1 minute read

Sigurður Bragason

Next Article
Sunna Jónsdóttir

Sunna Jónsdóttir

J Lfari Meistaraflokks Kvenna

Sigurður Bragason, er þjálfari meistaraflokks kvenna og hefur sinnt því starfi frá haustinu 2019. Siggi Braga, eins og hann er iðulega kallaður, er aðili sem stuðningsmenn ÍBV og annað handknattleiksáhugafólk þekkir vel. Hann lék um árabil með ÍBV ásamt því að hafa starfað lengið við þjálfun hjá félaginu. Undir stjórn hans, og Hilmars aðstoðarþjálfara liðsins, hefur liðið nú sigrað 16 leiki í röð á íslenskri grundu. Við tókum hann í spjall í aðdraganda Final 4.

Advertisement

Hvernig hefur tímabilið verið hingað til?

Mjög gott. Það verður að viðurkennast að það tók okkur fyrstu 2 mánuðina að koma okkur í gang. Birna og Hanna að koma alvöru inn eftir meiðslin sín. Eftir það hefur þetta verið mjög gott og við á fínu róli.

Við hverju má búast í undanúrslitunum gegn Selfossi?

Bara týpískt held ég. Smá skrekkur í byrjun, eflaust frá báðum liðum. Eftir þetta ætti leikurinn bara að vera fjörugur. Ég á von á stemningu Selfoss megin enda eru nágrannar okkar ekki ólíkir okkur þegar í stóra leiki er komið.

Hvernig hefur undirbúningurinn hjá ykkur verið fyrir Final 4? Svosem ekkert mikill. Við vorum bara að spila um helgina á móti Haukum, þannig að undirbúningur okkar fyrir þennan leik er bara eins og fyrir aðra leiki. Æfðum sun, mán, þri og svo bara af stað.

Hvernig er staðan á hópnum – eru allar heilar?

Já, mér sýnist á öllu að standið á hópnum sé það besta í vetur. Einhver smámeiðsli en engin alvarleg og allar með.

Hver eru markmiðin ykkar fyrir helgina?

Ósköp einfalt. Vinna þetta. Það var markmiðið í fyrra líka og eflaust hjá öllum 4 liðunum.

Hvernig er að stýra liði til sigurs í bikar í Höllinni?

Þetta er auðvitað ógeðslega gaman og ekta þjóðhátíðarstemning. Kannski það leiðinlega núna er að þetta er ekki eins og áður (bikarhelgi) heldur er búið að teygja á þessu Final 4 í 4 daga. Þess vegna fáum við kannski ekki eins marga áhorfendur og áður á fyrri leikinn. Erum nánast á útivelli þar. En það er óskandi að við vinnum Selfoss og náum að koma okkur í úrslitaleikinn, þá er partý.

Einhver skilaboð til stuðningsmanna ÍBV?

Bara sama og alltaf, vonast til að sem flestir komist. Frábært hjá Herjólfi að seinka síðustu ferð fyrir okkur svo við komumst heim eftir leik. Það ætti að kaupa auka stuðning.

This article is from: