3 minute read

fyrir landsbyggðina

FULLBÚIN ÍBÚÐARHÚS ERLENDIS FRÁ BYLTING FYRIR LANDSBYGGÐINA

Rætt við Freygarð Jóhannsson hjá Stálgrindarhús.is um byltingarkennda nýjung við að reisa íbúðarhús sem koma tilbúin erlendis frá Eftir Hall Hallsson

Síðsumars 2018 lagðist flutningaskip Atlantic Shipping að bryggju á Bíldudal með fullbyggt 435 fermetra raðhús, með alls átta íbúðum á tveimur hæðum. Hálfum mánuði síðar var opnunarhátíð með bæjarbúum, alþingis- og sveitastjórnarfólki með Ásmund Einar Daðason ráðherra húsnæðismála í broddi fylkingar. Það var hátíð á Bíldudal.

Íslenska kalkþörungafélagið á Bíldudal reisti átta íbúðir fyrir starfsfólkið sitt. Ár var liðið frá því bæjarstjórn hafði úthlutað lóðinni. Húsið var smíðað frá grunni í Eistlandi, afhent með áföstum steyptum sökklum, gólfefnum, raftækjum og húsgögnum tilbúið til ásetningar á þjappaðan jarðpúða. Það var von að fólk væri ánægt. Fyrsta húsið reis á Bíldudal frá 1989.

Stálgrindarhús.is

Það eru Stálgrindarhús.is sem flytja nú inn tilbúin hús frá Eistlandi og Lettlandi. Félagið hefur í tæp 20 ár reist stálgrindarhús víða um land; nú er Vífilshöll að rísa í Garðabæ; glæsileg knattspyrnuhöll. Öflug fyrirtæki líkt og Krónan, IKEA, Brimborg, KIA, Askja, Isavia og fleiri hafa góða reynslu af þessum stálgrindarhúsum. Eigendur Stálgrindahúsa. is eru hjónin Freygarður Jóhannsson og Natalia Proskurnina markaðsfræðingur frá fjórðu stærstu borg Rússlands, Yekaterinburg í Úralfjöllum, heimaborg Borisar heitins Yeltsin. Kaffitár var fyrsta húsið sem Stálgrindarhús reistu fyrir tæpum tveimur áratugum. „Stálgrindarhús eru hagkvæm og góð lausn fyrir fyrirtæki, ríki og sveitarfélög,“ segir Freygarður.

Frá hugmynd til innflutnings

„Frá hugmynd til innflutnings geta liðið sex mánuðir. Frá komu á áfangastað til innflutnings innan við vika. Það er von að húsin séu kölluð Quick-hús. Þetta hentar landsbyggðinni sérlega vel þar sem erfitt kann að reynast að fá iðnaðarmenn. Raðhúsið á Bíldudal er dæmi um velheppnaða lausn. Hægt er að fá sérsmíðuð hús; raðhús, parhús, einbýli, sumarbústað, skóla, leikskóla, hótel og 4 til 6 hæða íbúðablokkir. Í raun allt sem hugurinn girnist. Eina sem þarf að vera tilbúið er þjappaður jarðvegur með frárennslis-, vatns og rafmagnslögnum sem svo eru tengdar við húsið fullbúið með innréttingum og húsgögnum, ef það er ósk kaupanda,“ segir Freygarður í samtali við Land & sögu. Stálgrindarhús.is vinna með kaupanda, arkitektum og verktökum frá fyrstu hugmynd til verkloka. Þannig næst fram ódýr og hagkvæmur byggingarmáti. „Við erum leiðandi fyrirtæki í hönnun, innflutningi og byggingu fallegra stálgrindarhúsa. Innflutningur og starfsemi hófst á árinu 2002. Frá upphafi höfum við lagt ríka áherslu á að húsin séu traust, falleg og vönduð á góðu verði. Eins og verkin sýna, þá hafa þau markmið náðst með sóma. Margra hæða stálgrindarbyggingar með fullmáluðum einangruðum samlokueiningum, gluggum, glerveggjum og steyptum gólfum er sérgrein okkar. Þetta er ódýrasti byggingarmátinn í dag,“ segir Freygarður.

Gekk hratt fyrir sig

Í samtali við Bændablaðið sagði Einar Sveinn Ólafsson hjá Ískalk á Bíldudal að viðvarandi

skortur á húsnæði í öllu héraðinu, ekki bara á Bíldudal heldur líka í nágrannabyggðum, Patreksfirði og Tálknafirði, hefði verið hvatinn að verkinu. „Við töldum einu færu leiðina að ráðast á eigin kostnað í byggingu íbúðarhúsnæðis á Bíldudal sem við síðar getum selt á almennum markaði ef og þegar aðstæður skapast til þess,“ hafði Bændablaðið eftir honum. „Kostnaður er lægri og allt einfaldara. Fólk sendir okkur teikningu eða uppkast og við klárum verkið. Fólk getur verið með fullbyggt hús sem stenst allar íslenskar byggingakröfur á sex mánuðum. Allt sem gera þarf er að hafa undirlag hússins tilbúið við komu, þjappaða uppfyllingu með lögnum sem eru svo tengdar. Sér í lagi eru húsin okkar hentug fyrir landsbyggðina þar sem erfitt kann að reynast að fá iðnaðarmenn til verka. Hvert hús er sérhannað að kröfu kaupanda. Þetta er bylting,“ segir Freygarður.

STÁGRINDARHUS Frjóakur 7 - 210 Garðarbær 6931328 - www.stalgrindarhus.is

This article is from: