2 minute read

HEILBRIGÐ HAUSTVEISLA

Next Article
ÚR RUSLINU

ÚR RUSLINU

Þegar ég áttaði mig á því að Dagur íslenskrar náttúru fagnar tíu ára afmæli 16. september 2020, þá fannst mér það eitthvað svo viðeigandi að tímaritið Í boði náttúrunnar væri jafn gamalt. Fyrir sjö árum hlaut ég þann heiður að vera tilnefnd til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Ég hitti Ómar sjálfan á afhendingunni enda kemur Dagur íslenskrar náttúru upp á fæðingardegi hans. En í ár fagnar hann einnig stór afmæli, eða 80 árum. Til hamingju Ómar og takk fyrir þitt fallega framlag til samfélagsins, hvort sem það er að gleðja fólk með söngi og gríni eða opna augu okkar fyrir dýrmætum náttúru fyrirbærum og ávallt með umhverfis vernd að leiðarljósi. Ég ætlaði að fá Ómar sem viðmælanda í blaðið en maður inn er svo upptekinn eftir að hann hætti að vinna að hann mátti bara alls engan tíma missa og þurfti að afþakka þetta góða boð, þótt erfitt væri.

Fyrirlestraveisla

Advertisement

Nokkrum dögum síðar eða 18.-20. september átti svo að fagna tíu ára afmæli Í boði náttúrunnar með hátíð í

Laugardalshöll þar sem sýning, fyrirlestrar og örnámskeið kæmu saman í einni stórri Lifum betur veislu. En ástandið í samfélaginu býður ekki upp á slíka viðburði í dag og verður því viðburðinum frestað um ár eða til september 2021. Fyrirlestrarnir sem áttu að vera í höllinni verða samt haldnir en flytjast á netið. Þetta verður sann kölluð veisla þar sem tuttugu fyrirlesarar, allir sér fræðingar á sínu sviði, koma saman helgina 31. okt - 1 nóv. og fjalla um heilsu og umhverfismál. Þetta verður bein útsending á netinu og hægt að endurspila fyrirlestrana í tvær vikur á eftir. Fjölmargar net verslanir munu einnig bjóða upp á grænar og heilsu samlegar vörur þessa helgina í sam starfi við okkur. Hægt er að fá frekari upplýsingar og

FÓLKIÐ kaupa rafrænan aðgang á vefsíðunni www.lifumbetur.is.

MATUR OG BORGARFERÐ

Hér áður fyrr voru haustverkin afar mikilvæg, það þurfti að afla sér eins mikils matar og hægt var áður en vetur skall á og verka hann þannig hann nýttist allan veturinn. Þá snerist lífið oft á tíðum um að lifa af. Í dag erum við að glíma við aðra hluti þegar kemur að mat. Í blaðinu skoðum við mat út frá heilsunni og hvernig Hildur Jónsdóttir og Bernd, brúðugerða maður, læknuðu sig af gigt og asma með því að endur stilla þarma flóruna. Við fræðumst um moltugerð, hvernig við getum á auðveldan hátt breitt matnum okkar í moltu, minnkað mengun og búið til frábæra næringu fyrir gróðurinn. Emilía Borgþórsdóttir rýnir í matar innkaup og hvernig við getum orðið meðvitaðri um það sem við kaupum og setjum ofan í okkur. Hildur D. Arnarsdóttir, stofnandi Gróanda félags um lífræna ræktun á Ísafirði, segir frá áskorunum sínum í umbúðalausum lífsstíl. Við heimsækjum tvær konur í Skammadal sem rækta kartöflur, býflugur og hænur og smíða allt sjálfar. Að lokum bjóða systurnar Júlía Sif og Helga María upp á veganútfærslu af góðum og klassískum uppskriftum og við gerum hollan orkubita frá grunni. Sem sagt nóg af efni tengt mat!

Í sumarblaðinu tókum við fyrir alla landshlutana fyrir ferðasumarið mikla en í þessu blaði fjöllum við um miðbæ Reykjavíkur, þar sem menningin er hvergi blóm legri og matur, verslun og afþreying á heimsmælikvarða.

Njótum alls þess sem land og þjóð býður uppá.

HÖNNUN BERGDÍS SIGURÐARDÓTTIR OG GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR UMBROT BERGDÍS SIGURÐARDÓTTIR LJÓSMYNDIR GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR, JÓN ÁRNASON, TIZIANO BIAGI, ÓLAFUR DAÐI EGGERTSSON, CHARLOTTA MARÍA HAUKSDÓTTIR MYNDSKREYTING ELÍSABET BRYNHILDARDÓTTIR TEXTI SIGRÍÐUR INGA SIGURÐARDÓTTIR, GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR, ANNA MARGRÉT BJÖRNSSON, EMILÍA BORGÞÓRSDÓTTIR, SIGRÚN ERLA SIGURÐARDÓTTIR, JÓN ÞÓRIR GUÐMUNDSSON PRÓFARKALESTUR ANNA HELGADÓTTIR AUGLÝSINGASALA GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR, HÓLMFRÍÐUR FRÓÐADÓTTIR, SIGRÚN ERLA SIGURÐARDÓTTIR ÚTGEFANDI Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR HEIMILISFANG ELLIÐAVATN, 110 REYKJAVÍK SÍMI 861-5588

NETFANG ibn@ibn.is VEFFANG ibn.is / lifumbetur.is ÁSKRIFT lifumbetur.is LAUSASÖLUVERÐ 2.450 KR. ISSN-1670-8695

PRENTUN PRENTMET ODDI, UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA

T Mi Og Minningar

„Ég fann hvað ég hafði sterkar taugar til Íslands og fór að mynda í kringum æskuheimili mitt og út frá því landslagið líka. Verkefnin mín eru mörg hver mjög mismunandi hvað útlit varðar en fjalla nær öll um minningar tengdar heimili og nánasta umhverfi, og svo tengsl við náttúruna.“ ljósmyndun á Ítalíu og í Bandaríkjunum og hefur haldið fjölda einka- og samsýninga. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir verk sín og þau hafa birst í tímaritum og bókum um allan heim.

This article is from: