![](https://assets.isu.pub/document-structure/201218111404-8b3e3616c9c814cf20a61ff6677633ad/v1/56c7fe7fe19dc0d03447bf90a646df1e.jpg?width=720&quality=85%2C50)
1 minute read
Ellert Ólafsson gefur út bók
Gefur út bók um stærðfræði Ellert Ólafsson
Ellert Ólafsson er fæddur á Suðureyri árið 1944. Foreldrar hans eru Ólafur Friðbertsson skipstjóri og Guðrún Valdimarsdóttir.
Advertisement
Ellert stofnaði Tölvufræðsluna hf. ásamt dr. Kristjáni Ingvarssyni árið 1983 í upphafi tölvualdar. Fyrirtækið kenndi notkun tölvutækni í atvinnulífi. Árið 1987 útskrifaði fyrirtækið 2000 nemendur í Skrifstofutækni sem var 256 klst. nám í ritvinnslu, töflureiknum, gagnagrunnum, fjarskiptum, ensku og mannlegum samskiptum. Þetta met hefur ekki enn verið slegið. Á þessum árum voru Íslendingar fremstir Norðurlanda í notkun tölvutækni.
![](https://assets.isu.pub/document-structure/201218111404-8b3e3616c9c814cf20a61ff6677633ad/v1/483e8759bfb617bba01e0d1076a3d4b6.jpg?width=720&quality=85%2C50)
Ellert stofnaði Tölvu- og stærðfræðiþjónustuna árið 1999, sem er enn í fullum rekstri. Á liðnu ári skrifaði Ellert tvær bækur fyrir námskeið félagsins. Þar sem ekki er hægt að halda námskeið eru þessar bækur nú seldar á almennum markaði.
Ellert segist hlakka mikið til næsta árs því þá fari námskeiðin í gang og fyrirhugað sé að stofna útibú í Stokkhólmi. „Það er mikill lúxus og skemmtilegt að vera gamalmenni á áttræðisaldri. Lífið er spennandi ævintýri“, segir Ellert að lokum.
Bækurnar kosta 8000 kr Félagar í Súgfirðingafélaginu fá bækurnar á sérstökum átthagaafslætti á 6990 kr.