Útvegsblaðið, 1. tbl. 2013

Page 1

»22

Hærra verð fæst fyrir síldina en áður

»8-10

Sérstök sambúð á Grandagarði

»12

Deildar meiningar um veiðigjöld

Kæling fyrir flutning mikilvæg sé r bl a ð »

útvegsblaðið Þ

j

ó

n

u

s

t

u

m

i

ð

i

l

l

s

j

á

v

a

r

ú

t

v

e

g

s

i

n

Íslenski sjávarklasinn

Fjárfestinga r lækki veið ileyfagjöld

„Það er vel raunhæft að íslensk nafni „sjávarkla fyrirtæki í sjávarútvegi si“, geti aukið og tengdum árum,“ segir veltu sína greinum, sem um allt að Þór Sigfússon tvö hundruð við köllum hjá íslenska og fimmtíu einu sjávarklasanum milljarða á næstu tíu »4

sjávarkl asinn

Íslenski

»4

F y l g i r i t Út v e g s b l a ð s i n s » j a n ú a r 2 0 1 3

» Hluti sumarstarf smanna Íslenska Nú gefst ungu fólki sjávarklasa aftur tækifæri ns 2012. um verkefnum til að spreyta fyrir fyrirtæki sig á nýjí klasanum á árinu 2013.

Íslenski sjávarklas- Leita að afburðaneme ndum R inn fer vel af stað og unnið er að mörgum verkefnum hjá fyrirtækjum sem tengjast Sjávarklasanum. Spennandi sumarstörf

s

hjá Íslensk a sjávarklasanu m:

étt eins og á síðasta leita að afburðane ári mun Íslenski sjávarklasi mendum til nn við klasann þess að sköpunarverkefnum í sumar og sinna ýmsum koma til liðs þróunar- og fyrir fyrirtæki nýí klasanum.

50 nemendur

fá verkefni

„Við réðum tíu sumarstarfsmenn afbragðsvel. í fyrra og starfið Nemendurnir þeirra gekk sinntu ýmsum í fullvinnslu tingis ýmissa , grænni tækni, verkefnum eins aðila sem gerðu markaðssetningu Rún Michelsen og uga hóp okkur kleift hjá Íslenska með okkur eins sjávarklasanum. o.fl.,“ segir Eva o.fl.“ og AVS sjóðurinn, að hafa þennan öflÞeir „Við nutum Samtök iðnaðarins full- lýsingar nemendur sem hafa áhuga á vef Íslenska geta fengið nánari uppsjávarklasans, sjavarklasinn.is.

Fyrirtæki í sjávarútveg i og tengdum tekið höndum greinum saman halds- og háskólastigum að bjóða nemendum hafa greinum. Verkefnið á fram- efnin er stutt af Íslandsban i að vinna fyrirtækin hafa sem ýmis verkefni áhuga á að verði sem má verkefnieru í boði eru afar fjölbreytt. ka. Verkuðum. Þessi unnin á næstu um sölu- og verkefni eru Nefna mán- þorsks, markaðsmál hugsuð sem legum skólamarkaðsra nnsóknir aukaafurða hluti af möguog lokaverkefn sjávarútvegi, fyrir um nemenda. Verkefnamiðlun framtíðarpælingar tæknifyrir tæki í er verkefni sjávarklasa um Örfirisey, á vegum Íslenska efni um menningar ns, sprottið verkstrafsemi og frá menntahóp þróun nýrrar með klasanum. i sem starfar hafnarstarfsemi, hafnir, athugun á Verkefnið, ingar, verkefni sem er stutt banka, er tölfræðileg tilkomið vegna ar greinaf Íslandsí þróun tækjabúna fyrirtæki í matvælavi aukinnar þarfar tengja nemendur ðar við að antekt og fyrirtæki nnslu, undirbúninfyrir tæknií sjávarútve sögu fullvinnslu gur að samngdum margt sjávarafurð margt fleira a á Íslandi og » Einar Pétur Eiríksson

og Hafrún í september Dögg Hilmarsdót sl. Nú bjóða fyrirtæki tir opna Hús ungs fólks í Íslenska að vinna sjávarklasa sjávarklasa verkefni ns í tengslum num stórum við starfsemi hópi sína.

ja n úa r 201 3 »1 .tölu b l a ð »1 4 . á rg a ng u r

Atli Jósafatsson ánægður með tilraunir með stýranlega toghlera og segir þá auka veiði og spara orku:

Hagræðing og orkusparnaður Hjörtur Gíslason hjortur@goggur.is

N

ú liggur fyrir að mögulegt er að spara töluverða orku við notkun hleranna með því að draga úr viðnámi þeirra í sjónum þegar til dæmis er verið að snúa við á togi. Eins þegar ekki er þörf á mikilli skverun við veiðarnar. Með þessum hlerum er einnig hægt að hafa betri stjórn á staðsetningu og skverun trollsins í sjónum og auka þannig veiðihæfni þess. Þegar hvorttveggja fer saman, aukin veiðihæfni og orkusparnaður, hlýtur það að teljast töluverður ávinningur,“ segir Atli Jósafatsson, eigandi og framkvæmdastjóri Pólar, sem er mjög ánægður með prófun sem var gerð á nýjum toghlerum. Með hlerunum er mögulegt að ná fram umtalsverðri hagræðingu þar sem þeir eru stýranlegir, þannig er unnt að stjórna sjóflæðinu í gegnum hlerana. Hlerarnir eru með stýranlegum „vængjum“ og með því að loka þeim eykst skverunin, en minnkar að sama skapi með auknu sjóflæði í gegnum hlerann, þegar vængirnir eru opnir. Jafnframt er hægt að stjórna því hve hátt hlerarnir eru í sjónum. Þetta kom í ljós í rannsóknarleiðangri með hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni í þessum mánuði. Um er

» Atli Jósafatsson, framkvæmdastjóri Pólar.

» Hlerarnir eru með stýranlegum „vængjum“ og með því að loka þeim eykst skverunin, en minnkar að sama skapi með auknu sjóflæði í gegn um hlerann, þegar vængirnir eru opnir.

að ræða Poseidon vængjahlera frá fyrirtæki Atla, Pólar toghlerum. Í tilraununum voru mótorar, sem stýra vængjum hleranna, forritaðir til að breyta stillingum vængjanna eftir ákveðinn tíma á togi og voru nokkrar breytur notaðar. Hleranemar frá Scanmar sýndu svo breytingarnar og áhrif þeirra á skjáum í brú skipsins. Þar mátti lesa fjarlægðina milli hleranna, hæð þeirra í sjó, halla og hvernig orkunotkun

Kraftvélar bjóða upp á heildarlausn í lyfturum, allt frá vöruhúsatækjum til stærri dísel- og rafmagnslyftara. Vertu í sambandi við sölumenn Kraftvéla og fáðu tilboð í tæki sem hentar þínum rekstri.

D a l v e g i 6 - 8 • 2 0 1 K ó p a v o g u r • 5 3 5 3 5 0 0 • w w w . k r a f t v e l a r. i s

skipsins breyttist eftir því hve mikil skverun hleranna var. Í framtíðinni er gert ráð fyrir að sjóflæði í gegnum hleranna verði fjarstýrt úr brú veiðiskipsins, en það er einnig mögulegt með kapli. Árni Friðriksson er útbúinn Maren, orkustjórnunarkerfi Marorku sem gefur góðar upplýsingar um orkunotkun skipsins. Með vængi toghleranna hálflokaða og hlerabil 70 metra, var álag á skrúfumótor 510 kW og ol-

íunotkun 165 lítrar á klukkustund. Þetta fór niður í 154 lítra á klukkustund og 455 kW á skrúfumótor þegar vængirnir voru full opnir og hlerabil 55 metrar. Þetta bendir til þess að orkunotkun sé 7% minni við minni skverun. Atli segist hafa orðið var við verulegan áhuga á hlerunum, sem kalla megi byltingu. Þar sé aðallega um að ræða skipstjóra á stórum uppsjávarveiðiskipum, en tæknin nýtist ekki síður við veiðar í botntroll. Hlerarnir fara nú í frekari prófanir, aftur um borð í Árna Friðrikssyni og einu eða tveim minni togskipum og síðan er fyrirhuguð smíði á stærra pari sem verður prufað á einu skipa Samherja og er vonast til að á næsta ári verði þeir komnir í almenna notkun. „Við höfum mikla trú á að stýranlegir toghlerar eigi eftir að verða til mikilli hagsbóta, hvað varðar aukna veiðihæfni togveiðafærisins, fjárhagslega hagkvæmni vegna aukinnar veiði og minni orkunotkunar ásamt umhverfisvænum áhrifum,“ segir Atli.

» Nánar á blaðsíðu 18.


2

ja n úa r 2013

útvegsblaðið

Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans:

útvegsblaðið Þ

j

ó

n

u

s

t

u

m

i

ð

i

l

l

s

j

á

v

a

r

ú

t

v

e

g

s

i

n

s

45.3%

leiðari

Í

»Þorskur

Að pissa í bátinn!

slenskur sjávarútvegur spannar allt litróf íslensks atvinnulífs, allt frá verkafólki til prófessora. Á öllum þessum sviðum er mjög hæft starfsfólk sem leggur sitt að mörkum til þess að þjóðin beri sem mest úr býtum við nýtingu hinnar sameiginlegu auðlindar sem fiskimiðin eru. Í sjálfu sér er ekkert þessara starfa, sem skipta mörgum þúsundum, minna vert en önnur. Öll eru þau hlekkur í virðiskeðjunni sem er aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Sjávarútvegurinn er háþróaður hátækniiðnaður á öllum sviðum þar sem mannshöndin nýtur aðstoðar tækni á hæsta stigi, allt frá veiðum til matreiðslu. Gífurlegar framfarir hafa orðið í hönnun og smíði báta og skipa, við hönnum veiðarfæra er nýjustu tækni og vísindum beitt og ekki kemur minni tækni við söguna í brúnni, sem er troðfull af rafeindatækjum. En öll þessi tækni er einskis virði ef ekki nýtur hæfileika og þekkingar sjómanna á hafinu og fiskislóðinni til að beita henni til veiða. Sama er að segja um fiskvinnsluna. Þar er gífurlegri tækni og þekkingu beitt við vinnsluna sem þó stendur og fellur með mannshöndinni. Og áfram má halda í markaðsmálum og matreiðslu og síðast kannski en ekki síst í vinnslu svokallaðra aukaafurða, sem stefna í að skila meiri verðmætum en „fiskurinn sjálfur“. Þar ber hæst ýmsar afurðir til framleiðslu snyrtivara og lækninga, sem unnar eru úr slógi, sem áður var hent. Tækifærin eru mikil og kannski rétt innan seilingar, en að ýmsu er að huga. Að skapa mikil verðmæti úr litlu kallar á umtalsverða fjárfestingu og þolinmæði. Fyrirtækin þurfa að hafa svigrúm til uppbyggingar af þessu tagi, uppbyggingar sem skapar fjölbreytta vinnu og mikil verðmæti. Ekki má gleyma því að sjávarútvegur er ekki bara veiðar og vinnsla. Honum tilheyra líka öll fyrirtækin og fólkið sem hefur atvinnu við að þjónusta hann. Enginn getur neitað því að sjávarútvegur er og hefur verið undirstaða velmegunar þjóðarinnar í aldanna rás. Útveginum verður að búa þau starfsskilyrði að hann geti verið þessi undirstaða og aflvaki í efnahagslífinu sem öllu heldur gangandi. Hann á að njóta ávaxtanna af því í sanngjörnum mæli og hafa bolmagn til uppbyggingar. Er ekki réttara að gefa útveginum svigrúm til að skapa störf og verðmæti fremur en að hirða af honum hagnaðinn til ráðstöfunar stjórnmálamanna. Réttlát skattlagning og eðlilegt rekstrarumhverfi er það sem sjávarútvegurinn þarf til að skila hámarks afrakstri til þjóðarinnar. Því miður býr hann við hvorugt um þessar mundir. Hjörtur Gíslason Útgefandi: Goggur ehf. Kennitala: 610503-2680 Heimilisfang: Stórhöfða 25 110 Reykjavík Sími: 445 9000 Heimasíða: goggur.is Netpóstur: goggur@goggur.is Ritstjórar: Hjörtur Gíslason, Sigurjón M. Egilsson ábm. Höfundar efnis: Hjörtur Gíslason, Sigurjón M. Egilsson og fleiri. Auglýsingar: hildur@goggur.is Sími: 899 9964 Prentun: Landsprent. Dreifing: Útvegsblaðinu er dreift til allra áskrifenda Morgunblaðsins, útgerða, þjónustuaðila í sjávarútvegi og fiskvinnslustöðva.

Herkúles t4 fjölnota toghlerar Húsi Sjávarklasans Grandagarði 16 Sími 568 50 80 Farsími 898 66 77 atlimarj@polardoors.com

www.polardoors.com

43.3% »Ýsa

n Aflamark: 160.365

n Aflamark: 30.936

n Afli t/ aflamarks: 72.574

n Afli t/ aflamarks: 13.410

41% »Ufsi

39.4% »Karfi

n Aflamark: 41.555

n Aflamark: 45.017

n Afli t/ aflamarks: 17.030

n Afli t/ aflamarks: 17.733

Áhrif af auknum þorskkvóta í Barentshafinu eru byrjuð að koma fram:

Verð á ferskum fiski lækkar Hjörtur Gíslason hjortur@goggur.is

U

mtalsverð lækkun varð á verði á ferskum fiski á mörkuðunum í Evrópu í haust, eða allt að 30%. Aukinn útflutningur héðan á þessa markaði og horfur á auknu framboði úr Barentshafi hefur þar mikið að segja. Ljóst er að veruleg aukning á framboði á þorski á þessu ári mun leiða til verðlækkana og meiri baráttu á ferskfiskmörkuðunum. „Töluverð aukning varð á útflutningi á ferskum fiski héðan í fyrra. Nú fer áhrifanna af aukningunni í Barentshafi að gæta og Norðmenn fara að veiða á fullu og koma ferskum fiski, unnum og óunnum, til dreifingar í Evrópu. Það mun að sjálfsögðu hafa einhver áhrif á gang mála hjá okkur. Þá er aukin veiði hjá Skotum en þorskurinn frá þeim fer inn á markaðinn á Bretlandi,“ segir Guðmundur Jónasson, deildarstjóri ferskfisksviðs Iceland Seafood ehf., í samtali við Útvegsblaðið. „Vegna hins slæma efnahagsástands í Suður-Evrópu hafa þeir, sem verið hafa að salta flök fært sig meira yfir í útflutning á ferskum flökum. Þetta snýst því núna um jafnvægið milli framboðs og eftirspurnar. Fari Íslendingar á fulla ferð í ferska fiskinum og Norðmenn sömuleiðis, verður markaðurinn ofkeyrður með tilheyrandi afleiðingum. Nú, yfir vetrarmánuðina, getur reyndar veðrið sett strik í reikninginn. Verði veður vond og brælur á næstu mánuðum getur það komið sér vel og framboðið orðið minna. Það gerðist til dæmis í mars í fyrra. Það sem er að breytast nú er

» Verðlækkun á ferskum fiskafurðum hefur þegar leitt til lækkandi verð á innlendum fiskmörkuðum.

að síðastliðin 10 ár hefur verið samdráttur í framboði á þorski á heildina litið. Nú er þetta að snúast við og framboðið að aukast. Aukningin kemur inn í markað, sem býr við lakan hagvöxt eins og í Suður-Evrópu. Þetta er engu að síður staða, sem við þekkjum þegar horft er lengra til baka. Málið fyrir okkur Íslendinga er að halda áfram að bjóða gæðafisk á þessum mörkuðum. Okkar fiskur er betri en sá norski og hann heldur þeirri stöðu alveg. Ég tala nú ekki um þegar mikið er að fara af heilum óunnum þorski frá Noregi í gegnum Danmörku, Pólland, Holland og Eystrasaltslöndin, þar sem hann er unninn fyrir ferskfiskmarkaðina. Fiskur af þessu tagi verður lakari afurð en fiskurinn frá okkur og þar höfðum við ákveðið forskot á keppinautana. Þetta er engu að síður ógn, sem við verðum að bregðast við. Við höfum verið að auka útflutning til Frakklands í haust, en breski markaðurinn hefur verið þyngri

og útlit fyrir að þar séu menn að leita meira til Noregs. Haustin hafa alltaf verið besti tíminn til að flytja ferskan fisk inn á meginland Evrópu og gefið gott verð. Í haust juku menn útflutninginn þangað töluvert og meðal annars þess vegna var verðið töluvert lægra en árið áður, allt að 30%. Nú vildu menn auka útflutninginn á haustmánuðum meðan svigrúm var til áður en framboðið frá Norðmönnum ykist nú á nýju ári. Núna er spurning hvað gerist á næstunni og ómögulegt að segja til um hvar markaðurinn verður í jafnvægi verðlega séð. Það liggur þó alveg fyrir að verðið mun lækka enn frekar frá því sem var í haust. Lækkandi afurðaverð endurspeglast svo mjög vel á fiskmörkuðunum hér heima, en það er nú nokkuð lægra en í fyrra. Þetta helst allt í hendur. Þá hefur þróunin verið sú að birgðasöfnun er komin miklu meira á hendur framleiðenda en milliliðir og erlendir kaupendur eru tregir til að halda birgðir.“


auðveldar smásendingar

einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín

FÍTON / SÍA

kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is


4

ja n úa r 2013

útvegsblaðið

Fiskimjölsverksmiðja SVN rafvædd framkvæmdunum hefur aflið í aðveitustöðinni á Norðfirði verið tvöfaldað. Orkan sem fæst til verksmiðjunnar er ótrygg og skerðanleg með stuttum fyrirvara og því verður einnig unnt að keyra hana á olíu að hluta til eða að öllu leyti. Gert er ráð fyrir að eftir þessar breytingar aukist rafmagnsnotkun verksmiðjunnar um rúmlega 10mw en olía var áður notuð til að framleiða þá orku. „Ekki fer á milli mála að rafvæðingin er stórt og mikið framfaraskref. Í fyrsta lagi stuðlar hún að betri nýtingu á þeirri orku sem framleidd er í landinu. Í öðru lagi er um að ræða umhverfisvæna framkvæmd þar sem hin græna endurnýjanlega raforka leysir olíuna af hólmi. Í þriðja lagi er rafvæðingin gjaldeyrissparandi þar sem innlend orka kemur í stað innfluttrar og í fjórða lagi mun útblástur frá verksmiðjunni minnka mikið,“ segir í frétt um rafvæðinguna á heimasíðu SVN.

Lokið er rafvæðingu fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Allur rafvæðingarbúnaðurinn hefur verið gangsettur og markar það ákveðin tímamót í sögu verksmiðjunnar.Framkvæmdir við rafvæðinguna hófust fyrir rúmu ári en þær fólu í sér eftirfarandi: Í fyrsta lagi voru þurrkarar verksmiðjunnar rafvæddir, komið upp háspennubúnaði, spennum, rofum og öðrum tilheyrandi rafbúnaði. Í öðru lagi þurfti að ráðast í byggingaframkvæmdir eins og hækkun á þurrkarahúsi og byggingu rofahúss, spennistöðvar og töfluherbergis. Í þriðja lagi var síðan settur upp 34 metra hár skorsteinn og nýr lykteyðingarbúnaður. Kostnaður Síldarvinnslunnar vegna þessara framkvæmda nemur rúmlega 400 milljónum króna en að auki þurfti RARIK að koma upp nýjum spenni og nýjum heimtaugum frá aðveitustöð að verksmiðjunni. Að loknum

» Huginn VE er eitt þeirra skipa sem stunda uppsjávarveiðar með góðum árangri.

Sala á afurðum úr uppsjávarfiski gengur vel en en verðið mishátt:

Hátt verð á síld Hjörtur Gíslason hjortur@goggur.is

V Aðstaðan batnar „Bryggjurnar eru sannarlega komnar til ára sinna og eru nánast ónýtar, þannig að það var lítið annað að gera en að endurnýja þær og sú vinna gengur vel,“ segir Pétur Ólafsson skrifstofustjóri Hafnarsamlags Norðurlands. Um er að ræða endurbyggingu Ísbryggju og suðurkant Togarabryggju á athafnasvæði Útgerðarfélags Akureyringa. Lægsta tilboð í verkið barst frá Íslenska gámafélaginu, 143 milljónir króna.

„Þessa dagana er meðal annars verið að reka niður stálþil og ég áætla framkvæmdum ljúki næsta haust. Aðstaðan á svæðinu verður allt önnur og betri en í dag. Göt voru komin á núverandi stálþil, þannig að þetta eru nauðsynlegar framkvæmdir,“ segir Pétur Ólafsson. Stálþilsplöturnar eru 147 talsins og kanturinn sem steyptur verður er 138 metrar að lengd.

erð á frystri síld er nú þrefalt hærra en fyrir þremur árum og sala á síldinni gengur mjög vel. Skýringin er að miklum hluta gífurlegur samdráttur á veiðiheimildum í norskíslenskri síld. Þær hafa fallið úr tæplega 1,5 milljónum tonna 2012 í ríflega 600.000 tonn á þessu ári. Vel hefur gengið að selja makríl en verðið er lægra en 2011. Þá eru góðar horfur á sölu á afurðum úr loðnu. Lægra verð á makríl

verðið fór of hátt þá. Því má segja að verðið sé á eðlilegra róli núna. Vonandi ná menn að tæma allar pípur á þessu verði þannig að við verðum í góðum málum fyrir næstu vertíð. Í heildina er ég ánægður með gang mála en klárlega hafa einhverjir farið flatt á því að gera ráð fyrir of háu verði.“ Makríllinn fer að langmestu leyti á markaði í Austur-Evrópu. Teitur segir að við söluna finni þeir ekkert fyrir makríldeilunni við Noreg og Evrópusambandið. „Ég held að kaupendum sé sama um þessa deilu, svona almennt séð. Hún er utan þeirra áhugasviðs og er viðfangsefnið sem þeir telja að deilendur verði að leysa sín á milli.“

„Sala á makríl hefur verið í lagi og nánast allur makríll sem var frystur á Íslandi í fyrra hefur verið seldur,“ segir Teitur Gylfason, deildar- Minni kvóti og hærra verð stjóri frystra afurða hjá Iceland Vel hefur gengið að selja síld að Seafood. „Það tók reyndar heldur undanförnu og verðið er hátt, lengri tíma fram á haustið en í fyrra, „enda ekki við öðru að búast þegar en verðið er mun lægra en 2011. dregið er verulega úr aflaheimEkki var við öðru að búast þar sem ildum á stærsta síldarstofninum,

norsk-íslensku síldinni,“ segir Teitur. „Þar er verið að auka aðra síldarkvóta, en sú aukning vegur hvergi upp á móti samdrættinum í norsk-íslensku síldinni. Núna lækkar kvótinn úr 833 tonnum í fyrra niður í 619 á þessu ári, en árið 2010 var kvótinn 1.483.000 tonn og 2011 var hann 988.000 tonn. Samdrátturinn er ríflega 860.000 tonn og líkur eru á því að kvótinn minnki enn á næstu árum. Það er því ekki vandamál að selja síld, en verðið er reyndar ansi hátt. Fyrir vikið er smærri síldarverksmiðjum að fækka því þær ráða ekki við verðið í því hámarki sem það er nú. Það er nú þrefalt hærra en fyrir þremur árum, en magnið er mun minna. Síldin fer að langmestu leyti, 80 til 90%, til AusturEvrópu. Pólland er reyndar stór markaður sem tilheyrir nú Evrópusambandinu, en kaup Pólverja hafa minnkað með hækkandi verði,“ segir Teitur.

MAKING MODERN LIVING POSSIBLE

Stjórn og gæslubúnaður til notkunar á sjó og landi Í nærri 70 ár hefur Danfoss framleitt breiða línu af stjórnog gæslubúnaði og byggir því á mikilli reynslu í þróun og framleiðslu á iðnaðarstýringum eins og hita- og þrýstinemum, hita-og þrýstistillum, hita- og þrýstiliðum, spólurofum, spólulokum og fl.

Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is


FRAMTAK

VÉLA- OG SKIPAÞJÓNUSTA EHF

r i g flu

Ö

Saman

stefnum til framtíðar Vesturhraun 1 210 Garðabæ Netfang info@framtak.is Sími 535 5800 Fax 535 5801

auglýsing SKRÚFAN.indd 1

9.11.2009 08:57:39


koma nun í

nga:

6

ÍSLENSKA

á móti ynd að við að n búna mun na fjárundna

m verkhefur rkefnskilað Má þar a eins stendbótarreykhumar, bættri ingum n eigin “ segir

útvegsblaðið

SJÓMANNAALMANAKIÐ ER KOMIÐ ÚT

Allur helsti björgunarbúnaður til sjós og lands... ...Hafðu samband við sölumenn okkar og fáðu allar upplýsingar Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 www.isfell.is • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is

Tryggðu þér eintak í síma

511-6622

mæti, g gum

ni sem u oftar um og gðinni Matís á áhrif

ja n úa r 2013

» Flemming Ruby, lengst til vinstri, og Jón Guðmann Pétursson takast í hendur eftir kaup Cosmos á Nordsötrawl. Haraldur Árnason, sölu- og markaðsstjóri Hampiðjunnar er lengst til hægri.

Jón Guðmann Pétursson segir Cosmos styrkja sig í Danmörku:

Hampiðjan kaupir Nordsötrawl í Danmörku

D

utvegsbladid.is »Þ j ó N u s t u m i ð i l l

s j á v a R Ú t v E g s i N s

Legur og leguhús Slönguhjól og kefli Fjaður inndraganleg - plast, stál eða ryðfrí umgjörð Ýmsar slönguútfærslur fyrir vatn, loft og olíur

Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi Sími 580 5800 • www.landvelar.is

Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi Sími 580 5800 • www.landvelar.is

ótturfyrirtæki Hampiðj- Thyboron,“ segir Jón Guðmann unnar, Cosmos Trawl í Pétursson, forstjóri Hampiðjunnar. Danmörku, hefur keypt „Nordsötrawl er næst stærsta neta80% hlut í netaverkstæðinu Nor- verkstæðið á eftir Comos Trawl í dsötrawl í Danmörku. Kaupverðið Danmörku. Það hefur verið brauter um 300 milljónir íslenskra króna, ryðjandi í því að hanna veiðarfæri en fyrirtækið er að velta u.þ.b. 500 þar sem togarar draga á eftir sér milljónum króna árlega. mörg troll í einu, allt upp í 12. Þá „Cosmos Trawl er stærsta neta- þjónustar félagið útgerðina í Tyboverkstæði í Danmörku með starf- ron og hefur verið að stækka og semi í Hirtshals og Skagen. Við höf- dafna hjá fyrrverandi eiganda, sem um verið þar meirihlutaeigendur í reyndar á áfram 20% í fyrirtækinu 12 til 13 ár og eignuðumst fyrirtæk- og mun reka það áfram. Þetta er mjög góð búbót fyrir Cosið að fullu í fyrra. Nordsötrawl er í bænum Tyboron, sem er vaxandi mos sem þýðir að það er orðið vel í fiskihöfn. Þangað fluttist lunginn af sveit sett í helstu höfnum Danmerkútgerðinni sem var í Esbjerg, þegar ur, Tyboron, Skagen og Hirtshals og bræðsla er heitir Triple Nine lokaði er langstærsta veiðarfæragerð Daní Esbjerg en efldi sig á sama tíma í merkur. Það selur reyndar einnig

töluvert af veiðarfærum til Noregs og Svíþjóðar. Í Skagen er til dæmis töluvert um landanir sænskra skipa og Cosmos þjónustar þau. Cosmos er í botntrollum og var mjög sterkt í rækjutrollum, þegar þær veiðar voru upp á sitt besta, og eru reyndar ennþá í því. Það hefur einnig styrkt sig mjög í flottrollum síðustu árin og eru líka með nótaverkstæði í Hirtsals til að þjónusta danska flotann þar. Nordsötrawl er mest í botntrollum en hefur einnig verið að fikra sig yfir í flottrollin. Með þessum kaupum er Cosmos að styrkja stöð sína í Danmörku enn frekar og við erum ánægð með það,“ segir Jón Guðmann Pétursson.

Rauðátan mikilvægust fyrir sunnan Hildur segir að Calanus Hildur Pétursdóttir, sérfræðtegundirnar séu ríkjandi ingur hjá Hafrannsóknastofnmiðað við lífmassa og leifar un, lauk nýlega doktorsprófi í þeirra fundust í miklu magni í sjávarlíffræði við Háskólann í lífverum á hærri fæðuþrepum, Tromsö í Noregi. Hildur skoðþað sýni enn frekar hversu aði fæðuvistfræðileg tengsl gríðarlega mikilvægar þessar algengra uppsjávartegunda og tegundir séu. Þær eru þó ekki hlutverk Calanus krabbaflóa í jafn mikilvægar. „Rauðátan uppsjávarvistkerfinu suðvestvar mikilvægust suður af ur og norður af Íslandi. Í rannlandinu en pólátan norður af sókn sinni voru fæðutengsl og landinu,“ segir Hildur. orkuflutningur metinn með Í kjölfar hlýnunar sjávar því að skoða fitusýrusamsetningu og mæla samsætur » Hildur Pétursdóttir, doktor í sjávarlíffræði. undanfarin ár virðist loðnan hafa breytt útbreiðslu sinni til kolefnis og köfnunarefnis í vesturs, það er nær Grænlandi. Þá sýnir rannsóknin þörungum, algengum tegundum dýrasvifs og fiskum. að loðnan virðist nú éta meira af marflóm og þá aðalRannsóknin sýndi að orkuríku Calanus tegundirnar rauðáta og póláta voru í lykilhlutverki í orkuflutningi lega tegundinni Themisto libellula en hún gerði áður bæði fyrir sunnan land og norðan. enda eru þær algengari á þessu svæði að sögn Hildar.


útvegsblaðið

ja n úa r 2013

7

Tryggingarmiðstöðin leggur áherslu á heilsu sjómanna:

Vellíðan og öryggi T

ryggingarmiðstöðin (TM) leggur áherslu á heilsu sjómanna, öryggi í starfi og fyrirbyggjandi aðgerðir hvað slys varðar með atvikaskráningu og áhættumati „Markmið okkar hjá TM er að efla öryggismenningu í fyrirtækjunum þannig að öryggismálin séu til umræðu og þáttur af daglegri vinnu. Menning vinnustaðarins er þéttiefni fyrirtækja og viljum við að menn sjái að þeir geti leyst vinnuna á öruggan hátt, setji sig ekki í óþarfa hættu. Við köllum það „öryggishegðun“ og „öryggismenningu“. Viðhorf starfsmanna og stjórnenda er lykillinn að því að hægt sé að hafa áhrif á öryggismál og breytta menningu á vinnustöðum. Það smitast allir þegar fyrirtæki fara af stað í slík verkefni eins og að efla forvarnir og huga að ör-

yggisþáttum eins og áhættumati og slysaskráningu/atvikaskráningu. Við hjá TM leggjum áherslu á það við þau útgerðafyrirtæki sem eru tryggð hjá okkur að þau séu með atvikaskráningu á “næstum því slys og slysum” um borð í skipum sínum og vinnustöðum í landi. Þegar atvikaskráningarnar eru skoðaðar og greindar þá er hægt að sjá hvar mestu slysagildrurnar leynast og meta til hvaða forvarnaaðgerða hægt sé að grípa til að koma í veg fyrir slys, í rauninni er þetta áhættumat þ.e. að greina hættusvæði vinnustaðarins. Í langflestum tilfellum þarf einungis smávægilegar og kostnaðarlitlar breytingar en í sumum tilfellum eru þær umfangsmeiri. Í sumum tilfellum þarf kannski að breyta verklagi eða t.d. efnisvali við

Ef starfsmenn hreyfa sig reglulega, borða hollan mat og eru í góðu formi þá eru þeir betur í stakk búnir til að takst á við starf sitt. Methúsalem Hilmarsson, forstöðurmaður forvarna hjá Tryggingamiðstöðinni.

ákveðna vinnu til að hætta verði ekki lengur til staðar. Heilsa

Sonja Sif forvarnafulltrúi TM hefur heimsótt sjómenn og fyrirtæki með ráðgjöf um mataræði og hreyfingu til að vekja fólk til umhugsunar hvað það borðar, þessari ráðgjöf hefur verið mjög vel tekið. Mörg fyrirtæki bjóða starfsmönnum sínum að fara í heilsufarsskoðun og þá vita allir nákvæmlega ástand sitt, sem er skráð í svokallaða “smurbók” heilsufarsbók sem við höfum útbúið. Við ráðleggjum matsveinum og starfsmönnum í framhaldinu hvernig best er að borða og hreyfa sig. „Ef starfsmenn hreyfa sig reglulega, borða hollan mat og eru í góðu formi þá eru þeir betur í stakk búnir til að takst á við starf sitt,“ segir Methúsalem Hilmarsson, forstöðurmaður forvarna hjá Tryggingamiðstöðinni. „starfsmenn eru jafnframt betur í stakk búnir til að forða sér úr hættulegum aðstæðum sem og að eiga betri möguleika að endurheimta fyrri getu ef þeir lenda í slysi ef líkamsatgervi þeirra er í góðu standi.“

» Sonja Sif, forvarnafulltrúi TM og Methúsalem Hilmarsson , forstöðumaður forvarna TM

Í þessu samhengi þá höfum við gefið út matreiðslubók sem heitir Hollusta á hafi. Tilgangur bókarinnar er að fylgja því góða starfi eftir sem við leggjum áherslu á varðandi hollan mat og hreyfingu, til að hjálpa útgerðum og matreiðslu-

mönnum til sjós að auka á fjölbreytni í mataræði og bæta matavenjur. Fyrirtæki í landi hafa einnig kallað í auknu máli eftir slíkri ráðgjöf. Allt þetta bætir vellíðan og lífgæði okkar…..


8

ja n úa r 2013

útvegsblaðið

Sérstakt veiðigjald er komið til framkvæmda og nú er spurt hvernig til hefur tekist:

Ekkert hugað að afleiðingum Sædís Eva seva@goggur.is

Þ

að hefur tekist til eins og til var stofnað. Málið var illa undirbúið og ekkert hugað að afleiðingum. Nú sjáum við þær birtast í erfiðleikum útgerða,einkanlega minni einstaklingsútgerða, samþjöppun og ég óttast mjög byggðaröskun í kjölfarið,“ segir Einar K. Guðfinnsson alþingismaður Sjálfstæðisflokks, þegar hann var spurður hvernig honum þyki hafa tiltekist með hækkunina á veiðigjaldinu. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna er annarrar skoðunar. „Mér finnst ekki komin sú reynsla á veiðigjaldið að hægt sé að segja með fullri vissu hvort allt hafi gengið eftir eins og lagt var upp með í lögum frá því í fyrra vor um veiðigjöld. Afkoma sjávarútvegsins árið 2011 sýnir að greinin er að skila miklu hærri EBIDTU en reiknað var með þegar veiðigjöldin voru lögð á þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar og eru yfir 80 milljarðar í stað 72 milljarða sem reiknað var með í fyrravor. Greinin var að skila um 60. milljörðum árið 2011 í hreinan hagnað svo það er nú borð fyrir báru og það er mjög gott fyrir allt þjóðfélagið að greininni gengur vel og kemur okkur hraðar út út kreppunni.“ Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, hefur skoðun á málinu. „Sérstaka veiðigjaldið á að vera

greiðsla fyrir afnot af sameiginlegri vinnslunnar inni í grunni gjaldsins auðlind. Framkvæmdin er hinsveg- eins og nú er,“ segir Svanfríður. Einar K. Guðfinnsson segir að ar þannig að gjaldtakan tekur ekki mið af ólíkum fyrirtækjum og mis- veiðigjaldið verði ekki afnumið. munandi útgerðarháttum. Það ber „En það þarf að lækka það, útfæra meiri svip af skatti en auðlindagjaldi. það þannig að það taki tillit til aðGjaldið kemur því mjög misjafnlega stæðna einstakra fyrirtækja og við sjávarútvegsfyrirtækin. Mörg samræma það raunverulegri afþeirra eiga í erfiðleikum með að komu sjávarútvegsfyrirtækjanna greiða það og sú staða kallar á marg- á þeim tíma sem það er lagt á. Við víslegar hagræðingaraðgerðir hjá þurfum líka að hverfa frá þessfyrirtækjunum s.s. sölu skipa, sam- ari meðaltalsviðmiðun, sem nú er runa fyrirtækja og fækkun starfa í byggt á og endurskoða þorskígildsjávarútvegi.“ isstuðlanna sem eru grundvöllur gjaldsins. Núverandi veiðigjald á hins vegar að hækka stórum á Þarf að breyta gjaldinu næstu árum samkvæmt nýju veiðiEn verður veiðigjaldinu breytt? „Afkoma sjávarútvegsins er vissu- gjaldalögunum og aðferðafræðin lega mismunandi eftir útgerðar- við það er gjörsamlega ómöguleg. flokkum og nefnd sem skipuð var af Verði þessu ekki breytt eiga afleiðráðherra og er að störfum hefur það ingarnar eftir að verða skelfilegar.“ hlutverk að greina mismunandi afkomu innan greinarinnar svo allir Gjaldið fylgir sveiflum sitji við sama borð og greiði sam- En hver er helsti kostur gjaldsins. bærilegt veiðigjald eftir afkomu. Lilja Rafney svarar. „Helsti kosturEinnig var skipuð samráðsnefnd inn við aðferðarfræðina á bak við þingmanna sem ég á sæti í sem hef- veiðigjaldið er að það fylgir sveiflum ur það hlutverk að fjalla um tillög- í greininni hverju sinni. Sjávarútur veiðigjaldsnefndar áður en hún vegurinn á því að geta staðið undákvarðar um sérstakt veiðigjald,“ ir rentunni hverju sinni af sínum segir Lilja Rafney Magnúsdóttir. umframhagnaði að teknu tilliti til „Gjaldinu þarf að breyta þannig rekstrakostnaðar og fjárfestinga í að það taki meira mið af stöðu ein- greininni.“ Svanfríður svarar stutt og segir, stakra útgerða eða útgerðarflokka en byggi ekki á meðaltalsafkomu að fyrir ríkiskassann sé kosturinn útgerðar og fiskvinnslu. Gjaldið á að væntanlega sá að gjaldtakan er einvera greiðsla fyrir aðgang að sam- föld. Einar K. segir hins vegar að veiðieiginlegri auðlind og þess vegna er fráleitt að vera með afkomu fisk- gjaldið hafi verið ákveðið fyrir um

áratug síðan undir forystu Sjálfstæð- lindarinnar sem er sameign okkar isflokks og Framsóknarflokks. „Þá allra. Ef upp koma ágreiningsmál voru settar niður deilur um réttmæti um útfærsluna þá tel ég að veiðiþess fyrirkomulags. Það var ágætt og gjaldsnefndin eigi að fara ofan í gæti orðið góð fyrirmynd nýs veiði- saumana á þeim og leggja mat á það við útfærslu gjaldstofns til veiðigjalds, sem hægt væri að búa við.“ Ekkert er gallalaust. Hverjir eru gjalds og koma með tillögur til úrþá helstu ókostirnir? bóta ef ástæða þykir til.“ „Það veiðigjald sem nú er við lýði Svanfríður segir hins vegar að tekur ekki mið af margbreytileika stærsti ókostur þessa fyrirkomusjávarútvegsins og misjafnri stöðu lags sé einmitt sá að það tekur ekki fyrirtækja, útgerðarflokka osfrv. nægjanlega mið af mismunandi Gjaldið er í heild sinni of hátt, það útgerðarháttum og stöðu sjávarúttekur ekki tillit til versnandi af- vegsfyrirtækjanna. komuhorfa í greininni eins og núna eru, ekki mið af misjafnri framlegð Sjávarútvegur og kosningar við mismunandi veiðar, né veiða á Nú styttist til alþingiskosninga. Ætli einstökum tegundum,“ segir Ein- sjávarútvegsmálin verði eitt helsta ar. „Það er ekki verið að skilgreina kosningamálið? neinn raunverulegan umfram- Lilja Rafney byrjar: „Það á eftir að hagnað, eins og þó er fullyrt. Það koma í ljós og fer mikið eftir því verður ofviða mörgum útgerðum hvort okkur tekst að ljúka kerfisog getur því gjörbreytt því útgerð- breytingu á stjórn fiskveiða fyrir armynstri sem er í landinu og stuðl- næstu kosningar. Ég tel að það að að samþjöppun. Það var því svo muni aldrei ríkja friður um núsem ætlað þegar menn töluðu fyrir verandi kerfi óbreytt burt séð frá veiðigjaldi á sínum tíma, nú þorir veiðigjöldunum sem eru komin til hins vegar enginn talsmanna þess að vera. að viðurkenna þessa staðreynd, Ég tel það vera forgangsmál að sem er þó óhjákvæmilegur fylgi- afgreiða það fiskveiðistjórnarfiskur hás veiðigjalds eins og við frumvarp sem kynnt hefur versjáum nú þegar vegna núverandi ið stjórnarflokkunum það væri fyrirkomulags og allir sjá í hvað „þjóðarsátt“ til næstu 20 ára í stefnir vegna þess núna.“ miklu ágreinings máli sem legið Lilja Rafney er annarrar skoð- hefur þungt á þjóðinni vegna þess unar og segir: „Ég sé ekki ókostina óréttlætis og byggðaröskunar sem í fljótu bragði ef menn eru sammála hefur verið afleiðing þess. Í því um að eðlilegt sé að þjóðin fái sann- frumvarpi sem liggur fyrir felst gjarnan arð af nýtingu sjávarauð- mikil opnun á núverandi kerfi í



10

ja n úa r 2013

útvegsblaðið

Ég sé ekki ókostina í fljótu bragði ef menn eru sammála um að eðlilegt sé að þjóðin fái sanngjarnan arð af nýtingu sjávarauðlindarinnar.

Það væri sannarlega gott fyrir atvinnugreinina og þá sem eiga atvinnu sína og búsetu undir viðgangi sjávarútvegsins að umræðan væri hófstilltari.

Þá voru settar niður deilur um réttmæti þess fyrirkomulags. Það var ágætt og gæti orðið góð fyrirmynd nýs veiðigjalds, sem hægt væri að búa við.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður.

Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð.

Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður.

formi m.a. kvótaþings, leigupotts ríkisins sem stuðla mun að mikilli nýliðun í greininni,takmörkun á framsali og nýtingaleyfi við handhafa aflaheimilda sem tryggði greininni starfsöryggi fram í tímann sem er í dag aðeins eitt ár í senn.“ Einar K. Guðfinnsson segir hins vegar: „Já, en væntanlega mis mik-

ið eftir búsetu og kjördæmum. Í mínum huga verður kosið um hvort við viljum stunda arðbæran sjávarútveg, sem leggur mikinn skerf til þjóðarbúsins, sem þannig getur skilað sér til þjóðarinnar í bættum lífskjörum þeirra sem í sjávarútvegi starfa, fyrir sjávarbyggðirnar, auknum fjárfestingum og nýsköpun og fyrir þjóðarbúið í heild, eða

hvort hér eigi að innleiða tilraunastarfsemi, sem dregur úr arðsemi sjávarútvegsins, sem rýrir lífskjörin, skapar enn meiri óvissu í sjávarbyggðunum, uppstokkun sem hefur í för með sér byggðaröskun og almennt talað sjávarútveg sem líkjast mun sjávarútvegi í mörgum öðrum löndum sem er ekki jafn arðvænlegur og okkar. Þetta eru mjög skýr-

ir kostir og þá þurfum við að draga fram, í stað þess yfirborðkennda slagorðakennda snakks sem ríður alltof mikið röftum í umræðunni.“ Og Svanfríður Jónasdóttir segir: „Það væri sannarlega gott fyrir atvinnugreinina og þá sem eiga atvinnu sína og búsetu undir viðgangi sjávarútvegsins að umræðan væri hófstilltari. Auðlindanefndin

(2000) lagði til tvær mögulegar leiðir til gjaldtöku af sjávarútvegi, veiðigjaldsleið eða fyrningarleið. Alþingi hefur nú valið veiðigjaldsleið. Það er því mikilvægt að umfjöllun um greinina taki mið af því. Mér sýnist hinsvegar ýmislegt benda til þess að Evrópumálin steli senunni í kosningabaráttunni í vor.“

Veikjum ekki undirstöðuatvinnuveginn. Sterkur sjávarútvegur er hagur þjóðarinnar.

bh cmyk

0% c 100% m 100% y 0% k 100% c 50% m 0% y 0% k 0% c 0% m 0% y 100% k


útvegsblaðið

ja n úa r 2013

11

Stálsmiðjan og Framtak runnin saman í eitt fyrirtæki:

Tvö stór verkefni á árinu Hjörtur Gíslason

Samdráttur í slippnum

hjortur@goggur.is

Verkefnastaða fyrirtækisins var mjög góð á síðasta ári. „Við erum áfram með tvö stórverkefni, Búðarhálsvirkjun og síðan eru við að vinna fyrir ÍSAL að setja upp hreinsistöð. Árið í slippstarfseminni í fyrra var afskaplega gott. Við verðum með þessi tvö stóru verkefni áfram á þessu ári, en okkur finnst eins og útgerðarmenn séu heldur að draga að sér höndum í sambandi við vinnu við skipin. Það er greinilegt að þeir hafa slegið stærri verkefnum á frest og eru sjálfsagt að sjá til hvernig þetta æxlast allt með hugsanlegar breytingar á fiskveiðistjórnuninni. Við finnum virkilega fyrir því að vinna í slippnum hefur minnkað töluvert. Við gerum ráð fyrir því að árið í ár verði snöggtum lakara en árið 2012. Það kemur núna niður á okkur að útgerðin er byrjuð að hagræða og fækka skipum. Ég hef heyrt um fimm skip, sem hafa verið í þjónustu hjá okkur eru komin á sölulista og hverfa líklega úr landi á þesus ári. Þar má nefna Frera RE og Gandí VE. Það munar ansi mikið um þetta fyrir okkur,“ segir Bjarni.

S

tálsmiðjunni og Framtaki hefur nú verið rennt saman í eitt fyrirtæki. Stálsmiðjan átti Framtak áður að fullu, en samruninn gildir frá áramótum. Sameinað fyrirtæki hefur fengið nafnið Stálsmiðjan Framtak. Bjarni Thoroddsen, forstjóri fyrirtækisins, segir að þó fyrirtækin hafi verið formlega sameinuð, muni viskiptavinir þeirra í raun ekki merkja neinar breytingar. Bæði fyrirtækin haldi áfram sínum sér einkennum og sérhæfingu og ekki kemur til neinna uppsagna vegna samrunans. Stálsmiðjan verður 80 ára á þessu ári og Framtak er 25 ára. Samanlögð starfsreynsla er því 105 ár, sem þykir nokkuð gott á þessum tímum. Vinna við virkjanir

Framtak hefur verið nokkuð sérhæft í vélaviðgerðum og gufuaflavirkjunum. Auk þess hefur það haldið utan um MAK-vélaumboðið og stundað alla almenna málmvinnslu og viðgerðir, bæði til sjós og lands.

» Stálsmiðjan verður 80 ára á þessu ári og Framtak er 25 ára. Samanlögð starfsreynsla er því 105 ár, sem þykir nokkuð gott á þessum tímum.

Stálsmiðjan hefur aðallega verið í slipprekstri í Reykjavíkurhöfn. En hún hefur einnig sérhæft sig í vatnsaflsvirkjunum og er núna að setja upp vélbúnað í Búðarhálsvirkjun. Stálsmiðjan hefur einnig, rétt eins og Framtak, verið í allri almennri starfsemi , meðal

annars í uppbyggingu á álverum. Höfuðstöðvar fyrirtækins er í húsnæði Framtaks við Vesturhraun 1 í Garðabæ. Þá er rekið trésmíðaverkstæði úti á Grandagarði við Fiskislóð og ný smiðja er á Grundartanga, en þangað er hugsanlegt að dráttarbrautin við

Frábær lausn sem hentar á alla staði þar sem sótthreinsunar er þörf Sérstaklega hentugt í skip og báta þar sem pláss er lítið. Einfaldur búnaður tryggir jafna blöndu af sótthreinsi sem drepur allar þekktar matvælabakteríur s.s. listeríu, salmonellu, e-coli, staphylococcus ofl.

Reykjavíkurhöfn verði flutt. „Í dag eru mestar líkur á því að svo verði, en ekki endanlega ákveðið. Við erum í ágætis samvinnu við höfnina við núverandi aðstæður og það er mjög góð sátt á milli þessara aðila um reksturinn eins og hann er í dag,“ segir Bjarni.


12

ja n úa r 2013

útvegsblaðið

Matís vinnur stöðugt að rannsóknum og lausnum fyrir útflutning á kældum afurðum:

Kæling fyrir flutning mikilvæg Hjörtur Gíslason hjortur@goggur.is

S

íðastliðin ár höfum við verið að leggja áherslu á að bæta með tiltölulega einföldum leiðum hitastýringu í ferskum afurðum. Halda hitahækkunum í skefjum í flutningi, það er frá og með vinnslu og á áfangastað. Það sem hefur komið út úr þeim rannsóknum er fyrst og fremst mikilvægi þess að kæla fersku afurðirnar sem best áður en að flutningsferlið hefst,“ segir Björn Margeirsson, fagstjóri vinnsluferla hjá Matís í samtali við Útvegsblaðið. „Þær aðferðir sem hafa helst verið skoðaðar eru roð- og blásturskælir Skagans, sem er í örfáum vinnslum í dag. Hann kannski svolítið stór biti að kyngja fyrir smærri fyrirtæki, því það er búnaður upp á tugmilljónir að því ég best veit. Svo eru aðrir að prufa sig áfram með ýmsum leiðum til kælingar í ískrapa. Grundvallaratriðið er annars einfalt. Það er að ná byggja inn góða kælingu í flökin áður en flutningurinn hefst. Það sem gerist óumflýjanlega í flutningum er að umhverfishitinn er á einhverjum tímapunktum hærri en æskilegt er. Það á meira við flutninga með flugi frekar en vel hitastýrðan útflutning í kæligámum,“ segir Björn.

» Björn Margeirsson, fagstjóri vinnsluferla og Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá Matís, með frauðkassa undir ferskar fiskafurðir.

Vinna verkefni um kælingu karfa með HB Granda

Matís er með ýmsar rannsóknir í gangi á þessu sviði segir Björn. „Við erum með fleiri verkefni af þessum toga í gangi og þar má nefna verkefni með karfa. Vandamálið er að flökin eiga það til að gulna. Það koma á þau gulir blettir og jafnvel gul slikja yfir allt flakið. Kaupendur hafa verið að hafna flökunum vegna þess. Við erum að vinna með HB Granda í því verkefni og markmiðið er einfalt, það er að seinka myndun gulra bletta til að auka möguleika á tíma-

frekum gámaflutningi með skipum og hámarka einnig gæði flugfluttra karfaafurða. Við teljum að kælingin hafi þarna mikið að segja, en sannast sagna eru menn ekki búnir að átta sig á því hvort þarna eru örverur að verki eða efnafræði, þránun,“ segir Björn. Flutningskostnaður á ferskum

fiskafurðum er tvö til fjórfalt hærri ódýrra tegunda á borð við karfa m.v. með flugi en í gámum eftir því hvar dýrari tegundir eins og þorsk. á landinu fiskurinn er unninn. Því eru flestir áhugasamir um að finna Hitastýring betri í gámunum leiðir til þess að hægt sé að notast „Meistaraverkefni Sæmundar Elívið gámana. Skiljanlega horfa út- assonar, sem ég og Sigurjón Arason flytjendur enn frekar til ódýrari prófessor við HÍ vorum leiðbeinflutningsmáta í tilfelli tiltölulega endur í, snérist um að kortleggja

og finna leiðir til að bæta hitadreifingu í kæligámum. Því lauk í fyrra og þar kom í ljós að þótt hitastýringin í gámunum er töluvert mikið betri en flugvélum og á flugvöllum, eru þeir ekki gallalausir. Niðurstöðurnar staðfestu einnig mikilvægi forkælingar á afurðunum fyrir flutning. Gámarnir eru ekki með kæligetu til að taka við illa kældri afurð og kæla hana niður. Þeir eru aðeins ætlaðir til að viðhalda kælingu, en það er of algengt hjá íslenskum ferskfiskútflytjendum að kælingin í vinnslunni sé ekki næg. Rauði þráðurinn í þessu öllu er kæling á öllum stigum, frá veiðum að diski neytandans. Það sem aflaga hefur farið verður ekki bætt eftir á. Við vitum að geymsluþol fersks hvítfisks eykst um tvo til þrjá daga með því að geyma hann við ofurkældar aðstæður eða við um –1 °C (aðeins fyrir neðan upphafsfrostmarki hvítfisks) fremur en við frostmark vatns. Í gámunum verður hitadreifingin aldrei alveg einsleit og meðallofthitinn gjarna um einni gráðu hærri en óskhitinn að sumarlagi. Því ráðleggjum viðútflytjendum að biðja flytjandann um að stilla hitann á um –2 til –1 °C .. Á veturna er minni þörf á þessu og því ráðlagt að biðja um –1 til –0,5 °C. Eftir því sem fiskur er feitari þolir hann jafnan lægri geymsluhita, en feitur fiskur frýs við lægra hitastig en magur. Þetta á til dæmis við um makríl og lax og rannsóknir hafa sýnt að notast má við svokallaða ofurkælingu (e. superchilling), sem einnig hefur verið nefnd undirkæling en er að sumu leyti ruglandi hugtak. Með góðum árangri til að auka geymsluþolið þar,“ segir Björn Margeirsson.


Fjárfestingar lækki veiðileyfagjöld

Íslenski

„Það er vel raunhæft að íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi og tengdum greinum, sem við köllum einu nafni „sjávarklasi“, geti aukið veltu sína um allt að tvö hundruð og fimmtíu milljarða á næstu tíu árum,“ segir Þór Sigfússon hjá íslenska sjávarklasanum »4

sjávarklasinn F y l g i r i t Ú t v e g s b l a ð s i n s » j a n úa r 2 0 1 3

» Hluti sumarstarfsmanna Íslenska sjávarklasans 2012. Nú gefst ungu fólki aftur tækifæri til að spreyta sig á nýjum verkefnum fyrir fyrirtæki í klasanum á árinu 2013.

Spennandi sumarstörf hjá Íslenska sjávarklasanum:

Leita að afburðanemendum R

étt eins og á síðasta ári mun Íslenski sjávarklasinn leita að afburðanemendum til þess að koma til liðs við klasann í sumar og sinna ýmsum þróunar- og nýsköpunarverkefnum fyrir fyrirtæki í klasanum.

„Við réðum tíu sumarstarfsmenn í fyrra og starfið þeirra gekk afbragðsvel. Nemendurnir sinntu ýmsum verkefnum eins og í fullvinnslu, grænni tækni, markaðssetningu o.fl.,“ segir Eva Rún Michelsen hjá Íslenska sjávarklasanum. „Við nutum full-

tingis ýmissa aðila sem gerðu okkur kleift að hafa þennan öfluga hóp með okkur eins og AVS sjóðurinn, Samtök iðnaðarins o.fl.“ Þeir nemendur sem hafa áhuga geta fengið nánari upplýsingar á vef Íslenska sjávarklasans, sjavarklasinn.is.

50 nemendur fá verkefni Fyrirtæki í sjávarútvegi og tengdum greinum hafa tekið höndum saman um að bjóða nemendum á framhalds- og háskólastigi að vinna ýmis verkefni sem fyrirtækin hafa áhuga á að verði unnin á næstu mánuðum. Þessi verkefni eru hugsuð sem hluti af mögulegum skóla- og lokaverkefnum nemenda. Verkefnamiðlun er verkefni á vegum Íslenska sjávarklasans, sprottið frá menntahópi sem starfar með klasanum. Verkefnið, sem er stutt af Íslandsbanka, er tilkomið vegna aukinnar þarfar við að tengja nemendur og fyrirtæki í sjávarútvengdum

greinum. Verkefnið er stutt af Íslandsbanka. Verkefnin sem eru í boði eru afar fjölbreytt. Nefna má verkefni um sölu- og markaðsmál aukaafurða þorsks, markaðsrannsóknir fyrir tæknifyrirtæki í sjávarútvegi, framtíðarpælingar um Örfirisey, verkefni um menningarstarfsemi og hafnir, athugun á þróun nýrrar hafnarstarfsemi, tölfræðilegar greiningar, verkefni í þróun tækjabúnaðar fyrir tæknifyrirtæki í matvælavinnslu, undirbúningur að samantekt sögu fullvinnslu sjávarafurða á Íslandi og margt margt fleira

» Einar Pétur Eiríksson og Hafrún Dögg Hilmarsdóttir opna Hús sjávarklasans í september sl. Nú bjóða fyrirtæki í Íslenska sjávarklasanum stórum hópi ungs fólks að vinna verkefni í tengslum við starfsemi sína.


14

ja n úa r 2013

þróun rædd í hópum og erindum á fundinum. Ráðstefnustjóri verður Ásmundur Friðriksson. Tækifæri til að tengjast Verkstjórafundur í sjávarútvegi verður haldinn í Grindavík 31. janúar næstkomandi. Með fundinum er ætlunin að endurvekja fundi sem haldnir voru um árabil fyrir verkstjóra í sjávarútvegsfyrirtækjum. Fundirnir efldu tengsl milli verkstjóra þar sem skipst var á hugmyndum um bætta vinnslu og aðferðir. Sjávarklasinn svarar með fundinum kalli um aukið samstarf, samvinnu og kynni á meðal verkstjóra í fiskvinnslufyrirtækjum og vinnsluskipum í landinu. Á fundinum gefst verkstjórum í íslenskum sjávarútvegi tækifæri til þess að tengjast og fræðast um þær áskoranir og tækifæri sem við blasa greininni um þessar mundir. Þar verða flutt margskonar áhugaverð erindi, hópaumræðum stýrt, heimsóttar vinnslur í Grindavík og fleira. Meðal þess efnis sem rætt verður á fundinum er fullvinnsla aukaafurða, menntun verkstjóra og framtíðarsýn fiskmarkaða. Þá verða framtíðarhorfur í flutningum ferskra afurða á sjó og í flugi, möguleikar við alþjóðaflugvöll, sjálfvirkni í vinnslu, rannsóknir og

Codland leitar að efnafræðingi Fullvinnsluklasinn Codland í Grindavík leitar að háskólanema til að sinna hlutastarfi sem snýr að þróun og rannsóknum á slógi og þá sér í lagi vinnslu á ensímum. Nýlega var reist verksmiðja á Reykjanesi þar sem áherslan er fyrst um sinn fullvinnsla á slógi og rannsóknir á lífvirkum efnum sem meltingarfæri fiska innihalda. Meðal fyrirtækja sem koma að verkefninu eru Vísir, Þorbjörn, Norðurbragð og Íslenski sjávarklasinn. Arnar Jónsson vélaverkfræðingur og verkefnisstjóri hjá Íslenska sjávarklasanum sem hefur verið í forystu fyrir Codland segir að það sé ört stækkandi klasi fyrirtækja með aðsetur í Grindavík þar sem sameiginlegt markmið er að hámarka fullnýtingu á hráefnum fisks. „Þetta verði vonandi aðeins fyrsta skrefið af mörgum í uppbyggingu þekkingarstarfsemi á þessu sviði í Codlandklasanum,“ segir Arnar. Nánari upplýsingar veitir Arnar í arnar@ sjavarklasinn.is.

Green Marine Technology að komast á leiðarenda Green Marine Technology er markaðsverkefni sem röskur tugur tæknifyrirtækja í Íslenska sjávarklasanum stendur að. Verkefnið hefur það markmið að kynna umhverfisvæn tæknifyrirtæki í íslenskum sjávarútvegi á markvissan hátt. Umhverfisvæn tækni sparar orku, eykur nýtni og skilar auknum hagnaði. Mörg hver tæknifyrirtækin innan Green Marine Technology skara fram úr hvað þetta varðar. Sameiginlegt markaðsátak fyrirtækjanna undirstrikar þessa kosti og opnar nýja möguleika. Með því að setja upp gagnvirka heimasíðu sem sýnir þátt fyrirtækjanna í auknum sparnaði og umhverfisvitund sem tækni þeirra býður upp á má segja að fyrsta skrefið hafi verið stigið í átt að grænum og betri sjávariðnaði. Stefnt er að því að verkefnið verði kynnt í marsmánuði.

Skemmtiferðaskip eru tækifæri Nokkur fyrirtæki innan Íslenska sjávarklasans vinna nú að sameiginlegu verkefni sem miðar að

því að efla sölu á meðal annars íslenskum matvælum um borð í skemmtiferðaskip sem hingað koma. Einn aðalbakhjarl verkefnisins er Samtök iðnaðarins. Samkvæmt athugun Íslenska sjávarklasans er hægt að gera ráð fyrir að matarkostnaður skemmtiferðaskipa við þá 160.000 farþega sem koma til Íslands sé u.þ.b. 2,2 milljarðar króna á gengi dagsins í dag. Má gera ráð fyrir að þau skemmtiferðaskip sem hingað koma kaupi mat fyrir um 250-300 m.kr, eða innan við 10% af áætluðum matvælakaupum skemmtiferðaskipa (miðað við 2.500 kr. daglegan matarkostnað á farþega). Það eru því umtalsverð tækifæri í þjónustu við skemmtiferðaskip sem reyna á að nýta betur á komandi misserum. Ein hugmyndin, sem unnið er með, er að bjóða öllum skemmtiferðaskipum, sem hingað koma, upp á sérstaka Íslandsdagskrá um borð

útvegsblaðið

með íslenskum matseðli og menningardagskrá.

Stækkun Húss sjávarklasans á áætlun Nú eru tæplega tuttugu fyrirtæki búin að koma sér fyrir í fyrsta áfanga Húss sjávarklasans og rýmið orðið fullnýtt. Faxaflóahafnir eiga húsnæðið og hefjast á handa við næsta áfanga hússins, sem eru um 900 fermetrar, á næstu dögum. Nú þegar hafa nokkrir aðilar skrifað undir viljayfirlýsingu um að leigja í öðrum áfanga. Enn eru þó nokkur rými laus. Leitað er að fyrirtækjum sem tengjast sjávarútvegi eða fiskeldi á einhvern hátt og þá einna helst í tækni- og vöruþróun hverskonar, sölu afurða, útgerð, vinnslu og svo framvegis.

Nýsköpun í þágu fiskiðnaðar Markmið okkar frá upphafi hefur verið að framleiða vörur er auka hagkvæmni og skilvirkni hjá okkar viðskiptavinum. Með nýsköpun að leiðarljósi munum við áfram leggja áherslu á vöruþróun hátæknibúnaðar og lausna er leiða til framfara í fiskiðnaði.

Frá veiðum til neytanda

Lausnin er hjá okkur marel.is


Erlendur Arnaldsson framleiðslustjóri UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA

100.000 pakkningar sem auka verðmæti sjávarafurða

Oddi fyrir þig, þegar hentar, eins og þér hentar.

Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is

Prentun frá A til Ö


16

ja n úa r 2013

útvegsblaðið

Stefnumótun hefst á því að kortleggja þau tækifæri sem til staðar eru:

Fjárfestingar lækki veiðileyfagjöld Sædís Eva Birgisdóttir seva@goggur.is

Þ

að er vel raunhæft að íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi og tengdum greinum, sem við köllum einu nafni „sjávarklasi“, geti aukið veltu sína um allt að tvö hundruð og fimmtíu milljarða á næstu tíu árum,“ segir Þór Sigfússon hjá íslenska sjávarklasanum og bætir við „en til þess þurfa þó fjárfestingar í nýsköpun að aukast umtalsvert.“ Í nýlegri skýrslu frá Nordic Innovation kemur fram að nýsköpunarfjárfesting þurfi að aukast um 30 milljarða á ári svo að Ísland sé samanburðarhæft við Norður-Ameríku. Augljósasta leiðin til þess að auka nýsköpun í sjávarklasanum er að bjóða sjávarútvegsfyrirtækjum að greiða umtalsvert lægra veiðileyfagjald ef þau fjárfesta í nýsköpun og tækni. Þór segir að Íslendingum hafi ekki lánast að móta nægilega skýra stefnu í atvinnumálum sem snerta hafið. „Kannski er það vegna þess að hafið er allt umlykjandi og við sjáum hreinlega ekki skóginn fyrir trjánum. Kannski er það vegna þess að umræðan um fiskveiðistjórnun hefur verið í algleymingi um árabil,“ segir Þór. Stefnumótun hefst á því að kortleggja þau tækifæri sem til staðar eru. Svona gæti listinn yfir tækifærin litið út: 1.Fiskimjöli verði í auknu mæli breytt í fæðubótarefni Frekari úrvinnsla fiskimjöls til manneldis, sem fæðubótarefni eða lyf, getur aukið útflutningsverðmæti verulega. Stefna ber að því að tvöfalda verðmæti þessara afurða á næstu tíu árum. Það þýðir með öðrum orðum að miðað við óbreytt magn þá geti útflutningsverðmæti

» „Kannski er það vegna þess að hafið er allt umlykjandi og við sjáum hreinlega ekki skóginn fyrir trjánum. Kannski er það vegna þess að umræðan um fiskveiðistjórnun hefur verið í algleymingi um árabil,“ segir Þór Sigfússon.

lýsis- og mjöls numið 60 milljörðum króna árið 2022. 2. Lífvirk efni hafsins Fyrir 25 árum ritaði dr. Jón Bragi Bjarnason grein í Morgunblaðið um tækifæri til að auka verðmæti sjávarfangs. Spár dr. Jóns Braga hafa í meginatriðum ræst. Sjávarfang er nýtt mun meira hérlendis en mörg tækifæri eru enn ónýtt. Ef fjármögnun til rannsókna og nýsköpunar eykst má hæglega gera ráð fyrir að þessi atvinnugrein búi til verðmæti sem nemi um 30-40 milljörðum króna árið 2022.

afgangsslóg. Ef gert er ráð fyrir að afgangsslóg úr fiskinum sé um 5% af heildarþyngd hans og að árið 2022 fáist um 200 krónur á kílóið má gera ráð fyrir að verðmæti þessa afgangsslógs úr bolfiski verði um 4 milljarðar króna. Úr því efni má síðan vinna margfalt verðmætari afurðir.

4 . Aukin tæknivæðing Miðað við þann vöxt sem hefur verið í tæknifyrirtækjum sem tengjast hafinu hérlendis má gera ráð fyrir að þessi atvinnugrein geti aflað tekna árið 2022 sem nemi um 130 milljörðum króna. Til þess þurfa þessi fyrirtæki að auka samvinnu. Einn vísir 3. Slógi breytt í verðmæti af því er samstarf tæknifyrirtækja í Með sama hætti þarf að auka fjár- sjávarklasanum undir yfirskriftinni festingar og þróun í tengslum við nýt- „Green Marine Technology“. Lykillingu þess slógs sem er hent, en hægt inn að árangri tæknifyrirtækjanna er að framleiða bæði mjöl og lýsi úr hvílir á umtalsverðum fjárfesting-

um í þróunarstarfi, aukinni samvinnu og samruna. 5. Ísland sem þjónustuhöfn á Norður-Atlantshafi Hingað til lands koma um 25003000 skip á ári. Miðað við aukningu skipakoma hingað til lands undanfarin ár má gera ráð fyrir að skipakomur hafi tvöfaldast árið 2022. Íslendingum hefur ekki lánast að selja þessum skipum umtalsverða þjónustu þótt undantekningar séu á því. Sala til og þjónusta við erlend skip getur numið 10-15 milljörðum króna árið 2022 en til þess þarf umtalsverða fjárfestingu í aðstöðu og markaðsstarfi. 6. Alþjóðleg ráðgjöf Íslensk fyrirtæki veita mun fjölbreyttari þjónustu við erlendan sjávarútveg en flesta grunar; fjármálaþjónusta, þjónusta íslenskra iðnaðarmanna erlendis, hagfræðiráðgjöf, ráðgjöf fiskifræðinga, eftirlit á hafsvæðum o.fl. Tekjur fyrirtækja í þessari starfsemi námu um 1,5 milljarði árið 2011. Verði 10% aukning á þessu sviði á ári til ársins 2022, sem er sama aukning og Norðmenn gera ráð fyrir hjá sér, má gera ráð fyrir að þessi starfsemi velti um 4 milljörðum. 7. Fiskeldi Sveiflur hafa verið miklar í íslensku fiskeldi en um þessar mundir eru fjárfestingar í greininni umtalsverðar. Mjög erfitt er að áætla vöxtinn í þessari grein. Nágrannalönd okkar hafa verið mun duglegri á þessu sviði en við. Ýmis teikn eru þó á lofti um að fjárfestingar séu að aukast umtalsvert í þessari grein. Miðað við nýfjárfestingar á árinu 2012 og fyrirhugaðar fjárfestingar 2013 má gera ráð fyrir heildarútflutningsverðmæti í greininni nemi 30-40 milljörðum árið 2023.

8. Sjávarútvegur Dregið hefur mikið úr fjárfestingum í sjávarútvegi síðustu ár. Það þýðir með öðrum orðum að verðmætasköpun verður minni þegar til lengdar lætur. Ástæða minni fjárfestinga áttu sér eðlilegar skýringar hér áður þar sem hagræðing varð með með breyttri fiskveiðistjórnun. Á síðustu árum hefur fjárfesting í skipum, vélum og fasteignum í greininni verið lítil sem engin. Þegar svo er komið eiga viðvörunarbjöllur að hringja. Skattlagning og regluumhverfi ræður mestu um hversu mikil verðmætasköpun verður í sjávarútvegnum á næstu árum. Ef skattlagning verður hófleg og rekstrarumhverfi gott má gera ráð fyrir 3% vexti í sjávarútvegi á ári og að sjávarútvegurinn velti 400 milljörðum árið 2023. Haukur Már Gestsson hagfræðingur hjá Íslenska sjávarklasanum segir að þessi tilraun til að meta þróun í verðmætaaukningu í íslenska sjávarklasanum byggi á einni grundvallarforsendu. „Fjárfestingar í nýsköpun og þróun þurfa að verða umtalsvert meiri en þær eru um þessar mundir. Í fyrsta lagi þurfa fjárfestingar í grunnatvinnuveginum að aukast, þ.e. í skipakosti og tækni tengdum veiðum og vinnslu. Í öðru lagi er þörf á umtalsverðu áhættufjármagni í ýmsan iðnað sem hefur mesta vaxtarmöguleika eins og líftækni, fullvinnsla, tækniþróun o.fl. Í þeirri nauðsynlegu einföldun og breytingum á veiðileyfagjaldinu sem þarf að koma til á næstunni er ástæða til að skoða hvort útfæra má gjaldið á þann veg að sjávarútvegsfyrirtækjum, sem stunda umtalsverða nýsköpun og fjárfestingar í tækni, sé umbunað með lækkun veiðigjalda á móti. Þetta væri lang klókasta leiðin til að auka áhættufé í sjávarklasanum og stuðla að frekari verðmætasköpun í honum,“ segir Haukur Már. Í þessum áætlunum, sem hér eru kynntar, er gert ráð fyrir að verðmætasköpun í sjávarklasanum geti aukist um allt að 250 milljarða á næstu tíu árum. Líklegt er að fjárfestingar í nýsköpun og tækni í sjávarklasanum þyrftu að nema um 8-10% af tekjum til þess að þau markmið náist sem hér eru kynnt. Að auki væru fjárfestingar í nýjum greinum eins og líftækni þar sem fjárfestingar væru fyrst um sinn mun meiri en tekjur. Það þýðir með öðrum orðum að fjárfestingar í sjávarklasanum þyrftu að vera 20-30 milljarðar á ári á næstu árum. „Atvinnustefna fyrir haftengda starfsemi á Íslandi á að leggja áherslu á að auka áhættufé í greininni og halda sem mestu fé innan hennar. Þannig stækkar sú kaka sem er til ráðstöfunar. Í kjölfarið má síðan leggja skynsamlega og sanngjarna skatta á alla greinina og fá mun meira skattfé heldur en stefnt er að fáist með núverandi veiðigjöldum,“ segir Þór Sigfússon.


Með áhafnatryggingu TM eru sjómenn vel tryggðir við störf á hafi úti. Hins vegar einskorðast líf sjómanna ekki eingöngu við hafið og störf um borð í skipi, því sjómenn eiga eins og aðrir sinn frítíma og þeir hafa ekki síður þörf á því að vera tryggðir við þær aðstæður. Áhafnatrygging TM er víðtæk slysatrygging sem tekur mið af fjárhagslegri afkomu sjómanna vegna vinnu þeirra og dvalar um borð í skipi. Þannig veitir áhafnatryggingin vernd gegn fjárhagslegu tjóni sem sjómenn kunna að verða fyrir af völdum slysa um borð í skipi. Áhafnatrygging TM tekur ekki til slysa sem sjómenn kunna að verða fyrir í frítíma sínum.

Frítímatrygging TM Til þess að mæta tryggingaþörf sjómanna í frítíma býður TM sérstaka lausn fyrir sjómenn. Frítímatrygging TM er sniðin að þeirri vátryggingavernd sem er innifalin í áhafnatryggingunni. Þannig ákvarðast t.d. tjónabætur eftir skaðabótalögum en slíkt ákvæði er mjög til hagsbóta fyrir sjómenn vegna þess hve sveiflukenndar tekjur þeirra geta verið.

Tryggingamiðstöðin Síðumúla 24 Sími 515 2000 tm@tm.is afhverju.tm.is

Jónsson & Le’macks

jl.is

sÍa

Taktu verndina með þér í land Víðtæk reynsla og þekking á sjávarútvegi Meirihluti íslenskra sjómanna er slysatryggður hjá TM. Í yfir 55 ár hefur TM sérhæft sig í þjónustu við íslenskan sjávarútveg og er leiðandi meðal íslenskra vátryggingafélaga á því sviði. Hjá TM starfar sérstakt sjávarútvegsteymi sem hefur það að markmiði að veita íslenskum sjávarútvegi heildarlausnir hvað vátryggingavernd varðar. Teymið skipa starfsmenn sem hafa áratugareynslu í vátryggingum og sjávarútvegi – hópur sem er til þjónustu reiðubúinn fyrir þig. 1 1 1 1

1

2

1 1

1 1 2 1 1

99 00 01 02 03 04 05 06 07 08 09 10 11

Á síðustu 13 árum hefur TM 11 sinnum verið með ánægðustu viðskiptavini tryggingafélaga.


18

ja n úa r 2013

útvegsblaðið

Stjórna skverun og staðsetningu toghleranna í sjónum með breyttu flæði gegn um þá:

Betri árangur en við þorðum að vona Við vissum að hlerarnir myndu virka og ef eitthvað er, þá voru við að fá betri árangur en við þorðum að vona.

Hjörtur Gíslason hjortur@goggur.is

T

ilraunir sýna að það er hægt að stjórna legu og stöðu togveiðarfæris, botn- og flottrolls, í sjónum en fyrirtækið Pólar toghlerar hefur unnið að þróun stýranlegra toghlera í nokkur ár. Hugmyndin gengur út á að stjórna toghlerunum á togi og tilraunir sem voru gerðar á rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni í upphafi árs staðfesta að þetta er hægt. Með þessu eykst veiðigeta trollsins og orkunotkun minnkar. „Við vissum að hlerarnir myndu virka og ef eitthvað er, þá voru við að fá betri árangur en við þorðum að vona,“ segir Atli Jósafatsson, framkvæmdastjóri Pólar togbúnaðar í samtali við Útvegsblaðið. „Við prófuðum 4,1 fermetra par af Poseidon stýranlegum toghlerum við Atlantica 576 flottroll frá rússneskum samstarfsaðila okkar, Fishering Service frá Kaliningrad.“ Hugmyndin gengur út á að stjórna sjóflæðinu í gegn um hlerann þannig að skipstjórinn getur staðsett hlerana í þá stöðu í sjónum sem hentar best til veiða og hvað er hagkvæmast hvað varðar möguleika á veiðum. Gert er ráð fyrir að hlerarnir verði fjarstýrðir og stillanlegir ofan úr brú. Eins og flugvélavængir

„Við höfum selt „væng-hlera“ í mörg ár, það er toghlera sem eru hannaðir eins og flugvélavængir og Poseidon-hlerarnir eru enn ein útfærsla af þeirri hönnun. Hlerarnir eru byggðir upp á sex vængjum, þremur fyrir ofan miðju og þremur fyrir neðan miðju og með því að færa vængina nær eða fjær hvor öðrum, stjórnum við sjóflæðinu í gegnum hlerann og getum stjórnað fjarlægðinni á milli hleranna. Hverj-

Atli Jósafatsson, framkvæmdastjóri Pólar.

Þegar togferð var aukin í 4,8 – 5,0 hnúta, þá var hlerabilið 68 metrar með vængina í miðstöðu og jókst í 72 metra þegar vængirnir voru færðir saman og minnkaði í 55 metra þegar vængirnir voru opnir. Átak á togvír jókst í 2,67 tonn og meðal olíunotkun á þessu togi fór í 163 lítra á klukkustund. Meira en okkur hafði dreymt um

„Að sjá meira en 30% aukningu á hlerabili er nokkuð sem okkur hafði ekki dreymt um og því síður með þunga 32 millimetra togvíra. Þá liggur það fyrir að með þessu » Stjórnborðshlerinn í blökkinni og vel má sjá nemana og í lokuðum kassa er stýribúnaðurinn fyrir vængina. er hægt að spara verulega orku við togveiðarnar. Við höfum mikla trú á um væng er hægt að stjórna sjálfað stýranlegir toghlerar eigi eftir að stætt sem gerir okkur svo kleift að verða til mikilli hagsbóta hvað varðstjórna hæð veiðarfærisins í sjónum,“ segir Atli. ar aukna veiðihæfni togveiðafærisTogað var á 4,2 – 4,4 hnúta ferð ins, fjárhagslega hagkvæmi vegna og með 45 faðma af 32 millimetra aukinnar veiði og minni orkunotktogvír úti og með vængina stillta unar ásamt umhverfisvænum áhrifí miðstöðu, voru 51 metrar á milli um,“ segir Atli. hleranna og þegar vængirnir voru Þegar lítið eru um lóðningar, er færðir nær hvorum öðrum og dreghægt að draga úr skverkrafti hlerið úr sjóflæði í gegn um hlerann, anna og minnka þannig hlerabil sem jókst skverkraftur þeirra og hleradregur úr viðnámi alls veiðafærisbil jókst í 56 metra. Þegar vængirnins og auka síðan skverkraft hlerir voru svo færðir fjær hvor öðrum anna þegar skipið nálgast lóðningar » Bakborðshlerinn fer í sjóinn og vel er fylgst með hvernig gangi. Upplýsingog sjóflæðið aukið um hleranna, þá og auka þannig opnun trollsins. arnar skiluðu sér vel. dró úr skverkrafti þeirra og hlerabil Stýranlegir toghlerar munu dróst saman niður í 42 metra. Við tal olíunotkunar á þessu togi var arfærið ofar í sjóinn, þá jókst halli einnig henta við veiðar á botnlægjþessar aðstæður var halli hleranna um 138 lítrar á klukkustund. hleranna í 12 - 14° og þeir færðust um fisktegundum en þá er hægt að 4 – 5° inn á við og fjarlægð frá yfirÞegar neðri vængirnir voru nær yfirborði í 9 til 10 metra og þeg- stjórna fjarlægð hleranna frá botni borði var 14 – 16 metrar og meðal færðir saman til að auka kraft á ar efri vængirnir voru færðir fjær en láta trollið sjálft og grandarana átak á togvír var 2,22 tonn. Meðal- neðri hluta hlerans til að fá veið- hvor örðum og dregið úr krafti efri sitja á botninum sem dregur einnhluta hlerans, jókst halli hleranna ig úr viðnámi veiðarfærisins og í 24 - 25° og þeir færðust nær yfir- minnkar slit á hlerum og öðrum búnaði. borði í 6 til 8 metra.

Sjómennt – fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga

TMP báta og hafnarkranar

Átt þú rétt á styrk?

Sjómennt • Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins • Háteigsvegi,105 Reykjavík • sími 514 9601

130193

LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA

s

SÍA

SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS

jomennt.is

starfstengt nám eða námskeið • tómstundastyrkir • meirapróf kaup á hjálpartækjum vegna lestrar- eða ritörðugleika

r Kynntu þé á nn þi rétt

PIPAR\TBWA

Félagsmenn Sjómenntar sem unnið hafa í að minnsta kosti sex mánuði á síðastliðnum tólf mánuðum geta sótt um styrk til félagsins:

Bjóðum gott úrval af vökvakrönum frá TMP hydraulic A/S. www.tmphydraulik.dk

Hjallahraun 2 220 Hafnarfjörður s. 562 3833 www.Asaa.is - Asaa@Asaa.is


Jónsson & Le’macks • jl.is • s�a

Landsbankinn er Ăśflugur samstarfsaĂ°ili ĂžaĂ° er stefna okkar aĂ° vera hreyfiafl Ă­ Ă­slensku samfĂŠlagi. Landsbankinn tekur virkan Þått Ă­ uppbyggingu Ă­ sjĂĄvarĂştvegi og er Ăžar traustur bakhjarl og samstarfsaĂ°ili.

landsbankinn.is

410 4000

Landsbankinn

Að sjå verðmÌti ... ‌ Þar sem aðrir sjå Þau ekki er einn dýrmÌtasti hÌfileiki sem fólk býr yfir. Okkar hlutverk er að auðvelda Þeim sem hafa Þennan hÌfileika að Þroska og framkvÌma hugmyndir sínar, samfÊlaginu Üllu til hagsbóta.

Að sjå verðmÌti‌ Þar sem aðrir sjå Þau ekki er einn dýrmÌtasti hÌfileiki sem fólk býr yfir. Okkar hlutverk er að auðvelda Þeim sem hafa Þennan hÌfileika að Þroska og framkvÌma hugmyndir sínar, samfÊlaginu Üllu til hagsbóta.

Matís er Üflugt ÞekkingarfyrirtÌki sem sinnir fjÜlbreyttu rannsókna-, Þjónustu- og nýskÜpunarstarfi. www.matis.is

Matís er Üflugt ÞekkingarfyrirtÌki sem sinnir fjÜlbreyttu rannsókna-, Þjónustu og nýskÜpunarstarfi í matvÌla- og líftÌkniiðnaði. www.matis.is


20

ja n úa r 2013

útvegsblaðið

» Frumkvöðlar og styrktaraðilar frumkvöðlasetursins í Húsi Sjávarklasans, frá vinstri: Hannes Þór Hafsteinsson (saltfiskréttir), Birgitta Baldursdóttir (True West ehf.), Garðar Stefánsson (Íslenska saltfélagið ehf.), Davíð Freyr Jónsson ( Arctic ehf.), Haukur Óskarsson – Framkvæmdastjóri Iðnaðar hjá Mannvit, Gylfi Sigfússon – Forstjóri Eimskips, Gunnar Már Sigurfinnsson – Framkvæmdastjóri Icelandair Cargo og Inga Jóna Friðgeirsdóttir – Framkvæmdastjóri hjá Brim.

Frumkvöðlasetur opnað í íslenska sjávarklasanum:

Fjölbreytt frumkvæði Hjörtur Gíslason Hjortur@goggur.is

Í

slenski sjávarklasinn hefur opnað nýtt frumkvöðlasetur sem hefur aðsetur í Húsi Sjávarklasans að Grandagarði 16 við Reykjavíkurhöfn. Um er að ræða frumkvöðlasetur fyrir einstaklinga með hugmyndir og verkefni tengd hafinu. Í setrinu fá einstaklingar tækifæri til að útfæra hugmyndir sínar í skapandi umhverfi í samstarfi við sérfræðinga Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Íslenska sjávarklasans. Einnig gefst tækifæri á að komast í námunda við fjölmörg fyrirtæki í starfsemi sem tengjast m.a. tækni í sjávarútvegi. Frumkvöðlasetrið hýsir nú fjóra

frumkvöðla sem vinna að viðskiptahugmyndum sínum tengdum hafinu og kynntu þeir verkefni sín fyrir gestum. Verkefnin sem verið er að vinna að er saltvinnsla á Reykhólum á vegum Íslenska saltfélagsins, kaldhreinsað lýsi á vegum True West, veiðar og vinnsla á makríl og krabba á vegum Arctic ehf. ásamt verkefni sem snýst um þróun á saltfiskréttum. „Oft er sagt að þurfi heilt þorp til að byggja upp fyrirtæki, í okkar tilfelli er það 300 manna samfélag sem heitir Reykhólar“ sagði Garðar Stefánsson hjá Íslenska saltfélaginu sem hefur það að markmiði að búa til salt sem tryllir upp bragðlaukana og fær fólk til að trúa á guð! Frumkvöðlasetrið er styrkt af Brim Seafood, Icelandair Cargo, Mannvit og Eimskip. Tvö fyr-

100 prósent klúbburinn Íslenskur sjávarútvegur hefur um árabil verið í fararbroddi í heiminum í nýtingu afla. Á meðan sjávarútvegur í ýmsum löndum nýtir einungis um 50 til 60 prósent þess sjávarfangs sem berst á land hefur íslensk útgerð nýtt afurðir mun betur. Á vettvangi nýstofnaðra samtaka sjávarklasa á Norður Atlantshafi, sem Íslenski sjávarklasinn er í forystu fyrir, er verið að skoða að efna til nýs alþjóðlegs verkefnis undir heitinu, „100% klúbburinn“ og er þá vísað til þess að þau fyrirtæki sem eru í „100% klúbbnum“ nýta allt það hráefni sem berst á land. Hugmyndin varð til í fundaröð Íslenska sjávarklasans um fullnýtingu þar sem Grænland og Nýfundnaland voru heimsótt og mikill áhugi var fyrir fullvinnslu. „Verkefnið er á byrjunar-

stigi en ef vel tekst til þá getur það stuðlað að mjög jákvæðri umræðu um gæðafyrirtæki í sjávarútvegi og haft þau áhrif að fleiri fyrirtæki leggi metnað sinn í að nýta hráefni betur. Það er kannski besta leiðin til að draga úr ofveiði,“ segir Þór Sigfússon hjá Íslenska sjávarklasanum og hann bætir við: „Fyrir okkur Íslendinga er þetta gott tækifæri til að kynna betur sjálfbærni veiða og vinnslu hérlendis og ábyrga stjórnun veiðanna.“ Nokkur sjávarútvegsfyrirtæki hérlendis hafa þegar sýnt því áhuga að verða partur af þessu kynningarverkefni en með þátttöku sinni í verkefninu staðfesta þau að þau nýta allt það hráefni sem berst á land og stuðla að því að það hráefni nýtist til verðmætasköpunar.

irtæki frumkvöðla eru nú komin inn í Frumkvöðlasetrið í Húsi Sjávarklasans og þau eru: True West og Íslenska saltfélagið. Hin tvö starfa enn sem komið er annarsstaðar í Reykjavík. True West er rekið af Birgittu Baldursdóttur, Sigrúnu Sigurðardóttur og Önnu Sigríði Jörundsdóttur. Birgitta er staðsett á höfuðborgarsvæðinu en þær Sigrún og Anna búa á Bolungarvík þar sem fyrirtækið hefur höfuðstöðvar sínar. Þeirra verkefni snýst um að kaldhreinsa lýsi eftir gamalli aðferð sem verður til manneldis. Íslenska saltfélagið er rekið af Garðari Stefánssyni og dönskum félaga hans Søren Rosenkilde. Þeirra verkefni snýst um saltvinnslu þar sem þeir nota heitt vatn til að eima

salt upp úr sjó á opnum stálpönnum. Verkefnið er komið nokkuð á veg en þann 4. desember 2012 hófst vinna við grunn saltvinnsluhússins við Reykhólahöfn. Arctic Seafood er rekið af Davíð Frey Jónssyni og er staðsett í Reykjavík. Félagið er nýsköpunarfyrirtæki í útgerð og vinnslu og hefur einbeitt sér að veiðum á óhefðbundnum tegundum. Félagið hefur verið leiðandi í handfæraveiðum á makríl og rekur aflahæsta krókabát landsins á makríl. Einnig hefur félagið staðið að rannsóknarveiðum og vinnslu á grjótkrabba auk rannsókna á öðrum óheðfbundnum tegundum. Félagið stefnir að því að verða leiðandi í nýtingu á fleiri vannýttum tegundum á komandi árum.

Fullbúnir saltfiskréttir er rekið af Hannesi Þór Hafsteinssyni, meistaranema í matvælafræði við HÍ. Hannes Þór hefur víðtæka reynslu og hefur meðal annars lokið BS í búvísindum við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, diplomu í garðyrkjutækni við Háskólann á Reykjum og frumkvöðlafræði hjá Klak. Með honum starfa Sigrún Óla Sigurðardóttir, Helen Seirdero Barradas frá Brasilíu, Jorge Oliveira, Salima Bastos, Wanda og Vitor frá Portúgal. Þegar eru komnar hugmyndir af nokkrum réttum og verið að prófa uppskriftir. Teymið stefnir að því að hefja vöruþróunnarvinnu í samstarfi við Matís á fyrri hluta ársins og að koma með tvo rétti á markað árið 2013.

Verðmæti úr aukaafurðum „Stefnan er sú að allt úr fiskinum fari í einhvers konar vinnslu. Þegar aðrir eru búnir að hirða það sem þeir vilja úr fiskinum þá tökum við restina. Við erum búnir að ná því á norðurfjörðunum og útvíkkum starfsemina á vestursvæðið líka,“ segir Guðni Einarsson, framkvæmdastjóri Klofnings á Vestfjörðum. Klofningur er stofnaður árið 1997 og var bara í þurrkun fyrstu tvö til fjögur árin. Í upphafi átti bara að þurrka hausa á Nígeríumarkað. Markaðurinn þar hefur tvíeflst. „Við vorum taldir vitlausir að auka útflutninginn frá Íslandi um 20 þúsund pakka eða 600 tonn. Útflutningurinn var þá 180 þúsund pakkar og jókst upp í 200 þúsund pakka. Menn töldu að það myndi kollvarpa markaðnum en núna eru fluttir út á milli 500 og 600 þúsund pakkar og Íslendingar eru líklega með um 60 prósent af markaðnum,“ segir hann. Viðskiptin við Nígeríu hafa blómstrað en starfsemi Klofnings hefur líka þróast áfram. „Fljótlega var ákveðið að reyna að vinna eitthvað úr öllu, reyna að gera meiri verðmæti úr aukaafurðum,“ segir Guðni Einarsson. Marning og söltun byrjaði um 2000 og árið 2006 var byrjað að frysta loðdýrafóður. Nú er

» Guðni Einarsson, framkvæmdastjóri Klofnings.

unnið að því að koma slógmálunum í fastan farveg. Þegar því er lokið sér Guðni fyrir sér að fyrirtækið taki við aukaafurðum frá því vaxandi silungs- og laxeldi sem er á starfssvæði Klofnings. „Við þurfum að sinna því eitthvað og erum svolítið byrjaðir á því að koma þeim afurðum sem þar skapast, bæði slóg, bein og hausum í framleiðslu,“ segir hann og veit ekki alveg hvernig þessar afurðir verða nýttar en bendir á að frosnir hausar hafi verið seldir á Asíumarkað. „Það er aldrei að vita hvað verður,“ segir hann.


SJÁVARÚTVEGUR

Er öldurót í rekstrinum? Er erfitt að halda sjó í rekstrinum, þarf kjölfestu? Þá þarf að endurskipuleggja eða tími er kominn til að færa reksturinn á næsta stig. Við aðstoðum við að leysa margvísleg verkefni tengd fyrirtækjum í sjávarútvegi. Hafðu samband við Þórð Jónsson í síma 545 6208 eða á netfanginu thordurjonsson@kpmg.is um hvernig KPMG getur komið að lausn þinna mála. kpmg.is

VIÐ ERUM MEÐ VERKEFNI FYRIR 50 NEMENDUR

Ertu með hugmynd tengda hafinu?

VILTU GERA LOKAVERKEFNI UM: » Sölu- og markaðsmál aukaafurða » Markaðsrannsóknir fyrir tæknifyrirtæki í sjávarútvegi » Örfirisey » Menning og hafnir » Athugun á þróun nýrrar hafnarstarfsemi » Tölfræðilegar greiningar » Verkefni í þróun tækjabúnaðar fyrir tæknifyrirtæki í matvælavinnslu » Saga fullvinnslu sjávarafurða á Íslandi » ... og margt margt fleira Á verkefnamidlun.is geta nemendur á framhalds- og háskólastigi nálgast upplýsingar um verkefni sem fyrirtæki innan íslenska sjávarklasans hafa áhuga á að vinna á næstu mánuðum. Þessi verkefni eru hugsuð sem hluti af mögulegum annar- eða lokaverkefnum nemenda.

KÍKTU Á VERKEFNAMIDLUN.IS Verkefnamiðlun er verkefni á vegum Íslenska sjávarklasans, sprottið frá menntahópi sem starfar með klasanum. Verkefnið er tilkomið vegna aukinnar þarfar á að tengja nemendur og fyrirtæki í sjávartengdum greinum. Verkefnið er stutt af Íslandsbanka.


22

ja n úa r 2013

útvegsblaðið

Fyrirtæki í húsi Íslenska sjávarklasans ánægð með sambúðina:

Hugmyndir flytjast betur á milli Sædís Eva Birgisdóttir seva@goggur.is

N

álægð við önnur fyrirtæki sem starfa á sama vettvangi, uppspretta nýrra hugmynda og tengsla eru helstu kostir þess að starfa í samfélagi einsog er í húsi Sjávarklasans,“ segir Jóhann Jónasson, framkvæmdastjóri 3X, sem er með starfsemi á Ísafirði og í húsi Sjávarklasans að Grandagarði 16. Undir þetta taka fleiri forsvarsmenn fyrirtækja í húsinu. „Helstu kostir við klasann er nálægð og tenging ólíkra fyrirtækja og starfsmanna þeirra við sjávarútveginn og við það skapast ný tækifæri fyrir alla innan hans,“ segir Ragnar » Skemmtilegt andrúmsloft er í húsi sjávarklasans. Á myndinni eru Haukur Már Gestsson, Arnar Jónsson og Heiðdís Ólafsson hjá DIS. Skarphéðinsdóttir starfsmenn Íslenska sjávarklasans. Þór Sigfússon er framkvæmdastjóri Sjávarklasans. „Hugmyndir sem samvinna okkar skapar sterka nær hvor öðru til að geta öll unnið ig hafa þau samskipti gefið okkur flytjast betur á milli manna og traust og verðmæta heild sem fær við- saman.“ tækifæri til nálgunar og markaðsEn hver er árangurinn, hefur sam- tækifæra fyrir okkur. Framtíðin á myndast á milli fleiri,“ segir Þór. skiptavini okkar bæði innlenda Hildur Sif Kristborgardóttir, út- og erlenda til að koma og kynn- býlið við fólk í öðrum fyrirtækjum eftir að leiða það betur í ljós hverja gáfustjóri hjá Goggi, útgefenda Út- ast þeim vörum og lausnum sem haft áhrif á fyrirtækin og ef einhver, þýðingu þessi samvinna og nálægð gefur öllum innan klasans til framvegsblaðsins er sannfærð um ágæti fyrirtæki Sjávarklasans bjóða hver þá helst? „Já svo sannarlega, nýjar hug- tíðar. En ég er bjartsýnn á að ávinnhússins. „Það verða til tengsl og við uppá. Þetta verður verslunarmiðkynnumst fólki í greinum sem við stöð sjávarútvegsins og móttök- myndir, ný tækifæri og mikil gleði ingurinn sé og verði mikill fyrir vissum ekki nógu mikið um.“ urnar við þessum litla áfanga sem að fá að starfa með öllu þessu glæsi- alla.“ Skór, stígvél, vettlingar, vinnufatnaður, áhrifin, munum fyrirKristborgardóttir hjá er orðinn gefur okkur mik- lega fólki af ólíkum sviðum akríllosarinnEn er hver tæki verða sem ætti að vera borð þegar í hverjum hnífar,sjávarbrýni, bakkar,Hildur einnota notaSif vörur o.fl. eða veikjast kraft til að takast á við frekari útvegs sem stundar viðskipti víðs- Goggi á lokaorðin: „Áhrifin eru ndfærabátkomulagið sem ætlarstyrkjast sér að árangri í veiðum áinn makríl ROTEX og um skipakerfin erusegir í fararbroddi heimsvísu á mitt fyrirtæki. T.d höfum komi fleiri fyrirtæki að. Þór Sig- áfanga í stækkun aðstöðunnar og báta vegar heiminn,“ Jóhann á mikil og tryggja rétta blæðingu og kælingu aflans fússon segist viss um að með fleiri sigra á þessu svið,“ segir Jóhann í Jónasson í 3X og Ragnar Ólafsson í við kynnst nánar hvað fyrirtæki 3X og í DIS segir:af „Ég tel að DIS segir að ný samskipti hafi allt- eru að gera en hægt væri að gera muni[allir styrkjast. Nýsköpunarmiðstöð Íslands ] -Ragnar Íslensk útgáfa merki „Það sem komið er gefur tóninn með meiri breidd og fjölgun fyrir- af áhrif og í þessu tilfelli hafa þau í gegnum síma eða póst. Við fáum fyrir framhaldið og við stefnum tækja styrki það starfsemina innan aðeins verið til góðs. Áhrifin hafa að fylgjast vel með ýmsu hlutum ótrauð áfram að skapa hér aðal- klasans.“ Og Hildur Sif, segir: „Það aukið minn skilning betur á störf- og búa til gífurlega sterkt tengslstöðvar Íslensks sjávarútvegs. Það mun styrkja öll fyrirtækin ef fleiri um þeirra og þeim tækifærum sem anet. Fengið fréttir og hugmyndir mun PANTONE styrkja alla í klasanum þar koma í húsið. Við þurfum að vera þau fyrirtæki eru að fást við. Einn- sem við hefðum annars ekki fengið.

» Jóhann Jónasson í 3X segir nálægðina við önnur fyrirtæki vera uppsprettu hugmynda.

Heildarlausnir fyrir sjó-og landvinnslu » Ragnar Ólafsson í DIS segir að komi fleiri fyrirtæki í húsið muni það styrkja alla.

Síðan er alltaf gaman að vinna með hópi af fólki á öllum aldri og úr hinum ýmsu áttum.

Kas læsast saman Kassar við stöf lun og brettið ver verður stöðugra

PANTONE 1665 C P RE NTUN .IS

sögn Alexsanders Fr. Kristinsonar, framleiðslustjóra hjá variðjunni Rifi var reynslan af losaranum mjög góð og segir nn makríllosarann ósmissandi tæki vilji menn ná árangri á ndfæraveiðum á Makríl

• Kassar • Pokar • Öskjur • Filmur • Arkir

ROTEX kerfin fást í allar stærðir báta og skipa

órlitur

Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ • Furuvellir 3 • 600 Akureyri • Sími: Tveggja 575 8000 • Fax: 8001 www.samhentir.is ára575 nám á•háskólastigi

CYAN 0% / MAGENTA 68% / YELLOW 100% / BLACK 0%

3X Technology, Sindragata 5, 400 Ísafjorður www.3xtechnology.is - sales@3xtechnology.com RGB - þrír litir Sími: 450 5000, Fax: 450 5009

R - 244/ G -116/ B - 34

Svarthvítt

Útvegsrekstrarfræði Námið er 46 einingar (92 ECTS) og unnið í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Sömu námskröfur eru gerðar og á háskólastigi en boðið er upp á sveigjanleika í skipulagningu og skilum á verkefnum. Námið er dreifnám, þ.e. blanda af fjarnámi og staðlotum. Einn áfangi er kenndur í einu og lýkur með prófi/verkefni áður en kennsla í næsta áfanga hefst.

Rétt meðhöndlun afla færir þér bestu mögulegu gæði og afurðaverð

Skráning og nánari upplýsingar: Sími 514 9601 www.tskoli.is/endurmenntunarskolinn | amp@tskoli.is

www.tskoli.is

Goggur

útgáfufélag

BLACK 100%


PIPAR\TBWA-SÍA

Verður þín hugmynd að veruleika á Ásbrú?

Sjóðheitt fyrirtæki Hátæknifyrirtækið Málmey hefur nú bæst í hóp yfir 80 fyrirtækja og stofnana sem starfa á Ásbrú. Málmey sérhæfir sig í hönnun og smíði á vélum og búnaði fyrir fiskvinnslu- og sjávarútvegsfyrirtæki á borð við Marel, Katla seafood, Samherja, Nesfisk og fjölmörg önnur. Við bjóðum Málmey velkomna á svæðið.

Málmey ehf. er eitt fjölmargra fyrirtækja sem kjósa Ásbrú, samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs, sem sína bækistöð.

www.malmey.is

Nánari upplýsingar um Ásbrú má finna á www.asbru.is og hjá Kadeco sem hefur frá árinu 2006 leitt uppbyggingu á Ásbrú.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Sími 425 2100 | fyrirspurnir@kadeco.is


Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu

Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á. Starfsfólk Íslandsbanka býr yfir áratuga reynslu í þjónustu við sjávarútveginn og hjá bankanum starfar stór hópur fólks með sérþekkingu á greininni. Þannig getum við ávalt tryggt fyrirtækjum í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar þá bankaþjónustu sem þau þarfnast. Þekking sprettur af áhuga.

Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000

Ragnar Guðjónsson hefur starfað við fjármögnun sjávarútvegs í 40 ár. Ragnar er viðskiptastjóri í sjávarútvegsteymi Íslandsbanka.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.