VOLG 1.tbl 2012

Page 1

El铆n Jakobsd贸ttir






Volg

Nýtt blað

F

yrsta tölublað tímaritsins VOLG er nú komið út. Mörg handtök eru að baki þar sem samstilltur hópur fólks hefur lagt sig fram við að skapa nýtt og spennandi blað. Það er okkar ósk að þú, lesandi góður, finnir í VOLG efni sem höfðar til þín. Vonandi sést í blaðinu hvað við höfum haft að leiðarljósi. Allan tímann var tilgangurinn sá að gera blað fyrir konur, og ekki bara konur, heldur konur sem gera kröfur til sjálfs síns, til samfélagsins og til þess að um þær sé fjallað af myndugleik. Stílhreint, fágað og tímalaust blað. Næsta tölublað er komið á teikniborðið. Við erum með þann ásetning að gera ekki síður næst en í þessu blaði. Það er mikið efni sem hægt er að fjalla um, mynda og gera. VOLG verður að finna víða. Blaðið er prentað í stóru upplagi og vissa okkar er að margir eigi eftir að lesa. Þú ert í þeim hópi. Vonandi nýtur þú lestrarins. Við nutum vinnunar. Takk fyrir okkur. Hildur Sif Kristborgardóttir Ritstjóri

Ásta Kristjánsdóttir Ljósmyndari

Leifur Wilberg Orrason Ljósmyndari

Sara María Júlíudóttir Stílisti

Oléna Simon Stílisti

Ljósmyndari:Ásta Kristjánsdóttir Stílisti: Sara María Júlíudóttir Hönnun forsíðu: Bergur Finnbogason Módel: Elín Jakobsdóttir Förðun: Harpa Káradóttir, MAC Hár: Sigrún Jóhanna Eiríksdóttir Útgefandi: Goggur ehf. Kennitala: 610503-2680 Heimilisfang: Grandagarði 16, 101 Reykjavík. Sími: 445-9000 Heimasíða: www.volg.is Netpóstur: volg@volg.is Ritstjóri: Hildur Sif Kristborgardóttir Pennar: Hildur Sif Kristborgardóttir, Sara María Júlíudóttir, Guðrún Guðlaugsdóttir, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Elín Hrund Þorgeirsdóttir. Hönnun og

umbrot: Janus Sigurjónsson. Auglýsingar: volg@volg. is sími 445-9000. Förðun fyrir VOLG með MAC: Harpa Káradóttir, Ester Þórisdóttir, Rakel Ásgeirsdóttir, Flóra Karítas Buenao, Elva Hlín Guðrúnardóttir. Hár: Tinna

Elín Jakobsdóttir

Ingimarsdóttir, Sigrún Jóhanna Eiríksdóttir.

Prentun: Oddi prentsmiðja. Dreifing: VOLG er dreift frítt í 10.000 eintökum allt land.

-6-


lúxus

brúnka án sólar SCENT SECURE GOLD

Gefur húðinni samstundis JEPPIKER PMX SK QMPX KYPPMô ]ÁVFVEKô -RRMLIPHYV / KYPPEKRMV Fæst í Hagkaup Smáralind og ÂIWXYQ ETzXIOYQ w[[ \IRXER MW

Fallegur ólífutónn

Dásamlegur ilmur

Marg verðlaunuð vörulína


Volg

Bára Hólmgeirsdóttir 12

Linda Pétursdóttir

14

ATMO 18 Forynja 20 Hulda Vilhjálmsdóttir 22 Elín Ey 24

Angela Merkel

28

Guðrún Guðlaugsdóttir 26 Daníel Þorkell Magnússon 30 Joel Peter Witkin 32 Elín Jakobsdóttir 36

UN Women

44

Ashura H. Ramadhan 46 Guðmunda Elíasdóttir 48 Valgerður Halldórsdóttir 52 Brynja Sverrisdóttir 54

MoMs

56

VOLGur maður 58

-8-


9KÏI6BÏC 9"k iVb ch`dgijg Zg Z^cc Va\Zc\Vhi^ d\ VakVgaZ\Vhi^ k iVb ch`dgijg^cc ]_{ ÏhaZcY^c\jb { bZÂVc h [Zaai Zg VÂ `dbV WZijg a_ h ]kZ b^`^ak¨\i ÄVÂ Zg [ng^g hiVg[hZb^ a `VbVch#

;A?ÓI6C9>

&%%% >J '%%% >J

={bVg`h jeeiV`V

IJ<<JIy;AJG =:CI6 7yGCJB

<BE kdiiVÂ

lll#cdl[ddYh#^h




Volg

Listaverkin mí n

Bára Hólmgeirsdóttir Texti: Elín Hrund Þorgeirsdóttir Ljósmyndir af Báru: Ásta Kristjánsdóttir Ljósmyndir af listaverkunum: Leifur Wilberg Orrason Bára Hólmgeirsdóttir er eigandi og hönnuður fatamerkisins og verslunarinnar Aftur. Hún er mikill safnari og hefur fundið söfnunaráráttu sinni farveg í söfnun listaverka. Blaðamaður VOLG leit í heimsókn til Báru og fékk að skoða nokkur listaverk og heyra af hverju þau eru í uppáhaldi.

-12-


Volg

Anika Lori

Davíð Örn Halldórsson

„Þetta er Klippiverk/ blönduð tækni eftir danska listakonu sem að snillingarnir systur mínar gáfu mér í afmælisgjöf. Í goth hjartanu mínu lít ég svona út.“

„Hressleikinn og litagleðin höfðuðu til mín.“

Alfreð Flóki „Prince of darkness í mínum huga. Ég er svo óendanlega lánsöm að eiga þetta verk eftir Flóka.“

Listamaður óþekktur „Þessi kona er búin að stara á mig eins lengi og ég man eftir mér. Ég hef alltaf borið óttablendna virðingu fyrir henni. Mamma keypti þetta verk af manni sem gisti í tjaldi á Ísafirði um 1967. Ef einhver veit hver listamaðurinn er, væri fróðlegt að vita það.“

-13-

Hrafnkell Sigurðsson „Sjóstakkurinn fékk hjarta sjómannsdótturinnar til að taka kipp. Endalaus fegurð.“


Volg

-14-


Volg

Linda Pétursdóttir og dóttir hennar Ísabella Ása Lindudóttir Ljósmyndari: Ásta Kristjánsdóttir Stílisti: Sara María Júlíudóttir Förðun: Elva Hlín Guðrúnardóttir með MAC snyrtivörum Hár:Tinna Ingimarsdóttir

-15-




Volg

60 hönnuðir í einni verslun Texti: Hildur Sif Kristborgardóttir Ljósmynd: Leifur Wilberg Orrason Tísku- og hönnunarhúsið ATMO opnar þann 15. nóvember næstkomandi. Verslunin verður staðsett á Laugavegi 91 og þar verða í boði íslenskar hönnunarvörur frá 60 hönnuðum.

V

erslunin er búin að vera í undirbúningi í langan tíma og nú fer loksins að styttast í opnun. ATMO mun hafa það að markmiði að halda utan um íslenska gæðahönnun þar sem hver hönnuður og vörumerki fá að njóta sín og þannig auðvelda fólki aðgang að íslenskri hönnun. „Við munum m.a. bjóða upp á fatnað, skó, barnaföt, skinnvörur, snyrtivörur, tónlist, púða, teppi og ýmsar gjafavörur, auk dýrindis veitinga frá Gló, svo eitthvað sé nefnt. ATMO verður því samkomustaður allra innlendra og erlendra unnenda íslenskrar hönnunar og einnig þeirra sem vilja upplifa sköpun og nýjustu strauma. Rík áhersla verður lögð á faglega og fallega framsetningu ásamt góðri þjónustu,“ segir Thelma Björk Jónsdóttir, verslunarstjóri ATMO. Að ATMO standa aðilar sem hafa mikla reynslu af rekstri, markaðssetningu, sölu og framleiðslu á íslenskri hönnun, bæði hérlendis og erlendis. „Þegar svo margir hönnuðir koma saman þá eykur það líkurnar á því að fólk komi og skoði vörurnar þeirra því margir sem eru að leita að ákveðinni vöru eða merki kynnast þá um leið fleiri merkjum og hönnuðum. Það var löngu orðið tímabært að sameina ólíka hönnuði undir einu þaki enda er þungur og erfiður rekstur fyrir hönnuði að selja sínar vörur sjálfir og sjá um allt annað sem tengist verslunarrekstri. Það eina sem hönnuðir ATMO þurfa að gera er að hanna gæðavöru, og sjá til þess að þeir eigi nóg af henni. Við sjáum um restina. Þannig geta þeir sett sem mest af tíma sínum í að hanna og þróa nýjar vörur,“ segir Thelma Björk. Í kjallara hússins verður einnig rekin „secondhand“ verslun í samstarfi við Rauða Krossinn og þar verður einnig skiptimarkaður á hönnunarfatnaði og vintage-markaður. Uppákomur og tískusýningar verða einnig reglulega í húsinu. Áhuginn fyrir versluninni er svo mikill að Thelma hefur nú þegar þurft að vísa mörgum frábærum hönnuðum frá sökum plássleysis. En þrátt fyrir að verslunin sé orðin full hvetur hún áhugasama hönnuði til að setja sig í samband við ATMO og undirstrikar að verslunin taki öllum athyglisverðum ábendingum um nýja innlenda hönnun.

-18-


S NA P S BI STR O B AR

LAUGARDAGAR OG SUNNUDAGAR FRÁ 11:30 - 16:00

101 ÓÐINSTORG SNAPS.IS Snapsbistro@snapsbistro.is +354 5116677


Volg

Forynja

Hafið

Ljósmyndir: Sara María Júlíudóttir

-20-



Volg

Listakonan

Hulda Vilhjálmsdóttir Texti: Hildur Sif Kristborgardóttir Ljósmynd: Ásta Kristjánsdóttir Hulda lærði í Myndlistaskóla Reykjavíkur sem barn, eftir það í Iðnskólanum í Reykjavík, Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Listaháskóla Íslands. Hún hefur búið í Reykjavík, í Fossvoginum, á Stokkseyri og í Mosfellsbæ og unnið við fjölbreytt störf. Meðal annars sem skrifstofudama, blómakona, leikskólakennari og pizzabakari. Huldu finnst gaman að fela sig, en hún birtist þó af og til með afurðir sínar.

„Ég sá einu sinni fjall og úthafið í janúar við hástreymi. Sá börnin mín nýfædd, sá mömmu og pabba deyja, ég hef misst góða vini, ég hef séð fólk þjást, ég hef séð fólk gleðjast.“ „Ég er stundum huldukona, móðir, faðir, barn. Ég rannsaka, er að sulla, færa til hluti og breyta.“ „Ég elska að pensla og mála. Ég elska tilfinningar, elska tjáningu, elska náttúru og mannréttindi. Ég elska fólk, helst skrýtið fólk, börn, mold, blóm, fötur, allskonar fötur.“ „Mér finnst draumar skemmtilegir, finnst gott að hafa jafnvægi og vita hvað er að gerast í rauninni á yfirvegaðan hátt, það sem ég ræð við. Mér finnst gott að hafa suma af mínum göllum.“

Heimasíða Huldu er www.huldavil.is

-22-



Volg

Elín Ey Ljósmyndir: Ásta Kristjánsdóttir Stílisti: Sara María Júlíudóttir Förðun: Flóra Karítas Bueano með MAC Fatnaður: Einkaeign Söru og Elínar

-24-


Volg

-25-


Volg

Hin sjálfsprottna þörf Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir

M

við byggingu menningarhúss að þeir sem eiga að standa straum af argt orkar tvímælis þá gert er. Nú höfum við Íslendslíkri stofnun freisti þess að fá eins mikið inn í reksturinn og möguingar komið okkur upp slíkum „menningarhatti“ þar legt er. Það er vafalaust hægt að vissu marki. En það væri skarð fyrir sem Harpan er að við riðum næstum til falls undir því skildi ef hin djúpa þrá eftir einhverju nýju væri að einhverju leyti mikilfenglega menningarhúsi. Ekki ætla ég að stunda heft í þeim tilgangi. neitt „Hörpueinelti“ í þessum skrifum en get þó ekki stillt mig um að Frelsi er dýrt orð og oft sprettur frelsið upp úr fátæktinni. Franska orða aðeins vangaveltur sem ég hef átt í mínum sálarfylgsnum sem byltingin spratt upp úr fátækt, - fátæklingarnir vildu ekki lengur óneitanlega tengjast Hörpunni á vissan hátt. Tónleikasalurinn Nasa leggja líf sitt í að standa undir óhófslifnaði yfirstéttar sem að sínu hefur verið mjög í umræðunni. Ég dreg ekki dul á að ég hefði viljað leyti var stórhneyksluð á slíkum uppreisnaranda. Það vita allir til hafa þann sal í þeirri notkun sem hann hefur verið undanfarin ár, hvers sú bylting leiddi. Vagga rappsins var í New sem vinsælan tónleikasal. Á árum áður var í þessu York, í hverfunum Bronx og Harlem, þar sem bjó sama húsnæði rekinn æði vinsæll skemmtistaður fátækt fólk sem fann sér þennan farveg til að tjá undir nafninu Sjálfstæðishúsið. Það er eftirsjá að „Vagga rappsins sig þegar það átti ekki aðgang að glæsihýsum og stöðum sem fólk vill sækja og finnur sig heima í. var í New York, í tækjum. Það sem ég velti fyrir mér er hvort tilkoma hins Sjálfsprottin stemning er líkust því þegar einn mikilfenglega menningarhúss Hörpunnar kunni að hverfunum Bronx gestur kemur í eldhús og fær kaffi, annar bætist verða til þess að staðir, þar sem fólk hefur ákveðið og Harlem.“ við og smám saman er setið á öllum stólum og upp að koma saman og skemmta sér, innanhúss og á borðum en yfir öllu hvílir gleðin yfir að hittast utan, verði smám saman lokaðir, í þeim óbeina og svona óformlega og án annars tilgangs en leita sér sennilega næstum ómeðvitaða tilgangi að beina selskapar, maður hittir mann og þeir kasta á milli sem flestum samkomum í hið mikla pláss sem er sín orðum og hugmyndum. í Hörpunni. Örlög Nasa eru kannski ekki gott dæmi, þau eru að ég Sem sagt, ég er að velta vöngum yfir hvort kostnaðurinn við Hörpu held ótengd Hörpunni og eiga sér lengri aðdraganda – en eru þau verði ekki aðeins peningalegur heldur hugsanlega líka menningarkannski upptaktur að því sem koma skal? legur. Það væri verr farið en heima setið ef menningarleg nýmyndun Á hverjum tíma koma upp staðir þar sem fólk vill hittast og væri að hluta til heft með því að loka í auknum mæli litlum stöðum helga sér, þar sem „andinn á óðul sín“ hjá hverri og einni kynslóð. sem fólk vill koma saman og skemmta sér - á þann sjálfssprottna hátt Þetta er oftar en ekki neinir hátimbraðir salir og jafnvel útisvæði, sem er óháð öllum sígildum römmum. Ég vona að viðleitnin hjá hinu en til þeirra er leitað að því er virðist af einskonar sjálfsprottinni opinbera verði ekki sú að beita fyrir sig skipulagskröfum í þessa veru. þörf og illmögulegt er að sjá fyrir hvar „hjartað slær“ í þessum Án sjálfsprottinnar nýmyndunar í list stöðnum við og lífið verður efnum á hverjum tíma. Rétt eins og það hefur löngum verið erfitt smám saman smáborgaralegt og leiðinlegt. Slíkt stöðnunarástand er að segja fyrir hvert straumurinn liggur hverja og eina Verslunarekki óþekkt í veraldarsögunni – en það leiðir óhjákvæmilega af sér að mannahelgi. hið nýja brýtur sér loks braut og hringrás hefst. Nýtt fólk krefst nýrra Það er alltaf erfitt að stjórna sjálfsprottnum og nýjum hugmyndtækifæra og umhverfis. Hið gamla á samt sem áður sinn tilverurétt um ofan frá. Það er stundum reynt en þá eru hinar sjálfsprottnu og er varðveitt sem slíkt. En þetta hvort tveggja þarf að fá að feta hugmyndir gjarnan orðnar gamlar – síðan í „gær eða fyrradag“, - ef vegferðina samhliða, hið nýja sem fæðist og hið gamla sem geymist, - í svo má að orði komast, jafnvel hálfgerðir „safngripir“. því umhverfi sem hvoru um sig hentar hverju sinni. Það er samt ekki óeðlilegt þegar búið er að leggja í heljar kostnað

-26-


ENGIFER Í 1 lítra af Floridana Engifer er safi úr

150 g af fersku engifer eða um 20 cm af engiferrót

Nýr og öflugur safi með eplum, vínberjum, gylltu safa. Bragðið er kröftugt og hressandi og hefur frískandi áhrif. Engifer hefur verið notað sem lækningajurt í þúsundir ára og inniheldur meðal annars kalíum, magnesíum, kalk, zink, fosfór, C-vítamín og andoxunarefni.

Engifer er talið: Áhrifaríkt gegn kvefi Bæta meltingu

FÍTON / SÍA

Hafa forvarnarmátt gegn ýmsum tegundum krabbameina

FÍTON / SÍA

Nýtt

kiwi, lime og engifer hefur bæst í hóp Floridana


Volg

Angela Merkel Texti: Þórunn Klemenzdóttir, hagfræðingur Sumir telja að Angela Merkel, kanslari Þýskalands sé voldugasta kona heims. Það er ekki bara af því hún er kanslari mesta efnahagsveldis Evrópu, heldur af því hvernig hún hefur haldið á spilakortum valdsins frá því að hún sneri sér að pólitík á tímum umbyltingarinnar í gamla Austur-Þýskalandi 1989.

Þ

að er vissulega afar forvitnilegt að rekja slóð hennar frá því hún var varablaðafulltrúi síðustu ríkisstjórnar Austur-Þýskalands og fram til okkar daga. Angela Merkel er prestsdóttir frá norðurhluta Þýskalands. Hún, eins og svo margir aðrir í því ríki, tók þátt í ungliðastarfi austurþýska kommúnistaflokksins, lauk skólagöngu og útskrifaðist með háskólapróf í eðlisfræði. Sú staðreynd að hugur hennar mótaðist og þjálfaðist við að fást við raunvísindi þykir setja mark sitt á

glímu hennar við stjórnmálin. Hún greinir vandamálin og setur þau fram eins og hún sé að leysa efnafræðiverkefni. Hún varð ráðherra strax eftir sameiningu þýsku ríkjanna og hefur með mikilli elju og fádæma klókindum náð því að hafa stjórnað Þýskalandi í 13 ár. Hún hefur losað sig við alla keppinauta í Kristilega demókrataflokknum, en þeir voru bæði margir og voldugir, og stendur nú uppi sem óumdeildur leiðtogi bæði í Þýskalandi og einnig í Evrópu.

-28-


ENNEMM / SÍA / NM54645

Við elskum hefðir. þess vegna sköpum við Þær. Við elskum aðventuna. Við elskum að skála við uppáhaldsfólkið okkar. Við elskum kokteila. Við elskum stemningu. Við elskum léttan mat sem bráðnar í munni og lætur okkur líða vel. Við elskum syndsamlega góða eftirrétti. Við elskum ekki þungan og gamaldags mat. En það stendur ekki í vegi fyrir girnilegasta hlaðborðinu um jólin 2012.

Jólin á Slippbarnum Hér verðum við í essinu okkar í hádeginu og á kvöldin 16.-17. og 23.-24. nóvember og svo alla daga frá 29. nóvember til jóla – vertu með. Borðapantanir í síma 560 8009. Hlaðborð í hádeginu 3.900 kr. og á kvöldin 5.900 kr. Icelandair hótel Reykjavík Marina Mýrargata 2 101 Reykjavík Sími 560 8000 www.icelandairhotels.is


myndlistarmaður

Day Shift Ljósmynd: Daníel Þorkell Magnússon


www.sign.is


Volg

„Ég vil að ljósmyndir mínar séu eins kraftmiklar og það síðasta sem manneskja sér eða man eftir rétt áður en hún deyr.“ Joel Peter Witkin.

JOEL-PETER WITKIN Texti: Sara María Júlíudóttir Ljósmynd: www.edelmangallery.com/witkin Í umfjöllunum um listafólk er því oft fleygt að líf þess og listsköpun séu bundin órjúfanlegum böndum. Að það sæki efnivið í eigin reynslu og upplifanir. Joel-Peter Witkin er dæmi um listamann sem er undir sterkum áhrifum frá eigin reynslu úr æsku.

W

itkin fæddist 13. september 1939 í Brooklyn, New York. Faðir hans var gyðingur og móðir hans var kaþólikki, en þau skildu þegar Witkin var ungur. Aðeins sex ára gamall varð hann vitni að hörmulegu bílslysi þar sem hann stóð á gangstétt fyrir framan æskuheimili sitt og hélt í hönd móður sinnar. „Það gerðist á sunnudegi þegar móðir mín var að fylgja tvíburabróður mínum og mér niður tröppurnar út á gangstéttina fyrir utan húsið okkar. Þegar við gengum niður tröppurnar heyrðum við mikil læti í bland við grátur og öskur á hjálp. Þarna höfðu þrír bílar með þremur fjölskyldum innanborðs lent í hræðilegum árekstri. Og einhvern veginn, í öllum látunum, hélt ég ekki lengur í hönd móður

minnar. Þar sem ég stóð við gangstéttarbrúnina sá ég að eitthvað rúllaði frá einum bílnum sem lá á hvolfi. Á endanum stoppaði það við gangstéttarbrúnina. Það var höfuð af lítilli stúlku. Ég laut niður til að snerta andlit hennar, til að tala við það - en áður en ég gat snert það leiddi mig einhver í burtu.” Joel-Peter Witkin nær að fanga fegurð og ljótleika mannsins í myndum sínum. Hann var stríðsljósmyndari frá 1961 til 1964 í Víetnamstríðinu og eftir það flutti hann til Nýju-Mexíkó til að komast óheft í líkhúsin þar. Þaðan fær hann mikið af myndefni sínu sem gerir honum kleyft að tjá sig á þann hátt sem hann þarf. Myndir hans hafa haft mikil áhrif , meðal annars sótti Alexander McQueen innblástur í mynd hans „Sanitarium“ fyrir vor/sumar línuna sína árið 2001.

-32-



Volg

Brúni stóllinn Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir

M

er víst ekki algeng bón en leyfið var veitt og mér voru fengin ein stór skæri til að klippa með. Ekki fékk ég samt leyfi til að fara með stólinn inn á lagerinn heldur varð leðurklippingin að fara fram á miðju gólfi, innarlega í húsnæðinu, þar sem rúm og sófar eru til sýnis. Hófst ég svo handa við klippa leðrið utan af stólnum og var það talsvert verk og ekki fljótunnið. Skemmst er frá að segja að þessi iðja mín vakti óskipta athygli annarra viðskiptavina. Tóku sumir sér stöðu álengdar og fylgdust með aðgerðum mínum og ein kona sagði stundarhátt: „Má þetta?“ Þegar hópurinn í kringum mig fór sístækkandi og umræður um tiltæki mitt urðu fjörugri miskunnaði afgreiðslustúlka sig yfir mig og ákvað að leyfa mér að fara með stólinn inn á lagerinn. Hún og annar afgreiðslumaður til báru stólinn þangað inn og þar lauk leðurklippingunni farsællega með dyggri aðstoð afgreiðslustúlkunnar fyrrgreindu. Ég tók að verki loknu afklippta leðrið og stakk því í poka - en ekki var sjón að sjá aumingja stólinn sem stóð auðnuleysislegur og berklipptur eftir á steingólfinu þegar ég hélt á braut. „Allt á sitt upphaf og endi“, hugsaði ég heimspekilega og ók áleiðis til vinkonu minnar sem kann til bólstrunar. Hún skoðaði leðrið og sagði það sterkt og gott. Einnig sagði hún mér frá bólstrara sem hún þekkti. Hann tók fyrir hennar orð að sér að klæða pullurnar með hinu afklippta leðri. Ekki er að orðlengja það að bólstrunin hjá þessum ágæta fagmanni tókst með mikilli prýði og er nú sófinn sem nýr - hreint augnayndi. Þetta eru auðvitað ekki tíðindi á borð við bankahrun - en ekki ber þó að vanmeta jákvæð atvik sem lífga upp á daginn. Með því að hleypa lífsgleðinni inn til sín verður ástandið bærilegra í umhverfinu. Allt sem bætir og kætir er af hinu góða nú um stundir. Einmitt á erfiðum tímum er full ástæða til að hafa auga fyrir hinu skondna í tilverunni - og deila með öðrum.

itt í fréttum af stjórnarskrármáli og sífelldu fjármálamisferli á heimsmælikvarða er kannski tilbreyting að lesa svolitla „kreppusögu“. Harmsögulega aðalhetjan í sögunni er brúnn stóll sem um daginn var til sölu í Góða hirðinum. Forsaga málsins er að á heimili mínu er leðursófi með afar sérkennilegum brúnum lit og hefur hann unnið sér inn það álit að vera ómissandi uppáhaldshúsgagn hjá heimilisfólki. En eðlilega slitna þau húsgögn sem svona örlög hljóta og eftir að ótal fjölskyldumeðlimir, ættingjar og vinir höfðu hátt á annan áratug ýmist setið eða legið í umræddum sófa voru setpullurnar farnar að slitna illilega. Ég hafði íhugað að skipta sófanum út fyrir nýjan en sú tillaga fékk litlar undirtektir. Ég var því farin að svipast um eftir heppilegu áklæði. En dag einn þegar ég kom af fundi lagði ég leið mína í Góða hirðinn til að athuga með bollastell sem ég safna en hætt er að flytja inn vegna gjaldeyrishafta og helst er að fá bolla eða diska á fornsölum. Ekki bar þarna vel í veiði hvað stellið snerti en hins vegar gekk ég fram á stól sem kom mér kunnuglega fyrir sjónir. Ég stansaði og horfði lengi á hann og komst loks að þeirri niðurstöðu að leðrið á honum væri alveg eins og leðrið á hinum elskaða sófa í stofunni heima hjá mér. Ég sá að mikið heilt leður var á bakstykki stólsins og hliðum og spurði hvort hægt væri að taka hann frá meðan ég skryppi heim til að sækja pullu úr sófanum til að bera saman við brúna litinn á stólnum. Ekki mátti það. Ég ók þá heim í snarheitum, sótti pullu úr sófanum - og stóllinn var enn á sínum stað þegar ég kom til baka skömmu síðar. Það stóð heima, leðrið á stólnum var greinilega náskylt leðrinu á sófanum, sennilegast úr sömu brúnu rúllunni. Ég ákvað að kaupa stólinn og fékk hann á vægu verði. Ennfremur óskaði ég eftir að fá að klippa leðrið utan af stólnum á staðnum. Ella þyrfti ég að drusla honum heim til þess eins að fleygja honum að klippingunni lokinni. Þetta

-34-



Volg

Stórt hjarta

Elín Jakobsdóttir Texti: Hólmfríður Sigurðardóttir Ljósmyndir: Ásta Kristjánsdóttir Stílisti: Sara María Júlíudóttir Förðun: Harpa Káradóttir með MAC Hár: Sigrún Jóhanna Eiríksdóttir

Elín Jakobsdóttir upplifði draum margra ungra kvenna þegar hún fór að vinna fyrir sér sem fyrirsæta víða um veröld. Andlit hennar prýddi forsíður frægra tískublaða og risastór auglýsingaskilti stórborganna. Mitt í velgengninni missti Elín sjónar á sjálfri sér. Nú hefur hún fundið styrk sinn aftur og tekst á við nýtt hlutverk – móðurhlutverkið – af öryggi og bjartsýni.

-36-


Volg

KJÓLL: comme des garcons HÖFUÐFAT: twill

-37-


Volg

„Ég hélt einu sinni að ég vildi verða rík og fræg, að það væru hlutir sem ættu eftir að gera mig hamingjusama. En nú veit ég, að það að vakna við hlið elskunnar sinnar á hverjum degi og geta sagt henni augliti til auglitis að maður elski hana, það skiptir öllu máli.”

Þ

að var ekki annað hægt en að taka strax eftir ungu konunni sem sat og horfði út um glugga á ónefndu kaffihúsi í Reykjavík. Hún var með aðra hönd á tebolla og hina á glæsilegri kúlu og var nær gengin fulla meðgöngu með sitt fyrsta barn og geislaði af fegurð og heilbrigði. Elín Jakobsdóttir er 26 ára en hefur upplifað meira en flestir jafnaldrar hennar. Strax á menntaskólaárum var hún farin að þrá að uppgötva hvað heimurinn hefði upp á að bjóða. Dyrnar að honum opnuðust þegar hún tók þátt í Ford-keppninni, en í kjölfar hennar fékk hún boð um að gerast fyrirsæta erlendis. Hún var óþreyjufull, en ákvað að klára menntaskólann fyrst, afgreiddi hann á þremur árum og flaug svo á vit ævintýranna nokkrum dögum eftir útskrift. Átján ára gömul gekk hún ein um götur London og safnaði verkefnum í möppuna sína. „Þegar ég horfi til baka finnst mér ég ekki hafa verið nógu þroskuð í þennan bransa, en samt þótti ég nú í eldri kantinum til að vera að byrja að vinna sem fyrirsæta. Ég var algjör „tomboy” og er það líklega ennþá. Ég kunni ekki einu sinni að ganga á hælum.“ Fjölskyldu Elínar fannst ekki auðvelt að vita af henni einni úti í hinum stóra heimi. Sér í lagi afa hennar, Oddi Brynjólfssyni en hjá honum ólst Elín upp að hluta til. „Afi var með stórt hjarta. Hann kenndi mér margt, svo sem það að allir eiga skilið skilyrðislausa ást, sem ég svo sannarlega fékk frá honum. Hann hringdi í mig daglega, hvort sem ég var erlendis eða á Íslandi.” Afi hennar lést 9. júní árið 2010 og skildi eftir sig mikið skarð í lífi Elínar. „Hann var stór partur af lífi mínu. Ég hugsa til hans á hverjum degi og sakna hans mikið.”

lausum hala að mestu, en í París var hlutunum tekið með meiri alvöru. Þar var mér fljótt gert ljóst að það, að fara út að skemmta sér og eiga að mæta í vinnuna klukkan 8 morguninn eftir, lítandi út eins og ruslahaugur, væri ekki að fara að ganga upp. Þar að auki fílaði ég mig aldrei með þessu liði, sem sótti þessa klúbba. Þetta var allt saman mjög yfirborðskennt.“ Þessi yfirborðsmennska fór illa í Elínu og þrátt fyrir að vel gengi hjá henni, á meðan hún bjó í París, og hún lifði lífi sem margar ungar stelpur dreymir um, leið henni ekki vel. „Það var skrýtið, að þegar mér gekk best leið mér hvað verst. Þegar ég kom heim á kvöldin leið mér eins og innantómri skel. Eins og ég hefði verið að selja sálu mína. Ég var ekki að fara út fyrir nein siðgæðismörk, en ég fann fyrir því að ég væri að gera eitthvað sem skipti mig engu máli og mér fannst ég vera að græða á einhverju sem ég átti ekki skilið. Á endanum varð ég bara þunglynd af þessu. Það sá enginn að eitthvað væri að hjá mér, því allt leit vel út á yfirborðinu.“

Flúði París en ekki sjálfa sig Á þessum tímapunkti bauðst Elínu að reyna fyrir sér sem fyrirsæta í Tókýó. Hún stökk á það tækifæri. „Þarna var komin ein af mínum uppáhaldslausnum. Að skipta um umhverfi, ef mér leið ekki nógu vel. Ég lærði það ekki fyrr en seinna meir að ir ekki máli hvert ég fer, því ég verð alltaf þar.“ Eftir þrjá mánuði í Tókýó fór Elín aftur til Parísar og ekki leið á löngu uns vanlíðanin sótti að henni aftur. Hún reyndi eitt og annað til að reka hana á brott, tók sér margra mánaða pásu frá tískuheiminum og bjó í Berlín, fór aftur til Tókýó, en allt kom fyrir ekki. Hún var að brotna saman og átti engin spil eftir uppi í erminni til að taka slaginn. „Sjálfsmynd mín var alveg brotin. Ég hafði látið þau skilaboð ná til mín, að ég væri ekki annað en kjötstykki og væri metin af þeim verðgildum einum. Ég var að týna kjarnanum í sjálfri mér.” Þrátt fyrir að reynsla Elínar af fyrirsætustörfunum sé ekki að öllu leyti jákvæð tekur hún ekki svo djúpt í árinni að ráða öðrum frá því að feta þessa braut. „Þetta var stórkostleg reynsla sem ég myndi aldrei taka til baka, enda hefur hún mótað mig mikið. Ég held líka að ef ég væri að fara út í dag yrði þetta allt öðruvísi. Ég myndi geta notið þess betur og náð lengra. Ef þú ert í góðu standi í kollinum getur það verið frábær reynsla að vinna sem fyrirsæta. En ef þú ert ekki nógu sterk, þá getur þetta beinlínis verið stórhættulegt. Það er auðvelt að missa fótanna og það gera margar stelpur.“

Annað heimili í París Í London hafði Elín það prýðilegt, þénaði nægilega vel til að geta keypt sér föt og aðrar nauðsynjar ungrar fyrirsætu og skemmt sér vel á kvöldin. En það var ekki fyrr en hún fékk verkefni í París að tækifærin tóku að streyma að. Það sem átti að vera mánuður urðu þrjú viðburðarík ár. „Ég elska París og lít á borgina sem mitt annað heimili, enn þann dag í dag,“ segir Elín. Þar sat hún fyrir í tímaritum á borð við ELLE og fyrir þekkt fyrirtæki á borð við L’Oréal og Galerie Layfayette. „Ég algjörlega elskaði að vera fyrir framan myndavélina og geri reyndar enn. Mér fannst ég vera að taka þátt í að búa til listaverk með ljósmyndaranum. Að hjálpa honum að gera sýn sína að veruleika, það fannst mér æðislegt.”

Fannst hún hafa selt sálu sína

Fortíðin er að baki

Tískuheimurinn er stútfullur af freistingum og fyrirsætum opnast ýmsar dyr, til dæmis inn á hina ýmsu skemmtistaði og klúbba, sem verða vinsælli eftir því sem fleiri slíkar mæta og skemmta sér. „Það er hluti af bransanum að mæta í partí og að sjálfsögðu fór ég mikið á djammið, sérstaklega til að byrja með. Í London fékk ég að leika

Elín sneri aftur til Íslands „með skottið á milli lappanna“ eins og hún lýsir sjálf. Það var í árslok árið 2010 sem henni lenti saman við fyrrverandi kærasta sinn og endaði það illa. Í kjölfarið var Elín ákærð og því fylgdi bið eftir dómi. „Það var erfitt að bíða eftir niðurstöðunni í

KJÓLL: twill HÖFUÐSKRAUT: twill og louis vuitton Klútur: louis vuitton Belti: einkaeign

-38-


Volg

-39-


flowerbondage.blogspot.com

Elín hefur fylgst með tískustraumum og -stefnum frá því að hún var smástelpa og skrapaði saman vasapeningunum sínum til þess að geta keypt sér Vogue. Í störfum sínum sem fyrirsæta vann Elín með fagfólki í tísku- og auglýsingabransanum og sankaði hún svo að sér ýmiss konar fróðleik um tískuna, sem ekki er á allra vitorði. Nú hefur hún fundið honum sinn farveg, en hún heldur úti vefsíðunni flowerbondage.blogspot.com. Þar fjallar hún um tískuna frá ýmsum hliðum og setur inn myndir af áhugaverðum hlutum og fallegu fólki, meðal annars af sér sjálfri í hinum ýmsu klæðum. „Við vinkona mín erum bara að nördast og leika okkur að því að setja saman föt sem okkur þykja flott. Ég hef mjög gaman af þessu. Ég er ákveðin í að starfa á þessu sviði í framtíðinni. Ég er opin fyrir ýmsum möguleikum.”

þessu máli og ég var ekki sátt við hana. Það eru tvær hliðar á öllum málum. Mig langar alls ekki að grafa upp gömul sár og þess vegna vil ég sem minnst um þetta segja, annað en það, að þetta var samband sem endaði mjög illa. Ég vissi strax að ég hefði tvo kosti. Að láta þetta mál fara illa með mig, eða læra af því. Svona lífsreynsla fær mann til að horfast í augu við sjálfa sig, horfa á líf sitt og spyrja sig hvað það er sem skiptir máli. Að geta gert það sem þú vilt, þegar þú vilt. Litlu hlutirnir.“

Ástin bar ávöxt Það eru ekki nema tæp tvö ár frá því að Elín hitti manninn i lífi sínu, Júlla, fyrst. Hún lýsir því með glampa í augum hvernig hún hafi fundið, um leið og hún sá hann, að þarna væri maðurinn sem henni væri ætlað að eyða lífinu með. Ást þeirra var ekki lengi að bera ávöxt og meðgangan gekk eins og í sögu. Fyrir utan það að borða eins og tveir fílefldir karlmenn og sofa eins og værasta ungbarn sagðist Elín lítið hafa fundið fyrir óléttunni. „Ég hef verið að hugleiða og sótt tíma í hypnobirthing, en það er hugmyndafræði sem gengur út á að konur taki fæðinguna fyllilega í sínar eigin hendur. Eftir allt sem ég hef farið í gegnum í lífinu hef ég tröllatrú á sjálfri mér. Ég trúi því og veit að líkami minn er hannaður til að gera þetta sjálfur,” sagði Elín að lokum, kvaddi skömmu síðar og gekk ákveðnum skrefum út í haustið. Nokkrum dögum seinna kom drengurinn fullskapaður í heiminn, á heimili þeirra Elínar og Júlla. Hann vex og dafnar vel og hefur fengið nafnið Úlfur Máni.

-40-


Volg

EFNI: twill PILS: alain manoukian

-41-


Volg

-42-


Volg

-43-


Volg

Herferð UN Women í Afganistan Texti: Inga Dóra Pétursdóttir Ljósmynd: Magnea Marinósdóttir UN Women í Kabúl hefur í samstarfi við aðrar stofnanir innan Sameinuðu þjóðanna hrint af stað upplýsingaherferð þar sem undirbúnir hafa verið útvarpsþættir um ofbeldi gegn konum og giftingar barnungra stúlkna.

Þ

framar fara illa með konu sína. Í kjölfarið fékk hann að fara með hana heim á nýjan leik. Yfirlýsing eiginmannsins hafði litla þýðingu fyrir Sahar. Tengdafjölskyldan var stúlkunni reið fyrir að sinna ekki heimilisstörfum sem henni voru úthlutuð, og í refsingarskyni var henni komið fyrir í myrkum kjallara. Þar svaf stúlkan á beru gólfi og hafði ekki annað til ætis en brauð og vatn. Ofbeldið hélt áfram, fyrst og fremst af hendi tengdaföður hennar. Hún var gróflega barin með ýmsum bareflum, bitin, heitum járnum stungið í eyru hennar og leggöng auk þess sem rifnar voru af henni tvær neglur. Á þessu stigi voru henni allar bjargir bannaðar og hún átti sér enga von um að lifa barsmíðarnar af. Fjölskylda Sahar lagði hart að tengdafjölskyldu hennar um að fá að hitta stúlkuna og grunaði að ekki væri allt með felldu. Í kjölfarið fannst stúlkan í myrkvuðum kjallaranum þar sem hún lá á heysátu. Sýnin sem mætti fjölkyldu Sahar var óhugnaleg. Föt hennar voru rifin og tætt og hún sjálf vart með meðvitund. Hún gat ekki stigið í fæturnar óstudd eftir margra vikna veru í kjallaranum og nauðsynlegt var að bera hana á spítala. Í kjölfarið var fjölskylda Ghulam Sakhi handtekin en honum sjálfum tókst með naumindum að flýja og er hans enn leitað. Sér til varnar hélt fjölskylda Ghulams því fram í réttarsal að þau hafi greitt fyrir hana gott verð en stúlkan sem að þeirra mati var ekki nægilega falleg, hafi neitað að vinna og eignast börn. Farið hefur verið fram á 10 ára dóm fyrir hvern fjölskyldumeðlima Ghulams Sakhi. Krafan þykir marka tímamót í baráttunni fyrir bættum aðstæðum og auknum réttindum kvenna í Afganistan. Í málssókn gegn Ghulam og fjölskyldu hans hefur lögunum frá 2009 verið beitt. Sahar sjálf dvelur nú í kvennaathvarfi í Kabúl sem ætlað er fórnarlömbum heimilisofbeldis. Hún ber ör að innan sem utan eftir þá þrekraun sem hún hefur þurft að ganga í gegnum en hún er á bataleið, hefur eignast nýja vini og hefur endurheimt vonina. Í dag dreymir hana um að gerast stjórnmálakona til þess að geta komið í veg fyrir að aðrar konur þurfi að ganga í gegnum sömu þjáningar. Mikilvægt er að halda baráttunni áfram svo niðurstaðan í máli Sahar Gul verði ekki undantekningin sem sannar regluna. Mikill fjöldi stúlkna í Afganistan er í þessum töluðu orðum að ganga í gegnum sömu hremmingar og Sahar gerði en því miður fá mál fæstra þeirra viðlíka athygli og þurfa þær því að bera harm sinn í hljóði. Þessar stúlkur hafa verið sviptar æskunni, tækifærum til menntunar og þeim sjálfsögðu mannréttindum sem þær eiga rétt á. Með því að ganga í Systralag UN Women getum við átt þátt í því að breyta þessu og veita ungum stúlkum í Afganistan æskuna á nýjan leik.

að hefur sýnt sig að útvarpsþættir ná mjög vel til fólks, sérstaklega á svæðum þar sem ólæsi er mikið. Í herferð UN Women hefur verið lögð mikil áhersla á hve alvarlegar afleiðingar þessi siður hefur fyrir stúlkurnar sjálfar og stöðu kvenna í landinu almennt. Líkamar ungra stúlkna eru ekki nægilega þroskaðir til að stunda kynlíf, ganga með börn og fæða þau í heiminn. Ótímabært samræði, meðganga og fæðing geta þannig leitt til áverka, varanlegrar örkumlunar á kynfærum stúlkna og í verstu tilfellum dauða. Auk þess hafa ungar stúlkur í flestum tilfellum litla sem enga þekkingu á kynsjúkdómum og smitleiðum þeirra og eru því sérlega berskjaldaðar. Líkur á fósturláti aukast margfalt því yngri sem móðirin er. Vegna þess að ungar mæður eru oft ekki líkamlega þroskaðar til að ganga með barn skerðast verulega líkur barnsins á því að lifa af. Einnig skortir ungar stúlkur þroska, menntun og almenna þekkingu til að takast á við það hlutverk að ala upp barn og þau vandamál sem því geta tengst. Giftingar ungra stúlkna er siður sem verður að uppræta því hann er mannréttindabrot af verstu sort sem sviptir börn æsku sinni, menntun heilsu og framtíð. Það er merkilegt að ung afgönsk stúlka hefur náð augum og eyrum alþjóðasamfélagsins á undanförnum mánuðum – og það sem merkilegra er – hún hefur náð að rjúfa þögnina um þetta útbreidda vandamál í Afganistan. Sahar Gul var 13 ára þegar hún var seld í hjónaband til ofbeldisfulls eiginmanns og tengdafjölskyldu. Þar var hún pyntuð, haldið í gíslingu og bjó við kynferðislegt ofbeldi í marga mánuði. Með aðstoð fjölskyldu sinnar, mannréttindasamtaka og vina hefur Sahar brotið blað í sögu jafnréttismála með því að ákæra eiginmanninn og fjölskyldu hans. Sahar Gul er 14 ára stúlka sem ólst upp í Badakhshan, fátæku fjallahéraði í norðurhluta Afganistan. Þegar faðir hennar lést átti hún ekki fast heimili fyrr en stjúpbróðir hennar tók hana að sér 9 ára gamla. Á heimilinu vann hún frá morgni til kvölds en eiginkonu bróðurins var illa við Sahar og krafðist þess að hún yrði gift þrítugum manni, Ghulam Sakhi. Þrátt fyrir að ólöglegt sé að gifta stúlkur undir 16 ára aldri, var Sahar seld í hjónaband aðeins 13 ára gömul. Á nýja heimilinu tók við erfiðisvinna, síendurteknar nauðganir og ofbeldi. Var ástandið á heimilinu orðið svo slæmt að lögregla þurfti að skakka leikinn. Lögreglumönnunum tókst að neyða Ghulam til þess að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að hann myndi aldrei

-44-


Þú stjórnar með Fékortinu Nýtt fyrirframgreitt kort Það er auðvitað frábært að eyða peningum sem maður á ekki. En miklu skemmtilegra er að eiga fyrir því sem maður kaupir hverju sinni.

FÍTON / SÍA

Farðu á fekort.is, til að sækja um Fékortið, nýtt fyrirframgreitt greiðslukort fyrir skynsama í fjármálum. Það er sannkölluð ferð til fjár.


Volg

Frá Zanzibar til Reykjavíkur Texti: Hildur Sif Kristborgardóttir Ljósmyndir: Ásta Kristjánsdóttir Ashura H. Ramadhan flutti hingað til lands frá Zanzibar eyjum sem liggja undan austurströnd Afríku árið 1999 . VOLG fékk hana til að segja örlítið frá reynslu sinni af landi og þjóð og muninum á lífinu hér og í Afríku.

Hvernig kom það til að þú fluttir til Íslands? Ég giftist íslenskum manni og saman eignuðumst við þrjú börn sem eru fædd á Íslandi. Þau eru með íslenskan ríkisborgararétt og hafa alltaf átt heima hér en ég og elsti sonur minn fengum ríkisborgararétt þegar við vorum búin að vera hér í þrjú ár.

Hvernig hefur gengið að læra íslensku? Ég tala orðið sæmilega íslensku og skil hana nokkuð vel en ég er ekki góð í að skrifa hana og finnst málfræðin erfið. Íslenskan er skiljanlega töluvert ólík Swahili, sem er móðurmál mitt. Það er væntanlega mikill munur á veðrinu í Zanzibar og hér á landi? Það er reginmunur á veðurfari á Íslandi og á Zanzibar. Á Zanzibar er sama veðurfar allt árið, þ.e. sólskin og hiti, nema í mars, sem er rigningamánuður með heldur lægra hitastig, eða um 25-30 gráður á celsíus. Og það finnst íbúum Zanzibar vera kalt, enda er meðalhitinn yfir árið um 32-38 gráður á celsíus. Í Zanzibar er sólarupprás klukkan 06.00 á morgnana en sólarlag kl 18.30 allt árið um kring og það munar ekki nema fáeinum mínútum eftir árstíðum. Ég kom fyrst til Íslands í janúar og þá vildi ég helst sofa mest allan sólarhringinn þar sem ég hafði vanist því að sofa á næturnar og mér fannst alltaf vera nótt á Íslandi á þessum árstíma. Síðan snérist þetta við yfir sumarmánuðina þegar glampandi sólin skein á kvöldin. -46-

Þú ert dökk á hörund, verðurðu vör við fordóma út af því? Ég er stolt af mínum húðlit og það truflar mig og börnin mín ekki að vera dökk á hörund. Hins vegar verð ég óneitanlega vör við að húðlitur minn vekur athygli margra og sumu fólki virðist ekki líka við fólk sem er dökkt á hörund og kallar okkur svertingja með neikvæðri merkingu. Það á ekki að dæma fólk eftir húðlit, trúarbrögðum eða bakgrunni. Við erum öll manneskjur með sömu vonir og þrár. Hverjir eru helstu kostir og gallar við að búa á Íslandi að þínu mati? Mér finnst Ísland hafa marga kosti. Hér er gott að ala upp börn og koma þeim til mennta. En þrátt fyrir að allir hafi sama rétt þá finnst mér kosta of mikið að senda börn í framhaldsskóla og er ekki viss um að efnaminna fólk hafi efni á að mennta börnin sín eins og þau mundu vilja gera. Einnig er á Íslandi mjög gott heilbrigðiskerfi. Hér eru vel menntaðir læknar og hjúkrunarfræðingar og allir hafa sama aðgang að læknisþjónustu. Síðan má auðvitað nefna náttúruna, hreina loftið og tæra vatnið. Einn helsti ókostur við íslenskt samfélag er að mínu mati hversu einmana og þunglynt aldrað fólk er oft. Þessu er öðruvísi farið í Afríku þar sem eru meiri samskipti á milli nágranna og ættingja og minni hætta á að einhverjir gleymist og verði einmana.



Teboðið Til í allt nema sjálfsmorð Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Ljósmyndir: Ásta Kristjánsdóttir Stílisering borðbúnaður og kökur: Olena Simone Stílisering á vinkonunum: Sara María Júlíudóttir

-48-


-49-


Volg

„Í dragtinni fór hún svo út á flugvöll en einhverra hluta vegna síkkaði dragtarpilsið úr mínistærð og var komið vel niður á mjóaleggi þegar á áfangastað kom.”

V

ið vorum svo stálheppnar þrjár dömur að vera boðnar af VOLG í morgunkaffi á Hótel Borg – og það ekki af verri endanum. Franskt þema einkenndi borðið, heiðurinn af því á Olena Simone. Við mættum í okkar fínasta pússi; til í allt nema sjálfsmorð eins og Guðmunda Elíasdóttir orðar það og settumst hátíðlega í gömlu stólana sem Ríkarður Jónsson skar út fyrir Jóhannes á Borg um 1930 og hófum létt spjall. Límið í hópnum er Guðmunda, söngkona, söngkennari og kvikmyndaleikkona, svo eitthvað sé nefnt af hennar starfstitlum. Hún er móðursystir þeirrar sem þetta skrifar og höfum við því haft mikinn samgang frá mínum æskuárum og um tíma kenndi hún mér söng. Þriðja daman, leikkonan Þórunn Magnea Magnúsdóttir, sem menntuð er í Frakklandi kenndi undirritaðri í leiklistarskóla þegar hún var nýlega komin þaðan frá námi. Guðmunda er einkavinkona Þórunnar og móður hennar Magneu Bergmann sem lengi var antikkaupmaður en komst ekki í kaffiboðið sakir lasleika. Þær Guðmunda kynntust á siglingu yfir Atlantshafið, farþegar í hinu sögufræga skipi Gullfossi. Allar götur síðan hafa þær verið afar nánar. Hið franska rósaþema leiðir talið að Frakklandi þar sem Guðmunda stundaði nám um tíma í söng og dvaldi af og til í tengslum við sönginn og Þórunn talar frönsku við Olena – varla getur það verið meira „fornemt“ í einu morgunsamkvæmi. Við segjum sögur frá því á árum áður, svo sem þegar Guðmunda ung var stödd á Íslandi og vantaði kjól í flott listamannasamkvæmi. Hún var ekki í vandræðum, tók niður gardínur, vafði þeim um sig listilega og nældi svo þær hengu utan á henni samkvæmið á enda. Þórunn Magnea segir frá dragt sem hún heklaði í flýti í Frakklandi á blankheitatíma í námslok. Í dragtinni fór hún svo út á flugvöll en einhverra hluta vegna síkkaði dragtarpilsið úr mínistærð og var komið vel niður á mjóaleggi þegar á áfangastað kom. Ég upplýsi um handavinnu leiklistarnámsáranna, þegar ég heklaði mér grænan kjól. Ég hekla laust svo fór fljótlega að sjást í gegnum hann. Einn kennari vakti sposkur athygli á þessu í leiktíma; ég spurði hvort honum fyndist þetta nokkuð leiðinleg sjón? Meðan á þessum spaklegu samræðum stóð lagaði Guðmunda öðru hvoru refinn sem hún hafði um hálsinn og fékk sér sígarettu með frönskum elegans. Svona geta konur haft gaman af að hittast, punta sig og spjalla saman eina morgunstund - og láta sér í léttu rúmi liggja þó tækifærið sé notað til að mynda herlegheitin.

-50-


Volg

-51-


Volg

„Þú vissir að ég ætti börn“ Texti: Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi

Þ

saman fram aðstoð með börnin draga þeir sig í hlé og samveran verður kvíðvænleg. Betra er að gera ráð fyrir breytingum þegar nýr maki kemur til sögunnar en stjúpforeldar eins og annað fólk vill hafa áhrif á sitt daglega líf og finna að gert sé ráð fyrir þeim. Yfirvinna „barnlausu“ vikuna kann að henta einhleypu foreldri en í nýju sambandi getur það farið illa í stjúpforeldrið sem upplifir að lítið svigrúm sé til þess að rækta sambandið án barna. Ekki bætir það stöðuna þegar ráðstafað er tíma þess eða rými án samráðs við það. Að hreyta í maka sinn „þú vissir að ég ætti barn eða börn“ þegar hann kvartar undan tímaleysi makans eða hvernig fyrrverandi maki vill stjórna öllu. Þvert á móti eru meiri líkur á að stjúpforeldrið upplifi sig útundan og reitt sem grefur undan löngun þess til að „fórna“ sér og tíma sínum fyrir stjúpbörnin og að foreldrið fái það svigrúm sem það þarf til að sinna börnum sínum. Það á að vera sjálfsagt mál að leita til fyrrverandi maka þegar aðstoð þarf með börnin en báðir foreldrar þurfa að taka mið af stjúpforeldrinu þegar breyta þarf tímasetningum eða skipulagi vilji þeir að börnum líði vel. Óánægja í stjúpfjölskyldum bitnar ekki síður á börnum þeirra en samskiptum þeirra fullorðnu. Allir þurfa að upplifa sanngirni og að gert sé ráð fyrir þeim á einhvern hátt. Fái stjúpforeldri þörfum sínum fyrir athygli og tíma fullnægt eins og aðrir í fjölskyldunni eru meiri líkur á að hollusta þess gagnvart henni eflist og það verði viljugra til að láta þarfir stjúpbarnanna ganga fyrir sínum eigin þegar nauðsyn krefur. Það þykir kannski ekki rómantískt en er nauðsynlegt, þegar hlutirnir krefjast mikils samráðs og samhæfingar, að hafa stundaskrár þar sem teknir eru frá tímar til að rækta sambandið.

ú vissir að ég ætti börn,“ hreytti Almar út úr sér pirraður við Erlu sambýliskonu sína þegar hún lét í ljós óánægju sína með að börnin yrðu hjá þeim um helgina. Mamma þeirra hafði ákveðið að skella sér norður með vinkonum sínum og beðið hann um að vera með þau þó þetta væri „hennar vika“. Almari fannst ekkert sjálfsagðara en að vera með börnin. Hann átti bágt með að skilja um hvað ósætti eða geðvonska Erlu snérist því þau voru ekki með sérstök plön um helgina. Almari fannst hún breytt frá því í upphafi sambandsins því í fyrstu hafði hún virst vera mjög sátt við börnin og allt hafði gengið vel fram að þessu. Hann hætti klukkan fjögur í vinnunni þá daga sem hann var með börnin en vann oft lengur þá daga sem þau voru hjá mömmu sinni. Honum fannst þetta fyrirkomulag fínt og börnin virtust mjög sátt. Óhætt er að fullyrða að flestir stjúpforeldrar fari í sambönd með góðum hug og vilja til að láta hlutina ganga. Þeir átta sig á að foreldrar þurfa að eiga tíma með börnum sínum og þarfir þeirra geta ekki alltaf verið í fyrsta sæti þegar farið er í samband með fólki sem á börn. Sumir reyna jafnvel að aðlaga sig einhliða venjum og hefðum sem maki þeirra í samráði við sinn fyrrverandi maka hafa mótað eins og þeim hentar. Fæstir stjúpforeldrar eru hins vegar sáttir í slíkum aðstæðum til lengdar og kalla oft á breytingar þar sem gert er meira ráð fyrir þeirra áherslum sem sambandsaðilinn og fyrrverandi maki virðast ekki taka tillit til eða virða. Sumir vilja ekki vera með nein „leiðindi“ og reyna að „halda í sér“ sérstaklega þegar öllum öðrum virðist líða vel. Í óöryggi bíða þeir lengur en góðu hófi gegnir með að láta óánægju sína í ljós, leyfa öðrum að skilgreina hlutverk sitt og taka jafnvel meira að sér en þeir raunverulega ráða við. Í stað þess að vera í þeirri stöðu að bjóða smá

-52-


THE GOOD WIFE SKJÁREINN

Öll þriðjudagskvöld frá 13. nóvember


VOLG

EINS OG TUNDURDUFL Í SMÁSJÁ

T

ískuiðnaðurinn í Frakklandi hefur síðastliðin þrjú ár staðið fyrir herferð gegn alnæmi og í ár gáfu yfir 300 hönnuðir föt úr nýjustu hausttískunni til styrktar herferðinni. Kynning herferðarinnar er að stórum hluta fólgin í hönnun og framleiðslu á veggspjöldum sem hengd hafa verið upp í öllum helstu borgum landsins. Að þessu sinni fengu þau Brynju Sverrisdóttur, skartgripahönnuð, til að prýða veggspjaldið. Þema þess er sagan af Jóhönnu af Örk, þar sem Brynja stendur ofan á stóru tundurdufli sem á að endurspegla HIV veiruna, sem í smásjá svipar til tundurdufls. Brynja sagði í samtali við VOLG að hún hafi verið valin út frá sinni hönnun og hugsjón, en hún hefur m.a. hannað skartgripalínuna Embracing Faith, og að Roger Burton, stílisti, sem m.a. hannaði Ziggy Stardust, hliðarsjálf David Bowie, hafi séð um útlitshönnun veggspjaldsins.

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

-54-



Volg

Dog man fox Myndlistah贸purinn MoMs: Mundi, Frikki og Raggi.

-56-


CREATED.TESTED.PHOTOGRAPHED. AT SMASHBOX STUDIOS L.A.

JUST LET ITTHE 5-IN-1BB!GAME CHANGER FOR FLAWLESS SKIN

PRIMES. PERFECTS. PROTECTS. HYDRATES. CONTROLS OIL.

AVAILABLE IN 5 SHADES


MAÐUR:Tómas Lemarquis MYND: Ásta Kristjánsdóttir HATTUR: Kormákur og Skjöldur JAKKAFÖT: JÖR by Guðmundur Jörundsson

-58-58-


$

Audi A3 !# Sport & Mobile

% * .# ! % * !- $ "# * / * ! !# /# (!" Til viĂ°bĂłtar viĂ° rĂ­kulegan staĂ°albĂşnaĂ° A3 er Sport & Mobile ĂştfĂŚrslan / ' + $ ! ( * !" & $!$ * # !. $*$ ) $ bĂşin 17â€? ĂĄlfelgum, fjarlĂŚgĂ°arskynjurum aĂ° aftan, krĂłmuĂ°um Ăžakbogum, $ # # # $ &! ! !"- +" # !"#0! $ - "#0! &! ! Bluetooth-tengingu fyrir farsĂ­ma ĂĄsamt fjarstĂ˝ringum Ă­ stĂ˝ri fyrir "- /#% ! ! &# -" %, " sĂ­ma og Ăştvarp. # ) ## +" # "# " Allt Ăžetta ĂĄsamt einstaklega sparneytinni dĂ­silvĂŠl sem &* ! $ " -#!$ + % ! $ ! * - . #! )/ $! eyĂ°ir einungis 4,3 lĂ­trum ĂĄ hverja hundraĂ° kĂ­lĂłmetra, og Þú leggur * $ !-## - "#(* - - /#$! - & %- aĂ° auki frĂ­tt Ă­ stĂŚĂ°i Ă­ 90 mĂ­nĂştur Ă­ ReykjavĂ­k.

$ !# " ' " #$! Audi A3 Sport & Mobile 1.6 TDI sjĂĄlfskiptur &"% !& TilboĂ°sverĂ°: 4.750.000, $ # % !&

(Fullt verĂ°: 5.530.000,-)

Til afhendingar strax


´Coca ColaŽ light´is a registered trademark of The Coca-Cola Company. Š2012 The Coca-Cola Company. EXPO t XXX FYQP JT

Coca-ColaŽ light styður íslenska hÜnnun Shadow Creatures vann hÜnnunarverðlaun Coca-Cola Ž light å og var valið til samstarfs um að hanna umbúðir utan um Coca-Cola Ž light og feta Þar með í fótspor fremstu hÜnnuða heims. www.shadow-creatures.com


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.