2 minute read

ELDMÓÐUR

Next Article
HEILSA & UMHVERFI

HEILSA & UMHVERFI

Hildur Dagbjört Arnardóttir hefur brennandi áhuga á umhverfismálum. Hún kaupir hvorki mat né varning í umbúðum, stendur reglulega fyrir fataskiptimarkaði og stofnaði Gróanda, félag sem stendur fyrir ræktun lífræns grænmetis, ávaxta, berja og kryddjurta á Ísafirði. Hún telur að ein manneskja geti haft mikil áhrif á umhverfið til hins betra.

Hildur hefur komið sér vel fyrir á æskuslóðunum á Ísafirði, þar sem hún býr ásamt sambýlismanni sínum og fjórum börnum þeirra. Hún lærði lands lagsarkitektúr í Noregi og vinnur við sitt fag hjá Verkís. Hildur leitast eftir að nota umhverfis vænar lausnir í leik og starfi en áhuginn á umhverfismálum kviknaði á náms árunum. „Í fyrstu fór ég að taka betur eftir allri umræðu um þessi mál og fann að þau voru mér mikilvæg. Síðan byrjaði ég sjálf að tala um umhverfismál í stað þess að standa hjá og hlusta á aðra. Smám saman breytti ég um venjur með um hverfið í huga. Það gerðist ekki á einum degi heldur koma reglu lega tímamót sem ég kalla stoppara. Þá upplifi ég að nú sé nóg komið af ákveðinni hegðun og tími til kominn að breyta henni til hins betra,“ segir Hildur hress í bragði.

Advertisement

Fyrsti stopparinn kom þegar hún bjó í Noregi. „Þann dag var mjög heitt í veðri og ég var rosa lega þyrst. Ég gekk fram hjá sjoppu, sem var með heilu stæðurnar af ein nota vatnsflöskum til sölu og íhugaði að kaupa mér eina til að svala þorstanum. En ég fann að mér fannst það ein fald lega rangt, það væru meiri óþægindi af samvisku biti vegna um búðanna en af þorstanum. Ég ákvað því frekar að vera þyrst og hef ekki keypt ein nota plast flöskur upp frá þessu. Kranavatnið dugir mér ágætlega,“ segir Hildur. Hún sér heldur ekki neinn tilgang í því að kaupa drykki í fernum og bera þá heim. „Þegar ég flutti til Ísafjarðar bjó ég um tíma á þriðju hæð. Stundum keypti ég ávaxta safa og bar upp alla stigana. Allt í einu fannst mér þetta svo tilgangslaust og mikill óþarfi að ég hætti því og fann fína lausn í staðinn. Ég kaupi ávaxtate í lausu á kaffi húsinu hér á Ísafirði, helli upp á te, kæli það og allir eru sáttir. Á sumrin bý ég til te úr jurtum úr garðinum, sem er frískandi og gott,“ segir hún glaðlega.

Næsta umhverfis væna skref tók Hildur þegar hún skipti plast pokum algjörlega út fyrir fjöl nota poka. „Ég fór á bílnum í stór innkaup en gleymdi fjölnota pokum heima. Í röðinni við kassann kom stopparinn. Mér finnst einfaldlega rangt að kaupa plast poka og ákvað að ferja vörurnar út í bíl, þótt það væri óþægi legt og tíma frekt. Þegar heim var komið náði ég í bala og bar vörurnar

Hildur leitast eftir að lifa rusllausum lífsstíl. „Mér finnst ekkert girnilegt við umbúðir. Í hefðbundnum matvöruverslunum sé ég bara búðarhillur og plast en ekki mat.“

This article is from: