»10
»6
Hvalkjöt er á matseðli yfir 100 veitingahúsa
»8
Frumvarp gegn eigin markmiðum
»18
Mikið af stórum þorski á línuna
Íslenskar sjávarafurðir í Bretlandi Frívaktin »
útvegsblaðið Þ
j
ó
n
u
s
t
u
m
i
ð
i
l
l
s
j
á
v
a
r
ú
t
v
e
g
s
i
n
s
Íslenskir sjómenn Frívaktin fjallar um daglegt líf sjómanna og annarra sem starfa í íslenskum sjávarútvegi. Þar er að finna sögur af sjónum, viðtöl og annað athyglisvert efni.
a pr í l 2 0 1 2 » 4 . tölu bl a ð » 1 3 . á rg a ng u r
Ísfélag Vestmannaeyja tekur á móti nýju og glæsilegu uppsjávarveiðiskipi, Heimaey VE 1, í Chile í dag:
Verður bylting fyrir okkur Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
„Nýja skipið verður hreinlega bylting fyrir okkur. Sífellt eru gerðar meiri kröfur um burðargetu, kæligetu og hraða til að skila úrvals hráefni til að vinna úr því hágæða afurðir. Nýja skipið gerir okkur þetta kleift og svo margt fleira. Það var löngu orðið tímabært að láta smíða svona skip, en það kostar 4.000 milljónir króna. Góða afkomu þarf því til að standa undir slíkri fjárfestingu. Við teljum okkur hafa góða möguleika á því, þó veiðar á uppsjávarfiski séu alltaf nokkurri óvissu háðar. Nú blasir hins vegar við að auki pólitísk rekstraráhætta, sem ætti ekki að vera til staðar og leysist vonandi sem fyrst,“ segir Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja. Félagið tekur við hinu nýja uppsjávarveiðiskipi sínu Heimaey VE 1 í Chile í dag. Skipið hef-
5ára
*
ábyrgð
» Heimaey VE 1 kemur til heimahafnar í maí.
ur verið lengi í smíðum og tafðist afhending þess meðal annars vegna náttúruhamfara. Gert er ráð fyrir að skipið sigli heim á næstu dögum og verði komið til heimahafnar í Eyjum þremur vikum eftir að lagt verður af stað. Skipið er búið fyrir veiðar í flotvörpu og nót og mælist 2.263
brúttótonn að stærð. Mesta lengd er 71 metri, breiddin er 14,4 metrar og djúprista 9,5 metrar. Siglingarhraði er að hámarki 17 mílur. Skipið er með 10 hráefnistanka, sem allir eru jafnstórir og burðargetan er 2.000 rúmmetrar. Svefnaðstaða er í skipinu fyrir 20 manns í fjórum eins manns klefum og átta tveggja manna. Fiskileitar- og siglingatæki eru af bestu og nýjustu gerð. Ísfélagið gerir fyrir út fimm uppsjávarveiðiskip, en það eru Álsey, Guðmundur, Júpíter, Sigurður og Þosteinn og bolfiskveiðiskipið Suðurey. „Gríðarlega mikil kæligeta er í skipinu og tankarnir djúpir, sem bæta meðferð aflans og kælinguna. Aflinn fer til mannneldis og verður ýmist unninn í Vestmannaeyjum eða á Þórshöfn. Vegna mikils ganghraða skipsins munum við geta haldið úti vinnslu á báðum stöðum hluta sumars, en undanfarin ár, hefur aðeins verið unnið á öðrum staðnum í einu yfir sum-
Nýr SS4 frá Scanmar!
arið, eftir því hvor staðurinn er nær miðunum. Ganghraðinn og hin öfluga kæling stækka líka veiðisvæðið fyrir okkur. Útlitið í loðnunni er nú gott, kolmunnastofninn er á uppleið og íslenska síldin að braggast, en kvótinn á þeirri norsk-íslensku hefur minnkað. Óvissan um makrílinn er auðvitað slæm, en hann er okkur afskaplega mikilvægur. Við höfum séð að nágrannaþjóðir okkar hafa á undanförnum árum getað endurnýjað skip sín reglulega og eru undantekningarlítið með afar góð ný skip. Við höfum svo verið að kaupa notuð skip af þeim. Skýringin á þessu liggur að mestu leyti í því, að þessar þjóðir hafa notið þess að fiska mikið af makríl, sem hefur skilað þeim mjög góðum tekjum. Því er mikilvægt að veiðar okkar á makrílnum verði tryggðar. Með þeim hætti verður endurnýjun uppsjávarveiðiflotans ekki eins erfið og verið hefur og ekki er vanþörf á endurnýjun þar,“ segir Stefán Friðriksson.
Ný rafhlöðutækni - allt að tveggja mánaða ending á rafhlöðu
Þú getur treyst þeim upplýsingum sem berast frá nýja SS4 nemanum frá Scanmar. SS4 getur unnið á sama tíma í senn sem: • Aflanemi - hitanemi - hallanemi (pits og roll) • Dýpisnemi - hitanemi - hallanemi (pits og roll)
*12 mánaða ábyrgðartími á rafhlöðu
Scanmar búnaður er þekktur fyrir áreiðanleika, endingu og lága bilanatíðni sem á sér ekki hliðstæðu.
Grandagarði 1a • 101 Reykjavík • Sími: 551 3300 / 691 4005 Netfang: scanmar@scanmar.is • www.scanmar.no
2
apríl 2012
útvegsblaðið Þ
j
ó
n
u
s
t
u
m
i
ð
i
l
l
s
j
á
v
a
r
ú
t
v
e
g
s
i
n
útvegsblaðið
Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans:
s
leiðari » Þorskur
Það hleypur á snærið
n Aflamark: 140.399 n Afli t/ aflamarks: 101.208
M
argt jákvætt er að gerast í íslenskum sjávarútvegi þessa dagana. Þar ber líklega hæst að rannsóknir Hafró sýna að þorskárgangurinn frá síðasta ári er meðal þeirra stærstu frá árinu 1985. Þá hefur stofnvísitala þorsks hækkað fimmta árið í röð og hefur ekki verið hærri síðan 1985. Loks er þorskurinn feitari og pattaralegri en undanfarin ár. Þetta þýðir á mannamáli að þorskstofninn sé í töluverðum vexti og aðstæður í hafinu séu honum hagstæðar. Þar má meðal annars nefna annan mikilvægan fiskstofn á uppleið, loðnuna, sem er ein mikilvægasta fæða þess gula.
72.1%
» Ýsa n Aflamark: 38.737
75,1%
n Afli t/ aflamarks: 29.094
53,6% » Ufsi
» Karfi
75.9%
n Aflamark: 43.178
n Aflamark: 41.458
n Afli t/ aflamarks: 23.154
n Afli t/ aflamarks: 31.482
Þessar staðreyndir hafa reyndar verið að koma fram í veiðunum eins og útreikningar Gunnars Tómassonar, framkvæmdastjóra Þorbjarnar í Grindavík sýna. Það kemur sífellt stærri þorskur á línuna. Já, það hleypur á snærið hjá þeim. Nánast allt bendir til aukningar þorskkvótans á næsta fiskveiðiári og árgangurinn frá síðasta ári gefur vísbendingar um það að stofninn haldist sterkur áfram þegar hann skilar sér inn í veiðstofninn og hrygningarstofninn þar á eftir. Aukin gengd stórþorsks á hrygningarslóðinni styrkir ennfremur hrygninguna eins og rannsóknir vísindamannsins Guðrúnar Marteinsdóttur sýna. En ekki er nóg að veiða þorskinn. Hann þarf líka að selja og það gerum við betur en keppinautar okkar. Í úttekt á breska fiskmarkaðnum í Útvegsblaðinu í dag kemur fram að íslenskir fiskútflytjendur fá mun hærra verð fyrir þorskafurðir en Norðmenn svo dæmi séu nefnd. Þeir eru bæði að selja þorskinn á hærra vinnslustigi en keppinautarnir og að fá hærra verð fyrir sambærilegar afurðir. Lykillinn að árangri eins og þessum er stöðugleiki í afhendingu og gæði. Sá stöðugleiki byggist svo á jöfnu og góðu framboði úr veiðunum. Þar er kvótakerfið mikilvægur þáttur, en það stuðlar að jöfnu framboði allt fiskveiðiárið og eykur gæðavitund manna. Stórhugur Ísfélags Vestmannaeyja sem er að taka við nýju uppsjávarskipi í Chile í dag sýnir kraftinn sem í útveginum býr og sókn íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á erlenda markaði endurspeglast í kraftmikilli þáttöku á tveimur sjávarútvegssýningum í Brussel síðar í mánuðinum og útflutningi á smábátum úr plasti frá Trefjum og Seiglu. Vonandi átta stjórnvöld sig á því við breytingu á lögum um stjórnun fiskveiða að þau eru með fjöregg þjóðarinnar í höndunum. Fyrirhyggjulaus leikur að því getur leitt til þess að það brotni. Hjörtur Gíslason
Útgefandi: Goggur ehf. Kennitala: 610503-2680 Heimilisfang: Stórhöfða 25 110 Reykjavík Sími: 445 9000 Heimasíða: goggur.is Netpóstur: goggur@goggur.is Ritstjórar: Hjörtur Gíslason, Sigurjón M. Egilsson ábm. Aðstoðarritsjóri: Haraldur Guðmundsson Höfundar efnis: Haraldur Guðmundsson, Geir A. Guðsteinsson, Karl Eskil Pálsson, Sigurjón M. Egilsson og fleiri. Auglýsingar: hildur@goggur.is Sími: 899 9964 Prentun: Landsprent. Dreifing: Farmur. Dreifing: Útvegsblaðinu er dreift til allra áskrifenda Morgunblaðsins, útgerða, þjónustuaðila í sjávarútvegi og fiskvinnslustöðva. Útvegsblaðið kemur út átta sinnum á ári.
» Í skýrslu um hvalaskoðun á Faxaflóa kemur fram að nærvera hvalaskoðunarbáta hafi áhrif á samhengi milli köfunar hrefnunnar og sunds í yfirborði sjávar.
Ekki virðist farið að reglum við hvalaskoðun hér við land:
Hvalaskoðun truflar hvalina Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
Allt til grásleppuveiða Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 www.isfell.is • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is
Áhrif hvalaskoðunar á Faxaflóa á hegðun og fæðunám hrefnunnar eru neikvæð samkvæmt skýrslu, sem legið hefur fyrir hjá Alþjóðahvalveiðiráðinu frá því síðastliðið sumar. Sú niðurstaða byggist á rannsóknum þriggja erlendra vísindamanna. Þá var nýverið varin meistaraprófsritgerð við útibú Háskólans á Akureyri á Vestfjörðum, þar sem fram kemur að við hvalaskoðun á Skjálfanda virðist takmarkaðar reglur gilda um það, hvernig staðið sé að hvalaskoðun á flóanum. Lítt sé farið að þeim reglum og viðmiðunum, sem almennt hafi verið settar við hvalaskoðun annars staðar í heiminum. Í skýrslunni um hvalaskoðun á Faxaflóa kemur fram að nærvera hvalaskoðunarbáta hafi áhrif á samhengi milli köfunar hrefnunnar og sunds í yfirborði sjávar. Hrefnan reyni að forðast bátana með því að kafa í styttri tíma í hvert sinn og synda meira óreglubundið með örum stefnubreytingum í yfirborðinu. Aukning í öndun í nærveru hvalaskoðunarbátanna gæti endurspeglað meiri áreynslu hvalanna við að forðast truflun af völdum bátanna. Þetta geti leitt til vaxandi orkunotkunar hvalanna í nærveru bátanna. Auk þess hafi lengri djúpkafanir, sem taldar eru tengjast fæðunámi, ekki sést, þegar hvalaskoðunarbátarnir hafi verið á svæðinu. Þetta gefi
til kynna að hvalaskoðunin trufli fæðunám hrefnunnar, sem sé henni afskaplega mikilvægt. Hún verði að ná að byggja sig upp á fæðuslóðinni til að geta síðar fjölgað sér og framleitt nóg af mjólk fyrir kálfinn. Nái hrefnan ekki að éta nóg geti það haft áhrif á getu hennar til fjölgunar. Því geti þessi truflun við fæðunámið haft verulega neikvæðar líffræðilegar afleiðingar. Meistaraprófsritgerðin er eftir Söru Martin, meistaranema í hafog strandsvæðastjórnun. Þar er viðfangsefnið hvernig staðið er að umgjörð hvalaskoðunar á Skjálfandaflóa, hvaða reglur gildi um umgengni við hvalina og hvernig þeim sé framfylgt. Niðurstaðan er sú að fáar reglur eða leiðbeiningar séu um það með hvaða hætti megi og eigi að haga sér við hvalaskoðunina og framfylgni þeirra liggi ekki fyrir. Allt að fjórir bátar í einu fylgist með sama hvalnum, þegar mest er. Hvalaskoðunarbátarnir fari auk þess mjög nálægt hvölunum eða í allt að fjögurra metra fjarlægð og komi oft á miklum hraða upp að þeim. Í ritgerðinni segir að komið hafi í ljós að farið sé nær hvölunum og á meiri hraða en sagt sé til um í leiðbeiningum og reglum þeim, sem hvalaskoðendur á Skjálfanda hafi sjálfir sett sér. Þessi nálgun sé einnig í ósamræmi við erlend hvalaskoðunarsvæði þar sem ákveðnar reglur hafi verið settar. Því ættu hvalaskoðunarfyrirtækin að íhuga að taka upp ákveðnar leiðbeiningar og reglur til að draga úr
mögulegri truflun vegna nálgunar við hvalina. Þess má geta á sumum svæðum erlendis er gert ráð fyrir sérstökum hvíldartíma fyrir hvalina frá hvalaskoðuninni. Niðurstöður þessara tveggja rannsókna eru einkar athyglisverðar í ljósi ítrekaðra ummæla forsvarmanna hvalaskoðunarfyrirtækja að erfiðara sé með hverju árinu að skoða hrefnur vegna aukinnar fælni dýranna. Samkvæmt þeim gæti þessi aukna fælni stafað af framgangi hvalaskoðunarfyrirtækjanna sjálfra fremur en hrefnuveiðum sem fara fram utan hvalaskoðunarsvæðanna. Fælingarmáttur veiða lítill sem enginn Ekki er fjallað um áhrif veiða á hrefnuna í þessum rannsóknum. Í Greinargerð Hafró frá árinu 2009 með tillögu að afmörkun svæða til hvalaskoðunar á hvalveiðivertíðinni árið eftir er fjallað um hugsanleg áhrif veiða utan hvalaskoðunarsvæða á hegðun hrefnunnar á skoðunarsvæðunum. Þar segir meðal annars: „Engar rannsóknir benda til að hrefnur séu almennt styggari á svæðum þar sem hvalveiðar eru stundaðar en á öðrum svæðum. Í veiðigögnum hér við land sem og erlendis má finna mörg dæmi þess að margar hrefnur hafi verið veiddar á tiltölulega afmörkuðum blettum allt sumarið og ár eftir ár og bendir það ekki til að veiðarnar hafi mikinn ef nokkurn fælingarmátt.“
Makríll... Ætlar þú ekki að gera eitthvað
við
Makrílinn? Þá þarftu að
Hafðu samband við
af viti
svellkælann!
okkur , við höfum lausnina!
Ísþykknisvélar
Tryggir gæðin alla leið!
Optim-Ice® ísþykknið getur orðið allt að 43% þykkt
BP - 120 Framleiðslusvið er frá 920 L/klst með 40% íshlutfalli til 2.210 L/klst með 10% íshlutfalli.
BP - 105 Framleiðslusvið er frá 230 L/klst með 40% íshlutfalli til 490 L/klst með 10% íshlutfalli. Framleiðslugeta: 14.5 kW/12.470 kcal/klst sem jafngildir 299.000 kcal/sólarhring.
Framleiðslugeta: 65.0 kW/55.900 kcal/klst sem jafngildir 1.341.000 kcal/sólarhring.
BP - 130
BP - 140
Framleiðslusvið er frá 1.380 L/klst með 40% íshlutfalli til 3.070 L/klst með 10% íshlutfalli.
Framleiðslusvið er frá 1.780 L/klst með 40% íshlutfalli til 3.650 L/klst með 10% íshlutfalli.
Framleiðslugeta: 90.0 kW/77.400 kcal/klst sem jafngildir 1.857.000 kcal/sólarhring.
Framleiðslugeta: 107.0 kW/92.000 kcal/klst sem jafngildir 2.208.000 kcal/sólarhring. Ísþykknisvélarnar eru til í fimm mismunandi útgáfum: B útgáfa er venjuleg vél, BP með innbyggðum forkæli, BPH þar sem H stendur fyrir Hydraulic (glussadrifin), BT er hönnuð fyrir hitabeltisnotkun, þar sem sjóhiti er allt að +32°C og BR þar sem R stendur fyrir Rekkakerfi.
OPTIMAR Iceland
|
Stangarhyl 6
|
110 Reykjavík
|
Sími 587 1300 |
Fax 587 1301
| www.optimar.is
4
apríl 2012
útvegsblaðið
Björgvin Birgisson, skipstjóri á Hákoni EA:
Stór og fallegur fiskur Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
„Við erum hérna á reki sunnan við Munkagrunnið, langt suður af Færeyjum og erum að frysta. Við komum á miðin í gærkvöldiog tókum þá um 150 tonna hal og erum að vinna úr því. Þetta er stór og fallegur fiskur og frystingin gengur vel, en við afköstum um 120 tonnum á sólarhring í frystingunni,“sagði skip» Björgvin stjórinn á Hákoni Brigisson. EA, Björgvin Birgisson, þegar Útvegsblaðið spjallaði við hann. Á síðasta ári stunduðu íslensku skipin engar kolmunnaveiðar enda var kvóti Íslendinga þá aðeins 6.500 tonn af 44.000 tonna heildarkvóta. Nú er kvóti íslensku skipanna rétt rúm 60.000 tonn og hafa því mörg þeirra haldið til veiða og landað úr einni veiðiferð. 717 tonn fryst í fyrsta túr „Þetta er önnur veiðiferðin hjá okkur, en við vorum í þeirri fyrri komnir á miðin um 60 mílum vestar en við erum nú fjórða apríl. Þá var kolmunninn að ganga inn í færeysku lögsöguna úr þeirri skosku. Við frystum 717 tonn, eða fullfermi,í þeirri veiðiferð og lönduðum í Neskaupstað. Það er svolítið langt stím, um 360 mílur eða 28 tímar en við erum ýmsu vanir í þeim efnum. Við erum með tæplega 3.000 tonna kvóta og það dugir í fjóra túra. Við tökum yfirleitt ekki meira en rúm 100 tonn í hali og það tekur svona um 6 daga í frystingu að fylla bátinn. Túrinn tekur því 8 til 9 daga með stíminu. Ég geri ráð fyrir að við verðum að sækja áfram hingað suðureftir því kolmunninn hefur ekkert verið að ganga mikið norðar
» „Þetta er önnur veiðiferðin hjá okkur, en við vorum í þeirri fyrri komnir á miðin um 60 mílum vestar en við erum nú fjórða apríl. Þá var kolmunninn að KMyndir: þorgeir baldursson ganga inn í færeysku lögsöguna úr þeirri skosku.“
síðustu árin, líklega vegna þess hve lítið hefur verið af honum. Þetta lítur hins vegar miklu betur út nú og fiskurinn er stór og fallegur,“ sagði Björgvin. Vertíðin er rétt að byrja hjá öllum þjóðunum sem stunda veiðarnar svo ekki er komin ákveðin verðmyndun á fiskinn. Björgvin segir að Norðmenn og Skotar veiði mest til vinnslu í landi í Skotlandi en Hollendingar frysti aflann um borð. Á síðasta ári fiskaði Hákon fyrir um þrjá milljarða króna og var uppistaðan í því síld og makríll. Vel hefur svo gengið á þessu ári því skipið tók 19.500 tonn af loðnu í vetur, sem var ýmist fryst um borð eða landað til vinnslu. „Það munar svakalega miklu um loðnuna. Gott að hún skuli vera að koma til enda mikil búbót að henni,“ segir Björgvin. Hákon fer í smá slipp í maí að lokinni
kolmunnavertíðinni og síðan liggur leiðin á norsk-íslensku síldina. Skemmdarverkastarfsemi En það er ekki hægt að spjalla við karlinn í brúnni án þess að minnast á fiskveiðistjórnun. „Framtíðin er eiginlega óskrifað blað. Þetta lítur hreinlega ekki vel út eins og „fagnaðarerindið“ er boðað. Mér líst illa á þessi frumvörp, sem eru ekkert nema skemmdarverkastarfsemi. Það er ótrúlegt hvernig menn eins og Steingrímur geta umpólast. Fyrir nokkrum árum sagði hann að auðlindagjald á sjávarútveginn væri ekkert annað en landsbyggðarskattur og ætti engan rétt á sér. Nú gengur hann lengra í þessum efnum en nokkurn tíman hefur verið gert áður, miklu lengra og þá er þessi skattheimta í lagi,“ sagði Björgvin Birgisson.
Toyota rafmagns- og dísellyftarar
anburð
rðsam Gerðu ve
Eigum til nýja rafmagns- og dísellyftara á lager, tilbúna til afhendingar. Vertu í sambandi við sölumenn okkar og fáðu tilboð í tæki sem hentar þínu fyrirtæki. Nánari upplýsingar má finna á www.kraftvelar.is. Þýska tímaritið „DHF Intralogistik“ hefur mælt veltu allra lyftaraframleiðanda heims um árabil, og samkvæmt þeim mælingum hefur Toyota Industrial verið stærsti lyftaraframleiðandi heims undanfarin 9 ár. Dalvegi 6-8 201 Kópavogur Sími 535 3500 www.kraftvelar.is kraftvelar@kraftvelar.is
útvegsblaðið
apríl 2012
5
A
ðalfundur HB Granda var haldinn 13. apríl sl. Þar upplýsti Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður HB Granda, að síðasta ár skilaði fyrirtækinu mesta hagnaði í sögu þess. Í krónum talinn nam hagnaðurinn tæpum sex milljörðum. „Starfsemin á árinu var með svipuðu sniði og árið áður, en verð afurða nokkru betra. Það sem skar sig úr var þáttur makrílsins í allri starfsemi fyrirtækisins; í veiðum, vinnslu og markaðssetningu,“ sagði Árni m.a. í ræðu sinni á aðalfundinum.
mun leysa frystitogarann Frosta ÞH 229 af, en hann var seldur til Kanada í febrúar sl. Áætlað er að Frosti ehf. fái Smáey afhenta 27. apríl nk. og mun hún fara á togveiðar, en aflaheimildir Frosta ÞH 229 færast yfir á Smáey, sem og stór hluti áhafnarinnar. Frá þessu var greint á vef Grýtubakkahrepps.
F
kjölfar lítils árgangs frá 2010, en árgangarnir frá 2008 og 2009 hafa mælst yfir meðallagi. „Meðalþyngd þorsks eftir aldri hefur farið hækkandi undanfarin ár og er nú um og yfir meðaltali hjá flestum aldurshópum. Við sunnanvert landið var holdafar þorsks með því besta sem verið hefur frá 1993, þegar vigtanir hófust. Fyrir norðan var þorskur í betri holdum og lifrarmeiri en verið hefur frá 1996,“ segir í fréttatilkynningu frá Hafró.
F
rosti ehf. á Grenivík hefur fest kaup á Smáey VE 144, 200 brúttólesta ísfisktogara frá Vestmannaeyjum. Togarinn
yrsta mat Hafró á 2011 árgangi þorsks bendir til að hann sé meðal stærstu árganga frá 1985. Hann kemur í
GLORIA
®
Þantroll
B
átasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði hefur á undanförnum vikum afgreitt tvo nýja Cleopatra báta. Fyrirtækið seldi fyrst bát af gerðinni Cleopatra 36 til Vallersund í syðri Þrændalögum í Noregi. Sá bátur mælist 15 brúttótonn og hefur hlotið nafnið Vasøyfisk. Í síðustu viku afgreiddi bátasmiðjan síðan nýjan Cleopatra 31 til Lorient á vesturströnd Frakklands. Báturinn er níu brúttótonn og útbúinn til línu- og handfæraveiða.
Nýr og léttari Helix þankaðall
Þanorkan þenur trolli› út. Stærra trollop. Trolli› heldur sér vel í miklum og strí›um straumi.
F
ulltrúar sjávarklasa við Norður-Atlantshaf munu hittast á fundi í Reykjavík í sumar þar sem rædd verður frekari samvinna klasanna á sviði haftengdrar starfsemi. Fulltrúarnir koma allt frá Kanada og Grænlandi, til Færeyja og Noregs. Vilhjálmur Jens Árnason hjá Íslenska sjávarklasanum vinnur nú að kortlagningu allra sjávarklasa á NorðurAtlantshafi sem kynnt verður á fundinum.
Myndin af trollopi helst sk‡r og stö›ug á sónarnum. Au›veldara a› hífa og slaka trollinu.
– fyrir öll heimsins höf
6
apríl 2012
útvegsblaðið
Frumvarp gegn eigin Markmið laga um stjórn fiskveiða að sjávarútvegurinn sé arðsamur og búi við hagstætt og stöðugt rekstrarumhverfi. Hjörtur Gíslason skrifar:
hlutdeildar, varanlegs kvóta, milli óskyldra aðila og getur það varla talist til hagræðingar í þágu greinarinnar. Heimildirnar verða svo færðar til annarra í gegnum pottana margumtöluðu. Þetta er í raun aukin skattheimta á handhafa veiðileyfa og getur engan veginn talist stuðla að hagstæðu og stöðugu rekstrarumhverfi.
hjortur@goggur.is
Markmið frumvarps til nýrra laga um fiskveiðistjórnun eru tíunduð í fyrstu grein laganna. Því er eðlilegt að fara yfir þau og leitast við að finna samsvörun markmiðanna í hinum tilvonandi lögum. Markmið laganna eru eftirfarandi: a. að stuðla að verndun og sjálfbærri nýtingu fiskistofna við Ísland, b. að stuðla að farsælli samfélagsþróun með hagsmuni komandi kynslóða að leiðarljósi, c. að treysta atvinnu og byggð í landinu, d. að hámarka þjóðhagslegan ávinning af sjávarauðlindinni og tryggja þjóðinni eðlilega auðlindarentu, e. að sjávarútvegurinn sé arðsamur og búi við hagstætt og stöðugt rekstrarumhverfi. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameiginleg og ævarandi eign íslensku þjóðarinnar. Íslenska ríkið veitir tilskilin leyfi, fer með og ráðstafar hvers kyns heimildum til nýtingar. Slík veiting eða ráðstöfun myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir þeim. Sé litið á lið a er þar engin breyting frá núgildandi lögum frekar en í síðustu málsgreininni um sameiginlega og ævarandi eign. Liðir b,c,d, og e eru fallega orðaðar yfirlýsingar, sem segja þó í raun ekkert um það hvernig þeim markmiðum skuli náð. Því er ætlunin að leita eftir þeim greinum í frumvarpinu og fylgiskjölum, sem kunna að styðja við ofangreind markmið. Fyrst skal staldrað við 8. grein frumvarpsins þar sem segir: Hafi nytjastofni, sem veiðar eru takmarkaðar úr skv. 7. gr., verið ráðstafað í aflahlutdeildir, skal ráðherra með reglugerð skipta heildaraflamarki hvers fiskveiðiárs í stofninum í flokka sem hér segir: 1. Flokkur 1: Samkvæmt aflahlutdeildum og krókaaflahlutdeildum, sbr. IV. kafla. 2. Flokkur 2: Samkvæmt annarri aflahlutdeild, sbr. VI. kafla. Verði ákveðinn heildarafli þorsks fyrir fiskveiðiár, sbr. 1. mgr., sem nemur meira en 202.000 lestum, fyrir ýsu sem nemur meira en 66.000 lestum, fyrir ufsa sem nemur meira en 50.000 lestum eða fyrir steinbít sem nemur meira en 14.000 lestum skulu 60% þess aflamarks sem umfram er í hverri tegund renna til flokks 1 og 40% til flokks 2. Fá ekki að njóta aukningar til fulls Þessi grein frumvarpsins þýðir í raun að þeir handhafar veiðiréttarins undanfarin ár, sem tekið hafa á sig skerðingar vegna niðurskurðar á leyfilegum heildarafla tiltekinna tegunda, skuli ekki njóta þess til fulls þegar veiðiheimildir verða auknar á ný. 40% aukningarinnar umfram nefnd mörk skulu tekin út fyrir aflahlutdeildarkerfið og færð öðrum með einhverjum hætti sem ekki er fyllilega skýrður. Hagræðing? Í greinum 11 er fjallað um leyfi til að nýta aflahlutdeild: Til og með 1. ágúst 2012 býðst
» Samkvæmt greininni er ráðherra heimilt að neyta forgangsréttar til kaupa á aflahlutdeild sem er umfram 20% aflaheimilda í þorskígildum talið frá viðkomandi byggðarlagi eða sveitarfélagi.
eigendum þeirra skipa sem þá ráða yfir aflahlutdeild að staðfesta hjá Fiskistofu, með undirritun eða öðrum fullgildum hætti, að gangast undir leyfi til að nýta aflahlutdeild til 20 ára frá upphafi fiskveiðiársins 2012/2013 að telja. Tefjist veiting leyfis umfram frest þennan af ástæðum sem ekki varða stjórnvöld er viðkomandi aðila óheimilt að nýta aflamark frá upphafi fiskveiðiársins 2012/2013. Aflaheimildum hans verður ráðstafað til flokks 2 hinn 1. desember 2012 hafi hann á þeim tíma ekki gengist undir leyfið. Hér er mikil breyting frá gildandi lögum, en þar eru engin tímamörk á nýtingu aflahlutdeildar. Í greininni segir ennfremur að nýtingarleyfi sé ekki framseljanlegt. Eins og fram kemur er leyfið til 20 ára, en tilkynni ráðherra ekki að annað sé fyrirhugað, framlengist nýtingarleyfið um eitt ár í senn ár frá ári þannig að 15 ár verði jafnan eftir af gildistíma þess. Aðgangurinn verður einskis virði Þetta gerist eftir næstu 5 fiskveiðiár og þýðir í raun að útvegsmenn geta ekki reiknað með því í framtíðinni að þeir hafi vissu um að nýtingarleyfi þeirra gildi lengur en í 15 ár. Og í raun að eftir 5 ár styttist tími nýtingarleyfa um eitt ár á hverju ári sem líður og renni loksins út. Eftir þann tíma hafa menn ekki lengur leyfi til að nýta auðlindina. Árið 2032 rennur svo út heimild til framsals aflahlutdeilda eða eftir 20 ár. Þá verða að engu þau verðmæti sem hingað til hafa falist í heimildinni til að nýta auðlindina, og reyndar miklu fyrr, því eftirspurn eftir óvissri framtíð hlýtur að vera lítil. Aðgangurinn verður einskis virði. Ekki liggur fyrir hvað muni taka við að þessu loknu. Vera kann að þetta stuðli að verndun fiskistofna, en ekki getur þetta talist hagstætt og stöðugt rekstrarumhverfi. Þrátt fyrir að nýtingarleyfi séu ekki framseljanleg, er leyfilegt að flytja aflahlutdeild milli skipa, en þá skal Fiskistofa skerða aflahluddeild fiskiskipsins, eða þá aflahlutdeild sem framseld er, um 3% og ráðstafa í flokk 2. Þetta gildir þó ekki um flutning aflahlutdeilda milli skipa í eigu eins og sama aðila. Þetta þýðir í raun 3% skattheimtu á allan flutning afla-
Hömlur á framsali aflahlutdeildar Loks er í 13. grein frumvarpsins fjallað um hömlur á framsali aflahlutdeildar, þegar kynntur er til sögunnar forgangsréttur að aflahlutdeildum. Þar er tekið upp gamalt ákvæði úr fyrri lögum með þeim breytingum að nú fær ráðherra að ganga inn í gerða samninga sem milliliður en ekki önnur fyrirtæki á sama stað eða í sama landshluta eins og var. Þessu ákvæði var og verður ætlað að sporna við flutningi aflahlutdeildar frá þeim stöðum, sem þær voru þá vistaðar á. Samkvæmt greininni er ráðherra heimilt að neyta forgangsréttar til kaupa á aflahlutdeild sem er umfram 20% aflaheimilda í þorskígildum talið frá viðkomandi byggðarlagi eða sveitarfélagi. Ráðherra skal ráðstafa aflahlutdeildum, sem hann innleysir á grundvelli forgangsréttar, innan viðkomandi byggðarlags, sveitarfélags eða landshluta samkvæmt skilgreiningu Hagstofu Íslands. Skal ráðherra auglýsa hlutdeildina til sölu í viðkomandi landshluta. Eigendur skipa í byggðarlagi skulu hafa forgang að umræddum aflaheimildum, síðan eigendur skipa í sveitarfélagi og loks eigendur skipa í landshlutanum. Ákvæði af þessu tagi kom ekki í veg fyrir flutning aflahlutdeildar á milli byggðarlaga á sínum tíma og nýja ákvæðið mun ekki geta það heldur. Þeir sem vilja sækja aflahlutdeild á tiltekinn stað þar sem hún er til sölu, geta annað hvort keypt viðkomandi félag eða stofnað nýtt á sama stað eins og gerðist á sínum tíma og ráðstafað kvótanum svo að vild. Enn og aftur er erfitt að koma auga á að þetta ákvæði styðji markmiðin úr fyrstu grein frumvarpsins, það er leiði til hagstæðs og stöðugs rekstrarumhverfis. Opinbert kvótaþing Í 15. grein frumvarpsins eru kynnt ákvæði um skorður við flutningi á aflamarki, það er leigu á kvóta innan hvers árs. Leiga aflaheimilda skal eingöngu fara í gegnum opinbert kvótaþing, sem jafnframt er boðað í frumvarpinu. Meginreglan er sú að ekki má leigja frá skipi meira en þriðjung aflaheimilda þess í þorskígildum talið. Veiðiskylda er því aukin. Þá er tekið fyrir flutning aflamarks úr stóra kerfinu niður í það litla, en slíkt er leyft nú. Enn er erfitt að sjá að lagagreinin styðji við yfirlýst markmið laganna því smábatarnir hafa notið góðs af því að geta leigt til sín heimildir úr stóra kerfinu, einkum í ýsu. Í 17. grein er kynnt til sögunnar nýtt kvótaþing, sem Fiskistofa skal starfrækja. Um það skal öll kvótaleiga fara. Þá verður úr sögunni sú kvótamiðlun sem hingað til hefur átt sér stað hjá sérstökum fyrirtækjum
útvegsblaðið
apríl 2012
7
markmiðum
Öflugur sjávarútvegur er hagur okkar allra
Ráðherra skal ráðstafa aflahlutdeildum, sem hann innleysir á grundvelli forgangsréttar, innan viðkomandi byggðarlags, sveitarfélags eða landshluta samkvæmt skilgreiningu Hagstofu Íslands. og LÍÚ. Hver áhrif þessa kvótaþings verða er erfitt að segja. Óljóst er hvert framboðið muni verða, en líklega mun það minnka vegna aukinnar veiðiskyldu. Minna framboð leiðir væntanlega til hærra verðs. Framboðið mun reyndar ráðast meira af því hve mikið hið opinbera setur þangað inn. Það veltur þá á því hver heildarúthlutun verður í hverri fisktegund hverju sinni, hve mikið af úthlutuðum heimildum rennur í flokk 2. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti heimildir úr leigupottinum verða leigðar. Hvort einfaldlega verði um opið uppboð að ræða eða einhverjar skorður settar við því hverjir megi leigja úr pottinum. Í 18. grein laganna er heimild sem hljóðar svo: Frá og með fiskveiðiárinu 2015/2016 er heimilt að ráðVísir hf. er fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið með útgerð og fiskstafa tilteknu magni aflahlutdeilda sem ríkið hefur yfir að ráða samvinnslu í rúm fjörutíu Gerð eru út fimm línuskip og geta þau veitt kvæmtár. flokki 2 til að stuðla að nýliðun með útgáfu nýrra nýtingarleyfa. og landað hringinn í kringum landið, þar sem fyrirtækið er með Verða þá slík nýliðunarleyfi annaðhvort boðin út eða úthlutun þeirra starfsstöðvar á Þingeyri, Húsavík, Djúpavogi og í Grindavík. Þannig bundin svæðum sem hallað hefur á í atvinnu-að og byggðalegu tilliti. er tryggður aðgangur bestu fiskimiðum og gæðahráefni hverju Ekki kemur fram hve miklar þessar heimildirsinni. kunna aðMeð verða og þvíframað veiða eingöngu á línu kvæmdin fremur óljós. Enn skalleggur tekið af þeim, Vísirsem hf.heimsitt af mörkum í að vernda ildirnar hafa haft og fært til annarra. Nú eru tekin ígildi 20.628 af náttúruna ogtonna fiskistofnana við landið. þorski fyrir útreikning aflahlutdeildar í pottana svokölluðu. Í frumvarpinu kemur fram að á næsta fiskveiðiári verði þetta 36.015 tonn miðað við að úthlutun verði sú sama. Þar af fari 15.500 tonn á kvótaþing, auk • 240afGrindavík • www.visirhf.is 4.500 þorski samkvæmt VÍSIR hf. • Hafnargötu 16tonna sérstöku ákvæði.
UM H V E RFISV ÆN AR V EIÐA R
Karin Beate Nøsterud/norden.org
Þrengt að útgerðinni Ekki verður annað sé en með frumvarpinu sé verulega þrengt að útgerðinni og möguleikar hennar til hagræðingar og arðsemi skertir verulega. Hvernig útgerðin á svo að standa undir verulegri hækkun auðlindagjalds við þær aðstæður er erfitt að sjá. Ennfremur er erfitt eða ómögulegt að sjá hagræðingu felast í því að taka veiðiheimildir af þeim, sem þegar hafa skip til að nýta þær, og hafa auk þess svigrúm til að veiða töluvert meira, komi til aukningar á leyfilegum afla. Að færa þær svo til annarra, sem í flestum tilfellum þurfa að leggja út í verulega kostnað til að geta nýtt sér þær heimildir, sem þeim er gefinn kostur á getur ekki þýtt annað en aukinn kostnað við veiðarnar. Öllum hlýtur að vera ljóst að með því að stuðla að því að fleiri fleytur veiði fiskinn, er stuðlað að óhagræði. Kostnaður við veiðarnar eykst einfaldlega. Ekki er séð að frumvarpið stuðli að þeim markmiðum, sem tíunduð eru í fyrstu greininni. Það leysir engan veginn þann grundvallarágreining sem verið hefur um kvótakerfið. Það setur útgerðinni skorður og leggur á hana álögur, sem hæpið er að hún ráði við. Yfirvöld skerða aflaheimildir útgerðarinnar og leggja svo á hana mjög þungar álögur í ofanálag. Því er enn spurt: Arðsamur sjávarútvegur sem búi við hagstætt og stöðugt rekstrarumhverfi!
kROSSEYRI
8
apríl 2012
útvegsblaðið
Hafa aldrei séð jafn mikið af stórum þorski koma á línuna eins og í vetur:
Hittum vonandi á óskastund Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
» Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri hjá Þorbirni hf. í Grindavík.
„Það er mjög áberandi hvað hlutfall af stórum þorski hefur aukist í afla línubátanna okkar. Við sáum það í haust, þegar bátarnir voru fyrir austan, að mun meira var af stærri fiski en 2010. Svo varð hreinlega bylting í janúar, þegar bátarnir voru komnir hingað vestur eftir. Við höfum aldrei séð svona stóran þorsk í svona miklum mæli koma á línuna,“ segir Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri hjá Þorbirni hf. í Grindavík. „Menn segja að línan sýni þversnið af þeim fiski, sem er á slóðinni hverju sinni. Hún sé ekki að velja fisk eftir stærð eins og netin gera. Við sáum að þessi stóri fiskur, fimm til sex kíló og stærri, kom í janúar og eftir miðjan mars var hann að hverfa. Hann kemur snemma og hrygnir og fer snemma. Smærri fiskurinn er þá eftir á slóðinni og er enn að hrygna. Ég tel að skýringin á þessu sé sú að hér við landið sé um að ræða tvenns konar þorsk, grunn- og djúpfarsþorsk eins og Guðrún Marteinsdóttir prófessor í fiski- og fiskavistfræði hefur bent á,“ segir Gunnar. Netaveiði sama og engin „Miklu meira er sótt í grunnfarsþorskinn, því í honum liggja nánast öll skipin, hvaða veiðarfæri sem þau eru með. Djúpfarsþorskurinn var tekinn í netin á sínum tíma, en nú er netaveiðin sama og engin orðin. Þessi þorskur fær því frið til að vaxa og dafna. Hann kemur svo að hrygna þegar loðnan kemur og hverfur með henni aftur. Það er mjög mikilvægt fyrir þorskstofninn að meira sé af þessum stóra fiski, því hrognin úr honum eru mun lífvænlegri en úr smærri fiskinum, fyrir utan að vera margfalt fleiri. Því er framlag hans til nýliðunar miklu meira. Þá leiðir þetta ennfremur til lengri hrygningartíma í heildina, sem er líka jákvætt. Við hljótum því að fara að hitta á óskastund í hrygningunni, þegar svona mikið er af stóra fiskinum.“ Má draga þá ályktun af þessu að þorskstofninn sé að styrkjast? „Þorskurinn stendur betur í ár en áður. Hvort það kemur svo nægilega vel fram í stofnstærðarmati Hafró, sérstaklega rallinu, er kannski önnur saga. Þegar rallið fer fram, er mikið af stóra fiskinum horfið af slóðinni, svo hann kemur ekki fram í afla skipanna í rallinu. Þá er stofninn einnig metinn
eftir afla í veiðarfæri, en staðreyndin er sú að nánast engin skip eru með veiðarfæri, sem taka þann stóra. Það eru bara netin sem það gera og eins og ég sagði áðan er netaveiðin orðin afskaplega lítil. Því gefa veiðarnar tæplega rétta mynd af samsetningu þorskstofnsins og hlutfalli stórfisks í honum.“ Gunnar hefur tekið saman yfirlit yfir stærðarsamsetningu á þorski í afla línubáta Þorbjarnar. Þar má sjá að hlutfall fisks átta kíló að þyngd og yfir hefur nærri þrefaldast frá árinu 2006. Þá var það 2% en var í fyrra 5,6%. Í janúar í ár var hlutfallið svo í 10% en það er reyndar ekki samanburðarhæft við allt árið. Á sama tíma hefur fiskur á bilinu 6 til 8 kíló farið úr 5% í 12,7%. Að sama skapi hefur hlutfall smærri fisksins minnkað. Vantar einn árgang „Það er margt sem má lesa úr þessum tölum. Til dæmis má nefna að einn
Stærðardreifing Þorsks í afla línuskipa Þorbjarnar hf. eftir árum 2006
2007
2008
2009
2010
2011
2012*
Sl.m.h
Undirmál
0,6%
1,8%
0,8%
1,1%
1,6%
1,3%
0,6%
1 - 2.6 kg
1 - 2.6 kg
31,7%
42,3%
40,4%
29,6%
28,5%
19,7%
8,4%
2,6 -4 kg
2,6 -4 kg
37,4%
29,1%
31,4%
35,6%
31,2%
29,2%
22,1%
4 - 6 kg
4 - 6 kg
23,4%
20,1%
19,1%
21,6%
26,8%
31,5%
39,6%
6 - 8 kg
6 - 8 kg
5,0%
4,9%
5,5%
7,3%
8,1%
12,7%
19,1%
8 kg +
8 kg +
2,0%
1,7%
2,8%
4,8%
3,8%
5,6%
10,2%
100,0%
100,0%
100,0%
100,0%
100,0%
100,0%
100,0%
*Tölur miðast við janúar 2012.
» Taflan sýnir vel þá þróun sem orðið hefur á hlutfalli stórs þorsk í línuveiðunum.
árgang hefur nánast alveg vantað í veiðina í haust, líklega 2007 árganginn. Við sjáum það nokkuð vel í veiðinni, sem fiskifræðingarnir eru að segja, en árgangarnir frá 2001 til 2007 voru allir undir langtímameðaltali og 2004 árgangurinn mjög slakur. Árgangarnir 2008 og 2009 voru hins vegar yfir þessu meðaltali. Þeir byrja að skila sér inn í veiðina í haust og vonandi verður áframhald á góðum árgöngum. Stóri fiskurinn á hrygningarslóðinni í vetur gefur góð fyrirheit um það,“ segir Gunnar. En hvernig er það, er það ekki gott fyrir veiðar og vinnslu að fá meira af stórum fiski? „Á árum áður hefði það vissulega þótt mjög gott. Þessi stóri þorskur er dýr veislumatur í löndum eins og Spáni, Portúgal og Ítalíu og fyrir hann hefur fengist mjög gott verð saltaðan. Nú er því hins vegar svo farið að efnahagsþrengingar hafa leitt til þess að fólk sparar við sig í svona veislumat, bæði heimafyrir og á veitingastöðum. Þessi fiskur hefur verið vinsæll á veitingahúsum en þar kreppir að skórinn líka. Mörg þeirra hafa farið á hausinn og sum stytt þann tíma, sem opið er. Fyrir vikið minnkar eftirspurn eftir þessum fiski og lægra verð fæst fyrir hann. Smærri fiskurinn heldur verðinu betur, því hann dreifist á fjölbreyttari
og stærri markaði, ferskfiskmarkaði norðar í Evrópu en einnig á saltfiskmarkaðina í sunnanverðri álfunni.“ Betri fiskur á markaðina „Fyrir vikið erum við nú að dreifa betri fiski á saltfiskmarkaðina, en á lægra verði. Þó það valdi tímabundnum erfiðleikum er það í sjálfu sér kannski ekki svo slæmt, við erum þá að þjóna markaðnum með mjög góðum fiski á tiltölulega lágu verði. Þannig erum við að byggja
upp markað til framtíðar og það á örugglega eftir að skila sér. Engu að síður er hráefnisverðið ekki í samræmi við afurðaverðið, en það er hins vegar í samræmi við það kerfi í verðlagningu sem við búum við. Það miðar við 12 mánuði aftur í tímann og getur því aldrei endurspeglað stöðuna eins og hún er á hverjum tíma. Þegar verðið verður svo hugsanlega leiðrétt, getur staðan verið orðin allt önnur en hún er í dag,“ segir Gunnar Tómasson.
Hammerfest Hammerfest Kirkenes Kirkenes Tromsø Tromsø
Murmansk Murmansk
Sortland Sortland Ísafjörður Grundartangi Reykjavík
Mosjøen Mosjøen
Reyðarfjörður
Vestmannaeyjar
Fuglafjörður Klakksvík Tórshavn
a ad an
Kristiansund Kristiansund Álasund Álasund Maaloy Bergen Fredrikstad Fredrikstad Egersund
Helsinki Helsinki St. St.Pétursborg Pétursborg
in
rc
ík
lA
nd
ar
ya
Aberdeen
Ba
Ro
Stavanger
/K
t ic
Li
ne
/G
ræ
nl
an
d
Nuuk
Akureyri
Grimsby Immingham
Árósar Kaupmannahöfn
Ríga Ríga Moskva Moskva
Klaipeda Klaipeda Szczecin Szczecin
Velsen Hamborg Hamborg
Gatwick
St. Anthony
Helsingborg Helsingborg
Álaborg
Rotterdam Rotterdam Antwerpen
rt Po
Argentia
úg
al
/S
pá
nn
St. John’s Harbour Grace
Genóva
Halifax Boston / Everett
Vigo
New York
Istanbul Istanbul
Porto Lissabon
Norfolk
Izmir Izmir
Á leið til Brussel um Norður-Atlantshaf
FÍTON / SÍA
Komdu og hittu okkur í höll 4 / bás 6138 á sjávarútvegssýningunni í Brussel
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is
Mersin Mersin
Skrifstofur Eimskips
Suðurleið
Tengileiðir
Frystihús Eimskips
Norðurleið
Leiðir samstarfsaðila
Vöruhús Eimskips
Austurleið
For- og Áframflutningar
Frystihús samstarfsaðila
Ameríkuleið
Fulltrúar Eimskips
Noregsleið
Styttra á milli ferða – meiri flutningsgeta Eimskip hefur styrkt leiðakerfi sitt á Norður-Atlantshafi. Nýtt skip hefur bæst í flotann og eru nú tvö skip í siglingum til NorðurAmeríku í stað eins áður. Með þessu fjölgar ferðum og við bætast nýir áfangastaðir, sem bætir þjónustu enn frekar við viðskiptavini félagsins.
10
apríl 2012
útvegsblaðið
» Í fyrra veiddist 61 hrefna. Kjötið fór nánast allt á innanlandsmarkað. Hér er hrefna skotin á Faxaflóa af bátnum Hrafnreyði.
Veiðar á hrefnu hefjast í þessum mánuði og leyfilegt er að veiða 216 dýr á þessu ári:
Á matseðli yfir 100 veitingahúsa Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
Hrefnuvertíðin er að hefjast um þessar mundir. Leyfi til veiðanna hafa borist viðkomandi útgerðum, en kvóti á þessu ári er 216 dýr. Fyrsti báturinn, Hafsteinn SK, gæti hafið veiðar í þessari viku og stærsti báturinn, Hrafnreyður, um mánaðamótin. Í fyrra veiddist 61 dýr af þremur bátum. Veiðarnar eru sniðnar að þörfum markaðsins hér heima, en útflutningur hefur verið mjög lítill. Ríflega 50 tonn af hrefnukjöti fóru á neytendamarkað hér eftir síðustu vertíð og er það kjöt að segja má uppselt. Kjötið fer í verslanir og á veitingahús. Það var báturinn Hrafnreyður sem veiddi langflestar hrefnur á síðasta ári, 50 dýr, en það er félagið Hrefnuveiðimenn sem gerir hann út. Tveir aðrir bátar veiddu samtals átta dýr. Félagið er einnig með kjötvinnslu í Hafnarfirði. Þar er hrefnukjötið meðal annars marínerað fyrir verslanir og fyrir þorrann fer tveggja mánaða tímabil í að súrsa hval. Þar er líka pakkað í neytendapakkningar fyrir verslanir og gengið frá pöntunum fyrir veitingahúsin. Gunnar Bergmann er framkvæmdastjóri Hrefnuveiðimanna. Hann segir það mjög mikilvægt að geta boðið upp á hrefnukjötið allt árið og það sé hægt með því að samnýta starfsfólk í fiskvinnslu með kjötvinnslunni. Vinnsla á kjöti og fiski sé í sama húsinu, en algjörlega aðskilin, en um sjö manns hafa verið við vinnsluna í vetur. Veiðileyfi til eins árs í senn Nú eru veiðileyfi gefin út til eins árs í senn. Bátar sem höfðu leyfi áður, sem eru Dröfn RE og Halldór Sig-
urðsson ÍS, þurfa ekki að bíða eftir útgáfu veiðileyfis nú, þar sem þeirra leyfi eru í gildi, voru á sínum tíma gefin út til fimm ára. Hrafnreyður kom síðar inn í veiðarnar og þarf því að sækja um árlega, eins og aðrir bátar. Um leið og fyrsta skipið hefur veiðar hefst sex mánaða veiðitímabil og hefjist veiðar í apríl, en það má veiða fram í október. Gunnar segir að kvótinn sé meira en nægur fyrir markaðinn innanlands, þó hann hafi verið lækkaður úr 400 dýrum fyrir nokkrum árum niður í 216, þó nóg sé af hrefnu. Það hafi verið gert vegna þess að minna af hrefnu hafi komið fram í talningu fyrir nokkrum árum. Staðan nú sé hins vegar sú að nóg sé af henni og Hafrannsóknastofnunin þurfi að kanna útbreiðslu og fjölda hrefnunnar á ný. Þetta sé reyndar nóg fyrir heimamarkaðinn en líkur séu á því að opnast geti fyrir útflutningi til Japans á þessu ári. Því væri betra að hafa kvótann hærri. Sveiflur í útbreiðslu „Nokkrar sveiflur hafa verið á útbreiðslu hrefnunnar og það var klárlega minna af henni á Faxaflóa í fyrra en áður. Þegar makríllinn kemur inn í Flóann fer hún á svakalegt flug, því hann stoppar aldrei. Hún eltir hann því út um allt og fyrir vikið er erfiðara að ná henni. Það liggur ekki fyrir hvers vegna minna var af henni í fyrra, en ég get fullyrt að það hefur ekkert með veiðar okkar að gera, eins og þeir, sem stunda hvalaskoðun hafa haldið fram. Það hefur verið staðfest af Hafró að veiðarnar hafi ekki áhrif á vöxt og viðgang stofnsins. Þá vaknar sú spurning hvort hvalaskoðunin er að fæla hrefnuna burt. Það eru sex hvala-
skoðunarfyrirtæki núna sem gera út á Faxaflóa. Hvert þessara fyrirtækja er að fara tvær til fjórar ferðir á dag. Öll eru þau að vinna á sama svæðinu með skip með 2.000 hestafla vélar. Í fyrra var kynnt skýrsla á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins um áhrif hvalaskoðunar á hrefnuna á Faxaflóa. Niðurstaða hennar var að áhrifin væru töluverð. Annars finnst mér eðlilegast að þessar tvær atvinnugreinar lifi í sátt og samlyndi. Við veiðum utan línu sem dregin var á sínum tíma og innan hennar hafa hvalaskoðunarfyrirtækin sitt svæði. Staðreyndin er svo sú að ferðamönnum sem til landsins koma fjölgar stöðugt, stöðugt fleiri fara í hvalaskoðun og stöðugt fleiri borða hvalkjöt á íslenskum veitingastöðum. Eru ekki bara allir að gera það gott?“ segir Gunnar. Nýting allt að 70% Um þúsund kíló af kjöti fást að meðaltali af hverri hrefnu. Hlutfallið er lægra á vorin en hækkar eftir því sem líður á sumarið og hrefnan vex og dafnar. Innanlandsmarkaðurinn er því ríflega 50 tonn af kjöti og fer vaxandi. „Í ár áætlum við að taka um 80 dýr. Markaðurinn hér heima er alltaf að stækka. Við höfum fengið frið við að þróa afurðir okkar og erum farnir að bjóða upp á þrjár tegundir af maríneruðu hrefnukjöti og ferskt, frosið, reykt og grafið. Við förum út í vinnslu á þurrkrydduðu kjöti og þurrkuðu í sumar. Auk þess höfum við verið með súrt rengi og hrefnuspik í lofttæmdum umbúðum. Við erum því alltaf að ná meiri og meiri tökum á þessum markaði og erum að nýta dýrið betur og betur. Við nýtum í raun allt nema innyfli og bein. Við tökum allt spik, sporða, rengi og kjöt.
Í ár áætlum við að taka um 80 dýr. Markaðurinn hér heima er alltaf að stækka. Við höfum fengið frið við að þróa afurðir okkar og erum farnir að bjóða upp á þrjár tegundir af maríneruðu hrefnukjöti og ferskt, frosið, reykt og grafið. Afskurður og afgangskjöt fer í refafóður svo nýtingin af hverju dýri er því allt að 70%. Íslenska gámafélagið hefur tekið spikið og þar er það brætt. Við einbeitum okkur að þessum markað hér heima fyrir og reynum að stækka hann eftir bestu getu, ná auknum viðskiptum í gegnum veitingahús og halda áfram í búðunum, en þar er maríneraða kjötið langvinsælasta varan. Nánast allar verslanir, sem á annað borð selja kjöt, eru að selja hrefnukjöt yfir sumartímann og yfir veturinn eru stærstu verslanirnar að selja þetta. Um 65% til 70% kjötsins fara í verslanir en hitt á veitingahús.“ Eru það Íslendingar eða útlendingar, sem borða kjötið á veitingastöðunum? „Kjötið er komið á mjög marga veitingastaði og við teljum að þetta skiptist nokkuð jafnt milli Íslendinga og erlendra ferðamanna. Annars finnum við vel fyrir aukningu á sölu til veitingastaða þegar ferðamennirnir byrja að streyma til landsins yfir sumarið. Við teljum að útlendingarnir séu meira að borða hvalkjötið yfir sumartímann, en landinn meira á veturna. Þeir tveir veitingastaðir sem selja mest eru Sægreifinn og Þrír frakkar. Mjög hátt hlutfall af gestum þeirra eru útlendingar. Þá er veitingastaðurinn Hereford við Laugaveg með skilti úti á gangstétt þar sem hvalamatseðill er auglýstur
á ensku. Það skilar þeim töluverðum viðskiptum. Útlendingarnar eru því fremur að njóta þessa góða matar en að kvarta undan því að hvalkjöt sé á matseðlinum,“ segir Gunnar. Yfir hálf milljón máltíða úr hvalkjöti „Sem dæmi um það má nefna að Úlfar á Þremur frökkum er búinn að selja eitthvað yfir hálfa milljón skammta af hvalkjöti og aðeins fengið tvær kvartanir yfir því að verið sé að bjóða upp á kjötið, ekki út af kjötinu sjálfu. Ég veit þó um dæmi þess að hótel á Suðurnesjum hafi tekið hvalkjöt af matseðlinum hjá sér vegna kröfu þýskrar ferðaskrifstofu, sem kemur þangað með mikinn fjölda gesta yfir sumarið, 50 hópa, sem vilja ekki hafa hvalkjöt á matseðli. Það er mjög skiljanleg afstaða að verða við slíkri kröfu, en annars verða menn að standa í lappirnar og láta áróður eða kvartanir fárra manna ekki hafa áhrif á sig. Það má líka benda á að nokkur hótel Icelandair bjóða upp á hvalkjöt, þrátt fyrir að fljúga með alla þessa útlendinga hingað. Yfir sumartímann er hvalkjöt á matseðli yfir 100 veitingastaða á landinu. Menn sjá að kjötið er ekki bara hollur og góður matur, heldur líka mun ódýrari en nautalundir og lambakjöt. Því geta staðirnir bara haft ágætt út úr því að selja kjötið,“ segir Gunnar Bergmann.
Persónuleg og traust þjónusta um allan heim. Hjá Samskipum fer saman sóknarhugur nýrrar kynslóðar og áratuga reynsla. Við bjóðum upp á heildarlausnir á sviði flutninga og leggjum stolt okkar í að uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina. Samhentur hópur starfsliðs tryggir skjóta og örugga þjónustu. Þinn farmur er í öruggum höndum.
www.samskip.is
Saman náum við árangri
12
apríl 2012
útvegsblaðið
Evrópska sjávarútvegssýningin í Brussel sú stærsta á þessu sviði í heiminum:
Hér verða menn að vera Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
Þrír tugir íslenskra fyrirtækja taka nú þátt í sjávarútvegssýningunni í Brussel. Þetta er stærsta sýning á þessu sviði í veröldinni, sem um 25.000 gestir sækja á hverju ári. Íslandsstofa skipuleggur þátttöku ríflega 20 fyrirtækja á svokölluðum þjóðarbásum og hefur gert svo frá upphafi sýningarinnar eða í 20 ár. Auk þess er tæpur tugur íslenskra fyrirtækja á sýningunni á eigin vegum. Sýningarnar eru í raun tvær, European Seafood Exposition, sem er helguð kynningu og sölu á sjávarafurðum, og svo Seafood Processing Europe sem er ætluð fyrirtækjum sem framleiða vinnslutæki eða bjóða upp á þjónustu tengda útflutningi á sjávarafurðum. „Við byrjum að vinna að skipulagningu vegna sýningarinnar um ár fram í tímann. Fyrirtæki þurfa að vera búin að skrá sig til þátttöku í fyrstu vikunni í júlí. Við þurfum svo að vera búin að ganga frá pöntun á svæði í lok þess mánaðar. Við auglýsum sýninguna með góðum fyrirvara svo fyrirtækin hafi tíma til að meta hvort þau vilji vera með og staðfesta það. Hins vegar er það raunin að þetta eru nánast sömu fyrirtækin ár eftir ár. Það koma kannski eitt til tvö ný fyrirtæki inn á hverju ári,“ segja þau Berglind Steindórsdóttir, sýningarstjóri og Aðalsteinn H. Sverrisson, verkefnisstjóri, en þau sjá um skipulagningu á þátttöku Íslendinga undir merkjum Íslands á sýningunni í Brussel. Hafa verið með frá upphafi „Við erum búin að vera þarna frá upphafi og Ísland er orðið mjög virt á þessari sýningu. Við höfum stækkað okkur smávegis ár frá ári að mestu leyti, ef frá er talið árið 2009. Mikil eftirspurn er eftir plássi í bestu sýningarhöllunum og því óhægt um vik að stækka. Þess vegna þurftu þrjú til fjögur fyrirtæki frá að hverfa vegna plássleysis hjá okkur, því miður. Það góða í því er þó að þarna er um ný fyrirtæki að ræða, sem gjarnan vilja komast inn. Við getum í raun lítið gert fyrir þá, sem ekki ná inn nema vera með kynningarefni frá þeim. Inni á bás Íslandsstofu erum við með aðstöðu fyrir fyrirtæki, sem eru að byrja, en nú er staðan sú að það pláss er líka upptekið hjá okkur. Við skipuleggjum í raun alla þátttöku fyrirtækjanna, sem þarna eru innan vébanda okkar, alveg frá því að taka frá gólfsvæði, uppbyggingu á bás, flutninga og öll samskipti við sýningarstjórn og annað. Þegar fyrirtækin koma svo á staðinn er búið að setja upp básinn fyrir þá og varningur þeirra kominn þangað líka. Þau sjá svo um að stilla upp og skreyta básinn og gera klárt fyrir sýninguna. Fyrir vikið geta fyrirtækin betur sinnt sínu markaðsstarfi. 560 fermetra sýningarpláss Fyrirkomulagið er þannig að Íslandsstofa hefur ákveðið gólfpláss eða svokallaða eyju, þar sem hún er sjálf með eigin bás og fyrirtækin raðast svo í kringum hann. Þessar eyjar eru tvær, hvor á sínu sýningarsvæði, samtals um 560 fermetrar. Þessu fylgir mikill kostnaður en með því að vera saman á þjóðarbás getum við samnýtt ýmislegt. Við fáum til dæmis lægri leigu vegna þess hve stórt svæði við erum að taka, við semjum saman við aðila, sem byggir upp básinn og náum þannig hagstæðara verði en ella. Einnig samnýtum við flutninga, en þar liggur mikill kostnaður. Fyrirtækin bera þennan kostnað hvert fyrir sig. Þau fá enga styrki vegna þátttökunnar eins og áður var, þegar Nýsköpunarsjóður og Iðnlánasjóður styrktu þátttöku fyrirtækja á sýningum af þessu tagi. Sýningin stendur í þrjá daga. Sá fyrsti er mest spennandi, annar er ágætur en þriðja daginn er þetta farið að róast. Forsetinn okkar, Ólafur Ragnar Grímsson, kemur á sýninguna fyrsta daginn og verður þar allan daginn. Hann mun heimsækja báða þjóðarbásana okkar og verður á há-
Forsetinn okkar, Ólafur Ragnar Grímsson, kemur á sýninguna fyrsta daginn og verður þar allan daginn. Hann mun heimsækja báða þjóðarbásana okkar og verður á hádegisverðarfundi með Iceland Responsible Fisheries. » Berglind Steindórsdóttir, sýningarstjóri.
» Aðalsteinn H. Sverrisson, verkefnisstjóri.
degisverðarfundi með Iceland Responsible Fisheries. Þar eru upprunamerking og vottun á íslenskum fiski kynnt og hann tekur þar til máls. Í samvinnu við sendiráð Íslands í Brussel verðum við með móttöku á bás Íslandsstofu seinnipart dagsins að viðstöddum forsetanum og þar gefst íslensku fyrirtækjunum kostur á að bjóða viðskiptavinum sínum að koma og fá veitingar. Við verðum þarna með íslenskan bjór og eitthvað af íslenskum fiski. Félag atvinnurekenda sér svo um leigu-
flug vegna sýningarinnar. Þá fer stútfull vél af fólki utan eldsnemma á mánudegi og heim aftur á fimmtudagskvöldi, bæði með sýnendur og þá sem eru að fara utan til að skoða sýninguna. Þannig ná smærri fyrirtæki, sem eru fljót að setja upp básana sína, að taka þessa vél. Þau hafa þá mánudaginn til að stilla upp, en sýningin hefst daginn eftir. Þeim gefst ennfremur tími til að taka saman og fara heim aftur með vélinni á fimmtudeginum. Eins og stór fundarstaður Sýningin er að miklu leyti eins og einn stór fundarstaður. Hérna áður fyrr var meira um beina sölu á sýningum. Þá var verið að selja
» Frá íslenska sýningarbásnum á sýningunni í fyrra, en hann fékk töluverða athygli sýningargesta.
vélar og tæki eða gera samninga um sölu sjávarafurða. Það er ekki mikið um þetta nú. Fólk er meira að hittast og spjalla og viðhalda tengslum. Sýnendur skrá svo hjá sér áhugaverða möguleika, sem unnið er úr þegar heim er komið. Menn eru að sýna sig og sjá aðra. Reyndar má segja að markaðssetning á íslenskri eldisbleikju þarna sé nýjung. Íslendingar eru stærstu framleiðendur á eldisbleikju í heiminum og eru að sækja inn á nýja markaði. Annars er þetta bara öll flóran sem Íslendingar hafa upp á að bjóða. Fyrirtæki sem eru í útflutningi og sölu sjávarafurða og tækja til að vinna þær, verða eiginlega að vera á sýningunni til að gera vart við sig. Íslensku fyrirtækin gætu vafalítið selt meira af fiski, hefðu þau meira af honum. Það vantar fisk á helstu markaði ytra. Við erum líka að gera mjög góða hluti í hönnun og sölu á vélum og búnaði fyrir fiskvinnsluna og í hugbúnaði fyrir vinnsluna. Þetta lítur því bara vel út. Þetta er stærsta sýning sinnar tegundar í heiminum og hér verða menn að vera,“ segja þau Berglind og Aðalsteinn.
útvegsblaðið
apríl 2012
13
Íslenska umboðssalan hf. hefur tekið þátt í Evrópsku sjávarútvegssýningunni í Brussel nánast frá upphafi:
Mikilvægasta sýningin fyrir sjávarútveg okkar Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
„Brusselsýningin er sú mikilvægasta fyrir okkur. Hún tekur í raun og veru yfir öll helstu markaðssvæði fyrir fiskafurðir í heiminum. Það skilar því miklu að taka þátt í þessari sýningu. Það gerum við á hverju ári og höfum gert í 15 til 20 ár, eða nánast frá upphafi. Fyrst sýndum við með Félagi íslenskra stórkaupmanna á sýningarbás, en höfum verið með okkar eigin bás í þó nokkur ár,“ segir Birgir Bjarnason, framkvæmdastjóri Íslensku umboðssölunnar. Birgir segir að aðrar sjávarútvegssýningar snúist meira um þau lönd, sem þær eru haldnar í og nágrenni þeirra. Þannig beri sýningin í Boston mikinn keim af því sem er að gerast í Bandaríkjunum og Kanada, sýningarnar í Vigo og Barcelona séu sniðnar að spænskum mörkuðum og nágrenni þeirra og loks sé sýningin í Kína mest fyrir Asíu, ef svo megi að orði komast. Þar sé því um staðbundnar sýningar og gildi þeirra markist nokkuð af því. „Við höfum góða reynslu af þátt-
» Starfsfólk Íslensku umboðssölunnar skálar fyrir góðum árangri á sýningunni í Brussel í fyrra.
töku í svona sýningum og Brussel skilar okkur þar mestu. Við erum að kynna flestar okkar afurðir og hittum þarna viðskiptavini okkar frá öllum heimshornum til að viðhalda viðskiptasamböndum. Þarna sér
maður þróunina á helstu mörkuðum heims, bæði hvað varðar verð, afurðir og breytingar og þróun á neyslumynstri. Við erum því að fá mjög mikið af upplýsingum á sýningunni sem nýtast okkur vel til að vinna úr
eftir að heim er komið,“ segir Birgir. Afurðirnar sem Íslenska umboðssalan flytur utan eru aðallega úr botnfiski, frosnar, saltaðar og þurrkaðar. Helstu markaðir fyrirtækisins eru löndin við Miðjarðarhafið, Spánn,
Ítalía og Grikkland, og Portúgal fyrir saltfiskinn. Ameríka og Bretland spila líka stórt hlutverk sem gamalgrónir markaðir fyrir íslenskan fisk. Þurrkaður fiskur, skreið, fer síðan til Nígeríu.
14
apríl 2012
útvegsblaðið
Svo er það stefnan að koma sjálfvirkum pokavélum út á sjó, samsvarandi og nú eru komnar í öll uppsjávarfrystihúsin. Við vorum reyndar með vísi að svona vinnslukerfi um borð í fjölveiðiskipinu Guðrúnu Gísladóttur, sem fórst við Noreg árið 2002, en nú erum við komnir svo miklu lengra.
» Frystiskáparnir frá Skaganum fást í mörgum stærðum.
Skaginn sækir á úti í heimi og í ár verða tekjur vegna útflutnings meira en helmingur veltunnar:
Tæknin úr landvinnslunni færð út á sjó Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
Skaginn mun kynna nýjung með sjálfvirka frystingu bæði fyrir skip sem vinna uppsjávarfisk og hefðbundna frystitogara á sýningunni í Brussel. Nýjungin byggist á samspili sjálfvirkra plötufrysta, sérhönnuðum frystipönnum úr plasti og vinnslu/pökkunarbúnaði sem myndar heildstæða vinnslurás. Fyrirmyndin er núverandi tækni sem beitt er í öllum uppsjávarvinnslunum hérlendis og hefur sannað ágæti sitt enda eru íslensku uppsjávarvinnslurnar nánast sjálfvirkar. Hannaðar hafa verið tvær nýjar frystipönnur úr plasti. Önnur frystipannan er fyrir núverandi öskjur og ætluð fyrir millilagningu á flökum og pökkun á hausskornum karfa. Hin frystipannan er dýpri og passar mjög vel fyrir allan uppsjávarfisk og er afurðinni þá pakkað í poka. Báðar frystipönnurnar passa
síðan mjög vel fyrir sjálfvirka plötufrystinn og því auðvelt að skipta á milli bolfiskvinnslu og uppsjávarvinnslu. Sjálfvirkar pokavélar í skipin „Svo er það stefnan að koma sjálfvirkum pokavélum út á sjó, samsvarandi og nú eru komnar í öll uppsjávarfrystihúsin. Við vorum reyndar með vísi að svona vinnslukerfi um borð í fjölveiðiskipinu Guðrúnu Gísladóttur, sem fórst við Noreg árið 2002, en nú erum við komnir svo miklu lengra. Stefnan er að yfirfæra tæknina sem við höfum byggt upp í uppsjávarvinnslunum á landi yfir í skipin,“ segir Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans. Annars kynnir Skaginn vörulínuna alla, sem segja má að sé verksmiðja fyrir uppsjávarfisk, svona eiginlega ein með öllu. Sjálfvirku plötufrystarnir frá fyrirtækinu eru
kynntir í stærðum eins og föt, allt frá „small“ upp í „3XL“, þá er fyrirtækið með lausfrysta, krapakerfi og þvottakerfi, sem sniðin eru að þörfum viðskiptavinarins.
Stór verkefni úti í heimi Skaginn hefur á undanförnum mánuðum gert samninga um mjög stór verkefni úti í heimi. Hið stærsta er ný verksmiðja fyrir uppsjávarfisk fyrir færeyska fyrirtækið Varðin Pelagic, en verksmiðjan er á Tvöroyri á Suðurey. Ingólfur segir að hún sé með svipuðum hætti og uppsjávarverksmiðjurnar hérna heima, en þó afkastameiri og með nokkrum nýjungum. „Þessar verksmiðjur byggjast á mörgum þáttum sem hver um sig hefur verið þróaður og hannaður og síðan hafa þeir verið samtvinnaðir í eina öfluga heild. Verksmiðjurnar eru nánast alsjálfvirkar og kemur mannshöndin í raun hvergi nærri við vinnsluna. Fiskurinn fer einfaldlega inn beint úr skipunum og kemur út pakkaður á bretti. Þarna tengjast saman flokkun, forkæling með krapakerfi, sjálfvirk pökkun í poka,
sjálfvirkir plötufrystar sem afkasta 800 – 1000 tonnum á sólarhring og síðan er afurðinni raðað sjálfvirkt á bretti. Forkælingin nær hitastiginu í fiskinum niður og styrkir fiskinn í vinnsluferlinu. Hún flýtir svo fyrir frystingunni um 10%.“ Krapa- og þvottakerfin fara víða Undanfarin ár hefur um helmingur tekna Skagans komið vegna framleiðslu til útflutnings, en nú verður hlutfallið mun hærra vegna stórra verkefna erlendis og vegur verksmiðjan í Færeyjum þar þyngst. Fyrirtækið er ennfremur með verkefni í Kína í samvinnu við Marel, meðal annars fyrir risafyrirtækið Pacific Andes. Það hefur selt lausfrysta út um allan heim, m.a. til Kanada og Póllands. „Krapakerfin og þvottakerfin okkar fara líka viða og núna eru til dæmis í framleiðslu tæki sem fara til Suður-Afríku, Bandaríkjanna og Kína,“ segir Ingólfur.
Hafa fengið einkaleyfi á framleiðslunni Fyrirtækið 3X Technology á Ísafirði kynnir sérstaka tanka, sem kallast ROTEX til blæðingar á fiski hvort sem er í fiskeldi eða úti á sjó, bæði í stórum fiskiskipum og smábátum. Einnig eru þeir notaðir til uppþýðingar á ýmsum fiskafurðum og til að kæla fisk. Fyrirtækið fékk síðastliðið haust einkaleyfi á aðferðinni sem notuð er í þessum tönkum en hún byggist á hliðardælingu sem jafnar og stillir þrýsting í tönkunum. Þessi aðferð tryggir að allur fiskur fær sömu réttu meðhöndlunina og að gæðin verða ávallt sem best. Kristján Karl Aðalsteinsson, sölustjóri 3X Technology, segir að fyrirtækið hafi þegar selt alls ríflega 50 Rotex-tanka, sem notaðir eru í ýmsum tilgangi, fyrir blæðingu og kælingu á laxi, fyrir uppþýðingu
á nánast hvaða frystum afurðum sem til eru og í þann mikilvæga þátt í meðhöndlun afla, blæðingu og kælingu um borð í fiskiskipum, bæði stórum og smáum. „Nú er t.d. verið að klára smíði í ROTEX tanka um borð í togara HB Granda, Örfisey og Þerney og við erum að þróa og prufa tanka um borð í smábáta undir 15 metrum til að tryggja bætta aflameðferð um borð í þeim. Einn slíkur ROTEX smábátatankur verður til sýnis á bás okkar í Brussel. ROTEX tankarnir geta því verið af öllum stærðum og sá stærsti sem við höfum hannað er rúmlega 100 rúmmetrar að stærð en hann á að nota í fiskeldi. Við höfum selt ROTEX tankana til landa allt frá Suður-Afríku í suðri og til nyrstu byggða Noregs. Nýlega voru settir tveir ROTEX tankar um borð í plastbátinn
Sögu K, sem eru í eigu Eskøy í Noregi en fyrir var bátur sömu útgerðar, Ásta B með svipaða vinnslulínu um borð. KG Fiskverkun á Rifi hefur notað „ROTEX on board“ tankana frá okkur í línuskipinu Tjaldi í nokkrar vertíðir með mjög góðum árangri. Við erum svo í verkefni með Marel og Skaganum fyrir Pacific Andes í Kína þar sem Rotex tankarnir verða notaðir í uppþýðingu og í Tælandi er ROTEX tankur frá okkur að fara í uppþýðingu á sardínu. Við erum þar einnig í þróunarverkefni um maríneringu á hlýsjávarrækju. Það má því segja að þróunarvinnan hjá okkur sé vaxandi erlend-
is eins og málin standa þessi misserin. Það er hins vegar alveg óhætt að segja að ROTEX-tankarnir okkar hafi fjölþætt notagildi og að við efumst ekki um að þeir eru mikið þarfaþing fyrir íslenska skipa- og bátaflotann.“ Sýningin í Brussel í ár verður sú 14. hjá fyrirtækinu. „Þetta er sú sýning sem skilar sér best. Hún er vettvangur þar sem allir eru og þátttakendur og gestir eru frá öllum heimsálfum. „Ef þú ert ekki þar ertu ekki til“ segja sumir. Þátttaka í þessari sýningu hefur skilað okkur góðum árangri og því höldum við áfram að sýna okkar nýjungar í Brussel,“ segir Kristján Karl Aðalsteinsson.
útvegsblaðið
apríl 2012
15
V
esturlandsblaðið Skessuhorn greindi fyrr í vikunni frá því að breski leikarinn Robson Green væri staddur ásamt tökuliði sínu í Grundarfirði við upptökur á þætti í þáttaröðinni Extreme Fishing with Robson Green. Að sögn Skessuhorns snerist þátturinn um veiðikeppni á milli Robsons og formanns Sjóstangveiðifélags Reykjavíkur, Elínar Snorradóttur. Keppnin var fólgin í því að veiða einn steinbít og einn þorsk á sjóstöng og sá keppandi sem yrði fyrri til sigraði. Þátturinn verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Discovery á næstu misserum.
Frá veiðum til neytanda
Lausnin er hjá okkur Framsæknar tækja- og hugbúnaðarlausnir okkar byggja á hugviti, verkþekkingu og nánu samstarfi við fiskiðnaðinn í meira en aldarfjórðung. Okkar markmið er ávallt að tryggja hámarksafköst, framleiðni og arðsemi viðskiptavina okkar. Velkomin á bás okkar á sjávarútvegssýningunni í Brussel 2012 Bás nr. 6227, sal 4. Kynntu þér helstu nýjungar okkar í vinnslutækni fyrir fiskiðnað.
L
axeldisfyrirtækið Fjarðalax ehf., sem stundar laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum, mun í sumar setja þriðju kynslóð laxaseiða sinna í sjó í Patreksfirði. Um er að ræða stærstu kynslóð fyrirtækisins hingað til, 800-900.000 seiði, að því er segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir jafnframt: „Nú er unnið að slátrun fyrstu kynslóðar fyrirtækisins en hún hefur verið alin í Tálknafirði frá miðju ári 2010. Önnur kynslóðin dafnar mjög vel í Arnarfirði og verður hafist handa við slátrun úr henni seinna á þessu ári.“
Ö
rvar Arnarson, fjármálastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, vann nýverið útreikninga fyrir Fréttir í Vestmannaeyjum þar sem gefnar eru vísbendingar um að veiðigjald hins nýja frumvarps til laga um veiðigjöld sé ofmetið um tugi milljarða. Útreikningunum er ætlað að leggja gróft mat á áhrif athugasemda í 12 liðum sem viðmælendur blaðsins höfðu nefnt sem áhrifavalda á veiðigjaldið. Tekið var sérstaklega fram að útreikningunum bæri að taka með fyrirvara þar sem þeir eru eingöngu hugsaðir til að hafa viðmið um áhrif athugasemdanna 12.
www.marel.com/SPE2012
utvegsbladid.is »
Þj ó n u s t u m i ð i l l
sjá v a r ú t v e g s i n s
16
apríl 2012
útvegsblaðið
Nikolaj Bock/norden.org
Fiskveiðar Færeyinga jukust töluvert á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs:
Enn er samdráttur í þorski og ýsu Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
Veiðar á bolfiski við Færeyjar fyrstu tvo mánuði ársins jukust um nærri 50% miðað við sömu mánuði í fyrra. Alls veiddust 12.213 tonn í ár á móti 8.310 tonnum í fyrra. Fiskaflinn alls jókst einnig en heldur minna, eða um 34%. Heildaraflinn þetta tímabil nú varð 13.800 tonn á móti 10.271 tonni árið áður. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Færeyja, en þar er bent á að samanburður milli áranna 2011 og 2012 sé erfiður þar sem verkfall á fiskiskipum á þessum tíma í fyrra hafi dregið verulega
Bolfiskafli við Færeyjar fyrstu tvo mánuði ársins 2006
2007
2008
2009
2010
2011
2012
Þorskur
3.249
2.680
2.468
1.885
2.376
2.325
1.921
Ýsa
4.626
3.236
2.097
1.134
1.132
784
660
Ufsi
15.510
13.524
9.375
11.658
10.214
4.254
7.734
Annað*
1.962
1.407
1.247
1.507
1.928
948
1.898
*Keila, langa, lýsa, karfi, steinbítur, blálanga og fleira
úr sókn og þá hafi tvílembingar hjá Faroe Seafood ekki haldið til veiða fyrr en undir lok febrúar. Þegar litið er nánar á tölur yfir
veiðarnar nú, kemur í ljós að aukningin í bolfiskaflanum er fyrst og fremst í ufsa og öðrum tegundum en þorski og ýsu. Þar hefur aflinn dregist saman. Aukning í ufsaafla er 82% og annar bolfiskafli tvöfaldaðist. Afli af þorski og ýsu dróst hins vegar saman um 17 og 16%. Þorskaflinn nú var aðeins 1.921 tonn og hefur ekki verið minni áður ef undan er skilið árið 2009. Þá var þorskaflinn aðeins 1.885 tonn. Ýsuaflinn nú var mjög lítill, 660 tonn og hefur líklega aldrei verið jafn lítill. Flatfiskaflinn jókst einnig verulega eða um 69%. Hann fór úr 586 tonnum í 991og þar eru grálúða og skötuselur uppistaðan. Sé allur fiskaflinn tekinn fór hann úr 10.271 tonni, fyrstu tvo mánuði síðasta árs, í 13.800 á sama tíma í ár og jókst um 34%.
Alls veiddust 12.213 tonn í ár á móti 8.310 tonnum í fyrra. Fiskaflinn alls jókst einnig en heldur minna, eða um 34%. Heildaraflinn þetta tímabil nú varð 13.800 tonn á móti 10.271 tonni árið áður. Aukning verðmæta fiskaflans alls á þessu tímabili er 30% og minni aukning í verðmætum en magnið bendir til að samsetning tegunda sé verri hvað það snertir nú en í fyrra. Þá getur verð á einstökum tegundum hafa lækkað. Þegar ýsan er til dæmis skoðuð sést að hún dróst saman um 16% í magni en 24% í verðmætum.
Kolmunninn gengur norður eftir Bráðabirgðaniðurstöður úr rannsóknum færeysku hafrannsóknastofnunarinnar sýna að kolmunninn var genginn inn í sunnanverða lögsögu eyjanna í byrjun apríl. Það er nokkuð hefðbundið göngumynstur og það sama og í fyrra. Það var rannsóknaskipið Magnus Heinason, sem var við rannsóknirnar en mælingar frá honum einum duga ekki til að meta magn kolmunnans á svæðinu. Það verður gert síðar í mánuðinum, þegar niðurstöður frá fleiri skipum liggja fyrir. Í ljós kom að töluvert af smáum ókynþroska kolmunna af árgöngunum frá 2009 til 2011 var að sjá innan lögsögunnar suður við Wyville-Thomson hrygginn. Þessir árgangar hafa komið í trollið hjá rannsóknaskipinu og er vonast til að þeir nái sér vel á strik. Stærri og kynþroska kolmunni hélt sig nokkru sunnar beggja vegna landhelgislínunnar og innan lögsögu ESB. Hann gengur nú til norðurs eftir hrygningu. Rannsókn Færeyingana er í samvinnu við Noreg, Evrópusambandið (Írland og Holland) og Rússland og heyrir undir Alþjóðahafrannsóknaráðið. Skip frá hinum þjóðunum héldu sig sunnar við rannsóknir sínar. Þess má geta að íslensk skip hafa þegar hafið veiðar á kolmunna innan færeysku lögsögunnar.
Smáfiskur í humargildrum, vísbending um nýliðun? Hafrannsóknastofnunin í Færeyjum kannar nú hvort samhengi sé á milli fjölda smáfisks sem kemur í humargildrur og nýliðunar í þorskstofninum. Hugmyndin er að sjá hvort smáfiskurinn í gildrunum geti gefið vísbendingar um hvort vænta megi góðra eða slakra aflabragða. Hafstovan, eins og stofnunin heitir á færeysku, hefur í mörg ár verið í samstarfi við bátinn Joan, sem stundar veiðar á humri í gildrur við Kaldbaksnes. Fjöldi smáfisks í gildrunum hefur verið skráður frá 2006 og eru þeir aldurgreindir, hvort þeir eru eins eða tveggja
ára til dæmis. Stærð þorskstofnsins við Færeyjar hefur verið metinn frá árinu 1961. Erfitt hefur verið að meta í hve miklum mæli nýliðun skilar sér inn í stofninn, hve mikið af smáfiskinum nær að komast á legg. Því er reynt að bera saman fjölda smáfiska í humargildrunum og fjölda smáfisks í stofnstærðarmatinu. Í ljós kom að þokkalegt samræmi er þarna á milli á árunum 2006 til 2010. Samsvörunin er hins vegar lítil fyrir árið 2011. Mat á nýliðun 2011 byggir á takmörkuðum grunni og sé eitthvað að marka fjölda smáfiska í humargildrunum, er meira af tveggja ára þorski að koma inn í stofninn, en stofnstærðarmatið gefur til kynna.
Þinn rekstur verður hagkvæmari með okkur Við spörum fyrirtækinu tíma og peninga. Þetta vita stjórnendur 7 stærstu sveitarfélaga landsins sem öll eru í viðskiptum hjá Vodafone. Við einföldum hlutina með hagkvæmum lausnum fyrir þitt fyrirtæki. Hafðu samband við Fyrirtækjaþjónustu Vodafone í síma 599 9500 eða á żUPD#YRGDIRQH LV.
Þín ánægja er okkar markmið
18
apríl 2012
útvegsblaðið
Íslendingar langstærstir á markaðnum fyrir þorskafurðir á Bretlandseyjum með um 25% hlutdeild:
Fá að jafnaði hæsta verðið Hjörtur Gíslason skrifar: hjortur@goggur.is
Ísland er stærsti innflytjandi á þorski og þorskafurðum til Bretlands, hvort sem mælt er í verðmætum eða magni. Alls fluttu Bretar inn ríflega 105.000 tonn af þorski á síðasta ári. Hlutur Íslands á þessum mikilvæga markaði er um fjórðungur af magninu og 35% af verðmætum. Af þeim þjóðum sem flytja þorsk til Bretlands fá íslenskir útflytjendur langhæsta verðið, eða að meðaltali langleiðina í 1.100 krónur á hvert kíló. Til samanburðar fá Norðmenn tæpar 700 krónur fyrir hvert kíló af sínum þorski og Færeyingar rúmar 700 krónur. Skýringin á þessum mismun liggur að mestu leyti í hærra vinnslustigi afurða héðan en annars fá Íslendingar að jafnaði hærra verð fyrir sambærilegar afurðir en keppinautarnir. Algjörir yfirburðir Sé litið á einstakar þorskafurðir kemur þetta enn betur í ljós. Á síðasta ári fluttu Bretar inn 66.467 tonn af frystum þorskflökum að verðmæti 52 milljarðar íslenskra króna. Hlutur Íslands í þessum innflutningi var 23% í magni og 27% í verðmætum. Meðalverð á kíló af íslensku flökunum var rúmar 900 krónur, Norðmenn fá 760 krónur og Færeyingar rétt rúmar 800 krónur á kílóið. Yfirburðir Íslands í ferskum og kældum þorskflökum eru svo algjörir. Bretar fluttu inn 7.696 tonn
Innflutningur á þorski til Bretlands 2011 skipt á lönd Lönd
Grafika 11
VIÐ ERUM GÓÐIR Í SKILVINDUM
Meðalverð
Magn í
Verðmæti í
kr. á kíló
tonnum
milljörð. kr.
Ísland
1061,3
27.003
28,7
Kína
601,0
16.947
10,2
Danmörk
721,6
11.988
8,6
Þýskaland
773,9
9.789
7,6
Rússland
697,5
9.710
6,8
Noregur
689,4
9.679
6,7
Færeyjar
731,6
8.546
6,3
PÓlland
810,0
3.038
2,5
Grænland
530,6
2.008
1,0
Holland
536,7
1.892
1,0
Allur innflutningur
783,9
105.746
83,1
af þessum flökum á síðasta ári, þar af 6.923 tonn frá Íslandi. Verðmæti innflutningsins voru í heildina 13,5 milljarðar króna og þar af voru verðmæti flakanna frá Íslandi 12,4 milljarðar króna. Hlutföllin eru 90% í magni og 91% í verðmætum. Meðalverð okkar á flökunum er 1.787 krónur á kíló. Helstu keppinautar okkar á þessu sviði eru Svíar sem þó eru aðeins með 334 tonn á síðasta ári og Færeyingar með 215 tonn.
Dalshrauni 5 Hafnarfirði vov@vov.is www.vov.is
Sími 585 1070 Fax 585 1071
Kína og Noregur keppinautar okkar Í ýsunni er Ísland ennfremur á verðmætatoppnum með 7,8 milljarða króna, Norðmenn eru með 7,6 og Kínverjar með 5,4 milljarða. Norðmenn eru með mesta magnið en mun lægra meðalverð en við og munar þar nærri 200 krónum á kílóið. Í frystum ýsuflökum tróna
Kínverjar á toppnum með 9.176 tonn að verðmæti 5,3 milljarðar, en Ísland fylgir þar á eftir með 4,8 milljarða og síðan Norðmenn með 4,3. Athyglivert er að magnið bakvið þessi verðmæti er langminnst hjá okkur, aðeins 5.524 tonn enda er meðalverð á íslensku flökunum 872 krónur, 679 á þeim norsku og aðeins 581 króna á þeim kínversku. Lágt verð á kínversku flökunum skýrist af því að þar er um tvífrystar afurðir að ræða. Að við skulum fá nærri 200 krónum meira fyrir hvert flakakíló en Norðmenn liggur líklega annars vegar í gæðum og hins vegar betri sölusamningum. Í ferskum ýsuflökum bera íslenskir útflytjendur höfuð og herðar yfir keppinautana. Þeir eru með ríflega þriðjung heildarmagnsins eða 5.746 tonn af 15.292 tonnum, en næstir koma Færeyingar með 2.787 tonn. Enn erum við með
útvegsblaðið
apríl 2012
19 Innflutningur á ýsu til Bretlands 2011 skipt á lönd
Innflutningur á sjávarafurðum til Bretlands 2011 skipt á lönd Lönd
Meðalverð
Magn í
Verðmæti í
kr. á kíló
tonnum
milljörð. kr.
Ísland
884,4
63.243
55,6
Tæland
777,9
52.119
Kína
548,7
Þýskaland
Meðalverð
Magn í
Verðmæti í
kr. á kíló
tonnum
milljörð. kr.
Ísland
679,3
11.502
7,8
40,6
Noregur
492,4
15.338
7,6
67.229
36,9
Kína
570,8
9.508
5,4
661,3
51.634
34,2
Rússland
536,7
6.043
3,3
Danmörk
645,2
51.974
33,5
Danmörk
458,3
5.049
2,3
Færeyjar
715,6
43.679
31,3
Færeyjar
466,3
3.159
1,5
Noregur
601,0
33.440
20,0
Þýskaland
621,1
2.282
1,4
Bandaríkin
866,3
21.250
18,4
Portúgal
691,4
950
0,7
Holland
699,5
25.290
17,7
Pólland
810,0
550
0,4
Kanada
1.185,90
14.451
17,1
Frakkland
333,7
1.156
0,4
Allur innflutningur
711,5
717.825
502,5
Allur innflutningur
538,6
59.092
32,0
Innflutningur á rækju til Bretlands 2011 skipt á lönd
Innflutningur á frystum þorskflökum til Bretlands 2011 skipt á lönd Lönd
Lönd
Meðalverð
Magn í
Verðmæti í
kr. á kíló
tonnum
milljörð. kr.
Ísland
906,5
15.531
14,1
Kína
621,0
10.643
Þýskaland
862,3
Rússland
Lönd
Meðalverð
Magn í
Verðmæti í
kr. á kíló
tonnum
milljörð. kr.
Tæland
1.252,3
19.637
24,6
6,6
Kanada
1.239,7
9.409
10,7
7.428
6,4
Bangladesh
1.398,9
7.557
10,6
765,8
7.647
5,8
Indland
1.183,9
8.445
9,9
Danmörk
747,7
6.816
5,0
Víetnam
1.091,4
7.726
8,4
Noregur
759,8
6.626
5,0
Danmörk
910,5
8.163
7,4
Færeyjar
802,0
6.163
4,9
Indónesía
1.139,7
5.917
6,8
Pólland
908,5
2.035
1,8
Ísland
1.099,5
6.056
6,7
Grænland
530,6
2.008
1,0
Noregur
1.167,8
2.741
3,2
Kanada
888,4
699
0,3
Kína
902,5
3.533
3,2
Allur innflutningur
783,9
66.467
52,0
Allur innflutningur
1.169,8
90.326
105,7
Milljarður máltíða á ári n Viðskipti með sjávarafurðir á breska markaðnum nema gífurlegum fjárhæðum árlega. 80% heimila hafa sjávarafurðir í matinn að minnsta kosti einu sinni í mánuði. Samtals nam velta vegna sölu sjávarafurða á árinu 2010 5,8 milljörðum punda, 1.166 milljörðum íslenskra króna á gengi um þessar mundir. n Árið 2010 taldi breski fiskiskipaflotinn 6.477 fleytur, flestar styttri en 10 metra að lengd. Sjómenn voru 12.700, 6.889 á Englandi og Wales, 5.166 á Skotlandi og 648 á Norður-Írlandi. n Árið 2010 lönduðu bresk fiskiskip 410.696 tonnum af fiski og skelfiski að verðmæti 548 milljónum punda, 110 milljörðum króna. Miðað við árið áður er þetta aukning bæði í magni og verðmætum um 5%. Aflinn skiptist nokkuð jafnt milli botnfisks, uppsjávarfisks og skelfisks. Skelfiskur eins og humar og hörpudiskur skila um helmingi af verðmætum landaðs afla. Þar á eftir koma botnfisktegundir eins og skötuselur og uppsjávarfiskur svo sem makríll. ►Mestu er að jafnaði landað í skosku höfnunum Peterhead og Fraserburg og á Hjaltlandi. Af enskum höfnum er mestu landað í Plymouth. n Bretland flytur megnið af fiskafla sínum út. Helstu tegundir eru humar, krabbi og makríll, en innlendi markaðurinn tekur mest tegundir eins þorsk, ýsu og lax. Á árinu 2010 voru flutt utan ríflega 512.400 tonn að verðmæti 1,33 milljarðar punda, 267,3 milljarðar króna. Helstu útflutningsmarkaðir eru Frakkland, Spánn, Ítalía, Írland og Bandaríkin. Þessar þjóðir taka ríflega helminginn
sem selja fisk og franskar, matstofur, hótel og veitingahús. Á árinu 2010 vörðu neytendur 3 milljörðum punda, ríflega 600 milljörðum króna, í málsverði sem innihéldu sjávarafurðir á stöðum utan heimilisins. Það svarar til tæplega milljarðs máltíða. Steiktur fiskur er vinsælasti fiskrétturinn með 33% hlutdeild, en næst koma samlokur með rækju eða túnfiski. Hvítfiskur eins og þorskur, ýsa og ufsi eru vinsælustu fisktegundirnar í veitingageiranum með meira en 80% hlutdeild. af öllum útflutningnum mælt í verðmætum. Verðmætustu tegundirnar eins og skelfiskurinn fara á markaðina á Frakklandi, Spáni og Ítalíu. Uppsjávarfiskur fer til Rússlands, Hollands og Frakklands. n Árið 2010 voru flutt inn 687.000 tonn af sjávarafurðum að verðmæti 2,23 milljarðar punda, 448 milljarðar króna. Þorskur, ýsa og annar hvítfiskur er keyptur frá Íslandi, Noregi og Danmörku. Laxinn kemur frá Færeyjum og Noregi, alaskaufsi frá Bandaríkjunum, kaldsjávarrækja frá Danmörku, Kanada og Íslandi, túnfiskur frá Máritíus og Seychelleseyjum, hlýsjávarrækja frá Indlandi og öðrum Austurlöndum fjær. Innflutningur úr fiskeldi heldur áfram að aukast eins og til dæmis á rækju. n Fiskvinnslan á Bretlandseyjum veitti 14.331 einum manni atvinnu
á 384 fiskvinnslustöðvum á árinu 2010. Mest af fiskvinnslunni er á Humbersvæðinu (Grimsby og Hull) og Crampiansýslu á Skotlandi. Fullvinnsla afurða er mest á Humbersvæðinu og að auki á Norður Englandi, sunnanverðum Miðlöndunum og Wales. Fullvinnslufyrirtækin selja afurðir sínar til heildsala, smásala, veitingahúsa og til útflutnings og er eftirspurn mismikil eftir kaupendum. n Smásölumarkaðurinn fyrir sjávarafurðir á Bretlandi velti um 2,8 milljörðum punda árið 2010, 563 milljörðum íslenskra króna. Mest seldu fisktegundirnar eru lax, túnfiskur, þorskur, ýsa og hlýsjávarrækja. Stórmarkaðir ráða lögum og lofum á markaðnum með 87% hlutdeild. Kældar afurðir eru 56% af markaðnum, frystar 27% og tilbúnar geymsluþolnar afurðir 18%. n Innan veitingageirans eru búðir
Heimild: Seafish
Á síðasta ári fluttu Bretar inn 66.467 tonn af frystum þorskflökum að verðmæti 52 milljarðar íslenskra króna. Hlutur Íslands í þessum innflutningi var 23% í magni og 27% í verðmætum. hæsta meðalverðið eða 511 krónur á kílóið. Af öðrum tegundum er Ísland með góða hlutdeild í ufsa og kola, nálægt helming í magni. Þá seljum við Bretum meira af skötusel en nokkur önnur þjóð, 1.538 tonn sem er ríflegur helmingur, en þar snýst myndin við, því við erum með eitthvert lægsta meðalverðið fyrir skötuselinn ásamt Kínverjum með 643 krónur á kílóið. Ísland efst á verðmætalistanum Þegar á heildarinnflutning Breta á sjávarafurðum er litið er Ísland á toppnum á verðmætalistanum með 55,6 milljarða króna. Það er ríflega 10% af heildinni sem er um 502 milljarðar. Tæland kemur næst á eftir okkur með 40,6 milljarða og í þriðja sætinu er Kína með 36,9 milljarða. Kína er með mesta magnið, 67.229 tonn, en þar er Ísland í öðru sæti með 63.243 tonn. Tæland er í þriðja sætinu á þessum lista með 52.119. Enn vekur það athygli hve hátt meðalverðið er á íslensku afurðunum, eða 884 krónur á kílóið. Aðeins Kanada fær hærra meðalverð, en humar er drjúgur hluti af magninu frá þeim. Ennfremur er það athyglivert að Tæland skuli vera með ríflega 100 krónum minna á hvert kíló en við í ljósi þess að hlýsjávarrækja er mikill hluti þess, sem þaðan kemur. Bretar búa við verulegan viðskiptahalla á sjávarafurðum. Árlegur fiskafli þeirra er ríflega 410.000 tonn. Þeir fluttu á síðasta ári út um 435.000 tonn af fiski að verðmæti um 302 milljarðar króna. Innflutningur þeirra var hins vegar 718.000 tonn að verðmæti 502 milljónir á síðasta ári. Nettó innflutningur var því 283.000 tonn og verðmætahallinn 200 milljarðar. Mikil og vaxandi eftirspurn er eftir sjávarafurðum í landinu. Sérstaklega hvítfiski, því þorsk- og ýsuafli Breta er orðinn mjög lítill. Því má gera ráð fyrir að þörfin fyrir innflutning sjávarafurða aukist frekar en hitt, en henni hefur reyndar verið mætt í miklum mæli með innflutningi á eldisfiski og alaskaufsa.
20
apríl 2012
útvegsblaðið
Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur LÍÚ, skrifar:
Fiskveiðistjórnun, hvatar og afleiðingar Fiskveiðistjórnun er vandasamt viðfangsefni sem taka þarf mið bæði af eiginleikum síbreytilegra líffræðilegra kerfa og af flóknu samspili mannlegra athafna og hvata. Þekking á fiskveiðistjórnun hefur þróast hægt og sígandi og mótast af reynslu, bæði á Íslandi og í fjölda landa um allan heim. Mikilvægt er að þeir sem setja reglur um fiskveiðistjórnun kynni sér þessa reynslu. Í nýju frumvarpi sjávarútvegsog landbúnaðarráðherra er að finna áform um stórtæka skerðingu veiðiréttar aflamarksskipa. Aðferðin er sú að taka umtalsverðan hluta aflamarks í flestum tegundum og 40% af aukningu aflamarks umfram skilgreind mörk í þorski, ýsu, ufsa og steinbít til ríkisins. Þessu aflamarki verður síðan að stærstum hluta ráðstafað til leigu á kvótaþingi og er ætlunin meðal annars að stuðla að nýliðun í greininni. Þessi breyting á lögum, ef af verður, mun hafa slæmar og fyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir sjávarútveginn og almenn lífskjör í landinu. „Nýliðun“ með stækkun of stórs flota Afkastageta núverandi fiskiskipaflota er hvergi nærri fullnýtt. Ekki væri því þörf á aukinni veiðigetu eða fjölgun fiskiskipa þótt aflaheimildir yrðu auknar verulega. „Nýliðun“ í formi fleiri báta væri því
sóun þar sem sami afli yrði sóttur með fleiri fiskiskipum og umtalsvert meiri kostnaði og lakari arðsemi veiðanna. Sóun af þessu tagi kæmi óumflýjanlega niður á almennum lífskjörum í landinu. Þróun í þessa átt gengi enda þvert á þau markmið sem íslensk stjórnvöld og íslenskur sjávarútvegur hafa unnið að um 30 ára skeið, sem er að auka hagkvæmni sjávarútvegsins og arðsemi fyrir þjóðarbúið með því að samræma afkastagetu fiskiskipaflotans afrakstursgetu fiskistofnanna. Reyndar er þetta ekki aðeins verkefnið hjá íslenskum sjávarútvegi. Um allan heim vinna stjórnvöld og sjávarútvegur að því að takmarka og minnka stærð fiskiskipaflotans og er það talið vera forsenda hagkvæmra, sjálfbærra og ábyrgra fiskveiða. Þannig samþykkti Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) árið 1999 aðgerðaáætlun til að takmarka stærð og veiðigetu fiskiskipaflotans og Evrópusambandið ver stórum upphæðum af fé skattgreiðanda til að úrelda fiskiskip. Nýliðar fleyta rjómann Einum þætti hefur lengi verið horft framhjá að mestu í umræðum um fiskveiðistjórnun. Sú nýliðun sem við höfum séð undanfarin ár og líklegast yrði ef frumvarp ráðherra næði fram að ganga er einkum í formi minni báta sem veiða aðallega þorsk. Fyrir utan þá óhag-
kvæmni sem felst í fjölgun fiskiskipa þá skapa veiðar þessara báta alveg sérstakan vanda fyrir rekstur alls þorra fiskiskipa. Þessi vandi er afleiðing þess að þessir bátar fleyta rjómann ofan af þar sem þeir geta margir lítið sótt í aðrar tegundir en þorsk. Heimildir þessara báta til þorskveiða leiða af sér skerðingu þorskveiðiheimilda annarra skipa. Þetta er skaðlegt því að möguleikar stærri skipa til veiða á öðrum tegundum takmarkast að verulegu leyti af þorskveiðiheimildum þeirra þar sem þorskur fæst óumflýjanlega sem meðafli við margar mismunandi veiðar. Ef þorskveiðiheimildir klárast er ekki lengur hægt að sækja í veiðar á öðrum tegundum. Með því að stuðla að nýliðun í útgerð smærri skipa sem veiða aðallega þorsk væri því verið að skerða almenna möguleika til fiskveiða á Íslandsmiðum. Leigukvóti og slæm umgengni Alvarlegastur er þó sá þáttur sem snýr að áhrifum á umgengni um auðlindina. Nýliðun í krafti fjölgunar fiskiskipa sem gera út á leigukvóta er skaðleg. Útgerð byggð að mestu á leigukvóta ætti að heyra til undantekninga enda liggur fyrir slæm reynsla af slíku útgerðarmynstri. Í upphafi þessarar aldar var mikið fjallað um brottkast í íslenskum fjölmiðlum. Þetta var vegna ástands sem skapaðist Í kjölfar dóms Hæsta-
Það er með ólíkindum, í ljósi reynslunnar, að stjórnvöld skuli nú hugsa sér að skapa svona aðstæður með ríkisleigu á aflaheimildum, með þeim afleiðingum sem fylgja og eru fyrirsjáanlegar. réttar, svokallaðs Valdimarsdóms. Þá var heimilað að skrá veiðileyfi á áður úrelta báta sem staðið höfðu verkefnalausir. Ýmsir aðilar lánuðu til útgerðar þessara skipa. Hátt á annað hundrað bátar án aflahlutdeildar voru gerðir út með þessum hætti, oft af mönnum sem áður höfðu selt frá sér skip og veiðiheimildir eins og nú er aftur að gerast í strandveiðunum. Kostnaður vegna leiguaflamarks gerði það að verkum að útgerðir þessara skipa urðu að fá hæsta mögulegt verð fyrir landaðan afla til að geta haldið áfram starfsemi sinni. Þannig var gjarnan aðeins þorski yfir 3 kg landað, samkvæmt fréttum, en smærri þorski og mestu af meðafla hent.Ekki var gert rétt upp við sjómenn í mörgum tilfellum. Útgerðaraðilar þessara báta kenndu fiskveiðistjórnunarkerfinu um og sögðu að lögin neyddu þá til lögbrota og gerðu þá að glæpamönnum. Samtök útvegsmanna og sjómanna stóðu sameiginlega að tillögu til stjórnvalda um að takmarka möguleika til leiguframsals. Útgerð af þessum toga gat aldrei gengið og lagðist sem betur fer af að mestu.
Það er með ólíkindum, í ljósi reynslunnar, að stjórnvöld skuli nú hugsa sér að skapa svona aðstæður með ríkisleigu á aflaheimildum, með þeim afleiðingum sem fylgja og eru fyrirsjáanlegar. Dýrkeypt reynsla Á þeim árum sem liðin eru frá því að ríki heims fóru að taka sér fiskveiðilögsögu hefur safnast upp dýrmæt reynsla og þekking á sviði fiskveiðistjórnunar ásamt skilningi á því hvað virkar og hvað virkar ekki. Ísland var lengi leiðandi á þessu sviði, en með nýju frumvarpi virðist sem ætlunin sé að snúa af þeirri braut og endurtaka mistök fyrri tíma um leið og umheimurinn er að læra að forðast mistökin.
Landssamband íslenskra útvegsmanna
Heildarlausnir fyrir sjó- og landvinnslu
• • • • •
Kassar Öskjur Arkir Pokar Filmur
• • • • • • • •
Skór Stígvél Vettlingarr naður, ð Vinnufatnaður, Hnífar Brýni Bakkar Einnota vörur o.fl.
Kassar læsast saman stöf lun og brettið við stöflun ð stöðugra öð verður
Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ • Furuvellir 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is
Hefur meira en tvĂśfaldast 22
aprĂl 2012
ĂştvegsblaĂ°iĂ°
Âť ViĂ° sĂślvatĂnslu viĂ° ĂĄrĂłsa FossĂĄr Ă HvalfirĂ°i.
SĂŠrfrĂŚĂ°ingar HafrannsĂłknastofnunarinnar skrifa:
HjĂśrtur GĂslason skrifar:
Nýting og verkun sÜlva
hjortur@goggur.is
HLUTFALL AF HEIMILUĂ?UM ĂžORSKAFLA
Aldrei hefur hĂŚrra hlutfall leyfilegs heildFiskveiĂ°iĂĄr arafla Ă Ăžorski fariĂ° Ă pottana svokĂślluĂ°u en ĂĄ Ăžessu fiskveiĂ°iĂĄri. Leyfilegur heild2003/2004 arafli Ăžorsks ĂĄ Ăžessu ĂĄri er 177.000 tonn. Fyrir Ăşthlutun innan aflahlutdeildarkerf2004/2005 isins eru dregin frĂĄ ĂžvĂ magni 16.852 tonn. Samtals er ĂşthlutuĂ° aflahlutdeild 160.148 2005/2006 tonn. HlutfalliĂ° sem fer Ă pottana er ĂžvĂ um 2006/2007 9,5%. Ă sĂĂ°asta fiskveiĂ°iĂĄri var Ăžetta hlutfall 7,9% en fiskveiĂ°iĂĄrin Ăžar ĂĄĂ°ur var hlut2007/2008 HafrannsĂłknastofnunin sinnir5%, vĂĂ°-lĂŚgst vaxa viĂ° ĂłlĂkfalliĂ° mun lĂŚgra eĂ°a Ă kringum tĂŚkum og4,6%. fjĂślbreyttum rannsĂłkn-hefur ar aĂ°stĂŚĂ°ur. 2006/2007, Hlutfall pottanna um ĂĄ sjĂł og sjĂĄvarlĂfverum. Ă und- Annars2008/2009 vegar ĂžvĂanfĂśrnum meira en ĂĄrum tvĂśfaldast hefursĂĂ°an aukinÞå. ĂĄhersla Ă klettafjĂśru
Magn
Hlutfall %
10.924
5,20%
12.503
6,10%
11.959
6,00%
8.879
4,60%
7.378
5,70%
7.444
5,70%
RåðgjÜf – sala – Þjónusta
2009/2010 7.888 5,30% veriĂ° lĂśgĂ° ĂĄ aĂ° leita nĂ˝rra tĂŚkifĂŚra meĂ° ÞÊttum Ă sjĂĄvarnytjum. Eitt af ĂžvĂ sem hefur Ăžanggróðri og StrandveiĂ°ar og veriĂ° rannsakaĂ° Ă ĂžvĂ sambandi eru hins vegar Ă mal2010/2011 12.762 7,90% VS-afli stĂŚrsti hlutinn nytjar ĂĄ botnÞÜrungum viĂ° strend- arfjĂśru viĂ° ĂĄrĂłs Helsta skĂ˝ringin ĂĄ ĂžvĂ aĂ° mun ur landsins. Ă? samvinnu viĂ°hĂŚrra MatĂs hlutfall er Ăžar sem lĂtiĂ° er um 2011/2012 16.852 9,50% annan gróður. SĂślaĂ° athugunum ferunniĂ° nĂş Ă pottana er annarsĂĄ mĂśguleikum vegar strandveiĂ°ĂĄ nĂ˝tingu og verkun sĂślva. in vaxa aĂ°allega arnar, sem teknar voru upp ĂĄ fiskveiĂ°iĂĄrinu snemma ĂĄ vorin. AlÂť Litur og ĂĄferĂ° sĂślva er mjĂśg 2008/2009. ÞÌrnĂ˝ting eru fyrst dregnar frĂĄ fyrir HefĂ°bundin sĂślva gengast er aĂ° Ăžau vaxi upp mismunandi eftir ĂžvĂ hvar Ăžau vaxa. SĂśl eruĂĄ rauðÞÜrungar sem Hins vaxavegar af brotum af gĂśmlum1.226 stofnblÜðum, Ăşthlutun sĂĂ°asta fiskveiĂ°iĂĄri. og rĂŚkjuveiĂ°a, tonn, og lĂnuĂvilnun, Ăžau gulu uxu viĂ° ĂĄrĂłs en hin undir ĂĄ norĂ°urhveli Ăžau eruundir sem hafa frĂĄ Ă fyrra ĂĄri. hefur Ăžangi Ă klettafjĂśru. aĂ°vĂĂ°a svo kallaĂ°ur VS-afli,jarĂ°ar. sem ĂĄĂ°ur gekk 2.531orĂ°iĂ° tonn. eftir Framlag Ăžann pott veriĂ° Ăştbreidd um norĂ°anvert Atlants- SĂślin byrja aĂ° Ăžroskast seinni hluta nafninu er nĂş ĂĄĂŚtlaĂ°ur minnkaĂ° og umeru 844venjulega tonn, en fullfiskveiĂ°iĂĄrin lĂŚgt Ăžar hvor Üðrum. PrĂłtĂn innihald haf ogHafrĂł-afli Ă NorĂ°ur-Kyrrahafi. ViĂ° og Ă?s-dregmarsmĂĄnaĂ°ar innland frĂĄ fyrir innan ĂĄ undan Ăžetta framlag veriĂ°sĂślva Ăłbreytt Ă minnkar yfir sumariĂ° og er Ă eru Ăşthlutun sĂśl algeng alltaflamarks Ă kring- ĂĄrssprottin Ă lok hefur maĂ eĂ°a byrjun jĂşnĂ. lĂĄgmarki Ă ĂĄgĂşst. Hins vegar aukast land bĂŚĂ°iupplĂ˝singum Ă fjĂśrunni ogfrĂĄ neĂ°an LĂtill 3.375 vĂśxturtonnum, er sĂĂ°an yfir insum samkvĂŚmt sjĂĄvarĂşteĂ°a alltsumariĂ°, frĂĄ ĂžvĂ ĂĄ lĂnuĂvilnunfjĂśrunnar Ăžar sem Ăžau eru algeng um haustiĂ° byrja plĂśnturnar sĂĂ°an kolvetni, og C-vĂtamĂn yfir sumariĂ° vegsog landbĂşnaĂ°arrĂĄĂ°uneytinu. Ă? Ăžessa in var tekinvor uppvaxa ĂĄriĂ° 2003. VS-aflinn hefur og eru Ă hĂĄmarki Ă ĂĄgĂşst og sama er ĂĄsĂŚta ĂĄ Ăžarastilkum. Langmest er aĂ° slitna. NĂŚsta nĂ˝ hliĂ°artvoumpotta nĂş samtalsog7.945 tonn af ekki til veriĂ°gamla dreginn frĂĄ fyriraĂ°Ăşthlutsegja um fituinnihald, sem Þótt sĂśl renna viĂ° SuĂ°vesturVesturblÜð aftur Ăşt Ăžessa frĂĄ jÜðrum slitna sĂŠ, er einnig Ă hĂĄmarki Ă ĂĄgĂşst. land, ÞÊttust Ăžau viĂ° ĂĄrĂłsaog eĂ°a lifĂ°i af veturinn. Ăžann- lĂtiĂ°heldĂžorski, 5.600 tileru strandveiĂ°anna 2.354blaĂ°sins Ă un sem til aflamarks og frĂstundaveiĂ°in Ăžar sem ferskvatn rennur Ă fjĂśruna ig getur hver planta lifaĂ° Ă nokkur AĂ°ferĂ°ir viĂ° vinnslu og verkun hafa VS-aflann, eĂ°a langleiĂ°ina Ă helmingur Ăžess, ur ekki. ByggĂ°akvĂłtinn hefur undanfarin og blandast sjĂłnum. SĂśl vaxa einnig ĂĄr. Ăžar sem sĂśl vaxa Ă skjĂłli Ăžangs ĂĄhrif ĂĄ efnainnihald sĂślvanna, Csem tekinn er Ăştfyrir aflamarkskerfiĂ°. veriĂ° nĂĄlĂŚgt tonnum Ăžorski, hverfur t.a.m. nĂĄnast alvĂtamĂn Ă skjĂłli stĂŚrri ÞÜrunga Ă ĂžangfjĂśrum Auk haldaĂĄr Ăžau rauĂ°a litnum3.000 allt ĂĄriĂ° en ĂĄ af vegĂžegar viĂ° sĂłlĂžurrkun en er mun betur Til eru um notkun ĂĄreyrum ĂžarniĂ°ur sem Ăžau hafa lĂtiĂ° skjĂłl tonn, Ăžess eru skrĂĄĂ°ar nĂş tekinheimildir frĂĄ 300 tonn fyrir ĂĄĂŚtlen fĂłr Ă tĂŚplega 2.700 sĂślva til matar hĂŠr viĂ°er land frĂĄ ĂžvĂ af Üðrum stĂŚrri ÞÜrungum eru Ăžau varĂ°veitt viĂ° frostĂžurrkun. BreytiaĂ°a frĂstundaveiĂ°i. Loks byggĂ°akvĂłtinn leyfilegur heildarafli af Ăžorski var aĂ°eins Ă byrjum 12. aldar, sem jafnframt dĂśkkrauĂ° ĂĄ vorin, upplitast og verĂ°a leiki Ă lit og ĂĄferĂ° ĂžurrkaĂ°ra sĂślva aukinn um 2.500 tonn frĂĄ ĂĄrinu Aukn130.000 tonn. eru elstu skrĂĄĂ°u heimildir umĂĄĂ°ur. notkgul eĂ°a grĂŚnleit um sumariĂ° en fĂĄ mĂŚldist einnig milli mismunandi ĂžurrkaĂ°ferĂ°a. un ÞÜrunga til matar ĂĄ VesturlĂśnd- laga aftur rauĂ°a litinn ĂĄ haustin. LĂklega ingin er samkvĂŚmt brĂĄĂ°abirgĂ°aĂĄkvĂŚĂ°i Ă sĂĂ°asta fiskveiĂ°iĂĄri var leyfilegur um. SĂśl alla tĂĂ° veriĂ° er orsĂśkin fyriraflitabreytingunum nĂşmer 116hafa frĂĄ ĂĄrinu 2006. Ă nverĂ°mĂŚt Ăžessa ĂĄkvĂŚĂ°heildarafli Ăžorski 160.000 tonn. 12.672 hlunnindi bĂşjarĂ°a. SĂśl voru borĂ°uĂ° samspil sĂłlarljĂłss og nĂŚringarefna- Hvar, hvenĂŚr og hvernig is Ăžurr hefĂ°imeĂ° byggĂ°apotturinn aĂ°eins orĂ°iĂ° 2.341 tonn voru Þå tekin frĂĄĂşrfyrir ogaĂ° nĂ˝ta sĂślin? er best smjĂśri eĂ°a Üðru feitmeti. styrks. NĂŚringarsĂślt hverfa sjĂłn-Ăşthlutun tonn, en verĂ°ur nĂş 4.841 tonn. Sama er aĂ° komu 147.328 tonn til Ăşthlutunar. Þå voru Ă 20. Ăśld drĂł verulega Ăşr sĂślvaĂĄti um Ă byrjun sumars, styrkur Ăžeirra Ăžegar sĂślvum er safnaĂ° og Ăžau verkuĂ° til sĂślu skiptir litur, ĂĄferĂ°, efnalandsmanna en ĂĄ allra sĂĂ°ustu ĂĄrum er Ă lĂĄgmarki yfir sumariĂ° sĂłl strandveiĂ°segja um aukninguna ĂĄ strandveiĂ°ikvĂłtan4.800 tonn tekin frĂĄĂžegar vegna hefur ĂĄhugi ĂĄ nĂ˝tingu sĂślva aukist ĂĄ er hĂŚst ĂĄ lofti, en eykst aftur Ă lok innihald og bragĂ° miklu mĂĄli. Ă Ă°ur um, sem nemur 2.000 tonnum. Ă n hennar anna eĂ°a 3%, en ĂĄ Ăžessu fiskveiĂ°iĂĄri er fyrr voru sĂśl yfirleitt uppskorin Ă lok nĂ˝, sĂŠrstaklega Ă tengslum viĂ° auk- sumars. hefĂ°u aĂ°eins 3.600 tonn komiĂ° Ă hlut strandhlutfall strandveiĂ°anna 3,2% og magniĂ° sumars, sĂłlĂžurrkuĂ° strax og sĂĂ°an inn ĂĄhuga ĂĄ hollara matarĂŚĂ°i. Efnainnihald ogĂ verkun geymd veiĂ°iflotans Ă staĂ° 5.600 tonna. 5.600 tonn. fiskveiĂ°iĂĄrunum nĂŚst ĂĄ und-fergĂ° Ă tunnum sem borĂ°aĂ° VĂśxtur sĂślva Greinilegar ĂĄrstĂĂ°abreytingar ĂĄ var Ăşr yfir veturinn. Eins og kemAĂ°rir pottar eru uppbĂŚtur vegna skel- an, eĂ°a frĂĄ 2004/2005 eru frĂĄdrĂĄttarliĂ°irnGerĂ° var rannsĂłkn ĂĄ sĂślvum ĂĄ tveim- efnainnihaldi mĂŚldust sem og ur fram hĂŠr ĂĄ undan er munur Ă lit, ir ĂĄaĂ°eins ĂžrĂr, skelog vĂŚru rĂŚkjubĂŚtur, byggĂ°aur stÜðum Ă HvalfirĂ°i Ăžar sem Ăžau munur milli staĂ°a Þó Ăžeir nĂĄ- ĂĄferĂ° og efnainnihaldi eftir ĂĄrstĂmEinnig er munur ĂĄ Ăžessum ÞåttkvĂłti og lĂnuĂvilnun og samanlagtum. hlutfall um eftir ĂžvĂ viĂ° hvernig aĂ°stĂŚĂ°frĂĄ 4,6% upp Ă 6%. ur sĂślin vaxa. AĂ° jafnaĂ°i er mest af sĂślvum ĂĄ ĂĄreyrum viĂ° sjĂł eĂ°a annUndirmĂĄliĂ° ekki dregiĂ° frĂĄ ars staĂ°ar Ăžar sem vatn rennur um fjĂśruna. Ă riĂ° 2001 var sett heimild til aĂ° landa svo- Ăžau Ăžola ĂĄgĂŚtlega lĂĄga seltu Ăśfugt viĂ° flesta aĂ°ra botnÞÜr-
"MMU GZSJS LÂ?MJOHVOB
'SFPO
à safl hefur gott úrval af vÊlum, rafstÜðvum og Üðrum búnaði fyrir båta og stÌrri skip. Persónuleg Þjónusta, snÜgg og góð afgreiðsla åsmat hagstÌðum verðum gerir Üll viðskipti við à safl ånÌgjuleg. Okkar helstu vÜrumerki eru Isuzu, Doosan, FPT, Westerbeke, Helac, Hidrostal, Hung Pump, Tides Marine, Halyard, ZF, BT-Marine, Ambassador Marine, Marsili Aldo, San Giorgi, Guidi, Wesmar, Isoflex ofl ofl.
ď Ž
 Breytingar å prótein- (efri mynd) og kolvetnainnihaldi (neðri mynd) à sÜlvum å tveimur stÜðum à Hvalfirði.
unga. Ăžar eru Ăžau ĂžvĂ ekki Ă sam-
kĂślluĂ°um „HafrĂł-afla“ Ăžar sem verĂ°mĂŚti aflans rann aĂ° stĂŚrstum hluta til starfsemi HafrannsĂłknastofnunarinnar enLĂfsferill seinna metnarsĂślva og dregnar frĂĄ leyfilegum heildarmeir var ĂĄkveĂ°iĂ° aĂ° Ăžessir fjĂĄrmunir rynnu afla fyrir Ăşthlutun. SĂĂ°ustu fiskveiĂ°iĂĄr hefÆxlunarferill sĂślva er nokkuĂ° sĂŠrstakur. til Verkefnasjóðs sjĂĄvarĂştvegsins Til og skamms heim- tĂma ur um 1.300 tonnum afgróÞorski veriĂ° landaĂ° voru aĂ°eins Ăžekktar plĂśntur og karlplĂśntur Ă nĂĄttĂşrunni. Engar ildin ĂžvĂ kĂślluĂ° VS-heimild. SamkvĂŚmt sem undirmĂĄli. kvenplĂśntur hĂśfĂ°u fundist. ViĂ° athuganir Ă Ăžessari heimild er skipstjĂłra leyfilegt aĂ° Eins og ĂĄĂ°ur sagĂ°i er VS-aflinn Ă fyrsta rannsĂłknastofu kom Ă ljĂłs aĂ° kvenplĂśnturnĂĄkveĂ°a aĂ° allt aĂ° 5% botnfiskaflaarreiknist sinn dreginn frĂĄ Ăşthlutun til kvĂłta ĂĄ Ăžessu eru mjĂśg litlar og hverfa undir grĂłliĂ°inn Ăžegar hann vex upp. ekki til aflamarks. Ăžeim afla skal landa ĂĄ fiskveiĂ°iĂĄri. Ă sĂĂ°asta ĂĄri var 2.100 tonnum Ă? lĂfsferli sĂślva eru tveir ĂŚttliĂ°ir, grĂłliĂ°fiskmarkaĂ°i og 20% af aflaverĂ°mĂŚti fara af Ăžorski landaĂ° samkvĂŚmt Ăžeim heimildir og kynliĂ°ir sem skiptast ĂĄ. LĂfsferillinn til skipta milli ĂştgerĂ°ar og ĂĄhafnar. 80% um ogsig, ĂĄ fiskveiĂ°iĂĄrinu Ăžar ĂĄ undan 3.400 gengur Ăžannig fyrir aĂ° grĂł myndast renna til Verkefnasjóðsins. ĂžessarviĂ° heimildtonnum.hjĂĄ grĂłliĂ°num. FiskveiĂ°iĂĄriĂ° var yfirborĂ° blaĂ°sins Eftir2008/2009 aĂ° grĂłin losna spĂra Ăžau og helmingur Ăžeirra ir hafa veriĂ° nĂ˝ttar Ă vaxandi mĂŚli og mest 3.900 tonnum landaĂ° meĂ° Ăžeim hĂŚtti. verĂ°ur aĂ° karlplĂśntum og hin aĂ° kvenplĂśntum. Ăžegar lĂĂ°ur ĂĄ fiskveiĂ°iĂĄriĂ° og Ăžrengist um Eins og fram kemur hĂŠr fer hlutfall Karlplantan Ăžroskast og verĂ°ur eins Ăştlits og grĂłliĂ°urinn, kvĂłta. Jafnframt hafa heimildir tilenlĂśndunĂžorsks, sem frĂĄ fyrir Ăşthlutun kvenplantan verĂ°ur lĂtiltekiĂ° skĂĄn.erĂ–rsmĂĄ kĂşlulaga frjĂł,aflamyndast en Ă skĂĄninni Ăž.e. kvenplĂśntar ĂĄ undirmĂĄlsfiski utan kvĂłta veriĂ° nĂ˝tt-Ă karlplĂśntunni, marks, vaxandi, enda teknir nĂ˝ir ÞÌtti Ăžar unni, myndast egg. Ăžegar frjĂłin losna Ăşr karlplĂśntunni, ar tĂśluvert. ÞÌr heimildir hafa ekki veriĂ° inn og skipta strandveiĂ°arnar Ăžar mestu
7JGUVS
XXX JTIVTJE JT
meltanlegum kolvetnum er best
Loks er byggĂ°akvĂłtinn aukinn um 2.500 tonn frĂĄ ĂĄĂ°ur.Ă lok sumars. Ef verkeppni viĂ° aĂ°rar tegundir um plĂĄssaĂ°ĂĄrinu safna Ăžeim iĂ°. Ă“kosturinn viĂ° slĂka staĂ°i er aĂ° iĂ° er aĂ° sĂŚkjast eftir prĂłtĂnum er Ăžar vilja sĂślin upplitast ĂĄ sumrinlaga og nĂşmer hins vegar Aukningin er samkvĂŚmt brĂĄĂ°abirgĂ°aĂĄkvĂŚĂ°i 116best frĂĄaĂ° taka Ăžau ĂĄ vorverĂ°a grĂŚnleit eĂ°a gul og fĂĄ einnig in. Ă? ferskum sĂślvum er mikiĂ° af C ĂĄferĂ°. RauĂ°a fĂĄ Ăžau aft- vĂtamĂnum ĂĄrinu 2006. Ă n ĂžessagrĂłfa ĂĄkvĂŚĂ°is hefĂ°ilitinn byggĂ°apotturinn aĂ°einssem tapast viĂ° vinnslu, ur Ă lok sumars en ĂĄferĂ°in helst. SĂśl verkun og geymslu. Hafa skal Þó Ă sem vaxanĂş undir Ăžangitonn. Ă klettafjĂśrum aĂ° tapiĂ° orĂ°iĂ° 2.341 tonn, en verĂ°ur 4.841 Sama erhuga aĂ° segja umer mismikiĂ° eftir ĂžvĂ halda hins vegar rauĂ°a litnum allan hvers konar aĂ°ferĂ°um og aĂ°stĂŚĂ°ĂĄrsins hring og eru mun og 2.000 um ertonnum. beitt. aukninguna ĂĄ strandveiĂ°ikvĂłtanum, semĂžynnri nemur fĂngerĂ°ari. RannsĂłknir ĂĄ efnainnihaldi Karl Gunnarsson og Svanhildur Ă n hennar hefĂ°u aĂ°eins 3.600 tonn komiĂ° Ă hlut strandveiĂ°iflotbenda til Ăžess aĂ° ef veriĂ° er aĂ° sĂŚkjEgilsdĂłttir, HafrannsĂłknastofnunast eftir sĂślvum meĂ° mikiĂ° af auĂ°inni, Þóra ValsdĂłttir, MatĂs. ans Ă staĂ° 5.600 tonna. mĂĄli. Hver framvindan verĂ°ur Ă Ăžessum mĂĄlum er erfitt aĂ° spĂĄ. Ă? skĂ˝rslu starfshĂłps um endurskoĂ°un ĂĄ lĂśgum um stjĂłrn fiskveiĂ°a frĂĄ ĂžvĂ Ă september 2010 er fariĂ° yfir Ăžessi mĂĄl og fjallaĂ° um mĂśgulegar ĂşrbĂŚtur ĂĄ Ăşthlutun Ă Ăžessa potta. Skipt ĂĄ milli tveggja potta „ÞaĂ° er mat meirihluta starfshĂłpsins; ď Ž AĂ° endurskoĂ°a eigi lagaĂĄkvĂŚĂ°i um bĂŚtur og festa ÞÌr Ă lĂśgum sem hlutfall af heildberast Ăžau til kvenplĂśntunnar og frjĂłvga eggiĂ°. SkĂśmmu arafla Ă staĂ° magntalna lĂkt ogvex gert erognĂş. sĂĂ°ar spĂrar eggiĂ° og nĂ˝r grĂłliĂ°ur upp verĂ°ur eins og karlplantan Ă Ăştliti. Ăžroskast vex ĂĄ MeĂ° Ăžessu mĂłti verĂ°iĂžegar beturgrĂłliĂ°urinn tryggt aĂ° Ăžegar honum festuflaga sem vex yfir og hylur kvenplĂśntuna. um samdrĂĄtt Ă heildarafla er aĂ° rĂŚĂ°a komi ĂžaĂ° er skĂ˝ringin ĂĄ ĂžvĂ aĂ° kvenplĂśnturnar hafa ekki fundhann jafnt niĂ°ur ĂĄ Ăžeim sem bĂŚturnar fĂĄ ist Ă nĂĄttĂşrunni.
Við erum með hugann við það sem þú ert að gera
Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, VN ¯ ]P R\UU\T RHUUZRP LRRP OHUK[´RPU ® ®U\ Z[HY¥ QHMU ]LS VN ° ¬ ]P[\T ]P O]H Z[HY¥ NLUN\Y °[ ¬
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA 11-1098
:[HYMZM¯SR ÑZSHUKZIHURH IÚY `¥Y ¬YH[\NHYL`UZS\ ® Q¯U\Z[\ við sjávarútveginn og hjá bankanum starfar stór hópur fólks með sérþekkingu á greininni. Þannig getum við ávallt tryggt fyrirtækjum í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar þá bankaþjónustu sem hún þarfnast.
Þekking sprettur af áhuga.
Ragnar Guðjónsson hefur starfað við fjármögnun sjávarútvegs í 40 ár. Ragnar er viðskiptastjóri í sjávarútvegsteymi Íslandsbanka.
24
apríl 2012
útvegsblaðið
Heildarafli íslenskra skipa í mars í tonnum: 2012:
193.296
2011:
118.208
2010:
119.293
2009:
108.136
2008:
169.690
2007:
162.054
2006:
133.714
2005:
214.669
2004:
264.900
2003:
185.200
Þorskurinn var sem áður mest veidda botnfisktegundin, en þorskaflinn var tæp 24.000 tonn, sem er þó samdráttur um rúm 300 tonn frá marsmánuði 2011.
» Mikilvægt er að notast við þau björgunartæki sem eru í boði. Uppblásanleg björgunarvesti og hjálmar eru ein af þeim nauðsynlegustu. KMynd: þorgeir baldursson
Öryggi sjómanna – uppblásanleg björgunarvesti Sjómennska hefur ætíð verið hættuleg atvinnugrein og slys verið tíð meðal sjómanna. Á hverju skipi þurfa allir skipverjar stöðugt að huga að öryggismálum, ekki bara skipsins, heldur einnig persónulegu öryggi sínu. Það eru ekki mörg ár síðan hjálmanotkun varð almenn meðal sjómanna en hjálmurinn er lífsnauðsynlegur við vinnu úti á þilfari skipa. Það eru hættur sem ógna sjómönnum við störf þeirra og ein þeirra er að falla í sjóinn eða að taka útbyrðis í sjógangi. Á undanförnum árum hafa stöðugt fleiri sjómenn tekið upp það verklag að búast uppblásanlegum björgunarvestum við vinnu sína á þilfari. Lítið fer fyrir slíkum björgunarvestum og geta þau verið búin sjálfvirkum búnaði sem blæs vestið upp lendi það í sjó. Nota sjómenn slík björgunarvesti jafnvel þótt þeir hafi einnig klæðst flotvinnubúningum. Þá er hægt að koma fyrir í björgunarvestunum sendibúnaði sem verður virkur við að koma í sjó og sendir hann þá boð til skipsins um staðsetningu þess sem fallið hefur fyrir borð. Þú getur aukið öryggi þitt mikið með því að vera ætíð með björgunarvesti við vinnu úti á þilfari þegar skipið er á sjó. Slysavarnaskóli sjómanna
Aukningu aflans má helst rekja til meiri loðnuafla:
Heildaraflinn jókst um rúm 75.000 tonn Haraldur Guðmundsson skrifar: haraldur@goggur.is
Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum marsmánuði nam alls 193.296 tonnum, samanborið við 118.208 tonn í mars 2011. Metinn á föstu verði var heildaraflinn í mánuðinum 21,2% meiri en í fyrra. Fyrstu þrjá mánuði ársins hefur aflinn aukist um 29,3% miðað við sama tímabil í fyrra, sé hann metinn á föstu verði. Í nýbirtum tölum frá Hagstofu Íslands kemur fram að botnfiskaflinn nam tæpum 46.100 tonnum, sem er aukning um rúm 1.400 tonn frá mars 2011. Þorskurinn var sem áður mest veidda botnfisktegundin, en þorskaflinn var tæp 24.000 tonn, sem er þó samdráttur um rúm 300 tonn frá marsmánuði 2011. Ýsuaflinn drógst einnig saman, um tæp 600 tonn frá fyrra ári, og var rúm 6.500 tonn. Veiðar á karfa skiluðu 7.900 tonnum sem er aukning um rúm 3.600 tonn samanborið við mars 2011. Ufsaaflinn var 3.500 tonn, sem er um 400 tonnum minna en veiddist í marsmánuði í fyrra. Uppsjávaraflinn nam tæpum 143.000 tonnum, sem er aukning um 74.000 tonn frá fyrra ári. Aukninguna má helst rekja til 141.000 tonna loðnuafla, en loðnuaflinn í mars 2011 var einungis um 69.000
» Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum marsmánuði nam alls 193.296 tonnum, samanborið við 118.208 tonn í mars 2011.
tonn. Síldaraflinn í nýliðnum marsmánuði var tæp 800 tonn, en enginn síldarafli var í sama mánuði 2011. Að lokum veiddust um 500 tonn af kolmunna, samanborið við tæp 600 tonn í fyrra.
Afli flatfisktegunda var um 2.300 tonn og dróst saman um tæp 600 tonn. Þar af var skel- og krabbadýraaflinn 1.200 tonn, samanborið við 840 tonna afla í mars 2011.
Allt til rafsuðu Rafsuðutæki Rafsuðuvír Fylgihlutir Danfoss hf
Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.is
- tryggir þér samkeppnisforskot Við verðum á sjávarútvegssýningunni í Brussel, líttu við í Bás 6127-4, höll 4
Sjávarútvegslausnir
Maritech hefur verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveginn um árabil. Lausnir Maritech spanna alla virðiskeðjuna frá fiskeldi og veiðum til sölu og dreifingar.
WiseFish
sjávarútvegslausnir WiseFish lausnir innihalda Gæðastjórnun, Fiskeldi, Útgerð og kvóta,Vinnslu, Birgðir og vöruhús og Sölu og útflutning.
WiseDynamics stjórnendalausnir
WiseDynamics lausnir veita fjölbreytta möguleika á að fylgjast með og greina upplýsingar fyrir stjórnendur í rauntíma. Um er að ræða: Wise stjórnendasýn, Wise greiningartól, Wise BI teninga, Wise skýrslur, Wise farsímalausn og Wise samningakerfi.
Dynamics NAV í áskrift:
Eigðu eða leigðu kerfið, kynntu þér hagkvæmar lausnir Maritech.
Nýjustu upplýsingar eru forsenda réttra ákvarðana TM
Borgartún 26, 105 Reykjavík » HafnarstrčƟ͕ ϲϬϬ ŬƵƌĞLJƌŝ Ɛşŵŝ ϱϰϱ ϯϮϬϬ » ƐĂůĂΛŵĂƌŝƚĞĐŚ͘ŝƐ » www.maritech.is
Gold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV)
26
apríl 2012
fRÍVAKTIN
Albert Sveinsson, skipstjóri á Faxa RE-9:
Veiddi makríl í Tasmaníu Haraldur Guðmundsson skrifar:
Elsti strákurinn minn er að vinna í loðnubræðslunni á Akranesi en hefur ekki farið með mér á sjó. Hinir tveir, einn 17 ára og annar 16 ára, eru svo uppteknir í fótboltanum að þeir hafa ekki tíma fyrir sjómennskuna í bili. Ég er heldur ekkert að þrýsta á að þeir fari á sjó. Það væri ágætt ef þeir gætu komið sér í eitthvað annað.
haraldur@goggur.is
„Ég fór fyrst á sjó sumarið 1985 á þorskveiðar á ísfisktogaranum Haraldi Böðvarssyni AK. Þá var ég svo sjóveikur að ég ætlaði aldrei aftur á sjó. Á endanum snéri ég þó aftur á Harald og hef verið í þessu nánast sleitulaust síðan,“ segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Faxa RE-9. Útskrifaðist frá Stýrimannaskólanum 1992 Albert vann í tæp tvö ár um borð á Haraldi Böðvarssyni en færði sig síðan um set og réð sig sem háseta á Höfrung AK árið 1987. Á þeim tíma ákvað hann að skrá sig í Stýrimannaskólann og útskrifaðist þaðan 1992. Aðspurður um hvers vegna hann ákvað að fara í Stýrimannaskólann segir Albert að hann hafi viljað mennta sig innan greinarinnar og því var nám við skólann rökrétt ákvörðun. „Þegar ég útskrifaðist úr Stýrimannaskólanum var ég ráðinn sem annar stýrimaður á Höfrungnum. Síðar fór ég yfir á Víking AK og var þar í tvö ár sem fyrsti stýrimaður. Þaðan fór ég síðan á Ingunni AK sem fyrsti stýrimaður og afleysingaskipstjóri,“ segir Albert. Árið 2001 færði Albert sig um set þegar hann var ráðinn skipstjóri á nótaskipið Elliða GK. „Þar var ég í tæp tvö ár, þangað til skipið var selt
» „Ég er mikill hestamaður og dunda mér í hrossarækt og þykir gott að geta slakað á í hestamennskunni þegar ég er í landi.“
til Tasmaníu í Ástralíu. Ég sigldi skipinu til Tasmaníu og var þar skipstjóri í nokkra mánuði og veiddi makríl og suður-flakkara (redbait). Þegar ég kom heim fór ég aftur á Ingunni AK og var þar þangað til 2006 þegar ég var beðinn um að taka við Faxa, þar sem ég hef verið allar götur síðan,“ segir skipstjórinn. Faxi RE var smíðaður í Póllandi árið 1987 og er í eigu HB Granda. Skipið var endurbyggt árið 2000 þegar það var lengt og sett í það stæri vél. Loðna, kolmunni, síld og makríll Starf skipstjórans um borð í Faxa RE er eins og á öðrum hefðbundn-
um uppsjávarskipum. Árið byrjar á loðnuveiðum, síðan er farið á kolmunna og þaðan í norska síld og makríl. Að lokum er íslenska síldin veidd á síðustu mánuðum ársins. „Loðnuvertíðinni er nú lokið og hún gekk vel hjá okkur. Tíðarfarið var hins vegar erfitt en burtséð frá því gengu veiðarnar áfallaust fyrir sig. Við vorum lítið með bátinn fullan og vorum í staðinn með kældan afla í flestum ferðum. Það fór mikið í vinnslu hjá okkur og mikið tekið af hrognum,“ segir Albert og bætir við að vel hefði verið hægt að veiða meira. „Vandamálið er hins vegar að þegar loksins er búið að gefa út kvóta er erfitt að koma honum öllum í bræðslu.
HB Grandi er með tvær bræðslur, eina á Vopnafirði og aðra á Akranesi, en plássin eru fljót að fyllast.“ Áður en tal berst að öðru en uppsjávarveiðum liggur beinast við að spyrja skipstjórann út í skoðanir hans á nýja kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. „Mér finnst frumvarpið hálfgert brjálæði. Eins og þetta lítur út ætla þeir gjörsamlega að mjólka útgerðarfyrirtækin, en eins og allir vita þarf að koma inn hagnaður svo hægt sé að reka þau áfram. Menn verða að vita hvaða heimildir þeir hafa á hverju ári og mér finnst skrýtið að taka heimildirnar af þeim sem eiga þær til að láta þær í hendurnar á einhverjum öðrum.“ Mikill hestamaður Þegar Albert er spurður um hvað hann væri að aðhafast ef hann væri ekki skipstjóri kemur upp löng þögn. „Það er nú það. Það hefur alltaf blundað mikil sveitamennska í mér. Ég er mikill hestamaður og dunda mér í hrossarækt og þykir gott að
geta slakað á í hestamennskunni þegar ég er í landi. Ætli svarið sé því ekki að ég væri líklegast bóndi,“ segir Albert og hlær. Að sögn Alberts reynir hann einnig að eyða miklum tíma með fjölskyldunni. Albert er giftur Ástu Pálu Harðardóttur, þroskaþjálfa, og eiga þau hjón þrjá syni. Að auki eru á heimilinu tveir hundar. „Eins og áður sagði á fjölskyldan hesta og frítími okkar fer mikið í að sinna þeim. Synirnir eru einnig með mikinn áhuga á fótbolta og ég reyni að fylgja þeim sem mest eftir þar.“ Aðspurður um hvort hann hvetji strákana sína í að fara á sjó segir Albert svo ekki vera. „Elsti strákurinn minn er að vinna í loðnubræðslunni á Akranesi en hefur ekki farið með mér á sjó. Hinir tveir, einn 17 ára og annar 16 ára, eru svo uppteknir í fótboltanum að þeir hafa ekki tíma fyrir sjómennskuna í bili. Ég er heldur ekkert að þrýsta á að þeir fari á sjó. Það væri ágætt ef þeir gætu komið sér í eitthvað annað.“
Cayenne Diesel
Porsche Cayenne Diesel: Eyðsla:
7,2 l /100 km í blönduðum akstri
Co2:
189 g/km
Tog:
550 Nm
Hröðun: 7,6 sek. 0-100 km/klst.
Sérfræðingar í bílum
Porsche á Íslandi - Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 - 110 Reykjavík - 590 2000 - porsche@porsche.is - www.benni.is
28
Apríl 2012
fRÍVAKTIN
Nítján ára grindvískur sjómaður hefur gert það gott á trollbátnum Oddgeiri EA:
Púlið er peninganna virði Hjörtur Gíslason skrifar:
Mér finnst sjómennskan skemmtileg og hef mikinn áhuga á því að halda henni áfram, þó erfitt sé að vera svona mikið að heiman. Tekjurnar skipta þar líka miklu máli. En þá er best að mennta sig eitthvað. Framtíðarplanið er þá kannski að mennta sig sem vélstjóri. Þá getur maður hoppað í land ef mann langar til og fengið góða vinnu þar. Með vélstjóramenntun getur maður betur valið milli vinnu í landi og úti á sjó. Eins ef maður slasast þannig að maður geti ekki unnið úti á sjó, er hægt að nýta þessa menntun í landi.
hjortur@goggur.is
„Ég byrjaði á sjónum 15 ára gamall, sumarið eftir níunda bekk árið 2006. Ég var þá á Mörtu Ágústsdóttur GK, en afi minn Ólafur Arnberg Þórðarson, átti hana og var með bátinn. Við vorum á netum og það gekk alveg ágætlega en var auðvitað mjög erfitt. Fara á net í fyrsta skipti og vinna alvöru vinnu, en það var gaman af þessu og gott að læra eitthvað nýtt og ég fann aldrei fyrir sjóveiki. Fyrir utan að hafa góða þénustu úr þessu þá heillaði sjómennskan mig einfaldlega. Ég var með afa þetta sumarið og kláraði svo grunnskólann um veturinn. Þar tók ég pungaprófið, sem þá gaf réttindi til skipstjórnar á bátum allt að 30 tonnum. Ég tók líka námskeið í Slysavarnaskóla sjómanna. Um sumarið var ég aftur á Mörtunni með Óla afa sem fastráðinn háseti. Ég var svo með honum áfram og á tveimur netavertíðum og var orðinn alveg þrælvanur netakarl,“ segir Ólafur Arnberg Þórarinsson, 19 ára sjómaður í Grindavík. „Um vorið 2009 byrja ég svo í afleysingum á trollbátnum Oddgeir EA, sem er gerður út frá Grindavík og þar er annar afi minn skipstjóri, Jón Sæmundsson. Ég byrjaði sem þriðji afleysingarmaður en hef síðan unnið mig upp í þann fyrsta. Þetta eru góð pláss og menn eru ekkert sleppa þeim. Báturinn er á ísfiski og þetta er auðvitað hörku púl. Við erum 10 karlar á og stöndum 16 tíma vaktir og fáum þá átta tíma hvíld og svo aftur 16 tímar á vakt. Þannig gengur þetta fyrir sig. Við erum aldrei meira en viku úti í einu, en það er mjög sjaldan, sem við erum svo lengi úti. Við erum oftast búnir að fylla bátinn fyrir þann tíma. Þetta eru mest fjórir til fimm dagar sem það tekur að fylla og við komum nánast alltaf með fullan bát í land. Við erum núna með minni fiskikörin, sem taka 330 lítra, en lestin tekur 144 svoleiðis kör. Við erum líka með nokkur kör á millidekkinu, sem við getum sett fisk í og svo erum við líka með stíur ef mikið fiskast. Þetta getur því hlaupið á 35 tonnum upp í 45 tonn. Það fer eftir því hvað mikið við setjum í stíurnar. Mjög gott fiskirí Það er búið að vera mjög gott fiskirí núna í vetur. Marsmánuður var besti mánuðurinn. Við fylltum bátinn fimm sinnum og nú í byrjun apríl vorum við að koma í land með fullan bát. Fiskur í öllum körum og stíum. Við lönduðum öllu á markað úr þeim túr, en annars er fyrirtækið með vinnslu á Grenivík og þangað fer milliþorskurinn, tvö til sjö kíló. Stærri þorskurinn og ufsinn fer í saltfiskvinnslu hjá fyrirtækinu í Grindavík en hitt fer allt á markað. Fyrir norðan er fiskurinn unninn ferskur í flug og ferðast því talsvert, norður og aftur til baka og síðan út með flugi. Lífið um borð er bara fínt. Við erum tíu á og af þessum tíu eru átta mér náskyldir. Jón afi er skipstjórinn, náfrændi minn er stýrimaður, móðurbróðir minn er þarna og tveir náfrændur mínir að auki. Þeir sem eru svo ekki skyldir mér tengjast inn í fjölskylduna í gegnum frænkur mínar. Þetta er því ein stór fjölskylda um borð. Við gerum reyndar lítið annað um borð en að vinna, éta og sofa. Í mokfiskiríi þarf mað-
» Ólafur Arnberg Þórarinsson og kærastan Sara Jóhannsdóttir.
ur stundum að standa frívaktina að hluta til og stendur þá upp í 19 tíma. Það er auðvitað erfitt en það venst eins og hvað annað. Þreytan í löppunum hverfur reyndar aldrei, en hugarfarið heldur okkur gangandi. Smá hrekkir um borð Maður er meira með þessum körlum heldur en heima hjá sér. Það eru fleiri dagar úti á sjó en heima, svo það er eins gott að samkomulagið um borð sé í lagi. Við erum lokaðir saman í litlu rými meðan við erum úti. Því eru menn að lífga upp á tilveruna með smá hrekkjum. Einu sinni um daginn vaknaði ég eftir að hafa lagt mig á bekknum í setustofunni og fann svo mikla terpentínulykt. Ég fór að kalla í alla til að spyrja þá að því hvernig stæði á þessari lykt. Enginn þóttist skilja hvað ég var að tala um. Þegar ég fór svo fram sá ég að það var búið að naglalakka alla puttana á mér með skipamálningu. Þetta þótti öllum æðislega fyndið, og mér reyndar bara líka. Ég á svo bara eftir að launa fyrir þennan grikk. Svona gera menn smá grín og hrekkja í góðu. Það viðgengst enginn skepnuskapur um borð. Spurningin er hvort maður nenni þessu eða ekki. Ég meira en nenni þessu, enda er púlið peninganna virði. Þetta er rosalega gott pláss og gefur góðar tekjur. Sem fyrsti afleysingamaður er ég nánast alltaf um borð. Ég er undir tvítugu og á bæði góðan bíl og nánast nýja íbúð. Það er meðal annars af því maður er duglegur að vinna og það er alveg þess virði.“ Hugsa um vélstjórnarnám Á að leggja sjómennskuna fyrir sig? „Mér finnst sjómennskan skemmtileg og hef mikinn áhuga á því að halda henni áfram, þó erfitt sé að vera svona mikið að heiman. Tekjurnar skipta þar líka miklu máli. En þá er best að mennta sig eitthvað. Framtíðarplanið er þá kannski að mennta sig sem vélstjóri. Þá getur maður hoppað í land ef mann
» Komið að landi. Ólafur lengst til hægri ásamt skipsfélögunum tilbúnir með endann.
langar til og fengið góða vinnu þar. Með vélstjóramenntun getur maður betur valið milli vinnu í landi og úti á sjó. Eins ef maður slasast þannig að maður geti ekki unnið úti á sjó, er hægt að nýta þessa menntun í landi. Taki maður hins vegar skipstjórnarréttindin nýtast þau nánast eingöngu úti á sjó. Sú menntun
gefur lítil sem engin tækifæri í landi. Það er örugglega góð framtíð í sjómennskunni og núna er mokfiskirí. Það er sama hvert þú ferð núna, alls staðar er fiskur. Síðasta mánuð var fiskurinn fullur af loðnu og alls staðar var stór fiskur á ferðinni, alvöru grindjánar, 10 kíló og yfir. Síð-
asta túr fyrir páska byrjuðum við við Eldeyna og fórum þaðan í Djúpavatnið og alveg að línunni við Sandgerði til að leita að öðrum fiski en þorski. Við vorum að leita að ýsu og og ufsa, einhverri blöndu við þorsk. Við megum ekki vera með of mikið af honum. Það væri minnsta málið að fylla bátinn af þorski í hverjum
fRÍVAKTIN
Apríl 2012
29
» Oddgeir EA er smíðaður í Þýskalandi 1967 og mælist 365 brúttótonn að stærð. Hann hefur landað um 600 tonnum frá áramótum.
» Ólafur hóf sjómennskuna á þessum bát, Mörtu Ágústsdóttur, sem Ólafur afi hans átti og var með.
túr, þegar svona mikið er af honum, en það megum við ekki. Til þess er þorskkvótinn of lítill.“ Mikil vinna og góð þénusta Myndir þú ráðleggja ungum strákum að fara til sjós? „Já, ég myndi ráðleggja ungum strákum, sem vita ekki hvert þeir eiga að stefna í lífinu og hafa ekki áhuga á frekari skólagöngu eftir grunnskólann, að reyna fyrir sér á sjónum meðan þeir eru að átta sig. Ef þeir geta og nenna að vinna er eina vitið að fara á sjóinn, því þar er mesti peningurinn. Fyrir fólk, sem veit hvert það vill stefna, er auðvitað best að fara í skóla og mennta sig. Hvort sem það er í sjómennsku eða einhverju öðru. Menntunin er alltaf mikilvæg. Ég ákvað að ég vildi ekki verða aumingi þó ég hefði ekki áhuga á því að fara í framhaldsskóla og fór þess vegna á sjóinn. Það eru ekki allir þannig gerðir að bóknámið liggi fyrir þeim. Ég vissi að ég gat unnið og nennti því og valdi því sjómennskuna og sé ekki eftir því. Hásetinn er með 30.000 krónur út úr hverri milljón í aflaverðmæti. Einn túr, fjórir til fimm dagar, getur skilað aflaverðmæti frá 10 og upp í 12 milljónir króna. Það fer mikið eftir samsetningu aflans en al-
Jón afi er skipstjórinn, náfrændi minn er stýrimaður, móðurbróðir minn er þarna og tveir náfrændur mínir að auki. gengast er að verðmætið sé í kringum tíu milljónir í túr. Við erum að gera fjóra til sex þannig túra á mánuði. Þannig að þénusta getur verið mjög góð, en að baki því liggur mikil vinna og langar fjarverur frá fjölskyldunni. Ég er búinn að fara hvern einasta túr núna í meira en ár svo úthaldið er orðið langt. Við stoppum þó alltaf einn mánuð yfir sumarið. Á haustin fer svo áhöfnin öll saman til útlanda. Ég er búinn að fara tvisvar með þeim, til Spánar og Tyrklands. Þetta er fínt líf og ég kvarta ekki. Útiveran er reyndar nokkuð löng, en maður þarf að sjá fyrir sjálfum sér og sínum. Ég á kærustu, sem heitir Sara Jóhannsdóttir, en hún vinnur í Nettó hér í Grindavík, meðal annars við að afgreiða kost í skip og báta. Við erum barnlaus enn, en eigum hund og höfum það mjög gott,“ segir Ólafur Arnberg Þórarinsson.
KMynd: þorgeir baldursson
30
apríl 2012
fRÍVAKTIN
Uppskrift mánaðarins
Þorskhnakkar með sinnepsfræjum, kúskús og sítrónumajonesi Uppskrift mánaðarins kemur frá Örnu Björk Halldórsdóttur í Fiskbúðinni Höfðabakka. Réttur hennar samanstendur af þorskhnökkum með sinnepsfræjum, kúskús og sítrónumajonesi, og er einfaldur, léttur og bragðgóður.
Allir sjómenn velkomnir Sjómannahátíðin á Akureyri verður haldin í þriðja sinn dagana 20.- 21. júlí nk. Hátíðin hefur slegið í gegn og á síðasta ári mættu um tvö hundruð manns. Formleg dagskrá hátíðarinnar hefur nú litið dagsins ljós. Á föstudeginum 20. júlí verður m.a. boðið upp á kvöldverð á Oddvitanum á Akureyri, þar sem Valgeir Guðjónsson, tónlistarmaður, verður veislustjóri, og Raggi Bjarna og Helena Eyjólfs skemmta. Síðar um kvöldið verður haldinn dansleikur með Gylfa Ægis, Megasi og Rúnari Þór. Á laugardeginum verður farið í rútuferð til Siglufjarðar og þar fara hátíðargestir í sjómannamessu í Siglufjarðarkirkju og síðar um daginn verður afhent líkan af nýsköpunartogaranum Elliða SI 1. Samhliða Sjómannahátíðinni verða ýmsar uppákomur um borð í Húna II. „Á föstudeginum verður farið í klukkutíma siglingu með togarajaxlana þar sem boðið verður upp á fordrykk til að hita menn upp fyrir kvöldið. Á laugardeginum siglir Húni síðan frá Ársskógasandi til Akureyrar eftir að hátíðargestir hafa skoðað bruggverksmiðjuna Kalda,“ segir Sæmundur Pálsson, fyrrverandi sjómaður og skipuleggjandi hátíðarinnar. Aðspurður um hvernig hátíðin hafi komið til sögunnar segir Sæmundur að hann hafi lengi viljað smala saman gömlum sjómönnum. „Upphaflega var ég ekki með neitt sérstakt í huga, annað en að koma saman á kaffihúsi og spjalla. En sumarið 2010 var Húni hér á Akureyri og þá sá ég mér leik á borði að setja saman dagskrá fyrir endurfundi okkar gömlu jálkanna. Á þeim tíma bjóst ég við 20-30 sjómönnum, en á endanum komu 215 manns,“ segir hann og undirstrikar að allir sjómenn séu velkomnir á hátíðina. Frekari upplýsingar og pantanir fást hjá Margréti Þóru Þórsdóttur í síma 866-1294 eða á maggath61@simnet.is.
» Um tvö hundruð manns mættu á Sjómannahátíðina í fyrra.
n Byrjið á að krydda þorskhnakkana með salti, pipar, dilli og sinnepsfræjum (t.d. grófu sinnepi frá Maille eða sinnepsdufti) eftir smekk. n Eldið síðan þorskhnakkana (u.þ.b. 1/2 -1 hnakka á mann eftir stærð) í 7-8 mínútur á 160°C n Kúskús eða hrísgrjón: Eldið samkvæmt
leiðbeiningum en bætið 1/4 teskeið túrmerik, einum teningi af kjúklingakrafti og 1-2 sítrónusneiðum í vökvann. n Sítrónumæjónes: hrærið saman majónesi, sítrónu/lime safa, og saltið og piprið. Smakkið síðan til. n Á endanum er rétturinn borinn fram með fersku salati.
Raunveruleikaþættir um krabbaveiðimenn njóta vinsælda:
Áttunda þáttaröð Deadliest Catch hafin Haraldur Guðmundsson skrifar: hjortur@goggur.is
Bandaríska sjónvarpsstöðin Discovery hóf í síðustu viku að sýna áttundu þáttaröðina af hinum geysivinsælu raunveruleikaþáttum Deadliest Catch. Þættirnir, sem fjalla um bandaríska krabbaveiðimenn sem gera út frá Dutch Harbour í Beringshafi, á milli Síberíu og Alaska, hafa notið mikilla vinsælda um allan heim. Áhafnir og skipstjórar þeirra skipa sem fylgst er með í þáttunum eru orðnir tíðir gestir í bandarískum spjallþáttum og þættirnir hafa verið tilnefndir til Emmy verðlauna og getið af sér bækur, tölvuleiki og annan söluvarning. Þáttaröðin sem nú er hafin mun eins og fyrri fylgjast með veiðum fimm til sex skipa. Í fyrri hluta hennar verður fylgst með sjómönnum við veiðar á kóngakrabba frá október og fram í desember, eða þangað til skipin hafa klárað kvótann sinn. Áhorfandinn fær þar að fylgjast með sjómönnunum á meðan þeir undirbúa sig og skipin fyrir veiðarnar og þangað til veiðiferðinni lýkur og aflanum er landað. Í seinni hlutanum verður fylgst með veiðum á snjókrabba, en hann er veiddur frá fyrstu dögum janúarmánaðar og fram í febrúar/mars, og er töluvert minni en kóngakrabbinn. Óhætt er að segja að umgjörð þáttanna verður glæsilegri með hverri þáttaröðinni. Þættirnir hafa hins vegar að mati undirritaðs aukið fullmikið á dramatík og sviðssetningar, þar sem ítrekað er gert úr þeim miklu hættum sem mæta
sjómönnunum í starfinu. Þó má ekki misskilja að þátturinn sé ekki enn fínasta skemmtun.
» Áhöfnin á krabbaveiðiskipinu Northwestern hefur komið fyrir í öllum átta þáttaröðunum.
Fรฆreyingar vรถldu โ รญslensku leiรฐinaโ
Skaginn hefur รญ samvinnu viรฐ Kรฆlismiรฐjuna Frost og รญslenskar uppsjรกvarรบtgerรฐir รพrรณaรฐ eina fullkomnustu vinnslulรญnu รญ heiminum sem hentar รถllum tegundum og vinnsluformum uppsjรกvarfisks. Fyrsta framleiรฐslulรญnan verรฐur tekin รญ notkun hjรก Varรฐin Pelagic รญ Fรฆreyjum รญ sumar.
Helstu kostir โ รญslensku leiรฐarinnarโ r 'KPC CNULยฝNHXKTMC XKPPUNWNร PCP ยฝ OCTMCร KPWO r #HMCUVCT VQPPWO ยฝ Uร NCTJTKPI OGร UVCTHUOร PPWO ยฝ XCMV r .ร VVCTK QI WOJXGTHKUXร PPK WODร ร KT WODร ร CMQUVPCร WT Nร MMCT WO r #WMKร IG[OUNWร QN ร CT UGO CHWTร KPPK GT RCMMCร ร NQMCร C RQMC r UKPPWO JTCร CTK HT[UVKPI GP OGร JGHร DWPFKPPK DNยฝUVWTUHT[UVKPIW r OKPPK Tร TPWP JTยฝGHPKU XKร ร ร ร KPIW r 4CHQTMWURCTPCร WT GT OGKTK GP M9 J ยฝ JXGTV HT[UV MI r OKPPC HT[UVKMGTHK ร CTH VKN Cร HT[UVC UCOC OCIP QI OGร DNยฝUVWTUHT[UVKPIW r 5RCTCT Jร UTร OK OGร OKPPC WOHCPIK Dร PCร CT QI Hร TTC Hร NMK ร XKPPUNW
$CMMCVร PK | #MTCPGUK | 5ร OK | YYY UMCIKPP KU
Kรฆlismiรฐjan Frost ehf. | (Lร NPKUICVC D | #MWTG[TK 5ร OK | YYY HTQUV KU