1 minute read

Sunna Jónsdóttir

Next Article
Sunna Jónsdóttir

Sunna Jónsdóttir

Fyrirliði kvennaliðs ÍBV

Advertisement

Hvernig finnst þér tímabilið hafa verið hingað til og hvernig sérðu framhaldið?

Tímabilið hefur að mestu gengið vonum framar. Við vissum fyrir að við værum með virkilega gott lið ef hlutirnir myndu smella og það hefur það svo sannarlega gert. Erum búnar að vinna 16 leiki í röð, efstar í deildinni, komnar í Final 4 og inn í því að geta unnið alla þrjá titlana sem í boði eru á tímabilinu. Við náttúrulega hefðum kannski mátt spila betur í

Evrópukeppninni en það er samt sem áður alltaf ákveðin reynsla sem við höfum nýtt vel. Við höfum verið heppin með meiðsli, liðsheildin er sterk, leikmenn eru í mikilli framför, umgjörðin er til fyrirmyndar og við stefnum ótrauð á alla titlana. Ég finn þó fyrir ákveðinni yfirvegun og við reynum að halda okkur á jörðinni þó flest gangi vonum framar þessa dagana. Við tökum einn leik í einu og erum meðvituð um að við þurfum að gefa allt í þetta ef við ætlum að láta draumana rætast.

Hefur þú einhver skilaboð til stuðningsmanna ÍBV?

Stuðningurinn og stemningin í kringum ÍBV er einstök. Stuðningsmenn ÍBV eru bestir á Íslandi og það er bara staðreynd. Þeir eru okkar helsta vopn og ég fullyrði að við hefðum aldrei skorað dramatískt úrslitamark á móti

Val um daginn nema af því stúkan var troðfull. Við finnum fyrir stuðningum og erum þakklát og ég hvet ALLA til að koma á Final 4 helgina og hvetja okkur áfram í að láta drauminn rætast. Svo siglum við þessu saman heim. ÁFRAM ÍBV, alltaf, alls staðar!

This article is from: