4 minute read

ÚR RUSLINU

Moltugerð er umhverfisvæn, ódýr og einföld leið til að breyta afgöngunum úr eldhúsinu í næringarríkt plöntufæði. Með moltugerð er hægt að minnka sorpið frá heimilinu um allt að þrjátíu og fimm prósent, en árið 2017 féllu til 656 kíló af sorpi frá hverjum landsmanni. Það er Evrópumet sem er ekki hægt að monta sig af. Nær allt sorp sem kemur frá heimilum er sett í haug og urðað, þar sem niðurbrotsferlið getur tekið áratugi. Með því að búa til moltu og minnka heimilissorp fer minna af rusli í urðun. Þar með verður minni losun af hauggasi út í andrúmsloftið, sem er blanda af koltvísýringi og metani og minna landrými þarf undir ruslið.

Moltuger

Advertisement

SAMANSTENDUR AF FJÓRUM ÞÁTTUM:

1. Lífrænum úrgangi sem kemur úr eldhúsinu og garðinum, og að auki má nota pappír.

2. Örverum sem brjóta niður lífræna úrganginn.

3. Hæfilegum raka.

4. Súrefni til að örverurnar geti fjölgað sér og unnið sitt verk.

HVAÐ ER MOLTA?

Molta er jarðvegur úr lífrænum úrgangi og ein besta næring sem plönturnar okkar fá. Hún gerir jarðveginn frjósamari, heilbrigðari og léttari í sér og viðheldur hæfilegum raka í moldinni. Moltan er jafnframt basísk og góð vörn gegn sveppum og sýkingum. Um allan heim er hún notuð til að bæta jarðveginn, hefta landrof og auka uppskeru. Úr einu kílói af lífrænum úrgangi verða til um sex hundruð grömm af moltu. Tilbúin er hún dökkbrún á lit, laus í sér og nær lyktarlaus. Henni má dreifa í blómabeð, matjurtagarða eða við tré og runna.

HVERNIG Á AÐ BÚA TIL GÓÐA MOLTU?

Galdurinn við að búa til góða moltu er að finna jafnvægið á milli afganga úr eldhúsinu og svokallaðs stoðefnis, sem oftast kemur úr garðinum, setja ekki of mikið af einni tegund úrgangs í einu og búa til lög af misgrófum efnum. Oft er miðað við tvo hluta af matarúrgangi á móti einum af stoðefnum. Gott er að setja lag af trjágreinum, grófu sagi eða þurrum laufum neðst í moltutunnu. Síðan má setja þunnt lag (um 10 cm) af eldhúsúrgangi yfir það, síðan aftur stoðefni, og svo koll af kolli. Með þessari aðferð leikur alltaf loft um úrganginn. Margir óttast að ólykt gjósi upp af moltu en undir venjulegum kringumstæðum ætti það ekki að gerast. Ef hún gýs upp úr tunnunni er innvolsið of blautt og súrefni kemst ekki að, þá þarf að róta vel upp í massanum og bæta við timburkurli, spæni og greinum.

Matar Rgangur

Ávextir og grænmeti

Kjöt, fiskur og skeldýr

Mjólkurafurðir

Egg og eggjaskurn

Brauð, kex og kökur

Pasta, hrísgrjón mjöl

Kaffikorgur og telauf

Sto Efni

Afskorin blóm og visnuð blóm

Plöntur

Óbleiktur eldhúspappír

Eggjabakkar

Pappírsþurrkur

Þurr lauf og strá

Hey og hálmur

Trjábörkur

Greinar og kvistir

Gras og mosi

Trjákurl

Niðurklipptar runnagreinar

Niðurrifin dagblöð

Sundurrifnir eggjabakkar

EKKI SETJA

Gler Plast

Málma

Gúmmí

Leður

Olíu og bensín

Stór bein

Timbur

Ryksugupoka

Ösku og kol

Hunda- og kattasand

Sígarettur og vindla

Til eru nokkrar aðferðir við að búa til moltu, hvort sem er í eldhúsinu heimavið, í bílskúrnum, sumarbústaðnum, úti á svölum eða í garðinum. Á næstu síðu kynnum við tæki til moltugerðar sem henta fyrir mismunandi aðferðir.

Heitir Og Hollir

Systurnar Júlía Sif og Helga María töfra fram alla uppáhaldsréttina sína í matreiðslubókinni Úr eldhúsinu okkar – Veganistur. Þær sýna fram á að hægt er að elda skemmtilegan og góðan veganmat við allra hæfi. Hér eru þrjár uppskriftir út bókinni, sem smellpassa við þennan sjarmerandi árstíma sem haustið er.

Mex K S Pa

Fyrir fjóra

1 meðalstór sæt kartafla (má nota frosið sojakjöt í staðinn)

3 msk. kókosolía

„Ef við þyrftum að nefna einn rétt, sem hefur slegið hvað mest í gegn af öllum okkar uppskriftum, þá væri það þessi súpa. Hún er tilvalin í matarboðið og veisluna en einnig sem hefðbundinn kvöldmatur. Súpuna höfum við eldað við ýmis tilefni og hún slær alltaf í gegn.“

3 hvítlauksgeirar

1 rautt chili (fjarlægið fræin fyrir mildari súpu)

1 msk. kummín paprikuduft óreganó

½ tsk. cayennepipar salt og pipar eftir smekk

1-1½ paprika (við notum gula, græna og rauða í bland)

10 cm af blaðlauk

2-3 gulrætur

2 dósir niðursoðnir tómatar

1 krukka salsasósa (230 g)

2½ grænmetisteningur

1.600 ml vatn

1 dós svartar baunir

100-150 g maísbaunir

150 g hreinn veganrjómaostur

Hitið olíuna í stórum potti. Setjið hvítlauk, lauk, chili og krydd út í og steikið í góða stund.

Skerið allt grænmetið nema sætu kartöflurnar í litla bita og bætið út í. Steikið í góðan tíma upp úr kryddinu eða þar til grænmetið er orðið vel mjúkt. Setjið vatnið í pottinn og bætið sætum kartöflum, tómötum úr dós, salsasósu og grænmetiskrafti út í og leyfið suðunni að koma upp. Sjóðið súpuna við meðalhita í minnst 30 mínútur. Okkur finnst best að leyfa henni að malla í allavega klukkutíma við lágan hita. Smakkið til og bætið í kryddi eða krafti eftir smekk.

Þegar súpan hefur fengið að sjóða vel, skolið þá baunirnar og bætið út í ásamt maís og rjómaosti. Hrærið rjómaostinn vel saman við svo hann bráðni alveg og leyfið suðunni að koma aftur upp.

Gott er að bera súpuna fram með maísflögum, sýrðum veganrjóma, avókadói og góðu brauði. Okkur finnst einnig alveg nauðsynlegt að saxa smá ferskt kóríander og strá yfir.

AÐFERÐ Settu steinlausar döðlur í matvinnsluvél og láttu þær maukast vel. Gott er að setja smá vatn út í. Dreifðu möndlum og haframjöli á bökunar plötu og ristaðu í ofni við 180°C í 15-20 mín., eða þar til blandan hefur tekið á sig gylltan lit. Taktu út, láttu kólna og saxaðu svo möndlurnar gróflega. Settu þær og haframjölið í stóra skál og hrærðu döðlumaukinu saman við. Hitaðu hlynsíróp og hnetusmjör í potti við lágan hita og láttu blandast vel saman. Helltu síðan þessu saman við möndlurnar, haframjölið og döðlurnar og hrærðu öllu vel saman. Klæddu eldfast mót með smjör pappír. Þrýstu blöndunni vel í botninn á mótinu, svo hún haldist vel saman. Hægt er að nota glasbotn til þess. Settu filmu eða álpappír yfir og láttu kólna í ísskáp eða frysti í um klukku tíma, jafnvel lengur. Þá eru bitarnir tilbúnir.

Nota má hunang í staðinn fyrir hlynsíróp og möndlusmjör í staðinn fyrir hnetusmjör. Hægt er einnig að nota fræ í stað mandla.

Til að sæta bitana er hægt að setja saxað suðusúkkulaði, þurrkaða ávexti eða vanillu út í.

Orkubitarnir geymast vel í lofttæmdu boxi í nokkra daga og þá má líka geyma í frysti. Bitarnir eru góðir sem snakk, nesti eða millimál.

Inga Sigurðardóttir Myndskreyting Elísabet Brynhildardóttir

This article is from: