KOSNINGABLAÐ RÖSKVU
2017
Ritstjórn Ingvar Þór Björnsson, Árni Þórður Randversson og Daníel G. Daníelsson
Útgefandi: Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands Ritstjóri: Ingvar Þór Björnsson Enskar þýðingar: Magnús Pálsson Ragna, Sigurðardóttir, Jakob Sturla Einarsson, Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir Hönnun og umbrot: Bjarki Björgvinsson og Ívar Björnsson Ljósmyndir: Hans Hektor Hannesson og Emil Örn Kristjánsson Prentun: Litróf
Efnisyfirlit 4
Ávarp ritstjóra
6
Ávarp oddvita
8
Stefna Röskvu
12
Höfum áhrif á umhverfið
14
Umhverfis- og samgöngumál
16 Félagsvísindasvið 20
Grein oddvita félagsvísindasviðs
22 Heilbrigðisvísindasvið 26 Grein oddvita Heilbrigðisvísindasviðs 28 Stuðningsmannaopna 30
Betra LÍN fyrir alla
32 Hugvísindasvið 36
Grein oddvita Hugvísindasviðs
38 Menntavísindasvið 42
Grein oddvita Menntavísindasviðs
44
Verkfræði- og náttúruvísindasvið
46
Grein oddvita Verkfræði- og náttúruvísindasviðs
48
The Woolen Curtain: Keeping Foreign Students Out
50
Topp 10 hlutir sem Röskva hefur framkvæmt á árinu
3
Ávarp ritstjóra Ingvar Þór Björnsson
Elsku samnemendur, Velkomin aftur í skólann eftir verðskuldað og vonandi með eindæmum ánægjulegt jólafrí. Nú styttist í kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands og er kosningabarátta fylkinganna hafin. Þessi árlegi viðburður hefur feiknamikil áhrif á háskólasamfélagið og er óneitanlega einn líflegasti tími háskólans þrátt fyrir ásækjandi og óþolandi áróðurinn sem fylgir kosningunum oft á tíðum. Stúdentar hafa nefnilega ávallt hagsmuni sem þarf að gæta og hafa frambjóðendur boðið sig fram til að gæta þessara hagsmuna og berjast fyrir betri kjörum fyrir nemendur Háskólans.
Stúdentaráð á að vera málsvari allra nemenda við Háskólann og fer með öll mál er varða hagsmuni nemenda gagnvart háskólayfirvöldum, stjórnvöldum og öðrum þeim sem áhrif hafa á stefnu HÍ. Stúdentaráð hefur frá stofnun barist ötullega fyrir hagsmunum stúdenta og margvíslegum framförum í háskólasamfélaginu. Það er hagsmunafélag stúdenta og lætur ekkert mál er varðar stúdenta óhreyft. Við í Röskvu göngum fílefld inn í þessar kosningar en það liggur í augum uppi að sjaldan hefur verið jafn mikill munur á fylkingunum. Ber þar helst að nefna LÍN frumvarp Illuga Gunnarssonar sem hefði komið verr út fyrir fjölmarga nemendur Háskólans, sérstaklega þá sem munu hafa lágar tekjur eftir nám. Röskva setti sig upp á móti frumvarpinu og þá sérstaklega þeim vinnubrögðum sem meirihluti Stúdentaráðs tamdi sér í þessu máli. Betra lánasjóðskerfi fyrir alla nemendur Háskóla Íslands er eitt stærsta hagsmunamál okkar tíma og mikilvægt er að stúdentar hafi aðkomu að nýju LÍN frumvarpi. Stúdentaráð á að vera þrýstiafl og ekki að vefjast um fingur
ráðherra og þóknast þeim á kostnað hagsmuna nemenda. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að það fólk sem við kjósum í forystu Stúdentaráðs er fólkið sem við kjósum til að standa vörð um hagsmuni okkar. Ég hvet því alla nemendur til að kynna sér báðar fylkingarnar til hlýtar, öll stefnumál og það sem skilur þær að. Skoðið kosningablöðin, skoðið heimsíður fylkinganna, grillið frambjóðendur. Og drekkið frítt kaffi. Ég vona innilega að þið njótið þess að lesa þetta blað og verðið fróðari um það sem við í Röskvu stöndum fyrir í leiðinni. Síðustu vikur hefur ritstjórn Röskvu unnið hörðum höndum að gerð þessa blaðs og gleður það mig mikið að það sé komið í ykkar hendur. Þakka ég kærlega öllum þeim sem komu að gerð blaðsins á einn eða annan hátt. Blaðið er einnig allt þýtt á ensku eins og við höfum gert síðustu ár og er það því aðgengilegt fyrir alla þá nemendur við háskólann sem hafa íslensku ekki að móðurmáli. Njótið lestursins!
4
Editor’s Note Dear fellow students. Welcome back to school after a well-deserved and, hopefully, fantastic Christmas vacation. Now that the Student Council elections approach the campaigning is up and running for the parties running. This yearly event is incredibly important for the university community and is undoubtedly one of the liveliest events of the year, despite the intrusive and annoying propaganda that often follows the election. Tragically, the overbearing outreach operation tends to undermine the important ideologies that the parties follow. Students have many interests that need championing and the candidates are running for office to do just that and fight for better the circumstances of the university’s students. The Student Council should be champion of all students at the university and it oversees all the things that concern the interests of students, whether it concerns governing bodies at the university, the Government of Iceland, or anyone else that influences the university’s policies. The Student Council has, since its founding, campaigned persistently for the interests of students and many improvements in the university community. It is the interest group of students at the university and leaves no matter concerning them untouched. We in Röskva enter this election campaign energized. The difference between the parties has rarely been as clear. First and foremost is the matter of the Student Loan Fund (SLF) bill proposed by Illugi Gunnarsson, the Minister of Education. This bill would have made things worse for many students, especially those who can expect low wages after graduation. Röskva set itself against the bill and also the way the Student Council handled the matter. A better loan fund system for all students at the university is one of the
biggest issues of our time and it is vital that students have a voice in any new SLF bill proposed during this term. The Student Council should be a force to be reckoned with, not the minister’s bootlickers at the expense of students. We have to face the fact that the people we elect to lead the Student Council are the people we choose to stand guard over our interests. I therefore encourage all students to get to know both parties as well as they can, their policies, and what separates them. Read the election papers, look at their websites, roast the candidates, and drink some free coffee. I hope you enjoy reading this paper and learn more about what we in Röskva stand for while you do it. For the last few weeks we in Röskva labored and toiled to make this paper a reality and it is my pleasure to present it to you. My sincerest thanks to all those who helped in one way or another. The whole paper has been translated into English as has been our habit for the past few years so that it is also accessible for those students who don’t speak Icelandic. Enjoy the read!
5
Ávarp oddvita Eydís Blöndal
Velkomin aftur í skólann, og gleðilegar kosningar! Ég vona að jólafríið ykkar hafi verið hið rólegasta og að þið hafið ekki þurft að lyfta fingri nema til þess eins að ná í nammi. Að því sögðu þá langaði mig að monta mig af afrekum mínum þessi jólin. Ég kláraði nefnilega bók yfir hátíðirnar. Heila bók. Rúmar 300 bls, 10 punkta letur. Fyrir mér er það álíka fjarstæðukennt og að segjast ætla að læra jafnt og þétt yfir önnina og standa við það!
nám hefði getað fært mér, heldur vona ég og veit að starfið mitt og annarra hefur skilað einhverju til stúdenta. Það sem ég hef meðal annars lært er að sama hvað mér fannst (og finnst, mögulega) um fylkingabras og framapotara, þá hafa stúdentar ávallt hagsmuni sem þarf að gæta. Í því samhengi situr þetta með lúdóið og skákina eftir í mér. Ef ég hef lært eitthvað seinustu tvö árin þá er það eftirfarandi: við þurfum að gæta þess að vera meira eins og taflmenn og hætta að láta örlög okkar ráðast af teningakasti stjórnmálamanna. Og í raun og veru má yfirfæra það í hvaða kima hversdagslífsins sem er. Hvort erum við einsleitir lúdóleikmenn sem sætta sig við að örlög sín ráðist af handhófskenndum atburðum sem við höfum enga stjórn á, eða erum við rökfastar, útsjónarsamar drottningar á taflborði sem ráða og bera ábyrgð á eigin örlögum?
Nú er monti formlega lokið, en mig langaði að ræða svolítið um eitt sem höfundur minnist á í bókinni sem ég las (300 blaðsíður, muniði). Hann er að tala um Ísland, lýðræði, pólitík, fjölmiðla og fleira í þeim dúr þegar hann segir: „Við erum ekki skákþjóð, við erum lúdóþjóð, skoppum eins og teningurinn kastast.“ Í svefnmóki og sykurvímu staldraði ég við þessa staðhæfingu og horfði gáfulega út í rokið sem dansaði trylltan dans fyrir utan gluggann. Nú eru tvö ár síðan ég var plötuð til að ganga til liðs við Röskvu, eitthvað sem ég hélt að ég myndi aldrei gera. Stúdentapólitík – er hún ekki bara fyrsta þrep langs framapotarastiga? Ég hélt það. Og það getur vel verið að eitthvað sé til í þessum hugmyndum 21 árs Eydísar, en ég er þó ekki sammála henni þegar ég horfi til baka. Ekki bara hefur starfið gefið mér meiri reynslu, þor, kjark og vitneskju en nokkurt
6
Spokeperson’s Address Welcome back to school, and happy elections! I hope your Christmas vacation was relaxed and that you didn’t have to do anything harder than lifting your hand to grab some candy. Having said that I want to do a bit of bragging about my vacation. I finished a book this Christmas An entire book! More than 300 pages, 10 pt. letter size! For me that is about as absurd as saying you’re going to study evenly over the entire semester and then actually doing it! Now that my bragging is out of the way, I want to mention something the author talked about in this book I read (it was 300 pages, dontcha know). He was discussing Iceland, democracy, politics, the media, and so on, when he said: “We are not a chess nation, we are a Ludo nation, bouncing around as the dice lands.” In my sleep deprived sugar rush, this statement gave me pause and made me look pensively into the madly dancing weather outside. It has been two years since I was tricked into joining Röskva, something I thought I would never do. Student politics, I thought, was just another step for social climbers. I was convinced of it. And there might well be something to 21 year old Eydís’ ideas. But, looking back, I no longer agree. Not only has the work made me more experienced, more daring,
7
and more knowledgeable than any formal education. It also helped me and others make a difference for the better, or so I hope. One of the things I learned is that, whatever I thought (and maybe think still), about partisanship and social climbers, it doesn’t change the fact that the interests of students need protecting like everyone else’s. In light of that, the whole thing about Ludo and chess stuck with me. If I have learned anything for the past two years it is the following. We need to be more like chess pieces and free our fates from dice throwing politicians. This is also true for everyday life. Are we monotonous Ludo pieces, consigning our fates to fickle chance, or are we reasoned and resourceful queens on a chess board, in control and responsible for our own fates.
Stefna Röskvu Fjármögnun Háskólans
Aukinn stuðningur við fjölskyldufólk
Háskóli Íslands er gríðarlega undirfjármagnaður. Framlög til íslenskra háskóla á hvern nemanda er aðeins um helmingur framlaga á hvern nemanda á Norðurlöndunum. Stjórnvöld lofuðu á síðasta kjörtímabili að ná ætti meðaltali OECD í framlögum á hvern nema fyrir árið 2016. Það gerðist ekki. Nú vantar 8 milljarða inn í kerfið til þess að þessu meðaltali verði náð og 16 milljarða ef ná á meðaltali Norðurlandanna. Röskva krefst þess að stjórnmálamenn standi við orð sín þegar kemur að fjármögnun háskólakerfisins - það er eitt stærsta hagsmunamál stúdenta við Háskóla Íslands. Röskva berst af fullum krafti fyrir bættri fjármögnun háskólanna og mun beita sér af hörku á næstu árum.
Röskva vill þrýsta á sveitarfélög að tryggja stúdentum sömu niðurgreiðslu af leikskólagjöldum FS, óháð búsetu. Þar að auki er fæðingarstyrkur alltof lágur og í engu samhengi við framfærslutöflu LÍN en styrkurinn tekur hvorki tillit til hjúskaparstöðu né fjölda barna. Þetta verður að bæta strax. Röskva mun halda áfram að berjast fyrir því að kennslustundum og prófum ljúki fyrir lokunartíma leikskóla og ef það er ekki hægt krefjumst við þess að upptökur af tímum séu aðgengilegar á netinu.
Röskva vill að framfærsla barna námsmanna sé óháð námsframvindu
SHÍ öflugra þrýstiafl í málefnum LÍN
Framfærsla barna námsmanna ætti ekki að vera háð námsframvindu foreldra. Ef foreldri nær ekki að ljúka lágmarks einingafjölda ætti hluti lána að vera greiddur út svo foreldri geti framfleytt barninu sínu þrátt fyrir misbresti í námi.
Stúdentaráð þarf að vera öflugt þrýstiafl sem málsvari stúdenta í málefnum LÍN gagnvart stjórnvöldum. Röskva vill sjá nýtt lánasjóðsfrumvarp þar sem grundvallarhugsjónin um jafnrétti allra til náms er höfð að leiðarljósi. Röskva telur brýna nauðsyn að grunnframfærsla sé hækkuð. Nám er full vinna og grunnframfærslan á að vera í samræmi við lágmarkslaun. Einnig leggur Röskva áherslu á að frítekjumark námslána verði hækkað og að námslán skerðist hlutfallslega minna eftir að farið er fram úr frítekjumarkinu. Röskva vill styrkjakerfi innifalið í LÍN sem kemur ekki niður á þeim nemendum sem mest þurfa á láni að halda. Röskva telur einnig nauðsynlegt að stúdentar fái fulla aðkomu að gerð nýs lánasjóðsfrumvarps. Röskva vill bætta þjónustu fyrir námsmenn hjá LÍN, aukið aðgengi að upplýsingum og þjónustufulltrúum og þá sérstaklega að nemendur fái greitt út lán á réttum tíma. Röskva leggur mikla áherslu á að í næsta námslánafrumvarpi verði tekjutenging afborgana ekki felld út.
Upptökur fyrirlestra Félagslegar aðstæður nemenda eiga ekki að hamla nemendum að stunda nám á háskólastigi. Kennsluhættir verða að haldast í hendur við stöðuga framþróun í tæknimálum. Leitast á við að öll kennsla í fyrirlestraformi eigi að vera tekin upp og upptökur aðgengilegar nemendum á netinu.
Rafræn skil og endurgjöf Það er ótækt að skilda nemendur til að mæta upp í skóla einungis til þess að skila verkefnum og/eða sækja einkunnir. Rafræn skil væru ekki eingöngu gríðarlega hagkvæm fyrir nemendur og kennara, heldur mun umhverfisvænni. Einnig er hægt að nota ýmis forrit til að veita endurgjöf á ólíkan hátt og þetta býður upp á virka notkun á forritum líkt og Turnitin.
Aukin áhersla á umhverfismál
Röskva vill beita sér fyrir því að starfsnám verði metið til eininga
Röskva vill að Háskóli Íslands sé leiðandi í umhverfismálum og leggi ríka áherslu á endurvinnslu og minnkun úrgangs. Háskólinn á að hvetja til umhverfisverndar og umhverfisvænna lifnaðarhátta. Röskva krefst þess að Stúdentaráð sé leiðandi í þessari baráttu og stuðli að virkri umræðu um málefnið. Stefna Röskvu í umhverfismálum er á bls. 14.
Starfsnám er mikilvægt tækifæri fyrir stúdenta til þess að kynnast tilvonandi starfsumhverfi og atvinnumöguleikum að námi loknu. Í starfsnámi fá nemendur tækifæri til þess að beita fræðilegri þekkingu á raunveruleg verkefni. Röskva vill að nemendur allra deilda Háskólans hafi möguleika á að fá starfsnám metið til eininga.
Rödd erlendra nema fái hljómgrunn í HÍ
Röskva vill fleiri stúdentaíbúðir
Röskva mun beita sér fyrir því að erlendir nemar séu hluti af háskólasamfélaginu. Við í Röskvu viljum opna félagslíf nemendafélaga fyrir þeim. Það er einnig jafnréttismál að öll próf séu á ensku og að kennarar fái greitt fyrir þýðingarnar.
Röskva fagnar byggingu nýrra stúdentagarða. Ljóst er þó að betur má ef duga skal. Húsnæðismarkaðurinn er stúdentum erfiður og nauðsyn er að ráða bóta á því ekki seinna strax! Röskva leggur til að í einhverjum af byggingum stúdentagarða verði gæludýrahald leyft.
Laga hraðahindrun á Sæmundargötu
Röskva vill túrtappa á öll klósett
Hraðahindrunin á Sæmundargötu hefur valdið mörgum óþægindum, því viljum við láta laga þá hraðahindrun!
Það er óþolandi að byrja óvænt á túr í skólanum og vera ekki undirbúin undir það. Röskva vill að túrtappar séu jafn aðgengilegir og aðrar hreinlætisvörur. Röskva krefst þess að háskólinn útvegi túrtappa á öll klósett á háskólasvæðinu.
Koma skipulagi á hjóla- og bílastæðamál Við byggingar Háskóla Íslands þarf að huga að hjólastæðum. Malarstæðið fyrir framan HÍ er einnig í miklu ólagi og þarf að hefla oftar.
8
2017—2018
Röskva vill að nemendanúmer séu notuð á öllum sviðum
Fjölbreyttara námsmat innan Háskóla Íslands
Röskva vill að fyllsta hlutleysis sé gætt við einkunnagjöf prófa og verkefna. Auðvelt er að tryggja það með notkun prófnúmera sem ætti að vera meginreglan við Háskóla Íslands
Röskva hvetur Háskóla Íslands til að skoða nýjar leiðir í námsmati. Fjölbreytt námsmat getur haft gríðarleg áhrif á aukin gæði náms. Röskva leggur til að settur verði af stað starfshópur sem kannar fjölbreyttari námsmatsaðferðir í samstarfi við Kennslumálanefnd og Kennslumiðstöð Háskólans. Einnig ætti að skoða hvort mögulegt sé að leggja niður eða minnka vægi lokaprófa í vissum áföngum.
Aukum úrval af veganfæði í Hámu Röskva vill beita sér fyrir því að boðið verði upp á breiðara úrval af vegan fæði í Hámu. Úrvali af vegan fæði er stórlega ábótavant innan háskólans en Röskva krefst þess að allir nemendur skólans hafi aðgang að fjölbreyttu fæði á háskólasvæðinu.
Röskva vill kynlaus klósett Jafnréttisnefnd SHÍ hefur barist fyrir kynlausum klósettum síðastliðin ár. Röskva vill halda áfram þessari vinnu.
Röskva vill kynjafræði sem skyldufag í kennaramenntun
Röskva vill sálfræðing í 100% starf innan Háskóla Íslands
Röskva vill beita sér fyrir því að kynjafræði verði gerð að skyldufagi innan námsleiða Menntavísindasviðs. Menntakerfið á stóran þátt í mótun og viðhaldi staðalímynda kynjanna. Kennarar gegna miklu ábyrgðarhlutverki þegar að því kemur og þess vegna er mikilvægt að kennarar framtíðarinnar hafi þekkingu á því sviði.
Röskva telur mikilvægt að innan Háskólans sé starfandi sálfræðingur í fullu starfi sem þjónusti nemendur jafnt sem kennara.
Röskva og skiptinám Skiptinám er mikilvæg leið til þess að að víkka sjóndeildarhring stúdenta. Röskva vill að nemendur allra deilda Háskólans hafi þess kost að sækja skiptinám erlendis.
Inntökupróf eiga að auka gæði kennslu, ekki hindra jafnan aðgang að námi Röskva leggst alfarið gegn fjöldatakmörkunum í niðurskurðarskyni. Markmið inntökuprófa á alltaf að vera að bæta gæði náms, ekki hindra aðgang að námi. Taka verður tillit til námsörðugleika, íslenskukunnáttu og annarra þátta sem geta haft áhrif á frammistöðu á inntökuprófum en ekki endilega í háskólanámi.
9
Röskva’s Manifesto University funding
Fix the speed bump on Sæmundargata
The University of Iceland is dangerously underfunded. The budget per student is only half of what it is in the Nordic countries. The last government promised to reach the average for the OECD countries in its contribution per student in 2016. This did not happen. Now we need 8 billion kr. into the system to reach that average, and 16 billion ifwe are to reach the Nordic average. Röskva demands that politicians keep their promises when it comes to university funding. It is one of the biggest interest of students at the University of Iceland. Röskva has been fighting and will continue to fight for better university funding and will give everything we have for that fight.
The speed bump on Sæmundargata has caused much grief, therefore we want it fixed!
Organize bike and car parking
There is significant need for better bike parking by the buildings of the university. The gravel parking by the university also needs more frequent attention.
Better support for families
The Student Council should be a more powerful lobby for the Student Loan Fund
The Student Council should be a more powerful lobby for the Student Loan Fund The Student Council needs to be a powerful lobby as the guardian of students’ interests when it comes to the Student Loan Fund (SLF). Röskva wants a new loan fund bill that focuses on equal educational opportunity for everyone. Röskva believes it is vital that the basic financial support be raised. Studying is a full time job and the loans should reflect the minimum wage. Röskva also prioritizes the raising of the limit set on earnings before your loan is cut, and that the cut to the loans be a smaller proportion of what you earn above that limit. Röskva wants a grant system incorporated into the SLF that doesn’t negatively impact those students who most need the loan. Röskva also thinks that it is vital that students take full part in writing a new loan fund bill. Röskva wants the SLF to provide better service for students, better access to information and service representatives, and particularly, that students get their loan in a timely fashion. Finally, Röskva believes that, under no circumstance, should the next loan fund bill remove the income based payment plan.
More emphasis on environmental issues
The support for students’ children be independent of the academic progress of their parents
The support to the children of students should not hinge on their parents academic progress. If a parent cannot complete the minimum required credits, a portion of the loan should still be paid out so that parents can support their children despite academic shortfalls.
Lecture recording
The social circumstances of students should not impair their ability to study at the university level. Teaching methods should evolve with advances in technology. All lecture based courses should be recorded and the recordings should be made available to students online.
Electronic assignment hand in and regrading
Röskva wants the University of Iceland to be a leading force in environmental issues and that it focus on recycling and reducing waste. The university should encourage environmental protection and eco-friendly ways of life. Röskva demands that the Student Council lead this effort and that it encourage active debate on the issue.
Foreign students’ voices should be heard in the University of Iceland
Röskva wants to put pressure on municipalities to guarantee students the same subsidized payments for the nursery school run by FS, independent of where they live. The support for new parents offered by the Student Loan Fund (SLF) is far too low, and completely out of sync with the fund’s estimates for the cost of living. The support does not take into account marital status, nor the number of children. This needs immediate fixing. Röskva will keep fighting for classes and exams ending before the closing time of nursery schools, and if this is not possible, that recordings of lectures be available online.
It is absurd to require students to make the trip to school just to hand in assignments and/or see their grades. Electronic hand in is not only efficient for students and teacher, but it is also much more eco-friendly. There are also many programs that allow for regrading, and this allows for active use of programs like Turnitin.
Röskva intends to push for more participation by foreign students in the university community. We in Röskva want to open up the social life of student associations to them. It is also a matter of equal opportunity education that all exams be available in English and that teachers be paid for the translation.
Röskva wants credits for internships
Internships are an important opportunity for students to get to know their prospective working environment and employment opportunities when they complete their studies. In internships, students have the chance to use their theoretical knowledge to solve real world problems. Röskva wants the students of all faculties to have a chance to receive credits for internships.
10
2017โ 2018
Rรถskva wants more student housing
Rรถskva celebrates the building of new student housing. Still more is needed though. The housing and rent markets are cruel to students and solutions are needed now! Rรถskva suggests that pets be allowed in some student housing.
Rรถskva wants tampons in all bathrooms
Rรถskva and exchange programs Exchange programs are an important way to broaden the horizons of students. Rรถskva wants all students in the University of Iceland to have exchange opportunities.
Entrance exams should improve the quality of education, not limit access to it
Itโ s really inconvenient when your period starts unexpectedly at school, catching you unprepared. Rรถskva wants tampons to be as accessible as other toiletries. Rรถskva demands that the university supply tampons for all the bathrooms on campus.
Rรถskva is implacably opposed to enrollment restrictions for budget purposes. The aim of entrance exams should be to improve the quality of education, not limit access to it. Account must be taken of learning disabilities, fluency in Icelandic, and other factors that can influence performance on entrance exams but not performance at the university.
Rรถskva wants all schools to use student numbers
Diversify academic evaluation in the University of Iceland
Rรถskva wants full neutrality in grading exams and assignments. This is easy to guarantee with the use of student/ exam numbers, and this should be the rule at the University of Iceland.
More vegan foods in Hรกma
Rรถskva wants to see a more diverse selection of vegan food in Hรกma. The current selection is severely limited. Rรถskva demands that all students have access to diverse foods on campus.
Rรถskva wants gender studies as a requirement in teacher education
Rรถskva wants to see gender studies as a requirement for the programs of the School of Education. The education system plays a huge part in shaping and maintaining gendered stereotypes. Teachers have a great deal of influence on that and therefore it is important that the teachers of the future have an understanding of the issue.
Rรถskva encourages the University of Iceland to investigate new methods of academic evaluation. Diversifying academic evaluation could drastically improve the quality of education. Rรถskva recommends that a committee be appointed to investigate the possibilities for diversifying academic evaluation in cooperation with the relevant committees and groups within the university. The possibility of removing or reducing the importance of final exams in certain courses should be investigated.
Rรถskva wants unisex bathrooms
The Equal Rights Committee of the Student Council has fought for unisex bathrooms since last year. Rรถskva wants to see this work continued.
Rรถskva wants a full time psychologist at the University of Iceland
Rรถskva believes that it is important that a full time psychologist work at the university that could service both students and teachers.
11
Höfum áhrif á umhverfið Kristjana Björk Barðdal Tinna Hallgrímsdóttir
Mengun og ofnýting mannsins á jörðinni hefur gríðarleg áhrif á vistkerfið; jöklar bráðna, heimkynni dýra hverfa og fæða verður af skornum skammti. Margar dýrategundir eru í útrýmingarhættu og enn fleiri útdauðar. Lönd munu hverfa í sjóinn og fellibylir og náttúruhamfarir verða sífellt algengari. Það er auðvelt að titla sig umhverfissinna því öll viljum við nú heilbrigðari plánetu og lífvænlegt umhverfi fyrir komandi kynslóðir, en hvað felst raunverulega í því? Hér á eftir koma nokkrar hagkvæmar leiðir til að verða umhverfisvænni og um leið vera öðrum til eftirbreytni. Margnota!
spara þér pening til lengri tíma. Það er t.d. mun betra að spenda smá monný í gæða djammskó heldur en að spanna í gegnum 5 pör sem þú keyptir í Target á sama tímabili.
Miðað við kaffidrykkju meðalháskólanemans er auðvelt að ímynda sér hversu gríðarlegt magn af einnota kaffimálum endi í ruslinu á hverjum degi. Með því að vera með margnota kaffimál getur þú fengið meira magn af kaffi í t.d. Hámu þar sem stærð bolla hefur ekki áhrif á verð! Háma bíður einnig upp á margnota hnífapör og glös í stað einnota plastdraslsins sem gefur sig undan minnsta álagi og tekur sömuleiðis áratugi að brotna niður í náttúrunni. Margnota burðarpokar koma svo að góðum notum þegar þú ferð að versla, bæði föt og mat.
Gula limman Það getur verið þægilegt að hoppa bara upp í bíl og aka á tiltekinn áfangastað, en er það nauðsynlegt í hvert skipti? Strætó tekur vissulega aðeins lengri tíma en er mun ódýrari ferðamáti sem leyfir þér að slaka á og tæma hugann í stað þess að pirra þig á umferðarteppunni. Svo er hægt að verðlauna sig eftir langan dag með því að fá sér bjór á kjallaranum því þá er ekkert vandamál að redda sér heim. Ef þú kýst að nota einkabíl er líka um að gera að nýta bílferðina sem best. Af hverju ekki að samnýta bílinn í skólann eða vísó? Þannig sparar maður pening, fær félagsskap og hefur einhvern til að röfla yfir umferðinni með.
Flokka Flokkun sorps er það einfaldasta sem þú getur gert til þess að hjálpa umhverfinu, sérstaklega á háskólasvæðinu. Þó að flokkunarpokarnir virðast flóknir í fyrstu í allri sinni litadýrð, þá tekur ekki langan tíma að kynna sér settar reglur og læra að flokka rétt. Um leið skulum við síðan hvetja alla í kringum okkur til þess að flokka án þess þó að vera óþolandi.
Álfabikarinn
Minni neysla — meðvituð neysla Þó að maður flokki allt sem maður kaupir er það í raun bara plástur á sárið. Ef þú vilt raunverulega laga vandann er lausnin minni neysla. Hver einasti hlutur sem við kaupum hefur áhrif á umhverfið, m.a. vegna útblásturs við framleiðslu, flutninga og svo þegar hann endar á ruslahaugunum eða vonandi í endurvinnslu. Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú kaupir þér þriðja parið af Nike skóm eða missir þig á AliExpress. Vantar þig virkilega alla þessa hluti og eru þeir þess virði? Meðvituð neysla skiptir miklu máli. Reynum að kaupa innlendar vörur í stað innfluttra, kynnum okkur þær snyrtivörur sem við kaupum og veljum frekar margnota ef kosturinn er fyrir hendi. Kaupum frekar vandaðar vörur eins og föt, fylgihluti og raftæki, sem kosta meira og endast lengur og
Álfabikarinn er himnasending fyrir allar þá sem fara á túr. Meðalmanneskja sem fer á blæðingar hendir 136 kg af einnota túrvörum í ruslið yfir ævina og þá eru umbúðirnar ekki meðtaldar. Fyrir utan það að álfabikarinn er umhverfisvænni og betri fyrir líkama manns kostar hann aðeins 26.000 kr (4 stk. yfir ævina) miðað við túrtappa- og dömubindafjallið sem við skiljum eftir okkur og kostar alls 345.000 kr. Þar að auki býður Röskva ykkur upp á 20% afslátt af álfabikarnum út kosningarnar hjá Móðurást (modurast.is)! Til þess að ná árangri verðum við öll að taka ábyrgð og breyta venjum okkar, sýna í gjörðum en ekki bara í orðum. Practise what you preach. Við hvetjum þig kæri lesandi að kynna þér umhverfismál ásamt því að ræða þau við aðra og þar með að hvetja til aðgerða.
12
Let‘s affect the environment Pollution and man’s overuse of the Earth has had enormous effects on the ecosystem. Glaciers melt, animal habitats disappear, and food becomes scarce. Many species are at risk of extinction, and more still have already gone extinct. Land will be swallowed by the ocean and the frequency of hurricanes and natural disasters will increase. Calling yourself an environmentalist is easy, after all, who doesn’t want a healthier planet and more habitable environments for the coming generations? But what exactly does that mean? The following are some ways to be more eco-friendly, as well as being a role model for others. Reusables!
Considering the amount of coffee consumed by the average university student, it is all too easy to imagine the mountains of disposable coffee cups thrown away each day. By using a reusable coffee mug you can get more coffee per purchase in Háma for example. The size of your cup has no effect on the price! Háma also has reusable cutlery and glasses to use instead of the plastic garbage that breaks at the first sign of stress, but takes decades to break down in nature. Reusable grocery bags come in very handy when you go shopping for clothes or food.
Sorting
Waste sorting is the simplest thing you can do to help the environment, especially on campus. Even though the sorting bins seem complicated at first in all their colorful glory, it doesn’t take very long to learn the rules and sort correctly. At the same time, you can encourage others to sort as well. Just don’t be a nucence.
Less consumption — conscious consumption
Even though you sort everything you buy, it’s really only a Band-Aid. If you really want to fix the problem the solution is less consumption. Everything you buy has an effect on the environment. Production emissions, transportation emissions, and finally as garbage, whether sorted or not. Think twice before buying that third pair of Nike shoes, or lose yourself on AliExpress. Do you really need these things? Are they worth it? Conscious consumption is very important. Try to by local products instead of imported ones. Research the cosmetics you buy, and prioritize reusables if possible. Buy well made products when buying things like clothes, accessories, and
electronics. They might be more expensive, but they will last longer and save money in the long run. It’s better to spend some cash on good party shoes, rather than going through 5 pairs bought at Target in the same time period.
The yellow limousine
It can be nice to just hop into a car and drive straight to your destination every time, but is it really necessary every time? The bus might take longer but is much cheaper, giving you a chance to relax and empty your mind instead of acquiring a case of road rage. Then there is also the possibility of rewarding yourself with a beer at the Student Cellar. No problem getting yourself home. If you do want to drive, why not use the trip? You can carpool to school and the science trip. That way you can save money, enjoy the company, and have someone to complain to about the traffic.
The moon cup
The moon cup is a gift from heaven for everyone who has periods. The average person who has periods throws away around 136 kg of disposable period products, and that’s not counting the wrapping. Aside from being environmentally friendly and healthier, the moon cup also only costs 26,000 kr (4 will last a lifetime). Compared to the mountain of menstrual pads and tampons we leave behind costing about 345,000 kr. In addition, Röskva is offering a 20% discount off the moon cup for the duration of the election, if you shop at Móðurást (modurast.is)! In order to achieve something we all have to take responsibility and change our habits, walk the walk, not just talking the talk. Practicing what we preach. We encourage you, dear reader, to learn about environmental issues and discuss them with others, thereby inspiring action.
13
Umhverfis- og samgöngumál Almenningssamgöngur aðgengilegar Röskva vill að Strætó sé raunhæfur samgöngukostur fyrir stúdenta.
Háskólalína Háskólalína í Strætó sem keyrir eingöngu á milli mismunandi bygginga HÍ og HR, sér í lagi HT, Læknagarðs, Eirbergs og Stakkahlíðar og fleiri bygginga.
Sama verð í strætó fyrir alla stúdenta Röskva vill að öllum nemendum HÍ bjóðist sömu kjör á fjargjöldum, óháð lögheimili.
Skiptakort í strætó Þrýsta á sveitarfélög og Strætó að setja af stað skiptakort fyrir stúdenta sem væri á lægra verði en að kaupa staka miða. Þetta styður sérstaklega við hjólafólk og aðra sem þurfa einstöku sinnum að taka strætó.
Betri aðstaða og aðgengi fyrir hjólreiðafólk Yfirbyggðar hjólageymslur þurfa að vera til staðar og stórbæta þarf hjólastíga aðgengi að öllu háskólasvæðinu.
Samnýting bíla sem vistvænni ferðamáti fyrir stúdenta Röskva vill að komið verði af stað leigu á vistvænum bílum fyrir háskólanema til skammtíma- og langtímaleigu.
Grænn Háskóli Röskva vill að HÍ sé í fararbroddi á öllum sviðum umhverfismála.
Grænir garðar Röskva vill að Garðarnir hafi fleiri endurvinnslukosti og má þar helst nefna flokkun á lífrænum úrgangi, gleri og áli.
Eflun endurvinnslu efla má núverandi kerfi t.d. með því að litamerkja vörur í Hámu eftir því hvaða endurvinnslutunnu þær fara í.
Fjölga skilastöðvum fyrir margnota matar- og drykkjaráhöld Vissir þú að stór hluti margnota matar- og drykkjaráhalda enda í ruslatunnunum á háskólasvæðinu? Röskva vill koma í veg fyrir þetta.
Græn kaffikort Röskva vill ódýrari kaffikort fyrir þá sem mæta með sín eigin kaffimál.
Skýrari merkingar fyrir flokkun Röskva fór í átak á flokkun kaffimála en vill að skýr grafísk framsetning verði við allar ruslatunnur.
Lífrænar ruslatunnur Röskva hefur nú þegar náð að fjölga þeim frá síðasta ári en vill sjá þær við allar flokkunarstöðvar.
Aukin fræðsla um umhverfismál Röskva vill koma inn fræðslu um umhverfismál á nýnemadögunum.
Minnka alla plastnotkun Sleppum óþarfa plastumbúðum eins og einnota plastglösum á HT.
Umhverfisstarfsmann Röskva vill hafa umhverfisstarfsmann háskólans í 100% stöðu.
Prentum á báða hliðar blaða Sjálkrafa stilling svo alltaf sé prentað á báðar hliðar.
Höldum nærumhverfi skólans hreinu Röskva stóð fyrir tiltektardegi í nærumhverfi háskólans í fyrra sumar. Við ætlum að gera það aftur í ár.
14
Environment and Transportation Accessible public transportation
Röskva wants the bus system to be a realistic transportation option for students.
A university route
A bus route that goes between university buildings, especially the university square, Læknagarður, Eirberg, and Stakkahlíð, as well as the University of Reykjavík.
Same price for all students
Röskva wants all students of the University of Iceland to have the same ticket price, no matter where they live.
Ticket bus card
Röskva wants to pressure municipalities and Strætó to offer special ticket cards to students for a lower price than individual tickets. This would be especially helpful for bikers and others who only occasionally need to take a bus.
Better facilities for bikes
Bike parking with roofs are necessary and bike access on campus needs improvement.
Carpooling as eco-friendly transportation option
Röskva wants there to be a eco-friendly car rental for university students for short and long term rental.
Green University
Röskva wants the University of Iceland to be a leader in every facet of environmentalism.
Green housing
Röskva wants the student housing to have more recycling options. Especially organic waste, glass, and aluminum.
Better recycling
the current system could be improved, for example by color coding the products in Háma by what bin they go in.
More places to turn in reusable eating and drinking tools Did you know that a large part of the reusable eating and drinking tools end up in trashcans on campus? Röskva wants this to stop.
Green coffee cards
Röskva wants cheaper coffee cards for those who bring their own cups.
Clearer labelling for sorting
Röskva started a campaign for sorting coffee cups but wants clearer graphical presentation of labels by trashcans.
Organic waste disposal
Röskva has already seen to it that there are more of them since last year but wants them to be at every sorting station.
Better education about environmental issues
Röskva wants to introduce education on environmental issues during student orientation week.
Less plastic
Remove unnecessary plastic like disposable plastic glasses in HT.
Environmental officer
Röskva wants the environmental officer to be a 100% position
Print on both sides of paper
Automatic setting that prints on both sides of the paper, always.
Keep the campus clean
Röskva organized a cleaning day for the campus last summer. We intend to do so again this year.
15
Félagsvísindasvið Nanna Hermannsdóttir
1
Jónas Már Torfason
Hagfræði
Lögfræði
Formaður Fjármála- og atvinnulífsnefndar ‘16-’17 Varaformaður Röskvu ‘16-’17 Stúdentaráðsliði ‘16-’17 Talskona Free the nipple á Íslandi
Stjórn Samband íslenskra framhaldsskólanema ‘14-’16 Varamaður í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna ‘15-’17 Forvarna- og frístundarnefnd Kópavogs frá ‘16
2
Elísa Björg Grímsdóttir
Freyja Ingadóttir
Viðskiptafræði
Stjórnmálafræði
Fjármála- og atvinnulífsnefnd SHÍ ‘16-’17 Sjálfboðaliði AUS ‘14
Lagatúlkunarnefnd MR ‘13-‘15 Deildarfulltrúi 1. árs nema í Politica, félags stjórnmálafræðinema ‘16
3
4
Jón Axel Sellgren
Vaka Lind Birkisdóttir
Mann- og kynjafræði.
Hag- og félagsfræði
Meðstjórnandi ungmennaráðs UN Women á Íslandi ‘13-’15
5
6
Sjálfboðaliði Ungmennaráðs UN Women ‘13-’17 Yokohama International School í The Cambodia Project í Kambódíu ‘12 Nýnemafulltrúi Norm ‘16-’17
Lögfræði Stúdentaráðsliði ‘15-’16 Fjármála og atvinnulífsnefnd ‘15-’16 Varaformaður LÍS ‘16-’17
7 Jóna Ástudóttir
Varamenn
Aldís Mjöll Geirsdóttir
Erla Ylfa Óskarsdóttir
Guðjón Björn Guðbjartsson
Hanna Björt Kristjánsdóttir
María Hjarðar
Sindri Engilbertsson
Stefán Örn Gíslason
16
Málefni
Virða tímamörk Til þess að kennsla sé skilvirk er mikilvægt að kennarar virði tímamörk, bæði við lok tíma og í kaffipásum.
Bætt lesrými Röskva vill að skilrúm á lesstofum grunnnema í Gimli og á Háskólatorgi sé hækkað og sessur keyptar fyrir hvern stól. Einnig þarf að bæta aðgengið þar sem það er ekkert hjólastólaaðgengi á lesstofunum. Þar að auki þarf að bæta við borðum í Odda og á Háskólatorg.
Sjúkrapróf og upptökupróf Eftir harða baráttu voru sjúkra- og upptökupróf haldin í byrjun janúar á Verkfræði- og Náttúruvísindasviði en hingað til hafa þau verið haldin í byrjun sumars. Röskva vill tryggja að sama fyrirkomulag verði einnig innleitt á Félagsvísindasviði.
Hópavinnuherbergi
Kynjafræði sem aðalgrein Röskva hefur barist ötullega fyrir því að kynjafræði verði gerð að aðalgrein til 120 ECTS eininga innan Félagsvísindasviðs. Undanfarin starfsár hafa Röskvuliðar unnið að þessu markmiði í samstarfi við kynjafræðikennara stjórnmálafræðideildarinnar með góðum árangri. Röskva hyggst klára þessa vinnu fyrir næsta ár.
Röskva vill að nemendur hafi greiðari aðgang að hópavinnuherbergjum, til dæmis væri hægt að nýta tómar stofur. Röskva vill benda á að hver og einn nemandi getur fengið kennslustofu bókaða í þrjár kennslustundir í senn, einu sinni í viku, til þess að vinna hópaverkefni. Senda þarf tölvupóst á kennslustofur@hi.is með nafni, kennitölu, námskeiði og nöfnum þeirra sem skipa hópinn.
Nútímalegri kennsluhættir Röskva ítrekar afstöðu sína um að kennarar nýti sér þá tækni sem stendur þeim til boða, til dæmis með því að setja upptökur af fyrirlestrum á netið. Slíkt fyrirkomulag stuðlar að jafnrétti til náms því það gerir fólki kleift, sem af ýmsum ástæðum getur ekki sótt allar kennslustundir, að stunda nám sitt. Röskva telur ósanngjarnt að skerða möguleika þeirra til náms og námslána.
Kennslukannanir og hagmunafulltrúar Gegnsæi kennslukannana hefur lengi verið ábótavant sem endurspeglast í dræmri þátttöku nemenda. Síðastliðin skólaár hefur vinna hafist varðandi þau mál. Röskva hyggst einbeita sér enn frekar að þeim málum og tryggja þátttöku hagsmunafulltrúa hverrar deildar við yfirferð kennslukannanna.
Aðgangur nýnema að kennurum Mikilvægt er að stuðla að uppbyggilegum samskiptum milli kennara og nemenda. Röskva leggur til að allar deildir innan Félagsvísindasviðs taki upp núverandi fyrirkomulag, sem tíðkast m.a. innan stjórnmálafræðideildarinnar, er varðar mentor-fundi milli kennara og nýnema. Er það einkum til þess fallið að bæta kennsluhætti innan sviðsins. Slíkir fundir geta meðal annars fyrirbyggt misskilning nemenda um hvaða námskeið þeir hafa færi á að velja í grunnnáminu.
Félagsvísindasvið vantar fjármagn Núverandi fjármagn sem rennur til Félagsvísindasviðs er reiknað samkvæmt úreltum reglum. Það fjármagn sem Félagsog Hugvísindasvið fær fyrir hvern nemanda er mun minna heldur en á öðrum sviðum Háskólans. Þessar reglur verða til þess að kennarar sviðsins fá minna borgað, hindrar framfarir kennsluhátta og skerðir gæði náms. Röskva telur óásættanlegt að nemendum sé mismunað eftir því á hvaða sviði þeir stunda nám.
Prófnúmer Röskva vill að farið sé eftir reglum Háskólans um að nemendur hafi val um það hvort þeir merki próf og verkefni með prófnúmeri eða nafni og kennitölu. Þetta er mikilvægt til þess að halda nafnleynd og að kennurum sé ekki mögulegt að gefa einkunnir eftir geðþótta.
17
Policies
and social security number. This is vital in protecting the students’ right to anonymity and to prevent possible bias.
Respecting break- and end times In order for the teaching to be at its most effective it is important that teachers respect the hours they are given when it comes to breaks and class end times.
Retake and make up exams
After a long battle, retake- and make up exams were held in the beginning of January for the School of Engineering and Natural Sciences, that have until now been held at the beginning of summer. Röskva wants the same system to be introduced in the School of Social Sciences.
Improvement on reading areas
Gender studies as a major
Röskva has ardently fought for the vision of making Gender studies into a major for 120 ECT. For the last few years Röskva has worked with the Faculty of Political Sciences and some progress has been made. Röskva endeavours to reach this goal before the end of this year.
Modernisation of teaching methods
Röskva reiterates our policy that teachers make use of the technology available to them, for example by taping lectures and making them available online. This is an equality issue, there can be countless reasons for students being unable to attend class at any given time but that should not prevent them from pursuing their studies. Röskva believes it’s unfair to hinder these students’ right to an educations and their ability to qualify for a student loan.
Röskva want bulkheads in undergraduate students’ reading areas in Gimli and the University square to be higher and pads bought for each chair. In addition, accessibility needs to be improved as there is no wheelchair access in reading areas. There also needs to be an addition of tables at Oddi and the University square.
Rooms for group work
Röskva wants students to have an easier access to rooms for group work, for example empty classrooms could be put to use. Röskva would like to point out that each and every student has the right to book a classroom for three hours at a time, once a week, for group work. In order to do so, you need to email kennslustofur@hi.is and include your name, social security number, course name and names of those that make up your group.
Teaching evaluations and representatives of interests
Improvement of the Teaching evaluations’ transparency is long overdue, which has lead to poor participation of the students. We have been working towards improving this, and this year Röskva intends to focus on these matters and guarantee the participation of each department’s interests’ representative when reviewing the evaluation’s results.
Teachers’ accessibility to new students
It’s vital to promote constructive communication between students and teachers. Röskva suggests that every department within the School of Social Sciences follow the example of the Political Science department, among others, in that mentor meetings between teachers and new students should become standard. We believe this would improve teaching methods within the School, in addition to preventing any misunderstandings as to what courses are available to undergraduate students.
The School of Social Sciences needs funding
The findings that currently go to the School of Social Sciences is calculated according to outdated regulations. The funding each student studying at the School of Social Sciences or Humanities is much less than other Schools within the University receive. These rules also affect teachers’ wages and prevent the progress of teaching methods thereby affecting the quality of the studies.
Examination numbers
Röskva want the University’s rules to be honoured regarding a student’s right to mark their exams and assignments with their examination or student number in the place of a name
18
19
Oddvitaávarp félagsvísindasviðs Nanna Hermannsdóttir
Síðastliðið ár hef ég setið í Stúdentaráði HÍ auk sviðsráði félagsvísindasviðs. Starf sviðsráðsins hefur einkennst af mikilli og góðri samvinnu og höfum við komið ýmsu í verk. Fyrst mætti nefna að eitt af stefnumálum Röskvu - að kynjafræði verði gerð að aðalfagi (120ECTS) - er nú nánast lokið eftir þriggja ára vinnu. Einnig höfum við unnið úr niðurstöðum þjónustukönnunar sem lögð var fyrir nemendur og í samstarfi við forseta sviðsins hefur verið byrjað að vinna að því að bæta þjónustuna. Hið eilífa baráttumál Röskvu um að stúdentar fái að nota prófnúmer til að tryggja að nafnleynd sé gætt við yfirferð prófa, hefur einnig verið mikið rætt á vettvangi sviðsráðsins. Eitt mál hefur þó yfirgnæft aðra umræðu innan sviðsráðsins, stúdentaráðs og háskólans að undanförnu en það er undirfjármögnun háskólans og gallað reiknilíkan. Mig langar ekki að nota stór orð sem fæstir skilja, en mig langar samt að segja ykkur frá einum galla við reiknilíkanið. Í Röskvu höfum við rætt mikið um kosti og galla inntökuprófa. Eins og í flestum öðrum stórum málum eru skiptar skoðanir. Það er ljóst að það verður að stíga varlega til jarðar þegar inntökupróf eru tekin upp. Inntökupróf eiga að auka gæði námsins, ekki hindra jafnan aðgang að námi. Í stefnuskrá Röskvu stendur ,,Röskva leggst alfarið gegn fjöldatakmörkunum í niðurskurðarskyni. Fjöldatakmarkanir í formi inntökuprófa mega ekki vera niðurskurðartæki og mikilvægt er að inntökupróf vegi ekki að jafnrétti til náms. Markmið inntökuprófa á alltaf að vera að bæta gæði náms, ekki hindra aðgang að námi. Taka verður tillit til námsörðugleika, íslenskukunnáttu og annarra þátta sem geta haft áhrif á frammistöðu á inntökuprófum en ekki endilega í háskólanámi.”
En er þetta í rauninni niðurskurðartæki? Eða gæti verið að inntökupróf dragi einmitt úr því fjármagni sem rennur til deildarinnar? Inntökupróf eru mismunandi eftir deildum háskólans og er tilgangur þeirra ekki alltaf sá sami. Í lögfræðinni er til dæmis takmarkaður fjöldi sem er tekinn inn í námið. Í hagfræðinni þarf hins vegar hver einstaklingur aðeins að ná ákveðinni lágmarkseinkunn til þess að komast inn enda er inntökuprófið hugsað sem mæling á kunnáttu nemenda og hvort þau muni komast í gegnum námið. Í minni deild, hagfræðinni, voru tekin upp aðgöngupróf sem samanstanda af A-prófi og stærðfræðiprófi. Inngönguprófið hafði strax mikil áhrif á fjölda nemenda sem hófu nám við deildina þrátt fyrir að meginþorri þeirra sem þreyta prófin hafi staðist þau. Reynslan af þeim er að fallið snar minnkar, kennsla verður persónulegri og vandaðari og brottfall minnkar. Á sama tíma hafa álíka margir útskrifast á ári hverju. Af þessu mætti draga þá ályktun að fólk sé því í minna mæli að eyða tíma sínum í nám sem hentar því ekki. Aukin gæði náms, þéttari hópur nemenda, minna fall. Ég myndi því halda að áhrifin væru jákvæð fyrir nemendurna, samfélagið og deildina. Þetta er þó ekki alveg svo einfalt. Deildin fær greitt fyrir hverja ,,þreytta einingu” sem þýðir að deildin fær greitt þegar nemendur mæta í próf. Ef inntökupróf í hagfræði hefur haft tilætluð áhrif þá fær deildin færri ,,þreyttar einingar” og því minni pening en hún fékk áður en inntökupróf var tekið upp. Mótsögnin er því sú að þrátt fyrir að reynslan af inntökuprófinu sé góð fyrir nemendur dregur hún úr því fjármagni sem deildin fær sem gæti haft áhrif á gæði kennslunnar. En hvað er rétta lausnin? Leggja af inntökupróf og fá þannig fleiri nemendur og ,,þreyttar einingar?” Eða breyta reiknilíkaninu?
20
First Place Candidate’s Article For the past year I’ve sat on the Student Council of the university, as well as the governing council of the School of Social Sciences. The governing council’s work has been characterized by a great deal of wonderful cooperation, and it has resulted in many things getting done. For example, one of Röskva’s policies, that gender studies be made a major subject (120ECTS) is now almost a reality after three years of hard work. We also processed the results of a survey on services that students took, and in cooperation with the school’s dean, we have begun work to improve those services. The age old policy of Röskva’s, that students be allowed to use exam numbers to ensure anonymity in exam grading, has also been frequently discussed in the governing council. There was one thing though, that dominated all other discussion in the school, Student Council, and university lately. That is the issue of the underfunding of the university and the flawed calculation model. I don’t want to start throwing around unnecessary big words, but I do want to talk about this calculation model. We in Röskva have spent a great deal debating the flaws and merits of entrance exams. Like most big issues, people are divided on this one. It is clear that great care must be taken when instituting entrance exams. They should be used to improve the quality of the program, not to limit access to it. Röskva’s policy says “Röskva is implacably opposed to restrictions on enrollment numbers for the purpose of budget cuts. Restrictions on enrollment numbers must not be a tool for budget cuts and it is vital that entrance exams not be used to hamper equal opportunity education. The aim of entrance exams should always be to improve the quality of the program in question. Things like learning disabilities, knowledge of Icelandic, and other factors that might influence performance in the exam but not necessarily in the university itself must be taken into account.”
But is this really a tool for budget cuts? Could entrance exams actually reduce a faculty’s budget even further? Entrance exams differ greatly between faculties at the university and their purpose is not always the same. When it comes to law, for example, there is only a limited number of applicants that is accepted. In economics however, there is only a minimum grade students need to achieve to be accepted. There the entrance exam is a test of a student’s skill and their chances of completing the program. In my department, economics, entrance exams were adopted, consisting of the A-test (university level access exam) and a math test. The entrance exam had an immediate effect on the number of enrollments at the faculty, despite most people who took the exam passing. The result was much lower failure rates in courses, the education became better and more personalized, and the number of dropouts fell. At the same time, graduation rates have remained the same. The obvious conclusion seems to be that people aren’t wasting their time on education that doesn’t suit them. Better education, a more tightly knit group of students, less failure. I would say that is quite the positive. For the students, community, and faculty. It’s not quite that simple though. The faculty gets payed for every “attempted credit”. This means the faculty gets money when students take final exams. If the entrance exam had the intended consequence, the faculty will get fewer “attempted credits” and, therefore, less money than before the entrance exam. The paradox is that, despite the positive experience of this entrance exam for students, it effectively cuts the faculty’s budget and might compromise the quality of the education. But what is the solution? Drop the entrance exam, getting more students and more “attempted credits?” Or maybe change the calculation model?
21
Heilbrigðisvísindasvið Elísabet Brynjarsdóttir
1
Sigrún Jónsdóttir
Hjúkrunarfræði
Læknisfræði
Stúdentaráðs- og sviðsráðsliði Heilbrigðisvísindasviðs ‘16-’17 4. árs fulltrúi Curator ‘16-’17 Stjórnarmeðlimur Hugrúnar geðfræðslufélags ‘16-’17 Kennslustjóri Nóbel námsbúða ‘14-’16
Meðlimur í fulltrúaráði Félags læknanema ‘15-’17 Meðlimur í skemmtinefnd Röskvu ‘16-’17
2
Hrafnkatla Agnarsdóttir
3
Guðjón Trausti Skúlason
Sálfræði
Lyfjafræði
Skemmtinefnd Animu, félags sálfræðinema ‘16-’17 Stofnandi og stjórnarmeðlimur nemendafélags University College Groningen ‘15-’16
Formaður Tinktúru, félags lyfjafræðinema ‘16-’17
4
Tómas Viðar Sverrisson Læknisfræði Lagatúlkunarnefnd Menntaskólans í Reykavík ‘13-’15
Varamenn
5
Anna Margrét Arnarsdóttir
22
Aron Eydal Sigurðarson
Ásdís Rún Bjarnadóttir
Hrönn Hilmarsdóttir
Þórdís Þorkelsdóttir
Málefni
Heilbrigðisvísindasvið og jafnframt að jafnrétti til náms sé tryggt. Röskva krefst þess að: → Prófsýningar séu námstækifæri fyrir nemendur. Röskva gerir kröfu um að hver kennari auglýsi fyrirfram ákveðin dag þar sem prófsýning fer fram, í stað þess að nemendur þurfi ítrekað að óska eftir henni sjálfir. Andúð kennara gagnvart prófsýningum á ekki að vera til staðar. → Kennslustundir séu markvisst teknar upp. Annað mismunar nemendum. Þar sem upptaka fyrirlestra er frekar undantekning en regla er Háskóli Íslands ekki að fylgja stefnu sinni um jafnrétti til náms. Þessu er nauðsynlegt að breyta. → Kennslukannanir verði gerðar notendavænni. Mikilvægt er að fulltrúi nemenda taki þátt í yfirferð kennslukannanna í hverri deild Heilbrigðisvísindasviðs. Röskva ætlar að fylgja þessu eftir. → Allir nemendur eiga rétt á endurtökuprófum. → Eingöngu verði notuð nemendanúmer við próftöku í öllum deildum sviðsins til þess að tryggja sanngirni gagnvart nemendum og persónuvernd. → Einingar verði í samræmi við vinnuálag. → Sein einkunnskil heyri sögunni til. → Röskva vill kanna leiðir til að gera skiptinám aðgengilegra fyrir alla nemendur á Heilbrigðisvísindasviði. → Nemendur í klínísku námi hafi veikindaréttindi.
Markviss kennsla á hinsegin málefnum á Heilbrigðisvísindasviði Hinseginfræðsla er ekki hluti af grunnnámi neinna greina Heilbrigðisvísindasviðs, nemendur þurfa að sækjast eftir henni sjálfir. Sýnt hefur verið fram á að hún auki þekkingu á hinsegin málefnum meðal læknanema sem fá fræðslu í gegnum Ástráð. Hinseginfræðsla er mikilvægt tól til þess að bæta heilbrigðisþjónustu þar sem stór hópur skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins er hinsegin og hluti af hinsegin fólki þarf ævilanga meðferð. Röskva krefst þess að: → Deildir innan Heilbrigðisvísindasviðs viðurkenni mikilvægi hinseginfræðslu. → Hinseginfræðsla, sem miðar að því að gera heilbrigðisstarfsfólk betur í stakk búið að taka á móti hinsegin einstaklingum, verði aðgengileg. → Kennsla á hinsegin málefnum verði að lokum hluti af námsskrá.
Aðstaða á Heilbrigðisvísindasviði
Undirfjármögnun Heilbrigðisvísindasviðs Háskólinn er verulega undirfjármagnaður og Heilbrigðisvísindasvið er þar engin undantekning. Röskva telur að það þurfi að grípa til frekari aðgerða til að vekja athygli á undirfjármögnun Heilbrigðisvísindasviðs. Röskva krefst þess að: → Greinaskriftaátak sviðsráðs HVS verði til að vekja athygli á bágri stöðu Heilbrigðisvísindasviðs → Allar deildir sviðsins fái sameiginlegt húsnæði. Starfsemin er mjög dreifð sem veldur hærri rekstrarkostnaði, sem er talinn vera allt að milljarður á ári. Einnig tapast tækifæri til þverfaglegrar kennslu og tenglsamyndunar komandi heilbrigðisstétta. → Reiknilíkan Menntamálaráðuneytisins verði endurskoðað eins og stendur til samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar og hefur staðið til í meira en áratug.
Ýmsar deildir sviðsins eru dreifðar vítt og breitt um háskólasvæðið. Aðstaðan er misjöfn. Einn af mikilvægum og gríðarlega jákvæðum fylgifiskum háskólanáms er tengslamyndun milli fagstétta. Röskva krefst þess að: → Ný ríkisstjórn standi við loforð sín um byggingu nýs spítala fyrir árið 2023 og að sameiginlegt húsnæði nemenda við Heilbrigðisvísindasvið sé þar tryggt. → Háma minnki plastnotkun, þeir sem eru með fjölnota kaffimál fái ódýrara kaffi. → Mataraðstaða nemenda í Eirberg verði endurskoðuð. → Myglan í Eirbergi verði drepin fyrir fullt og allt. Það er skýlaus krafa Röskvu að nemendur séu ekki látnir stunda nám í heilsuspillandi húsnæði. Það er ólíðandi að nemendur séu enn að glíma við einkenni af völdum hennar. → Fá sjálfsala í Eirberg. → Endurkoma sófans á þriðju hæð í Læknagarði verði tryggð. Það er hneisa að hann hafi verið fjarlægður.
Könnun fyrir nemendur í verknámi á LSH Röskva vill að könnun fyrir nemendur í klínísku námi sem hefur verið lögð fyrir síðustu ár verði endurskoðuð. Mikilvægt er að kannanir séu aðferðafræðilega sterkar og einfaldar við töku til að auka þátttöku og þannig marktækni könnunar. Röskva krefst þess að: → Aukin eftirfylgni verði á niðurstöðum og úrbótum með rýnihópum í hverri deild. → Könnunin muni að endingu ná til allra deilda innan Heilbrigðisvísindasviðs en hingað til hefur hún ekki náð til sálfræðideildar, matvæla- og næringarfræðideildar og tannlæknadeildar.
Kennsluhættir Góðir kennsluhættir ýta undir góðan árangur nemenda í námi og starfi. Mikilvægt er að efla kennsluhætti við
23
Policies
Teaching methods
Good teaching methods encourage good results for students in school and at work. It is important to improve the teaching methods practiced at the School of Health Sciences and that equal opportunity education be guaranteed.
Systematic education about queer issues in the School of Health Sciences.
Education about queer issues is not a part of any undergraduate program in the School of Health Sciences, students have to seek it out for themselves. Students who were educated on queer issues through Ástráður have shown significant improvements. Education about queer issues is an important tool to improve the quality of medical services since a significant part of those who use it are queer and a portion of the queer community needs lifelong treatment. Röskva demands that: → Faculties within the School of Health Sciences acknowledge the importance of education about queer issues. → Education that will allow health workers to better receive queer people be made accessible. → Education about queer issues eventually be made a part of the syllabus.
Underfunding of the School of Health Sciences
The University is severely underfunded and the School of Health Sciences is no exception. Röskva believes that further action is needed to draw attention to the underfunding of the School of Health Sciences. Röskva demands that: → The article writing efforts of the Governing Council of the School of Health Sciences be focused on raising awareness about its dire situation. → All faculties be given joint houisng. The spread out nature of the schools operation causes higher operating costs, estemated to be up to a billion isk. per year. This also causes lost opportunities for interdiciplinary studies and networking for future health workers. → The calculation model of the Ministry of Education be reexamined as is promised in the platform of the new government. This has been on the table for more than a decade.
Survey for students in clinical rotation in LSH
Röskva wants the survey that has been given for students in clinical rotation for the past year be reexamined. It is important that studies/surveys are methodologically sound and simple to take to improve participation and thereby the significance.
Röskva demands that: → Exam viewing be a opportunity for learning for students. Röskva demands that every teacher publicize in advance a particular day for an exam viewing, instead of students having to repeatedly ask for it themselves. The current resentment of teachers against exam viewing should not exist. → Classes be recorded systematically. Anything else is discriminatory. Recording lectures is the exception rather than the rule, which means that the University of Iceland is not upholding its policy of equal opportunity education. This needs to change. → Teaching and course evaluation surveys be made more user friendly. It is important that a student representative participate in the review of these surveys in every faculty of the School of Health Sciences. Röskva intends to follow up on this. → Every student have the right to a makeup exam. → Late grade hand in be a thing of the past. → Exchange programs be made more accessible for all students of the school. → Students in clinical rotation be given sick leave.
Facilities in the School of Health Sciences
The many faculties of the school are spread about hither and thither on the university campus. The facilities vary greatly. One of the importan and very positive aspects of studying at a university is the interdiciplinary networking. Röskva demands that: → The new government stands by its plans to build a new hospital before the year 2023 and that joint facilities for all students of the School of Health Sciences be guarantied there. → Háma reduce their use of plastic. Students with reusable coffee cups be given cheaper coffee. → The eating facilities in Eirberg be reexamined. → The mold in Eirberg be killed once and for all. It is Röskva’s unconditional demand that students should never be made to endure housing that is hazardous to their health. It is intolerable that students are still fighting symptoms caused by it. Vending machines in Eirberg. → The return of the sofa on the third floor of Læknagarður be guaranteed. Its removal is a travesty.
Röskva demands that: → Follow up be improved, both on the results and reforms with focus groups in every faculty. → The survey be extended to all faculties of the School of Health Sciences. Unitil now it has not covered psychology, food schience and nutrition, and dentistry.
24
Check out our summer jobs bluelagoon.is/atvinna and apply now
SUMMER JOBS AT ICELAND’S HOTTEST SPOT We are looking for ambitious and service minded employees for various exciting jobs for the the summer. We focus on excellent communication skills and strong team spirit in our staff and provide convenient hours and a good working environment. Minimum age requirement:18 and over. AVAILABLE POSITIONS
- Reception - Host/Hostess - Jobs in service and security - Jobs in our restaurants - Jobs in cleaning and laundry - Jobs in our retail shops - Other diverse jobs
25
Unforgettable Location
Great Team Spirit
Active Social Life
Great Staff Meals
Good Benefits
Training Provided
A Unique Commute
2-2-3 Shift Schedule or Day Shift
Oddvitaávarp heilbrigðisvísindasviðs Elísabet Brynjarsdóttir
Síðastliðið skólaár hef ég setið í Stúdentaráði og sviðsráði Heilbrigðisvísindasviðs. Við höfum tekið á ýmsum málefnum - meðal annars höfum við barist fyrir því að prófsýningar séu festar í sessi í öllum deildum, að hver deild hafi fulltrúa nemenda sem fari yfir niðurstöður kennslukannana og að upplýsingar um skiptinám fyrir nemendur verði gerðar aðgengilegri. Við höfum átt farsælt samstarf við forseta Heilbrigðisvísindasviðs og fundið fyrir vilja hjá flestum til að skoða breytingar til hins betra. Nær undantekningarlaust stendur eitt hins vegar í vegi fyrir breytingar, óháð vilja stjórnenda. Það er undirfjármögnun háskólans. Hún hefur veruleg áhrif á gæði náms okkar við Háskóla Íslands. Nýlegar tölur frá háskólum í Danmörku sýna að greinar Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands eru reknar fyrir brot af því sem sambærilegar greinar kosta annars staðar á Norðurlöndunum. Það er þrátt fyrir fjöldatakmarkanir í ýmsar greinar, svo sem hjúkrunarfræði, læknisfræði, sjúkraþjálfun og tannlæknisfræði. Samkvæmt þessum tölum er grunnám í sálfræði á Ísland er rekið fyrir 26% af því sem sálfræði í Danmörku kostar, læknisfræðin fyrir 28%, sjúkraþjálfun fyrir 31% og grunnám í hjúkrunarfræði fyrir 45%. Nefna má að í Danmörku fá sjúkrahús og aðrar stofnanir greitt frá háskólanum fyrir að taka við nemendum í klínískt nám. Það er ekki gert hérlendis heldur skaffar Landspítalinn, sem er sjálfur fjársveltur, þessum útgjöldum.
En hefur þetta raunverulega það mikil áhrif? Tökum Hjúkrunarfræðideildina sem dæmi. Fjárveitingar til starfsemi hennar dróst saman um þriðjung frá 2007 til 2012. Þessi undirfjármögnun Hjúkrunarfræðideildar birtist greinilega í alvarlegri stöðu klínískrar kennslu í grunnnámi. Þar eiga allir hjúkrunarfræðingar á spítalanum að deila ábyrgð á leiðsögn nemenda ofan á dagleg störf hvers og eins þar sem mikið álag ríkir. Þeir fá ekkert aukalega borgað, en vegna skertra fjárveitinga þurfti að leggja af launagreiðslur til sérstakra deildarkennara sem sáu einu sinni um að skipuleggja námið á spítalanum. Það er ástæða til að óttast að nemendur fái ekki nægilega kennslu og eftirlit á klínískum vettvangi og þetta dregur óhjákvæmilega úr öryggismenningu á spítalanum. Dæmið fyrir ofan er bara eitt af mörgum. Allar deildir Heilbrigðisvísindasviðs verða fyrir barðinu af undirfjármögnun háskólans, og á það bæði við um klínískar greinar og aðrar, svo sem grunnnám í sálfræði. Alltaf er hægt að berjast fyrir minni og auðleysanlegri þáttum, eins og sjálfsölum í Læknagarð og bættum samskiptum nemenda og stjórnsýslunnar. Við sinnum þeirri baráttu líka af fullum krafti. Hins vegar er undirfjármögnun háskólans og Heilbrigðisvísindasviðs sá þáttur sem hefur hvað mest áhrif á nám okkar við Háskóla Íslands – og við í Röskvu munum beita okkur af fullum þunga í því að rétta þann þátt af. Það hefur ekki verið nægilega gert hingað til.
26
First Place Candidate’s Article For the past school year I’ve sat on the Student Council and the governing council of the School of Health Sciences. We dealt with many problems, among them are ensuring that students in all faculties can see their exams after grading, that, for every faculty, there is a student representative that goes over the teaching and course evaluation survey, and that information on exchange programs be made more accessible. We have had a wonderful working relationship with the dean of the School of Health Sciences and our ideas for change for the better have been well received by most. There is one thing however that almost always stands in our way, no matter the good will of those in charge. That is the underfunding of the university. There is no understating it’s effect on the quality of education at the University of Iceland. New data from Danish universities show that the subjects of the University of Iceland’s School of Health Sciences are taught for a fraction of the cost of comparable subjects in the other nordic countries. This is despite restrictions on the number of enrollments for many of those subjects such as nursing, medicine, physiotherapy, and dentistry. According to this data, undergraduate psychology is taught for 26% of the cost of psychology in Denmark, medicine for 28%, physiotherapy for 31% and undergraduate nursing for 45%. It should be noted that, in Denmark, institutions are paid by the universities to take on students for clinical rotation.
Here in Iceland this expense is paid by Landspítalinn, the hospital, which is itself terribly underfunded. But does this really have an effect? Let’s take the Faculty of Nursing as an example. It’s funding was reduced by a third between 2007 and 2012. This underfunding can be seen clearly in the dire state of the clinical part of the degree. The students are placed in the care of the already overworked nurses at the hospital, who have to guide them as best they can on top of everything else. The nurses do not get any extra wages for this work, and due to budget cuts there was no longer money to pay those who organized the students’ studies at the hospital. There is clearly a reason to think that students do not get enough teaching and guidance in a clinical setting. This obviously increases security risks at the hospital. This example is only one of many. Every faculty of the School of Health Sciences are hurt by the underfunding of the university. This applies both to clinical degrees as well as others, such as undergraduate psychology. We can always fight for smaller and easier to solve things, such as vending machines for Læknagarður and improved relations between students and the people in charge. And we have been dealing with those issues as well. However these things don’t matter very much compared to the greatest threat to our studies, the underfunding of the university. We in Röskva intend to throw everything we have at combating this problem. Far too little has been done until now.
27
28
29
Betra LÍN fyrir alla Ragna Sigurðardóttir
Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar stendur að “tekið verði upp námsstyrkjakerfi að norrænni fyrirmynd og lánveitingar LÍN miðaðar við fulla framfærslu og hvatningu til námsframvindu.” Í lokin er bætt við að “hugað verði að félagslegu hlutverki sjóðsins.” Þetta er í samræmi við stefnur beggja fylkinga sem bjóða fram til Stúdentaráðs. Það er hins vegar ekki lengra síðan en í sumar sem reynt var að keyra í gegn ófullkomið LÍN frumvarp, sem þrátt fyrir fagrar yfirskriftir var meingallað.
er að gæta hag stúdenta, hvort sem það er í samræðum við stjórnsýslu skólans eða stjórnvöld. Stúdentaráð á að krefjast aðkomu að gerð frumvarpa sem varðar hagsmuni þeirra nemenda sem það er í forsvari fyrir, og sömuleiðis á ráðið ekki að sætta sig við hvað sem er þegar slíkt frumvarp er lagt á borðið. Ráðið gætir hagsmuna allra nemenda við Háskóla Íslands, og þess vegna er ekki í lagi að formaður Stúdentaráðs lagði blessun sína yfir frumvarp sem ekki er öllum nemendum til góðs.
Hundruð nemenda við Háskóla Íslands, ef ekki fleiri, hefðu komið verr út úr nýju lánasjóðskerfi en því gamla. Þetta er samkvæmt útreikningum skrifstofu Stúdentaráðs, sem að vísu voru ófullkomnar.1 Afnám tekjutengingar spilar þar inní, og hækkun á vöxtum námslána úr 1% í 3%.
Betra lánasjóðskerfi fyrir alla nemendur Háskóla Íslands er eitt stærsta hagsmunamál okkar tíma. Stúdentaráð er eina hagsmunaafl stúdenta við háskólann og við verðum að vanda valið við kosningu forystu þess. Nýtt Stúdentaráð verður að krefjast aðkomu að gerð nýs frumvarps um Lánasjóð íslenskra námsmanna, horfa gagnrýnið á frumvarpið sem er lagt fram og hafa hag allra stúdenta við hásólann að leiðarljósi.
Af hverju eigum við ekki bara að leyfa stjórnmálamönnum að vinna sína vinnu og semja nýtt lánasjóðskerfi fyrir okkur? Stúdentaráð Háskóla Íslands er hagsmunaafl. Hlutverk þess
Líkleg laun núverandi námsmanna í hinum ýmsu námsgreinum voru til dæmis reiknuð út frá meðaltalslaunum útskrifaðra aðila í hinum ýmsum stéttarfélögum, í stað þess að reikna einfaldlega hvaða launaflokkar kæmu betur og verr út úr nýju námslánakerfi. Útreikningar á meðaltalslaunum eru þeim vandkvæðum gæddir að fæstir fá meðaltalslaun og margir eru fyrir neðan meðaltal, sem og fyrir ofan. Við getum þó sagt að hundruðir nemenda við Háskóla Íslands með meðaltalslaun hefðu komið verr út úr umræddu kerfi, og fleiri ef tekið er tillit til þess að oftast eru fleiri fyrir nðean meðaltal en ofan
Það er mitt Stúdentaráð.
1
30
For example, the likely wages for students in various subjects were calculated from the average wage of graduated people in various unions, instead of simply calculating which wage groups would be better or worse off under the new system. The problem with calculating averages is that very few people actually get those wages and many are below average, just as many are above it. We can still say that hundreds of students in the University of Iceland with average wages would be worse off under the new system. The real number is probably higher given the likelihood of there being more people below the average than above it. 1
A Better Student Loan Fund For All In the platform of the newly formed Icelandic Government it says that “A scholarship system based on the Nordic model will be adopted and lending from the Student Loan Fund will be based on full cost of living support and incentives for academic progress.” Finally they add “Consideration will be given to the social role of the Fund.” This is in accordance with the manifestos of both parties campaigning for seats in the Student Council of the University of Iceland. However only this summer there was an attempt to force through a half finished Student Loan Fund bill that, despite honeyed words, was fatally flawed.
man of the council gave his blessing to a bill that was not in the best interests of all students.
Hundreds of the university’s students, if not more, would have seen a reduction in their prospects under the new system. This is according to calculations from the office of the Student Council, though they were incomplete.1 The elimination of income-driven payments plays a big part in that, as well as raising the interest from 1% to 3%.
That is my Student Council
Why not let the politicians do their jobs and write us a new Loan Fund system? The Student Council of The University of Iceland is an interest group. Its job is to protect the interests of the students in the university, whether that is in relation to the governing bodies of the university or the country’s government. The Student Council should demand to be involved in the writing of bill relating to the interests and well being of the students it represents. The council should also not just accept whatever is proposed when such a bill is put forward. The council protects the interests of all students at the university. This is why it is not all right that the chair-
1For example, the likely wages for students in various subjects were calculated from the average wage of graduated people in various unions, instead of simply calculating which wage groups would be better or worse off under the new system. The problem with calculating averages is that very few people actually get those wages and many are below average, just as many are above it. We can still say that hundreds of students in the University of Iceland with average wages would be worse off under the new system. The real number is probably higher given the likelihood of there being more people below the average than above it
A better loan fund system for all students at the University of Iceland is one of the biggest class struggles of our time. The Student Council is the only interest group for students at the university and we need to take care when we choose its leadership. The new Student Council must demand involvement in the drafting of a new bill on the Student Loan Fund, critically examine all proposals and always prioritize the interests of all og the university’s students.
-Ragna Sigurðardóttir, Member of the Student Council and students’ representative to the University Council of the University of Iceland.
31
Hugvísindasvið Ingvar Þór Björnsson
1
Vigdís Hafliðadóttir
Sagnfræði
Heimspeki
Stúdentaráðs- og sviðsráðsliði Hugvísindasviðs ‘16-’17 Ritstjóri Röskvu ‘16-’17 Ritstjórn Stúdentablaðsins ‘16-’17 Alþjóðanefnd LÍS ‘16-’17 Kynningarfulltrúi Ungra umhverfis sinna ‘15-’16
Forseti Nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð ‘14-’15 Oddviti Leikfélags Menntaskólans við Hamrahlíð ‘13-’14
2
Kristrún Ásta Arnfinnsadóttir
Pétur Geir Steinsson
Enska og þýðingarfræði
Sagnfræði
Ritstjórn Stúdentablaðsins ‘16-’17
Formaður Fróða ‘16-’17 Framkvæmdastjórn Ungleiks ‘13-’14 Framkvæmdastjórn Reddum’essu ‘16-’17
3
4
Sigrún Eir Þorgrímsdóttir Kvikmyndafræði Skemmtinefnd Röskvu ‘15-’16
Varamenn
5
Alma Ágústsdóttir
32
Hólmfríður Sveinsdóttir
Hinrik Hafsteinsson
Kristrún Kolbrúnardóttir
Matthías Aron Ólafsson
Málefni
mikill þægindaauki fyrir nemendur, einkum þegar blautt er úti. Ekki fleiri krumpaða jakka!
Sýnilegra sviðsráð
Reiknilíkanið Röskva hefur lengi barist fyrir leiðréttingu á úreltu reiknilíkani íslenska ríkisins, þar sem hallar verulega á Hugvísindasvið. Reiknilíkanið stýrir fjármagnsdreifingu innan Háskólans og reiknast Hugvísindasvið í lægsta flokki þar innan. Hefur það bitnað mikið á deildum innan sviðsins og þar ber einna helst að nefna Deild erlendra tungumála þar sem námsleiðir hafa lagst af. Skera hefur þurft niður í verklegri kennslu innan sviðsins en verkleg kennsla er grundvallaratriði í flestum hugvísindum. Þess má geta að nemendur í hugvísindanámi við Háskólann fá minni framfærslu frá ríkinu en nemendur í framhaldsskóla. Í nýjum stjórnarsáttmála kemur fram að loksins eigi að endurskoða reiknilíkön skólakerfisins með tilliti til kostnaðar og fjölbreytts nemendahóps. Það er nauðsynlegt að nemendur komi að þessum breytingum. Röskva vill vera þrýstiafl fyrir betra reiknilíkani.
Upptaka á tímum Röskva vill að allar kennslustundir séu teknar upp og telur það vera nauðsynlegt jafnréttismál. Með upptöku á kennslustundum stuðlum við að jöfnu aðgengi allra stúdenta Háskóla Íslands að menntun og námsefni. Ástæður þess að nemandi mæti ekki í tíma geta verið mjög mismunandi, líkamleg og andleg veikindi, fjölskyldumál og aðrar óviðráðanlegar aðstæður. Röskva vill að kennarar mæti á Panopto námskeið og læri þar að nota forritið sem notað er til upptöku á fyrirlestrum en tæknin er nú þegar til staðar í langflestum stofum Háskóla Íslands. Hugvísindasvið á að vera leiðandi í þessum málum þar sem mörg námskeið eru alfarið byggð á fyrirlestrum.
Síðastliðin ár hefur Röskva unnið markvisst að því að gera sviðsráðið sýnilegra. Hlutverk sviðsráðsins á að vera vettvangur fyrir nemendur til að koma ábendingum og athugasemdum til skila. Mikilvægt er að sviðsráðið mæti á nýnemakynningar og haldi tengslum við og á milli nemendafélaga sviðsins með góðu samstarfi við Veritas, fulltrúaráð nemenda á Hugvísindasviði. Röskva vill auka virkni Facebook hópsins „Hagsmunamál á Hugvísindasviði” og gera það að vettvangi þar sem nemendur geta komið ábendingum til skila. Röskva vill einnig auka gegnsæi og vera iðin við að sýna nemendum hvað sviðsráðið er að gera og nota til þess nýjar miðlunarleiðir, til dæmis í gegnum myndir og myndbönd.
Námsmat og vinnuskipulag kennara Röskva vill að dreifing álags sé jöfn yfir önnina og er alfarið á móti lokaprófum sem gilda meira en 50% til lokaeinkunnar. Mikilvægt er að einingafjöldi sé í samræmi við vinnuálag. Þá er nauðsynlegt að kennarar virði skilafrest á einkunnum fyrir verkefni, próf og ritgerðir.
Frjálslegra val og fjölbreyttari kennsluaðferðir Röskva vill frjálslegra val innan og á milli deilda. Röskva vill að nemendur geti valið sér valáfanga sem á eitthvað skylt við þá námsleið sem viðkomandi er á, óháð því innan hvaða sviðs eða deildar áfanginn er. Auk þess vill Röskva fjölbreyttari kennsluaðferðir með sérstaka áherslu á vendikennslu. Annað sem kemur til greina er notkun á forritinu Socrative og/eða á kerfinu Massive Online Open Courses (MOOC).
Baðstofan (nemendarými á 1. hæð í Árnagarði) Röskva vill nýta nemendarýmið á fyrstu hæð í Árnagarði betur og halda áfram þeirri vinnu við að gera það betra og sýnilegra. Röskva vill koma upp skilvirku og einföldu bókunarkerfi fyrir fundarherbergið í Baðstofunni svo allir geti nýtt sér það. Röskva vill beita sér fyrir því að gera Baðstofuna heimilislegri með því að bæta til að mynda við sófum eða grjónapúðum, fá kaffivél, hraðsuðuketil og ísskáp! Innleiða þarf umgengnisreglur í Baðstofuna með auknu samstarfi nemendafélaganna. Röskva vill einnig bæta við bókasafnið, fá fleiri bækur og fleiri hillur. Þar sem kaffistofan í Árnagarði lokar klukkan 14:00 vill Röskva koma upp sjálfsala á fyrstu hæð.
Betri samvinna á milli sviðsráðsins, Veritas og kennara Röskva vill að samvinna milli sviðsráðs Hugvísindasviðs, Veritas, fulltrúaráðs hugvísindanema og kennara á sviðinu verði meiri. Röskva vill að fulltrúar sviðsráðs Hugvísindasviðs fái að sitja sviðsstjórnarfundi og hafa atkvæðisrétt á þeim. Fækka þarf milliliðum og gera hutverk hvers hóps skýrara. Röskva vill þar með að sviðsráðið fundi oftar með kennurum og komi þannig málefnum nemenda til þeirra og í framkvæmd.
Snagar og fatahengi í stofur í Árnagarði Röskva vill að settir séu upp snagar eða fatahengi í stofur í Árnagarði en hingað til hafa nemendur ekki geta hengt af sér þegar komið er í tíma. Þetta er einfalt í framkvæmd og væri
33
Policies
A place to hang your coats in Árnagarður
The Calculation model
Röskva has long fought for an update to the outdated calculation model of the Icelandic Government, where the School of Humanities is left out in the cold. The model controls the distribution of funds for the entire university and the School of Humanities is in the lowest class therein. This has had a terrible effect on faculties within the school, especially the Faculty of Languages and Cultures where entire programs have been abandoned. We have seen cuts to the practical aspects of the curriculum, but these practical aspects are vital to most humanities. It bears mentioning that students at the School of Humanities receive less funding than high school students. In the policy platform of the incoming government they state their intention to review the calculation models for the school system with respect to costs and student diversity. It is vital that students participate in these changes. Röskva wants to fight for a better model.
Class recording
Röskva wants all classes to be recorded and considers it an issue of equal rights. With the recording of classes we improve equal access of all students of the university to education and educational material. The reasons students don’t show up to class can be many and diverse, physical or mental problems, family matters, and other situations out of their control. Röskva wants teachers to take a class on the Panopto program, which is already installed in most classrooms in the university. The School of Humanities should be a leading force in these matters since many of its courses are entirely lecture based.
Student area on the ground floor of Árnagarður. Röskva wants to use the student area on the ground floor of Árnagarður better and keep up the good work of making it better and more visible. Röskva wants to institute a simple and efficient booking system for the meeting room there, so that everyone can make use of it. Röskva wants to make the student are more homely, e.g. by adding sofas or bean bags, getting a coffee machine, an electric kettle and A FRIDGE! There need to be rules about orderliness for the area with more cooperation from the student groups. Röskva also wants to expand the library, get more books and more shelves. Since the cafeteria in Árnagarður closes at 14:00, Röskva wants a vending machine on the ground floor.
Röskva wants there to be a place to hang your coat in Árnagarður. Up until now students have not been able to hang up their coats when going to class. This is simple to implement and would be very convenient, especially when it is wet outside. No more creased jackets!
A more visible governing council
For the past few years, Röskva has worked systematically to make the governing council more visible. The council should be a place for students to pass on suggestions and comments. It is important that the council participate in welcoming new students and that it ensure cooperation with student groups and Veritas, the council of student representatives for the School of Humanities. Röskva wants the Facebook group “Hagsmunamál á Hugvísindasviði” to do this and be a platform for students to pass on suggestions. Röskva also wants to improve transparency and to make sure that students know what is going on with the governing council and exploit new mediums, like photos and videos.
Educational assessment and teacher work ethics
Röskva wants the distribution of work to even over the semester and is implacably opposed to final exams that count more than 50% of the final grade. It is important that the amount of work required is in proportion to the number of ECTS credits. It is also important that teachers respect the hand in deadline for grades, whether it be for projects, exams, or essays.
More diversity for course choice and teaching methods Röskva wants a more free choice of courses within and between faculties. Röskva wants students to be able to choose courses that fit their program, independent of what school or faculty they belong to. Röskva also wants more diverse teaching methods with emphasis on reversed classroom methods. Other possibilities include the program Socrative and Massive Online Open Courses (MOOC).
Better cooperation between Veritas, teachers, and the schools governing council.
Röskva wants more cooperation between Veritas, teachers, and the Governing Council of the School of Humanities. Röskva wants representatives in the schools governing council to sit council meetings with voting rights. The roles of each group need to be clearer and there should be fewer intermediaries. Röskva wants the council to meet with teachers more often, thereby passing on the concerns of students and getting them acted on.
34
FÁÐU BURRITO Á
HEILANN R 13SLÁ% TTU AF
ÞAÐ ER GOTT - OG HOLLT NÁMSMENN Serrano nærir heilann og kemur ykkur í gegnum skóladaginn. Ferskur mexíkóskur skyndibiti með 13% afslætti fyrir námsfólk gegn framvísun skólaskírteinis. Ferskur og hollur matur
35
Oddvitaávarp Hugvísindasviðs Ingvar Þór Björnsson
Háskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám í hugvísindum og er eini skólinn hér á landi sem býður upp á hugvísindanám á öllum háskólastigum. Á Hugvísindasviði eru fjórar deildir en hver og ein þessara deilda hefur mikla sérstöðu. Það er sérlega brýnt að viðhalda þessari sérstöðu og gæta þess að fjölbreytileiki námsins skerðist ekki. Langvarandi undirfjármögnun háskólans hefur og mun hafa áhrif á okkur öll en að óbreyttu getur Háskóli Íslands ekki staðið undir hlutverki sínu. Fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2017– 2021 gerir ráð fyrir heildarútgjaldaaukningu til uppbyggingar ýmissa innviða samfélagsins en skilur háskólana algjörlega eftir. Íslenskir háskólar eru alvarlega undirfjármagnaðir og fá til að mynda um helmingi lægra framlag á hvern nemanda en háskólar annars staðar á Norðurlöndum. Þessu verður að breyta og auka verulega fjármagn til háskólanna á næstu árum. 60% nemenda við Háskóla Íslands stunda nám á Hugvísinda- eða Félagsvísindasviði sem gerir þessi svið að fjölmennustu námssviðunum. Þrátt fyrir það fær nám í hug- og félagsvísindum úthlutað minnsta fjármagninu úr ríkissjóði sem gerir það að ódýrasta háskólanáminu hérlendis. Þess má geta að nemendur í hugvísindanámi við Háskólann fá minni framfærslu frá ríkinu en nemendur í framhaldsskóla. En af hverju er Hugvísindasvið svona tiltakanlega undirfjármagnað? Ástæðan er úrelt reiknilíkan ríkisins. Reiknilíkanið stýrir fjármagnsdreifingu innan Háskólans og reiknast Hugvísindasvið í lægsta flokki þar innan. Reiknilíkanið er gjörsamlega úrelt en til hefur staðið að ráðast í breytingar á því síðan 2007. Í nýjum stjórnarsáttmála kemur fram að loksins eigi að endurskoða reiknilíkön skólakerfisins
með tilliti til kostnaðar og fjölbreytts nemendahóps og nú er því tækifærið til að koma hagsmunum hugvísindanema á framfæri og vera þrýstiafl fyrir betra og réttlátara reiknilíkani. Að námið okkar sé metið að verðleikum er veigamikið baráttumál. Deildir innan Hugvísindasviðs hafa lagst niður vegna þess að ekki var hægt að halda þeim uppi sökum skorts á fjármagni. Þar sem framlög með hverjum nemanda í hugvísindum eru með eindæmum lág eru ákveðin viðmið um lágmarksfjölda nemenda í hverju námskeiði. Ef fáir nemendur eru skráðir í námskeið er það fellt niður eða breytt í lesnámskeið sem byggist á auknu sjálfsnámi með færri kennslustundum. Það er óviðunandi hjá ríkisreknum háskóla að þessi leið þurfi að vera farin. Síðastliðið ár höfum við í Röskvu verið í meirihluta í sviðsráði Hugvísindasviðs. Höfum við unnið í góðu samstarfi við Vöku að fjölmörgum mikilvægum hagsmunamálum. Ber þar helst að nefna greinaskriftarátak þar sem við fengum til að mynda Elizu Reid og Vigdísi Finnbogadóttur til að skrifa um mikilvægi hugvísindanna. Einnig má nefna fundi með kennurum og stjórnendum þar sem málefnum nemenda var komið á framfæri og í farveg. Mikilvægt er að halda þessari góðu vinnu áfram. Fjölbreytni er hornsteinn samfélagsins. Nám í hugvísindum ýtir undir fjölbreytileika, eflir dómgreind fólks og gagnrýna hugsun. Fólk á sviði hugvísinda hefur það mikilvæga hlutverk að móta skilning okkar á hugtökum og atburðum sem varða samfélagið. Í erfiðu árferði Háskóla Íslands er nauðsynlegt að standa vörð um hugvísindin, efla þau og meta þau að verðleikum. Nemendur þurfa að hafa öfluga rödd þegar kemur að þeirra hagsmunamálum og geta komið sinni skoðun á framfæri.
36
First Place Candidate’s Article The University of Iceland offers a diverse selection of programs in the humanities, and is the only school in the country that offers humanities education on every level of university education. There are four faculties in the School of Humanities, and every one of them has their special features. It is vital to keep these specialties and guard the diversity available. The persistent lack of funding for the university has hit us all hard and will continue to do so. If nothing changes the University of Iceland cannot hope to serve its purpose. The government budget plan for 2017-2021 assumes a general increase in expenditure for infrastructure, but completely ignores the universities. The universities in Iceland are severely underfunded and receive about half the funding per student compared to the other Nordic counties. This needs to change. We need to see drastic increases in university funding in the near future 60% of students at the University of Iceland study at the School of Humanities and the School of Social Sciences, making them the most populous schools. Despite this, these schools receive the least funding from the government, making it the cheapest university education in the country. It is worth noting that students of the humanities receive less funding than the average high school student. But why are the humanities so underfunded? The reason is the governments outdated calculation model. The model controls the distribution of funds in the university and the School of Humanities is put in last place there. The calculation model is outdated and has been up for review since 2007. T new government’s policy platform promises change in the education systems calculation models, with respect to cost and student diversity, and now is the chance for advancing the interests of students of the humanities. Now is the time to be a chance to be agents of change for a more just calculation model. To see our education valued equally with that of other schools is an important interest.
Faculties in the School of Humanities have been abandoned because they could not be financed due to budget cuts. Given that the budget per student is so low in the humanities, there is a minimum number of students required to teach a course. If few students are in a course, it is dropped or changed into a reading course, focused on self-study with few, if any, classes. It is unacceptable that this is necessary in a government run university. We are faced with many tasks as students of the humanities at the university. The calculation model must be a priority in the coming semesters, but so does the recording of lectures, something Röskva believes is a matter of basic equality. By recording lectures, we ensure equal access for all students of the University of Iceland to education and material. Many circumstances out of a student’s control can make it impossible to show up for class, and it is important to take that into account. For the past year, Röskva has had a majority in the School of Humanities. We have worked hand in hand with Vaka on many important issues. First and foremost is the article writing effort, where we got people like Eliza Reid and Vigdís Finnbogadóttier to write articles about the importance of the humanities. We could also mention the meetings with teachers and governors where the concerns of students were passed on, discussed, and implemented. This good work needs to continue. Diversity is the cornerstone of society. Education in the humanities adds diversity and improves judgement and critical thinking. People in the humanities have the important role of forming our understanding of concepts and events that concern society. In these difficult times for the University of Iceland, it is important that we stand guard over the humanities, strengthen them, and appreciate their importance. Students need a powerful voice when it comes to their interests so that they can make their views and concerns heard.
37
Menntavísindasvið Ásthildur Guðmundsdóttir
Thelma Rut Jóhannsdóttir
Tómstunda- og félagsmálafræði
Íþrótta- og heilsufræði
Skemmtanastýra Röskvu ‘16-’17 Varamaður í stúdentaráði ‘16-’17 Varamaður í sviðsraði ‘16-’17 Formaður Ten Sing ‘13-’14
Formaður Vatnsins, félags íþrótta- og heilsufræðinema ‘16-’17 Drullusokkur Mýrarboltans ‘16 Ungmennaráð Ísafjarðarbæjar ‘14-’15
1
2
Ágúst Arnar Þráinsson
Berglind Hönnudóttir
Tómstunda- og félagsmálafræði
Kennarafræði
Gjaldkeri nemendafélagsins Tuma ‘16-’17 Félagsforingi í skátafélaginu Hamar í Grafarvogi ‘16-’17
Formaður Fisksins, félags guðfræði- og trúarbragðafræðinema ‘14-’15 Deildarfulltrúi Guðfræði- og trúarbragðadeildar ‘14-’15 Varaformaður ÆSKR, æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum ‘14-’15
3
4
Oddný Helga Einarsdóttir Kennarafræði Stjórn nemendafélags Fjölbrautarskólans í Garðabæ ‘13-’14 Formaður málfundafélagsins ‘12-’13
Varamenn
5
Berglind Helgadóttir
38
Brynja Helgadóttir
Gunnar Óli Markússon
Matthías Már Heiðarsson
Sólrún Ösp Jóhannsdóttir
Málefni
Sýnilegri talsmaður nemenda innan veggja skólans Röskva vill einnig að sviðsráðið og stúdentaráð verði sýnilegri innan veggja Stakkahlíðar. Sérstaklega er kemur að prófatíð og í staðlotum, þar sem að þá koma oft upp vafamál eða álitamál, sem að nemendur vita oft ekki hvernig þeir eigi að vinna í. Með því að hafa talsmenn nemenda sýnilegri er auðveldara að gera nemendur meðvitaðri um að hægt sé að leita til þeirra í hinum ýmsu málum.
Aukið aðgengi í Stakkahlíð Það er mikið baráttumál fyrir Röskvu að bæta aðgengið í Stakkahlíð svo um munar. Útidyrahurðar þurfa að vera sjálfvirkar, en svo er ekki raunin í dag. Auk þess sem þarf að bæta öryggi við skólann, sérstaklega er kemur að lýsingu og hálku, bílastæði ættu einnig að vera nothæf allan ársins hring. Auk þess þarf að huga betur að þeim nemendum sem að eiga börn og gera betri aðstöðu fyrir þau. Salerni ættu að vera kynjalaus, sama hvar þau eru staðsett í húsinu. Aðgengi að lesrými þarf að vera til staðar, rými þar sem er þögn og nemendur geta lært í friði, þess konar aðstaða er ekki í boði fyrir nemendur.
Háma í Stakkahlíð á að hafa sambærilegt úrval og í Aðalbyggingu Röskva telur mikilvægt að boðið sé upp á fjölbreyttara úrval í Stakkahlíð. Sérstaklega er kemur að réttum fyrir grænmetisætur og vegan einstaklinga. Auk þess þarf að auka magnið sem keypt er í Staðlotum. Einnig væri kjörið að bæta við vatnsvélum í bygginguna, þar sem að eftir lokun Hámu er vandfundið að finna kalt og gott vatn í byggingunni.
Íþróttahús við Stakkahlíðina Röskva leggur áherslu á það að aðstaðan fyrir nemendur í Íþrótta-og heilsufræði til þess að sinna heimanámi verði betri en hún er í dag. Það er Íþróttahús sem stendur við Stakkahlíðina í eigu Háskólans. Háskólinn er þó aðallega að leigja húsið út til Reykjavíkurborgar og því fá nemendur ekki aðstöðu þar. Stefnt er að því að Háskólinn fái tíma í húsinu til afnota, Röskva mun berjast fyrir því og sjá til þess að nemendur Menntavísindasviðs fái nægan tíma í húsinu. Íþróttahúsið myndi geta nýst öllum nemendum á sviðinu og er því kærkomin viðbót við aðstöðu sviðsins. Auk þess sem að við sjáum fram á að húsið gæti nýst við ýmiskonar tilefni fyrir nemendur Háskóla Íslands.
Heilsueflandi Háskóli Röskva vill hvetja nemendur til að lifa heilsusamlegum lífstíl. Þar af leiðandi finnst okkur mikilvægt að huga mætti að líkamstöðu nemanda, en með upphækkanlegum borðum gætu nemendur bæði staðið og setið við vinnu. Auk þess sem við erum með aðgang að öflugum nemendum sem gætu stjórnað fjölbreyttum námskeiðum sem lúta að heilsueflingu.
Aðgengi Fjarnema Menntavísindasvið býr svo vel að hafa fjölbreytt val um fjarnám. Staðlotur þurfa þó að vera betur nýttar og gerðar í samvinnu við fjarnema. Með auknu samstarfi væri hægt að gera námið skilvirkara og fækka ferðum fjarnema á hverri önn. Auk þess þarf að samstilla námið og jafna þær kröfur sem settar eru á staðnema og fjarnema.
Samræma skyldumætingu Flestir tímar menntavísindasviðs eru með skyldumætingu, 80% eða meira. Þó er lítið hægt að gera ef að tveir skyldumætingartímar lenda á sama tíma. Mörg námskeið eru með skylduferðalög, sem að bitnar þá á öðrum áföngum. Þetta er algjörlega ótækt og þarf breyta. Við búum svo vel að margir tímar eru teknir upp vegna fjarnámsins, svo nemandi ætti að eiga kost á því að bera ábyrgð á sínu námi. Röskva vill því að hægt sé að sinna náminu sínu á þann hátt sem hentar hverjum nemanda. Ef að skyldumæting er staðreynd þarf líka að vera boðið upp á lausnir til þess að koma til móts við þá nemendur sem missa út tíma eða sjá fram á að geta ekki mætt alltaf.
Halda áfram að efla Stakkahlíð með sambærilegri þjónustu og viðburðum og er í Aðalbyggingu Á síðastliðnum vetri hafa viðburðir í Stakkahlíðinni aukist töluvert, sem er frábært. Röskva vill halda áfram að efla Stakkahlíðina á þennan hátt. Meðal annars með því að fá sambærileg ör-námskeið, reglulegri viðburðum og að hægt sé að sækja mikilvæga þjónustu í byggingunni. Mikilvægt er að mögulegt sé að fá staðfesta skólavist í Stakkahlíð og að það sé námsráðgjafi starfandi við sviðið. Einnig viljum við auka samvinnu á milli deilda, það væri hægt með því að hver deild myndi skipuleggja viðburð fyrir aðrar deildir innan sviðsins.
39
Policies
It is important that that students can get confirmation of admission and there is a guidance counselor available. We also want more cooperation between faculties. This could be achieved by every faculty organizing events for the other faculties.
Better access for Stakkahlíð
It is an important issue to Röskva that access be significantly improved in Stakkahlíð. The entrance doors need to be automatic, which they are not at the moment. The environs also need to be more secure, especially when it comes to lighting and ice. All parking spaces should be usable all year round. Students with children should also be taken better care of and accommodated. Bathrooms should be unisex, wherever they are in the building. Access to reading spaces should be guaranteed, spaces where there is silence and students can study in piece. These spaces do not exist as is.
A gym by Stakkahlíð
Röskva wants better opportunities for students in sport and health sciences to study at home. There is a gym by Stakkahlíð but the university mostly rents it out to the city of Reykjavík so students don’t have access to it. The plan is that the university have some use of the building. Röskva will fight to ensure this and that students of the School of Education be given plenty of time there. The gym would benefit all students in the school and would be a welcome addition to the school’s facilities. The gym could also be used for special occations.
Access for distance learning students
The School of Education is lucky enough to have a diverse selection of distance learning programs. The times students are asked to show up do need to be more time efficient, and should be designed in cooperation with distance learning students. With more cooperation, the programs could be made more efficient and the travelling required of distance learning students could be reduced. The courses also need to be synchronized so that the same requirements are made of distance learning students and regular students.
A more visible student spokesperson
Röskva wants the governing council and the Student Council to be more visible within the walls of Stakkahlíð. Particularly when exam time rolls around and during the times when distance learning students are required to attend. These are times when many issues are raised. Issues that students often don’t know where to turn to for solutions. With more visible student spokespeople it would be easier to inform students about the possibility of looking to them for assistance.
Háma in Stakkahlíð should have a comparable selection to the main building
Röskva believes that more diversity is important for Háma in Stakkahlíð. Particularly when it comes to vegans and vegetarians. They also need to take into account the times when distance learning students are required to attend and increase their stock. More water fountains would also be welcome, since after Háma’s closing time, it can get difficult to find good, cold water in the building.
Healthier University
Röskva wants to encourage students to live a healthier lifestyle. Therefore we believe it is important to consider the body posture of students. For example, with sit-to-stand desks students could both stand and sit while working. We also have access to many fantastic students who could organize a diverse selection of courses to improve health.
Standardized compulsory attendance
Most classes at the School of Education have at least 80% compulsory attendance. There are few provisions however, for the times when a student has more than one class at the same time. Many courses have compulsory field trips, which negatively impact other courses. This is unacceptable and needs to change. We are lucky in that many classes are recorded because of the distance learning students, so students should have the choice to take responsibility for their own studies. Röskva wants students to be able to conduct their studies in a way that fits each student. If there is to be compulsory attendance then measures should be taken to allow for compromise with students that miss a class or cannot always attend.
Continuing improvement in Stakkahlíð with comparable events and services to the main building
This last winter, there have been many more events held in Stakkahlíð. Röskva wants to continue these positive improvements. For example, mini-courses and regular events. All important services should be available in the building.
40
Salat hefur aldrei verið svona gott! Borgartún 25 | Smáralind | Reykjavíkurvegi 62
STÚDENTAMIÐLUN
KAFFISTOFUR STÚDENTA STÚDENTAGARÐAR
www.boksala.is
www.studentagardar.is
LEIKSKÓLAR STÚDENTA
facebook.com/Studentakjallarinn
Fjölbreytt og skemmtileg þjónusta á hagstæðu verði fyrir stúdenta við Háskóla Íslands.
Háskólatorgi, 3. hæð Sæmundargötu 4 Sími 570 0700 fs@fs.is www.fs.is
41
Oddvitaávarp menntavísindasviðs Ásthildur Guðmundsdóttir
Mennt er máttur, en þó mismikill máttur eins og við á Menntavísindasviði höfum því miður kynnst, kaldhæðið, en satt. Ósjaldan lendum við í því að þurfa að afsaka námsval okkar. Oft þurfum við að útskýra afhverju í ósköpunum við myndum vilja vinna í því láglaunafeni sem að að menntavísindi leiðir fólk oft í. Langt nám sem leiðir af sér lægri kjör en flestar aðrar háskólagráður. Námið var lengt en launin ekki hækkuð í samræmi við auknar kröfur, hvað er það? Svo finnst fólki undarlegt að á síðastliðnum níu árum hafi nýnemum kennaradeildar fækkað um ríflega helming. Jú og svo eru það allar staðhæfingarnar um það að við munum bara leika okkur í vinnunni, verðum alltaf í fríum og að við séum bara pössunarpíur fyrir börn landsins. Oft er hægt að slá svona staðhæfingum upp í grín eða humma þetta af sér á einhvern hátt. En afhverju eigum við að þurfa þess? Hvenær varð það ásættanlegt að verðleggja suma menntun lægra en aðra? Þetta gæti hljómað galið í eyrum sumra en aðrir brenna fyrir því að efla æsku landsins á allan mögulegan hátt. Kennarar, íþrótta- og heilsufræðingar, tómstundafræðingar, uppeldisog menntunarfræðingar og þroskaþjálfar eru dæmi um þá einstaklinga. Allar þessar stéttir eiga það sameiginlegt að vinna innan menntageira Íslands. Auk þess að vera reglulega undir í kjaraumræðum og kjarabaráttum. En þó á það ekki að vera
stjarnfræðilega ómögulegt fyrir nemendur Stakkahlíðar að búast við mannsæmandi launum í framtíðinni. Við eigum ekki að þurfa að gera ráð fyrir kjarabaráttu í kjölfar kjarabaráttu í þeirri litlu von að eitthvað breytist í okkar starfsframtíð. En til þess að það gerist þarf ýmislegt að gerast. Bæði í samfélaginu og innan veggja Háskólans er ansi margt ábótavant. Við þurfum aukna umræðu og aukna samstöðu. Við þurfum að bera jafna virðingu fyrir námsvali fólks, þrátt fyrir að námið höfði kannski ekki til okkar. Við þurfum að sýna aukin skilning og vanda orðræðu okkar er kemur að mismunandi námi. Það er nefnilega pláss fyrir hæfileika okkar allra, nú þarf að vinna í því að hæfileikar fólks séu jafn mikils metnir. Heimilislega Stakkahlíðin okkar, tillitssömu kennararnir okkar og litla menntavísindafjölskyldan okkar. Allt verður þetta að engu ef að hlutirnir halda áfram eins og þeir hafa gert á síðastliðnum árum. Ef að dásamlega Menntavísindasviðið okkar eigi ekki að vera tómt innan fárra ára þarf drastískar breytingar. Sem að við í Röskvu berjumst fyrir að verði gert. Við viljum beita okkur fyrir auknum kjörum og traustum vinnuaðstæðum að lokinni útskrift. Við teljum að það sé mögulegt, með þeim bótum sem að nefndar eru í stefnumálum okkar, því ekkert er ógerlegt. Þó það taki stundum óþarflega langan tíma.
42
First Place Candidate’s Article Knowledge is power, but not always all that much power as we in the School of Education have felt. Ironic, but true. We often have to excuse our choice of subjects, having to explain why on Earth we would want to work in the swamp of low wages that is Education. High educational requirements for one of the worst paid jobs for university graduates. The length of required study was increased without any corresponding raise in wages, how does that make any sense? Then people act surprised that in the last 9 years the enrollments to the Faculty of Teacher Education have dropped by more than half. Then we have all the claims that we will only waste time fooling around, always on vacation and that we are only babysitters for the country’s children. These claims can be brushed off with a joke or a change of topic, but why should we have to? When did it become acceptable to value some education more than the rest? This might sound silly to some, but many burn with passion to lift up this country’s youth in any number of ways. Teachers, coaches, developmental therapists, and all the other people working in education are examples of these people. All of them are regularly brushed aside when they ask for decent wages and working conditions.
But it should not be an astronomical improbability for the students of Stakkahlíð to expect a decent wage in the future. We should not have to expect fight after fight for better wages and working conditions with almost no hope of any real change for the future. But for this to change a lot needs to happen. There are a lot of problems, both in society and within the university walls. We need more discussion and more unity. We need to respect peoples choice of what to study, even if we don’t find it interesting. We need to show understanding and watch what we say when it comes to degrees not our own. There is plenty of space for all our talents, we just need to work towards appreciating peoples talents equally. Our dear Stakkahlíð, wonderful teachers and our small educational family could all vanish if things don’t change. If our fantastic School of Education is to survive even the next few years, we need some drastic changes. Which is something that Röskva is ready to fight for! We want to make sure that our students can expect security, decent wages, and good working conditions after graduation. We strongly believe that it is possible, with the ideas in our manifesto, because nothing is impossible. Even though it sometimes seems to take forever.
43
Verkfræði- og náttúruvísindasvið Baldur Helgi Þorkelsson
1
Kristjana Björk Barðdal
Umhverfis- og byggingarverkfræði
Iðnaðarverkfræði
Stjórnarmeðlimur Röskvu ‘16-’17 Stjórnarmeðlimur verslunarinnar Verkval ‘16-’17 Nýnemafulltrúi Naglanna, félags umhverfis- og byggingarverkfræðinema ‘14-’15
Formaður stjórnar Ungmennaráðs UN Women ‘16-’17 Ritari stjórnar Femínistafélags Háskóla Íslands ‘16-’17 Nýliðafulltrúi í stjórn Röskvu ‘16-’17
2
Melkorka Mjöll Jóhannesdóttir
Benedikt Traustason
3
Líffræði
Hugbúnaðarverkfræði
Varaformaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema ‘14-’15 Stofnandi Catamitusar, hinseginfélags Menntaskólans í Reykjavík ‘15 Gjaldkeri Samtakanna ‘78 ‘16-’17
Hagsmunaráð Nörd ‘16-’17
4
Marinó Örn Ólafsson Efnafræði Myndbandanefnd Skólafélags Menntaskólans í Reykjavík ‘15-’16
Varamenn
5 Bjartur Snorrason
44
Nils Ólafur Egilsson
Snæbjörn Valur Lilliendahl
Eygerður Jónasardóttir
Veronica Monique Sigrúnardóttir
Málefni
Policies
Nútímalegri kennsluhættir
Modern teaching methods
Mikið af þeim fræðum sem kennd eru á sviðinu hafa haldist óbreytt í áraraðir. Mörg þeirra eru líka ný af nálinni. Röskva vill beita sér fyrir því að gerð verði regluleg úttekt og endurskoðun á kennsluháttum og námsefni innan námsleiða. Það stuðlar að því markmiði að námskeið séu í takt við nútímann, atvinnulífið og fræðin. Eitt af stærstu skrefunum sem hægt væri að taka í áttina að þessu markmiði er upptaka fyrirlestra. Röskva vill aukningu á rafrænum skilum sem er einnig skref til framfara og umhverfisvænni kostur. Nokkur námskeið eru þess eðlis að nemendur læri að nota ákveðin forrit. Dæmi eru um að heilu námskeiðin séu kennd í tölvu en svo er lokaprófið þreytt með blaði og blýanti. Þetta er ótækt og sýnir ekki raunverulega hæfni nemenda sem þurfa að taka upp nýja námsaðferð rétt fyrir lokapróf.
Aðstaða nemenda Röskva vill að allir hafi sömu tækifæri til náms og er því mikilvægt að nemendur á öllum árum hafi aðgang að vinnurými. Að sama skapi mætti bæta aðgengi grunnnema að lesstofu í Öskju. Aðgengi fyrir fatlaða er ábótavant á háskólasvæðinu og þá sérstaklega í VR-ll. Röskva vill hafa byggingarnar aðgengilegar öllum og að opnunartímar mæti þörfum nemenda. Lærdómstími fólks er persónubundinn og er því mikilvægt að byggingar séu opnar á öllum tímum sólarhringsins, ásamt því að allir nemendur ættu að geta fengið aðgang að þeim þegar þeir vilja. Skortur er á skápum í byggingum raunvísindadeilda og Röskva vill að komið verði fyrir skápum í VR-ll. Eftirtektarverður skortur er á fjölbreyttum og næringarríkum mat í sjálfsölum háskólabygginga og okkur þykir mikilvægt að bæta úrvalið eins og að auka vegan mat og fjölga sjálfsölum. Borð- og mataraðstöðu í Tæknigarði (Háma Heimshorn) er ábótavant og vill Röskva bæta vegna skorts á borðplássi.
Aukið samstarf við atvinnulífið Til þess að tryggja að námið í háskólanum sé í tengslum við þarfir samfélagsins viljum við að nemendur geri verkefni sem ber saman við verkefni í atvinnulífinu. Þar að auki vill Röskva að lokaverkefnum innan deildarinnar sem unnin eru í samstarfi við fyrirtæki í atvinnulífinu verði fjölgað. Miklu máli skiptir að nemendur fái tækifæri til þess að beita fræðilegri þekkingu á raunveruleg vandamál. Þar að auki viljum við koma á fót starfsnámi hjá sem flestum deildum. Starfsnám gefur nemendum góðan undirbúning og reynslu fyrir störf á vinnumarkaði og er því mikilvægt að það standi til boða.
Fræðsla nýnema Kynning á réttindum nýnema teljum við ábótavant og vill Röskva að hagnýtar upplýsingar séu aðgengilegri. Miklu máli skiptir að nemendur séu upplýstir um alla þá þjónustu sem þeir hafa aðgengi að og nýti sér hana rétt eins og aðrir nemendur. Háskólinn bíður upp á fjölbreytt úrval af þjónustu eins og t.d. sálfræðiaðstoð, lögfræðihjálp, íþróttahús o.fl.
Many of the subjects taught at the School of Engineering and Natural Sciences have remained unchanged for years. Many of them are also brand new. Röskva wants there to be a regular revision of teaching methods and materials used in programs at the school. This encourages courses to be more in line with modernity, industry, and academic disciplines. One of the possible steps in this direction would be recording lectures. Röskva also wants more focus on electronic means of handing in assignments. This would also be ecologically friendly by cutting down on the number of paper mountains flowing around. Some courses involve students learning to use specific programs. Some of them are entirely computer based except for the final exam, which is an affair of pen and paper. This is absurd and does not reflect the true abilities of students, who have to adopt brand new learning methods just for the final exam.
Student facilities.
Röskva wants equal opportunity education, and so considers it vital that students have access to work spaces, independent of year of study. For example, access to a reading room in Askja for undergraduates. Access for disabled students is still insufficient in the university, especially in VR-II. Röskva wants the buildings to accessible to all, and that opening hours reflect the need of students. Students’ studying time is very personalized and it is important that buildings be open at all hours. Students should also have access to them when they want. There is a lack of lockers in the buildings of the Faculty of Physical Sciences and Röskva wants lockers to be installed in VR-II. There is a noticeable lack of diverse and healthy food in the vending machines at the university and we think it important to improve the selection. For example, more vegan and vegetarian options. The dining facilities in Tæknigarður (Háma Heimshorn) are severely lacking. Röskva wants to see improvements, especially in the number of seating spaces at a table.
Better cooperation with industry
To ensure that the education at the University of Iceland is in lockstep with the needs of society we want students to undertake assignments in line with the problems faced by industry. Röskva also wants more theses and final projects to be done in cooperation with companies. It is vital that students be given opportunities to apply their theoretical knowledge to real world problems. In addition we would like as many faculties as possible to arrange internships. Internships prepare students with the experience they need for jobs in industry and this makes them invaluable.
Information for newly enrolled students
Dissemination of information regarding the rights of new students is lacking and Röskva wants this practical information to be made more accessible. It is important that students be well informed about all the services available to them so they can benefit from it. The university offers a diverse selection of services, like psychological counselling, legal advice, a gym, and more.
45
Oddvitaávarp verkfræði- og náttúruvísindasviðs Baldur Helgi Þorkelsson
,, ... og hugsanlega eiga einhverjir hér inni eftir að hanna og smíða brýr og byggingar, leggja vegi og stýra skipulagi borgarinnar í framtíðinni”. Þessi orð hafa setið í mér síðan ég sat í STÆ 403 í menntaskóla. Á þessum tímapunkti ákvað ég að fara í umhverfis- og byggingarverkfræði. Að vera þátttakandi í uppbyggingu, hönnun og þróun á helstu innviðum landsins og og sjá til þess að allt gangi vel fyrir sig fannst mér hljóma eins og góð leið til að láta gott af sér leiða. Það skiptir miklu máli að geta gert eitthvað fyrir samfélagið, að leggja sitt af mörkum. Eftir því sem lengra líður á námið og maður kynnist fólki af ólíkum námsleiðum innan verkfræði- og náttúruvísindadeildarinnar áttar maður sig á því að þessi orð geta átt við um allar námsleiðir deildarinnar. Hvort sem að um er að ræða stærðfræði, líffræði, tölvunarfræði, jarðfræði eða aðrar námsleiðir. Þær eru ólíkar en eiga það allar sameiginlegt að taka þátt í að þróa og mynda grunnstoðir samfélagsins. Deildin er vel rekin og stjórnendur hennar eiga skilið lof fyrir. Það er hins vegar alltaf hægt laga og bæta. Breytingar á tímasetningu upptökuprófa haustannar er gott
dæmi um breytingar sem ég tel að eigi eftir að hafa góð áhrif á deildina. Stundarkennurum í eðlisfræði I var fjölgað á síðustu haustönn þannig að nemendur áttu auðveldara með að nálgast kennara námskeiðsins. Þetta eru mjög jákvæðar breytingar og frábært að sjá að verið er að gera deildina betri. Gott dæmi um málefni sem einnig kæmu stúdentum vel eru t.d. upptökur á tímum, betri tenging við atvinnulífið, fleiri tækifæri til nýsköpunar og að færa námið nær nútímanum. Hægt væri að bæta aðstöðuna með skápum í VR2, setja hjólaskýli við flestar byggingar, bæta les- og hópaaðstöðu í t.d. Öskju, svo dæmi séu tekin. Við getum lagt okkar af mörkum til þess að gera deildina sem besta á hverjum tíma með því að halda áfram að þróa hana og koma með hugmyndir sem gagnast öllum. Ávinningur þess er að námið verður bæði skemmtilegra og ánægjulegra fyrir nemendur sem eiga svo að útskrift lokinni sinn þátt í því að skapa innviði og uppbyggingu samfélagsins. Ef það er eitthvað sem þú sérð að mætti betur fara í starfsemi deildarinnar þá viljum við vita af því og koma því í verk til að gera deildina og námið betra.
46
First Place Candidate’s Article “ … and perhaps some of you will go on to design and construct bridges and buildings, lay roads or manage urban planning in the future.” These words have stayed with me since I attended math 403 in upper secondary school. It was at this point I decided to pursue Civil and Environmental Engineering. To me, participating in the construction, design and development of the country’s main infrastructure and ensuring that everything runs smoothly sounded like a fine way of doing some good in the world. It is important to be able to contribute to society, to do your part. As you get further into your studies and become acquainted with people in different courses of study within the School of Engineering and Natural Sciences you begin to realize that these words can apply to any of the programmes offered within the department. Whether the case be mathematics, biology, computer sciences, geology or other programmes. While they are different they all have it in common that they partake in developing and forming the foundation of society. The department is well run and its administration deserves recognition for this. However, there is always room for improvement. The changes to the timing of the fall semester makeup
exams period is a good example of a change that I believe will have good impact on the department. The number of part-time teachers in physics I was increased last fall semester so students can more readily and easily access teachers in the course. These are very positive changes and it is fantastic to see that the department is being improved. Good examples of issues that would benefit students are e.g. class recordings, a better connection to the industry, more opportunities for innovation and bringing the studies closer to the present. The facility could be improved by installing lockers in VR2, putting bike shelters by most buildings, improving reading and group work spaces in Askja for example, just to name a few. We can do our part to make the department the best that it can be at any point in time by continuing to develop it and putting forward ideas that are useful to everyone. The benefit is that the programme becomes both fun and enjoyable for the students who, after graduation, will be involved in the creation of infrastructure and the development of society. If there is anything you think can be improved in the operations and activities of the department we want to know about it so that we can make the department and education programmes better.
47
The Woolen Curtain: Keeping Foreign Students Out Stefan Hermanowicz
Class Availability and Appeal of Studying at the University of Iceland
Language of instruction is obviously one of the first factors someone takes into account when considering studying abroad in another country. The English version of the Háskóli Íslands website boasts that the University has “opportunities for study and research in over 400 programs spanning most fields of science.” Going through UGLA for the 2016/2017 academic year, HÍ is offering a total of 152 undergraduate classes, and 163 graduate level courses across all five schools with English as the language of instruction, notably less than the 400 programs. Further, this year’s offering in health sciences is 0 undergraduate and 13 graduate level courses taught in English. It’s worth noting that internationally more than 80% of academic publications are published in English. There is a lot of value in Icelandic culture, specifically in the Icelandic language with its historic and linguistic value, and the continual publication of new Icelandic literature, music and film. Globalisation is an obvious threat to languages spoken by small populations (insert link to research on language extinction rates), and we must be careful not to facilitate the gradual loss of the Icelandic language. However, we must also consider the best interests of the students - both Icelandic and foreign - in order to be competitive in obtaining further educational and work opportunities in the international marketplace. Upper level bachelors and masters students in STEM must be able to communicate effectively in English about their areas of expertise. Looking again at the HÍ website they have claimed since 2006 that their goal is to enter the top 100 universities in the world. HÍ currently has roughly 1,200 international students of the university’s total 13,300 or 9%. Going through the Times Higher Education Top 100 World Universities you’ll find that only 5 of the top 100 have less than 10% international students. Foreign students bring unique perspectives and skills that may be attractive to a quality international university. If HÍ aims to attract talented foreign minds, both for teaching and learning, then something must be done about class and program availability in English.
Learning Icelandic
If Icelandic is maintained as the primary language of instruction at HÍ, then the university must dramatically
increase the availability of Icelandic classes to foreign students. From my own experience when I tried to register for the Icelandic as a second language classes, I was denied because of my enrollment in another program. If you are registered in any other program aside from the B.A. in Icelandic as a second language the University’s only offering is a one year diploma program with classes 4 times a week for nearly 5 hours in the middle of the day and you are then strictly prohibited from continuing past one year of Icelandic. The other option offered is a single semester introductory class, also with no option of continuation. Foreign students in other disciplines who are interested in learning the language are forced to look to expensive alternatives for Icelandic education which are often located far outside the city center, meaning even less incentive to learn. To remedy this the university should offer evening courses to foreign students. The way to save the Icelandic language is to teach as many people as possible and not make them jump through as many obstacles as possible.
Self-Enforced Brain Drain
Another puzzling issue for foreign students is their ability to attain visas. Non-schengen resident’s student visas expire within days of graduation and they must then immediately leave the country. Workplaces can give specialist visas but only after advertising the job for 3 months and having no suitable EU citizen apply. It is especially nonsensical to kick out students finishing graduate level degrees. The University has spent time and resources training these people to be experts in their given field and then they are promptly kicked out of the country taking all of their education and expertise with them. There is precedent in other countries to give a year visa following your education to allow time to find appropriate work. For example in the Netherlands an “orientation” visa is granted for a year following completion of your studies . This helps the country retain the talents of the people it educates rather than spend the resources and gain no benefit. Additionally, a recent study in the Netherlands showed that foreign graduates contributed 1.57 billion euros to the Dutch economy. While the University itself is not directly responsible for visa laws, it should apply pressure on the Icelandic government to help fix these laws and create increased incentive for foreign students to come to Iceland, which should ultimately benefit Icelandic society and workplaces.
48
H O T E L
Stúdentalykill Orkunnar • 15 kr. afsláttur á afmælisdaginn • 10 kr. fyrstu 5 skiptin • 8 kr. á Þinni stöð • 6 kr. á Orkunni og Skeljungi
• Mánaðarlegur ofurdagur, bara fyrir stúdenta • Afsláttur hjá yfir 20 samstarfsaðilum • Auk þessa styrkir þú þitt nemendafélag og SHÍ
Þú nálgast hann á www.orkan.is/studentarad 49
Topp 10 hlutir sem Röskva hefur framkvæmt á árinu! Röskva tók skýra afstöðu í LÍN málinu og krafðist þess að allir stúdentar kæmu vel út úr frumvarpinu, ekki einungis meirihluti. Röskva tók þátt í því að upptökupróf eru tekin í janúar á Verkfræði- og Náttúruvísindasviði. Röskva kom því í farveg að fulltrúar nemenda í Háskólaráði, æðsta ráði Háskólans, séu kosnir lýðræðislega eftir að hafa barist fyrir því að slíkt yrði gert í haust sem var þó fellt af meirihluta. Röskva stóð að þeirri breytingu að transstúdentar geti breytt um nafn í Háskóla Íslands. Röskva hélt áfram að berjast fyrir því að gera kynjafræði að aðalgrein sem er nú komið inn á borð stjórnmálafræðideildar eftir að stúdentaráðsliðar Röskvu lögðu könnun fyrir framhaldsskólanema um áhuga þeirra á kynjafræði. Röskva kom sjálfsölum í Læknagarð. Röskva setti af stað flokkunarátak þar sem hengdar voru upp myndir sem útskýra hvernig flokka ætti kaffimál. Það leiddi af sér samstarf við umhverfisstarfsmann HÍ um hvernig betur mætti fara að flokkun í Háskólanum. Rætt var við starfsmenn um að fjölga þyrfti moltutunnum og var það gert. Röskva tók þátt í herferð sem var nefnd ,,Undirfjármögnun Háskólans” og hratt af stað greinaskriftarátaki.Meðal greinahöfunda var Eliza Reid og Vigdís Finnbogadóttir. Röskva tók þátt í því að koma vatnsvél í Öskju Röskva gagnrýndi léleg vinnubrögð skrifstofu SHÍ eftir að formaður stúdentaráðs sagðist lítast vel á LÍN frumvarpið án þess að hafa séð frumvarpið.
50
Top 10 things Röskva has done this year Röskva had a clear policy for the Student Loan Fund, demanding the last bill be analyzed and that it should go much further in ensuring a better outcome for all students. Röskva pursued that makeup exams would be held in January for the School of Engineering and Natural Sciences. Röskva ensured that students’ representatives to the Governing Council of the University of Iceland would be democratically elected after trying to get it done this fall but being thwarted by the majority party in the Student Council. Röskva made it able for trans students to change their name in the University of Iceland. Röskva kept up the pressure to make gender studies a major program, something that is now on the table for the Faculty of Political Science. This is after Röskva surveyed the interest of high school students about their interest in gender studies. Röskva put up vending machines in Læknagarður Röskva started a waste sorting effort, starting with clear posters about the sorting of coffee cups, which lead to cooperation with the university’s environmental officer about better waste sorting in the university. Röskva talked to staff about adding more bins for organic waste. Which they did. Röskva started a campaign, called the underfunding of the University, where the School of Humanities ran an article writing effort on the issue. Among those participating was Eliza Reid, the wife the president of Iceland, and Vigdís Finnbogadóttir, former president of Iceland. Röskva put up a water dispensing machines in Askja. Röskva critiqued the poor operating methods of the office of the Student Council after the president of the council publicly stated his positive opinion of the bill without having seen it. 51
52