Flokkakeppni Landsmóts #1

Page 1

Flokkakeppni Landsm贸ts


Skátaflokkur Íslands 2012 Skátastarf er einstaklega fjölbreytt og til þess að verða sem færastur á sviði skátafræðanna þarf skátinn að æfa sig og þjálfa á fjöldamörgum sviðum. Það er ekki sem verst að geta súrrað hringekju, en skátinn ætti líka að kunna að skrautskrifa í myrkri, þeyta rjóma án handþeytara og lesa veðrið úr skýjabólstrum. Flokkakeppni landsmóts verður að þessu sinni með öðru sniði en oft áður. Þetta bréf útskýrir hvernig keppnin gengur fyrir sig auk þess sem að fyrstu verkefnin verða kynnt. Flokkakeppnin hefst ekki fyrr en skátarnir koma á landsmótið. Hún fer fram á mótsstað og þar verða sigurvegararnir krýndir. Undirbúningur fyrir keppnina fer fram í vetur í skátafélögunum. Þegar skátarnir koma á landsmótið skrá þeir flokkinn til leiks. Keppt verður í þremur aldursstigum: fálkaskátar, dróttskátar og rekkaskátar. Hver flokkur samanstendur af 6-8 skátum á sama aldursbili. Þeir mega koma úr 1-

8 félögum. Flokkurinn má því vera blandaður á milli skátafélaga. Keppnisgreinarnar eru 30 talsins. Þær verða kynntar fyrir skátunum með tölvubréfum til félaganna í vetur. Kynntar verða fimm greinar í einu sex sinnum í vetur. Félögin geta notað verkefnin í vetrarstarfinu eða boðið skátunum að æfa sig í þeim utan fundartíma. Keppnisgreinarnar á mótinu sjálfu eru svipaðar þeim sem sendar hafa verið út í vetur. Þær geta sameinað mörg af þeim verkefnum sem að kynnt hafa verið eða notað ákveðna þætti einhvers verkefnis. Með því að æfa sig í öllum 30 eru keppendur vel undirbúnir fyrir keppnina. Sumar greinarnar þarf að æfa lítið og aðrar meira. Ekki er nauðsynlegt fyrir alla í flokknum að geta gert allt. Þannig getur áhugi hvers og eins fengið að njóta sýn. Byrjið strax að undirbúa ykkur í að taka við titlinum Skátaflokkur Íslands 2012!


Lærðu að binda mismunandi hnúta, þekkja þá og kynntu þér hvernig þeir eru nýttir.

Lærðu eftirfarandi hnúta: rétturhnútur, pelastikk, fánahnútur, áttuhnútur, fiskimannahnútur, einfalt toppstag, stopphnútur, tvöfalt pelastikk, hestahnútur, stokkbragð. Búðu til hnútatöflu

Lærðu eftirfarandi hnúta: rétturhnútur, pelastikk, fánahnútur, áttuhnútur, fiskimannahnútur, einfalt toppstag, stopphnútur, tvöfalt pelastikk. Búðu til hnútatöflu

1. grein - Hnútar

Lærðu eftirfarandi hnúta: rétturhnútur, pelastikk, fánahnútur, áttuhnútur, fiskimannahnútur, einfalt toppstag, stopphnútur, tvöfalt pelastikk, stokkbragð, tyrkjahnútur, apahönd, manharness hitch, prussic hnútur


Kynntu þér útieldun og æfðu þig í að elda á prímus og yfir eldi.

Eldaðu súpu á prímus. Kynntu þér mismunandi gerðir prímusa, kosti þeirra og galla.

Eldaðu súpu og lummur á pímus. Kynntu þér mismunandi gerðir prímusa, kosti þeirra og galla. Notaðu þinn eigin prímus ef þú átt hann.

Eldaðu þriggja rétta máltíð á prímus. Notaðu ferskt hráefni og reyndu að vinna verkefni t.d. í útilegu eða ferð. Eldaðu yfir eldi t.d. með álpappír eða með því að baka. Kynntu þér speglunnarofn (reflector oven) á netinu og gerðu tilraun með hann.

2. grein - Matargerð


Lærðu grunnreglur við að pakka í bakpoka.

Lærðu grunnreglur við að pakka í bakpoka fyrir helgarferð í skála, þar sem bera þarf allan mat. Búðu til búnaðarlista fyrir þig.

Lærðu grunnreglur við að pakka í bakpoka fyrir helgarferð í skála eða helgargönguferð í tjaldi, þar sem bera þarf allan mat. Búðu til búnaðarlista og stilltu bakpokann fyrir þig.

Lærðu grunnreglur við að pakka í bakpoka fyrir vikuferð í tjaldi, þar sem bera þarf allan mat. Búðu til búnaðarlista og stilltu bakpokann þannig að hann passi þér.

3. grein - Bakpokinn


Kynntu þér ský og skýjafar.

Þekktu nokkrar skýjamyndanir. Kynntu þér hvernig hringrás vatnsins virkar.

Þekktu nokkrar skýjamyndanir. Kynntu þér helstu veðrakerfi á íslandi (hæðir og lægðir) og hvernig þær hafa áhrif á þitt starfssvæði.

4. grein - Skýjafar

Þekktu nokkrar skýjamyndanir. Kynntu þér helstu veðrakerfi á íslandi (hæðir og lægðir) og hvernig þær hafa áhrif á þitt starfssvæði. Kynntu þér rétt viðbrögð við stormi t.d. á ferðalagi um vetur.


Lærðu að senda skilaboð með fánum og með hljóðmerkjum (morsi).

Sendið einföld skilaboð á milli staða með flaggastarfrófi og morsi. Ath hægt er að nota síma til að morsa.

Sendið einföld skilaboð á milli staða með flaggastarfrófi og morsi. Ath hægt er að nota síma til að morsa.

Sendið einföld skilaboð á milli staða með flaggastarfrófi og morsi. Ath hægt er að nota síma til að morsa. Notaðu tvær aðferðir til að dulkóða skilaboðin (sjá skátahandbók)

5. grein – Flaggstafróf og mors


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.