Haustblað Röskvu 2016

Page 1

26. Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur Interview with Katrín Jakobsdóttir

16. Óskrifaðar lífs- og siðferðisreglur stúdenta við Háskóla Íslands The Unwritten Ethical Life Rules of the students of the University of Iceland 10. Viðtal við Atla Bollason Interview with Atli Bollason

14. Hvað er Röskva? What’s Röskva?

33. Háskóli fyrir komandi kynslóðir A university for generations to come

Haustblað Röskvu Röskva’s Autumn Paper


Röskva

Útgefandi Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands

Ritstjóri Ingvar Þór Björnsson

Ritstjórn Árni Þórður Randversson, Daníel G. Daníelsson og Nanna Hermannsdóttir

2

Sérstakar þakkir Enskar þýðingar

Ljósmyndir

Alma Ágústsdóttir, Daníel G. Daníelsson, Ingvar Þór Björnsson og Ragna Sigurðardóttir

Árni Þórður Randversson, Ingvar Þór Björnsson, Karen María Magnúsdóttir og Sölvi Steinn Jónsson

Hönnun & umbrot

Prentun

Elvar Smári Júlíusson

Litróf

Ari Guðni Hauksson, Elinóra Guðmundsdóttir, Eydís Blöndal, Karen María Magnúsdóttir, Olgeir Guðbergur Valdimarsson, Ragna Sigurðardóttir, Sigrún Hafsteinsdóttir, Sonja Sigríður Jónsdóttir og Sóley Siggeirsdóttir


Haustblað

4. Ávarp ritstjóra Editor’s note 6. Ávarp odd­ vita Spokepersons’ address 7. Stúdenta­ ráðsliðar Röskvu Röskva’s members of Student Council 8. Fasta­nefndir Stúdenta­ráðs Student Council’s Comittees 10. Viðtal við Atla Bollason Interview with Atli Bolla­son 14. Hvað er Rös­kva? What’s Röskva? 16. Óskrif­ a­ð­ar lífs- og siðferðisreglur stúdenta við Há­ skóla Íslands The Unwritten Ethical Life Rules of the students of the University of Iceland 18. Viðtal við Hug­rúnu Interview with Hugrún 20. Rös­kva á Twitter Röskva on Twitter 22. Er pizzan mín eitruð, Illugi? Is my pizza poisonous, Illugi? 24. Ráð fyrir fjársvelta námsmenn Tips for financially broke students 26. Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur Interview with Katrín Jakobsdóttir 32. Myndir úr starfinu Röskva’s Pictures 33. Háskóli fyrir komandi kynslóðir A university for generations to come 3


Röskva

INGVAR ÞÓR BJÖRNSSON

Ávarp ritstjóra Editor’s note

Kæru samnemendur,

Dear fellow students,

Verið hjartanlega velkomin í skólann eftir verðskuldað og vonandi ánægjulegt sumarfrí. Framundan er spenn­ an­di skólaár fullt af lestri, félagslífi, kaffiklippikortum og prófastressi. Sama hvort að þetta sé ykkar fyrsta ár í háskólanum eða það síðasta vona ég að það verði gjöf­ ult og eftirminnilegt. Þegar öllu er á botninn hvolft eru háskólaárin að vissu leiti eins og jafna Eulers, eiπ + 1 = 0. Skemmtilega einföld, samt svo flókin, falleg og mikilvæg. Sameinar ólíka hluti og opnar svo margar dyr. Og -eiπ daginn erum við útskrifuð. Ég veit ekki. Síðustu mánuði hefur ritstjórn Röskvu unnið hörð­ um höndum að gerð þessa blaðs og gleður það mig mikið að það sé komið í ykkar hendur. Ferlið hefur í senn verið gefandi og skemmtilegt og var markmiðið að gefa út eigulegt blað sem allir gætu haft gaman af. Þakka ég kærlega öllum þeim sem komu að gerð blaðsins á einn eða annan hátt. Blaðið er einnig þýtt á ensku eins og síðustu ár og er það því aðgengilegt fyrir alla þá nemend­ ur við háskólann sem hafa íslensku ekki að móðurmáli. Ég vona innilega að ykkur þyki blaðið skemmtilegt, áhugavert og fallegt og að það komi að góðum notum. Endilega kynnið ykkur einnig starfsemi Röskvu. Fjölbreyttari og skemmtilegri hóp fólks er erfitt að finna. Njótið!

Welcome back to school after a well deserved and hopefully pleasant summer vacation. Ahead of us is an exciting school year full of studying, social events, coffee cards and final exam stress. Whether it’s your first year at the university or your last, I hope it ends up as enriching and memorable. In the end, our years at the university are somewhat like Euler’s equation, eiπ + 1 = 0. Entertainingly simple, yet so complicated, beautiful, and important. Our university years integrate so many different aspects of our lives and open so many new doors. And -eiπ day, we graduate. I dunno. Over the past few months, Röskva’s editing committee has worked day and night on the fall paper, and I’m happy it’s finally in your hands. The process has been both rewarding and fun; our goal was to publish a paper worth owning, and also one that anyone could pick up and enjoy. I would like to thank everyone that has helped us with the publication of this paper in one way or another. We’ve translated it into English as we have the past three years, and we hope that makes the paper accessible to a wider range of students than before. I hope you find the content of the paper enjoyable, interesting, and useful. Finally, I recommend acquainting yourself with Röskva. It’s hard to find a more welcoming, spirited, and diverse group of people at the university. Enjoy!

4


Haustblað

HEILL HEIMUR AF TÆKIFÆRUM bluelagoon.is/atvinna Matreiðslumeistarar

Tölvunarfræðingar Markaðsfræðingar

Ferðamálafræðingar Framreiðslumeistarar Almannatenglar Hjúkrunarfræðingar Leikarar

Sálfræðingar Smiðir

Viðskiptafræðingar

Snyrtifræðingar

Verkfræðingar Lífefnafræðingar Hönnuðir

5


Röskva

EYDÍS BLÖNDAL

Ávarp oddvita Spokeperson’s address

Allt fram streymir endalaust

The flow of life

Ég þurfti fjögur misseri og tvær falleinkunnir til að fatta að háskólanám snýst um að læra að hafa ekki áhyggjur af hlutum sem skipta ekki máli. Næstu ár munu svo fara í að átta mig á því hvað það er sem skiptir máli. Ég held að þetta ávarp skipti til dæmis afskaplega litlu máli í stóra samhenginu, svo ekki taka því of hátíðlega Allt fram streymir endalaust og ég man ekki eftir því að sumarið hafi nokkurn tímann komið en núna er það víst farið og við erum mætt í skólann og ár og dagar líða og svo koma kosningar og útskriftir og draumar svo aftur hrímkalt haust, horfin sumars blíða og áður en við vitum hittum við gamlan vin á förnum vegi sem segir okkur frá dauðsfalli annars vinar eins og hann sé að segja okkur frá því að sprungið hafi undir bílnum hans í morgun. Hvað er það sem skiptir þig máli? Ég ætla ekki að svara þessu enda seint mitt að ákveða. Það eina sem ég bið þig um að gera er að velta þessu fyrir þér. Svo vil ég einnig biðja þig um að gleyma þeirri gömlu mýtu að eigin dauði sé það versta sem muni koma fyrir þig. Það er frábært að lífið sé endanlegt! Þú getur gert allt það sem þig dreymir um og skiptir þig máli og hvort það heppnast eða ekki skiptir engu – við deyjum hvort sem er! Eru ekki annars allir hressir bara, ha? Alltaf í boltanum? HÚH!

It took me four semesters and two failing grades to under­ stand that university is about learning not to worry about things that don’t matter. The next years I intend to spend on learning what it is that actually does matter. I’m pretty sure that in the grand scheme of things this address is one of the things that doesn’t matter so don’t take it too seriously. The flow of life goes on and I don’t remember summer ever arriving but apparently it’s passed and we’re back at school and years go by, then there are elections and graduations and dreams and the biting cold of autumn, summer gone again and before we know it we meet an old friend on a familiar road who tells us of the passing of another friend and that their tire blew out this morning. What is it that matters to you? I’m not here to provide an answer to that question, it’s not my decision. The only thing I ask of you is that you think about it. And also that you forget the myth that your own death is the worst thing that will ever happen to you. The fact that life is finite is fantastic! You can do everything you’ve ever dreamed of and it doesn’t matter whether you succeed or fail - in any case we all die! So, you feeling good? Still playing ball? HÚH!

6


Haustblað

Stúdenta­ráðsliðar Röskvu Röskva’s members of Student Council Félagsvísindasvið / Social Sciences

Ragnar Auðun Árnason

Heilbrigiðsvísindasvið / Health Sciences

Nanna Hermannsdóttir

Ragna Sigurðardóttir

Hugvísindasvið / Humanities

Eydís Blöndal

Elísabet Brynjarsdóttir

Menntavísindasvið / Education

Ingvar Þór Björnsson

Alma Ágústsdóttir

Brynja Helgadóttir

Verkfræði- og náttúruvísindasvið / Engineering and Natural Sciences

1

Elínóra Guðmundsdóttir

2

Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir

7


Röskva

Fastanefndir Stúdentaráðs Alþjóðanefnd

Umhverfis- & Samgöngunefnd

Alþjóðanefnd Stúdentaráðs tekur til meðferðar alþjóð­ lega stúdentasamvinnu og hefur umsjón með samskipt­ um stúdentaráðs við erlenda aðila. Nefndin tekur til meðferðar mál er varða hagsmuni erlendra stúdenta við HÍ og mál íslenskra stúdenta erlendis. Alþjóðanefnd vinn­ur að því að úthluta skiptinemum mentor, ásamt því að skipuleggja móttöku þeirra og kynningu.

Umhverfis- og samgöngunefnd vinnur að bættri aðstöðu fyrir nemendur á háskólasvæðinu, ásamt bættum samgöngumöguleikum til og frá skóla. Auk þess vinnur hún að því að skólinn geti verið fyrirmynd þegar kemur að umhverfismálum, samanber endurvinnslu og sjálf­ bærnisstefnu.

Röskvuliðar í nefndinni Stefán Hermanowicz & Alexandra Ýr van Erven

Fjármála- & Atvinnulífsnefnd Fjármála- og atvinnulífsnefnd vinnur í samstarfi við ýmis fyrirtæki en einblínur á málefni LÍN. Nefndin reynir að finna leiðir til að bæta starfssemi lánasjóðsins og bæta hag stúdenta í öðrum málum er lúta að fjármálum og at­ vinnu stúdenta. Næst á dagskrá hjá nefndinni er tenging atvinnulífsins við háskólann, sýnilegri styrkir og aukið fjármálalæsi. Röskvuliðar í nefndinni Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir & Nanna Hermannsdóttir (Formaður)

Jafnréttisnefnd Jafnréttisnefnd stuðlar að því að allir stúdentar háskólans séu settir undir sama hatt, burtséð frá kyni, bakgrunni, aldri, fötlun, kynhneigð eða öðru. Nefndin sér til þess að jafnréttisáætlun HÍ í kynjajafnréttismálum, stefnu HÍ í málefnum fatlaðra og stefnu HÍ gegn mismunun sé framfylgt. Einnig er lagt upp úr því í samstarfi við jafn­ réttisfulltrúa SHÍ að vekja athugli á jafnréttismálum með ýmsum uppákomum. Röskvuliðar í nefndinni Brynja Helgadóttir & Sigþór Ási Þórðarson

Röskvuliðar í nefndinni Bergrós Arna Sævarsdóttir & Vigdís Bergsdóttir

Fjölskyldunefnd Fjölskyldunefnd fer með hagsmunamál fjölskyldufólks og þeirra stúdenta sem eru foreldrar við HÍ. Helstu baráttu­mál nefndarinnar eru að gæta þess að tillit sé tekið til foreldra í námi, hvað varðar námslán, fæðinga­ rorlof, kennslutíma utan leikskólatíma og önnur mál er varða aðstöður og uppákomur fyrir fjölskyldufólk. Röskvuliðar í nefndinni Eydís Blöndal & Elínóra Guðmundsdóttir (Formaður)

Náms- & kennslumálanefnd Náms- og kennslumálanefnd er ný nefnd sem samþykkt var vorið 2015. Hlutverk nefndarinnar er að halda utan um störf kennslunefnda sviðanna og starfa með þeim. Leitast verður eftir því að nefndin muni starfa sam­ hliða skólanum að úrvinnslu kennslukannana á hver­ ju misseri. Nefndinni er meðal annars ætlað að sjá um kennslumálaþing SHÍ og skólans í samstarfi við aðrar nefndir, ásamt því að kynna nýjar hugmyndir í námi og kennslu fyrir nemendum háskólans.

Félagslífs- & menningarnefnd Félags- og menningarnefnd sér um framkvæmd hels­ tu félagsviðburða sem SHÍ stendur fyrir. Þeir helstu eru nýnemadagar, Háskólaport og Fyndnasti nemi HÍ. Nefnd­in leggur mikið upp úr því að gleðja samstúdenta með góðum móral og samheldni. Röskvuliðar í nefndinni Díana Sjöfn & María Hjarðar

8


Haustblað

Student Council’s committees The Committee of International Affairs The committee of International Affairs deals with the affairs of international students, and oversees the Student Council´s dealings with foreign entities. The committee protects the interests of foreign students at the university, and the interests of Icelandic students studying abroad. The committee works on getting every exchange student a mentor, and plans their welcoming and introduction to the school. Röskva’s committee members Stefán Hermanowicz & Alexandra Ýr van Erven

The Committee of Finance and Economic Affairs The Committee of Finance and Economic Affairs deals with issues concerning the finances and employment of students, primarily with the Icelandic Student Loan Fund, LÍN. The committee bears the brunt of finding ways to improve the funds operations. The committee´s next tasks are improving the univeristy´s relationship with the job market, making grants more visible, and increasing financial literacy among students. Röskva’s committee members Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir & Nanna Hermannsdóttir (Chairman)

The Committee of Equal Rights The Committee of Equal Rights tries to make sure that everyone is treated equally, independent of gender, backround, age, sexuality, disability or anything else. The committee ensures that the university´s policies on gender issues, disability, and discrimination are followed. The committee also works with the Student Council´s antidiscrimination officer to bring attention to matters of equality with lectures and and events. Röskva’s committee members Brynja Helgadóttir & Sigþór Ási Þórðarson

The Committee of Transportation & Environmental Affairs The Committee of Transportation & Environmental Affairs is charged with improving the facilities available to students at the university, and improving transportation to and from school. It also works towards making the university a leader in sustainability and recycling. Röskva’s committee members Bergrós Arna Sævarsdóttir & Vigdís Bergsdóttir

The Committee of Family Affairs The Committee of Family Affairs protects the interests of students with children. Its main job is to make sure that parents are taken in to conideration when it comes to student loans, maternity and paternity leave, teaching hours outside of preschool hours, and other matters affecting those with families at the university. Röskva’s committee members Eydís Blöndal & Elínóra Guðmundsdóttir (Chairman)

The Committee of Education The Committee of Education´s job is to oversee the work of committees of individual schools and work with them. The intention is that the committee will work with the school on processing the semesterly teaching surveys. The committee is also intended to oversee the conference on matters of education hosted by the Student Council and the university, and to work with the council´s other committees to introduce new ideas in education to students.

The Committee of Culture & Social Events. The Committee of Culture & Social Events oversees the planning and execution of any social event hosted by the Student Council. The biggest events are Freshman days, University Flea Markets and The Funniest Student of UI. Its job is to entertain fellow students and keep morale and camaraderie as high as possible. Röskva’s committee members Díana Sjöfn & María Hjarðar

9


Röskva

Viðtal / Interview Ingvar Þór Björnsson

@ingvarbjorns

Skrifaði BA ritgerðina á pólitísku tónleikaferðalagi Viðtal við / Interview with Atla Bollason

Wrote his BA thesis during a political concert tour 10


Haustblað

Atla Bollason kannast eflaust margir við. „Hann er náungi sem hefur reynt að lifa frá degi til dags og reynt að vera ekki of bundinn af landamærum milli greina og hugmynda í þeim” eins og hann orðar það sjálfur. Atli sat í Stúdentaráði fyrir Röskvu á háskólaárunum sínum, var varaformaður Stúdentaráðs og í einni vinsælustu hljómsveit landsins á þeim tíma.

Atli Bollason is, no doubt, a name familiar to many. “He’s a guy who has tried to live life from one day to the other and tried not to be too bound by boarders between articles and their ideas” as he, himself, puts it. Atli was a member of Student Council on Röskva’s behalf during his university years, served as the Student Council’s deputy head and a member of one of the country’s most popular bands at the time.

Breytti Hörpu í Ping Pong borð

Turned Harpa into a ping pong table

Atli hefur ávallt haft gríðarlega mikið á sinni könnu og finnst honum iðulega vandasamt að svara því hvað hann gerir þar sem hann reynir að vinna í mörgum mis­ munandi verkefnum hverju sinni. Hann vinnur nú hjá Jónsson & Le’macks auglýsingastofu, hefur verið með innslög í þættinum Víðsjá á Rás 1 í vetur og er einnig ritstjóri RIFF, Reykjavík International Film Festival, sem verður haldin í þrettánda skipti núna í október. Jafn­ framt hefur hann verið að fást við margskonar myndlist og sjónlist. Til að mynda hefur hann unnið talsvert með ljósin á Hörpu. Hann breytti Hörpu í risastórt Ping Pong borð fyrir tveimur árum og í orgel í ár. „Það er svona ágætt dæmi um að gera eitthvað sem maður kann ekkert að gera. Bara finna fólk sem er til í að vinna að einhverju með manni.” Atli hafði lengi gengið með þessa hug­mynd í kollinum þegar hann hitti Owen Hindley, forritara verkefnisins, í partýi. „Um leið og maður finnur að ein­ hver er til í eitthvað þá er hálfur sigurinn unninn.” Atli lék svo einnig í kanadísku myndinni O, Brazen age en leikstjóranum kynntist hann þegar hann var í meistaranámi í enskum bókmenntum við Concor­ dia University í Montréal í Kanada.

Atli has never been one for idleness and struggles when asked what it is exactly that he does since he is often found working on several projects at once. He is currently employed with Jansson & Le’macks advertising company, is often featured on the Channel 1 radio show Víðsjá and is the editor in chief for RIFF (Reykjavík International Film Festival) which is being held for the thirteenth time in October. He has also been engaged in various visual arts. For example he has worked quite a bit with the lights on the concert hall, Harpa, turning it into a giant ping pong table two years ago and an organ this year. “That’s a pretty good example of doing something you have no clue how to do. You just find people that are willing to take on a project with you.” Atli had been walking around with this idea for a while when he met Owen Hindley, the project’s programmer, at a party. “As soon as you find that person you’re halfway there.” Atli also had a role in the Canadian film O, Brazen Age. He met the director while doing his masters degree in English Literature at Concordia University in Montréal, Canada.

11


Röskva

„Lykillinn að því að fá fullnægjandi verkefni er að vinna með vinum sínum og vera tilbúinn að prófa alls konar hluti með þessu fólki. Það er svo mikilvægt að rey­ na að blörra þessu línu á milli samstarfsmanna og vina.”

“The key to landing satisfying projects is to work with your friends and be ready to try all kinds of things. The film was a certain fantasy for the director, being able to bring all his friends in on a project. It’s vital to blur the line between coworkers and friends.”

Skrifaði BA ritgerðina á pólitísku tónleikaferðalagi Atli var eins og margir vita í Sprengjuhöllinni þegar hún var og hét. Var hún óumdeilanlega vinsælasta hljómsve­ it landsins á árunum 20072008. Á sama tíma var hann að ljúka við BA gráðuna sína í almennri bókmenntafræði. Hann minnist þess að í kring­ um alþingiskosningarnar 2007 fóru þeir hringinn um landið með Samfylkingunni þar sem þeir spiluðu á málefnafundum og kynningum. Það merkilega við þessa hringferð þeirra var að á meðan þeir voru að keyra á milli staða var Atli að skrifa BA ritgerðina sína og Bergur Ebbi Benediktsson, sem gerir það nú gott með Mið-Ísland up­ pistandshópnum, var að skrifa mastersritgerðina sína í lögfræði. Atli er enn talsvert viðriðinn tónlist en hann er plö­ tusnúður og fæst einnig mikið við textagerð. Hefur hann til að mynda samið texta fyrir Högna Egilsson, Hjaltalín, Gus Gus og nú síðast vann hann að nýjustu plötu Helga Björnssonar.

Wrote his BS thesis during a political concert tour Atli was, as many know, a member of the band Sprengjuhöllin which was, without a doubt, the most popular band in Iceland during the years 2007-2008. During that time Atli was also working on his BA in literature. He remembers touring the country with the Social Democratic Alliance (Samfylkingin) around the parliamentary elections in 2007, playing at various political events. Interestingly enough, while this was going on Atli was writing his BA thesis and Bergur Ebbi Benediktsson, who is now a well known comic with the comedy group Mið-Ísland, was writing his Master’s thesis in law. Atli is still involved in music but he is a DJ and lyricist. He has written lyrics for several prominent Icelandic artists, for example Högni Egilsson, Hjaltalín, Gus Gus and he worked on Helgi Björns most recent album.

„Lykillinn að því að fá fullnægjandi verkefni er að vinna með vinum sínum og vera tilbúinn að prófa alls konar hluti með þessu fólki.“

Röskvuárin Eins og kom fram áður ákvað Atli að fara í almenna bókmenntafræði þegar í Háskólann var komið. Þegar hann var á sínu fyrsta ári var hringt í hann og „Röskvu pælingin” kynnt fyrir honum. Hann hafði alltaf verið mjög virkur í félagsstarfi og ákvað því að láta slag stan­ da og sá ekki eftir því. Pabbi hans, Bolli Héðinsson, hafði verið formaður Stúdentaráðs fyrir hönd Röskvu og bróðir hans hafði einnig verið í samtökunum og því var þetta aldrei mikil spurning að mati Atla. Atli var öll 3 árin í Röskvu og var varaformaður Stúdentaráðs í sam­ steypustjórn Röskvu og Vöku á sínu síðasta ári. Einnig sat hann í alþjóðanefnd og var svo ritsjóri Stúdentablaðsins árið eftir útskrift. Mýmargt var í gangi í Stúdentaráði á þessum árum. Það var verið að byggja á Lindargötunni og var stór áfangi fyrir háskólanema að fá þesar íbúðir svona miðsvæðis. Einnig var talsverð umræða um hversu pólitískt Stúden­ taráð ætti að vera en Atli vildi að Stúdentaráð myndi álykta um Vatnsmýrasvæðið þar sem svæðið skipti miklu máli fyrir háskólann. „Vaka setti sig mjög sterkt upp á móti því að við færum inn á þetta svið. Enda mjög eld­ fimt mál.”

His years with Röskva As previously stated, Atli did his BA degree in literature at the University. When he was a first year he received a phone call where the idea of Röskva was introduced to him. He’d always been socially active and decided to go for it, a decision he would not come to regret. His dad, Bolli Héðinsson, had been the head of Student Council on behalf of Röskva and his brother had also been involved with the party, making it an easy decision for Atli. He was an active member of Röskva for the three years he studied at the University and became the deputy head of Student Council during his last year. He also held a place in the Student Council’s International Committee and became the editor in chief for the Student Council’s publication, Stúdentablaðið, after graduating. An abundance of things went on during Atli’s years in student politics. Student dorms were being built at Lindagata and it was a huge victory for students to receive housing that was so central. Additionally, the Student Council heavily discussed just how political they wanted to be. Atli wanted the Student Council to come to a united conclusion on the area of Vatnsmýri, which greatly mattered to the University due to its proximity. “Vaka was heavily against venturing there given that it was quite a flammable subject.”

„It’s vital to blur the line between coworkers and friends.”

Tilfinningamiklar kosningavökur Atli minnist þess hve tilfinningamiklar kosningavökur­ nar voru. Röskva átti undir högg að sækja á þessum árum og gerði það spennuna enn meiri. „Á þessum tíma voru kosningarnar ekki rafrænar og lágu úrslitin oft ekki fyrir fyrr en um 4 að nóttu til og var fólk þá oft búið að vera að drekka í 9 klukkutíma. Hópurinn þarf að vera mjög sterkur. Þetta er alltaf svo mikið spennufall. Grátið og grátið.” Atli minnist þess að Röskvu bauðst á þessum

12

Emotional election nights Alti remembers how emotional election nights were. Röskva was struggling during these years which made emotions run high. People didn’t vote online in these years so it wasn’t uncommon for results to be clear as late as four in the morning, at which point many had been drinking for nine hours straight. “The group dynamic needs to be strong. The emotional crash is unbelievable.


Haustblað

tíma hálftóm risastór íbúð á tveimur hæðum með útsýni yfir Austurvöll alveg frítt. „Það magnaði upp stemningu­ na.”

„Batterí eins og Röskva er frábært til að kynnast fólki” Framundan hjá Atla er meira af því sama. Verkefnin koma yfirleitt með skömmum fyrirvara og líkar honum það vel. „Það er mikilvægast í öllu að kynnast fólki og það er mikilvægt fyrir allt sem þú munt gera í framtíðin­ ni”, segir Atli þegar hann er spurður um hvort hann sé með einhverjar ráðleggingar fyrir fólk sem er að byr­ ja í Háskólanum. „Það er svo mikið sjokk að koma inn í Háskólann því að þar er allt miklu sundurslitnara en í menntaskólanum. Batterí eins og Röskva er frábært til að kynnast fólki og jafn­ framt kynnast fólki af öl­ lum sviðum sem maður hefði annars aldrei hitt” bætir Atli við að lokum.

„Það er svo mikið sjokk að koma inn í Háskólann“

So many tears.” Atli remembers Röskva having been offered a two story apartment with a view of Austurvöllur completely free of charge, “it was intense, making everything else more intense along with it.”

Röskva is great for meeting people The future holds more of the same for Atli. Projects usually don’t arrive with a long notice and that’s the way he likes it. “The most important thing, whatever you’re doing, is to get to know people. That’s important for all future endeavours,” are the words Atli offers as advice when asked whether he has any suggestions for people embarking on a University education. “It’s such a shock to arrive at the University. Everything is more scattered than it is at junior college. A system like Röskva is great for meeting people from all the faculties; people you never would have met otherwise.”

15% AFSLÁTTUR VIÐ FYRSTU KAUP!

www.adidas.is 13


Röskva

Eftir / Written by Sonja Sigríður Jónsdóttir

@sonjasjons

Hvað er Röskva? / What’s Röskva? Þetta byrjaði allt með einu tísti. Svarið við tístinu varð að skilaboðum sem leiddu síðar að kaffispjalli með fyrrum formanni Röskvu. Svo fór boltinn að rúlla og hér er ég, einni meðgöngu síðar, formaður Röskvu sitjandi á kaf­ fihúsi að reyna að setja saman eitthvað spennandi fyrir haustblað Röskvu árið 2016. Kom í ljós að það getur bara reynst rosalega erfitt. Sérstaklega þegar allar fáránlegu sögurnar tengdar mínum tíma í Röskvu rifjast upp. Verst hvað lítið er prenthæft. En látum okkur nú sjá. Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands var stofnuð 1988 við sameiningu tveggja hrey­ finga í hagsmunabaráttu stúdenta. Síðan þá hefur hún verið önnur tveggja fylkinga sem býður fram lista til Stúdentaráðs. Í ár skipum við 10 sæti af 27 í Stúdentaráði Háskóla Íslands (SHÍ). Megináhersla Röskvu hefur alltaf verið sú sama, jafnrétti. Í Háskóla Íslands viljum við sjá jafnrétti allra til náms óháð þeirra stöðu í þjóðfélaginu. Röskva einsetur sér það að láta málefni stúdenta við Háskóla Íslands sér varða. Þessi hagsmunabarátta getur verið margskonar, allt frá stærri málum sem tengjast LÍN, stúden­ taíbúðum FS eða st­ jórnsýslu Háskólans í að vera einfaldlega það að redda sjálfsala eða endurvinnslu­ tunnum þar sem vantar. Við stúdentar þurfum að hafa málsvara og samtök eins og Röskvu sem eru tilbúin að berjast fyrir réttindum okkar. En svo er það líka félagsskapurinn. Velvildin og jákvæða andrúmsloftið greip mig strax á fyrsta fundi­ num sem ég fór á. Allt í einu var ég orðin partur af kraft­ miklum hópi fólks sem hafði brennandi áhuga á að beita sér fyrir hag stúdenta. Það að vera nýliði er auðvelt í Röskvu. Engin spurn­ ing er asnaleg. Hjálpsemin er gríðarleg. Listaferðin hjál­ par sérstaklega, árleg hefð þar sem nýir og eldri meðlimir hittast og fara yfir það helsta sem skiptir okkur stúdenta máli, þar með talinn textann að Ferðalokum og botninn á Gajol flöskunni. Að ganga í hóp fólks sem hefur það að markmiði að bæta sitt nærumhverfi er valdeflandi á allan hátt. Kraf­ turinn sem því fylgir veitir manni byr undir báða vængi. Það er eiginlega alveg rosalegt að fylgjast með eldmóði­ num og kraftinum sem skapast þegar Röskvuliðar sa­ meinast. Það besta af öllu er samt að fá að vera partur af þessu öllu saman. Það er kúl að hafa áhrif. Komið og verið með! Ég er alltaf til spjall - svo ekki sé minnst á kaffi. Verið í bandi. Sonja Sigríður Jónsdóttir, formaður Röskvu

„Megináhersla Röskvu hefur alltaf verið sú sama, jafnrétti.“

14

It all started with a tweet. The answer to the tweet became a message that led to a conversation over coffee with a former chairman of Röskva. One thing led to another and here I am, the chairman of Röskva sitting in a café trying to write something exciting for Röskva’s autumn paper. Turns out that it can be really difficult. Especially when I recall all the ridiculous stories. The worst thing is how little of it is allowed to go out on paper. But let’s see. Röskva is the society of socially minded students at the University of Iceland. It was formed in 1988 when two parties joined forces. It is now one of two parties with representatives on the Student Council. This year Röskva holds 10 of 27 seats in the Student Council. Since it was formed, Röskva’s main focus has always been the same: equality. We believe that everyone should get equal access to education, no matter their economic status or position in society. Röskva fights for student interests. Those include the student loan system, student housing, and contact with the university’s administrative powers. Röskva also takes part in advocating for smaller student interest issues that can still have an impact, such as getting vending machines into university buildings and more accessible recycling bins. Interestingly enough, I first joined Röskva through Twitter. One thing led to another and I eventually ended up attending meetings. The goodwill and the positive atmosphere attracted me right away. All of a sudden I had become a part of a powerful group of people that had a great interest in the matters of students. To be new in Röskva is easy. No question is stupid. The helpfulness is enormous. The election trip is also a great help -it is an annual trip where new and older members meet and discuss the all the things that matter to students. (It often ends with numerous repetitions of the Icelandic song Ferðalok (“Ég er kominn heiiiimmmm!”) and empty Gajol bottles, but that’s just another perk of being in student politics.) To join a group of people whose main ambition is to make their community better is empowering in every way. It is simply awesome to witness the enthusiasm that forms when members of Röskva come together. The best part is being a part of it all. It’s cool to have an impact. Come and join us! We are always up for a chat – and a coffee! Contact us. Sonja Sigríður Jónsdóttir, formaður Röskvu

“Röskva’s main focus has always been the same: equality.“


Haustblaรฐ

15


Röskva

Eftir / Written by Daníel G. Daníelsson

@dannidanielsson

Óskrifaðar lífs- og siðferðis­reglur stúdenta við Háskóla Íslands Kallaðu alla sagnfræðine­ ma forsetadætur- eða syni. Það mun kæta þá mjög.

Farðu aldrei inn á lessto­ fu mastersnema í Gimli þótt þú gætir það alveg sem annars flokks BAnemi. Þú gætir nefnilega dáið.

Leigðu þér vöðlur þegar það spáir slabbveðri.

Ef þú færð hærri pró­ feinkunn vegna mis­ taka kennarans skaltu hiklaust láta kennarann vita. Mér er fúlasta alvara.

Ekki gerast eltihrellir kennarans þíns. Sláðu á spennuna og bjóddu honum frekar á deit. Ekki keyra á milli byg­ ginga á háskólasvæðinu. Nýttu frekar göngutúrinn til þess að dreifa huga­ num í snjóstormi og -15° frosti.

Þér er siðferðislega skilt að öskra „COMIC SANS!“, í hvert skipti sem þú sérð þá leturgerð á háskóla­ svæðinu. Þú getur æft þig núna!

Ekki keyra á milli byg­ ginga á háskólasvæðinu. Nýttu frekar göngutúrinn til þess að dreifa huga­ num í snjóstormi og -15° frosti.

Ef þú ert tískutákn á netheimum mát­ tu endilega koma Kraft-kuldagöllunum aftur vetrartísku. Það er kúl ef allir gera það.

Ef þroskahömlun tak­ markar ekki þitt daglega líf skaltu aldrei nota að­ gengi fatlaðra af prinsip­ pástæðum. Taktu stigann eða farðu heim.

16

Vertu alltaf með símahleðslutæki á þér sama hvert þú ferð. Þak­ kaðu mér seinna.

Ekki fá þér bjór fyrir tíma. Fáðu þér frekar rauðvínsglas.

Daginn sem þú ferð að vitna í YouTube mynd­ bönd í kennslustund í stað kennslubókar máttu íhuga alvarlega að byrja loksins að læra.

Ekki undir nokkrum kringumstæðum skaltu fá þér kokteilsósu á pylsuna þína og plís ekki spyrja af hverju. Ekki keyra á milli byg­ ginga á háskólasvæðinu. Nýttu frekar göngutúrinn til þess að dreifa huga­ num í snjóstormi og -15° frosti.

Í Hámu skaltu láta klippa tvisvar af kaffikortinu þínu, þ.e. fyrir þig og manneskjuna fyrir aftan þig í röðinni. Þegar manneskjan horfir á þig aðdáunaraugum skaltu segja henni að gera það sama fyrir einhvern annan næst. Stattu síðan kyrr og teigaðu eigið kaffi rólega þar til það klárast og hentu pappamálinu í rétta flokkunartunnu. Haltu augnsambandi allan tímann.

Enginn mun segja þér þetta en þú átt að gr­ jóthalda kjafti inni á less­ tofu. Störur háskólanema inni á lesstofu má ekki misskilja sem forvitni eða jafnvel daður. Störurnar eru tákn um einlægt hatur fyrir hvert einasta hljóð sem þú gefur frá þér.


Haustblað

The Unwritten Ethical Life Rules of the students of the University of Iceland

Always have a phone charger with you. Thank me later.

If you’re an online fashion icon please make winter overalls fashionable again. It’s cool if everybody does it.

If you are able bodied, don’t ever use anything reserved- or made for people dealing with disabilities. It’s a matter of principle. Take the stairs or go home.

Please don’t drive between the buildings on campus. Instead, put your walk to good use by clearing your mind while struggling to stay alive in -15 degrees and a snow storm.

Don’t try and be different by taking the giant steps next to the normal steps on your way down to the Students’ Cellar. It’s social suicide.

Don’t stalk your teacher. Ask them on a date instead.

If you meet a history student, don’t call them by their name. Following our latest presidential election history students now prefer being called the president’s daughter or son. It’s a family thing.

Don’t get a beer before class. Get a nice glass of red wine instead.

Don’t ever put kokteilsósa (an Icelandic sauce that is in its base form a mixture of ketchup and mayo) on your hotdog and please don’t ask why.

Waders are the perfect winter wear for when the streets are filled with slush.

Don’t even consider studying in the reading room reserved for masters degree students if you’re just a measly bachelor student. Your life may depend on it.

It is your ethical duty as a university student to scream “COMIC SANS!” every time you see that particular font on campus. You can start practising now!

If a teacher gives you higher marks than you deserve on an exam by accident, notify that teacher. I’m dead serious.

Be more open and do something social with your fellow students at least once a month. It will lift your spirit and relieve stress from your studies. We recommend science trips (“vísindaferðir” or in short “vísó”) but they’ve been proven to get the unlikeliest people to form the strongest of bonds.

When having coffee at Háma, get them to punch your card twice - once for you and once for the person queuing behind you. When that person looks up at you, full of admiration, tell them to do the same for someone else next time. Then firmly plant your feet and slowly chug your coffee until you’ve emptied the paper cup, throwing it the correct recycling bin. Maintain eye contact throughout this process.

If you don’t prepare properly for exams you will get a nice mixture of anxiety- and stress shits paired with some sleepless nights. Try meditating during exams or exercising regularly, even if it’s just a fifteen minute walk. It takes courage to face your studies rather than avoiding them.

Nobody will tell you this but, you should stfu in the reading rooms. Students’ intense stares must not be mistaken for interest in your chiseled bone structure. Stares should be interpreted as an intense hatred of every sound you make.

The day you start quoting Youtube videos instead of your textbooks is the day you should really start studying.

17


Röskva

Eftir / Written by Árni Þórður Randversson

@arnirandvers

Hugrún Geðfræðslufélag stofnað af háskólanemum Educational association on mental health founded by students Snemma á þessu ári stofnaði hópur nemenda á Heilbrigðisvísindasviði geðfræðslufélagið Hugrúnu. Markmið félagsins er að fræða ungmenni um geðheilsu. Stofnendurnir Steinn Thoroddsen Halldórsson læknanemi og jafnframt formaður Hugrúnar og háskólaráðsliðinn Ragna Sigurðardóttir fjáröflunarstýra félagsins sögðu okkur fyrir hvað Hugrún stendur og hvað sé framundan hjá félaginu í vetur.

Early this year a group of students from the School of Health Sciences at the University formed an educational association on mental health and named it Hugrún. The association’s goal is to educate people on mental health. The founders, Steinn Thoroddsen who is studying medicine and is now the chairman of Hugrún, and Ragna Sigurðardóttir, a member of the University Council and Hugrún’s head of fundraising, told us what Hugrún’s purpose is and what the future holds for the association.

Hvað er Hugrún?

What is Hugrún?

Hugrún er geðfræðslufélag sem ætlar að standa fyrir fræðslu um geðheilsu í framhaldsskólum landsins. Hug­ myndir um geðfræðslufélag hafa komið upp áður innan Háskólans, en það var ekki fyrr en á þessu ári sem að hópur nemenda af Heilbrigðisvísindasviði tók sig saman og stofnuðu Hugrúnu. Ragna bendir á að: „Hugmynd­ in að gera félagið þverfræðilegt var tilvalin, samband myndað­ist þvert á milli læknisfræðinnar, sálfræðinnar og síðar hjúkrunarfræðinnar, en margir höfðu áhuga á þessu og boltinn fór að rúlla.“ Fræðslan fer fram í framhaldsskólum landsins og á að bæta þekkingu ungmenna á geðheilsu og geðröskun­ um og veita upplýsingar um hvert sé hægt að leita ef aðstoðar er þörf. Ragna segir að ein af megin ástæðum þess að þau vildu fara með fræðsluna í framhaldsskóla var sú að þetta er einmitt aldurinn þegar fólk byrjar að pæla í geðheilsu, þau fara að finna fyrir einkennum og sumir eru jafnvel komnir með greiningu geðsjúkdóma. Hugmyndin að Hugrúnu kemur frá Ástráði, for­ varnarstarfi læknanema, sem hafa staðið fyrir fræðslu í framhaldsskólum um kynheilbrigði.

Hugrún is an educational association, meant to go into junior colleges to teach people about mental health. The idea of an educational association that focuses on mental health has been raised before within the University but it wasn’t until this year that a group of students from the School of Health Sciences banded together and formed Hugrún. Ragna points out that: “the idea to make the association interdisciplinary was ideal. A bond was formed between students of medicine, phycology and nursing. So many people were interested and it wasn’t long until the ball started rolling.” The education in junior colleges is meant to improve young people’s knowledge of mental health and mental illness, and serve as an informant on where and when you can find help if needed. Ragna says one of the main reasons they wanted to serve as educators in junior colleges was that those are the years people really start to wonder about mental health. They start noticing symptoms and some people even have a diagnosis by that point. The idea of Hugrún was inspired by Ástráður, medicine students’ preventive action, that has for years educated junior college students on sexual and reproductive health.

18


Haustblað

Hver eru markmið og áherslur Hugrúnar?

What are Hugrún’s goals and points of emphasis?

„Markmið fyrir veturinn er aðallega að koma verkefninu af stað og vera með fræðslu í sem flestum menntaskólum á höfuðborgarsvæðinu en svo er vonin að verkefnið verði ennþá stærra að ári þegar kominn er aðeins meiri reynsla á fræðsluna.“ segir Steinn. „Við erum að vinna í því að koma upp heimasíðu og stefnum á að setja fræðsluefni þar inn“ bætir Ragna við. Þau hjá Hugrúnu vonast til að fræðslan hjálpi við að opna umræðuna um geðkvilla og draga úr fordómum gagnvart geðsjúkdómum. Fræðslukvöld verður haldið í Háskólanum í vetur á vegum Hugrúnar og verður það opið öllum.

“The main goal for the winter of 2016-17 is to get the project running and providing education to as many junior colleges in the capital area as we can. We are hopeful the project will grow and be even bigger in a year when we’re more experienced as educators,” says Steinn. “We’re working on getting a website up and running and we plan on putting all kinds of informative material on there,” adds Ragna. The people behind Hugrún hope educating people will open up the discussion of mental health and decrease prejudice against mentally ill people. Hugrún will host an education night at the University this winter, open to everyone.

Er hægt að gerast sjálfboðaliði? Já, nú til að byrja með geta þó aðeins þeir nemendur sem stunda nám á Heilbrigðisvísindasviði gerst sjálfboðaliðar. Ýmsum störfum þarf að sinna en þar má helst nefna fræðara, en það eru þeir sjálfboðaliðar sem fara í fram­ haldsskólana og sjá um fræðsluna. Steinn segir að kostir þess að gerast sjálfboðaliði sé að fræða yngri kynslóðir um geðheilsu og ekki síður að vera öruggari að tala við fólk um geðheilsu í því starfi sem nemendurnir taka sér fyrir hendur eftir útskrift. Allir þeir sem vilja taka þátt í starfi Hugrúnar eru hvattir til þess að ganga í hópinn Geðfræðsla! sem finna má á Facebook.

Can you volunteer?

Allt starf hjá Hugrúnu er sjálfboðaliðastarf og fjár­ magnað með styrkjum. Hægt er að styrkja félagið í geg­ num styrktarreikning félagsins Reikningsnúmer: 0331-26-002581 Kennitala: 590716-0490

All the roles within Hugrún are volunteer roles and the association runs entirely on donations, if you would like to make a contribution you can do so through their donations account. Account number: 0331-26-002581 ID number: 590716-0490

Yes, but right now only people studying at the School of Health Sciences are eligible, many roles need to be filled but educators, in particular, are needed (volunteers that go into junior colleges and host a class of sorts) Steinn says the advantages to volunteering are numerous, namely getting an opportunity to educate younger generations on mental health and growing more confident in discussing mental health, which is likely to come in handy in occupations students may take on after graduation. Anyone who would like to get involved in Hugrún’s work is encouraged to join the group “Geðfræðsla!” which can be found on Facebook.

! U IN ó.is PP ræt Í A st A á N u Ú öl N il s T

ÁRSKORT

NEMA HVAÐ? Strætó gengur í skóla með árskort í appinu. Kauptu nema- og frístundakort á strætó.is og fáðu það sent beint í Strætó-appið eða með póstinum heim.

FRÍSTUNDAKORT Árskort fyrir 6–11 ára Verð: 7.900

NEMA- OG FRÍSTUNDAKORT Árskort fyrir 12–17 ára Verð: 19.900

NEMAKORT Árskort fyrir námsmenn eldri en 18 ára Verð: 46.700

19


Rรถskva

Rรถskva รก Twitter

20


Haustblað

Framtíðin opnar námsmönnum nýja möguleika Framtíðin er námslánasjóður sem opnar möguleika fyrir efnilega nema á öllum aldri sem vilja fjárfesta í fyrsta flokks menntun á Íslandi eða erlendis. Kynntu þér Framtíðina á www.framtidin.is

21


Röskva

Eftir / Written by Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir

@MalfriU

Er pizzan mín eitruð, Illugi? Is my pizza poisonous, Illugi? Ríkið hefur boðið þér í pizzuparty. Illugi Gunnarsson þarf að skipta pizzunum á milli allra sem biðja um hluta. Hvernig ætti hann að skipta pizzunni? Gefur hann þeim sem eru horaðastir mest? Ætlar hann að gefa manninum með börnin eina eða tvær sneiðar? Gerði hann yfirhöfuð ráð fyrir börnum, pantaði hann margarítu? Eða lætur hann alla fá jafn mikið af pizzunni sama þótt þeir haldi á pizzukassa sjálfir? Hvað ef hluti af pizzunni er eitraður? Nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi um nýtt lána­ sjóðskerfi sem er að hluta til styrkjakerfi. Því ber að fagna að loksins hafi verið hlustað á stúdenta, en er þetta kerfið sem við báðum um? Er útfærslan sem sett hefur verið fram það sem stúdentar hafa verið að kalla eftir? Útfærs­ la sem tekur ekki mið af félagslegri stöðu í jöfnunarsjóð sem lánasjóðurinn á að vera. Útfærsla sem stúdentum var ekki boðið að taka þátt í. Útfærslan sem boðuð er bíður upp á misskiptingu. Hún eykur greiðslubyrði barnafólks og þeirra sem verr eru settir fjárhagslega umfram þá sem vel eru settir. Hún býður námsmönnum 40 ára verðtryggð lán sem meiri­ hluti ríkisstjórnar segir að séu eitruð lán. Útfærslan gerir ráð fyrir að allir fái styrk en þeir sem þurfa á meiri hjálp að halda fái líka lán. Útfærslan gerir því ráð fyrir að allir fái eina sneið af pizzunni, óháð þörfum. Er þetta virkilega kerfið sem við báðum um?

22

The state has invited you to a pizza party. Illugi Gunnarsson, our minister of education, has been assigned the role of splitting the pizza among all of those who want a slice. How should he divide it? Should he give those who are skinniest the biggest slice? Should he give the man with the kids on his arm one or two slices? Did he even account for kids, did he order a Margherita? Or should he distribute the pizza equally among everyone, even those who brought their own? What if a portion of the pizza is poisonous? A bill has been proposed on parliament, suggesting changes to the student loan system, making it into a partial scholarship. The fact that parliament is finally listening to the demands of students is cause for celebration, but is this really the system we’ve been asking for? Is the bill written in a way that answers the students’ call? A bill that doesn’t take social standing into account even though the Student Loan Fund is supposedly an equalisation fund. A bill that students had no hand in crafting. The bill proposed is biased. It offers a heavier burden of debt to students supporting children and those in a worse financial situation than those who are well off. It offers students an indexed loan of 40 years which the majority of the government believe are poisonous loans. The bill allows for a scholarship for everyone but additional loans for those who need more than that. The bill suggests everyone receives one slice of pizza without taking people’s needs into account. Does this bill really answer our call?


Haustblaรฐ

23


Röskva

Eftir / Written by Daníel G. Daníelsson

@dannidanielsson

Ráð fyrir fjársvelta námsmenn Kíktu í heimsókn til fólks sem þú veist að hélt veg­ lega veislu fyrir stuttu.

Slepptu því að fara í brunch um helgar og mættu frekar uppábúin/ nn í erfidrykkjur.

Hættu að kaupa kló­ settpappír og notaðu kröftugt vatn úr sturtu eða öðru til skeininga. Passaðu að nota bara kalt vatn því heitt vatn kostar.

Ef lífsnauðsynleg tæk­ jakaup eru óumfýjanleg skaltu gerast Blandari og stofna aðgang á bland. is. Í samfélagi Barna­ lands (eins og það hét í gamla daga) er aðeins um tvennt að velja. Kaupa eða selja. Allt þar á milli eru engar reglur, sem sagt villtara vestur heldur en veraldarvefurinn sjálfur. Þú gætir verið að kaupa stolinn varning, erfðagóss, þrætuepli hjónaskilnaðar og eignir ófjárráða einstaklinga eða þú gætir verið að sporna við neysluhyggju og kaupæði Íslendinga með því að losa þá við drasl sem þeir þurfa ekki.**

24

Sparnaður er ekki alltaf auðveldur innan ramma laganna. Ef þú bendir hálf hrokafullum háskólanemum á að spara, svona rétt á meðan þeir eru að kynnast nýju fólki eða rifja upp kynnin eftir gjöfult vinnusumar, bjóða þér bara í þriggja rétta máltíð á fimm stjörnu hóteli og segja þér auðmjúklega að halda kjafti. Yfirsýn yfir fjármálin er vanmetið fyrirbæri á námsárunum og það mætti gera ráð fyrir því að allir námsmenn hafi upplifað roða í andliti af skömm við að horfa á aumk­ unarverðan heimabankann sinn En til eru fyrirbyggjandi ráð fyrir þeirri kerfisbundnu niður­lægingu sem fylgir því að njóta lífsins í háskólanámi. Leggðu í vana þinn að skila hlutum sem þú fékkst lánaða til fólks á matmálstímum.

Vertu alltaf með litla plastpokarúllu á þér til að birgja þig upp fyrir veturinn þar sem oft eru haldnir viðburðir á háskólasvæðinu þar sem boðið er upp á frían mat.

Farðu frekar út að borða í hádeginu en á kvöldin þar sem margir veitin­ gastaðir bjóða upp á sérk­ jör í hádeginu.

Flakkaðu á milli líkams­ ræktarstöðva á höfuðbor­ garsvæðinu og fáðu að „prófa“ tækin.

Farðu frekar út að borða í hádeginu en á kvöldin þar sem margir veitin­ gastaðir bjóða upp á sérk­ jör í hádeginu.

Farðu frekar út að borða í hádeginu en á kvöldin þar sem margir veitin­ gastaðir bjóða upp á sérk­ jör í hádeginu.

Hættu á leigumarkað­ num og notastu við só­ fasiglingar (e. couchsurf­ ing) í allan vetur. Reyndu að vingast við gestgjafann eða fjölskyldu hans á meðan dvöl stendur, þá ertu líklegri til þess að vera velkomin/nn aftur.

**Höfundur þessara ráða getur stært sig af því að vera Blandari sem keypti sér blan­ dara á bland.is.

Hamstraðu mat og drykk í vísindaferðum, farðu síðan heim og slepptu því að kaupa matvörur alla helgina.

Skráðu þig í trúfélag Zúista, tilbiddu guði Forn-Súmera í hljóði og fáðu 10.000 krónurnar þínar endurgreiddar árlega rétt fyrir jólin.

Fyrir þá listrænu er hægt að kanna nýjar leiðir í listsköpun sinni með því að nota ókeypis hráefni úr náttúrunni. Sand, möl, mold, gras, þara, vatn… jafnvel eigin úrgang.

Bættu samband þitt skyndilega við fjarskylda ættingja og bjóddu þeim út að borða. Eftir máltíði­ na skaltu láta bersýnilega í ljós hversu óheppilegt það hafi verið að gleyma veskinu og að í þokkabót sé tankurinn á bílnum nánast tómur. Ætting­ jarnir aumka sér yfir þér, borga matinn góðfúslega og gefa þér bensínspen­ ing sem þú sparar fyrir næsta strætókort. Þetta skal endurtekið þar til strætókort fyrir veturinn verður að fullu borgað.

Hættu öllu óþarfa búðarápi og dýfðu þér í skjóli nætur ofan í matarmikla ruslagáma matvöruverslana. Að vera ruslari (e. dumpster diver) er mikið þynglyn­ disminni lífsstíll en það hljómar. Það er nefnilega umhverfisvænt og kennir þér að finna nýjar leiðir í eldhúsinu.

Neysluhyggnar auglýs­ ingar sem freista námsmannsins með gylliboðum um fall­ egra og í einhverjum tilfellum betra líf skal forðast eins og heitan eldinn. Svo er minnt á að viðvera í íslenskum verslunarmiðstöðvum skilur ekkert eftir nema holt myrkur við rætur sálarinnar.


Haustblað

Tips for financially broke students Advertisements that boost your filthy consumerist behaviour by making you believe that there is a better and more beautiful life waiting for you should be avoided at all cost. And students are to be mindful of the fact that Icelandic shopping centres leave behind nothing but a hollow darkness in the core of your soul.

Hoard food and drinks at science trips, then go to your place and don’t buy any groceries the rest of the weekend.

Strengthen your relationship with your distant relatives and ask them out to dinner. When it comes to paying for the meal, make sure to lay it on thick regarding how sorry you are for accidentally leaving your wallet at home. Your relatives pity you and pay for everything.

Make a habit of returning things that someone loaned you only at meal times.

Visit your friends and family shortly after they hosted a lavish banquet.

In the case of life essential electronics, make an account on bland.is and buy necessities used. The community of Baby-land (like it was called in the old days) gives you only two options. Buy or sell. In a place that is wilder than the wildest west of the internet itself, there are no other rules. You could be buying a stolen product, a family heirloom, an item gained through a nasty divorce and sold only to spite someone’s former spouse, or you could be opposing Icelanders’ consumerism by helping them getting rid of junk they don’t need.

Check in at different gyms for free by asking employees if you could „test“ the gym facilities.

I don‘t know how it works for those who are not registered citizens of Iceland, but if you fill in an application to become a religious member of the Zuists, you get the chance to pray in silence for ancient Sumeran gods and also get your 10.000 ISK refunded to your bank account right before Christmas.

Saving money within the barriers of the law isn’t as easy as it sounds. If you suggest saving money at the start of term, any cocky student with pockets full of hard earned summer wages will either treat you to a three course, five star meal or humbly tell you to shut your mouth. Keeping tabs on your finances is an underestimated concept during the university years. Recent study shows that all students have experienced the flush of shame that accompanies checking their pitiful bank balance. But there are precautions that can be taken to prevent the systematic humiliation that accompanies enjoying your university years. Stop buying toilet paper and instead use the shower head to clean your unmentionables. Make sure you use cold water for this activity, hot water cost money.

There are plenty of events on campus throughout the year that offer free food. Make sure to always bring a plastic bag to said events.

If you are artistic, try to find new and free materials in nature to express yourself. Sand, gravel, mud, grass, seaweed, water... even your own excrement.

Being a dumpster diver is just more than a hobby, it’s a lifestyle. The rules are simple. Find a supermarket, go behind it, search for untouched food in a dumpster and bring it to your place. It’s great for the environment and also teaches you flexibility in the kitchen!

Stop paying expensive rent to evil landlords and bring the pleasure of your company to others people’s couches! Couchsurfing helps you overcome your fear of strangers and lets you stay for free in someone’s apartment. Make sure to be a pleasant guest so you’ll be welcome again and again and again, for free!

Go to restaurants for lunch, not dinner. There are lots of cheap offers for students at lunchtime because it is way too expensive to treat yourself in the evenings.

25


Röskva

Viðtal: Nanna Hermanns

@nannahermanns

Við höfum sko víst áhrif ! Viðtal við / Interview with Katrín Jakobsdóttir

Yes we do make a difference! 26


Haustblað

Ég ræddi um Röskvu, reynsluna af stúdentapólitík og LÍN frumvarpið við Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna og fyrrum Röskvuliða. Katrín er óneitan­ lega einn vinsælasti stjórnmálamaður landsins og hefur bæði verið orðuð við forseta- og forsætisráðherra­ embættið.

I spoke to Katrín Jakobsdóttir, the chairman of the Left-Green Movement and former member of Röskva, on her experience of student politics, Röskva, and the Icelandic Student Loan bill. Katrín is undeniably one of Iceland’s most popular politicians and many people would like to see her take on either the presidential office or the role of prime minister.

En hvernig byrjaði hún í pólitík?

But how did she get her political start?

Ég var náttúrulega dregin út í þetta. Stundum hafði maður á tilfinningunni að það væri einhver vakt í gangi hjá Röskvu að spotta fólk sem væri alls ekki til í að vera með og það var einhvern veginn dregið inn. Það var Katrín Júlíusdóttir sem náði mér inn í þetta, ég mætti á fund og af því að ég er svo mikið félags­­mála­ tröll þá kviknaði einhver áhugi og sérstaklega á málefn­ um stúdenta.

I was, of course, dragged into this. Sometimes you got the feeling that Röskva had people working on spotting individuals who definitely weren’t interested in joining and somehow dragging those people in. Katrín Júlíusdóttir got me involved. I showed up to a meeting and because of my passion for social issues an interest was lit, especially for students’ interests.

Why did you not want to be involved? Afhverju vildirðu ekki vera með? Ég ætlaði alls ekki að taka þátt í stúdentapólitík, fannst hún alveg vonlaus, einhvers konar útungunarstöð fyrir stjórnmálaflokka. Það voru alveg sömu fordómar í gangi þá og núna. En einhvern veginn drógu málefnin mig inn í þessa hringiðu og ég þurfti að éta ofan í mig það sem ég hafði áður sagt um stúdentapólitík.

I was never going to take part in student politics. I thought it was useless; some kind of hatching centre for political parties. People were full of the same prejudice we see today. However, somehow the topics managed to lure me into this whirlpool and I had to eat my words regarding student politics.

In what way did you participate? Hvernig tókst þú þátt? Ég fór í framboð til Háskólaráðs og sat þá einnig í Stúdenta­ráði. Katrín Júlíusdóttir sat með mér í eitt ár í ráðinu. Á þessum tíma var þetta 18 manna ráð. Þar sátu forsetar allra deilda, fulltrúar nemenda, fulltrúar háskólakennara og rektor.

I ran for University Council and was also member of the Student Council. Katrín Júlíusdóttir and I were the representative members of the University Council for one year. During that time it was composed of 18 members. The head of every faculty had their place, student representatives, teacher representatives and the dean.

27


Röskva

Hvað var að gerast á þínum tíma í stúdentapólitík?

What was going on in student politics during your time?

Þetta var mjög spennandi tími og risastór mál undir. Það var meðal annars verið að takast á um hvort það ætti að taka upp skólagjöld við Háskóla Íslands. Þetta var mjög umdeilt mál en að lokum tók Háskólaráð afstöðu gegn því að veitt yrði heimild fyrir upptöku skólagjalda. Þar að auki var verið að undirbúa lög um HÍ á þessum tíma og miklar breytingar að verða á háskólaumhverfinu. Háskólinn í Reykja­ vík var stofnaður og það myndaðist allt í einu samkeppnisumhverfi í menntun sem ekki hafði verið til staðar áður.

It was a very exciting time and prominent issues being discussed. Among other things, we were discussing whether or not to start charging tuition fees at the University. It was a controversial topic but eventually the University Council took a stand against tuition fees. Laws were also being passed regarding the university and big changes being made to the school’s environment. The University of Reykjavík was formed and suddenly there was a competitive edge to university education that hadn’t existed before.

Ég fæ oft að heyra að við höfum engin áhrif, að við séum bara einhverjir krakkar í alþingisleik. Er eitthvað moment sem þú manst eftir þar sem þú fannst að þú værir að hafa raunveruleg áhrif?

I’m often told that we don’t really make a difference, that we’re just kids playing at parliament. Do you remember a moment where you really felt that your work was making a positive change?

„Þetta var fjarlægur draumur á okkar árum en Röskva talaði fyrir þessu í mörg ár.“

Við vorum dugleg að benda á fjárfram­ lög til HÍ og þó að áhrifin af því séu ekki mælanleg þá skiptir máli að stúdentar tali fyrir skólann og hans stöðu. Ok­ kur tókst allavega oft að vekja athygli. Stundum fær maður viðbrögð strax en stundum ­gerist það hægt og rólega, um­ ræðan breytist og þetta skilaði sér smám saman. Við börðumst líka fyrir því sem við kölluðum “hjarta Háskólans” en það var eitt sameiginlegt mötuneyti fyrir alla í skólanum – og það er komið – Háma og Háskólatorg. Þetta var fjarlægur draumur á okkar árum en Röskva talaði fyrir þessu í mörg ár. Við trúðum því að þetta yrði til þess að skólinn yrði meiri heild. Það er svo hægt að hafa skoðun á hvernig til hefur tekist en það er miklu skemmtilegara að mæta á háskólasvæðið núna og það hefur myndast rými til að halda viðburði, það var ekkert slíkt til. Þessi áhersla náði inn á endanum.

Er eitthvað sem þið gerðuð sem skilaði árangri strax? Baráttan fyrir lengdum afgreiðslutíma Þjóðarbókhlöðunnar. Það var risa mál og náðist í gegn með setuverkfalli stúdenta. Það var gert grín að því á bókasafninu að skyndilega hefði húsið fyllst af fólki sem annars sæist þar aldrei, þ.e. stúdentaráðsliðar því þeir voru náttúrulega al­ drei að lesa. Allt í einu mættu allir stúdentaráðsliðar með bækur, mjög dramatískir á svip. Ég fékk senda mynd nokkrum árum seinna sem sýnir okkur ganga inn í Bókhlöðuna með bækurnar undir hendinni fólkið sem sást hvorki fyrr né síðar! En við sátum til klukkan tíu um kvöldið og þetta dugði til að það var veitt auka fjármagn til að lengja afgreiðslutímann sem hefur verið til kl. 22 síðan.

Hvað fannst þér leiðinlegast? Mér fannst símhringingarnar nokkrum dögum fyrir kjördag alltaf mjög leiðinlegar. Ég kveið fyrir að mæta og taka upp símann. Flestir voru almennilegir og ég kynntist jafnvel fólki í gegnum þessi símtöl sem ég heilsa á götunni. Svo voru auðvitað einhverjir sem sögðust ekki þola stúdentapólitík og maður fékk alveg þá ræðu yfir sig líka. Þá þurfti maður bara að svara því. Þetta er eins og önnur stjórnmál, það er mikilvægt að einhver sinni heildarhagsmunum stúdenta við HÍ.

Hvernig var fólkið sem þú vannst með? Kapp var lagt á að fá fólk úr öllum deildum á listann svo þarna kynntist maður mjög breiðum hópi sem gaf manni innsýn í aðrar deildir. Það var skemmtilegt að kynnast fólki úr öðrum fögum sem maður hefði örugglega aldrei kynnst annars. Það er gott að geta leitað til þess fólks

28

We actively pointed out financial contributions to the University and though the impact of that is hard to measure it certainly matters to have students speak out on the University’s behalf and fight for its position. We, at least, attracted quite a bit of notice. Sometimes you get a reaction straight away but, often times, it happens gradually. The discussion slowly started to change and bit by bit our work paid off. We also fought for what we called “the heart of the University”, a communal cafeteria for all the students - and we now have it - Háma and the University square. It was a distant dream during our time but Röskva fought for it for years. We believed it would be a way to unite the whole school. People’s opinions may vary on how that turned out but the University environment is a much more exciting place now and, in addition, a venue for events has been formed, there wasn’t really anything like that on campus before.

“Students have exerted pressure to bring about improvements on technical equip­ ment, computers and many other things for students.“

Was there anything you did that had an impact straight away?

The fight for longer hours at the National and University Library. That was a huge topical issue and was won through a students’ sit-down strike. People at the library joked that suddenly there was this influx of people that you’d never see there under normal circumstances, i.e. Student Council members because we, of course, never studied. All of a sudden every member of the Student Council was there with their books, looking very dramatic. I got sent a picture, years later, that shows us marching in to the University Library, books in hand - the people that were never seen there, neither sooner not later! We sat there until 10 pm and that was it, we got the added funds to extend the opening hours until 22:00, which have been the hours ever since.

What did you like the least about your time in student politics? I never liked the telephone campaigning a few days before elections. I was very nervous to pick up the phone. Most people were decent and I even got to know some people through those calls that I still greet, but then there were, of course, those that said they couldn’t stand student politics and gave you that whole spiel. You just had to take it in stride and give your answer. It’s just like all politics, it’s important that there is someone there protecting students’ interest.


Haustblað

seinna meir sem sérfræðinga á sínu sviði. Lang fæstir eru í flokkapólitík en hafa byggt upp feril á sínu sviði.

Hvað er þetta fólk að gera í dag? Eru það bara fordómar að Stúdentaráð sé útungunarstöð fyrir stjórnmálaflokkana og framapotara? Þetta er að mörgu leyti óréttmæt gagnrýni. Það eru auðvitað einhverjir sem lentu í landspólitík úr báðum fylkingum en það var samt minnihluti, ég held að ég sé eini atvinnustjórnmála­ maðurinn á mínu ári. Við vorum ekki að ræða heimsmálin í Stúdentaráði en það voru samt skýrar pólitískar línur. Þetta er auðvitað pólitík og eðlilegt að þeir sem hafi áhuga á stjórnmálum fari í stúdentapólitík og þaðan í landspólitíkina. Það er nefnilega spurningin með orsök og afleiðingu. Fólk fær yfirleitt áhuga á stúdentapólitík vegna undirliggjandi áhuga á pólitík.

„Við komumst náttúrulega aldrei áfram ef ekki má gera úrbætur á kerfinu fyrir framtíðina.“

Græddir þú eitthvað persónulega á að taka þátt í starfi Röskvu? Seta mín í Háskólaráði gaf mér tækifæri til að kynnast skólanum frá öllum hliðum. Þar lærði ég mikið um akademíska stefnumótun og var virkur þátttakandi í henni. Það er auðvitað ótrúlega jákvætt að stúdentar öðlist þá reynslu. Maður lærði margt og þurfti oft að endurskoða hvað manni fannst og skipta um skoðun. Í Röskvu var fólk úr ólíkum framhaldsskólum, með ólíkar pólitískar skoðanir, frá miðju til vinstri. Maður lærði að stundum þarf maður að bakka með sína skoðun. Það er það jákvæða við að vinna á breiðum grunni með ólíku fólki; við erum ekki öll sammála en við getum samt unnið að farsælli niðurstöðu. Ég hef alltaf verið hlynnt samstarfi á vinstri væng­ num, líka á Alþingi. Ég tók þátt í Reykja­ víkurlistanum eftir þetta og tók með mér reynsluna úr Röskvu. Það þarf að hafa í huga að til þess að ná árangri þá þarf að gera það með öðrum, maður gerir það ekki einn, og þá þarf að sætta sig við að maður ræður ekki öllu sjálfur en getur samt náð ýmsu fram.

Hvernig komst þú að félagsstörfum áður en þú byrjaðir í Röskvu?

What kind of people did you work with? We put emphasis on getting people in from every department so you got to know a very wide pool of people and gained an insight into other departments. I really enjoyed getting to know people studying other subjects, people I otherwise would have probably never met. It’s good to be able to look to those people later in life as experts in their fields. Only a very small number have gone into politics professionally but have built up a career in their subject.

What are these people doing today? Is it pure prejudice that the Student Council is a kind of hatching centre for political parties and people trying to get ahead? In many ways that criticism is undeserved. There are always going to be a few people that go into politics from both parties but it’s a minority, I think I am the only professional politician from my year. We weren’t discussing world issues in Student Council but you could still distinguish some clear political alliances. It is, of course, politics and it’s only natural that people interested in the subject will go into student politics and then national politics from there. Yes, there is the whole question of causation and correlation. People often become interested in student politics because of an interest in politics.

Do you feel you gained anything, personally, from working with Röskva? Being a member of the University Council gave me an opportunity to get to know the University from all sides. I learned a lot regarding academic strategy and became an active participant in forming it. That’s an invaluable experience for students. You got learn a lot and often had to reconsider your views and alter them. Röskva had members from a multitude of different junior colleges with different political views ranging from left to centre. You learned that your opinion isn’t always the most popular and sometimes you have to let others voice theirs. That’s the good thing about working with such varied people; we don’t always agree but we can always reach a conclusion. I’ve always been an advocate of cooperation within the left wing, in parliament as well. I took part in the R-list (a cooperation between the socialist parties in Reykjavík that ran for city council in 1994, 1998 and 2002) after this and put my experience from Röskva to good use. You always have to keep in mind that to succeed you need to work with others, you can’t do it on your own, and therefore you have to come to terms with the fact that you don’t get to dictate every decision but you can still make your mark.

“The fight for longer hours at the National and University Library. That was a huge topical issue and was won through a students’ sit-down strike.“

Ég var ármaður skólafélagsins í Mennta­ skólanum við Sund og virk í félagslífinu þar. Að einhverju leyti leitar maður í samneyti við fólk, hefur áhuga á því óháð pólitískum viðfangsefnum eða ekki – ég losna örugglega aldrei við það. Ég hafði gaman af því að vinna með fólki , bæði í framhaldsskóla og HÍ, þessi lífsreynsla og stúdentapólitík hefur gagnast mér ótrúlega vel í starfi seinna meir sem ráðherra og þingmaður, þar sem þarf að vinna með fólki og skilja andstæð sjónarmið. Þegar ég tala við háskólanema um stúdentapólitík fæ ég oft þau svör að það sé að fara að útskrifast og að það sem við séum að berjast fyrir núna muni ekki hafa áhrif á þau. Málið með stúdentapólitíkina samanborið við landspólitíkina er að baráttumálin snúa mestmegnis að afmörkaðum hluta samfélagsins. Mættir þú einhverju

In what way were you involved in extracurricular activities before you joined Röskva? I was the head of the school association at Menntaskólinn við Sund and was an active member of the social activities there. In some ways I always find myself looking to

29


Röskva

svipuðu – að fólk skildi ekki hvernig þú nenntir þessu? Það er algengt að fólk haldi að þetta snúist eingön­ gu um það sem er í gangi einmitt núna. Það má ekki gleyma því að þetta snýst líka um samfélagið og framtíð þess. Samfélagið græðir á að allir hafi aðgang að góðri háskólamenntun og staða Háskóla Íslands og annarra háskóla skiptir því miklu máli fyrir íslenskt samfélag. Stúdentapólitík skiptir því ekki bara máli á meðan fólk er í námi heldur skiptir líka máli fyrir samfélagið og fyrir börnin manns. Sum mál verða dægurflugur. Á sínum tíma voru einhverjar ægilegar deilur um staðsetningu á ljósri­ tunarvél sem skiptir náttúrulega engu máli núna en skipti máli þá. Stóra myn­ din er hvernig við getum unnið sam­ félaginu gagn með öflugum háskóla, svo allir geti sótt sér nám óháð efnahag. Þetta eru stóru pólitísku spurningarnar sem eiga alltaf við. Nú er búið að breyta kosningaker­ finu þannig að sviðsráðin sjá meira um þessi minni mál, eins og hvar ljósritunarvélar eigi að vera staðsettar. Þau sjá auðvitað um stærri verkefni líka en þetta gefur SHÍ tækifæri til að einbeita sér að stóru málunum. Sviðsráðin sjá því um málin sem skipta kannski minna máli en er auðveldara að ná í gegn. Þegar maður lítur til baka þá sér maður svo mikið sem skiptir máli í því sem við vorum að gera. Það er gaman að finna að þetta hafi skipt máli. Ég fór að hugsa, varðandi LÍN frumvarpið. Það voru einhverjir aðilar ósáttir við að umræðunni hefði verið frestað fram yfir sumarfrí. Ástæðan virtist vera sú að þá væri ekki verið að gefa þá þeim sem eru núna í námi tækifæri til að nýta sér nýja frumvarpið. Maður gleymir sér stundum í að hugsa bara um hagsmuni fólksins sem er hérna akkúrat núna. Það er þó mikilvægara að finna góða niðurstöðu fyrir framtíðina. Ég lagði fram frumvarp árið 2012 sem ekki varð að lögum og gekk út á að hluti lánanna myndi breytast í styrk að loknu námi. Ég var einmitt gagnrýnd fyrir að þetta myndi ekki nýtast þeim sem hefðu nú þegar tekið námslán. Við komumst náttúrulega aldrei áfram ef ekki má gera úrbætur á kerfinu fyrir framtíðina. Með þessum rökum gætum við bara hætt og sagt að það megi ekkert gera nema það gagnist afturvirkt. Við verðum auðvitað að reyna að hugsa fram í tímann, að við séum að bæta kerfið fyrir komandi kynslóðir en ekki bara fyrir okkur sjálf. Í minni tíð, árið 2009, samþykkti Alþingi t.a.m. tillögu mína um að falla frá kröfu um ábyrgðarmenn á nýjum námslánum. Það er ekki hægt að hafa það viðmót að sé eitthvað lélegt fyrir núverandi námsmenn sé ekki hægt að bæta það fyrir framtíðina, og það skiptir í raun meira máli að vinna verkið vel en að henda því af stað, bara til að koma því sem fyrst í gegn. Þetta snýst ekki eingöngu um hagsmuni stúden­

„Stóra myndin er hvernig við getum unnið sam­ félaginu gagn með öflugum háskóla, svo allir geti sótt sér nám óháð efnahag.“

30

work with people regardless of political subjects or not - I don’t imagine I will ever shake that. I loved working with people both in secondary school and at the University, that life experience and student politics have served me incredibly well in later life, both as a member of parlia­ ment and a cultural minister, where you have to work closely with others and understand opposing views. When I speak to university students on student politics I often hear that they are graduating and there­ fore what we’re working towards doesn’t affect them. The thing about student politics when compared to national politics is that it mostly affects a select group of society. Did you encounter anything similar - that people didn’t understand why you were bothered? It’s common for people to think these matters only regard what is happening right at this moment. You can’t forget that it also regards society as a whole and its future. Society benefits from everyone having access to a good university education and the University of Iceland’s (and other universities’) stance in society impacts the nation as a whole. Student politics, therefore, don’t just regard current students but society and your children who will grow to inherit it. Some issues are short lived. I remember an instance where there was a huge conflict regarding the placement of a copier which, obviously, doesn’t matter now but did then. The big picture is how we can work towards improving our society with a dynamic university so that everyone, regardless of wealth, can pursue an education. That is one of the big political issues that’s always going to be relevant. Now there have been some changes made to the system so that the School (or faculty) Committees deal with most of those smaller issues. They deal with some bigger issues as well but this system lets the Students Council to focus on the more important matters. Allowing the School committees to handle the smaller matters that may prove easier to get approved. Looking back you see so many things that mattered in what we were doing. It’s nice to know you’ve made an impact. I started thinking about the recent bill regarding the Icelandic Student Loan Fund. Some people were upset that the discussion had been postponed until after summer. The reason seemed to be that by doing so, people who are students at this moment in time were not given the chance of benefitting from the bill. You tend to get caught up in the interests of people that are here right now when it is, in fact, more important to reach a solid conclusion for the future. I proposed a bill in 2012, which did not become law, that suggested a portion of a person’s student loans could be turned into a scholarship after the student graduates. I faced the same criticism; that this would not benefit people who had already taken student loans. We will never get anywhere unless you can fix the system for future generations. Using that argument we might as well just quit and say that no changes can be made unless they benefit the past as well. We have to be forward-thinking and

“Looking back you see so many things that mattered in what we were do­ ing. It’s nice to know you’ve made an impact.“


Haustblað

ta í augnablikinu heldur lengri tíma stefnumótun. Ef við skoðum söguna þá er margt sem tengist aðbúnaði háskólanema, ekki einungis afgreiðslutími Þjóðarbókh­ löðunnar heldur að hún hafi verið byggð og að farið hafi verið í sérstakt átak til þess að fylla húsið af bókum sem var ekki síst að undirlagi stúdenta. Stúdentar hafa beitt mjög miklum þrýstingi til að bæta tækniumhverfið, töl­ vubúnað og annað fyrir stúdenta. Allt þetta hefur skipt miklu máli fyrir þá sem koma á eftir. Það má ekki vanmeta hvað stúdentapólitík getur skipt miklu þó hún sé stundum dæmd hart og þeir sem taka þátt í henni álitnir framapotarar. Ég held að þetta sé, fyrst og fremst, spennandi verkefni til að takast á við. Það er frábært fyrir þá sem eru í háskólanámi að fá að hafa áhrif á framtíð háskólans.

Að lokum, afhverju myndirðu hvetja fólk til að taka þátt í stúdentapólitík? Fyrir stúdentana sjálfa skiptir miklu máli að hafa áhrif á umhverfið sitt. Stúdentapólitíkin er í raun hluti af lýðræðismenningu samfélagsins. Lýðræði snýst ekki eingöngu um að kjósa þingmenn á fjögurra ára fres­ ti heldur líka um að hafa áhrif á nærumhverfi sitt. Ég held að það skipti máli í skólasamfélaginu, alveg eins og á vinnustöðum, að fólk taki örlögin í sínar hendur. Þess vegna held ég að það sé mikilvægt að fólk reyni að hafa áhrif á sitt samfélag og sitji ekki bara og láti hlutina fara í taugarnar á sér í þrú eða fimm ár eða hversu lengi sem það er í námi við Háskólann. Ég held að það sé mikil­ vægt fyrir stúdentana að horfa á sitt nærumhverfi og gera breytingar. Margt hefur breyst, t.d. í kennsluháttum, út af þrýstingi stúdenta. Svo held ég að það sé mikilvægt fyrir skólann að eiga liðsmenn í stúdentum. Ég tel að það skipti ótrúle­ ga miklu máli fyrir alla háskóla að stúdentar taki virkan þátt í framþróun í skólasamfélagsins. Ef við horfum til háskólasamfélaga erlendis þá eru þetta samfélög, ekki bara stofnanir með starfsmönnum og gestkomandi ne­ mendum. Þetta eru samfélög og þannig á Háskóli Íslands líka að vera. Einmitt þess vegna skiptir máli að taka þátt.

remember that we’re improving the system for the generat­ ions to come, not just ourselves. In 2009, for example, parliament passed a bill of mine proposing that new student loans taken would not require a financial guarantor. You can’t move forward with the viewpoint that if something sucks for current students, we can’t fix it for future ones. It matters more to reach a viable solution than it does to reach a quick one. We can’t fixate on student interests right at this moment in time, we need to have a wider focus point for strategic planning. If we look back at history there is a lot that pertains to student facilities, not only the longer hours at the National and University Library but that it was built in the first place and the people rallied to fill the house with books which was mostly done as a result of student campaigning. Students have exerted pressure to bring about improvements on technical equipment, computers and many other things for students. That all makes a difference for those coming after you. You can’t underestimate student politics even though it’s often judged harshly and those partaking in it considered to only be trying to use it to further their own careers. I think it’s mostly an exciting challenge to take on. It’s an incredible opportunity for students to impact the University’s future.

Finally, why would you encourage people to take part in student politics? For the students themselves it matters to be allowed to impact their environment. Student politics is in fact a part of living in a democratically cultural society. Demo­ cracy doesn’t just mean you get to vote for your members of parliament every four years but the chance of getting to impact your environment. I think it’s important for the school society, just like it is for workplaces, that people get to take control of their destiny. That’s why I think it’s important to try and make a difference in your society and to not just sit around, getting annoyed by things, for three or five years, or however long you’re a student at the University. I think impacting your environment and getting to be a part of change is so important for students. Many things have already changed, for example the teaching methodology, because of pressure from students. I also think they are an important asset for the University. I think it’s invaluable for every university to have an active student body that wants to be a part of developing the school society. If we look at university societies in other countries you see that they are true communities, not just institutions with staff and visiting students. They’re a unity and that’s how the University of Iceland should be as well. That’s why it’s important to get involved.

31


Röskva

Myndir úr starfinu

32


Haustblað

Eftir / Written by Vigdís Bergsdóttir

A university for generations to Háskóli fyrir come komandi kynslóðir Umhverfislega sjálfbært háskólasvæði. Hljómar svolítið eins og óraunhæf framtíðarsýn draumórakennds um­ hverfissinna. En hvað þýðir sjálfbærni og hvers vegna er mikilvægt að hafa það sem markmið okkar í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur? Sjálfbært Háskólasamfélag er samfélag sem er þannig uppbyggt að það tryggir lífsgæði fyrir bæði nú­vernadi og komandi kynslóðir háskólafólrks. Sjálfbærnin er gríðarlega vítt hugtak en sérstaklega mikilvægt þegar kemur að mótun umhverfisstefnu fyrir okkar framtíð. Töluvert er um að erlendir háskólar hafi tileinkað sér sjálfbærni á sem flestum sviðum með markvissum hætti og nóg er því af fyrirmyndum fyrir Háskóla Íslands í þessum efnum. Háskóli Íslands er einn stærsti vinnustaður lands­ ins og er hann því stór og mikilvægur vettvangur í inn­ leiðingu á grænum gildum. Hann er einnig sérstaklega áhugaverður í þessu samhengi vegna mögulegrar að­ komu fræðasamfélagsins að stefnumótun í umhverfis­ málum til framtíðar. Hvað er að gerast í kringum okkur, er háskólasamfélagið sem við tilheyrum að vinna sam­ kvæmt sjálfbærum hugsjónum? Ef rýnt er í Sjálfbærni- og umhverfisstefnu Háskóla Íslands sem samþykkt var árið 2012 má sjá ýmsa frábæra hluti sem þegar eru komnir í góðan farveg. Hana getur að líta á vefsíðu skólans og mæli ég sérstaklega með því við alla að lesa hana. Ef við

An environmentally sustainable campus. Sounds a bit like an environmentalist’s unrealistic day dream. But what does it mean to be sustainable and why is it an important goal to keep in mind when it comes to anything we do? A sustainable university community is one that is built to ensure a quality of life for not only current university student but coming generations. Sustainability is widely applicable concept but is especially important when it comes to forming an environmental policy for our future. Several universities in other countries have adopted a sustainable environmental policy in most every aspect so there is no lack of role models for the University when it comes to this. The University of Iceland is one of the largest workplaces in the country and is therefore a huge platform for the introduction of green values. The University is especially interesting in this context because of the possible involvement of the academic community in introducing an environmental strategy for future. What is happening around us? Is the University community that we are a part of working in accordance with environmental sustainability? If a close look is taken at the University’s environmental policy which was approved in 2012 you can see that several things are already well underway. The environmental policy is open to everyone on the Univer-

33


Röskva

lítum hins vegar í kringum okkur núna á sér enn stað gríðarleg notkun einnota umbúða um leið og haf af kyrrstæðum einkabílum umlykja háskólasvæðið. Til þess að nægileg framför eigi sér stað í umhverfis­ baráttunni þurfa sem flestir að taka þátt og skilja hvert þeirra hlutverk er í henni. Hver einasti einstaklingur innan háskólasamfélagsins, hvort sem það er nemandi eða starfsmaður, er mikilvægur hlekkur í þessari baráttu og þarf það hlutverk að vera vel upplýst. En háskólinn verður sjálfur að ganga á undan með góðu fordæmi og framfylgja með markvissum hætti eigin stefnumótun frá 2012. Nú í sumar fékk ég það tækifæri að taka þátt í námsstefnu um umhverfismál við University of Oregon í Bandaríkjunum ásamt 21 örðum evrópskum háskóla­ nemum. Að ferðast alla leið til mekka kapítalismans til að læra um umhverfismál fannst mér ansi skoplegt í fyrstu en annað kom svo á daginn. Eftir að hafa dvalið við skólann í um mánuð, við nám í leiðtogahæfni á sviði umhverfismála opnaðist mér ný sýn. University of Oregon er í framvarðarsveit bandarískra skóla í um­ hverfismálum og er sjálfbær hugsunarháttur orðinn þeim tamur í hversdagslegri rútínu og sjálfsagður. Hvort sem um var að ræða mikinn fjölda reiðhjólaskýla, fækkun bílastæða eða hönnun háskólabygginga með hliðsjón af sjálfbærri hugsun þá átti allt sinn grunn í baráttu nemenda fyrir umhverfismálum á sínum tíma. Nemendur geta nefnilega gert ótrúlega mikið í þessum efnum ef þeir láta til sín taka. Kannski er þetta bara spurning um að setjast niður, vera skapandi og hugsa ,,hvað get ég gert í sambandi við umhverfismálin í skólanum mínum?”. Meðan á dvöl minni stóð úti voru allskonar spennandi verkefni í gangi sem sprottið höfðu upp meðal nemenda. Sem dæmi hafði áhugafólk um hjólreiðar tekið að sér fræðslu og kennslu fyrir þá sem vildu byrja að nýta slíkan samgöngumáta. Aðrir höfðu stofnað aktivistahópa sem stóðu fyrir ýmsum gjörning­ um tengdum umhverfismálum á háskólasvæðinu. Enn einn hópurinn hafði búið til ,,Sustainability Podcast” sem voru podcast þættir um umhverfismál háskólans, þar sem markmiðið var að sinna miðlun þekkingar meðal nemenda og stuðla þannig að sterkri umhverfis­ vitund. Framtaksemi af þessu tagi hefur áhrif á starfs­ vettvangi og einnig langt út fyrir mörk háskólans. Mér finnst það vera mikilvægt forgangsatriði að hvetja nemendur og virkja baráttuandann innan Háskóla Íslands, með því að gera þeim ljóst hversu mikið vald þeir hafa í þessum efnum innan háskólasamfélagsins. Það þarf vilja til að móta og koma í framkvæmd hugmyndum um hvernig Háskóli Íslands þróast sem sjálfbær stofnun. Til þess að svo verði þarf hugur nemendanna að fylgja þeirri stefnumótun eftir.

34

sity’s website and I would encourage you to have a read through it. However, looking around on campus you can see an abundance of single-use packaging and an ocean of stationary cars surrounding the buildings. In order for progress to made on the environmental front everyone needs to understand their role in it and take an active part. Each and every individual within the college community, whether student or teacher, is an important component in this battle and needs to be well informed. But the University must set a precedent and systematically see to it that their environmental policy from 2012 is being carried out. This summer I got the opportunity to take part in a seminar on environmental issues at the University of Oregon in America, alongside 21 other European university students. At first I found it amusing to travel all the way to the mecca of capitalism to learn about the environment but not for long. After having stayed at the University for about a month, learning how to take leadership in the environmental fight I took on a whole new outlook. The University of Oregon is in the forefront of American schools when it comes to environmental issues and thinking in a sustainable manner has become second nature to the community in their everyday routines. Whether we look at the number of bike sheds, the decrease in their number of parking spaces or the design of the campus taking sustainability into account, it has all come out of students’ fight for the environment. Students are an incredibly powerful force when they employ themselves. Maybe it’s just a question of sitting down, being creative and asking yourself “what can I do to improve sustainability at my school?” During my stay students had ideas for numerous exciting projects. For example, cyclists took on the role of educating others who wanted to familiarise themselves with that particular mode of transport. Others had created activist groups that organised various events pertaining to environmental issues on campus. Another group had made a sustainability podcast where they discussed environmental issues within the University, where the goal was to mediate knowledge to students and build up a strong environmental awareness. Initiative of this sort influences a workplace and reaches far beyond the University. I think it is a priority to encourage students and activate the fight within the University of Iceland by helping people see what a force they really are within the college community. Will is needed to form ideas on how the University wants to develop as a sustainable institution and implementing them. For that to happen students have to be focused on following through with that strategic planning.


Haustblað

Þetta blað er styrkt af

LITRÓF umhverfisvottuð prentsmiðja

STÚDENTAMIÐLUN

KAFFISTOFUR STÚDENTA STÚDENTAGARÐAR

www.boksala.is

www.studentagardar.is

LEIKSKÓLAR STÚDENTA

facebook.com/Studentakjallarinn

Fjölbreytt og skemmtileg þjónusta á hagstæðu verði fyrir stúdenta við Háskóla Íslands.

Háskólatorgi, 3. hæð Sæmundargötu 4 Sími 570 0700 fs@fs.is www.fs.is

35


Íslenskt fjölskyldufyrirtæki og framleiðsla síðan 1984

Röskva

ILMANDI HLUTI AF DEGINUM TE & KAFFI NOTAR EINGÖNGU ÚRVALS KAFFIBAUNIR FRÁ BESTU RÆKTUNARSVÆÐUNUM, SÉRVALDAR OG BRENNDAR AF BRENNSLUMEISTARA.

36


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.