönnum. Við erum almennt nokkuð ánægðir með hvernig þróunarstarfið hjá okkur gengur, en áframhaldandi þróun hjá okkur er hinsvegar algjörlega háð því hvernig stjórnvöld fara með sýn mál. Virkja þarf að mínu mati frumkvöðlastarf með skýrum relgum fyrir alla. Stjórnvöld þurfa að vinna skipulagðar, líta fram á veginn og hætta að láta standa sig að því að vera alltaf að vinna hlutina of seint. Við strendur landsins eru margar tegundir sem eru vannýttar eða jafnvel ekkert nýttar og á meðan krónan vinnur með okkur er nauðsynlegt fyrir menn að nýta tækifærið, eftir að hún fer að styrkjast höfum við gert okkur alla þróun erfiðari fyrir” segir Davíð Freyr.
Útgefandi: Goggur ehf., Grandagarði 16 101 Reykjavík. Sími 445 9000. Útgáfustjórar: Hildur Sif Kristborgardóttir ábyrgðarmaður og Sædís Eva Birgisdóttir. Vefsíður: utvegsbladid.is / goggur.is. Tölvupóstur: goggur@goggur.is. Prentun: Landsprent.
Boston MA, Bandaríkin
Nuuk
Portland
Grænland
Maine, Bandaríkin
St. Anthony Nýfundnaland
Halifax Nova Scotia
Grundarfjörður Ísland
Bíldudalur Grundartangi
Argentia
Ísland
Ísland
Ísafjörður Ísland
Nýfundnaland
Sauðárkrókur Ísland
REYKJAVÍK
Akureyri
Ísland
blá leið
Ísland, Færeyjar, Holland, Pólland, Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Færeyjar, Ísland
Vestmannaeyjar
gul leið
Ísland
Ísland
Húsavík Ísland
Ísland, Færeyjar, England, Holland, Þýskaland, England, Ísland
Norðfjörður
rauð leið
Ísland
Ísland, Færeyjar, Skotland, Holland, Ísland
Reyðarfjörður Ísland
græn leið
Noregur, Ísland, Nýfundnaland, Nova Scotia, Bandaríkin, Nýfundnaland, Ísland
Klakksvík
brún leið
Færeyjar
Rússland, Noregur, Holland, England, Skotland, Noregur
mögulegar norðurheimskauts leiðir
ÞÓRSHÖFN
Vágur
Færeyjar
Færeyjar
möguleg viðkoma / árstíðabundnar siglingar
Bergen
Aberdeen
stórtengihöfn
Noregur
Maaloy
Skotland
Grimsby
Noregur
England
tengihöfn
Álasund Noregur
Immingham viðkomur
Sortland Noregur
England
Stavanger Noregur
ROTTERDAM
Tromsö
Danmörk
Noregur
Fredrikstad
Holland
Noregur
Velsen Holland
Helsingjaborg
Hamborg Þýskaland
Árósar
Svíþjóð
Hammerfest Noregur
Noregur
Kirkenes
Swinoujscie Pólland
Båtsfjord
Murmansk
Noregur
Rússland
nýtt leiðakerfi eimskips FÍTON / SÍA
– með strandsiglingum við Ísland í beinni tengingu við Evrópu Vikulegar strandsiglingar með beinni tengingu við Færeyjar, Bretland og meginland Evrópu.
Tíðari ferðir og styttri siglingartími til og frá Bandaríkjunum.
Siglt með ferskan fisk vikulega frá Íslandi og Færeyjum
Ný höfn í Bandaríkjunum, Portland, Maine
Aukin þjónusta við olíuiðnaðinn með siglingum til og frá Skotlandi
Möguleg viðkoma á Ísafirði og Akureyri á leiðinni frá Noregi Ný viðkoma í Vágur í Færeyjum og Hamborg í Þýskalandi
Korngarðar 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | www.eimskip.is
4
a pr íl 2013
útvegsblaðið
HB Grandi hlýtur verðlaun „HB Grandi er í fararbroddi íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja og er fyrirtækinu veitt verðlaunin fyrir leiðandi starf í veiðum, vinnslu og markaðssetningu á íslensku sjávarfangi. Mikil fagmennska einkennir fyrirtækið, starfsmenn og stjórnendur,“ sagði Friðrik Pálsson formaður úthlutunarnefndar og stjórnar Íslandsstofu þegar HB Granda var veitt útflutningsverðlaun forseta Íslands. Það var Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins. Í núverandi mynd er HB Grandi ekki gamalt fyrirtæki, en saga þeirra fyrirtækja sem hafa sameinað krafta sína innan HB Granda spannar yfir 100 ára sögu og endurspeglar þá miklu þróun sem hefur orðið innan þessarar mikilvægustu atvinnugreinar landsmanna. HB Grandi varð til við sameiningu Granda í Reykjavík og Haraldar Böðvarssonar á Akranesi í ársbyrjun 2004 og í október sama ár sameinuðust Tangi á Vopnafirði og Svanur Re félaginu undir merkjum HB Granda. Þar á undan höfðu stórútgerðirnar Bæjarútgerð Reykjavíkur, Ísbjörninn og Hraðfrystistöðin í Reykjavík sameinast í Granda hf. ásamt Hraðfrystihúsi Stokkseyrar og Faxamjöli, en inn í Harald Böðvarsson hf. höfðu runnið nokkur fyrirtæki á Akranesi svo sem Heimaskagi, Krossvík og Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan ásamt Miðnesi hf. í Sandgerði. Þetta voru stór félög á þess tíma mælikvarða. Þessi sameiningarsaga segir mikið um þá þróun sem verið hefur í gangi síðustu áratugi. Gott samstarf á milli markaðsdeildar, veiðiskipa og framleiðsludeilda félagsins er ein af ástæðum þess góða árangurs sem náðst hefur við sölu afurða félagsins og þeirrar velgengni sem félagið nýtur á mörkuðum. Allir 800 starfsmenn félagsins til sjós og lands eru með þessu samstarfi virkir þátttakendur í markaðsstarfi þess. Tekjur HB Granda á síðasta ári voru tæpar 32 milljarðar króna og eigið fé um 29 milljarðar króna og starfsmenn eins og áður sagði um 800. HB Grandi ber því nafn með rentu og er í sannleika sagt stórt – grand – fyrirtæki.“ Tilgangurinn með veitingu útflutningsverðlaunanna er að vekja athygli á þjóðhagslegu mikilvægi gjaldeyrisöflunar og alþjóðlegra viðskipta og heiðra þá sem hafa náð sérstaklega góðum árangri í sölu og markaðssetningu á íslenskum vörum og þjónustu erlendis. Útflutningsverðlaunin eru nú veitt í 25. sinn en þau voru fyrst veitt árið 1989. Meðal annarra fyrirtækja er hlotið hafa verðlaunin í gegnum tíðina eru Lýsi, 3X-stál, Samherji, Sæplast, Guðmundur Jónasson, og Marel og á síðasta ári hlutu Trefjar verðlaunin. » Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda tekur við viðurkenningunni úr hendi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar.
» Vilbergur Magni Óskarsson, skólastjóri Skipstjórnarskólans.
Um 100 nemendur í dagskóla Skipstjórnarskólans:
Sækja í full réttindi S
kipstjórnarskólinn er einn 10 faglega sjálfstæða undirskóla innan Tækniskólans sem er eins konar regnhlífasamtök þessara skóla. Tækniskólinn var stofnaður árið 2008 þegar Iðnskólinn í Reykjavík og Fjöltækniskólinn sameinuðust. Skólinn er stærsti framhaldskóli landsins og byggir á langri og merkri sögu sem tengist atvinnulífi landsins á marga vegu. Skipstjórnarnámið skiptist í fimm réttindastig sem hvert um sig gefur i réttindi til starfa um borð í skipum af mismunandi stærð og gerð. Réttindastig A, B og C varða störf
á fiskiskipum og öðrum skipum og miðast réttindi A og B við lengd. Réttindastig D veitir ótakmörkuð réttindi á öll skip, nema varðskip. Réttindastig E er fyrir skipherra á varðskipum. Öll réttindi nást að fullnægðum skilyrðum um siglingatíma og starfsþjálfun. Vilbergur Magni Óskarsson, skólastjóri Skipstjórnarskólans, segir að aðsókn að skólanum hafi verið nokkuð góð undanfarin ár, árlega sæki milli 30 og 40 manns um nám við skólann og þegar opnað var fyrir umsóknir nýverið bárust strax um 20 umsóknir. Skólastjóri
segir þess fullviss að skólinn verði fullsetinn á næsta vetri, eða um 100 nemendur og segir hann áhrif efnahagskreppunnar eiga þar einhvern þátt, þ.e. við minnkandi atvinnuframboð leiti menn fyrir sér um örugga atvinnu. Nokkur fjöldi nemendanna er árlega í dreifinámi, þ.e. fjarnámi, en þeir nemendur koma í skólann 2 – 3 daga í mánuði. Vilberg Magni segir að dreifinám geti hentað vel þeim sem eiga ekki gott með að dvelja fjarri heimilinu langdvölum vegna fjölskylduaðstæðna. ,,Því miður eru afar fáar konur hér við nám, eru í dag aðeins 3
MAKING MODERN LIVING POSSIBLE
Stjórn og gæslubúnaður til notkunar á sjó og landi Í nærri 70 ár hefur Danfoss framleitt breiða línu af stjórnog gæslubúnaði og byggir því á mikilli reynslu í þróun og framleiðslu á iðnaðarstýringum eins og hita- og þrýstinemum, hita-og þrýstistillum, hita- og þrýstiliðum, spólurofum, spólulokum og fl.
Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is
útvegsblaðið
m a rs 2013
5
DATA Léttur gagnaflutningakapall fyrir togveiðar Sérhannaður til gagnaflutninga frá trollsónar upp í brú Dynex Data kapallinn var fyrst tekinn í notkun 2011 í flaggskipi Færeyinga Þrándi í Götu.
„Myndin af trollopinu er skýr og á yfirborðsveiðum er Dynex Data kapallinn tær snilld“
Farmannapróf hefur í dag ígildi stúdentsprófs og svo er auðveldara fyrir nemendur að fara milli skólanna innan Tækniskólans, sýnist þeim svo.
Frits Thomsen skipstjóri
Dynex Data kapallinn hefur verið í notkun á fjölveiðiskipinu Guðmundur VE 29 frá 2011 og er skipið að hefja þriðju makrílvertíðina með sama kapalinn frá upphafi.
Vilbergur Magni Óskarsson, skólastjóri Skipstjórnarskólans.
talsins, en mættu vera fleiri,” segir skólastjóri. ,,Samlegðaráhrif þess að reka þennan skóla sem hluta af Tækniskólanum eru umtalsverð. Farmannapróf hefur í dag ígildi stúdentsprófs og svo er auðveldara fyrir nemendur að fara milli skólanna innan Tækniskólans, sýnist þeim svo. Því miður hefur endurnýjun tæknibúnaðar ekki verið sem skildi, en það dregur ekki úr aðsókninni. Í vor útskrifast milli 20 og 30 skipstjórnarnemar og margir þeirra fara beint á sjó, flestir á fiskiskip. Vorið 2012 útskrifuðust 20 nemendur úr varðskipadeildinni. Það hefur engin könnun verið gerð á þörfinni fyrir skipstjórnarmenn, en í dag taka flestir einnig farmannaprófið auk fiskimannaprófsins sem er viðbótarnám upp á eina önn. Það gefur viðkomandimeiri réttindi erlendis en um allan heim vantar skipstjórnarmenn,” segir Vilbergur Magni Óskarsson skólastjóri.
„Dynex Data er frábær vara og við uppsjávarveiðar helst kapallinn fyrir ofan hafflötinn þar til nokkrir metrar eru í sónarinn – og truflar því ekki veiðarnar. Myndin á skjánum er svo bæði skýr og góð.“
Sturla Einarsson skipstjóri
Dynex Data var valin besta framleiðslunýjungin á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2011
6 sj áva rú t v egss ý n ing in í brussel
a pr íl 2013
útvegsblaðið
Á fjórða tug íslenskra fyrirtækja Íslandsstofa annast skipulagningu á þátttöku íslenskra fyrirtækja á þjóðarbás Íslands á sjávarútvegssýningunum European Seafood Exposition og Seafood Processing Europe sem haldnar verða í Brussel dagana 23. – 25. apríl nk. ESE og SPE eru stærstu sjávarútvegssýningar í heimi og er þetta í 21. sinn sem íslenskir þjóðarbásar eru skipulagðir í Brussel. Meðal sjávarútvegsfyrirtækja er almennt litið á sýningarnar í Brussel sem þær mikilvægustu til að kynna vörur og þjónustu fyrir sjávarútveg. Því er óhætt að segja að flest lykilfólk í sjávarútvegi í heiminum sé þar samankomið. Hlutverk Íslandsstofu hefur fyrst og fremst verið sjá um skipulagningu og uppsetningu á sýningaraðstöðu íslensku fyrirtækjanna og sjá til þess að þarfir þeirra varðandi vinnuaðstöðu séu uppfylltar þannig að þau geta einbeitt sér að sölu- og markaðstarfssemi. Á síðustu árum hefur Íslandsstofa einnig séð um kynningu á Iceland Responsible Fisheries (IRF) sem er markaðsverkefni í sölu á sjávarafurðum. Áhersla er lögð á að kynna ávinning kaupenda og dreifingaraðila íslenskra sjávarafurða á að taka þátt í verkefninu og kynna íslenskar sjávarafurðir á erlendum mörkuðum undir upprunamerki IRF og ábyrgar fiskveiðar. Þau fyrirtæki sem kynna sjávarafurðir í Brussel, á ESE sýningunni í höll 6 eru Ögurvík, HB Grandi, Íslenska umboðsalan, Menja, Visir, Tríton, Félag atvinnurekenda, Iceland Pelagic, Matorka, VSV, Novo Food, Golden Seafood og ORA. Einnig eru Íslandsbanki, Markó Partners, Íslandsstofa og Iceland Responsible Fisheries með kynningu á ESE. Á SPE sýningunni í höll 4, þar sem kynnt er tækni og þjónusta við sjávarútveg, eru Samskip, 3X Technology, Valka, Optimar Iceland, Eimskip, Skaginn, Frost, Borgarplast, Traust, Icelandair Cargo, Tornet, Maintsoft, Wise lausnir (áður Maritech), Goggur, Trackwell, Hampiðjan Íslandsstofa og Iceland Responsible Fisheries.
Fer með landsliðið með mér „Þetta er í annað sinn sem við erum í Brussel. Í fyrra gekk mjög vel og ég geri ráð fyrir að sýningin í ár gagnist okkur ekki síður. Ég leyfi mér reyndar að vona að árangurinn verði umtalsvert meiri. Fyrir því liggja aðallega tvær ástæður,“ segir Hildur Sif Kristborgardóttir, útgáfustjóri hjá Goggi, sem gefur meðal annars út Útvegsblaðið og IFIM, eða Icelandic Fishing Industry Magazine. Hildur Sif nefndi tvær ástæður fyrir að hún gerir ráð fyrir meiri árangri að sýningunni í ár en í fyrra. Önnur er sú að reynslan af sýningunni í fyrra gerir alla vinnu markvissari nú en þá. Og hin ástæðan er: „Blaðið okkar IFIM, Icelandic Fishing Industry Magazine, hefur stækkað og styrkst. Nú er það stærra en í fyrra og augu margra eru að opnast fyrir áhrifamætti blaðsins. Það er ekki einungis prentað, heldur fer það til þúsunda viðskiptavina íslensks sjávarútvegs um allan heim. Rafræna útgáfan er okkur nauðsynleg og afl hennar er ótvírætt. Það er sama hvað skoðun við höfum eða hver hagsmunirnir eru, IFIM er fyrir okkur öll. Í góðlátlegu gríni köllum við blaðið landsliðið okkar, það halda allir Íslendingar með landsliðinu. Aðrar þjóðir hafa oft sameinast í kynningarmálum. Hún fagnar þeirri auknu eftirtekt sem blaðið fær. „Hjá Goggi starfar fagfólk og við leggjum okkur fram um að framleiða sem besta vöru, sem best blöð. Okkur finnst það hafa tekist. Auk IFIM og Útvegsblaðsins gefum við út Ferðablaðið, Iðnaðarblaðið, Volg og 50 plús. Að auki önnumst við útgáfu þriggja blaða fyrir aðra, það eru Brimfaxi fyrir Landssamband smábátaeigenda, Tímarit VM fyrir Félag vélstjóra og málmtæknimanna og Laufblaðið fyrir Félag flogaveikra.“ Goggur verður á bás með Maritech og Trackwell. Þar kynnir fyrirtækið IFIM og Útvegsblaðið.
» Humarvinnsla í Vinnslustöðinni. Fulltrúar VSV taka í fyrsta skipti þátt í sjávarútvegssýningunni í Brussel.
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum í fyrsta sinn með sýningarbás:
Kynna alla framleiðsluna
V
innslustöðin er einn stærsti vinnustaður Vestmannaeyja og því einn af burðarásum samfélagsins þar. Fastráðnir starfsmenn til sjós og lands eru yfir 200 talsins og fjöldi fólks starfar til viðbótar hjá fyrirtækinu tímabundið. Sátt og virðing fyrir sjávarauðlindunum og nýtingu þeirra er forsenda þess að Vinnslustöðin þrífist og geti gagnast samfélagi sínu. Vinnslustöðin er aðili að yfirlýsingu um ábyrgar fiskveiðar og hefur starfað í samræmi við hana. Gunnar Aðalbjörnsson, umbótaog gæðastjóri Vinnslustöðvarinnar (VSV) segir að fyrirtækið taki nú í fyrsta skipti þátt í sjávarútvegssýningunni í Brussel með sérstakan sýningarbás en fulltrúar VSV hafi margoft sótt sýninguna á undanförnum árum. Í ár verður lögð sér-
Verulegar auknar veiðar Norðmanna og Rússa í Barentshafi á þorski hafa haft sín áhrif á eftirspurn og verði á þorskafurðum frá Íslandi. Gunnar Aðalbjörnsson, umbóta og gæðastjóri VSV.
stök áhersla á að kynna afurðir fyrirtækisins sem er mikil flóra, gefin verður út vörulisti og kynningarefni um fyrirtækið þar sem framleiðslan verður kynnt. ,,Við munum leggja áherslu á kynna allar okkar afurðir, saltfisk, humar, ferskan og frosinn, bolfisk og uppsjávarfisk, síld, loðnu, loðnuhrogn. Kolmunna og makríl sem er stór hluti af starfsemi VSV í dag. Verð á sjávarafurðum hefur síðustu misseri farið lækkandi, ekki síst í Suður-Evrópu, vegna efnahags-
þrenginga í mörgum Evrópulöndum þannig að við höfum þurft að sæta um 20% til 30% verðlækkun síðasta hálfa annað ár, nokkuð þó misjafnt eftir tegundum. Verulegar auknar veiðar Norðmanna og Rússa í Barentshafi á þorski hafa haft sín áhrif á eftirspurn og verði á þorskafurðum frá Íslandi,“ segir Gunnar Aðalbjörnsson. Vinnslustöðin er með eigið sölufyrirtæki sem nefnist ,,About fish“, og sér að að mestu leyti um sölu á afurðum fyrirtækisins.
Smíðuðu fullkomna hörpuskelsverksmiðju Traust þekking ehf. að Lækjarkoti við Borgarnes er fyrirtæki þar sem hugvit og hönnun er í hávegum höfð við gerð fiskvinnsluvéla undir vörumerkinu ,,Traust Know How.” Hjá Traust þekkingu eru hannaðar vélar fyrir vinnslu á ferskfisk, saltfisk, skelfisk, fiskþurrkun, loðnuhrognavinnslu og fleira. Fyrirtækið hefur þjónað matvælamarkaðnum í yfir 30 ár með góðum árangri. Í Lækjarkoti er smiðja þar sem allar vélar eru framleiddar. Nefna má að boðið er upp á sprautusöltunarvélar og saltdreifikerfi, hrognaskiljur, flæðilínur, flokkunarvélar, skreiðarpressur og margt fleira. Traust Þekking ehf. var að gangsetja ný tæki á Spáni í desembermánuði sl. en þessar nýju vélar eru notaðar til þess að sprauta pækli eða ,,fiski í fisk,” hvort sem er til framleiðslu á ferskum eða söltuðum fiski. Þar á meðal er nýja TR-850 Injector sprautuvélin, Easy Brine mixing system, sjálfvirkur pækilblöndunarbúnaður, Easy Chiller pækilkælir, Easy Mincer marningsvél sem tekur fisk afskurð og beinagarða og pressar fiskinn frá roði og beinagarði. Þetta skilar góðum fiskmarningi. Easy Flaker er fiskblokkarhefill sem tekur blokk af frosnum marning og heflar hana niður. Easy-Inject “Fish in Fish” auðsprautun tekur fiskflögurnar og hakkar þær niður í öragnir (fisk protein) sem er síðan sprautað inn í ferskan fisk með pækli og bætir bragð afurðarinnar en heldur gæðunum. Eggjahvítuefnið samlagast fiskinum og lekur ekki út úr honum og hefur fiskurinn sömu áferð og fyrir sprautun. Þessi aðferð er einnig notuð við saltfiskframleiðslu. Þetta tæki er það fyrsta, sinnar tegundar, sem fundið er upp og þróað hér á landi. Tækin eru öll einföld í notkun og auðveld í þrifum.
» Traust Þekking hefur verið að smíða fullkomna hörpuskelsverksmiðju í stóran rússneskan togara sem stundar hörpuskelveiðar á Kúrileyjum sunnan Kamchatka.
Það nýjasta frá Traust er Easy Portioner skurðarvél, Easy Compact Grader lítill flokkari, Fresh Product Grader ferskfiskflokkari, Salt Fish Grader saltfiskflokkari, Easy Grader Pelagic channel grader heilfiskflokkari, Easy Weight Batcher samvalsflokkari, Easy Defrosting System uppþíðingarkar eða snigill og hreinsibúnaður fyrir frárennsli. Traust Know How Ltd. hefur þróað og framleitt fiskvinnsluvélar í meira en 30 ár og er eitt af frumkvöðlum hér á landi í þróun á fiskframleiðsluvélum. Traust Know How tekur þátt í sjávarútvegssýningunni í Brussel í byggingu 4, bás 6127-7.
- snjallar lausnir
nýtt nafn Maritech hefur nú breytt nafni sínu í Wise Wise nafnið hefur verið notað um árabil á mörgum af okkar lausnum. Með breytingunni erum við fyrst og fremst að styrkja vörumerkið Wise og samræma markaðsstefnu okkar. Við hlökkum til ánægjulegs samstarfs.
Wise lausnir ehf. Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 102, 600 Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is
TM
Gold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV)
8 sj áva rú t v egss ý n ing in í brussel
m a rs 2013
útvegsblaðið
» Jón Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Trackwell ásamt Kolbeini Gunnarssyni sviðsstjóra sjávarútvegslausna og Láru Janusdóttur markaðsstjóra
Afla- og afurðaskráningarkerfi Trackwell breytir upplýsingum um veiðar í þekkingarverðmæti útgerða:
Gerir rekjanleika mögulegan S
ífellt eru gerðar meiri kröfur til skipstjórnarmanna um skráningar gagna um borð í fiskiskipum. Skráningar geta verið tímafrekar og oft þarf jafnvel að skrá sömu upplýsingarnar á mörgum mismunandi stöðum. Mikil ávinningur felst í því að halda utan um slíkar skráningar í einu kerfi fyrir skipstjóra, útgerð, vinnslu, sölu og fiskveiðiyfirvöld. Það er síðan möguleiki á að samtengja gögnin við upplýsingar frá öðrum kerfum um borð. Með þessu móti fækkar tvískráningum, verðmæti upplýsinganna verður meira og þær verða aðgengilegri öllum hagsmunaðilum. Skipstjóri getur skipulagt veiðar og vinnslu með tilliti til afurðaverðmæta og framleiðni, ásamt því að halda utan um sögu fyrri veiðiferða.
Í kerfinu er m.a. hægt að skoða veiðislóðir, afla og verðmæti eftir mismunandi tímabilum og ýmsum umhverfisþáttum. Útgerðaraðilar fá gögnin sjálfkrafa send jafnóðum og geta því skipulagt áframhaldandi vinnslu og sölu afurða jafnóðum og aflinn er veiddur. Auk þess safnast upp þekking sem getur nýst fyrirtækinu seinna meir við veiðar og skipulag vinnslu. Viðskiptavinir geta einnig notið góðs af því að haldið er utan um rekjanleika afurða í landi og býður kerfið upp á möguleika fyrir viðskiptavini eða endursöluaðila að fá upplýsingar um uppruna og staðfestingu á sjálfbærni vörunnar. Einnig skilar kerfið þeim upplýsingum sem krafist er af fiskveiðiyfir-
völdum, bæði við eftirlit og fyrir vísindarannsóknir. Þeir viðskiptavinir sem hafa innleitt kerfið að fullu hafa séð mikla hagræðingu við aukna yfirsýn og samtengingu upplýsinga. Í kerfinu er m.a. hægt meta afkomu og verðmæti og nýtist kerfið öllum helstu lykilstarfsmönnum fyrirtækisins, eins og framleiðslustjóra, markaðsstjóra, gæðastjóra, forstjóra og fleirum. Það er vaxandi eftirspurn frá markaði sjávarafurða um meiri upplýsingar um mat á sótspori og sjálfbærni. Því eru mörg útgerðarfyrirtæki farin að reyna að mæta þessum kröfum. Eitt dæmi um hagnýtingu kerfisins er tenging afurðaskráninga um borð við límmiðaprentun, þar sem hægt er að senda upplýsingar á límmiða, eins og QR kóða sem hægt
Útgerðaraðilar fá gögnin sjálfkrafa send jafnóðum og geta því skipulagt áframhaldandi vinnslu og sölu afurða jafnóðum og aflinn er veiddur. Jón Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Trackwell.
er að nota við að rekja afurðina allt til þess hvar og hvenær hún var veidd. „Lykilatriðið í þróun kerfisins er samstarf við skipstjórnarmenn útgerðastjóra og aðra fagaðila. Kerfin tengja framleiðsluferli fiskiskipa og
útgerðar í heilstætt kerfi og þarf því ákveðna áræðni og framtíðarsýn til að innleiða nýja verkferla fyrir allt fyrirtækið svo kerfin séu nýtt sem best. Þau útgerðarfyrirtæki sem hafa tekið fyrstu skrefin í þessu sjá strax mikinn ávinning og framtíðartækifæri. Við höfum verið að kynna þessar lausnir á helstu sjávarútvegssýningum og er okkur oftast vel tekið. Nú næst er það sjávarútvegssýningin í Brussel þar sem við erum spenntir að fá að kynna helstu nýjungar fyrir greininni. Ég tel sjálfur að þau fyrirtæki sem innleiða slíkar lausnir séu þau sem hafa sterka framtíðarsýn og sjá þróunina verða á þá leið að útgerðir verði matvæla- og sjávarútvegsfyrirtæki með umhverfishugsun að leiðarljósi,“ sagði Jón Ingi Björnsson framkvæmdastjóri Trackwell.
Hafa sérhæft sig í útflutningi á grásleppuhvelju til Kína Triton er útfutningsfyriræki sjávarafurða sem hefur m.a. sérhæft sig í útflutningi á grásleppuhvelju til Kína. Á sjávarútvegssýningunni í Brussel mun fyrirtækið kynna sínar hefðbundnu útflutningsvörur í lagmeti, s.s. niðursoðna þorsklifur sem Triton framleiðir í verksmiðjunni Akraborg á Akranesi, grásleppuhrogn og svo grásleppuna sem vakin verður sérstök athygli á sýningardagana, en hún er öll seld heil, bæði söltuð og niðurlögð. Einnig er mikil áhersla lögð á sölu á frystum og unnum loðnuhrognum. Þátttakan er ekki síst hugsuð til þess að viðskiptavinirnir hafi góðan aðgang að fyrirtækinu og þeir sjái og þekki þá sem eru á bak við símtölin við Triton. Gegnum sýninguna í Brussel hefur Trtion náð nýj-
um viðskiptasamböndum, ekki endilega á sýningunni sjálfri heldur fljótlega í kjölfar hennar. Þar koma kínverskir viðskiptavinir stöðugt sterkar inn. Triton hefur tekið þátt í sýningunni frá upphafi, eða í 21 ár. Aukning hefur orðið í vinnslu á lifur hérlendis enda orðin skylda að koma með hana að landi. Um 5% af þorskinum er lifur og miðað við 210 þúsund tonna þorskvóta ætti þetta að vera allt að 11 þúsund tonn. Um 40% af þeirri lifur sem berst að landi er unnin hjá Akraborg. Miðað við að kg seljist á 90 kr er um allt að milljarð að ræða í heildarverðmæti. Í fyrra var fyrsta árið sem skylt var að koma með grásleppuna í land og seldist hún öll. Þeir Örn Erlendsson og Ormur
Arnarson hjá Triton segja að nokkuð vel horfi með sölu á grásleppu í ár, en stöðugt fleiri hafi farið inn á þennan markað eftir að sýnt var að þessi vara væri auðseljanleg og búast mætti við auknu framboði af grásleppuhveljunni. Verulegur afturkippur kom í fyrra í sölu á grásleppuhrognum þegar verð fór mjög hátt, og því fóru kaupendur að leita annað til að fá grásleppuhrogn á lægra verði. Framboð frá Grænlandi hefur farið vaxandi. Veiðin hefur verið góð hér við land, veiðistaðir hins vegar færri en færri bátar hafa byrjað veiði. Alls hafa 165 bátar hafið grásleppuveiðar á móti 249 á sama tíma í fyrra. Ágæt veiði hefur verið fyrir norðan og austan en með tregara móti í Faxaflóa og Breiðafirði. Fyr-
» Örn Erlendsson t.v. og Ormur Arnarson hjá Triton.
ir skömmu var búið að landa grásleppu sem jafngildir um 2.200 tunnum af hrognum. Borið saman við síðustu vertíð er það aðeins helmingur þess sem þá var.
ÖRYGGISVÖRUR IÐNAÐARMANNSINS FULL BÚÐ AF ÖRYGGIS- OG REKSTRARVÖRUM. OG VERKTAKANS KÍKTU Í KEMI BÚÐINA OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!
Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466
Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00 -17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.
10
a pr íl 2013
útvegsblaðið
Sigurjón Arason prófessor og yfirverkfræðingur fékk viðurkenningu:
Í forystu um árabil S
igurjón Arason prófessor og yfirverkfræðingur hjá Matís hlýtur sérstaka viðurkenningu Íslenska sjávarklasans fyrir framlag hans til aukinnar verðmætasköpunar í íslenskum sjávarútvegi. Sigurjón hefur haft forystu um ýmsar rannsóknir og þróun í vinnslu sjávarafurða undanfarna þrjá áratugi og hefur haft forystu um margháttaðar framfarir í vinnslu sem skilað hafa verulegum ábata fyrir íslenskt þjóðarbú. Þá hefur Sigurjón þjálfað og kennt þúsundunum einstaklinga í sjávarútvegi og áframvinnslu m.a. á vettvangi Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Á undanförnum áratugum hefur orðið gríðarleg verðmætaaukning í íslenskum sjávarútvegi þrátt fyrir minnkandi aflaheimildir. Samkvæmt athugun Íslenska sjávarklasans á verðmætaaukningu í sjávarútvegi kemur í ljós að þrátt fyrir að afli útgerða hafi minnkað úr 460.000 tonnum í 180.000 tonn milli áranna 1981 og 2011, tvöfaldaðist útflutningsverðmætið hins vegar. Þá aukningu má þakka stórbættri nýtingu hráefnis þar sem framleiðslan fór að snúast frekar um gæði en magn. Í uppsjávarveiðum hefur einnig átt sér stað gríðarleg verðmætaaukning. Aflavermæti makríls hefur aukist um 10-15 milljarða undanfarin ár. Árið 2007 fóru 5% til manneldis en 95% til bræðslu, nú hefur kúvending orðið og hlutfallið sem notað er til manneldis er komið í 90%. Í þeim dæmum, sem hér eru rakin, hafa stofnanir á borð við Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins og síðar Matís og það rannsóknar- og þróunarfólk sem þar er innanbúðar haft mikið að segja. Þar hefur Sigurjón verið í forystu um árabil. Starf
» Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, afhenti Sigurjóni viðurkenninguna og fór lauslega yfir framlag Sigurjóns yfir framlag til verðmætaaukningar.
» Sigurjón Arason þakkaði fyrir sig og sagði að alla framþróun megi rekja til samstarfs margra, vísindamanna sem og þeirra sem starfa í og við sjávarútveg.
» Sigurjón Arason ásamt fyrrum nemendum sínum, þeim Hlyni Valgeirssyni, Kristínu Önnu Þórarinsdóttur, Birni Margeirssyni og Sveini Margeirssyni.
Sigurjóns hefur hvílt á þessu ómetanlega baklandi öflugra rannsóknarstofnanna. Þessi viðurkenning til Sigurjóns Arasonar er ekki síður hugsuð sem stuðningur við það starf sem unnið er á vettvangi rannsóknarstofnanna á borð við Matís.
TMP báta og hafnarkranar
Þessi þróun hefur haldið áfram síðustu ár, en eigi svo að vera um ókomna framtíð er ljóst að nýsköpun í sjávarútvegi og tæknigreinum honum tengdum þarf að hjarna verulega við. Þessi viðurkenning er ekki síður hugsuð sem hvatn-
ing til íslensks sjávarútvegs um að stefna enn hærra í nýtingu afurða og gæðamálum. Þar er enn verk að vinna þótt Íslendingar séu í fararbroddi í nýtingu og gæðum. Enn má gera betur í að auka þekkingu á nýtingu afla, bæta geymslu og kælingu á afurðinni og gera meiri verðmæti úr aukaafurðunum með því að fullvinna þær fyrir m.a. heilsubótar- og lyfjaiðnað. Hugmyndafræði klasa eins og Íslenska sjávarklasans er að tengja saman fólk og fyrirtæki svo úr verði
ný þekking og meiri verðmæti. Sigurjón Arason hefur á margan hátt leitt álíka hugmyndafræði um áratugaskeið og leitt saman útgerðir og rannsóknar- og þróunarfólk og skapað þannig nýja þekkingu. Rannsóknarsjóður síldarútvegsins hefur ákveðið að veita árlega styrk til nemanda sem stunda nám eða rannsóknir sem tengjast verkefnum sjóðsins og verður styrkurinn veittur í nafni Sigurjóns. Stefnt er að því að styrkurinn verði fyrst veittur seinna á þessu ári.
Pétur H. Pálsson hjá Vísi í Grindavík:
Endurtökum leikinn
Bjóðum gott úrval af vökvakrönum frá TMP hydraulic A/S. www.tmphydraulik.dk
Hjallahraun 2 220 Hafnarfjörður s. 562 3833 www.Asaa.is - Asaa@Asaa.is
„Við erum er ung þjóð með breiða menntun. Hér hefur verið árangursrík stýring veiðanna með samtengingu veiða og vinnslu . Reynsla okkar síðustu 100 ár er að búa til undirstöðuatvinnugrein heillar þjóðar úr sjálfþurftarsókn á árabátum. Ég tel reyndar að staða okkar til að klára þetta metnaðarfulla verkefni í dag og næstu áratugi sé miklum mun betri en sú staða sem forfeður »Pétur H. okkar stóðu frammi fyrir í upphafi sinnar Pálsson. uppbyggingar,“ segir Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík, þegar hann talar um hversu mikið hefur áunnist í að auka verðmæti þess fiskjar sem við drögum á land. Pétur hefur farið fyrir þeim sem vilja meira, auka verðmætin enn. „Ég trúi því að fái öll tækifærin að líta dagsins ljós munum við endurtaka leikinn frá 1981 á næstu 20 árum og tvöfalda verðmæti þess afla sem við veiðum
í dag ásamt stórauknum útflutningi á framleiðslutækjunum sem vinna munu verkin,“ segir Pétur H. Pálsson um þessar niðurstöður að tækifærin liggi í úrvinnslu á „seinni helmingi“ þorsksins, því sem ekki sé matur heldur náttúruleg líffræðileg efni sem fiskurinn noti til að lifa af í sjónum. En árangur liðinna ára kom ekki að sjálfum sér. „Þeir voru að margir hverjir blankir útvegsbændur með snæri og árabáta. Þó að við horfum bara 30 ár til baka er þekkingin miklu meiri nú en þá og skipulagið allt annað og betra. Við höfum oft þurft að byggja upp heilan flota og fjárfesta í stáli og steypu en munurinn nú og þá er að nú er stærsti hluti þessarar sóknar byggður á þekkingu mannaflsins, sem sé, hinu vel menntaða unga fólki sem bíður eftir tækifærum til að skapa landi og þjóð ný auðævi,“ sagði Pétur Pálsson.
útvegsblaðið
a pr íl 2013
11
Þess vegna þarf að lækka veiðigjöldin Hlynur Sigurðsson Forstöðumaður upplýsinga- og kynningamála hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna
Ú
tgerðarfyrirtæki á Íslandi eru af öllum stærðum og gerðum. Hér á landi eru bæði rekin alþjóðleg sjávarútvegsfyrirtæki, sem standa framarlega í samkeppni við sambærileg fyrirtæki í öðrum löndum, sem og litlar og meðalstórar fjölskylduútgerðir. Þótt þessi fyrirtæki séu ólík teljast þau öll með í hópi íslenskra útgerðarfyrirtækja. Grunnur veiðigjalda, sem voru margfölduð á síðasta ári, byggir á tölum Hagstofunnar um hag veiða og vinnslu. Með einföldum hætti má segja að metinn hagnaður útgerðar og fiskvinnslu sé tekinn saman og deilt niður á aflamark og afla útgerða og þannig fundin út sú upphæð sem hver útgerð á að greiða í veiðigjöld að frádregnum frádráttarliðum. Greint er á milli botnfisk- og uppsjávarfyrirtækja en að öðru leyti er ekki greint á milli ólíkra rekstrarmynstra og afkomu við skattlagningu þeirra.
Eins og kaupmaðurinn á horninu greiði skatt vegna hagnaðar fataverslunarinnar
Eitt af stóru vandamálunum við veiðigjaldið í núverandi mynd er að fjöldi útgerða rekur ekki fiskvinnslu. Engu að síður er þessum fyrirtækjum gert að greiða skatt vegna hagnaðar vinnslunnar, en eins og áður segir er grunnur veiðigjaldsins reiknaður þannig að hagnaður veiða og vinnslu er tekinn saman. Þetta er svipað og að bera saman kaupmanninn á horninu og stóra verslunarkeðju, sem bæði rekur matvöru- og fataverslanir, og að kaupmanninn á horninu greiði skatt vegna hagnaðar af rekstri fataverslana. Ástæða til að endurskoða veiðigjaldið
Brýnt er að endurskoða lögin um veiðigjöld þar sem þau eru bæði flókin, ógegnsæ og ósanngjörn. Fjölmargir þættir gera það að verkum að endurskoðunar er þörf: Lögin eru óskýr og uppfylla ekki þær kröfur um skýrleika laga við
skattlagningu samkvæmt 40. og 77. gr. stjórnarskrár innar.
Hátt veiðigjald skekkir samkeppnisstöðu íslensks sjávarútvegs á alþjóðavettvangi.
Skattlagningargrunnurinn er tölur Hagstofu, sem ekki eru ætlaðar sem grunnur til skattlagningar.
Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að þótt ríkið hækki veiðigjöldin verulega, eins og gert hefur verið, munu tekjur ríkissjóðs ekki aukast samsvarandi vegna neikvæðra áhrifa laganna á verðmætasköpun, fjárfestingar og hagnað sjávarútvegsins. Ef of langt er gengið, eins og nú er gert, geta heildaráhrif skattlagningarinnar orðið neikvæð. Í nýlegri könnun Samtaka atvinnulífisins og Seðlabankans sögðust 60% stjórnenda sjávarútvegsfyrirtækja búast við að fjárfesting dragist saman á næsta ári þrátt fyrir ágæta afkomu í greininni. Þetta er dæmi um þann neikvæða hvata sem lögin hafa á fjárfestingu. Verði þetta raunin er ljóst að það munar um minna í atvinnugrein sem flytur út vörur fyrir tæpa 270 milljarða árið 2012 sem nemur 40% af vöruútflutningi þjóðarinnar. Minni fjárfesting hefur veruleg áhrif á þann mikla fjölda nýsköpunarfyrirtækja, sem sprottið hafa
Mjög há skattlagningarprósenta sem leiðir til óhóflegrar skattlagningar. Í sumum tilfellum nema veiðigjöldin hærri fjárhæð en sem nemur öllum hagnaði fyrirtækjanna á sama ári. Útgerð sem ekki rekur fiskvinnslu er skattlögð vegna hagnaðar vinnslunnar Þorskígildi og þorskígildisstuðlar er ekki raunhæfur mælikvarði við álagningu og skiptingu veiðigjalds á milli fisktegunda. Ekki er tekið nægjanlegt tillit til fjárbindingar og fjárfestinga þarfar.
upp síðustu áratugi vegna vilja og getu íslensks sjávarútvegs til að fjárfesta. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eiga í harðri samkeppni við erlend sjávarútvegsfyrirtæki, en sjávarútvegur í þessum löndum er víðast ríkisstyrktur. Óhóflegt veiðigjald eins og lagt hefur verið á greinina mun stórlega laska samkeppnishæfni hennar á erlendum mörkuðum sem mun skila sér í minni gjaldeyristekjum til þjóðarbúsins. Íslenskur sjávarútvegur skorast ekki undan því að greiða skatta og skyldur til samfélagsins. En skattlagningin þarf að vera hófleg svo fyrirtækin geti áfram aukið verðmætasköpun. Þess vegna eru nauðsynlegt að endurskoða veiðigjöldin.
Landssamband íslenskra útvegsmanna
12
a pr íl 2013
» Börkur NK heldur til kolmunnaveiða.
útvegsblaðið
Ljósm. Þorgeir baldursson
Fjörutíu ár eru frá komu „Stóra Barkar“ til Neskaupstaðar:
Hefur fiskað rúmlega 1,5 milljón tonna H
inn 10. febrúar 1973 kom Börkur NK í fyrsta sinn til heimahafnar í Neskaupstað. Kaup Síldarvinnslunnar á skipinu þóttu marka tímamót enda um að ræða stærsta nótaskip sem Íslendingar höfðu eignast. Stærð skipsins vakti verulegt umtal og því var það gjarnan nefnt „Stóri Börkur“ manna á meðal. Börkur var byggður í Þrándheimi í Noregi árið 1968. Upphaflegt nafns skipsins var Devonshire Bay og var það í eigu norsks fyrirtækis þó heimahöfnin væri Hamilton á Bermudaeyjum. Norska fyrirtækið gerði skipið út til nótaveiða við strendur Afríku og var fiskimjölsverksmiðja um borð í því. Útgerðin gekk vægast sagt illa og endirinn varð sá að skipinu var lagt og hafði það legið um tíma þegar Síldarvinnslan festi kaup á því. Börkur var fyrst og fremst keyptur til Neskaupstaðar með það í huga að gera hann út til veiða á loðnu og kolmunna. Þótti það kostur að hafa stórt og burðarmikið skip við þessar veiðar enda stundum þörf á því að sigla langan veg með aflann. Börkur var rúmlega 711 tonn að stærð og fyrst eftir að Síldarvinnslan eignaðist skipið gat það flutt 800 tonn að landi í hverri veiðiferð. Það þótti mikill afli. Fljótlega var lestarrýmið aukið þannig að skipið gat borið 1.150 tonn og loks hófst nýting á tönkum fremst í skipinu og þá gátu farmarnir orðið 1.320 tonn. Framan af gekk erfiðlega að finna hinu stóra skipi nægjanleg verkefni. Loðnuvertíðir voru oftast stuttar og kolmunnaveiðarnar
» Nokkrir skipstjórar á „Stóra Berki“ í afmælisveislunni. Talið frá vinstri: Tómas Kárason núv. skipstjóri, Magni Kristjánsson skipstjóri 1976-1989, Sigurjón Valdimarsson skipstjóri 1973-1981 og Sturla Þórðarson skipstjóri 1993-2010.
Ljósm. Þórhildur Eir
Eftirtaldir hafa verið skipstjórar á Berki NK (síðar Birtingi NK) eftir að hann komst í eigu Síldarvinnslunnar:
Sigurjón Valdimarsson
1973-1981
Hjörvar Valdimarsson
1974-1976
Magni Kristjánsson
1976-1989
Jón Einar Jónsson
1989
Helgi Valdimarsson
1989-1993
Sturla Þórðarson
1993-2010
Sigurbergur Hauksson
2007-2012
Hjörvar Hjálmarsson
2010-2012
Tómas Kárason
2013
Á árunum 1974-1981 voru tveir skipstjórar ráðnir á Börk og skiptust þeir á að vera með skipið. Þetta fyrirkomulag hefur einnig gilt að mestu frá 2007.
gengu ekki nægilega vel. Ýmsar leiðir voru farnar til að nýta skipið: Það var við síld- og makrílveiðar í Norðursjó, loðnuveiðar í Barentshafi og veiðar á hrossamakríl við
Afríku. Þá var það einnig nýtt árum saman yfir sumartímann til að sigla með ísaðan fisk til Grimsby þar sem fiskurinn var seldur á markaði. Vegna verkefnaskorts stóð til að selja Börk úr landi vorið 1976 en af því varð þó ekki. Um líkt leyti og rætt var um að selja skipið hófust sumar- og haustveiðar á loðnu við landið og við það breyttust allar forsendur fyrir útgerð þess til batnaðar. Litlar breytingar voru gerðar á Berki fyrstu 25 árin sem hann var í eigu Síldarvinnslunnar ef undan eru skilin vélarskipti árið 1979 en þá var sett í skipið öflugri vél. Í janúarmánuði 1998 kom Börkur NK hins vegar frá Póllandi þar sem gerðar höfðu verið gagngerar breytingar á skipinu: Það var lengt um tæplega 15 metra, settur á það bakki, perustefni, ný brú og allar vistarverur skipverja endurnýjaðar. Eins var allur spilbúnaður endurnýjaður, skipið útbúið til flotvörðuveiða og kælikerfi sett í lestar.
» Stóri Börkur í höfn í Neskaupstað.
Sigurjón Valdimarsson var fyrsti skipstjórinn á „Stóra Berki“ og segir hann eftirfarandi um skipið:
„Í upphafi þótti mönnum þetta afar stórt skip og höfðu margir efasemdir um að skynsamlegt væri að kaupa það. Fljótlega komust menn hinsvegar upp á gott lag með að nýta það til nótaveiða en í fyrstu gengu kolmunnaveiðarnar ekki vel. Við höfðum ekki réttu veiðarfærin til kolmunnaveiða og vélin var einnig of lítil til slíkra veiða, einungis 1.200 hestöfl. Skipinu var síðan breytt og það bætt þannig að það nýttist sífellt betur. Ekki verður annað sagt en að þetta skip hafi verið einstakt happa- og aflaskip þann tíma sem það hefur verið í eigu Síldarvinnslunnar,“ segir Sigurjón. Burðargetan að afloknum breytingum var 1.800 tonn. Segja má að eftir þessar breytingar hafi harla lítið verið eftir af því skipi sem fyrir var annað en vélin. Árið 1999 hélt Börkur NK síðan til vélarskipta í Englandi og var þá sett í hann 7.400 hestafla vél sem gerði skipið einkar öflugt til flotvörpuveiða á loðnu, síld og kolmunna. Í febrúarmánuði 2012 festi Síldarvinnslan kaup á nýju skipi sem hlaut nafnið Börkur NK. Með tilkomu nýja skipsins fékk „Stóri Börkur“ nafnið Birtingur NK. Birtingur var gerður út til loðnuveiða á vertíðunum 2012 og 2013 en á milli
vertíða var skipinu lagt. Afli Barkar á þeim 40 árum sem hann hefur verið í eigu Síldarvinnslunnar nemur rúmlega 1,5 milljónum tonna (nákvæmlega 1.503.433 tonn) og eru án efa ekki mörg íslensk fiskiskip sem hafa flutt slíkan afla að landi. Vissulega hefur aflinn verið misjafn á milli ára. Á árunum 1982 og 1983 aflaði Börkur einungis 1.370 tonn og 1.705 tonn enda loðnuveiðibann um þetta leyti og ekki unnt að sækja í aðrar tegundir. Öðru máli gegnir um árin 2002 og 2003 en þá aflaði skipið afar vel, samtals 82.317 tonn fyrra árið og 83.825 tonn hið síðara.
Samherji óskar Sigurjóni Arasyni prófessor og yfirverkfræðingi hjá Matís til hamingju með viðurkenningu Íslenska sjávarklasans vegna framlags hans til aukinnar verðmætasköpunar í íslenskum sjávarútvegi.
Sigurjón
hefur haft forystu um ýmsar rannsóknir og þróun í vinnslu sjávarafurða undanfarna þrjá áratugi og hefur haft forystu um margháttaðar framfarir í vinnslu sem skilað hafa verulegum ábata fyrir íslenskt þjóðarbú. Þá hefur Sigurjón þjálfað og kennt þúsundunum einstaklinga í sjávarútvegi og áframvinnslu m.a. á vettvangi Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri.
Samherji hf. • Glerárgötu 30 • 600 Akureyri • Iceland Phone +354 560 9000 • Fax +354 560 9099 • samherji@samherji.is
www.samherji.is
14
a pr íl 2013
Allur helsti björgunarbúnaður til sjós og lands...
útvegsblaðið
» flemming ruby, lengst til vinstri, og Jón guðmann Pétursson takast í hendur eftir kaup Cosmos Haraldur Árnason, sölu- og markaðsstjóri Hampiðjunnar er lengst til hægri.
...Hafðu samband við sölumenn okkar og fáðu allar upplýsingar
jón guðmann Pétursson segir Cosmos styrkja sig í Danmörk
Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 www.isfell.is • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is
Tryggðu þér eintak í síma
Hampiðjan kaupir nordsötrawl í Danmö
511-6622
» Matthías Matthíasson, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs hjá Eimskip.
Verulegar breytingar hafa orðið á siglingakerfi Eimskipa:
d Eimskip eflir siglingar til og frá Íslandi utvegsbladid.is »Þ j ó N u s t u m i ð i l l
s j á v a R Ú t v E g s i N s
Legur og leguhús Slönguhjól og kefli Fjaður inndraganleg - plast, stál eða ryðfrí umgjörð Ýmsar slönguútfærslur fyrir vatn, loft og olíur
Allar gerðir bindivéla
ótturfyrirtæki Hampiðj- Thyboron,“ segir Jón Guðmann töluvert af vei unnar, Cosmos Trawl í Pétursson, forstjóri Hampiðjunnar. og Svíþjóðar. Í Danmörku, hefur keypt „Nordsötrawl er næst stærsta neta- töluvert um lan 80% hlut í netaverkstæðinu Nor- verkstæðið á eftir Comos Trawl í og Cosmos þjón dsötrawl í Danmörku. Kaupverðið Danmörku. Það hefur verið brautCosmos er í er um 300 milljónir íslenskra króna, ryðjandi í því að hanna veiðarfæri mjög sterkt í en fyrirtækið er að velta u.þ.b. 500 þar sem togarar draga á eftir sér þær veiðar vor mörg troll í einu, allt upp í 12. Þá eru reyndar en milljónum króna árlega. byrjun ársins kynnti Eimskip þjónustar félagið útgerðina Tybo- einnig styrkt „Cosmos Trawl er stærsta netaSkip Eimskipafélagsins munu nú hafaíviðkomu verulegar breytingar á siglingaron og hefur verið að stækka og og Danmörku með starfum síðustu ár kerfi verkstæði fyrirtækisins.í Nýja kerfið vikulega í Reykjavík, Ísafirði, Akureyri, Reyðarfirði felur í sérsemi vikulegar strandsiglingar dafna hjá fyrrverandi eiganda, sem í Hirtshals og Skagen. Við höfnótaverkstæð í Vestmannaeyjum og fyrirtækið er nú þegar með við Íslandum meðverið beinniþar tengingu við meirihlutaeigendur í reyndar á áfram 20% í fyrirtækinu þjónusta dans skrifstofur og hafnaraðstöðu á öllum þessum stöðum. Færeyjar, Bretland og meginland 12 til 13 ár og eignuðumst fyrirtæk- og mun reka það áfram. dsötrawl er m Evrópu ásamt styttri umskipunarMatthías Matthíasson, Þetta er mjög góð búbót fyrir Cos- hefur einnig v fullu í fyrra. Nordsötrawl er í tíma til ogiðfráað Bandaríkjunum. framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs hjá Eimskip. „Breytingarnar siglingaáætlunbænumá Tyboron, sem er vaxandi mos sem þýðir að það er orðið vel í í flottrollin. M inni styrkja þjónustuÞangað okkar við ísfiskihöfn. fluttist lunginn af sveit sett í helstu höfnum Danmerk- er Cosmos að lenska viðskiptavini okkar verulega. íasson, framkvæmdastjóri sölu- og einnig bjóða upp á nýja þjónustu útgerðinni sem var í Esbjerg, þegar ur, Tyboron, Skagen og Hirtshals og Danmörku en Með þessum breytingum náum við þjónustusviðs hjá Eimskip. Matth- við flutning á uppsjávarfiski með langstærsta Daner heitir Triple lokaði ánægð að bjóðabræðsla hálfsmánaðarlega sigl- Nine siglingum á tveggja vikna fresti til með þ ías greinir frá aðerEimskip hafi í veiðarfæragerð merkur. Það selur reyndarí Póllandi, einnig ogmann en efldi tíma í verið Swinoujscie aukna Péturss nokkurn tíma að undirbúa ingar tilí Esbjerg Bandaríkjanna og sig Ný-á sama
Í
fundnalands ásamt því að ná núna breytingar á siglingaáætlun fyrirað bjóða á ný vikulegar strandsigl- tækisins sem miði að því að efla ingar á Íslandi. Ennfremur eru siglingakerfið á Norður Atlantshafþessar breytingar hluti af því að inu með því að fjölga viðkomuhöfnstyrkja þjónustu okkar og flutn- um og bæta skipi við flotann. „Með ingsgetu á íslenska markaðnum. þessari nýju áætlun erum við þess fullvissir að við bjóðum upp á bestu Skip Eimskipafélagsins munu nú sérfræðHildur Pétursdóttir, hafa viðkomu vikulega í Reykjavík, hugsanlegu lausnir fyrir viðskiptaingurReyðarfirði hjá HafrannsóknastofnÍsafirði, Akureyri, og í vini okkar,“ segir Matthías. un, lauk nýlega doktorsprófi í Vestmannaeyjum og fyrirtækið er nú þegar með skrifstofur ogvið hafnNý þjónusta varðandi sjávarlíffræði Háskólann í araðstöðu á öllum þessum stöðum. flutning Tromsö í Noregi. Hildur skoð-á ferskum fiski Fjölgun viðkomustaða á Íslandi „Með því að færa viðkomuhöfn aði fæðuvistfræðileg tengsl skapar ný tækifæri fyrir viðskipta- í Bandaríkjunum frá Norfolk til algengra uppsjávartegunda ogí Maine var stigið mjög vini Eimskips. Meðal annars gera Portland mikilvægt þessar breytingar þaðCalanus áhugavert hlutverk krabbaflóa í skref í að efla siglingaog raunhæft uppsjávarvistkerfinu fyrir útflytjendur á Ís- suðvestáætlunina. Þetta þýðir aukna tíðni landi að flytja ferskan fisk beint á og styttri umskipunartíma með ur og norður af Íslandi. Í rannfimmtudagsmarkaðinn í Bretlandi vörur til og frá Bandaríkjunum og sókn voru fæðutengsl einnig beinan aðgang fiskog Frakklandi, semsinni og frosinn fisk skapar og orkuflutningur metinnvinnslunnar með til meginlands Evrópu til frekari á Íslandi að hráefni frá dreifingar,“ segir Matthías Matth- Noregi og Rússlandi. Við munum því að skoða fitusýrusam-
Strekkifilmur, plast- og stálbönd
Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 www.isfell.is Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi • Ísnet Húsavík - Barðahúsi Sími 580 5800 • www.landvelar.is • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi • Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 Sími 580 5800 • www.landvelar.is • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is
þjónustu fyrir olíuiðnaðinn með beinum siglingum til og frá Aberdeen í Skotlandi,“ segir Matthías. „Markmið Eimskips er að bjóða viðskiptavinum okkar upp á víðtæka flutningsmöguleika sem byggja á áreiðanlegu og árangursHildur seg ríku flutningskerfi á Norður Atltegundirnar antshafinu.Við trúum á mikilvægi þess að byggja upp langtíma miðað sam- við líf band við viðskiptavini okkarþeirra og fundu erum staðráðin að ná þessum árlífverum áh angri með því að bjóða ávallt upp það sýni enn á hágæðaþjónustu, klæðskerasnm iðna að þörfum þeirra. Ég er gríðarlega þess séu fullviss að þessar breytingar átegundir siglingaáætluninni muni auðveldajafn við-mikilvæ skiptavinum okkar á Íslandi og um var mikilvæg allan heim, að markaðssetja vörur landinu en p sínar og bjóða hráefni á auðveldlandinu,“ seg ari og árangursríkari hátt en áður,“ segir Matthías. Í kjölfar h
rauðátan mikilvægust fyrir sunnan
setningu og mæla samsætur » Hildur Pétursdóttir, doktor í sjávarlíffræði. undanfarin á hafa breytt ú kolefnis og köfnunarefnis í vesturs, það er nær Grænlandi. Þá s þörungum, algengum tegundum dýrasvifs og fiskum. að loðnan virðist nú éta meira af ma Rannsóknin sýndi að orkuríku Calanus tegundirnar rauðáta og póláta voru í lykilhlutverki í orkuflutningi lega tegundinni Themisto libellula bæði fyrir sunnan land og norðan. enda eru þær algengari á þessu svæ
PÖKKUNARLAUSNIR ALLT Á EINUM STAÐ FYRIR ATVINNUMENN OG HEIMILI
PRENTUN.IS
LÍMMIÐAR • PLASTKORT AÐGÖNGUMIÐAR OG MARGT FLEIRRA....
• Kassar og öskjur • Arkir og pokar • bakkar og filmur
• Aðgöngumiðar • Límmiðar • Plastkort
• Pökkunarvélar • Hnífar og brýni • Einnota vörur o.fl.
Skoðaðu vörulistan okkar á www.samhentir.is Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ • Furuvellir 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is
Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu
Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á. Starfsfólk Íslandsbanka býr yfir áratuga reynslu í þjónustu við sjávarútveginn og hjá bankanum starfar stór hópur fólks með sérþekkingu á greininni. Þannig getum við ávalt tryggt fyrirtækjum í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar þá bankaþjónustu sem þau þarfnast. Þekking sprettur af áhuga.
Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000
Ragnar Guðjónsson hefur starfað við fjármögnun sjávarútvegs í 40 ár. Ragnar er viðskiptastjóri í sjávarútvegsteymi Íslandsbanka.