













Hvernig hefur tímabilið verið hingað til?
Tímabilið hefur verið svolítið óstöðugt hjá okkur, við höfum verið að sýna frábæra spilamennsku á löngum köflum en þess á milli dottið niður og spilað illa. Undanfarnir leikir hafa þó verið mjög flottir af okkar hálfu.
Hvernig hefur undirbúningurinn
verið hjá ykkur fyrir Final 4?
Undirbúningur fyrir leikinn gegn stjörnunni hefur verið góður, það er einbeiting í hópnum.
Hver eru markmiðin fyrir Final 4?
Við ætlum okkur í úrslitaleikinn, leikmenn eru hungraðir í titil.
Hverju má búast við í leik við
Það má alltaf búast við jöfnum og spennandi leik hjá þeim liðum sem komast í 4 liða úrslit. Leikurinn við Stjörnuna gæti orðið leikur mikilla varna þar sem markvarslan hefur mikið að segja.
Þú hefur spilað oft í Final 4 hver er svona eftirminnilegastur leikur? Eftirminnilegasti leikurinn er líklega titillinn árið 2015, vinnum fh með einu marki 23-22 minnir mig. En það er stemmningin og gleðin sem gleymist aldrei Kolli varði boltana sem skiptu mestu máli, kom okkur á bragðið og stúkan ýtti okkur svo seinasta spölinn. Algjör gæsahúð! Eitthver skilaboð til stuðningsmanna ÍBV?
Þar sem Vestmannaeyingar koma saman, þar er gaman. Það verður gaman hjá okkur á miðvikudaginn kl 18 Vonandi sjáum við sem flesta á vellinum.
Þú hefur lyft bikarmeistaratitli, Hvernig er tilfinningin?
Ég hef orðið bikarmeistari þrisvar sinnum og er tilfinningin alltaf jafn góð! Vinna þetta með fólkinu okkar er alltaf jafn gaman.
Hver eru markmiðin fyrir bikarhelgina?
Markmið liðsins er að sjálfsögðu að koma heim með bikarinn! En
Hvernig er leikdagsrútinan?
Hún er nú engin sérstök, reyni að halda mér uppteknum framan að degi og svo svona þrem tímum fyrir leik byrjar leikurinn þar sem maður fær sér síðustu máltíðina, skoða vídeó og mæta svo nokkuð snemma í leik.
Besta minning úr handbolta hingað til? Þær eru óteljandi endar er maður stöðugt að bæta í minningarbankann. Sterkasta minningin er þegar við urðum Íslandsmeistarar á heimavelli, það var eitthvað svo sérstakt þar sem spennan fyrir leikinn og vikuna fyrir í Vestmannaeyjum var eitthvað svo rafmögnuð.
auðvitað er markmiðið að njóta þess að vera í þessum aðstæðum og sýna hversu mikið okkur langar þetta inn á vellinum, sem mun skila okkur langt.
Hversu mikilvægt er að hafa mikið af stuðningsmönnum að styðja liðið?
Ef eitthvað lið spilar betur með fullt hús af fólki og læti er það við því við reynum að tengja okkur við fólkið í stúkunni og nota okruna / orkuna frá þeim.
Hefur þú eitthvert / einhver skilaboð til stuðningsmanna ÍBV fyrir leikinn?
Bara takk fyrir stuðninginn í gegnum árin og hlakka til að sjá ykkur öll á Ásvöllum. Ykkar stuðningur skiptir okkur miklu máli. Komum bikarnum heim saman!
Gabríel martinez
Nökkvi Óðinsson
Elís Aðalsteinsson
Ívar viðarsson
Sigtryggur Rúnarsson
Garðar Sigurjonsson
Fullt nafn:
Kristófer Ísak Bárðarson
Gælunafn: Kristó?
Hjúskaparstaða: Sambandi
Hvenær spilaðir þú þinn fyrsta
leik í meistaraflokk: 2019
Uppáhalds drykkur:
Hvítur monster
Uppáhalds matur:
Naut og bernaise
Hvernig bíl áttu:
Porsche cayenne
Uppáhalds sjónvarpsþáttur:
Brooklyn nine nine
Uppáhalds tónlistarmaður:
Herra Hnetusmjör
Fyndnasti Íslendingurinn: Sveppi krull
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Afi
Besti leikmaður sem þú hefur
mætt:
Aron Pálma
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Maggi Stef
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt:
Kári Kristján
Mestu vonbrigðin:
Detta úr bikar á móti Aftureldingu eftir vítakast keppni
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið, hver væri
það: Símon Michael úr FH
Hver er fyndnastur í liðinu: Ísak og Breki
Uppáhalds staður á Íslandi: Eyjan fagra
Efnilegasti handbolta-maður/kona landsins: Andri Erlings
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Herði
Hvaða þrjá leikmenn myndir þú taka með þér á eyðieyju og afhverju / af hverju:
Ísak og Breka fyrir skemmtiatriði síðan
Gauta til að smíða eitthvað
Peyjarnir sem urðu Íslandsmeistarar í fyrra
ætla sér stóra hluti í ár.
Þeir eru annað árið í röð í bikarúrslitum og
ætla sér alla leið á laugardaginn!
Laugardagur 1. mars Kl 11:15