Ársrit ÍBV 2022

Page 1

Knattspyrnudeild Ársrit 2022

Ársrit knattspyrnudeildar 2022 2 Knattspyrnuráð 2022 Daníel Geir Moritz Eyrún Sigurjónsdóttir Guðrún Ágústa Möller Haraldur Bergvinsson Magnús Sigurðsson Óskar Jósúason Sigurbergur Ármannsson Svanur Gunnsteinsson Örn Hilmisson Framkvæmdastjóri: Óskar Snær Vignisson Knattspyrnudeild ÍBV Ársrit 2022 Útgefandi: Knattspyrnuráð ÍBV Ritstjóri og umbrot: Guðmundur Tómas Sigfússon Ljósmyndir: Alexander Hugi Jósepsson, Guðmundur Þ. Sigfússon, Sigfús Gunnar Guðmundsson
Vestmannaeyjabær færir öllum Vestmannaeyingum nær og fjær bestu óskir um og farsæld á komandi ári með þökk fyrir það liðna Ársrit knattspyrnudeildar 2022 4 GLEÐILEG JÓL GLEÐILEG JÓL

„Endurkomur á endurkomur ofan“

Fyrir næsta ár eru komin drög og mun móti ljúka talsvert fyrr og er margt að hlakka til

Breytingar eru framundan í mótafyrirkomulagi kvenna sem einnig er spennandi. Efstu 6 liðin munu leika einfalda umferð, eða 5 leiki hvert, og neðri fjögur einfalda umferð, eða þrjá leiki hvert Með þessu leika 6 bestu liðin 23 leiki yfir sumarið, sem yrði mikil lyftistöng fyrir íslenskan kvennafótbolta.

En hvað sem öllu þessu líður þá langar mig að hvetja fólk til að koma í stuðningsmannaklúbbinn okkar og gerast bakhjarlar Það er einfalt mál að senda á knattspyrna@ibv.is til að skrá sig, því góður stuðningur skilar auka stigum.

Það er gaman að láta hugann reika til sumarsins, nú þegar Eyjan er alhvít og stutt er í jólin. Fyrir mér eru jólin tími Drottins, samveru og auðvitað matar en þegar líða fer að áramótum tekur við tími uppgjörs og nýrra drauma Kvennaliðið okkar endaði í 6. sæti í Bestu deildinni sem er hærra en síðustu ár. Skemmtilegasti leikur liðsins var ótrúlegur 5-4 sigur á Þór/KA þar sem Norðankonur komust í 0-3 Ég vil fyrir hönd knattspyrnuráðs þakka leikmönnum liðsins fyrir árið sem er að líða og hlökkum við til að kynnast þeim enn betur.

Eftir tímabil tók Todor Hristov við þjálfun liðsins Todor hefur komið virkilega vel inn í þjálfun hjá ÍBV og verður gaman að fylgjast með liðinu á nýju ári. Markmiðin okkar eru fjölmörg og er alltaf gott þegar hægt er að haka við dálkana á gátlistanum.

Karlaliðið endaði í 8. sæti eftir vægast sagt furðulegt tímabil. Liðið lék vel, var með hátt xG, en vann ekki leik fyrr en í 13. umferð, en þá lék liðið heimaleik gegn Val og vann ótrúlegan 3-2 sigur. Það er magnað að hugsa til þess að þrátt fyrir erfiða byrjun fann maður mikinn stuðning í bænum og jákvæðni. Það hefði nú ekki alltaf verið með svona gengi. En ætli fólk hafi ekki séð það sem við sáum og svo small þetta loksins og frá og með 13. umferð voru tvö lið sem söfnuðu fleiri stigum en ÍBV í deildinni.

Nýtt mótafyrirkomulag var á Íslandsmóti karla og persónulega fannst mér það lukkast afar vel. Að tvískipta deildinni og auka leiki er eitthvað sem ég vil gefa lengri tíma. Gallinn var þó að leikjadagskrá var allt of gisin.

Að endingu vil ég þakka öðru ráðsfólki og starfsmönnum deildarinnar fyrir árið Stuðningsmönnum vil ég einnig þakka og verður gaman að halda áfram uppbyggingu á nýju ári.

Jólakveðja, Daníel Geir Moritz

Ársrit knattspyrnudeildar 2022 4
Daníel Geir Mortiz, formaður knattspyrnuráðs
Ársrit knattspyrnudeildar 2022 5 GLEÐILEGJÓL OGFARSÆLDÁKOMANDIÁRI VIÐSENDUMEYJAMÖNNUMÓSKIRUM ÞÖKKUMVIÐSKIPTINÁÁRINUSEMERAÐLÍÐA ÁFRAM GLEÐILEGJÓL OGFARSÆLDÁKOMANDIÁRI VIÐSENDUMEYJAMÖNNUMÓSKIRUM ÞÖKKUMVIÐSKIPTINÁÁRINUSEMERAÐLÍÐA ÁFRAM

„Gerðum Hásteinsvöll að ljónagryfju“

„Það þarf að gera það hjá liði eins og ÍBV, stór hluti af því að vera með lið í efstu deild til að það myndist ákveðin stemning. Heimamenn eru í stóru hlutverki hjá okkur, það er allt miklu skemmtilegra þegar það eru heimamenn og hjálp frábærra aðkomumanna sem smellpössuðu inn í þessa baráttu stemningu “

Hvað þarf liðið að gera til að komast í efri hlutann?

Meistaraflokkur karla hjá ÍBV fékk nýjan þjálfara undir lok síðasta árs þegar Hermann Hreiðarsson skrifaði undir samning við félagið Hermann þarf ekki að kynna fyrir Eyjamönnum sem hafa fylgt ferli hans vel allt frá því að hann komst inn í meistaraflokk félagsins í fótbolta undir lok síðustu aldar.

Hermann skapaði sér einnig nafn erlendis hjá mörgum enskum efstu og næst-efstu deildarliðum, flestir muna eftir tíma hans hjá Portsmouth þar sem hann varð enskur bikarmeistari árið 2008.

Handbragð Hermanns sást á ÍBV-liðinu í sumar en baráttan var í hávegum höfð og sjaldan tomma gefin eftir á vellinum. Illa tókst að finna fyrsta sigur tímabilsins en hann kom ekki fyrr en í 13. umferð, hver var lykillinn að því að liðið fann taktinn í kjölfarið á því?

„Ákveðnar mannabreytingar, fyrst og fremst það. Vorum búnir að hóta þessu og banka á sigurinn, lykillinn var

karakterinn í hópnum, gríðarleg trú og stemning í liðinu. Við vissum að við værum að fara að snúa þessu, þegar við komumst á lagið var ekki aftur snúið “

Í byrjun tímabils voru ekki allir í sínu besta standi en það breyttist þegar leið á tímabilið og fundu menn sitt besta form.

ÍBV er nú ósigrað í níu síðustu leikjum á Hásteinsvelli en sigrarnir eru sex og jafntefli þrjú. Hvað olli því að ÍBV náði svona flugi á heimavelli?

„Helst í hendur með það sem við vorum að vinna að, það voru nýir leikmenn að koma inn og komast í form úr meiðslum Yngri og óreyndari leikmenn komnir inn í hraðann, maður vissi alltaf að þetta tæki smá tíma. Trúin var svakaleg í klefanum og maður hafði engar áhyggjur, maður beið bara eftir að allir kæmust í sync og komast á góðan stað með formið,“ sagði Hermann en liðið er að miklu leyti skipað heimamönnum. Það er lykilatriði í því að skapa liðsheild og stemningu.

„Við þurfum að vera góðir í því sem við erum að gera og bæta það, við erum frábærir í þessum látum og pressuleik og þurfum að bæta okkur ennþá meira þar. Það eru alls konar smáatriði og það er ekki langt á milli, við sýndum það þegar við erum í standi og að spila vel þá er erfitt að spila við okkur Við þurfum að vera stöðugir í hverri viku og þegar við spilum á okkar topleveli þá er það engin spurning.“

Hemmi hafði þetta að segja um liðið sem hann var með í sumar.

„Ótrúlega samheldinn hópur, frábær klefi, það eru allir duglegir og tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan. Þetta er sterkur og spennandi kjarni sem er mikilvægt að halda í, þetta er andlega sterkur hópur sem hefur þessa trú og sönnuðu það svart á hvítu á síðasta tímabili Þeir brotna ekki eftir 12 umferðir og koma svakalega öflugir út úr því, resilience og grit er meira en í flestum liðum sem ég hef séð. Það er rosalegt afl þarna.“

„Fyrst og fremst takk fyrir frábært sumar, hafa stutt við bakið á okkur Við fundum að það var jákvæð stemning á bakvið liðið sem skilaði sér á vellinum, markmiðið fyrir mót var að gera Hásteinsvöll að algerri ljónagryfju sem tókst “

Ársrit knattspyrnudeildar 2022 6
Hermann Hreiðarsson, goðsögn og þjálfari meistaraflokks karla 2022
Ársrit knattspyrnudeildar 2022 7

Mikkel Hasling, aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna 2022

Sigurmark Selmu hápunktur tímabilsins

Mikkel Hasling var aðstoðarþjálfari mesitaraflokks kvenna á síðustu leiktíð en samhliða því var hann markmannsþjálfari meistaraflokks karla og kvenna Hann verður áfram í hlutverki markmannsþjálfara liðanna á næstu leiktíð.

Við spjölluðum við Mikkel um mótið sem er að líða og hvernig honum fannst tímabilið.

„Fyrir síðasta tímabil voru ekki margir sem höfðu trú á því að við gætum endað í efri hlutanum, ég held að flestir hafi spáð okkur rétt fyrir ofan fallsvæðið. Innan hópsins höfðum við mikla trú á því að við gætum tekið stig af öllum liðunum í deildinni, sem varð svo raunin, að undanskildu liði Þróttar.“

Hverjir voru hápunktar tímabilisns?

„Fyrir mér var hápunktur sumarsins sigurinn á Þór/KA á heimavelli þar sem Selma skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og tryggði okkur 5:4 sigur, þvílíkur leikur! Þetta var örugglega skemmtilegasti leikur tímabilsins í deildinni allri. Útisigurinn á Breiðabliki var líka stór, þar sem liðið lék mjög vel taktískt og varnarlega.“

Náði liðið að vaxa á tímabilinu?

„Ég held að margir leikmenn hafi vaxið og bætt sig á meðan tímabilinu stóð, því miður lentum við í nokkrum meiðslum en það var mikil jákvæðni í liðinu og náðum við að enda tímabilið á góðum sigrum gegn Keflavík og Aftureldingu.“

Hefur liðið burði til að komast í efri hlutann á nýjan leik?

„Af hverju ekki? Ég held að ef við byggjum á góðum grunni síðustu leiktíðar og höldum hungrinu í liðinu til að vaxa áfram sem einstaklingar og lið, að það sé engin spurning að liðið verði í efri hlutanum,“ sagði Mikkel að lokum.

Í sumar lék ÍBV í efstu deild kvenna líkt og liðið hefur gert frá árinu 2011, þegar liðið kom upp í efstu deild eftir úrslitakeppni 1 deildar.

Árið 2011 endaði liðið sem nýliðar í 3. sæti deildarinnar og gerðu gott betur ári seinna með því enda í 2. sæti deildarinnar. Árið 2013 var liðið aftur í 3. sæti deildarinnar en þessi fyrstu ár eru bestu ár ÍBV í efstu deild í langan tíma

2011 og 2013 átti liðið ekki séns í frábær lið Stjörnunnar sem unnu sér inn 51 og 54 stig af 54 mögulegum. Árið 2012 var samt möguleiki fyrir liðið langt inn í mótið en það fór svo að Þór/KA varð Íslandsmeistari.

2014 endaði liðið í sjötta sætti en næstu fimm ár eftir það var liðið í 5. sæti deildarinnar. Eftir það endaði liðið í áttunda sæti í tvígang og síðan sjöunda sæti árið 2021. Nú í ár var sjötta sætið niðurstaðan og verður gaman þegar liðið kemst í efri hluta deildarinnar á ný, sem við vonum að verði árið 2023.

Ársrit knattspyrnudeildar 2022 8
Ársrit knattspyrnudeildar 2022 9 GLEÐILEGJÓL OGFARSÆLDÁKOMANDIÁRI VIÐSENDUMEYJAMÖNNUMÓSKIRUM ÞÖKKUMVIÐSKIPTINÁÁRINUSEMERAÐLÍÐA ÁFRAM GLEÐILEGJÓL OGFARSÆLDÁKOMANDIÁRI VIÐSENDUMEYJAMÖNNUMÓSKIRUM ÞÖKKUMVIÐSKIPTINÁÁRINUSEMERAÐLÍÐA ÁFRAM

„Við erum í þessu til að vinna“

Kæru stuðningsmenn!

Mig langaði að þakka ykkur kærlega fyrir stuðninginn sem við fengum í sumar, hann var gjörsamlega ómetanlegur.

Loksins var liðið að spila i deild þeirra bestu og er það staður sem þetta lið á að sjálfsögðu heima á.

Tímabilið fór heldur betur brösulega af stað og margir farnir að efast um okkur sem við skiljum svo sem ágætlega enda ekki búnir að vinna eftir 12 umferðir, það kom samt ekki efi í neinn okkar í eina sekúndu, við vissum nákvæmlega hvað við getum og fyrir hvað við stöndum.

Loksins kom að leik við Val á Hásteinsvelli, leikur sem ég var búinn að bíða lengi eftir og maðurinn með öll nöfnin Halldór Jón Sigurður kláraði þann leik fyrir okkur sem setti tóninn fyrir restina af tímabili sem einkenndist af kröftugum og beinskeittum fótbolta sem skilaði liðinu í 8. sæti eftir 27. umferðir.

Það er hægt að horfa til baka á tímabilið og verið nokkuð sáttur með það, enda fyrsta tímabil i efstu deild i nokkur ár en við erum rétt að byrja, við erum ekki í þessu til að vera bara með. Við erum í þessu til þess að vinna og ég hef fulla trú á því að það gerist á næstu árum ef við förum rétt að og til þess að það gangi upp þá þurfum við öll að leggjast á eitt og halda áfram að gera Hásteinsvöll að því vígi sem hann á að vera og til þess þurfum við ykkur áfram með okkur í þetta verkefni.

Enn og aftur takk kærlega fyrir árið og ég get ekki beðið eftir að tuska þessi lið til sem koma til Eyja tímabilið ‘23

ÁFRAM ÍBV, ALLTAF, ALLSTAÐAR

Ársrit knattspyrnudeildar 2022 10
Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði og besti leikmaður ÍBV 2022
Ársrit knattspyrnudeildar 2022 11 GLEÐILEGJÓL OGFARSÆLDÁKOMANDIÁRI VIÐSENDUMEYJAMÖNNUMÓSKIRUM ÞÖKKUMVIÐSKIPTINÁÁRINUSEMERAÐLÍÐA ÁFRAM GLEÐILEGJÓL OGFARSÆLDÁKOMANDIÁRI VIÐSENDUMEYJAMÖNNUMÓSKIRUM ÞÖKKUMVIÐSKIPTINÁÁRINUSEMERAÐLÍÐA ÁFRAM

„Efldumst við hverja raun“

Undirbúningstímabilið okkar var að mörgu leyti betra í ár vegna þeirrar breytingar sem átti sér stað varðandi erlendu leikmennina okkar. Hingað til hafa þær verið að koma korter í mót og þar af leiðandi höfum við ennþá verið að ná upp taktinum í liðinu þegar mótið hefst Í ár var það öðruvísi þar sem all flestir leikmenn voru komnir á Eyjuna fögru í lok febrúar. Þær voru svo sem ekkert yfir sig hrifnar af því að vera svona snemma á ferðinni því þær kynntust Þorlákshafnar ferðum og Postafen töflum full vel En það skilaði því að þegar tímabilið hófst vorum við orðnar jafn samstillar og hægt var að vera fyrir fyrsta leik.

Strax í upphafi fyrsta leik sumarsins urðum við fyrir fyrsta áfallinu, Sydney Carr einn erlendu leikmannanna sleit krossband eftir fyrstu 9 mínútur tímabilsins og fór hún heim til Bandaríkjanna í aðgerð og endurhæfingu. Í fyrstu fjórum leikjunum sóttum við einungis fjögur stig, en þaðan fór allt upp á við Náðum taktinum aftur og stigin stöfluðust á töfluna Við hentum okkur til Keflavíkur í bikarleik og komum okkur í 8-liða úrslit með sigri þar.

Næsta verkefni var stórlið Breiðabliks. Óveður skall á og sigldi Herjólfur ekki á leikdegi. Frestunin lagðist greinilega vel í okkur og komum við mörgum á óvart. Júlíana átti langskot frá miðju á 13. mínútu leiksins, boltinn sveif yfir allt og alla og endaði í neti Blikanna Undir lok þessa leiks var hverju einasta innkasti og jafnvel hornum fagnað. Stemningin minnti á handbolta leik, öllu var fagnað Fagnaðarlætin í leikslok voru engu lík. Það þýddi þó ekki að missa sig í gleðinni þar sem næsti leikur var heima gegn Þór/KA aðeins 4 dögum seinna

Þeir sem sátu í stúkunni á Hásteinsvelli þennan dag fengu mikið fyrir peninginn Þetta var einn rosalegasti leikur sem sést hefur á Hásteinsvelli í langan tíma. Mörgum leist ekkert sérstaklega vel á blikuna þar sem að eftir 30 mínútna leik vorum við lentar 3-0 undir, en Vestmannaeyingar gefast ekki svo auðveldlega upp. Á næstu 15 mínútunum tókst okkur að koma inn 2 mörkum og staðan orðin 2-3 gestunum í hag í hálfleik. í upphafi seinni hálfleiks komumst við yfir og staðan orðin 4-3 Leikurinn var alls ekki búinn því að á 90. mínútu var allt í járnum 44, Ameera tekur skot utan úr teig sem endar í stönginni en Selma Björt fylgir eftir á straujinu og smellir boltanum í netið. Lokatölur 5-4.

Sigurvíman bar okkur að Hlíðarenda. Valur. Ég get ekki sagt að okkur hafi verið spáð velgengni í þeim leik En við vorum á siglingu og vorum staðráðnar í að halda henni áfram gegn íslandsmeistaraefnum Valskvenna! Við mættum grimmar inn á völlinn og gerðum við vel í að loka á Valskonur Sandra Voitane kom okkur yfir snemma í seinni hálfleik eftir feil sendingu í varnarlínu Vals. 0-1. 90.mínútur á klukkunni… Erum við loksins að vinna Valskonur!? 4 mínútur í uppbótartíma. Á 94. mínútu jafna Valskonur og gríðarlegt svekkelsi fyrir hópinn, leikurinn flautaður af og jafntefli niðurstaðan Okkur leið, þrátt fyrir allt, eins og við hefðum tapað leiknum. En við vorum komnar á mjög gott skrið og náðum í 6 stig í næstu 2 leikjum deildarinnar.

Í 8-liða úrslitum bikarsins vorum við slegnar út af Stjörnunni og ég handarbrotnaði sem þýddi að ég yrði frá í að minnsta kosti 7 vikur. ÍBV fékk Auði Scheving til baka á láni til þess að taka við markvarðarstöðu liðsins í fjarveru minni Auður þekkti hópinn vel enda áður verið á láni hjá ÍBV. Eftir EM pásuna var tilfinningin næstum eins og við værum að spila fyrsta leik tímabilsins… aftur. Þar sem ég mátti ekkert æfa fyrstu vikurnar eftir aðgerð var ég ýmist aðstoðar markmannsþjálfari eða í liðsstjórn En ekki leið á löngu áður en ég var farin að vera í leikmannahópnum aftur… bara klædd í allt hvítt þar sem ég mátti ekki fara í markið nærri strax.

Við gáfum allt í leikina okkar, lærðum af mistökum og efldumst við hverja raun. Hlakka til að sjá sem flesta á vellinum næsta sumar. Áfram ÍBV, alltaf, allsstaðar.

Ársrit knattspyrnudeildar 2022 12
Guðný Geirsdóttir, markvörður og ÍBV-ari ársins 2022
Ársrit knattspyrnudeildar 2022 13 GLEÐILEGJÓL OGFARSÆLDÁKOMANDIÁRI VIÐSENDUMEYJAMÖNNUMÓSKIRUM ÞÖKKUMVIÐSKIPTINÁÁRINUSEMERAÐLÍÐA ÁFRAM GLEÐILEGJÓL OGFARSÆLDÁKOMANDIÁRI VIÐSENDUMEYJAMÖNNUMÓSKIRUM ÞÖKKUMVIÐSKIPTINÁÁRINUSEMERAÐLÍÐA ÁFRAM

„Mjög gaman en mikil áskorun“

meistaraflokki til að græða sem mest á þessu. Þær læra að vera leiðtogar og hjálpa ungum leikmönnum og það er eiginleiki sem er gott að kunna, fótboltalega séð þá fá stelpurnar mikið út úr æfingunum og læra að vera fyrirmyndir.“

Hver eru markmið liðsins og leikstíll Todors?

„Mitt markmið er að gera betur en í fyrra og hitt í fyrra varðandi hvað leikmennirnir okkar spila mikið og hvað þær eru að bæta. Það er einnig markmið að gera betur en í gær. Ég vil hjálpa leikmönnunum að gera betur og vera besta útgáfan af sjálfum sér í fótboltanum “

Todor Hristov hefur verið ráðinn nýr þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu en hann kom til Vestmannaeyja fyrir nokkrum árum til að þjálfa í yngri flokkunum og hefur það tekist vel hjá honum

Þetta er fyrsta starf Todors í meistaraflokks þjálfun og einnig fyrsta starfið hans við þjálfun stelpna og leggst þetta vel í hann.

„Mér finnst þetta mjög gaman en þetta er mikil áskorun, það er skemmtilegt að prófa eitthvað nýtt. Ég held að við séum með geggjaðan hóp og margar efnilegar stelpur, það eru einnig fleiri mjög góðar að koma úr yngri flokkunum Mér finnst mjög gaman að vinna með svona leikmenn.“

„Það er mjög gaman og áskorun fyrir mig að pússla saman hvernig maður á að gera hlutina, svona muninn á kvenna og karla knattspyrnu Ég hef

ekki þjálfað stelpur áður í svona langan tíma en ég hef aðstoðað á mótum með stelpur Það er gaman að sjá hvernig þær upplifa hlutina og þetta mun hjálpa mér að verða betri þjálfari.“

ÍBV er með fullt af ungum og efnilegum leikmönnum en Todor sér þær fá stór hlutverk í sumar.

„Ég sé að Ragna Sara, Þóra, Helena og Thelma eru á réttri leið, það er mitt verkefni að bæta þessa leikmenn og ég vona að með minni fótboltareynslu að ég geti náð því Maður verður að vera þolinmóður og hjálpa þeim, ég treysti þeim mjög vel.“

„Selma og Berta hafa ekki spilað mikið og mig langar að hrósa þeim fyrir hvernig þær hafa staðið sig, þær eru mjög efnilegar “

2. flokkur og meistaraflokkur æfa mikið saman nú undir lok ársins og segir Todor það vera gjöfult fyrir yngri leikmenn en líka þá reyndari

„Það hjálpar bæði 2. flokki og meistaraflokki en verkefnið mitt er að reyna að fá stelpurnar sem eru í

„Ég vil vera með lið sem getur jafn vel sótt og varist, við verðum ekki liggjandi niðri á teig alla leiki og ekki í hápressu alla leiki en viljum kunna það jafn vel Ég vil frekar sjá skemmtilegan sóknarfótbolta í liðinu heldur en mikinn varnarbolta ef ég þyrfti að velja. Það er þó mikilvægt að geta gert bæði, bæði sem lið og einstaklingar,“ sagði Todor að lokum.

Það verður spennandi að sjá hvernig hópurinn verður fullmótaður og gaman að sjá Todor spreyta sig í fyrsta verkefni sínu í meistaraflokksþjálfun.

Það er einnig mikilvægt að sjá sem flesta stuðningsmenn á leikjum kvennaliðsins sem eru oftar en ekki mikil skemmtun og leikmenn innan liðsins sem leggja mikla vinnu á sig og eiga skilið stuðning okkar fólks.

Áfram ÍBV!

Ársrit knattspyrnudeildar 2022 14
Todor Hristov, þjálfari meistaraflokks kvenna 2023
Ársrit knattspyrnudeildar 2022 15 OGFARSÆLDÁKOMANDIÁRI ÞÖKKUMVIÐSKIPTINÁÁRINUSEMERAÐLÍÐA GLEÐILEG JÓL & FARSÆLT KOMANDI ÁR ÁFRAM

Arnar Breki Gunnarsson, efnilegasti leikmaður ÍBV 2022

„Að skora meira væri frábært“

„Fyrst og fremst enda ofar í töflunni helst efstu sex en svona persónuleg bara ekki fá svona oft krampa í lok leikja og skora meira væri frábært líka“

Arnar Breki Gunnarsson átti frábært tímabil í ár og braust fram á sjónvarsviðið með skemmtilegum leikstíl sínum sem flestir Eyjamenn náðu að tengja vel við

Hann skoraði fjögur mörk í sumar og bjó til nokkur önnur fyrir liðsfélaga sína, það sem hann gerði einnig mjög vel var að stýra hápressu liðsins oft á tíðum með því að vera sífellt að.

Arnar telur sumarið hafa verið gott, þó að byrjunin hafi ekki verið upp á marga fiska

„Töluvert betra en ég þorði að vona ef ég á að vera hreinskilinn. Svona heilt yfir bara vel og þá sérstakelga eftir þessa skelfilegu byrjun á mótinu.“

Arnar segist hafa ætlað að láta reyna á það að spila með meistaraflokki í sumar.

„Ég ætlaði bara að láta vaða á þetta fyrir sumarið sjá hvað myndi gerast og pældi voða lítið í öllu öðru.“

Hvernig er Hermann sem þjálfari?

„Hann er eins og við má búast mjög góður í að gíra menn í leiki og svona, það eru allir tilbúnir að hlaupa úr sér lungun fyrir hann það segir meira en segja þarf svo veit hann alveg hvað hann syngur þegar kemur að fótbolta. Hvernig getur hann ekki valið mig í liðið eftir þetta svar?“

Arnar segir að markmiðið fyrir næsta tímabil séu skýr hjá liðinu og honum sjálfum.

Arnar Breki var valinn í U21 árs landsliðið á dögunum en hann segir það ekki hafa verið í kortunum.

„Nei alls ekki mér datt það ekki einu sinni í hug en samt sem áður skemmtilegt að hafa fengið tækifærið.“

Arnar hélt út til Englands þar sem hann var á reynslu hjá Bristol City, hvernig var það?

„Það var mjög fínt þeir tóku mér bara opnum örmum og ég var ekki lengi að komast inní þetta hjá þeim flottir peyjar þarna líka,“ hann segist þó ekki alveg vita hvernig þetta hafi komið til.

„Ég bara hreinlega veit það ekki mér var bara boðið þetta og ég þurfti bara að láta reyna á þetta.“

Sér Arnar fyrir sér að spila erlendis á næstu árum?

„Ætla nú bara byrja á næsta tímabili með ÍBV og halda áfram að reyna hjálpa liðinu alllt hitt kemur svo bara ef maður er nógu góður.“

Er Arnar með skilaboð til ungra leikmanna sem vilja ná langt?

„Tel mig nú sjálfan ungan enþá en ætli að það sé ekki þolinmæði ef það gengur ekki upp núna þýðir það ekki endilega að það gangi ekki upp næst.“

Ársrit knattspyrnudeildar 2022 16
Ársrit knattspyrnudeildar 2022 17 GLEÐILEGJÓL OGFARSÆLDÁKOMANDIÁRI VIÐSENDUMEYJAMÖNNUMÓSKIRUM ÞÖKKUMVIÐSKIPTINÁÁRINUSEMERAÐLÍÐA ÁFRAM GLEÐILEGJÓL OGFARSÆLDÁKOMANDIÁRI VIÐSENDUMEYJAMÖNNUMÓSKIRUM ÞÖKKUMVIÐSKIPTINÁÁRINUSEMERAÐLÍÐA ÁFRAM

Ragna Sara Magnúsdóttir, leikmaður ÍBV

„Markmiðið að vinna titla með ÍBV“

Ragna Sara Magnusdóttir er 19 ára uppalinn leikmaður ÍBV og hefur þrátt fyrir ungan aldur látið fara mikið fyrir sér í liði meistaraflokks kvenna síðustu ár. Hún er komin í 66 leiki fyrir meistaraflokk kvenna og þar af 50 leiki í efstu deild sem er magnað afrek fyrir svo ungan leikmann, fyrsti leikurinn hennar í efstu deild var árið 2018 í 5:1 sigri á HK/Víkingi.

Ragna lék með ÍBV fyrri hluta síðustu leiktíðar en á fyrri hlutanum gekk liðinu frábærlega. Ragna skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild þegar hún fann netið á móti Þór/KA í mögnuðum leik á Hásteinsvelli

Ragna sem er úr mikilli fjölskyldu sem þekkir fótboltann einstaklega vel hafði þetta að segja um tímabilið

„Heilt yfir fannst mér tímabilið ganga vel hjá mér. Ég tel mig vera að bæta mig sem leikmann þó svo að ég viti að ég eigi margt eftir ólært “

Hún segir sumarið hafa verið eitt það skemmtilegasta sem hún hefur upplifað.

„Þetta sumar var eitt það skemmtilegasta sem ég hef upplifað með ÍBV. Fyrsta sem kemur upp í hugann er þegar við unnum Þór/KA 5-4 hér heima eftir að hafa lent 3-0 undir Í þeim sama leik skoraði ég líka mitt fyrsta mark fyrir meistaraflokk. Sigurinn gegn Blikum á útivelli er líka minnistæður.“

Ragna þurfti frá að hverfa á miðju tímabili en hún leikur nú með háskólaliði Boston College þar sem hún stundar einnig nám.

„Erfiðast fyrir mig persónulega var að skilja við liðið í ágúst þegar það var að ganga vel og góð stemning í hópnum.“

Sumarið gekk vel hjá liðinu

„Liðið stóð sig vel enda vorum við með mjög góðan hóp. Við stóðum í öllum liðum eins og úrslitin sýndu. Við endum að lokum í 6. sæti en ég hefði miðað við spilamennsku viljað sjá okkur enda ofar í töflunni “

Hvaða markmið hefur Ragna fyrir næstu ár?

„Eitt af mínum markmiðum á næstu árum er að vinna titla með ÍBV Mitt persónulega markmið er að halda áfram að bæta mig sem leikmaður og verða í framtíðinni lykilmaður í liðinu.“

Í Bandaríkjunum er aðstaðan og fótboltinn öðruvísi en það sem Ragna þekkir hér heima.

„Öll umgjörðin í kringum liðið í Boston er mjög flott, við flugum t d í flest alla útileiki og gistum á topp hótelum. Það er mikil samvinna milli námsins og fótboltans, stundataflan er sniðin að fótboltanum. Allir dagar byrja á morgunæfingum og svo byrja ég í skólanum um hádegi Öll aðstaða á campusnum er mjög flott þó svo að klefinn komist ekki í hálfkvist við nýju klefana hjá ÍBV.“

„Fótboltinn er öðruvísi, t d eru 3 fyrirliðar inn á vellinum, klukkan telur niður og hún er stoppuð þegar boltinn er ekki í leik, það eru hátt í 30 leikmenn á skýrslu og frjálsar skiptingar þannig að leikmenn geta farið útaf og komið aftur inn á völlinn Mér finnst liðin vera í líkamlega betra standi úti en hins vegar finnst mér við á Íslandi vera komin framar þegar kemur að leikskipulagi og leikskilningi.“

Hvaða ráð hefur Ragna fyrir unga leikmenn sem vilja ná langt?

„Ég held að flestir viti hvað þurfi til, en það þarf bara sjálfsagann í að fylgja því Svo held ég að sjálfstraust skipti gríðarlega miklu máli.“

Ársrit knattspyrnudeildar 2022 18
Ársrit knattspyrnudeildar 2022 ViðsendumEyjamönnumóskirum Þökkumviðskiptináárinusemeraðlíða GLEÐILEG JÓL GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLD Á KOMANDI ÁRI OG FARSÆLD Á KOMANDI ÁRI ÁFRAM

„Allir fyrir einn og einn fyrir alla“

Óðinn Sæbjörnsson hefur verið knattspyrnuþjálfari í langan tíma í Vestmannaeyjum en tók sér pásu frá því starfi um árabil. Í ár var hann dreginn á land í orðins fyllstu merkingu þar sem hann kom inn í gott starf KFS og gerðist aðalþjálfari þar.

Síðustu ár hafa verið öflugir Eyjamenn í þjálfun hjá liðinu og má nefna Andra Ólafsson, Birki Hlynsson sem voru saman með liðið og þá var Gunnar Heiðar Þorvaldsson með liðið í fyrra. Gunnar tók síðan við Vestra og stýrði þeim í Lengjudeild karla í sumar. Óðinn var ánægður með sumarið hjá strákunum í KFS.

„Það gekk ívið betur en ég þorði að vona, umfram væntingum, okkur var spáð falli. Okkur gekk mjög vel og vorum búnir að tryggja okkur það þegar það voru þó nokkrar umferðir eftir.“

„Á ákveðnum tímapunkti vorum við að skáka þessum efstu liðum og menn voru með það í hausnum að vera lengur í baráttunni efst. Erfitt að eiga við þetta þegar þú veist ekki upp á 10 hverjir koma í alla leiki og slíkt. Eftir að það fjaraði út þá voru menn orðnir hálfsaddir,“ sagði Óðinn en eftir 16 umferðir var liðið einungis fimm stigum frá efsta sætinu.

Lykilatriðið til að ná að eiga jafn gott tímabil og raun ber vitni var einfalt.

„Eintóm gleði, við byggðum mikið á því að hafa gaman að þessu. Vera í þessu allir fyrir einn og einn fyrir alla. Allir sem voru að keppa voru með á æfingunum, það var góð mæting á æfingarnar og auðvelt að manna liðið.“

Hvert er markmiðið hjá KFS fyrir næstu ár?

„Reyna að halda áfram að gera eins vel og við erum að gera, að flýta þroska efnilegra leikmanna ÍBV til að komast í meistaraflokk. Ég vil að við séum að nota þessu efnilegu stráka hjá ÍBV meira til að ná því markmiði.“

Getur KFS komist í 2. deild?

„Af hverju ekki?“

Að lokum vildi Óðinn þakka fyrir árið.

„Mig langar að vekja athygli á því góða starfi sem KFS gerir fyrir eyjarnar, hversu gott starf þetta er hjá Hjalta og þeim sem settu þetta á laggirnar. Einnig hve mikla þýðingu þetta hefur fyrir fótboltann í Vestmannaeyjum. Leikmenn sem hafa farið í gegnum starf KFS hafa farið upp í meistaraflokkinn og lengra, eins og má nefna með Arnar Breka sem spilaði með U21 í haust. Að lokum vil ég þakka Hjalta og félögum fyrir traustið að leyfa mér að koma inn í þetta frábæra starf.

Ársrit knattspyrnudeildar 2022 20
Óðinn Sæbjörnsson, þjálfari KFS
Ársrit knattspyrnudeildar 2022 21 GLEÐILEGJÓL OGFARSÆLDÁKOMANDIÁRI VIÐSENDUMEYJAMÖNNUMÓSKIRUM ÞÖKKUMVIÐSKIPTINÁÁRINUSEMERAÐLÍÐA ÁFRAM ÁFRAM Gleðilegjólog farsæltkomandiár ÁFRAM Gleðilegjólog farsæltkomandiár

„Manni finnst maður vera velkominn“

Ragnar Mar Sigrúnarson er nýr þjálfari yngri flokka í knattspyrnu hjá ÍBV en hann kemur til liðsins frá HK þar sem hann hefur starfað í rúman áratug með ótal krökkum. Hann er kominn í töluvert breytt hlutverk hjá ÍBV en hann segir frá helstu áherslum og ástæðum þess að hann kom til ÍBV.

„Ástæðan fyrir því að ég kem hingað er starfið sem ÍBV bauð mér, þetta er ekki þetta hefðbundna yfirþjálfarastarf þar sem maður er með skrifborð og að þjálfa einn flokk, í tölvupóstum og sirka 70% skrifstofustarf og 30% þjálfun. Heldur er starfið sem mér var boðið 100% þjálfun þannig að ég fæ að vera úti í grasi með öllum flokkum félagsins Það er svo í rauninni mitt hlutverk að hjálpa þjálfurunum að sjá um sig sjálfir varðandi leikjabreytingar, samskipti við foreldra, agavandamál, skipulag starfsins og síðan er ég innan handar hvað það varðar Það var stærsti þátturinn í því að ég

ákvað að taka þetta starf að mér fyrir utan það að ég var búinn að vera að þjálfa ansi lengi hjá sama félaginu, ég ætla ekki að segja að ég hafi verið orðinn þreyttur á því en það var kominn tími á smá áskorun og nýtt umhverfi “

Ragnar hefur verið hér í 2 mánuði og fengið að kynnast krökkum og starfsfólki.

„Það sem ég fann fyrir um leið og ég kom að skoða aðstæður og hefur heillað mig mjög mikið er hvað allir taka manni vel og manni finnst maður vera velkominn. Ég hef ekki fengið neitt annað úr samfélaginu en að maður sé velkominn, fyrstu tvo mánuðina finnst mér einnig hafi gengið mjög vel að vinna með þjálfurum og öðrum starfsmönnum félagsins. Klúbburinn sem slíkur er aðeins öðruvísi upp settur heldur en hjá HK, hvað varðar iðkendafjölda og þess háttar. Það sem kemur mér einna helst á óvart, eða ég tók allavega eftir, er hve

frambærilegir þjálfararnir eru sem við höfum hér hjá ÍBV. Það er enginn þjálfari sem er nýbyrjaður eða langt frá því að vera þjálfari í raun og veru, ég hef starfað með fullt af þjálfurum í gegnum tíðina og þeir eru eins misjafnir eins og þeir eru margir. Ég hef unnið með fullt af þjálfurum sem hafa verið verulega slakir en ég hef einnig þjálfað með rosalega góðum þjálfurum, hérna í Eyjum kom það mér skemmtilega á óvart hve góður mannauðurinn er. Krakkarnir eru verulega flottir, ég kem upphaflega úr litlu bæjarfélagi sem er töluvert minna en þetta, en ég finn muninn á krökkunum hér félagslega og þroskalega, einkennismuninn á þeim og krökkum sem koma frá Reykjavík og Kópavogi til dæmis. Mér finnst það betri karakters einkenni hjá krökkum sem alast upp í smærra bæjarfélagi þar sem þau eru frjálsari og sjálfstæðari.“

Hverjar eru aðaláherslur eða markmið fyrir yngri flokka starf félagsins?

„Við erum með markmið um að halda áfram því góða starfi sem er hér í gangi og að taka skref upp á við í starfinu með því að auka gæði starfsins og þjónustunnar sem við bjóðum foreldrum og iðkendum upp á. Með því að gera það teljum við að klúbburinn í heild sinni geti tekið skref upp á við bæði á íslenskan og alþjóðlegan mælikvarða.“

Ársrit knattspyrnudeildar 2022 22
Ragnar Mar Sigrúnarson, yfirþjálfari yngri flokka ÍBV 2023
Ársrit knattspyrnudeildar 2022 3 ViðsendumEy Þökkumviðskipti Á ViðsendumEyjamönnumóskirum Þökkumviðskiptináárinusemeraðlíða ÁFRAM
hsveitur.is
Gleðilega hátíð

'

Guðmundur Tómas Sigfússon tók saman:

Yfirferð yngri flokka 2022

Yngri landslið Íslands

Töluvert af leikmönnum yngri flokka ÍBV léku með yngri landsliðum Íslands á árinu en í fótboltanum voru það fjórir leikmenn sem léku landsleiki.

Í U21-árs landsliði karla var Arnar Breki Gunnarsson í eldlínunni er liðið lék tvo vináttulandsleiki við Skota í nóvember. Arnar Breki sló í gegn með meistaraflokki félagsins í sumar og vakti verðskuldaða athygli þar

Í U19 ára landsliði kvenna var Ragna Sara Magnúsdóttir í æfingahóp snemma á árinu í tvígang en Þóra Björg Stefánsdóttir æfði einnig með liðinu.

U19 landsliðið lék síðan vináttuleiki við Svía og Norðmenn í september en Þóra Björg lék þar með liðinu.

Þóra var einnig með U18 ára landsliði Íslands sem lék tvo leiki við Finna fyrr á árinu en þar skoraði Þóra gott mark í 2:2 jafntefli.

Í U16-ára landsliði kvenna átti ÍBV nokkra fulltrúa en í byrjun árs var Íva Brá Guðmundsdóttir í æfingahópi liðsins. Í næsta hópi var Rakel Perla Gústafsdóttir valin og æfði með liðinu

Seinna á árinu voru Birna María Unnarsdóttir og Erna Sólveig Davíðsdóttir báðar valdar til æfinga hjá U16-ára landsliðinu.

U15-ára landslið kvenna lék í ágúst tvo vináttuleiki gegn Færeyingum ytra en þar var Birna María Unnarsdóttir í liðinu. Birna átti frábæra leiki með landsliðinu í hægri bakverði og lagði hún upp tvö mörk í 5:2 sigri Íslands Íslenska liðið vann leikina og

Í U15-ára landsliði karla var Kristján Logi Jónsson valinn á æfingar snemma á árinu.

2. flokkur karla

Strákarnir sem voru í 2 flokki karla á árinu eru ekki margir, en Todor Hristov þjálfaði liðið á tímabilinu. Samtals voru þeir 22 sem léku einn eða fleiri leiki með liðinu en flestir þeirra voru með hlutverk í KFS eða 3. flokki félagsins einnig og gátu sótt æfingar þar

Frábær sigur á Selfyssingum í bikarnum var fyrsti leikur liðsins á árinu en þar lenti ÍBV 1:2 undir snemma á Týsvellinum. Ólafur Haukur Arilíusson sem var valinn bestu í 2 flokki í sumar skoraði fyrsta markið en áður en leikurinn var úti hafði Eyþór Orri Ómarsson skorað tvisvar og þeir Andrés Marel Sigurðsson og Karl Jóhann Örlygsson, sem sýndi mestar framfarir, einu sinni Lokatölur 5:3 í frábærum leik Strákarnir voru síðan slegnir út af Keflavík í næstu umferð sem fóru alla leið í úrslit bikarsins.

U15-ára landslið kvenna (2008) hélt til Póllands á mót á vegum UEFA en þar var Elísabet Rut Sigurjónsdóttir fulltrúi ÍBV. Elísabet hafði æft mjög oft með U15-ára landsliðinu á árinu og fékk sæti í flugvélinni til Póllands Elísabet byrjaði fyrsta leikinn og lék vel í öllum þremur leikjum Íslands á mótinu.

Liðið lék 10 leiki í deildinni og unnu þeir sér inn 10 stig, flest snemma á tímabilinu Liðið skoraði 20 mörk og fékk á sig 30. Einar Þór Jónsson, Viggó Valgeirsson og Dagur Einarsson, sem var valinn ÍBVari, léku allar mínútur liðsins í sumar. Eyþór Orri Ómarsson skoraði flest mörk í deildinni, sex talsins en á eftir honum komu Óskar Dagur Jónasson og Andrés Marel Sigurðsson með 3 mörk.

Ársrit knattspyrnudeildar
24
2022
25 ViðsendumE Þökkumviðskipt Á ViðsendumEyjamönnumóskirum Þökkumviðskiptináárinusemeraðlíða ÁFRAM ViðsendumEyj Þökkumviðskiptin ÁF ViðsendumEyjamönnumóskirum Þökkumviðskiptináárinusemeraðlíða ÁFRAM

Todor þjálfari sagðist hafa verið ánægður með strákana á tímabilinu og hafði hann gaman að þeim. „Ég fékk í sumar sirka 16 leikmenn oftast á æfingar en ef það var leikur hjá KFS þá voru þetta svona 10. Það gekk ágætlega og eftir fyrstu 4-5 umferðirnar vorum við með séns að enda í efstu sætunum en eftir það vorum við langt frá því, þetta gekk svona upp og niður.“

2. flokkur kvenna

Stelpurnar í 2 flokki kvenna áttu mjög gott tímabil og léku þær einungis í deildinni. Þar var liðið í B-deild Íslandsmótsins, leiknir voru 12 leikir og unnust níu þeirra, einum lauk með jafntefli og töpuðust tveir, báðir gegn Fjölni sem vann riðilinn ÍBV endaði í öðru sæti en það var Kristín Erna Sigurlásdóttir sem þjálfaði liðið.

Selma Björt Sigursveinsdóttir lék flesta leiki liðsins en hún tók þátt í þeim öllum. Þóra Björg Stefánsdóttir var markahæst með níu mörk og á eftir henni kom Berta Sigursteinsdóttir með átta. Þær Selma Björt og Thelma Sól Óðinsdóttir skoruðu báðar sex

Ársrit knattspyrnudeildar 2022

3. flokkur karla

Strákarnir í 3. flokki karla áttu viðburðaríkt tímabil en þeir tóku þátt í Faxaflóamóti, Íslandsmóti og einnig Gothia Cup þar sem liðið lék einkar vel Todor Hristov þjálfaði ásamt Eyþóri D. Kjartanssyni.

Í fyrsta skiptið var Íslandsmóti 3. flokks karla og kvenna skipt upp í lotur en leiknar voru þrjár lotur á tímabilinu. Hjá strákunum voru fjórar deildir ÍBV lék í C-deild í upphafi

Liðið endaði um miðja deild með sjö stig fyrir ofan lið eins og Þrótt R. og Grindavík. Viggó Valgeirsson og Birkir Björnsson voru markahæstir í 1 lotu en þeir skoruðu sex og fimm mörk Liðið byrjaði á góðum sigri á Sindra fyrir austan og unnu stórsigur á Grindvíkingum á heimavelli 6:1 en gerðu einnig jafntefli við Þrótt R. á Helgafellsvelli 4:4. Í bikarnum féll liðið úr leik gegn ÍR-ingum á útivelli 2:0

Næsta lota gekk illa hjá strákunum en þeir héldu út til Sviþjóðar eftir lotuna þar sem þeir stóðu sig virkilega vel. Leikið var á grasvöllum fyrstu leikina sem unnust báðir 1:0 og 2:0, strákarnir léku vel í leikjunum og gáfu fá færi á sér Það var Viggó sem skoraði fyrstu þrjú mörk liðsins í riðlinum.

fór ekkert allt of vel í alla strákana og það skiljanlega Viggó fékk tvö gul spjöld með stuttu millibili og léku strákarnir því manni færri út leikinn. Það var Elís Þór Aðalsteinsson sem minnkaði muninn fyrir ÍBV en gestirnir skoruðu á lokamínútunum sitt þriðja mark og gerðu úti um leikinn.

Það er klárt að strákarnir gátu verið stoltir af frammistöðu sinni í Svíþjóð og þegar heimferðinni var lokið tók við 3 og síðasta lota liðsins í Íslandsmótinu Lotan hófst á tveimur sigrum í Vestmannaeyjum gegn Gróttu og Tindastóli en svo fylgdi flottur útisigur á KR-ingum. Tap á móti KFR heima þýddi að liðið þurfti að ná jafntefli eða sigri í lokaleik liðsins til að komast upp úr D-deildinni og hefja leiktímabilið 2023 í Cdeild.

g j g

Helena Jónsdóttir og Thelma Sól voru þær úr 2. flokki félagsins sem léku flestar mínútur fyrir meistaraflokkinn

Ljóst var að strákarnir höfðu tryggt sér farseðilinn í Akeppnina með þessum sigrum í riðlinum en lokaleiknum lauk með 1:1 jafntefli þar sem Egill Oddgeir Stefánsson skoraði. Í riðlinum léku strákarnir gegn tveimur sænskum liðum og einu bandarísku liði, California Magic, en töfrarnir voru ekki miklir hjá þeim

Í 64-liða úrslitunum léku strákarnir gegn Qviding FIF frá Svíþjóð og komust heimamenn yfir með tveimur mörkum sem voru umdeild í meira lagi. Þetta

Leikurinn við Sindra var mjög mikil skemmtun en heimamenn í Sindra komust yfir snemma leiks, það var síðan Þórður Örn Gunnarsson sem skoraði gott mark stuttu fyrir hálfleik og staða strákanna því góð. Frábært liðsmark lét síðan dagsins ljós þegar strákarnir spiluðu í sundur vörn Sindra og kláraði Viggó færið sitt vel Heimamenn jöfnuðu metin þegar 10 mínútur voru eftir og voru síðustu mínúturnar æsispennandi. Lokatölur 2:2 og þýðir það að strákarnir leika í C-deild að ári.

ÍBV-ari var Kristján Logi Jónsson, besti leikmaður var Birkir Björnsson og þótti Þórður Örn Gunnarsson sýna mestar framfarir.

Þóra Björg var valin best, Helena sýndi mestar framfarir og Selma Björt var ÍBV-ari. ' 26
Á 27 ViðsendumEy Þökkumviðskiptin ÁF ViðsendumEyjamönnumóskirum Þökkumviðskiptináárinusemeraðlíða ÁFRAM ViðsendumEyj Þökkumviðskiptin ÁF ViðsendumEyjamönnumóskirum Þökkumviðskiptináárinusemeraðlíða ÁFRAM STEINI PÍPARI

kvenna

Stelpurnar í 3. flokki kvenna léku frábærlega á tímabilinu og tóku þær þátt í Faxaflóamóti, Íslandsmóti og Gothia Cup þar sem þær fóru alla leið í 16-liða úrslitin og komust lengst allra íslensku liðanna í þeirra flokki Íslandsmótið var lotuskipt hjá stelpunum líkt og hjá strákunum og fór fyrsta lota erfiðlega af stað hjá stelpunum sem gátu ekki spilað heimaleiki vegna þess hve snemma mótið hófst Liðið vann samt flotta stórsigra á Völsungi, Sindra og Fjölni í lotunni. Stelpurnar hófu leik í C-deild og voru nálægt því að tryggja sér sæti í B-deild í fyrstu tilraun.

Það tókst þó í annarri tilraun en liðið vann alla fimm leiki sína í 2 lotu og þá flesta með yfirburðum. Heimasigrar 14:0 og 4:2 á Völsungi og Grindavík sýndu hve mikilvægur heimavöllurinn var liðinu.

Liðið vann sigur á ÍA í bikarnum 1:4 og var slegið úr leik af FH-ingum sem fóru alla leið í úrslit mótsins þar sem. ÍBV tapaði 2:1 á móti FHingum þar sem sigurmarkið kom þegar leiktíminn var við það að renna út.

Stelpurnar léku í riðli á Gothia Cup með tveimur sænskum liðum og bandaríska liðinu 1776 United. Skemmst er frá því að segja að liðið vann alla sína leiki í riðlinum, 4:0, 2:0 og 5:2. Andstæðingurinn í 32-liða úrslitunum var þýska liðið Walddörfer SV en sigur vannst einnig í þeim leik, 6:1

Ársrit knattspyrnudeildar 2022

móti norska liðinu Lilleström sem var of stór biti og unnu þær norsku leikinn 4:0. Lilleström fór alla leið í úrslitaleikinn á mótinu.

Stelpurnar geta verið stoltar af frammistöðuna á mótinu en þær skoruðu 17 mörk og fengu á sig 7 í fjórum sigrum og einu tapi.

Þegar komið var til Íslands tók við 3. lota hjá stelpunum og þá var liðið í B-deildinni. Liðið hóf lotuna vel á heimavelli með sigri á Austurlandi en fór síðan í fýluferð á Blönduós þar sem liðið fór heim án þess að spila leik. Stórt tap í næsta leik á móti Gróttu/KR gerði það að verkum að vonin um að komast upp um deild var lítil.

Liðið vann næstu tvo leiki gegn Fylki og HK báða 5:1 en þurfti að lokum fjögur stig í síðustu tveimur leikjunum til að komast upp um deild. Fyrri leikurinn var leikur við Tindastól þar sem liðið hafði forystu fram á 3. mínútu uppbótartíma en þar jafnaði Tindastóll muninn 1:1 Næsti leikur var degi seinna á móti Þór/KA sem hafði unnið alla leiki sína í deildinni, þar tóku stelpurna forystuna tvisvar en Norðankonum tókst að jafna í bæði skiptin.

Lokastaðan því að liðið var tveimur stigum frá sæti í Adeildinni á næstu leiktíð. Tímabilið var mjög gott hjá stelpunum sem unnu 16 leiki, gerðu 4 jafntefli og töpuðu 4 leikjum, með markatöluna 89:35, sem er mjög flott

Erna Sólveig Davíðsdóttir var markahæst með rúmt mark að meðaltali í leik. Birna María Unnarsdóttir var valin besti leikmaður liðsins, Rakel Perla Gústafsdóttir og Birna Dís Sigurðardóttir voru valdar ÍBVarar og var Embla Harðardóttir talin hafa sýnt mestar framfarir á árinu.

Það var Guðmundur Tómas sem þjálfaði liðið.

4. flokkur karla

Strákarnir í 4. flokki karla voru með flotta þjálfara á árinu en þeir Todor Hristov og Yngvi Borgþórsson voru með flokkinn sem tók þátt í Faxaflóamóti, Íslandsmóti og Rey-Cup á tímabilinu

Erfiðlega gekk hjá A-liði flokksins í riðli sínum í Íslandsmótinu en B-liðið náði að vinna sér inn töluvert fleiri stig. A-liðið lék í C-riðlinum og gerðu jafntefli í sínum fyrsta leik við KFR áður en Rangæingar drógu sig úr keppni.

Liðið endaði með 1 stig eftir sína sjö leiki í deildinni. B-liðið lék einnig í C-riðlinum og tókst þeim betur að sækja sér stig Þeir enduðu í 4 sæti af 8 liðum Stjarnan tapaði einungis einum leik í riðlinum en það var í fyrsta leik tímabilsins á móti ÍBV á Týsvellinum en þeim leik lauk með 3:1 sigri. Jafntefli við Dalvík og tap gegn HK setti strik í reikninginn en leikirnir voru flestir stórskemmtilegir fyrir þá áhorfendur sem mættu að horfa.

Stórsigrar á Tindastóli í tvígang og Reyni gerðu það að verkum að liðið endaði með 14 stig í riðlinum sem verður að teljast mjög gott

Flokkurinn hélt einnig á ReyCup sem var mikil skemmtun hjá strákunum, aftur var flokkurinn með tvö lið en fyrst var leikið í riðlum áður en farið var í að spila um sæti A-liðið gerði eitt jafntefli í riðlinum við KR-inga en B-liðið gerði aðeins

3. flokkur
Í
16-liða
úrslitunum lenti liðið á
28
Ársrit knattspyrnudeildar 2022 29 25 ViðsendumEyjamönnumóskirum Þökkumviðskiptináárinusemeraðlíða ÁFRAM ViðsendumEyjamönnumóskirum Þökkumviðskiptináárinusemeraðlíða ÁFRAM ViðsendumEyjamönnumóskirum Þökkumviðskiptináárinusemeraðlíða ÁFRAM ViðsendumEyjamönnumóskirum Þökkumviðskiptináárinusemeraðlíða ÁFRAM

betur og unnu leik við Austurland í riðlinum

Eftir riðlakeppnina var komið að því að leika um sæti og léku bæði ÍBV-liðin þrjá leiki hvort. A-liðið spilaði við KA, Selfoss og Breiðablik og tókst þeim að vinna tvö síðarnefndu liðin með flottum sigrum 5:1 og 6:2 en strákunum tókst að sýna sitt rétta andlit þegar leið á mótið.

B-liðið gerði einnig vel eftir riðlana og vann liðið leiki við Völsung og KA en þurfti að sætta sig við tap gegn sterkum Skagamönnum

Í 4. flokki karla voru tveir ÍBVarar, þeir Ingi Þór Lúðvíksson og Heiðmar Þór Magnússon, þeir sem þóttu hafa sýnt mestar framfarir voru Hreggviður Jens Davíðsson og Kristján Ægir Eyþórsson, þá voru Gabríel Þór Harðarson og Tómas Sveinsson taldir efnilegastir.

4. flokkur kvenna

Stelpurnar í 4 flokki kvenna voru þjálfaðar af Sigþóru Guðmundsdóttur og Elizu Spruntule en þar lék liðið í Faxaflóamóti, bikarkeppninni, Íslandsmóti og á Rey Cup. Bikarkeppnin var fyrsta keppnin en þar lék liðið á móti HK á Helgafellsvelli og tapaðist sá leikur 1:2, HK fór alla leið í undanúrslit þar sem verðandi sigurvegarar FH slóu þær úr leik.

Í Íslandsmótinu lék liðið í Briðli með mörgum sterkum liðum Snemma sumars skiptist liðið á að vinna og tapa leikjum en samtals endaði liðið á að vinna fjóra leiki, gera jafntefli í einum og tapa restinni. Það skilaði liðinu í 6. sæti af 8 mögulegum. Liðið lék virkilega vel í báðum leikjunum á mót Aftureldingu sem endaði í 5 sætinu en þeir unnust báðir

Inda Marý Kristjánsdóttir tók þátt í öllum leikjum liðsins en nokkrar aðrar náðu að taka þátt

í 13 af 14 leikjum liðsins.

Kristín Klara Óskarsdóttir og Lilja Kristín Svansdóttir náðu að skora flest mörk í Íslandsmótinu fyrir liðið en Kristín gerði sex og Lilja fimm.

Liðið tók þátt í Rey-Cup og var það mikil skemmtun fyrir stelpurnar en það er ekki einungis fótboltinn sem skiptir máli þegar haldið er á móti líkt og Rey-Cup. Liðið lék í riðli með fimm öðrum liðum í Astyrleika en þar unnust tveir leikir, annar gegn Þrótti og hinn gegn ÍA en leikirnir voru síðustu tveir leikir riðilsins.

Þegar spilað var um sæti var Tindastóll andstæðingurinn en þær voru með virkilega gott lið sem vann B-riðil Íslandsmótsins, það var því bras hjá stelpunum sem töpuðu með þriggja marka mun, 1:3.

Í 4. flokki kvenna voru tvær stelpur valdar ÍBV-arar en þessi flokkur er virkilega skemmtilegur og inniheldur margar efnilegar stelpur sem eiga framtíðina fyrir sér. ÍBVarar voru Kristín Klara Óskarsdóttir og Magdalena Jónasdóttir. Ísey María Örvarsdóttir þótti hafa sýnt mestar framfarir og þá var Lilja Kristín Svansdóttir valin efnilegust

5. flokkur karla

Tímabilið hjá 5. flokki karla var viðburðaríkt eins og vanalega en það voru þeir Óskar Elías Zoega Óskarsson og Todor Hristov sem þjálfuðu liðið. Strákarnir tóku þátt í Faxaflóamóti, Íslandsmóti, N1mótinu og Olísmótinu

Í Íslandsmótinu stóðu liðin sig virkilega vel en öll léku þau í C-riðli líkt og síðustu ár. Aliðið lék vel í sínum leikjum og unnu sér inn 20 stig af 24 mögulegum, skoruðu 71 mark og fengu einungis á sig 22 Lykilleikurinn var 4:7 sigur á Grindavík en Grindvíkingar luku keppni með 19 stig.

B-liðið átti einnig flott tímabil en þeir léku með mörgum Aliðum í riðli frá minni félögum Samtals sótti liðið tólf stig í átta leikjum og voru með 7 mörk í plús í markatölu. C-liðið lék einnig vel og svo vel að liðið vann alla leikina sína með yfirburðum og riðilinn með fullt hús stiga eftir níu leiki Liðið skoraði 65 mörk og fengu þeir á sig 17

D-liðið lék vel líkt og önnur lið 5. flokks á tímabilinu en þeir unnu 5 leiki og töpuðu 3 líkt og Breiðablik sem endaði sæti neðar, eða í 2 sæti

3 liðanna fóru í umspil um sæti í úrslitakeppnum en töpuðust allir þeir leikir á móti sterkum liðum með miklum mun.

Á N1-mótinu léku strákarnir í forkeppnum til þess að raða upp restinni af mótinu en forkeppnirnar gengu frekar erfiðlega hjá strákunum en það gerist stundum vegna þess hve stuttir leikirnir eru í forkeppninni. Strákarnir fundu samt taktinn þegar komið var inn í aðalkeppnirnar

Lið 1 lék í brasilísku deildinni og þurftu þeir reyndar nokkra leiki í viðbót til að stilla saman strengi sem gekk svo eftir riðla-

Ársrit
30
knattspyrnudeildar 2022
ÁFRAM Ársrit knattspyrnudeildar 2022 31 ÁFRAM Gleðilegjólog farsæltkomandiár ÁFRAM Gleðilegjólog farsæltkomandiár Gleðilegjólog farsæltkomandiár ÁFRAM Gleðilegjólog farsæltkomandiár ÁFRAM Gleðilegjólog farsæltkomandiár ÁFRAM Gleðilegjólog farsæltkomandiár

keppnina Þegar komið var að því að leika um sæti voru strákarnir klárir í bátana og unnu tvo sterka sigra í röð á Tindastóli 1 og Val 2, þeir leikir unnust báðir 1:3. Liðið setti því upp leik um 9. sætið í brasilísku deildinni við Þórsara og unnu hann með 4 mörkum gegn 3

Lið 2 lék í frönsku deildinni og tóku þeir annað sætið í fjögurra liða riðli með Breiðabliki, FH og KA. Eftir það lék liðið um sæti og keppti við Framara, Stjörnumenn og Grindvíkinga Leikurinn við Reykvíkingana tapaðist en sigrar unnust á Garðbæingum og Grindvíkingum á glæsilegan hátt en þetta þýddi að ÍBV tók 5. sætið í frönsku deildinni.

Lið 3 var í brasi í undankeppninni en þegar komið var í japönsku deildina lék liðið virkilega vel. Stórir sigrar unnust á Fjarðabyggð og Hamri en jafntefli við Fjölni þýddi að sigrarnir voru ekki nógu stórir því Fjölnismenn enduðu í efsta sæti riðilsins Það kom þó ekki að sök þar sem liðið vann sína leiki í 8liða og undanúrslitunum gegn Keflavík og Neista en leiðin lá þá í úrslitaleikinn á móti KA um bikarinn í japönsku deildinni Norðanmenn voru sterkari aðilinn og unnu því deildina með 3:2 sigri

Lið 4 lék í mexíkósku deildinni og unnu tvo leiki gegn Þrótti og Njarðvík eftir jafntefli gegn Haukum. Haukar voru með sterkari markatölu og fóru ÍBV því áfram í 2 sæti líkt og lið 3 Í 8-liða úrslitunum spiluðu strákarnir við sterkt lið FH í leik sem tapaðist 3:2, eftir það vann liðið einn leik gegn Þór og tapaði leiknum um 5. sætið gegn KFR.

Á Olísmótinu voru strákarnir einnig með þrjú lið og gekk það virkilega vel fyrir sig, þar bar hæst frammistaða liðs 3 í sínum hluta mótsins en strákarnir í

liðinu gerðu sér lítið fyrir og enduðu í 2 sæti Íslandsbankadeildarinnar með 17 stig á eftir Breiðabliki sem endaði í 1. sætinu með allt að því fullt hús stiga.

Í 5 flokki karla voru Aron Sindrason og Arnór Sigmarsson valdir ÍBV-arar, Jósúa Steinar Óskarsson og Sæmundur Daníel Hafsteinsson fengu verðlaun fyrir besta ástundun og voru þeir Emil Gautason og Þorvaldur Freyr Smárason taldir hafa sýnt mestar framfarir

C-liðinu gekk best liðanna en það endaði í 7 sæti með fjóra sigra og tvö jafntefli. Liðið skoraði 31 mark og fékk á sig 36. Stærsti sigurinn var gegn RKV en þeim leik lauk með 2:11 sigri ÍBV.

Stelpurnar léku á Símamótinu eins og er gert ár hvert og var það mikil skemmtun hjá þeim innan sem utan vallar eins og alltaf þegar haldið er á skemmtileg mót.

TM-mótið í Eyjum var haldið í júní og er sú helgi yfirleitt aðalhelgi ársins hjá leikmönnum 5. flokks kvenna hvar sem er á landinu.

5. flokkur kvenna

Sigþóra Guðmundsdóttir og Eliza Spruntule þjálfuðu flokkinn í ár sem tók þátt í Símamótinu, TM-mótinu, Íslandsmótinu og Faxaflóamóti.

3 lið voru send til leiks í Íslandsmótið en liðin voru í risastórum B-riðlum sem innihéldu 12 og 13 lið.

A-liðið lék 11 leiki og endaði í 9. sæti riðilsins, liðið vann fjóra leiki en þrír þeirra komu undir lok júní þegar liðið spilaði við Hauka, Fjölni og Gróttu á einni viku. Síðasti sigurinn var svo stórsigur á Fylki en Haukar og Fylkir enduðu nokkuð ofar en ÍBV í riðlinum.

B-liðið lék 12 leiki og unnu 3, gerðu 2 jafntefli en töpuðu 7 Það skilaði liðinu í 11. sætið. Öll liðin sem ÍBV vann voru ofar í riðlinum en Fram, sem ÍBV sigraði 0:2 var í 3. sæti.

ÍBV sendi 3 lið til leiks og auk þeirra eitt gestalið úr 6. flokknum ÍBV-1 vann 4 leiki á mótinu en besti dagurinn var dagur 2 þar sem liðið vann tvo af þremur leikjum sínum í flottum riðli með Fylki, Snæfellsnesi og Tindastóli, leikirnir gegn tveimur síðarnefndu liðunum unnust stórt og lék liðið því um Ísleifsbikarinn á lokadeginum

ÍBV-2 vann líkt og lið 1 fjóra leiki en tókst einnig að gera jafntefli. Dagur 2 var líka bestur hjá liðinu en þar lék liðið við Aftureldingu, FH og ÍR en endaði að lokum í 2 sæti riðilsins á markatölu þar sem Afturelding var hlutskarpast Liðið lék um Gullbergsbikarinn.

ÍBV-3 lék vel og tapaði einungis tveimur leikjum af 10, fjórum lauk með jafntefli og vann liðið einnig fjóra Á degi tvö fékk liðið fimm stig líkt og KR-ingar sem unnu á markatölu og lék ÍBV því um Bergeyjarbikarinn, þar endaði ÍBV í 5. sætinu.

Í 5 flokki voru einnig margar stelpur sem léku upp fyrir sig í 4. flokki og hjálpuðu þar mikið til þegar vantaði leikmenn vegna meiðsla eða sumarfría, það gefur þeim góða reynslu.

Ársrit knattspyrnudeildar 2022 32

Áfram ÍBV

Ársrit knattspyrnudeildar 2022 33
og farsældar á
ári
Við óskum ykkur gleðilegra jóla
nýju

flokki voru þær Ísafold Dögun Örvarsdóttir og Rakel Rut Rúnarsdóttir ÍBV-arar, þær sem mættu best og fengu viðurkenningu fyrir ástundun voru Tara Dögg Kristjánsdóttir og Bergdís Björnsdóttir. Þá voru Milena Mihaela Patru og Bjartey Ósk Smáradóttir þær sem sýndu mestar framfarir

Tanja Harðardóttir spilaði fyrir

mjög vel saman Liðið spilaði 10 leiki og vann fjóra þeirra, þremur lauk með jafntefli og töpuðust þrír. Liðið spilaði að lokum um Bjarnareyjarbikarinn og tapaði í vítaspyrnukeppni á móti sprækum Þrótturum.

ÍBV-Arnar Breki léku einnig mjög vel á mótinu Liðið lék mjög flott saman á degi 2 og 3 þar sem liðið spilaði sjö leiki og unnust 5 þeirra, einum lauk með jafntefli og tapaðist einn. Liðið sigraði úrslitaleik um Helliseyjarbikarinn 4:2 sem var virkilega flott gegn flottu liði Keflavíkur

ÍBV-Sigurður Arnar léku níu leiki í riðlunum og unnu strákarnir sex þeirra, tveimur lauk með jafntefli og tapaði liðið einum en það var jafnframt fyrsti leikur strákanna í mótinu Liðið lék úrslitaleik við Keflavík um Helgafellsbikarinn sem tapaðist 2:5 á Týsvellinum.

6. flokkur kvenna

Stelpurnar í 6. flokki kvenna voru þjálfaðar af Þórhildi Ólafsdóttur og Elizu Spruntule en stelpurnar voru nógu margar til að manna 4-5 lið í mótunum sem sótt voru í sumar Það voru um fimm leikmenn sem léku mikið upp fyrir sig í 5. flokki og öðluðust reynslu þar sem mun nýtast þeim í sumar.

Stelpurnar fóru á Símamótið og bættu þær sig með hverjum degi á mótinu og græddu þær mikið á mótinu og samverunni sem fylgdi því.

Á Símamótinu hétu liðin eftir leikmönnum úr meistaraflokki félagsins.

og önnur skemmtileg dagsmót voru sótt en það var öllum ljóst að Orkumótið var mesta skemmtun drengjanna

Guðmundur Tómas Sigfússon og Óskar Elías þjálfuðu hópinn.

ÍBV sendi til leiks fimm lið á Orkumótið sem báru nöfn uppaldra leikmanna meistaraflokks karla hjá félaginu

Öll liðin stóðu sig með sóma og voru strákarnir sér og fjölskyldum sínum til fyrirmyndar. Það var virkilega gaman að verja tíma með strákunum og sjá þá blómstra á mótinu.

ÍBV-Eiður Aron lék vel á mótinu og spiluðu strákarnir

ÍBV-Tómas Bent spilaði tíu leiki líkt og önnur lið og unnust 5 þeirra, 4 jafntefli og 1 tap Strákarnir léku frábærlega á síðasta deginum og unnu sér inn úrslitaleik um Stórhöfðabikarinn þar sem liðið vann eftir jafnan leik á fyrra marki skoruðu.

ÍBV-Jón Ingason var liðið sem tók mestum framförum í sínum leik frá fyrsta degi mótsins en liðið lærði að spila vel saman og sást það á leik liðsins þegar leið á mótið. Liðið vann síðustu tvo leiki sína gegn Grindavík og Fjölni

Ísak Máni Óðinsson lék í landsliðinu fyrir hönd ÍBV.

ÍBV-Ameera liðið átti erfitt uppdráttar fyrsta daginn en stelpurnar uxu þegar leið á mótið, liðið vann frábæran sigur á KA 6:4 í mjög skemmtilegum leik. Á lokadeginum tókst liðinu að vinna góða sigra á Álftanesi og Fram

ÍBV-Haley léku í erfiðum riðli fyrsta daginn með Val, Breiðabliki og Víkingi en næsti dagur var mun skemmtilegri hjá liðinu þar sem þær unnu alla þrjá leiki sína gegn FH, Breiðabliki og Aftureldingu

ÍBV-Olga léku einnig í erfiðum riðli fyrsta daginn en fundu sig betur þegar leið á mótið. Eftir dag gegn Þór frá Akureyri gerði liðið jafntefli við Fylki og sigruðu Leikni 3:0 í skemmtilegum leik en síðasta daginn spilaði liðið við Breiðablik og Skallagrím og tókst þeim að sigra Skallagrím 5:1.

ÍBV-Sandra var nafn eins liðsins og áttu stelpurnar þar gott mót þar sem þær unnu sinn riðil með sjö stigum af níu mögulegum og vann liðið góðan sigur á Víkingi eftir riðlana.

Í 5
Ársrit knattspyrnudeildar 2022 34
Ársrit knattspyrnudeildar 2022 35 Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Áfram ÍBV Braggabílar Krana og vörubílaþjónusta S: 897-1535

Í

7 flokkunum karla og kvenna megin var farið á nokkur dagsmót um vorið og haustið en í flokkunum var ágætis fjöldi. 7. flokkur karla innihélt um 40 stráka þegar mætingin var sem mest og voru liðin því yfirleitt sex sem fóru á mót fyrir þeirra hönd Mótin þar snúast aldrei um úrslit og er það einungis markmiðið að leikmenn fái að þroskast inn í íþróttina og læra leikreglur í frjálsu umhverfi.

Í 7 flokki kvenna voru liðin einnig mörg og á Simamótinu léku fimm lið fyrir hönd ÍBV Það var gaman að fylgjast með stelpunum og strákunum vaxa þegar leið á sumarið eftir stífar æfingar frá því um haustið.

Það eru yfirleitt fyrstu skrefin á gervigrasinu á haustin og grasinu á veturna sem krakkar í 7. flokki fá að taka undir handleiðslu flottra þjálfara en það eru Óskar Elías Zoega Óskarsson og Sigþóra Guðmundsdóttir sem stýra yngstu flokkunum inn í næsta ár r

Myndir frá yngri flokkunum 2022

Ársrit knattspyrnudeildar 2022 36

Gleðilega hátíð

37
LANDSBANKINN.IS

„Ekki hægt nema allir taki þátt“

Knattspyrnumót sumarsins eru ákveðin hápunktur hjá starfsfólki innan félagsins en þá er alltaf mikið um að vera og þarf að huga að ansi miklu. Í Covid þá var einstaklega erfitt að halda mótin vegna þeirra reglna sem settar voru en þær voru ekki að trufla mótshaldara eða mótsgesti í ár. Sigríður Inga Kristmannsdóttir sagði að það hafi verið auðveldara að hafa engar takmarkanir.

„Það hafði áhrif, við þurftum ekki að breyta dagskránni eins og síðustu tvö ár, engar takmarkanir á foreldrum eða hólfaskiptingar eða þannig. Við héldum okkur við leikjafyrirkomulagið sem við nýttum okkur í Covid, þar sem liðin voru annað hvort að keppa fyrir eða eftir hádegi, ekki bæði Það kom mjög vel út og því héldum við okkur við það Gestirnir voru ánægðir með þessa breytingu í Covid og því héldum við því “

Fjöldi þátttakenda á mótunum er alltaf mikil og voru liðin í ár fleiri en í fyrra Sigga segir að enn hafi ekki þurft að vísa félögum frá þátttöku í mótinu vegna fjölda en það muni koma að því

„Við vorum með 124 lið á TM-mótinu, fjölgun um fjögur. Á Orkumótinu vorum við með 112. Við höfum getað tekið á móti öllum en það styttist í að það verði ekki hægt, við sjáum það bara að þetta sé of stórt fyrir okkur. Við getum mest farið í 128 lið en við finnum að það er of stórt, 112 er eiginlega svona mesta sem við getum tekið til okkar þó við séum að pína okkur í þetta.“

Mótin heppnuðust rosalega vel í ár og er Sigga þakklát þeim sem leggja hönd á plóg til að mótin gangi sem best fyrir sig ár hvert.

„Þau heppnuðust rosalega vel og miðað við fjöldann sem við erum að fá þá er ótrúlegt hvað þetta rúllar vel hjá okkur. Við erum komin með flott skipulag fyrir bæði mótin, sem eru í sama formi, þetta er allt rosalega fast í skorðum. TM-mótið hefur farið úr 80 liðum 2017 í 124 lið í ár, þá erum við ennþá að rúlla á sama kerfinu, það er sama formúlan sem gengur alltaf upp. Þetta gengur ekki upp nema því að við erum með fullt af fólki að hjálpa okkur við þetta. Það eru foreldrar sem eru í vinnu, sem margir kalla ósýnilega vinnu, vaktir í skólum, þrif eftir mót, manna sjoppurnar, morgunmatur og matartímarnir sem deildirnar sjá um, þetta er ekki hægt nema allir taki þátt í þessu.“ Sigríður segir frá því hvernig söngkonan Bríet kom sér á svæðið á TM-mótinu.

„Á TM-mótinu veit ég að það stóð upp úr hjá mörgum stelpum fyrir utan fótboltann, þegar Bríet kom með einkaflugvél á mótið, margir foreldrar sem hrósuðu henni fyrir að leggja þetta á sig. Það eru ekkert allar poppstjörnur sem myndu leggja það á sig að lenda á Keflavíkurflugvelli og bruna beint í einkaflugvél til Eyja.“

Á TM-mótinu í ár var Tanja Harðardóttir fulltrúi ÍBV í landsleiknum.

Á Orkumótinu í ár var Ísak Máni Óðinsson fulltrúi ÍBV í landsleiknum.

Ársrit knattspyrnudeildar 2022 38
Sigríður Inga Kristmannsdóttir, mótastjóri ÍBV
Ársrit knattspyrnudeildar 2022 39 Ísfélag Vestmannaeyja færir öllum Vestmannaeyingum nær og fjær bestu óskir um og farsæld á komandi ári með þökk fyrir það liðna GLEÐILEG JÓL GLEÐILEG JÓL

Samantekt úr frétt úr Morgunblaðinu:

„Flestar uppaldar í Eyjum“

Í Vestmannaeyjum hefur verið gott uppbyggingarstarf í áraraðir í knattspyrnunni og kvennamegin síðustu 10 ár alls ekki síður. Í sögulegu samhengi þá hefur ÍBV skilað af sér öflugum konum út í knattspyrnuheiminn og má þar nefna Margréti Láru Viðarsdóttur einna helst þar sem hún er af mörgum talin besta knattspyrnukona landsins fyrr og síðar.

Þegar Morgunblaðið skoðaði hvaðan leikmenn í efstu deild kvenna í sumar koma þá kom í ljós að flestar koma frá ÍBV.

Uppaldir leikmenn, á Íslandi, í efstu deild kvenna þegar mótið var rúmlega hálfnað voru 77 talsins, þar af voru 15 þeirra uppaldar í Vestmannaeyjum. 12 þeirra voru í liði ÍBV, þ.e. allar íslensku stelpurnar í liðinu.

Auk þeirra leika þrjár uppaldar stelpur í ÍBV með 3 bestu liðunum í deildinni, Val, Stjörnunni og Breiðabliki. Það eru þær Elísa Viðarsdóttir, Sóley Guðmundsdóttir og Clara Sigurðardóttir.

Það var gaman að sjá hve gjöfult yngri flokka starfið hefur verið síðustu ár.

Hjá meistaraflokki karla voru einnig góð teikn á lofti hvað varðar uppalda leikmenn innan liðsins. Yngri flokka starfið karlamegin hefur verið gjöfult í sögulegu samhengi en má þar nefna Hermann Hreiðarsson, Ásgeir Sigurvinsson, Tryggva Guðmundsson og svo mætti lengi áfram telja.

Í sumar tók Morgunblaðið saman hvaðan leikmenn í efstu deild karla koma og mátti þar sjá að ÍBV var að skora hátt í einum þætti sem skoðaður var.

Snemma sumars var ÍBV það lið sem treysti best á sína uppöldu leikmenn, það voru níu Eyjamenn sem fengu tækifæri til að spreyta sig í byrjunarliði í fyrstu 8 umferðunum og tveir til viðbótar tækifæri til að koma inn af bekknum og breyta leikjum.

ÍBV og Breiðablik voru jafnframt einu lið deildarinnar þar sem uppaldir leikmenn voru meirihluti leikmanna sem komu við sögu í leikjum liðanna.

Ársrit knattspyrnudeildar 2022 40
Ársrit knattspyrnudeildar 2022 41
og farsældar á
ári
Við óskum ykkur gleðilegra jóla
nýju
Áfram ÍBV

Myndir frá yngri flokkunum 2022

Ársrit knattspyrnudeildar 2022 42
Ársrit knattspyrnudeildar 2022 43 ViðsendumEyjamönnumóskirum Þökkumviðskiptináárinusemeraðlíða ViðsendumEyjamönnumóskirum Þökkumviðskiptináárinusemeraðlíða ViðsendumEyjamönnumóskirum Þökkumviðskiptináárinusemeraðlíða ViðsendumEyjamönnumóskirum Þökkumviðskiptináárinusemeraðlíða
Ársrit knattspyrnudeildar 2022 44 ViðsendumEyjamönnumóskirum Þökkumviðskiptináárinusemeraðlíða ViðsendumEyjamönnumóskirum Þökkumviðskiptináárinusemeraðlíða
Ársrit knattspyrnudeildar 2022 45 GLEÐILEGJÓL OGFARSÆLDÁKOMANDIÁRI VIÐSENDUMEYJAMÖNNUMÓSKIRUM ÞÖKKUMVIÐSKIPTINÁÁRINUSEMERAÐLÍÐA ÁFRAM Gleðilega hátíð

Áfram ÍBV

alltaf alls staðar

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.