1 minute read

tölfræðihorn Himma Björns Áhugaverðar staðreyndir frá tímabilinu

ÍBV er með bestu vítanýtinguna í Olísdeild kvenna - 84,8%

ÍBV er með bestu vítavörslu í Olísdeild kvenna - 26,4%

Advertisement

Marta Wawrzynkowska hefur 5x fengið hæstu mögulegu einkunn á HBstatz í vetur!

Hrafnhildur Hanna hefur skorað flest mörk að meðaltali í leik í Olísdeildinni í vetur - 8,1 mark í leik

Hægri skyttur ÍBV (Birna Berg og Ásta Björt) eru með flest mörk fyrir utan punktalínu í Olísdeild kvenna

ÍBV skorar að meðaltali 4,6 mörk í leik af línu. Það er það mesta í deildinni!

ÍBV er með hæstu heildareinkunn liða í Olísdeild kvenna í vetur - 6,02

Dröfn Haraldsdóttir lék 2 leiki með ÍBV á tímabilinu. Hún er með 50% hlutfalls markvörslu sem er það hæsta í deildinni

Í vetur hafa alls verið 15 mismunandi aðilar skráðir sem starfmenn á bekk hjá ÍBV.

Herdís Eiríksdóttir er yngsti leikmaður ÍBV til að skora á tímabilinu 2022-23

ÍBV sigraði KA/Þór á heimavelli, 33-25, í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar.

ÍBV sigraði Stjörnuna 23-22 á útivelli í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar, og tryggði sér þar þátttöku í Final 4

ÍBV og Selfoss, sem mætast í undanúrslitum Final 4, hafa fengið hlutfallslega flest rauð spjöld í deildinni í vetur. Heil 0,2 spjöld í leik!

Sunna Jóns er markhæsti leikmaður ÍBV í bikarkeppninni í ár. Hún hefur skorað 11 mörk í leikjunum tveimur, eða 5,5 mörk að meðaltali í leik

Marta hefur varið alls 250 skot í Olísdeildinni í vetur, 39,1% skota sem hún hefur fengið á sig

Hrafnhildur Hanna hefur skorað alls 145 mörk í deildinni í vetur!

Kvennalið ÍBV hefur ekki tapað handboltaleik á árinu 2023!

This article is from: