Útvegsblaðið 5.tbl 2013

Page 1

Sæmdur Riddarakrossinum

Ostruræktun á Íslandi

n Fyrsta sinn sem reynt er að rækta ostrur hér við land en þær eru hlýsjávardýr. Menn eru mjög bjartsýnir og spenntir. 12

n ,,Hlakka til hvers vinnudags og mæti með bros á vör vitandi að starfið sem við vinnum í skólanum getur skipt sköpum fyrir sjómenn,“ segir Hilmar Oddsson

10

Þjónustumiðill sjávarútvegsins

júlí 2013 »5. tbl. »14. árg.

Skattur á bolfiskveiðar lækkar en hækkar fyrir uppsjávarfisk Makríllinn hefur reyndar verið kominn hingað fyrr en þá er hann ekki nógu feitur fyrir vinnsluna. Þessi sem ég var að veiða í fyrra var 24% feitur. Magnús Emanúlesson

útgerðarmaður

Missáttir útgerðarmenn n Skattlagning á uppsjávarveiðar hækkar í nýlegum tillögum ríkisstjórnarinnar

um breytingar á veiðigjaldi sem nú liggja fyrir Alþingi. Skattlagning á bolfiskveiðar lækkar á móti. Almennt veiðigjald á hvers þorskígildistonn mun verða hið sama. 6

Sýning hjá Kraftvélum 8 - 9 júní

frá kl. 12:00 -17:00

í samstarfi við Toyota Kauptúni

Dalvegur 6-8 201 Kópavogur Sími 535 3500 www.kraftvelar.is kraftvelar@kraftvelar.is

4

Stórt markaðsverkefni í smíðum n Íslandsstofa undirbýr sameiginlegt markaðsátak á íslensku sjávarfangi erlendis í anda 8 Inspired by Iceland.

Sjávarútvegsskóli Síldarvinnlunnar n Nauðsynlegt að ungmenni kynnist undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar og að þau séu meðvituð um 14 mikilvægi hennar.

Komdu og kynntu þér breitt vöruúrval Kraftvéla og Toyota og fáðu ráðgjöf og upplýsingar hjá sölumönnum. Allir velkomnir í heimsókn, léttar veitingar í boði, gosdrykkir, heitt á könnunni og glaðningur fyrir börnin.


2

útvegsblaðið

júlí 2013

Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans: 9%

7.1%

Þorskur n Aflamark:

91%

n Afli

11.2%

15.2%

Ýsa 162.541

t/ aflamarks: 147.970

Ufsi

n Aflamark:

92.9%

n Afli

30.894

t/ aflamarks: 28.708

Karfi

n Aflamark:

84.8%

n Afli

42.847

t/ aflamarks: 36.339

n Aflamark: n Afli

88.8%

45.183

t/ aflamarks: 40.137

Áhugi á sjávarútvegi vakinn hjá ungmennum

Þetta gekk vel í Færeyjum og þau gerðu margt, fengu fyrirlestra, skoðuðu ýmislegt og unnu mikið. Það myndaðist þarna keppnisandi og hópurinn varð mjög þéttur.“

Vinnusmiðja í Færeyjum Sigrún Erna Geirsdóttir

Í

október á síðasta ári fór hópur átján ungmenna til Færeyja í því skyni að finna lausn á tilteknu vandamáli tengdu rekjanleika fisks. Megintilgangurinn var þó sá að kynna fyrir nemendum hversu áhugavert það er að taka þátt í verkefnum tengdum sjávarútvegi.

Allar gerðir bindivéla Strekkifilmur, plast- og stálbönd Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 www.isfell.is • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is

Markmiðið að efla áhugann NIMMP, eða Nordic Marine Innovation Programme, er verkefni á vegum Innovits, styrkt af Norrænu nýsköpunarmiðstöðinni. Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri Innovits, segir hugmyndina að verkefninu hafa verið kall frá Norrænu nýsköpunarmiðstöðinni þar sem óskað var eftir hugmyndum sem stuðluðu að því að efla áhuga fólks á Norðurlöndum á starfi í sjávarútvegi, og þá sérstaklega háskólanemenda. ,,Við fréttum af þessum styrk og datt í hug að þetta væri kjörið fyrir okkur en við höfum verið með svona vinnusmiðjur og gætum nýtt okkur þá hugmyndafræði,“ segir Kristján. Eftir að styrkurinn var kominn setti Innovit sig í samband við norræna aðila sem þeir höfðu unnið með áður að vinnusmiðjum og boltinn fór að rúlla.

Viðtökur nemenda voru góðar og bárust Innovit um 200 umsóknir, þar af um 90 frá Íslandi.

Við fréttum af þessum styrk og datt í hug að þetta væri kjörið fyrir okkur en við höfum verið með svona vinnusmiðjur og gætum nýtt okkur þá hugmyndafræði.

Verkefnið snerist um að hópur nemenda myndi fara til Færeyja og vekja áhuga nemanna á sjávarútdvelja þar í fimm daga við að leysa vegi og að þau mynduðu tengslanet ákveðið vandamál tengt sjávarút- sem á eftir að nýtast þeim síðar. vegi. Flug, fæði og uppihald væri ,,Þetta verður nú sjálfsagt ekki gert greitt. Viðtökur nemenda voru aftur, ekki alveg eins. Verkefnið var góðar og bárust Innovit um 200 unnið í markaðslegum tilgangi og umsóknir, þar af um 90 frá Íslandi. við fengum kvikmyndatökulið með Úr umsóknunum voru valdar átján okkur sem tók þetta allt upp og flott og komu nemendurnir frá ýmsum myndband var svo unnið á eftir. Við fræðasviðum, bæði tengdum sjáv- erum hins vegar alltaf með spennarútvegi og eins félagsvísindum og andi vinnusmiðjur öðru hvoru, við forritun. Ungmennin fengu ýmsan vorum t.d nýlega í Tehran og Brasiundirbúning og fóru t.d íslensku líu. Það er alltaf heilmikið í gangi.“ þátttakendurnir til Grindavíkur og Aðspurður hvort einhver vinnuunnu þar verkefni sem gæti und- smiðja sem tengist sjávarútvegi eigi irbúið þau fyrir verkefnið í Færeyj- eftir að líta dagsins ljós segir Kristum. ,,Þetta gekk vel í Færeyjum og ján það ekki vera spurningu. Hins þau gerðu margt, fengu fyrirlestra, vegar þurfi einhvern aðila sem vill skoðuðu ýmislegt og unnu mikið. að svona verkefni verði að veruÞað myndaðist þarna keppnisandi leika, háskóla, stofnun eða fyrirog hópurinn varð mjög þéttur,“ tæki. ,,Það væri gaman að koma að segir hann. Allir hafi verið mjög því, við erum alltaf opin fyrir þess ánægðir eftir á og tilgangi verk- konar hugmyndum,“ segir Kristján efnisins hafi verið náð, sem var að að lokum.

Útgefandi: Goggur ehf., Grandagarði 16 101 Reykjavík. Sími: 445 9000. Útgáfustjóri: Sædís Eva Birgisdóttir. Ábyrgðarmaður: Hildur Sif Kristborgardóttir Vefsíður: utvegsbladid.is / goggur.is. Tölvupóstur: goggur@goggur.is. Prentun: Landsprent. ISNN 2298-2884


Boston MA, Bandaríkin

Nuuk

Portland

Grænland

Maine, Bandaríkin

St. Anthony Nýfundnaland

Halifax Nova Scotia

Grundarfjörður Ísland

Bíldudalur Grundartangi

Argentia

Ísland

Ísland

Ísafjörður Ísland

Nýfundnaland

Sauðárkrókur Ísland

REYKJAVÍK

Akureyri

Ísland

blá leið

Ísland, Færeyjar, Holland, Pólland, Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Færeyjar, Ísland

Vestmannaeyjar

gul leið

Ísland

Ísland

Húsavík Ísland

Ísland, Færeyjar, England, Holland, Þýskaland, England, Ísland

Norðfjörður

rauð leið

Ísland

Ísland, Færeyjar, Skotland, Holland, Ísland

Reyðarfjörður Ísland

græn leið

Noregur, Ísland, Nýfundnaland, Nova Scotia, Bandaríkin, Nýfundnaland, Ísland

Klakksvík

brún leið

Færeyjar

Rússland, Noregur, Holland, England, Skotland, Noregur

mögulegar norðurheimskauts leiðir

ÞÓRSHÖFN

Vágur

Færeyjar

Færeyjar

möguleg viðkoma / árstíðabundnar siglingar

Bergen

Aberdeen

stórtengihöfn

Noregur

Maaloy

Skotland

Grimsby

Noregur

England

tengihöfn

Álasund Noregur

Immingham viðkomur

Sortland Noregur

England

Stavanger Noregur

ROTTERDAM

Tromsö

Danmörk

Noregur

Fredrikstad

Holland

Noregur

Velsen Holland

Helsingjaborg

Hamborg Þýskaland

Árósar

Svíþjóð

Hammerfest Noregur

Noregur

Kirkenes

Swinoujscie Pólland

Båtsfjord

Murmansk

Noregur

Rússland

nýtt leiðakerfi eimskips FÍTON / SÍA

– með strandsiglingum við Ísland í beinni tengingu við Evrópu Vikulegar strandsiglingar með beinni tengingu við Færeyjar, Bretland og meginland Evrópu.

Tíðari ferðir og styttri siglingartími til og frá Bandaríkjunum.

Siglt með ferskan fisk vikulega frá Íslandi og Færeyjum

Ný höfn í Bandaríkjunum, Portland, Maine

Aukin þjónusta við olíuiðnaðinn með siglingum til og frá Skotlandi

Möguleg viðkoma á Ísafirði og Akureyri á leiðinni frá Noregi Ný viðkoma í Vágur í Færeyjum og Hamborg í Þýskalandi

Korngarðar 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | www.eimskip.is


4

útvegsblaðið

júlí 2013

Magnús Emanúlesson útgerðarmaður í Ólafsvík

Unga fólkið sækir í sjávarútveg Höfn byggð upp á Dysnesi n Miklar væntingar eru bundnar við fyrirhuguð umsvif á Grænlandi, leit að olíu og borun í hafinu norðan við Ísland, sem og auknar pólsiglingar. Eitt þeirra verkefna sem hleypt hefur verið af stokkunum í þessu samhengi er uppbygging hafnar á Dysnesi við Eyjafjörð. Félagið Dysnes þróunarfélag ehf. var stofnað nýverið og er því ætlað að byggja upp og kynna Dysnes við Eyjafjörð sem framtíðar hafnarsvæði vegna þjónustu við námu og olíuvinnslur fyrir norðan Ísland. Að félaginu standa Eimskip, Mannvit, Hafnarsamlag Norðurlands, Slippurinn Akureyri og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar en Dysnes stendur 15 km norðan við Akureyri. Hafnarskilyrði þar þykja sérlega góð og er þar nægt land fyrir hafnarsvæðið sem áætlað er að þurfi um 90 hektara, þar af 30 með landfyllingu. Byggðir verða bryggjukantar sem henta þjónustunni sem borðið verðu upp á og er reiknað með að framkvæmdir hefjist í áföngum. Nauðsynlegt er að fara í umhverfismat vegna verkefnisins og mun fyrsti áfangi framkvæmdanna hefjast þegar því verður lokið. Reiknað er með því að heildarfjárfesting á svæðinu geti numið allt að 18 milljörðum á komandi árum. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar mun sjá um daglegan rekstur félagsins og verður Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson forstöðumaður þess.

n Mikil fjölgun hefur verið í Húsi Sjávarklasans að undanförnu en nýverið réði Íslenski sjávarklasinn til sín 12 sumarstarfsmenn til að sinna ýmsum haftengdum verkefnum sem klasinn fæst við í sumar. Hópurinn er afar fjölbreyttur og með víðtæka reynslu úr námi sínu sem og atvinnulífinu. Þetta er annað árið í röð sem klasinn ræður til sín sumarstarfsfólk en síðastliðið sumar voru ráðnir um 10 sumarstarfsmenn. Verkefnin sem unga fólkið mun kljást við í sumar eru viðskiptaáætlanir, ensímrannsóknir, sölu- og markaðsmál aukaafurða úr fiski, hönnun, Magnús Gamalíelsson að landa úr Manga á Búðum á Arnarstapa.

kortlagning haftengdrar starfsemi á Höfn í Hornafirði, kortlagning líftæknifyrirtækja, Græna fiskiskipið, Green Marine Technology, efling klasasamstarfs á Suðurnesjum, hagfræðirannsóknir, menntamál og margt fleira. Það verður því nóg um að vera við Reykjavíkurhöfn og í Saltfisksetrinu í Grindavík þar sem hluti af hópnum mun starfa og sinna verkefnum á vegum Codlands. Alls bárust tæplega 130 umsóknir fyrir sumarstörfin í ár og því ljóst að unga fólkið sér tækifærin sem liggja í haftengdum greinum. Þess ber einnig að nefna að fleiri fyrirtæki í Húsi Sjávarklasans hafa ráðið til sín fólk í sumar og má búast við miklu lífi við Reykjavíkurhöfn í sumar. Nánari upplýsingar veitir Eva Rún Michelsen í síma 692 9440 eða netfanginu eva@sjavarklasinn.is

Fékk upp í fjögur tonn á færin, einn um borð Haraldur Bjarnason

É

g var á færum í apríl og byrjun maí á Manga á Búðum SH fyrir Þórsnes í Stykkishólmi sem lagði mér til kvóta en ég er ekki með neinn kvóta á bátinn. Þessu landaði ég lagði ýmist á Arnarstapa eða í Ólafsvík. Þetta gekk ágætlega en ég fékk aðallega þorsk. Ég komst upp í fjögur tonn af góðum fiski, á færin, einn um borð,“ sagði Magnús Emanúlesson útgerðarmaður og sjómaður í Ólafsvík. „Ég á svo annan bát, Oliver SH, sem ég hef smá kvóta á. Ég hef verið með hann á strandveiðum núna, það hefur gengið frekar treglega, aðallega vegna brælu. Strandveiðarnar

segist flakka á milli og það ráðist bara af veðri og veiðum hvort hann landi á Arnarstapa eða í Ólafsvík. Í fyrrasumar var Magnús á makrílveiðum og ætlar aftur núna. „Þetta gekk bara vel og ég fékk um 100 tonn. Ég veiddi fyrir Storm Seafood í Hafnarfirði sem útvegaði mér fimm rúllur og jafn marga slítara. Ég er ágætlega búinn í þetta og fer af stað um leið og byrja má 1. júlí. Makríllinn hefur reyndar verið kominn hingað fyrr en þá er hann ekki nógu feitur fyrir vinnsluna. Þessi sem ég var að veiða í Mangi á Búðum við bryggju. fyrra var 24% feitur,“ sagði Magnhafa því dregist hér fram eftir maí- ús Emanúlesson í Ólafsvík sem, mánuði en ég ætlaði fyrir löngu eins og báturinn hans, heitir í höfað vera byrjaður á línuveiðum á uðið á afa sínum Magnúsi EinarsManga á Búðum og verð á línu syni, sem bjó á Búðum á sunnanfram að makrílveiðum.“ Magnús verðu Snæfellsnesi.

Hlerar til allra togveiða

Júpíter hw

Júpíter t5

Herkúles t4

Neptúnus t4

www.polardoors.com

Merkúr t4

Júpíter t4


Samherji trúir á mikilvægi fjölbreyttrar hreyfingar fyrir alla og er styrktaraðili ÍF og Special Olympics

ÁRANGUR / KRAFTUR / STUNDVÍSI / HVATI / STUÐNINGUR / ÚTSJÓNARSEMI / ÚTHALD / STYRKUR / HEILSA / MATARÆÐI / SÓKN / AGI YFIRVEGUN / GLEÐI / SIGUR / ÞÁTTTAKA / ÁRÆÐNI / SNERPA / ÁKVEÐNI / ÆFING / METNAÐUR / SIGURVILJI / ATHYGLI / JÁKVÆÐNI

Samherji hf. • Glerárgötu 30 • 600 Akureyri • Ísland Sími 560 9000 • Fax 560 9199 • samherji@samherji.is

www.samherji.is


6

ú t v egsbl a ð i ð

júlí 2013

Skattur á bolfiskveiðar lækkar en hækkar fyrir uppsjávarfisk

Missáttir útgerðarmenn Sigrún Erna Geirsdóttir

S

kattlagning á uppsjávarveiðar hækkar í nýlegum tillögum ríkisstjórnarinnar um breytingar á veiðigjaldi sem nú liggja fyrir Alþingi. Skattlagning á bolfiskveiðar lækkar á móti. Almennt veiðigjald

á hvers þorskígildistonn mun verða hið sama. Samkvæmt núverandi lögum er almennt veiðigjald 9,15 kr á hvert þorskígildistonn og er lagt til að það verði óbreytt. Sérstakt veiðigjald á hvert þorskígildistonn á bolfiski lækkar hins vegar í 7,38 kr en það stendur nú í 23,20

útgerðir og skip ættu að borga í veiðigjald samkvæmt gamla frumvarpinu og eins hvað þarf að greiða eftir breytingar. Ef þessar tölur standast hefði t.d Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum t.d átt að greiða tæplega 851 milljónir fyrir árið 2013 en sú upphæð fer í 820 milljónir eftir breytingarnar

kr. Sérstakt gjald á uppsjávarfisk fer hins vegar úr 27,50 kr. í 38,25 kr. Breytingarnar þýða mismunandi hluti fyrir útgerðirnar eftir því hvort þær sérhæfa sig í botnfiskeða uppsjávarvinnslu. Á vefnum veidigjald.com sem haldið er út af nemendum í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri má sjá hvað

„Kemur virkilega illa út fyrir okkur“ ,,Þetta frumvarp og hátt gjald á uppsjávartegundir kemur okkur verulega á óvart og það leggst illa í okkur hversu hátt sérstaka gjaldið mun leggjast á þessar tegundir. Miðað við þær forsendur á bak við þá útreikninga sem við sjáum þarna á veidigjold.com þá eru þær slæmar og koma illa út fyrir Eskju hf. umfram önnur félög. Það er ljóst að verið er ganga allt of nærri fáum fyrirtækjum í fáum sveitarfélögum sem munu bera uppi gjaldtökuna og það er verið að færa allan meginþungann yfir á uppsjávarfyrirtæki. Við í Eskju erum með mikla uppsjávarstarfsemi meðan við erum hlutfallslega litlir í bolfiski og þetta kemur virkilega illa út fyrir okkur og aðra í sömu stöðu, sérstaklega minni útgerðir í uppsjávarveiðum sem geta engan veginn borið þetta til lengri tíma.Við höfum staðið í miklum fjárfestingum á Eskifirði; rafvæddum fiskimjölsverksmiðjuna, stórbættum mengunarvarnir auk þess að byggja nýtt hús fyrir starfsfólkið okkar svo þetta kemur sér mjög illa. Þetta frumvarp án breytinga er gallað hvað þetta varðar og veiðigjöld lenda mjög misjafnlega á einstaka tegundum, kolmunni kemur t.d sérstaklega illa út og ekkert tillit er tekið til sóknarkostnaðar sem er mjög hár en Eskja hf. veiðir talsvert af þeirri tegund. Það heyrist víða að við í uppsjávarveiðum getum borgað svona há veiðigjöld en það er alveg horft framhjá því í frumvarpinnu að í uppsjávarveiðum eru minnkandi kvótar, óvissa með loðnuna og neikvæðar markaðshorfur, auk þess sem fjárfestingarþörf uppsjávarfyrirtækja er mjög mikil. Vonandi verður þetta endurskoðað því annars er hætt við að þessi fyrirtæki lendi í ógöngum til lengri tíma.“

Páll Snorrason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar hjá Eskju.

og Vísir í Grindavík hefði átt að greiða rúmar 447 milljónir en þarf að greiða 230 milljónir. Ekki lækka gjöldin hjá öllum því útgerðir sem stunda uppsjávarveiðar þurfa að greiða meira eftir breytinguna. Hækkunin er mest hjá Eskju á Eskifirði, eða um 23% og svo hjá Ísfélagi Vestmannaeyja, 20%.

Það er ljóst að verið er ganga allt of nærri fáum fyrirtækjum í fáum sveitarfélögum sem munu bera uppi gjaldtökuna og það er verið að færa allan meginþungann yfir á uppsjávarfyrirtæki.

„Vil sjá þetta lækka hraðar“ ,,Það var bolfiskvinnslan sem var hvað mestu óréttlæti beitt í fyrri lögum og við tilheyrum henni svo við fögnum auðvitað þessum breytingum sem eiga að verða á veiðileyfagjöldunum. Ef ekkert hefði verið að gert hefðu þessi gjöld slátrað okkur, eins og flestum öðrum fyrirtækjum. Síðan er annað mál hversu mikið er búið að leiðrétta, ég vil sjá þetta lækka hraðar. Menn þurfa að koma sér saman um hver eðlileg gjaldtaka er. Til lengri tíma litið held ég að það skili sér betur í ríkiskassann að borga góðan tekjuskatt og þannig hefðum við líka svigrúm til að halda forskoti og fara út í nauðsynlegar fjárfestingar. Menn viðurkenna alveg að það þarf að greiða veiðileyfagjald, það þarf hins vegar að miðast við afkomu hvers fyrirtækis. Þessi skattur þarf að vera þannig að hann hindri ekki vöxt og fjárfestingar til lengri tíma.“

Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis.

„Miklu fargi af manni létt“ ,,Það lyftist á okkur brúnin við þessar fréttir um lækkunina, því er ekki að neita. Við erum aftur komin í þann gír að endurskoða fjárfestingar fyrir félagið og erum með ýmislegt á döfinni. Það þarf bæði að endurnýja þann hluta af flotanum sem er orðinn gamall og eins erum við með gamalt húsnæði sem þarf að endurnýja. Svo verður auðvitað að viðhalda tækjakosti í útgerð og fiskvinnslu. Nú teljum við okkur með góðu móti geta hugsað um fjárfestingar til framtíðar en ekki bara til 5 ára. Það er vissulega miklu fargi af manni létt.“

Andrea Atladóttir, fjármálastjóri Vinnslustöðvarinnar.

Ef þessar tölur standast hefði t.d Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum t.d átt að greiða tæplega 851 milljónir fyrir árið 2013 en sú upphæð fer í 820 milljónir eftir breytingarnar og Vísir í Grindavík hefði átt að greiða rúmar 447 milljónir en þarf að greiða 230 milljónir

Við erum aftur komin í þann gír að endurskoða fjárfestingar fyrir félagið og erum með ýmislegt á döfinni. Það þarf bæði að endurnýja þann hluta af flotanum sem er orðinn gamall og eins erum við með gamalt húsnæði sem þarf að endurnýja.



8

ú t v egsbl a ð i ð

júlí 2013

Mikill vilji fyrir sameiginlegri markaðssetningu

Sérstöðuna vantar á erle Síðan stóru sölusamtökin liðuðust sundur hefur lítið sem ekkert samstarf verið á milli íslenskra fyrirtækja í markaðsmálum erlendis og hafa sumir bent á að vegna þessa hafi sérstaða íslensks fisks tapast. Vaxandi vilji virðist hins vegar vera fyrir því að bæta úr þessu og koma á sameiginlegu markaðsstarfi. Markaðssetning sjávarafurða 2 . hl u t i . Fr amh al d í n æ s t a b l að i

Sigrún Erna Geirsdóttir

M

arkaðs- og sölumál íslenskra sjávarafurða hefur tekið miklum breytingum í gegnum tíðina. Á Bandaríkjamarkaði höfðu Íslendingar lengi yfirburði og það sama má segja um vissa saltfiskmarkaði og loðnuhrognamarkað í Japan. Íslendingar stóðu framarlega í nýjungum og þjónustu og stóðu jafnfætis, eða jafnvel framar, Norðmönnum, okkar helstu keppinautum, á flestum mörkuðum. Margir telja hins vegar að sýnileiki okkar hafi minnkað frá aldamótum til hagsbóta fyrir Norðmenn sem alltaf hafa fjárfest mikið í sameiginlegri markaðssetningu meðan hún lagðist af hérlendis. Friðrik Pálsson, stjórnarformaður Íslandsstofu, er sammála þessu. ,,Ég verð var við að framleiðendur telja að sýnileiki Norðmanna sé meiri en okkar þótt við stöndum að mörgu leyti sterk ennþá.Norðmenn hafa alltaf haft skilning á því hve mikilvæg sameiginleg markaðssetning er og því lagt mikla peninga í hana.“ Hann segir að það sé alltaf ákvörðun eigenda fyrirtækja á hverjum tíma hvernig þeir hagi sölu og markaðssetningu, það geti enginn tekið þá ákvörðun fyrir þá. Ef þeir kjósi að fara í sameiginlegt markaðsstarf og óski eftir stuðningi frá hinu opinbera, þá sé það ný ákvörðun og hún hafi þegar verið tekin. ,,Það eru fréttir í mínum huga að stórir framleiðendur skuli fara fram á það að efnt verði til sameiginlegrar kynningar- og markaðsherferðar. Það er nýtt.“

Fálmkennd og ómarkviss sölumál Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Íslands, er gagnrýninn á markaðs- og sölu-

Guðný Káradóttir.

Við viljum vinna út frá þeirri forsendu að auka verðmæti vörumerkisins íslenskt sjávarfang, að íslenskur fiskur verði þekktur og eftirsóttur og þar að leiðandi ekki svo auðvelt að skipta honum út fyrir einhvern annan. Ef uppruninn er þekktur þá fáum við neytendur sem vilja íslenskan fisk.

mál á íslenskum fiski erlendis og segir þau fálmkennd og ómarkviss. ,,Og að mínu viti var það algert skemmdarverk að selja á sínum tíma sölufyrirtækið Icelandic.“ Hann segir að mikið skorti á að íslenskur fiskur sé markaðssettur sem íslenskur fiskur og Norðmenn standi sig mun betur í því en við þótt þeir séu að hans mati ekki með eins góðan fisk. ,,Þeir standa saman og tala um vöru hvers annars. Hérna kroppum við hins vegar augun hvor úr öðrum, sem er arfagalið fyrir heildina.“ Það verði að hafa í huga að þótt

Íslendingar séu að státa sig af fiskveiðum og fiskvinnslu þá sé landið þrátt fyrir allt ekki með nema lítið brot á markaði á fiskafurðum erlendis og því verði menn að standa saman um selja þessa sérstöku vöru. ,,Ég er ekki menntaður markaðsfræðingur en mér finnst markaðsmál á íslenskum fiski ótrúlega ótrúverðug.“ Baklandið vantar ,,Þegar menn standa við kæli í Þýskalandi vita menn ekki að þetta er íslenskur fiskur, þetta er hvítur fiskur, og það getur hvaða

fiskur sem er komið í staðinn. Fiskurinn hefur misst það að vera íslenskur og þar með höfum við gefið tækifæri á að aðrar vöru geti komið inn og getum ekki varist,“ segir Viðar Garðarsson, viðskiptafræðingur og umsjónarmaður Alkemistans, þáttar um markaðsmál og viðskipti á Mbl. is. Hann segir að við einkavæðinguna sem átti sér stað kringum síðustu aldamót þegar Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Sjávarafurðadeild SÍS voru brotin upp og fyrirtæki eins og Grandi, Samherji o.fl verða til hafi sameigin-


ú t v egsbl a ð i ð

endum mörkuðum eiginlegu markaðsstarfi. Fyrir- myndir eru uppi um fjármögnun tæki í framleiðslu og útflutningi sem nemur a.m.k. um 500 milljá söltuðum afurðum til Spánar, ónum króna á ári. Tilgangur verkÍtalíu og Portúgal, sem og þjón- efnisins væri sameiginlegt markustufyrirtæki, skrifuðu nýverið aðsstarf á íslensku sjárvarfangi undir samning við Íslandsstofu erlendis þar sem íslenskur uppruni til eins árs um markaðsverkefni þess og hreinleiki væri kynntur, í Suður Evrópu á íslenskum salt- ímynd Íslands yrði nýtt og sömufiski. Verkefnið er fjármagnað leiðis athyglin sem landið hefur með framlagi fyrirtækjanna gegn notið undanfarið. Hagsmunaaðilar mótframlagi ríkisins sem leggur yrðu virkjaðir til þátttöku í verkþví til 20 milljónir, auk þess sem efninu og kæmu t.d með sögur frá Íslandsstofa leggur verkefninu Íslandi um upprunann. Saltfisktil bæði fjármagn og verkefnis- verkefnið væri þá eins konar prófstjóra. Nemur upphæðin alls 50 steinn á þessa hugsun og talað milljónum. Guðný Káradóttir, for- hefur verið um að ef aðferðin sem stöðumaður hjá Íslandsstofu, segir beitt er þar gengur vel yrði hún líka verkefnið vel á veg komið en öll notuð í þessu verkefni. helstu saltfiskfyrirtæki landsins koma að því, t.d Oddi, Vísir, Gunn- Ekki tímabundið átak vör og Icelandic. ,,Nú er í gangi ,,Það sem við stefnum að er auðviundirbúningsvinna með auglýs- tað að þetta sameiginlega markingastofu en öll greiningarvinna aðsstarf verði ekki sérstakt átak er komin. Svo förum við af stað heldur bara regluleg starfsemi, með þetta af fullum þunga í sept- eins og Norðmenn og Alaskamenn ember.“ Íslenskar saltfiskafurðir eru með,“ segir Guðný. Valdir verði

Þeir standa saman og tala um vöru hvers annars. Hérna kroppum við hins vegar augun hvor úr öðrum, sem er arfagalið fyrir heildina. eru meðal mikilvægustu útflutningsafurða til Suður Evrópu en vegna erfiðs efnahagsástands og harðnandi samkeppni hefur sala þangað dalað undanfarið. Er verkefninu ætlað að styrkja samkeppnisstöðu íslenskra saltfiskafurða og hleypa nýju lífi í söluna. Unnið verður að því að treysta á orðspor og ímynd íslenskra saltfiskafurða sem úrvals afurða með því að vekja athygli á íslenskum uppruna og sérstöðu sem tengist gæðum og hreinleika. Mun hópurinn sem stendur að verkefninu hérlendis vinna með lykilhagsmunaaðilum á þessum mörkuðum í þeim tilgangi að skapa áhuga á íslenskum fiski og festa í sessi nýja neytendur. Einnig verður höfðað sérstaklega til matreiðslumanna. legt markaðsstarf tapast. Hver sem söluaðilar geti kennt sig við. framleiðandi hafi farið að selja á ,,Og þessi sameiginleg vettvangur, eigin forsendum og um leið hafi þetta bakland, er mjög mikilvægt tapast sá gæðastimpill að þarna því þegar það skortir, eins og nú væri íslensk vara á ferðinni. Ekki er, þá sjáum við afleiðingarnar sé til neitt vörumerki sem sé vel hvað best þegar sveiflur verða á þekkt sem íslenskt. SÍF, SH og mörkuðum, eins og verið hefur Sambandið hafi keyrt hvert á sínu upp á síðkastið. Það streymir inn merki og þau hafi öll verið vel bolfiskur úr Barentshafi og markþekkt víða um lönd. Hins vegar aðslega hefur íslenski þorskurinn verði það þó að koma fram að sölu- ekkert fram yfir hann,“ segir Viðar. fyrirkomulagið sem tók við sé talsvert betra en það sem áður var. Sameiginlegt markViðar telur að Iceland Respon- aðsátak í S-Evrópu sible Fisheries sé ágætt skref í þá Um þessar mundir er þó einhver átt að skapa sameiginlegt bakland hreyfing í þá átt að koma á sam-

Stórt markaðsverkefni í smíðum Guðný segir að mikil umræða um sameiginleg markaðsmál erlendis hafi staðið yfir í nokkurn tíma, bæði á sjávarútvegsráðstefnum og fundum, og komin sé breið samstaða um kosti þess. Hefur Íslandsstofa nú þegar hafið undirbúning og fjármögnun að þannig verkefni í samstarfi við hagsmunaaðila. ,,Það yrði með svipuðu sniði og Inspired by Iceland sem gefið hefur góða raun og sett yrði saman eigendastjórn, líkt og þar.“ Hug-

áherslumarkaðir og markaðsáætlanir gerðar út frá ákveðnum meginlínum. ,,Við viljum vinna út frá þeirri forsendu að auka verðmæti vörumerkisins íslenskt sjávarfang, að íslenskur fiskur verði þekktur og eftirsóttur og þar að leiðandi ekki svo auðvelt að skipta honum út fyrir einhvern annan. Ef uppruninn er þekktur þá fáum við neytendur sem vilja íslenskan fisk. Þá er fólk farið að þekkja eiginleika íslenska fisksins og tengir hann við hreinleika.“ Guðný segir að því miður sé staðan ekki þannig í dag; í Frakklandi t.d standi á mörgum umbúðum utan um fisk að fiskurinn komi annað hvort frá Íslandi eða Noregi. Á hinn bóginn séu svo t.d verslunarkeðjur eins og Waitrose í Bretlandi sem velji sérstaklega ferskan fisk frá Íslandi og kynn hann þannig. Þeir framleiði auglýsingar og heimildamyndir þar sem sagt er frá því hvar fiskurinn sé veiddur og haldi því mjög á lofti gagnvart neytendum. Þarna sé komin sérstaða. ,,Þetta er mögulegt vegna þess að við erum komin með mjög mikilvægan þátt í gott lag; afhendingaröryggið. Nú getum við afhent ferskan fisk allt árið um kring, sama hvort það eru jól eða páskar. Þá skiptir það líka miklu máli að gæði fisksins hafa aukist mikið, það er lykillinn að því að fá hærra verð.“

júlí 2013

9

Fjöldi ungmenna vinnur við fiskvinnslu í sumar n Mikill fjöldi ungmenna vinnur hjá sjávarútvegsfyrirtækjum um land allt í sumar við fjölbreytt verkefni tengd sjávarútvegi. Mörg þeirra sækja um ár eftir ár og þykja þau góðir starfskraftar. Atvinnuleysi meðal ungs fólks hefur verið nokkuð í umræðunni en margir á aldrinum 16-23 ára fá vinnu hjá hinum sjávarútvegsfyrirtækjum í sumar. Störfin eru bæði í fiskvinnslu og umhverfistengd en nokkur ungmennanna munu líka fá að fara á sjó.Samherji mun ráða yfir 100 krakka sem flest fara í landvinnslu á Akureyri og Dalvík en nokkur þeirra fara á sjó. Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði ræður til sín 70 ungmenni og segir Ásgeir Gunnarsson, útgerðarstjóri, það var ánægjulegt hversu margir komi þangað til starfa ár eftir ár. Hópurinn sinni fjölbreyttum störfum í viðhaldi og fegrun umhverfisins en flestir vinni í störfum tengdum humarveiðum og vinnslu. ,,Við náum því miður ekki að ráða alla sem sækja um en sem betur fer hefur ferðaþjónustan vaxið á svæðinu undanfarin ár auk þess sem margir úr þessum aldurshópi vinna í bæjarvinnunni. Það er því ekkert atvinnuleysi í þessum hópi hér yfir sumarmánuðina,“ segir Ásgeir. HraðfrystihúsiðGunnvör í Hnífsdal ræður til sín 36 ungmenni í sumar og hafa mörg þeirra unnið hjá fyrirtækinu áður. ,,Foreldrar margra þeirra starfa líka hjá fyrirtækinu,“ segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri. ,,Þau sinna ýmsum störfum, þó aðallega í vinnslu.“ Síldarvinnslan á Neskaupstað ræður til sín 70 ungmenni og vinnur hópurinn annars við fiskiðjuver og hins vegar í umhverfisverkefnum á svæðinu. ,,Við höfum alltaf lagt mikið upp úr því að fá ungt fólk til starfa hjá Síldarvinnslunni enda setur hópurinn skemmtilegan svip á fyrirtækið,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri.


10

K a u p h a ll a rbl a ð i ð

maí 2013

Hilmar Snorrason fálkaorðuhafi, skipstjóri og skólastjóri

Starfið getur skipt sköpum Haraldur Bjarnason

M

eðal þeirra sem sæmdir voru Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu þann 17. júní sl. var Hilmar Snorrason skipstjóri og skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna. Hilmar segir það hafa verið ótrúlega stund þegar honum var tilkynnt með símtali að forseti Íslands vildi sæma sig Riddarakrossi fyrir störf sín í þágu öryggismála sjómanna. „Það eru ekki margir Íslendingar sem sæmdir eru þessari orðu á ári hverju og þar með eru fáir útvaldir. Þetta er mesta viðurkenning sem forsetinn veitir í nafni íslensku þjóðarinnar til þegna sinna og er ég afar stoltur og þakklátur fyrir þessa viðurkenningu. Þótt ég hafi verið sæmdur Riddarakrossinum þá vill ég líta svo á að það sé ekki síður verið að sæma orðunni mitt frábæra starfsfólk og alla þá sjómenn sem hafa setið námskeiðin hjá okkur fyrir frábæran árangur í auknu öryggi starfsgreinarinnar.“

Millilandasiglingar heilluðu ekki Hilmar hefur stundað sjóinn frá barnaæsku og átti nokkra daga í 15 ára afmælisdaginn þegar hann var fyrst skráður á skip árið 1972. „Það var á strandferðaskipið Esju en ég hafði verið í ferð með pabba mínum sem þar var háseti. Strákurinn var dubbaður upp í að standa vaktir í brú á leiðinni til Reykjavíkur eftir að tveir skipverj-

ar urðu eftir á Akureyri. Það sumar var ég síðan á varðskipinu Óðni sem nemi. Sumarið eftir var ég háseti á Gullfossi aðeins 16 ára gamall og var það óvenjulegt að hásetar þar um borð væru svo ungir. Ég ól síðan manninn á olíuskipinu Kyndli þar til að ég lauk öðru stigi í Stýrimannaskólanum 1977. Þá réðst ég sem þriðji stýrimaður á Esjuna sem ég hafði fimm árum áður verið fyrst skráður á. Ég kláraði farmannadeildina 1978 og réði mig þá fyrst á Grundarfoss, skip Eimskipafélags Íslands, og síðar sama ár á ekjuskipið Bifröst. Siglingar voru eitthvað sem heillaði mig lítið þrátt fyrir að á þessum árum væru ágætis hafnarstopp í erlendum höfnum. Strandsiglingar áttu hins vegar hug minn allan. Ég var því ekki lengi að söðla um þegar mér bauðst í ársbyrjun 1979 fast pláss hjá Ríkisskip sem þriðji stýrimaður á Heklu. Þá um haustið var ég síðan settur á norskt leiguskip útgerðarinnar og næstu fjögur árin sigldi ég sem leiðsögumaður og stýrimaður með Norðmönnunum mest á leiðinni Reykjavík, vestur til Húsavíkur og til baka aftur. Það var svo 1984 sem ég fór mína jómfrúarferð sem skipstjóri á Heklu og tveimur árum síðar tók ég við systurskipi þess Öskju þar sem ég var skipstjóri þar til ég tók við starfi skólastjóra Slysavarnaskóla sjómanna 1. september 1991.“ Úr strandsiglingum í skólastjórn Slysavarnaskóli sjómanna var stofnaður árið 1985. Það var Slysavarnafélag Íslands, forveri Slysa-

skólann, má segja að hafi verið að við skólann en öll séu þau miðuð flytja Árbækur félagsins til björg- við hvernig skipum menn sigla á. unarsveita og slysavarnadeilda „Allir sjómenn stærri skipa þurfa um allt land á þeim strandferða- að taka fimm daga grunnámskeið skipum sem ég var á. Ásgrímur og síðan tveggja daga endurSt. Björnsson erindreki félagsins menntunarnámskeið á fimm ára hafði áður verðið stýrimaður hjá fresti. Þá erum við með dagsRíkisskip og leitaði því til okkar námskeið fyrir smábátasjómenn um flutning á þessum mikilvæga en árið 2011 kom öryggisfræðsluboðskap og upplýsingariti til skylda að fullu til framkvæmda félagsmanna“. Hilmar segir mörg fyrir þann hóp með lögskráningaog mismunandi námskeið kennd skyldu fyrir þá báta. Þá erum við með sértæk námskeið í slökkvistörfum, notkun björgunarfara, hópstjórnun, neyðarstjórnun, Þetta er mesta viðurkenning sem forsetinn veitir í sjúkra- og skyndihjálp auk mannnafni íslensku þjóðarinnar til þegna sinna og er ég auðsstjórnunar svo eitthvað sé afar stoltur og þakklátur fyrir þessa viðurkenningu. nefnt. Í stuttu máli sagt erum

varnafélagsins Landsbjargar, sem setti skólann á fót. Þorvaldur Axelsson varð fyrsti skólastjórinn til 1988 en þá tók Þórir Gunnarsson við af honum og gegndi starfinu til ársins 1991 að Hilmar tók við. Hilmar segir afskipti sín af Slysavarnafélaginu ekki hafa verið mikil áður en hann tók við sem skólastjóri. „Einu afskipti mín af Slysavarnafélaginu, áður en ég hóf störf við Slysavarna-

Ástríða og lífsstíll Nemendur Slysavarnaskólans eru flestir á miðjum aldri enda eru flestir sjómenn í þeim hópi. Ungt fólk niður í 15 ára aldur má skrá á skip og þar liggja þó neðri mörkin. Þó eru dæmi um yngri og eldri. „Sá yngsti sem komið hefur á námskeið hjá okkur var níu ára og með honum var afi hans þá elsti nemandinn sem ég man eftir eða 86 ára. Hilmar er sáttur við árangurinn sem náðst hefur. „Það er fjöldi sjómanna sem hefur sagt okkur frá ávinningi sínum í kjölfar fræðslunnar sem þeir fengu við skólann. Það eru ávallt afar ánægjulegar fregnir og hvetur okkur sannarlega til dáða en við eigum samt mikið verk fyrir höndum. Sjómenn eru enn að slasa sig og á undanförnum árum höfum við verið í miklu og góðu samstarfi við tryggingafélögin VÍS og Sjóvá við innleiðingu áhættumats og atvikaskráninga um borð í skipum sem þessi félög tryggja. Tilgangurinn er sá að sjómenn taki með ábyrgð á því að leita uppi hugsanlegar hættur um borð í sínum skipum og byggi upp öflugar forvarnir um borð. Ég hef haldið því fram að starf, eins

og mitt, sé ekki bara eitthvert átta til fimm starf heldur ástríða og lífsstíll. Eiginkonan segir að ég sé vakinn og sofinn yfir þessu allan sólarhringinn en öryggismál sjómanna eru mitt áhugasvið og því forréttindi að starfa við þetta. Ég á mér þá ósk heitasta að upplifa slysalaust ár á sjó og ég veit að þeim árangri munum við einn daginn ná með öflugum forvörnum og öflugri sjómannastétt sem gerir sjómennsku að öruggasta starfi sem völ er á. Ég var nefndarmaður í Rannsóknarnefnd sjóslysa í 18 ár eða frá 1995 og var nýlega skipaður í Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Úr því starfi hef ég tekið forvarnarboðskapinn inn í skólastarfið hér. Ég hef séð á þessum langa tíma sem ég hef tekið þátt í því að alvarlegum slysum hefur fækkað mjög mikið frá því ég byrjaði. Ég hlakka til hvers vinnudags og kem með bros á vör til vinnunnar vitandi það að starfið sem við í skólanum vinnum getur skipt sköpum fyrir sjómenn. Hér líður mér afskaplega vel,“ segir Hilmar Snorrason skipstjóri og skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna.


ú t v egsbl a ð i ð

Ég á mér þá ósk heitasta að upplifa slysalaust ár á sjó og ég veit að þeim árangri munum við einn daginn ná með öflugum forvörnum og öflugri sjómannastétt sem gerir sjómennsku að öruggasta starfi sem völ er á. við með þau alþjóðlegu öryggisfræðslunámskeið sem sjómenn þurfa að vera með til að geta starfað á sjó bæði hérlendis sem og erlendis. Í dag þurfa allir þeir sem stunda atvinnusjómennsku að vera með námskeið sem ekki er eldra en fimm ára. Það er þó ein undantekning á því og það er að þeir sem aldrei hafa farið á sjó geta verið allt að 180 daga á sjó áður en þeir taka námskeið. Var þetta gert til þess að hægt væri að ráða menn um borð með stuttum fyrirvara sem og að gefa óreyndum færi á að kanna hvort sjómennskan ætti við þá áður en þeir færu að kosta miklu til starfs sem síðar kæmi í ljós að þeir gætu ekki sinnt einhverra hluta vegna. Rétt

júlí 2013

Hilmar Snorrason var sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní.

er líka að hafa í huga að ungir og óreyndir eiga að vera undir eftirliti reyndari manna og er þeim yfirleitt haldið frá hættulegustu störfunum þar til þeir hafa öðlast viðunandi reynslu“. Margir öfunda okkur af Sæbjörgu Öll lönd, sem stunda siglingar, hafa sambærilega skóla og Hilmar, sem er formaður Alþjóðasamtaka öryggisskóla, International Association for Safety and Survival Training, er því í sambandi við skóla víða um heim. Hann segir fáa skóla hafa yfir skólaskipi, líkt og Sæbjörgu, að ráða. „Það er vissulega ánægjulegt að til okkar sé horft og margir útlendingar, sem hafa heimsótt okkur, heillast af skipinu og starfinu okkar þar um borð. Ég hef gjarnan

sagt að góður mælikvarði á öryggisfræðsluna séu fjöldatölur banaslysa á sjó. Þar hefur orðið gífurleg breyting síðan ég tók við skólanum árið 1991. Auðvitað er fleira sem kemur til. Þar má nefna öflugt veðurupplýsingakerfi fyrir sjómenn, eftirlit með skipum og öryggisbúnaði, öfluga björgunarkosti en fyrst og fremst er það breytt hugarfar sjómanna. Við verðum ekki vör við annað en að sjómenn séu ánægðir með að koma til okkar og rifja upp fræðin um eigið öryggi, skipsfélaga og skipa sinna. Menn finna þörfina fyrir fræðsluna og stundum heyrist að menn telji þörf á að koma oftar. Við bendum þeim á að þrátt fyrir að krafan geri einungis ráð fyrir að þeir komi á fimm ára fresti er ekkert sem bannar að koma oftar.“

ÖRYGGISVÖRUR IÐNAÐARMANNSINS FULL BÚÐ AF ÖRYGGIS- OG REKSTRARVÖRUM. OG VERKTAKANS KÍKTU Í KEMI BÚÐINA OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!

Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466

Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00 -17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.

11


12

ú t v egsbl a ð i ð

júlí 2013

Norræn samvinna mikilvæg n Nýverið var haldin í Hörpu ráðstefnan Nordic Marine Innovation Convention á vegum Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar. Á ráðstefnunni voru bæði flutt erindi er lúta að alþjóðasamstarfi og mikilvægi nýjunga í sjávarútvegi og eins og voru kynnt verkefni sem njóta stuðnings miðstöðvarinnar Innovation. Norræna nýsköpunarmiðstöðin er áætlun á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og fór sjávarútvegshluti þess í gang á síðasta ári. Markmið áætlunarinnar er að koma saman norrænum hagsmunaaðilum í sjávarútvegi og tengjast henni nú yfir 100 manns, með fjórtán verkefni. Nordic Marine Innovation ráðstefnan var haldin þann 5.júní í Hörpu og sóttu hana fjölmargir gestir sem tengjast sjávarútvegi hvaðanæva að af Norðurlöndum. Fyrirlesarar komu reyndar einnig frá löndum utan Norðurlanda, svo sem Kanada og Indlandi en ráðstefnuna setti Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. Meðal fyrirlesara var Dr. Eknath Ambekar, framkvæmdastjóri Samtaka ferskfiskræktunarmiðstöðva í Asíu og Kyrrahafi, sem fór yfir stöðuna á því svæði og ræddi m.a þann vanda sem nú steðjar að en nauðsynlegt er að auka ræktun um 70% á næstu 30 árum ef takast á að fæða mannfjöldann sem þar býr. Carl Christian Schmidt, yfirmaður stefnuskrifstofu sjávarútvegs hjá OECD fór t.d yfir störf skrifstofunnar og mikilvægi þess að ólíkir aðilar í sjávarútvegi vinni saman að lausnum vandamála sem steðja að höfum heimsins. Kevin Dunn sem stýrir nýjunga og tengslaskrifstofu Dalhousie háskóla í Kanada fór yfir markmið hennar,mikilvægi samstarfs milli rannsóknarstofnana, iðnaðarins og opinberra stofnana sem tengjast sjávarútvegi, sem og mögulegu samstarfi milli ríkja sem liggja að Norður-Atlantshafi. Aðrir fyrirlesarar voru Sigríður Þormóðsdóttir frá Innovation Norway, Anne Villemoes frá Danish Crown og Marianne Toftegaard Poulsen frá rannsóknarmiðstöðinni SRI.

Í fyrsta sinn sem ostrur verða ræktaðar svo norðarlega

Geir Ívarsson, Kristján Phillips og Börkur Emilsson.

Ostrurnar komnar til landsins Sigrún Erna Geirsdóttir

O

strur sem ætlaðar eru til ræktunar komu til landsins í júní. Er þetta í fyrsta sinn sem reynt verður að rækta ostrur hér við land en þær eru hlýsjávardýr. Þær hafa aldrei verið ræktaðar jafn norðarlega og Ísland er.

TMP báta og hafnarkranar

Bjóðum gott úrval af vökvakrönum frá TMP hydraulic A/S. www.tmphydraulik.dk

Hjallahraun 2 220 Hafnarfjörður s. 562 3833 www.Asaa.is - Asaa@Asaa.is

Höfum 60 klukkustundir ,,Ostrurnar voru teknar úr sjó á mánudag og þær þurfa að vera komnar ofan í hann aftur innan 60 klukkustunda,” segir Kristján Phillips, hjá Víkurskel á Húsavík í viðtali við Útvegsblaðið þriðjudaginn 11.júní. ,,Við bíðum bara í Keflavík eftir að hún komi og brunum svo með hana beint norður og setjum ofan í sjóinn á morgun.” Ekki hefur verið reynt að rækta ostrur hér við land enda er hún hlýsjávardýr. Hún mun ekki geta fjölgað sér hérlendis þar sem hún verður ekki kynþroska í köldum sjó og raunar er það ein af forsendum þess að Víkurskel fékk leyfi fyrir þessari ræktun. Ostrurnar verða ræktaðar í búrum sem fest eru við línur í Saltvík við Skjálfandaflóa. Kristján segir að það muni svo koma í ljós næsta vor hvort þetta er hægt eða ekki. ,,Til þess að hún lifi af veturinn þarf hún að vera orðin nógu stór.“ Skelin er 5-6 mm þegar hún kemur til landsins og í neyslustærð verður hún orðin 12-14 cm. Venjulega tekur þetta ferli 2 – 3 ár erlendis en hér þar sem sjórinn er kaldari er reiknað með að þetta taki 4-5 ár. Munu þeir fá 200.000 ostrur sem munu vonandi gefa X tonna uppskeru 2017 eða 2018.

Það þarf að prófa eitthvað nýtt Mikill undirbúningur var að ræktuninni og hefur hann tekið þrjú ár. En hvernig kom þetta til? ,,Það þarf að gera eitthvað nýtt og prófa nýja hluti,“ segir Kristján. ,,Það er auðvitað talsverður byrjunarkostnaður og mikið farið í súginn ef þetta mistekst en við erum þokkalega bjarsýnir. Það er næsti vetur sem segir til um hvernig tekst til.“ Víkurskel hefur verið í kræklingarækt á Skjálfandaflóa en ef vel tekst til með ostruræktunina er líklegt að fyrirtækið snúi sér alfarið að henni þar sem mikil vinna liggur í henni. ,,Það er t.d líka

Skelin er 5-6 mm þegar hún kemur til landsins og í neyslustærð verður hún orðin 12-14 cm. möguleiki að ef kræklingurinn vex vel að hann kæfi hreinlega ostrurnar. Maður er alveg renna blint í þetta en hefur auðvitað ráðgjafa erlendis sem fylgjast spenntir með því sem við erum að gera því þetta hefur aldrei verið reynt áður,“ segir Kristján. Ostrur eru að mestu ræktaðar sunnan 56° breiddargráður, sem er lega Danmerkur og hefur hún aldrei verið ræktuð eins norðarlega og við erum. Menn eru þó aðeins byrjaðir að rækta hana við Alaska og hefur það gefið góða raun, sem gefur tilefni til bjartsýni. Betri aðstæður hérlendis Kristján segir að aðstæður hér séu betri en annars staðar. Erfitt sé að rækta skelina víðast hvar vegna hlýnunar sjávar og mengunar og

því sé alltaf verið að leita að betri og betri svæðum. ,,Við höfum talað við ræktendur í Alaska og þetta hefur gengið vel hjá þeim, það væri hrein vitleysa að prófa þetta ekki hér.“ Fá svæði henta til ræktunar því ekki má vera mikill þari í sjónum og miklir straumar svo sjávarhiti fari ekki niður fyrir 3-4 gráður. ,,Þar sem við höfum línurnar er ferskvatn í sjónum svo þar vex ekki þari. Hitinn fer heldur ekki niður fyrir 3 gráður. Þetta eru því kjöraðstæður,“ segir Kristján. Á veturna verða búrin svo flutt á annað svæði svo þau verði ekki fyrir hnjaski vegna ölduhæðar. Vonandi betri gæði Kristján og félagar í Víkurskel fóru til Norður-Spánar nú í vetur þar sem þeir kynntu sér vel ostrurækt og segjast hafa lært margt á því. ,,Ég held ég geti leyft mér að fullyrða að við hefðum klúðrað þessu ef við hefðum ekki farið!“ Eins og áður hefur verið nefnt er byrjunarkostnaður umtalsverður og hefur Víkurskel staðið að mestu fyrir honum sjálfur en nýverið kom Atvinnuþróunarfélag Húsavíkur að fjármögnun líka. Á næsta ári þurfi svo að finna meira fjármagn, segir Kristján. Vaxtahraðinn sé ekkert til hrópa húrra fyrir og langt þangað til að eitthvað fari að koma til baka, ef þetta gengur upp. Hins vegar vonist þeir til þess að fá hærra verð fyrir afurðina en margir aðrir vegna betri gæða. Erlendis vaxi skelin oft of hratt og þá sé hún ekki góð. ,,Svo verðum við að komast inn á rétta markaði líka og raunar erum við þegar búnir að hitta einn ræktanda sem lét okkur vita af því að hann tæki alla skel sem okkur tækist að rækta. Svo nú er bara að vona hið besta.“


ú t v egsbl a ð i ð

júlí 2013

13

Jacob Matthew Kasper og Sigurður Þór Jónsson, sérfræðingar á Hafrannsóknastofnun

„Gerir feita granna kinn grásleppan og rauðmaginn“

H

rognkelsi er mikilvægur nytjafiskur við strendur Íslands. Hrygnan, grásleppa, hrygnir á klettabotn á grunnsævi. Eftir að hafa frjóvgað hrognin gætir hængurinn, rauðmagi, hrogna-klasans þar til lirfur klekjast út eftir fjórar til sjö vikur. Seiði hrognkelsa halda sig í fjörunni eða á grynningum í um eitt ár eftir klak. Eftir að hrognkelsaseiðin yfirgefa grunnsævið er mjög lítið vitað um hvert þau fara, hvað þau éta, hvernig þau vaxa eða um hegðun þeirra. Rannsóknir Hafrannsóknastofnunar og Biopol ehf hafa á undanförnum árum beinst að því að auka þekkingu á lifnaðarháttum og hegðun hrognkelsa. Nýlega voru 83 grásleppur og 7 rauðmagar merkt með rafeindamerkjum sem skrá samfellt hita og dýpi í gagnaskrár í minni merkisins. Rafeindamerkin voru fest utan á fiskana, rétt neðan við bakhnúðinn. Fiskarnir voru einnig merktir með hefðbundnum merkjum. Þeir voru merktir úti fyrir Norðurlandi, fyrst allt út að landgrunnsbrún í stofnmælingarleiðangri og síðar á grunnsævi í Skjálfandaflóa. Hingað til hafa 16 rafeindamerki endurheimst, öll nema eitt á hrygnum; sex á fiskum sem merktir voru úti á landgrunninu og 10 á grunnsævi. Þegar rýnt var í gögnin sem höfðu safnast í merkin kom verulega á óvart hve fiskarnir flökkuðu mikið milli yfirborðs og dýpis. Dýptarbreytingar voru hraðar og tíðar. Almennt héldu fiskarnir sig

Tvímerkt grásleppa.

dýptarferil úr einu rafeindamerki af fiski sem sleppt var nærri Kolbeinsey og endurheimtur við Ólafsfjörð 25 dögum seinna. Verið er að vinna úr þeim gögnum sem safnast hafa í þessu verkefni. Stefnt er að því að halda merkingum áfram vorið 2014 og nota aftur endurheimtu merkin.

0

8

−50

6

−100

Hiti (°C)

Dýpi (m)

4

−150

2

−200

0

−250

þó heldur dýpra á daginn en nóttunni. Stundum virtust fiskarnir flakka oft á dag milli yfirborðs og 150 til 200 m dýpis. Hraðar dýptarbreytingar eru mögulegar hjá hrognkelsum þar sem þau hafa ekki sundmaga. Dæmi var um að fiskur hefði kafað niður um 41 metra á 6 mínútum. Einn fiskur kafaði niður á 90 metra dýpi, synti aftur upp að yfirborði og síðan niður á 125 metra, allt á þremur klukkustundum. Að lokum var einn af fiskunum skráður á 300 m dýpi 33 tímum áður en hann var veiddur í grásleppunet skammt norðan við Brík utan Ólafsfjarðar. Næsti staður með 300 m dýpi er í ríflega 5 sjómílna fjarlægð sem bendir til að hrognkelsi geti ferðast að minnsta kosti 3,5 sjómílur á sólahring. Línuritið sýnir

10

Stund milli stríða við grásleppuveiðar á Húnaflóa.

mar 16

mar 21

mar 26

mar 31

apr 05

Tími

Hita- (rauður) og dýptarferlar (blá) úr mælimerki M14595 af grásleppu sem var merkt í stofnmælingu botnfiska 2013 (vorralli) SA af Kolbeinsey og endurheimtist rúmum 25 dögum síðar í grásleppunet utan Ólafsfjarðar.

MAKING MODERN LIVING POSSIBLE

Stjórn og gæslubúnaður til notkunar á sjó og landi Í nærri 70 ár hefur Danfoss framleitt breiða línu af stjórnog gæslubúnaði og byggir því á mikilli reynslu í þróun og framleiðslu á iðnaðarstýringum eins og hita- og þrýstinemum, hita-og þrýstistillum, hita- og þrýstiliðum, spólurofum, spólulokum og fl.

Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is


14

útvegsblaðið

júlí 2013

Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar

Nauðsynlegt að ungmenni kynnist undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar

Í

tilefni af því að Síldarvinnslan hefur ákveðið að starfrækja sjávarútvegsskóla fyrir ungmenni í Neskaupstað í sumar var Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri fyrirtækisins spurður um ástæður þess. Hér á eftir fer svar hans: Við hjá Síldarvinnslunni teljum afar brýnt að ungmenni í byggðarlagi eins og Neskaupstað kynnist sjávarútvegi og öðlist þekkingu á veiðum og vinnslu. Staðreyndin er sú að Neskaupstaður á sjávarútvegi tilvist sína að þakka og það sama gildir um sjávarpláss allt í kringum landið. Lífsskilyrði fólks í þessum pláss-

mynd: Halldóra Auður Jónsdóttir

um ráðast af gengi sjávarútvegs á hverjum tíma. Þá ber að hafa í huga að sjávarútvegur er í reynd undirstaða þess samfélags sem þróast hefur á Íslandi og það er hann sem lagt hefur grunninn að því velmegunarþjóðfélagi sem við lifum og störfum í. Staðreyndin er sú að skólakerfið íslenska fjallar tiltölulega lítið um þessa atvinnugrein ef marka má fyrir-

liggjandi námsefni og því var sú ákvörðun tekin innan Síldarvinnslunnar að bjóða upp á sjávarútvegsnám fyrir grunnskólanemendur. Það er nauðsynlegt að íslensk ungmenni kynnist undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar og þau séu meðvituð um áhrif þeirra og mikilvægi. Það er í reynd hægt að alast upp í sjávarplássi á Íslandi í dag

Þá ber að hafa í huga að sjávarútvegur er í reynd undirstaða þess samfélags sem þróast hefur á Íslandi og það er hann sem lagt hefur grunninn að því velmegunarþjóðfélagi sem við lifum og störfum í.

án þess að öðlast þekkingu á fiskveiðum og fiskvinnslu. Hér áður fyrr var þessi starfsemi nálægt fólki; afla var landað úr bátum við hverja bryggju, beitt var í fjölda skúra og vinnsla á fiski fór jafnvel fram undir beru lofti eins og þegar síld var söltuð á plönum. Nú er öldin önnur; veiðiskipin eru færri en áður og stærri, aflanum er landað á lokuðum hafnarsvæðum og vinnslan fer fram innanhúss þar sem farið er eftir ströngum reglum um gæði og hollustuhætti. Þar fyrir utan starfa hlutfallslega færri við sjávarútveg en áður og því tengjast færri atvinnugreininni með beinum hætti. Þessi breyting

sem átt hefur sér stað gerir það að verkum að í sjávarplássum sem og annars staðar er sérstök ástæða til að fræða ungt fólk um fiskveiðar og vinnslu. Þá er einnig brýnt að fræða um þau fjölbreyttu störf sem sinnt er innan sjávarútvegsins og þá möguleika til menntunar sem eru til staðar. Innan Síldarvinnslunnar er mikil þekking og forsvarsmenn fyrirtækisins hafa áhuga á að henni sé miðlað til ungmenna. Það verður gert í sjávarútvegsskólanum og það er von okkar að skólinn fari vel af stað og í framtíðinni verði hann fastur liður í starfsemi Síldarvinnslunnar.

Sumarskóli fyrir grunnskólanemendur þar sem námslaun verða greidd n Sjávarútvegsskóli Síldarvinnslunnar í Neskaupstað verður settur mánudaginn 29. júlí næstkomandi. Sjávarútvegsskólinn er tilraunaverkefni þar sem ungmennum á grunnskólaaldri verður gefinn kostur á að fræðast um fiskveiðar og fiskvinnslu. Skólinn mun starfa í tvær vikur og að þessu sinni munu 8. bekkingar Nesskóla (nemendur fæddir 1999) hafa forgang þegar unnið verður úr umsóknum. Daglegur starfstími skólans verður 3-4 klukkustundir en undir lok sumra kennsludaga er ætlast til að nemendur sinni tilfallandi störfum undir stjórn verkstjóra. Nemendur fá greidd námslaun og verða þau sambærileg þeim launum sem greidd eru í Vinnuskóla Fjarðabyggðar. Námsefnið í skólanum verður fjölbreytt og kennarar verða margir en drjúgur hluti námsefnisins verður sérstaklega unnið með starfsemi þessa skóla í huga. Í upphafi námsins verður sögu sjávarútvegs gerð skil og fjallað um veiðiskip, veiðarfæri

og verkunaraðferðir á hverjum tíma. Lögð verður áhersla á tækniþróun og breytingar af öllu tagi og gerð grein fyrir þeim samfélagslegu áhrifum sem sjávarútvegurinn hefur haft. Skólinn mun fá heimsóknir og meðal annars munu fyrrum sjómenn og starfsmenn í fiskvinnslu koma og segja frá reynslu sinni og þeim breytingum sem þeir hafa upplifað innan greinarinnar. Eins verður fjallað sérstaklega um sögu og starfsemi Síldarvinnslunar og gerð grein fyrir einkennum nútíma sjávarútvegsfyrirtækja og mikilvægi þeirra fyrir sjávarbyggðir og íslenskt samfélag. Starfsmannamál og gæðamál verða einnig tekin til umfjöllunar. Útskýrt verður hvernig síaukin áhersla er lögð á ferskleika hráefnis og gæði framleiðslunnar og útskýrt hvernig eftirliti með framleiðslunni er háttað. Vakin verður athygli á þeim fjölbreyttu störfum sem starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækja sinna og gerð grein fyrir hvernig unnt

Ungmennum í Neskaupstað gefst kostur á að stunda nám í Sjávarútvegsskóla Síldarvinnslunnar. Mynd: Þórhildur Eir Sigurgeirsdóttir

er að mennta sig til þeirra. Nemendur skólans munu fara um borð í veiðiskip Síldarvinnslunnar og fá fræðslu um störf sjómanna og þann tækjabúnað sem fyrirfinnst um borð í nútíma skipum. Meðal annars verður lögð áhersla á að útskýra hvernig veiðum er háttað með mismunandi tegundum veiðarfæra. Eins munu nemendur heimsækja fiskiðjuver, fiskimjölsverksmiðju og

frystigeymslur Síldarvinnslunnar og kynnast þeirri starfsemi sem þar fer fram. Þeir munu fá tækifæri til að sinna verkefnum á sviði vinnslu undir leiðsögn reynds starfsmanns. Að lokum fá nemendurnir að kynnast störfum þeirra sem gera áætlanir um veiðar og vinnslu og fylgjast með fjárhagslegri afkomu starfseminnar. Lögð er áhersla á að skólastarfið verði fjölbreytt og lifandi og munu nemendur meðal annars vinna verkefni sem tengjast þeirri fræðslu sem veitt verður. Slík verkefni munu nemendur vinna í hópum og verða góð verðlaun veitt fyrir verkefnin sem þykja skara fram úr. Skólanum verður að þessu sinni slitið hinn 9. ágúst og verða þá útskriftarskírteini afhent. Skráning í skólann hófst 10. júní sl. og verður tekið á móti skráningum til 15. júlí. Áhugi fyrir skólahaldinu virðist vera mikill og hafa ýmsir tjáð sig um að hér sé afar þarft verkefni á ferðinni.


ú t v egsbl a ð i ð

júlí 2013

Frumsýndu nýjan 80 volta rafmagnslyftara frá Toyota:

Glæsileg sýning Kraftvéla

T

ilgangurinn með sýningunni var að sýna fjölbreytt vöruúrval Kraftvéla sem er með heildarlausnir í lyfturum, landbúnaðartækjum, vöruflutningum og tæki fyrir jarðvegsverktaka. „Hvað varðar lyftara þá vorum við á þessari sýningu að frumsýna nýjan 80 volta rafmagnslyftara frá Toyota sem er ekki ennþá kominn til sölu hér á landi en fyrstu eintökin eru væntanleg í október í haust. Með þessum lyftara munum við einblína betur á sjávarútveg sem notar þessa 80 volta rafmagnslyftara mest en hann mun vera fáanlegur í ýmsum útgáfum og hægt að klæðskera hvert tæki sérstaklega fyrir hvert fyrirtæki fyrir sig“, segir Viktor Karl Ævarsson, sölustjóri Kraftvéla. Einnig vorum við að kynna New Holland skotbómulyftara en þetta er fyrsti skotbómulyftarinn sem við flytjum inn frá New Holland. Við höfum verið umboðsaðili New Holland dráttarvéla um árabil og höfum mikilli velgengni að fagna með því vörumerki, því lág best við að versla einnig skotbómulyftarana af sama birgja. Skotbómulyftarinn sem við sýndum

á sýningunni var einstaklega nettur þrátt fyrir 2500kg lyftigetu, en hann er aðeins 180cm á breidd og einnig gámagengur. Önnur tæki sem voru á sýningunni má nefna 3000kg dísellyftara, 2500kg dísellyftara, 2500kg rafmagnslyftara með 80V rafgeymi, 1800kg rafmagnslyftara með 48V rafgeymi, hillulyftara í vöruhús, rafmagnsstaflara, rafmagnsbrettatjakka og að lokum venjulega brettat-

jakka með vigt og Silent útgáfu sem er aðeins 60 dB. Toyota lyftarar eru í mikilli sókn hér á Íslandi og hafa aukið við sig markaðshlutdeild jafnt og þétt undanfarin ár og hefur Kraftvélar verið verðlaunað oftar en einu sinni á umboðsmannafundum hjá Toyota lyfturum fyrir framúrskarandi aukningu í markaðshlutdeild hér á Íslandi.

Með þessum lyftara munum við einblína betur á sjávarútveg sem notar þessa 80 volta rafmagnslyftara mest en hann mun vera fáanlegur í ýmsum útgáfum og hægt að klæðskera hvert tæki sérstaklega fyrir hvert fyrirtæki fyrir sig.

15


Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu

Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á. Starfsfólk Íslandsbanka býr yfir áratuga reynslu í þjónustu við sjávarútveginn og hjá bankanum starfar stór hópur fólks með sérþekkingu á greininni. Þannig getum við ávalt tryggt fyrirtækjum í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar þá bankaþjónustu sem þau þarfnast. Þekking sprettur af áhuga.

Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000

Ragnar Guðjónsson hefur starfað við fjármögnun sjávarútvegs í 40 ár. Ragnar er viðskiptastjóri í sjávarútvegsteymi Íslandsbanka.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.