Golf á Íslandi - 2. tbl. 2018

Page 118

Betra golf Hugarþjálfun

– sama hvernig viðrar

Í síðustu grein fór ég yfir hvernig vel æft og skipulagt vanaferli hjálpar til við að færa leikinn frá æfingasvæðinu og yfir á golfvöllinn. En hvað með þau tilfelli þar sem erfitt er, eða jafnvel ómögulegt, að æfa til dæmis vegna veðurs? Veður er breyta sem við kylfingar höfum ekki stjórn á og á Íslandi getur verið ergilegt að bíða vikum saman eftir að vellirnir opni eftir veturinn og tækifæri gefist til að rífa af sér úlpuna og húfuna til þess prófa nýju kylfurnar. Flestir óska þess að geta bara sveiflað án þess að klæðaburðurinn líti út eins og Michelin-maðurinn sé mættur á golfvöllinn. Það er fátt betra en golfhringur í góðum félagskap í sumarsólinni og lítið sem kemur í staðinn fyrir einbeitta æfingu og að spila sjálfan leikinn. Að spila golf er alltaf besti undirbúningurinn og áhrifaríkast þegar kemur að því að ná árangri í golfi. En niður-

118

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hugarþjálfun

stöður fjölda rannsókna hafa sýnt fram á að blanda af líkamlegri æfingu (að spila leikinn) og skynmyndaþjálfun (e. visualization) hámarkar frammistöðu og skilar auknum árangri. Það er einnig árangursríkt að stunda skynmyndaþjálfun þegar ekki er hægt að

komast á golfvöllinn eða æfingasvæðið. Það getur verið vegna veðurs, en líka vegna tímaskorts, meiðsla, eða annarra hindrana. Það er því alltaf hægt að bæta leik sinn og ekkert gefið fyrir afsakanir, því skynmyndaþjálfun er hægt að stunda hvenær sem er og hvar sem er. Jack Nicklaus sagði eitt sinn að hann myndi aldrei slá golfhögg, ekki einu sinni á æfingu, án þess að hafa mjög skýra mynd af því höggi í huganum. Hann var þarna að lýsa mikilvægi skynmyndunar í vanaferlinu og margir af bestu kylfingum sögunnar hafa sagt frá því hvernig þeir nýta sér skynmyndaþjálfun til þess að hámarka frammistöðu. Skynmyndaþjálfun getur átt sér stað í fyrstu persónu (kylfingur ímyndar sér sjálfan sig slá höggið), eða í þriðju persónu (kylfingur sér fyrir sér mynd af sjálfum sér eins og horft væri á myndband). Hvoru tveggja er góð leið, en mikilvægt er að þú hafir stjórn á skynmyndunum (stjórn á hraða, umhverfi, útkomu, o.s.frv.) og að myndin sé mjög skýr. Til þess að skynmyndin sé sem skýrust getur verið gagnlegt að ná fram góðri slökun fyrir, en ekki nauðsynlegt. Það er mikilvægt er að virkja sem flest skynfæri eins og lyktarskyn, heyrnarskyn, snertiskyn, hreyfiskyn og bragðskyn, þó svo að sjónskynið leiki oft aðalhlutverkið.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.