4 minute read

REYKJAVÍK MIÐBÆR

Leiðavísir sem stuðlar að betri upplifun, sjálfbærni og gleði!

1 FRÍSBÍGOLF Á KLAMBRATÚNI

Advertisement

Hér iðar allt af lífi þar sem níu brauta völlurinn liggur á milli hárra trjáa og víðáttu mikilla grasflata. Völlurinn hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Nú ef það fer að rigna þá má alltaf skella sér á Klambra bistro og fá sér léttar veitingar inni á Kjarvalstöðum. Klambratúni, 105 Reykjavík

2 YLSTRÖNDIN NAUTHÓLSVÍK

Gulur skeljasandurinn minnir meira á strendurnar við Miðjarðarhafið en vík í nyrstu höfuðborg heims. Í Nauthólsvík er sturtuaðstaða, eimbað og heitur pottur þar sem sjósundsgarpar ylja sér að loknum sundspretti. Athugið opnunar tíma áður en haldið er af stað.

Nauthólsvík

411 5330 | nautholsvik.is

3 SUNDHÖLLIN

Ein frægasta sundhöll landsins, hönnuð af Guðjóni Samúelssyni. Í dag skartar hún einnig nýrri útilaug, heitum og köldum potti ásamt nýju gufubaði. Stökk brettin tvö slá öllum rennibrautum landsins við!

Barónsstíg 45a

411 5350 | reykjavik.is

4

Smundarsalur

Þetta fallega nýuppgerða og sjálfstæða listasafn beinir sjónum sérstaklega að innsetningum og list eftir unga listamenn. Ásmundur Sveinsson byggði þetta ótrúlega hús árið 1933, og bæði bjó í því og vann að höggmyndalist sinni. Á jarðhæð hússins er hægt að gæða sér á kaffi frá Reykjavík Roasters.

Freyjugötu 41

555 0041 | asmundarsalur.is

6

10

Landn Mss Ningin

Þessi margverðlaunaða sýning í

Aðalstrætinu var byggð í kringum rústir af langhúsi frá víkingaöld frá landnámsárinu

871 eða plús mínus 2. Víkingaöldin lifnar við í sýningu sem notast á frumlegan hátt við margmiðlunartækni, og höfðar til allra aldurshópa. Aðalstræti 16 411 6370 | borgarsogusafn.is

11

Listasafn Slands

Listasafn Íslands er í einni af fallegri byggingum Reykjavíkurborgar og var byggt árið 1916, upphaflega sem íshús. Hér er boðið upp á gott yfirlit af listasögu Íslands frá 19. öld og til nútímans og eru oft spennandi sýningar frá bæði íslenskum sem og erlendum samtímalistamönnum. Metnaðarfull safnbúð býður upp á fallega list og hönnun.

Fríkirkjuvegi 7

515 9600 | listasafn.is

7 KOLAPORTIÐ

Ef maður vill hitta þverskurðinn af Íslendingum og finna dýrgripi á góðu verði, þá fer maður í Kolaportið. Elsti og eini alvöru markaðurinn í Reykjavík, sem bókstaflega iðar af lífi um helgar. Hér færðu einnig sjávarfang og vörur beint frá býli ásamt alls kyns fatnaði, bækur, skart, húsgögn og margt fleira.

Tryggvagötu 19 562 5030 | kolaportid.is

8 LISTASAFN REYKJAVÍKUR

Þrjú söfn heyra undir Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsið, Kjarvalsstaðir og Ásmundarsafn. Söfnin bjóða öll upp á fjölbreyttar innlendar og alþjóðlegar myndlistar sýningar eftir virta listamenn auk þess að sýna reglulega verk eftir Erró, Kjarval og Ásmund Sveinsson. Ásmundarsafn verður lokað tímabundið vegna viðgerða. 411 6400 | listasafnreykjavikur.is

9 LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR

Staðsett á efstu hæðinni, fyrir ofan Borgarbókasafnið í Grófarhúsinu, þar sem fortíð og nútíð mætast. Vagga ljósmyndunar þar sem finna má sögulega og samtímaljósmyndun eftir íslenska ljósmyndara. Fjölbreyttar sýningar standa yfir allt árið. Grófarhúsi, Tryggvagötu 15 411 6390 | borgarsogusafn.is

Hlj Msk Lagar Urinn

Fullkominn staður fyrir lautarferð, göngutúr, leik og jafnvel til að virða fyrir sér fuglalífið við Tjörnina. Góð og ódýr afþreying fyrir börn sem og fullorðna. Við Sóleyjargötu

12 NORRÆNA HÚSIÐ

Þetta einstaka hús, sem var hannað af finnska arkitektinum Alvar Aalto, er sannkölluð menningarvin í borginni. Tónleikar, sýningar, fyrirlestrar, norrænt bókasafn, matur og lítil búð, sem selur norræna hönnun, eru meðal þess sem hægt er að njóta í þessu einstaka húsi ásamt öflugu barnastarfi. Sjá viðburði á vefsíðunni. Sæmundargötu 11 551 7030 | nordichouse.is

13 J Minjasafni

Hér er farið í gegnum söguna og skoðaðir íslenskir fjársjóðir, allt frá landnámi og til nútímans. Viltu upplifa víkingaöld? Hér er hægt að skoða og koma við hluti í nútímalegri sýningu. Á jarðhæðinni er einstaklega falleg safnbúð og gott kaffihús, þar sem gott er að enda leiðangurinn á. Suðurgötu 41 530 2200 | thjodminjasafn.is

14 Sj Minjasafni

Þessi verðlaunaða sýning er tileinkuð sjósögu Íslands. Hún spannar þorskastríðið, sjávarháska, sögu sjómennskunnar á landinu og margt fleira. Allir aldurshópar munu hafa gaman af sýningunni, og ekki síst þar sem býðst að skoða varðskipið Óðinn.

Grandagarði 8 411 6340 | borgarsogusafn.is

15 Fan

Þúfan er ekki aðeins grasi vaxinn hóll, sem stendur við vestanverða Reykjavíkurhöfn, heldur umhverfislistaverk eftir listakonuna Ólöfu Nordal. Hægt er að ganga upp á toppinn og njóta útsýnisins yfir gamla bæinn, höfnina og út á sundin. Norðurslóð, bak við HB Granda

MATUR & DRYKKUR 16 HLEMMUR MATHÖLL

Fyrsta mathöll landsins, staðsett í fyrrum strætóstoppistöð á Hlemmi. Einn heitasti staðurinn í bænum fyrir matgæðinga þar sem finna má góðgæti frá ýmsum heimshornum, fá sér gott kaffi hjá Te og kaffi, snúð hjá Brauð & Co eða heimsklassa mat á Skál! eða Kröst og dreypa á góðu vínglasi með. Opnar kl. 7.30. Laugavegi 107 787 6200 | hlemmurmatholl.is

17 SKÁL!

Gísli Matthías Auðunsson, yfirkokkur á Skál, býður upp á ævintýralega smárétti. Skál hlaut hina virtu Bib Gourmand viðurkenningu hjá Michelin 2019 en hún er veitt veitingastöðum um heim allan sem bjóða upp á hágæðamat á sanngjörnu verði. Á Skál færðu einnig gott úrval af náttúruvínum, bjór og frábæra kokteila.

Hlemmur Mathöll, Laugavegi 107 519 6515 | skalrvk.com

18

Reykjav K Roasters

Þetta sívinsæla kaffihús flytur inn kaffibaunirnar sjálft og kaffið er borið fram af margverðlaunuðum kaffi barþjónum á þremur ólíkum staðsetningum. Kárastígurinn er kósí og gamaldags, Brautarholtið stærra og nútímalegra og nýjasti staðurinn í Ásmundar sal á Freyjugötu. Hér er alltaf hægt að treysta á að fá góðan bolla. Kárastíg 1 / Brautarholti 2 / Freyjugötu 41 517 5535 | reykjavikroasters.is

19

Salt Eldh Smatrei Slusk Li

Salt býður upp á fjölbreytt og framandi matreiðslunámskeið, sem kjörið er fyrir vinahópinn að fara saman á og enda kvöldið svo á góðri máltíð. Pylsugerð, dumblings, súdeigsbakstur, ferskt pasta, franskar makkarónur, indverskir grænmetisréttir, mexíkóskur „streat food“ eða marakósk veisla eru meðal þess sem boðið er upp á.

Þórunnartúni 2

551 0171 | salteldhus.is

20 BRAUÐ & CO – LÍFRÆNT BAKARÍ

Eflaust eitt mest myndaða bakarí í Reykjavík, en í þessu húsnæði opnaði Brauð & Co sitt fyrsta bakarí. Enn er boðið upp á lífrænt súrdeigsbrauð, geggjaða snúða og annað bakkelsi sem enginn má láta fram hjá sér fara á ferðalagi sínu um 101 Reykjavík.

Frakkastíg 16

456 7777 | braudogco.is

This article is from: