3 minute read

MATURINN ER MEÐALIÐ

Next Article
ÞJÓÐLEG ÞRIF

ÞJÓÐLEG ÞRIF

Í gróðursældinni í Eilífsdal kúrir lítið fallegt sumarhús, gróðurhús og vinnustofa þar sem hjónin Hildur M. Jónsdóttir og Bernd Ogrodnik hafa komið sér upp heilsársbúsetu og sinna sínum hugðarefnum. Þegar þau eru ekki að ferðast um heiminn með brúðusýningar Bernds er Hildur að hjálpa skjólstæðingum með alvarleg heilsuvandamál og Bernd unir sér best í gróðurhúsinu eða á vinnustofu sinni í Reykjavík þar sem hann tálgar brúður úr íslenskum við.

Viðtal Guðbjörg Gissurardóttir

Advertisement

Myndir Guðbjörg Gissurardóttir og Jón Árnason

Árið 2015 stóð Hildur, sem er menntuð bæði í sálfræði og viðskiptafræði á krossgötum. Hún hefur frá barnsaldri glímt við veik indi, gengið á milli lækna, prófað allt sem hægt var að prófa en ekkert gekk upp. Hildur tók þá ákvörðun að taka heilsuna í eigin hendur, enda hafði hún engu að tapa þar sem hún var orðin óvinnu fær, var stöðugt með verki, orku laus og and lega örmagna. Einnig stóð hún frammi fyrir því að ef hún gerði ekkert í sínum málum þyrfti hún að hætta að ferðast með Bernd um heiminn með brúðusýningarnar, en hún hafði séð um framleiðslu- og sýningarstjórnina til margra ára og hafði mikla unun af þeirri vinnu.

Bernd fæddist í Þýskalandi þar sem hann lærði klassíska tónlist, fór síðar í nuddnám og jurtafræði, en 25 ára að aldri ákvað hann að sameina öll sín hugðarefni undir hatt brúðuleik hússins. Hann kom fyrst til Íslands 1982 eftir að hafa heillast af mynd af íslenska hestinum. Eitt leiddi af öðru og hann settist endan lega að á Íslandi árið 2000 og hefur sett upp fjöl margar sýningar hér heima og hefur hann notið mikillar virðingar á meðal alþjóðlega brúðuheimsins fyrir einstakt hand bragð og tjáningu.

SJÚKRASAGAN HEFST

Þegar Hildur er beðin um að líta til baka og rifja upp hvar veikindi hennar byrjuðu, þá telur hún að í raun hafi veikindasaga hennar byrjað nánast í fæðingu. ,,Ég var pensilínbarn, enda alltaf með maga- og eyrnabólgu. Sjö ára var ég komin með mikla vöðva bólgu, sem var ekki eðli legt hjá sjö ára barni. Þegar ég var níu eða tíu ára fór ég að fá harðlífi og ristil krampa og um tólf ára mikla verki í hnén, svona eins og hjá miðaldra fólki. Ég þurfti að hætta í leik fimi og hand bolta og var í endalausum rannsóknum, ég var bókstaflega alltaf hjá læknum. Þegar ég var fjórtán ára fékk ég greiningu að ég væri með, rest af barnaliðagigt og mjög sjaldgæfa liðagigt, sem legðist eingöngu á konur og það var náttúru lega ekkert hægt að gera

„Ég fór í allar þær meðferðir og endurhæfingar sem í boði voru. Ég byrjaði líka markvisst að leita að lausninni til að bæta heilsuna.“ nema að setja mig á bólgueyðandi lyf. Ég beit bara á jaxlinn og tók þessi lyf. Sautján ára var ég komin með spennu höfuðverki og var þá fljótlega sett á lang tíma bólgueyðandi lyfja kúra. Nítján ára var ég svo komin með blöðrur utan á skjald kirtilinn og hann orðinn vanvirkur. Tuttugu og eins árs var svo fjarlægt æxli og blöðrur af honum. Um þetta leyti var ég komin með nóg af læknum, sem voru ekki með neina lausn og ég fór sjálf að grúska og leita svara. Skömmu síðar kynnist ég Helga Valdimarssyni, lækni og fyrrverandi prófessor og deildar forseta Lækna deildarinnar í háskólanum. Hann var einn fyrstur lækna til að fjalla um candida og áhrif mataræðis á heilsu og sendi fólk gjarnan á námskeið til Sollu til að læra að elda mat án sykurs, gers og hvíta hveitisins. Þegar hann skoðaði mig þá hrópaði hann upp yfir sig. Allur líkaminn var undirlagður af sveppa sýkingu. Í munni, á kyn færum og auðvitað innvortis. Ég vissi ekki hvað var orðið eðlilegt og var hætt að leita mér hjálpar. Hann setti mig á sveppa drepandi lyf og lét mig breyta um mataræði. Þarna upplifði ég í fyrsta sinn eðli lega orku. Ég vann alltaf mikið en ég var alltaf orkulaus. Þarna gjörbreyttist heilsa mín en því miður fór samt aðeins efsta lag sýkingarinnar. Lífið hélt áfram og ég fór í gegnum erfiðan hjóna skilnað og var ein með tvö börn í háskóla námi og í tveimur aukavinnum. Á þessum tímapunkti var ég farin að þróa með mér kulnunareinkenni, sem ekki var talað um á þeim tíma. Ég lenti svo í bílslysi sem gerði það að verkum að líkaminn og heilsan bókstaflega hrundi. Taugakerfið hrundi og ég var komin með hæsta stig af vefjagigt. Ég fór í allar þær meðferðir og endurhæfingar sem í boði voru. Ég byrjaði líka markvisst að leita að lausn inni til að bæta heilsuna. Árið 2006 stofnaði ég vefsíðuna Heilsubankinn.is til að skrásetja og skrifa um þær leiðir og lausnir sem ég var að lesa mér til um og prófa mig áfram með og miðla þeim fróðleik. Um leið reyndi ég einnig að vinna en líkam leg heilsa mín þoldi það illa.“ Bernd tekur það einnig fram að ekki megi heldur gleyma því að Hildur var einnig á

This article is from: