1 minute read

Kynnumst henni aðeins betur!

Gælunafn: Yfirleitt kölluð Hanna

Aldur: 27 ára

Advertisement

Hjúskaparstaða: Einhleyp

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Árið 2010 með Selfossi

Uppáhalds drykkur: Vatnið stendur alltaf fyrir sínu en elska að fá góðan kaffibolla

Uppáhalds matur: Naut og með því (annað en Bernaise sósa!)

Hvernig bíl áttu: Suzuki Swift

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends

Uppáhalds tónlistarmaður: Margir sem koma til greina þar hjá mér, en Stuðlabandið hefur verið að gera góða hluti undanfarið.

Fyndnasti Íslendingurinn: Ari Eldjárn

Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Foreldrar mínir

Uppáhalds staður á Íslandi: Vestmannaeyjar!

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei segja aldrei

Sætasti sigur: Síðasti sigur móti Val þegar við skorðum sigurmarkið á síðustu sekúndu leiksins eftir frábæran handboltaleik

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Sandra Toft

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Olga Bjarnadóttir, í fimleikum

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Karen Helga frænka og nýjasti leikmaður Selfoss

Mestu vonbrigðin: Endurtekin meiðsli, sem sum hafa haldið mér frá vellinum í marga mánuði í einu

Hvaða þrjá leikmenn úr liðinu tækir þú með þér á eyðieyju?

Ég gæti tekið með mér hvaða leikmenn sem er úr liðinu og verið ánægð með það, enda allar eintómir snillingar.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið, hver væri það? Af þeim sem eru að spila núna myndi ég velja Perlu Ruth mágkonu mína.

Efnilegasti handboltamaður/kona landsins: Mikið af efnilegu handboltafólki á landinu, Elísa okkar er ein af þeim

Hver er fyndnastur í liðinu: Birna Berg Haraldsdóttir

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Það vita það kannski ekki margir en ég var Evrópumeistari í hópfimleikum með unglingalandsliði Íslands árið 2012

This article is from: