Golf á Íslandi - 2. tbl. 2018

Page 1

GOLF.IS 2. TBL. 2018

Takk Annika!


ALICANTE GOLF

BONALBA GOLF

HÓTEL Staðsett á golfvellinum, rúmgóð herbergi með svölum eða verönd. Á hótelinu er stór móttaka, setustofur á öllum hæðum, bar, veitingastaður, heilsulind með þurrgufu (sauna), blautgufu (steambath) og innisundlaug með nuddstútum. Góður sundlaugargarður er við hótelið. Golfbílar bíða kylfinga inni á hótelinu hvern dag.

HÓTEL Staðsett við golfvöllinn, rétt um 200m frá klúbbhúsinu er Hotel Bonalba Golf. Nútímlegt hótel með rúmgóð herbergi, svölum, útsýni að golfvellinum eða sundlaug. Á hótelinu er góð heilsulind sem farþegar hafa aðgang að. Sportbar og góður veitingastaður. Fyrir utan hótelið er stór sundlaugargarður með góðri aðstöðu til slökunar í sólinni.

18 HOLU GOLFVÖLLUR Hannaður af snillingnum Severiano Ballesteros. Einstaklega skemmtileg uppsetning með jafnmörgum par 3, par 4 og par 5 holum. Hentar öllum kylfingum.

18 HOLU GOLFVÖLLUR Bonalba er hannaður af D. Ramon Espinosa, þekktum spænskum golfvallarhönnuði sem er talinn einn af betri golfvallahönnuðum í Evrópu. Völlurinn liggur í skemmtilegu landslagi umhverfis hótelið. Þrátt fyrir landslagið þá er hann alls ekki erfiður að ganga.

STAÐURINN Við hliðina á hótelinu er torg með úrvali veitingastaða og apótek. Í göngufæri er fjöldi veitingastaða, verslanir og falleg baðströnd. Miðbær Alicante er í 10 mínútna fjarlægð og flugvöllurinn í 20 mínútna fjarlægð. VINSÆLASTI ÁFANGASTAÐURINN Það er ekki að ástæðulausu að Alicante Golf hefur verið vinsælasti áfangastaður Íslendinga á Alicante svæðinu undanfarin 15 ár.

STAÐURINN Hótelið og völlurinn eru í aðeins 25 mínútna fjarlægð frá flugvellinum og 20 mínútna fjarlægð frá miðborg Alicante. Hótelið stendur hátt og því er gott útsýni yfir umhverfið.

GOLFSKÓLI

ALICANTE GOLF Við bjóðum upp á golfskóla á Alicante Golf. Golfskólinn er fyrir byrjendur og lengra komna.

KENNSLAN Ingibergur Jóhannsson, PGA golfkennari, er skólastjóri golfskólans. Kennslan fer fram fyrir hádegi og svo spila þeir nemendur sem vilja golf eftir hádegi. AÐSTAÐAN Aðstaðan til golfkennslu er mjög góð á Alicante Golf. Sér púttflöt, vippflöt og glompuflöt og lengri högg slegin af grasi. HAUSTFERÐIN 27. september – 5. október – 8 nætur

Sjáðu vöruúrvalið og golfferðirnar á golfskalinn.is

H K

A

Þ m v fl a g

E Þ e a s a s þ g fj

H 5


Myndin er frá 2. braut á Alicante Golf

TVENNA

ALICANTE GOLF + BONALBA GOLF

HELDRI KYLFINGAR 65+

GOLFGLEÐI GOLFSKÁLANS

Það er ekki að ástæðulausu að Alicante Golf nýtur mikilla vinsælda meðal heldri kylfinga. Aðbúnaður verður einfaldlega ekki mikið þægilegri, stutt frá flugvelli, golfbílarnir inn á hótelinu, veitingastaðir, apótek, verslanir og falleg baðströnd í stuttu göngufæri frá hótelinu.

Golfskálinn hefur undanfarin ár boðið reglulega upp á Golfgleðina við miklar vinsældir. Ferð fyrir þá sem vilja fleiri mót og eru óhræddir við að láta hrista aðeins upp í röðun í holl. Markmiðið er alltaf að hafa mótin á léttu nótunum og þannig aðgengileg og spennandi fyrir sem flesta. 4 fjölbreytileg golfmót eru á dagskránni auk lokahófs með sameiginlegu borðhaldi og verðlaunaafhendingu.

ALICANTE GOLF

EKKERT ALDURSTAKMARK Það er ekkert aldurstakmark í þessar ferðir en flestir eru 65+. Það er aðeins rólegra “tempó” og flestir kjósa að vera í 12-16 daga. Margir farþegar í þessum ferðum sjá þetta ekki bara sem golfferð heldur líka sem almennt frí og taka því 1-3 frídaga frá golfi inn á milli sem kemur til lækkunar á verði ferðanna. Einnig hafa þessar ferðir verið vinsælar hjá mökum sem leika ekki golf þar sem verð ferða tekur mið af því auk fjölbreytileika svæðisins.

ALICANTE GOLF

Golfgleðin sjálf er dagana 23. til 30. október en þeir sem vilja vera lengur geta valið lengri ferðir, 19. – 30. október eða 23. október – 2. nóvember.

Við setjum upp ferðir þar sem byrjað er á Bonalba og farið síðan yfir á Alicante Golf eða öfugt. Sem dæmi þá er hægt að taka viku á Bonalba og fara síðan yfir á Alicante Golf í nokkra daga.

FARARSTJÓRAR

Fararstjórar Golfskálans eru Ingibergur Jóhannsson, Hans Vihtori Henttinen og Jens Uwe Friðriksson.

HAUSTFERÐIN 5. - 19. október –14 nætur

GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Mörkinni 3 • 108 Reykjavík • Sími: 578 0120 • info@golfskalinn.is • golfskalinn.is


VOR 87262 Regluvordur 2018 opna golfbladid.indd 2


29.05.2018 16:01


Meðal efnis:

10

124 Sturla Höskuldsson, PGA-kennari, gefur góð ráð í kennsluþætti frá PGA á Íslandi.

Íslandsheimsókn Anniku Sörenstam vakti mikla athygli.

18 Annika Sörenstam er ekki fyrsta stórstjarna úr golfheiminum sem heimsækir Ísland. Jack Nikclaus var tíður gestur á hátindi ferilsins.

64

68

Glæsilegur golfvöllur opnar á Siglufirði í sumar.

GOLF Á ÍSLANDI

118 Betra golf - sama hvernig viðrar. Tómas Aðalsteinsson skrifar áhugaverða grein um hugarþjálfun í golfi.

6

GOLF.IS - Golf á Íslandi Efnisyfirlit

Áhugaverðar breytingar hjá Golfklúbbi Borgarness. Tekið á móti gestum í nýrri og glæsilegri aðstöðu á Icelandair hótel Hamri.

Útgefandi / ábyrgðaraðili: Golfsamband Íslands, Laugardal, 104 Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Brynjar Eldon Geirsson, brynjar@golf.is Ritstjóri: Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@golf.is. Texti: Sigurður Elvar Þórólfsson nema annað sé tekið fram, Tómas F. Aðalsteinsson, Sturla Höskuldsson, Hörður Geirsson. Prófarkalestur: Ingibjörg Valsdóttir. Ljósmyndir: Haraldur Jónasson tók forsíðumyndina, Sigurður Elvar Þórólfsson nema annað sé tekið fram, erlendar myndir golfsupport.nl. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Auglýsingar: Stefán Garðarsson, stebbi@golf.is, símar: 514 4053 og 663 4556. Blaðinu er dreift í 12.500 eintökum. Prentun: Oddi. Næsta tölublað kemur út í júlí 2018.


POSALAUSNIR VALITOR Posar

Veflausnir

Reglulegar greiðslur Kortalán

Það skiptir okkur máli hvaða rekstrarlausnir við veljum. Þær þurfa bæði að henta okkur og viðskiptavinunum. Greiðslulausnir Valitor bjóða viðskiptavinum okkar snertilausar greiðslur, afgreiðslu beint við borðið og að skipta greiðslum eins og þeim hentar. Viðskiptavinirnir eru ánægðir og við líka.

525 2080 | sala@valitor.is | valitor.is

ÞÍN VELGENGNI Í VIÐSKIPTUM


Eruð þið að grínast í mér? Golfsettinu var komið fyrir inni í bílskúr í október í fyrra. Á þeim tíma var farið að kólna og ekki leið á löngu þar til fyrstu snjókornin létu sjá sig. Það var komið að skiptingu. Frostið og veturinn komu inn á og haustið fór af leikvelli. Síðastliðinn vetur var frekar þungur en þó gat maður af og til yljað sér við það að fylgjast með golfi í sjónvarpinu þar sem bestu kylfingar heims léku sér á iðagrænum golfvöllum í brakandi sólskini. Huggunin fólst í því að það styttist í sumarið. Með vorinu var útlitið gott. Vellirnir komu vel undan vetri og veðrið var oft milt, þótt loftið væri kalt. Þegar ég gerði tilraun til þess að fara í golf byrjaði þó að snjóa. Ég reyndi fjórum sinnum en í hvert sinn snjóaði meira en síðast. Það var eins og einhver væri að senda mér skilaboð. Ég ákvað því að gera öllum kylfingum landsins greiða og lagði golfsettið aftur inn í bílskúr. Veturinn var greinilega ekki búinn. Allan apríl- og maímánuð var ógeðslegt veður, hreint skelfilegt. Hitinn fór varla upp fyrir 8 gráður og maí var sá vætusamasti í sögunni. Mergjað! Frábær byrjun á golftímabilinu, eða hitt þó heldur. Maður hafði hlakkað til að byrja í golfi á nýjan leik en á hverjum degi var slökkt í þeim daufa vonarneista sem bærðist í brjóstinu. Um þetta leyti byrjuðu golfþættirnir á RÚV. Þar sá maður upptökur frá árinu áður, þar sem íslenskir kylfingar skoppuðu léttklæddir um græna golfvelli ársins á undan. Saltinu var núið í sárið. Vorið var ekki einu sinni komið og í fréttunum var sagt frá því að sala á gasgrillum væri í sögulegu lágmarki. Til að bíta höfuðið af skömminni kynnti golfsambandið nýjan samstarfssamning við Piz Buin, sólarvarnarframleiðandann. Var verið að gera grín að kylfingum, hugsaði ég með mér. En loksins kom sólin og hitinn fór upp fyrir 10 gráður í fyrsta sinn í langan tíma. Veðurspá næstu daga hljóðaði upp á létt ský á stöku stað og hitastig sem ekki kallaði á snjógalla og eyrnaskjól. Biðin var á enda. Sumarið var komið. Íslenskir kylfingar hópuðust á Netið til að panta sér rástíma á golf. is. Golfsambandið hafði kynnt til leiks nýja og glæsilega heimasíðu sem íslenskir kylfingar áttu að leika sér að í snjallsímum sínum. Nú var öll biðin þess virði. Nema hvað golf.is virkaði ekki og við gátum ekki pantað okkur rástímann sem við höfðum beðið svo lengi eftir. Þvílík byrjun á sumrinu. Þótt við hjá golfsambandinu höfum litla sem enga stjórn á veðrinu þá berum við fulla ábyrgð á golf.is. Vefurinn er okkar stærsta og verðmætasta eign og við höfum mikinn metnað þegar kemur að honum. Undanfarna mánuði hafa fjölmargir lagt nótt við nýtan dag við að endurgera vefinn og væntingarnar voru miklar. Okkur langaði að færa kylfingum fallega sumargjöf. Það var því ömurlegt að sjá hvernig fór þegar vefurinn var loksins kynntur til leiks. Við erum miður okkar yfir því hvernig til tókst og biðjumst innilega afsökunar á þeim óþægindum sem þetta olli kylfingum og klúbbum. Vonbrigði okkar eru mikil og við leynum því ekki.

Til að koma í veg fyrir frekari óþægindi höfum við tekið gamla vefinn aftur í notkun og munum ekki gera frekari breytingar fyrr en næsta haust, þegar lagfæringar og enn meiri prófanir hafa farið fram. Það borgar sig engan veginn að gera breytingar þegar golftímabilið er komið á fullan snúning og því munum við bíða þar til aftur hægist um. Fall er fararheill, segir einhvers staðar. Nú virðist sumarið loksins komið og allt rúllar eins og það á að gera. Það er engin ástæða til að gera ráð fyrir öðru en frábæru sumri með forgjafarlækkun fyrir alla. Við hlökkum til að sjá ykkur á golfvellinum. Góða skemmtun og gleðilegt sumar.

Haukur Örn Birgisson forseti Golfsambands Íslands

8

GOLF.IS - Golf á Íslandi Forseti Golfsambands Íslands


Sparnaðarreikningur:

Tónlistarnám í Juilliard

Láttu sparnaðinn rætast Nú getur þú byrjað að spara í Arion appinu um leið og þér dettur það í hug. Settu þér markmið og sjáðu þau færast nær í hverjum mánuði.

Arion appið

facebook.com/arionbanki

@arionbanki


Ísland er frábært land

Stórstjarnan Annika Sörenstam vill fá enn fleiri konur í golfíþróttina „Ég er þakklát fyrir að fá tækifæri til að koma til Íslands og upplifa þetta frábæra land með fjölskyldu minni og vinum,“ sagði Annika Sörenstam á fundi með fréttamönnum í íþróttamiðstöð Golfklúbbs Mosfellsbæjar þann 10. júní sl.

10

GOLF.IS



Ég hef ekki áhuga á að keppa lengur. Ég tók þá ákvörðun fyrir áratug að hætta í keppnis­golfinu og breyta áherslunum í lífi mínu. Ég sé ekki eftir því. Ferill minn sem atvinnu­kylfingur náði yfir 17 ár.

Heimsókn Anniku til Íslands er einn stærsti viðburður síðari tíma í íslensku íþróttalífi. Sænski kylfingurinn er einn sigursælasti kylfingur allra tíma. Tölfræðin segir allt sem segja þarf, tíu risatitlar og 89 sigrar á atvinnumótum, þar af 72 sigrar á LPGA-mótaröðinni. Annika heimsótti Golfklúbb Mosfellsbæjar þar sem hún afhenti verðlaun í kvennaflokki á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni. Hún var í aðalhlutverki á Stelpugolfdeginum sem fram fór hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar – en þangað mættu mörg hundruð gestir. Lokaviðburður hennar í Íslandsheimsókninni fór fram hjá Nesklúbbnum þar sem hún var með sýnikennslu mánudaginn 11. júní. Nánar verður fjallað um þann viðburð í næsta tölublaði Golf á Íslandi. Annika hætti í keppnisgolfi árið 2008, aðeins 38 ára gömul, og sér ekki eftir þeirri ákvörðun. En hvað er Annika að gera í dag? „Árið 2007 setti ég á laggirnar Annika Foundation. Markmið sjóðsins er að fá fleiri konur til að taka þátt í golfi á heimsvísu. Við leggjum einnig áherslu á heilbrigðan lífsstíl hjá börnum og við teljum að hreyfing eigi að vera rauði þráðurinn í lífi ungs fólks.

12

GOLF.IS - Golf á Íslandi Ísland er frábært land

Í dag er þetta vinnan mín, að efla þátttöku kvenna í golfi og hvetja ungt fólk til þess að hreyfa sig og stunda heilbrigt líferni.“ Hver seldi þér þá hugmynd að koma til Íslands í heimsókn og frí? „Ég kom til Íslands vegna þess að vinafólk okkar í Orlando seldi okkur þessa hugmynd. Þau eru íslensk og eru í hópi bestu vina okkar hjóna. Við byrjuðum að ræða þessa hugmynd fyrir um einu og hálfu ári síðan. Ég er með fjölskylduna mína með mér og við ætlum að ferðast aðeins um á Íslandi og njóta þess að vera hérna í þessu fallega landi. Það er mikill heiður að fá að koma til Íslands og kynna þau verkefni sem ég hef áhuga á.“ Árangur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á LPGA-mótaröðinni hjálpaði einnig til við að Annika ákvað að koma til Íslands. „Það hvatti mig einnig til að taka þessa ákvörðun að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á LPGA-mótaröðinni. Hún hefur vakið mikla athygli hér á Íslandi og víðar. Hún er íþróttamaður ársins á Íslandi. Mér fannst þetta gott tækifæri til þess að kynna golfíþróttina enn frekar.“


k ta g u l f r i r y f tt é R

Svífðu á milli golfvalla landsins og fínstilltu sveifluna í alls konar hæð yfir sjávarmáli. Jaðarsvöllur á Akureyri, Tungudalsvöllur á Ísafirði, Grafarholtsvöllur í Reykjavík og Ekkjufellsvöllur á Egilsstöðum eru klárir í hring – eða hringi.

Festu þér flugferð á airicelandconnect.is


Að mínu mati herðir það okkur að þurfa að fara út í öllum veðrum til að æfa. Faðir minn sagði alltaf að það væri ekki til vont veður – það væri aðeins til vondur klæðnaður.

Eins og áður segir hefur Annika ekki keppt í golfi í áratug. Hún var spurð um hvort hún sæi eftir þeirri ákvörðun. „Ég hef ekki áhuga á að keppa lengur. Ég tók þá ákvörðun fyrir áratug að hætta í keppnisgolfinu og breyta áherslunum í lífi mínu. Ég sé ekki eftir því. Ferill minn sem atvinnukylfingur náði yfir 17 ár. Þar átti ég frábæran tíma og upplifði margt sem ég hefði aldrei fengið tækifæri til að gera ef ég hefði ekki valið golfíþróttina á sínum tíma. Ég fylgist enn náið með golfinu með

14

GOLF.IS - Golf á Íslandi Ísland er frábært land

ýmsum hætti. Á síðasta ári var ég fyrirliði Solheim-liðs Evrópu í keppninni gegn bandaríska úrvalsliðinu. Þannig held ég mér í nálægð við keppnisgolfið en ég fæ aldrei fiðring í puttana að taka fram kylfurnar á ný til að keppa. Ég elska golfíþróttina sem gaf mér svo mörg tækifæri og það mun aldrei breytast.“ Á blaðamannafundinum voru margir ungir kylfingar úr kvennaflokki sem tóku þátt á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni. Annika­bendi orðum sínum til þeirra þegar hún hvatti þær til að gera enn betur – þrátt fyrir erfiðar aðstæður á norðurhjara veraldar. „Ég byrjaði að leika golf þegar ég var 12 ára í heimalandi mínu Svíþjóð. Það er oft kalt í Svíþjóð og veturnir eru langir. Hér á Íslandi er svipað uppi á teningnum. Það þarf ekki að vera hamlandi fyrir framgang ungra kylfinga að vera í slíkum aðstæðum. Að mínu mati herðir það okkur að þurfa að fara út í öllum veðrum til að æfa. Faðir minn sagði alltaf að það væri ekki til vont veður – það væri aðeins til vondur klæðnaður. Ég veit að hér á Íslandi er víðsvegar frábær inniaðstaða til að æfa og það er alltaf hægt að finna leiðir til að verða enn betri.“

STOLT AF 59 HÖGGUNUM Annika var innt eftir hápunktunum á hennar ferli og þar var úr mörgu að velja. „Hápunktarnir á ferlinum eru margir og erfitt að velja þar á milli. Ég er stolt af því að hafa leikið á 59 höggum árið 2001 og einnig að hafa leikið á PGA-móti gegn karlkylfingum árið 2003. Það var líka stór stund í lífi mínu þegar ég fékk inngöngu í frægðarhöll golfsins árið 2003. Það sem stendur samt upp úr er allt það frábæra og yndislega fólk sem ég hef fengið að hitta og kynnast í gegnum golfferilinn. Á því byggir Annika Foundation.“ Annika er ekki í vafa um að stórstjörnur í íþróttum hafi mikil áhrif á aðra og hún upplifði það sjálf sem barn. „Foreldrar mínir eru helstu fyrirmyndir mínar í lífinu en einnig íþróttastjörnur sem voru á hátindinum þegar ég var barn og unglingur. Ég hafði mikinn áhuga á íþróttum þegar ég var barn og ég horfði mikið á íþróttir í sjónvarpi. Tennisstjörnurnar voru mínar fyrirmyndir á þeim tíma og ég ætlaði mér að verða góð í tennis. Það breyttist og ég valdi golfið og ég sé ekki eftir því. Í raun voru allar íþróttastjörnur


Velkomin í nýtt útibú Íslandsbanka

@islandsbanki

440 4000

Stafrænar lausnir Íslandsbanka

Við erum þar sem þú ert. Kynntu þér stafrænar lausnir hjá Íslandsbanka, þar sem ánægðustu viðskiptavinir í bankaþjónustu eru — og hafa verið fimm ár í röð.* Náðu í öppin á islandsbanki.is/app

Kass

Kreditkort

*Samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni.

islandsbanki.is

Íslandsbanki


fyrirmynd fyrir mig á þessum tíma. Ég hafði áhuga á fólki sem náði árangri og það var nóg af slíkum fyrirmyndum. Árangur annarra hvatti mig áfram og ég lét mig dreyma. Þetta voru stórir draumar og margir þeirra rættust og urðu að veruleika og minningum sem mér þykir vænt um.“ Sænska stórstjarnan hefur sett sér það markmið að fjölga konum í golfíþróttinni og til lengri tíma litið er óskastaðan að hlutfall kvenna og karla verði jafnt. „Til lengri tíma litið þá ættum við að stefna á að vera með jafn margar konur í golfi og karla. Það er enn langt í land en við höfum náð árangri á undanförnum árum og áratugum. Í Bandaríkjunum var hlutfall stúlkna í golfi aðeins 16%. Í dag hefur það margfaldast og er í dag um þriðjungur. Það er jákvætt en við eigum að stefna að því að auka hlut kvenna í golfinu enn frekar og 50/50 hlutfall ætti að vera markmiðið,“ sagði Annika við Golf á Íslandi.

16

GOLF.IS - Golf á Íslandi Ísland er frábært land


T Í U P U N K TA R

Glæsilegar golfkylfur á góðu verði. BENROSS var stofnað 1997 af Jon Everitt og hafa vörurnar náð miklum vinsældum þar sem markmiðið hefur ávallt verið að bjóða framúrskarandi gæði fyrir alla kylfinga á sanngjörnu verði. Frá BENROSS bjóðum við margar tegundir af pútterum, driverum, brautartrjám, blendingum, fleygjárnum og járnasettum. BENROSS HTX fyrir karla, BENROSS Pearl fyrir konur, BENROSS Gold fyrir heldri kylfinga og BENROSS Evolution fyrir þá kröfuhörðustu. Komdu í Golfskálann og fáðu að prufa BENROSS – verð og gæði koma á óvart.

Sjáðu vöruúrvalið og golfferðirnar á golfskalinn.is GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Mörkinni 3 • 108 Reykjavík • Sími: 578 0120 • info@golfskalinn.is • golfskalinn.is


Gullbjörnin heillaði áhorfendur á Nesinu – Einn þekktasti kylfingur allra tíma var tíður gestur á Íslandi á árum áður

Annika Sörenstam er ein stærsta íþróttastjarna allra tíma. Hún verður ekki fyrsti kylfingurinn sem er í þeim flokki sem kemur í heimsókn til Íslands til að kynna golfíþróttina. Bandaríkjamaðurinn Jack Nicklaus var á árum áður tíður gestur á Íslandi þar sem hann stundaði laxveiðar víðsvegar um landið. Nicklaus var með sýnikennslu á Nesvellinum árið 1976 og árið 1982 var hann með slíka sýningu á Hamarsvelli hjá Golfklúbbi Borgarness. Í Morgunblaðinu árið 1976 er sagt frá heimsókn Nicklaus. Ágúst Ingi Jónsson blaðamaður skrifaði eftirfarandi texta. „Golfsnillingurinn Jack Nicklaus hélt sýningu fyrir golfunnendur á Nesvellinum á sunnudaginn. Mikill fjöldi áhorfenda fylgdist með því sem „Gullni björninn" hafði fram að færa og voru menn á einu máli um það, að annar eins hvalreki hefði ekki komið á fjörur íslenzkra kylfinga. Sýning Nicklaus stóð í rúma klukkustund og þó að kalt væri í veðri og skúraleiðingar gengju yfir meðan Nicklaus sýndi þá tók fólk varla eftir því, svo upptekið var það af snillingnum.

18

GOLF.IS - Golf á Íslandi Gullbjörnin heillaði áhorfendur á Nesinu

Nicklaus útskýrði fyrir áhorfendum höggin með golfkylfunum og þó kennslustundin væri ekki löng þá hafa margir lært meira þennan stutta tíma en á mörgum hringferðum á golfvöllum. Það var létt yfir Nicklaus, hann gerði að gamni sínu og að sýningunni lokinni gaf hann sér góða tíma til að seðja hungraða áhangendur eiginhandaráritunum. Nicklaus var við veiðar í Laxá í Dölum í síðustu viku og líkaði honum dvölin þar vel, þó veðrið væri ekki eins og bezt verður á kosið. Það var fyrir orð Helga Jakobssonar, góðs kunningja Nicklaus og kylfings í Nesklúbbnum, að Nicklaus sýndi á Nesvellinum að lokinni veiðiferðinni. Að sýningunni lokinni var Nicklaus boðið í skála Nesklúbbsins og voru honum þar afhentar gjafir frá Nesklúbbnum og merki Golfsambands Íslands. Vakti gjöf NK mikla hrifningu og aðdáun hinna bandarísku gesta, enda var þar um forkunnarfagran grip að ræða. Silfurslegið drykkjarhorn í víkingastíl, ofan á loki þess voru þrír laxar, sem héldu á golfbolta, ímynd helztu áhugamála Jack Nicklaus,“ segir m.a. í Morgunblaðinu á þeim tíma. Til þess að setja heimsókn Nicklaus í samhengi þá var hann á hátindi ferilsins árið 1976. Á þeim tíma var hann efstur á peningalista PGA, leikmaður ársins á PGA, og hann var búinn að vinna 14 risamót. Hann bætti fjórum risatitlum í safnið eftir Íslandsheimsóknina 1976.


- auรฐveldar viรฐskipti


142543 PIPAR \ TBWA

SÍA

Stelpugolfdagurinn

Annika Sörenstam sýndi góða takta Sænska golfstjarnan Annika Sörenstam­gladdi þá fjölmörgu gesti sem lögðu leið sína á Stelpugolfdaginn sem fram fór hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar sunnudaginn 10. júní sl. Viðburðurinn hefur farið fram allt frá árinu 2014. Nemendur í golfkennaraskólanum eru frumkvöðlarnir á bak við hugmyndina en í dag eru það samtök PGA á Íslandi sem standa að Stelpugolfdeginum. Eins og áður segir lögðu margir leið sína á æfingasvæði GKG þegar Annika mætti á svæðið í ágætu veðri. Annika var með sýnikennslu á svæðinu og ræddi við gestina á meðan hún sló ýmis högg og gaf góð ráð. Það voru margir sem fengu mynd af sér með einum sigursælasta kylfingi allra tíma – og þessar myndir sem Haraldur Jónasson tók segja allt sem segja þarf um Stelpugolfdaginn 2018.

20

GOLF.IS - Golf á Íslandi Stelpugolfdagurinn


142543 •

SÍA •

PIPAR \ TBWA

Veldu rafgeymi sem hentar golfbílnum þínum. Rafgeymarnir frá Trojan eru traustir, öruggir og endingargóðir. Þeir hafa verið framleiddir frá árinu 1928 en fyrirtækið hefur verið í fararbroddi á sínu sviði allar götur síðan.

TROJAN RAFGEYMARNIR – HREIN ORKA Í ALLRA ÞÁGU

RÉTTUR RAFGEYMIR GETUR LAGAÐ FORGJÖFINA!

Kylfingar þekkja það öðrum betur að ef sveiflan á að vera í lagi þurfa allar aðstæður í kring að vera það líka. Það getur allt haft áhrif á forgjöfina; veðrið, dagsformið, félagarnir og rafgeymirinn – enda er fátt meira pirrandi úti á velli en hikstandi golfbíll.

Ráðgjafar Olís og Rekstrarlands veita allar nánari upplýsingar í síma 515 1100 eða pontun@olis.is.


Eitt mest vaxandi golfmerki í heiminum

BÍLDSHÖFÐA 9 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525

22

GOLF.IS - Golf á Íslandi Stelpugolfdagurinn


GLE Final Edition. Mercedes-Benz GLE er nú fáanlegur í einstakri Final Edition útgáfu og á enn betra verði. Bíllinn er kraftmikill og fæst bæði í dísil og Plug-in Hybrid útfærslu. Hann er hlaðinn aukabúnaði og búinn hinu háþróaða 4MATIC fjórhjóladrifi. Ekki missa af þessum kostakjörum.

Sérvalinn innréttingarpakki Harman/kardon hljóðkerfi Lykillaust aðgengi LED snjallljósakerfi

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi

Verð 11.950.000 kr. Listaverð 13.410.000 kr.

Aukabúnaður í GLE Final Edition er meðal annars: AMG útlitspakki 360° bakkmyndavél Panoramic sólþak Loftpúðafjöðrun

GLE Final Edition

Þú finnur Mercedes-Benz á Íslandi á Facebook og Instagram


Farsælt samstarf Golfsambands Íslands og Eimskips mun halda áfram. Haukur Örn Birgisson forseti Golfsambands Íslands og Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips skrifuðu nýverið undir samning þess efnis. Eimskip verður áfram styrktar- og samstarfsaðili Golfsambands Íslands. Keppnistímabilið 2017-2018 er það áttunda í röðinni undir merkjum Eimskipsmótaraðarinnar. Gylfi sagði að Eimskip leggi sitt af mörkum til enn frekari uppbyggingar golfíþróttarinnar líkt og á undanförnum átta árum. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því að Eimskip velur að styðja við golfíþróttina. Golf er frábær fjölskylduíþrótt sem leikin er um allt

24

GOLF.IS - Golf á Íslandi Farsælt samstarf GSÍ og Eimskips heldur áfram

land. Það eru fáar íþróttir sem eru eins vel til þess fallnar að allir í fjölskyldunni geti tekið þátt, allt frá börnum til afa og ömmu. Allir geta leikið og keppt á jafnréttisgrundvelli. Útivistin sem fylgir golfiðkun er holl og góð fyrir alla sem taka þátt. Afrek-

skylfingum hefur fjölgað mikið og við erum alltaf að sjá betri umgjörð og fagmennsku í kringum golfið. Metnaðurinn er alltaf að aukast og árangur íslenskra kylfinga erlendis er alltaf að verða betri og betri. Ég vil þakka GSÍ fyrir samstarfið á liðnum árum og óska öllum gleðilegs golfsumars,“ sagði Gylfi á fundi með fréttamönnum í Laugardal þar sem GSÍ kynnti helstu viðburðina sem eru fram undan á golfsumrinu 2018.


MEIRI AFKÖST

MEIRI BÚNAÐUR

MEIRI

Honda Civic er bíll sem er allt annað og meira. Hannaður sérstaklega fyrir þig, fjölskylduna og áhugamálin. Hann endurspeglar metnað okkar fyrir öryggi og tæknilegum yfirburðum. Staðalbúnaður í Civic er radartengdur skriðstillir, árekstrarvari, akgreinaaðstoð og handfrjáls símabúnaður svo dæmi séu tekin. Civic er skemmtilegur að aka, öruggur og áreiðanlegur með pláss fyrir flest, þó sérstaklega – þig og þína! Fullkomin blanda af krafti, sparneytni og gæðum. Komdu í heimsókn og prófaðu Honda Civic meira af okkar besta til þessa.

Honda Jazz verð frá kr. 2.540.000

Bernhard ehf

Honda Civic verð frá kr. 2.990.000

• Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is

Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ • Bílver, Akranesi • Höldur, Akureyri • Bragginn, Vestmannaeyjum

Honda HR-V verð frá kr. 3.870.000

Honda CR-V verð frá kr. 4.840.000


Golfreglur – Vörður og GSÍ halda áfram farsælu samstarfi um golfreglubókina Vörður tryggingar og Golfsamband Íslands hafa undirritað nýjan samstarfssamning um golfreglur og heldur þar með farsælt samstarf GSÍ og Varðar áfram. Verulegar breytingar á golfreglum taka gildi á næsta ári með það fyrir augum að einfalda leikinn. Vörður er traustur bakhjarl og einn helsti styrktaraðili Golfsambands Íslands en meðal þess sem Vörður veitir fé til er útgáfa alþjóðlegrar reglubókar fyrir íslenska kylfinga sem ætti að vera mörgum iðkendum íþróttarinnar vel kunnug. Árið 2016 gerðu Vörður tryggingar og GSÍ með sér samstarfssamning til fjögurra ára en samstarfið byggist meðal annars á útgáfu reglubókarinnar. Þá hefur golfleikur Varðar og GSÍ notið mikilla vinsælda. Vörður býður kylfingum einnig Golfvernd, sérstaka tryggingu fyrir golfiðkendur.

Guðmundur Jóhann Jónsson forstjóri Varðar og Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ.

26

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi

Hentar vel að láta reyna á golfreglubókina þegar reglubreytingarnar taka gildi Stefnt er að því að einfalda golfreglurnar umtalsvert en tillögur að reglubreytingum hafa verið lagðar fram hjá R&A í Skotlandi og USGA í Bandaríkjunum. Breytingarnar munu taka gildi í ársbyrjun 2019. Breytingarnar snúa að ýmsum hliðum leiksins. Til að mynda verður leitartími styttur úr 5 mínútum í 3 mínútur og ekki verður lengur bannað að snerta eða hreyfa lausung í glompum. Jafnframt má nota kylfur sem hafa skemmst við leik, hvenær sem þær skemmdust, svo fátt eitt sé nefnt.


400 SÉRFRÆÐINGAR Í UPPLÝSINGATÆKNI

FRAMTÍÐIN ER UPPLÝSINGATÆKNI

Við viljum vera fyrsta val viðskiptavina í upplýsingatækni, skilja viðfangsefni þeirra, veita framúrskarandi þjónustu og bjóða snjallar lausnir.

origo.is


Eimskipsmótaröðin

Veðrið í aðalhlutverki – Axel, Guðrún Brá og Arna Rún sigruðu á Egils Gull-mótinu

Veðrið var í aðalhlutverki á Egils Gull-mótinu á Eimskipsmótaröðinni á Garðavelli á Akranesi. Mikið hvassviðri og úrkoma gekk yfir SV-horn landsins helgina 18.–20. maí sl. og setti það keppnishaldið úr skorðum. Aðeins var ein umferð af alls þremur leikin. Mótsstjórn tók þá ákvörðun að fella niður keppnisdaga tvö og þrjú. Var það gert eftir að hafa fengið álit og ráðgjöf frá Veðurstofu Íslands. Skor keppenda á fyrsta keppnisdeginum taldi á þessu móti en um 90 keppendur voru skráðir til leiks. Aðstæður á fyrsta keppnisdeginum voru ágætar - töluverður vindur en þurrt. Garðavöllur var frekar blautur eftir miklar rigningar í aðdraganda mótsins. Axel Bóasson úr Keili sigraði í karlaflokki en hann lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari Garðavallar. Í kvennaflokki deildu Arna Rún Kristjánsdóttir úr GM og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili efsta sætinu. Þetta er fyrsti sigur Örnu Rúnar á Eimskipsmótaröðinni. Keppt var í stigakeppni golfklúbba í fyrsta sinn á Eimskipsmótaröðinni. GM sigraði í karlaflokki og Keilir í kvennaflokki.

28

GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin

Nýverið var samþykkt tillaga frá mótanefnd GSÍ þess efnis að GSÍ standi fyrir stigakeppni golfklúbba sem er liðakeppni golfklúbba innan valinna móta á mótaröð fullorðinna, sbr. reglugerð um stigamót. Keppnin fer fram í þeim mótum á mótaröð fullorðinna þar sem hámarksfjöldi þátttakenda er 60 eða fleiri. Í hverju liði eru fjórir keppendur í karlaflokki og þrír í kvennaflokki. Í karlaflokki telja þrjú bestu skor og í kvennaflokki tvö bestu skor. Lið fá stig í keppninni í samræmi við árangur liðsins í hverju móti.


Úrslit

KARLAFLOKKUR: 1. Axel Bóasson, GK 68 högg (-4) 2. Aron Snær Júlíusson, GKG 70 högg (-2) 3.-4. Andri Már Óskarsson, GHR 71 högg (-1) 3.-4. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR 71 (-1)

Stigakeppni klúbba:

KARLAFLOKKUR: 1. Golfklúbbur Mosfellsbæjar 2. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 3.-4. Golfklúbburinn Keilir 3.-4. Golfklúbbur Akureyrar

KVENNAFLOKKUR: 1. -2. Arna Rún Kristjánsdóttir, GM 76 högg (+4) 1.-2. Guðrún B. Björgvinsdóttir, GK 76 högg(+4) 3. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 78 högg (+6)

KVENNAFLOKKUR: 1. Golfklúbburinn Keilir 2. Golfklúbbur Mosfellsbæjar 3. Golfklúbbur Reykjavíkur

Verslunin stækkar í júní! Troðfull búð. Golffatnaður frá NIKE, Callaway ofl.

Opið: ga Virka da 10–18 aga Laugard 5 1 11–

Golfskór frá Callaway og Nike.

Vandaðir skór karla og kvenna á góðu verði.

Fallegur fatnaður frá Callaway fyrir dömur og herra.

Regnfatnaður frá Proquip, Nike, Callaway og Catmandoo

BUXUR HERRA Venjulegar golfbuxur, vatnsheldar, vindheldar og anda.

Verð kr. 12.990 Ármúla 40 • Sími 553 9800 • www.golfbrautin.is

GOLF.IS

29


eru að skila sér – Arna Rún Kristjánsdóttir fagnaði sínum fyrsta sigri á Eimskipsmótaröðinni

30

GOLF.IS - Golf á Íslandi Æfingarnar eru að skila sér



„Ég var með litlar væntingar fyrir Egils Gull-mótið. Þessi árangur kom á óvart en ljóst er að æfingar síðustu mánaða og ára eru að skila sér,“ segir Arna Rún Kristjánsdóttir úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Arna Rún er fædd árið 1998 og útskrifaðist sem stúdent frá Verzlunarskóla Íslands í lok maí. Arna Rún lék á +4 við erfiðar aðstæður á Garðavelli á Egils Gull-mótinu og þar gerði hún sér lítið fyrir og fékk örn á 16. holuna sem er par 5. „Það var skrítin tilfinning að hafa unnið mót á mótaröð þeirra bestu. Ég ætla að leika á sem flestum mótum á Eimskipsmótaröðinni í sumar og á Íslandsmótinu í flokki 18–21 árs á Íslandsbankamótaröðinni.“ Arna Rún byrjaði að æfa golf þegar hún var 11 eða 12 ára gömul. Golfíþróttin var ekki þekkt fyrirbæri í fjölskyldu hennar þegar hún fékk áhugann. „Ég fór á golfnámskeið í Mosfellsbæ þar sem Magnús Lárusson og Kristján Þór Einarsson voru kennarar. Mér fannst gaman hjá þeim, þeir kveiktu áhugann og ég hef æft síðan þá. Það var bróðir minn sem kom mér á námskeiðið en hann benti mér á að þetta gæti verið eitthvað fyrir mig. Ég var lengi vel sú eina í fjölskyldunni sem var í golfinu en eftir að ég byrjaði þá hafa foreldrar mínir komið með í þessa skemmtilegu íþrótt. Þau sjá ekki eftir því í dag og við förum saman í golfferðir og slíkt - sem er enn skemmtilegra.“ Arna Rún starfar í sumar á veitingastaðnum Blik sem er í Kletti, nýrri og glæsilegri íþróttamiðstöð GM við Hlíðavöll. „Það er furðulega auðvelt að drífa sig á æfingu strax eftir vinnu. Ég er að fá nýja sýn á golfið með aðstoð Peters Henry Bronson þjálfara GM. Peter er með allt aðra sýn á þetta en ég var vön. Ég er meira að pæla sjálf í því sem ég þarf að gera, og hann kemur síðan og aðstoðar mig ef ég óska eftir því. Það er gott að þurfa að bera meiri ábyrgð á því sem maður er að gera. Þannig verður maður sjálfstæðari og öruggari til lengri tíma litið.“ Eins og áður segir er Arna Rún að ljúka námi við Verzlunarskólann. Hún hefur nú þegar tryggt sér skólavist í Bandaríkjunum þar sem hún mun leika golf samhliða háskólanáminu. „Ég fer til Michigan í háskóla sem heitir Grand Valley State University. Það eru ekki margir Íslendingar sem hafa farið í þann skóla. Það verður spennandi verkefni og ég hlakka til að takast á við verkefni sumarsins á Eimskipsmótaröðinni og á þeim mótum sem ég mun keppa á,“ sagði Arna Rún.

32

GOLF.IS - Golf á Íslandi Æfingarnar eru að skila sér

Volta


Vöðva eða liðverkir? Voltaren Gel er bæði verkjastillandi og bólgueyðandi

Voltaren Gel - njótum þess að hreyfa okkur Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

Voltaren_Gel A4.indd 1

31/03/2017 12:00


Íslandsbankamótaröðin

Góðar aðstæður á Korpunni

Úrslit

34

14 OG YNGRI

17–18 ÁRA

Piltar: 1. Jóhannes Sturluson, GKG (79-73) 152 högg (+8) 2. Dagur Fannar Ólafsson, GKG (74-79) 153 högg (+9) 3. Ísleifur Arnórsson, GR (80-75) 155 högg (+11) Stúlkur: 1. María Eir Guðjónsdóttir, GM (80-78) 158 högg (+14) 2. Nína Margrét Valtýsdóttir, GR (78-82) 160 högg (+16) 3. Bjarney Ósk Harðardóttir, GKG (80-88) 168 högg (+24)

Piltar: 1. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR (73-72-69) 214 högg (-2) 2. Sverrir Haraldsson, GM (68-69-78) 215 högg (-1) 3. Kristófer Karl Karlsson, GM (75-72-71) 218 högg (+2) Stúlkur: 1. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS (74-83-74) 231 högg (+15) 2. Zuzanna Korpak, GS (83-78-79) 240 högg (+24) 3. Árný Eik Dagsdóttir, GKG (80-82-86) 248 högg (+32)

15–16 ÁRA

19–21 ÁRS

Piltar: 1. Dagbjartur Sigurbrandsson , GR (71-70) 141 högg (-3) 2. Lárus Ingi Antonsson, GA (77-71) 148 högg (+4) 3. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (77-73) 150 högg (+6) Stúlkur: 1. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (79-76) 155 högg (+11) 2. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (79-78) 157 högg (+13) 3. Kinga Korpak, GS (77-81) 158 högg (+14)

1. Birgir Björn Magnússon, GK (76-70-71) 217 högg (+1) 2. Björn Óskar Guðjónsson, GM (72-72-73) 217 högg (+1) 3. Kristófer Orri Þórðarson, GKG (73-70-75) 218 högg (+2) *Birgir Björn hafði betur í bráðabana um sigurinn

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi


Jana Ebenezersdóttir úr GM slær hér á 3. teig á Sjónum á öðrum keppnisdegi. Mynd/seth@golf.is

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir úr GR slær hér upphafshögg á 3. teig á öðrum keppnisdegi. Mynd/seth@golf.is

Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG með flaggið á 2. flöt á Sjónum á öðrum keppnisdegi. Mynd/seth@golf.is

GOLF.IS

35


Íslandsbankamótaröðin

Veðrið í aðalhlutverki á Strandarvelli

Veðrið var svo sannarlega í aðalhlutverki þegar fyrsta mót ársins á Íslandsbankamótaröð barna og unglinga fór fram á Strandarvelli á Hellu. Keppt var í þremur aldursflokkum hjá stúlkum og fjórum aldursflokkum hjá drengjum. Perla Sól Sigurbrandsdóttir (GR), Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA), Zuzanna Korpak (GS), Heiðar Snær Bjarnason (GOS), Sigurður Arnar Garðarsson (GKG), Ragnar Már Ríkarðsson (GM) og Birgir Björn Magnússon (GK) fögnuðu sigri í sínum flokkum á þessu móti. Um 130 keppendur voru skráðir til leiks. Vegna úrkomu og hvassviðris var keppni felld niður laugardaginn 26. maí. Yngstu aldursflokkarnir léku eina umferð sunnudaginn 27. maí en keppni hjá elstu aldursflokkunum hófst föstudaginn 25. maí og léku þeir aldurshópar tvær umferðir. Alls verða fimm mót á Íslandsbankamótaröðinni á þessu ári en mótin hafa verið sex á hverju ári undanfarin misseri.

36

GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsbankamótaröðin


TVIST 11186

Taktu Sjónvarp Símans með þér í bústaðinn

Bjóddu Sjónvarpi Símans með þér í bústaðinn eða bara hvert sem er með þráðlausum 4K myndlykli og nýju og endurbættu Sjónvarp Símans appi. Síminn er með frábærar 4G lausnir til að koma upp þráðlausu neti fyrir Kynntu þér 4G lausnir Símans til að koma upp þráðlausu neti fyrir alla fjölskylduna í bústaðnum. alla fjölskylduna í bústaðnum. Bjóddu Sjónvarpi Símans með þér í bústaðinn með þráðlausum 4K myndlykli og nýju og endurbættu Sjónvarp Símans appi.

Nánar á siminn.is eða í verslunum Símans í Kringlunni, Smáralind, Ármúla 25 og Strandgötu Akureyri


Úrslit á Íslandsbankamótaröðinni á Strandarvelli á Hellu 25.–27. maí 2018: STÚLKUR 14 ára og yngri 1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir , GR 84 högg (+14) 2. Brynja Valdís Ragnarsdóttir, GR 86 högg (+16) 3. Bjarney Ósk Harðardóttir, GKG 87 högg (+17) 4. Nína Margrét Valtýsdóttir, GR 88 högg (+18) 5. María Eir Guðjónsdóttir, GM 99 högg (+29) 15–16 ára 1. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 79 högg (+9) 2.–3. Kinga Korpak, GS 80 högg (+10) 2.–3. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 80 högg (+10) 4. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR 83 högg (+13) 5. Ásdís Valtýsdóttir, GR 85 högg (+15) 17–18 ára 1. Zuzanna Korpak, GS (78-74) 152 högg (+12) 2. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS (74-79) 153 högg (+13) 3. María Björk Pálsdóttir, GKG (85-81) 166 högg (+26)

PILTAR: 14 ára og yngri 1. Heiðar Snær Bjarnason, GOS 79 högg (+9) 2. Arnar Logi Andrason, GK 80 högg (+10) 3. Dagur Fannar Ólafsson, GKG 81 högg (+11) 4. Tristan Snær Viðarsson, GM 82 högg (+12) 5.–6. Róbert Leó Arnórsson, GKG 83 högg (+13) 5.–6. Nökkvi Páll Grétarsson, GKG 83 högg (+13) 15–16 ára 1. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 74 högg (+4) 2. Dagbjartur Sigurbrandsson , GR 75 högg (+5) 3. Sveinn Andri Sigurpálsson, GKG 77 högg (+7) 4. Kjartan Sigurjón Kjartansson, GR 78 högg (+8) 5. Böðvar Bragi Pálsson, GR 78 högg (+8)

38

GOLF.IS

Andrea Ýr Ásmundsdóttir úr GA sigraði í sínum flokki á Íslandsbankamótaröðinni á Strandarvelli á Hellu. Mynd/seth@golf.is

17–18 ára 1. Ragnar Már Ríkarðsson, GM (68-74) 142 högg (+2) 2. Viktor Ingi Einarsson, GR (74-72) 146 högg (+6) 3. Sverrir Haraldsson, GM (74-73) 147 högg (+7) 4. Andri Már Guðmundsson, GM (76-77) 153 högg (+13) 5. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR (78-78) 156 högg (+16) 19–21 árs 1. Birgir Björn Magnússon, GK (68-73) 141 högg (+1) 2. Ragnar Áki Ragnarsson, GKG (79-74) 153 högg (+13) 3. Kristófer Orri Þórðarson, GKG (76-79) 155 högg (+15)



Erlendir kylfingar sækja í sérstöðu Íslands Aukning hefur verið í heimsóknum erlendra kylfinga til Íslands. Þetta kom fram á aðalfundi Golf Iceland. Stofnendur Golf Iceland árið 2008 voru tíu golfklúbbar og sjö ferðaþjónustufyrirtæki auk Ferðamálastofu og Golfsambands Íslands. Tilgangurinn var að efla allt kynningar- og markaðsstarf tengt golfi á Íslandi gagnvart erlendum kylfingum og söluaðilum golfferða. Í árslok 2017 voru meðlimir Golf Iceland orðnir 26 og eru nú 28. Um 50 milljónir kylfinga eru í heiminum, þar af eru um sex milljónir í Evrópu. Um 30% kylfinga fara árlega í golfferð utan heimalands. Þessir ferðamenn eru eftirsóttir enda eyða þeir allt að 100% meira en almennir ferðamenn á sínum ferðum. Erlendum kylfingum sem leika hér á Íslandi hefur fjölgað verulega á undanförnum árum og ljóst að íslenskir golfvellir í okkar sérstæða landslagi og

40

GOLF.IS - Golf á Íslandi Erlendir kylfingar sækja í sérstöðu Íslands

einstöku birtu vekja mikinn áhuga og ánægju þeirra sem hér spila. Magnús Oddsson framkvæmdastjóri Golf Iceland segir að sérstaða Íslands dragi að sér erlenda kylfinga. „Við keppum ekki við veðurfarið á stöðum eins og Flórída í Bandaríkjunum eða á Spáni. Varan sem er í boði á Íslandi er öðruvísi og sérstök. Það er mikilvægt fyrir golfklúbba á Íslandi að sinna enn betur kynningar- og þjónustustarfi. Klúbbarnir verða að eiga kynningarefni til notkunar, vera tilbúnir að svara fyrirspurnum strax og bjóða upp á góða þjónustu þegar kylfingarnir koma. Þar má nefna góð leigusett, golfbíla og ýmislegt annað. Allt þetta skilar árangri og auknum tekjum.

Frá upphafi höfum við í Golf Iceland lagt áherslu á miðnæturgolfið. Hér er hægt að spila golf í náttúrulegu umhverfi og hér á landi er golf skilgreint sem náttúrutengd afþreying. Fjölbreytni er í völlum bæði vegna mismunar þeirra og fjölda. Auðvelt aðgengi er bæði að landinu og völlunum. Og síðast en ekki síst skiptir miklu máli að klúbbarnir sinni þessu kynningarog þjónustustarfi. Það dugir ekki að Golf Iceland komi golfi á Íslandi á framfæri almennt og kynni einstaka velli,“ segir Magnús. Á aðalfundi Golf Iceland var ályktað um þjónustumál. Þar var því beint til stjórnar að kanna þann möguleika að flokka golfvelli landsins eftir þjónustustigi. Markmiðið er að upplýsa neytendur og viðskiptavini um þá þjónustu sem er í boði á hverjum velli fyrir sig.


MEÐ ICELANDAIR Alltaf innifalið: Frjálst sætaval við bókun | Afþreyingarkerfi 350 klst. | 10 kg handfarangur Meira pláss milli sæta | Ein ferðataska allt að 23 kg til Evrópu og tvær töskur til N-Ameríku Matur fyrir börnin | Óáfengir drykkir | Vildarpunktar | Flug- og flugvallarskattar

Notaðu punktana til að komast í golfið Þú getur nefnilega borgað fyrir flugið með blöndu af Vildarpunktum og peningum. Kannaðu stöðuna. Því fleiri punktar, því styttra í púttið.

Afþreyingarkerfi í hverju sæti.

Hægt að nota og safna Vildarpunktum um borð.

ÍSLENSKA SIA.IS ICE 88157 04/18

DRYKKIR INNIFALDIR

ERTU Á PARI ÞEGAR KEMUR AÐ PUNKTUNUM?


Lagaðu boltafarið

– Það skiptir máli hvernig þú notar flatargaffalinn Flatargaffall er skylduútbúnaður fyrir alla kylfinga sem fara í golf - óháð aldri og getu. Það er mikilvægt að laga boltaförin á flötum, sín eigin og einnig þau sem við sjáum á flötunum. Rétta aðferðin við að laga boltafarið er að ýta grassverðinum inn að miðju þaðan sem mesta skemmdin er í grassverðinum. Síðan er þessi aðferð endurtekinn frá þremur til fjórum mismunandi stöðum í kringum boltafarið þar til að búið er að slétta svæðið og ýta grassverðinum inn að miðju. Röng aðferð er að stinga flatargafflinum niður og þrýsta síðan upp og undir boltafarið svo svörðurinn rifnar og það myndast brúnt sár. Ef ekki er gert við boltafar þá getur grasið í því fölnað og dáið og þá verður eftir ljósbrúnn blettur í flötinni. Einnig verða flatir ósléttar ef boltaför eru ekki lagfærð sem rýrir gæði flata og hefur áhrif á púttlínu, þ.e. hraða og stefnu golfboltans. Gæði golfvalla liggja að stórum hluta í púttflötunum, þar er snerting golfboltans mest við grasið þegar við leikum og því skiptir miklu máli að við göngum vel um þessi svæði. Kylfingar hitta að meðaltali átta flatir á 18 holu hring. Ef leiknir eru 130 hringir á hverjum degi á golfvellinum þá myndast 1.040 boltaför á hverjum degi. Það eru 31.000 boltaför á einum mánuði. Á íslenskum golfvelli þar sem leikið er sex mánuði á ári væru þetta tæplega 190.000 boltaför sem þyrfti að laga.

42

GOLF.IS - Golf á Íslandi Lagaðu boltafarið

Up og ww


„Vellíðan leikmanna skiptir höfuðmáli því höfum við valið EVY bæði við æfingar og keppni. Í sterkri sól er mikilvægt að vera með sólarvörn sem við getum treyst fullkomlega. Þess vegna er EVY opinber sólarvörn golflandsliðsins“. Jussi Pikanen landsliðsþjálfari

Upplýsingar og sölustaðir www.evy.is

NA

ME

EVY er opinber sólarvörn golflandsliðs Íslands

LI

H

Ú

ÐMÆ

Ð LÆ K


Sögulegur samningur

Golfklúbbur Selfoss með fast land undir fótum

Allt frá árinu 1971 hefur Golfklúbbur Selfoss haft það verkefni að koma föstu landi undir starfsemi klúbbsins. Það hefur gengið á ýmsum í þeim efnum en þann 12. maí sl. var skrifað undir samning sem tryggir klúbbnum landsvæði ótímabundið. Svarfhólsvöllur er þriðja vallarsvæðið sem GOS hefur byggt upp frá árinu 1971. Klúbburinn hefur því verið á töluverðu flakki. Fyrsta vallarstæðið var við Engjaveg á Selfossi, þar voru settar upp 6 holur til skamms tíma. Um tíma höfðu félagsmenn enga aðstöðu fyrr en velli var komið upp við Alviðru við Sogið. Frá árinu 1986 hefur Svarfhólsvöllur verið byggður upp og er hann í dag einn glæsilegasti 9 holu völlur landsins. Þann 12. maí sl. skrifaði sveitarfélagið Árborg undir langtímasamning við GOS. Samningurinn felur í sér að klúbburinn verður með Svarfhólsvöll ásamt nýju svæði undir 18 holur og æfingasvæði til langframa. Samningurinn er ótímabundinn og með löngum uppsagnarfresti. „Við í Golfklúbbi Selfoss erum afskaplega ánægð og stolt að hafa náð þessum gríðarlega góða samningi. Við þökkum sveitarfélaginu fyrir framsýni og hug í uppbyggingu á golfíþróttinni og öðrum íþróttamannvirkjum í Árborg. Framtíð GOS er tryggð á þessum fallega stað. Samningurinn gerir GOS kleift að hefjast handa við uppbyggingu á nýjum brautum og ekki þarf að óttast lengur um framtíðarstaðsetningu vallarins,“ segir m.a. í tilkynningu frá Golfklúbbi Selfoss. Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar og Hlynur Geir Hjartarson framkvæmdastjóri GOS skrifuðu undir samninginn. Fyrir aftan eru frá vinstri: Ingólfur Bárðarson og Guðmundur H. Eiríksson fyrrverandi formenn GOS. Ingólfur er jafnframt fyrsti klúbbmeistari GOS.

44

GOLF.IS - Golf á Íslandi Sögulegur samningur

ICE_T


Í DJÚPRI GLOMPU. ÚR LÉTTUM KARGA. AF MIÐRI BRAUT.

ÞESSI FER Í.

NÝJU VOKEY SM7 FLEYGJÁRNIN ERU MÆTT. VOKEY.COM

ICE_TitleistVokeySM7_Page.indd 1

18/04/2018 09:44


Myndasyrpa

Knattspyrnustjörnur Íslands eru einnig góðar í golfi

Golfíþróttin er vinsæl hjá leikmönnum íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Margir þeirra nýttu sér veðurblíðuna sem var í byrjun júní til þess að viðra sig á golfvellinum á milli æfinga. Sett var upp golfmót en um 12 leikmenn tóku þátt ásamt starfsmönnum KSÍ og fulltrúum frá samstarfsaðilum KSÍ. Mótið var hluti af undirbúningi liðsins fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi en liðið hélt af landi brott nokkrum dögum eftir að þessar myndir voru teknar.

Óljóst er hver var sigurvegari í mótinu þar sem forgjöf margra leikmanna landsliðsins var ekki rétt skráð. Í landsliðinu eru margir afar snjallir kylfingar. Þar fer Gylfi Þór Sigurðsson fremstur í flokki en hann er með um 4 í forgjöf. Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson eru þar ekki langt á eftir. Kári Árnason er með fína golftakta og sömu sögu má segja af flestum leikmönnum liðsins. Golf á Íslandi fékk að fylgjast með leikmönnum liðsins í golfi í stutta stund á Korpunni á dögunum. Myndirnar voru teknar við það tækifæri og þær segja allt sem segja þarf.

Gylfi Þór Sigurðsson slær boltann eins og atvinnumaður á 1. teig. Samúel Kári Friðjónsson gaf ekkert eftir í kraftinum í upphafshögginu á 1. braut.

46

GOLF.IS - Golf á Íslandi Knattspyrnustjörnur Íslands eru einnig góðar í golfi


Ólafur Ingi Skúlason smellhitti upphafshöggið á 1. braut á Korpunni.

Alfreð Finnbogason horfir á eftir upphafshögginu á 3. braut á Korpunni.

GOLF.IS

47


Kári Árnason slær af 3. teig á Sjónum á Korpunni og höggið var gott.

Bílabúð Benna áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði.

Emil Hallfreðsson fór á kostum í þessu móti en félagar hans mótmæltu úrslitunum og töldu að hann væri ekki með rétta forgjöf. Emil lék á 87 höggum og var með 36 í forgjöf í þessu móti.

R S sj M

Jóhann Berg Guðmundsson er með flotta takta í golfsveiflunni.

48

GOLF.IS - Golf á Íslandi Knattspyrnustjörnur Íslands eru einnig góðar í golfi


Bílabúð Benna áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði. Ríkulegur búnaður: Fjórhjóladrif, stillanleg fjöðrun, 8-gíra Tiptronic S sjálfskipting með skiptingu í stýri, leðurinnrétting, leiðsögukerfi með Íslandskorti, LED aðalljós, LED afturljós, 19” álfelgur með loftþrýstingsskynjurum, Sport Chrono pakki, fjarlægðarvari að framan og aftan, rafdrifin framsæti með 8 stillingum, hágæða 150w hljóðkerfi með 10 hátölurum, stafrænt mælaborð, 12” háskerpu stjórnborð með snertiskjá, skriðstillir (Cruise Control), sjálfvirk opnun/lokun á afturhlera, tvískipt, sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, Porsche stöðuleikakerfi (PSM), leðurklætt Sport aðgerðastýri, lyklalaus ræsing, Porsche ferðahleðslustöð, PCM (Porsche Communication Management), Connect Plus, samlit vindskeið á afturhlera, svartir listar á hliðargluggum, aðfellanlegir hliðarspeglar, sjálfvirk birtustilling í baksýnisspegli, litaðar hitaeinangraðar rúður,

Takmarkalaus. Þriðja kynslóðin af lúxusjeppanum Porsche Cayenne er kraftmikill og umhverfisvænn, búinn fullkomnustu stjórntækjum og hefur meira innanrými en forveri hans. Cayenne E-Hybrid (Plug in) útgáfan getur gengið eingöngu fyrir rafmagni, eingöngu fyrir bensíni eða virkjað báða aflgjafana samtímis. Upplifðu akstursánægju sem er takmarkalaus.

Rafmagns Porsche – Cayenne E-Hybrid Verð: 12.990 þús. kr.

Hestöfl: 462 Hámarkstog: 700Nm Hröðun: 5.0 sek. 0-100 km.klst.

Porsche á Íslandi | Bílabúð Benna: Vagnhöfða 23 | 110 Reykjavík | S: 590 2000 www.benni.is | www.porsche.is

Opnunartími: Virka daga frá 9:00 til 18:00 Laugardaga frá 12:00 til 16:00


Birkir Bjarnason var með þaulreyndar kylfur í pokanum sem hann fékk að láni hjá Magnúsi Gylfasyni úr landsliðsnefnd. Ping Karsten alvöru 3-tré sem voru mikið notuð á síðustu öld. Kylfan brást Birki ekki í þessu höggi sem var gott.

Rúnar Alex Rúnarsson er lipur kylfingur og hér horfir hann á eftir högginu á 3. braut.

BÍLDSHÖFÐA 9 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525

50

GOLF.IS - Golf á Íslandi Knattspyrnustjörnur Íslands eru einnig góðar í golfi


„Tækifærið er núna.“

Registered trademark licensed by Bioiberica

Alfreð Finnbogason Landsliðsmaður í knattspyrnu

Með þér í liði Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® vinnur gegn stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra. Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® inniheldur: Hyaluronsýru sem gegnir mikilvægu hlutverki í að smyrja og viðhalda mýkt í liðamótum. Kondróitínsúlfat er algengt byggingarefni í liðbrjóski og er talið hamla bólgumyndun og vinna gegn slitgigt. Omega-3 inniheldur fitusýrurnar EPA og DHA sem talið er að geti dregið úr stirðleika á morgnana og verkjum. C-vítamín tekur þátt í framleiðslu líkamans á kollagen próteini sem er meginuppistaðan í ýmsum tengivefjum líkamans.

LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR


Langar að lækka forgjöfina í sumar

52

GOLF.IS

F

Ingi Þór Þorvaldsson:


BÍL FRÁ L Á BÆ VE GÓ R RÐ Ð I! U

SUZUKI VITARA FYRIR VETUR, SUMAR, VOR OG HAUST FJÓRHJÓLADRIFINN, SJÁLFSKIPTUR EÐA BEINSKIPTUR

Suzuki Vitara er einstaklega sparneytinn, fjórhjóladrifinn sportjeppi með frábæra aksturseiginleika. Suzuki Vitara er með rúmbetri jeppum í sínum stærðarflokki og er hlaðinn tæknibúnaði. Sjón er sögu ríkari, komdu og reynsluaktu, þú verður ekki fyrir vonbrigðum.

4WD All-grip tryggir öryggi í akstri og gott veggrip við erfiðar aðstæður. Þú kemst alla leið!

Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is

Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100


„Ég er fæddur í Vestmannaeyjum og spilaði ekki mikið golf þegar ég var krakki. Ég fór kannski 1-2 sinnum í golf að mig minnir. Það hefði verið betra að byrja fyrr en ég geri mitt besta til að ná betri tökum á golfinu,“ segir Ingi Þór Þorvaldsson við Golf á Íslandi. Ingi Þór fór í golfskóla Úrvals Útsýnar á El Plantio í vor og markmiðið var að ná betri tökum á golfíþróttinni.

Bíllinn yngist allur upp

54

GOLF.IS - Golf á Íslandi Langar að lækka forgjöfina í sumar

„Ég fór að spila golf reglulega fyrir um sex árum og ég var þá félagi í Golfklúbbi Bakkakots. Það hefur lítið gengið að lækka

forgjöfina og þess vegna skráði ég mig í golfskólann á El Plantio. Það var að mínu mati frábær ákvörðun. Hér hef ég fengið góð ráð frá bræðrunum Þorsteini Hallgrímssyni og Júlíusi Hallgrímssyni.“ Ingi Þór segir ennfremur að það auðveldi byrjendum í golfi að æfa við aðstæður líkt og á Spáni á vorin. „Engin spurning. Hér er ég í golfi frá morgni til kvölds. Golfskólinn á morgnana og síðan er spilað eins og hægt er. Á þessum stutta tíma hef ég náð miklu betri tökum á þeim atriðum sem ég þarf að laga - og listinn er langur, skal ég segja þér. En góðu höggunum fjölgar og það hvetur mig áfram. Ég er ágætur í stutta spilinu en nánast allt hitt þarf að laga mikið. Ég vef kylfunni utan um hausinn á mér aftursveiflunni í löngu höggunum og bræðurnir eru að reyna að laga það hjá mér.“ Ingi Þór starfar hjá Þekkingu sem tæknimaður í vettvangsþjónustu. Hann segir að golfið sé stór hluti af daglegu spjalli á vinnustaðnum. „Það eru margir sem spila golf í fyrirtækinu. Það er mikilvægt að geta fengið vinnufélagana með í golf. Í fyrra vorum við fjórir sem fórum mjög reglulega saman að spila. Í sumar ætla ég að gerast félagi á ný í golfklúbbi, ég er ekki alveg búinn að ákveða í hvaða klúbb mig langar að fara. Golfíþróttin snýst fyrir mig um að komast út í náttúruna og vera úti í góðum félagsskap. Stundum gengur vel og stundum ekki, en góðu höggin bæta þau slæmu upp. Markmiðið í sumar er að komast undir 36 í forgjöf og hafa gaman af þessu.“ Líkt og margir golfáhugamenn þá fylgist Ingi Þór ágætlega með golfíþróttinni í sjónvarpi og fjölmiðlum. „Mér finnst frábært að Tiger Woods sé byrjaður að keppa aftur. Ég fylgist með honum og einnig íslensku atvinnukylfingunum. Sérstaklega Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur,“ sagði Ingi Þór Þorvaldsson.


EKKI MISSA AF DRAUMAHÖGGINU Átta af hverjum tíu sem koma í forskoðun geta losnað við gleraugun

Við erum bæði með reynsluna og þekkinguna

Við erum með algjörlega hníflausar laseraðgerðir

Við gerum fjölfókusaugasteinaaðgerðir

Hjá Sjónlagi starfa átta augnlæknar, þrír sjóntækjafræðingar og fimm hjúkrunarfræðingar ásamt öðru starfsfólki sem veitir faglega ráðgjöf.

Lasik tæknin er bylting í aðgerðum við nærsýni, fjarsýni og sjónskekkju.

Fjölfókus gerviaugasteinar eru í vaxandi mæli notaðir til að losa fólk við gleraugu. Með þeim er bæði hægt að sjá bæði nálægt sér og frá sér án gleraugna.

Sjónlag býður eingöngu upp á sjónlagsaðgerðir sem eru algjörlega hníflausar. Hníflausar aðgerðir þýða skjótari bata en með þeim aðferðum sem beitt hefur verið hér á landi hingað til.

Sjónlag leggur sig fram um að vera með bestu tækin sem eru í boði hverju sinni.

LASIK-aðgerðin byggir á því að breyta lögun hornhimnunnar svo ljósgeislarnir lendi á réttum stað á sjónhimnunni. Rúmlega 95% þeirra sem koma í aðgerð losna alveg við gleraugun.

Síðan 2001 höfum við framkvæmt á annan tug þúsunda laseraðgerða.

Sjónlag er eina fyrirtækið sem býður upp á þann möguleika að losna við gleraugun með innsetningu á fjölfókus augasteinum.

Síðan 2008 höfum við séð um tæplegatíu þúsund augasteinskipti.

Pantaðu tíma í forskoðun í síma 577 1001 og kynntu þér hvernig við getum gert líf þitt betra Sveigjanlegir greiðslumöguleikar Vaxtalaus kortalán í allt að 24 mánuði. Einnig bjóðast raðgreiðslur VISA eða MASTERCARD frá 2 mánuðum í allt að 36 mánuði.

www.sjonlag.is

Glæsibær - Álfheimar 74 - 104 Reykjavík - Sími 577 1001


„Besta ákvörðun sem ég hef tekið“

174.186/maggioskars.com

– Herdís Anna byrjaði í golfi fyrir tilviljun

S


174.186/maggioskars.com

Skjól í amstri dagsins EINRÚM Hönnuður: Sturla Már Jónsson Húsgagna og innanhúsarkitekt

Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Netfang axis@axis.is • www.axis.is


„Ég er svo glöð að vera komin í golf og tilheyra þessum frábæra félagsskap. Þetta er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ segir Herdís Anna Friðfinnsdóttir við Golf á Íslandi. Herdís Anna er í hópi fjölmargra kylfinga á Íslandi sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni en hún og eiginmaður hennar eru félagar í Golfklúbbi Mosfellsbæjar. „Það var algjör tilviljun að ég byrjaði í golfi. Ég fór í ferð til Tyrklands með vinum mínum. Þar var markmiðið að fara í sólbað og njóta þess að vera í fríi. Nokkrir í hópnum fóru daglega í golf í þessari ferð. Mér fannst þetta forvitnilegt og fór með á æfingasvæðið. Það þurfti ekki nema tvö vel heppnuð högg til þess að selja mér að golfið væri eitthvað fyrir mig,“ segir Herdís Anna.

skóla á Spáni vorið 2017. Það var dásamleg upplifun og við fórum því aftur á sama stað vorið 2018 - og við erum búin að ákveða að panta aðra slíka ferð haustið 2018 til þeirra bræðra Þorsteins og Júlíusar á El Plantio. Það gengur erfiðlega að útskrifa okkur því við skráum okkur alltaf aftur,“ bætir Herdís Anna við í léttum tón.

Golfáhugi Herdísar Önnu hefur aukist með hverju árinu sem líður. „Ég og eiginmaðurinn minn tókum þá ákvörðun að fara í golf-

Herdís Anna og vinir hennar ferðuðust mikið í fyrrasumar um Ísland þar sem þau léku golf á alls 13 stöðum á landinu.

ELTA GÓÐA VEÐRIÐ Á ÍSLANDI

58

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Besta ákvörðun sem ég hef tekið“

„Við erum með hjólhýsi og fórum þangað sem var gott veður. Alls lékum við á 13 völlum, þar má nefna Bakkakot, Brautarholt, Hamarsvöll í Borgarnesi, Glanna í Borgarfirði, Skagaströnd, Jaðarsvöll á Akureyri, Hólmavík, Stykkishólm og nokkra velli á Vestfjörðum. Þetta var dásamlegur tími og okkur leið vel á öllum þessum stöðum. Mér finnst mikilvægt að hafa eitthvað fyrir stafni þegar ég fer í frí og golfíþróttin er frábær í því samhengi. Herdís Anna segir að vel hafi verið tekið á móti henni og hennar vinum þegar hún byrjaði í golfinu. „Á fyrstu hringjunum þorði ég ekki að vera með neinum nema manninum mínum. Það kom síðan að því að við vorum í ráshópi með fólki sem við þekktum ekki neitt. Og það var ekkert mál. Í raun kom mér skemmtilega á óvart hversu auðvelt þetta var. Ef ég sló vindhögg þá var enginn að velta því fyrir sér. Og margir sem við höfum spilað með taka það fram að þeir hafi einnig verið byrjendur í golfinu á sínum tíma. Krafturinn sem mér finnst einkenna fólk sem er í golfi heillar mig einnig. Það lætur fátt stöðva sig.“ Félagsskapurinn og útiveran er það sem dregur Herdísi Önnu áfram í golfinu. En á þessu ári ætlar hún sér að bæta aðeins meiri keppni í golfið. „Ég ætla að skrá hringi til forgjafar og keppa við sjálfa mig um að verða betri en áður. Ég er með þrjá hluti sem ég legg áherslu á í hvert sinn sem ég fer í golf. Vera glöð, vera fín, og hitta boltann. Það hefur dugað vel hingað til. Ég hlakka til golfsumarsins 2018 og það eina sem ég ætla að muna eftir eru góðu höggin,“ sagði Herdís Anna Friðfinnsdóttir.


Klassískur stíll og fíngerð form gera þessa gamaldags hönnun baðinnréttinga gullfallega og nútímalega. Burlington baðherbergin eru gott dæmi um hin hefðbundnu baðherbergi sem fyrir löngu eru orðin klassísk og bera frábærri hönnun og fegurð baðherbergja fyrri tíma gott vitni. Burlington leggur mikið upp úr samræmdri hönnun á öllum sínum vörum til að auðvelda þér að velja hið klassíska baðherbergi.

Draghálsi 14 - 16 · S í m i 4 12 12 00 www.isleifur.is


Ragnar Már var aðstoðarmaður Ólafíu:

„Frábært tækifæri sem fer í reynslubankann“ „Ég var á æfingu í GKG þegar ég fékk símtal frá Derrick Moore þjálfara Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur. Derrick var þá staddur á Pinehurst í æfingabúðum með Ólafíu. Hann sagði að Ólafía hefði áhuga á að fá mig sem kylfubera og aðstoðarmann. Hún vildi fá einhvern sem er afslappaður og veit mikið um golf. Ég var mjög hissa en fannst það skemmtilegt og áhugavert að hún hefði mig í huga í þetta verkefni. Ég ræddi síðan við Ólafíu Þórunni um kvöldið og daginn eftir var ég kominn til hennar á fyrsta mótið,“ segir Ragnar Már Garðarsson afrekskylfingur úr GKG. Ragnar var kylfuberi hjá Ólafíu Þórunni í tveimur mótum á LPGA-mótaröðinni en mótin fóru fram í Michigan. Ragnar Már segir að það hafi verið erfitt að taka sér hlé frá æfingum og keppni fyrir þetta verkefni. „Ég leit samt á þetta sem upplifun og reynslu sem ég gæti nýtt mér síðar. Ég lærði alveg helling og upplifði nýja hluti sem fara í reynslubankann. Ég hef ágæta þekkingu og reynslu sem afrekskylfingur. Það nýttist vel í að búa til leikskipulag og aðstoða hana við að taka ákvarðanir og ég skil aðstæðurnar sem hún lendir í. Þannig get ég aðstoðað hana við að takast á við þau högg sem hún þarf að slá.“

Reglurnar eru strangar fyrir kylfubera og ef maður brýtur þær þá eru háar sektir. Ég mátti t.d. ekki taka boltann úr holunni á æfingaflötinni. Leikmaðurinn á að gera það. Fyrsta mótið sem Ragnar Már tók þátt í með Ólafíu Þórunni var Kingsmill-mótið. „Það var æðisleg upplifun. Mér fannst okkur ganga vel og hún spilaði vel. Golfið var auðvelt hjá henni. Hún hitti 33 flatir af alls 36 í tilætluðum höggafjölda – og fékk því fullt af fuglafærum og pörin voru mörg. Að mínu mati átti hún að vera í toppbaráttunni en eitt slæmt högg í lokin á röngum tíma kostaði mikið og gerði út um möguleikana að þessu sinni.“ Hvað hefur komið þér mest á óvart þegar þú upplifir LPGA-mótaröðina frá þessari hlið? „Reglurnar eru strangar fyrir kylfubera og ef maður brýtur þær þá eru háar sektir. Ég mátti t.d. ekki taka boltann úr holunni

60

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Frábært tækifæri sem fer í reynslubankann“


Vínylparket, nýtt og spennandi gólfefni

Hjá Parka færð þú gólfefni sem hentar þér. Við kynnum nýjung hjá okkur í gólfefnum. Vínylparket er ótrúlega slitsterkt, vatnsþolið og er mjög viðhaldslítið. Efnið er ótrúlega mjúkt og fæst bæði með fallegri viðaráferð í plönkum eða með náttúrusteins áferð í flísum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570


Þeir bestu velja TaylorMade

BÍLDSHÖFÐA 9 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525

62

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Frábært tækifæri sem fer í reynslubankann“

á æfingaflötinni. Leikmaðurinn á að gera það. Við áttum helst ekki að vera á æfingaflötinni nema í sérstökum tilvikum. Það eru oft mjög margir leikmenn á æfingaflötinni og þess vegna er takmarkað aðgengi fyrir aðstoðarmennina á þessum stað. Það er sektað fyrir að byrja á 10. holu á æfingahring eftir kl. 8 um morguninn. Það voru fleiri svona skrítnar reglur.“ „Mér fannst erfiðast í þessu að vita hversu mikið af upplýsingum ég átti að gefa og hvenær ég átti að gefa upplýsingarnar, til þess að trufla ekki eða hafa áhrif á það sem hún vildi sjálf. Þessi samvinna verður alltaf betri og betri eftir því sem hringirnir verða fleiri. Það er nánast allt skemmtilegt við þessa upplifun. Það er ómetanlegt tækifæri að fá að vera í návígi við alla bestu leikmenn heims á LPGA-mótaröðinni.“ Ragnar Már segir að hann hafi meiri áhuga á að vera í hlutverki Ólafíu Þórunnar sem atvinnukylfingur í framtíðinni. „Við ræddum um allt og ekkert á milli högga. Sögðum skemmtilegar sögur sem tengjast ekkert golfi og við reyndum að hafa þetta á léttu nótunum. Mér fannst þetta skemmtileg upplifun,“ segir Ragnar Már Garðarsson.



– Nýr golfvöllur í Hólsdal mun gerbreyta golfaðstöðunni á Siglufirði

64

GOLF.IS - Golf á Íslandi Styttist í opnun á glæsilegum velli


GOLF.IS

65


Það styttist í að nýr golfvöllur verði opnaður í Hólsdal á Siglufirði. Völlurinn er hannaður af Edwin Roald golfvallahönnuði. Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson er aðalhvatamaðurinn á bak við framkvæmdina en sjálfseignarfélagið Leyningsás verður rekstraraðili vallarins. Hér eru nokkrar loftmyndir af vellinum sem teknar voru haustið 2017 en gert er ráð fyrir að völlurinn opni í byrjun júní. Frá árinu 2009 hefur Golfklúbbur Siglufjarðar unnið að þessari hugmynd. Klúbburinn mun flytja starfsemi sína á nýjan völl í sumar og verður eldri völlurinn lagður niður. Opnun vallarins hefur tafist á undanförnum misserum vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Eins og áður segir er stefnt að opnun vallarins sumarið 2018. Sjálfseignarfélagið Leyningsás hefur einnig komið að uppbyggingu á skíðasvæðinu í Skarðsdal. Golfvöllurinn er í næsta nágrenni við skíðasvæðið. Reið- og gönguleiðir eru skipulagðar á svæðinu ásamt tengingu við skógræktina í Skarðsdal. Á sínum tíma var ákveðið að fara í þessa framkvæmd til að auka fjölbreytni í þjónustu við íbúa Fjallabyggðar og alla þá fjölmörgu ferðamenn sem til Fjallabyggðar koma.

66

GOLF.IS - Golf á Íslandi Styttist í opnun á glæsilegum velli


UPPHAFIÐ AÐ STÓRKOSTLEGRI MÁLTÍÐ Maille Dijon Originale sinnep, síðan 1747 Meals, Maille, Memories.


Breytingar í Borgarnesi:

Nýtt klúbbhús í samvinnu v

68

GOLF.IS - Golf á Íslandi Breytingar í Borgarnesi


u við Icelandair hótel Hamar

Hér er horft frá 1. teig upp að Icelandair hótel Hamri og nýsmíðin lengst til hægri er væntanleg veitingaaðstaða GB.

GOLF.IS

69


Útsýnið yfir Borgarfjörðinn er stórbrotið frá Icelandair hótel Hamri og veitingastaður hótelsins hefur getið sér gott orð fyrir að framreiða frábæran mat úr hráefni úr héraði.

Jóhannes Ármannsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Borgarness og Sigurður Ólafsson eigandi Icelandair hótels Hamars.

Í lok maí opnaði Golfklúbbur Borgarness nýtt klúbbhús í samvinnu við Icelandair hótel Hamar. Á hótelinu verður móttaka fyrir gesti Hamarsvallar og um miðjan júní verður tekinn í notkun nýr veitingasalur sem er sérstaklega hannaður með kylfinga í huga. Með þessari breytingu verður ný upphafshola á Hamarsvelli og 1. braut vallarins sú sem áður var 9. brautin. Nýr teigur sem er yfir 50 metra langur er við 1. braut vallarins og grisja þurfti mikið af trjám í kringum teiginn. Þetta er vel heppnuð framkvæmd sem Borgnesingar geta verið stoltir af. Lokaholan á Hamarsvelli er skemmtileg par 3 hola þar sem flötin er alveg við Icelandair hótel Hamar – og væntanlegur veitingasalur verður með frábæru útsýni yfir 18. flötina. Þessar breytingar voru unnar í samvinnu við Edwin Roald golfvallahönnuð.

Útsýnið yfir Borgarfjörðinn er stórbrotið frá Icelandair hótel Hamri og veitingastaður hótelsins hefur getið sér gott orð fyrir að framreiða frábæran mat úr hráefni úr héraði. Sigurður Ólafsson, eigandi Icelandair hótels Hamars, segir að þessi breyting sé kærkomin fyrir alla aðila. „Þetta er breyting sem við hér á hótelinu höfum haft lengi í huga. Við höfum verið með veitingareksturinn í gamla klúbbhúsinu á undanförnum árum. Það var ljóst að það myndi ekki ganga upp áfram og þessi niðurstaða er afar ánægjuleg að mínu mati. Jóhannes Ármannsson framkvæmdastjóri

Hér er horft úr væntanlegum veitingastað fyrir kylfinga. Útsýnið er bæði yfir 18. flötina og 1. teig og nýr teigur var gerður fyrir 12. holuna sem var áður 2. hola vallarins.

70

GOLF.IS - Golf á Íslandi Breytingar í Borgarnesi

tók vel í þessa hugmynd - og hann hafði sjálfur séð þetta fyrir sér með þessum hætti,“ segir Sigurður en hann keypti hótelið árið 2011 og er mjög virkur í félagsstarfi GB sem kylfingur og félagi. „Þessir hlutir væru ekki að gerast ef Sigurður Ólafsson væri ekki svona áhugasamur um golfið. Hann hefur stutt ómetanlega við klúbbinn á undanförnum árum,“ segir Jóhannes Ármannsson framkvæmdastjóri GB.

GAMLA KLÚBBHÚSIÐ FÆR NÝTT HLUTVERK Gamla klúbbhúsið við Hamarsvöll fær nýtt hlutverk eftir þessa breytingu. Starfsfólk Icelandair hótels Hamars mun áfram hafa gistiaðstöðu í húsinu eins og undanfarin ár. „Barna- og unglingastarfið og eldri borgarar verða með aðstöðu í gamla klúbbhúsinu. Það er mikilvægt að þessir hópar fái aðstöðu sem stangast ekki á við daglegan rekstur á hótel Hamri. Til lengri tíma litið er ég ekki í vafa um að það verði lyftistöng fyrir félagsstarfið. Krakkarnir fá rými til að vera börn og við þekkjum það að krakkar þurfa rými til að njóta sín. Þau fá það í gamla klúbbhúsinu,“ segir Jóhannes.



MIKIL TÆKIFÆRI FYRIR BÁÐA AÐILA

Sigurður Ólafsson eigandi Icelandair hótel Hamars í nýrri aðstöðu GB.

Hópar sem koma hingað á hótelið fara yfirleitt snemma að morgni og koma seint að kvöldi til baka. Það passar því vel í reksturinn að þjónusta kylfingana sem koma hingað yfir daginn þegar það er rólegt á hótelinu.

Hér er horft upp eftir 1. braut Hamarsvallar af nýjum glæsilegum teig sem er um 50 metra langur. Þessi braut var áður sú 9. á Hamarsvelli.

72

GOLF.IS

ÍSLANDSMÓTIÐ Í BORGARNESI 2023? Icelandair hótel Hamar opnar nýjar víddir í starfi GB hvað varðar mótahald og mótttöku hópa. Jóhannes leynir því ekki að til lengri tíma litið hafi GB það sem markmið að fá stærsta mót Íslands í Borgarnes. „Það er langtímamarkmið Golfklúbbs Borgarness að fá að halda Íslandsmótið á Hamarsvelli. Hvenær það verður að veruleika er óvíst en það væri gaman að stefna á árið 2023 þegar GB á 50 ára afmæli. Til þess að fá slíkt mót þarf aðstaðan að vera til staðar fyrir keppendur og gesti. Ég tel að með þessari breytingu sé GB í fremstu röð á landsvísu þegar kemur að þessum þætti. Keppendur m.a. gætu gist við keppnisvöllinn á glæsilegu hóteli hér við Hamar. Stemningin á slíku móti yrði einstök að mínu mati,“ segir Jóhannes. „Við þurfum að gera ýmsar breytingar á Hamarsvelli til þess að fá Íslandsmótið hingað til okkar. Þetta er langtímaverkefni og við tökum þetta í litlum skrefum,“ bætir Jóhannes við.

Sigurður bætir því við að daglegur rekstur á móttöku kylfinga henti vel fyrir starfssemi Icelandair hótels Hamars. „Hópar sem koma hingað á hótelið fara yfirleitt snemma að morgni og koma seint að kvöldi til baka. Það passar því vel í reksturinn að þjónusta kylfingana sem koma hingað yfir daginn þegar það er rólegt á hótelinu. Við erum með fyrsta flokks eldhús, fagfólk í matreiðslu og þjónustu og kylfingarnir sem koma hingað geta því gengið að því vísu að fá toppþjónustu og upplifun sem þeir fá ekki á mörgum golfvöllum á Íslandi. Margir Íslendingar sem leika golf koma í heimsókn hingað. Samlegðaráhrifin eru mikil fyrir hótel Hamar. Hér eru 54 herbergi, tveir veitingasalir, annar fyrir allt að 100 manns, og þessi sem er í byggingu mun rúma 60 gesti. Ef við opnum síðan allt getum við búið til allt að 200 manna sal.“ „Við erum með góðan völl sem hefur fengið góða dóma hjá þeim sem hingað hafa komið. Með nýrri aðstöðu hér á Icelandair hótel Hamri opnast enn fleiri tækifæri fyrir okkur í Golfklúbbi Borgarness að taka á móti fyrirtækjamótum og hópum. Að mínu mati verða kylfingar sem hingað koma enn ánægðari eftir þessa breytingu. Upplifunin verður einstök, allt frá því að gestirnir koma, og ekki síður í glæsilegri veitingaaðstöðu við 18. flötina eftir hringinn. Hér geta allir átt góðan dag í flottri aðstöðu. Við getum núna komið sterkari inn á fyrirtækjamótamarkaðinn. Hér verða einnig leigusett og markmiðið er að geta boðið t.d. upp á níu holu pakka fyrir hótelgesti og miðnæturgolf, það eru mörg tækifæri fyrir okkur. Við horfum til framtíðar að fá enn fleiri erlenda kylfinga,“ segja þeir Jóhannes og Sigurður.


Bakrunnsmynd er frá Alicante Golf

INFINITY

X1 LITHIUM Sterk og létt rafmagnskerra.

VERÐ AÐEINS 94.900 kr.

INFINITY

DHC LITHIUM Hefur fram yfir X1: Bremsukerfi, DHC kerfi (Down Hill Control), stærri skjár með klukku, tímamælir hringinn og leit að bolta (5 mín), sýnir hleðsluna á rafhlöðunni, og mælir þá vegalengd sem gengin er.

VERÐ AÐEINS

114.900 kr.

Með allt sem góðar rafmagnskerrur bjóða upp á. Þær eru sterkar og léttar með mjög lágri bilanatíðni. Heildarþyngd með geymi er aðeins um 9,5 kg. Við bjóðum báðar kerrurnar í hvítu og svörtu.

Sjáðu vöruúrvalið og golfferðirnar á golfskalinn.is GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Mörkinni 3 • 108 Reykjavík • Sími: 578 0120 • info@golfskalinn.is • golfskalinn.is


Hér má sjá nýjan teig á 1. holu Hamarsvallar - en myndin er tekin frá gamla klúbbhúsinu.

10 ÁRA SAMNINGUR Jóhannes er ánægður með þann stuðning og velvilja sem GB hefur fengið við breytingarnar á vellinum og þeim framkvæmdum sem hafa staðið yfir að undanförnu. „Fyrirtæki og einstaklingar hafa komið að þessari framkvæmd við breytingarnar á vellinum. Við fáum ekki styrk frá Borgarbyggð að þessu sinni. Við gerðum 10 ára samning við Icelandair hótel Hamar. Í samningnum er fimm ára uppsagnarákvæði, við höfum tíma til að fara til baka ef þetta gengur ekki upp. Breytingarnar á vellinum eru einnig með þeim hætti að það verður ekkert mál að snúa til baka í fyrra horf. En ég hef enga trú á því að til þess þurfi að koma - framtíðin er björt að mínu mati og þessi breyting mun styrkja klúbbinn og Icelandair hótel Hamar,“ segir Jóhannes Ármannsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Borgarness.

Gamla klúbbhúsið á Hamarsvelli fær nýtt hlutverk og mun hýsa barna- og unglingastarfið og einnig munu eldri borgarar nýta sér þessa aðstöðu.

BÍLDSHÖFÐA 9 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525

74

GOLF.IS - Golf á Íslandi Breytingar í Borgarnesi


ecco er stoltur styrktaraðili Ólafíu Þórunnar.

„Ég vel ecco því þeir eru einfaldlega þægilegastir“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur.

DÖMUR

BIOM HYBRID 3 25.995 KR.

ÚTSÖLUSTAÐIR

HERRAR

CASUAL HYBRID 17.995 KR.

BIOM HYBRID 3 22.995 KR.

BIOM HYBRID 3 26.995 KR.

BIOM HYBRID 3 24.995 KR.

BIOM G 2 31.995 KR.

Ecco - Kringlan · Steinar Waage - Smáralind · Skóbúðin Húsavík · Golfbúðin - Hafnarfirði · Golfskálinn - Reykjavík Skóbúðin - Keflavík · Nína - Akranesi · Skóbúð - Selfossi · Axel Ó. - Vestmannaeyjum · Skór.is - netverslun · Örninn - Reykjavík


fjölskyldusport

76

GOLF.IS - Golf á Íslandi Æðislegt fjölskyldusport


– Kylfingarnir Jón Andri og Edda Rún í viðtali við Golf á Íslandi

GOLF.IS

77


„Golfíþróttin sameinar svo margt, þar má nefna útiveru, góða hreyfingu, samveru, félagsskap, og keppni. Þessi atriði ásamt fjölmörgum öðrum gerðu það að verkum að við heilluðumst af golfinu,“ segir hjónin Jón Andri Sigurðarson (46) og Edda Rún Ragnarsdóttir (43) við Golf á Íslandi. Jón Andri og Edda Rún er félagar í Golfklúbbi Reykjavíkur. Jón Andri hefur stundað golfíþróttina í áratug en Edda Rún er að stíga sín fyrstu skref í golfinu. Þar vorum við þrenn hjón saman og kennarinn var frábær. Ég lærði mikið á þessu námskeiði sem var skemmtilegt

„Þetta er æðislegt fjölskyldusport þar sem Edda Rún er byrjuð í golfinu og eldri dóttir okkar er einnig að byrja. Þær eru að upplifa það sem ég fann árið 2007 þegar ég byrjaði. Það er fátt betra en útivera í góðum félagsskap á golfvellinum,“ segir Jón Andri. „Ég dreif mig af stað til að geta spilað með Jóni Andra. Eldri dóttir okkar hefur mikinn áhuga og sú yngri hefur einnig sýnt þessu áhuga. Golfið er því orðið að fjölskyldusporti hjá okkur,“ segir Edda Rún.

LEITUÐU TIL FAGFÓLKS Í UPPHAFI Í upphafi leituðu þau bæði til fagfólks varðandi golfkennslu og góð ráð. „Ég mæli svo sannarlega með því,“ segir Edda Rún og Jón Andri tekur undir það. „Ég fór með stráknum mínum til Brynjars Eldons Geirssonar þegar ég byrjaði árið 2007. Þar fengum við kennslu í grunnatriðunum. Það margborgar sig að ná réttu tökunum á þessu í upphafi því það er erfitt að laga það síðar.“ Edda Rún hefur farið á tvö stutt námskeið en í vetur voru þau á námskeiði undir stjórn Jóns Karlssonar PGA kennara. „Þar vorum við þrenn hjón saman og kennarinn var frábær. Ég lærði mikið á þessu námskeiði sem var skemmtilegt,“ segir Edda Rún.

78

GOLF.IS - Golf á Íslandi Æðislegt fjölskyldusport


SLÖKKTU Á EYÐSLUNNI OG KVEIKTU Á SPARNAÐINUM Mitsubishi PHEV kemur þér inn í framtíðina Mitsubishi Outlander PHEV er glæsilega hannaður, rúmgóður og háþróað fjórhjóladrifið kemur þér lengra allt árið. Þú getur ekið á hreinni íslenskri orku svo að bíllinn verður sparneytnari og umhverfisvænni. Outlander PHEV var vinsælastur í flokki jeppa og jepplinga árið 2017. Nú fylgir 350.000 kr. sumarauki með öllum nýjum Mitsubishi bílum keyptum hjá HEKLU. Slökktu á eyðslunni og kveiktu á sparnaðinum í nýjum Outlander PHEV. Outlander Invite PHEV Sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn frá:

4.540.000 kr.

ti Sumarauki að verðmæ ! 350.000 kr. fylgir

5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum

FYRIR HUGSANDI FÓLK


Félagar mínir sem voru með mér í upphafi eru frekar léttir og það var því ekkert mál að komast inn í þetta. Það sem er erfiðast er að ætla sér ekki of mikið í upphafi og að hlutirnir eigi að gerast hratt

ÓSÝNILEGUR VEGGUR Hjónin hafa í gegnum tíðina prófað ýmsar aðrar íþróttir og átt mörg áhugamál fyrir utan golfið. „Ég er búinn að vera í svo mörgu að listinn væri of langur fyrir þetta viðtal,“ segir Jón Andri. Edda Rún var í djassballett sem barn í mörg ár. „Ég hef aðallega verið í líkamsrækt og CrossFit. En í dag er það líkamsræktin og golf.“ Jón Andri og Edda Rún segja að það sé ekki erfitt að komast inn í golfumhverfið sem byrjandi. Edda Rún bendir á að hennar upplifun að það sé ósýnilegur veggur til staðar í golfumhverfinu sem hún upplifi og þann vegg þurfi að rjúfa. „Það eru margar reglur sem þarf að læra í upphafi og umhverfið er eitthvað sem þarf að venjast. Félagar mínir sem voru með mér í upphafi eru frekar léttir og það var því ekkert mál að komast inn í þetta. Það sem er erfiðast er að ætla sér ekki of mikið í upphafi og að hlutirnir eigi að gerast hratt,“ segir Jón Andri. „Ég er á þeim stað núna að ég er að skrá mig í golfklúbb og er að koma mér af stað í þetta umhverfi. Það er gott að hafa Jón Andra til staðar til að leiðbeina mér. Mér finnst samt vera einhver ósýnilegur veggur sem maður þarf að komast yfir til að komast í samfélag kylfinga,“ segir Edda Rún.

80

GOLF.IS - Golf á Íslandi Æðislegt fjölskyldusport


Allt á sama stað Vandaðar

Sennilega

Lithium

Þriggjahjóla kerrur

Bestu barnasettin

Rafmagnskerrur

Verð frá: 17.900

Barnasett frá Ben Sayers Verð: 17.900

Verð frá: 79.900

Pakkasett

Lithium rafgeymar

Fjarlægðamælar

Laser kíkir

Verð frá: 34.900

27 holu + hleðslutæki: 34.900 36 holu + hleðslutæki: 39.900 27 holu fyrir fjórhjól: 117.900

Sími: 565 1402 www.golfbudin.is

Verð frá 23.900


MARKMIÐIÐ ER AÐ BÆTA SIG Jón Andri á sér þrjár uppáhaldsholur en Edda Rún taldi sig ekki vera komna nógu langt í upplifuninni á golfvöllum landsins til að svara þessari spurningu. „15. brautin á Grafarholtinu, löng og krefjandi hola. Höggið yfir vatnið er „makeor-break“. 13. holan á Oddi, það er eitthvað við að standa uppi á teig og slá niður á góða flöt með glompurnar beggja vegna flatarinnar. Og 18. á Korpunni, heimkoman að húsinu er alltaf góð. Annað höggið er lykillinn á þessari holu og skilur á milli þess að fá fugl eða skolla. Uppáhaldsvellirnir mínir eru Woodlands og Vasatorp í Svíþjóð. Það er félagsskapurinn sem gerir þessa velli í sérstöku uppáhaldi, en við höfum farið nokkrir saman á vorin og heimsótt vini okkar þarna á svæðinu. Vellirnir eru báðir mjög góðir, Woodlands er 27 holu völlur þar sem hægt er að setja saman mismunandi lykkjur (eins og Korpan núna) og Vasatorp, tveir vellir sem eru í flottum klassa,“ segir Jón Andri. Golfáhuginn hefur aukist jafnt og þétt hjá Jóni Andra og Eddu Rún. Þau hafa sett sér markmið fyrir golfsumarið 2018.

„Við leikum langmest á heimavöllum Golfklúbbs Reykjavíkur og höfum reynt að lengja aðeins tímabilið með því að fara utan á undanförnum tveimur árum. Áhuginn er því að aukast. Við erum samt ekki mikið að pæla í græjum og slíku. Ég á reyndar ágætt Ping golfsett og Titleist fleygjárn sem ég er ánægður með,“ segir Jón Andri en Edda Rún á enn eftir að hella sér út í græjupælingarnar. „Ég fylgist einnig með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Valdísi Þóru Jónsdóttur á atvinnumótunum. Þær eru flottar fyrirmyndir t.d. fyrir dætur okkar,“ bætir Jón Andri við. „Markmið sumarsins hjá mér er að skrá mig í golfklúbb, fá forgjöf og fara að spila meira hérna á Íslandi en áður. Mér hefur gengið best með upphafshöggin en að sjálfsögðu langar mann að slá lengra - og ég þarf að laga púttin hjá mér,“ segir Edda Rún. Jón Andri ætlar að taka eitt högg í einu. „Ef forgjöfin lækkar hægt og rólega þá er þetta allt á réttri leið. Járnahöggin og fleygjárnin eru alveg ágæt hjá mér. Ég þarf meiri stöðugleika þar. Og ég er að átta mig meira og meira á hversu mikilvæg púttin eru. Markmiðið er að bæta púttin í sumar,“ segir Jón Andri.

82

GOLF.IS - Golf á Íslandi Æðislegt fjölskyldusport


ÖLL RISAMÓTIN ERU Á GOLFSTÖÐINNI Hátt í 450 beinar útsendingar á árinu ásamt vandaðri umfjöllun. Allt sem þú þarft að vita um golfið á einum stað fyrir aðeins 3.990 kr. á mánuði. Kveiktu á golfgleðinni á stod2.is eða í síma 1817


Liðakeppni golfklúbba

Ný keppni sett á laggirnar á mótaröð fullorðinna Nýverið var samþykkt tillaga frá mótanefnd GSÍ þess efnis að GSÍ standi fyrir stigakeppni golfklúbba sem er liðakeppni golfklúbba innan valinna móta á mótaröð fullorðinna, sbr. reglugerð um stigamót. Keppnin fer fram í þeim mótum á mótaröð fullorðinna þar sem hámarksfjöldi þátttakenda er 60 eða fleiri. Í hverju liði eru fjórir keppendur í karlaflokki og þrír í kvennaflokki. Í karlaflokki telja þrjú bestu skor og í kvennaflokki tvö bestu skor. Klúbbar sem vilja senda lið til keppni skulu tilkynna liðsskipan til GSÍ a.m.k. tveimur

84

GOLF.IS - Golf á Íslandi Liðakeppni golfklúbba

sólarhringum áður en mót hefst (t.d. í síðasta lagi kl. 23:59 á miðvikudegi ef mótið hefst á föstudegi). Berist liðsskipan ekki innan þeirra tímamarka skulu fjórir forgjafarlægstu keppendur í karlaflokki teljast í liðinu og þrír forgjafar-

lægstu í kvennaflokki. Ef tveir eða fleiri keppendur hafa sömu forgjöf skal hlutkesti ráða. Lið fá stig í keppninni í samræmi við árangur liðsins í hverju móti. Stig reiknast eins og fram kemur í viðauka I í reglugerð um stigamót. Stigameistarar golfklúbba í flokki karla og í flokki kvenna eru þau lið sem eru efst að samanlögðum stigum eftir lokamót keppnistímabilsins. Ef tvö lið eru jöfn telst það lið sigurvegari sem efst hefur orðið í fleiri mótum og ef þau eru enn jöfn sigrar það lið sem hefur lægra heildarskor úr stigamótunum. Fáist ekki úrslit með þessu móti ræður hlutkesti.



Tilkynning frá stjórn LEK:

ENNEMM / SÍA /

N M 8 74 2 9

Styrktargjald til LEK

Rekstur landsliðsverkefna LEK er fjárfrekur enda leggur stjórnin mikinn metnað í það verkefni. Fjöldi eldri kylfinga hefur vaxið mikið á undanförnum árum og keppni landsliða innan ESGA sífellt viðameiri og metnaðarfyllri. Íslensk landslið eldri kylfinga eru að ná ágætum árangri í þessum landsliðsverkefnum en alltaf má gera betur.

86

GOLF.IS - Golf á Íslandi Styrktargjald til LEK

Þessi verkefni kosta mikið og þess vegna biðlar stjórn LEK til ykkar, ágætu kylfingar, um stuðning við starfsemina. Við munum senda valgreiðslukröfu kr. 2000 í heimabanka ykkar sem við hvetjum ykkur til að greiða.

Einnig má leggja inn á reikning LEK sem er 140-26-5102 og kennitala félagsins er 610297-3319. Allur stuðningur er vel þeginn.


NÝR FJÓRHJÓLADRIFINN E-PACE

ENNEMM / SÍA /

N M 8 74 2 9

FALLEGUR Á ALLA VEGU.

Nýr Jaguar E-Pace er glæsilegur sportjeppi í millistærð og sá fyrsti sinnar gerðar frá Jaguar. E-Pace sameinar alla skemmtilegustu eiginleika Jaguar í þægilegum bíl sem auðvelt er að stjórna og hagkvæmt að eiga. Komdu og láttu drauminn um að skoða og reynsluaka Jaguar verða að veruleika. jaguarisland.is

THE ART OF PERFORMANCE JAGUAR HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 525 6500

VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR


Nýjar golfreglur 2019

Um næstu áramót breytast golfreglurnar

DÓMARASPJALL HÖRÐUR GEIRSSON hordur.geirsson@gmail.com

Er það eitthvað nýtt, kann einhver að spyrja. Eru golfreglurnar ekki alltaf að breytast? Jú, í rúm sextíu ár hafa golfreglurnar breyst reglulega á fjögurra ára fresti (með einni undantekningu þó) og með hverri útgáfu hefur verið reynt að gera reglurnar sanngjarnari og skiljanlegri.

88

GOLF.IS - Golf á Íslandi Um næstu áramót breytast golfreglurnar


23. júní 2018 – Leirdalsvöllur – Golfklúbbur GKG Tveggja manna Betri Bolti 1. VERÐLAUN

VIP ferð fyrir tvo á THE OPEN Glæsilegar teiggjafir / Dregið úr skorkortum Kvöldskemmtun og verðlaunaafhending í skálanum að móti loknu um kl. 22.00

As served at

Allir velkomnir í fjörið eftir mót. Léttar veitingar og auðvitað Stella Artois!


Vandamálið er að þessi tvö markmið stangast stundum á, það getur verið erfitt að breyta reglunum þannig að þær verði sanngjarnari án þess að flækja þær í leiðinni. Reynslan hefur kennt mönnum að þótt reglulegar uppfærslur séu nauðsynlegar leiða þær til þess að flækjustigið eykst jafnt og þétt. Því hefur reynst óumflýjanlegt að endurskoða reglurnar annað slagið alveg frá grunni. Síðasta stóra endurskoðunin fór fram árið 1984 og nú er komið að annarri slíkri endurskoðun. Golfreglur næsta árs fela því í sér mjög yfirgripsmiklar breytingar og að öllum líkindum mestu breytingar frá því árið 1952. Þurfa almennir kylfingar að kynna sér þessar breytingar? Já, svo sannarlega. Eins og venjulega snúa ýmsar breytingar eingöngu að dómurum og mótsstjórnum en ég fullyrði að breytingarnar munu koma við sögu í svo til hverjum einasta golfhring sem verður leikinn á næsta ári. Er þá tímabært að fara að lesa sér til um breytingarnar? Nei. Við eigum vonandi öll eftir að leika marga golfhringi í sumar og núverandi reglur gilda út þetta ár. Hættan er sú að ef menn fara að setja sig nú inn í nýju reglurnar getur það valdið ruglingi og misskilningi í sumar. Því hefur dómaranefnd GSÍ ákveðið að nýta þær aðstæður sem við búum við á Íslandi, að golftímabilið hefst ekki fyrr en u.þ.b. fjórir mánuðir eru liðnir af næsta ári. Við höfum því nægan tíma næsta vetur til að undirbúa breytingarnar og kynna þær fyrir kylfingum. Nýtum því sumarið til að leika golf og skammdegið næsta vetur til að kynna okkur nýju reglurnar. Hörður Geirsson hordur.geirsson@gmail.com

90

GOLF.IS - Golf á Íslandi Um næstu áramót breytast golfreglurnar



Áskorendamótaröðin

Fjör og tilþrif á Korpunni Keppt var á Áskorendamótaröð Íslandsbanka laugardaginn 2. júní á Korpúlfsstaðavelli. Þessi mótaröð er hugsuð sem fyrstu skref og stuðningur við keppnisþátttöku ungra kylfinga. Markmiðið er að hafa gaman og aðaláherslan lögð á að læra leikinn og mismunandi leikform hans. Þjálfarar, liðsstjórar og foreldrar eru hvattir til þess að taka virkan þátt í að gera þessi mót sem skemmtilegust fyrir þátttakendur með leiðbeinandi og jákvæðu hugarfari í kringum mótin. Helstu atriði sem lagt er upp með á Áskorendamótaröðinni eru: Ræst er út samtímis af öllum teigum. Leikfyriromulagið er höggleiksafbrigði: Eftir

92

GOLF.IS - Golf á Íslandi Áskorendamótaröðin

9 högg er skylda að taka upp og skrifa 10 högg. Fallreitur er flatarmegin þegar slegið er yfir vatnstorfæru. Ef bolti týnist er lausnin eins og um hliðarvatnstorfæru væri að ræða. Eitt högg í víti þar sem boltinn fór inn í runna eða þ.h. og leikið áfram. Mótið er ekki stigamót. Þeim kylfingum sem kjósa að leika til forgjafar er heimilt að flytja sig upp um flokk. Þeir kylfingar sem leika í flokki 10 ára og yngri leika ekki til forgjafar.


HVER Á SÉR FEGRA FÖÐURLAND

„...með fjöll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð? ”

Umhverfisvæn prentsmiðja Ármúla 1 108 Reykjavík 575 2700 www.pixel.is


Úrslit úr 9 holu mótinu:

Úrslit úr 18 holu móti

12 ÁRA OG YNGRI

10 ÁRA OG YNGRI

14 ÁRA OG YNGRI

Piltar: 1. Jón Gunnar Kanishka Shiransson, GÍ 51 högg 2. Eyþór Sturla Jóhannsson, GKG 58 högg 3. Leó Róbertsson, GM 60 högg Stúlkur: 1. Elísabet Ólafsdóttir, GR 56 högg 2. Karen Lind Stefánsdóttir, GKG 57 högg 3.–4. María Rut Gunnlaugsdóttir, GM 58 högg 3.–4. Lára Dís Hjörleifsdóttir, GK 58 högg

Stúlkur: 1. Pamela Ósk Hjaltadóttir, GR 45 högg 2. Ágústa María Valtýsdóttir, GR 51 högg 3.–4. Vala María Sturludóttir, GL 52 högg 3.–4. Lilja Dís Hjörleifsdóttir, GK 52 högg Piltar: 1.–2. Kári Siguringason, GS 44 högg 1.–2. Hjalti Kristján Hjaltason, GR 44 högg 3. Skarphéðinn Óli Önnu Ingason, GS 50 högg

Stúlkur: 1. Birna Rut Snorradóttir, GA 100 högg 2. Ester Amíra Ægisdóttir, GK 102 högg 3.–4. Auður Bergrún Snorradóttir, GA 110 högg 3.–4. Kara Líf Antonsdóttir, GA 110 högg Piltar: 1. Gunnar Kári Bragason, GOS 86 högg 2. Heiðar Steinn Gíslason, NK 89 högg 3. Magnús Ingi Hlynsson, GKG 90 högg

15–18 ÁRA Stúlkur: 1. Vala Guðrún Dolan Jónsdóttir, GOS 107 högg Piltar: 1.–2. Sævar Atli Veigsson, GK 96 högg 1.–2. Atli Fannar Johansen, GK 96 högg

94

GOLF.IS - Golf á Íslandi Áskorendamótaröðin


MEISTARAVERK

Orðið Takumi merkir handverksmeistari. Til þess að geta kallað þig Takumi þarftu að sýna fram á næmt auga fyrir smáatriðum, ómælda sköpunargleði og óbilandi trú á því að ekkert nema fullkomnun sé nógu gott. Lexus er öll þessi hugmyndafræði í verki. ÚTHUGSUÐ SMÁATRIÐI SKAPA EINSTAKA HEILD

RX 450h

frá 10.340.000 kr.

SPORTJEPPI

3+2 ÁBYRGÐ

2 ÁRA ÞJÓNUSTA

5 ára ábyrgð og 2 ára þjónustupakki með öllum Lexus bílum

Lexus-Ísland — Kauptúni 6, Garðabæ, 570 5400 — lexus.is


„Missi stundum stjórn á skapinu“

Kári ætlar að lækka forgjöfina í sumar

„Mér gengur best í vippunum og púttunum, en ég þarf að laga skapið hjá mér og drævin,“ segir hinn 12 ára gamli Kári Kristvinsson úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi. Kára dreymir um stór afrek í golfinu en hann stundar einnig fótbolta og stekkur í sjóinn í Akraneshöfn sér til skemmtunar þegar vel viðrar. Kári svaraði nokkrum laufléttum spurningum fyrir Golf á Íslandi. Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? „Ég byrjaði að flækjast með pabba upp á golfvöll þegar ég var lítill og fannst það gaman.“ Hvað er skemmtilegast við golfið? „Það er skemmtilegast að vippa og slá góð högg.“ Framtíðardraumarnir í golfinu? „Það væri draumur að komast á PGA-mótaröðina í Bandaríkjunum.“ Hver er styrkleikinn þinn í golfi? „Mér gengur best í vippunum í kringum flatirnar og púttin eru fín.“ Hvað þarftu að laga í þínum leik? „Ég missi stundum stjórnina á skapinu þegar illa gengur og ég þarf líka að laga upphafshöggin.“ Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? „Ég fékk lánaðan pútter hjá pabba og hann brotnaði hjá mér.“ Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? „Ég var í æfingaferð á Morgado í Portúgal á þessu ári. Þar hallaði ég mér upp að grindverki og datt ofan í skurð. Ég var heppinn að slasa mig ekki meira en ég gerði.“ Draumaráshópurinn? „Rory McIlroy, Tiger Woods, Jordan Spieth og ég að sjálfsögðu.“ Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? „Vellirnir á Morgado í Portúgal eru uppáhaldsvellirnir mínir. Það eru reyndar einu vellirnir sem ég hef spilað erlendis. En þeir eru flottir.“ Hvaða golfhola er í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna? „Þriðja holan á Garðavelli á Akranesi er í uppáhaldi. Þar fékk ég fyrsta fuglinn.“ Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? „Ég æfi fótbolta með ÍA og það er uppáhaldsíþróttin ásamt golfinu.“ Í hvaða skóla og bekk ertu? Ég er í Grundaskóla á Akranesi og ég fer í 8. bekk næsta haust.

STAÐREYNDIR: Nafn: Kári Kristvinsson. Aldur: 12 ára. Forgjöf: 25 en ætla miklu neðar í sumar. Klúbbur: Leynir á Akranesi. Uppáhaldsmatur: Kjöt í karrý hjá ömmu. Uppáhaldsdrykkur: Pepsi. Uppáhaldskylfa: Sand-járnið.

96

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Missi stundum stjórn á skapinu“

Ég hlusta á: Drake. Besta skor í golfi: 87 högg. Besta vefsíðan: YouTube Besta blaðið: Pósturinn. Stundar þú aðrar íþróttir / hvaða íþrótt? „Fótbolt, frisbígolf og mér finnst gaman hoppa í sjóinn.“

Dræver: Ping. Brautartré: Ping. Blendingur: Ping, Járn: Ping. Fleygjárn: Ping. Pútter: Nike Hanski: Ping Skór: FootJoy Golfpoki: Bagboy.


Laugarnar í Reykjavík

Fyrir líkama og sál

fyrir alla

fjölskyld una

í þí nu hv erfi

Fr á m or gn i

t il kvölds

Sími: 411 5000 • www.itr.is


„Hlusta ekki á sömu tónlistina og pabbi“ „Langaði að verða betri en bróðir minn,“ segir GR-ingurinn Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir. Jóhanna fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í flokki 15–16 ára í fyrra og hún ætlar sér stóra hluti í golfíþróttinni á næstu árum. Jóhanna Lea svaraði nokkrum laufléttum spurningum fyrir Golf á Íslandi. Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? „Þegar ég byrjaði að slá langaði mig að verða betri en bróðir minn. Golf er líka skemmtilegt, góð útivera og góður félagsskapur.“ Hvað er skemmtilegast við golfið? „Það er alltaf gaman þegar maður finnur að maður er að bæta sig. Þá finnst mér líka mjög gaman að keppa.“ Framtíðardraumarnir í golfinu? „Að verða atvinnumaður og komast á LPGA.“ Hver er styrkleikinn þinn í golfi? „Drive-in eða upphafshöggin“

98

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Hlusta ekki á sömu tónlistina og pabbi“

Hvað þarftu að laga í þínum leik? „Vippin“ Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? „Að verða Íslandsmeistari í flokki 15-16 ára stúlkna.“ Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? „Þegar ég skallaði boltann úr glompu og næstum því í bíl og það þurfti að færa bílinn svo ég gæti slegið inn á flöt.“ Draumaráshópurinn? Lexi Thompson, Tiger Woods og Annika Sörenstam. Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? „Biltmore golfvöllurinn í Miami af þvi hann er skemmtilegur og eftirminnilegur.“ Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna? „16. í Eyjum út af útsýninu og nálægðinni við sjóinn. 12. á Korpunni (3. á Ánni) af því maður þarf að vera nákvæmur. 16. í Borgarnesi af því það er gaman að slá inn á flötina.“ Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? „Líkamsrækt og vera með vinum.“ Í hvaða skóla og bekk ertu? „Hagaskóla að klára 10. bekk.“

STAÐREYNDIR: Nafn: Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir. Aldur: 15 ára. Forgjöf: 4.0. Klúbbur: Golfklúbbur Reykjavíkur. Uppáhaldsmatur: Lasagna. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Uppáhaldskylfa: Driver. Ég hlusta á: Ekki sömu tónlist og pabbi. Besta skor í golfi: 72 (parið) á La Sella á Spáni. Besta vefsíðan: Golf.is. Besta blaðið: Golf á Íslandi. Dræver: Ping G 400. Brautartré: Ping G 400. Blendingur: Ping G 400. Járn: Ping i200. Fleygjárn: Ping. Pútter: Scotty Cameron. Hanski: Nota ekki. Skór: Nike. Golfpoki: Titleist. Kerra: Clicgear.



Hvaleyrarvöllur e – Magnús og Nína njóta þess að spila golf hér á landi og erlendis


r er í uppáhaldi Magnús Magnússon og Nína Edvards­ dóttir njóta þess að vera saman í golfi en þau eru bæði í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Magnús og Nína eru bæði 53 ára. Magnús hefur leikið golf í rúma tvo áratugi en Nína byrjaði af krafti þegar hún byrjaði í Keili. Golf á Íslandi tók þau tali þar sem við ræddum um ýmsar hliðar golfsins.


Magnús byrjaði eins og áður segir fyrr í golfinu en elsti sonur hans var í golfíþróttinni og það kveikti áhugann. „Þetta var árið 1996 eða 1997. Strákurinn dró mig með sér út á völl og það var nóg. Það sem heillaði mig mest við golfið var að þar hitti ég skemmtilegt fólk, félagsskapurinn er mikilvægur, og útiveran sem ég fæ í leiðinni er einnig það sem ég sækist eftir,“ segir Magnús. Hann fór ekki til PGA-kennara þegar hann var að byrja og sér aðeins eftir þeirri ákvörðun. „Mér gekk vel að hitta boltann og ég náði ágætis tökum á þessu til að byrja með. En það hefði verið betra að fara strax til PGA golfkennara og í dag myndi ég mæla með því fyrir alla byrjendur. Í golfinu gengur

mér best að slá með járnunum en ég þarf að bæta mig í púttunum. Ég er mikið að pæla og skoða það sem er nýtt á markaðinum í golfútbúnaði en ég kaupi ekki mikið af slíku. Mér finnst gaman að fylgjast með hvað er í boði og hvað þeir bestu eru að nota. Ég fylgist ágætlega með okkar fremstu kylfingum og þá sérstaklega Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Birgi Leifi Hafþórssyni.“ Líkt og aðrir kylfingar á Magnús sér uppáhaldsholur. Heimavöllurinn á Hvaleyrinni kemur þar sterkur inn. „Sú 7. á Hvaleyrinni er í uppáhaldi hjá mér. Ef fyrstu tvö höggin eru góð þá er

alltaf möguleiki að ná fugli – og jafnvel erni ef vel tekst til. Það hefur mér tekist tvisvar sinnum. Önnur holan í hrauninu á Hvaleyrinni er krefjandi og mér finnst hún skemmtileg. Og að lokum þá er 2. holan á Garðavelli á Akranesi mjög flott golfhola.“ Þegar kemur að uppáhaldsvöllunum er Hvaleyrin efst á blaði hjá Magnúsi. „Garðavöllur á Akranesi og Hamarsvöllur í Borgarnesi eru einnig mjög skemmtilegir vellir sem okkur líkar vel að spila.“ Að lokum var Magnús inntur eftir markmiðum sínum fyrir golfsumarið 2018. „Það er auðvitað að lækka forgjöfina og bæta mig eins mikið og hægt er,“ segir Magnús en hann er með 9,2 í forgjöf.

Það er auðvitað að lækka forgjöfina og bæta mig eins mikið og hægt er

102

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvaleyrarvöllur er í uppáhaldi


ÞAÐ ER ALDREI AÐ VITA Í HVAÐA ÍÞRÓTT BARNIÐ ÞITT BLÓMSTRAR. ÞESS VEGNA STYÐJUM VIÐ ÞÆR ALLAR.

ÍSLENSK GETSPÁ

Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is

Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Öryrkjabandalagsins og Ungmennafélags Íslands.


„Á eftir að slá draumahöggið“

– Móttökurnar í Keili voru yndislegar

Ég fór ekki að spila af alvöru fyrr en ég gekk í Keili en ég hefði mátt sækja fleiri tíma hjá golfkennaranum í upphafi.

„Ég byrjaði í golfi þegar ég fór með fjölskyldunni út á golfvöllinn í Öndverðarnesi - og á þeim tíma var ég með barnavagninn með í för. Ég var ekki mikið í íþróttum þegar ég var að alast upp en ég var mikið í skátastarfinu,“ segir Nína Edvardsdóttir en hún skráði sig í Golfklúbb Setbergs og lék þar fyrstu árin með vinkonuhópnum. „Ég fór kannski einu sinni í viku til að byrja með. Það var óvissuástand með framtíð golfvallarins í Setberginu sem varð til þess að ég fór í Keili í kringum árið 2008. Valið stóð á milli Odds eða Keilis og ég valdi Hafnarfjörðinn.“

104

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvaleyrarvöllur er í uppáhaldi

Nína fór á golfnámskeið hjá Keili og hefði að eigin sögn mátt vera duglegri að sækja kennslutímana sem voru í boði. „Ég fór ekki að spila af alvöru fyrr en ég gekk í Keili en ég hefði mátt sækja fleiri tíma hjá golfkennaranum í upphafi. Ég mæli hiklaust með því að byrjendur sæki sér leiðsögn hjá PGA-kennara strax í upphafi. Það

er erfiðara að reyna að laga eitthvað síðar á ferlinum,“ segir Nína en hún er með 25 í forgjöf. Útiveran og félagsskapurinn er það sem stendur upp úr hjá Nínu þegar hún er spurð um hvað heilli hana mest við íþróttina. „Móttökurnar sem ég fékk í Keili voru yndislegar. Það var vel tekið á móti okkur og þar er yndislegt að vera. Kvennastarfið er öflugt og skemmtilegt.“ Nína getur leikið allar sínar þrjár uppáhaldsholur í hvert sinn sem hún fer á Hvaleyrina. „Uppáhaldsholurnar mínar eru allar á heimavellinum. Mér finnst 2. og 3. á Hvaleyrinni mjög skemmtilegar og fallegar.


markhönnun ehf

VERSLANIR um land allt! Ferskir ávextir & grænmeti

Opið 24 tíma í Nettó Mjódd og Granda

Bakað á staðnum www.netto.is

Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss

www.netto.is


Og 13. brautin, sem er ný á vellinum, er mjög vel heppnuð. Flötin er vel hönnuð og er eiginlega bara geggjuð. Hvaleyrarvöllur er í uppáhaldi hjá mér, en mér finnst Garðavöllur á Akranesi og Gufudalsvöllur í Hveragerði einnig mjög skemmtilegir. Eftir að við Magnús byrjuðum saman þá höfum við farið víða að leika golf hér á landi og við reynum að fara til Alicante á Spáni á haustin. Við fórum til Morgado í Portúgal um páskana með stuttum fyrirvara og það var yndislegt.“ Nína ræðir ekki mikið um golfgræjur og slíkt við Magnús yfir kvöldverðinum því hún hefur engan áhuga á slíku dóti. „Ég er með þær kylfur í pokanum sem ég þarf og það dugir. En ég fylgist aðeins með okkar fólki á atvinnumótaröðunum og þar stendur Ólafía Þórunn upp úr. Við Magnús eigum eftir að slá draumahöggið og vonandi kemur það einhvern tímann. Á meðan við bíðum eftir því þá höldum við bara áfram að njóta þess að spila golf saman á hinum ýmsu völlum, hér á landi og erlendis,“ sagði Nína Edvardsdóttir.

106

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvaleyrarvöllur er í uppáhaldi


VANDAÐ PRENTVERK FYRIR VANDAÐ INNIHALD Ráðgjöf

Prentun

Í 75 ár hefur Oddi verið í fararbroddi þegar kemur að prentun og frágangi. Reynsla okkar og þekking tryggir að þitt verkefni fær þá meðhöndlun sem það á skilið. Við veitum þér fyrsta flokks ráðgjöf og aðstoðum þig við að finna bestu og hagkvæmustu lausnir varðandi útlit og frágang á prentverki. Hafðu samband og kynntu þér málið.

Prentað efni er oft á tíðum andlit fyrirtækisins út á við og því skiptir útlit og vandaður frágangur höfuðmáli, hvort sem um er að ræða útgáfu, kynningarefni eða skrifstofugögn. Hjá okkur færðu örugga, skjóta og skilvirka þjónustu, sem er lykilatriði þegar kemur að prentverki, hvort sem verkefnið er flókið eða einfalt og upplagið stórt eða smátt.

ÁRNASYNIR

Við erum þínir ráðgjafar í prentun

Í 75 ÁR

5155000

www.oddi.is


Áhugaverð tölfræði

Hversu oft hittir þú flötina í tilætluðum höggafjölda?

Þeir kylfingar sem ná því að hitta flatirnar í tilætluðum höggafjölda ná yfirleitt betri árangri en þeir sem eiga í vandræðum á þessu sviði golfleiksins.

Samkvæmt tölfræði frá Shotbyshot.com sem safnað hefur verið frá árinu 1992 hitta þeir allra bestu í heiminum tæplega 11 flatir á hverjum 18 holu hring að meðaltali.

TILÆTLAÐUR HÖGGAFJÖLDI - SKILGREININGAR. ■■ ■■ ■■

Par 3 hola: Boltinn er á flötinni eftir upphafshöggið. Par 4 hola: Boltinn er á flötinni eftir upphafshöggið eða annað höggið. Par 5 hola: Boltinn er á flötinni eftir annaçð eða þriðja höggið.

Í tölfræðisamantekt Shotbyshot.com er unnið með gögn frá árinu 1992 og samtals eru 320.000 golfhringir notaðir í þessari tölfræði. Mörg þúsund kylfingar hafa lagt sitt af mörkum að skrá þessa tölfræði. SAMKVÆMT TÖLFRÆÐINNI ERU LÍKURNAR Á ÞVÍ AÐ HITTA FLATIR Í TILÆTLUÐUM HÖGGAFJÖLDA ÞANNIG: PGA-mótaröðin: Hittir 11,7 flatir að meðaltali. Forgjöf (+3 til +1): Hittir 12,6 flatir að meðaltali. Forgjöf (0-2): Hittir 11,8 flatir að meðaltali. Forgjöf (3-5): Hittir 10,2 flatir að meðaltali. Forgjöf (6-9): Hittir 8,5 flatir að meðaltali. Forgjöf (10-14): Hittir 6,9 flatir að meðaltali. Forgjöf (15-19): Hittir 5,1 flöt að meðaltali. Forgjöf (20-24): Hittir 3,5 flatir að meðaltali. Forgjöf (25-29): Hittir 3 flatir að meðaltali.

108

GOLF.IS


Vítamín og bætiefni Gula miðans eru sérstaklega valin og þróuð fyrir íslenskar aðstæður. Þess vegna hefur Guli miðinn verið hluti af daglegu lífi Íslendinga í 25 ár. Kynntu þér úrvalið á gulimidinn.is


Nýtt keppnisfyrirkomulag á Suðurnesjum

Stjórn Golfklúbbs Suðurnesja hefur ákveðið að reyna nýtt fyrirkomulag í Þ-mótaröðinni 2018.

8

gar þú ke fsettið mur að flöti nn þa ð í leið nnig að þú i staðsettu geti inn enda m i á næsta te r tekið það ig e því oft ðspilurum á . Það er gott er að gera mist en þetta atriði þ sem ein etta getur fl faldleg ýtt leik a .

9 Þú má tt hópnu pútta (ef það m h boltar ) þó svo að þ entar rásko að séu ekki all mundu mnir inn á. Þ ir a a meðan ð taka flaggst ð flýtir leik, eða fá öngina einhve við stö ú r rétt rn til a ngina. ð stand á a

10 Púttað u eftir o út ef þú átt m gþ jög stu annarr arft ekki að tt pútt a. standa í púttlí nu Þegar all gakktu ir eru búnir að þ að næ á að settinu pútta sta teig o , þar sk g farðu rifarðu skorið nið

11 ur.

Í öllum Þ-mótunum verður notast við „Ready Golf“, þ.e. sá kylfingur sem er tilbúinn slær án tillits til hver sé lengst frá holu eða hver „eigi teiginn“. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu GS. 1„Það 2 er von okkar að LEIÐBE með þessu fyrirININGA Ávallt UM BÆ skal ha fa í hu megi flýta að tilkomulagi ga o þes TTAN R L best þ s að leikhra g fyrir reglu E I K a ði rf allta HRAÐA talsvert. is f að ha gangÞá ráshópleik lda í við em inn ndan. kylfingar eruá uallir hvattir til að leika „Ready Golf“ Ef þú þegar Leiran er enginn ert tilbúin(n ) er í hæ ttu og að slá eða pú þú tru spiluð í sumar,“ högg tta, segir u ið! Sama hva flar engan, ta m hve ð golf ktu segir ennfremur hver sé r eigi að slá reglan Það flý lengst frá h fyrst af teig, o tir gífu í þessari frétt. rlega le lu o.s.frv. þ egar þ

eir eru

BÍLDSHÖFÐA 9

www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525

110

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi

ik ef all tilbúnir ir slá .


Öndverðarnes - leiðrétting Golfvöllurinn í Öndverðarnesi hefur á undanförnum árum skipað sér í hóp áhugaverðustu golfvalla landsins. Unnið hefur verið að uppbyggingu vallarins í langan tíma og hafa fjölmargir sjálfboðaliðar komið þar að verki og unnið þrekvirki í uppbyggingu vallarins. Golfklúbbur Öndverðarness var stofnaður 1974 af nokkrum félögum Múrarameistarafélags Reykjavíkur og Múrarafélags Reykjavíkur. Í 3. tbl. Golf á Íslandi 2017 var birtur texti um stofnun klúbbsins sem reyndist ekki réttur, og leiðréttist það hér með.


Golfað fyrir lífið

Feðgarnir Oddur, Jón Bjarki og Sigurður Pétur léku maraþongolf fyrir MND-félagið

Frá vinstri: Jón Bjarki Oddsson, Sigurður Pétur Oddsson og Oddur Sigurðsson.

Oddur Sigurðsson, Jón Bjarki Oddsson og Sigurður Pétur Oddsson voru þreyttir en glaðir þegar þeir höfðu lokið við maraþongolf á Hlíðavelli. Feðgarnir léku samfellt í 24 klukkustundir á velli Golfklúbbs Mosfellbæjar. Tilgangur verkefnisins var að safna fé fyrir MND-félagið á Íslandi og vekja athygli á MND hreyfitaugahrörnunarsjúkdómnum. Félagið vinnur að velferð þeirra sem haldnir eru sjúkdómnum eða öðrum vöðva- og taugasjúkdómum með sömu eða svipaðar afleiðingar.

Frá vinstri: Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Sigurður Pétur, Oddur, Jón Bjarki og Kristján Þór Einarsson.

112

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfað fyrir lífið

Oddur, Jón Bjarki og Sigurður Pétur hafa áður lagt málefninu lið með því að hlaupa maraþon og safnað áheitum í kjölfarið. Í samtali við Golf á Íslandi sagði Sigurður Pétur að aðfaranótt laugardagsins 1. júní hefði verið erfiðust. „Nóttin var löng og við vorum ansi þreyttir þegar það fór að birta um morguninn. Þetta gekk samt allt vonum framar og við fengum góða aðstoð frá fjölmörgum kylfingum sem komu með okkur út á völl,“ sagði Sigurður Pétur. Á meðal þeirra sem léku með þeim feðgum voru Sigurður Pétursson, Ragnhildur Sigurðardóttir, Jón Andri Finnsson, Ingi Rúnar Birgisson, Birnir Snær Ingason, Jón Arnór Stefánsson, Guðmundur Þórarinsson, Ómar Hvanndal, Guðni Fannar Carrico, Theodór Emil Karlsson, Eyjólfur Kolbeinsson, Birgir Leifur Hafþórsson, Bergur Konráðsson, Einar Hólmgeirsson, Bjarki Sigurðsson, Kristján Þór Einarsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Valur Þorsteinsson, Heiða Guðnadóttir, Davíð Gunnlaugsson og Magnús Lárusson.


ENNEMM / SÍA / NM85689

HVAR SEM ÞÚ ERT Með Heimavörn+ stjórnar þú, stillir og fylgist með í appinu og getur bætt við skynjurum, snjalltengjum og aukabúnaði eins og þér hentar. Sólarhringsvakt Securitas og samstarf við Alarm.com tryggir þér fullkomið heimiliskerfi og öruggar lausnir sem þjóna milljónum heimila um víða veröld. Hringdu í 580 7000 eða farðu á heimavorn.is SAMSTARFSAÐILI


i sínum ð a n g a f g r e b Lind 50. tilraun 2 í i r ig s a t s r fy tion á ANA Inspira

114

GOLF.IS


GOLF.IS

115


Pernilla Lindberg skrifaði nýjan kafla í sænsku golfsöguna þegar hún fagnaði sigri á ANA Inspiration mótinu á LPGAmótaröðinni. Hin 31 árs gamla Lindberg gerði sér lítið fyrir og sigraði á risamótinu og það gerði hún með risapútti á 8. holu í bráðabana gegn Inbee Park frá Suður-Kóreu. Hin 31 árs gamla Lindberg hafði fyrir þetta risamót, sem fram fór í apríl, aldrei náð að sigra á atvinnumóti á LPGA-mótaröðinni. Lindberg var í 95. sæti heimslistans þegar hún hóf keppni á ANA Inspiration mótinu og á þeim tíma hafði Lindberg leikið á 249 atvinnumótum án þess að landa sigri. Lindberg náði loks markmiðinu í 250. mótinu og sannað þar orðatiltækið um að þolinmæði sé dyggð. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á þessu risamóti. Hún náði ekki að komast í gegnum niðurskurðinn, lék á +6 samtals (72-78). Ólafía fór holu í höggi á þessu móti og vakti það draumahögg mikla athygli.

Spennan á ANA Inspiration mótinu var mikil. Lindberg, Park og Jennifer Song frá Bandaríkjunum voru allar á -15 eftir fjórða keppnishringinn. Lindberg var með þriggja högga forskot fyrir lokahringinn. Hún lék á 71 höggi þegar mest á reyndi en hún setti niður pútt fyrir fugli á 72. holu til þess að komast í bráðabana. Efstu kylfingarnir þrír fóru því í bráðabana þar sem Song féll úr leik á þriðju holu. Flóðljós voru síðan notuð til þess að lýsa upp fjórðu flötina á Mission Hills vellinum í Kaliforníu. Það dugði ekki til að ljúka keppni og þær Lindberg og hin 29 ára gamla Park mættu því á ný til leiks á mánudagsmorgni.

Þar hélt keppni þeirra áfram. Allt jafnt á 5., 6. og 7. braut. Úrslitin réðust á 8. flöt þar sem Lindberg setti niður tæplega átta metra pútt fyrir fugli. Það dugði til þess að sigra ríkjandi Ólympíumeistara og sjöfaldan sigurvegara á risamótum. Besti árangur Lindberg á risamóti fyrir þetta mót var fimmta sætið á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2015. Alls hefur Lindberg leikið á 32 risamótum og aðeins tvisvar hefur henni tekist að vera á meðal 10 efstu. Árið 2015 og árið 2018 á ANA Inspiration. Aðstoðarmaður hennar á LPGA-mótaröðinni er Daniel Taylor - en hann er jafnframt unnusti hennar. „Þessi sigur er miklu stærri en ég hafði látið mig dreyma um. Ég vil þakka foreldrum mínum fyrir að gefa mér tækifæri að stunda þessa frábæru íþrótt. Það er þeim að þakka að ég fór að æfa og keppa. Án þeirra hefði ekkert gerst á mínum ferli,“ sagði Lindberg m.a. eftir sigurinn.

STAÐREYNDIR: Pernilla Lindberg, fædd í Bollnäs í Svíþjóð, 13. júlí árið 1986. Háskóli: Oklahoma State University Atvinnukylfingur frá árinu 2009. LPGA frá árinu 2010. LET Evrópumótaröðin frá árinu 2009. Sigrar: 1. Besti árangur á risamóti: ANA Inspiration: Sigraði 2018. PGA-meistaramótið: 28. sæti: 2013. Opna bandaríska: 5. sæti: 2015. Opna breska: 11. sæti: 2013 Evian meistaramótið: 41 sæti: 2014

116

GOLF.IS - Golf á Íslandi Þolinmæði er dyggð


BIG MAX

DRI LITE-G Léttur burðarpoki með góðri vatnsvörn.

24.700 kr.

BIG MAX BLADE Einnig til í svörtu.

Aðeins 6,5 kg og samanpökkuð 12,5 x 62 x 88 cm.

VERÐ AÐEINS 38.800 kr.

BIG MAX AQUA V-1 Nýi AQUA V-1 er einn allra best skipulagði og vatnsheldi kerrupokinn á markaðnum í dag. Ekki skemmir frábær hönnun og útlit og mikið úrval af litum.

VERÐ AÐEINS 39.900 kr. Við kappkostum ávallt að eiga gott úrval af pokum, kerrum og aukahlutum.

Sjáðu vöruúrvalið og golfferðirnar á golfskalinn.is GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Mörkinni 3 • 108 Reykjavík • Sími: 578 0120 • info@golfskalinn.is • golfskalinn.is

Bakrunnsmynd er frá Bonalba

Ný kerra frá BIG MAX. Ótrúleg hönnun og er einhver allra þægilegasta kerra sem hefur komið á markað. Þú pakkar henni á nokkrum sekúndum þar sem hjólin leggjast sjálfkrafa út þegar kerran er lögð saman.


Betra golf Hugarþjálfun

– sama hvernig viðrar

Í síðustu grein fór ég yfir hvernig vel æft og skipulagt vanaferli hjálpar til við að færa leikinn frá æfingasvæðinu og yfir á golfvöllinn. En hvað með þau tilfelli þar sem erfitt er, eða jafnvel ómögulegt, að æfa til dæmis vegna veðurs? Veður er breyta sem við kylfingar höfum ekki stjórn á og á Íslandi getur verið ergilegt að bíða vikum saman eftir að vellirnir opni eftir veturinn og tækifæri gefist til að rífa af sér úlpuna og húfuna til þess prófa nýju kylfurnar. Flestir óska þess að geta bara sveiflað án þess að klæðaburðurinn líti út eins og Michelin-maðurinn sé mættur á golfvöllinn. Það er fátt betra en golfhringur í góðum félagskap í sumarsólinni og lítið sem kemur í staðinn fyrir einbeitta æfingu og að spila sjálfan leikinn. Að spila golf er alltaf besti undirbúningurinn og áhrifaríkast þegar kemur að því að ná árangri í golfi. En niður-

118

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hugarþjálfun

stöður fjölda rannsókna hafa sýnt fram á að blanda af líkamlegri æfingu (að spila leikinn) og skynmyndaþjálfun (e. visualization) hámarkar frammistöðu og skilar auknum árangri. Það er einnig árangursríkt að stunda skynmyndaþjálfun þegar ekki er hægt að

komast á golfvöllinn eða æfingasvæðið. Það getur verið vegna veðurs, en líka vegna tímaskorts, meiðsla, eða annarra hindrana. Það er því alltaf hægt að bæta leik sinn og ekkert gefið fyrir afsakanir, því skynmyndaþjálfun er hægt að stunda hvenær sem er og hvar sem er. Jack Nicklaus sagði eitt sinn að hann myndi aldrei slá golfhögg, ekki einu sinni á æfingu, án þess að hafa mjög skýra mynd af því höggi í huganum. Hann var þarna að lýsa mikilvægi skynmyndunar í vanaferlinu og margir af bestu kylfingum sögunnar hafa sagt frá því hvernig þeir nýta sér skynmyndaþjálfun til þess að hámarka frammistöðu. Skynmyndaþjálfun getur átt sér stað í fyrstu persónu (kylfingur ímyndar sér sjálfan sig slá höggið), eða í þriðju persónu (kylfingur sér fyrir sér mynd af sjálfum sér eins og horft væri á myndband). Hvoru tveggja er góð leið, en mikilvægt er að þú hafir stjórn á skynmyndunum (stjórn á hraða, umhverfi, útkomu, o.s.frv.) og að myndin sé mjög skýr. Til þess að skynmyndin sé sem skýrust getur verið gagnlegt að ná fram góðri slökun fyrir, en ekki nauðsynlegt. Það er mikilvægt er að virkja sem flest skynfæri eins og lyktarskyn, heyrnarskyn, snertiskyn, hreyfiskyn og bragðskyn, þó svo að sjónskynið leiki oft aðalhlutverkið.


FITAID

ALHLIÐA ÍÞRÓTTADRYKKUR Ríkur af vítamínum og steinefnum. Náttúrulegur drykkur án allra óæskilegra aukaefna. Inniheldur 35 kaloríur og 40mg af koffíni úr grænu tei. Vegan. Drykkur sem stuðlar að uppbyggingu líkamans eftir æfingar.

Glútamín & BCAA Fyrir endurheimt vöðva

Omega-3 & CoQ10 Fyrir hjarta & æðakerfið

Túrmerik & quercetin Bólgueyðandi

Steinefni

Magnesíum, kalk, kalíum Fyrir vöðva, bein & taugakerfi

C & E vítamín

Fyrir eðlilega starfsemi ónæmiskerfisins

D vítamín

Fyrir eðlilega starfsemi vöðva & ónæmiskerfisins

Sölustaðir: Fjarðarkaup, Hagkaup, Iceland, Krónan, Melabúðin, Nettó og allar helstu líkamsræktar- og crossfit stöðvar


Skynmyndaþjálfun má skipta í fjóra þætti: 1.

Að endurupplifa frammistöðu: Það er gert til að minna sig á góðan árangur og kallar fram minningar og tilfinningar tengdar frammistöðu sem kylfingur leitast eftir. Slík skynmyndun eykur sjálfstraust og hjálpar heilanum við að styrkja tengingar við þá þætti leiksins sem hafa verið vel æfðir og eykur líkurnar á því að kylfingur geti endurtekið slíkan leik. Að endurupplifa góða frammistöðu getur líka haft jákvæð áhrif á áhugahvöt og aukið eftirvæntingu eftir að komast út á völl. 2. Að æfa tæknilegan hluta leiksins: Skynmyndaþjálfun er mjög gagnleg þegar kemur að því að sjá fyrir sér tæknilegt atriði sem kylfingur er að vinna í, t.d. breytingu á gripi eða sveiflu. Það er hægt að sjá framför mun hraðar með því að hafa mjög skýra sýn í huganum um hver útkoman á að vera og aðstoða þar með heilann við að skilja hvernig þetta tæknilega atriði skal framkvæmt. 3. Að sjá fyrir sér boltaflug: Þetta er líklegast þekktasta form sjónmyndaþjálfunar. Við sjáum marga af bestu kylfingum heims standa fyrir aftan boltann, jafnvel loka augunum, og sjá fyrir sér boltaflugið með þeirri kylfu sem skal nota. Þessi sjónmyndun verður því hluti af vanaferlinu og á sér oft stað rétt áður en höggið er slegið. Þetta er þó aðeins gert til að sjá fyrir sér boltaflugið, en ekki tæknilegt atriði. Það er mikilvægt að skilja muninn og komum við að því síðar. 4. Að setja sig í nýjar aðstæður: Ef markmiðin eru skýr, þá er skynmyndaþjálfun góð leið til að auka líkurnar á því að þau markmið verði að veruleika. Þetta er gert með því að sjá sjálfan sig ná settum markmiðum við þær aðstæður sem leikið er í. Kylfingur sér sjálfan sig setja niður þriggja metra pútt fyrir Íslandsmeistaratitli, lægsta skori sumarsins eða fagna sigri gegn vinnufélögunum. Hér, eins og áður, er mikilvægt að skapa skýra sýn af aðstæðunum; hvar ertu, hver er með þér, hvernig er veðrið, hvað heyrirðu, hver er tilfinningin, finnurðu lykt af nýslegnu grasi?

120

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hugarþjálfun


Ég sleit krossbönd og fór í fimm liðþófaaðgerðir.

„Ég sleit krossband fyrir mörgum árum og hef farið í nokkrar liðþófaaðgerðir. Þegar ég byrjaði að hlaupa fyrir sirka fimm árum var ég alltaf með verki í hnjánum og í upphafi síðasta árs voru verkirnir þannig að ég gat ekki stigið í fótinn. Ég tók mér pásu og byrjaði aftur en alltaf komu verkirnir aftur og það var svo komið að ég gat ekki stigið í fótinn nema að finna fyrir verkjum, ég vaknaði á nóttinni með verki. Fyrir sirka ári byrjaði ég að taka Nutrilenk að staðaldri og smám saman gat ég farið að ganga eðlilega og hlaupa aftur. Núna get ég gengið og hlaupið verkjalaus og finn ekkert fyrir verkjum eftir mikil átök. Ég kláraði hálft maraþon og fjallahlaup án verkja nú í sumar og þessu þakka ég NUTRILENK.“ Jóhann Gunnarsson – sölustjóri hjá Pennanum.

Samt hljóp ég hálft maraþon í sumar verkjalaust.

Er hugsað bæði fyrir liði og vöðva en það er kælandi, dregur úr bólgum og er gott fyrir brjóskvefinn. Gelið má nota eftir þörfum en meðal innihaldsefna eru eucalyptus ilmkjarnaolía og engiferþykkni sem hafa verið notuð í náttúrulækningum í aldaraðir.

Hefur hjálpað þúsundum Íslendinga sem þjást af liðverkjum, stirðleika eða braki í liðum. Hjá þeim sem þjást af minnkuðum brjóskvef þá getur NUTRILENK GOLD virkað verkjastillandi á liðverki, en liðverkir orsakast af rýrnun brjóskvefs í liðamótum.

Er fyrst og fremst ætlað þeim sem þjást af minnkuðum liðvökva. Minnkaður liðvökvi lýsir sér oftast í stirðleika og sársauka í kringum liðamót og því frábrugðið því þegar fólk þjáist af sliti í liðum. Minnkaður liðvökvi getur átt sér stað hjá fólki á öllum aldri og er algengt meðal fólks sem stundar álagsíþróttir.


Sjónmyndaþjálfun er eins og hver önnur æfing sem þarfnast endurtekninga og eftirfylgni til þess að hún skili tilætluðum árangri. Engin ætlast til þess að auka líkamlegan styrk með því að gera eina armbeygju. En með því að gera 30 armbeygjur, þrisvar í viku, í þrjár vikur - má búast við auknum styrk. Það sama gildir um sjónmyndaþjálfun og aðrar hugarþjálfun. Það er því ekki hægt að segja: „Ég prófaði þetta einu sinni og það virkaði ekki.“ Sjónmyndaþjálfun er hægt að endurtaka aftur og aftur, sama hvernig viðrar, og slík æfing mun skila sér í betra golfi.

■■ ■■

■■ ■■

■■

122

Sjónmyndaþjálfun ein og sér er betri en engin æfing. Blanda af sjónmyndaþjálfun og líkamlegri æfingu skilar bestum árangri. Ég mæli því með því að kylfingar fari í gegnum hreyfingarnar um leið og þeir sjá þær fyrir sér. Haldi á kylfunni og reyna að líkja eftir aðstæðum eins mikið og hægt er. Best er að nota sjónmyndaþjálfun við allar æfingar. Ef nota skal sjónmyndun sem hluta af vanaferli, þá skal varast að sjá fyrir sér boltaflugið of nálægt þeim tíma sem höggið er slegið. Einnig skal varast að hugsa um tæknileg atriði þar sem önnur heilasvæði sjá um slíka greiningu á hreyfingu, og þau heilasvæði eru meira tengd námi en þau sem eru tengd lærðri hegðun og frammistöðu. Nota skal sjónmyndun í hugsanasvæðinu (e. Think Box) en ekki í leiksvæðinu (e. Play Box) til þess að hámarka frammistöðu hverju sinni (sjá fyrri grein um vanaferli). Mikilvægt er að sjónmyndin sé ávallt skýr og nákvæm og að kylfingur hafi stjórn á æfingunni til að tryggja að útkoman verði eins og stefnt er að.

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hugarþjálfun

Actavis 815020

Nokkrir punktar varðandi sjónmyndaþjálfun:

Tómas F. Aðalsteinsson er aðstoðarprófessor við Williams College í Massachusetts í Bandaríkjunum og er yfirþjálfari kvennagolfliðs skólans. Hann er með meistaragráðu í íþróttasálfræði frá John F. Kennedy University í Kaliforníu og veitir ráðgjöf og fræðslu um hugarþjálfun í golfi og öðrum íþróttum.


Actavis 815020

Andaðu léttar í sumar

Kröftugt ofnæmislyf án lyfseðils Lóritín® Lóratadín 10 mg. Lóritín töflur innihalda virka efnið lóratadín 10 mg. Lóritín er ofnæmislyf sem dregur úr ofnæmis einkennum eins og nefrennsli, kláða í augum, ofsakláða og ofnæmiskvefi. Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 tafla á dag. Vinsamlegast skoðið fylgiseðil lyfsins vegna skammta fyrir annan aldur. Töfluna má taka hvenær sem er, án tillits til matmálstíma. Fæst í 10, 30 og 100 stk. Pakkningum. Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 7 daga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is


Bætum upphafshöggin! Lagaðu húkkið eða slæsið og náðu beinni og lengri upphafshöggum en nokkurn tímann áður!

124

GOLF.IS


GAS

ALLS STAÐAR

Smellt eða skrúfað?

GRILLAÐU EFTIR GOLFIÐ

ÞÚ FINNUR SÖLUSTAÐI FYRIR AGA GAS Á GAS.IS

Ráðandi - auglýsingastofa ehf

Það skiptir ekki máli, við eigum bæði!


Lærðu hvaða áhrif uppstillingin, gripið og aftursveiflan hafa á boltaflugið með drivernum. Við skoðum á eftirfarandi þætti: Gripið, þ.e. hvernig þú setur hendurnar á kylfuna, hefur gríðarleg áhrif á hvernig kylfuhausinn snýr þegar boltinn er hittur (opinn, lokaður eða beinn) og þar með mjög mikil áhrif á boltaflugið. Upphafsstefna (miðið) sem fætur og axlir vísa í í upphafi gefur tóninn fyrir stefnu sveiflunnar og hefur þannig mikil áhrif á hvernig boltaflugið verður. Staða líkama og fóta. Breið eða þröng fótastaða? Hallandi eða beinn líkami? Þetta eru þættir sem einnig hafa mikil áhrif á sveifluna og þar með boltaflugið. Boltastaðan, þ.e. hvar er boltinn er hafður miðað við fæturna, er annað lykilatriði. Hversu framarlega eða aftarlega boltinn er hafður í stöðunni hefur bæði áhrif á stefnuna og hæðina á höggunum. Líkamssnúningurinn og stefna kylfunnar á toppi aftursveiflunnar eru þættir sem ráða því hvernig niðursveiflan verður til og hafa þar með mikil áhrif á boltaflugið.

Þættir sem framkalla slæs-sveiflu (út-inn sveiflu) = Högg sem fara beint til vinstri eða slæsa til hægri

Of veikt grip = Hendurnar eru (önnur eða báðar) snúnar of mikið til vinstri á gripi kylfunnar sem framkallar oftast opinn kylfuhaus í högginu og boltinn slæsar til hægri.

Opin upphafsstefna = Fætur og líkami vísa of mikið til vinstri við skotmarkið, framkallar út-inn sveiflu.

126

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfkennsla


MAX

Faster Face

Engineered to increase flexing and deliver a powerful sound and feel, the forged T9S+ face produces hotter ball speeds for more distance.

G400 MAX Š PING 2018

G400 G400 MAX

G400

7,474

7,832

6,587

6,000

7,636

7,720

8,000

9,263

10,000 9,902

Both the G400 Max and G400 drivers have combined moment-of-inertia ( MOI ) measurements exceeding 9,200 [G-CM 2 ], elevating forgiveness levels to new heights and resulting in the tightest dispersion in golf. That means more consistent distance and accuracy, round after round. Visit a PING Fitting Specialist or PING.com today.

Moment-of-inertia (MOI)

MOI to the MAX *

Competitors * MOI comparisons as of January 1, 2018

G400 SFT

G400 Max (460cc) compared to G400 (445cc)

G400 LST


Of þröng fótastaða og staða líkamans hallar of mikið fram (í átt að skotmarkinu) = Framkallar of lítinn axlasnúning í aftursveiflu og oft út-inn sveiflu.

128

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfkennsla


SERIES 3

Apple Watch frábær viðbót fyrir golfarann

Þú getur séð hvað er langt í pinna. Hvað er langt í næstu hættu. Skráð skor.. ...og margt fleira.

VATNSÞOLIÐ AÐ 50 METRUM

ÆFINGAR FORRIT

GPS

MÆLIR HJARTSLÁTTUR

Verslanir á Laugavegi 182 og í Smáralind · sími 512 1300 · epli.is


Boltastaðan of framarlega (of mikið vinstra megin fyrir rétthenta) = Framkallar út-inn sveiflu vegna þess hversu seint í niðursveiflunni boltinn er hittur, oft of hátt boltaflug.

130

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfkennsla



Of lítill líkamssnúningur í aftursveiflu og kylfan vísar of mikið til vinstri á toppi aftursveiflunnar = Framkallar nánast undantekningarlaust út-inn sveiflu.

132

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfkennsla


Vertu framúrskarandi Til að skara fram úr þarf ástríðu, einbeitingu, viljastyrk og útsjónarsemi. Þetta einkennir merkisbera KPMG, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. Í rekstri líkt og atvinnumennsku í íþróttum skiptir máli að hafa forgangsröðunina í lagi og hugrekki til að fara nýjar leiðir er byggja á þekkingu, reynslu og réttum upplýsingum. Við leggjum okkur fram svo þú skarir fram úr. Kynntu þér þjónustuframboð KPMG á vefsíðu félagsins eða hafðu samband í síma 545 6000 og við verðum þér innan handar. kpmg.is


Þættir sem framkalla húkk-sveiflu (inn-út sveiflu) = Högg sem fara beint til hægri eða húkka til vinstri Of sterkt grip = Hendurnar eru (önnur eða báðar) snúnar of mikið til hægri á gripi kylfunnar sem framkallar oftast lokaðan kylfuhaus í högginu og boltinn húkkar til vinstri.

Lokuð upphafsstefna = Fætur og líkami vísa of mikið til hægri við skotmarkið, framkallar inn-út sveiflu.

134

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfkennsla


Golf í Skotlandi

Það allra besta sem Carnoustie Country hefur golfáhugafólki að bjóða

Pammure Golf Club

Carnoustie Championship

Gleneagles King Course

3 nætur / 3 hringir

5 nætur / 5 hringir

Þrjár nætur á Invercarse Hotel 3*

Fimm nætur á Invercarse Hotel 3*

Sjö nætur á Invercarse Hotel 3*

• 3 x 18 holur • Tveggja manna herbergi /morgunverður • Bílaleigubíll í samræmi við stærð hópsins eða einkaakstur. • Flug með sköttum, flutningur á golfsetti, báðar leiðir.

• 5 x18 holur • Tveggja manna herbergi m/morgunverði • Bílaleigubíll í samræmi við stærð hópsins eða einkaakstur • Flug með sköttum, flutningur á golfsetti, báðar leiðir.

• 7 x18 holur

Leikinn verður einn golfhringur á hverjum eftirtalinna valla:

Leikinn verður einn golfhringur á hverjum eftirtalinna valla:

• Monifieth Medal • Montrose Medal • Panmure Golf Club

Verð frá:

• • • • •

109.000 kr. á mann, miðað við tvo í herbergi og bílaleigubíl.

Verð frá:

129.000 kr. á mann, miðað við tvo í herbergi og akstursþjónustu. Verð miðast við að lágmarki 4 golfara saman í hóp

Monifieth Medal Montrose Medal Panmure Golf Club Arbroath Golf Club Carnoustie Championship

7 nætur / 7 hringir

Verð frá: • 7 *18 holur • Tveggja manna herbergi m/morgunverði • Bílaleigubíll í samræmi við stærð hópsins eða einkaakstur • Flug með sköttum, flutningur á golfsetti, báðar leiðir.

Leikinn verður einn golfhringur á hverjum eftirtalinna valla:

ISK 149.000 á mann, miðað við tvo í herbergi og bílaleigubíl

• • • • • • •

ISK 169.000 á mann, miðað við tvo í herbergi og akstursþjónustu

Verð frá:

Verð miðast við að lágmarki 4 golfara saman í hóp

Gleneagles Kings Course Montrose Medal Panmure Golf Club Downfield Golf Club Scotscraig Golf Club Monifieth Medal Carnoustie Championship

ISK 200.000 á mann, miðað við tvo í herbergi og bílaleigubíl ISK 220.000 á mann, miðað við tvo í herbergi og akstursþjónustu Verð miðast við að lágmarki 4 golfara saman í hóp

Á www.dpandlgolf.com má finna síðu á íslensku fyrir nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar: alli@dpandl.co.uk erling@dpandl.co.uk


Of breið fótastaða og staða líkamans hallar of mikið aftur (í átt frá skotmarkinu) = Framkallar of flatan axlasnúning í aftursveiflu og oft inn-út sveiflu.

Boltastaðan of aftarlega (of mikið hægra megin fyrir rétthenta) = Framkallar inn-út sveiflu vegna þess hversu snemma í niðursveiflunni boltinn er hittur, oft of lágt boltaflug.

136

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfkennsla


HJARTANLEGA

V E L K O M I N

GJAFAKORT KRINGLUNNAR

er frábær gjöf sem hentar við öll tækifæri Af öllu hjarta

kringlan.is

facebook.com/kringlan.is


Of mikill líkamssnúningur í aftursveiflu og kylfan vísar of mikið til hægri á toppi aftursveiflunnar = Framkallar nánast undantekningarlaust inn-út sveiflu.

w

S

138

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfkennsla


X1900 Smíðabuxur með teygjanlegu efni

Gallabuxnaefni

Teygjanlegt efni í klofi Hnjápúðavasar

Teygjanlegt efni á kálfum

www.sindri.is/vinnuföt / sími 567 6000 Skútuvogi 1 - Reykjavík I Smiðjuvegi 1 - Kópavogi


Lagaðu slæsið!

Hér er ein einföld og góð æfing til að laga hið alræmda slæs sem margir kylfingar glíma við! Settu hlífina af drivernum eða miðunarstöng í samsíða halla við skaft kylfunnar um 30-40 cm utan við boltann. Prófaðu fyrst nokkrar léttar æfingasveiflur, farðu rólega og gáðu hvort þú náir að sveifla kylfunni inn fyrir hlífina eða neðan við miðunarstöngina allan tímann. Þegar þér tekst það getur þú prófað nokkra bolta með léttri og rólegri sveiflu. Smám saman vinnur þú þig upp í að ná fullri sveiflu fyrir innan/neðan án þess að rekast í.

Nei!

Já!

140

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfkennsla

Nei!


Jรก!

Jรก!

Jรก!

GOLF.IS

141


Þættir sem framkalla beina sveiflu (inn-inn sveiflu) = Högg sem fara bæði lengra og beinna! Rétt grip = Hendurnar eru rétt staðsettar á gripi kylfunnar þannig að kylfuhausinn verður beinn í högginu.

Bein upphafsstefna = Fætur og líkami vísa beint á skotmarkið = Framkallar frekar beinni sveiflu.

142

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfkennsla


Axlabreið fótastaða og staða líkamans hallar örlítið til hægri (í átt frá skotmarkinu) = Framkallar réttan axlarsnúning í aftursveiflu og beinni sveiflu.

Réttur axlarsnúningur í aftursveiflu og kylfan vísar beint áfram á toppi sveiflunnar = Framkallar beinni sveiflu og þar með beinni og lengri högg.

Rétt boltastaða = Boltinn staðsettur beint undir fremri (vinstri) handarkrika, ca. 5 cm fyrir aftan fremri (vinstri) hæl = Framkallar beinna boltaflug vegna þess að boltinn er hittur á réttu augnabliki í niðursveiflunni og flughæðin höggsins verður líka rétt.

Gleðilegt golfsumar með löngum og beinum upphafshöggum! Gangi þér vel! Með kveðju, Sturla Höskuldsson PGA golfkennari

ATH!

Ef þú átt t.d. við mikið slæs að stríða getur verið gott að fara aðeins yfir í þá hluti sem tilheyra húkk-sveiflunni til að læra þannig að fá örlítið húkk (draw) í staðinn … og svo öfugt … til að losna við mikið húkk, prófaðu að þoka tæknina þína nær því sem tengist slæs-sveiflunni. Á endanum munt þú færast nær miðjunni, þ.e. tækninni sem býr til beinni sveiflu og lengri og beinni högg!

GOLF.IS

143


PGA á Íslandi

Slá örvhent með kylfu fyrir rétthenta – Hvernig fór Ingibergur að þessu?

144

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi


Ingibergur Jóhannsson PGA-kennari er þaulreyndur í faginu sem leikmaður og keppnismaður. Ingibergur á og rekur ferðaskrifstofuna Golfskálann og golfverslunina Golfskálann. Golf á Íslandi var á dögunum á Alicante-vellinum í samnefndri borg þar sem Ingibergur leysti erfitt högg með einföldum hætti. Ingibergur er rétthentur en í þessu höggi sló hann örvhent. Golf á Íslandi fékk Ingiberg til þess að útskýra höggið og hvernig best er að athafna sig við slíkt högg. LEYFUM SKÖPUNARGÁFUNNI AÐ RÁÐA „Þegar við erum að byrja í golfi þá er gjarnan hugsunin sú að hver kylfa í golfsettinu hafi ákveðinn tilgang. Sem dæmi þá er sandjárnið (SW) notað í sandi, pútterinn á flötinni, drífarinn (driver) af teig og vissulega þá er það rétt að oftast eru þessar kylfur notaðar við svipaðar aðstæður. En svarið sem ég held að flestir golfkennarar gefi er að við notum þá kylfu sem hentar best hverju sinni. Við þurfum sem sagt að leyfa sköpunargáfunni að ráða. Það má með öðrum orðum slá upphafshögg af teig með pútter ef viðkomandi metur aðstæður þannig að það sé best.

AXLARHREYFINGIN RÆÐUR FERÐINNI Flestir kylfingar hafa lent í því að kúlan stöðvast þannig að ekki er hægt að taka eðlilega stöðu til að slá hana aftur. Eins og sést á myndinni þá er kúlan á glompubrúninni og ég hefði því þurft að standa ofan í glompunni til að framkvæma höggið. En í stað þess þá valdi ég að slá örvhent með kylfu fyrir rétthenta. Í höggum sem þessum þá vel ég kylfu með frekar meiri en minni fláa, sem dæmi SW eða 52°–56°. Í þessu tilviki var um stutt vipp að ræða. Ég tek örvhent grip og sný kylfunni þannig að hún standi á tánni (sný henni á hvolf), set þungann aðeins meira í fremri fót, í þessu tilviki í hægri fótinn. Í högginu sjálfu passa ég mig á að hreyfingin komi einungis frá öxlunum, rétt eins og pendúlhreyfingin í púttstroku. Í aftursveiflunni á engin hreyfing að vera á líkamanum til vinstri, höfuðið á alltaf að vera í sömu hæð og úlnliðirnir hlutlausir. Myndin sem ég bý til í huganum er að ég hermi eftir kólfinum í klukkunni, þ.e. sem fæstar hreyfingar aðrar en pendúlhreyfingin. Tilfellið er að í golfinu lendum við í alls konar aðstæðum sem leyfa ekki eðlilegar/venjubundnar aðferðir og því er mikilvægt að við æfum alls konar lausnir til að vera betur undirbúin að takast á við þær. Næst þegar þú ferð á æfingasvæðið þá er um að gera að prófa þetta.“ Ingibergur Jóhannsson. GOLF.IS

145


PGA á Íslandi

Vel heppnað leiðbeinendanámskeið

146

GOLF.IS


EXCEL GPS GPS úr með 35.000 golfvöllum og bluetooth tengingu við snjallsíma fyrir golfvallauppfærslur og snjallforrit með endalausa möguleika.

34.900 kr.

T Í U P U N K TA R

Með í ferð á vegum Golfskálans. Jonni og Grétar á Bonalba.

NX7 og NX7PRO

NX7 er fjarlægðarmælir með (TAG) Target Acquisition tækni.

HYBRID

TOUR V4

NX7 PRO er eins og NX7 með en að auki Adaptive Slope tækni og „Pulse Vibration“ tækni.

Hentar fullkomlega vegna stærðar, hraða og nákvæmni. Er með JOLT tækni sem nemur flaggið á svipstundu.

37.900 kr.

48.800 kr.

29.900 kr.

PRO X2

Fjarlægðarmælir fyrir kröfuhörðustu golfarana. Byggir á laser tækni. Er með JOLT tækni sem nemur flaggið á svipstundu. Slope-Switch sem leyfir mælingu með tilliti til hæðarmismunar eða án hans.

68.800 kr.

GHOST GPS

GPS „Easy-to-use“, með yfir 33.000 golfvöllum með öflugri segulfestingu fyrir t.d. poka, kerru eða belti.

Fjarlægðarmælir

+ GPS

Tvö tæki í einu! Sýnir fjarlægðir með áður óþekktum hætti. Byggir á laser tækni. Er með JOLT tækni sem nemur flaggið á svipstundu. Með GPS tækninni færðu svo fleiri tölur á skjáinn við mælingu.

58.800 kr.

Komdu í Golfskálann og leyfðu okkur að hjálpa við val á rétta búnaðinum.

19.900 kr. Sjáðu vöruúrvalið og golfferðirnar á golfskalinn.is GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Mörkinni 3 • 108 Reykjavík • Sími: 578 0120 • info@golfskalinn.is • golfskalinn.is


Leiðbeinendanámskeið á vegum PGA á Íslandi í samstarfi við GSÍ fór fram helgina 12.-13. maí á Korpúlfsstöðum. Átján áhugasamir kylfingar tóku þátt en námskeiðið var ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á að leiðbeina börnum, unglingum og byrjendum í golfi. „Laugardagurinn hófst með frábærum fyrirlestri frá Gunnari Hanssyni leikara en hann fór yfir framkomu á skemmtilegan og fróðlegan máta. Sturla Höskuldsson og Snorri Páll Ólafsson PGA-kennarar tóku þá við og sáu um kennsluna báða dagana. Þeir fóru meðal annars yfir öryggisatriði við þjálfun, grunnatriði og tækni golfsveiflunnar og yfirferð á kennslu golfreglna og golfsiða,“ segir Ólafur Björn Loftsson framkvæmdastjóri PGA á Ísland. „Mesta áherslan var þó lögð á gerð tímaseðla fyrir æfingar og framkvæmd þeirra æfinga. Þá var skipt upp í hópa þar sem þátttakendur skipulögðu og framkvæmdu æfingu annars vegar fyrir börn og hins vegar fyrir byrjendur. Snorri og Sturla fylgdust vel með og komu með uppbyggilega gagnrýni og ráðleggingar í lok dags. Námskeiðið gekk mjög vel og það ríkti mikil ánægja bæði meðal kennara og nemenda. PGA á Íslandi vill þakka öllum þeim sem hjálpuðu við að koma þessum viðburði á framfæri og þá sérstaklega þeim sem sáu sér fært um að taka þátt í helginni með okkur. Stefnt er að því að halda annað leiðbeinendanámskeið næsta vetur og gera enn betur,“ segir Ólafur Björn.

GOLF.IS

©2018 Garmin Ltd. or its subsidiaries

148


MUNURINN Á ÞVÍ AÐ GISKA OG VITA.

APPROACH® Z80 ©2018 Garmin Ltd. or its subsidiaries

TVÍVÍÐ FLATAR-YFIRSÝN

FJARLÆGÐIR FRAM OG TIL BAKA FRÁ FLÖT

TVÍVÍÐ KORTLAGNING FLATA

Ögurhvarf 2 | 577 6000 | garmin.is

41,000 VELLIR FYLGJA

GOLF FJARLÆGÐARMÆLIR MEÐ GPS NÁKVÆMNI INNAN 25 CM.


„Skemmtilegt námskeið“

„Heilt yfir var þetta flott uppsett og skemmtilegt námskeið sem vonandi er komið til að vera. Sjálfur hefði ég viljað taka þetta í fyrra þegar ég var að aðstoða við æfingar hjá Golfklúbbnum Leyni. Hef trú á að þátttakendur nálgist hlutina betur eftir að hafa farið í gegnum þetta námskeið,“ segir Viktor Elvar Viktorsson sem var einn af þeim sem fóru á námskeiðið.

„Í byrjun fóru Ólafur Loftsson, Sturla Höskuldsson og Snorri Ólafsson yfir efni þessara tveggja daga. Kynntu svo inn Gunnar Hansson sem hélt skemmtilegan fyrirlestur um framkomu og samskipti. Margt í þeim fyrirlestri sem allir höfðu gott af bæði að sjá og heyra. Allir þátttakendur komu svo upp og sögðu frá sér og einhverju skemmtilegu. Gunnar rýndi svo hverja framkomu og benti fólki á hvað mætti betur fara hjá því. Virkilega gott og vel gert hjá Gunnari. Næst fóru þeir Snorri og Sturla yfir öryggi við þjálfun og gerð tímaseðla fyrir æfingar barna og unglinga. Mér fannst það áhugavert og vel gert hjá þeim félögum. Við fengum einnig fína kynningu á SNAG golfbúnaðinum og hvernig hægt er að nota hann til kennslu. Að því loknu voru hópverkefni þar sem útibúinn var tímaseðill fyrir æfingu 6-8 ára með SNAG búnaði. Síðan var æfingin keyrð í gegn þar sem hluti af hópnum voru nemendur og tveir þjálfarar. Þetta var vel heppnað og skemmtilegt,“ segir Viktor Elvar.

Verslunin stækkar í júní! Troðfull búð. Dótabúð golfara! CLICGEAR KERRUR Clicgear 3,5+ kr. 36.800

Opið: ga Virka da 8 1 – 10 aga Laugard 5 1 11–

Kerrupokar og burðarpokar

Þriggja hjóla kerrur frá kr. 16.900 PÚTTERAR

JÁRNASETT Gott úrval frá Odyssey ofl.

Rafmagnsgolfkerrur frá kr. 89.900

KYLFUR Dræverar, brautartré, blendingar frá Callaway, Lynx og fl.

LYNX vatnsheldur kerrupoki kr. 27.900 Burðarpokar frá kr. 9.900

FERÐAPOKAR Á 2 eða 4 hjólum. Frá kr. 13.900

Ármúla 40 • Sími 553 9800 • www.golfbrautin.is

150

GOLF.IS - Golf á Íslandi Vel heppnað leiðbeinendanámskeið


OKKAR VÖLLUR ER 80 ÞÚSUND HOLUR Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is


Hver er munurinn á æfingabolta og venjulegum bolta? Golfboltar sem notaðir eru á æfingasvæðum víðsvegar um veröldina og hér á Íslandi eru sérstaklega framleiddir fyrir slíka notkun. Slíkir bolta eru oft kallaðir æfingaboltar hér á landi eða „range“ boltar og þeir eru oft gulir á lit. Margir af stærstu golfboltaframleiðendum heims framleiða æfingabolta sem eru með sömu eiginleika og þeir boltar sem þeir selja á almennum markaði. Þessir æfingaboltar eru flestir með harðara ysta lagi en þeir sem seldir eru á almennum markaði. Almenna reglan er sú að æfingaboltar fljúga styttri vegalengd en venjulegir boltar. Erfitt er að greina hversu mikill þessi munur er. Helsta vandamálið við æfingaboltana er að það getur verið mjög

Æfingaboltar eru framleiddir fyrir þá notkun sem bíður þeirra á æfingasvæðunum. Þessir boltar fá að kenna á því þegar kylfingar á öllum getustigum slá þessa bolta á æfingasvæðinu. Æfingaboltarnir eru því harðgerðir með ytra lag sem er hannað til að þola mikið álag í langan tíma. Ysta lag boltans á að þola misheppnuð högg, og minnka líkurnar á því að ysta lagið skemmist þegar boltinn er sleginn. Í sumum tilvikum er ysta lagið á æfingaboltanum það hart að það dregur úr flugi boltans.

152

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi

mikill munur á boltunum í körfunni á æfingasvæðinu. Einn bolti getur flogið langt og sá næsti flýgur styttra og sá þriðji flýgur enn lengra en hinir tveir. Samkvæmt mælingum sem birtar voru á vefsíðunni trackmangolf.com kom í ljós að mikill munur var á við hvaða aðstæður höggin voru slegin með æfingaboltunum. Og ekki síst hvort boltinn var nýr, blautur eða gamall.

Meðalkylfuhraði (mílur á klst)

Meðalspuni / spin rate

Meðalhögglengd / flug í metrum

Nýr og þurr bolti sleginn af grasi:

92,5

4482

163,6

Nýr og þurr bolti sleginn af mottu:

88,3

6281

145,9

91

2878

152

Gamall og blautur bolti sleginn af grasi:

Í þessari könnun var kylfingurinn með -2 í forgjöf og hann sló með 7-járni. Hann sló 15 högg í hverri tilraun og meðaltalið reiknað út frá því. Það sem er áhugaverðast í þessari könnun er hve mikill munur er á meðalspuna /spin rate. Í fyrsta lagi á nýjum/ þurrum bolta og gömlum/blautum bolta og í öðru lagi munurinn á þessum tveimur gerðum þegar þeir voru slegnir af mismunandi undirlagi, mottu eða grasi.


E-Z-GO golfbílar og Curtis Cab hús fyrirliggjandi á lager. Einnig fyrirliggjandi á lager Curtis Cab hús á Club Car Presedent. MHG Verslun - Akralind 4 - 201 Kópavogur - Sími 544 4656 - www.mhg.is


Öflugur golfmyndabanki á gsimyndir.net

Golfsamband Íslands á stórt og mikið safn ljósmynda sem eru öllum aðgengilegar

Golfsamband Íslands hefur á undanförnum árum safnað saman fjölmörgum ljósmyndum. Myndefnið er úr ýmsum áttum og er það vistað á vefnum gsimyndir.net. Myndirnar eru aðgengilegar fyrir alla og hægt er að hlaða þeim niður í ýmsum upplausnum. Eins og gefur að skilja eru myndir af afrekskylfingum landsins í gegnum tíðina í miklum meirihluta. Einnig er þar ágætt safn af myndum af golfvöllum landsins og er þetta allt flokkað eftir bestu getu. Allar ábendingar um myndabankann eru vel þegnar og er hægt að senda þær á seth@golf.is

154

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi


Við kynnum nýjan fargjaldaflokk:

SAGA PREMIUM Munaður sem munar um

MEÐ ICELANDAIR

Alltaf innifalið: Frjálst sætaval við bókun | Afþreyingarkerfi 350 klst. | 10 kg handfarangur Meira pláss milli sæta | Ein ferðataska allt að 23 kg til Evrópu og tvær töskur til N-Ameríku Matur fyrir börnin | Óáfengir drykkir | Vildarpunktar | Flug- og flugvallarskattar

Njóttu þess að byrja fríið strax um borð. Teygðu úr þér í betri og breiðari sætum og láttu okkur dekra við þig í mat og drykk. Við bjóðum þér nýjan fargjaldaflokk þar sem aukataska, þráðlaust net og aðgangur að betri stofum er innifalinn. Allt þetta færðu núna á lægra verði í Saga Premium.

ÍSLENSKA SIA.IS ICE 88157 04/18

DRYKKIR INNIFALDIR


EIMSKIP FLYTUR ÞÉR GOLFIÐ Eimskip hefur ávallt lagt áherslu á að taka þátt í uppbyggingu á forvarnar- og unglingastarfi og fellur golfíþróttin vel að þeirri hugsjón, þar sem hún er frábær fjölskylduíþrótt. Eimskip hefur verið aðalbakhjarl Golfsambands Íslands um árabil. Í sameiningu hafa Golfsambandið og Eimskip staðið að Eimskipsmótaröðinni, en hún er stærsti golfviðburður hérlendis.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.