STÚDENTABLAÐIÐ tÖLUBLAÐ #2
2017-2018
ÞETTA ER ORÐIÐ AÐ EINHVERRI HÖNNUNARKEPPNI
DESEMBER 2017
ÞRÓUN JAFNRÉTTISMÁLA VIÐ ÞARF MAÐUR AÐ VERA ÚR HUNDRAÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS ÁRIN 2012-2016 OG EINUM TIL AÐ MENNTA SIG?
−
−
−
Í febrúar síðastliðnum gerði Jafnréttisnefnd Stúdentaráðs úttekt á aðgengi fyrir hreyfihamlaða í nokkrum byggingum Háskóla Íslands.
Töluverður munur er á viðhorfi nemenda og starfsfólks HÍ um jafnrétti innan skólans.
Að sækja háskólanám getur reynst erfitt fyrir þá sem koma langt að og eru eðlilega skiptar skoðanir á því hvort réttur til náms sé jafn, óháð búsetu.
Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands
Ritstjóri: Ingvar Þór Björnsson
Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands
Ritstjórn: Alexandra Ýr Van Erven Hjalti Freyr Ragnarsson Ingvar Þór Björnsson Karítas Sigvaldadóttir Lísa Björg Attensperger Marta María Arnarsdóttir Ragnhildur Þrastardóttir Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Yfirumsjón með prófarkalestri: Marta María Arnarsdóttir
Prófarkalestur: Marta María Arnarsdóttir Guðrún Brjánsdóttir
Yfirumsjón með þýðingum: Julie Summers
Þýðingar :
Julie Summers Derek T. Allen Lísa Björg Attensperger Mark Ioli Meg Matich
Ljósmyndir: Karítas Sigvaldadóttir
Hönnun og umbrot :
Iona Sjöfn Huntingdon-Williams
Prentun: Litróf
Upplag: 1.500 eintök www.studentabladid.is
/studentabladid /Studentabladid Verkís er einn af stuðningsaðilum Stúdentablaðsins 2017-2018
Efnisyfirlit 5 Ritstjórapistill: Jafnrétti að námi og aðgengismál 6 Formaður SHÍ: Ég líka 8-9 Alþjóðadagar Háskóla Íslands 2017 10-11 Saga kvenna á Alþingi 12-14 ,,Ég hef alveg nóg að skrifa“ Viðtal við Jónas Reyni Gunnarsson 16-17 Hin þögla menntabylting Íslands 18-19 Brot af því besta á Iceland Airwaves 2017 20-22 Jólin í Bóksölu stúdenta 24-25 Nýtt ár og ný markmið hjá Hugrúnu 26-27 Í hvað fara þessir peningar? 28-30 Rýnt í aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi 32-35 Leynikirkjur: Um kristni í Kína og Íran 36-37 Þarf maður að vera úr hundrað og einum til að mennta sig? 38-41 Ljósmyndasamkeppni Stúdentablaðsins 42 Útlendingar sem vilja læra íslensku 44-45 Innblástur: Jófríður Ákadóttir 46-47 Nauðsynlegt að efla almenningssamgöngur 48-50 Stiklað á stóru: Staða og þróun jafnréttismála við Háskóla Íslands árin 2012-2016 52-53 Úr þynnku í þrekraun 54-55 Hver er þín hefð um hátíðirnar? 56-59 Pillan er ekki fyrir alla 60 Glósuvinur – hvað er það? 61 Aðgengismál í HÍ: Þetta er orðið að einhverri hönnunarkeppni 62-63 Listaverk í Háskóla Íslands 64-65 Uppskriftahorn efnalitla námsmannsins 66 Nýtt undir nálinni – Vínylvakningin 67 Besta (jóla)plata allra tíma 68-69 Réttinda-Ronja 70-72 ,,Það er ekki alltaf hægt að vera að grafa ofan í sárið og ætla að hreinsa það“ Viðtal við Fríðu Ísberg
4
Lífið
er ekki bara
saltfiskur Verðmæti sem eiga eftir að reynast þjóð þinni mikilvæg og til heilla um komandi ár. En þá skiptir líka öllu máli að menntun þín
DY N A M O R E Y K J AV Í K
og færni verði metin að verðleikum. Þar komum við til sögunnar.
Hafðu samband við okkur og kynntu þér málið www.bhm.is I bhm@bhm.is Sími 595 5100
Ljósmynd/ir – Photo/s: Karítas Sigvaldadóttir
RITSTJÓRN STÚDENTABLAÐSINS Alexandra Ýr Van Erven
Hjalti Freyr Ragnarsson
Ingvar Þór Björnsson
Julie Summers
Karítas Sigvaldadóttir
Lísa Björg Attensperger
Marta María Arnarsdóttir
Ragnhildur Þrastardóttir
Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir
6
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Ljósmynd/ir – Photo/s: Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
Þýðing / Translation: Julie Summers
Jafnrétti að námi og aðgengismál Accessibility and equality in education RITSTJÓRAPISTILL/ Editor’s note: Ingvar þór björnsson Í inngangi jafnréttisáætlunar Háskóla Íslands kemur fram að skólinn hafi einsett sér að vera ávallt í fararbroddi í jafnréttismálum. Jafnréttisáætlunin á að tryggja jafnrétti innan skólans og oft hefur tekist vel til. Þrátt fyrir það er ljóst að gera má betur og að langt er í land þegar kemur að fullkomnu jafnrétti til náms.
Að stuðla að jafnrétti allra til náms óháð búsetu, kyni, efnahag, fötlun eða aðstæðum að öðru leyti hlýtur að vera eitt veigamesta hlutverk opinbers háskóla Að stuðla að jafnrétti allra til náms óháð búsetu, kyni, efnahag, fötlun eða aðstæðum að öðru leyti hlýtur að vera eitt veigamesta hlutverk opinbers háskóla. Getur Háskóli Íslands státað sig af slíku jafnrétti? Niðurstöður rannsóknar um stöðu og þróun jafnréttismála við Háskóla Íslands sem birt var nú í haust sýna að töluverður munur er á viðhorfi nemenda og starfsfólks Háskóla Íslands um jafnrétti innan skólans. Annað tölublað Stúdentablaðsins er hér með komið út. Yfirskrift þess er jafnrétti að námi og aðgengismál en rík áhersla verður lögð á þessi mál í þessu síðasta tölublaði ársins. Við rýnum í aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi, ræðum nýútkomna jafnréttisskýrslu, geðheilbrigðismál og hvað setur stein í götu þeirra sem koma utan af landi til náms við Háskóla Íslands svo fátt eitt sé nefnt. Síðustu vikur hefur ritstjórn Stúdentablaðsins unnið hörðum höndum að gerð þessa blaðs og gleður það mig mikið að það sé komið í hendur ykkar. Ég vona að þið hafið gagn og gaman af blaðinu og að þið njótið ykkar yfir hátíðirnar. Góðar stundir.
The University of Iceland’s equal rights policy states that the University aims to be at the forefront of the fight against inequality. The equal rights policy is intended to ensure equality within the school, and it has often succeeded in doing just that. However, there is clearly room for improvement, and we have a long way to go in securing equal opportunity in education.
Surely the single most significant role of a public university is to support equal educational opportunities for all, regardless of residence, sex, income, disability or other circumstances Surely the single most significant role of a public university is to support equal educational opportunities for all, regardless of residence, sex, income, disability or other circumstances. Can the University of Iceland claim such equality? A report released this fall on the status and development of equality matters at the University of Iceland shows that students and employees have considerably different views of equality on campus. The theme of this second issue of the Student Paper, the last of the year, is accessibility and equality in education. We’ll delve into these topics in the following pages, scrutinizing access to higher education for persons with disabilities, discussing the newly released equality report, examining mental health issues, and taking a look at the challenges facing students who come from outside the Reykjavík area to study at the University of Iceland. Over the past few weeks, the editorial team has put a great deal of work into getting this issue into your hands. I hope you find the paper interesting and informative and I wish you a wonderful holiday. Enjoy!
7
Þýðing / Translation: Meg Matich
Ljósmynd/ir – Photo/s: Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
formannsPISTILL:
ÉG LÍKA ME TOO Formannspistill: Ragna Sigurðardóttir formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands / Student Council Chair, University of Iceland Jafnrétti hefur mörgum verið hugleikið undanfarnar vikur vegna átaksins #ískuggavaldsins og annarra sem eru undanfari þess eins og #metoo. Mörg hundruð stjórnmálakvenna skrifuðu undir áskorun þess efnis að karlar og stjórnmálaflokkar taki ábyrgð þegar kemur að kynferðisofbeldi og áreitni. Sögur birtust loksins opinberlega af lítillækkun kvenna í stjórnmálum sem hefur viðgengist allt of lengi. Birtingarmyndir þess að samfélagið meti konur ekki til jafns við karlmenn eru fjölbreyttar. Niðrandi orðræða, áreitni og ofbeldi á grundvelli kyns á rætur að rekja til þess að sá hópur sem um ræðir er álitinn minna virði. Jaðarsettir hópar, svo sem flóttafólk, hælisleitendur, innflytjendur, fatlað fólk og hinsegin fólk, finnur fyrir þessari lítillækkun daglega. Í jafnréttisáætlun Háskóla Íslands fyrir árin 2013-2017 kemur fram að skólinn hafi einsett sér að vera ávallt í fararbroddi í jafnréttismálum.1 Í stefnu Háskóla Íslands til ársins 2021 er jafnrétti skilgreint sem ein af þremur helstu gildum skólans og sagt vera leiðarljós í starfi hans og grundvöllur fjölbreytni og virðingar í háskólasamfélaginu.2 Slík viðurkenning á mikilvægi jafnréttis er dýrmæt en tryggja þarf að allir sem koma að starfsemi Háskóla Íslands séu ekki aðeins meðvitaðir um þá stefnu heldur fylgi henni í hvívetna. Stúdentaráð Háskóla Íslands vinnur nú einnig að stefnu í jafnréttismálum. Hafist er handa við gerð verklagsreglna um kynbundna áreitni og kynbundið ofbeldi sem bornar verða upp til samþykktar innan ráðsins. Mikilvægt er að í slíkum stefnum og verklagsreglum sé skilgreining á jafnrétti í víðu samhengi. Ekki má gleyma jaðarsettum hópum í femínskri baráttu og jafnréttisbaráttu almennt. Á sama tíma verðum við að leyfa byltingunni að hafa áhrif á okkur. Það er oft auðvelt að láta vana hugsunarlaust ráða för þegar kemur að hegðun okkar og ákvarðanatöku. Það getur verið erfitt að horfast í augu við vanda sem hefur verið vandlega falinn í áraraðir og sársaukafullt að opna aftur á það sem við höfum sjálf grafið. Þegar sögur um kerfisbundna lítillækkun kvenna líta dagsins ljós gefst okkur hins vegar tækifæri til að breyta rétt. Lítum ekki undan.
Discussions about equal rights have picked up over the past few weeks, in light of the #ískuggavaldsins (#coverofpower) movement and its precursors (#metoo and #höfumhátt [#speakup]). Through social media and other mediums, women in politics have demanded that men in politics, and the parties that back them, be held accountable for sexual violence. Women in other professions have followed suit. Though reports of degradation and debasement are spreading like wildfire in the news, they’re nothing new. In fact, the narrative is an all too familiar one, and it’s gone on far too long. The indications that women are not valued equally with men are wide and varied, and they are pervasive. They range from derogatory speech to sexual assault, and gender-based violence stems from a simple reality: the group experiencing the harm is seen as having inherently less value than the group inflicting it. Marginalized groups — refugees, asylum seekers, immigrants, individuals with disabilities, and LGBTQI+ — experience this same abasement every day. In its 2013-2017 Equal Rights Policy, the University of Iceland resolved to be at the forefront of efforts to tackle inequality.1 The university’s strategic plan for 2016-2021 defines equality as one of three essential values and a guiding principle in the school’s work. Equality is recognized as the foundation for respect within a diverse academic community.2 Though this recognition is important in and of itself, everyone involved with the university and its activities shouldn’t merely be aware of these goals; they should live them out without fail. The University of Iceland’s Student Council is now working on its own equal rights policy. We have already begun drafting procedures to address gender-based violence in the university community – procedures that will soon be presented for passage. It’s imperative that these policies and procedures clearly define equal rights in a wider context. In the feminist fight and the broader struggle for equality, we must not forget other marginalized groups. At the same time, we must let the revolution in. Sometimes, we thoughtlessly let our habits decide for us when it comes to our behaviors and judgements. It can be painful to open up an old wound and difficult to confront a problem that’s been carefully hidden away for years. But when stories of the systemic degradation of women finally see the light of day, they give us, despite all the difficulty, an opportunity to change course. And we won’t back down.
Jafnréttisáætlun Háskóla Íslands 2013-2017. Sótt 26. nóvember 2017 af https://www.hi.is/ sites/default/files/atli/pdf/kynningar/baeklingar/jafnrettisaaetlun_hi_2013-2017.pdf 2 Stefna Háskóla Íslands 2016-2021. Sótt 26. nóvember 2017 af https://www.hi.is/sites/ default/files/atli/pdf/kynningar/baeklingar/stefna_hi_2016-2021.pdf 1
8
University of Iceland Equal Rights Policy 2013-2017. Accessed 26 November 2017 at http:// english.hi.is/university/equal_rights_policy. 2 University of Iceland Strategic Plan 2016-2021. Accessed 26 November 2017 at http://english. hi.is/files/bryndjo/baeklingar/hi21_brochure_ens-01-web.pdf. 1
Brandenburg / SÍA
Við gefum Grænt ljós
Upplýstir viðskiptavinir okkar eiga kost á að fá Grænt ljós, sem staðfestir að þeir noti 100% endurnýjanlega orku. Það felur í sér tækifæri til aðgreiningar á markaði þar sem græn vottun gegnir lykilhlutverki. Þú sækir um Grænt ljós á www.orkusalan.is.
422 1000
orkusalan@orkusalan.is
orkusalan.is
Finndu okkur á Facebook
Grein / By: Ragnhildur Þrastardóttir
Þýðing / Translation: Mark Ioli
ALÞJÓÐADAGAR INTERNATIONAL DAYS Fjölþjóðleg stemmning var í Háskóla Íslands frá sjötta til tíunda nóvember. Þar kenndi ýmissa grasa, hægt var að kynna sér möguleika á námi erlendis og á dagskrá var dans, barsvar, matarsmakk, bíó og fleira. Nokkrir fyrirlestrar voru á dögunum, þar á meðal fyrirlestur um skýrslu Alþjóðamálastofnunar er varðar þjónustu við flóttafólk á Íslandi. Stúdentablaðið fór á stúfana og þaulspurði Sigrúnu Jónsdóttur, formann Alþjóðanefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, SHÍ, út í Alþjóðadaga og aukinn alþjóðleika í íslensku samfélagi.
From November 6th to 10th, the atmosphere at the University of Iceland was decidedly multinational. There were a variety of activities and events for students, such as learning about study abroad opportunities, but the agenda also included dancing, pub quizzes, food tasting, film nights and more. Over the course of several days many lectures were given, including one about a report from the Institute of International Affairs regarding the treatment of refugees in Iceland. The Student Paper got to work and asked Sigrún Jónsdóttir, chair of the Student Council’s International Committee, about International Days and the increasing multiculturalism in Icelandic society.
Hvaða ár byrjuðu Alþjóðadagar? Alþjóðadagar voru fyrst haldnir árið 2015, en sjálfur Alþjóðadagurinn hefur verið haldinn í fjölda ára.
When did International Days begin? Our “International Days” was first held in 2015, but International Day itself has been observed for many years.
Hvernig hafa Alþjóðadagar breyst í áranna rás? Dagskráin hefur helst tekið breytingum. Skrifstofa alþjóðasamskipta hefur reynt að bjóða upp á fjölbreyttari dagskrá sem nær einnig til starfsfólks þótt megináherslan sé á að kynna möguleika á námi í útlöndum fyrir nemendur Háskóla Íslands, hvort sem um er að ræða skiptinám, starfsþjálfun, sumarnám eða nám á eigin vegum. Markmið Alþjóðadaga er að vekja athygli á þeim fjölmörgu tækifærum sem virk þátttaka Háskólans í erlendu samstarfi hefur í för með sér fyrir nemendur, kennara, starfsfólk og háskólasamfélagið í heild. Hvers vegna eru Alþjóðadagar mikilvægir? Markmið Alþjóðadaga er að kynna nám erlendis og hvetja nemendur til þess að nýta sér námstækifærin sem eru í boði. Ísland er lítið land og það er virkilega verðmætt að geta farið erlendis og komið með nýja þekkingu heim. Mikilvægur
10
hluti af því að læra erlendis er einnig að víkka sjóndeildar hringinn sinn. Það er að segja, kynnast nýjum menningum og hefðum.
abroad is also to broaden one’s horizons, in other words, to get to know new cultures and traditions.
Hvaða hlutverk hefur Alþjóðanefnd SHÍ? Alþjóðanefnd SHÍ sér um hagsmunamál erlendra nema, og er nefndin einnig í miklu samstarfi við Skrifstofu alþjóðasamskipta í tengslum við viðburði eins og Alþjóðadaga og móttökudaga erlendra nema. Við berum svo ábyrgð á mentorkerfinu og höldum einn til tvo mentorfundi með mentorunum í byrjun annar til þess að allir geri sér grein fyrir hlutverki sínu. Hlutverk mentora er aðallega að auðvelda erlendum nemendum að aðlagast nýju landi. Allir mentorar skila svo skýrslu í lok annar til að staðfesta að þeir hafi sinnt sínu hlutverki og geti fengið viðauka á prófskírteini.
How has the International Days celebration changed over the years? The program itself has seen the biggest changes. The International Office has worked to offer a diverse program which also involves staff, although the main focus is on educating students about the possibilities for study abroad, whether it be exchange studies, internships, summer studies or independent study. The goal of International Days is to spark interest in the myriad of opportunities that the University’s active participation in international cooperation brings to students, teachers, employees and the university community as a whole.
What is the International Committee’s role? The committee oversees the interests of international students, and also works in cooperation with the International Office on events like International Days, as well as orientation days for foreign students. We are responsible for the mentor program, and hold one or two meetings with mentors at the beginning of the semester so that everyone in the program understands their role. The job of mentors is primarily to help ease the transition of foreign students in their new country. All mentors submit a report at the end of the semester to certify that they have fulfilled their obligations, which enables them to receive an addendum to their diploma.
Hvaða þýðingu hefur það að fara í skiptinám erlendis? Er það eitthvað sem nemendur ættu að gera? Klárlega. Að hafa tækifæri til þess að læra erlendis er mjög verðmætt og nemendur ættu hiklaust að nýta sér það. Allir hafa gott af því að fara örlítið út fyrir þægindarammann,
Why are International Days important? The objective is to promote study abroad and encourage students to take advantage of available opportunities. Iceland is a small country, so it is particularly valuable to be able to go abroad and gain a new perspective on the world. An important part of studying
How important is it to study abroad? Is this something students should do? Absolutely. Having the opportunity to study abroad is very valuable and students should take advantage of it without hesitation. Everyone benefits from stepping a little outside of their comfort zone, getting to know new people, new cus-
Ljósmynd/ir – Photo/s: Kristinn Ingvarsson
kynnast nýju fólki, nýjum siðum og læra að standa á eigin fótum í nýju umhverfi. Voru einhverjar sérstakar áherslur á Alþjóðadögum í ár? Við vildum að Alþjóðadagar yrðu áberandi í ár og reyndum okkar besta til að auglýsa Alþjóðadaga á Uglunni og Facebook auk þess sem við hvöttum nemendafélög til þess að auglýsa daginn, dreifðum einblöðungum út um allt háskólasvæðið og vorum með auglýsingu á skjám Háskólans. Alþjóðanefnd hélt svo tvo viðburði á Stúdentakjallaranum, sem voru auglýstir sérstaklega fyrir erlenda nemendur og mentora, og Valgerður frá Félagsstofnun stúdenta, FS, var okkur innan handar. Hún sá til þess að uppistandskvöld á vegum Stúdentakjallarans yrði á ensku í stað íslensku á miðvikudeginum og skipulagði viðburð í samstarfi við japönskudeildina við Háskólann á föstudeginum. Henni erum við afar þakklát.
„Fjölbreytni er af hinu góða og með fjölbreytni getur fylgt ný þekking og ný sjónarmið sem geta bætt samfélagið og gert það töluvert blómlegra” Á fimmtudeginum vorum við í samstarfi við Café Lingua sem er tungumálavettvangur á vegum Borgarbókasafnsins í samstarfi við ýmsa aðila í samfélaginu. Við mælum
eindregið með því að fólk mæti á viðburði Café Lingua. Hvaða þýðingu hefur það fyrir íslenskt samfélag að það sé sífellt að verða alþjóðlegra? Fjölbreytni er af hinu góða og með fjölbreytni getur fylgt ný þekking og ný sjónarmið sem geta bætt samfélagið og gert það töluvert blómlegra. Myndir þú vilja sjá næstu ríkisstjórn breyta einhverju í alþjóðamálum? En í málefnum flóttamanna? Já, ég tel að ríkisstjórnin eigi að tryggja það að rödd Íslands heyrist á alþjóðavettvangi og leggja sérstaka áherslu á loftslagsmál og jafnréttismál. Á Alþjóðadögum var einmitt viðburður þar sem skýrsla Alþjóðamálastofnunar um þjónustu við flóttafólk á Íslandi var kynnt. Niðurstöðurnar voru satt að segja sláandi en það þarf þó að hafa í huga að þátttakan í rannsókninni var ekki mikil. Auður Birna Stefánsdóttir, verkefnisstjóri hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, kynnti skýrsluna og tildrög hennar og Ásdís Arnalds, verkefnisstjóri hjá Félagsvísindastofnun og doktorsnemi við félagsráðgjafadeild, k y nni helstu niðurstöður úr skoðanakönnun og rýnihóparannsókn sem var gerð meðal flóttafólks á Íslandi. Það þarf greinilega að bæta kerfið sem er hérna heima og gera það heildstæðara, en eins og er eru stofnanir sem aðstoða flóttafólk afar dreifðar og oft vantar verklagsreglur. Þetta þarf að bæta.■
toms, and learning to stand on their own two feet in an unfamiliar environment.
“Diversity is a good thing, and with diversity comes new understanding and perspectives which can benefit the society and make it even more prosperous” Was there any particular focus for this year’s International Days? We wanted it to be impressive this year, and tried our best to promote the event via Ugla and on Facebook. We also posted flyers everywhere, advertised on screens across campus, and encouraged student organizations to help promote it as well. The International Office held two events in the Student Cellar, which were geared particularly toward international students and mentors, and Valgerður from Student Services was invaluable to us. She made sure that stand-up night at the Student Cellar would be in English instead of Icelandic on Wednesday, and organized an event in cooperation with the Japanese department on Friday. We are incredibly grateful to her. On Thursday we worked with Café Lingua, which is a language meetup put on by the Reykjavik City Library in cooperation with several other
organizations. We strongly encourage people to take part in the Café Lingua events. What does increasing multiculturalism mean for Icelandic society? Diversity is a good thing, and with diversity comes new understanding and perspectives which can benefit the society and make it even more prosperous. Would you like to see the next government make any changes in international policy? Or with regards to the refugee issue? Yes, I believe the government should ensure that Iceland’s voice is heard on the international stage, and should place particular emphasis on climate change and equal rights. There was in fact a presentation during International Days about a report from the Institute of International Affairs on the treatment of refugees. The conclusions were actually shocking, but it should be noted that participation in the investigation was limited. Auður Birna Stefánsdóttir, program manager at the University of Iceland’s Institute for Foreign Affairs, delivered the report and its findings while Ásdís Arnalds, doctoral student and program manager at the Social Science Research Institute, presented the main conclusions from the survey and focus group conducted among the refugees in Iceland. There are clearly improvements to be made to the system here at home on a comprehensive scale, but as things stand the departments that assist refugees are scattered and often lack clear policies and procedures. This needs to improve.■
11
Grein / By: þorgerður Anna Gunnarsdóttir
SAGA KVENNA Á ALÞINGI
THE HISTORY OF WOMEN IN ICELAND’S PARLIAMENT
Í Alþingiskosningunum sem fram fóru þann 28. október síðastliðinn voru 24 konur kjörnar til Alþingis Íslendinga og er hlutfall þeirra 38% á móti þeim 39 körlum sem kjörnir voru. Konur á Alþingi hafa ekki verið færri síðan 2009, en í kosningunum það árið var 40% múrinn rofinn í fyrsta sinn. Síðan Ingibjörg H. Bjarnason varð fyrsta konan til að taka sæti á Alþingi Íslendinga þann 15. febrúar árið 1923 hefur staða kvenna á þingi orðið sterkari nánast með hverju kjörtímabili en núverandi hlutfall verður að teljast bakslag fyrir þá jákvæðu þróun sem verið hefur undanfarna áratugi.
In the parliamentary election on October 28, 24 women were elected to Iceland’s parliament along with 39 men, giving women 38% of the total seats. Women in parliament have not been this few since 2009, the year in which the 40% threshold was crossed for the first time. Since Ingibjörg H. Bjarnason became the first woman to take a seat in parliament on February 15, 1923, women’s standing in parliament has strengthened with almost every election. The current proportion is a definite step back from the positive progress of previous decades.
Ingibjörg H. Bjarnason sat á þingi til ársins 1930 en sama ár tók Guðrún Lárusdóttir sæti. Alls sat Guðrún á Alþingi fjögur heil kjörtímabil og hafði hafið það fimmta þegar hún drukknaði í Tungufljóti árið 1938. Í kjölfar fráfalls hennar sat engin kona á þinginu þar til Katrín Thoroddsen tók sæti átta árum síðar, eða árið 1946. Árið 1949 sátu í fyrsta sinn tvær konur samtímis á Alþingi, en allt fram til 1971 sátu að jafnaði ein til tvær konur á Alþingi, að frátöldu kjörtímabilinu frá 1953 til 1956, þegar engin kona var landskjörin. Árið 1971 hlutu í fyrsta sinn þrjár konur sæti á Alþingi, og voru 5% allra þingmanna. Þannig hélst hlutfallið í fjögur kjörtímabil. Árið 1983 bar heldur betur til tíðinda í sögu kvenna á Alþingi þegar fjöldi þeirra þrefaldaðist í kjölfar þess að nokkrar konur tóku sig saman og hristu upp í íslenskum stjórnmálum með Kvennalistanum. Í kjölfar kvennaframboðsins urðu konur á þingi níu talsins og 15% allra þingmanna. Þrátt fyrir að Kvennalistinn byði ekki aftur fram fyrir næsta kjörtímabil á eftir, sem stóð frá 1987 til 1991, hlutu 13 konur landskjör og var hlutfallið því komið í 20%. Næstu fimm kjörtímabil á eftir var hlutfall kvenna að jafnaði á milli 23-35%, en eins og áður sagði var 40% múrinn loks rofinn eftir Alþingiskosningarnar 2009 þegar 27 konur voru kjörnar af landsmönnum til að taka sæti á þingi. Kjörtímabilið sem á eftir kom, frá 2013 til 2016, missti kvenkynið tvo fulltrúa en var hlutfallið þó rétt tæplega 40%, eða 39,7%. Í kjölfar Alþingiskosninga síðasta árs komst kynjahlutfallið á Alþingi sem næst því að endurspegla kynjahlutfall þjóðfélagsins þegar 30 konur tóku sæti á
12
Þýðing / Translation: Julie Summers
Ingibjörg H. Bjarnason held her seat in parliament until 1930. Another woman, Guðrún Lárusdóttir, was elected that same year. Guðrún served a total of four terms and would have begun a fifth had she not drowned in the Tungufljót River in 1938. After her death, eight years passed with no women in parliament, until the election of Katrín Thoroddsen in 1946. The year 1949 marked the first time that two female MPs served simultaneously, and up until 1971 there were generally one or two women in parliament at any given time, with the exception of 1953-1956, when there were none. The year 1971 was the first time three women were elected to parliament, representing 5% of all MPs, a proportion maintained through four electoral terms. Fortunately, 1983 was a watershed year. Several women combined forces and shook up Icelandic politics by forming the so-called Women’s List (Kvennalisti), a feminist political party, with the result that the number of women in parliament tripled. As a result of the party’s efforts, nine women won seats in parliament, representing 15% of all MPs. The Women’s List didn’t nominate candidates for the 1987 election; nevertheless, in national elections, 13 women earned seats in parliament, bringing the percentage up to 20. For the five electoral terms that followed, women generally made up 23-35% of parliament, and as previously noted, the 40% threshold was finally crossed after the 2009 parliamentary elections, when the Icelandic people voted 27 women into office. In the following term, from 2013-2016, the number decreased by two, leaving the percentage just under 40, or 39.7%. Last year’s parliamentary elections brought the
þingi og töldu 47,6% allra þingmanna. Eins og flestum er kunnugt varði það kjörtímabil þó ekki lengi og var þingi slitið í kjölfar upplausnar meirihlutans sem kom til vegna þöggunarmála tengdum kynferðisbrotum. Í raun má rekja stjórnarslitin til radda sterkra kvenna og því getur það talist með ólíkindum að staða kvenna á þinginu hafi beðið slíkt tjón í kjölfar kosninganna sem þær knúðu fram.
Tímalína Timeline
Ýmsar skýringar eru þó á þessum óhagstæðu úrslitum, en þar beinast sjónir hvað helst að nýju flokkunum tveimur sem buðu fram í kosningunum, en á framboðslistum þeirra hallaði helst til mikið á konur. Ekki svo að segja að allir hinir flokkarnir hafi sýnt gott fordæmi í þessum málum, því konur í meirihluta er aðeins að finna innan tveggja þingflokka. Hlutföll karla og kvenna eru jöfn í einum þingflokki.
Guðrún Lárusdóttir drukknar / drowns
Til að sporna við þessari neikvæðu þróun og til þess að tryggja jafnara hlutfall karla og kvenna hafa meðal annars verið uppi hugmyndir um nýtt kvennaframboð, en eins og ýmsir hafa bent á er það ein lausn á vandanum en þó ekki endilega sú eina rétta. Ljóst er að átak hvers stjórnmálaflokks fyrir sig sem og samfélagsins alls er þörf ef virkilega á að festa kynjajafnrétti í sessi á Alþingi Íslendinga.■ gender ratio in parliament the closest it’s ever been to reflecting that of the population. Thirty women took seats in parliament, totalling 47.6% of all MPs. As is now well known, that electoral term was cut short in the wake of a cover-up scandal related to sexual-assault crimes. The dissolution of the government can in fact be traced to the voices of strong women, so it’s rather ironic that women in parliament should suffer such a setback as a result of the elections that they pushed for. But there are various explanations for the unfavorable results, such as the fact that the two new parties that participated in this election had very few female candidates. That’s not to say that all the other parties have set a good example in this area – only two parties have more female MPs than male MPs, and one other party has an equal number of male and female MPs. Among other ideas, the notion of forming a new women’s party has been suggested as a means of resisting this negative development and working to ensure equal representation of men and women. As many have pointed out, however, while this is one solution to the problem, it may not necessarily be the best. Ensuring that gender equality in parliament is the new norm will require not only the efforts of each individual political party but of Icelandic society as a whole.■
1923
1923
Fyrsta konan The first woman
1938-1946
Engin kona á þingi No women in parliament
1949
2 konur á þing 2 women in parliament
1971
3 konur á þing 3 women in parliament
1987
15 konur á þing 15 women in parliament
1953-1956
Engin kona á þingi No women in parliament
1983
Kvennalistinn + 9 konur á þing Women’s List + 9 women in parliament
2009
40%
múrinn rofinn threshold crossed
2016
Konur og karlar nánast í 50/50 hlutfalli á þingi Almost equal numbers of male and female MPs
2017 38%
???
Nýr kvennalisti? New women’s list?
13
VIÐTAL: Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir
,,Ég hef alveg nóg að skrifa“ Viðtal við Jónas Reyni Gunnarsson
Stúdentablaðið hitti Jónas Reyni á Kaffi Laugalæk, skammt frá Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins, þar sem hann er með skrifstofu. ,,Geggjað hús. Ég er að skrifa í svefnherbergi Gunnars Gunnarssonar,“ segir hann. Í haust hafa komið út þrjár bækur eftir Jónas, gefnar út af forlaginu Partusi, ljóðabækurnar Leiðarvísir um þorp og Stór olíuskip og skáldsagan Millilending.
,,Mjög ólík form“ ,,Þetta eru mjög ólík form,“ segir Jónas um form ljóðsins og skáldsögunnar. ,,Ég er líka núna að vinna í sjónvarpsþáttahandritum. Ólík form gefa manni misjafna hluti. Ég hugsa að ég finni fyrir mestu frelsi gagnvart forminu í skáldsögunni, en það er ekki þar með sagt að hún sé auðveldasta formið. Oft getur verið erfiðara að finna ekki veggina þrengja að sér, eins og maður gerir til dæmis í kvikmyndahandritum sem gera meiri kröfur um að svara spurningum og hafa hluti skýra. Skáldsagan er mest ,,sloppy“ og frjálsasta formið og ég er búinn að njóta mín mjög vel að vinna í því núna. En það er allt önnur tilfinning gagnvart ljóðunum. Mér finnst ég gera það svo mikið fyrir sjálfan mig að skrifa ljóð.“ Uppskrift að tilfinningalegu ástandi ,,Alltaf þegar ég er að skrifa finnst mér ég ekki vera að skrifa um einhverja ákveðna konkret hluti eins og eitthvað í samfélaginu, heldur finnst mér eins og ég sé að skrifa uppskrift að einhverju tilfinningalegu ástandi sem verk gefur manni. Þegar
14
maður les bók, klárar síðustu blaðsíðuna og lokar henni, þá, ef þér finnst bókin góð, situr eitthvað eftir af henni í þér. Það er eiginlega ólýsanleg tilfinning og það sem ég miða alltaf að. Þegar ég er að vinna hugsa ég ekki: ,,Ég ætla að skrifa um samfélagið árið 1900“ heldur eina mjög skýra tilfinningu sem ég ímynda mér að verkið hafi á mann og svo reyni ég að fylla upp í hana. Þetta á sérstaklega við í ljóðum, það er einhver ljóðræn lógík í því að setja saman einingar til þess að skapa tilfinningu. Það er svolítið það sem ég lærði þegar ég var að gera Stór olíuskip en fyrri ljóðabókin, Leiðarvísir um þorp, er aðeins inni í skýrari ramma og aðeins meira um konkret fyrirbæri. Þetta á samt við um allt það sem ég skrifa í rauninni.“ Ritlistarnám í HÍ Jónas Reynir er með bæði BA og MA í ritlist. Um ritlistarnámið segir hann: ,,Maður þarf náttúrulega að fá tíma til að stunda skrif ef maður vill vera að skrifa, og það er það sem maður fær í náminu. Tími á námslánum til að skrifa, og svo er mjög mikilvægt að vera í kringum fólk með sömu markmið og pælingar og
maður sjálfur. Þarna kynntist ég mjög góðum vinum og það voru frábærir kennarar sem hjálpuðu manni mjög mikið. Fyrir mig var mjög gott að geta eytt fimm árum í þetta. Ég held að það sé hægt að segja um langflesta að þeir græði á því að eyða sem mestum tíma í iðjuna sem þeir stunda.“ Millilending Við færum talið að ný útkominni skáldsögu Jónasar, Millilendingu, sem segir frá Maríu, tuttugu og tveggja ára stelpu. Hún er í eins konar millibilsástandi og er stopp í Reykjavík í sólarhring eftir að hún kemur heim frá Brighton og áður en hún á að flytjast til föður síns í Kaupmannahöfn. ,,Ég kláraði fyrsta uppkastið að henni fyrir þremur árum. Vann að því eitt sumar og svo eiginlega gleymdi ég því bara og pikkaði það upp aftur bara á þessu ári og kláraði í byrjun árs. Ljóðabókina Stór olíuskip vann ég meðfram því, kannski yfir heilt ár eða eitthvað svoleiðis.“ Spurður hvort það hafi verið einhver ástæða fyrir því að hann hafi skrifað kvenkyns aðalpersónu, sem er ekki mjög algengt meðal karlkyns höfunda, segir Jónas: ,,Manni
líður ekki alltaf eins og maður hafi tekið skýrar ákvarðanir frá byrjun - maður er einhvern veginn að elta það sem manni finnst rétt, eina litla ákvörðun í einu. Svo endar maður kannski bara á þessum stað á þessum tíma; það verður augljóst fyrir manni að þetta er stelpa, tuttugu og tveggja ára. Það er frekar þannig að maður endi þar heldur en að ég hafi ákveðið þetta alveg frá byrjun. En þegar maður er að skrifa einhverja aðra persónu en sjálfan sig, þá er það stökk - að fara út fyrir sjálfan sig og inn í einhverja aðra persónu. Það eitt og sér er það mikið stökk að það hættir að skipta máli hversu ólík persónan er mér. Eftir því sem maður kynnist henni betur og telur sig þekkja hana betur skiptir
„En eins og í Millilendingu, þó að þetta sé kvenpersóna þá held ég að einstaklingar séu ólíkari heldur en kyn.“
Ljósmynd/ir – Photo/s: Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
það sem skilur okkur að minna máli. En ég var náttúrulega með svipaðan reynsluheim, ég myndi kannski ekki fara og skrifa um afrískan skipstjóra nema leggja á mig virkilega mikla vinnu. Eða kannski myndi ég gera það. En eins og í Millilendingu, þó að þetta sé kvenpersóna þá held ég að einstaklingar séu ólíkari heldur en kyn.“ Jónas segir að það sé pottþétt eitthvað af honum sjálfum í Maríu, sem og öðrum persónum. ,,Mér fannst ég samt ekki vera að skrifa um sjálfan mig - ég var ekki að setja grímu á sjálfan mig. Maður fer bara að þekkja persónuna vel og þá finnst manni maður tengjast henni djúpt. Kannski hef ég líka einhverja kaldhæðna taug í mér, vonandi ekki jafnmikla samt. Reynsluheimur hennar í bókinni er heldur ekkert ótrúlega langt frá mínum reynsluheimi.“ Veruleiki ungs fólks Hluti bókarinnar gerist á djamminu og hún þykir fanga íslenskan djammveruleika. Jónas segist ekki ætla að alhæfa um djammið á Íslandi yfir höfuð en um djammið í bókinni segir
hann: ,,Nákvæmlega þetta djamm í þessari bók finnst mér einkennast af ákveðinni tegund af flótta. Mér fannst eitthvað heillandi við hvað það er þvingað að allir séu að reyna að skemmta sér en í einhverjum flótta eða einhverri krísu. Það er eitthvað mjög heillandi við að tilgangurinn með djamminu sé ekkert nema skemmtun. Þú ert ekki að búa til neitt á djamminu, bara eyða tíma í að skemmta þér.“
„María og vinir hennar hafa verið sögð standa fyrir ákveðna kynslóð, velmegunarkynslóðina sem kann ekki að takast á við mótlæti“ María og vinir hennar hafa verið sögð standa fyrir ákveðna kynslóð, velmegunarkynslóðina sem kann ekki að takast á við mótlæti. Jónas segist ekki hafa hugsað um að veita innsýn inn í ákveðið
samfélag eða kynslóðir þegar hann skrifaði bókina. ,,En það gerist auðvitað ekkert í tómarúmi, persónur eru ekki í lausu lofti og þær verða að vera einhvers staðar. Þær koma frá sjálfum mér og ég set þær í eitthvað umhverfi. Það er örugglega margt í verkinu sem ég er ekkert að pæla í. Eins og ég sagði hugsa ég aðallega um það tilfinningalega ástand sem verkið býr til. Ég á allavega mjög bágt með að hugsa svona breitt eins og ég sé að reyna að segja eitthvað um kynslóðir, ég held að mér myndi mistakast ef ég reyndi það.“ Að vera höfundur á Íslandi í dag Um viðhorf til rithöfunda á Íslandi í dag segir Jónas: ,,Fólk er aðeins að taka við sér í ljóðum, sýnist manni. Það er alltaf meira og meira líf í ljóðasenunni, mikið af upplestrum og viðburðum. En það er mjög erfitt að vera höfundur, ungur höfundur, og komast að. Það er nánast ómögulegt að lifa á því að vera höfundur. En það er auðvitað mjög ljúft að vera bara að skrifa. Það vil ég helst vera að gera. Tíminn sem ég eyði í að skrifa eru verðlaunin fyrir mér. Við höfum takmarkaðan tíma í lífinu og maður finnur
einhverja kyrrð inni í sér ef maður veit að maður er að eyða tímanum sínum rétt. Maður er ekkert endilega að gera eitthvað gagn fyrir aðra eða eitthvað svoleiðis, mér finnst ég ekki vera að gera það. En það er einhver áttaviti inni í mér sem segir að ef mér líður mjög vel með að vera bara að vinna í texta og skrifa, þá sé ég ekki eftir neinum tíma sem fer í það og vildi helst eyða öllum mínum tíma í það. Það er mjög erfitt vegna þess að núna eru í fyrsta skipti einhverjar rithöfundaskyldur, maður þarf að fylgja bókinni eftir. Í kringum útgáfur getur orðið til ákveðið einbeitingarleysi og ég verð dálítið órólegur ef ég næ ekki að sökkva mér nógu mikið í skriftir. En maður þarf kannski bara að venjast því og hætta að væla yfir því að fólk hafi einhvern áhuga á því sem maður er að gera.“ Nóg í bígerð Spurður hvort hann sé með fleiri verk í bígerð segir Jónas: ,,Já, ég byrjaði á næstu skáldsögu bara daginn eftir að ég sendi útgefandanum mínum Millilendingu, og ég var að vinna í henni áður en ég kom hingað. Ég er búinn að skrifa hana svona tvisvar í gegn og held því áfram þangað MEIRA - MORE
15
„Allan tímann, mánuðum saman, er maður að láta eitthvað sökka minna og minna á hverjum degi.“ til í sumar og vonandi verður hún orðin klár þá. Vonandi kemur hún þá út haustið eftir, ef hún sökkar ekki. Það krefst mikillar þolinmæði og langtímaorku að klára eitthvað eins og skáldsögu af því að maður þarf að hafa trú á henni svo lengi og missa ekki þolinmæðina. Allan tímann, mánuðum saman, er maður að láta eitthvað sökka minna og minna á hverjum degi. Það er það sem maður gerir, að minnka sökkið eins og maður getur. Til að verða ekki þunglyndur af því er gott að taka smá hlé. Þess vegna finnst mér gott að skreppa í önnur verkefni þegar ég lendi á erfiðum stað og er aðeins byrjaður að daðra við ljóðahandrit, og búinn að plotta næstu tvær bækurnar á eftir þessari. Oft þarf maður bara fjarlægð og hlé til
16
þess að hugsa skýrt. Ég þarf líka oft svona eurekamóment, einhverja hugljómun.“ Afköst Jónasar hafa verið töluverð þetta haustið. Við spyrjum hvort hann sé svona afkastamikill höfundur. ,,Já, ætli það ekki. Ég hef allavega alveg nóg að skrifa. Það er ekki vandamál, eiginlega bara að finna tíma og peninga til að geta gert það. En mig skortir ekki efni til að skrifa. Ég næ ekki að vinna það hratt að ég tæmi allt sem mig langar til að gera. Allavega eins og er, en ef þú talar við mig eftir hálft ár er það kannski alveg breytt.“■
Brot úr Millilendingu Ég þurfti að ganga hratt til að halda í við strákana. Þeir létu eins og þeir væru merkilegir. Þeir voru eiginlega verri en Brynja, færðu sig ekki þegar þeir mættu fólki, breiddu frekar úr sér á gangstéttinni. En þegar við mættum álíka alfa-strákum sem héldu líka í alvöru að þeir væru merkilegir mjökuðu Óli og Steingrímur sér frá. Stundum verð ég svo þreytt á því að sjá hvað allir eru litlir í sér og ómerkilegir. Ég er ekki að segja að ég sé eitthvað skárri en mér finnst bara eins og þegar ég var lítil hafi verið til fólk sem var með hlutina á hreinu og sátt við lífið en svo gerðist eitthvað og ég fór að sjá hvað fólk er veikt og óöruggt. Ekki að strákarnir hafi þurft að fara til sálfræðings út af því hvað þeir tóku mikið pláss á gangstéttinni en það var samt eitthvað. Stundum er það bara augnaráð eða vandræðaleg þögn sem kemur upp um hvernig fólk er í alvörunni, innst inni, maður sér þetta þegar fólk gleymir sér þegar það er að hugsa um eitthvað. Og enginn getur falið þetta. Áður en ég dey væri ég til í að hitta manneskju sem líður í alvörunni vel.
Ótakmarkaðar mínútur, SMS og 18 GB safnamagn fyrir 3.000 kr. á mánuði.
–
17
Grein / By: Daníel G. Daníelsson
HIN ÞÖGLA MENNTABYLTING ÍSLANDS Þegar dagblaðið New York Times sagði árið 2012 vera „ár opinna netnámskeiða“ eða MOOC (e. Massive Open Online Courses) vakti það mikla athygli. Kristín Ingólfsdóttir, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, hafði á þessu sama ári stofnað nefnd sem hafði það verkefni að kanna og meta kosti opinna netnámskeiða fyrir HÍ. Í stuttu máli hefur sú vinna nú skilað sér í samstarfi Háskóla Íslands og edX, þar sem nýjum kröfum í kjölfar samfélags- og tæknibreytinga verður mætt með akademískum semingi. Samstarfið hófst formlega föstudaginn 17. nóvember þar sem haldinn var viðburður undir nafninu „Flugtak þátttöku Háskóla Íslands í edX“. Áður en ég mætti á viðburðinn hafði ég viðað að mér upplýsingum um það sem hefur verið ritað um opin netnámskeið á Íslandi. Mér til mikillar furðu hafði lítið sem ekkert verið fjallað um opin netnámskeið í fjölmiðlum en mér tókst þó að grafa upp þrjár greinar sem birtust í Morgunblaðinu, DV og Fréttatímanum árin 2013-2014. Hagsbætur afskekktra byggða Fyrsta greinin birtist í febrúar árið 2013 og var brot úr ræðu Kristínar Ingólfsdóttur, þáverandi rektors HÍ, sem var flutt á útskriftarhátíð Háskólans. Nefndi Kristín möguleika opinna netnámskeiða og sagði að HÍ ætti að þurfa að „taka mið af þörfum nýrra kynslóða og tækniþróunar sem geti leitt til betri og frjórri kennsluhátta“ og gætu opin netnámskeið mætt þeirri þörf og skapað „tækifæri til að bjóða nemendum betri menntun.“ Önnur greinin sem ég fann birtist sama ár í september og er eftir Illuga Gunnarsson, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, gjarnan þekktur af stúdentum á Íslandi fyrir LÍN-frumvarp sitt eða hið svokallaða „Illugafrumvarp“. Í grein sinni vitnar Illugi í greinina hér að ofan úr New York Times ásamt því að opin netnámskeið komi til með að vera „íslenskum nemendum og kennurum til mikilla hagsbóta“ . Leyfist mér að bæta þar einnig við nemendum og kennurum á Íslandi af öðrum uppruna þá nefnir Illugi þrenns konar tækifæri opinna netnámskeiða: „Í fyrsta lagi geta nemendur nú setið fyrirlestra hjá mörgum bestu kennurum heims […]“, „í öðru lagi opnast stórkostleg tækifæri fyrir íslenska kennara að bera sig saman við erlenda kollega sína og þróa eigið kennsluefni til að mæta kröfuhörðum nemendum 21. aldarinnar“ og „í þriðja lagi eru mikil tækifæri fyrir sveitarfélög að taka tæknina í sína þjónustu til að kenna nemendum í afskekktum byggðum.“ Gamaldags kennsluhættir yfirgefnir Þriðja greinin er frá árinu 2014 með fyrirsögninni „MOOC er iTunes æðri menntunar“. Segir Kristín Ingólfsdóttir „marga smærri háskóla í Evrópu og Bandaríkjunum hafa áhyggjur af þessari þróun þó svo að aðrir fagni þessari nýbreytni og þeirri byltingu sem hún gæti haft í för með sér.“ Á sama tíma og Kristín stígur varlega til jarðar (eins og rektor er lagið) þá nefnir hún að með opnum netnámskeiðum væri hægt að bjóða „upp á meira einstaklingsmiðað nám, örva umræður og gagnrýna hugsun og setja námsefni í víðara samhengi.“ Anna Elísabet, aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst, segir að Háskólinn hafi „í raun löngu yfirgefið gamaldags kennsluhætti þar sem kennarar standa upp við töflu og halda fyrirlestra fyrir nemendur.“ Í samtali við Þórönnu
18
Jónsdóttur, þáverandi deildarstjóra viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík, segir hún ókeypis námskeið íslenskra háskóla ekki möguleiki en að hugmyndafræði opinna netnámskeiða væri hægt að nýta. Á meðan aðeins „ákveðinn hluti af háskólamenntun getur farið fram með þessum hætti, í gegnum Netið […]“ gæti þetta á sama tíma hjálpað „kennurum að skila betri kennslu“. Flugtak án flugeldasýningar Vindum okkur í samtímann, en viðburðurinn „Flugtak þátttöku Háskóla Íslands í edX“ sem haldinn var föstudaginn 17. nóvember 2017 hafði þétta dagskrá. Þegar ég mætti kaldur í hversdagsfötum var ég spurður hvort ég væri „blaðamaðurinn“ og tók þá eftir því að viðstaddir höfðu haft vit á því að mæta örlítið uppábúnari en vanalega, en mælikvarði minn á það sem er vanalegt innan fræðastéttarinnar er órykugur fatnaður án bóta. Í ræðu Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands, sagði hann að með samstarfi Háskóla Íslands og edX væri Háskólinn „virkur þátttakandi í hnattrænni þróun.“ Útkoman yrði meðal annars aukið aðgengi til náms og yrðu kennsluaðferðir þróaðar samhliða samfélags- og tæknibreytingum. Samfélagið sem edX veitir kæmi sömuleiðis til með að byggja á því að fræðimenn og nemendur hittust, kynntust og sköpuðu á endanum sameiginlega þekkingu. Að lokinni ræðu opnaði Jón Atli fyrir skráningu á svæði HÍ á edX sem kallast „UIcelandX“ og ber námskeiðið heitið „Medieval Icelandic Sagas“ eða Íslendingasögur á hinu ylhýra. Hægt er að skrá sig núna í námskeiðið en það hefst þó ekki fyrr en í mars 2018. Hóflegt lófaklapp fylgdi í kjölfar þessarar byltingar sem var þögulli en ég hafði búist við. Flugeldasýning hefði verið ágæt. „Non-profit“ menntun Í ítarlegu erindi Marc Rudnick, framkvæmdastjóra edX, sagði að með samstarfi edX og HÍ væri edX komið í samstarf við 130 bestu háskóla heims. Áður en haldið verður lengra áfram er kannski best að skoða hvað edX er. EdX var stofnað árið 2012 og tilgang edX segir Rudnick vera af þrennum toga: auka aðgengi til náms, bæta kennsluhætti innan háskólasamfélagsins og auka framþróun rannsókna. EdX er ekki rekið í hagnaðarskyni (e. non-profit) sem er ein af ástæðum þess að Háskóli Íslands var opinn fyrir samstarfi. Á vef edX má finna rúmlega 1.700 opin netnámskeið í yfir 30 námsgreinum. Yfir 13 milljónir notenda eru skráðir á vefnum, 48 milljónir námskeiðsskráninga hafa átt sér stað og er meðalaldur notenda 28 ár. Eins og áður hefur komið fram getur hver sem er skráð sig inn á vefinn, tekið námskeið og fengið formlega viðurkenningu gegn vægu gjaldi, oftast í kringum 50 bandaríska dollara eða 5.159 íslenskar krónur á núverandi gildi. Til að nefna sambærilegar síður með sama vettvang eru Coursera, Khan Academy, Udemy og Udacity mjög vinsælar, en flestar þeirra eru reknar í hagnaðarskyni. Möguleikar „eilífðarstúdenta“ Rudnick kom með dæmi um stúdent sem hafði skráð sig í staðbundið lögfræðinám og ekki fundið sig. Þessi nemandi prófaði að skrá sig í heimspekiáfanga (auðvitað) á edX og fékk
þar af leiðandi áhuga á opinberri stefnu. Vegna jákvæðrar reynslu mun þessi sami nemandi leita síðar á lífsleiðinni til edX eða annarra sambærilegra vefsíðna og verða það sem Rudnick kallar „eilífðarstúdent“ (e. life long learner). Vegna eftirspurnar eilífðarstúdenta setti edX á stofn vettvang fyrir námskeið í meistaranámi í október 2016, MicroMasters, þar sem í dag eru 24 stofnanir skráðar og 40 námsleiðir eru í boði með 206 námskeiðum. Það eru eflaust miklar efasemdir innan stjórnsýslu Háskóla Íslands um að demba sér beint í djúpu laug MicroMasters enn sem komið er, en það væri spennandi ef af því yrði í framtíðinni. Yfir tíu ára reynsla af MOOC Pallborðsumræður tóku síðan við og lýstu stúdentarnir Hrafnkatla Agnarsdóttir og Jökull Jóhannsson jákvæðri reynslu sinni af opnum netnámskeiðum. Þar hafi allir jöfn tækifæri og með stöðugri endurgjöf væri stuðlað að jákvæðri hvatningu. Í stuttu erindi Tryggva Thayer, verkefnisstjóri MenntaMiðju, var spurt hvort opin netnámskeið væru framtíð háskólanáms, en að hans mati væri svo ekki. Hann sagði opin netnámskeið ekki vera breytingarafl í samfélaginu, heldur viðbrögð við breytingaröflum. Viðbrögðin geta verið önnur á morgun og því eru opin netnámskeið byrjunin á einhverju allt öðru. Tryggvi sagði að til að taka næstu skref þyrfti að svara þremur spurningum: „Hvert ætlum við að stefna með þessu?“, „hver eru næstu skref?“ og „hvar viljum við enda eftir nokkra áratugi?“ Anna Helga Jónsdóttir, aðjúnkt í stærðfræði, lýsti reynslu sinni af því að hafa notast við erlend námskeið við kennslu og þar á meðal námskeið frá Stanford sem nemendur hafi verið ánægðir með. Sagði Anna að edX væri hægt að nota með sama hætti til að mæta kröfum nemenda um fjölbreyttara nám. Kolbrún Friðriksdóttir, aðjunkt við Íslensku- og menningardeild, sagði þegar mikla reynslu af opnum netnámskeiðum vera til staðar þar sem vefsíðan www.icelandiconline.com hafi verið starfrækt árin 2004-2013 í samstarfi við Árnastofnun og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Þeir sem sóttu námskeiðin hafi meðal annarra verið innflytjendur, erlendir framhaldsskólanemar og
sendiherrar erlendis í þeim tilgangi að auka við íslenskukunnáttu sína og væru tækifærin því gríðarleg fyrir alla tungumálakennslu. Fræðin gegn „fúski“ Eftir pallborðsumræðurnar steig Hjalti Snær Ægisson, bókmenntafræðingur, upp í pontu og ræddi komandi námskeið sitt á edX í miðaldafræðum. Þar segir hann að áskorunin við gerð námskeiðsins hafi verið að taka ekki of mikið fyrir og þannig teyma fólk í gegnum „undraheima“ Íslendingasagna. Þannig njóti sérfræðiþekkingin sín en á Íslandi hefur hún átt sér langan rannsóknarlegan aðdraganda. Á sama tíma er verið að mæta almenningsáliti og öðru „fúski“ sem hefur verið vinsælt í opinberri umræðu um Íslendingasögurnar, sérfræðingum til mikils ama. Ekki múkk í MOOC? Eftir að hafa kynnt mér umræðu opinna netnámskeiða hérlendis og sömuleiðis setið bæði flugtakið og málþingið kom það mér á óvart hversu lítið hefur verið fjallað um opin netnámskeið opinberlega á Íslandi miðað við alla þá þekkingu sem fólk virðist búa yfir hér á landi. Framvinda opinna netnámskeiða og umræða hennar virðist hafa að mestu leyti átt sér stað á bak við tjöldin frekar en í helstu fjölmiðlum landsins og er það svolítið kaldhæðnislegt að netnámskeið, opin hverjum sem er, hvar sem er og hvenær sem er, hafi fengið litla sem enga opinbera umræðu. Þó má ekki gleyma því að framvindan hefur verið ansi hröð fyrir jafn hægfara stofnun og HÍ, þar sem fimm árum er jafnvel ruglað saman við hið akademíska korter. Samt sem áður er nú tími fögnuðar, þar sem þekkingarútrás íslenskra háskóla er orðin að veruleika með samstarfi Háskóla Íslands og edX og er það ekki einungis „íslenskum kennurum og nemendum til mikilla hagsbóta“ heldur öllum kennurum og nemendum óháð aldri, kyni, félagslegrar stöðu, búsetu eða uppruna. Akademísk dulúð mun heyra sögunni til og hlakka ég til að vera eilífðarstúdent í nettengdu raftæki, hvar og hvenær sem er.■
19
Grein / By: Kristlín Dís Ólafsdóttir
BROT AF ÞVÍ BESTA Á ICELAND AIRWAVES 2017 Nú ættu flestir að vera búnir að jafna sig eftir Iceland Airwaves í ár, þar með talin ég sjálf, en vikan eftir fimm daga djamm er alltaf lituð ákveðinni afneitun um að allt sé búið. Ég mætti seint í Airwavespartíið í ár og missti af fyrsta deginum en það var þó af nógu að taka hina dagana. Ég ætla að stikla á stóru um það sem stóð upp úr í ár.
Á fimmtudeginum fengu gestir Airwaves að bíða í 20 metra röð sem náði frá Lækjartorgi upp að Þjóðleikhúsinu, sumir í allt að einn og hálfan klukkutíma. Þeir sem mættu snemma og þraukuðu í kuldanum fengu þó uppskeru ársins fyrir erfiðið. JFDR opnaði kvöldið og fyllti köld hjörtu af hlýju og á eftir henni tróðu Emiliana Torrini and The Colorist upp með hljómsveit og góðri stemmningu.
„Benjamin hljóp um sviðið og söng jafnt til áhorfenda og gínu af óléttri konu sem var staðsett á miðju sviðinu“ Maðurinn sem sigraði kvöldið mitt var þó án efa Benjamin Clementine. Hann kom fram á tánum með Alex og Alexis á trommum og bassa, en þeir tóku allir þátt í gjörningunum sem áttu sér stað á
20
sviðinu. Benjamin hljóp um sviðið og söng jafnt til áhorfenda og gínu af óléttri konu sem var staðsett á miðju sviðinu. Það var ekki hægt að líta af sviðinu í eina sekúndu en Clementine kom manni stöðugt á óvart með stórkostlegri rödd og sjarmerandi sviðsframkomu. Einir bestu tónleikar sem ég hef farið á fyrr og síðar og ég mæli eindregið með því að kynna sér þennan tónlistarmann.
Föstudagurinn byrjaði á því að ég sá Báru Gísladóttur í Mengi en hún spilar á og lemur kontrabassa. Ég er mikill sökker fyrir að horfa á tónlistarmann halda uppi hljóðfæri sem virðist vera helmingi stærra en hann sjálfur en það var enn magnaðra að heyra hvaða hljóð Bára gat kallað fram úr hljóðfærinu sínu og úr barkanum á sér. Ég sver að það var eins og það væru nokkrar manneskjur á sviðinu á sama tíma. Úr Mengi og yfir á Listasafnið sem var með stóru erlendu nöfnin þetta kvöld. Það var stappað á Mura Masa og bassinn hótaði að sprengja í mér hljóðhimnuna en allt fyrir gott partí; Mura Masa og Bonzai náðu að halda athygli fólks allan tíma og rúmlega það. Fast á eftir þeim fylgdu Sturla Atlas og skiluðu sínu eins og venjulega. Hin einlæga Sigrid kom síðan fram á eftir þeim, brosandi í gallabuxum og hvítum stuttermabol. Á tímum þar sem ímyndin er farin að skipta meira máli en innihaldið er eitthvað mjög hressandi við það að
Ljósmynd/ir – Photo/s: Kristlín Dís Ólafsdóttir
„Þetta var svo brjálæðislega gott að ég gleymdi meira að segja að taka myndir“
horfa á 21 árs gamla tónlistarkonu mæta á stóra sviðið án nokkurs tilbúnings, með það eina markmið að hafa gaman og spila tónlist.
Þetta var svo brjálæðislega gott að ég gleymdi meira að segja að taka myndir. Ég hljóp síðan til að ná Special K sem kom fram með all-star bandinu sínu á Hressó. Þar var allt önnur stemmning og ég tróð mér fremst og lenti óvart á milli útlendinga sem héldu ekki vatni yfir tónlistarkonunum og gátu hreinlega ekki hætt að tala um það. Ég fékk svipaða tilfinningu og ég fékk fyrir íslenska landsliðinu í fyrra og fylltist allt í einu óútskýranlegu stolti yfir því að Special K væri svona mikill fagmaður. Þegar tónleikarnir voru búnir heyrði ég síðan einn túrista segjast hafa verið að labba í miðbænum rétt hjá Katrínu Helgu (Special K) fyrr um daginn en vinunum fannst það mjög merkilegt. Ég verð síðan að minnast á snilldina sem Kelly Lee Owens mætti með á Húrra en það var rafmögnuð stemmning sem seint verður gleymt.
Ég ákvað svo að fara úr troðningnum á Listasafninu í troðninginn á Húrra þar sem ég mætti óvænt á Lido Pimienta, tónlistarkonu frá Kólumbíu sem ég hafði aldrei heyrt um áður. Hún var ótrúleg. Í gullkjól með fléttur og boðskap bað hún allar konur og lágvaxið fólk um að koma fremst þar sem hún vildi að öllum þættu þeir öruggir á tónleikunum. Tónlist, dans og femínismi var allt sem þurfti til að hún ynni þetta kvöld í mínum augum en mér fannst samt best þegar hún skammaði bargesti fyrir að vera með læti á meðan hún var að syngja. Toppeinkunn!
Á sunnudeginum var ömurlegur stormur. Húrra fyrir ykkur sem mættuð á Kaffibarinn og sáuð epíska framkomu Hatara á Kaffibarnum. Ég er mjög afbrýðisöm. Ég var og er aumingi undir sæng og missti af öllu. Enn annað geðsjúkt Airwaves að baki – góðar stundir. ■
Ég ætla að vera mjög hreinskilin yfir Airwavesupplifun minni af laugardeginum þar sem öll böndin sem ég sá voru jafn fáránlega góð á sinn hátt. Ég var með þegar aYia átti Húrra í 40 mínútur og missti mig með áhorfendum í dáleiðslutransi þar til sviðið var tómt.
21
Grein / By: Alexandra Ýr Van Erven
22
Þýðing / Translation:Lísa Björg Attensperger
Jólin í Bóksölu stúdenta
Christmas at the university bookstore
Það má eflaust deila um hvort Frónkexin komi í raun og veru með jólin til þín og hvort jólin byrji í alvöru í Ikea. En eitt er þó víst og það er að jólin, hvað svo sem markar upphaf þeirra, eru komin í Bóksölu stúdenta. Hó, hó, hó, gleðileg bóksölujól! En bækur eru ekki það eina sem hægt er að leggja hönd á í Bóksölunni og í raun er hægt að færa rök fyrir því að óþarft sé að leita lengra í jólainnkaupunum. Það er margt um að vera í Bóksölunni í jólamánuðinum og má þá helst nefna höfundasíðdegin. Þar koma fram íslensk skáld og lesa upp úr nýútgefnum verkum. Þetta er tilvalið til þess að kynna sér brot af þeirri flóru íslenskra bókmennta sem kemur út í kringum jólin og sömuleiðis er það hin huggulegasta lærdómspása að setjast niður og hlusta á ljóðalestur eða fagurbókmenntir og gæða sér á piparkökum, kaffi og jólaglöggi. Dagskrá er eftirfarandi:
You can debate whether the Christmas season starts when your favorite coffee shop starts using holiday cups or maybe when the first holiday decorations go up, but one thing’s for sure: the holiday season, whatever marks its beginning, has arrived at the University Bookstore. Ho ho ho, happy bookstore holidays! But books aren’t the only thing you can lay your hands on at the bookstore, and indeed one could argue that you don’t have to look further to do your Christmas shopping. There’s a lot going on in the University Bookstore this December. One of the main events are author afternoons, held regularly until Christmas, where Icelandic authors will read from their recently published works. This is the perfect opportunity to sample the bounty of Icelandic literature that comes out at Christmastime. It also makes for the coziest study break. Sit down and listen to a reading of poetry or fiction with a cup of coffee or mulled wine in hand while munching on some gingerbread cookies. The programme for the upcoming author afternoons is as follows:
Ljósmynd/ir – Photo/s: Karítas Sigvaldadóttir 12. desember, kl. 16.30 Ármann Jakobsson Brotamynd Gísli Pálsson Fjallið sem yppti öxlum Vilhelm Vilhelmsson Sjálfstætt fólk Terry Gunnell Málarinn og menningarsköpun
12 December at 16.30 Ármann Jakobsson Brotamynd Gísli Pálsson Fjallið sem yppti öxlum Vilhelm Vilhelmsson Sjálfstætt fólk Terry Gunnell Málarinn og menningarsköpun
16. desember, kl. 14 Jónas Reynir Gunnarsson Millilending Yrsa Þöll Gylfadóttir Móðurlífið, blönduð tækni Oddný Eir Ævarsdóttir Undirferli Úlfar Bragason Frelsi, menning, framför
16 December at 14:00 Jónas Reynir Gunnarsson Millilending Yrsa Þöll Gylfadóttir Móðurlífið, blönduð tækni Oddný Eir Ævarsdóttir Undirferli Úlfar Bragason Frelsi, menning, framför
19. desember, 16.30 Sævar Helgi Bragason Geimverur Ævar Þór Benediktsson Þitt eigið ævintýri Haraldur Freyr Gíslason Bieber og botnrassa Gunnar Theodór Eggertsson Galdra-Dísa
19 December at 16.30 Sævar Helgi Bragason Geimverur Ævar Þór Benediktsson Þitt eigið ævintýri Haraldur Freyr Gíslason Bieber og botnrassa Gunnar Theodór Eggertsson Galdra-Dísa
Þetta eru fjölbreytt verk og hvert öðru áhugaverðara. Bækur sem gætu lífgað upp á próflesturinn eða verið flottar í jólapakkann. Þarna eru nokkrir reynsluboltar á sviði bókmennta en aðrir eru að stíga sín fyrstu skref. Almennt er bókaúrvalið í Bóksölunni mjög gott og ef tiltekin bók er ekki til er hún einfaldlega pöntuð. Þó eru bækur ekki það eina sem finna má í Bóksölunni en þar er hægt að finna ýmislegt í jólapakkann, búið eða jafnvel fataskápinn.
The works presented are as diverse as they are many, each more interesting than the last. Books that could liven up the exam period or make great Christmas presents. Some of the authors are experienced writers, while others are taking their first steps in the literary world. The selection of books at the University Bookstore is generally very good and if they don’t have a certain book in stock they’ll simply order it. However, books aren’t the only thing you can find there. You can also find all sorts of Christmas gifts and items for your home and even stock up on some new clothes.
Bóksala jólasveinanna Bóksalan selur ýmsa flotta smávöru á lágu verði. Margt af því er beint að yngstu kynslóðinni og hefur Stúdentablaðið heimildir fyrir því að nokkrir af jólasveinunum reiði sig á Bóksöluna þegar komið er til byggða. Þar er hægt að finna jólasokka, lyklakippur, tuskudýr í jólabúningum, sparibauka og prumpuslím. Svo eru einstaklega falleg matarstell fyrir þau yngstu; bollar, diskar, nestisbox og brúsar. Bóksalan er með eitthvað fyrir jólabörn á öllum aldri, allt frá spilum og leikföngum til klassískra skrifstofuáhalda fyrir skólakrakka.
Santa’s Bookstore The University Bookstore sells all sorts of small goods at low prices. Many are directed at the youngest generation, and the Student Paper has it on good authority that Santa relies on the bookstore when he comes to town. You’ll find all sorts of things such as Christmas stockings, key chains, stuffed animals, piggy banks and whoopee putty. There are also nice table sets for the youngest ones; cups, plates, MEIRA - MORE
23
Bóksalan í búið Í rauninni væri hægt að innrétta heila stúdentaíbúð með varningi úr Bóksölunni. Þar eru praktískir hlutir eins og glös, matarstell, smekklegar ljósakrónur, alls konar græjur fyrir kaffiunnandann o.s.frv. En svo er nóg af fínum varningi til þess að gera heimilið sem huggulegast, til að mynda ilmkerti, reykelsi, fallegt plakat af stjörnuhimninum og smekklegt jólaskraut. Margt af þessu er tilvalið til þess að gefa í jólagjafir og er boðið upp á innpökkun. Kjörið er að taka jólainnkaupslærdómspásu á Háskólatorgi eitt skammdegið. Klæðnaður Bóksölunnar Hinn sívinsæli HÍ-varningur fæst einnig í Bóksölunni. Þægilegar hettupeysur, stuttermabolir og húfur. Í tilefni jólanna er Bóksalan með jólapeysurekka með klæðnaði sem ætti að hressa upp á próftörnina. Þetta er að sjálfsögðu bara hluti af því sem fæst í Bóksölu stúdenta en athygli er vakin á því að verðið er hagstætt og hvetur Stúdentablaðið nemendur til að nýta sér það við jólainnkaupin.■
lunchboxes, bottles and such. The bookstore has something for children of all ages, everything from board games and toys to classic school supplies. Bookstore for the Home You could almost decorate a whole student apartment with things from the bookstore. They have practical items such as glasses, table sets, tasteful light fixtures and equipment for the coffee lover, to name a few. They also stock elegant products for making your home as cozy as possible, such as scented candles, incense, posters of the night sky, as well as tasteful Christmas decorations. Some of these things also make perfect Christmas presents and you can even have them wrapped right then and there. It’s the perfect opportunity to take a break from your studies and do a little Christmas shopping at the University Center on a dark December afternoon. Bookstore Clothing You can also buy popular University of Iceland merch at the bookstore, including comfortable hoodies, t-shirts and hats. Just in time for the holidays, the bookstore is also selling Christmas sweaters, clothing that should lighten the mood during exam season. Of course, this is only a fraction of what the University Bookstore has to offer. Their prices are fair and the Student Paper encourages students to use that to their advantage while doing their Christmas shopping.■
24
EINFALDARA! Borgaðu fyrirfram um leið og þú pantar með appi eða á netinu.
Grein / By: Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Nýtt ár og ný markmið hjá Hugrúnu
A new year and new goals for Hugrún
Geðfræðslufélagið Hugrún er komið á fullt á sínu öðru starfsári en félagið var stofnað af níu nemendum af Heilbrigðisvísindasviði í apríl 2016. Upphaflega komu að starfinu læknanemar, hjúkrunarfræðinemar og sálfræðinemar en á síðasta aðalfundi var reglunum breytt og mega nú allir háskólanemar landsins vera með í starfinu. Markmið Hugrúnar er að fræða ungmenni um geðheilbrigði, geðsjúkdóma og lyndisraskanir. Stúdentablaðið ræddi við Elísabetu Brynjarsdóttur, formann Hugrúnar, um starfið.
Psychoeducation organization Hugrún, founded by nine Health Sciences students in April 2016, is now in full swing in its second year of operation. The project was originally conceived as a collaboration between students in medicine, nursing, and psychology, but the bylaws were changed at the last annual meeting to allow all university students in Iceland to participate. Hugrún’s goal is to educate young people about mental health, mental illness, and mood disorders. The Student Paper spoke with Elísabeta Brynjarsdóttir, Chair of Hugrún, about the organization.
Að hverju hefur félagið verið að vinna upp á síðkastið? „Við settum okkur markmið fyrir þetta starfsár um að fara með fræðsluna okkar í alla framhaldsskóla landsins. Það var frekar stórt markmið af því að það kostar töluverðan pening að ferðast innanlands. Svo höfum við verið að tala um að færa fræðsluna niður í 10. bekk af því að það eru ekki allir sem fara í framhaldsskóla og það eru kannski einhverjir jaðarhópar í samfélaginu sem við gætum náð til í 10. bekk. Grunnskólar landsins eru svona tífalt fleiri en framhaldsskólarnir og þegar við áttuðum okkur á því fórum við að velta fyrir okkur hvernig við gætum fengið fleiri í lið með okkur til þess að fara með fræðslu í skólana. Í kjölfarið fórum við í heljarinnar vitundarvakningu á félaginu og breyttum lögunum þannig að núna geta allir háskólanemar óháð háskóla orðið fræðarar.“
What has the organization been working on lately? “Our goal for this year was to bring our educational materials to all secondary schools in Iceland. It was a rather ambitious goal because domestic travel costs a significant amount of money. We’ve also been talking about giving our presentations to students in the 10th grade, in their last year of compulsory education, because not everyone attends secondary school, and there might be some marginalized groups in our society that we could reach in the 10th grade. There are ten times more primary schools than secondary schools in Iceland, and when we realized this we started wondering how we could get more people to join us and help us reach all these schools. As a result, we launched an extensive campaign to raise awareness about the organization, and we changed the bylaws so that all university students can join our outreach team.”
Hvert er umfang starfsins orðið? „Í ár skráðu sig um 120 manns sem fræðarar, í fyrra voru það 50 svo þetta var mikil aukning. Ég hugsa að það séu svona 80 manns sem eru virkir fræðarar. Það sem er mikilvægast fyrir svona ný félög og grasrótarsamtök er að passa að byggja þetta upp þannig að fjöldinn aukist á milli ára. Í fyrra vorum við með yfir 100 fyrirlestra í heildina. Þar með taldir voru alls kyns viðburðir sem við tókum að okkur, eins og að vera í fræðsluviku sem nemendafélög stóðu fyrir og málþing. Við fórum í félagsmiðstöðvar grunnskólanna og tókum þátt í samstarfsverkefni með „Út með’a“ sem Rauði krossinn stendur fyrir. Við erum ekki búin að telja fyrirlestra ársins núna en samtals eru fyrirlestrar Hugrúnar örugglega orðnir í kringum 150 og við ætlum að halda áfram eftir áramót.“ Hvernig móttökur fáið þið frá framhaldsskólanemum? „Hóparnir eru rosalega misjafnir en yfirleitt eru þau mjög forvitin. Það sem við erum svolítið að sjá núna er að það vita flestir hvað þetta er, sem kom okkur svolítið á óvart. Flestir hafa heyrt um þunglyndi og félagskvíða og svona en vita samt ekki alveg hvað það er. Yfirleitt skapast mjög góðar umræður, en fræðslan okkar er jafningjafræðsla og við reynum að skapa vettvang þar sem þau hugsa út frá sínum eigin huga og fara sjálf að velta þessu fyrir sér. Síðan gefum við okkur alltaf tíma eftir fyrirlesturinn, þá eru fræðararnir í svona fimm til tíu mínútur fyrir utan stofuna og fólk getur farið til þeirra ef það vill spyrja um eitthvað. Svo reynum við alltaf að vera búin að koma okkur í samband við
26
Þýðing – Translation: Julie Summers
What’s the scope of the organization now? “This year, 120 people signed up as educators on our outreach team, compared to 50 last year, so that’s a great increase. I think about 80 of them are currently active. The most important thing for a new group or grassroots organization like ours is to make sure you’re building it up so that the number of people involved grows with every year. Last year, we gave a total of over 100 presentations. That number includes participation in all sorts of events, like an education week coordinated by student organizations and a symposium. We went to local community centers and joined the Red Cross in their “Út með’a” (“Out With It”) campaign to raise awareness about selfharm. We haven’t yet tallied this year’s presentations, but they’ve got to be around 150 already and we plan to keep going after the new year.” What reception do you get from secondary students? “The groups vary widely, but generally they’re very curious. What we’re seeing now is that most of them know what it is, which surprised us a bit. Most have heard of depression and social anxiety and such but don’t quite know what they are. Our presentations are peer presentations and we try to create an environment in which the students think independently and start to consider these issues themselves, so we usually see great discussions develop. We always give ourselves some time after the presentation. The presenters hang around outside the classroom for five to ten
Ljósmynd/ir – Photo/s: aðsent námsráðgjafa, hjúkrunarfræðing eða sálfræðing ef hann er til staðar ef við þurfum að beina nemandanum eitthvert. Við erum ekki meðferðaraðilar heldur fræðarar. Okkar hlutverk er að fræða og beina fólki á réttan stað.“ Finnið þið fyrir aukinni vitundarvakningu um geðheilbrigði í samfélaginu? „Að undanförnu hafa komið fram rosalega sterkar fyrirmyndir sem hafa sagt frá sinni eigin reynslu af geðsjúkdómum sem mér finnst hafa verið rosalega stór og mikilvægur hluti af því að opna umræðuna. Það eru þessar staðalímyndir og þessir fordómar sem við erum að reyna að brjóta niður. Mér finnst eldri kynslóðirnar líka orðnar miklu opnari fyrir þessum umræðum. Ég er að vinna sem hjúkrunarfræðingur og þar finnur maður að fólk er ekki lengur jafn hrætt við að nota orðið ,,þunglyndi”, en áður var það mikið tabú. Samfélagsumræðan er að breytast hratt og það eru alls konar verkefni sem hafa komið að því, eins og „Út með’a“ og „Allir gráta“. Snappstjörnur að segja frá sínum hliðum og svona. Þannig að það hefur klárlega orðið vitundarvakning en það má alltaf gera betur.“ Hvað er það sem mætti betur fara, og þá sérstaklega í skólakerfinu? „Aðgengi að aðstoð er eitthvað sem mætti betur fara. Mér finnst umræðan um að fá sálfræðinga í framhaldsskóla og háskóla frábær. Það þarf að vera alveg á hreinu hvert er hægt að leita ef eitthvað kemur upp. Kerfið er rosalega flókið og stundum veit fólk ekkert hvert það á að snúa sér og hvernig allt virkar. Við í Hugrúnu erum svolítið að reyna að skýra þessar leiðir en aðstoðin þarf náttúrulega líka að vera aðgengileg. Sálfræðiaðstoð er oft óaðgengileg og sérstaklega fyrir ungt fólk sem á kannski ekki mikinn pening. Það er líka mikilvægt að fólk sé upplýst um sjúkdóma og geðheilbrigði og meðvitað um að allir þurfa að huga að eigin geðheilsu alveg eins og fólk hugar að líkamlegu heilbrigði með líkamsrækt.“ Hvað er fram undan hjá félaginu? „Það er náttúrulega bara áframhaldandi fræðsla og núverandi stjórn vill tryggja að framtíðin sé örugg og skilja eftir sig góðar upplýsingar um félagið. Svo eru margir viðburðir í undirbúningi, bæði til styrktar félaginu og svo erum við líka með stórt verkefni í gangi sem er á byrjunarstigi. Við ætlum að búa til stutt fræðslumyndbönd á mjög mannlegum nótum sem verða aðgengileg á heimasíðunni okkar, gedfraedsla.is, hvenær sem er. Sérfræðingar eru farnir að beina fólki inn á heimasíðuna okkar. Þar er aðgengilegt fræðsluefni um alla geðsjúkdóma og geðheilbrigði almennt og síðan er eitt stærsta verkefnið okkar.“■
minutes so people can come up to them with questions. We also always try to get in touch with the school counselor, nurse, or psychologist when at all possible in case we need to direct the students somewhere. We’re not therapists, we’re educators. Our role is to educate and to point people to the right resources.” Do you find that there’s increased awareness about mental health in Icelandic society? “Some incredibly strong role models have come forward recently and spoken about their experiences with mental illness and I think that’s been a really big and important factor in opening up the discussion. There are these stereotypes and prejudices that we’re trying to break down. I also think the older generations have become much more open to these discussions. I work as a nurse and I find that people are no longer so afraid to use the word “depression,” whereas before it was such a taboo. The public discourse is changing quickly and there are all sorts of projects that have contributed to that, like “Út með’a” and “Allir gráta” (“Everyone cries”). Snapchat celebrities sharing things from their point of view and such. So there’s definitely been an awakening of sorts, but we can always do better.” What exactly can be done better, particularly in the school system? “Access to assistance is something that could be improved. I think the conversation about getting psychologists into secondary schools is great. It needs to be perfectly clear where to go for help if something comes up. The system is incredibly complicated, and sometimes people have no idea where to turn or how things work. With Hugrún, we’re trying to clarify the processes, but of course the assistance also needs to be accessible. Psychological help is often inaccessible, particularly for young people who maybe don’t have a lot of money. It’s also important that people are informed about illnesses and mental health and are aware that everyone needs to tend to their mental health just like people tend to their physical health by exercising.” What does the future hold for Hugrún? “Of course our main plan is to continue educating, and the current board wants to ensure that the future is secure and leave behind good information about the organization. There are lots of events in the works as well meant to strengthen the organization, and we also have a really big project going on that’s just in the beginning stages. We’re going to create short, down-to-earth educational videos that will be available any time on our home page, gedfraedsla.is. Specialists are starting to direct people to our website. On our site you’ll find accessible educational materials about all types of mental illness and about mental health in general. The website is our single biggest project.”■
27
Grein / By: Alexandra Ýr Van Erven
Í HVAÐ FARA ÞESSIR PENINGAR? ÚTTEKT Á REIKNILÍKANI MENNTAMÁLARÁÐUNEYTISINS OG DEILILÍKANI HÁSKÓLA ÍSLANDS
Ljóst er að Háskóli Íslands er undirfjármagnaður og núverandi fjárveitingar menntamálaráðuneytis mætir hvorki kröfum skólayfirvalda né nemenda. Til þess að ná meðaltali framlaga í OECD-ríkjunum þarf 8 milljarða króna til viðbótar við núverandi fjárhæð og 16 milljarða króna þarf til að ná meðaltali Norðurlandanna. Stúdentaráð Háskóla Íslands og Landssamband íslenskra stúdenta stóðu nýlega fyrir herferð til þess að vekja athygli á skorti á fjármögnum til íslenskra háskóla. Það eru háar upphæðir sem vantar upp á en hvert myndi aukið fjármagn fara? Hvernig skiptist það fjármagn sem rennur nú til Háskólans á milli fræða og deilda og hvernig fara þau skipti fram?
Reiknilíkanið
Fjárframlög til Háskóla Íslands eru veitt samkvæmt svonefndu reiknilíkani menntamálaráðuneytisins. Þar eru heildarfjárframlög reiknuð og svo er það hlutverk deililíkans Háskóla Íslands að skipta þeirri upphæð á milli deilda og sviða. Útreikningar reiknilíkansins byggjast annars vegar á fjölda nemenda í námsgrein og hins vegar á 14 reikniflokkum eða einingaverði. Útreikningarnir eru byggðir á sænskri fyrirmynd en svo virðist sem tengsl þessara reiknilíkana hafi frá upphafi verið óljós en það sem er aftur á móti ljóst er að sænskir háskólar hafa um tvöfalt meira fjármagn til útdeilingar en Háskóli Íslands. Allar ríkisstuddar námsgreinar eru flokkaðar í þessa 14 reikniflokka en af þessum 14 reikniflokkum falla námsgreinar HÍ inn í sjö þeirra, þær sjö lægstu. Þá má einnig benda á að rúm 50% nemenda við Háskóla Íslands eru í reikniflokki eitt en það sýnir ef til vill einna helst hvað Háskólinn er í raun illa fjármagnaður. Sjá töflu nr. 1 Ljóst er að miklu munar í fjárveitingu á milli námsbrauta og hafa reikniflokkarnir fengið ýmsa gagnrýni. Meðal annars vekur athygli að mikill munur er á framlagi til hjúkrunarfræðináms og læknisfræði sem og framlagi til tungumála en tungumálanám innan hugvísindasviðs fær 50% lægra framlag en tungumálagreinar innan menntavísindasviðs. Upphaflega var þó fjárveitingum til Háskólans úthlutað í samræmi við kostnað vegna kennslu en síðar voru tekin inn fleiri árangursmælikvarðar á kennslu og rannsóknum. Síðar urðu til bein tengsl á milli fjárveitinga og nemendafjölda og borguðu stjórnvöld fyrir fjölda skráðra nemenda í skólanum hverju sinni. Nú hefur hins vegar verið tekið upp það fyrirkomulag að Háskólinn fái greitt fyrir hverjar þreyttar einingar, þ.e. fyrir hverja einingu sem nemandi lýkur. Einingaverðið eða tiltekið fjármagn reikniflokksins er svo greitt með hverjum nemanda þannig að fjármagn helst í hendur við nemendafjölda innan hvers námskeiðs. Gæði þessa kerfis eru þó tvísýn. Á meðan það er af hinu góða að fjármagn aukist í samræmi við nemendafjölda gefur það skólanum sjálfum lítið svigrúm til þess að auka gæði náms. Í þessu samhengi má benda á nýtilkomnar inngöngukröfur við lagadeild sem meðal annars voru settar á til þess að bæta kennsluna en fækkun nemenda var að sjálfsögðu í samræmi við lækkun fjármagns.
28
Deililíkanið
Deililíkanið tekur inn aðra þætti og er hlutverk þess að skipta heildarfjárveitingu til fræðasviðanna og er jafna þess eftirfarandi:
F = c1∑reikniflokkaViRi + 650MS + 2.750ND + 45RS + 0,6ES + 0,35IS + 0,2AS - HK + Annað Þar sem F = Fjárveiting og:
c1 = Hlutfall af kennslufjárveitingu sem fer til sviða Vi = Virkir nemendur í flokki i Ri = Reikniflokkur nr i MS = Fjöldi útskrifaðra meistaranema ND = Fjöldi útskrifaðra doktora RS = Fjöldi rannsóknastiga ES = Upphæð erlendra samkeppnisstyrkja IS = Upphæð innlendra samkeppnisstyrkja AS = Upphæð annarra styrkja HK = Kostnaður vegna húsnæðis Meginþungi líkansins hvílir á framlagi vegna kennslu og rannsókna og þar vega laun kennara til kennslu og rannsókna þyngst. Meðalhlutfall þessa liða er um 85% en það breytist þó eftir fræðasviðum. Sá partur skiptist að jafnaði 2/3 til kennslu og 1/3 til rannsókna. Sjá töflu nr. 2 Liðurinn Annað í jöfnunni (liðskipt á myndinni) byggist aðallega á tryggingu annars vegar og framlögum vegna fámennra/þjóðlegra greina hins vegar. Tryggingin er miðlægur stuðningur vegna fækkunar nemenda og virkar á þann hátt að ef nemendafjöldi minnkar mikið á milli ára þá er ákveðið fjármagn tryggt til deildarinnar. Tryggingin rennur nú að stærstum hluta til menntavísindasviðs en þar hefur orðið mikil nemendafækkun undanfarin ár í ýmsum kennslutengdum greinum. Framlög vegna fámennra/þjóðlegra greina er liður ætlaður til þess að styðja sérstaklega við kennslu í fámennum greinum þar sem lítil sem engin stærðarhagkvæmni næst. Öll fræðasvið skólans njóta þessa stuðnings en Hugvísindasvið þarfnast þessa framlags mest enda með margar fámennar námsbrautir. Framlög geta
TAFLA NR. 1
50% nemenda HÍ
VERÐFLOKKAR
UPPHAFLEGT VERÐHLUTFALL VERÐHLUTFALL 2016 2000
2016
Félags- og mannvísindi, guðfræði, lögfræði og sambærilegt nám
0,1
0,1
644
Styttrra nám á sviði tölvunarfræði og stærðfræði og annað sambærilegt nám
1,6
1,6
1.008
Kennaranám og annað hliðstætt nám sem m.a. felst í æfingarkennslu
1,7
1,5
969
Hjúkrunarfræðinám og annað hliðstætt sem m.a. felst í þjálfun við meðhöndlun sjúklinga
1,8
2,0
1.280
Raunvísindi, verk- og tæknifræði með verklegum æfingum og notkun sérhæfðs búnaðar og þjálfunar
2,3
2,2
1.392
Læknisfræðinám sem m.a. felst í verklegum æfingum, notkun sérhæfðs búnaðar og þjálfunar
3,2
2,8
1.799
Tannlæknanám
5,3
4,4
2.806
TAFLA NR. 2
56,8% 33,8% 4,4% 0,1% 4,9%
19,0% 9,1%
5,9%
14,7%
27,6% 11,7% 0,7% 7,7%
1,7% 3,5% 4,5%
20%
2,7% 4,3% 6,6%
40%
25,9%
60%
51,3%
52,3%
61,2%
64,3%
80%
25,2%
Hlutfallsleg skipting fjármagns á milli deilda
100%
0% FVS
hækkað vegna bætts árangurs í kennslu eða rannsóknum, í formi tryggingar eða vegna fámennra greina. En þó að þessi jafna sé gerð til þess að tryggja sem sanngjörnustu skiptingu á milli deilda skal þó athuga að það sem einni deild er bætt upp er einfaldlega tekið af annarri. Tiltekin atriði hafa eingöngu áhrif á hlutfallslega skiptingu fjármagns en framlög til skólans sjálfs hækka ekki í samræmi. Deililíkanið er „zero-sum” leikur og raunverulegi vandinn er sá að heildarfjármagnið er af skornum skammti. Nú stendur yfir endurskoðun á deililíkaninu þar sem margt er ábótavant. Hugvísindi eiga sérstaklega undir högg að sækja í núverandi kerfi þar sem þau falla bæði undir lægsta reikniflokkinn og hafa þar að auki margar fámennar námsbrautir. Það leiðir meðal annars af sér að kennarar þurfa að taka að sér fleiri námskeið en ætlast er til af þeim þar sem laun kennara eru háð úthlutun deililíkansins. Sett hefur verið á laggirnar þar til gerð nefnd til þess að koma með tillögur að úrbótum. Hún hefur
HVS
HUG
MVS
VoN
til dæmis brýnt þörfina fyrir því að Háskólinn taki upp viðræður við ráðuneytið um liðinn og að tryggt verði lágmarksframlag með hverri grein sem fellur undir hann. Með því yrði tryggt að enn þá verði hægt að halda úti fámennum brautum við greinina á sama tíma og komið er í veg fyrir að aukið framlag til þeirra verði dregið af öðrum greinum og deildum. Aðspurður um þessa tillögu svarar Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, að vilji sé hjá Háskólanum til þess að hefja slíkt samtal. Jón Atli nefnir einnig að í úrbættu deililíkani þyrfti að þróa kerfi þar sem framlag fyrir þreyttar einingar verði metnar í bland við ákveðið framlag til brauta svo gæði náms verði tryggt óháð námsfjölda. Gæði náms allra brauta verður eingöngu tryggt með nægu framlagi. Fjárframlög til Háskólans er stærsta hagsmunamál stúdenta.■
29
GREIN: Áslaug Ýr Hjartardóttir
Þýðing / Translation: Julie Summers
Rýnt í aðgengi fatlaðs Access to higher edfólks að háskólanámi ucation for persons with disabilities
30
Umræðan um mannréttindi og jafnrétti hefur verið til staðar undanfarin ár og mögulega orðið æ háværari ef marka má það sem er að gerast í þjóðfélaginu. Í 65. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands stendur: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti“ (Lög nr. 33/1944).
The conversation about human rights and equality has been ongoing the past few years and has possibly gotten even louder, judging by what’s going on in society. Article 65 of the Constitution of the Republic of Iceland states, “Everyone shall be equal before the law and enjoy human rights irrespective of sex, religion, opinion, national origin, race, colour, property, birth or other status” (No. 33, 1944).
Þó að ekki sé minnst á fatlað fólk berum orðum í ofangreindu ákvæði mætti draga þá ályktun að „allir“ eigi við um þann hóp enda er fólk jafn misjafnt og það er margt. Þrátt fyrir það er greinilegt að ekki fá allir að sitja við sama borð. Sumir þurfa hreinlega að reyna að troða sér á milli hinna við borðið á meðan aðrir þurfa lítið sem ekkert að hafa fyrir því. Þess vegna verða hagsmunafélög til og þess vegna þarf að setja lög og reglur.
Though persons with disabilities are not specifically mentioned in the article above, one can conclude that they are covered by the term “everyone,” since people are as different as they are numerous. However, it’s clear that not everyone has the same opportunities. That’s why special interest groups emerge and that’s why we need laws and rules.
Einn af þeim hópum sem mega hafa sig alla við til að verja eigin rétt er fatlað fólk. Þetta er viðkvæmur hópur fólks sem auðvelt er að brjóta á og þess vegna var sérstakur sáttmáli gerður: Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, SRFF. Sáttmálinn kynnir ekki nein ný atriði er varða réttindi, heldur aðlagar sjálfsögð mannréttindi að þeim sem búa við fötlun og veitir þeim þannig vernd gegn misrétti. Ísland hefur undirritað og fullgilt sáttmálann en ekki lögfest. Þess má geta að 24. grein SRFF fjallar um menntun en þar stendur meðal annars að aðildarríkin skuli tryggja rétt fatlaðs fólks til menntunar og gera viðeigandi ráðstafanir og aðlaganir til þess.
One such group of persons who must give their all to protect their own rights are persons with disabilities. It’s entirely too easy to infringe on the rights of persons with disabilities, which is exactly why the United Nations created the Convention on the Rights of Persons with Disabilities (CRPD). This treaty introduces nothing new with regards to disability rights but rather applies self-evident human rights to those who live with disabilities and in so doing protects them from injustice. Iceland has signed and ratified the treaty but is not yet in full compliance. Article 24 of the CRPD focuses on education and states in part that member states shall secure the right of persons with disabilities to education and provide reasonable support and accommodations.
Fannst hún þurfa að standa sig extra vel Freyja Haraldsdóttir, þroskaþjálfi og kynjafræðingur, hefur sterka skoðun á réttindum fatlaðs fólks og aðgengi þeirra að háskólamenntun. „Fatlað fólk hefur ekki sama aðgang að háskólanámi og ófatlað fólk og þar að auki er mikill aðstöðumunur innan hóps fatlaðs fólks. Fólk með þroskahömlun er til dæmis hópur sem hefur mjög takmarkaða möguleika á að komast í háskólanám og þar af leiðandi að fá störf á vinnumarkaði og stöðuhækkanir. Ástæðan fyrir þessu er margþætt en tengist mikið skorti á viðeigandi aðstoð innan og utan Háskólans, aðgengi að efnislegu umhverfi, námsgögnum og ýmsum rýmum, ásamt því að viðhorf til fatlaðs fólks eru gjarnan á
Felt she had to excel Freyja Haraldsdóttir, a social educator with an MA in Gender Studies, has strong opinions on the rights of persons with disabilities and their access to higher education. “Persons with disabilities do not have the same access to higher education as others, and even among persons with disabilities the situation varies greatly. Those with physical disabilities, for instance, have very limited options for higher education, which means limited employment opportunities and limited opportunity for advancement. The reasons behind this are complex and very much tied to a lack of appropriate assistance both within and outside of the university and inadequate access to physical environments, class materials and various
þann veg að við séum ekki fær um að mennta okkur og eiga starfsframa. Þessir fordómar verða ýktari þegar kemur að fólki með þroskahömlun þar sem við göngum út frá því að einungis fólk með samfélagslega viðurkennda greindarvísitölu geti tileinkað sér námsefni og nýja þekkingu. Fjölbreyttar leiðir til náms eru fáar sem gerir þá kröfu að við eigum að vera öll eins.“ Spurð að því hver hennar reynsla af að vera fatlaður háskólanemi hafi verið segist hún hafa upplifað fordóma: „Ég upplifði mikla fordóma þegar ég var að velja mér háskólanám sem gerði það að verkum að ég valdi ákveðinn háskóla umfram annan út frá því viðmóti sem ég fann fyrir. Viðhorfin sem ég mætti voru mikið á þá leið að háskólanám yrði erfitt fyrir
spaces. In addition, there’s a common attitude that people with disabilities are incapable of seeking further education and having careers. These prejudices are exacerbated when it comes to people with intellectual disabilities as we tend to believe that only those with IQs that meet society’s standards can comprehend course materials and gain knowledge. There are few diverse paths to education, which results in a demand that we all be alike.” Asked about her experience as a university student with disabilities, Freyja says she has encountered prejudice: “I experienced a great amount of prejudice when I was deciding on my studies, which led me to choose one particular school over another based on the way I was treated. I encountered
Ljósmynd/ir – Photo/s: AÐSEND
mig og gengið var út frá að ég þyrfti að taka það hægar þrátt fyrir að ég hafi útskrifast úr framhaldsskóla á þremur og hálfu ári. Með þessu er ég ekki að segja að það skipti máli á hvaða hraða nemendur taka námið sitt en mér fannst niðurlægjandi að ég væri sett í ákveðið box fyrir fram, svona framkoma ýtir undir óöryggi og pressu um að við þurfum að standa okkur extra vel til að sanna það að við getum ráðið við háskólanám.“ Háskólanámið sjálft hefur gengið mjög vel og finnst Freyju að alla jafna hafi verið komið til móts við sig af kennurum og öðru starfsfólki. Það hefur einnig reynst henni vel að geta blandað saman stað- og fjarnámi. Þá nefnir Freyja mikilvægi þess að bæta aðgengið og veita fötluðu fólki þá aðstoð sem það þarf svo það geti stundað nám til jafns við aðra. „Loksins þegar ég byrjaði í Háskólanum gat ég fengið námsbækurnar mínar skannaðar inn á tölvu, sem var mikil bylting fyrir mig og jók sjálfstæði mitt í námi svo um munaði. Aðgengi innan Háskólans finnst mér þó verulega aðstæðubundið og ábótavant,“ segir Freyja. Hún nefnir sem dæmi að sums staðar eru ramparnir svo brattir að hún kjósi frekar að fara lengri leiðir um háskólasvæðið til þess að forðast þá. Þá séu kennslustofurnar einnig oft hannaðar þannig að hún þurfi að staðsetja sig utan hópsins til þess að sjá á töfluna. Freyja telur það vera lykilatriði fyrir sig að hafa verið með notendastýrða persónulega aðstoð, NPA, sem gerði henni kleift að mæta á
réttum tíma í skólann, fá aðstoð við að læra heima og að taka þátt í félagslífi. Þar sem hún var með notendastýrða persónulega aðstoð gat hún notað sinn eigin bíl og var ekki háð ferðaþjónustu fatlaðs fólks sem hún telur að hefði verið afar óheppilegt þar sem stundatöflurnar voru oft mjög óreglulegar og löng hlé gátu verið á milli tíma. Mikilvægt að starfsfólk og kennarar endurspegli margbreytileikann Freyja segir það athyglisvert að nú þegar hún er farin að starfa innan Háskólans reki hún sig á fleiri hindranir en þegar hún var nemandi: „Starfsmannaaðstöður eru oft þröngar og rýmið í kennslustofum þar sem kennarinn á að vera er ekki alltaf aðgengilegt. Skólasamfélag án aðgreiningar þýðir ekki eingöngu að nemendur geti stundað þar nám án mismununar heldur einnig kennarar, rannsakendur og annað starfsfólk. Það er einnig mikilvægt fyrir nemendahópa að kennarar og fræðimenn innan Háskólans endurspegli margbreytileika samfélagsins og þar tel ég okkur eiga afar langt í land, bæði varðandi fatlað fólk og aðra jaðarsetta hópa.“ Munur á að gefa afslátt og að aðlaga „Tölfræðin sýnir að stór hluti fatlaðs fólks skilar sér ekki í háskóla,“ segir Kristín Björnsdóttir, dósent í fötlunarfræðum. Hún telur, líkt og Freyja, að fatlað fólk njóti ekki sama aðgangs að námi og aðrir. Ástæðurnar gætu þó verið margvíslegar, til dæmis aðgengi að hjálpartækjum,
the attitude that school would be difficult for me and it was assumed that I would have to take it slower, despite the fact that I graduated from upper secondary school in three and a half years. I’m not saying that it matters how long students take to complete their studies, but I found it insulting that I was put in a certain box from the start. That sort of treatment creates insecurity and pressures us into feeling that we have to excel in order to prove that we can handle university studies.” Freyja’s studies have gone very well, and overall, she thinks instructors and other employees have treated her fairly. Combining in-person courses with distance learning has also served her well. Freyja maintains the importance of improving access and providing people with disabilities the assistance they need so that they have the same educational opportunities as anyone else. “When I started at the university, I could finally get my textbooks scanned in to the computer, which was a huge change for me and increased my independence considerably. But access on campus is rather localized and insufficient,” says Freyja. For example, some of the ramps around campus are so steep that she chooses to take a longer route to avoid them. Classrooms are often designed in such a way that she must situate herself away from the rest of the group to see the board. Freyja believes having a personal assistant was key and made it possible for her to get to school on time, get assistance with studying at home, and participate in
community life. Having a personal assistant allowed her to use her own car instead of relying on transportation services for persons with disabilities, which would have been rather challenging as the schedules can be very irregular with long wait times. Important that employees and instructors reflect diversity Freyja says it’s interesting that she’s encountering more challenges as a university employee than she ever did as a student: “Employees often have very small work spaces, and the space for teachers in the classrooms isn’t always accessible. An inclusive university community doesn’t just protect students from discrimination, but also instructors, researchers, and other employees. It’s also important that instructors and scholars within the university reflect the diversity of our society, and in that regard I’m afraid we have a long way to go, both with respect to persons with disabilities and other marginalized groups.” Difference between handing out freebies and accommodating “Statistics show that many persons with disabilities never attend university,” says Kristín Björnsdóttir, associate professor of disability studies. Like Freyja, she believes individuals with disabilities do not enjoy the same access to education as others. There are all sorts of reasons, for instance access to technological aids, campus buildings, and appropriate assistance
MEIRA - MORE
31
byggingum og viðeigandi aðstoð og viðhorf skólanna til sérstöðu sumra nemenda. „Þannig að ef háskóla-umhverfið er svolítið upptekið af því að vera eitt af hundrað bestu, þá á sama tíma viljum við alls ekki gefa neinn afslátt af náminu og margir sem skilja ekki muninn á að gefa afslátt eða að aðlaga. Ef ég ætlaði að gefa afslátt myndi ég bara segja við einhvern fatlaðan nemanda að hann þyrfti ekki að læra eitthvað af því hann væri fatlaður. Ef við ætlum að aðlaga eitthvað þá getum við kannski sagt að fatlaði nemandinn megi skila á öðrum tíma, halda ræðu í staðinn fyrir að skila ritgerð eða að hann sýni fram á að hann hafi uppfyllt námsmarkmiðin á þann hátt sem honum er mögulegt,“ útskýrir Kristín. Samkvæmt upplýsingum frá Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands eru engar nákvæmar tölfræðiupplýsingar um fjölda útskrifaðra nemenda með fötlun, en þó er verið að vinna í því að setja upp gagnagrunn í þeim málum. Í fljótu bragði má sjá að 50% skráðra heyrnarlausra nemenda á tímabilinu 20012017 hafa lokið einni eða fleiri gráðum og svipað hlutfall er af lögblindum nemendum. Hins vegar hafa aðeins níu af 23 skráðum nemendum með mikla hreyfihömlun lokið einni eða fleiri gráðum. Það þarf þó að hafa í huga að hluti þeirra hóf nám eftir 2014 og eru því hugsanlega enn í námi. Diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun Þess má geta að Háskóli Íslands býður upp á diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun. Markmið námsins er að veita nemendum menntun og þjálfun til að sinna ýmsum störfum og að fatlað fólk geti stundað nám án aðgreiningar. Diplómanámið veitir þó engin réttindi, heldur einungis kvittun um að nemandi hafi fengið þjálfun í viðkomandi grein. „Ég held að það sé að mörgu leyti auðveldara fyrir okkur að vera með sérstakt nám á Menntavísindasviði fyrir nemendur með þroskahömlun heldur en fyrir marga nemendur sem eru fatlaðir og fara hefðbundnar
32
námsleiðir,“ segir Kristín, en hún er einnig umsjónarmaður diplómanámsins. Hún útskýrir að á meðan að sérstakt skipulag væri í diplómanáminu til að koma til móts við þarfir nemenda, þyrftu fatlaðir nemendur í hefðbundnu háskólanámi sífellt að minna á sérstöðu sína. Það væri sem sagt á ábyrgð hvers kennara fyrir sig að koma til móts við þarfir nemandans og því veltur mikið á því að kennarinn sé tilbúinn að axla þá ábyrgð. Kristín tekur sjálfa sig sem dæmi, en þegar nemendur koma til hennar og biðja um hjálp þarf hún að meta hversu reiðubúin hún sé að verða við þeirri beiðni. En það eru ekki allir kennarar með sama bakgrunn og hún og því veltir hún fyrir sér hvernig til dæmis kennari í brúarsmíði myndi bregðast við. Bætt aðgengi og breytt viðhorf Talið berst að SRFF. Blaðamaður veltir upp þeirri spurningu hvað íslensk stjórnvöld þurfi að gera til að fylgja eftir 24. grein sáttmálans. Eftir dálitla umhugsun segir Kristín að til að mynda þyrfti að laga aðgengi og nefnir sem dæmi að aðgengi á salerni í Stakkahlíð sé ekki gott. Einnig séu flestar kennslustofur á fyrstu hæð í Stakkahlíð óaðgengilegar bæði hreyfihömluðum nemendum og kennurum, en Kristín veit einungis um eina stofu þar þar sem aðgengið er í lagi. Þá þurfi að breyta viðhorfinu, og Kristín útskýrir að á sama hátt og fjölmiðlum þykir mikilvægt að skrifa um það þegar kona útskrifast úr einhverju sem talið er vera karlagrein, til dæmis sem múrari, verða þeir alltaf jafnhissa þegar fatlað fólk útskrifast með einhverja gráðu. „Í fyrsta lagi búumst við ekki við því að heyrnarlaust fólk geti verið hjúkrunarfræðingar eða að þeir sem noti hjólastól geti verið kennarar. Við erum enn þá að skrifa þessar fréttir. Þetta er svolítið svona eins og „þráttfyrir-fötlun-sína-fréttir“ og það eru viðhorf sem við þurfum að breyta,“ segir Kristín. Að lokum brýnir Kristín fyrir nauðsyn þess að Háskólinn komi til móts við þarfir fatlaðra nemenda.■
as well as the university’s attitude toward the particular needs of some students. “If we’re so focused on being one of the best hundred universities, we certainly don’t want to compromise our programs, but there are many people who don’t understand the difference between handing out freebies and providing accommodations. If I were handing out freebies, I would just tell some student that they didn’t have to study this or that because they have a disability. Providing accommodations might mean telling the student that they can turn in an assignment at another time, give a presentation instead of writing an essay, or prove that they’ve fulfilled the course requirements in whatever way is possible for them,” explains Kristín. According to the Counselling and Career Centre, there are no available statistics on the number of graduates with disabilities, though such a database is in the works. At a glance, you can see that 50% of deaf students enrolled from 2001-2017 have completed one or more degrees. The ratio is similar among legally blind students. In contrast, only nine of 23 students with significant physical impairments have completed one or more degrees. It should be taken into account, however, that some of these students began their studies after 2014 and are conceivably still in school. Diploma for students with intellectual disabilities The University of Iceland offers a vocational diploma program for persons with intellectual disabilities. The goal of the program is to provide an inclusive setting to train students for various vocations, and while it does not provide any licensure, graduates receive certificates to demonstrate their training in a given field. “In many ways, I think it’s easier for us to have a special program within the School of Education for students with intellectual disabilities rather than for many students with disabilities who
take traditional educational paths,” says Kristín, who serves as supervisor for the diploma program. She explains that while the diploma program was specially designed to meet students’ needs, students with disabilities in traditional programs would have to continually draw attention to their position. In other words, it would be the responsibility of each individual instructor to meet students’ needs, so it’s critical that instructors are prepared to shoulder that responsibility. Taking herself as an example, Kristín says that when students come to her asking for help, she must gauge how prepared she is to meet their requests. But not all instructors have the same background as she does, and she wonders for instance how instructors in physically-oriented fields like construction would respond. Increasing access and changing attitudes The conversation turns to the Convention on the Rights of Persons with Disabilities and what the Icelandic government would need to do to comply with Article 24. After a short pause, Kristín says accessibility would need to be improved. Access to the toilets in Stakkahlíð is not good, for instance. Most classrooms on the first floor of Stakkahlíð are also inaccessible to both students and instructors with physical disabilities. In fact, Kristín knows of only one classroom with sufficient access. Attitudes would also have to change. Kristín explains that in the same way that the media thinks it’s important to report when a woman graduates from a traditionally male-dominated program, for instance as a bricklayer, they’re also equally surprised when people with disabilities graduate with some degree or other. “We don’t expect that a deaf person can become a nurse, or that someone who uses a wheelchair can become a teacher. We’re still writing these news stories, these ‘despitetheir-disability’ stories, and that’s an attitude that we need to change,” says Kristín. ■
„ÉG VISSI BARA EKKI AÐ ÞETTA VÆRI SVONA ÚTBREITT“
22
HÁSKÓLABYGGINGAR FJÁRMAGNAÐAR FRÁ UPPHAFI VERTU MEÐ Í ÆVINTÝRINU
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á HHI.IS
Vænlegast til vinnings
Grein / By: Karítas Hrundar Pálsdóttir
Leynikirkjur Um kristni í Kína og Íran „Þeir sem gerast uppvísir að ólöglegu jólahaldi í smáríkinu Brúnei geta átt yfir höfði sér allt að fimm ár í fangelsi,“ hófst frétt sem ég heyrði í útvarpinu ekki alls fyrir löngu. Soldáninn í Brúnei, smáríki á Borneó, hafði fyrirskipað bann við opinberum hátíðarhöldum í tengslum við jólin. Kristnum var þó leyfilegt að halda jól en þeir þurftu að tilkynna það til yfirvalda fyrst. Hátíðarhöldin urðu að fara fram innan veggja heimilisins svo lítið færi fyrir því. Íbúum landsins var bannað að setja upp jólaskreytingar á almenningsstöðum. Í fréttinni kom fram að embættismenn frá brúneiska trúmálaráðuneytinu hefðu í aðdraganda jóla gengið á milli verslana og fyrirtækja til að ganga úr skugga um að engar jólaskreytingar væru uppi við. Bannað var að setja upp jólatré, syngja jólalög og vera með jólasveinahúfur opinberlega. Fréttin hafði áhrif á mig því stuttu áður hafði ég hitt fólk frá Brúnei í fyrsta skipti. Mér fannst veruleiki Brúneimanna fjarlægur, hlutskipti þeirra hálffjarstæðukennt. Að hugsa sér að einhver skuli eiga á hættu að vera settur í fangelsi fyrir að syngja jólalög úti á götu. Það hlýtur að vera brot á mannréttindum að fá ekki að iðka trú sína að vild. Já, það er brot á 18. grein Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna: „Allir skulu frjálsir hugsana sinna, samvisku og trúar. Felur sá réttur í sér frelsi til að skipta um trú eða sannfæringu, og enn fremur frelsi til að rækja trú sína eða sannfæringu einslega eða með öðrum, opinberlega eða í einrúmi, með boðun, breytni, tilbeiðslu, og helgihaldi.“ En skerðing trúfrelsis í Brúnei er því miður ekki einsdæmi. Í Kína og Íran eru, sem dæmi, lög sem skerða eða banna með öllu kristnihald. Vinir mínir An og Homa, sem eru frá Taívan og Íran, þekkja þetta af eigin raun. Eftir að hafa rætt við þau hef ég áttað mig á að skerðing trúfrelsis er ekki jafn fjarlægur veruleiki og mér fannst í fyrstu.
34
Ljósmynd/ir – Photo/s: pexels.com
An An er tuttugu og þriggja ára maður frá Taívan. Við kynntumst þegar hann var skiptinemi við Háskóla Íslands fyrir nokkrum árum. Í Taívan hefur ríkt trúfrelsi síðustu áratugi en þar aðhyllast flestir búddisma eða taóisma. An er aftur á móti kristinn. Þegar hann var ellefu ára kynntist móðir hans kristinni trú og ákvað í framhaldinu að verða kristin. Ákvörðun móður hans varð til þess að An, faðir hans og tvíburabróðir ákváðu einnig að gerast kristnir. Þar sem An hefur vanist því að mega tala opinskátt um trú sína þótti honum skrýtið, þegar hann var í starfsnámi í Shanghai í Kína á síðasta ári, að geta ekki mætt í kirkju eins og hann vildi nema í leyni. Falin í verksmiðju „Í Taívan má maður aðhyllast hvaða trú sem er en þannig er það ekki í Kína. Þegar ég bjó í Shanghai á síðasta ári fór ég samt í kirkju þar þó að það sé bannað. Það tók mig um klukkutíma að komast þangað með lest,“ sagði An. Kirkjan er staðsett fyrir utan bæinn, í verksmiðjuhverfi, og er falin í einni af verksmiðjunum. Það þarf allt að vera mjög leynilegt og þess vegna er kirkjan afskekkt og það er erfitt að finna hana. „Þau geta ekki sett upp stór skilti sem á stendur: Þetta er kirkja. Að utan er engin leið að sjá að
fólkið sem gengur inn ætli að lofa Guð,“ sagði hann. „Á fyrstu og annarri hæðinni er verksmiðjustarfsemi en á þriðju hæðinni er kirkjan. Þegar maður kemur á þriðju hæðina minnir þetta á taívanskar kirkjur. Það er stór salur, smærri herbergi fyrir fundi og matsalur. Þau höfðu málað, innréttað og sett upp falleg ljós svo þetta var mjög notalegur staður,“ hélt An áfram. „Kirkjan er miklu minni en stóra alþjóðlega kirkjan mín í Taívan. Kirkjurnar eiga það sameiginlegt að vera með
sérstakar stundir fyrir ungt fólk og aðrar fyrir fullorðna. Við vorum um hundrað sem mættum á ungmennastundirnar í verksmiðjunni á laugardögum. Flestir voru taívanskir en stunduðu nám eða vinnu í Shanghai. Um þriðjungur þeirra sem mættu á stundirnar voru kínverskir. Stundirnar fyrir fullorðna fólkið voru hins vegar haldnar á sunnudagsmorgnum í fundarherbergi á hóteli inni í borginni. Ég veit ekki hvernig þau fara að því að halda stundirnar þar án þess að vera gripin af lögreglunni. Það bara gengur upp,“ sagði
hann. Hingað til hafa þau sloppið vel. „Fólkið sem vinnur í verksmiðjunni veit af kirkjunni en það hefur ekki komið upp um okkur. Ef stjórnvöld vissu að þetta væri kirkja gætu þau komið og bannað okkur að halda áfram. Ég veit ekki af hverju þau hafa ekki sagt til okkar,“ sagði An. Hann velti fyrir sér hvort einhvers konar mútur eða samningar væru í gangi á milli kirkjunnar og verksmiðjunnar en sagði að það væri aðeins ágiskun sín. Hann vissi í raun ekkert um það þar sem hann hefði bara verið einn af kirkjugestunum.
MEIRA - MORE
35
Þurfti að halda sumu fyrir sig An þurfti ekki að halda leyndri þeirri staðreynd að hann væri kristinn á meðan hann var í Shanghai en hann gat samt ekki talað opinskátt um það við samstarfsfólk sitt. „Í Kína geturðu sagst vera kristinn og fólk heldur þá að þú mætir í eina af kirkjunum sem eru viðurkenndar af stjórnvöldum. En þú getur ekki sagt að þú sért kristinn einstaklingur sem lofar Guð öðruvísi en samþykkt er af opinberu kirkjunum,“ sagði An. Kínverska ríkið viðurkennir sem sagt starfsemi nokkurra kirkna en þessar opinberu kirkjur eru ekki mjög trúarlegar af því þær fylgja ákveðnum skilyrðum stjórnvalda og prestarnir flytja aðeins boðskap sem hefur verið ritskoðaður af stjórnvöldum. An er ekki hrifinn af þessum kirkjum og finnst stundirnar hjá þeim leiðinlegar. Leynikirkjuna í Shanghai fann An í gegnum móður sína en hún hafði flutt til
Shanghai vegna vinnunnar nokkrum mánuðum áður en hann flutti þangað. „Mamma spurði samstarfsfólk sitt hvar hún gæti fundið kristna kirkju og ein samstarfskona hennar sagði henni frá þessari kirkju,“ sagði hann. Samstarfskona móður An vissi um leynikirkjuna þrátt fyrir að vera ekki kristin sjálf. An sagðist halda að stjórnvöld refsuðu ekki fólki fyrir að þegja yfir vitneskju um leynikirkjur. „Lögunum er ekki fylgt mjög strangt eftir í Shanghai. Það er eins og sumir embættismenn láti eins og þeir taki ekki eftir þessu. Ástandið er samt ekki eins og það á að vera.“ Eins og vænta má gerir skerðing trúfrelsis kristniboðum erfitt fyrir. An lýsti því að fólk í kirkjunni hans í Taívan væri áhugasamt um að fara sem kristniboðar til Kína. „Þau langar að boða trúna en það er áhættusamt og erfitt því kínversk stjórnvöld óttast að fjöldi fólks komi saman án
þeirra samþykkis,“ sagði An. Með öðrum orðum fylgjast kínversk stjórnvöld með vinsælum predikurum og banna þeim að koma til Kína af ótta við að þeir ætli að starfa þar sem prédikarar. Út af þessu eru sumir í kirkjunni hans An nú þegar á bannlista og þeim meinuð koma til landsins. „Mér finnst ég mjög heppinn að vera frá Taívan, þar sem ríkir trúfrelsi, því þar þarf ég ekki að fara í felur með trú mína og get sagt öllum að ég sé kristinn. Ég get líka boðið fólki að koma í kirkjuna mína. Í Taívan er mér það algjörlega frjálst.“■
„Ég held að það sé óhjákvæmilegt að fólk greini á um trúarbrögð af því að trú er rosalega persónuleg og stundum órökleg. Þú getur ekki talað fólk til og fengið það til að trúa einhverju gegn vilja sínum af því að þetta er trú. Ég held að það sé mikilvægt að við tölum saman og hlustum á hverju aðrir vilja trúa og reynum að ergja okkur ekki á því að við höfum mismunandi trúar- og lífsskoðanir.“ -An
Homa Homa er tuttugu og fimm ára kona frá Íran. Hún ólst upp í Íran en þar eru allir innfæddir múslimar, samkvæmt skilgreiningu stjórnvalda, og bannað samkvæmt lögum að skipta um trú, til dæmis að gerast kristinn. Refsingin við því að skipta um trú er dauði fyrir karla en lífstíðarfangelsi fyrir konur. Þessar aðstæður komu samt sem áður ekki í veg fyrir að Homa og fjölskylda hennar fengju áhuga á kristinni trú og langaði að læra meira um hana. En það var hættulegt. Eftir að kristinn vinur Homu og fjölskyldu var tekinn af lífi fyrir trú sína flúðu þau land. Þau komu sem hælisleitendur til Íslands en hafa fengið dvalarleyfi og njóta nú trúfrelsis. Við Homa kynntumst stuttu eftir að hún kom til landsins. Að velja rétta leið „Fyrir átta árum tókum við fjölskyldan þá vel ígrunduðu ákvörðun að skipta um trú. Við lásum Kóraninn, bók múslima, og við lásum líka Biblíuna, bók kristinna manna. Í Íran er ekki auðvelt að komast yfir Biblíuna. Það er ekkert auðveldara að finna hana á Netinu. En að lokum tókst okkur að fá Biblíu sem í vantaði eitthvað af blaðsíðum. Við lásum hana, sáum muninn á íslam og kristni og ákváðum að gerast kristin. Ég vil ekki segja að ein trúarbrögð séu betri en önnur en ég er hrifnust af kristni,“ sagði Homa. Hún sagði að friðarboðskapur Biblíunnar hafi höfðað sterkt til hennar. „Þegar ég var búin
36
að kynna mér kristna trú ákvað ég að verða kristin og fylgja hjartanu,“ sagði hún. Leynikirkjan Í Íran eru nokkrar „opinberar“ kirkjur en Írönum er ekki heimilt að fara í þær. Áður fyrr máttu Íranir þó heimsækja sumar kirkjurnar, líkt og þeir heimsæktu safn. „Við erum með nokkrar rosalega fallegar kirkjur en þær eru aðeins fyrir ferðamenn og útlendinga. Við megum ekki fara þangað. Sumir Íranir hafa áhuga á að taka þátt í guðsþjónustum þar en það er bannað og þess vegna hættulegt,“ sagði Homa. „Fyrir þá sem eru fæddir múslimar er ólöglegt að gerast kristinn en ef þú ert kristinn
og fæddur í öðru landi og flytur til Íran er það ekkert mál,“ sagði Homa. Sem dæmi vann faðir Homu um tíma fyrir evrópskt sendiráð og þar voru allir samstarfsfélagar hans kristnir. Homa segir að viðhorf, gildi og breytni starfsfólks sendiráðsins hafi haft áhrif á fjölskylduna og hvatt þau til að íhuga af alvöru að taka kristna trú. Eftir að Homa og fjölskylda gerðust kristin fór faðir hennar að mæta í leynikirkju. Í framhaldinu kynntist Homa Írönum sem höfðu tekið kristna trú. Hún sagðist hafa kynnst um fimmtán manns en benti á að þótt hún hafi ekki vitað af fleirum sé vel líklegt
að miklu fleiri séu kristnir í leyni. „Fólkið í kirkjunni kemur skilaboðum leynilega hvert til annars um hvenær samkomurnar eru. Það getur ekki alltaf hist á sama stað og á sama tíma í hverjum mánuði því ef einhver myndi fatta hvað fólkið er að gera myndu yfirvöld hafa það á brott,“ sagði Homa. Samkomurnar fóru fram á fjórum eða fimm ólíkum stöðum í borginni. Staðirnir voru eins og heimili en enginn bjó þar. „Pabbi fór næstum í öll þau skipti sem tókst að halda samkomur. Það var hættulegra fyrir konur að taka þátt, af því að það hefði verið erfiðara fyrir þær að flýja ef eitthvað gerðist, svo ég fór aldrei. Ég held samt að
mamma hafi farið einu sinni eða tvisvar. Yfirleitt fór pabbi bara einn en kom svo heim og sagði okkur frá öllu sem þar hafði farið fram,“ sagði hún. Í leynikirkjunni kom fólk saman, las í Biblíunni, ræddi saman og söng. „Ef yfirvöld uppgötva samkomurnar er öllu lokið. Þá er allt búið. Þetta er virkilega, virkilega hættulegt vegna íranskra laga,“ sagði Homa og vísaði til þess sem áður hefur komið fram; ef maður er fæddur múslimi og skiptir um trú geta yfirvöld látið drepið mann. Lífið á Íslandi „Það var afskaplega gott að koma til Íslands af því að þá fengum við frelsi til að iðka trúna, lesa um allt og læra meira um kristna trú. Á Íslandi höfum við frelsi, eins og allir aðrir, til að mæta í kirkju og það er svo gott. Þegar við mættum fyrst í kirkjuna gaf presturinn okkur Biblíu. Í þetta skiptið með öllum blaðsíðunum! Og ég las hana í einum rykk af því að ég var svo áhugasöm. Síðan tókum við sérstakt námskeið þar sem presturinn fræddi okkur meira
um kristna trú og svaraði öllum þeim spurningum sem við höfðum. Það var frábært,“ sagði Homa um upplifun sína. „Á meðan við vorum enn í Íran hefðum við glöð viljað taka skírn en það var ómögulegt. Það var enginn staður þar sem bauð upp á það. Þannig að þegar við komum til Íslands var það draumur okkar að taka skírn og með því staðfesta trú okkar. Að lokum rættist draumur okkar; við vorum skírð og það er það besta sem hefur komið fyrir okkur,“ sagði Homa. Tilfinningin sem fylgdi skírninni var frábær, hélt hún áfram: „Þetta var eins og að fæðast að nýju, fá tækifæri til að hefja nýtt líf. Ég er rosalega þakklát fyrir það.“ Innt eftir því hvernig föður hennar þyki íslenska kirkjan í samanburði við leynikirkjuna í Íran sagði Homa: „Hann er virkilega hrifinn af kirkjunni á Íslandi. Í gær vorum við að tala um það og hann sagði að hann biði alltaf eftir fimmtudögum og sunnudögum af því að það er þá sem við mætum í kirkjuna. Hann sagði að þessir dagar væru bestu dagar vikunnar.“■
„Ég held að það væri gott ef allir hefðu val og hefðu leyfi til að fylgja hjartanu svo að enginn sé þvingaður til neins. Það er erfitt að fæðast inn í samfélag þar sem ekki ríkir trúfrelsi. Maður ræður engu um það umhverfi eða þær aðstæður sem maður fæðist inn í. Þegar maður eldist fer maður að hugsa öðruvísi um hlutina og reyna að finna sína leið í lífinu. Ég skil ekki af hverju manni er sums staðar bannað að trúa því sem maður trúir.“ -Homa
Engin formleg boð eða bönn fylgja jólahaldi á Íslandi þótt skiptar skoðanir, og jafnvel óskrifaðar reglur, séu um það hvenær rétt sé að byrja að hlusta á jólalög og hvenær taka eigi niður jólaseríur. Fólk getur frjálst haldið upp á jólin án þess að eiga yfir höfði sér refsingu. Okkur finnst þetta oft svo sjálfsagt en því miður búa ekki allir við trúfrelsi. Eftir að hafa heyrt sögu vina minna hef ég betur áttað mig á því hversu mikil forréttindi þetta eru. Um leið er hvers konar skerðing á þessum forréttindum brot á mannréttindum því trúfrelsi er jú mannréttindi. Það er átakanlegt að fólk í sumum heimshlutum þurfi að fara í felur með trú sína, að það stefni lífi sínu í hættu með því að mæta í kirkju og fylgja hjarta sínu. Hjá sumum er þetta spurning um líf eða dauða.■
37
Grein / By: Ragnhildur Þrastardóttir & Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Þarf maður að vera úr hundrað og einum til að mennta sig? Jafnvel þó að höfuðborgarsvæðið sé einungis 1% af landinu öllu búa þar rúmlega 60% landsmanna. Af þessum sökum, og öðrum, virðist gjarnan gleymast að Ísland sé stærra en þetta 1% og íbúarnir fleiri. Að sækja háskólanám getur reynst erfitt fyrir þá sem koma langt að og eru eðlilega skiptar skoðanir á því hvort réttur til náms sé jafn, óháð búsetu.
Hvaðan ert þú og hvað ertu að læra? Hólmfríður: „Vestfjörðum, ég er að læra bókmenntafræði.“ Magnús: „Ölfusi, sem er mitt á milli Hveragerðis og Selfoss, ég er að læra viðskiptafræði.“ Móeiður: „Egilsstöðum og er að læra hjúkrunarfræði.“ Úlfur: „Egilsstöðum, ég er að læra heimspeki.“
Jakob Eiríksson Schram, sem hefur talað fyrir auknu jafnræði til náms fyrir nemendur sem koma ekki af höfuðborgarsvæðinu, segir það staðreynd „að flestir sem sæki sér háskólamenntun sjái fram á að framtíðarstörfin muni vera í höfuðborginni“. Hann segir ástæður fyrir því að fólk fari í háskólanám ýmsar en gjarnan sé það til þess að „eiga möguleika á betri lífskjörum í framtíðinni“. Þeir sem alast upp úti á landi og eiga þar fjölskyldu eiga gjarnan erfiðara með að hitta fjölskyldur sínar og hafa ekki þann kost að búa heima hjá sér þegar kemur að háskólanámi, samkvæmt Jakobi. Flestir sækja þá í leiguhúsnæði og þar sem einungis lítill hluti háskólanema kemst að á Stúdentagörðunum neyðast margir til að fara inn á almennan leigumarkað. Jakob kom með nokkra punkta um það sem hægt væri að gera til að auka jafnræði til háskólanáms óháð búsetu.
Hvernig var að finna húsnæði í Reykjavík? Hólmfríður: „Fyrsta árið mitt leigði ég með vinkonu minni í Kópavogi og keyrði í skólann en núna bý ég á Stúdentagörðunum. Það var stressandi að sækja um á Görðunum, þar sem manni er gert það fullkomlega ljóst að maður þarf að sækja um strax og færi gefst. Eftir að umsóknin fer í gegn tekur við löng bið og óvissa um hvenær maður komist inn. Ég þekki nokkra sem hafa þurft að fá að gista inni á vinum eða ættingjum þegar þeir byrja í skólanum þar sem biðlistinn inn á Garðana hreyfist hægt.“ Magnús: „Það var frekar erfitt. Ég leigi núna í Kópavoginum.“ Móeiður: „Ég bý hjá tengdamömmu minni.“ Úlfur: „Ég bjó hjá frænku minni í Hafnarfirði fyrst, en sótti um á Stúdentagörðunum fyrir annað árið mitt og komst inn þar.“
„Ég hefði viljað sjá jöfnunarstyrk til þeirra sem sækja skóla langt að til þess að jafna hag landsbyggðarfólks. Þetta gæti virkað sem hvati fyrir fólk sem er enn búandi í foreldrahúsum og hefði ella ekki valið háskólanám. Mikil þægindi felast í því að koma í mat á hverju kvöldi hjá foreldrum og vera í foreldrahúsum.“ „Lengi hefur verið barist fyrir upptöku fyrirlestra og snertir það sérstaklega landsbyggðarfólk sem keyrir jafnvel á milli heimabyggðar og háskólans. Oft er vont veður og slæmt er að missa af námsefni vegna þess að kennslutímar eru ekki teknir upp líkt og þekkist í mörgum háskólum.“ „Bílastæði eru ekki vinsæl umræða og kannski finnst mörgum það gamaldags hugsun en þetta er raunverulegt vandamál fyrir þá sem sækja langt að og finna ekki bílastæði. Hægt væri að hanna eins konar bílastæðafríðindi, til dæmis í formi límmiða á bílrúðum, fyrir þá sem virkilega þurfa stæði við háskólann en búa ekki innan 10 mínútna göngufjarlægðar við háskólann.“ Stúdentablaðið fór á stúfana og athugaði hvort fleiri nemendur af landsbyggðinni tækju í sama streng og Jakob. Viðmælendurnir voru þau Hólmfríður M Bjarnadóttir, Magnús Baldvin Stefánsson, Móeiður Klausen og Úlfur Björnsson.
38
Hversu oft heimsækirðu heimabæinn? Hversu mikill kostnaður fer í það á önn? Hólmfríður: „Ég kemst ekki eins oft og ég ætlaði mér þegar ég flutti. Ætli ég fari ekki svona fimm til sjö sinnum á ári, nema eitthvað sérstakt komi upp á. Ég vann fyrir vestan í sumar og tel það með sem eina mjög langa ferð. Miðað við bílinn minn þá kostar bensínið svona 14.000-16.000 krónur báðar leiðir og svo greiði ég 2.000 krónur fyrir Hvalfjarðargöngin. Ég er búin að fara sjö sinnum á þessu ári sem þýðir að ég er búin að borga tæplega 120.000 krónur fyrir það eitt að sjá fjölskylduna mína nokkrum sinnum, og svo fer auðvitað mikill tími í að koma sér á milli.“ Magnús: „Ég reyni að kíkja heim svona tvisvar í mánuði. Ég veit ekki alveg hversu mikill kostnaður fer í það, maður er svo fljótur að keyra yfir Hellisheiðina. Ef ég þyrfti að giska þá fara kannski 15.000 krónur í það hjá mér á önn.“ Móeiður: „Ég fer austur á sirka tveggja mánaða fresti og þá fara að minnsta kosti 22.000 krónur í flugfargjaldið. Ég reyni að fara eins sjaldan og ég get þar sem það er svo hrikalega dýrt.“ Úlfur: „Ég fer mjög sjaldan vegna kostnaðar, fer líklega mest einu sinni á önn. Kostnaðurinn ef ég keyri er um 15.000 krónur í heildina og þá fara auðvitað tveir heilir dagar í ferðalagið. Ef ég flýg er kostnaðurinn á milli 30.000-40.000 báðar leiðir.“
Hólmfríður Vestfirðir Bókmenntafræði
Móeiður Egilsstaðir Hjúkrunarfræði
Nemendur af landsbyggðinni
Úlfur Egilsstaðir Heimspeki
Magnús Ölfus Viðskiptafræði
Er réttur til náms jafn hérlendis, óháð búsetu? Er eitthvað sem mætti betur fara í þeim efnum? Hólmfríður: „Það er almennt dýrara fyrir fólk utan af landi að sækja sér menntun. Það er eins og krakkar í Reykjavík átti sig ekki á hvað það er ótrúlega erfitt að yfirgefa öryggisnetið sitt og flytja einn til Reykjavíkur. Ef þú ert af „landsbyggðinni” (sem virðist vera samheiti fyrir þau svæði sem eru ekki 101) þá er þér hent í djúpu laugina þar sem þú þarft að bjarga þér. Erfitt er að troða þennan marvaða, sérstaklega miðað við það hversu dýrt er að leigja. Það myndi hjálpa mikið ef það væri ódýrara að komast heim, þá myndi maður reyna að hitta fjölskylduna sína oftar. Ef þú ert búinn í skólanum og ert að bíða eftir prófunum, þá vilja margir af „landsbyggðinni” fara heim og taka prófin þar. Það er frábært að það sé í boði en það væri yndislegt ef það kostaði aðeins minna. Ef þú tekur öll prófin heima hjá þér er það ekkert lítil upphæð og þetta mætti niðurgreiða enn frekar. Háskólinn mætti sömuleiðis bæta samband sitt við aðra háskóla og háskólasetur úti á landi, af því að þetta er Háskóli Íslands þótt hann sé staðsettur í Reykjavík.“ Magnús: „Ég held að réttur til náms hérlendis sé jafn óháð búsetu. Það er ekkert sem mér dettur í hug í fljótu bragði sem mætti betur fara.“ Móeiður: „Það mætti bæta möguleika til fjarnáms og koma á fót dreifbýlisstyrk fyrir þá sem eru með lögheimili úti á landi en vilja leggja stund á háskólanám. Sömuleiðis væri vænlegt að setja þá sem eru utan af landi í enn meiri forgang þegar kemur að Stúdentagörðunum. Ég myndi vilja sjá sérflugfargjald fyrir
háskólanema sem eru með lögheimili úti á landi. 6.000 krónur fyrir hvern fluglegg væri sanngjarnt.“ Úlfur: „Það fer mögulega eftir námi og því í hvaða verkalýðsfélagi nemandinn er. Til dæmis er enginn séns að stunda heimspeki (námið mitt) í fjarnámi og það er eiginlega ekki hægt að bæta úr því heldur þar sem að heimspekin er bara þannig fag. Verkalýðsfélagið mitt greiðir einhvern ferða- og skólakostnað en það er auðvitað ekki eitthvað sem að ríkið er að gera. Ég tel rétt til náms frekar jafnan, en það hallar samt aðeins á landsbyggðina kostnaðarlega séð. Það er auðvitað líka einhver munur á kostnaði til náms á höfuðborgarsvæðinu; sumir geta ekki búið hjá foreldrum sínum, sumir búa langt frá svæðinu og festast lengi í umferðarteppu, ólíkt þeim sem að búa í nágrenni við skólann sjálfan.“ Viltu bæta einhverju við eða koma einhverju á framfæri til stjórnvalda eða háskólayfirvalda? Hólmfríður: „Hvernig væri að pumpa smá pening í menntakerfið?“ Úlfur: „Það væri frábært að sjá stærri þéttbýliskjarna úti á landi til þess að auka fjölbreytni og efla atvinnumöguleika á Íslandi.“ Við skulum ljúka þessari umfjöllun með orðum Jakobs Schram: „Staðreyndin er sú að landið er stærra en eitt póstnúmer en það gleymist oft. Það hallar á landsbyggðarfólk sem vill sækja nám í Háskóla Íslands og er einfaldlega réttlátt að jafna kjör þeirra á við fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu.“■
39
Ljósmyndasamkeppni Stúdentablaðsins
Stúdentablaðið efndi til ljósmyndasamkeppni fyrir annað tölublað skólaársins. Nemendur Háskóla Íslands voru hvattir til að rífa upp myndavélina eða símann sinn og senda inn myndir en þær þurftu að tengjast lífi stúdentsins á einhvern hátt. Fjölmargar ólíkar myndir bárust blaðinu og er greinilegt að nemendur skólans hafa listrænt auga fyrir hversdagsleika sínum.
40
Sigríður María Aðalsteinsdóttir hlýtur fyrsta sætið með mynd sinni „Þreyttir nemar þurfa kaffi“. Í verðlaun eru 5.000 króna gjafabréf í Bóksölu stúdenta, 5.000 króna gjafabréf í Stúdentakjallarann og kaffikort. Bolli Magnússon hreppir bæði annað og fjórða sætið, Sólrún Hedda Benediktz það þriðja með mynd sinni „Eini kostur þess að mæta í tíma 8.20” og Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir það fimmta.
1. sæti Þreyttir nemar þurfa kaffi ljósmyndari: Sigríður María Aðalsteinsdóttir
41
2. sæti ljósmyndari: Bolli Magnússon
4. sæti ljósmyndari: Bolli Magnússon
42
3. sæti ljósmyndari: Sólrún Hedda Benediktz
5. sæti ljósmyndari: Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
43
Grein / By: ODDUR Snorrason
Ljósmynd/ir – Photo/s: Karítas Sigvaldadóttir
Útlendingar sem vilja læra íslensku Hugleiðingar formanns Mímis, félags stúdenta í íslenskum fræðum og almennum málvísindum við Háskóla Íslands, um stöðu íslenskunnar.
Það er leitt að hugsa til þess hve sjaldan Íslendingar tala móðurmál sitt við útlendinga sem hingað eru komnir til að læra íslensku. Landsmenn vilja gjarnan nota tækifærið til að spreyta sig í ensku og hafa litla þolinmæði fyrir takmarkaðri íslenskukunnáttu útlendinga. Reyndar eiga Íslendingar það líka til að ofmeta færni sína í ensku og reyna þannig óafvitandi á þolinmæði enskumælandi manna en það er önnur saga.
„Þýðingar eru góður gluggi inn í önnur málsamfélög sem verður seint ofmetinn en einar og sér nægja þýðingar þó ekki til þess að ná fullum skilningi á erlendum menningarheimum“ Íslendingar eru ekki einir um að vera óduglegir að tala við útlendinga á móðurmáli sínu. Fyrir rúmum tveimur árum vann ég að sumri til á elliheimili í Svíþjóð. Starfið valdi ég mér aðallega vegna þess að ég vildi læra sænsku. Þegar ég fór út gat ég einungis tjáð mig á takmarkaðri skóladönsku en ég gerði mér samt sem áður vonir um að verða altalandi á sænsku áður en sumrinu lyki. Þegar á hólminn var komið þurfti ég hins vegar að leggja hart að mér til að halda uppi samræðum við Svía á sænsku. Um leið og ég gerði villu eða á mig kom fát vildu þeir heldur tala ensku. Með því töldu þeir sig vera að gera mér greiða en í raun gerðu þeir mér bara erfiðara fyrir að læra sænsku. Sama er uppi á teningnum hjá erlendum nemendum á Íslandi. Þeir hafa langflestir
44
áhuga á að læra móðurmál okkar Íslendinga. Í fræðaheiminum erlendis er íslensk tunga og menning helsta aðdráttarafl Íslands, að náttúru landsins og fræðigreinum sem henni tengjast undanskildum. Þeir sem flytja hingað, hvort sem það er tímabundið eða til frambúðar, vilja læra íslensku. Eins og áður segir eru Íslendingar aftur á móti allt annað en viljugir til þess að tala íslensku við erlenda gesti. Skilji útlendingar ekki íslensku getur þeim reynst erfitt að kynnast menningu þjóðarinnar að ráði og að aðlagast íslensku samfélagi. Þýðingar eru góður gluggi inn í önnur málsamfélög sem verður seint ofmetinn en einar og sér nægja þýðingar þó ekki til þess að ná fullum skilningi á erlendum menningarheimum. Það er eins og örþunn himna liggi yfir frummálinu í þýðingum sem skekkir raunverulega merkingu þess. Eina leiðin til þess að skilja íslenskt samfélag til hlítar og til að geta tekið þátt í því til jafns við Íslendinga er að læra íslensku. Það er hins vegar nær ógerandi að læra íslensku ef íslenskir málnotendur vilja ekki tala við útlendinga á móðurmáli sínu. Útlendingar eru margir hverjir feimnir við að tala íslensku enda hægara sagt en gert að læra að beita hinu ástkæra og ylhýra máli rétt. Þess vegna þurfa Íslendingar að vera uppörvandi og hvetjandi við þá sem hafa hug á að læra íslensku. Mikilvægt er að styðja við þá sem flytja til Íslands hvort sem þeir koma hingað af illri nauðsyn eða af einskærum áhuga á íslenskri menningu og tungu. Í þeirra sporum vildum við líka fá þann stuðning.
Við erum á Facebook
/Augljos
LASER
AUGNAÐGERÐIR Verið velkomin í forskoðun, tímapantanir í síma 414 7000 Kynntu þér háskólaafsláttinn http://www.student.is/afslaettir
Glæsibær Vesturhús 2. hæð Álfheimar 74 104 Reykjavík
Sími 414 7000 augljos@augljos.is www.augljos.is
ÁHRIFARÍK SAMTÍMASAGA Brynhildur Björnsdóttir / Fréttablaðið
„… hann er góður stílisti og frumlegur.“ Karl Blöndal / Morgunblaðið
Venjulegt fólk leitar að ást, hlýju og merkingu í óútreiknanlegum heimi
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–15 | www.forlagid.is
Grein / By: Hjalti freyr Ragnarsson
Ljósmynd/ir – Photo/s: Aðsent
INNBLÁSTUR INSPIRATION JÓFRÍÐUR ÁKADÓTTIR Listafólki er margt til lista lagt. Það hefur unun á listum. En til þess að geta blásið út þarf listafólk fyrst að fá innblástur. Hér er því listi eftir listamann yfir þau verk sem hafa veitt honum innblástur undanfarið. Mælst er til þess við viðkomandi að valið sé eitt verk úr hverjum af eftirfarandi flokkum: tónverk, myndverk, textasmíð, kvikmynd og hönnun - en taumlausum listamönnum í flóknum skóm er þó leyft að fara frjálsum höndum um hvaða listform eru valin til að fylla sætin fimm. Listamaðurinn að þessu sinni er Jófríður Ákadóttir, sem einnig er þekkt undir nafninu JFDR. Hún hefur frá unga aldri verið áberandi í íslensku tónlistarlífi, fyrst með Ásthildi systur sinni í Pascal Pinion og síðar með hljómsveitinni Samaris. Það kom svo fljótt í ljós að hún var ein af þremur listamönnum sem í nafnleynd mynduðu verkefnið Gangly, og núna síðast hefur einstaklingsverkefni hennar JFDR verið í sviðsljósinu. Þar sem allt sem hún snertir virðist verða að gulli, þótti okkur hjá Stúdentablaðinu viðeigandi að athuga hvað veitir henni innblástur.
46
Artists are talented creatures. They take pleasure in all forms of art. But creative output first requires creative input. Presented here is one artist’s list of works that have inspired them lately. The artist is encouraged to choose one work from each of the following categories: music, visual art, text, film, and design – but those who cannot restrain themselves have the freedom to fill the five seats with whatever art forms they choose. This issue’s artist of choice is Jófríður Ákadóttir, aka JFDR. She’s had a strong presence in the Icelandic music scene from a young age, first with her sister Ásthildur as Pascal Pinon, and later with the band Samaris. It didn’t take long for her to be revealed as one of the members of the anonymous project Gangly, and most recently her solo project JFDR has been in the spotlight. As everything she touches seems to turn to gold, we thought it would be appropriate to find out what inspires her.
5.
Þýðing / Translation: Lísa Björg Attensperger & Jófríður Ákadóttir
1. Tónverk / Music – Agony með Yung Lean & Youtube
Sænski vinur okkar Yung Lean kennir margar mikilvægar músíkalskar lexíur í þessu verki, Agony af síðustu plötu sinni Stranger. Mér skilst að píanó undirspilið sé fengið beint af YouTube og þannig endurvinnsla finnst mér svo heillandi, að fólk leiti sér ekki aðeins innblásturs í hafsjónum sem Internetið er, heldur gengur það skrefinu lengra og notar sem efnivið í nýtt verk. Annað sem Yung Lean kennir okkur er mikilvægi ómstríðunnar, sem á undir högg að sækja þessa dagana. Hann slekkur á autotune-inu og ögrar okkur með viðkvæmninni og hreinskilninni í berskjaldaðri og brotinni röddinni. Our Swedish friend Yung Lean teaches us many important musical lessons in this piece, Agony, from his latest album Stranger. Apparently the piano loop is taken straight from YouTube, a kind of recycling I am deeply fascinated by, where the ocean that is the internet is not only a rich source of inspiration but also raw material for new work. Another element Yung Lean shows us is the importance of dissonance, a dying thing in our times. He turns off the autotune and challenges us with the vulnerability and honesty in his bare and broken voice.
2. Myndverk / Visual artAgnes Martin
Agnes Martin var bandarískur myndlistarmaður sem teiknaði og málaði aðallega beinar línur, strik og punkta, í einföldum litapallettum. Ég sá fyrst verk eftir hana á yfirlitssýningu í Guggenheim í fyrra sem tók mig langan tíma að komast almennilega inn í en eftir því sem á leið fann ég betur og betur hvernig æðri mátt Agnes Martin var að tala við og túlka fyrir okkur hin. Hennar allra dýpstu verk, að mínu mati, eru hvít málverk á striga. Endaleysa og undirmeðvitund, einhvers konar hrein hamingja. Agnes Martin was a visual artist from America who mostly drew and painted lines and dots in simple colour palettes. I was first introduced to her work at an exhibition at the Guggenheim, a retrospective I think it was. It took me a long while to get into it. The stairs at the museum kind of swirl up to the ceiling and the higher you get in altitude the closer you get to the core of Agnes. Her deepest work is a conversation with a higher force, a few large canvases painted white. Endlessness and subconsciousness, some kind of pure happiness.
3. Textasmíð / Text- Two Serious Ladies - Jane Bowles
Two Serious Ladies eftir Jane Bowles er skáldsaga um tvær stórundarlegar konur í New York á fjórða áratug síðustu aldar. Þær lenda í ýmsum ævintýrum, taka misgóðar ákvarðanir og enda í slagtogi við hið ólíklegasta fólk. Á sama tíma er eins og söguþráðurinn sitji ekki svo fast eftir heldur er það upplifunin, hversu oft maður rekur upp augun og klórar sér í kollinum en samt er eins og ekkert hafi skeð, á svona kaldan og kómískan hátt. Two Serious Ladies by Jane Bowles is a novel about two fairly unusual ladies in New York in the thirties who find themselves in some strange situations, make some wild decisions and end up in relationships they could never have anticipated. All the same it’s
like the storyline itself doesn’t stick with you half as much as the experience reading this book, the times you shake your head at the simplicity and oddity of this book, where things happen without you noticing them in a sort of cold and comedic manner.
4. Kvikmynd / Film - Louis Theroux
Mér finnst gaman að horfa á þættina hans Louis Theroux. Þeir eru bæði forvitnilegir og skemmtilegir. Viðfangsefnin sem Louis velur eru yfirleitt í þyngri kantinum en hann nálgast þau á svo mannlegan hátt, dæmir engan og fórnar oft eigin reisn fyrir sannleikann. Það held ég að sé ágætis leið til að nálgast flesta hluti í lífinu. I like watching Louis Theroux, his work is both eye opening and entertaining. The people and subjects he covers usually have a darkness to them and Louis approaches everything from a very human place, doesn’t judge and often sacrifices his ego or dignity for the sake of truth. A most inspiring way of approaching most things in life I’d imagine.
5. Hönnun / Design - Ableton Live
Tónlistarforritið Ableton Live hefur verið mér innblástur síðan ég kynntist því fyrst almennilega. Maður vinnur bæði með lúppur og línur, flæði og fastar hugmyndir. Maður þarf aldrei að stoppa tónlistina til að breyta og bæta. Maður dregur einn hlut frá öðrum til að blanda þeim saman, eins og að tengja saman snúrur eða vinna í höndunum. Maður er fljótur að koma frá sér hugmyndum og forritið kastar boltanum til baka og kemur manni á óvart. The digital audio workstation Ableton Live has been an inspiration to me since I first got to properly know it and use it for my creative work. You immerse in both loops and lines, flow and preconceived ideas. You never have to stop the music to alter it. You drag one thing on to the next to merge them together, like connecting cables or doing things hands on. You are quick getting your ideas into shape and the program throws things back at you, constantly surprising you.■
1.
2. 47
Grein / By: Ragnhildur Þrastardóttir & Ari Guðni Hauksson
Nauðsynlegt að efla almenningssamgöngur
Strengthening public transportation critical
Samgöngudagur var haldinn í fyrsta skipti í Háskóla Íslands þann 7. nóvember síðastliðinn af Umhverfisog samgöngunefnd SHÍ. Ýmislegt var á dagskránni.
On November 7th, Transportation Day was held for the first time at the University of Iceland by the Student Council’s Environment and Transportation Committee. There was a variety of things on the agenda.
Zipcar var með lukkuhjól og bauð upp á kaffi í samvinnu við Strætó. Zipcar er alþjóðleg deilibílaþjónusta sem kom nýverið til Íslands. Þeir bjóða upp á þjónustu sem hefur ekki sést hérlendis þar til nú, bílum er komið fyrir hér og þar svo fólk geti fengið bíl lánaðan í klukkustund eða lengur gegn gjaldi. Zipcar er nú með stæði hjá Háskólanum í Reykjavík, Landspítalanum, Háskóla Íslands og Stúdentagörðunum við Eggertsgötu. Strætó bauð nemendum í HÍ og HR frítt í Strætó allan samgöngudaginn en Strætó stefnir á að bjóða upp á næturstrætó aðfaranætur laugardaga og sunnudaga. Leiðir 1, 2, 3, 5, 6 og 11 munu bjóða upp á næturakstur. Í Odda var haldið málþing um samgöngur. Björn Teitsson, formaður samtaka um bíllausan lífsstíl, og Þorsteinn Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur, fluttu erindi. Björn stiklaði á stóru í sögu samgangna á 20. öld, hérlendis og erlendis. Björn benti á ýmislegt áhugavert í þeim efnum, til dæmis það að hjólreiðar hafi verið einn algengasti ferðamáti Reykvíkinga fyrir seinna stríð, þrátt fyrir veðurofsann. Sömuleiðis kom Björn inn á þau gríðarlegu áhrif sem olíuframleiðendur og bílaframleiðendur hafa haft á samgöngur um heim allan. Hann tók sem dæmi að með Marshallaðstoðinni hafi ríkjum í kringum Bandaríkin boðist að kaupa ódýra bíla frá Bandaríkjunum. Sömuleiðis stóðu olíufyrirtæki og
48
Translation: Derek T. Allen
Zipcar had a prize wheel and offered coffee in cooperation with Strætó, the public bus system. Zipcar is an international car-sharing company that has recently come to Iceland. They offer services that have never before been available here. Cars are located here and there around the city so that people can borrow a car for an hour or longer for a fee. Zipcar now has locations by Reykjavik University, the National University Hospital of Iceland (Landspítali), The University of Iceland, and by Student Housing on Eggertsgata. Strætó offered students in both the University of Iceland and Reykjavík University free bus fare on Transportation Day. Strætó is moving to offer later service on Friday and Saturday nights. Routes 1, 2, 3, 5, 6, and 11 will offer nighttime service. A symposium about transportation was held in Oddi. Björn Teitsson, chairman for the Association for a Carfree Lifestyle, and Þorsteinn Hermanssson, Reykjavik’s head of transportation, gave lectures. Björn mentioned the most pivotal points in the history of transportation in the 20th century, both here and abroad. Björn pointed out numerous interesting things, for example, the fact that cycling was the single most common mode of transportation for those living in Reykjavik before the Second World War, despite severe weather
Ljósmynd/ir – Photo/s: Karítas Sigvaldadóttir bílaframleiðendur í stríði við almenningssamgöngur og náðu gjarnan yfirhöndinni.Árið 1945 keyptu ýmis olíufyrirtæki upp lestarkerfi Los Angeles og létu þau grotna niður. Þannig stuðluðu olíufyrirtækin að því að Los Angeles yrði ein stærsta bílaborg heims. Þorsteinn tók svo við keflinu og fjallaði um framtíð samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Hann greindi frá því að eftir 25 ár munu íbúum á höfuðborgarsvæðinu líklega hafa fjölgað um 70.000, en það er sami fjöldi og býr í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ samanlagt. Eins og gefur að skilja kallar þessi gríðarlega aukning íbúa á höfuðborgarsvæðinu á aðgerðir í samgöngumálum. Með auknum fólksfjölda munu bílferðir á sólarhring margfaldast og tímalengd bílferðanna sömuleiðis ef ekkert verður gert. Af þeim sökum er verið að reyna að færa áhersluna af einkabílnum yfir á hágæða almenningssamgöngur.■
adolf_halfsida.pdf
1
27.11.2017
15:43
conditions. Björn also brought up the enormous impact that oil companies and car manufacturers have had on transportation around the world. As an example, he mentioned the Marshall Plan, which gave countries with close ties to the United States the opportunity to buy cheap American cars. Similarly, oil companies and car manufacturers competed against public transportation, easily gaining the upper hand. In 1945, various oil companies bought Los Angeles’ train system for the sole purpose of letting it decay. As a result, oil companies contributed to Los Angeles becoming one of the most car-dependent cities in the world. Þorsteinn then took charge and discussed the future of transportation in the Capital Region. He stated that in 25 years, the residents of the Capital Region will have likely increased by about 70,000, the same number of people who live in Kópavogur, Hafnarfjörður, and Garðabær combined. It’s easy to see that this massive population growth calls for changes in transportation. As the population increases, the number of car trips in a 24-hour period as well as the length of those trips will increase if nothing is done. As a result, an effort is being made to shift the focus from private vehicles to highquality public transportation.■
„Fjörmikil saga um ungt fólk í samtímanum.” „Fjörmikil saga um ungt fólk í samtímanum, skemmtilega sögð og morandi í alls kyns vísunum í menningar- og dægurlífið.Vel heppnuð og góð frumraun og ástæða til að hvetja fólk til að lesa UM LÍFSSPEKI ABBA & TOLTEKA og fylgjast með næstu skrefum höfundarins.” –EFI, MORGUNBLAÐIÐ
Grein / By: Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Stiklað á stóru:
An overview:
Staða og þróun jafnréttismála við Háskóla Íslands árin 2012-2016
Status and development regarding equality at the University of Iceland, 2012-2016
Í síðasta mánuði var skýrsla gefin út um stöðu og þróun jafnréttismála í Háskóla Íslands á árunum 2012-2016, en skólinn hefur einsett sér að vera ávallt í fararbroddi í jafnréttismálum. Skýrslan er gefin út af Félagsstofnun Háskóla Íslands að beiðni jafnréttisnefndar háskólaráðs og ráðs um málefni fatlaðs fólks og fjallar um jafnrétti innan skólans í víðu samhengi. Jafnréttisstarf innan skólans er gróflega kortlagt, auk þess sem þar er að finna ýmiss konar tölulegar upplýsingar um fjölda og kynjahlutföll innan skólans. Loks hefur skýrslan að geyma niðurstöður úr megindlegri og eigindlegri gagnaöflun sem framkvæmd var á árinu í því skyni að fá fram upplýsingar um stöðu jafnréttismála innan Háskólans og viðhorf starfsfólks og nemenda til málaflokksins. Spurningakönnun var lögð fyrir með tölvupósti til fastráðins starfsfólks HÍ í 40% starfshlutfalli eða hærra og nemenda í Stúdentaráði, sem og formanna nemendafélaga. Alls tóku 659 starfsmenn og 46 nemendur þátt í könnuninni. Auk könnunarinnar var notast við eigindleg viðtöl og rýnihópaviðtöl til að varpa skýrara ljósi á niðurstöðurnar. Skýrslan telur alls 92 blaðsíður, og hana er hægt að nálgast á heimasíðu Háskólans, en hér verður stiklað á stóru um það sem fram í henni kom um málefni fatlaðra, kvenna, hinsegin fólks og fólks af erlendum uppruna.
In accordance with its resolution to be at the forefront of efforts to tackle inequality, the University of Iceland recently released a report on the status and development of equality issues at the school from 2012 to 2016. The report, which focuses on equality at the university in a broad context, was commissioned by the University Council’s Equal Rights Committee and the Council for Disability Rights and released by the University’s Social Science Research Institute. The report lays out efforts to improve equality within the school and provides statistical information about the student body, including the gender ratio. Finally, the report presents findings from quantitative and qualitative studies conducted this year with the goal of analyzing the current state of equality within the university and gauging the perception of students and staff. A survey was sent to permanent employees working 40% time or more, students on the Student Council, and the chairs of student organizations. In total, 659 employees and 46 students completed the survey. In addition, qualitative interviews and focus group interviews were conducted to shed further light on the results. The 92page report is available on the university’s home page (currently only in Icelandic), but we’ve put together an overview of the report’s main findings concerning students with disabilities, LGBTQI+ students, women, and students from other countries.
Staða fatlaðs fólks Í rannsókninni sem framkvæmd var við gerð skýrslunnar voru starfsfólk og nemendur skólans inntir að því hvort þeir teldu starfshætti eða venjur skólans mismuna fólki á grundvelli fötlunar. Þriðjungi
50
Þýðing / Translation: Mark Ioli and Julie Summers
starfsfólks og einungis 7% nemenda töldu svo ekki vera að neinu leyti. Þátttakendur í könnuninni voru einnig beðnir að taka afstöðu til þess hvort starfsumhverfi HÍ komi til móts við ólíkar þarfir fatlaðs starfsfólks. Tæpur helmingur þátttakenda úr hópi starfsfólks var mjög eða frekar sammála þessu en hið sama átti við um 21% nemenda í Stúdentaráði og fulltrúa nemendafélaga. Flestir viðmælendur töldu aðgengi og starfshætti við skólann koma í veg fyrir að fatlað fólk stundaði nám við skólann eða réðist þar til starfa. Margir ræddu aðgengismál og var hægagangur skólans í þeim málum gagnrýndur. Skólinn var sagður setja það fyrir sig að fjármagn vantaði, auk þess sem mikilvægar breytingar hafi strandað á ákvæðum höfundarréttar í tilvikum þar sem arkitektar vildu ekki láta gera breytingar. Þá var aðgengi að námi líka rætt í tengslum við upptökur á tímum og sveigjanleika kennara. Einn viðmælandi hafði lent í því að mega ekki taka próf á tölvu þrátt fyrir að hann gæti ekki haldið á blýanti. Fulltrúar Stúdentaráðs og formenn nemendafélaga voru beðnir að svara því hvort nemendafélög huguðu að aðgengi fyrir fatlað fólk við skipulagningu viðburða. 15% töldu alltaf verið hugað að þeim málum og 45% sögðu það oft vera gert. Þá benti einn viðmælandi á að kenna þyrfti fólki hvað gott aðgengi væri og sagði það vera tilgangslaust að spyrja einhvern hvort það væri gott aðgengi ef viðkomandi veit ekki hvað það er. Í jafnréttisskýrslunni er fjallað í stuttu máli um grín og niðrandi tal innan Háskólans, en í rýnihópi meðal fatlaðra tóku
Students with disabilities Students and employees were asked whether they
thought the school’s policies and practices discriminate based on disability. Onethird of employees and just 7% of students answered no unequivocally. Survey participants were also asked to evaluate the truthfulness of the statement that the university work environment accommodates the various needs of employees with disabilities. Just under half of employees who took the survey somewhat agreed or strongly agreed, along with 21% of student respondents. Most respondents said that accessibility and school practices can be barriers to people with disabilities who want to study or work at the university. Many commented on accessibility issues and criticized the school for lagging behind in this area. Others noted that the school claimed lack of funding and that some important improvements were stalled in situations where the architect refused to allow changes. Recordings of class sessions and instructors’ willingness to be flexible were also mentioned in the context of access to education. One respondent said he was not allowed to take an exam on a computer despite the fact that he couldn’t hold a pencil. Student respondents were asked whether access for persons with disabilities was considered when student organizations plan events. Fifteen percent said it was always considered and 45% said it was often considered. One respondent pointed out that people must be educated about what constitutes good access. The equality report briefly addresses jokes and
Gröf: Skýrsla um stöðu og þróun jafnréttismála í Háskóla Íslands á árunum 2012-2016
þátttakendur fram að þeir hefðu ekki upplifað grín eða niðrandi tal á sinn kostnað innan skólans, þótt þeir fyndu endrum og sinnum fyrir slíku utan skólans. Staða hinsegin fólks Þátttakendur rannsóknarinnar voru spurðir hvort þeir teldu starfshætti eða venjur skólans mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar. Nemendur voru líklegri til að svara því játandi heldur en starfsfólk. Sumir viðmælenda í eigindlegum viðtölum og rýnihópum töldu almenna fordóma sem og kerfistregðu mismuna hinsegin fólki og töldu þekkingu á málefnum transfólks litla. Tvíhyggjukennd sýn á kynin og gagnkynhneigt viðmið einkenni flest námsefni skólans og að þekkingarleysi á málefnum hinsegin fólks sæjust bersýnilega í niðurstöðum könnunarinnar. Staða kvenna Eins og sjá má á meðfylgjandi grafi hefur kvenkyns nemendum fjölgað jafnt og þétt frá 1988 og töldu kvenkyns nemendur við Háskóla Íslands 66% þeirra 12.921 nemenda sem stundaði nám á skólaárinu 20152016. Hlutfallsleg kynjaskipting
nemenda eftir sviðum innan Háskólans er þó misjöfn, en konur eru í meirihluta á öllum sviðum, að frátöldu Verkfræðiog náttúruvísindasviði, þar sem karlar voru 59% nemenda árið 2015. Það svið sem hefur hvað ójafnasta kynjaskiptingu er Menntavísindasvið, en þar voru konur 83% nemenda árið 2015. Lækkandi hlutfall karla í háskólanámi þykir áhyggjuefni og aðgerðir til að stuðla að aukningu karlkyns nemenda í ákveðnum deildum innan Háskólans þar sem hallar á karla hafa litlum árangri skilað. Hvað akademískt starfsfólk Háskólans varðar eru konur í meirihluta á neðri stigum framgangskerfisins, en eftir því sem ofar dregur fækkar þeim. Árið 2016 voru konur 63% aðjunkta við skólann en einungis 30% prófessora. Hlutföllin eru í takt við niðurstöður rannsóknarinnar, þar sem 47% starfsfólks og 55% nemenda taldi karla njóta mun eða heldur meiri möguleika til starfsframa innan Háskólans. Auk þess er forvitnilegt að sjá yfirgnæfandi hlutfall kvenna í stjórnsýslum fræðasviða, 81%, á meðan þær lúta mun lægra haldi í stjórnsýslu stofnana utan
disparaging speech, but a focus group of students with disabilities said they had never experienced insults or jokes at their expense on campus. LGBTQI+ students Participants were asked whether they thought the school’s policies and practices discriminate on the basis of sexual orientation or gender identity. Students were more likely than employees to answer yes. Some respondents commented that there is both general prejudice and systematic discrimination at play as well as a particular lack of understanding when it comes to transgender issues. University curriculum often reveals heteronormative attitudes and gender binarism and the survey results clearly demonstrate inadequate understanding of gender issues. Women As the accompanying graph shows, the number of female students has steadily increased since 1988, with females comprising 66% of the 12,921 students at the University of Iceland during the 2015-2016
school year. However, the gender breakdown within each department is uneven, with women constituting a majority in all areas except Engineering and Natural Sciences, where men made up 59% of students in 2015. The area with the most gender imbalance is Education, where 83% of students were women in 2015. The falling number of men in higher education is worrisome, and efforts to draw more male students to particular departments have met with little success. As far as academic positions at the university are concerned, women are dominant at the bottom of the organizational hierarchy, although the number of women decreases as the level of seniority increases. In 2016, 63% of adjuncts but only 30% of professors were women. These percentages are in line with the recent study findings which showed that 47% of employees and 55% of students felt that men enjoy considerably greater if not much greater opportunity for promotion within the university. In addition, it is curious to note
MEIRA - MORE
51
sviða og telja 31% stjórnenda. Staða fólks af erlendum uppruna og innflytjenda Fjöldi nemenda með erlent ríkisfang við Háskóla Íslands hefur aukist mikið á undanförnum árum og á skólaárinu 2015-2016 voru þeir 1.355, en í febrúar 2017 voru þeir 1.220, þar af 305 skiptinemar. Hæst er hlutfall erlendra nema á Hugvísindasviði, eða rúm 39%. Jarðvísindadeild Háskólans hefur þó hæst hlutfall erlendra nema, en þeir eru tæplega helmingur nemenda deildarinnar. Árið 2015 störfuðu 130 erlendir starfsmenn við skólann, þar af 35 í stöðu kennara eða sérfræðinga. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að 41% starfsfólks og 44% nemenda telji að starfshættir eða venjur mismuni fólki að miklu eða litlu leyti á grundvelli uppruna eða litarháttar. Hvað aðgang innflytjenda að námi við Háskóla Íslands varðar voru 43% starfsfólks og 35% nemenda mjög eða frekar sammála því að nám við skólann væri þeim aðgengilegt. Í eigindlega hluta rannsóknarinnar kom ýmislegt í ljós sem viðmælendum fannst ábótavant í málefnum erlendra nema við Háskólann. Það sem bar einna hæst var lélegt aðgengi að upplýsingum á öðrum tungumálum en íslensku, og rýnihópur erlendra nema tók einróma undir þetta. Oft færi mikil orka í að þýða og lesa tölvubréf og upplýsingar á heimasíðu skólans og að öðrum kosti þyrftu þeir að stóla á óformlegar upplýsingar frá öðrum nemendum. Upplýsingar miðuðu líka oftast við erlenda
52
nemendur í grunn- eða skiptinámi og að nemendur í meistara- og doktorsnámi fengju minni stuðning og upplýsingar. Auk þess bentu erlendu nemarnir á að skýrt þyrfti að vera hvaða námskeið og námsleiðir þeir gætu sótt, en þónokkrir þátttakendur höfðu skráð sig í nám sem þeir töldu aðgengilegt erlendum nemum, en annað hafi svo komið á daginn. Sögðu nemendurnir að svo virtist vera sem kennararnir réðu því sjálfir hvort þeir sýndu slíkan sveigjanleika að veita möguleika á próftöku á ensku þegar prófin væru almennt á íslensku. Þátttakendur ræddu enn fremur ýmisleg kerfislæg vandamál sem og takmarkaða samvinnu og samráð milli Háskóla Íslands og annarra stofnana, svo sem Þjóðskrár og Útlendingastofnunar. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að töluverður munur er á viðhorfi nemenda og starfsfólks Háskóla Íslands um jafnrétti innan skólans, en svo virðist sem nemendum þyki minna koma til jafnréttisins sem á að tíðkast innan skólans. Þó verður að taka tillit til þess að úrtak nemenda í rannsókninni var mun minna en úrtak starfsfólks og mætti jafnvel setja spurningarmerki við það hversu lítill hluti nemenda við skólann fékk að taka þátt.■
the overwhelming number of women in administrative positions in academic departments, 81%, while that number drops to only 31% when it comes to similar positions in other areas. Immigrants and students of foreign origin The number of students at the University of Iceland who hold foreign citizenship has increased substantially in recent years, with 1,355 during the 2015-2016 school year, while in February 2017 they totaled 1,220, including 305 exchange students. The fastest growing percentage of foreign students is in Humanities, where it is currently around 39%. The Department of Earth Sciences has the largest percentage of foreign students, however, currently comprising nearly half the department. In 2015, 130 foreigners were employed at the university, including 35 in teaching or other professional positions. The report shows that 41% of employees and 44% of students believe that current employment practices and procedures discriminate somewhat or to a significant extent against people based on their skin color or background. With regards to immigrants and their access to studies at the University of Iceland, 43% of employees and 35% of students said they agreed strongly or agreed somewhat that studies were accessible to them. The qualitative portion of the study identified several areas of deficiency where improvement is needed to
better serve foreign students at the university. What stood out the most was poor access to information in languages other than Icelandic, a sentiment echoed by a focus group. Students said they often found themselves putting a great deal of effort into translating emails and information on the school’s website or relying on secondhand information from fellow students. Information is most often aimed at foreign students in undergraduate or exchange programs, while students in graduate or doctoral programs receive less information and support. In addition, foreign students indicated that it needed to be made clear which classes and programs were open to them, as many participants had enrolled in studies they thought were accessible to foreign students, only to find out this was not the case. The students said it seemed to them that it was up to each individual instructor to decide how flexible to be, for instance whether to allow final exams to be taken in English when they’re usually given in Icelandic. Participants discussed various additional systemic problems like limited cooperation and consultation between the University of Iceland and other institutions, such as the Directorate of Immigration and Registers Iceland. The study reveals a considerable difference in the sentiments of students and employees at the University of Iceland regarding equality within the school, with students more likely to feel that the university still has a long way to go. It must be noted, however, that the sample of students represented in the study was much smaller than the group of employees, which perhaps raises the question as to why so few students were invited to participate.■
Ekki þvælast um bæinn þveran í leit að jólagjöfum. Verslaðu heima í héraði á hagstæðu verði.
Í Bóksölu stúdenta á Háskólatorgi finnur þú meira en þig grunar. Njóttu þess að vera í notalegu umhverfi, fáðu þér kaffi og köku í Bókakaffi stúdenta, kíktu á nýjustu bækurnar og skoðaðu allar skemmtilegu gjafavörurnar í Kaupfélagi stúdenta.
Alvöru bókabúð og miklu meira Háskólatorgi - www.boksala.is - www.facebook.com/boksala
VIÐTAL / iNTERVIEW: Ragnhildur Þrastardóttir
ÚR ÞYNNKU Í ÞREKRAUN Viðtal við Ara Graupner Jónsson Ari Graupner Jónsson er á fyrsta ári í rafmagns- og tölvuverkfræði í Háskóla Íslands. Í haust tók hann þátt í Iron Man 70.30, eða hálfum járnmanni, með vini sínum, Sigurgeiri. Keppnir af þessu tagi er hægt að finna víðs vegar um heiminn en þeir félagar kepptu í Eistlandi. Þátttaka Ara kom mörgum á óvart enda Ari þekktur fyrir að hafa meira gaman af því að njóta lífsins en að pína sig í gegnum 113 kílómetra þrekraun. Hálfur járnmaður byggist upp á 1900 metra sundi, 90 kílómetra hjólreiðum og 21.1 kílómetra hlaupi, þ.e. hálfu maraþoni. Það er forvitnilegt að vita hvers vegna maður í engu formi ákveður að stefna á slíka þrekraun og spurðum við því Ara nánar út í þjálfunina, keppnina og ástæður þess að hann ákvað að setja markið svo hátt. Ari segir tilbreytingarleysi hafa orðið til þess að hann ákvað að fara í hálfan járnmann. „Mig langaði að breyta til. Ég var búinn að vera utan skóla í einhvern tíma, var bara að vinna og að ferðast þannig að ég þurfti svona að taka nýja stefnu í líferni,“ segir Ari og hlær. „Mig vantaði eitthvað annað markmið en að vera heima og fara á djammið. Þegar ég ákvað að fara í þetta var ég búinn að eiga versta djamm ævi minnar og var staddur á Kjúklingastaðnum Suðurveri. Þá hugsaði ég: „Nú fer ég að breyta um lífsstíl, þetta gengur ekki.““
„Framfarirnar voru ekki beint sýnilegar þá en svo allt í einu fór ég að geta hlaupið miklu lengra og hjólið varð auðveldara“ Aðspurður segist Ari hafa viljað setja sér háleitt markmið þar sem það væri töluvert meira krefjandi en að setja sér markmið sem væru smærri í sniðum. Samt segist hann ekki hafa verið í neinu formi þegar hann byrjaði að
54
þjálfa fyrir járnmanninn, sex mánuðum áður en hann keppti. „Á fyrstu æfingunni hljóp ég þrjá kílómetra og var gersamlega sigraður eftir það, þannig að ég var ekkert allt of bjartsýnn til að byrja með.“ Ari var fljótur að koma til þó fyrsti mánuðurinn hafi verið erfiður. „Framfarirnar voru ekki beint sýnilegar þá en svo allt í einu fór ég að geta hlaupið miklu lengra og hjólið varð auðveldara. Það var líka gaman því þá fann ég að það var eitthvað að gerast og það gaf mér smá von um að þetta myndi takast.“ Ari fylgdi engu æfingaplani og kaus heldur að hlusta á líkamann. „Ég reyndi það á tímabili en svo var ég að æfa svo mikið í langan tíma þannig að mér fannst eiginlega betra að gera það sem líkaminn réði við á þeim tímapunkti. Ég var kannski búinn að vera tæpur á hjólinu eða illt í bakinu eða eitthvað og þá fór ég frekar að synda. Þegar ég var búinn að synda mjög mikið fór ég frekar að hlaupa og ef það var gott hlaupaveður fór ég frekar að hlaupa en að vera inni að synda eða hlaupa.“ Þetta gerði hann sérstaklega til að forðast meiðsli. Vegalengdirnar í keppninni eru langar og því er vert að velta fyrir sér hvað hafi eiginlega
verið erfiðast. „Sundið var allavega auðveldast, maður byrjar á því og er náttúrulega fullur af orku þá og svo víraður og spenntur fyrir þessu að maður bara einhvern veginn veður í gegnum það. Ætli hjólið hafi ekki tekið mestan toll. Það var líklega líkamlega erfiðast þar sem það var svo langt líka, þrír tímar. Ég var ekki búinn að hjóla mikið á racer og var heldur aldrei búinn að hjóla 90 kílómetra. Ég var búinn að hjóla mest 45 kílómetra en ég var alltaf að hjóla með það í huga að ég þyrfti að hjóla mikið. Svo bjóst ég ekki við að fá verki í herðarnar og bakið en það gerðist á hjólinu. Ég var reyndar orðinn svo rosalega þreyttur í hlaupinu, sem er síðast, að það var líklega erfiðast.“ Næring hlýtur að skipta miklu máli í þrekraun sem þessari en Ari segir hana ekki hafa verið upp á marga fiska. „Ég var svo spenntur daginn fyrir keppnisdaginn að ég held að eina almennilega máltíðin sem ég borðaði þann daginn hafi verið einhver pastaréttur. Morguninn fyrir keppnina fór ég í mötuneytið á hótelinu og borðaði tvær ristaðar brauðsneiðar sem ég átti erfitt með að kyngja. Ég var svo stressaður.“ Af þeim sökum var Ari varla búinn að borða neitt í 24 tíma þegar
kom að hlaupinu. „Ég var alveg með einhver orkugel og svona, en svo þegar maginn er orðinn alveg tómur og bara einhver orkugel í honum líður manni ekkert allt of vel. Mig langar aldrei í orkugel aftur.“
„Hún er alveg brútal, maður er með algerar deiglappir eftir hjólið að fara að hlaupa af stað svo það er eiginlega alveg agalegt “ Þegar keppni sem þessari er lokið er erfitt að líta ekki til baka og hugsa um það sem hefði betur mátt fara. „Ég hefði átt að hjóla meira úti og æfa betur skiptinguna af hjólinu yfir í hlaupið. Hún er alveg brútal, maður er með algerar deiglappir eftir hjólið að fara að hlaupa af stað svo það er eiginlega alveg agalegt. Maður gerði marga asnalega feila í fyrsta skiptið. Ég var til dæmis í bómullarnærbuxum sem voru verstu mistök ævi minnar. Vegna þess var ég rassblautur þegar ég hjólaði 90 kílómetra og svo líka þegar ég fór að hlaupa. Flestir
Ljósmynd/ir – Photo/s: AÐSEND
eru í þríþrautargalla undir blautbúningnum þegar þeir eru að synda. Fara þá bara úr blautbúningnum og beint á hjólið. Ég átti ekkert svoleiðis,“ segir Ari. Hann ætlar þó að keppa aftur og stefnir á að læra af mistökunum. „Við ætlum að keppa í Austurríki núna í maí og maður þarf að púsla öllu frekar vel saman svo það gangi upp. Keppnin er stuttu eftir próf og svo þarf maður líka eitthvað að vinna og svoleiðis. Ég held samt að það verði miklu skemmtilegra núna þó að hitt hafi auðvitað verið gaman eftir á, sérstaklega að tala um það þegar maður fór alveg óundirbúinn í einhverja svakalega þrekraun. En núna held ég að ég geti notið keppninnar sjálfrar mikið betur því ég verð klárlega betur undirbúinn. Við ætlum að fá helling af fólki með okkur, náðum til dæmis einum vini okkar í þynnkunni. Það er auðveldast að fá fólk til að ákveða eitthvað svona í þynnkunni.“
Ari útilokar ekki að fara einhvern tíma í heilan járnmann. „Þegar ég er búinn að ná hálfum járnmanni á undir sex tímum þá get ég farið að skoða það. Tíminn minn núna var sirka sjö klukkustundir og 20 mínútur.“ Þegar Ari er búinn að segja frá hefur hann gjörsamlega sannfært blaðamann um að fylgja hópnum til Austurríkis í maí. ■
„Við ætlum að fá helling af fólki með okkur, náðum til dæmis einum vini okkar í þynnkunni. Það er auðveldast að fá fólk til að ákveða eitthvað svona í þynnkunni“
55
Grein / By: Lísa Björg Attensperger
HVER ER ÞÍN HEFÐ UM HÁTÍÐIRNAR?
WHAT’S YOUR HOLIDAY TRADITION?
Stúdentablaðið bað alþjóðlega nemendur við Háskóla Íslands um að deila skemmtilegum og óvenjulegum hátíðarhefðum frá sínum heimalöndum.
The Student Paper asked international students at the University of Iceland to share their holiday traditions with us.
„Þann 4. desember gróðursetjum við venjulega linsubaunir og hveiti sem þá hafa náð góðum vexti um jólin. Við setjum þetta fyrir framan jólatréð og uppsetningu af Jósef, Maríu mey og Jesúbarninu. Þegar einhver innan fjölskyldunnar fæðir barn búum við til „meghle” sem er gert úr hrísgrjónadufti og kryddum en þar sem um er að ræða fæðingardag Jesú Krists gerum við það til á stórum skala og þekjum það með þurrkuðum ávöxtum, hnetum og kókosflögum.“ Shadi frá Líbanon
“We usually plant lentils and wheat on December 4 and by Christmas they’re already growing well. We keep them in front of the nativity scene and the Christmas tree. There’s always something called meghle made from rice powder and spices which we make whenever there’s a birth in the family, but since it’s the birth of Christ we make it on a large scale and cover it with dried fruits, nuts, and coconut shavings.” Shadi, Lebanon
„Sinterklaas kemur til Hollands á stóru gufuskipi í nóvember. Hann býr í villu á Spáni, þar sem hann og aðstoðarmaður hans, Zwarte Pieten, fylgjast með hvort hollensk börn hagi sér vel eða illa allt árið um kring. Sinterklaas og Zwarte Piet þjóta á milli húsa öll kvöld og færa börnum litlar gjafir. Börnin hafa sett upp skóinn sinn með ljóði fyrir hann eða gulrót fyrir hvíta hestinn sem hann ferðast um á áður en hann heimsækir þau persónulega þann 5. desember. Óþekk börn eru sett í poka sem Zwarte Piet tekur með sér til baka til Spánar. Dæmigert sælgæti á þessum tíma eru skreyttir upphafsstafir úr súkkulaði, „pepernoten”, „speculaas”, „taai taai” og súkkulaðipeningar ásamt mandarínum. Margir fullorðnir halda upp á Sinterklaas með því að skiptast á gjöfum þann 5. desember.“ Vera frá Hollandi
56
Þýðing / Translation: Lísa Björg Attensperger
“Sinterklaas arrives on his big steam boat in the Netherlands in November. He resides in a villa in Spain, where he and his helpers known as Zwarte Pieten work all year round to track whether children are behaving nicely or being naughty. Sinterklaas and Zwarte Piet race across all Dutch roofs every night to bring small presents to children that have placed their shoe, which includes either a drawing for Sinterklaas or a carrot for the white horse he always rides, before most of them will get a personal visit from them on December 5th. Any naughty children will be put into the sack Zwarte Piet carries the gifts in and be taken back to Spain. Typical candy eaten in this period are decorated chocolate initials, pepernoten, speculaas, taai taai and chocolate coins, as well as mandarins. Many adults continue celebrating the Sinterklaas tradition by exchanging presents on December 5th.” Vera, Netherlands
Myndir / Illustrations: Iona Sjöfn H.-W.
„Ég geri út af við sjálfa mig með því að borða „foie-gras”!“ Maellia frá Frakklandi
“Killing myself by eating foie gras!” Maellia, France
„26. desember, annar í jólum, er „Boxing Day” en hann er haldinn hátíðlegur í kjölfar jólafagnaðarins. Oft tekur fólk þátt í furðulegum athöfnum eins og að synda í Norðursjónum („Boxing Day-dýfan“), eða klæðir sig upp í grímubúninga fyrir skemmtihlaup. Við borðum afganga af jólamatnum og verjum tíma með fjölskyldunni. Svokallaðar „Boxing Day-útsölur” byrja og fólk fer á fætur klukkan sex á morgnana eða á einhverjum öðrum fáránlegum tíma til þess að kaupa föt á útsölu fyrir jólapeninginn.“ Eve frá Bretlandi
“The 26th of December is Boxing Day, a national holiday that follows Christmas celebrations. Quite often people take part in bizarre activities on Boxing Day like swimming in the North Sea, “The Boxing Day Dip,” or fancy dress fun runs. We eat leftover Christmas dinner like turkey sandwiches and meet up with family. The big Boxing Day sales begin and lots of people get up at 6 AM or some other ridiculous time and go to the sales to buy loads of clothes with their Christmas money.” Eve, Britain
„Aðfangadagur er aðalhátíðardagurinn í Svíþjóð. Eftir jólahádegisverðinn með fjölskyldunni safnast allir saman við sjónvarpið klukkan þrjú eftir hádegi til þess að horfa á sérþátt Disney, Frá okkur öllum til ykkar allra, sem heitir „Kalle Anka och hans vänner önskar God Jul“ eða „Andrés Önd og vinir óska ykkur gleðilegra jóla“. Þátturinn var fyrst sýndur í sænsku sjónvarpi í byrjun sjöunda áratugarins og hefur síðan verið ein af mikilvægustu hefðunum um jólin. Hann er oftast sá þáttur í sjónvarpinu sem fær mest áhorf á hverju ári þrátt fyrir að sýna næstum sama efnið ár eftir ár.“ Rebecka og Suzanne frá Svíþjóð
“At 3 pm every Christmas Eve, which is the main day for Swedish Christmas celebrations, after eating Christmas lunch with family, everyone gathers around the TV to watch the Disney Christmas special, From All of Us to All of You, called “Kalle Anka och hans vänner önskar God Jul” or Donald Duck and His Friends Wish You a Merry Christmas. It premiered on Swedish TV in the early 60s and has been one of the most important Christmas traditions since then. It is usually the most watched show on TV each year, even though it shows almost the same clips every year.” Rebecka and Suzanne, Sweden
„J-dag” eða „J-dagurinn” er haldinn hátíðlegur í lok nóvember þegar jólabjórinn kemur og allir drekka sig fulla og skemmta sér. Þetta er kannski ekki endilega jólahefð heldur meira eitthvað sem á sér stað í aðdraganda aðventunnar.“ Helle frá Danmörku
“The J-dag or J-day is always at the end of November when the Christmas beers come out and everyone goes out and gets drunk. But I don’t really see it as a Christmas tradition, it’s more like something that happens before the Christmas season.” Helle, Denmark
57
Grein / By: Lísa Björg Attensperger
PILLAN ER EKKI FYRIR ALLA
ONE SIZE DOES NOT FIT ALL
Áður en kærastinn minn bauðst til þess að borga helminginn af pillunni hafði aldrei hvarflað að mér að hann gæti gert það. Við sem konur erum svo vanar að þurfa að huga einar að því að við verðum ekki óléttar. Þetta er okkar líkami, af hverju ætti einhverjum öðrum ekki að vera sama um hvað kemur fyrir hann? Að borga fyrir getnaðarvarnir er hins vegar aðeins ein af þeim aukaverkunum sem konur þurfa að hafa áhyggjur af þegar kemur að því að takmarka barneignir.
It had never occurred to me, before my boyfriend offered to pay for half of the pill, that he could do so. As women, we are conditioned to believe that it is our responsibility to not get pregnant. It’s my body, so why should someone else care what happens to it, right? Paying for contraception, however, is only one of the side effects women worry about when it comes to birth control.
Nú ákveða fleiri og fleiri ungar konur að hætta á pillunni og velja aðra möguleika í getnaðarvörnum. Það hefur lengi verið þekkt að inntaka á hormónum í pilluformi hafi í för með sér ýmsar aukaverkanir en það hefur ekki alltaf verið ljóst hversu alvarlegar þær geta í raun verið. Nýleg dönsk rannsókn sýndi fram á tengsl milli inntöku pillunnar og þunglyndis hjá konum en í henni mældust konur sem tóku getnaðarvarnarpilluna í heild með lægri lífsgæði en þær sem tóku inn lyfleysu. Pillan er þó ekki alslæm. Hún gerir mörgum konum mikið gagn þar sem hún getur haft áhrif á tíðaverki og dregið úr blæðingum auk þess sem hún getur haft góð áhrif á húðina. Þá nota konur sem þjást af legslímuflakki eða öðrum sjúkdómum pilluna til þess að meðhöndla sjúkdómseinkenni. Þegar kemur að getnaðarvörnum er ekki til ein lausn sem hentar öllum. Þegar ég kom fyrst með þá hugmynd að fjalla um pilluna og aðrar lausnir í getnaðarvörnum á ritstjórnarfundi Stúdentablaðsins hafði Ragnhildur Þrastardóttir, sem einnig situr í ritstjórn, samband við mig og vildi deila reynslu sinni: „Ég var búin að vera á pillunni Microgynon í ár þegar ég ákvað að það væri nóg komið. Ég fékk oft grátköst og langaði bara að grafa mig undir sæng heilu dagana. Þó að ég léti ekki undan þessum tilfinningum var það mjög erfitt og ég varð að hætta að gera sjálfri mér þetta. Ég gat þó ekki
58
Þýðing / Translation: Lísa Björg Attensperger
More and more young women are choosing to go off the pill and choosing alternative birth control. It has long been known that hormonal birth control comes with various side effects but it hasn’t always been clear just how serious they can be. A recent Danish study showed a link between oral contraceptives and depression in women, where women who were given birth control pills estimated their quality of life to be significantly lower than those who were given a placebo pill. However, the pill isn’t all bad. Many women benefit from the pill as it can reduce cramps and the amount of bleeding during menstruation, as well as clear up acneprone skin. In addition, women with endometriosis and other diseases often use the pill to treat their symptoms. When it comes to birth control there is no “one size fits all.” As I expressed my desire to write an article on the pill and alternatives to it for the Student Paper, my fellow editorial member Ragnhildur Þrastardóttir reached out to me and told me she wanted to share her story: “I had been using Microgynon for a year when I decided I’d had enough. I had fits of crying and wanted to bury myself under my duvet for days. Even though I didn’t succumb to these feelings it was really difficult and I couldn’t keep doing this to myself. However, I couldn’t allow myself to get pregnant (as that is something I’d rather never do) and I didn’t trust myself to use a
Teikningar / Illustrations: Árni Jón Gunnarsson
gert sjálfri mér að eignast barn (þar sem það er eitthvað sem mig langar helst aldrei að gera) og ekki treysti ég mér til að nota alltaf smokk. Þess vegna fór ég til kvensjúkdómalæknis með þessar upplýsingar og hún sagði í raun bara vera til ein lausn fyrir mig og sú lausn væri reyndar mjög góð. Koparlykkjan. Uppsetningin kostaði eitthvað um 20.000 krónur og það var sárt í smá stund. En hey! Svo var þetta bara búið, engar pillur, ekkert vesen, og engin þungun í fimm ár. Vanlíðanin hvarf fljótlega og þetta er án efa getnaðarvörn sem ég mun halda mig við. Persónulega hef ég ekki fundið neinar aukaverkanir og plataði vinkonu mína til að fara sömu leið og hún hefur svipaða sögu að segja.“ Ég er ekki læknir og vil ekki segja neinum hvað hann á eða á ekki að gera við sinn eigin líkama en ég trúi því að það sé mikilvægt fyrir konur að hlusta á líkama sinn og vita hvað gerir honum gott og hvað ekki. Ert þú forvitin/n um hvað er í boði á hlaðborði getnaðarvarna fyrir utan pilluna? Talaðu við lækninn þinn og í sameiningu getið þið fundið út hvaða leið er best fyrir þig. Öryggið á oddinn. Góða skemmtun.
condom every time. That’s why I took this information to a gynecologist who told me that there really was only one solution for me and that that solution was actually a really good one: the non-hormonal IUD. The insertion cost me about 20 thousand ISK and it hurt for a while. But hey! Then it was over, no pills, no fuss and no pregnancy for FIVE years. The ailment disappeared quickly and this is a contraception that I will undoubtedly keep using. Personally I haven’t had any side effects. I also convinced a friend of mine to try it and she had a similar experience.” I’m not a doctor and I can’t tell you what to do or not to do with your body, but I believe it is important for all women to to listen to our bodies, to know what’s right for us, and know when something is wrong. Are you curious what the buffet of contraception has to offer, besides the pill? Talk to your doctor and together you can find out which method of contraception is best for you. Be safe. Have fun.
MEIRA - MORE
59
Yfirlitstafla Náttúrulegar aðferðir og app
Aðferðir til þess að áætla hvenær konan er frjósöm til að ákveða hvenær þurfi að nota getnaðarvarnir t.d. í gegnum appið Natural Cycles sem krefst þess að konan mæli hitastig og skrái blæðingar. Appið reiknar svo út hvenær konan er frjósöm út frá þeim upplýsingum. Öryggi: Allt að 98% ef rétt er farið að. Kostir: Engin aukaáhrif á líkamann, báðir aðilar bera ábyrgð á að koma í veg fyrir getnað. Ókostir: Krefst nákvæmni og tillitssemi beggja aðila, erfitt getur reynst að styðjast við þessar aðferðir ef blæðingar eru óreglulegar einhverra hluta vegna. minni og reglulegri blæðingar, tíðarverkir minnka. Ókostir: Ógleði og brjóstaspenna í byrjun, líkur á aukinni útferð, bólga og erting í leggöngum geta komið fyrir.
Smokkurinn
Smokkurinn er iðulega úr þunnu gúmmíefni sem er rúllaður á getnaðarliminn og kemur þannig í veg fyrir að sáðfrumur komist inn í leggöngin. Öryggi: Mesta öryggi er 98% ef hann er notaður rétt. Kostir: Örugg getnaðarvörn, verndar bæði gegn getnaði og kynsjúkdómum, auðveldlega aðgengilegur, hefur ekki áhrif á starfsemi líkamans og aðeins þarf að nota hann við samfarir. Ókostir: Smokkurinn getur rifnað eða runnið af ef hann er ekki notaður rétt, efnið í smokkum getur valdið ertingu en til eru smokkar sem ekki eru úr gúmmíefnum. Þá eru einnig til grænkerasmokkar fyrir þá sem kjósa það.
60
Fertility Awareness Methods and App
FAMs are ways to track your ovulation so you can prevent pregnancy. The app Natural Cycles calculates when you are fertile by measuring your temperature and tracking your cycle and tells you when you should be using contraception. Reliability: Up to 98% reliability if everything is done correctly. Pros: no additional influence on your body, both individuals are responsible for preventing pregnancy. Cons: Requires precision and consideration from both individuals, can be difficult to predict if your periods are irregular for any reason.
The condom
The condom is a rubber contraceptive that is rolled onto the penis preventing semen from entering the vagina. Reliability: 98% reliability if it is used in the correct way. Pros: A reliable contraceptive, protects against pregnancy as well as STDs, easily accessible, does not affect the functions of your body and is only necessary during intercourse. Cons: The condom can rip or slip off if not used properly and the material can cause irritation, but non rubber condoms are available. Vegan condoms also exist for those who prefer them.
Pillan
The pill
Samsetta pillan og prógesterón pillan, eða mini-pillan, eru getnaðarvarnir sem teknar eru inn reglulega og koma í veg fyrir egglos og slím í leghálsi verður þykkara sem hindrar að sáðfrumur komist upp í legið.
The combination pill and the progesterone only pill are oral contraceptives that are taken regularly. They prevent ovulation and thicken the mucus on the cervix, thus preventing fertilization and pregnancy.
Öryggi: Mesta öryggi er yfir 99% ef að pillan er tekin rétt. Kostir: Örugg getnaðarvörn, blæðingar og tíðarverkir geta minnkað, getur hafð góð áhrif á bólur í húð og jafnvel verndað gegn krabbameini í legi og eggjastokkum. Ókostir: Fram geta komið aukaverkanir eins og ógleði, höfuðverkur, brjóstaspenna, millitíðablæðingar, breytingar á þyngd, skapsveiflur og hækkaður blóðþrýstingur.
Reliability: Over 99% reliability if the pill is taken properly. Pros: A reliable contraceptive, it can make your periods regular, ease menstrual pain and reduce acne. It can even prevent endometrial and ovarian cancers. Cons: Possible side effects include nausea, headaches, breast tenderness, spotting, changes in weight, mood swings and increased blood pressure.
Summary Table Plástur og sprauta
Lykkjan
The IUD
The Patch or Shot
Hormónaplásturinn og sprautan koma í veg fyrir egglos og þykkir slímið í leghálsinum og legslímhúðin breytist sem gerir frjóvgun og þungun ólíklegri. Plásturinn er notaður í sjö daga þrjár vikur í senn en sprautan er gefin á þriggja mánaða fresti.
The hormonal patch and shot prevent ovulation and thicken the mucus on the cervix, thus making it harder for sperm to fertilize the egg. You put a new patch on weekly for three weeks at a time and the injection is given every three months.
Öryggi: Mesta öryggi er yfir 99%. Kostir: Örugg getnaðarvörn, inniheldur alla jafna minna af hormónum en pillan, plásturinn er auðveldur í notkun og verkar í allt að 9 daga í senn á meðan sprautan verkar í 3 mánuði, blæðingar verða minni. Ókostir: Óreglulegar blæðingar, aukaverkanir eins og höfuðverkur, brjóstaspenna, ógleði, millitíðablæðingar, skapsveiflur og breytingar á þyngd.
Reliability: Over 99% reliability. Pros: A reliable contraception, contains a lower dose of hormones than the pill, the patch is easy to use and works up to 9 days at a time while the shot works for 3 months, lighter periods. Cons: Irregular periods, side effects include headaches, breast tenderness, spotting, mood swings and fluctuations in weight.
Hringurinn
Vaginal Ring aka NuvaRing
Hormónalykkjan og koparlykkjan eru getnaðarvarnir sem komið er fyrir í leginu og kemur í veg fyrir að sáðfrumur nái að frjóvga eggið.
The IUD, hormonal or non hormonal, is a T-shaped contraceptive that is inserted into the uterus and prevents fertilization.
Plasthringur sem komið er fyrir í leggöngum og hafður þar í þrjár vikur í senn. Verkar eins og pillan en hormónaskammturinn er um ⅓ af því sem er í pillunni.
Öryggi: Mesta öryggi er 99% ef lykkjan er rétt staðsett. Kostir: Örugg getnaðarvörn sem virkar um leið og hún hefur verið sett upp, langtíma getnaðarvörn (5-7 ár), hægt að fjarlægja hana hvenær sem er. Ókostir: Blæðingar geta orðið meiri og hormónalykkjunni geta fylgt aukaverkanir eins og höfuðverkur, skapsveiflur, brjóstaspenna og bólur. Lykkjan getur færst úr stað og veitir þá ekki örugga vörn gegn getnaði.
Reliability: 99% reliability if the IUD is properly placed. Pros: A reliable contraceptive that works as soon as it has been inserted, long term birth control (5-7 years), can be removed at any time. Cons: Periods may become heavier and side effects may include headaches, mood swings, breast tenderness and acne. The IUD can fall out of place and then it no longer provides reliable protection against pregnancy
Öryggi:Mesta öryggi er yfir 99% Kostir: Örugg getnaðarvörn, ein stærð hentar öllum, auðvelt að setja upp og taka niður, minni og reglulegri blæðingar, tíðarverkir minnka. Ókostir: Ógleði og brjóstaspenna í byrjun, líkur á aukinni útferð, bólga og erting í leggöngum geta komið fyrir.
A small flexible ring that you wear inside your vagina for three weeks at a time. It prevents pregnancy by releasing hormones into your body but the amount of hormones are about ⅓ of the amount in the pill. Reliability: Over 99% reliability. Pros: A reliable contraception, one size fits all, easy to insert and take out, lighter and more reliable periods, reduces menstrual cramps. Cons: Nausea and breast tenderness at first, chances of increased discharge, sometimes inflammation and irritation can occur.
61
Grein / By: Hrafnhildur V Kjartansdóttir
Þýðing / Translation: Hrafnhildur V Kjartansdóttir
Glósuvinur – hvað er það?
Note-taking buddy what’s that all about?
Á hverju skólaári auglýsir Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands eftir fjölda glósuvina meðal nemenda skólans. Glósuvinur er sá sem veitir samnemanda sínum ómetanlega aðstoð með því að leyfa viðkomandi að njóta góðs af glósum sínum.
The University of Iceland Student Counselling and Career Centre (UISCCC) advertises every semester for note-taking buddies among students. Note-taking buddy is a student that provides precious assistance to a peer student by sharing his or her class notes. Every year, approximately 20-30 students need this type of assistance because they are not able to write their own class notes due to disability or illness. Each disabled student can be registered in a number of courses and therefore the need for note-taking buddies is large. For the last few years we have not been able to provide enough note-taking buddies to meet the need which is very unfortunate for those that need this kind of assistance.
Ár hvert má reikna með að 20-30 nemendur, sem ófærir eru um að taka niður glósur sjálfir vegna fötlunar eða veikinda, þurfi á þessu úrræði að halda. Hver nemandi getur verið í nokkrum námskeiðum svo fjöldi námskeiða þar sem leitað er að glósuvinum getur hlaupið á nokkrum tugum á hverju misseri. Undanfarin ár hefur ekki tekist að fá nægilegan fjölda glósuvina til að uppfylla þörfina sem er til staðar og er það mjög bagalegt fyrir þá sem þurfa á aðstoðinni að halda. Get ég orðið glósuvinur? Ef þú mætir vel í kennslustundir og tekur niður góðar glósur getur þú orðið glósuvinur. Best er að glósurnar séu á rafrænu formi en í raungreinatengdu námi geta þó handskrifaðar glósur hentað betur. Það að vera glósuvinur felur í sér litla vinnu umfram það sem þú ert hvort sem er að gera og felst þá einkum í því að senda glósurnar vikulega til Náms- og starfsráðgjafar. Hvað græði ég á því að vera glósuvinur? Náms- og starfsráðgjöf HÍ kaupir glósur af glósuvini og sér um að koma þeim til þess nemanda sem þarf á þeim að halda. Greiddar eru 12.000 krónur fyrir glósur úr námskeiði sem er undir 8 ECTS-einingum og 16.000 krónur fyrir námskeið sem er 8 ECTS-einingar eða meira. Glósuvinur getur valið um að fá greitt í peningum, með inneign í Bóksölu stúdenta eða með inneign í Stúdentakjallaranum. Greitt er við lok misseris. Glósuvinur getur einnig fengið viðurkenningarskjal frá Námsog starfsráðgjöf þar sem fram kemur að hann hafi sinnt þessari vinnu. Slík viðurkenning getur komið sér vel á ferilskrá, í atvinnuleit og/eða þegar sótt er um nám. Ef þú sérð auglýst eftir glósuvini í þeim námskeiðum sem þú ert í og heldur að það gæti hentað þér að vera glósuvinur þá hvetjum við þig til að leita til Náms- og starfsráðgjafar og kynna þér starfið.
,,Það að vera glósuvinur felur í sér litla aukavinnu fyrir mig og mér finnst gott að geta hjálpað einhverjum sem þarf á glósum að halda“ Dæmi um það sem glósuvinir hafa að segja um starfið: ,,Ég fjármagnaði námsbókakaup mín að stórum hluta með þeim peningum sem ég fékk fyrir að vera glósuvinur.“ ,,Það er frábært að fá pening fyrir það sem ég er hvort sem er að gera í tímum.“ ,,Það að vera glósuvinur felur í sér litla aukavinnu fyrir mig og mér finnst gott að geta hjálpað einhverjum sem þarf á glósum að halda.“ ■
62
Can I become a note-taking buddy? Yes, you can if you attend class regularly and make good notes. Notes on an electronic form are preferable although handwritten notes can be better in science courses. To be a note-taking buddy does not require much extra work from your regular class activities apart from sending your notes weekly to the UISCCC. What is in it for me to be a note-taking buddy? The UISCCC buys class notes from note-taking buddies and forwards them to the student in need. The compensation for courses with less than 8 ECTS credits is 12.000 Ikr. and 16.000 Ikr. for courses of 8 ECTS or more. Note-taking buddies can choose to get compensated in the form of salary or with a gift card, usable in the Student Book Store (Bóksala stúdenta) or the Student Cellar (Stúdentakjallarinn). Compensation is delivered at the end of the semester. Note-taking buddy can also receive a recognition document from the UISCCC confirming this work and assistance. Such a recognition can be valuable on students’ résumés, in job search and/or in study applications. We encourage you to contact the UISCCC for more information if you see that we are advertising for notetaking buddies and you think it might suit you to become one.
“It is not much extra work for me to be a note-taking buddy and it makes me feel good to be able to help someone that needs notes from class” Examples of comments on the job from note-taking buddies: ”I financed the books for my studies to a large degree with the money I earned as a note-taking buddy.” ”It is great to get paid for what I do in class anyway.” ”It is not much extra work for me to be a note-taking buddy and it makes me feel good to be able to help someone that needs notes from class.”■
Grein / By: Áslaug Ýr Hjartardóttir
Ljósmynd/ir – Photo/s: pexels.com
Aðgengismál í HÍ: Þetta er orðið að einhverri hönnunarkeppni Í febrúar síðastliðnum gerði Jafnréttisnefnd Stúdentaráðs úttekt á aðgengifyrirhreyfihamlaðaínokkrumbyggingumHáskólaÍslands. Einn nefndarmeðlimur notast við hjólastól en svo fékk nefndin annan stól að láni sem nefndarmeðlimir skiptust á að nota á ferð sinni um skólann. Meðal hindrana sem urðu á vegi nefndarinnar voru meðal annars þungar hurðir, læstar lyftur, ólöglega brattur rampur og stigi upp á aðra hæð og engin lyfta sjáanleg. Myndbandið vakti á sínum tíma mikla athygli og fjölluðu fjölmiðlar meðal annars um málið. Nú, ári síðar, hitti blaðakona þau Gunnar og Vallý úr jafnréttisnefndinni og spurði hvort eitthvað hefði verið gert í aðgengismálum síðan myndbandið umrædda kom út. „Ég held að það hafi voðalega lítið komið fram miðað við það sem var sýnt í þessu mynbandi,“ segir Gunnar. „Það sem er búið að gerast núna, sem reyndar tengist ekki myndbandinu beint, er að við erum búin að fá styrk á Menntavísindasviði til þess að gera framkvæmdir á fatlaðraklósettinu. Til að stækka það og gera betra aðgengi að því.“ Þessa stundina leggur jafnréttisnefndin áherslu á aðgengismál, kynlaus klósett og geðheilbrigðismál. Nefndin vill kanna aðgengi í þeim byggingum sem ekki var gerð úttekt á í myndbandinu umtalaða. Aðspurður hvaða byggingar það væru nefnir Gunnar Stakkahlíð sem dæmi. „Stakkahlíðin er mjög stórt verkefni af því að við erum með diplómanámið þar. Margir fatlaðir einstaklingar, sem eru sumir hverjir mikið líkamlega fatlaðir og þurfa því að vera í stórum rafmagnsstólum, þurfa mikið pláss. Þannig að mér finnst að það ætti að vera forgangsmál hjá okkur að skoða Stakkahlíðina. Út frá því hvaða einstaklingum við erum að vinna með þar.“
„Svona er þetta orðið einhvern veginn í dag, það á alltaf að hanna svo flott. Þetta er orðið að hönnunarkeppni.“ Aðgengi eða fegurð? Sem fyrr segir leggur jafnréttisnefnd áherslu á aðgengismál. Sitjandi nefnd tekur myndbandið, sem minnst var á hér að ofan, til fyrirmyndar auk þess sem hún styðst við punkta frá eldri nefndum. Einn af þeim stöðum sem jafnréttisnefnd hefur þrýst á að þurfi að bæta aðgengi er Stúdentakjallarinn. Aðgengið þar er ágætt, en hins vegar þarf að merkja það betur því það er ekki nægilega sýnilegt. Einnig bendir Gunnar á að barborðið sé heldur hátt og fólk sem notar hjólastól komist ekki í gryfjuna sem er þar. „Það er náttúrulega til skammar að svona nýtt húsnæði geri ekki ráð fyrir lágmarks aðgengi og að við þurfum í alvörunni að vera að standa í að berjast fyrir þessu og það alveg í nokkur ár,“ segir Vallý. Þess má geta að Stúdentakjallarinn opnaði árið 2013 og því um frekar nýlegan stað að ræða. „Svona er þetta orðið einhvern veginn í dag, það á alltaf að hanna svo flott. Þetta er orðið að hönnunarkeppni,“ segir Gunnar og Vallý tekur heilshugar undir; „Þegar fagurfræði er farin að skipta mestu máli þá vill aðgengi mjög oft ýtast bara lengst til hliðar.“ ■
Blaðakona rifjar upp að í myndbandinu var meðal annars minnst á það að eftir langa baráttu hafi jafnréttisnefnd loks komið því fram að leiðarlínur fyrir blinda einstaklinga yrðu lagðar á Háskólatorg. Spurð út í leiðarlínurnar segir Gunnar: „Ég eiginlega bara hló þegar ég sá að hún fer upp að hringhurðinni en ekki að stóru hurðinni. Að fólki hafi dottið í hug að setja hana þar upp að. Svo er búið að bjarga málunum með því að líma eitthvað rautt teip á gólfið sem fer upp að hinni hurðinni. Eins sorglegt og þetta er þá var þetta frekar hlægilegt.“
63
Grein / By: Hjalti Freyr Ragnarsson & Karítas Sigvaldadóttir
LISTAVERK Í HÁSKÓLA ÍSLANDS Á hverjum degi reka nemendur augun í listaverk sem tilheyra flest Listasafni Háskóla Íslands, án þess að verða vör um uppruna þess eða merkingu. Einhverjir nemendur hafa eflaust velt fyrir sér hvað býr að baki fallegu listaverki sem ber fyrir augu þeirra á hverjum mánudegi á leið í tíma. Eða mögulega hneykslast á einhverri ljótri vitleysu og peningasóun sem dregur athyglina frá prófalærdómnum, án þess að þekkja til verksins eða höfundar. Stúdentablaðið tók því saman nokkur verk í almennum rýmum Háskólans og fengum Auði Övu, listfræðing Háskólans og listasafnsstjóra, til að fræða okkur um þau. Við gengum um almenn rými flestra bygginga Háskólans og völdum verk sem vöktu áhuga hjá okkur, en tókum eftir því í leiðinni að í þessum opnu rýmum er mikill meirihluti verkanna eftir karla og hallar verulega á kvenkyns listamenn. Um Listasafn HÍ: Listasafn Háskóla Íslands var stofnað árið 1980 og á í dag tæp 2.000 listaverk. Þar af eru um 1.400 þeirra eftir einn og sama listamanninn, Þorvald Skúlason abstraktmálara, bæði málverk og stórt safn teikninga. Listasafn Háskóla Íslands kaupir einnig listaverk eftir samtímalistamenn og víða um háskólasvæðið má sjá verk þeirra.
1. Í Hámu á Háskólatorgi er verk í loftinu eftir Finn Arnar Finnsson frá árinu 2007 sem var unnið sérstaklega fyrir bygginguna og heitir Vits er þörf þeim er víða ratar. Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands fjármagnaði hluta Háskólatorgs, en sjóðurinn var stofnaður með framlagi Vestur-Íslendinga. Listaverkið sem valið var með samkeppni átti því að tengjast Vestur-Íslendingum. Oddaflug gæsa má sjá efst í verkinu, og breytist stefna oddaflugsins eftir ríkjandi vindátt, með hjálp frá vindmæli ofan á húsinu. Gæsir ferðast iðulega vestur um haf til Kanada en snúa svo aftur heim. Sömuleiðis endurspeglar tilvitnunin úr Hávamálum bæði sjónarmið Háskólans og ferðalög Vestur-Íslendinga. 2. Í Veröld - húsi Vigdísar, í stigagangi í norðurenda húss, er að finna stórt textalistaverk eftir bandaríska listamanninn Lawrence Weiner (f. 1942), einn helsta brautryðjanda konseptlistar í heiminum. Verkið var sérstaklega unnið fyrir vígslu hússins í vor. Í verkum hans er áhersla lögð á merkingu orða og þýðingu þeirra, yfirfærslu bæði milli mismunandi tungumála og milli ritmáls og myndmáls. Það er því vel við hæfi að verk hans skreyti byggingu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. 3. Í kjallara Aðalbyggingar er stór krítarteikning eftir Björgu Þorsteinsdóttur frá árinu 1989 sem hún kallar Höfuðskepnur. Þó að bakgrunnur hennar sé í grafík hefur Björg þó sterkt vald á málverkinu og einskorðar sig ekki við einn miðil í þeim efnum. Á þessum tíma vann Björg mest með akrýlmálningu en verk sem þetta voru dæmi um notkun hennar á litkrít sem hún greip stundum í ásamt kolum og vatnslitum. 4. Í Aðalbyggingu er einnig að finna akrýlmálverk eftir Vigni Jóhannsson (f. 1952) frá árinu 1982, Eldur 1. Hann notaði á þessum tíma akrýlliti blandaða við herði sem gaf af sér gljáa sem minnti á gömlu meistarana. Það passaði ekki alveg inn í neo-expressjónísma samtíma hans, og var hann gagnrýndur fyrir stílbragðið sem þótti ekki passa við innihald myndanna. En hann lét það ekki á sig fá. Hann vildi mála manneskjuna sterka en ekki veika og þjakaða eins og samtímamenn hans. Þess vegna urðu höfuðskepnurnar tvær, eldur og vatn, svona sterkar í myndum hans, og manneskjan í snertingu við þær.
64
5. Á kjallaragangi Aðalbyggingar hangir einnig stórt olíumálverk í svörtu og hvítu eftir Jóhönnu Kristínu Yngvadóttur (f. 1953, d. 1991) frá árinu 1983 sem heitir Systur. Jóhanna lést úr veikindum langt fyrir aldur fram en hún skipaði mikilvægan sess í íslenskri listasögu sem fulltrúi fígúratívs expressjónisma. Í verkum sínum varpaði hún af einlægum krafti fram djúpstæðum tilfinningahræringum í formi ýmiss konar fígúra, og var hugmyndaheimurinn sem birtist manni oft erfiður og nöturlegur. 6. Í anddyri Lögbergs er stórt málverk eftir myndlistarmanninn Kristján Davíðsson (f. 1917, d. 2013) sem er í eigu Háskóla Íslands og var sýnt á Feneyjatvíæringum á áttunda áratugnum þar sem Kristján var fulltrúi Íslands. Kristján var brautryðjandi á sviði abstraktlistar á Íslandi og einn þekktasti listmálari Íslands. 7. Í ,,malargryfjunni” í Odda er tréskúlptúr eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara (f. 1908, d. 1982) frá árinu 1981 sem heitir Hvíld. Sigurjón er einn þekktustu myndhöggvara landsins og frumkvöðull innan abstrakt skúlptúrgerðar. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar er til húsa í fyrrum vinnurými hans á Laugarnestanga. 8. Á stigaganginum uppi á annarri hæð í Odda er olíumálverk í svörtum- og neonlitum eftir Helga Þórsson (f. 1975) frá árinu 2013 sem ber heitið Die Katzen Muzikale. Verkið er úr sýningu listamannsins í unglistargalleríinu Kunstschlager þar sem útfjólublátt ljós og svartmálaðir veggir voru notaðir til að búa til litla neonveröld þar sem skynvilluáhrif ýttu undir andrúmsloft alkemíu, nýaldarspeki og furðulegheita. 9. Á annarri hæð í Odda er bleikt olíumálverk með gulum og svörtum reitum, eins konar samsteypa ljóðrænnar og geómetrískrar abstraktsjónar, eftir Jón B. K. Ransu sem málað er árið 2002 og heitir XGEÓ.
Ljósmynd/ir – Photo/s: Karítas Sigvaldadóttir
4
1 8 2
7 3
Þýðing / Translation: Julie Summers
Grein / By: Ragnhildur þrastardóttir
Uppskriftahorn efnalitla námsmannsins Fylltar sætar kartöflur Undirbúningur og eldunartími: 60 mínútur Stærð: Fyrir tvo Kostnaður: 391 krónur á mann Einfaldleiki en endalausir möguleikar í einu formi uppskriftar. Það er hægt að fylla kartöflurnar með nánast hverju sem er en þessi fylling er ljúffeng, einföld, holl og ódýr. 2 sætar kartöflur 1 dós svartar baunir eða aduki baunir 2 tómatar ½ rauðlaukur ½ límóna 1 lárpera ¼ krukka fetaostur (má sleppa, líka hægt að setja t.d. salsasósu) 10 döðlur Aðferð: Hitið ofninn í 200 gráður. Skolið sætu kartöflurnar, stingið þær 10-20 sinnum með gaffli. Því næst má nudda þær með smá ólífuolíu og sjávarsalti. Skellið þeim svo á ofnskúffu, klædda bökunarpappír, og stingið þeim inn í ofninn. Þær eru tilbúnar þegar auðvelt er að stinga í þær með hníf. Á meðan kartöflurnar bakast má skera laukinn, tómatinn og döðlurnar mjög smátt. Lárperuna skal skera í munnbita. Skolið svörtu baunirnar og þerrið. Þessu er öllu blandað saman. Saltið og piprið eftir smekk og kreistið límónuna yfir. Þegar kartöflurnar eru tilbúnar má kippa þeim úr ofninum og skera þær langsum, um það bil inn í miðja kartöfluna. Þá þarf að grafa aðeins í þær með gaffli og hræra í innihaldinu svo eitthvað pláss verði til fyrir fyllinguna. Byrjið á að setja smá fetaost (eða salsasósu) neðst í rifuna og smellið svo blöndunni af lauknum, tómötunum, lárperunni, döðlunum og svörtu baununum þar ofan á. Endið á að setja fetaost eða salsasósu yfir allt saman. Það er svo frábært að bera kartöflurnar fram með afganginum af fyllingunni og spínati.■
66
Ljósmynd/ir / Photo/s: Karítas Sigvaldadóttir
The Thrifty Student’s Recipe Corner Stuffed Sweet Potatoes Preparation and cooking time: One hour Serves: Two Cost: 391 ISK per person Simplicity and endless possibilities in a single recipe. You can use just about any filling you’d like, but this one is delicious, simple, healthy, and inexpensive. 2 sweet potatoes 1 can black beans or aduki beans 2 tomatoes ½ red onion ½ lime 1 avocado ¼ jar feta cheese (optional; you could substitute salsa) 10 dates Instructions: Preheat oven to 200 degrees. Wash the sweet potatoes and pierce each one with a fork 10-20 times. Rub them with olive oil and sea salt. Wrap in baking paper, place on a baking sheet and put them in the oven.The potatoes are ready when you can easily insert a knife into the middle. While the sweet potatoes bake, dice the onion, tomatoes, and dates. Chop the avocado into bite-size pieces. Rinse and dry the beans, then mix everything together. Squeeze the lime juice over the mixture and add salt and pepper to taste. When the potatoes are ready, take them out of the oven and cut them in half lengthwise. Use a fork to dig out a bit from the center of each half and mash it to make room for the filling. Place feta cheese (or salsa) first, then add the filling mix.Top with more feta cheese or salsa. You can serve these potatoes with spinach and whatever’s left of the filling mixture.■
67
Grein / By: Hjalti Freyr Ragnarsson
Ljósmynd/ir / photo/s: Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
NÝTT UNDIR NÁLINNI – VÍNYLVAKNINGIN Stúdentablaðið leit við á pop-up vínylmarkað vinyl.is í Stúdentakjallaranum laugardaginn 11. nóvember. Yfir daginn var stöðugt rennerí af fólki að fletta í gegnum kassana á meðan aðstandendur vínyl.is þeyttu skífum. Aðstandendurnir eru gamlir vinir, Ormur Karlsson og Þórður Björn Sigurðsson, sem báðir hafa safnað plötum frá unga aldri og voru einir af þeim fáu sem seldu hvorki né hentu plötunum þegar þær voru taldar úreldar kringum árin 1991-1992. Það hjálpaði að á þeim tíma voru þeir báðir teknóplötusnúðar og þurftu þess vegna á vínylnum að halda. Á markaðnum var greinilega sérstök áhersla lögð á íslenskan vínyl og hlutfallið af honum var mjög hátt miðað við það sem gengur og gerist. Ormur hefur orð á því að svo gríðarlegt magn af vínylplötum hafi verið framleitt á Íslandi á áttunda áratugnum að af nógu væri að taka, jafnvel þótt fólk hafi mætt á Sorpu og sturtað úr plötukössunum í upphafi geisladiskabyltingarinnar. Einnig minnist hann þess hvernig uppsprengt tollverð á plötum varð til þess að allar útgáfur í kringum árin 1982-1984 voru pressaðar á Íslandi. Margar þessara platna eru dýrmætir safngripir í dag og íslensk pressa af Depeche Mode gæti verið hið heilaga gral í augum erlendra safnara. Þrátt fyrir það þótti Ormi hljómgæðin hjá íslensku pressunum, á borð við Fálkann og Gramm, undantekningarlaust arfaslök. Um 10 ár eru liðin síðan örla fór á endurkomu vínylplötunnar og hefur salan aukist jafnt og þétt síðan þá. Um síðustu jól fór svo vínylsalan eina vikuna fyrir jól í Bretlandi í fyrsta sinn fram úr
68
stafrænni sölu, sem verður að teljast mjög merkilegt miðað við að miðillinn var í dauðaslitrunum árið 2006. Aðspurður hvers vegna hann haldi að þessi upprisa vínylsins eigi sér stað segir Ormur að þótt hann geti ekki sagt til um það fyrir aðra, þá er þetta fyrir honum stemningin; þessi athöfn að setja plötuna á fóninn og pæla í umslaginu og lagatitlunum. Að hlusta á alla plötuna í gegn í staðinn fyrir að setja bara á einhvern playlista eða handahófskennd lög á Spotify. Svo má ekki gleyma einkennandi snarkinu hlýja. Grunar blaðamann að á öld skýjadrifa og alhliða skjáhorfs vanti fólk eitthvað áþreifanlegt líkt og vínylplötur. Kumpánarnir á vinyl.is byrjuðu að kaupa upp vínylsöfn fyrir nokkrum árum og eru rétt að byrja að birtast með markaði hér og þar. Fyrir nokkru reyndu þeir að vera með bás í Kolaportinu en þá kom á daginn að umferð þangað hefur snarminnkað í kjölfar bílastæðamissisins og mikilla framkvæmda í kring. Kolaportið var eitt sinn eitt af fáum sæluhúsum vínylfíkla hér á landi en frá því að Lucky Records færði út kvíarnar þaðan og opnaði í sér verslunarhúsnæði hefur vínyllinn tekið yfir í flestum eftirlifandi plötubúðum landsins. Ofan á bílastæðaleysið er þá eflaust lítil markaðshlutdeild eftir fyrir Kolaportið. Í dag starfa bæði Lucky Records og Reykjavík Records sem vínylsniðnar búðir og auk þess eru 12 Tónar og Smekkleysa uppfullar af plötum. Útgáfufyrirtækið Alda sem tók yfir tónlistarútgáfu Senu árið 2016 hefur hafist handa við að endurútgefa plötur á vínyl sem áður hafa eingöngu komið út á geisladisk – slík er eftirspurnin.■
Grein / By: Assa Borg Snævarr Þórðardóttir
BESTA (JÓLA)PLATA ALLRA TÍMA Besta plata allra tíma hefur nú þegar verið gerð. Það mun vera (jóla) platan Songs for Christmas sem Sufjan Stevens gaf út árið 2006. Það er í rauninni rangt að segja að þetta sé plata því þetta er safn af fimm EP-plötum sem Sufjan tók upp á árunum 2001 til 2006. Upphaflega voru plöturnar jólagjafir til vina og vandamanna og reyndar líka aðgengilegar á aðdáendasíðum tengdum Sufjan. Plöturnar voru því aldrei gefnar út nema sem ein heild. Ef þú leitar að plötunni á Spotify í dag birtast allar fimm plöturnar í einni runu. Hver og ein plata ber þó sinn eigin titil og þær innihalda sjö til ellefu lög hver um sig. Fyrsta platan heitir Noel: Songs for Christmas vol. I og hefst á hinu víðfræga jólalagi „Silent Night”. Sufjan ræðst því ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en útgáfa hans af þessu heilaga lagi er mild og falleg. Lagið er tæp ein mínúta og það er ekkert sungið í því.
en myndi ekki skilgreina sig sem kristilegan tónlistarmann en það hugtak er líklegast þekktara í Bandaríkjunum en hér á landi. Sufjan sagði í viðtali árið 2006 að fagurfræðilega séð væru trú og list hættuleg blanda. Ástæðan fyrir því er að honum finnst oft vera stutt á milli trúarlegra popptexta og rusltexta sem prédika yfir áheyrendum. Hann bætir einnig við að ef minnst er á presta eða eitthvað sem tengist kirkjunni í textum er fólk fljótt að dæma það sem áróður eða auglýsingu. Hann hefur til að mynda líka samið lög um eltihrella og raðmorðingja án þess að einhver túlki hann sem eltihrelli eða raðmorðingja. Prédikanir eru fjarri því sem Sufjan vill framkvæma með tónlistarsmíðum sínum en hvort sem þú ert kristinn eða ekki geta textar hans hrifið þig, því eins og með öll önnur listform má ekki einblína of mikið á bakgrunn listamannsins sjálfs við túlkun verka hans. Að því sögðu er ekki að undra að Sufjan hafi ákveðið að semja sín eigin jólalög og gefa út jólaplötur. Árið 2012 sendi hann frá sér aðra jólaplötu, Silver and Gold. Platan er framhald af Songs for Christmas, samanstendur líka af fimm EP-plötum og hefst á „Silent Night“. Sú útgáfa er töluvert frábrugðin þeirri sem heyrist á Songs for Christmas og aftur sér maður þroska Sufjans í gegnum breyttar áherslur í útsetningum á sama laginu. Silver and Gold er tekin upp á fjórum árum en upptökur á fyrstu EPplötunni, í safninu Gloria: Songs for Christmas, Vol. VI, hófst í desember 2006, sama ár og upptökum á Songs for Christmas lauk. Jólalagasmíðar og útsendingar hafa því greinilega lengi verið hluti af lífi Sufjans en samanlagt eru þetta tíu EP-plötur, teknar upp á níu árum. Það væri lítið mál að komast í gegnum öll jólin og einungis hlusta á jólalög í flutningi Sufjan Stevens.
Hið sama endurtekur sig í byrjun annarrar plötunnar; Hark! Songs for Christmas: vol II. Platan hefst á öðru frægu jólalagi, „Angels We Have Heard on High“. Lagið spannar tæpa eina mínútu og í því er enginn söngur. Að undanskilinni fjórðu plötunni, Joy: Songs for Christmas, vol IV, hefjast þær allar á þennan hátt. Þekkt jólalag er sett í styttri og mildari búning en ella, tónarnir streyma ljúflega inn í eyrun og vekur upp vellíðunartilfinningu. Á Songs for Christmas eru ekki bara jólalög sem fólk um allan heim þekkir heldur líka jólalög eftir Sufjan sjálfan. Á seinustu plötunni, Peace: Songs for Christmas vol. V, eru jafnmörg frumsamin lög í bland við þekkt lög eins og „Jingle Bells“ og „O Come, O Come Emmanuel“. Síðarnefnda lagið kemur þrisvar sinnum fyrir á Songs for Christmas, nánar tiltekið á fyrstu, þriðju og fimmtu plötunni. Útgáfurnar eru svo ólíkar að hlusti maður á allar plöturnar í gegn tekur maður ekki eftir því að sama lagið komi fyrir þrisvar sinnum. Lagið verður táknrænt fyrir þroska Sufjans sem tónlistarmanns. Sufjan hefur lengi verið í tónlistarbransanum en fyrsta plata hans, A Sun Came, kom út árið 2000 og núna í nóvember gaf hann út mixtape með endurgerðum og demó-um fyrir Carrie & Lowell sem kom út árið 2015 ásamt öðru óútgefnu efni. Hann hefur því lengi verið að og var afar afkastamikill á fyrstu árum ferilsins. Margir textar Sufjans fjalla á einhvern hátt um kristna trú, kirkjuna og/eða Guð. Sjálfur segist hann vissulega vera kristinn
Þótt að jólalögin eftir Sufjan hafi kannski ekki lifað lengi og séu sjaldan spiluð ein og sér gefa þau plötunum skemmtilegan, frumlegan og jafnvel smá óhátíðlegan blæ. Songs for Christmas er í rauninni ekki ólík öðrum plötum Sufjans. Hún er vel unnin, frumleg og vekur upp hlýju í hjarta. Nú þegar jólatíðin gengur í garð er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að hlusta allan liðlangan daginn á bestu (jóla)plötu allra tíma - hún er alltaf viðeigandi hvort sem það er við próflestur, í laufabrauðsgerð eða þegar klukkan slær sex á aðfangadagskvöld.■
69
Grein / By: Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir
Þýðing / Translation: Julie Summers
RÉTTINDA–RONJA www.student.is/ronja
70
Helsta birtingarmynd fötlunarfordóma er skert aðgengi að upplýsingum Réttinda-Ronja er tiltölulega ný vefsíða sem er upplýsingabanki og gagnagrunnur með öllum upplýsingum um þau réttindi og úrræði sem eru til staðar fyrir fatlaða nemendur og nemendur með sértæka námsörðugleika á háskólastigi. Í augnablikinu nær hún einungis til Háskóla Íslands en mun fljótlega geyma upplýsingar um stöðu réttinda og úrræða fyrir þessa hópa í öllum háskólum landsins. ,,Markmið verkefnisins er að auka sýnileika á úrræðum og þjónustu fyrir þessa tvo hópa nemenda og einnig að hvetja háskólana til að gera betur frá upphafi og plástra ekki vandamálin eftir á þegar nemandinn er kominn í skólann. Helsta birtingarmynd fötlunarfordóma er skert aðgengi að upplýsingum. Það er því mjög mikilvægt að sýna að við viljum ekki taka þátt í því heldur gera betur, sem ég trúi að allir háskólarnir vilji gera,“ segir Ágústa Björg Kettler Kristjánsdóttir.
Most common manifestation of disability prejudice is inadequate access to information Réttinda-Ronja is a relatively new online information bank centered around rights and resources for university students with disabilities or special educational needs. Currently, the website pertains only to University of Iceland students, but it will soon contain information about student rights and resources in all Icelandic universities. “The goal of the project is to increase visibility when it comes to resources and services for these students and also to push the universities to do better from the start rather than just trying to put a Band-Aid on the problem when the student has already started in school. The most common manifestation of disability prejudice is inadequate access to information, so it’s very important to show that we don’t want to take part in that but rather work to do better, which I believe all the universities want to do,” says Ágústa Björg Kettler Kristjánsdóttir.
Fékk betri upplýsingar í Danmörku um úrræði á Íslandi Ágústa Björg, ásamt Heiðdísi Önnu Sigurðardóttur, er nú í forsvari verkefnisins sem hófst hjá Jafnréttisnefnd SHÍ árið 2014. ,,Þá kom til okkar hreyfihamlaður nemandi sem var að leita upplýsinga um þau úrræði sem honum stæðu til boða. Hann hafði verið í Danmörku og hafði þar fengið meiri upplýsingar um þau úrræði og réttindi sem hann ætti rétt á á Íslandi en hann fékk hér á landi.“ Þetta varð kveikjan að því að þau Rakel Rós Auðardóttir Snæbjörnsdóttir, Sigvaldi Sigurðarson og Magnús Sigurðarson sóttu um styrk frá Rannís vorið 2015 til þess að hefja vinnu við verkefnið Réttinda-Ronju. Þau fengu svo til liðs við sig Eirík Smith, doktorsnema við rannsóknarsetrið í fötlunarfræðum, og hann gerðist umsjónarmaður verkefnisins. Þau byrjuðu á því að gera þarfagreiningu til þess að greina hvort það væri raunveruleg þörf fyrir verkefni af þessu tagi sem það reyndist vera. Þá voru haldin rýnihópaviðtöl og farið yfir hverja þyrfti að þjónusta og hvað vantaði upp á. ,,Það var mjög mikilvægt að við værum ekki að skapa eitthvað eða taka ákvarðanir fyrir hóp sem við tilheyrum ekki. Úr þessari vinnu kom í ljós að nemendunum þótti ekki nægilegt aðgengi að upplýsingum um úrræði og réttindi,“ segir Ágústa. ,,Þetta var víst svolítið þannig að þú þurftir að hafa öll spilin á hendinni í rauninni, vita hvað var mögulegt áður en þú fórst og reyndir að leita upplýsinga. Það er gífurlega slæmt af
Got better information in Denmark about resources in Iceland Ágústa Björg and Heiðdísi Önnu Sigurðardóttur oversee the Réttinda-Ronja project, which the Student Council’s Equal Rights Committee started in 2014. “A student with a physical disability came to us looking for information as to what resources were available to him. He’d been in Denmark and had gotten more information there about rights and resources in Iceland than he actually got here in Iceland.” That experience was the catalyst that led Rakel Rós Auðardóttir Snæbjörnsdóttir, Sigvaldi Sigurðarson, and Magnús Sigurðarson to apply for a grant from Rannís in spring 2015 in order to begin building Réttinda-Ronja. Eirík Smith, a doctoral student at the Centre for Disability Studies, joined the team and became the project advisor. The team began with a needs analysis to determine whether there was truly a need for a project of this sort, and it turned out that there was. Next, the team conducted focus group interviews to determine who required assistance and what services were lacking. “It was very important that we weren’t creating something or making decisions for a group to which we don’t belong. It became clear from this initial work that students felt there was not adequate access to information about rights and resources,” says Ágústa. “It was really a bit like you had to have all your ducks in a row and know what was possible before you ever went and looked for information. That’s a terrible situation, because we
want students to be able to flourish in their studies and get the assistance they need. It’s also required by Icelandic law and university law, as it should be.”
því að við viljum að nemendur geti blómstrað í námi og fengið þá aðstoð sem þeir þurfa. Það er einnig í lögum Íslands og Háskólans að svo eigi að vera.“
Goal is for project to encompass all seven universities “So Réttinda-Ronja went live and that part of the project was done. It was only for the University of Iceland and students there. Last fall, the National Union for Icelandic Students founded an Equality Committee, and at that point the idea came up to expand RéttindaRonja to reach all seven Icelandic universities. We want information about resources and accommodations to be accessible all the way from A to Z, from the moment someone starts considering university studies and chooses a major all the way to graduation. It shouldn’t be that you show up at school and they try to figure things out on a case-by-case basis. That’s the idea with the new Réttinda-Ronja, which will hopefully go live at the end of January. We received a grant for up to 2 million ISK from a local disability alliance (Öryrkjabandalag Íslands) to start work on this big project. We had a special team of summer employees this year gathering information and getting started on the project. At the end of the summer, they’d played their part, but we’re still researching and gathering information. We’re now working on sending out a survey to all the universities with a list of questions, asking, “What rights do students at your school have when it comes to this and that?” We want to get precise information from all the universities as to what is available and what’s not. In many places, there’s simply no access to many of these accommodations and in those cases we want to get those answers out in the open.”
Takmarkið að verkefnið nái yfir alla háskólana sjö ,,Svo fór Réttinda-Ronja í loftið og þá kláraðist sá hluti verkefnisins. Hann var bara fyrir Háskóla Íslands og nemendur hans. Í fyrrahaust var síðan stofnuð Jafnréttisnefnd LÍS, Landssamtaka íslenskra stúdenta, og þá kom upp sú hugmynd að stækka RéttindaRonju og láta verkefnið ná yfir alla sjö háskólana á Íslandi. Við viljum að upplýsingar um úrræði og aðstoð verði aðgengilegar alveg frá A til Ö, frá því að maður fer að huga að háskólanámi og velja nám og þar til maður útskrifast. Það ætti ekki að vera þannig að þú mætir í skólann og þá sé reynt að leysa úr hlutum samkvæmt einstaka tilfellum. Það er hugmyndin með nýju Réttinda-Ronju sem kemur vonandi í loftið í lok janúar en við fengum styrk upp á tvær milljónir frá Öryrkjabandalagi Íslands til þess að stóra verkefnið gæti hafist. Við vorum með sérstakt starfsteymi í sumarstarfi í sumar við upplýsingaöflun og við að hefja verkefnið. Þegar sumrinu lauk voru þau búin að sinna sinni vinnu en gagna- og upplýsingaöflun er enn ekki lokið. Nú erum við að vinna í því að senda út könnun með spurningalista til allra háskóla á landinu og spyrja: ,,Eruð þið með þessi, þessi og þessi réttindi fyrir þessa, þessa og þessa?“ Við viljum fá algjörlega niður á blað frá öllum háskólum hvað er í boði og hvað er ekki í boði. Á mörgum stöðum er hreinlega ekki aðgengi að mörgum af þessum úrræðum og þá viljum við fá þau svör á borðið.“
“We’re not doing it for the schools, we’re doing it for the students” “It should also be a little push for those schools that aren’t doing so well in this area. From the beginning, the idea was that this would be a student project; that students would work for students. That it would be sort of grassroots and punk and not be taken over by institutions and authorities. We’re not doing it for the schools, we’re doing it for the students. That’s still our view today and it’s really very important. If anyone has an interest in Réttinda-Ronja or is a student with a disability or a student with special educational needs, I encourage them to get in touch. We want to hear from these communities. I myself fall into the latter category, students with special educational needs, but I can’t speak for students with disabilities because I don’t belong to that group. It’s very important to us that these two groups make their voices heard because we’re doing this for them and we want to do this with them.”■
,,Við erum ekki að gera þetta fyrir háskólana heldur fyrir nemendur“ ,,Í rauninni á það líka að vera smá spark í rassinn fyrir þá skóla sem eru ekki að standa sig vel á þessu sviði. Hugmyndin var frá upphafi sú að þetta yrði verkefni nemenda; að nemendur ynnu fyrir nemendur. Að þetta yrði í grasrótinni og pönkinu en færi ekki í hendur stofnana og yfirvalda. Við erum ekki að gera þetta fyrir háskólana heldur fyrir nemendur. Það er enn okkar sýn í dag og er í rauninni mjög mikilvægt. Ef einhverjir hafa áhuga á Réttinda-Ronju eða tilheyra hópi fatlaðra nemenda eða nemenda með sértæka námsörðugleika langar mig að hvetja þá til þess að hafa endilega samband. Við viljum heyra frá þessum hópi. Sjálf tilheyri ég seinni hópnum, nemendum með sértæka námsörðugleika, en ég get ekki talað fyrir fatlaða nemendur af því að ég tilheyri ekki þeim hópi. Okkur finnst mjög mikilvægt að raddir þessara tveggja hópa heyrist af því að við erum að gera þetta fyrir þá og viljum gera það með þeim.“■
71
VIÐTAL: Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir
,,Það er ekki alltaf hægt að vera að grafa ofan í sárið og ætla að hreinsa það“ Viðtal við Fríðu Ísberg
MAMMA undir augum hennar lækjarfarvegir og innst við fjallsrætur gömul ekkasog strengd við raddböndin áður fyrr lékstu á þau þegar þér sýndist siggið á fingrunum er næstum horfið Tvíræður titill Ljóðabókin Slitförin er fyrsta bók Fríðu Ísberg en hún kom út hjá forlaginu Partusi fyrr í haust. Til útgáfunnar hlaut Fríða Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta í upphafi sumars. Þann 5. desember síðastliðinn var bókin einnig tilnefnd til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, í flokki fagurbókmennta. Stúdentablaðið biður Fríðu um að segja sér aðeins frá bókinni. ,,Slitförin er ljóðabók sem fjallar annars vegar um aðskilnað barns og foreldris og hins vegar um að verða einstaklingur í
72
einstaklingshyggju 21. aldarinnar. Í okkar samfélagi er gífurlega mikil áhersla lögð á einstaklinginn og það verður mikill kvíðavaldur. Það er áhugavert að skoða hvernig það er að vera unglingur á þessum tímum. Sérstaklega það að verða einstaklingur og þá skilgreiningarþörf sem kemur bæði að utan og innan. Bókin er líka um sambandið á milli unglingsstúlku og móður. Dóttirin sem dæmir móðurina, mér fannst það svolítið spennandi. Þetta er það sem bókin er um í grófum dráttum. Titillinn vísar til beggja þemanna. Slitförin er annars vegar ferð, þetta rof
sem verður milli foreldris og barns þegar barnið verður að eigin sjálfi. Síðan vísar titillinn í slitförin sem koma af því að maður vex svo hratt, og einnig slitförin sem koma af barnsburði en bókin hefst við barnsburð, í fæðingunni,“ segir Fríða. Bókin vatt upp á sig ,,Ég byrjaði að skrifa bókina árið 2015, rétt áður en ég hóf meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. Hún átti upphaflega að koma út sem meðgönguljóðabók hjá Partusi en síðan bauðst mér að vinna hana með Sigurði Pálssyni sem meistaraverkefni í ritlist.
Svo bókin vatt aðeins upp á sig, varð að stærra verki sem innihélt fimmtíu ljóð og endaði sem meistaraverkefnið mitt.“ Upphaflega hóf Fríða að vinna verkið út frá þeim punkti að vera unglingur í einstaklingshyggju okkar samfélags. ,,Síðan þegar ég fór að vinna mig lengra inn í verkið áttaði ég mig á því að ég gæti ekki talað mikið um unglinginn án þess að tala um foreldrana. Af því að unglingurinn er svo mikið að velja sjálfan sig og í leiðinni hafnar hann eða velur það sem foreldrarnir hafa matreitt ofan í hann.“
Ljósmynd/ir / Photo/s: VIGDÍS ERLA GUTTORMSDÓTTIR
Tók sér hálft skáldaleyfi Bókin virðist á köflum afar persónuleg og tekst á við erfiðleika í sambandi móður og dóttur. Spurð hvort henni hafi þótt erfitt að skrifa bókina segir Fríða: ,,Já, það er erfitt að skrifa svona nálægt sér. Margt af þessu er byggt algjörlega á mér, alveg hundrað prósent. Svo er það nokkuð erfitt vegna þess að í þessu tilfelli dreg ég foreldri mitt inn í söguþráðinn. Þá þurfti ég að ákveða hvort ég ætlaði að hafa þetta allt fullkomlega sannsögulegt eða ekki. Þannig að ég ákvað að taka söguþráðinn aðeins frá mér og gaf mér hálft skáldaleyfi til þess að fylla upp í ýmsar staðreyndir
„Á einhverjum tímapunkti þarftu bara að ákveða að þú munt ekki geta leyst úr öllum ágreiningi“
sem gerðust ekki í mínu lífi. Í þessari bók fer til dæmis pabbinn frá mömmunni sem gerðist ekki hjá mér. Ég tók þetta því aðeins frá mér svo það væri auðveldara að nálgast efniviðinn.“ ,,Á einhverjum tímapunkti þarftu bara að ákveða að þú munt ekki geta leyst úr öllum ágreiningi“ Fríða segist ekki hafa haft það að markmiði að koma einhverju á framfæri með ljóðabókinni. ,,Ég held að ég sé aðeins of „egósentrísk“ til þess að vera með einhvern ákveðinn boðskap,“ segir hún. ,,Þetta var mun frekar ferli sem ég þurfti að fara í gegnum. Það er náttúrulega margt í bókinni samt sem ég er að velta fyrir mér. Ég reyni bæði að segja við unglinginn sem ég var að slaka bara á, að það sé allt í lagi að skipta um skoðun, að það sé allt í lagi að uppáhaldsliturinn manns sé bæði gulur og blár. Síðan er ég líka að kryfja djúp sár. Stundum eru slík sár í þinni sögu sem þú getur ekkert verið alltaf að reyna að gera upp. Ég talaði við fólk
í kringum mig sem hefur lent í eða á einhvers konar ágreiningsmál við foreldra sína. Og það er ekki alltaf hægt að vera að grafa ofan í sárið og ætla að hreinsa það. Það er ekki hægt af því að þau rista svo djúpt. Og núna, þegar það eru liðin ákveðið mörg ár man fólk hreinlega söguna mismunandi. Þannig að á einhverjum tímapunkti þarftu bara að ákveða að þú munt ekki geta leyst úr öllum ágreiningi. Annað hvort verður maður að halda áfram þaðan eða vera alltaf í einhverju pikki og stöðugt að pota í sárið. Bókin endar í rauninni á því að mæðgurnar ákveða að pota ekki lengur heldur að labba fram hjá sárinu.“ MA í ritlist og hagnýtri ristjórn og útgáfu frá HÍ Fríða er með MA-gráðu í ritlist og hagnýtri ritstjórn og útgáfu frá Háskóla Íslands. ,,Það eru hrein og bein forréttindi að fá að vera í meistaranámi í ritlist í HÍ. Þarna eru frábærir kennarar, allt rithöfundar úr samfélagi okkar sem koma
þarna inn og miðla reynslu sinni, frekar en að vera eins og menntaðir kennarar. Það er rosalega dýrmætt að fá leiðsögn frá rithöfundum. Það er það sem maður fær helst út úr þessu, og svo þetta samtal; hvað er vel gert og hvað mætti betur fara. Maður skrifar skáldskap og kemur með og svo sitjum við öll í hring, förum yfir hvert og eitt verk og fáum það samtal. Svo við erum í rauninni rifin upp úr skúffunni. Það gengur ekkert að vera of feiminn, sem er náttúrulega frábært, því rithöfundar eru upp til hópa feimin stétt, myndi ég halda.“ Fríða hefur einnig verið að skrifa bókmenntarýni fyrir TLS, Times Literary Supplement, sem er leiðandi tímarit innan bókmenntaheimsins. Fríða segir frá því hvernig það kom til; ,,Ég útskrifaðist sem sagt úr BA-námi í heimspeki og ákvað svo að fara og ferðast í eina önn. Síðan var einungis tekið inn í ritlistina að hausti svo ég byrjaði í meistaranámi í hagnýtri ritstjórn og útgáfu
MEIRA - MORE
73
á vorönninni. Því fylgir að ef þú ætlar að útskrifast þaðan þarftu að hafa tekið 30 eininga starfsnám. Flestir fara í útgáfur hérna heima eða einhver útgáfutengd verkefni en ég var spennt fyrir því að fara til útlanda. Ég held að ekki neinn hafi farið til útlanda úr þessari deild áður en ég gerði það. En ég sendi, ég held að ég hafi sent svona fimmtíu tölvupósta á einum mánuði, og fékk tvö svör til baka. Annað þeirra var hálfgert ,,kannski“ frá TLS. Síðan sendi ég þeim meira efni frá mér og þau tóku mig inn í
þriggja mánaða starfsnám. Síðan þá hef ég verið að skrifa eina og eina umfjöllun á svona tveggja mánaða fresti. Ég er til dæmis að fara að skrifa um Björk og nýju Utopia plötuna hennar um helgina.“ Bókmenntasenan fyrir unga höfunda á Íslandi Við spyrjum Fríðu hvað henni finnist um bókmenntasenuna fyrir unga höfunda hér á landi. ,,Bókmenntasenan er allavega til staðar. Mér finnst hún mjög skemmtileg. Það eru nokkrir hópar í gangi og nokkrar
fagurfræðisenur í gangi líka. Ég er stundum spurð hverju ég myndi mæla með fyrir skúffuskáld til þess að komast inn í senuna og það er hreint og beint að mæta. Fylgjast með hvaða upplestrar eru í gangi og mæta á þá. Í senunni er hins vegar smá stigveldi, myndi ég segja. Grasrótin og ungskáldin eru miklu frekar á börunum á upplestrunum en eldri höfundar mæta frekar á bókmenntahátíðir eða höfundakvöld í Gunnarshúsi sem þykir virðulegra.“
AUGNSVIPUR augnsvipur reiddar til höggs og bráðum ætti að heyrast í þeim hviss hviss bíddu aðeins lengur það eru fjögur skref í kaffipásu fjögur skref fyrir mínútukarlinn tvö hundruð fyrir Sekúndu stofan er of björt fyrir janúarmorgun svefninn nuggast ekki úr kennaranum fyrr en hún áttar sig á stírunum pískur í lofti einhver hefur tússað jing og jang á næsta borð munurinn á myndhverfingu og viðlíkingu, segir kennarinn munurinn er að vera asni og asnaleg hviss hviss bíddu aðeins lengur Sekúnda fetar sig að pásunni þú í kringum myllusteininn 74
Smásagnasafn í bígerð Fríða býr á Seyðisfirði með manninum sínum þar sem hún er byrjuð að vinna að næstu bók. ,,Landsbyggðin er alveg málið þegar þú ætlar að gera eitthvað svona,“ segir hún og hlær en vill hins vegar lítið tjá sig um efni næstu bókar, fyrir utan að í þetta skiptið verða það smásögur en ekki ljóð. ,,Vonandi næ ég að koma henni út fyrir næstu jól, það er draumurinn.“■
Þú getur keypt næstum hvað sem er fyrir jólin með Aukakrónum.