1 minute read

ER KARFAN Á RAUÐU, GULU EÐA GRÆNU?

Fyrir tveimur árum tókum við fjölskyldan þátt í plastlausum september. Ég taldi okkur vera nokkuð góð í að sneiða hjá plasti og velja vel en eftir að hafa tekið saman allt plastið sem safnaðist saman í ágústmánuði fengum við vægt sjokk. Við höfðum verið á sjálfstýringu og keypt hina og þessa vöru, einfaldlega af gömlum vana.

Hugsa þarf um margt annað en bara plast þegar við kaupum inn. Það varð kveikjan að því að skrá niður nokkra þætti sem taka þarf með í reikninginn þegar velja á græna vöru. Ég nota umferðarljósin þar sem GRÆNN er besti kosturinn, GULUR þar á eftir og RAUÐUR sá versti.

Advertisement

Innkaupalistinn er ekki tæmandi en ágætisbyrjun. Gott er að lesa á umbúðir og þekkja hvað merkingarnar á þeim þýða. Margar gerðir af þvotta efni eru t.d. með svans vottun. Það gefur vísbendingu um að sú vara fari mildari höndum um náttúruna en sú vara sem ekki er svansvottuð.

Hvað varðar matvæli eru margir þættir sem hafa áhrif á val okkar. Þar skiptir hollusta vörunnar einnig miklu máli og helst vel í hendur við grænan lífs stíl þar sem hreinleiki vörunnar er oft bestur fyrir okkur og náttúruna. En getum við notað minna af matvælum? Er hægt að nota fleiri íslenskar gulrætur en nauta hakk í lasagna, eða eitthvað álíka? Við þurfum ekki að sveiflast öfganna á milli, því þá gefumst við bara upp en við getum auðveld lega fækkað kjöt máltíðum eða notað annað hráefni í staðinn.

Með samstilltu átaki gátum við fjöl skyldan minnkað magn plastumbúða um 80 prósent á milli mánaða. Við vorum dugleg að taka fjölnota poka með í búðir og hættum að kaupa tilbúna pítsudeigið í plastdalli, sem var þar að auki pakkað inn í plast. Þótt við værum meðvituð í inn kaupum fóru samt 7,1 kg af plasti í endur vinnsluna á mánuði (sex manna fjölskylda). Í plast lausum september fórum við niður í 1,45 kg, enda settum við í fimmta gír þann mánuðinn.

Það tók á að breyta sínum venjum en við uppgötvuðum líka margt nýtt. Núna höfum við sett markið að vera alltaf undir þremur kílóum af endur vinnan legu plasti á mánuði og vigtum allt plast sem fer út úr húsi. Það er gott þegar maður er að temja sér nýja siði að setja sér mælanleg markmið. Sem dæmi voru sushi-bakkarnir fljótir að fylla plastruslið hjá okkur.

This article is from: