Evrópuleikskrá ÍBV 2021 meistaraflokkur kvenna
AEP Panorama - ÍBV 19. nóvember kl.18:30
ÍBV - AEP Panorama 20. nóvember kl.13:00 Íþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum
EHF European Cup kvenna 21-22
Upplýsingar fyrir helgina! Þessa dagana er okkur aðeins heimilt að hafa áhorfendur í húsinu ef fólk framvísar neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi. Föstudaginn 19. nóvember verður hægt að bóka sér tíma í hraðpróf á www.heilsuvera.is og mæta klukkan 14:00 til þess að hafa gilt vottorð fyrir báða Evrópuleiki stelpnanna og leik meistaraflokks karla gegn Selfossi, sunnudaginn 21.nóvember. Miðasala fer fram á miðasöluappinu Stubbur. Miðinn kostar 2.000 kr.- á hvorn leik en hægt er að kaupa helgarpassa en hann er að finna undir föstudagsleiknum inni á Stubbi. Við hvetjum fólk til þess að ganga frá miðakaupum tímanlega og hafa miðann klárann í símanum ásamt hraðprófsvottorðinu þegar komið er á leikstað.
Við viljum árétta að grímuskylda verður í húsinu og biðjum við fólk vinsamlegast um að virða það. Mætum vel í húsið og hvetjum stelpurnar til sigurs en sæti í 16 liða úrstlitum er í boði! Áfram ÍBV Alltaf, alls staðar!
Sigurður Bragason þjálfari meistarflokks kvenna
Sigurð Bragason, betur þekktan sem Sigga Braga, þarf vart að kynna fyrir ykkur. Siggi lék í fjöldamörg ár fyrir félagið við góðan orðstír og hefur sömuleiðis þjálfað mikið hjá félaginu. Við spurðum hann nokkurra spurninga í aðdraganda helgarinnar og eins og venjulega var létt yfir okkar manni. Við hverjum má búast af gríska liðinu? Nú verð ég að vera strangheiðarlegur og viðurkenna að ég veit ekkert um það. Ég hef ekki séð nýja leiki með liði Panorama en ég hef séð úrslit hjá þeim. Þær eru að tapa og vinna leiki til skiptis. Ég sá leik með liðinu úti í Grikklandi þegar við vorum þar í síðasta mánuði. Þar fannst mér þetta lið mun slakara en lið PAOK sem við lékum við. Þetta er hægari handbolti en við erum að spila og tæknilega finnst mér okkar stelpur framar.
Draumamótherji í næstu umferð ef við komumst áfram? Ég væri alveg til í að fara til lands þar sem sól skín í janúar. Kanaríeyjar eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Besta minning frá handboltaferlinum? Ég lék í 18 tímabil með ÍBV og alveg vonlaust að taka eitthvað eitt augnablik út. Þó það sé alltaf gaman að setjast niður og spjalla um skemmtileg "móment". En það er öruggt hvað það er sem er það besta sem maður fékk úr ferlinum. Það er ævilöng vinátta við félagana sem maður spilaði með og jafnvel á móti. Vini sem maður hefði aldrei kynnst nema útaf sportinu. Hver eru markmiðin fyrir helgina? Bara njóta þess að vera í Evrópukeppni og brosa. Það verður alveg að viðurkennast að síðustu vikur hafa verið þungar fyrir okkur sem lið. Þannig að vonandi náum við að kalla fram bros á stelpunum um helgina. Þá náum við vonandi að leyfa sem flestum að spila sína fyrstu evrópuleiki.
Frægastur í símaskrá? Get ekki gert upp á milli Sigurbergs Sveinssonar, pabbi hans á Fjarðarkaup og Sigurvins Ólafssonar hann var einusinni í unglingaliði Stuttgart Eitthvað að lokum? Ég vil þakka öllum sem hafa styrkt og stutt við stelpurnar í kringum þetta verkefni. Þetta er ekki ódýrt en með þessum styrk ykkar og öðrum fjáröflunum okkar er okkur að takast þetta.
Hópurinn á föstudag AEP Panorama - ÍBV
Erla Rós #1
Marta #27
Ingibjørg #2
Þóra Guðný #3
Lina #5
Harpa Valey #6
Ólöf María #9
Aníta Björk #10
Marija #13
Karolina #15
Þóra Björg #18
Sara Dröfn #21
Bríet #22
Sara Sif #28
Sunna #29
Amelía #34
Sigurður
Hilmar Á.
Sunna Jónsson fyrirliði meistarflokks kvenna
Sunna Jónsdóttir er fyrirliði meistaraflokks kvenna. Sunna hefur leikið með ÍBV frá haustdögum 2018 og hefur stimplað sig vel inn í félagið og Eyjasamfélagið. Hún lék í atvinnumennsku áður en hún kom til ÍBV og hefur leikið fjölmarga landsleiki fyrir Íslands hönd. Við spjölluðum aðeins við hana nú í vikunni.
Besta minning frá handboltaferlinum? Íslandsmeistari með Fram er klárlega ofarlega í huga. Úrslitakeppnin með ÍBV í vor var líka magnað dæmi.
Hver eru markmiðin fyrir helgina? Við förum í hvern leik til að vinna. Svo það er markmiðið um helgina og það myndi líka skila okkur í 16 liða úrslit keppninnar. Svo líka bara njóta, berjast, hlaupa og hafa gaman
Hvað er skemmtilegast að gera á æfingum? Allt skemmtilegt.
Hvernig er leikdagsrútinan þín? Frískt loft, góð músík, nóg af kaffi og vatni og svo 1-4 bananar með í töskuna.
Hvað er það besta við að búa í Vestmannaeyjum? Það er efni í heila bók. Náttúran, fólkið og vegalengdirnar til dæmis
Eitthvað að lokum? Áfram ÍBV og takk stuðninginn
fyrir
AEP Panorama
AEP Panorama, andstæðingur ÍBV um helgina, er grískt lið og leikur í sömu deild og AC PAOK sem ÍBV sló út í síðustu umferð EHF European Cup.
Markahæsti leikmaður AEP Panorama í keppninni hingað til er gríska landsliðskonan Erika Zeneli (nr.22) en hún hefur skorað 12 mörk í 2 leikjum.
Ekki nóg með það, heldur koma bæði liðin frá borginni Thessaloniki, úr sama borgarhluta og leika heimaleiki sína í sömu keppnishöllinni!
Gríska liðið mætti Azeryol HC frá Azerbaijan í síðustu umferð. Leikirnir fóru fram strax á eftir leikjum ÍBV gegn AC PAOK í heimabæ þeirra Thessaloniki. Panorama sigruðu Azerana 60-48 samanlagt.
Harpa Valey Gylfadóttir leikmaður meistarflokks kvenna
Harpa Valey Gylfadóttir er leikmaður meistaraflokks kvenna. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún stimplað sig inn sem einn af lykilmönnum liðsins. Harpa lék með yngri landsliðum Íslands en leikur nú með A-landsliðinu en þar fékk hún fyrst tækifæri fyrr á þessu ári, aðeins 18 ára gömul. Hvað viljið þið fá út úr þessum Evrópuleikjum? Við viljum auðvitað fá sigur út úr þessum leikjum, síðan bara hafa gaman og njóta þess að spila saman Hvað er leiðinlegast að gera á æfingu? Mér finnst leiðinlegast að vera á teig, alltof mikið chill fyrir mig ég vil vera á ferðinni og hlaupa
Hvernig er leikdagsrútínan þín? Hún er voða misjöfn ég geri aldrei eitthvað sérstakt, bara borða það sem ég vil og geri það sem ég er í stuði fyrir Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju? Ég myndi taka með mér símann minn, rafstöð til að hlaða símann minn og rúmið mitt Hvaða minningu áttu úr handbolta þar sem eitthvað vandræðalegt eða kjánalegt gerðist? Því miður man ég allavega ekki eftir neinu vandræðanlegu eða kjánalegu atviki Eitthvað að lokum? Áfram ÍBV , lots of love!
Hópurinn á laugardag ÍBV - AEP Panorama
Erla Rós #1
Lina #5
Marija #13
Sunna #29
Marta #27
Ólöf Maren #16
Ingibjørg #2
Harpa Valey #6
Herdís #8
Ólöf María #9
Karolina #15
Bríet #22
Katla #25
Sigurður
Hilmar Á.
Þóra Guðný #3
Aníta Björk #10
Sara Sif #28
Vissir þú þetta?
4 leikmenn í liðinu okkar eiga Evrópuleiki fyrir 3 lið, mismunandi lið frá hinum ýmsu löndum! Birna: Fram, Glassverket og Savehof Marta: ÍBV, KSS Kielce og SPR Pogon Marija: SPD Rednicki Kragujevac og ZORK Jogodina Karolina: ÍBV, KSS Kielce og Vystal Gdyna Árið 2021 hafa 13 leikmenn ÍBV verið valdar í A-landslið eða yngri landslið Íslands í handbolta! Dagana 19 .-28. nóvember eru Þóra Björg, Sara Dröfn og Amelía á leið í undankeppni Evrópumóts með U18 ára landsliði Íslands. Sunna Jóns og Harpa Valey eru á leið í æfingaleiki með Alandsliði kvenna í Tékklandi strax eftir Evrópuleikina gegn AEP Panorama. Marija Jovanovic er sömuleiðis að fara til móts við landslið Serbíu í lokaundirbúning fyrir HM kvenna sem haldið verður á Spáni í desember.
Kvennalið ÍBV komst í undanúrslit EHF Challenge Cup (forvera EHF European Cup) tímabilið 2003-2004 ÍBV sigraði Etar Veliko 64 Tarnovo frá Búlgaríu í 32 liða úrslitum ÍBV sigraði Havre Athletic Club Handball frá Frakklandi í 16 lið úrslitum ÍBV sigraði RK Salonastit Vranjic, Split frá Króatíu í 8 liða úrslitum ÍBV féll svo leik gegn 1.FC Nürnberg frá Þýskalandi í undanúrslitum kepninnar! Meistaraflokkur kvenna hjá ÍBV tók síðast þátt í Evrópukeppni tímabilið 2015/2016. Þá féll liðið úr leik í 32 liða úrslitum á móti WHC Knac Milos Arandjelovac frá Serbíu. Í kvenna liði ÍBV eru leikmenn frá Serbíu, Svíþjóð, Færeyjum, Póllandi og Íslandi þar af tvær úr Breiðholtinu og ein frá Blöndósi!
Staðreyndabankinn Sigurður Bragason er að fara í sinn 18 leik í Evrópukeppni sem þjálfari/aðstoðarþjálfari
Ein af eldri leikmönnum liðsins kann ekki á venjulega klukku, bara tölvuúr Ein sefur alltaf í sokkum
Aníta Björk Valgeirsdóttir er lægsti leikmaður ÍBV liðsins skv. skráningu EHF, 163 cm Pálmi Harðarson gjaldkeri handknattleiksráðs á engan Evrópuleik á ferilskránni Sunna Jónsdóttir er elsti leikmaður kvennaliðs ÍBV, þó ekki nema 32 ára gömul
Ein kann að klappa með rassinum Ein þurrkar sér aldrei með handklæði eftir sturtu, lætur sig bara þorna Einni langar að verða kokkur Ein dó næstum þegar snapchat lá niðri í 10 mínútur Ein er Evrópumeistari í fimleikum
Grétar Þór Eyþórsson formaður handknattleiksdeildar ÍBV var valinn Íþróttamaður Vestmannaeyja árið 2014
Klefinn okkar er fallega bleikur Ein neytir 2-3 tyggjópakka á dag
Birna Vídó Þórsdóttir meðstjórnandi í handknattleiksráði hefur orðið Íslandsmeistari! Daði Magnússon meðstjórnandi í handknattleiksráði er á lausu, sími: 8689806 ;*
Einhver í liðinu er sá eini á Íslandi sem græðir árlega á veðmálum, sá hinn sami er líka búinn að fjárfesta í BITCOIN og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama Luc Abalo er að followa einn leikmann liðsins á Instagram Búningurinn okkar er frábær og fallegur, hvít treyja og hvítar stuttbuxur. Þar af leiðandi spila nokkrar alltaf með túrtappa og ca. 8 lítrar af brúnkukremi fara í hverjum mánuði Mamma og pabbi Ingibjargar heita Ingi og Bjørg.
Stoltir styrktaraðilar stelpnanna okkar! 900 grillhús A.Ó ehf Agla og Úlfur, tvíburar allraheilsa.is Andrea Atla Andrea Heindriksdóttir Andri Freyr Anna Lilja Tómasdóttir Arna Huld Sigurðardóttir Ásgerður Sveinsdóttir Baldvin Þór Sigurbjörnsson Berglind Hallgrímsdóttir Berglind Sigmars Bergljót Blöndal Bílaverkstæði Sigurjóns Birna Vídó Þórsdóttir Bjørg Olsen Bjössi og Edda Bríet Ósk Brynjar Karl Óskarsson Dóra Björk Einar Gunnarsson Elísa Sigurðardóttir Elīza Spruntule Elli og Ingibjörg Ellý Gunnlaugs Emilía María Hilmarsdóttir Ester Helgadóttir
Eva Gunnlaugs Eygló Kristinsdóttir Friðrik Þór Sigmarsson Frún góða - vínbar Guðbjörg Guðmannsdóttir Guðbjörg H. Bjarnadóttir Guðbjörg Kristinsdóttir Guðmunda Bjarna Guðný Hrefna Einarsdóttir Guðrún Hauksdóttir Hermann og Beta Hörður Pálsson Hrabba og Viktor Hrafnhildur Helgadóttir Hrefna Björk Pedersen Iðunn Jóhannesdóttir Ingi Olsen Ívar Benediktsson Jakob Möller Jenna og Ágúst Jenný Jóhannsdóttir Jóhann Pétursson Jói Grettis og Ella Kristján Egilsson Lana Osiņina Lára Skæringsdóttir Laufey Grétarsdóttir Leifur og Inga Birna
Lukasz Olszowy M.M.flutningar og kranar ehf. Magdalena Maríanna Óla Heiða Ómar Garðarsson Physio ehf Ragna Birgisdóttir Ragnar A. Jacobsen Rut Ágústsdóttir Sigfríð Gerður Hallgrímsdóttir Sigríður Magnúsdóttir Sigurður Vignir Friðriksson Sigurjón Ingvarsson Sigurlín Sigurjónsdóttir Sjúkraþjálfun Elíasar ehf Sjúkraþjálfun Vestmannaeyja Sonja Isabel Ruiz Martinez Stefán Máni Stefán Örn Jónsson Svanhvít Friðþjófsdóttir Theresa Lilja og Óliver Atlas Þóra Hjördís Egilsdóttir Þóranna Halldórsdóttir Ufsaberg ehf Unnur Sigmar Valgeir Barðason Vigtin bakhús Viktoría
Stoltir styrktaraðilar stelpnanna okkar!
Bílaverkstæði Harðar og Matta
Hellugerð Agnars