Stúdentablaðið - október 2017

Page 1

STÚDENTABLAÐIÐ 2017-2018

LÍN-FRUMVARPIÐ Á NÁNAST SAMA STAÐ OG FYRIR ÁRI

– Viðtal við Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra og þingmann Sjálfstæðisflokksins.

tÖLUBLAÐ #1

október 2017

NEYÐARÁSTAND Á HÚSNÆÐISMARKAÐNUM

– Neyðarástandið á íslenska húsnæðismarkaðnum bitnar einna helst á ungu fólki.

KJÓSUM MENNTUN!

– Stúdentablaðið lagði nokkrar spurningar fyrir flokkana um stefnu þeirra er varða háskólana og málefni stúdenta.

Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands


Ritstjóri:

Ingvar Þór Björnsson

Útgefandi:

Stúdentaráð Háskóla Íslands

Ritstjórn:

Alexandra Ýr Van Erven Hjalti Freyr Ragnarsson Ingvar Þór Björnsson Karítas Sigvaldadóttir Lísa Björg Attensperger Marta María Arnarsdóttir Ragnhildur Þrastardóttir Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir Þorgerður Anna Gunnarsdóttir

Yfirumsjón með þýðingum : Julie Summers

Prófarkalestur:

Marta María Arnarsdóttir

Ljósmyndir:

Karítas Sigvaldsdóttir

Hönnun og umbrot :

Iona Sjöfn Huntingdon-Williams

Prentun: Litróf

Upplag:

1.500 eintök www.studentabladid.is /studentabladid /Studentabladid

Verkís er einn af stuðningsaðilum Stúdentablaðsins 2017-2018

2


Efnisyfirlit 5 Ritstjórapistill: Kosningar og neyðarástand á húsnæðismarkaði 6-7 Formaður SHÍ: Traðkað á stúdentum 8-9 Jafnréttisdagar 10-11 Komdu í kaffi og taktu þátt í annars konar samfélagi 12-14 Lín-frumvarpið á nánast sama stað og fyrir ári: Viðtal við Kristján Þór júlíusson 16-17 Svefn og heilbrigðar svefnvenjur 18-20 Orðræða í dulargervi afþreyingar 22-25 Airwaves 2017: Ferskur blær 26-29 Neyðarástand á húsnæðismarkaðnum 30 Óvenju óríental háskólamarkaður 32-33 1984 árið 2017 34-37 Kjósum menntun: Spurningar til stjórnmálaflokkanna 38-39 Ljóðasamkeppni Stúdentablaðsins 40 Fjölnota í Hámu 42-43 Októberfest 2017 44-46 Húsnæðismálin gleymdust í stjórnarsáttmálanum: Viðtal við Þorstein Víglundsson, félags- og jafnréttismála-ráðherra 48-49 Að blæða út 50-51 Uppskrifahorn efnalitla námsmannsins 52-54 Leyndasta gersemi Reykjavíkur: Mengi 55 Herborgarviðtal 56-57 Innblástur: Jóhann Kristófer 58-59 „Við erum öll með eins hjörtu“ 60-62 Innlit á Garðana 63 Húsnæðiskreppan: Séð með augum skiptinemandans 64 Hvers virði er móðurmálið? 66-67 Virðingarvottur við Sigurð Pálsson

3


Ljósmynd/ir – Photo/s: Karítas Sigvaldadóttir

FÓLKIÐ Á BAKVIÐ BLAÐIÐ

Alexandra Ýr Van Erven

Hjalti Freyr Ragnarsson

Ingvar Þór Björnsson

Julie Summers

Karítas Sigvaldadóttir

Lísa Björg

Marta María Arnarsdóttir

Ragnhildur Þrastardóttir

Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir 4

Þorgerður Anna Gunnarsdóttir


Ljósmynd/ir – Photo/s: Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir

Þýðing / Translation: Julie Summers

Kosningar og neyðarástand á húsnæðismarkaði Elections and the housing market crisis RITSTJÓRAPISTILL: Ingvar þór björnsson Á Íslandi er sífellt stærri hópur landsmanna sem getur ekki komið sér þaki yfir höfuðið. Sex af hverjum tíu einstaklingum á aldrinum 20 til 24 ára búa enn í foreldrahúsum og þá hefur fólki á aldrinum 2529 ára, sem býr enn í foreldrahúsum, einnig fjölgað á síðustu árum. Frá árslokum 2010 hefur húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 78 prósent og leiguverð hefur á sama tíma hækkað um 64 prósent. Hvergi í heiminum hækkaði húsnæðisverð meira á milli áranna 2015 og 2016 en á Íslandi. Það neyðarástand sem skapast hefur á húsnæðismarkaði kemur einna verst niður á ungu fólki. Íslendingar undir þrítugu hafa setið eftir í kaupmáttaraukningu á síðustu áratugum. Kaupmáttur þessa hóps jókst um níu prósent á árunum 1990-2014 á meðan að kaupmáttur 30-64 ára jókst um 52 prósent á sama tíma. Fólk yngra en þrítugt hefur notið hér um bil engrar kaupmáttaraukningar undanfarin ár á meðan ráðstöfunartekjur þeirra sem notið hafa mestrar kaupmáttaraukningar hafa aukist um þriðjung.

Af hverju sitja stúdentar og háskólarnir þá alltaf á hakanum? Byggt er allt of lítið af húsnæði til að sinna eftirspurn og ekki bætir úr skák að mikið af því sem er byggt er í verðflokkum sem þeir sem eru í mestu neyðinni hafa ekki efni á. Það er því nauðsynlegt að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að bregðast við vandanum og koma til móts við ungt fólk. Enn og aftur göngum við til kosninga. Sjaldan hafa kosningar snúist jafn lítið um málefnin og jafn mikið um frambjóðendurna. Loforðaflaumurinn er þó langur en stefnumálin oft eins og brú án stólpa. Margir flokkar hafa lofað því að forgangsraða í þágu stúdenta og háskólanna en háskólastigið er komið að þolmörkum vegna undirfjármögnunar. Í skýrslu frá Evrópusambandinu kemur skýrt fram að hver einasta evra sem sett er í menntun og rannsóknir skilar sér fimmföld til baka til samfélagsins. Af hverju sitja stúdentar og háskólarnir þá alltaf á hakanum? Stúdentablaðið lagði nokkrar spurningar fyrir flokkana um stefnu þeirra er varða háskólana og málefni stúdenta til að fá betri mynd af því sem verður á boðstólum. Fyrsta tölublað Stúdentablaðsins er hér með komið út. Yfirskrift þess er húsnæðismál og kosningar en rík áhersla verður lögð á þessi mál í þessu fyrsta tölublaði skólaársins. Mikil vinna er að baki blaðsins og hafa fjölmargir tekið þátt á einn eða annan hátt. Ég vona innilega að þið hafið gagn og gaman af blaðinu. ■

In Iceland, there’s an ever-growing group of people who can’t afford to put a roof over their heads. Six of every ten individuals between the ages of 20 and 24 still live with their parents, and the number of 25- to 29-year olds who still live at home has also increased in recent years. Since the end of 2010, real estate prices in the greater capital area have risen by about 78 percent, and in that same time, the cost of renting has increased by about 64 percent. Nowhere else in the world did real estate prices rise as much between 2015 and 2016 as they did in Iceland. The housing market is in crisis, and the situation weighs particularly heavily on young people. Though purchasing power has increased for many demographics in the last decades, Icelanders under 30 have fallen behind. Their purchasing power increased about nine percent from 1990 to 2014, while the purchasing power of 30- to 64-year-olds increased by 52 percent in the same period. People under 30 have seen just about zero increase in purchasing power the past few years, while those who have the most purchasing power have seen their disposable income increase by a third. The supply of new housing is not nearly enough to meet the demand, and it doesn’t help that much of what is built is out of the price range of those who have the greatest need. The government must do everything in its power to deal with this problem and meet young people halfway. Once again, we find ourselves heading to the polls. Rarely has an election focused so little on the issues and so much on the candidates. Politicians make endless promises, but all too often their policies are like houses built on sand. Many parties have promised to prioritize students and universities. Higher education is reaching a breaking point due to severe underfunding. A European Union report clearly shows that every single Euro invested in education and research ultimately produces a fivefold return for society. So why are students and universities always neglected? To get a better picture of our choices in this election, the Student Paper asked representatives of several political parties a few questions about their plans regarding higher education and other topics pertinent to students. The themes for this first issue of the school year are housing and the election. In the following pages, the Student Paper will shine a spotlight on these topics. A great deal of work has gone into the publication and countless people have contributed in one way or another. I sincerely hope that you find the paper interesting and informative. ■

5


Þýðing / Translation: Julie Summers

Ljósmynd/ir – Photo/s: Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir

Traðkað á stúdentum Trampling Student Interests formannsPISTILL: Ragna Sigurðardóttir formaður Stúdentaráðs Háskóla Ísland – Student Council Chair, University of Iceland Haustið er loksins komið. Gul, rauð og brún laufblöð hafa fallið víðsvegar um háskólasvæðið. Í kaldri októberbirtunni er ekkert betra en að stíga á þurr laufblöðin og heyra viðkvæmu stilkana brotna. Bráðum kemur hins vegar veturinn, laufblöðin hverfa með blautum, köldum útsynningi og lokapróf taka við hjá kaffiþyrstum stúdentum sem virðast bara nýsestir í hörðu stólana í lesstofunum á Háskólatorgi.

Autumn is finally here. The campus is covered with yellow, red, and brown leaves. On these cold, bright October days, there’s nothing better than hearing the crunch of dry leaves underfoot. But winter is coming soon. The leaves will be carried off by wet, cold southwesterly winds. Students who seemingly just sat down in hard reading room chairs at the beginning of the semester will drink one cup of coffee after another as they prepare for final exams.

Haustið hefur verið annasamt og Stúdentaráð Háskóla Íslands, SHÍ, hefur hrint ýmsu í framkvæmd á þeim mánuðum sem eru liðnir síðan nýtt ráð tók við í mars. Í vor náðum við að þrýsta á háskólann að draga til baka skerðingu á opnunartíma skólans þannig að opnunartíminn sem var styttur verulega í byrjun febrúar fór aftur í venjulegt horf yfir prófatímabilið síðastliðið vor. Með miklum þrýstingi höfum við einnig náð að snúa við opnunartímanum í vetur, þannig að framvegis verður opið á sunnudögum, ólíkt því sem stóð til upphaflega. Staðan er því miður þannig að eins og með laufblöðin er oft traðkað á stúdentum og að sjálfsögðu að þeim óspurðum.

The autumn has been busy, and the University of Iceland’s Student Council (SHÍ), has made progress on several fronts since taking office in March. At the Student Council’s urging, opening hours in university buildings, which had been significantly reduced in early February, were extended back to normal hours this spring, just in time for final exams. After considerable lobbying, we’ve also succeeded in securing expanded hours this winter. From now on, campus buildings will be open on Sundays. But unfortunately, just like the autumn leaves, student interests are often trampled.

Hlutverk Stúdentaráðs er meðal annars að þrýsta á að sú staða verði leiðrétt, og við gerum það á ýmsum vettvangi. Samhliða baráttu fyrir leiðréttum opnunartíma bygginga höfum við þrýst á aukinn aðgang að byggingum háskólans með aðgangskortum nemenda. Unnið er að því að frá og með áramótum verði nemendum mögulegt að nýta aðgangskortin sín til að komast inn í Háskólatorg utan almenns opnunartíma, auk einnar heimabyggingar að eigin vali. Stúdentum er þó ekki aðeins mikilvægt að hafa aðgang að lærdómsaðstöðu. Aðgangur að húsnæði getur verið nauðsynlegur fyrir nemendur sem koma í Háskóla Íslands til að stunda nám. Þeirra á meðal eru nemendur sem koma erlendis frá og utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrir suma nemendur sem búa á höfuðborgarsvæðinu skiptir sköpum að hafa aðgang að húsnæði utan síns heimilis, vegna slæmra heimilisaðstæðna. Fjöldi stúdentaíbúða heldur hins vegar engan veginn í við eftirspurn og fjöldi nemenda hefur þurft að hætta við nám við Háskóla Íslands vegna skorts á húsnæði. Því er það forgangsatriði í baráttu stúdenta að húsnæði fyrir stúdenta verði byggt á og í nálægð við háskólasvæðið. Margir segjast hafa samúð með þessu sjónarmiði en standa ekki í fæturna þegar kemur að því að framkvæma. Sem dæmi um það má nefna að Félagsstofnun stúdenta hefur eytt um 30 milljónum króna í hönnun á stúdentahúsnæði sunnan við Gamla Garð sem upphaflega var byggður af stúdentum árið 1930 og tekinn í notkun árið 1934. Minjastofnun hefur gert athugasemdir við byggingu á

6

Among other things, the Student Council’s role is to lobby for this situation to be rectified, and we do that in various ways. Alongside the battle for restored opening hours, we’ve also lobbied for increased access to campus buildings with student access cards. The goal is that from the beginning of January, students will be able to use their access cards to enter the University Center outside regular opening hours, as well as one individual department building of their choice. But access to campus facilities is not the only matter of importance to students. Access to housing options can be critical for University of Iceland students, particularly those who come from outside Reykjavík or from overseas. Even for some students who live in the capital area, access to student housing options is important due to less than ideal conditions at home. But the supply of student housing doesn’t come close to meeting the demand, and a large number of students have had to give up their studies due to lack of housing. So one of the priorities in the battle for student interests is providing housing on campus and in the surrounding areas. Many say they understand the problem and sympathize, but then drag their feet when it’s time to take action. For example, Student Services (FS) has spent about 30 million ISK designing a new dorm building to be constructed south of Gamli Garður, a residence hall originally built by students in 1930 and opened for use in 1934. Quite late in the planning process, the Cultural Heritage Agency of Iceland spoke up and demanded that FS abandon their plans to build on this site. The rector has already signed an agreement greenlighting the


þessum reit nú talsvert seint í ferlinu og krefst þess að hætt verði við byggingu á reitnum. Rektor háskólans hefur þegar skrifað undir samkomulag þess efnis að byggja stúdentaíbúðir á þessum reit. Nú er hins vegar útlit fyrir að hætt verði við framkvæmdir á reitnum, fái Minjastofnun að ráða. Það er kaldhæðnislegt að hugsa til þess að stúdentum verði nú, 73 árum eftir að fyrstu stúdentagarðarnir voru teknir í notkun, bannað að byggja við þá til að halda í við fjölgun stúdenta við háskólann. Árið 1933-34 voru skráðir nemendur við Háskóla Íslands 1601 en herbergin á Gamla Garði 45. Fyrstu stúdentagarðarnir þjónustuðu því tæplega 30% nemenda við háskólann þegar þeir voru teknir í notkun. Í dag eru nemendur við Háskóla Íslands 12.99222 og fjöldi stúdentaíbúða á vegum Félagsstofnunar stúdenta um 1.200. Um 9% nemenda við Háskóla Íslands fá því stúdentaíbúð á Görðunum. Í hverjum mánuði fara stúdentar þó frá Félagsstofnun í öngum sínum vegna þess að þeir fá ekki úthlutað húsnæði, hvort sem það eru grunnnemar, meistaranemar eða doktorsnemar og hvort sem þeir eru íslenskir eða erlendir nemendur í leit að húsnæði, sem er forsenda þess að þeir geti stundað nám. Við í Stúdentaráði höfum, síðan við tókum við, fundað ítrekað með borgarstjóra, forystu háskólans, Félagsstofnun stúdenta og að auki setið fundi með fráfarandi velferðar- og húsnæðismálaráðherra um húsnæðismál stúdenta. Margir hafa sýnt okkur skilning. Það er hins vegar ótækt að jafn brýn uppbygging og bygging nýrra stúdentaíbúða frestist. Þörf er á framtíðarstefnu um skipulag á háskólasvæðinu en það þýðir ekki að stúdentaíbúðir eigi að mæta afgangi, hvað þá þegar vinnu við undirbúning uppbyggingar er nánast lokið. SHÍ er hvergi nærri hætt að láta í sér heyra varðandi þennan málaflokk og mun halda áfram að þrýsta á háskólann, borgaryfirvöld og stjórnvöld að standa við áform um nauðsynlega uppbyggingu stúdentaíbúða. Á sama tíma berst SHÍ fyrir bættri fjármögnun háskólans, aukinni sálfræðiþjónustu fyrir nemendur innan hans og aukinni aðkomu nemenda að nýju LÍN frumvarpi. Vegna þrýstings frá SHÍ hefur fráfarandi mennta- og menningarmálaráðherra skipað tvo fulltrúa nemenda í starfshóp um nýtt LÍN frumvarp sem er bót frá gerð síðasta frumvarps þar sem enginn nemandi átti fast sæti í hópnum sem samdi frumvarpið. Þessu hefur Stúdentaráð áorkað hingað til og önnin er bara rétt að byrja. Stúdentaráð vinnur nú að endurskoðun laga ráðsins, heildrænni stefnu fyrir Stúdentaráð, ársskýrslu og ársreikningi ráðsins sem hafa ekki verið birt síðan 2014, verklagsreglum fyrir sviðsráð, stjórn og skrifstofu ráðsins og ýmsu öðru sem snertir innra starf þess. Í fyrsta skipti síðan 2012 munu nemendur kjósa fulltrúa þeirra í háskólaráði, æðsta ákvörðunarvaldi háskólans, og ráðið vinnur nú að framkvæmd þeirra kosninga í samstarfi við Reiknistofnun Háskóla Íslands. Það er því nóg á döfinni og enn meira verður á dagskrá þegar vorið tekur við. Við höldum áfram að standa vörð um hagsmuni stúdenta á næstu vikum og mánuðum. Við hvetjum þig til að hafa samband ef þú telur að brotið sé á þínum rétti og við tökum líka glöð við nýjum hugmyndum að leiðum til að bæta hag stúdenta. ■

Heildartölur skráðra nemenda frá 1911. Sótt 9. október 2017 af heimasíðu Háskóla Íslands: https://www.hi.is/kynningarefni/ nemendur. 1

20. febrúar 2017: Heildartölur. Sótt 9. október 2017 af heimasíðu Háskóla Íslands: https://www.hi.is/kynningarefni/nemendur 2

project, but now it looks like the plan will be halted, at least if the Cultural Heritage Agency gets its way. It’s ironic that today, 73 years after the first student residence opened, students are forbidden from building next to it in order to keep up with the needs of a growing student body. In 1933-34, there were 1602 students enrolled at the University of Iceland and 45 rooms in Gamli Garður. So the first residence hall initially served less than 30% of the student body. Today, there are 12,9922 students at the University of Iceland and Student Services offers about 1200 rooms and apartments for students, which means there’s only enough room for about 9% of students. Every month, students leave the Student Services office in desperation after hearing there’s no place for them in student housing. It doesn’t matter whether they’re undergraduates, master’s students or doctoral students, or whether they’re Icelandic or foreign; if they can’t find suitable housing, they can’t study at the University of Iceland. Since taking over this spring, the Student Council has repeatedly met with the mayor, university leadership, and Student Services, and in addition has attended meetings about student housing with the outgoing Minister of Welfare and Housing. Many have expressed their understanding. But delaying something as urgent as the construction of new student housing is unacceptable. There is certainly a need for a policy regarding future development on campus, but that doesn’t mean that student housing should be put on the back burner, especially when the planning phase is almost complete. SHÍ is nowhere near finished making noise about this issue and we’ll continue to lobby the university, municipal authorities, and the government to support plans for the construction of muchneeded student housing. At the same time, SHÍ is fighting for increased university funding, expanded psychological services, and additional student input on new student loan regulations. As a result of the Student Council’s lobbying efforts, the outgoing Minister of Education, Science, and Culture has appointed two student representatives to a team drafting the new loan regulations – definitely a step in the right direction, considering no student held a permanent seat on the committee that drafted the previous version. The Student Council has already accomplished all this, and the semester is just beginning. We’re now currently working to reexamine our bylaws; create a comprehensive agenda; put together an annual report and an annual financial statement, neither of which has been published since 2014; create procedural guidelines for department councils, leadership, and the Council’s office; and improve the Council’s internal operations. For the first time since 2012, students will elect representatives to the University Council, the highest decision-making power in the University. The Student Council is currently working with computing services to plan those elections. So there’s more than enough going on these days, and there will be even more on the agenda by the time spring rolls around. We’ll continue to protect student interests in the coming weeks and months. We encourage you to get in touch if you think your rights have been violated. We’re also always happy to hear new ideas as to how we can better serve students. ■ Total number of students enrolled, 1911. Accessed 9 October 2017 from the University of Iceland home page: https://www.hi.is/ kynningarefni/nemendur. 2 20 February 2017: Totals. Accessed 9 October 2017 from the University of Iceland home page: https://www.hi.is/kynningarefni/ nemendur. 1

7


Grein / By: Ragnhildur Þrastardóttir

Þýðing / Translation: Lísa Björg Attensperger

JAFNRÉTTISDAGAR EQUALITY DAYS

“I didn’t find a space for people like me within the Icelandic language“

Eins og margir tóku eflaust eftir voru salerni Háskólatorgs töluvert áhugaverðari en gengur og gerist dagana 9.-20. október. Ljóð og smásögur höfðu verið hengd upp á veggi salerna Háskólatorgs sem greindu frá erfiðleikum fólks, sem fellur ekki undir hin stöðluðu hugtök kona eða karl, við að velja sér salerni. Listræna salernistjáningin er hluti af Jafnréttisdögum sem er samstarfsverkefni allra háskóla hérlendis. Á þessum dögum getur fólk látið í sér heyra og gefið öðrum tækifæri til að fræðast. Þeir eru liður í að útrýma fáfræði og fordómum og koma af stað vangaveltum um hvað sé „eðlilegt“. Meðal þess sem Jafnréttisdagar tækluðu var kynseginfræðsla, umfjöllun um forréttindi, kynferðisofbeldi og ábyrgð stofnana, intersex, feðraveldið og kynjajafnrétti í framhaldsskólum. Valgerður Hirst Baldursdóttir, formaður Jafnréttisnefndar SHÍ sat fyrir svörum um Jafnréttisdaga, eðli þeirra og tilgang.

As many probably noticed, the bathrooms at the University Center were a little more interesting than usual from October 9-20. The walls were decorated with poems and short stories sharing the experiences of people who do not identify with being either male or female, and the challenge they face when it comes to choosing a bathroom. This expressive bathroom art is a part of Equality Days, a collaborative project among all universities in Iceland. During these days, people are given a chance to speak up and others are given the opportunity to learn. The goal is to work toward eliminating ignorance and prejudice and get people to reflect on what is considered “normal.” Among other things, Equality Days tackles issues like genderqueer education, discussion of privilege, sexual abuse and businesses responsibility when it comes to prevent and report it, intersexuality, the patriarchy, and gender equality in high schools. Valgerður Hirst Baldursdóttir, chair of the Student Council’s Equality Committee, answered some questions about Equality Days, their nature and purpose.

Hvaða ár byrjuðu Jafnréttisdagar? Þeir byrjuðu 2009 og er þetta í níunda skiptið sem þeir eru haldnir en í þriðja skiptið sem allir háskólarnir taka þátt.

What year were Equality Days first held? They started in 2009, so this is the 9th time they’ve been held, but the third time that all the universities have participated.

„Það er frekar verið að taka fleiri hópa inn í myndina þegar talað er um jafnrétti, ekki bara jafnrétti kvenna og karla, sem er stórt skref í rétta átt“ Finnst þér jafnréttisbaráttan á Íslandi hafa breyst mikið á síðustu árum, og ef svo er, á hvaða hátt? Jafnréttisbaráttan hérlendis hefur tekið gífurlegum breytingum á mjög stuttum tíma. Það eru miklu fleiri

8

„Ég fann ekki pláss fyrir fólk eins og mig í íslenskunni“

hópar að koma sér í sviðsljós mannréttindabaráttunnar og láta í sér heyra. Það hefði ekki verið jafn sjálfsagt að kynsegin manneskja væri í sjónvarpinu í fréttatíma að ræða mikilvægi kynlausra klósetta í mjög vel unnu viðtali fyrir nokkrum árum. Það er frekar verið að taka fleiri hópa inn í myndina þegar talað er um jafnrétti, ekki bara jafnrétti kvenna og karla, sem er stórt skref í rétta átt. Hvaða þýðingu hafa Jafnréttisdagar fyrir þér? Jafnréttisdagar eiga að stuðla að vitundarvakningu starfsfólks og nemenda innan Háskóla Íslands. Þeir skipta miklu máli af því að þeir gefa ákveðnum minnihlutahópum færi á að vekja athygli á sér og sínum baráttumálum á mjög opinberum vettvangi. Það að gefa minnihlutahópum rödd og stjórn yfir sínum eigin málefnum skiptir öllu máli og þess vegna elska ég Jafnréttisdaga.

“There are so many more groups coming into the spotlight of the fight for human rights and making their voices heard“ Do you think that the fight for equality in Iceland has changed much over the last couple of years, and if so, in what way? The fight for equal rights has changed drastically in a short amount of time. There are so many more groups coming into the spotlight of the fight for human rights and making their voices heard. A few years

ago, it wouldn’t have been as common to see a genderqueer person on the news, talking about the importance of gender-neutral bathrooms. More groups are being brought into the conversation about equality, it’s not just about equality between men and women, which is a big step in the right direction. What do Equality Days mean to you? Equality Days are meant to promote awareness among students and staff of the University of Iceland. They matter because they give certain minority groups the opportunity to draw attention to themselves and what they’re fighting for in a public domain. Giving minority groups a voice and control over their own matters is important and that’s why I love Equality Days. The Student Council’s Equality Committee, what are its goals and projects? We decided to focus on a few big projects this year. Our focus is on accessibility to the Student Cellar, which


Ljósmynd/ir – Photo/s: Kristinn Ingvarsson

Jafnréttisnefnd SHÍ, hver eru markmið og verkefni hennar? Við ákváðum að reyna að einbeita okkur að fáum, en stórum, verkefnum þetta árið. Við erum að leggja áherslu á aðgengi í Stúdentakjallaranum sem fyrri Jafnréttisnefndir hafa einnig gagnrýnt og lagt mikla vinnu í. Við ætlum einnig að halda áfram með Litla jafnréttisdaga og ætlum að byrja greinaskriftaátak bráðum sem snýr að geðsjúkdómum og námi. Hafa Jafnréttisdagar áhrif, ef svo, hvernig? Já, algjörlega. Það er fullt af fólki sem hugsar voða lítið út fyrir sinn eigin raunveruleika, sem er mjög eðlilegt, við erum öll nokkuð sjálfhverf. Þannig að hafa eitthvað eins og Jafnréttisdaga sem opnar á umræðu og raunveruleika annars fólks er mjög mikilvægt. Ég held að Jafnréttisdagar fái fólk til þess að hugsa og það er fyrsta skrefið í átt að breytingum. Hvað er að vera kynsegin? Kynsegin er íslenskt nýyrði yfir enska orðið genderqueer eða non-binary. Það er smá leikur með orðin kyn og hinsegin, sem á mjög vel við. Kynsegin er í raun regnhlífarhugtak yfir allt það fólk sem upplifir sig fyrir utan kynjatvíhyggjuna á einhvern veg. Það gæti verið að fólk upplifi sig sem blöndu af karli eða konu, hvorki né eða fljótandi á milli. Kynvitund er allt of flókið fyrirbæri til þess að reyna að flokka niður í nokkra kassa, hvað þá bara tvo. Er mikilvægt að við eigum íslensk orð yfir

ýmsar kynvitundir og kynhneigðir, t.d. kynsegin, persónuhrifining, eikynhneigð? Hvers vegna/ hvers vegna ekki? Já, tungumálið er svo stór hluti af okkar veruleika og sjálfsmynd, þannig að þegar við finnum okkur ekki í því gætum við átt í hættu á að verða útskúfuð. Það er líka ofboðslega gott fyrir tungumálið okkar að endurnýjast og breytast í takt við nýjar hugmyndir, skilgreiningar og upplifanir. Ef það myndi ekki gera það þá myndi það smám saman deyja út. Ég t.d. talaði næstum því eingöngu ensku um sjálft mig af því að ég fann ekki pláss fyrir fólk eins og mig í íslenskunni.

„Af hverju kynlaus klósett?” Voru einhverjar sérstakar áherslur/þemu á Jafnréttisdögum í ár? Fókuspunkturinn var náttúrulega sýningin „Af hverju kynlaus klósett?” en annars eru svo margir viðburðir í gangi um mismunandi málefni að það er ekki hægt að setja það saman í eitthvað eitt þema. Það er, líkt og áður, mikil áhersla á aðgengi og jafnrétti kynjanna. Hvað myndir þú vilja sjá næstu ríkisstjórn gera í jafnréttismálum? Ég vil sjá hana taka málefnum trans og intersex fólks alvarlega. Að hún beiti sér fyrir því að aðgerðir á intersex börnum verði gerðar ólöglegar og að lög sem varða transfólk séu endurskoðuð. ■

previous committees have also criticised and put a lot of work into. We are also going to keep having Mini Equality Days, and soon we’re going to start a campaign writing articles that focus on mental illness and learning. Do Equality Days make an impact, and if so, how? Yes, definitely. There are a lot of people who don’t think outside of their own realities, which is very normal; we are all quite self-involved. So having something like Equality Days that opens up discussions and broadens other people’s horizons is very important. I think Equality Days gets people thinking, and that’s the first step in the direction of change. What does it mean to be genderqueer? Genderqueer or non-binary is an umbrella term used for all people who experience being outside the gender binary. People may experience themselves as being both male and female, neither, or flowing somewhere in between the two. Gender identity is too complicated a phenomenon to try to place in boxes, especially only two.

experiences. If it wouldn’t, it would slowly go extinct. I, for example, almost always used English when I talked about myself because I didn’t find a space for people like me within the Icelandic language.

“Why genderneutral bathrooms?” Was there a special focus or theme at Equality Days this year? The focus point was of course the exhibition “Why genderneutral bathrooms?” but there were so many events happening on various subjects that it’s impossible to place them under one theme. There is, as there previously has been, a large focus on accessibility and gender equality. What would you like to see the next government do when it comes to equality? I would like to see the government take the issues of trans and intersex individuals seriously. That it commits to making surgery on intersex children illegal and reconsiders laws concerning trans people. ■

Is it important to have Icelandic words for different gender and sexual identities? Why/why not? Yes, language is such a large part of our reality and identity, that when we don’t find ourselves within it, we’re in danger of being ostracized. It’s also really good for our language to renew itself and change in accordance with new ideas, definitions and

9


Grein / By: Lísa Björg Attensperger

Komdu í kaffi og taktu þátt í annars konar samfélagi

Have a cup of coffee and plan a radical event

Í nóvember mun Andrými, róttækt félagsrými og heimili grasrótarstarfsemi í Reykjavík, hefja starfsemi sína í nýju húsnæði í Iðnó. Stúdentablaðið talaði við einn meðlim Andrýmis, Elinborgu Hörpu Önundardóttur, um hugmyndafræðina á bak við Andrými, starfsemi þess og hvernig hægt er að taka þátt.

At the beginning of November, Andrými (and-: breathe, spirit, opposition, -rými: space), a radical social space and home of grassroots organisations in Reykjavík, will move into a new space in Iðnó in the city center. The Student Paper spoke with Andrými member Elinborg Harpa Önundardóttir about the ideology behind Andrými, what happens there and how you can join.

Hvað er Andrými? „Fólk verður oft svolítið ruglað þegar ég segi félagsrými en við notum félagsrými til þess að aðgreina frá félagsmiðstöð því við tengjum það svo mikið við unglinga,“ segir Elinborg en Andrými er opið fólki á öllum aldri. Andrými er félagslegt svæði þar sem fólk getur komið saman og unnið að virkri þátttöku í samfélaginu á einhvern annan hátt en í gegnum pólitíska flokka. Starfsemin tilheyrir ekki stjórnmálaflokkum og er ekki opin starfsemi sem tengist þeim. „Allir sem koma í rýmið taka þátt í því,“ segir Elinborg en innan þess er engin stjórn.

What is Andrými? “People tend to get confused when I talk about it as a social space, but we use that word to distinguish it from a community center, which we associate more with older people or teenagers,” says Elinborg.

Rýmið er einnig algjörlega gjaldfrjálst og er rekið eingöngu á styrkjum frá stofnunum og frjálsum framlögum frá einstaklingum. „Í dag í okkar samfélagi eru peningar oft svo mikill hlutur sem útilokar fólk frá ýmsum hliðum samfélagsins,“ segir Elinborg og bætir við, „Að þessu leyti

10

Þýðing / Translation: Julie Summers

verður Andrými griðastaður fyrir þá sem hafa engan“. Andrými er einnig öruggt rými þar sem allir sem virða og viðurkenna gildi Andrýmis (þau má finna á www.andrymi. org) eru velkomnir og allt er gert til þess að fólki, til dæmis hinsegin og kynsegin fólki, líði vel þar. Hvað er að gerast í Andrými? Andrými hefur nú starfað í rúmt ár og hefur verið starfrækt í einkaíbúð en rýmið þar er bæði lítið og illaðgengilegt. Eini fasti viðburðurinn hefur verið opið eldhús á miðvikudagskvöldum og hafa flestir sem koma þangað verið skiptinemar úr háskólanum og flóttafólk en fáir Íslendingar að sögn Elinborgar.

Andrými is a social space where people of all ages can come together and be actively involved in the community through a medium other than political parties. The space does not operate in connection with any political party, nor does it host events in connection with them. “Everyone who comes into the space participates in it,” says Elinborg, adding that Andrými has no formal administration.

Í nóvember opnar Andrými í nýju húsnæði í Iðnó og stefnir á að vera opið allan daginn frá sunnudegi til fimmtudags. „Þá verður þetta loksins rými sem þú getur komið inn í og verið á, en ekki bara sótt þangað

The space is solely funded by grants and individual donations, so using it is completely free of charge. “In today’s society, money is often such a big object that excludes people from many aspects of

social life,” says Elinborg. “In this way, Andrými becomes a sanctuary for those who do not have one.” Andrými is also a safe space where everyone who acknowledges and respects its policies (which you can find at www.andrymi.org) is welcome and effort is made to make people, like queer and trans people for example, feel safe. What happens at Andrými? For about a year now, Andrými has been operating out of a private apartment that is both small and hard to access. The only fixed event has been an open kitchen on Wednesday evenings where most of the participants have been exchange students and refugees, says Elinborg. In November, Andrými will move into a new space in Iðnó next to City Hall and aims to be open all day from Sunday to Thursday. “Then finally it will


Ljósmynd/ir – Photo/s: ????

Elinborg hvetur stúdenta og stúdentafélög til þess að koma og skipuleggja viðburði. viðburði,“ segir Elinborg. Á staðnum verður Andspyrna, anarkískt bókasafn, þar sem meðal annars verður hægt að nálgast feminískar og hinsegin bókmenntir, bækur um sögu anarkisma, umhverfisbókmenntir, bækur um heimspeki og öðruvísi hagfræði. Elinborg hvetur stúdenta og stúdentafélög til þess að koma og skipuleggja viðburði. „Við erum stúdentar, við megum alveg hafa smá læti og þurfum ekki alltaf að vera svona upptekin í ræktinni,“ segir hún glettin. Einnig geta háskólanemar nýtt sér aðstöðuna til þess að læra á notalegum stað og án þess að þurfa að borga á kaffihúsi. „Það sem vantar svolítið mikið í okkar upptekna nútímalíf er þetta samfélag og samheldni. Við erum öll svo upptekin af okkur sjálfum og því sem við erum að gera að við gleymum svolítið heiminum í kringum okkur,“ segir Elinborg. Í Andrými getur þú kynnst mismunandi fólki, sem býr við alls konar aðstæður og með alls konar bakgrunn. Kannski langar þig að vita hvernig þú átt að laga hjólið þitt, fræðast

um stöðu flóttafólks eða elda afganskan mat? Það er ekki ólíklegt að það verði einhver á staðnum sem geti hjálpað þér við þetta allt. Hvernig er hægt að taka þátt? Andrými vinnur í gegnum svokallaða vinnuhópa sem hver snýr að einhverju starfi innan rýmisins, t.d. að sjá um eldhúsið eða hjálpa til við viðburði og fræðslu. Elinborg segir að þau vilji fá sem flesta til þess að taka þátt, það eru störf í boði fyrir alla. Í nýja húsnæðinu þarf meðal annars einhvern til þess að innrétta, sjá um húsgögn og laga. Fólki er velkomið að vinna eins mikið eða lítið og það vill en öll hjálp telur. „Það er annað hvort hægt að gefa tíma og vera með í samfélaginu eða gefa pening og ég mæli 100% með tímanum og að vera með í samfélaginu,“ segir Elinborg. Einu sinni í mánuði verður stór fundur þar sem allir eru velkomnir, hvort sem það er að skipuleggja viðburði eða koma og fá sér kaffi. „Við vonumst til að geta hvatt fólk til þess að mæta á fund, kynnast stemningunni og sjá hvað fólk er að gera.“ Ef fólk vill taka þátt eða halda viðburð er hægt að senda tölvupóst á andrymi@ andrymi.org eða senda skilaboð á Facebook. Það er líka hægt að styrkja starfsemi Andrýmis með því að leggja inn á þau, en kennitölu og reikningsnúmer er að finna á heimasíðunni þeirra, www. andrymi.org. ■

be a space to come and stay in and not just a space for events,” says Elinborg. The space will house Andspyrna, an anarchist library which contains feminist and queer literature, books on the history of anarchism, environmental literature, as well as books on philosophy and alternative economics.

Elinborg says they encourage as many people as possible to participate; there are jobs for everyone Elinborg encourages student movements to use this space and plan radical events. “We’re students, we’re allowed to make some noise and not always be so obsessed with the gym,” she teases. Students can also use the space to study in a cozy environment without having to pay for a coffee to study at a café. “What seems to be missing from our busy modern lives is a sense of society and unity. We are all so preoccupied with ourselves and what it is that we’re doing that we sometimes forget the world around us,” says Elinborg. Andrými provides a space where you can meet lots of different people, people who live in all sorts of conditions and come from different backgrounds. Maybe you want to know how

to fix your bike, learn about the situation of refugees, or cook Afghan food? It’s not unlikely that there will be someone there who can help you with all these things. How can I join? Andrými works through socalled commission groups. Each one deals with a specific task within the space, for example tending to the kitchen, helping with events, etc. Elinborg says they encourage as many people as possible to participate; there are jobs for everyone. There’s a need for people to decorate and make repairs in the new space. People are welcome to work as much or as little as they want, but all help, no matter how small, makes a difference. “You can either give your time and participate in the community or support it by giving money, but I 100% recommend giving your time and participating,” says Elinborg. Once a month there will be a big meeting where everyone is welcome, whether they are organizing events or just having a cup of coffee. “We hope to encourage people to come to a meeting and get to know the atmosphere and see what people are doing.” If you’re interested in participating or having an event at Andrými, you can email andrymi@andrymi.is or send a message through Facebook. You can also support Andrými by giving money. Bank information is available at www.andrymi.org. ■

11


VIÐTAL: Ingvar Þór BjörnssoN & Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir.

LÍN-frumvarpið á nánast sama stigi og fyrir ári Viðtal við Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra og þingmann Sjálfstæðisflokksins.

Kristján Þór Júlíusson tók á móti Stúdentablaðinu á skrifstofu sinni í Menntaog menningarmálaráðuneytinu á milli anna í kosningabaráttunni. Hann hefur setið sem menntaog menningarmálaráðherra í rúmlega níu mánuði.

Hefði viljað lengri tíma til þess að setja mark sitt á málaflokkinn Spurður hvort hann gangi stoltur frá borði sem ráðherra málaflokksins segist hann gera það. ,,Já, ég geri það, vissulega hefði ég gjarnan viljað hafa lengri tíma til þess að setja mark mitt á málaflokkinn, fá að vinna að breytingum og bæta kerfið í heild. Þetta var mjög skammur tími og í menntamálum sérstaklega gerir maður ekki miklar breytingar heldur undirbýr verk sem vonandi hefðu náð fullnustu á kjörtímabilinu. Ég hef átt mjög gott samstarf

„Ég var einnig búinn að óska eftir fulltrúum frá LÍS inn í vinnu við yfirferð á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna, LÍN, en það er löngu tímabært verk“ 12

við stúdenta og þá sem koma að menntakerfinu. Það hefur verið reglulega ánægjulegt að fá að kynnast því fólki öllu og sjá kraftinn sem í því býr,“ segir Kristján. Telur brýnt að fulltrúar stúdenta komi að breytingum á LÍN Aðspurður um hverju hann hafi náð að áorka í embætti segir Kristján að það fari eftir því hvar mann beri niður. ,,Við erum að vinna í því að endurskoða reiknilíkan framhaldsskólanna og einnig í að mæta miklum athugasemdum sem Ríkisendurskoðun hefur gert við verk- og starfsnám. Sömuleiðis erum við með í undirbúningi endurskoðun á reiknilíkani háskólanna,“ segir ráðherrann. Nefnir hann þó að þessi vinna hafi ekki verið komin langt á veg. „Ég var einnig búinn að óska eftir fulltrúum frá LÍS inn í vinnu við yfirferð á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna, LÍN, en það er löngu tímabært verk. Einnig hafa verið settar fram hugmyndir um ýmislegt sem snýr að háskólakerfinu sjálfu og umgjörðinni á því, til dæmis höfum við verið í

stefnumörkun með nýjum rektor Landbúnaðarháskólans til þess að taka námið þar á annað stig en það hefur verið og gera því hærra undir höfði.“ LÍN-frumvarpið nánast á sama stigi og fyrir ári Kristján segir að sú vinna sem var hafin fari ekki til spillis ef nýr ráðherra tekur við. ,,Nei, alls ekki. Þetta eru ekki skýrslur sem verður pakkað niður og þær læstar inni í skáp. Þetta eru gangandi verk, til dæmis eins og það sem snýr að endurskoðun LÍN en unnið hefur verið að því í langan tíma og þar er ákveðin samfella. Æskilegt hefði verið að geta verið með meiri hraða í úrvinnslunni en eðlilega hægir á því við svona uppbrot sem verður í pólitíkinni,“ segir hann. Kristján segir að endurskoðunin á LÍN hafi þó ekki verið komin mikið lengra en á sama tíma í fyrra. ,,Við eigum sem betur fer töluvert mikla vinnu sem gerð var í tengslum við frumvarpið sem Illugi Gunnarsson lagði fram, og miklar umsagnir um það. Ég ætlaði að láta starfshóp sérfræðinga eftir að reyna að leita leiða til að jafna ágreininginn sem

skapast hafði um málið. Ég held frekar að ágreiningurinn hafi stafað af því á hvaða tíma vinnan stöðvaðist heldur en af innihaldi frumvarpsins. Hins vegar eiga stjórnarslitin sér stað á sama tíma núna og í fyrra svo frumvarpið hefur verið á sama stigi í tæpt ár.“ Nauðsynlegt að finna málamiðlun varðandi tekjutengingu Kristján segist hafa viljað breytingar í sama anda og mikið hefur verið talað um, til dæmis að námsstyrkjakerfið væri tekið upp, ýtt væri undir að framfærslan yrði full og meiri fyrirsjáanleiki yrði í kerfinu. Hins vegar stendur frumvarpið eins og það var og afnám tekjutengingar í afborgunum er enn inni. ,,Ég sagði við þá fulltrúa sem ég var búinn að velja inn í starfshópinn að þetta væri atriði sem ætti að ræða við stúdenta og reyna ætti að leita einhverra skynsamlegra leiða til þess að finna niðurstöðu sem allir gætu unað við. Kannski hefði vinnan ekki skilað neinu öðru en einhverri málamiðlun en reyna ætti að taka skref sem myndu eyða ágreiningnum þannig við fengjum lögfestar


Ljósmynd/ir – Photo/s: Karítas Sigvaldadóttir

breytingar á einhverjum grundvallaratriðum sem allir vilja sjá. Það væri fyrst og fremst styrkjakerfið og síðan framfærslan,“ segir hann. „Kerfið ætti að hvetja til hraðari námsframvindu“ Kristján telur ákjósanlegt að kerfið hvetji til hraðari námsframvindu. ,,Það ber oft á því í umræðunni að lánasjóðurinn sé einhvers konar framfærslusjóður fyrir þá sem leggjast upp á kerfið en hann er ekki þannig í mínum huga. Fyrst og fremst er hann tvíþætt tæki, annars vegar jafnar hann aðstöðumun fólks sem sækir í lengra nám og hins vegar er hann tæki til þess að

„Í mínum huga eru aðgangsstýringar ekki hugsaðar þannig að við ættum að draga markvisst úr aðsókn fólks í háskólanám, alls ekki“

fjárfesta í aukinni þekkingu og alþjóðlegum samböndum í gegnum nám ungra Íslendinga. Ein af grunnhugmyndunum sem var inni í frumvarpinu og unnið var með var einnig að kerfið ætti að vera þannig að það hvetti til hraðari námsframvindu sem ég tel hið besta mál.“ Eigum að geta gert kröfur til þeirra sem sækja um nám í Háskólann Spurður hvort hann hefði viljað skoða aðgangsstýringu í námsgreinar eða heilar námsdeildir segist ráðherrann vera þeirrar skoðunar að stjórnmálamenn eigi ekki að segja háskólunum hvernig þeir eigi að haga sínum störfum. ,,Ég er í grunninn þeirrar skoðunar að stjórnmálamenn eigi ekki að segja háskólunum hvernig þeir eigi að inna sitt starf af hendi heldur séu þetta hugmyndir sem verði að vinna í samstarfi við háskólakerfið,“ segir Kristján. Þá segir hann að það þurfi að reyna að búa háskólum og nemendum hér á landi sambærilega umgjörð og er í þeim löndum sem við erum að bera okkur saman við. „Hluti af stefnu Háskóla Íslands er til dæmis að styrkja og

auka gæðakröfur og annað þvíumlíkt. Í mínum huga eru aðgangsstýringar ekki hugsaðar þannig að við ættum að draga markvisst úr aðsókn fólks í háskólanám, alls ekki. Hins vegar eigum við að geta gert einhverjar kröfur til þeirra sem sækja um í Háskólann. Þar heyrist mér hljóðið í Háskólanum sjálfum vera á sömu lund.“ Kristján segir að þetta kunni að vera einhver leið til hagræðingar. Hún væri þá fólgin í því að hægt væri að veita nám í greinum sem fram til þessa hafi verið metnar óhagkvæmt að stofna til. Þegar skólarnir hafi fengið fjárveitingar hafi þær oft farið í fjölmenn námskeið þar sem hagkvæmt sé að kenna mörgum í einu og fámennari fagsvið eða faggreinar hafi liðið fyrir það. ,,Það kann vel að vera að breytingar í þessa veru geti stuðlað að því að við getum verið með háskólanám á ,,óhagkvæmari sviðum“ en við gerum í dag.“ ,,Ég hef aldrei skilið hugtakið ,,undirfjármagnað”” „Ég hef aldrei skilið hugtakið „undir fjár magnað,”” segir Kristján þegar hann er spurður hvort hann sé sammála

því að háskólastigið sé undirfjármagnað. „Ég hef hins vegar fullan skilning á því að háskólarnir telji sig þurfa meira fjármagn en þeir hafa. Í grundvallaratriðum er ég sammála því. Forgangsröðunin núna hefur þó verið sú að setja heilbrigðismál og félagslega þætti framar í forgangsröðunina. Það er eitthvað sem ég stend að og geri það ágætlega stoltur,“ segir hann. „Ég tek þó alveg undir með þeim sem gera kröfu um það að við verjum meiri fjármunum til háskólastigsins. Ég hef kappkostað um það í fjárlagavinnunni að halda þeim sjónarmiðum á lofti.“ Menntamálin á hakanum vegna þess að heilbrigðismálin voru sett í forgang Í aðdraganda síðustu kosninga var einhugur meðal stjórnmálaflokkanna að Ísland skyldi stefna að því að ná meðaltali OECD-ríkjanna á kjörtímabilinu hvað varðar fjárframlög á hvern háskólanema. Þessi loforð voru ekki efnd og Kristján segir að fjárveitingarnar séu undir þeim væntingum sem búist var við. ,,Það átti að bætast verulega við á síðasta árinu, þegar Hús íslenskra MEIRA - MORE

13


,,Það fer eftir því hvað kjörtímabilið verður langt næst“ fræða, sá langþráði draumur átti að rætast. Hins vegar voru fjárveitingarnar undir þeim væntingum sem menn báru í tengslum við síðustu kosningarnar á þessum fyrstu tveimur til þremur árum fjögurra ára áætlunarinnar. Það er hárrétt og réttmæt gagnrýni. En forgangsröðunin var ákveðin með þessum hætti, að setja heilbrigðis- og velferðarmál framar öðrum. Þrátt fyrir að það hafi verið gert þá heyrum við hvernig umræðan um báða þessa málaflokka er.“ Krafa um aukna fjármuni inn í opinbera starfsemi verður alltaf gerð Spurningunni um hvort það hafi ekki verið vitað fyrir síðustu kosningar, að væntanlega yrði forgangsraðað í þágu heilbrigðismála, og hvort ekki hafi verið rangt að lofa því að ná OECDmeðaltalinu svarar Kristján svo: ,,Nei, ég myndi ekki orða það þannig. Ég hef langa reynslu af vinnu í þessum opinbera geira og það verður alltaf gerð krafa um aukna fjármuni inn í opinbera starfsemi. Mér finnst þetta líka heilbrigt að því leytinu til að þetta sýnir þann metnað sem menn hafa fyrir því að gera vel í sínum málaflokkum. Hvort heldur sem þeir sem standa að rekstri háskólastigsins, eða stjórnmálamenn í framboði, hafi áhuga á því

14

að styrkja háskólastigið eða menntunarstig þjóðarinnar enn frekar heldur en orðið er.“ Munur á opinberu háskólunum og sjálfseignarstofnunum hvað varðar fjármögnun ,,Munurinn á aðstöðu opinberu háskólanna og svo HR og Bifröst er töluverður. Sjálfseignarstofnanirnar eru miklu frjálsari heldur en opinberu stofnanirnar og geta í rauninni velt meiri kostnaði yfir á nemendur ef þeir kjósa svo. Þetta sjáum við líka hjá framhaldsskólum. Skólagjöld virðast ekki vera fyrirstaða í aðsókn nemenda að Verslunarskóla Íslands sem tekur á móti færri nemendum en vilja komast þar inn.“ Nauðsynlegt að bera saman sömu stærðir þegar talað er um OECD-meðaltalið Aðspurður hvenær við munum ná meðaltali OECD-ríkjanna varðandi framlag á hvern nemanda segir Kristján: ,,Það fer eftir því hvað kjörtímabilið verður langt næst,“ og slær á létta strengi en leggur svo áherslu á að bera þurfi saman sömu stærðir þegar talað sé um OECD eða Norðurlöndin. ,,Við þurfum að passa okkur á því að vera að bera saman sömu hluti. Ég er ekki viss um að við séum að gera það. Sem betur fer er hér greiður aðgangur að menntun meðan það eru alls konar hindranir víða annars

staðar. Þá er mjög óeðlilegt að við berum okkur saman í öllu tilliti við einhver allt önnur og ólík kerfi en við erum sjálf að reka. Fjármögnunin hér og kröfur til nemenda og skóla er önnur en á Norðurlöndunum.“

,,Ég er stoltur af því að hafa fyrir rúmu ári fengið samþykkta stefnu í geðheilbrigðismálum að fjölga sálfræðingum í heilsugæslunni“ Vill efla sálfræðiþjónustu í gegnum heilsugæsluna frekar en í gegnum skólana Kristján segist vera ánægður með að hafa fengið samþykkta geðheilbrigðisstefnu þegar hann var heilbrigðismálaráðherra. ,,Ég er stoltur af því að hafa fyrir rúmu ári fengið samþykkta stefnu í geðheilbrigðismálum að fjölga sálfræðingum í heilsugæslunni. Þar var stuðst við breskt módel sem byggir á því að ákveðinn fjöldi stöðugilda sálfræðinga þjóni tilteknum fjölda íbúa. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að kappkosta um það að sálfræðiþjónustan sé veitt inn

í og á vegum heilsugæslunnar sjálfrar.” Kristján segir að ef svo sé gert geti allar upplýsingar verið skráðar í sjúkraskrá heilsugæslunnar en brotni ekki upp, til dæmis ef nemandi nýti sér sálfræðiþjónustu ákveðins skóla og skipti svo. Hann vill hafa þetta á einum, miðlægum grunni. ,,Þess vegna er ég þeirrar skoðunar að sálfræðiþjónusta, hvort heldur í framhaldsskólum eða á háskólastiginu eigi að vera í gegnum heilsugæsluna.“ Stóð upp úr að sjá hvað menntakerfið á Íslandi er að gera góða hluti Að lokum spyrjum við Kristján hvað hafi staðið upp úr á kjörtímabilinu. „Það sem mér finnst standa upp úr á kjörtímabilinu var að fá tækifæri til þess að sjá og upplifa, með frábærum kennurum, nemendum og öllu því starfsfólki sem tengist menntakerfinu, árangurinn af því hvað menntakerfið á Íslandi er þó að gera góða hluti. Maður sér ungt fólk á Íslandi og hvað það er fært um að gera á hinum ýmsu sviðum, hvort heldur sem það er í rannsóknum, listum eða íþróttum. Þá segi ég að menntakerfið á Íslandi sé að gera mjög góða hluti. Vissulega getum við þó gert betur og eigum að stefna að því.“ ■


Brandenburg / SÍA

Við gefum Grænt ljós

Upplýstir viðskiptavinir okkar eiga kost á að fá Grænt ljós, sem staðfestir að þeir noti 100% endurnýjanlega orku. Það felur í sér tækifæri til aðgreiningar á markaði þar sem græn vottun gegnir lykilhlutverki. Þú sækir um Grænt ljós á www.orkusalan.is.

422 1000

orkusalan@orkusalan.is

orkusalan.is

Finndu okkur á Facebook


Grein / By: Katrín Sverrisdóttir

Þýðing / Translation: Julie Summers

Svefn og heilbrigðar Sleep and healthy svefnvenjur sleep habits Katrín Sverrisdóttir, sálfræðingur Háskóla Íslands, skrifar um svefn háskólanema. Það er til mikils að vinna fyrir háskólastúdenta að gæta að því að sofa vel og viðhalda heilbrigðum svefnvenjum. Svefn viðheldur m.a. mikilvægri virkni, jafnvægi taugakerfisins og sálrænni vellíðan. Þeir sem fá ekki nægan svefn eiga það til að verða pirraðir, einbeiting minnkar og það verður erfiðara að taka ákvarðanir. Svefnvandi dregur því úr hæfni til að takast á við daglegt líf, s.s. í vinnu, námi, frístundum eða einkalífi. Annríki í lífi og starfi er talið krefjast um 7-8 tíma svefns. Að viðhalda ákveðinni reglu á svefntíma er talið mikilvægara en lengd svefns. Samkvæmt rannsóknum er aukin hætta á hjarta- og æðasjúkdómum, áunninni sykursýki, offitu og ótímabærum dauðsföllum hjá þeim sem eru með svefnvanda. Svefnleysi getur því haft alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega líðan.

Eru erfiðleikar við að sofna, ertu lengur en 30 mínútur að sofna eftir að ljós eru slökkt? Þegar við kortleggjum hvort um svefnvanda er að ræða eða ekki eru eftirfarandi atriði skoðuð: Eru erfiðleikar við að sofna, ertu lengur en 30 mínútur að sofna eftir að ljós eru slökkt? Erfiðleikar við að sofa (truflaður svefn), liggurðu andvaka í 30 mínútur eða lengur á nóttunni? Vaknarðu snemma að morgni, á undan vekjaraklukkunni án þess að geta sofnað aftur? Ertu að sofa minna en 6,5 klst.?

16

Er trufluð geta til að stunda nám eða vinnu, taka þátt í félagslífi eða öðru sem skiptir þig máli? Er þetta ástand búið að vera í meira en mánuð, a.m.k. þrjár nætur í viku? Það eru tveir meginþættir sem stýra syfju: 1) Líkamsklukkan: það er 24 stunda dægursveifla á ýmsum hormónum og líkamshita. Vegna innbyggðrar líkamsklukku þá eigum við okkar kjörsvefntíma, u.þ.b. í kringum miðnætti til kl. 8-9 á morgnana, sem þýðir að þá eru mestar líkur á góðum djúpum svefni. 2) Lengri vaka þýðir aukin syfja. Svefnþörfin byggist upp yfir daginn þannig að ef við leggjum okkur þá fellur hún skarpt og byggist svo hægt upp að nýju. Það þurfa sem sagt að myndast réttar líkamlegar aðstæður til að við náum að sofna. Þetta er ekki viljastýrt. Vaktavinna, streita, áföll, koffín, áfengi, umhverfisþættir, lúrar og ýmsir sjúkdómar (til dæmis kvíði, þunglyndi og verkir) og líkamlegar breytingar (svo sem meðganga, breytingaskeiðið, þung máltíð, svengd og líkamsrækt stuttu fyrir svefninn) eru þættir sem geta truflað svefninn. Niðurstöður rannsókna sýna að hugræn atferlismeðferð, HAM, er árangursrík meðferð við langvarandi svefnleysi (e. primary insomnia) og árangursríkari en svefnlyf. HAM bætir svefn hjá um 80% þeirra sem sækja sér þannig meðferð. Helmingur þeirra sem nota svefnlyf nær að hætta lyfjameðferð. Í HAM við svefnvanda, HAM-S, eru kenndar aðferðir sem nýtast til að viðhalda betri svefni til framtíðar. Sálfræðileg meðferð við svefnvanda inniheldur m.a. fræðslu um svefn og svefnstigin, svefnráð þar sem

University students who take care to practice healthy sleep habits reap a wealth of benefits. Among other things, sleep helps maintain energy levels and psychological well-being and helps the nervous system function properly. In contrast, people who don’t get enough sleep tend to become irritated, lose focus, and have more difficulty making decisions. Sleep problems take away from your ability to tackle daily life, whether at work, in school, or in your private life.

Do you have trouble falling asleep? Are you still awake more than half an hour after turning out the lights? It takes a reported 7-8 hours of sleep per night to meet the demands of daily life, but maintaining a regular sleep schedule is more important than the specific amount of time you sleep. Research shows that those who have trouble sleeping face an increased risk of cardiovascular disease, type-two diabetes, obesity, and premature death. Insomnia can have serious consequences for both your physical and mental health. To determine whether someone is dealing with a sleep disorder, we consider the following: Do you have trouble falling asleep? Are you still awake more than half an hour after turning out the lights? Is your sleep interrupted? Do you

lie awake for thirty minutes or longer in the middle of the night? Do you wake early in the morning, before your alarm goes off, and have difficulty going back to sleep? Do you sleep less than 6.5 hours per night? Do your sleep troubles affect your work, school, social life, or other things that are important to you? Has the problem persisted for more than a month, at least three nights per week? There are two primary factors that regulate sleepiness: 1) The body’s internal clock: a 24-hour cycle of fluctuations in body temperature and hormone levels. Because of our internal clocks, the ideal time to sleep is approximately between midnight and 8 or 9 in the morning. These hours offer the greatest chance of achieving deep sleep. 2) The longer you stay awake, the more tired you’ll become. Your need for sleep builds up over the course of the day. If you take a nap, that need will decrease and then slowly begin to build up again. Falling asleep is not just a matter of willpower; it’s important to cultivate optimal physical circumstances that will help you fall asleep. Shift work, stress, trauma, caffeine, alcohol, environmental factors, naps, and various illnesses (for instance anxiety, depression, and pain disorders) as well as both long-term and short-term physical changes (pregnancy, menopause, hunger, eating a heavy meal or working out shortly before bed time) are all factors that can disrupt sleep. Research shows that Cognitive Behavioral Therapy, CBT, is an effective treatment for primary insomnia, and in fact more effective than sleeping pills. About 80% of patients who


Ljósmynd/ir – Photo/s: unsplash.com

lífsstíll og svefnaðstæður eru kortlagðar og svefnvænni aðstæður skapaðar. Þetta eru aðstæður eins og gott rúm, góð sæng og koddi, hugað er að hitastigi rýmis, hávaða og birtu með það í huga að fjarlægja truflandi áreiti. Unnið er með að gera svefninn samfelldari, hafa samræmi milli raunsvefntíma með svefnskráningu og þess tíma sem við verjum í rúminu, þ.e. að tengja rúm við svefn. Í sálfræðilegri meðferð er einnig hugað að hugrænum þætti svefnvanda og tekist á við óhjálplegar hugsanir. Þetta geta verið hugsanaskekkjur eins og að búast við hinu versta, „ég hef ekki sofið vel undanfarna viku, þetta er orðið vandamál“, að kenna svefnvandanum um allt sem fer úrskeiðis þann daginn og óraunhæfar væntingar eins og hvað sé nægilegur svefn. Þetta getur ýtt undir að okkur líði enn verr, getur til að mynda ýtt undir streitu og kvíða og þannig haft neikvæð áhrif á svefnferlið.

Hvað er til ráða? Til að vinna með svefnvanda er hægt að leita til sálfræðings að eigin vali og fá einstaklingsráðgjöf og meðferð. Heilsustöðin og Kvíðameðferðarstöðin hafa í gegnum tíðina einnig boðið upp á hópmeðferð við svefnvanda. Auk þess býður www. betrisvefn.is upp á netráðgjöf og meðferð við svefnvanda með fjórum mögulegum áskriftarleiðum. ■

try CBT see an improvement in their sleep habits. Half of those using sleeping pills are able to go off the medication. Cognitive Behavioral Therapy for Insomnia (CBT-I) teaches patients methods they can use to cultivate better sleep habits and maintain them longterm. Psychological treatment for sleep disorders involves educating patients about sleep and the stages of sleep, as well as analyzing their lifestyles and advising them as to how to create circumstances more conducive to sleep. Patients are encouraged to consider all sorts of factors that may affect their ability to fall asleep and stay asleep, including the comfort of their bed, the temperature of the room, and any noise or light that may prevent or disturb sleep. The goal is to remove unwanted stimuli, reduce sleep interruptions, and help the patient to more strongly associate their bed with sleep. Psychological treatment also considers the mental aspect

of sleep troubles and equips the patient to challenge unhelpful thought patterns. This could mean cognitive distortions, such as expecting the worst (“I haven’t slept well all week. I’ve really got a problem”); blaming everything that goes wrong that day on sleep problems; or having unrealistic expectations as to what constitutes sufficient sleep. These thought patterns can make people feel worse, underscore stress and anxiety, and have a negative effect on the sleep cycle. So what can you do if you’re having trouble sleeping? A psychologist can help you work through your problems, offering individualized counseling and treatment. Over the years, Heilsustöðin and Kvíðameðferðarstöðin have also offered group therapy for sleep problems. In addition, www.betrisvefn.is offers online advice and treatment for sleep problems with four different subscription levels. ■

17


Grein / By: Ragnhildur Þrastardóttir

Orðræða í dulargervi afþreyingar

Rapp er að verða yfirgnæfandi í íslenskri tónlistarsenu. Það er daglegt brauð að heyra ný íslensk rapplög og allur skalinn af þeim er til, allt frá harðri samfélagsádeilu yfir í hreina afþreyingu, umfjöllun um peninga og áfengi. Gildi íslenskra rapptexta er vanmetið, margir þeirra eru fullir af vísunum í þekkt bókmenntaverk og samfélagið sjálft. Þeir eru raunveruleg samtímalist, þeir tala um samtímann, við samtímann, skapa orðræðu undir yfirskini afþreyingar. Rapptextar fá okkur til að hugsa, vekja okkur úr gráma hversdagsleikans. Köfum aðeins dýpra í nokkra þeirra.

Ágúst Bent, betur þekktur sem Bent, er einn meðlima XXXRottweiler hunda. Hann er löngu orðinn þekktur í íslenskri rappsenu, textarnir hans eru taktfastir, óreglulegir en gjarnan rímaðir. Í lagi sínu, „Nietzsche“, nægir Bent ekki að gera lítið úr samtímamönnum sínum heldur einnig úr Nietzsche sjálfum. Áhugavert er að í laginu eru regluleg greinarmerki sem gefa til kynna hvernig flæði Bents er, reglulegt.

Yfirlýsing sem varar hlustanda við að efnið sem á eftir kemur geti verið þjakandi.

Póst-módernismi er torskilið hugtak. Hér setur Bent módernisma í samband við dóp, dóp-módernismi er í raun ekkert torskildara hugtak en póst-módernismi, dópið í nútímanum.

Bent: Nietzsche

rthes Vísun í Roland Ba nningu ke m sem setti fra s árið rin da fun hö a uð um da að því ýr sn in 1967. Kenning engu ði rá n rin du fun að hö . xta te gu um þýðin

Trigger warning: Dóp og póst-módernismi. Nietzsche er Ósannar sögur um mig, hótanir, ofbeldi shit. þekktastur fyrir Þú ert fokking dauður eins og höfundurinn! kenningu sína um Klassískt einkenni Því að hjartað þitt dælir þessum ógeðslega vökva sem að kemur að Guð sé dáinn, að á rappi er að kenningar trúarinnar ef þú hristir ekki tómatsósu flöskuna. niðurlægja aðra eigi ekki lengur við. En mitt slær eins og ég; hratt, ákaft og lengi. til að upphefja Samkvæmt Bent er Síðustu þrjár línurnar Kom trylltur út úr leginu, fæddist með hníf, skar sjálfur sjálfan sig. Hjarta í fyrsta erindi það ekki bara Guð ,,þitt” dælir á strenginn. sem er dáinn. Hér undirstrika yfirburði ógeðslegum daufum Ég er sverð og skjöldur Íslands, ég er frostið í ánni, ég er Frosti setur Bent sig í Bents, upphafning vökva á meðan og Máni, ég er Ingólfur Arnarson svalandi óþerrandi þorsta á stellingar Nietzsches einstaklingsins er algeng hjarta Bents kránni. sjálfs, lýsir því í rappi. Frosti og Máni slær taktfast og [...] yfir að kenningar eru þáttastjórnendur hraustlega. Sjúkdómur, þungur dómur, allt í góðu Nietzsches eigi ekki Harmageddon, útvarpsþátts Orðum Nietzsches er snúið því að mér er hlýtt hér. lengur við, að þær á X-inu. Í orðasambandinu á haus: ,,Ef þú starir í Kalt en hlýtt hér. séu dauðar og hann „óþerrandi þorsti“ kemur hyldýpið þá starir hyldýpið Starði svo lengi í hyldýpið það leit undan. sömuleiðis. fram þversögn, þorsti aftur á þig. tengist þurrki beinlínis Kalt en hlýtt hér. Endurtekning. en ekki einhverju sem Starði svo lengi í hyldýpið það leit undan eins og bitch. þarf að þurrka upp. Lítilsvirðing við forföður heimspekinnar, Nietzsche er bitch yeah! Í þversögninni felst samtímis undirstrikar Bent yfirburði sína. [...] Endurtekning, lítilsvirðing Trigger warning: Heimagerð heimsspeki, heimskulegar mýtur áhersla á það að þorsti á kenningum Nietzsches, rapparans er óendanlegur og rugl. að þær séu bara mýtur Ennþá fleiri hótanir; þú ert fokking dauður eins og Nietzsche og og rugl. Guð! ég flyt kvæði, ég flyt fjöll. Trúin flytur út á land. Gangsta ass guðspjöll, dásamleg dauðsföll, guðlastinu útvarpað. Exenstensjalisti: Exestensjalistar, chill, allt er í góðu lagi. tilvistarsinni. Þeir hafa Lifið er þjáning, ég frelsa þig frá því, fokk hvað ég er góður gæi. orðið meira áberandi Kristin trú stendur höllum fæti í íslenskum veruleika eins og sjá má á þeim gríðarlega fjölda fólks sem hefur kosið að skrá sig úr Þjóðkirkjunni á síðustu árum. Á árunum 2010-2013 skráðu tíu þúsund manns sig úr Þjóðkirkjunni samkvæmt Vísi. ,,Guðlastinu útvarpað” er vísun í það að árið 2015 felldi ríkisstjórnin úr gildi lög sem bönnuðu guðlast.

18

Orð Biblíunnar og annarra trúarrita eru gjarnan túlkuð sem svo að mannkynið þurfi að þjást til þess að lifa heiðvirðu lífi. Bent vill opna augu fólks fyrir því að þessi þjáning er ekki nauðsynleg og hrósar sjálfum sér um leið.

hérlendis síðustu ár, t.d. með félagi trúleysingja, Vantrú, sem stofnað var árið 2004. Tilvistarspeki er ekki það sama og trúleysi en stefnurnar tengjast. Þær leggja báðar áherslu á algert frelsi manneskjunnar og á það að hún beri ábyrgð á gjörðum sínum.


Rapphópurinn Reykjavíkurdætur var stofnaður árið 2013 og hlaut misjafnar viðtökur til að byrja með. Nú eru Reykjavíkurdætur með stærstu nöfnunum í íslenskri rapp/hipphopp senu og eru gríðarlega mikilvæg viðbót við íslenskt tónlistarlíf og sömuleiðis við jafnréttisbaráttu hérlendis. Textar Reykjavíkurdætra eru smekkfullir af ádeilu á samfélagið og virðast stundum vera skapaðir einungis til að sjokkera landann eins mikið og mögulegt er. Það sem er sérstaklega áhugavert í því samhengi er að þær gera oftar en ekki neitt flóknara en að snúa kynhlutverkum við í rappi og benda þannig á allan fáránleikann sem blómstrar í rappsenunni, hlutgervingu kvenna aðallega. Í textum Reykjavíkurdætra finnst oft umritun, tengsl við aðra texta án þess að talað sé beinlínis um það. Reykjavíkurdætur eru gjarnan með mjög taktfasta og hnitmiðaða texta, í þeim finnst mikið af rími, stuðlum, myndmáli og fleiru, svo þeir eru kjörnir fyrir bókmenntafræðinga til að sökkva sér í.

Reykjavíkurdætur: Ógeðsleg [...] Femínismi, að tala óheflað Ég er pæja og í því að rappa um túr, steytt saman við kl assískt Er ég sú færasta minni í rapp i: að hafa úr nægum Skipti’ um gæja eins og túrtappa bólfélögum að velja.

Viðlíking. Miley Cyrus gaf út lagið Wrecking Ball þar sem hún kom fram á nærbuxum og alnetið skalf. Hér segir Reykjavíkurdóttir rapp sitt jafn áhrifamikið og þessi gjörningur Miley Cyrus.

ég á 7 kærasta Værukærust á hælunum Eins og Miley Cyrus á nærunum Skipti’um brók fæ mér smók og breytist í Stuðlun (Óræður texti). Smóóóók Blær-rasta Peningar eru algengt Tek rappara’ eins og grappa skot í bland við fernet branca minni í rappi, standa Sparka niður hurðinni’ eins og Blaz ég þarf ekki’ að banka fyrir stöðu og yfirráð Að v er Bankastjórar borga mér fyrir það eitt að vera til Lítið a þéttur Algengt er að rapparar tali bil á í rap Ban ki Moon, Búinn að bangann Banga það sem ég vil viðko p m um kynlíf, um sjálfa sig sem mand illi orða i: Eyjó nn i, tak gerendur í kynlífsathöfn. Stuðlun. tfast a hjá rapp Ég er þéttar’en motherfokking fastar fléttur . talaði Hættulegr’en Bent og reyki cohibu sígarettur Stuðlun ur sem p ,,Cohibu sígarettur” ó h lagið p n p tuðlu in var ra a t.d. Réttu mér léttan latte og leiktu með mér spenntur kallaðar ,,cigarillos ð ikur, s ir eig ðin Orðale Þriðja hæ m konur, þe ðin er ákve u negros”: svörtu því ég er svo tíð á þínu laki að ég er eins og túrblettur æ ið i h d m n r a ja o f r ið oft nið d”. Þr víkurdætur, pur af sígaretturnar, eru Dettur ekki í hug að farað hverf’inní móðu g wee ó o ja h k r y r u e Re ,,Pík an þekktar fyrir sterkt hæðin ég er sjúk kona, súkari en Bófar í Tófu ða við svipað andstæ t, en Þriðja ð rappa á ndi a tóbaksbragð. Standa r k a ið Ofar stærri betri lofa Íslandi of góðu tala n mjög lí skiptast á r ir e e ru Þ e fyrir hörku. Bent Rappar á þriðju hæð – haha ég er á fjórðu gera. m sem dætur ri stráku Reykjavíkur Reykjavíkur a s gjarnan talinn einn s e ið þ n g Mc Furiosu prósar gjósa dissi yfir brósa hátt o fólk á meða að sporna v að harðasti rapparinn n sins. Þ a e v n im óljósu prósu brósar augljóst úti frjósa k y e e h r m p u p m a a ar e r r í bransanum, s ós ð u pr a tar æð gja Þeirra Bita fyrir bita finnur leka svita aktívis eruðu orðr gir niðurlæ á eigin Reykjavíkurdætur ile k ð er a s lí óm i a ram rapp Þessi upprisa slysa ætt’að láta þig vita eru norm ga segja sig hættulegri. sýna f a hér. engt í og greinile því að er alg er g ð Að ég eyk í þér blóðhita e r m ra para og þæ ki að fa p ek s a r in e i Prósi: Með rímum mínum hraðar en þú út á jaðarenn komast ð yfirbur að laust mál. í glasi mínu er skáldskaparmjöðurenn Prósa ngt. la Reyk r javík - næssssu Aftur er verið að niðurlægja aðra til að leggj rdætra a fæ ég rúbín, línur mínar dýpri og mýkri en satín ð upphefja sjálfa sig. Gelatín er límkennt efni á ein hverj Kemur þú hér villisvín með rímur þínar linari en gelatín a gert úr beinum dýra, ekki beint eitthvað sem karlm enn. Tín tín tínast línur þínar þar - bölvaðar rapparar vilja að rappi þeirra sé líkt við. - ég er víti til varnaðar ti x e t n, [...] Að vera með mjúkar línur er að mritu vitnar í er u SO WHAT? Ég owna þetta ittybittytittycommitty, No pitty! vera íturvaxin, telst kynþokkafullt (Hér urdætra i beint. r ú ekk javík ður í nútímasamfélagi. Tvískilningur: Oscar Wilde myndi shje’nga mig er svo helvíti witty Reyk texta, þó var ger fum n gá n n i a línur líkamans og línur rappsins r m Galdrandi ólikum línum á varhugaverðum timum u lu ð f ann k ö a i j arm m var m drekka mjúkar, flæðandi skap í no djóki ég er Alfreð Flóki e i ður). Skáld Kvasis s m mynd ðima e i æ s ð Allsherjargyðja, himnaríki rétt neðan um mig miðja r f r ló b ða Hve Oscar Wilde er gjarnan talin hafa verið dur. áld e Þröng, nóttin er löng gæd yrði sk Alfreð Flóki var íslenskur samkynhneigður. Hér er átt við það að Oscar m honu myndlistarmaður sem skapaði Ef þú höndlar þessa dínamík myndi hafa hug á að sænga með viðkomandi væri Sjúgðu á mér snípinn tík grófar og erótískar myndir. ýkt staðfesting á kynþokka hennar þar sem hann [...] Algengt er í rappi að tala um kynfæri hneigðist líklega ekki að konum. sín sem eitthvað himneskt. Því ég er mella og ég motherfokkin má’ða á Vísar í yfirlýsinguna: ,,ég er drus þeim liminn, t.d. (Texti fenginn af Genius.com) la” sem er eigi að sjúga á

merkingarþrungin. Konur velja sér hvað þær vilja gera, hvað þær vilja vera og hvenær þær eru kynverur. Með því að taka skammaryrði úr samhengi sínu og nota það um sjálfar sig er slökkt í mætti skammarinnar

um að einhver ar töluvert ar rappa gjarnan dick”. Línan hljóm Karlkyns rappar you can suck my o mfélagið er „S sa s íni ri, inl nfæ be ky heitir gi við kvenkyns en Eminem lag sem mh sa í gum verið lön tt se gar hún er nlíf kvenna hefur meira stuðandi þe ræðuna. . Umræðan um ky um við ra úið se sn alí sé rm þessu gur liður í að no ilvæ ekki vant því að mik er a tr ykjavíkurdæ tabú en rapp Re

MEIRA - MORE

19


Tvíeykið JóiPé x Króli sló gjörsamlega í gegn nýlega. Það samanstendur af Kristni Óla og Jóhanni Damian Patrekssyni. Þeir eru báðir 17 ára og gáfu nýlega út plötuna „Gerviglingur“. Þeir rappa mjög ólíkt, JóiPé rappar rólega og er djúpraddaður en Króli rappar hraðar og röddin hans er bjartari. Saman mynda þeir sterka heild. JóiPé er þekktur fyrir nýjar áherslur í íslensku máli í laginu „Ég vil það“ þar sem hann leggur sérstaklega áherslur á seinna atkvæði í orðum og jafnvel á samhljóða, sitt sýnist hverjum um það. Lag JóaPé og Króla, „Spreða“, er klassískt rapplag um það að eiga peninga en í því er samt ádeila á íslenska rappsenu og því velt upp að það ógrynni af efni sem er í henni sé misgott.

Spreða Hallo hallo hæ Reppa garðabæ JóiPé er úr Garðabæ. Do or die „Pikka fight“ þýðir að Þetta svo fly byrja slag. Hugsanlega viðbrögð við Svaka guy mörgum nýjum röppurum sem Ertu að pikka fight? Mothafukka þú átt ekki séns í mig eru nýkomnir inn á sjónarsvið Hér er átt við frasann, „frá, Hvað ert að gera hér komdu þér frá landsmanna. Rappheimurinn er frá Fúsa liggur á“, sem stundum orðinn umsetnari en áður var. er notaður af börnum þegar Húsaliggur á einhver þarf að færa sig. Rímur mínar rappsins eina von Emmsjé Gauti sagði nýlega í viðtali [..] við Niceland að hann væri hræddur Klassískt að rappa um að eiga Strauja c redit: Spreða spreða spreða um að rapp væri að verða of peninga eða eyða þeim. eyða peni ngum. Það eina sem eg reppa marr vinsælt. Árið 2002 var mikil Reppa: standa fyrir eitthvað. gróska í rappsenunni eins og núna Strauja credit einsog að ég fái borgað fyrir það Rapparinn stendur semsagt og skyndilega var rappið orðið of Debit í debt bro ég tengi fokkin ekki fyrir peningaeyðslu. vinsælt sem varð til þess að það Bankabókin virk eins og adhd krakki Ég fíla þungt stöff og dót úr skíragulli Faxi: hestur að hlusta á rapp hætti að vera Þekkir ekki skuldir, töff. Emmsjé Gauta þykir líklegt að Ég sippa Henri Jayer þu ert sötrandi á sulli alltaf til nóg af sagan sé að endurtaka sig. JóiPé peningum. Rúnta um á faxa því eg motherfuckin get það x Króli eru meðvitaðir um þessa Overpayar fyrir taxa og minnir mig á retharð Viðlíking, bankabókin mjög grósku í íslensku rappsenunni og Púllupp í limmu coppa filmu, vel settur virk, ofvirk jafnvel. telja sig geta haldið vinsældum Fulla vasa cash allt crewið samt með hettur Spreða bleðlum rappsins við með lögum sínum. Coppa: að ná kasta út seðlum já ég kann það Henri Jayer: dýrt franskt vín. einhverju eða Svo moldaður eg lykta af jarðvist alla daga Overpayar: grípa það Cashflow, moneybags, kúbutjill, Castro borgar of mikið. Bacardi breezer fokk það coppa frekar “to fresh” skó Að vera moldaður: að vera Læt þig vita ef ég fýla þig ekki Hópurinn á nóg af ríkur. Jarðvist þýðir í raun dvöl pening en þarf ekki Kasta í þig 10 bara svo þu nagl haldir kjafti á jörðinni en hér á rapparinn að sýna það. (Texti fenginn af Genius.com) Bacardi er romm sem kemur upphaflega frá Kúbu. Eftir að Fidel Castro komst til valda á Kúbu varð hann mikið á móti Bacardi, einkareknu fyrirtæki sem passaði ekki inn í kommúnískt ríki. Læt þig hafa tíu þúsund krónur svo þú þegir.

20

eflaust við dvöl ofan í jörðinni, á við að hann lykti af dvöl neðanjarðar, lykti af mold. Castro: Fidel Castro var kúbverskur Sem þýðir þá að hann lykti af byltingarsinni, sagði m.a. „A peningum. revolution is a struggle to the death between the future and the past“. JóiPé x Króli hyggjast verða byltingarkenndir í íslensku rappi.


„ÉG VISSI BARA EKKI AÐ ÞETTA VÆRI SVONA ÚTBREITT“

22

HÁSKÓLABYGGINGAR FJÁRMAGNAÐAR FRÁ UPPHAFI VERTU MEÐ Í ÆVINTÝRINU

TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á HHI.IS

Vænlegast til vinnings


Grein / By: Kristlín Dís Ólafsdóttir og Hjalti Freyr Ragnarsson.

ICELAND AIRWAVES 2017 Veldur rétt Það er að koma nóvember, farið að rökkva, dagarnir að styttast og samkvæmt skoðanakönnunum mælist Miðflokkurinn með 10% fylgi. Útlitið er svart. En þá er gott að muna að sama hvernig kosningarnar fara bíður Iceland Airwaves hátíðin handan við hornið, eins og Mandí á erfiðri nóttu, ljós í myrkrinu sem veitir fólki von og gefur miðbæjarrottum eitthvað að lifa fyrir. Iceland Airwaves verður haldin 1.-5. nóvember en hátíðin hefur lengi haft það hlutverk að fresta skammdegisþunglyndi landsmanna um um það bil einn mánuð, markþjálfum landsins til mikils ama. Dagskráin er ekki af verri endanum en um 210 listamenn koma fram á hátíðinni í ár. Hátíðin verður þó með öðru sniði en venjulega í ár en tekin hefur verið sú stefna að fara „back to basics“ eða aftur

til fortíðar þar sem tónlistarhúsið Harpa fær ekki að vera með. Tónleikagestir fá því aftur að upplifa töfra þess að vera hluti af genginu sem drottnar yfir allri miðborg Reykjavíkur í eina langa helgi. Það þýðir bara eitt, raðir. Já, það er eins gott að vera búinn að ákveða fyrir fram nákvæmlega hvað á að sjá því það eru um það bil 7% líkur á því að það muni heppnast ef ekki er búið að útfæra skothelda áætlun. Með „OnVenue” staði líkt og Hverfisbarinn og Hard Rock Café er líklegt að Listasafnið taki lungann af þyngslunum í ár en það muna eflaust margir eftir epískum röðum sem mynduðust þar FH – Fyrir Hörpu. Það eina sem hátíðargestir geta gert nú er að biðja veðurguðina um að sýna miskunn og að velja rétt. Stúdentablaðið vonast eftir að verða að liði þar en hér fyrir neðan má sjá þau atriði sem alls EKKI má missa af.

Benjamin Clementine Benjamin Clementine er sannur frumkvöðull í tónlistarsenunni en það er líklega búið að nýta flest af þeim lýsingarorðum sem hægt er finna til að lýsa snilli þessa tónlistarmanns. Benjamin Clementine er listamaður, ljóðskáld og tónskáld en tónlist hans hefur hrifið fólk frá því hann spilaði hana heimilislaus á götum Parísar þar til hann vann hin virtu Mercury verðlaun árið 2015 fyrir fyrstu breiðskífu sína. Önnur plata Clementine kom út í síðastliðnum september en þar ferðast listamaðurinn um ókönnuð mið þar sem hann syngur jafnt um barnæsku sína og persónulega reynslu sem og viðburði líðandi stundar líkt og flóttamannabúðirnar í Calais og stríðið í Sýrlandi. Clementine var álitinn einn af 28 snillingum sem skilgreindu menningu árið 2016 af The New York Times, aðeins 27 ára gamall. Þessi sláandi persónuleiki er þekktur fyrir ástríðufulla og einlæga sviðsframkomu sem hægt verður að upplifa í Þjóðleikhúsinu 2. nóvember kl. 22.15.

22


Ljósmynd/ir – Photo/s: Aðsent

Mura Masa Mura Masa er sviðsnafn tónlistarmannsins og framleiðandans Alex Crossan. Crossan er þekktastur fyrir „house” og hipphopp tónlist sína en hann skilyrðir sig þó ekki við eina stefnu heldur nýtir sér meirihluta sviðsins og vinnur með frægum tónlistarmönnum úr öllum áttum líkt og Damon Albarn, A$AP Rocky og Bonzai. Vinsælasta lag hans, Love$ick, vann Crossan einmitt með tónlistarmanninum A$AP Rocky en lagið skaut Mura Masa beint upp á stjörnuhimininn þegar það náði efsta sæti hlustendalista bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum, en í dag er Love$ick með yfir 110 milljón spilanir á Spotify. Crossan er aðeins 21 árs gamall en þrátt fyrir ungan aldur er hann nú þegar orðinn þekktur fyrir magnaða framkomu á sviði og líklegt er að það verði stappað á tónleikum hans í Listasafninu, 3. nóvember, kl. 21.40.

Kelly Lee Owens Kelly Lee Owens er velsk raftónlistarkona. Fagurfræði hennar minnir um margt á kvenfrumkvöðla í raftónlist frá 7. áratug síðustu aldar. Samnefnd fyrsta plata hennar kom út snemma á árinu og spannar vítt svið hughrifa, allt frá taktfastri danstónlist yfir í sveimandi hugleiðslumöntrur. Skýjapopp er mikill áhrifavaldur á tónsmíðar hennar sem eru oft einfaldar en þó töfrandi. Hún viðurkennir sjálf að hún sé með ákveðna þráhyggju fyrir heilandi tíðnum, tíðnum sem samhljóma með fólki bæði efnislega og andlega. Hún leikur raflistir sínar rétt eftir miðnætti, laugardagskvöldið 4. október, á Húrra.

MEIRA - MORE

23


Ferskur blær

A Breath of Fresh Air

PASHN

Geisha Cartel

Það vill enginn lenda í því að vera seinastur að heyra hvað er að gerast í tónlistarsenunni á Íslandi, eins og að vera týpan sem kynnir vini sína fyrir B.O.B.A með JóaPé x Króla eftir að allir og amma þeirra hafa ekki bara séð þá á Prikinu heldur líka í Gamla bíó og á RÚV. Blessunarlega birtist Iceland Airwaves eins og svindlblað í söguprófi þar sem auðveldlega er hægt að nálgast allt það nýjasta og ferskasta fyrirhafnarlaust. Stúdentablaðið tók saman rjómann af nýliðum dagskrárinnar á Airwaves í ár og hvetur lesendur til að hoppa um borð í pepplestina áður en hún fyllist, eða bara til að geta sagst hafa verið þar frá byrjun.

PASHN, borið fram eins og enska orðið „passion“, er skipuð Ragnhildi Veigarsdóttur og Ásu Bjartmarz. Þær hafa báðar ástríðu fyrir tónlist en þær kynntust í Listaháskóla Íslands þar sem þær stunda báðar nám í skapandi tónlistarmiðlun. Tvíeykið stofnaði hljómsveitina árið 2016 og tóku þátt í Músíktilraunum árið 2017 við góðar undirtektir. Lögin tvö sem dúóið hefur gefið út, Weathering a Storm og Down, fanga athygli áheyrenda um leið en PASHN ná á einstakan hátt að blanda saman poppi og dark-elektrótakti sem heldur hlustendum á tánum á sama tíma og þeim reynist ómögulegt að vera kyrrir. Hægt verður að sjá PASHN á Gauknum þann 1. nóvember kl. 20. PASHN, pronounced like “passion,” is made up of Ragnhildur Veigarsdóttir and Ása Bjartmarz. Both have a passion for music and they met at the Icelandic Academy of the Arts, where they both study creative music communication. The duo founded the band in 2016 and competed in the Icelandic Music Experiments in 2017 where they were well received. The band’s songs, Weathering a Storm and Down instantly capture the listener’s attention because of PASHN’s unique ability to mix pop music with a dark electro beat. This style keeps the listeners on their toes, while simultaneously making it impossible to stay still. PASHN will perform at Gaukurinn on November 1st at 8 pm.

24

No one wants to be the last to know what’s happening in the Icelandic music scene, like the type that introduces their friends to JóiPé x Króli‘s B.O.B.A. after everyone and their grandma have not only seen them at Prikið but also at Gamla Bíó and on national TV. Thankfully, Iceland Airwaves pops up like a cheat sheet for a history exam where you can easily find all the newest and freshest music without too much hassle. The Student Paper has made a list of the cream of the crop of this year‘s Airwaves newcomers and encourages readers to jump aboard the pep train before it fills up, or just for the chance to say you were on board from the start.

Hljómsveitina Geisha Cartel skipa Prince Fendi (Jón Múli), Bleache (Eyþór Ingi Eyþórsson) og Plasticboy (Kristján Steinn Kristjánsson). Þeir eru allir í listahópnum Beige Boys sem er meðal annars þekktur fyrir að merkja sér svæði (tagga) víðs vegar á landinu. Geisha Cartel er blanda af poppi og hipphopptrappi en textarnir gefa hlustendum færi á að gægjast inn í (drauma) heim ungra rappara á Íslandi. Hljómsveitarmeðlimir eru allir miklir tískufrömuðir og hafa vakið eftirtekt fyrir að vera alltaf tveimur skrefum á undan almúganum. Gucci, glamúr og glingur eru áberandi í myndböndum klíkunnar ásamt kampavíni og yfirlæti. Þegar kemur að sviðsframkomu mætir Geisha Cartel með mikillæti og fer með þau alla leið, rándýrt. Þetta eru tilþrifin sem áhorfendur þyrstir í en sjón er sögu ríkari. Hægt verður að sjá Geisha Cartel á Hressó þann 1. nóvember kl. 22.30 og á Húrra þann 5. nóvember kl. 23.30. The band Geisha Cartel is made up of Prince Fendi (Jón Múli), Bleache (Eyþór Ingi Eyþórsson) and Plasticboy (Kristján Steinn Kristjánsson). They are all members of the art group Beige Boys which is, among other things, famous for tagging areas all over the country. Geisha Cartel delivers a mix of pop music and hip hop trap and the lyrics give listeners a sneak peek at the (dream) world of young rappers in Iceland. All the band members are very fashionable and have made waves for being two steps ahead of us commoners in the style department. Gucci, glamour and glitz are prominently featured in the band’s videos, along with champagne and a dose of arrogance. When it comes to stage presence, Geisha Cartel shows up with an extremeness about them, taking it all the way. This is the drama that the audience craves, but seeing is believing. You can see Geisha Cartel at Hressó on November 1st at 10.30 pm and at Húrra on November 5th at 11.30 pm.


Ljósmynd/ir – Photo/s: Aðsent

Special-K

Special-K er listamannsnafn Katrínar Helgu Andrésdóttur, Reykjavíkurdóttur, hljómsveitarmeðlims Sóleyjar og forsprakka hljómsveitarinnar Krika. Katrín Helga hélt nýverið tónleika í Mengi þar sem hún frumflutti lög af væntanlegri sólóplötu sinni I Thought I´d Be More Famous by Now en meginþema plötunnar er hversdagsleiki aldamótarkynslóðarinnar sem einkennist meðal annars af of háum væntingum, vonbrigðum, húmor, kvíða og samfélagsmiðlum. Ég tel óhætt að fullyrða að allir sem búa á Íslandi í dag geti auðveldlega tengt við textana sem hitta áreynslulaust beint í hjartastað með hjálp ljúfsárrar raddar Katrínar. Fyndinn, einlægur og áhrifaríkur flutningur Special-K er ómissandi á Airwaves í ár. Hægt verður að berja Special-K augum á Húrra þann 3. nóvember kl. 20 og á Hressó þann 4. nóvember kl. 22.30. Special-K is the artist name of Katrín Helga Andrésdóttir, a member of Reykjavíkurdætur and Sóley and a founder of the band Kriki. Katrín Helga recently performed a concert at Mengi where she debuted songs from her upcoming solo album I Thought I’d Be More Famous by Now. The album’s main theme is the everyday reality of the millennial generation that is, among other things, defined by too high expectations, disappointments, humor, anxiety and social media. I think it is safe to say that everyone living in Iceland today can easily relate to these lyrics that are effortlessly delivered straight to the heart via Katrín’s bittersweet voice. The funny, sincere and effective performance of Special-K is not to be missed at this year’s Airwaves. You can see Special-K perform at Húrra on November 3rd at 8 pm and at Hressó on November 4th at 10.30 pm.

Án

Elvar Smári Júlíusson kemur fram á Airwaves í annað skipti undir nafninu Án, en hann spilaði „off-venue“ á hátíðinni í fyrra. Elvar byrjaði að semja tónlist undir nafninu Án árið 2015 og fyrsta EP platan hans, Ljóstillífun, var gefin út árið 2017 af Möller Records. Ljóstillífun er mínímalísk raftónlist sem byggist í grunninn á píanói, bassa og „syntha“. Án skilgreinir sig frekar sem pródúsent heldur en hljóðfæraleikara en á Airwaves í ár kemur Án þó í fyrsta skipti fram með lifandi hljómsveit, þeim Magnúsi Jóhanni á hljómborði og Andrési Þór á slagverki, en Elvar segir lifandi tónleikahald „sárvanta í elektróníska tónlist“. Án setur að eigin sögn fagurfræði og hljóðblæ í fyrsta sæti en lætur hljómagang mæta rest. Hægt verður að sjá Án á Hressó þann 1. nóvember kl. 21.30 og á Hard Rock Café þann 4. nóvember kl. 19.40. This is Elvar Smári Júlíusson’s second time performing at Airwaves under the name Án, the first time being last year as a part of the off-venue programme. Elvar started making music under the name Án in 2015 and his first EP, Ljóstillífun, was released by Möller Records in 2017. Ljóstillífun is minimalistic electro music performed on piano, bass and synths. Án characterizes himself as a producer rather than a player of instruments but this year, Án will perform with a live band for the first time. The band is made up of Magnús Jóhann on keyboards and Andrés Þór on percussion. Elvar says electronic music is sorely missing from the live music scene. According to him, Án places aesthetics and sound worlds first, the chord progression comes later. Án will perform at Hressó on November 1st at 9.30 pm and at Hard Rock Café on November 4th at 7.40 pm.

„Ég er bútasaums-hermikráka. Fæ lánað efni úr ýmsum áttum, sauma það saman og bý til eitthvað nýtt.“

„Það fyrsta sem ég hugsa þegar ég vakna er vanalega hversu seinn á skalanum 1-10 ég er í að ná strætó. Hann er vanalega 10 svo ég rýk út.”

25


Grein / By: Ingvar Þór BjörnssoN

NEYÐARÁSTAND Á HÚSNÆÐISMARKAÐNUM Það er neyðarástand á íslenska húsnæðismarkaðnum sem bitnar einna helst á ungu fólki. Á Íslandi er sífellt stærri hópur landsmanna sem getur ekki komið sér þaki yfir höfuðið. Fjórir af hverjum tíu fullorðnum einstaklingum á aldrinum 20 til 29 ára búa enn í foreldrahúsum. Hlutfall ungs fólks á aldrinum 20 til 24 ára sem býr heima hefur hækkað, farið úr rúmum 48 prósentum árið 2005 í tæp 57 árið 2015 samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Þá hefur fólki á aldrinum 25 til 29 ára, sem býr enn í foreldrahúsum, einnig fjölgað. Um 15 prósent þeirra bjuggu í foreldrahúsum árið 2009 en árið 2015 voru það rúmlega 21 prósent. Frá árslokum 2010 hefur húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 78 prósent og leiguverð hefur á þessum sama tíma hækkað um 64 prósent. Frá 2010 til 2017 hefur fasteignaverð nánast

Af hverju er ástandið svona?

Samspil nokkurra þátta hefur ollið þessu neyðarástandi. Ber þar helst að nefna gríðarlegan framboðsskort og þann fjölda íbúða sem leigðar eru til ferðamanna. Mesta hækkunin á húsnæðis- og leiguverði hefur verið miðsvæðis í Reykjavík og er það að miklu leyti vegna fjölda ferðamanna í heimagistingu. Þá má einnig nefna leigufélög og umsvif þeirra á leigumarkaði. Stærsta ástæðan er óneitanlega að hér er byggt of lítið af húsnæði til að anna eftirspurn. Þetta á sérstaklega við á höfuðborgarsvæðinu. Eins og áður sagði þarf að byggja um 9000 íbúðir á næstu þremur árum. Uppsöfnuð þörf eftir hrunið er mikil og tók húsnæðismarkaðurinn ekki jafn hratt við sér eftir hrunið og aðrir markaðir. Lítið sem ekkert var byggt af húsnæði í næstum tvö og hálft ár frá 2008 og því myndaðist mikil uppsöfnuð þörf á nýju húsnæði. Ekki hafa verið jafn fáar íbúðir til sölu og nú í ellefu ár og meðalsölutími hefur aldrei verið styttri.

tvöfaldast að meðaltali á höfuðborgarsvæðinu. Líklega þarf um 2000 nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á ári en á síðustu þremur árum hefur fjölgun þeirra á ári verið undir 1000. Samkvæmt greiningu Íbúðalánasjóðs vantar 4600 íbúðir og byggja þarf um 9000 íbúðir til loka árs 2018 til að ná jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar. Einnig segir í greiningu Íbúðalánasjóðs að um 1000 íbúðir séu í sölu um þessar mundir sem er þriðjungur þess sem markaðurinn þarf. Meðalsölutíminn hefur aldrei verið styttri og til að bæta gráu ofan á svart eru þær íbúðir sem eru í byggingu margar í verðflokkum sem ungt fólk á ekki möguleika á að kaupa.

Hverjum bitnar ástandið helst á?

Helstu fórnarlömb neyðarástandsins á húsnæðismarkaði eru ungt fólk og fátækasti hluti landsmanna. Þær íbúðir sem eru í byggingu eru margar í verðflokkum sem þessir hópar eiga ekki möguleika á að kaupa. Einnig ber að geta þess að ungt fólk hefur setið eftir í kaupmáttaraukningu. Kaupmáttur Íslendinga undir þrítugu jókst um níu prósent á árunum 1990 til 2014 á meðan kaupmáttur 30 til 64 ára jókst um 52 prósent á sama tíma. Vandamálið er jafnframt að ungt fólk skortir eigið fé. Það á ekki fyrir útborgun í íbúð og lágar tekjur leyfa þeim ekki sparnað. Húsnæðis- og leiguverð hækkar svo að fólk þarf alltaf meira af peningum í útborgun eða stærra hlutfall af ráðstöfunartekjunum. Stórir árgangar fæddust á tíunda áratugnum en ekki virðast hafa verið gerðar ráðstafanir vegna þessa mikla fjölda.

Rúmlega 6000 leiguíbúðir eru í eigu leigufélaga.

Kaupmáttur Íslendinga undir þrítugu jókst um níu prósent á árunum 1990 til 2014 á meðan kaupmáttur 30 til 64 ára Hverjir græða á ástandinu? Tveir hópar græða sérstaklega á ástandinu. Annars vegar eru það jókst um 52 prósent á sama tíma. þeir sem hafa eignast húsnæði. Eigið fé Íslendinga í fasteignum Airbnb er lykilbreyta. Airbnb íbúðum sem eru í útleigu hérlendis fjölgar hratt, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Allt að 3200 íbúðir eða herbergi eru til leigu á Airbnb eða í annarri heimagistingu. Frá árinu 2015 til 2016 fjölgaði íbúðum sem eru í leigu á Airbnb um 500 íbúðir. Slík aukning á einu ári hefur mikil ruðningsáhrif. Annað sem hefur talsverð áhrif á framboð íbúða eru leigufélög. Leigufélög kaupa sífellt fleiri eignir og hafa hækkað leiguna umtalsvert. Rúmlega 26 prósent heimila eru á leigumarkaði, eða rúmlega 35.000 heimili. Leigufélögin eiga um 17 prósent allra leiguíbúða á landinu.

26

þeirra tvöfaldaðist í krónum talið frá lokun ársins 2010 til loka árs 2015. Hækkandi fasteignaverð hefur orðið til þess að eignarhlutur þeirra í fasteignunum hefur farið sífellt hækkandi. Hins vegar eru það leigufélög með arðsemiskröfu. Leigufélög kaupa sífellt fleiri eignir og geta mikið. Aðilar á vegum fjármálafyrirtækisins Gamma hófu að kaupa upp íbúðarhúsnæði í Reykjavík á árunum 2012 og 2013. Rúmlega 6000 leiguíbúðir eru í eigu leigufélaga, flestar í eigu Almenna leigufélagsins og Heimavalla.


30.6%

Árið 2005 voru 30.6% af ungu fólki á aldrinum 20-29 í foreldrahúsum.

Hvað er verið að gera?

Úrræðið „Fyrsta fasteign“ sneri að fasteignakaupum ungs fólks, og víkkaði út möguleika þess til þess að nýta séreignasparnað til að lækka greiðslubyrði eða til útborgunar á sinni fyrstu fasteign. Í því fólst að fyrstu íbúðakaupendur fá skattafslátt gegn því að nota séreignasparnað sinn í að safna fyrir íbúð. Einnig voru samþykkt í síðustu ríkisstjórn frumvörp um almennar íbúðir og frumvarp um húsnæðisbætur. Í aðdraganda síðustu kosninga voru húsnæðismál lítið rædd og húsnæðismál voru ekki einu sinni nefnd á nafn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Eitt af því helsta sem hefur gerst síðan er upptaka leiguheimilakerfis að danskri fyrirmynd. Gerir það meðaltekjufólki kleift að komast í langtímaleigu. Ríkið leggur fram 18 prósent af stofnframlagi eignarinnar og sveitarfélagið 12 prósent. Yfir 500 leiguheimili munu rísa á næstunni og leiguverð mun verða að meðaltali 20 til 30 prósent lægra en markaðsleiga er í dag.

Í uppfærðri áætlun yfir uppbyggingarsvæði í Reykjavík haustið 2017, eru íbúðir á byggingarsvæðum á framkvæmdastigi alls 3100 talsins.

41.8%

Árið 2015 voru 41.8% af ungu fólki á aldrinum 20-29 í foreldrahúsum.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segist ætla að fjölga húsnæðiskostum af öllu tagi. Hefur hann til að mynda talað fyrir því að leigufélög sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni verði stærri hluti af markaðnum. Ný lög um húsnæðissamvinnufélög og stofnframlög vegna leigufélaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni voru samþykkt í fyrra og í kjölfarið hófst borgin handa við að byggja upp talsverðan fjölda af íbúðum fyrir tekjuminna fólk. Hvað varðar Airbnb og heimaleigu var samþykkt í borgarráði Reykjavíkurborgar að stofna samninganefnd sem á að hefja viðræður við ferðaþjónustufyrirtækið Airbnb. Nefndin ætlar að taka mið af samningum sem borgaryfirvöld í nokkrum evrópskum borgum hafa gert við stórfyrirtækið. Síðastliðið ár hafa fulltrúar Reykjavíkurborgar rætt við yfirvöld í öðrum evrópskum borgum þar sem ferðaþjónusta hefur verið í örum vexti. Í samþykktum deiliskipulagsáætlunum Reykjavíkurborgar eru heimildir fyrir á fimmta þúsund íbúðir og þar af eru rúmlega 3000 íbúðir í byggingu. Í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er lögð áhersla á að auka framboð smærri íbúða. Stefnt er að því að fjórðungur íbúða miðist við þarfir þeirra sem ekki vilja eða geta lagt mikið fé í eigið húsnæði. Í uppfærðri áætlun yfir uppbyggingarsvæði í Reykjavík haustið 2017, eru íbúðir á byggingarsvæðum á framkvæmdastigi alls 3100 talsins. Samþykkt deiliskipulag liggur fyrir vegna 4302 íbúða og 3045 íbúðir til viðbótar eru í formlegu skipulagsferli. Þá eru 8805 íbúðir í undirbúningsferli eða í skoðun á þróunarsvæðum. Umfjöllunin var byggð á greiningum frá Arion Banka, Íslandsbanka og Íbúðalánasjóði. Einnig voru ítarlegar fréttaskýringar Kjarnans og Stundarinnar hafðar til hliðsjónar.

Umfjöllunin var byggð á greiningum frá Arion Banka, Íslandsbanka og Íbúðalánasjóði. Einnig voru ítarlegar fréttaskýringar Kjarnans og Stundarinnar hafðar til hliðsjónar.

MEIRA - MORE

27


17%

Leigufélögin eiga um 17 prósent allra leiguíbúða á landinu.

Hvað vilja flokkarnir gera? Vinstri græn:

Raunverulegir valkostir þurfa að vera í boði fyrir ungt fólk á húsnæðismarkaði með því að tvöfalda stofnframlög ríkisins til uppbyggingar leiguhúsnæðis og tryggja þar með aukið framboð af húsnæði. Einnig þarf að hækka húsnæðisbætur en vaxtabætur hafa verið skertar svo nemur tugum milljarða á undanförnum árum. Efla þarf hinn félagslega leigumarkað og styðja við húsnæðissamvinnufélög. Félagsstofnun stúdenta hefur verið og mun áfram verða lykilstofnun í húsnæðismálum stúdenta við Háskóla Íslands.*

Viðreisn:

Viðreisn kom á samstarfi ríkis og sveitarfélaga með það að markmiði að leysa bráðan húsnæðisvanda á höfuðborgarsvæðinu með byggingu fjölda hagkvæmra leigu- og eignaríbúða. Viðreisn hefur einnig sett fram tillögur um nýtingu séreignasparnaðar fyrir fyrstu kaupendur sem gerir þeim kleift að safna fyrir innborgun vegna húsnæðislána á fjórum til fimm árum. Stefna Viðreisnar er að lækka vaxtastig varanlega með umbótum í gjaldmiðilsmálum, sem mun lækka húsnæðiskostnað bæði fyrir leigjendur og kaupendur.

28

Sjálfstæðisflokkurinn:

Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja fólki valfrelsi og fjárhagslegt sjálfstæði til að taka ákvörðun um hvort það vilji leigja eða eignast húsnæði. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að ungt fólk geti eignast eigið íbúðarhúsnæði. Við viljum auðvelda ungu fólki að kaupa sína fyrstu íbúð en tryggja jafnframt að það eigi kost á leiguhúsnæði á virkum leigumarkaði. Lækka verður byggingarkostnað og tryggja aukið framboð á lóðum og íbúðum.*

Samfylking:

Samfylkingin ætlar að ráðast í byggingu a.m.k. 6000 íbúða í gegnum húsnæðisfélög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Við hyggjumst einnig hækka húsnæðisstuðning til að koma til móts við fólk með lág laun og millitekjur. Samfylkingin hefur staðið við gefin loforð um íbúðauppbyggingu í Reykjavík og það ætlum við líka að gera á landsvísu.

*Svar flokksins fór yfir lengdarmörk. Svar flokksins í fullri lengd má lesa á heimasíðu Stúdentablaðsins.


LAUN & AÐRAR STARFSTENGDAR TEKJUR – Á MÁNUÐI AÐ MEÐALTALI Á VERÐLAGI 2014 600.000 500.000 400.000 300.000 200.000 100.000 0 16-29 ára 1990

30-64 ára 2000

2007

65 ÁRA & ELDRI 2014

hækkun

LÆKKUN

Píratar:

Björt Framtíð:

Húsnæðisvandinn er framboðsvandi. Það er verið að byggja um 4000 íbúðir núna en það þarf að byggja fleiri litlar og ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk. Píratar vilja styrkja félagsstofnun stúdenta til þess að byggja fleiri stúdentaíbúðir sem og íbúðalánasjóð og sveitarfélögin til þess að byggja smærri íbúðir. Það þýðir ekki að setja fleiri úrræði í eftirspurnina (fyrsta fasteign, leiðrétting, séreignarlífeyrir...) því það drífur bara upp verðið og býr til bólu sem springur í andlitið á okkur að lokum.

Besta kjarabót sem hægt er að hugsa sér er upptaka nýs gjaldmiðils sem leiðir til lægri vaxta og afnáms verðtryggingar. Það er hins vegar verkefni til lengri tíma. Björt framtíð telur mikilvægt að leitað sé allra leiða til að tryggja þátttöku allra sveitarfélaga í uppbyggingu félagslegs húsnæðis enda er það skylda sveitarfélaga að tryggja fólki húsnæði. Mikilvægt er að settar séu reglur um þessa skýru skyldu til að einstök sveitarfélög geti ekki skotist undan ábyrgð og velt vandanum á önnur sveitarfélög.*

Miðflokkurinn:

Framsókn:

Vaxtalækkun er lykilatriði á öllum stigum. Hægt verði að nota séreignarsparnað í húsnæði, til verði byggingarsamvinnufélög sem koma þá til móts við ungt fólk, verðtrygging verði óheimil á neytendalánum.

Framsókn vill að ungu fólki verði heimilt að nýta iðgjald sem það hefur lagt í lífeyrissjóð sem útborgun við íbúðarkaup. Fjárhæðin ber ekki vexti og er án afborgana, en við sölu íbúðarinnar er iðgjaldið greitt aftur til lífeyrissjóðsins. Í Sviss hefur þessi leið nýst vel til að auðvelda húsnæðiskaup. Þá vill Framsókn afborgunarhlé á námslánum í fimm ár til að hjálpa ungum fjölskyldum við fyrstu íbúðarkaup.

Flokkur fólksins:

Ekki bárust svör frá Flokki fólksins.

29


Grein / By: Lísa Björg Attensperger

Þýðing / Translation: Julie Summers

Óvenju óríental háskólamarkaður Taubleyjur og dömubindi skreytt einhyrningum, origami eyrnalokkar og skartgripir úr hrosshárum, glæpasögur, lampaskermur með kínverskum dreka, prjónavörur, varalitir, bæði notuð og ný föt. Allt þetta og fleira var að finna á Háskólaporti, flóamarkaði háskólanema, sem haldinn var á Háskólatorgi þann 7. október. Síðastliðin ár hefur Félagslífs- og menningarnefnd SHÍ staðið að baki viðburðinum við góðar undirtektir. Á Háskólaporti gefst nemendum tækifæri til þess að selja af sér spjarirnar og fleira sem þeim dettur í hug. Allir eru velkomnir til þess að skrá sig að kostnaðarlausu. Þá býðst gestum og gangandi að staldra við á Háskólatorgi og gramsa í gersemunum, jafnvel finna eitthvað fallegt og skemmtilegt í fataskápinn eða á heimilið. Nafnið Háskólaport er vel við hæfi þar sem stemningin minnir mikið á Kolaportið. Þarna voru nemendur að selja ný og notuð föt, bækur og hluti fyrir heimilið. Mæður seldu barnaföt og leikföng sem börnin hafa vaxið upp úr á meðan aðrir voru með sína eigin hönnun til sölu. Kona sem er að læra íslensku við háskólann seldi japanskt innblásna skartgripi sem kærastinn hennar hannaði auk miso súpu í pakka í bland við notuð föt. Þá seldi kennaranemi taubleyjur, dömubindi og föt sem að hún saumar sjálf og selur á Facebook. Andrúmsloftið var afslappað og vinalegt en ef til vill hefði mátt auglýsa viðburðinn betur og því voru ekki eins margir gestir eins og hefði mátt vera. Sölumenn voru hins vegar sammála um að það hafi verið fámennt en góðmennt á viðburðinum. ■

Unexpectedly Oriental University Flea Market Cloth diapers and menstrual pads decorated with unicorns, origami earrings and jewelry made of horsehair, crime novels, a lampshade adorned with a Chinese dragon, knitwear, lipstick, new and used clothes. All this and more could be found at Háskólaport, the student flea market, held at the University Center on October 7th. For the last few years, the Student Council’s Committee of Culture and Social Events has organized a flea market, which gives students the opportunity to sell new and used clothing and more. Signing up to host a table is free and everyone is welcome, although there is limited space available. Curious students and others then get the chance to rummage through the selection and maybe even find a treasure to take home. The name Háskólaport is a play on the name of Reykjavík’s popular indoor flea market, Kolaport, and it’s a fitting comparison. The atmosphere was very similar to Kolaport, with people selling new and used clothing, books, and items for the home. Mothers sold baby clothes and toys that their children have outgrown, while others sold original designs. One student studying Icelandic at the university sold Japanese-inspired jewelry designed by her boyfriend as well as miso soup packets and used clothing. An education student sold cloth diapers, pads and clothing that she makes herself and sells through Facebook. Unfortunately, lack of promotion resulted in a fairly low turnout. However, the vendors agreed that in this case the relaxed and friendly atmosphere more than made up for the small crowd. ■

30

Ljósmynd/ir – Photo/s: Karítas Sigvaldadóttir


FÁÐU BURRITO Á

HEILANN R 13SLÁ% TTU AF

ÞAÐ ER GOTT - OG HOLLT NÁMSMENN Serrano nærir heilann og kemur ykkur í gegnum skóladaginn. Ferskur mexíkóskur skyndibiti með 13% afslætti fyrir námsfólk gegn framvísun skólaskírteinis. Ferskur og hollur matur


Grein / By: Karítas Hrundar Pálsdóttir

Þýðing / Translation: Julie Summers

1984 árið 2017 1984 in the year 2017

Ímyndaðu þér samfélag þar sem eru engin lög en allt er bannað. Hugsanalögreglan handtekur fólk fyrir að hugsa sjálfstætt. Útsendarar ríkisins fylgjast með öllu sem fólk tekur sér fyrir hendur. Fyrir ríkið starfar tungumálanefnd sem leitast við að einfalda tungumálið. Um leið er markmið hennar að útrýma hugsanavillum því hvernig er hægt að hafa byltingakenndar hugmyndir ef að slíkar hugmyndir rúmast ekki innan orðaforða tungumálsins? Í sannleiksráðuneyti ríkisins starfar fólk við að leiðrétta staðhæfingar og breyta sögunni. Eins og hendi sé veifað er tilvist uppreisnarfólks þurrkuð úr sögunni og aðrar betri fyrirmyndir eru uppdiktaðar jafnauðveldlega. Sannleikur er ekki til. Ríkið býr til sannleikann og sannfærir fólk um að það hafi aldrei haft það betra. En á sama tíma líður fólk skort. Slagorð ríkisins eru: Stríð er friður, frelsi er þrældómur og fáfræði er styrkur. Þessi dystópíski heimur er hugarsmíð George Orwell í skáldsögunni 1984. Í fyrstu kann sögusvið bókarinnar og samfélagið sem hún segir frá virðast algjör fantasía. Fljótt má þó sjá hliðstæður við

32

Í aldanna rás hefur sannleikanum oft verið hagrætt. mannkynssöguna og ekki síður nútímann. Hugsanalögreglan á sér samsvörun við útsendara nasisma á tímum Hitlers. Söguritun sannleiksráðuneytisins á sér samsvörun við það hvernig saga hvíta mannsins var rituð í Bandaríkjunum. Í aldanna rás hefur sannleikanum oft verið hagrætt. Hinn dystópíski heimur 1984 á sér ekki síst hliðstæður við lífið í Norður-Kóreu í dag, árið 2017. Yenomi Park, ung norðurkóresk kona, hélt nýverið erindi í Háskóla Íslands. Þar sagði hún sögu sína. Til að lýsa lífinu í Norður-Kóreu benti hún á líkindi við bækur George Orwell 1984 og Animal Farm og kvikmyndina The Truman Show. Áður en Yenomi tókst að flýja heimaland sitt var sýn hennar á heiminn takmörkuð af því upplýsingaflæði sem kom frá norðurkóreska ríkinu. Heimsmynd NorðurKóreumanna takmarkast við Kína, Japan, Rússland og Bandaríkin, sem eru helstu óvinirnir. Þeim er sagt að allar

Imagine a society in which there are no laws but everything is forbidden. The Thought Police arrest people who think independently. Government agents track your every move. A staterun committee endeavors to simplify the language, with the goal of eradicating faulty thinking. After all, how can you have revolutionary ideas if you cannot put them into words? The Ministry of Truth works to correct the facts and rewrite history. With the wave of a hand, the rebels’ existence is erased from the history books and other figures, better role models for the common people, are invented just as effortlessly. There’s no such thing as truth. The state invents the truth and convinces people that things have never been better. In the meantime, the people suffer a life of destitution. The state’s slogans are: War is peace, freedom is slavery, and ignorance is strength. This dystopian world is the creation of George Orwell in his novel 1984. At first, it seems the world of 1984 and the society it describes are pure fiction. But parallels from human history, and even from the present day, soon become apparent. The Thought Police are akin

The truth has, indeed, often been twisted over the course of time. to Hitler’s Nazi agents. The Ministry of Truth’s historical revisionism is reminiscent of the way in which the story of the white man has been rewritten in the U.S. The truth has, indeed, often been twisted over the course of time. But not least of all, the dystopian world of 1984 has parallels to life in North Korea in the year 2017. Yenomi Park, a young North Korean woman, recently told her story in a speech at the University of Iceland. To describe life in North Korea, she drew parallels to George Orwell’s books 1984 and Animal Farm and to the movie The Truman Show. Before Yenomi fled her homeland, her view of the world was entirely shaped by the stream of information coming from the North Korean government. North Koreans’ view of the world focuses on China, Japan, Russia, and the U.S., which are the greatest enemies, but they are told that all other nations are


aðrar þjóðir heimsins séu þeim óvinveittar. Aðeins eitt dagblað er í landinu og aðeins ein sjónvarpsstöð. Þar er fjallað um hversu frábær NorðurKórea er. Á sama tíma sveltur fólk. Það var menningarsjokk fyrir Yenomi þegar hún sá í fyrsta skipti ruslafötu því í Norður-Kóreu er ekkert sem fer til spillis, engu er hent. Rottur narta í dauða mannslíkama sem liggja í stöflum við útiklósett spítala. Fólk er svo svangt að það borðar rottur, veikist af því og deyr. Stuttu eftir að Yenomi flúði hélt hún að frelsi fælist í því að mega klæðast gallabuxum og horfa á kvikmyndir án þess að vera handtekin eða skotin fyrir það. Hún vissi ekki hvað fólst í því að vera frjáls. Fyrir henni var þetta flókið hugtak. Hún ólst ekki upp við að skoðanir hennar skiptu máli og henni var kennt að það væri bannað að hvísla því jafnvel fuglarnir og mýsnar gætu heyrt í henni. Eftir flóttann átti Yenomi bágt með að svara spurningum um það hver uppáhaldsliturinn

hennar væri. Í Norður-Kóreu hafði henni verið sagt að uppáhaldsliturinn hennar væri rauður, litur uppreisnarinnar. Sá boðskapur sem Yenomi vildi miðla til Íslendinga var sá að breytingarnar í NorðurKóreu þyrftu að koma að innan. Hún sagði að NorðurKóreubúar þurfi að átta sig sjálfir á því að þeir eru ekki frjálsir heldur þrælar. Til að leysa vítahringinn þurfi landar hennar að fá að hugsa sjálfstætt. Fólkið þurfi að átta sig á að það er til annars konar líf. Það eru til frelsi og mannréttindi. Í ljósi þess að vettvangur er fyrir umræður um dýravernd og áhyggjur af loftlagsbreytingum á Vesturlöndum vonast Yenomi til að skapa megi pláss fyrir umræðu um þau mannréttindabrot sem eiga sér stað í föðurlandi hennar. ■

also hostile. There’s only one newspaper and one television station in the country, which declare the greatness of North Korea. At the same time, people are starving. When she first saw a trash bin, Yenomi experienced culture shock because in North Korea, nothing is wasted or thrown away.Rats nibble on dead bodies piled by the hospital’s latrine. People are so hungry that they eat rats, then fall ill and die. Shortly after Yenomi fled, she thought freedom meant being able to wear jeans and watch movies without being arrested or shot. She didn’t know what it meant to be free; for her, freedom was a complicated concept. She grew up believing her opinion didn’t matter, and she was taught not to whisper, because even the birds and mice might be listening. After her escape, Yenomi had difficulty answering simple questions, like what her favorite color was. In North Korea, she’d been told her favorite color was red, the color of the revolution.

The message Yenomi hoped to get across to Icelanders was that changes in North Korea must come from within the people themselves. She said North Koreans must come to realize that they are not free they are slaves. To bring an end to the vicious cycle, her fellow countrymen must be allowed to think independently. They must realize that there’s another way to live, that freedom and human rights are possible. In the Western world, where issues like animal conservation and climate change are widely discussed, Yenomi hopes room can be made for discussions about the human rights violations occurring in her homeland. ■

33


Grein / By: Ingvar Þór BjörnssoN

KJÓSUM MENNTUN! Spurningar til stjórnmálaflokkanna Þann 28. október næstkomandi ganga Íslendingar til kosninga. Stúdentablaðið lagði nokkrar spurningar fyrir flokkana um stefnu þeirra er varða háskólana og málefni stúdenta. Fyrirvari: Stúdentablaðið áskildi sér þann rétt að stytta löng svör. Flokkarnir fengu fyrirmæli um að svara hverri spurningu með ekki fleiri en 60 orðum. Svör flokkanna í fullri lengd má lesa á heimasíðu Stúdentablaðsins, studentabladid.is. Ekki bárust svör frá Flokki fólksins.

Hver er stefna flokksins í málefnum háskólanna? Björt framtíð: Björt framtíð telur það forgangsatriði að fjármagna háskólana að fullu. Við viljum að háskólarnir stundi öflugt rannsóknarstarf, bjóði upp á fjölbreytta menntun og svari kalli atvinnulífsins um þá þekkingu og kunnáttu sem þarf. Þeim þarf að gera kleift að taka þátt í rannsóknum og þróunarstarfi með því að tryggja að innviðir skólanna standist gæði og samkeppnishæfni þeirra sé góð. Til þess þarf aukna fjármuni.* Framsókn: Fjárfesting í menntun er fjárfesting í framtíðinni. Framsókn vill setja 20 milljarða í heilbrigðis-, samgöngu- og menntamál og bregðast við brýnni þörf um uppbyggingu innviða samfélagsins. Á þeim umbreytingatímum sem við lifum sköpum við ný tækifæri með öflugu menntakerfi og fjárfestingu í hugverkaog þekkingariðnaði. Menntun, rannsóknir og nýsköpun eru undirstaða kröftugs hagvaxtar en um leið velferðar og hagsældar til framtíðar. Miðflokkurinn: Við ætlum að auka framlög til háskólanna. Við ætlum menntastofnunum að verða leiðandi í að nýta nýjustu tækni á sviði menntamála og þróun náms. Rannsóknar- og þróunarsjóðir verði að hluta merktir sókn í ákveðnum landshlutum í samræmi við stefnuna Ísland allt. Píratar: Allt starf háskóla skal hvíla á vísindalegum eða listrænum grunni, eftir því sem við á, og byggjast á þekkingu og aðferðum sem standast þær kröfur um áreiðanleika og nýsköpun sem gerðar eru á hverju fræðasviði. Niðurstöður rannsókna í háskólum skulu birtar opinberlega, í samræmi við alþjóðlegar hefðir á hverju sviði. Festa skal í lög ákvæði um hvernig akademískt frelsi háskóla skuli tryggt.* Samfylkingin: Samfylkingin vill að íslenskir háskólar verði með þeim bestu í heimi. Til þess þurfum við að fara í stórsókn í menntamálum. Við viljum auka framlög til háskólastigsins svo framlög á hvern nemanda nái meðaltali Norðurlandanna. Við viljum einnig stórefla rannsóknir. Þá teljum við brýnt að ráða fleiri sálfræðinga til starfa í háskólunum. Sjálfstæðisflokkurinn: Menntun, vísindi og nýsköpun gegna lykilhlutverki við uppbyggingu atvinnulífs og eflingu lífsgæða

34

á Íslandi til frambúðar. Fjárfesting í menntun og þar með háskólamenntun, er ein meginstoð verðmætasköpunar á Íslandi. Íslenskir háskólar þurfa fjármagn til að halda uppi gæðum og standast alþjóðlega samkeppni. Kappkosta þarf að auka samvinnu og samhæfingu íslenskra háskóla- og vísindastofnana. Framlög hafa verið aukin til rannsókna og nýsköpunar.* Viðreisn: Menntun er undirstaða efnahagslegrar hagsældar, leiðir til nýsköpunar og stuðlar að almennri velferð í samfélaginu. Framlög til menntunar og rannsókna eru fjárfesting til framtíðar. Viðreisn vill auka samvinnu háskóla, rannsóknarstofnana og atvinnulífs þannig að til verði frjór jarðvegur fyrir nýsköpunarstarf. Í anda þessarar hugmyndafræði viljum við efla samkeppnissjóði hér á landi og stuðla þannig að framsæknum vísindarannsóknum, þróun og sprotastarfsemi. Vinstrihreyfingin grænt framboð: Öflugir háskólar eru lykilstofnanir í nútímasamfélagi og undirstaða hagsældar og velferðar. Mikilvægt er að halda áfram á þeirri vegferð að fjölga þeim sem lokið hafa framhaldsskóla- og háskólamenntun. Tryggja þarf fjölbreytta menntun þannig að hver og einn fái tækifæri til að þroska hæfileika sína og skapa sér sín eigin tækifæri. Efla þarf háskólastigið þar sem það hefur í mörg ár verið vanfjármagnað.*

Vill flokkurinn beita sér fyrir að styrkjakerfi verði komið á í Lánasjóði íslenskra námsmanna? Björt framtíð: Björt framtíð vill beita sér fyrir því að námsstyrkjakerfi að norrænni fyrirmynd verði tekið upp. Framsókn: Framsókn hefur alla tíð staðið vörð um jafnan rétt fólks til menntunar, óháð búsetu og efnahag. LÍN gegnir þar lykilhlutverki. Hækka þarf frítekjumark og endurskoða reglulega raunverulegan framfærslukostnað. Framsókn styður áfram þær hugmyndir um styrkjakerfi sem lagðar voru fram við endurskoðun laga um LÍN á kjörtímabilinu 2013-17. Miðflokkurinn: Miðflokkurinn ætlar að setja á styrki ásamt námslánum. Píratar: Já. Það eru nokkrar aðferðir sem hægt er að beita þar. Ein


leið sem við höfum nefnt (ásamt því að lán breytist í styrk) er að greiða út persónuafslátt mánaðarlega. Við stefnum einnig á það að hækka persónuafslátt en núverandi persónuafsláttur jafnast nánast á við full námslán fyrir nemanda sem býr í heimahúsi. Samfylkingin: Já. Samfylkingin vill fara svipaða leið og í Noregi, þar sem hluti láns fellur niður og breytist í styrk að námi loknu. Samfylkingin hafnar breytingum á LÍN sem draga úr félagslegu jöfnunarhlutverki sjóðsins og eru til þess fallnar að gera vexti lána hærri og greiðslubyrði þyngri. Sjálfstæðisflokkurinn: Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið frumkvæði að því að tekið verði upp námsstyrkjakerfi að norrænni fyrirmynd, 65.000 króna styrk á mánuði og lán ofan á það upp að fullri framfærslu með samtímagreiðslu, sem íslenskum námsmönnum hefur aldrei áður staðið til boða. Viðreisn: Núverandi námslánakerfi felur í sér stuðning í formi hagstæðra vaxta. Viðreisn telur að stuðningur við námsmenn eigi að vera á formi beinna styrkja. Viðreisn telur enn fremur eðlilegt að námslánakerfið sé árangurshvetjandi og umbuni fyrir góðan námsárangur og hæfilega námshraða. Vinstrihreyfingin grænt framboð: Já. Vinstrihreyfingin grænt framboð telur löngu tímabært að námslánakerfið verði tekið til endurskoðunar með það að markmiði að færa það í átt til námsstyrkja. VG mun beita sér fyrir því að þetta verði gert annað hvort með því að hluti framfærslunnar verði í formi styrks, eða að hluti höfuðstóls námslána falli niður ljúki nemendur háskólanámi á tilskildum tíma. Við útfærslu á námsstyrkjakerfi þarf að taka mið af því að hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að veita öllum jafnt aðgengi að menntun.*

Hver eru önnur sjónarmið flokksins í málefnum Lánasjóðs íslenskra námsmanna? Björt framtíð: Björt framtíð vill að lánveitingar LÍN miði við fulla framfærslu og hvatningu til námsframvindu. Þá teljum við að huga þurfi að félagslegu hlutverki sjóðsins. Framsókn: Skapa þarf hvata til að laða ungt vel menntað fólk til þess að setjast að á landsbyggðinni, líkt og Norðmenn gera. Framsókn vill að afborganir séu felldar niður af námslánum í fimm ár fyrir þá sem eru búsettir á skilgreindum svæðum á landsbyggðinni. Sama má gera til að bregðast við skorti á fagmenntuðu starfsfólki eins og í leik- og grunnskólum. Miðflokkurinn: Miðflokkurinn ætlar að setja á styrki ásamt námslánum, sem sagt sama svar og að ofan. Píratar: Lán eiga að vera greidd fyrir fram, möguleiki sé að fá þau frá 18 ára aldri og að erlendir ríkisborgarar sem hafa skattfesti á Íslandi geti sótt um lán. Samfylkingin: Við viljum hækka grunnframfærslu LÍN því hugmyndin um „fátæka námsmanninn” er hvorki sjálfsögð né eðlileg. Þá viljum við hækka frítekjumarkið svo námsmenn geti unnið meira án þess að til skerðinga komi. Að lokum teljum við eðlilegt að lán séu greidd út mánaðarlega. Sjálfstæðisflokkurinn: Taka skal Lánasjóð íslenskra námsmanna og lánakerfið til endurskoðunar og þá sérstaklega afnám frítekjumarks, endurgreiðslu og styrki. Sjálfstæðisflokkurinn vill því beita sér fyrir breytingum á Lánasjóðnum til að afnema agnúa og tryggja möguleika sem flestra til að fjármagna sitt nám.

Viðreisn: Stefna Viðreisnar byggir á þeirri grunnforsendu að allir eigi jafnan rétt til náms og þar gegnir framfærsla LÍN lykilhlutverki. Námslánakerfið á að stuðla að fjölbreyttri þekkingu, kunnáttu og hæfni í samfélaginu og tryggja að einstaklingar geti fullnýtt hæfileika sína á áhugasviðum sem henta hverjum og einum. Þess vegna leggur flokkurinn áherslu á að afborganir námslána verði áfram tekjutengdar að hluta. Vinstrihreyfingin grænt framboð: Vinstrihreyfingin grænt framboð leggur áherslu á að frelsa þurfi námsmenn frá yfirdráttarkerfi LÍN og taka upp samtímagreiðslur. Endurskoða þarf allt fyrirkomulag Lánasjóðs íslenskra námsmanna með jafnrétti til náms að leiðarljósi. Gæta þarf sérstaklega að félagslegu hlutverki LÍN svo fjölskyldufólk, einstæðir foreldrar og efnalítið fólk njóti sömu möguleika til náms og aðrir. Áfram þarf að tryggja að lánin beri lága vexti, og að afborganir séu að hluta tekjutengdar.

Hyggst flokkurinn, komist hann í ríkisstjórn, gera ráð fyrir auknum framlögum til íslenskra háskóla í ríkisfjármálaáætlun með það að sjónarmiði að ná meðalframlagi á nemanda á Norðurlöndunum? Björt framtíð: Reiknilíkanið sem notast er við, við fjármögnun háskólanna er löngu úr sér gengið og þarfnast endurnýjunar svo það standist kröfur nútímans. Háskóli Íslands er fjármagnaður að þriðjungshluta með sértekjum. Það er hærra hlutfall en þekkist meðal háskóla í kringum okkur. Fyrst og fremst þarf að endurnýja reiknilíkanið til að tryggja samkeppnishæfni skólanna. Á meðan það er ekki gert er ekki unnt að segja til um hvert meðalframlagið á að vera. Framsókn: Framsóknarflokkurinn styður nýja stefnu Vísinda- og tækniráðs og markmið hennar um að framlög til íslenskra háskóla nái fyrst meðaltali OECD 2020 og síðan Norðurlandanna 2024. Miðflokkurinn: Miðflokkurinn ætlar að beita sér fyrir því. Norðurlönd eru nálægt því að vera einn „menntunarmarkaður“ því er rétt að laga fjárhagslegt stuðningskerfi námsmanna að fyrirkomulaginu á Norðurlöndum. Píratar: Já. Við gerum ráð fyrir tveimur milljörðum til viðbótar strax á næsta ári. Framhaldið verður svo unnið á vettvangi vísinda- og tækniráðs sem hefur stefnt að því að vinna áætlun til þess að ná því markmiði. Samfylkingin: Já, við viljum ná meðalframlagi á nemanda á Norðurlöndum og munum strax í okkar fyrstu fjárlögum auka fjárveitingar til íslenskra háskóla. Sjálfstæðisflokkurinn: Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn að auka fjárframlög til íslenskra háskóla, fyrst í stað til að ná meðalframlagi OECD landa. Fjárframlög eru hins vegar ekki óyggjandi mælikvarði á gæði menntunar, þar þarf ekki síður að huga að skólastefnu og aðgengi í háskóla. Önnur Norðurlönd veita þannig talsvert hærri framlög með nemanda en gerist í OECD, en takmarka hins vegar fjölda háskólanema. Hér á landi hefur hins vegar verið fylgt þeirri almennu stefnu að gefa öllum færi á háskólamenntun. Víðtæka umræðu þarf áður en ráðist er í slíkar breytingar. Viðreisn: Stefna Viðreisnar er að fjármögnun íslenskra háskóla jafnist fyllilega á við það sem best þekkist á Norðurlöndunum. Í því sambandi er mikilvægt að notast sé við sambærilega mælikvarða um framlög til kennslu og rannsókna í heild. Við MEIRA - MORE

35


36


teljum að fjárframlög til háskólanna og til vísindarannsókna þurfi að hækka umtalsvert á næstu árum og munum beita okkur fyrir því. Vinstrihreyfingin grænt framboð: Íslenskt menntakerfi er víða undirfjármagnað og framlög á hvern háskólanema á Íslandi eru mun lægri en í öllum nágrannaríkjum okkar. Nýsamþykkt ríkisfjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar gerir ráð fyrir því að festa þessa sveltistefnu í sessi með áframhaldandi aðhaldi og að framlög á hvern nemanda í háskólum hækki með því að fækka nemendum. Vinstrihreyfingin grænt framboð telur mikilvægt að horfið verði af þessari braut. Mikilvægt er að framlög á hvern háskólanema nái sem fyrst meðaltali OECD.*

Hvaða leiðir viljið þið fara til að ná markmiðum Vísinda- og tækniráðs um fjármögnun háskólanna á næstu árum? Björt framtíð: Með forgangsröðun í ríkisfjármálum og nýjum tekjustofnum af endurgjaldi fyrir nýtingu náttúruauðlinda. Framsókn: Eins og áður sagði vill Framsókn setja 20 milljarða í heilbrigðis-, samgöngu- og menntamál og bregðast við brýnni þörf um uppbyggingu innviða samfélagsins. Með slíkri innspýtingu yrðu tekin stór skref varðandi fjármögnun háskólastigsins. Samhliða þarf að gera áætlun um hvernig framlög á háskólanema verði sambærileg og meðal nágrannaþjóða okkar. Miðflokkurinn: Við ætlum að beina fjármagni sérstaklega í iðn- og tækninám. Laga öll skólastig að tæknibreytingum og framtíðarþörfum. Píratar: Núverandi stefna vísinda- og tækniráðs gerir ráð fyrir áætlanagerð þar sem fyrri stefna, sem fjallaði um fjárveitingar, var svikin. Við eigum að leggja metnað í menntun vegna þess að þar liggur lykillinn að framtíðinni. Samkomulag um hversu hátt við stefnum verður að vera unnið í víðara samráði þar sem það innifelur í sér hækkanir á launum kennara umfram aðra launahópa í landinu ef það á að ná þeim markmiðum sem talað er um (að ná meðaltali Norðurlanda árið 2025). Samfylkingin: Samfylkingin leggur mikla áherslu á að auka fjárveitingar til háskólastigsins í samræmi við markmið Vísindaog tækniráðs. Við ætlum að efla fjármögnun með það að markmiði að hún nái meðaltali OECD árið 2020 og Norðurlanda árið 2025. Við viljum líka endurskoða reiknilíkan háskóla með það fyrir augum að styðja betur við gæði í háskólastarfi. Sjálfstæðisflokkurinn: Mikilvægt er að auka framlag á hvern háskólanema, en það kann að kalla á frekari umræðu um skólastefnu og aðgengi, líkt og fyrr segir. Einnig þarf að endurskoða reiknilíkan háskólanna þannig að það endurspegli betur raunkostnað og styðji við stefnu stjórnvalda og háskólanna í uppbyggingu og þróun háskólamenntunar til framtíðar. Viðreisn: Viðreisn leggur áherslu á uppbyggingu nýsköpunarog þekkingariðnaðar á Íslandi. Háskólar og rannsóknastofnanir leika þar aðalhlutverk. Viðreisn vill auka framlög til háskóla um sjö milljarða króna á komandi kjörtímabili og hefja endurskoðun á reiknilíkani háskólanna til þess að auka gæði og skilvirkni kennslu og rannsókna. Efla þarf samstarf háskóla og vísindastofnana við þekkingarfyrirtækja um rannsóknir og þróun. Vinstrihreyfingin grænt framboð: Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur skýra sýn um hvernig má styrkja tekjugrunn

ríkisins með auknum arði af auðlindum, niðurgreiðslu skulda og stofnframkvæmdum sem fjármagnaðar verða með arðgreiðslum og hliðrun í skattkerfinu sem miðar að því að sækja meira til auðugustu hópanna. Við lítum á fjármögnun háskóla og samkeppnissjóða sem risastórt efnahagsmál fyrir framtíðina til að tryggja öflugar grunnrannsóknir og nýsköpun þannig að íslenskt atvinnulíf og samfélag verði betur í stakk búið til að takast á við tæknibreytingar og aðrar þær áskoranir sem eru handan við hornið.

Hyggst flokkurinn skoða aðgangsstýringar í ákveðnar deildir/námsgreinar innan Háskóla Íslands? Björt framtíð: Nei. Það hefur ekki komið til tals. Framsókn: Meðan Íslendingar eru enn að ná sama hlutfalli háskólamenntaðra og t.a.m. hinar Norðurlandaþjóðirnar eru aðgangsstýringar ekki á dagskrá. Má vera að það verði á dagskrá þegar fram í sækir en slík stefna yrði aldrei sett nema í víðtæku samráði stjórnvalda, háskóla og atvinnulífs. Miðflokkurinn: Miðflokkurinn ætlar að beita sér fyrir auknu samstarfi menntastofnana og atvinnulífs og leitast við að mæta betur þörfum atvinnulífsins með fjárfestingu í menntun. Í því felst að möguleikar nemenda á að stunda fjarnám verði auknir til að auka framboð námsgreina og efnis í sem flestum skólum og aukinn stuðningur við fjölskyldur barna sem þurfa að ferðast langar leiðir vegna náms. Píratar: Píratar munu ekki búa til neinar pólitískar aðgangsstýringar í deildir eða námsgreinar. Sumar deildir eru með inntökupróf á meðan aðrar deildir eru með erfiða áfanga á fyrstu önn. Það er ekkert nema heiðarlegt að láta nemendur vita með einhverjum leiðum hvort þeir séu í stakk búnir til þess að sinna náminu. Því fyrr því betra fyrir alla. Píratar munu ekki koma í veg fyrir að nemendur komist ekki að í nám vegna þess að skólinn er ekki nægilega vel fjármagnaður.* Samfylkingin: Nei, Samfylkingin hafnar aðgangsstýringu og skólagjöldum í opinberum háskólum. Sjálfstæðisflokkurinn: Það eru aðgangsstýringar nú þegar í ákveðnum deildum og þær kunna að vera nauðsynlegar, bæði með hliðsjón af kostnaði, ávinningi og atvinnuumhverfi. Að óbreyttu er það sjónarmið Sjálfstæðisflokksins að best fari á því að háskólarnir sjálfir stýri því hvort aðgangsstýringar séu teknar upp. Leggja ber áherslu á sjálfstæði háskólanna hvað varðar stjórnun og starfsemi. Viðreisn: Aðgangsstýring fyrir námsgreinar og háskóladeildir tíðkast í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við og eðlilegt er að horfa til þess fordæmis. Markmiðið hlýtur ávallt að vera að tryggja gæði náms og þjónustu við námsmenn. Háskólayfirvöld eru best til þess fallin að útfæra slíkar hugmyndir út frá reynslu sinni og með gæði náms og rannsókna að leiðarljósi. Vinstrihreyfingin grænt framboð: Vinstrihreyfingin grænt framboð telur það vera skyldu samfélagsins að sem flestir njóti háskólamenntunar, enda ávinningur bæði einstaklinga og samfélagsins mikill. Við viljum samfélag þar sem fólk getur sótt sér þá menntun sem því hugnast. Vinstri græn telja eðlilegt að háskólastigið sé fjármagnað af þeim metnaði að ekki þurfi að líta til aðgangsstýringar sem mögulegrar lausnar á fjárhagsvanda þess. Hins vegar geta aðstæður í einstökum greinum kallað á aðgangsstýringu eins og þekkt hefur verið árum saman innan HÍ. ■

*Svar flokksins fór yfir lengdarmörk. Svar flokksins í fullri lengd má lesa á heimasíðu Stúdentablaðsins.

37


LJÓÐASAMKEPPNI STÚDENTABLAÐSINS Stúdentablaðið efndi til ljóðasamkeppni nú á haustdögum í aðdraganda Alþingiskosninganna. Allir nemendur Háskóla Íslands voru hvattir til að senda inn ljóð en ljóðin þurftu á einn eða annan hátt að tengjast komandi kosningum eða atburðum síðustu mánaða sem leiddu til stjórnarslitanna. Fjöldi ólíkra ljóða bárust blaðinu og voru þau hvert öðru betra. Sum voru hnyttin á meðan önnur voru alvarleg og enn önnur ljúfsár. Sum þeirra lutu hefðbundnum ljóðformum með rími, ljóðstöfum, hrynjandi, vísuorðaskilum og tilheyrandi á meðan önnur voru óbundin og án reglubundinnar skipunar.

Vandasamt var því fyrir dómnefnd að velja í verðlaunasætin þrjú en leysti hún það vel af hendi. Dómnefndina skipuðu Eydís Blöndal, ljóðskáld og heimspekinemi, og Sveinn Yngvi Egilsson, prófessor í íslenskum bókmenntum. Lárus Jón Guðmundsson hlýtur fyrstu verðlaun sem eru tveir miðar í Borgarleikhúsið og ljóðabók Dags Hjartarsonar, Heilaskurðaðgerðin, árituð af höfundi. Annað sætið hlýtur Anna Helga Guðmundsdóttir en það þriðja hlýtur Ragnheiður Ósk Ákadóttir. Stúdentablaðið óskar þeim innilega til hamingju með glæstan árangur.

1. sæti Ég kaus Höfundur: Lárus Jón Guðmundsson

Ég kaus brjóstið - strax eftir fæðingu Ég kaus móður mína - í æsku Ég kaus föður minn - þegar ég stálpaðist Ég kaus vini mína - um fermingu Ég kaus djammið - á unglingsárunum Ég kaus frið um allan heim, frelsi, jafnrétti og bræðralag - á þröskuldi lífs míns Ég kaus fé Ég kaus frægð Ég kaus frama Ég kaus mig - uns stjórnin féll Í dag kýs ég þig

38


2. sæti

3. sæti Sandkassaleikur

Höfundur: Anna Helga Guðmundsdóttir

Höfundur: Ragnheiður Ósk Ákadóttir

Í hringiðunni stend ég vitlaus, barnsleg. Læt bjóða mér gull og græna skóga í skiptum fyrir trúgirni. Svínin, hrægammarnir, smeðjulegu refirnir, hænsnin, asnarnir og stæltir stóðhestarnir, standa í kringum hræddan lýðinn. Öskra á okkur og metast um hver er best til þess fallin að stjórna dýraríkinu undir yfirumsjón makkalausa ljónsins. Sá á kvölina Sem á völina. Anna Helga Guðmundsdóttir

Íslensk stjórnmál: Er þetta djók? Sjálfumglaðir karlmenn í órenndri brók Og virðulegar konur með nefin upprétt, Svo hljóðar okkar virðulega stétt. Framtíðin skiptir máli, fjórða hvert ár Nema fnykurinn mikli kalli fram tár Þing var rofið, hvernig gat þetta gerst? Þjóðin fylgist með er ríkisstjórnin ferst. En gráttu ei meir, bíttu á kjálkann Einblínum á flísina en hunsum bjálkann Meðan þau líta niður frá sínum háa tindi Og ákveða hver á mest skilið almenn mannréttindi. „Sandkassaleikur,” tautar hún amma Er fullorðið fólk bendir og skammar En þó veit ég fyrir víst að börnin smá Af einlægni afsaka sig sem sökina á. Kosningar eru boðaðar, land og þjóð Kjósum nú rétt og leggjum í sjóð Rifrildi vakna: hver á skilið kjör? Mikilvægt próf með engin rétt svör.

39


Grein / By: Þorgerður Anna Gunnarsdóttir

FJÖLNOTA Í HÁMU REUSABLE AT HÁMA

Translation: Þorgerður Anna Gunnarsdóttir As many of you have probably noticed, Student Services (FS) took a big step in the battle to reduce waste when they invested in 5,000 reusable plastic cups last December. The cups were intended to reduce plastic waste at the University, where 78,000 disposable plastic cups were bought for thirsty students last year, which makes around 6500 per month. So far this year, 26,000 disposable plastic cups have been bought, or around 2600 per month. According to FS representative Rebekka Sigurðardóttir, the association is continuing its quest to reduce plastic waste, the next step being reusable take-away lunchboxes. Rebekka claims that FS purchased 20,000 disposable take-away boxes for the hot meals served at Háskólatorg, Tæknigarður and Stakkahlíð last year. So far, 14,000 boxes have been bought this year. FS expects the new reusable lunchboxes to be available in the next few weeks. They will be certified, eco-friendly, and sold to students at cost. After the reusable boxes become available, people who choose not to use them will have to pay the cost price for disposable boxes.

Eins og flestir hafa líklega orðið varir við tók Félagsstofnun stúdenta, FS, stórt skref í baráttunni gegn sóun þegar fjárfest var í 5000 fjölnota plastglösum í desember síðastliðnum. Þau kaup voru gerð með það að markmiði að minnka notkun á einnota plasti í Háskólanum, en í fyrra voru alls keypt 78000 einnota plastglös, sem gera 6500 glös á mánuði, fyrir vatnsþyrsta nemendur og starfsmenn skólans. Það sem af er þessu ári hafa 26000 einnota glös verið keypt, sem samsvarar um 2600 glösum á mánuði. Að sögn Rebekku Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa FS, mun stofnunin halda áfram að vinna að því að draga úr notkun einnota plastglasa. Nú er á döfinni annað skref í áttina að minni sóun Háskólans, þegar tekin verða í notkun fjölnota matarbox. Samkvæmt Rebekku voru 20000 einnota matarbox keypt inn fyrir heita matinn, sem fæst í þremur byggingum Háskólans; á Háskólatorgi, í Tæknigarði og í Stakkahlíð, á síðasta ári. Það sem af er ári hafa 14000 box verið keypt. Von er á nýju fjölnota matarboxunum á næstu vikum, en þau eru vottuð og umhverfisvæn og verða seld á kostnaðarverði. Þegar þau verða komin í notkun mun kostnaðarverð verða rukkað fyrir einnota matarboxin, kjósi fólk að kaupa matinn í þeim. Á teikningunum, sem byggðar eru á samantekt á úrgangi frá Háskóla Íslands, má bersýnilega sjá þá góðu leið sem Háskólinn er á til þess að minnka sóun. Frá árinu 2011, þegar vigtun á endurvinnsluúrgangi, öðrum en dagblöðum og tímaritum og lífrænum úrgangi hófst, hefur blandaður úrgangur minnkað úr rúmum 170 tonnum á ári í 134 tonn. Að sama skapi má sjá að endurvinnsluúrgangur, þ.e.a.s. það sem fer í bláu og grænu pokana, hefur rúmlega þrefaldast frá 2011 sem bendir glögglega til þess að bæði nemendur og starfsfólk Háskólans séu orðnir meðvitaðri um mikilvægi flokkunar. Lífrænn úrgangur til moltugerðar hefur aukist jafnt og þétt, en vera má að aukin vitundarvakning almennings um matarsóun spili inn í, að þar hafi tölurnar ekki tekið eins stórt stökk og endurvinnsluúrgangurinn. Nýju matarboxin í Hámu hafa það einmitt að markmiði að draga úr einnota umbúðum, sem og matarsóun. Gleðilega fjölnotkun! ■

40

The accompanying illustrations, which are built on a summary of waste from the University of Iceland, clearly show that the school is making good strides toward reducing waste. Since 2011, when they started weighing non-paper recyclables and organic waste, mixed waste has gone down from 170 tons a year to 134. Correspondingly, you can see that recyclable waste, from the green and blue trash bags, has more than tripled since 2011, indicating that students and staff are becoming more aware of the importance of recycling. Though not at such great levels, organic waste has increased as well, but increased awareness of food waste might have a say in the matter. In fact, the new reusable lunchboxes are intended to reduce both disposable packaging and food waste. Happy reusing, everyone! ■


Bókabúð allra námsmanna Ritföng - Gjafavörur - Kaffihús

www.boksala.is facebook.com/boksalastudenta

STÚDENTAGARÐAR www.studentagardar.is

LEIKSKÓLAR STÚDENTA

www.studentakjallarinn.is facebook.com/studentakjallarinn

Fjölbreytt og skemmtileg þjónusta á hagstæðu verði fyrir stúdenta við Háskóla Íslands.

- eykur lífsgæði stúdenta Háskólatorgi, 3. hæð Sæmundargötu 4 Sími 570 0700 fs@fs.is www.fs.is


OKTÓBERFEST 2017

42


Ljósmynd/ir – Photo/s: KRISTRÚN ÁSTA ARNFINNSDÓTTIR

43


VIÐTAL: Ingvar Þór Björnsson og Ragnhildur Þrastardóttir.

Húsnæðismálin gleymdust í stjórnarsáttmálanum Viðtal við Þorstein Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra Þorsteinn Víglundsson fékk einungis að gegna embætti félags- og jafnréttismálaráðherra í níu mánuði áður en boðað var aftur til kosninga. Þrátt fyrir það segist hann ganga sáttur frá borði. „Já, ég myndi segja það. Það þarf þó að hafa í huga að þetta var einstaklega stutt kjörtímabil,“ segir Þorsteinn. „Við náðum þrátt fyrir það á tiltölulega skömmum tíma utan um vandann í samstarfi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og önnur fagráðuneyti.“

Kom á óvart hvað það var lítið samstarf á milli sveitarfélaga í húsnæðismálum Þorsteinn segir að það hafi vakið furðu að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki verið með samrýmdara átak til að bregðast við neyðarástandinu á húsnæðismarkaði. „Það vakti furðu mína þegar ég tók við embættinu hve lítið samstarfið var á milli sveitarfélaganna. Sveitarfélögin verða að vinna saman að því að ná utan um þetta. Það gengur ekki að Reykjavíkurborg búi til sína húsnæðisáætlun án þess að taka tillit til þess hvað önnur sveitarfélög eru að gera. Þá er bara verið að ýta vandanum eitthvert annað. Ef Reykjavíkurborg ræður ekki við þann fólksfjölda sem vill setjast þar að þarf að ræða við nærliggjandi sveitarfélög.“ Húsnæðissáttmálinn sem samþykktur var á kjörtímabilinu mun breyta miklu að sögn Þorsteins. „Þegar við settumst yfir þetta í vor var það í fyrsta skipti sem öll þau ráðuneyti og sveitarfélög sem koma að málinu settust niður og spurðu sig að því hvernig væri hægt að leysa þennan vanda. Úr varð þessi

44

húsnæðissáttmáli sem nú er unnið út frá af fullum krafti,“ segir Þorsteinn. Guðrún Ingvarsdóttir var í kjölfarið ráðin til að stýra innleiðingu aðgerðaáætlunar stjórnvalda í húsnæðismálum samkvæmt sáttmálanum. „Í kjarna snýst hann fyrst og fremst um að bæta greiningu og skipulag kringum markaðinn til að við náum betur utan um heildarmyndina, ekki bara bráðavandann núna, í þeim tilgangi að skipulagið nái lengra fram í tímann og að svona krísa komi ekki fyrir aftur. Það hefur verið talað um þéttingu byggðar en aldrei nást samkomulag fyrr en núna,“ segir ráðherrann.

„Stjórnmálamenn eru snillingar í að finna átakafleti í málum en eiga erfiðara með að finna lausnir“ Þá segir Þorsteinn að stefnumótun sem þessi snúist alfarið um að finna lausnir. „Stjórnmálamen eru snillingar

í að finna átakafleti í málum en eiga erfiðara með að finna lausnir,“ segir hann. Húsnæðismálin gleymdust í síðasta stjórnarsáttmála Hvers vegna húsnæðismál voru ekki nefnd í stjórnarsáttmála síðustu ríkisstjórnar segir Þorsteinn að þau hafi einfaldlega gleymst, „þau bara gleymdust.“ Bendir hann þá á að húsnæðismálin hafi ekki verið mikið til umræðu í síðustu kosningabaráttu. „Eiginlega engir flokkar lögðu sérstaka áherslu á þau. Kaupmátturinn var að aukast mjög hratt og fyrstu kaup jukust töluvert á árinu 2016 frá því sem áður hafði verið. Þess vegna virtist þetta ekki ná hátt í síðustu kosningabaráttu og hún hverfðist eiginlega alfarið um velferðar og heilbrigðismál. Það útskýrir kannski af hverju þetta var ekki nefnt í stjórnarsáttmálanum,“ segir hann. Augljóst að stjórnvöld þyrftu að koma til hjálpar Þorsteinn segir að þegar ríkisstjórnin tók við í fyrra hafi ástandið verið að springa framan í okkur. „Húsnæðismál hafa sögulega verið meira

„Áskorunin fyrir markaðinn er enn sú sama, það vantar litlar íbúðir fyrir tekjulága og fyrir fyrstu kaup og það er ekkert verið að byggja þær af neinu viti“ sveitarstjórnarmál heldur en ríkisstjórnarmál. Í þessari bráðakrísu sem þarna var var þó augljóst að stjórnvöld þyrftu að koma til hjálpar og leggja sitt af mörkum til að leysa þetta. Til dæmis með ríkislóðum og eins búa stjórnvöld til lagarammann og byggingarreglugerðina,“ segir ráðherrann. „Áskorunin fyrir markaðinn er enn sú sama, það vantar litlar íbúðir fyrir tekjulága og fyrir fyrstu kaup og það er ekkert verið að byggja þær af neinu viti. Það skipti máli að byggingarregluverkið sé ekki að þvælast fyrir en


Ljósmynd/ir – Photo/s: Karítas Sigvaldadóttir

„Við getum ekki stjórnlaust látið það gerast að íbúum sé rutt út fyrir ferðamannaleigu. Það er betra að byggja upp hótel en að þessi kostur ryðji sér til rúms“ sveitarfélög þurfa líka að beita deiliskipulaginu,“ segir Þorsteinn. Segir hann að nauðsynlegt sé að tilgreina í deiliskipulagi hvers konar íbúðir eigi að tryggja til að mæta þessari eftirspurn. Félagslega kerfið hefur verið vanrækt Nýjar reglugerðir varðandi Íbúðalánasjóð hafa verið talsvert í umræðunni. „Danska kerfið er hugsað fyrir neðsta hluta millitekjufólks. Þetta er hugsað fyrir hópinn sem er ekki að ná inn í félagslega kerfið en er þó með svo lágar tekjur að það ræður ekki við markaðsverðið,“ segir Þorsteinn. „Félagslega kerfið hefur verið vanrækt. Það eru 5.000 félagslegar íbúðir í landinu í dag en ef þær ættu að vera svipað margar hlu tfallslega og þær voru árið 1995 þá ættu þær að vera um 13.000. Með dönsku leiðinni koma 3.000 íbúðir inn í félagslega kerfið. Það þarf jafnvel fleiri íbúðir en þessar 3.000, horft til lengri tíma.“ Þorsteinn telur jafnframt jákvætt að borgin sé að leggja meiri áherslu á minni íbúðir. „Borgin hefur verið að leggja áherslu á minni íbúðir og það er búið að gera töluvert mikið í kringum stúdentaíbúðirnar. Við höldum áfram með kröftuga uppbyggingu þar. Ég tel það mjög mikilvægt þar sem stúdentar hafa orðið fyrir barðinu á Airbnb gistingu.“

Ekki jákvætt að hlutfall fólks á leigumarkaði sé enn að aukast Aðspurður hvort hann telji það vera af hinu góða að hlutfall fólks á leigumarkaði sé enn að aukast segir Þorsteinn svo ekki vera. „Í raun og veru ekki. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus gagnvart leigu eða eign. Við þurfum að vera með hvoru tveggja. Í langtímabúsetu er samt hagstæðara að eiga, allar kannanir sýna að meirihluti þeirra sem eru á leigumarkaði vilja eiga. Meirihluti ungs fólks vill eiga húsnæði og áttar sig á því að í þessu felst sparnaður til lengri tíma litið. Hækkandi hlutfall á leigumarkaði sýnir skortstöðuna, það er bara ekki húsnæði fyrir hendi sem hentar fyrstu kaupendum og fólki er ýtt inn á leigumarkaðinn í ríkara mæli en áður.“

„Séreignarsparnaðarleiðin er skynsamlegri en niðurgreiðsla vaxta til lengri tíma litið. Það stóð til að ráðast í þetta“

Vill nýta séreignasparnaðinn Þorsteinn segir nauðsynlegt að skoða nýjar sparnaðarleiðir og nefnir þar Séreign plús. „Við þurfum að horfa til sparnaðarleiða eins og séreignar. Það er leið sem getur nýst fólki sem er að reyna að brjótast út úr leigumarkaði eða að hraða sparnaði fyrir útborgun. Við þurfum að styrkja það kerfi enn frekar,“ segir hann. „Séreignarsparnaðarleiðin er skynsamlegri en niðurgreiðsla vaxta til lengri tíma litið. Það stóð til að ráðast í þetta. Í dag er það þá þannig að þú getur nýtt séreignasparnaðinn þinn og held ég að það sé skynsamleg leið gagnvart ungu fólki. Ég held að það sé betra að ríkið styrki fólk fyrir fram í húsnæðissparnaði til að eiga fyrir útborgun þannig að fólk sé ekki of skuldsett í upphafi og stuðningur sé því afmarkaður.“ Leigufélögin tvíeggja sverð Leigufélög með hagnaðarsjónarmið kaupa sífellt fleiri eignir og hafa hækkað leiguna umtalsvert. Leigufélögin eiga um 17 prósent allra leiguíbúða á landinu. Aðspurður hvort hann telji mikilvægt að stemma stigu við uppgang slíkra félaga segist hann frekar vilja skoða aðrar leiðir. „Nú er ég frjálslyndur maður og trúi því að markaðurinn eigi að komast af án þess að það þurfi að grípa inn í en

það er alltaf hættulegt þegar það er skortur á markaði. Leigufélög sem eru rekin með hagnaðarsjónarmiði hafa enga yfirburðastöðu á markaði þar sem er nóg af framboði. Við töluðum um það fyrir áratug eða svo að það vantaði leigufélög inn á markaðinn sem bjóða upp á öryggi, langtímaleigusamninga og svo framvegis. Aftur á móti, þegar það er skortur á markaði og leigufélögin eru fjárhagslega sterk og geta keypt upp mikinn fjölda íbúða þá er beinlínis verið að þrýsta fólki inn á leigumarkaðinn með því að kaupa undan fólki möguleikann á að eignast húsnæði,“ segir hann. Þorsteinn segir að slíkt eigi ekki að eiga sér stað. „Þetta er markaðsbrestur þar sem það vantar húsnæði inn á markaðinn. Þetta á undir venjulegum kringumstæðum ekki að eiga sér stað. Til langs tíma litið vil ég ekki stemma neitt sérstaklega stigu við uppgang leigufélaga sem eru með hagnaðarsjónarmið. Það þarf bara að auka framboð á húsnæði. Sveitarfélögin þurfa að gæta að því í deiliskipulagi að leigufélögin séu ekki að ryksuga upp leiguíbúðir á meðan það er skortur á markaði.“ Stjórnvöld bera mikla ábyrgð á markaði sem þessum og þá sér í lagi sveitarfélög að tryggja framboð. MEIRA - MORE

45


Getum ekki látið það gerast að íbúum sé rutt út fyrir ferðamannaleigu Airbnb íbúðum sem eru í útleigu hérlendis fjölgar hratt, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Allt að 3.200 íbúðir eða herbergi eru til leigu á Airbnb eða í annarri heimagistingu. Þorsteinn segir að þessi þróun sé viðsjárverð. „Við sjáum hvernig íbúum fækkar umtalsvert í borginni, tíu prósent fækkun í 101 á fjórum árum. Það sýnir okkur að það er töluverð leitni í þessa leigu. Það er náttúrulega þessi 90 daga regla en það er annað mál þegar verið er að kaupa upp heilu íbúðirnar til þess að leigja út til ferðamanna,“ segir hann. „Við getum ekki stjórnlaust látið það gerast að íbúum sé rutt út fyrir ferðamannaleigu. Það er betra að byggja upp hótel en að þessi kostur ryðji sér til rúms. Bæði fyrir ferðamanninn og íbúann viljum við að einhver búi í miðbænum, að það sé eitthvað líf þar. Við þurfum að stýra þessu með nákvæmlega sama hætti og við stýrum því hvar má reisa veitingastaði og fleiri atvinnustarfsemi, það þarf að setja þessu ákveðin mörk,“ segir Þorsteinn. Tómthúsagjöld ef til vill ákjósanleg Þá segir Þorsteinn jafnframt að eitt af því sem er verið að skoða varðandi húsnæðissáttmálann sé leiga til ferðamanna.

46

„Eitt af því sem við vorum að skoða í sambandi við húsnæðissáttmálann er hvernig langtímaleiga er samkeppnisfær við þetta. Það er spurning um að taka upp svokölluð tómthúsagjöld sem gæti þá verið viðbótartekjustofn fyrir sveitarfélög. Myndi það eiga við húsnæði sem enginn á lögheimili í og er í rauninni bara íbúðarhúsnæði í atvinnurekstri. Með tómthúsagjaldi væri hægt að jafna á einhvern hátt leikinn á milli Airbnb og langtímaleigu.“ Framlenging á greiðsluhléi til að auðvelda fólki fyrstu kaup Aðspurður hvort hann telji það góðan kost að afborgunarhlé væri á námslánum í fimm ár til að hjálpa ungum fjölskyldum við fyrstu

„Það gæti verið mjög skynsamlegt fyrir tekjulægri hópa ef þú gætir sótt um framlengingu á greiðsluhléi út frá einhverjum skilyrðum um aðstæður“

íbúðarkaup segir hann að framlenging á greiðsluhléi sé ágætis hugmynd. „Ég hef alltaf verið hrifnastur af því að breyta ríkisstuðningnum í lánakerfinu í styrk, sem væri þá eitthvað sem myndi hvetja fólk til að ljúka námi á réttum tíma. Þá býrðu í raun til ávinning fyrir bæði ríkið og nemandann með því að reyna að lágmarka skuldsetningu í námi. Mér finnst ekkert athugavert við það afborgunarhlé sem er núna, við erum með almenna þriggja ára reglu. Það gæti verið mjög skynsamlegt fyrir tekjulægri hópa ef þú gætir sótt um framlengingu á greiðsluhléi út frá einhverjum skilyrðum um aðstæður. Til að mynda ef fólk er enn með of þunga greiðslubyrði af húsnæðislánum þá gætirðu fengið tvö til þrjú ár í viðbót.“ Hefði viljað klára framkvæmdina á húsnæðissáttmálanum Þorsteinn segir að það hafi verið margt sem hann hefði viljað klára sem ráðherra. Þrjú atriði eru honum þó efst í huga. „Í fyrsta lagi voru það húsnæðismálin og að klára framkvæmdina á húsnæðissáttmálanum. Sáttmálinn er tilbúinn og er í framkvæmdafasa núna. Það tekur tvö til þrjú ár að leiða allt til lykta.“ Þá segir Þorsteinn að örorkulífeyriskerfið þarfnist algjörar

endurskoðunar. „Það er mjög hraður vöxtur í örorku hjá okkur. Sérstaklega hjá ungu fólki og við skerum okkur úr þar í samanburði við hin Norðurlöndin. Við þurfum að stórefla geðheilbr igðisþjónustuna. Það er helsta rótin hjá ungu fólki. Við þurfum líka að taka örorkulífeyriskerfið og breyta því yfir í star fsendurhæfingarker fi. Sú vinna er í gangi og heldur vonandi áfram sama hver situr hér í þessu sæti.” Þorsteinn segir að í þriðja lagi hafi hann, sem félags- og jafnréttismálaráðherra, mikið talað fyrir jafnréttismálum. „Við kláruðum jafnlaunavottun núna í vor og þurfum núna að stíga næstu skref. Síðan eru það málefni fatlaðra sem ég vona að klárist núna á nýju þingi, NPA og síðan nýtt frumvarp um réttindi fatlaðra.“ ■


Við erum á Facebook

/Augljos

LA S E R AU G NAÐGE R Ð I R Verið velkomin í forskoðun, tímapantanir eru í síma 414 7000 Kynntu þér háskólaafsláttinn http://www.student.is/afslaettir

Glæsibær, Vesturhús, 2. hæð • Álfheimar 74 • 104 Reykjavík Sími 414 7000 • augljos@augljos.is • www.augljos.is


Grein / By: Ragnhildur Þrastardóttir

Annað án titils Mig langar bara aðeins að fá að segja eftirfarandi Ef þú hlustar bara á karla spila tónlist, kýst bara karla í kosningum, lest bara bækur eftir karla, biður frekar karla um aðstoð í verslunum, hlærð hærra þegar karlar segja brandara, lækar ómeðvitað frekar komment frá körlum á facebook o.s.frv o.s.frv o.s.frv prófaðu aðeins að setjast niður og pæla í því af hverju það er.

Höfundur: Eydís Blöndal

48


Ljósmynd/ir – Photo/s: VIGDÍS ERLA GUTTORMSDÓTTIR

AÐ BLÆÐA ÚT „Ég skrifaði stundum bundið þegar ég var yngri en mér finnst það vera svo bindandi. Á þann hátt finnst mér ég ekki geta tjáð mig eins hreint og beint og ég vil“

Orðaleikir einkenna titla ljóðabóka Eydísar Blöndal. Í september síðastliðnum gaf hún út sína aðra ljóðabók, Án tillits, en áður hefur hún gefið út ljóðabókina Tíst og bast. Eydís segir bækurnar tvær ólíkar sem skýrist af því að hún sjálf hafi breyst. „Ég hef þroskast mikið síðan ég gaf út Tíst og bast. Hún var unnin sem einhvers konar Twitterljóðabók en það er ekkert endilega minn stíll. Ég vildi auðvitað ekki gefa út bók sem væri alveg eins en það er þó eitthvað líkt með Tíst og bast og Án tillits; hnyttni, knappi stíllinn sem einkennir Tíst og bast kemur líka fyrir í Án tillits.“ Eydís gaf báðar ljóðabækur sínar út upp á eigin spýtur og segir það skemmtilegra en að gefa út í samráði við útgefanda. „Það er svo gott að hafa frjálsar hendur, hafa engan sem ritstýrir mér, sem er kannski galli líka. Ljóðin mín eru persónuleg og þurfa að koma frá hjartanu. Auk þess finnst mér gaman að sjá um bókhaldið og prentsmiðjuna og allt það. Að gefa sjálfur út er skemmtilegt bras og maður fær miklu meiri pening út úr því.“ Báðar ljóðabækur Eydísar hafa slegið í gegn og komust báðar á metsölulista Eymundsson. Eydís kom fram í Kiljunni og segir að þau Egill séu mestu mátar. Því er vert að velta fyrir sér hvort annars konar skáldskapur heilli hana. Aðspurð segir hún svo vera: „Það virðist vera ákveðið þema hjá ungum skáldum að gefa út ljóðabók og gefa svo út smásögubók. Ég var alveg smá komin þangað, en ég veit það ekki. Það er einhvern veginn svo eðlileg þróun, maður

byrjar á að skrifa ljóð og þá er maður kannski kominn með heilsteyptari hugmyndir sem verða jafnvel að smásögum.“ Öll ljóðin í ljóðabókum þínum eru óbundin, hver er ástæðan fyrir því? „Ég skrifaði stundum bundið þegar ég var yngri en mér finnst það vera svo bindandi. Á þann hátt finnst mér ég ekki geta tjáð mig eins hreint og beint og ég vil.“ Í Tíst og bast var umfjöllunarefnið aðallega ástarsorg, hvert sækir þú innblástur fyrir Án tillits? „Það er nefnilega mjög fyndið. Þegar ég skrifa ljóð hef ég alltaf verið að skrifa þau út frá sorginni, maður er búinn að þjálfa sig mikið í því og er einhvern veginn orðinn vanur því. Svo allt í einu þegar ég var orðin hamingjusöm þá einhvern veginn gat ég ekki skrifað, hvað átti ég að skrifa? Nú er gaman, vei? Ef maður grandskoðar þessa bók, Án tillits, þá fattar maður að öll ljóðin mín um hamingjuna eru samanburður við sorgina. Ég áttaði mig eiginlega á því eftir á. Það er eins og ég geti ekki skrifað án þess að koma frá sorglega hlutanum og ástarsorginni.“ Sestu niður, ákveðin í að skrifa, eða koma ljóðin frekar til þín? „Ég sest mjög sjaldan niður til að skrifa ljóð. Það er algengara að mér detti eitthvað sniðugt í hug til að segja eða ég skrifa kannski óvart eitthvað sem mér þykir voða fallegt og ljóðrænt sem ég breyti í ljóð. Ég er ekkert sérstaklega hátíðleg þegar ég er að yrkja. Skáldið í mér er bara ég í tölvunni sem dettur eitthvað sniðugt í hug.“

Ljóðin hennar Eydísar eru mjög persónuleg og hún segir þau undantekningalaust vera skrifuð út frá sér sjálfri. „Þegar ég er að skrifa ljóð þá er ég alltaf að setja eitthvað í samhengi sem ég er að hugsa sjálf. Eftir að ég gaf út Tíst og bast fékk ég oft spurninguna: „Um hvern er þessi bók?“ , sem mér fannst alltaf svo pirrandi þar sem þessi bók var ekki um neinn sérstakan, eða í raun bara um mig. Ég vildi ekki vera að skrifa einhverja bók um fyrrverandi kærastann minn, það væri geðveikt skrýtið. Þetta eru bækur um mína upplifun og um mínar tilfinningar.“ Á forsíðu Án tillits er mynd af laki og sömuleiðis er mynd af laki framarlega og aftarlega í bókinni. Rauðir tónar eru áberandi á sumum síðum bókarinnar og fá lesandann til að velta fyrir sér hvort þeir hafi einhverja þýðingu. Eydís segir lakið vera myndefni bókarinnar í þeim tilgangi að framkalla ákveðna stemmningu en rauði liturinn hefur dýpri merkingu: „Rauði liturinn er í bókinni sem kaflaskipti og táknar að mér blæði út á mismunandi hátt. Fyrst birtast ljóð um kynferðisofbeldi og eftir það kemur rauði liturinn sem þýðir að mér blæði út þeirri sorg. Þar á eftir yrki ég um ástarsorg og þegar því er lokið birtist rauði liturinn aftur og mér blæðir út ástarsorginni. Svo verð ég ólétt og þá blæðir mér aftur út. Það er svona pælingin, mismunandi ástæður fyrir að manni blæðir út.“ ■

49


Grein / By: Ragnhildur þrastardóttir

Þýðing – Translation: Julie Summers

Uppskriftahorn efnalitla námsmannsins Edamame lengjur með pestó Undirbúningur og eldunartími: 30 mínútur Stærð: Fyrir 3-4 Kostnaður: 1067 krónur (267-355 krónur á mann) Fáránlega próteinríkt, glúteinlaust og mögulega vegan (ef þið kaupið vegan pestó) pasta sem bragðast eins og hrein huggun. 225 grömm edamame spaghetti (Costco: 350 krónur) ½ krukka grænt pestó (Krónan: 148 krónur) 250 grömm kirsuberjatómatar (Bónus: 295 krónur) 35 grömm furuhnetur (Krónan: 195 krónur) Dós af kjúklingabaunum (Bónus: 79 krónur) 1 msk ólívuolía (ekki teljanlegur kostnaður) Pipar, salt, þurrkaður hvítlaukur og paprikukrydd eftir smekk (ekki teljanlegur kostnaður) Forhitið ofninn í 200 gráður. Hellið vatninu af kjúklingabaununum, þerrið þær með eldhúspappír/hreinu viskastykki og setjið þær á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Hellið smávegis olíu yfir og kryddið eftir smekk. Ristið í ofni í 20-30 mínútur, þar til baunirnar verða stökkar. Á meðan baunirnar eru að ristast er tilvalið að sjóða pastað. Það þarf að sjóða í 3-5 mínútur og er tilbúið þegar það er ekki lengur hart. Hellið vatninu af pastanu, blandið við það pestó og kirsuberjatómötum sem búið er að skera til helminga. Því næst eru furuhneturnar ristaðar, þeim er skellt á pönnu á háum hita og hrært reglulega í í sirka fimm mínútur. Furuhnetunum er síðan dreift yfir pastað og sömuleiðis ristuðu kjúklingabaununum. Rétturinn geymist í 1-2 daga í ísskáp. Verði ykkur að góðu!

50


Ljósmynd/ir – Photo/s: Karítas Sigvaldadóttir

The Thrifty Student’s Recipe Corners Edamame pasta with pesto Preparation and cooking time: 30 minutes Serves: 3-4 Cost: 1067 ISK (267-355 ISK per person) Insanely protein-rich, gluten-free pasta that tastes like pure comfort. (You can even make it vegan if you buy vegan pesto.) 225 grams edamame spaghetti (Costco: 350 ISK) ½ jar green pesto (Krónan: 148 ISK) 250 grams cherry tomatoes, halved (Bónus: 295 ISK) 35 grams pine nuts (Krónan: 195 ISK) 1 can of chickpeas (Bónus: 79 ISK) 1 tablespoon olive oil (negligible cost) Pepper, salt, garlic powder, paprika to taste (negligible cost)

Preheat oven to 200 C. Drain the chickpeas, dry them with a paper towel or clean kitchen towel and place them on a parchment-lined baking sheet. Drizzle with olive oil and season to taste. Roast in the oven for 20-30 minutes or until the chickpeas are crispy on the outside. While the chickpeas are roasting, boil the pasta for 3-5 minutes or just until no longer hard. Drain the pasta, mix in the pesto and cherry tomatoes. Next, roast the pine nuts in a pan on high heat for about five minutes, stirring regularly to keep from burning. Sprinkle the pine nuts and roasted chickpeas over the pasta. This dish will keep for 1-2 days in the refrigerator. Bon appétit!

51


Grein / By: Kristlín Dís Ólafsdóttir

Leyndasta gersemi Reykjavíkur:

Reykjavík’s best kept secret:

Mitt í hjarta Reykjavíkur, á Óðinsgötu 2, leynist kraumandi suðupotturinn Mengi. Það er erfitt að skilgreina Mengi enda er mottóið „allt má - ekkert er bannað” segir Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir, viðburðarstjóri og meðeigandi í Mengi, í viðtali við Stúdentablaðið. „Mengi er vettvangur fyrir fólk til þess að hugsa út fyrir kassann, prófa eitthvað nýtt, þróa hugmyndir sínar, koma þeim á framfæri á ýmsum formum og finna sína rödd.” Mengi stendur fyrir fjölmörgum viðburðum í hverri einustu viku en þar hefur fólk færi á að sjá og upplifa tónleika, ljóðalestur, dans, myndlist, gjörninga, leikhúsverk, hljóðinnsetningar, kvikmyndasýningar og margt, margt fleira.

Tucked away on Óðinsgata 2 in the heart of Reykjavík is the city’s best-kept secret. Mengi, whose motto is “anything goes – nothing is off limits,” is difficult to define, says activities director and co-owner Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir in an interview with the Student Paper. “Mengi is a platform for people to think outside the box, try something new, develop their ideas, bring them to fruition in various ways and find their voice.” Mengi offers a diverse array of events every single week, giving people the opportunity to see and experience concerts, poetry readings, dance, visual arts, performances, plays, sound installations, film screenings, and much, much more.

Mengi var opnað í lok ársins 2013 af Bjarna Gauki Sigurðssyni og Elísabetu Jónsdóttur ásamt Skúla Sverrissyni listræns stjórnanda og Ólöfu Arnaldsdóttur tónlistakonu. Auk þeirra starfar Elísabet Indra Ragnarsdóttir sem verkefnastjóri rýmisins.

Mengi was opened at the end of 2013 by Bjarni Gaukur Sigurðsson and Elísabet Jónsdóttir along with artistic director Skúli Sverisson and musician Ólöf Arnaldsdóttir. Project manager Elísabet Indra Ragnarsdóttir rounds out the team.

MENGI

„Það er svo hollt að prófa eitthvað nýtt – sama hvort það heppnist eða mistakist“ „Mengi var upprunalega opnað vegna þess að það vantaði vettvang fyrir hið óvænta, leitandi, tilraunakennda og framsækna í Reykjavík. Hugmyndin var að bjóða listamönnum upp á rými þar sem þeir gætu prófað sig áfram með nýja hluti, oft hluti sem eiga sér ekki greiðan farveg til áhorfenda og jafnvel verkefni sem væru enn á tilraunastigi og ætti eftir að fullmóta“ segir Ragnheiður en hún telur að Mengi hafi fyrir löngu náð markmiði sínu og fest sig í sessi sem móttökumiðstöð fyrir hið áður órannsakaða. Ragnheiður tekur sem dæmi tónlistarkonuna Sóleyju, „hún

52

Þýðing / Translation: Julie Summers

er alþjóðlega þekkt fyrir nokkuð poppaða tónlist en finnur sig örugga hér í Mengi til að þróa tilraunakenndari verkefni þar sem hún vinnur með sína eigin rödd, harmonikku og petala. Að sama skapi afskræmdi trúbadorinn Svavar Knútur rödd sína þegar hann kom fram í Mengi með „noise artistum” frá FALK records. Það er svo hollt að prófa eitthvað nýtt - sama hvort það heppnist eða mistakist.“ Mengi er ekki einungis heimili tilraunakenndrar tónlistar heldur hefur það einnig greitt leiðina fyrir listamönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í senuna jafnt og þeirra sem hægt væri að ímynda sér að hafi verið á staðnum við stofnun hennar. Samkvæmt nýjustu tölum hafa verið haldnir í kringum 750 viðburðir í Mengi á síðustu fjórum árum og er Mengi orðið órjúfanlegur partur af listalífi í Reykjavík. Ragnheiður segist vera gríðarlega stolt af Mengi og ánægð með að tengjast svo sérstökum stað, „Mengi er einhvern veginn öðruvísi en aðrir staðir. Hann er búinn til fyrir listsköpun og fólk virðir það.“ Ragnheiður nefnir að á þessum fáu fermetrum sem Mengi spannar sé reynsla áhorfenda

MENGI

“It’s so healthy to try something new, regardless of whether it succeeds or fails” “Mengi was first opened because Reykjavík lacked a platform for the unexpected, the searching, the coincidental and the progressive. The idea was to offer artists a space where they could try new things and even test out projects in the experimental phase that are still taking shape,” says Ragnheiður. She believes Mengi has long since met its goal and established itself as a place that welcomes the previously unexplored. As an example, Ragnheiður mentions the musician Sóley: “She’s internationally known for rather poppy music but here at Mengi she finds a

safe space to develop more experimental projects where she works with her own voice, an accordion and pedals. In a similar manner, troubadour Svavar Knútur completely distorted his voice when he appeared at Mengi with ‘noise artists’ from FALK records. It’s so healthy to try something new, regardless of whether it succeeds or fails.” Not merely a home for experimental music, Mengi has paved the way for artists who are just emerging onto the music scene as well as artists you can imagine have been there from the very beginning. According to the latest numbers, about 750 events have been held at Mengi in the past four years. Mengi has become an integral part of Reykjavík’s arts scene. Ragnheiður says she’s extremely proud of Mengi and happy to be associated with such a unique place. “Mengi is just somehow different from other places. It exists for creating art, and people respect that.” Ragnheiður mentions that Mengi’s small size makes for a unique audience experience. “The audience is so close to the artist and focuses completely on what’s happening on stage.


Ljósmynd/ir – Photo/s: Aðsent

“… það er hægt að koma og spila ping pong í Mengi alla daga, en sérstakur ping pong happy hour er á föstudögum milli 16:00 og 20:00, allir velkomnir!” Ragnheiður Elísabet viðburðarstjóri í Mengi

„Margir ganga út alveg endurnærðir, aðrir ringlaðir, hugsi eða gífurlega þakklátir“ einstök „Áhorfendur eru í svo mikilli nánd við listamanninn og fylgjast einbeittir með því sem fer þar fram á sviðinu. Það er svo áhugavert að fylgjast með áhorfendum drekka í sig það sem á sér stað fyrir framan þau. Margir ganga út alveg endurnærðir, aðrir ringlaðir, hugsi eða gífurlega þakklátir.“ Aðspurð um markhóp Mengis segir Ragnheiður það segja sig sjálft að í landi með rétt yfir 300 þúsund íbúa sé markhópurinn ekki mjög stór en hún segir mikla aukningu vera í ásókn hjá erlendum gestum. „Ég finn það að Íslendingarnir eru feimnir við að mæta á eitthvað sem þeir þekkja ekki og það getur verið erfitt að reyna að auglýsa tónleika með sturlað góðum listamönnum sem koma erlendis frá ef þeir hafa enga persónulega tengiliði hér á landi. Aftur á móti finnst mér erlendir áhorfendur vilja láta koma sér á óvart. Margir eru búnir að lesa sig til um listamennina sem þeir eru

að fara að sjá en aðrir mæta bara og vona það besta - hvað sem það svo sem þýðir. Ég hef stundum setið yfir tónleikum með fimm manns eða færri í salnum og hugsað „Hvar eru allir? Hvernig getur fólk verið að missa af þessari snilld?”” Mengi er rekið sem „nonprofit” fyrirtæki þar sem listamenn fá að nýta sér rýmið að kostnaðarlausu jafnframt því að fá hluta af innkomu miðasölu, þannig tryggir Mengi að listamenn fái ávallt greitt fyrir vinnu sína. Hluti innkomunnar sem fer til Mengis rennur beint í rekstur staðarins. Ragnheiður segist vera ótrúlega þakklát fyrir það fólk sem sé að fylgjast með og mæta. „Það skiptir öllu máli. Listamaðurinn fær greitt miðað við mætingu og því er fólk í raun að styrkja listamanninn beint og starfsemi staðarins líka.“ Ný heimasíða Mengis fer í loftið á næstu dögum og þá mun Mengi innleiða svokallað meðlimakerfi. „Við vonumst til að síðan hljóti góðar undirtektir. Þar geta listunnendur og fastagestir Mengis tekið beinan þátt í starfsemi staðarins með því að velja mismunandi áskriftaleiðir; við munum bæði bjóða upp á pakka sem hentar fólki sem getur sótt Mengi að staðaldri sem og fólki sem

“Many leave completely refreshed, others confused, thoughtful, or incredibly thankful” It’s fascinating to watch as the audience drinks in whatever’s happening in front of them. Many leave completely refreshed, others confused, thoughtful, or incredibly thankful.” Asked about Mengi’s target audience, Ragnheiður says it is naturally not very large in a country of just over 300,000 people, but there’s been a great increase in visits from foreigners. “I sense that Icelanders are shy about showing up for something unfamiliar, and it can be difficult to try to advertise concerts for insanely good artists from abroad if they have no personal connections here in Iceland. In contrast, I think foreign visitors want to be surprised. Many have read up on the artists that they’re coming to see, but others just show up

and hope the best – whatever that means. Sometimes I’ve been at a concert with just five people in the audience and thought, ‘Where is everyone? How can people be missing this brilliance?’” Mengi operates as a nonprofit organization where artists get to use the space for free. Part of the ticket sales are used to cover operating costs, but artists also receive a portion, ensuring that they always get paid for their work. Ragnheiður says she’s incredibly grateful for those people who keep up with what’s happening and actually show up. “That makes all the difference. The artist is paid based on attendance, so people are really supporting the artist directly as well as the work of the venue.” When their new website goes live in the next few days, Mengi will introduce a so-called membership system. “We hope the page will get a good response. Art lovers and steadfast Mengi patrons can directly participate in what we’re doing by choosing from various subscription options; we’ll offer packages suitable for those who can attend regularly as well as those who follow along with what’s happening from outside of Reykjavík or abroad.”

MEIRA - MORE

53


fylgist með starfsemi staðarins utan að landi eða erlendis frá.“ Miðaverð á viðburði í Mengi er 2000 krónur en nemendur við Háskóla Íslands fá 20% afslátt af miðunum. Einnig er hægt að kaupa klippikort sem gildir á tíu viðburði að eigin vali. Ragnheiður hvetur alla sem vilja sjá eitthvað nýtt og spennandi að stoppa við í Mengi. „Ég hvet alla til að gefa sér tíma í að skoða staðinn, sækja viðburði, fylgjast með og njóta þeirrar góðu flóru listar í þessu litla rými á Óðinsgötunni sem er þekkt fyrir að snúa viðteknum hugmyndum á hvolf.“ ■

54

„Ég hvet alla til að gefa sér tíma í að skoða staðinn, sækja viðburði, fylgjast með og njóta þeirrar góðu flóru listar í þessu litla rými á Óðinsgötunni sem er þekkt fyrir að snúa viðteknum hugmyndum á hvolf“

Events at Mengi cost 2000 ISK, but University of Iceland students get a 20% discount. You can also buy a punch card valid for ten events of your choosing. Ragnheiður encourages everyone who wants to see something new and exciting to check out Mengi. “I encourage everyone to give themselves time to check the place out, catch some events, follow along and enjoy the great flourishing of art in this little space on Óðinsgata that’s known for turning conventional thinking upside down.” ■

“I encourage everyone to give themselves time to check the place out, catch some events, follow along and enjoy the great flourishing of art in this little space on Óðinsgata that’s known for turning conventional thinking upside down”


Viðtal/interview: Þorgerður Anna Gunnarsdóttir

HERBORG.IS Herborg.is er ný íslensk vefsíða þar sem hægt er að bera saman lánakjör mismunandi lánastofnana sem veita húsnæðislán. Vefsíðan er ein sinnar tegundar á Íslandi, en þar er hægt að skoða hámarkslán, vexti, uppgreiðslugjöld, lántökugjöld og skilyrði fyrir lánveitingu fyrir allar tegundir lána. Upplýsingar á vefsíðunni eru uppfærðar allt að nokkrum sinnum í viku í takt við breytingar á vöxtum eða útlánsreglum hjá öllum lánveitendum. Stofnandi Herborgar, hagfræðingurinn Björn Brynjúlfur Björnsson, segir að við stofnun vefsíðunnar hafi tvennt komið honum mest á óvart. Í fyrsta lagi var það munur á kjörum sumra lífeyrissjóða og bankanna, en hann segir að það geti munað allt að 40% á vöxtum og mikilvægt sé fyrir hvern og einn að vera með hagstæðasta húsnæðislánið sem er í boði. Hins vegar kom fjöldi lánveitenda honum á óvart, en alls veitir 21 ólíkur aðili húsnæðislán hér á landi. Björn ræddi við Stúdentablaðið um vefsíðuna og gaf góð ráð.

Hvernig fékkstu hugmyndina að því að stofna Herborgu? Hugmyndin kviknaði þegar ég vildi kaupa mína fyrstu íbúð fyrir þremur árum síðan. Til að finna hagstæðasta lánið þurfti ég að liggja yfir heimasíðum bankanna og lífeyrissjóðanna dögum saman til að átta mig fyllilega á ólíkum lánareglum og kjörum hvers og eins. Niðurstaðan úr þessari rannsóknarvinnu var einfalt Excel-skjal til að bera saman ólíka aðila. Vinir og kunningjar sem voru í sömu sporum báðu mig um að senda sér skjalið og eftir því sem beiðnum fjölgaði hugsaði ég að best væri að þessar upplýsingar væru einfaldlega aðgengilegar öllum. Hver telur þú vera helstu vandamálin sem ungt fólk rekst á þegar það hyggst festa kaup á sinni fyrstu íbúð? Grunnvandamálið er að þróunin á Vesturlöndum á 21. öldinni hefur verið sú að að ungt fólk hefur dregist aftur úr öðrum kynslóðum þegar kemur að kaupmætti. Á Íslandi hafa ráðstöfunartekjur einstaklinga undir þrítugu staðið í stað frá aldamótum, á meðan þær hafa aukist um 20% hjá þeim sem eru 30-65 ára og um 45% hjá 65 ára og

eldri. Þetta veldur ungu fólki erfiðleikum þegar kemur að því að kaupa sér íbúð vegna þess að húsnæðisverð ræðst fyrst og fremst af því hvað fólk getur borgað mikið. Íbúar á öllum Norðurlöndum eyða um 20-30% af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæði, óháð því hversu mikið þeir hafa á milli handanna. Þar af leiðandi hækkar húsnæðisverð þegar kaupmáttur eykst. Kaupmáttaraukning eldri kynslóða hefur ýtt húsnæðisverði verulega upp á síðustu árum – og þá sérstaklega á dýrari svæðum eins og í og í kringum miðborgina. Eldri kynslóðirnar hafa nú meira á milli handanna samanborið við þær yngri og vinna því kapphlaupið þegar kemur að því að kaupa íbúðir í fleiri tilfellum. Annað sem felst í þessu, og margir átta sig ekki á, er að vaxtastigið á Íslandi breytir engu um þessa stöðu. Ef vextir á húsnæðislánum á Íslandi myndu lækka um helming á einum degi myndi fólk samt áfram vilja eyða um 20-30% af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæði. Afleiðingin yrði því sú að húsnæðisverð myndi tvöfaldast, en mánaðarlegar afborganir af lánum væru áfram þær sömu í krónum talið. Lækkun vaxta gagnast því til skamms tíma og fyrst

og fremst þeim sem eiga fasteignir nú þegar, en ekki þeim sem eru að reyna að komast inn á markaðinn. Til lengri tíma ýtir hærra fasteignaverð hins vegar undir fleiri nýbyggingar, sem ætti að koma öllum að gagni. Nú á hinn hefðbundni háskólanemi yfirleitt ekki mikið uppsafnað fé fyrir útborgun fyrir fasteignaláni. Hvað ráðleggur þú ungu fólki í háskólanámi sem er í húsnæðislánahugleiðingum? Best væri að sjá inn í framtíðina. Fasteignaverð um þessar mundir er nokkuð hátt í sögulegu samhengi, sérstaklega á ákveðnum svæðum. Ef það lækkar á ný er betra að vera á leigumarkaðnum á meðan og kaupa ekki fyrr en eftir að lækkunin á sér stað. Ef verðið í dag er hins vegar komið til að vera, og heldur jafnvel áfram að hækka á næstu áratugum, þá væri betra fyrir fjárhaginn að spara fyrir íbúð eins hratt og mögulegt er. Þeir sem vilja kaupa en sjá ekki fram á að geta sparað nóg gætu líka skoðað hagkvæmari lausnir sem minni hefð hefur verið fyrir á Íslandi, en í flestum evrópskum borgum er algengt að ungt fólk leigi og búi saman í húsnæði á meðan það

leggur fyrir fyrstu útborgun. Leiguverð á fermetra lækkar hratt eftir því sem húsnæðið er stærra og því er talsvert ódýrara að búa með öðrum þegar kemur að leigukostnaði. Í lok dags eru húsnæðiskaup spurning um samkeppni. Þeir sem hafa lágar tekjur munu alltaf eiga í erfiðleikum með að kaupa vegna þess að þeir sem hafa hærri tekjur ýta verðinu áfram upp með sínum kaupum. Sá sem vill kaupa sér eigið húsnæði kemst því í bestu stöðuna til þess með því að afla sér hærri tekna en aðrir og leggja þær fyrir. Fyrir háskólanema þýðir það að byrja strax að hugsa um atvinnu- og tekjuhorfur sínar. Sumar námsleiðir eru töluvert betri en aðrar hvað það varðar. Á meðan eru aðrar námsleiðir jafnvel neikvæð „fjárfesting“, ef vinnutapið á meðan á námi stendur verður aldrei vegið upp með hærra launuðu starfi eftir útskrift. Þá skiptir námsárangur ekki minna máli því bestu nemendurnir í hverju fagi munu alltaf eiga auðveldast með að finna góð störf. ■

55


Grein / By: Hjalti freyr Ragnarsson

Þýðing / Translation: Lísa Björg Attensperger

INNBLÁSTUR INSPIRATION JÓHANN KRISTÓFER Listafólki er margt til lista lagt. Það hefur unun á listum. En til þess að geta blásið út þarf listafólk fyrst að fá innblástur. Hér er því listi eftir listamann yfir þau verk sem hafa veitt henni innblástur undanfarið. Mælst er til þess við viðkomandi að valið sé eitt verk úr hverjum af eftirfarandi flokkum: tónverk, myndverk, textasmíð, kvikmynd og hönnun - en taumlausum listamönnum í flóknum skóm er þó leyft að fara frjálsum höndum um hvaða listform eru valin til að fylla sætin fimm. Listamaðurinn að þessu sinni er Jóhann Kristófer, einnig þekktur sem Joey Christ. Jóhann Kristófer hefur komið víða við, er útskrifaður sviðshöfundur en hefur unnið við fatahönnun, textasmíðar og fleira, en er hvað þekktastur fyrir tónlistarferil sinn. Sólóferill hans hófst eins og þruma úr heiðskíru lofti með einum af slögurum þessa árs, Joey Cypher, þar sem einvalalið íslensku hip-hop senunnar leggur honum lið. Í kjölfarið kom út platan Anxiety City þar sem rappað er á ensku og mixteipið Joey sem er á íslensku. Áður hafði hann þó verið meðlimur 101 boys þar sem Sturla Atlas fer fremstur í flokki.

56

Artists are talented creatures. They take pleasure in all forms of art. But creative output first requires creative input. Presented here is one artist’s list of works that have inspired them lately. The artist is encouraged to choose one work from each of the following categories: music, photo or painting, text, film, and design - but those who cannot be restrained have the freedom to fill the five seats with whatever art forms they choose. The artist this time around is Jóhann Kristófer, also known as Joey Christ. Jóhann Kristófer, a Theatre and Performance Making graduate, has made a name for himself as a fashion designer and lyricist but is most famous for his music career. He kick started his solo career with one of this year’s hit songs, Joey Cypher, where he was assisted by some of Iceland’s rap elite. Following that initial success he released the Englishlanguage album Anxiety City, as well as the Icelandiclanguage mixtape Joey. Previously, he was a member of 101 boys, led by rapper Sturla Atlas.


Ljósmynd/ir – Photo/s: Aðsent

1. Lil Uzi Vert – LUV is Rage 2

Lil Uzi er uppáhalds listamaðurinn minn þessa dagana af nokkrum ástæðum. Hann er með geggjað skýra og afgerandi fagurfræði sem einkennir allt sem hann gerir. Tónlistin hans er mjög afslöppuð og skemmtileg en á sama tíma full af alvöru tilfinningum. Á LUV is Rage 2 gerir Lil Uzi allt sem ég dýrka við hann og meira til. Svo er XO Tour Life besta lag allra tíma. Lil Uzi is my favorite artist these days for several reasons. His insanely clear and decisive aesthetics characterize everything he does. His music is relaxed and fun but at the same time full of real emotions. The album LUV is Rage 2 showcases everything I adore about Lil Uzi and more. Also, his song XO Tour Life is the greatest song of all time.

2. No Tomorrow

Dansverkið No Tomorrow var frumsýnt inni á sýningunni Fórn, undir stjórn Íslenska dansflokksins í Borgarleikhúsinu á síðasta leikári. Höfundar No Tomorrow eru þau Margrét Bjarnadóttir og Ragnar Kjartansson, en verkið sýnir fullkomið jafnvægi milli tónlistar og hreyfingar. No Tomorrow er fullkomið dæmi um að list þarf alls ekki að vera flókin til þess að vera fullkomin. The dance piece No Tomorrow premiered in the performance Fórn last year, led by the Iceland Dance Company. The piece, created by Margrét Bjarnardóttir and Ragnar Kjartansson, portrays the perfect balance between music and movement. No Tomorrow is a great example of the fact that art doesn’t have to be complicated to be perfect.

3. Lil Wayne – The Carter III

Ein besta rappplata allra tíma frá einum besta rappara allra tíma. Fullkomlega sett saman og eldist betur en húsmóðir af Nesinu. Get alltaf hlustað á þessa plötu, frá upphafi til enda. One of the best rap albums of all time from one of the best rappers of all time. It’s perfectly put together and ages better than a Seltjarnarnes housewife . I can always listen to this album, from start to finish.

4. Nathan For You

Einir frumlegustu og bestu grínþættir sem ég hef séð. Nathan Fielder tekur að sér að koma hallandi rekstri fyrirtækja í Los Angeles í rétt far með ótrúlega langsóttum og skrítnum hugmyndum. Spurningin um hvort þættirnir séu leiknir eða alvöru dúkkar upp aftur og aftur og heldur áhorfendum við efnið á meðan hegðun Nathans gerir manni erfitt að anda vegna hláturs. One of the most original and best comedy series I’ve seen. Nathan Fielder tries to help struggling businesses in Los Angeles in the strangest and most far-fetched ways. The question if the show is real or fake arises again and again and keeps the audience engaged, while Nathan’s behaviour makes it hard to breathe due to laughter.

5. Sigmundur Davíð

Okkar fyrrum forsætisráðherra er í raun eins og þáttur af Nathan For You. Sigmundur heldur áfram að koma öllum á óvart með sínum sturluðu ranghugmyndum og réttlætingum fyrir sína veruleikafirrtu hegðun. SDG er listaverk sem enginn getur skáldað. Our former prime minister is really like an episode of Nathan For You. Sigmundur keeps surprising everyone with his deranged misconceptions and justifications of his nonsensical behaviour. SDG is a piece of art that no one could make up.

57


Grein / By: Karítas Hrundar Pálsdóttir

58

Þýðing / Translation: Julie Summers

„Við erum öll með eins hjörtu“

“Our hearts are all the same”

Höfði friðarsetur, samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, stóð fyrir ráðstefnu í Veröld – húsi Vigdísar nú í október þar sem fjallað var um þær áskoranir sem blasa við heiminum í dag. Markmið ráðstefnunnar var að leggja áherslu á þau jákvæðu áhrif sem ungt fólk getur haft á samfélagið. Tawakkol Karman, handhafi friðarverðlauna Nóbels árið 2011 og blaðamaður frá Jemen, sagði að friður geti ekki náðst án virkrar þátttöku ungs fólks. Hún var með sérstök skilaboð til ungs fólks, ekki síst háskólanema. „Það eruð þið sem berið í brjósti ykkar draum um frelsi. Takið draumana ykkar um frið og takið stefnuna í átt að framtíð án átaka, óréttlætis, spillingar, framtíð lýðræðis og framfara. Trúið því að þið getið látið draumana rætast. Ekkert er máttugra en draumarnir. Þið unga fólkið getið skrifað ykkar sögu, mótað ykkar eigin framtíð...“ Þessi orð Tawakkol kallast skemmtilega á við orð John Lennons um drauminn um heimsfrið í laginu Imagine: „You may say I’m a dreamer. But I’m not the only one. I hope some day you’ll join us. And the world will be as one.“ Það er gott að láta sig dreyma og ímynda sér heim þar sem fólk lifir í friði.

Höfði Reykjavík Peace Centre, a collaboration between the City of Reykjavík and the University of Iceland, hosted a conference in Veröld – Vigdís’ House this October which focused on the challenges facing our world today. The goal of the conference was to emphasize the positive influence that young people can have on society. Yemeni journalist Tawakkol Karman, recipient of the 2011 Nobel Peace Prize, said that peace cannot be achieved without the active participation of youth. She had a special message for young people, including university students. “You are the ones who carry the dream of freedom. Take your dreams of peace and move toward a future free from conflict, injustice, and corruption, a future of democracy and progress. Believe that you can. Nothing is more powerful than dreams. You young people can write your own story, shape your own future…” Tawakkol’s words echo John Lennon’s dream of world peace in the song Imagine: “You may say I’m a dreamer. But I’m not the only one. I hope someday you’ll join us. And the world will be as one.” It’s good to allow yourself to dream and imagine a world where people live in peace.


Ljósmynd/ir – Photo/s: Kristinn Ingvarsson

Í Sómalíu er ungt fólk sem hefur aldrei þekkt frið og veit því ekki hvað felst í hugtakinu. Unga fólkið ólst upp við strit og hungur og því telur það sig hafa frið nú þegar það á húsaskjól, peninga og vopn. Frá þessu sagði Deqo Mohamed, læknir frá Sómalíu, sem barist hefur fyrir og aðstoðað flóttamenn víða um heim. Hún sagði að við þyrftum að taka ábyrgð á öfgafullum skoðunum ungra Sómala því okkur hafi farist fyrir að mennta þá. Við þurfum að fræða börn um mannréttindi, virðingu og samvinnu. Deqo sagði að þetta væri heimurinn okkar og að sama hvernig við höfum reynt að forðast vandamálið, þurfum við að takast á við að þetta er ekki vandamálið „þeirra“ heldur „okkar“. Þetta er heimurinn okkar. „Við erum öll manneskjur. Þú trúir mér ef þú snertir hjarta þitt. Við erum öll með eins hjörtu, eins hjartslátt. Það kann að vera að við séum ólík útlits, kannski er litarhaftið ólíkt, fötin eða augun, en mér finnst það fallegt. Fyrir mér er mannkynið eins og garður fullur af ólíkum fallegum rósum. Ég sé ekki og

bregst ekki við litunum. Ég sé bara fallegar rósir,“ sagði Deqo. Hún hélt áfram og sagði að heimurinn væri í höndum unga fólksins. Við gætum ekki öðlast útbreiddan skilning og virðingu án þess að mennta og styrkja unga fólkið. Kenna þurfi þeim að greina rétt frá röngu, að ásaka ekki hvert annað heldur vinna saman. Achaleke Christian Leke, ungur maður sem hefur hlotið viðurkenningu breska samveldisins fyrir framlag sitt til friðar og baráttu við ofbeldisfulla öfgahópa í Kamerún, talaði á sömu nótum. Hann sagðist þekkja ofbeldi af eigin raun, ekki bara hafa lesið um það í einhverri bók, og lagði áherslu á að ungt fólk geti komið fram breytingum. Í heimalandi sínu hefur hann verið að berjast fyrir því að ekki sé litið á ungt fólk sem sendimenn ofbeldis heldur sendiherra friðar og breytinga. Achaleke sagðist sjálfur vera lifandi dæmi um að sama hver bakgrunnur manns er geti maður orðið að betri manni með því að vera boðberi friðar. ■

Hægt er að hlusta á opið streymi frá ráðstefnunni í gegnum síðu Höfða friðarseturs, fridarsetur.is, eða á Youtube undir „The Imagine Forum: Looking over the horizon“.

In Somalia, there are young people who have never known peace and in fact don’t even know what peace means. Growing up with hardship and hunger, they think they have peace now that they have shelter, money, and weapons, said Deqo Mohamed, a doctor from Somalia who has fought for and aided refugees all over the world. She said we must take responsibility for the extremist views of young Somalis since we have neglected to educate them. We must educate children about human rights, respect, and cooperation. This is our world, said Deqo, and regardless of how we’ve tried to avoid the issue, we must face the fact that the problem is not “theirs” but rather “ours.” This is our world. “We’re all human beings. You’ll believe me if you touch your heart. Our hearts are all the same, our heartbeats. Maybe we are different on the outside, maybe our skin color, clothes, our eyes are different, but that’s beautiful to me. In my mind, humanity is like a garden full of roses, all different but all beautiful. I don’t see color, and

I don’t react. I just see beautiful roses,” said Deqo. She added that the world belongs to the young. We cannot broaden our understanding and cultivate respect without educating and supporting young people. We must teach them to distinguish between right and wrong, not to point fingers at each other but instead work together. Achaleke Christian Leke, a young man who has been recognized by the British Commonwealth for his contribution to peace in the form of combatting violent extremist groups in Cameroon, had a similar message. He said violence isn’t just something he’s read about but rather something he’s experienced firsthand. He believes young people can create change, and in his homeland, he’s been pushing for young people to be seen not as agents of violence but as ambassadors of peace and change. Achaleke said he himself is living proof that regardless of their background, anyone can become a better person by choosing to be a messenger of peace. ■

You can listen to a live stream from the conference on the Reykjavík Peace Centre’s website, fridarsetur.is, or on YouTube under the title “The Imagine Forum: Looking Over the Horizon.”

59


Grein / By: Alexandra Ýr Van Erven

INNLIT Á GARÐANA A Peek into Student Housing

60

Þýðing / Translation: Julie Summers Stúdentaíbúðir eru flestar smáar í sniðum og kalla á góða nýtingu á rúmmetranum. Það getur vafist fyrir mörgum hvernig hægt er að koma allri búslóðinni fyrir og að halda heimilinu huggulegu á sama tíma. Stúdentablaðið fór því í heimsókn í nokkrar íbúðir til þess að kanna hvernig meðalneminn býr og sjá hvernig plássið er nýtt. Þær Ágústa Hrönn Hjartardóttir, Bergrún Mist Jóhannesdóttir, Rósa Sólveig Sigurðardóttir og Sigurbjörg (Bogga) Björnsdóttir leyfðu Stúdentablaðinu að lítast um heima hjá þeim. Það er augljóst að þær eru með frumlegar lausnir og eftir heimboðin virðist sem rúmmetrafjöldinn og eldvarnarteppið sé það eina sem heimilin þeirra eiga sameiginlegt. Most student residences are small and require clever use of limited space. It can be difficult to know how to make the most of available space while at the same time creating a cozy home. The Student Paper visited a few residences to see how the average student lives and uses their space. Ágústa Hrönn Hjartardóttir, Bergrún Mist Jóhannesdóttir, Rósa Sólveig Sigurðardóttir, and Sigurbjörg (Bogga) Björnsdóttir allowed the Student Paper to snoop around their homes. All of them have clearly found some original solutions, and after our visit, it seems the only thing these homes have in common is limited square meterage and a standard-issue fire extinguisher.


Ljósmynd/ir – Photo/s: Karítas Sigvaldadóttir

1.

Rósa býr í herbergi á Sæmundargötu með sameiginlegu eldhúsi. Íbúðin er einstaklega stílhrein sem hentar vel fyrir svona lítið rými en hætta er á að ef of mikið er í gangi þrengir rýmir að. Fallegar myndir og stórar pottaplöntur setja svo sitt mark á herbergið og gerir þetta að svona líka huggulegu heimili. Rósa lives in a single room with a shared kitchen in a dorm on Sæmundargata. The room has a particularly spare style, which is appropriate as such a small space can be overwhelmed and feel even smaller if there’s too much going on. Beautiful artwork and large potted plants give the room character and make it an inviting space.

2.

Bogga hefur komið sér vel fyrir í einstaklingsíbúð á Sæmundargötu. Þar má finna heimatilbúin viðarhúsgögn sem gefa heimilinu ákveðna jarðbindingu. Svo hefur henni einhvern veginn tekist að gefa herbergi í þessari nýbyggingu zennaðan blæ með austrænum munum, ilmkertum, plöntum og stórum púðum. Bogga has settled in to a one-person apartment on Sæmundargata. Handcrafted wooden furniture gives the home a decided earthiness. Bogga has somehow managed to give her new, modern room a Zen quality with candles, plants, large pillows, and eastern touches.

MEIRA - MORE

61


3.

Ágústa hefur gert sig heimakæra í einstaklingsíbúð á Suðurgötunni. Draumkenndur blær hvílir yfir heimilinu sem er kristallaður af órömmöðu rúmi, himnasæng hangandi uppi á vegg og stórum kertum. Falleg litapaletta með yfirgnæfandi bláum lit setur svo virkilega huggulegan tón á íbúðina. Ágústa has made herself at home in a one-person apartment on Suðurgata. A minimalist platform bed, large candles, and princess netting with fairy lights on the wall above the bed give the space a dreamlike atmosphere. A beautiful color palette with an especially striking shade of blue gives the apartment a truly cozy feel.

4.

Bergrún er sömuleiðis búsett í einstaklingsíbúð á Sæmundargötu. Virkilega falleg íbúð með smekklegri litasamsetningu sem gerir mikið fyrir rýmið. Tekkhúsgögn, skrautmunir og pottablóm gerir þetta að einstaklega huggulegu heimili sem er þægilegt að vera í. Bergrún also lives in a one-person apartment on Sæmundargata. Her apartment is truly beautiful, with a tasteful color combination that accentuates the space. Teak furniture, knickknacks and potted plants make it an especially cozy and comfortable home.

62


Grein / By: Eve Newstead

Þýðing / Translation: Sólrún Harpa Sveinbjörnsdóttir

Húsnæðiskreppan: Séð með augum skiptinemandans

The Housing Crisis: an International Student’s Perspective

Skiptinemar hvaðanæva að eru sammála um að það er óhjákvæmilega krefjandi að halda til náms í nýju landi. Að vera langt frá heimilinu sínu og þurfa að takast á við nýtt tungumál, nýja menningu og nýtt landslag er bæði spennandi og skelfilegt. Varnaðarorð um hinn „ómögulega“ og „fokdýra“ húsnæðismarkað á Íslandi sem þú færð að heyra áður en þú flytur eykur aðeins taugatitringinn. Í apríl gaf Íbúðalánasjóður út skýrslu þar sem kemur fram að til þess að anna eftirspurn eftir húsnæði, þurfi að byggja rúmlega 9000 íbúðir á næstu þremur árum. Verð fara síhækkandi, bæði fyrir heimamenn og ferðafólk. Nýir skiptinemar fylgjast með síðum á borð við Rentmate og Félagsstofnun stúdenta, auk þess sem þeir sitja um íbúðir sem auglýstar eru á húsnæðissíðum Facebook. Örfáum mínútum eftir að auglýsing hefur verið birt, er búið að leigja út húsnæðið. Þetta gerist jafnvel áður en þú nærð að athuga hvort að herbergið sé á góðum stað eða á góðu verði. Tölvupóstsamskipti virðast aðeins leiða þig inn í botnlanga. Það sem meira er, Stúdentagarðar hafa afskaplega takmarkaðan fjölda íbúða á sínum snærum og skiptinemum er ráðlagt að hafa ekki einu sinni fyrir því að sækja þar um. Til eru dæmi um pósta á Facebook sem vara við ástandinu. Þeir eru frá fólki sem hafði áður flutt til Íslands og lenti í því að vera húsnæðislaust mánuðum saman. Þetta eru ekki þær upplífgandi fréttir sem þig langar til að heyra áður en þú flytur til annars lands. Kelda, nemandi frá háskólanum í Sussex, sagði frá áhyggjum sínum varðandi flutningana. „Mér fannst hryllilegt að reyna að finna húsnæði. Satt að segja var ég farin að íhuga aðra möguleika en Ísland. Að flytja til annars lands er nógu erfitt, þó ekki bætist við sá möguleiki að hafa engan samastað.“ Samræður milli nýrra skiptinema á Íslandi snúast óhjákvæmilega um lygilega háa verðlagningu á öllu og engu. Þetta á við um húsnæðiskostnað sem hefur bara versnað við húsnæðiskreppuna. Nemendur á vegum Erasmus fá fjárstyrk fyrir hvern mánuð sem þeir dvelja erlendis. Það er því ótrúlegt að uppgötva að af einhverri óútskýranlegri ástæðu telst Ísland til lágkostnaðarlands og því fá nemendur sem koma hingað lægsta mögulega fjárstyrkinn. Þetta setur Ísland í hóp með löndum á borð við Pólland og Tékkland, í stað þess að vera í flokki með Frakklandi og Ítalíu sem teljast til hárra kostnaðarlanda. Á einum tímapunkti var ekkert húsnæði í boði sem ég hafði efni á og því neyddist ég til þess að horfast í augu við það að kannski væri ég ekki á leiðinni til Íslands. Þolinmæði borgar sig. Það er til húsnæði þarna úti, það er bara langt og flókið ferli að finna það. Margir nemendur greiða háa leigu fyrir herbergi sem þeir þurfa að deila með öðrum, herbergi utanbæjar og herbergi með einungis dýnu á gólfinu. Það sem er enn furðulegra er að sumir auglýsa herbergi sem hafa engan aðgang að sturtu eða baðkeri. Það er ekki beint raunhæft að þurfa að rölta í næstu sundlaug til þess að komast í sturtu í heilt ár. Þetta eru hins vegar þeir heppnu. Sumir nemendur, eftir að hafa dvalið á Íslandi í nokkrar vikur, búa enn á tjaldsvæði. Það er mjög krefjandi að reyna að venjast nýju umhverfi og námsleiðum þegar þú býrð í tjaldi. Ísland er óvenjulegt land. Það að húsnæðiskreppan gæti fælt nemendur frá því að koma hingað í skiptinám er enn óvenjulegra. Þá væri svo sannarlega verið að sóa tækifærum, bæði fyrir heimamenn og skiptinema. ■

Exchange students everywhere will agree that moving to study in a new country is inevitably daunting. Miles away from home, being confronted with a new language, culture and landscape is simultaneously exciting and petrifying. Increasingly unnerving however, is being warned of the ‘impossible’ and ‘unaffordable’ housing situation in Iceland before you’re set to move. In April, The Housing Financing Fund released a report claiming that in order to keep up with the housing demand, over 9,000 apartments need to be built over the next 3 years. Prices are soaring for both locals and tourists. Incoming exchange students are navigating sites like Rentmate, and the Student Agency as well as clinging onto every post on the housing pages on Facebook. Within minutes of an apartment posting it’s been snatched up. This is even before you’re able to figure out if the room is a suitable location or price. Back and forth emailing seems only to lead to dead ends. What’s more, campus housing is hugely limited and exchange students are advised against the bother of applying there. Some posts on Facebook were even warnings from people who had previously moved to Iceland, and remained with no accommodation for months. Not the comforting news you’d like before moving abroad. Kelda, a student from the University of Sussex shared her pre-move concerns: ‘I found it really scary trying to find accommodation. To be honest, I actually began to look into other options than Iceland. Moving to another country is daunting enough without the possibility of having nowhere to live.’ Conversations between students arriving in Iceland will inevitably steer to the jaw-dropping prices of anything and everything. This includes the cost of accommodation and the housing crisis has only made it worse. In terms of funding, Erasmus students are given a monthly allowance during their time abroad. It’s quite a shock to discover that for some unexplainable reason Iceland counts as a low-cost country and therefore students will receive the lowest funding. This places Iceland in the same group as countries like Poland and the Czech Republic rather than in the high-cost country group with France and Italy. At one point, only utterly unaffordable options were available and I was forced to confront the possibility that I may not be going to Iceland. Perseverance paid off and there is accommodation out there, it just requires a long and confusing process to find. Many students are paying high prices for shared rooms, rooms out of town and rooms with mattresses on the floor. Even more surprising, some listings offered a room with no access to a shower or a bath. Having to walk to the local swimming pool to wash for a full year is certainly not ideal. And these are the lucky ones. After being in Iceland for weeks, some students were still living on the campsite. Trying to settle into new surroundings and studies is challenging from a tent. Iceland is an extraordinary country. The possibility that the housing crisis could deter students from coming to study here would be even more extraordinary. It would certainly be a wasted opportunity for locals and students alike. ■

63


Grein / By: ODDUR Snorrason

Ljósmynd/ir – Photo/s: Karítas Sigvaldadóttir

Hvers virði er móðurmálið?

Hugleiðingar formanns Mímis, félags stúdenta í íslenskum fræðum og almennum málvísindum við Háskóla Íslands, um stöðu íslenskunnar.

Því er eins farið með íslenska tungu og íslensk stjórnmál að sitt sýnist hverjum. Sumir geta ekki hugsað sér að „það hafi verið hrint þeim“ eða að „þeim hafi vantað eitthvað“ en öðrum þykir ekkert athugavert við slíkt málfar. Fyrri setningin sem er innan gæsalappa er dæmi um nýju þolmyndina, m.ö.o. nýju setningagerðina, en sú seinni um hina svokölluðu þágufallshneigð. Hvorug þeirra telst til góðs máls þar sem þær brjóta í bága við íslenska málhefð. Sögnin „vanta“ stýrir hefðbundið þolfalli, ekki þágufalli, og „þeim var hrint“ styðst við gamalgróna málvenju en „það var hrint þeim“ gerir það ekki. Hvort tveggja er hins vegar eðlilegt talmál þótt nýja málvenjan þyki óviðeigandi í vönduðu ritmáli. Einhverja hryllir kannski við þeirri tilhugsun að nýja þolmyndin og þágufallshneigðin muni einhvern tíma þykja gott mál en í raun gildir það einu hvernig Íslendingar tala íslensku. Höfuðatriðið er að þeir tali hana áfram.

Einhverja hryllir kannski við þeirri tilhugsun að nýja þolmyndin og þágufallshneigðin muni einhvern tíma þykja gott mál en í raun gildir það einu hvernig Íslendingar tala íslensku. Höfuðatriðið er að þeir tali hana áfram. Hins vegar er óvíst hve lengi þeir koma til með að gera það. Tölvuog netvæðing þessarar aldar hefur gjörbreytt svip mannlífsins á fáeinum árum. Fólk er tengt Netinu nær öllum stundum. Flestir eru gjörsamlega háðir því í hversdagslífinu. Efni á Netinu er auk þess að langmestu leyti á ensku og víkur íslenskan því fyrir enskunni á æ fleiri sviðum. Enn sér ekki fyrir endann á þessari þróun en ef ekki er brugðist við henni á íslenskan líklegast eftir að láta undan ásókn enskunnar að lokum. Slangur og enskuslettur eru aðeins fyrsta skref málbreytinga. Með auknum umsvifum fer enskan að hafa meiri áhrif á mál Íslendinga. Formið á málinu tekur stakkaskiptum og beygingum fækkar, setningagerð afmyndast og framburður breytist. „Actually“ kemur fyrir í annarri hverri setningu, ræðumenn „gefa“ ræður og gömul íslensk orð gleymast. Ef ekki er reynt að hamla á móti frekari málbreytingum gæti íslenskan brátt komist í útrýmingarhættu, en því hefur verið haldið fram að lífvænleiki hennar sé nú þegar viðkvæmur ef miðað er við mælikvarða UNESCO. Aukin tölvu- og snjallsímanotkun barna er sérstaklega mikið áhyggjuefni. Eiríkur Rögnvaldsson og Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessorar í íslenskri málfræði, hafa undanfarin ár varað við

64

því að börn á máltökuskeiði noti snjallsíma eftirlitslaust. Íslensk börn nota ensku í síauknum mæli og innan nokkurra ára verða þau ef til vill tvítyngd, en það getur verið hættulegt fyrir mál með jafnfáa málhafa og íslenskan. Í grein sinni, Snjalltækjavæðingin og máltaka íslenskra barna, á Hugrás, vefriti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, skerpir Sigríður Sigurjónsdóttir á þessu og tekur írsku sem dæmi um tungumál sem lotið hefur í lægra haldi fyrir enskunni. Íslenskan á allt undir máltöku og málþroska ungra barna, eins og Sigríður bendir á, og hlúa verður að hvoru tveggja ef styrkja á stöðu tungunnar. Það hvílir því mikil ábyrgð á herðum upprennandi foreldra en fleiri þurfa samt að leggja sitt af mörkum til að íslenskan haldi velli.

Ef íslenskan á að eiga sér viðreisnar von verður hún að vera nothæf á öllum sviðum íslensks samfélags. Ef íslenskan á að eiga sér viðreisnar von verður hún að vera nothæf á öllum sviðum íslensks samfélags. Á tímum örar tækniog samfélagsþróunar er erfitt og kostnaðarsamt að sjá til þess að íslenska sé nothæf í tölvuheimum og á alþjóðavettvangi. En að öllu óbreyttu á íslenskan að lokum eftir að reynast málnotendum sínum frekar hamlandi en nytsamleg og því liði ekki á löngu þar til Íslendingar hættu að mestu að tala hana. Til hvers að tala tungumál sem kemur ekki að neinu gagni í hversdagslífinu? — Af hverju að halda lífi í íslenskunni? Algeng rök fyrir því eru að án hennar gætum við ekki lengur skilið íslensku fornhandritin, menningararf Íslendinga. Þar með rofnaði þúsund ára samhengi í íslenskri málþróun. Ef til vill er samt nærtækara fyrir unga Íslendinga að hugsa til þess að ef ekkert er að gert gæti íslenskan sem við tölum og skrifum á í dag verið óskiljanleg eftir aðeins hundrað ár. Eiríkur Rögnvaldsson fjallar um lífsskilyrði íslenskunnar í grein á Hugrás frá árinu 2015, Er hrakspá Rasks að rætast, og minnist þar á tíu ára áætlun um uppbygginu íslenskrar máltækni. Með henni er stefnt að því að tæknivæða íslenskt mál. Í áætluninni er gert ráð fyrir um hundrað milljóna króna kostnaði á ári, en Eiríkur segir að minna megi það ekki vera ef íslenskan á að nýtast á öllum sviðum samfélagsins. Í síðastliðnum ágústmánuði var svo ný verkáætlun kynnt um máltækni fyrir íslensku á árunum 2018-2022. Í fjárlagafrumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar voru sextíu milljónir króna lagðar til áætlunarinnar. Fyrirheit voru gefin um hærri upphæð á næstu árum en allar áætlanir ríkisstjórnarinnar runnu snögglega í sandinn við stjórnarslit í september. Í komandi kosningum mættu íslenskir málnotendur því velta fyrir sér: Hvers virði er móðurmálið? ■

Ljósmynd/ir – Photo/s: Karítas Sigvaldadóttir


Ótakmarkaðar mínútur, SMS og 18 GB safnamagn fyrir 3.000 kr. á mánuði.


Grein / By: Sólveig hrönn

Virðingarvottur við Sigurð Pálsson Í septembermánuði síðastliðnum féll einn dáðustu rithöfunda Íslands frá, skáldið Sigurður Pálsson, langt fyrir aldur fram eftir harða baráttu við krabbamein. Sigurður fæddist árið 1948 í Norður-Þingeyjarsýslu. Hann lauk stúdentsprófi frá MR og hélt þá til frekara náms í Frakklandi þar sem hann lærði frönsku í Toulouse og París, leikhúsfræði og bókmenntir í Sorbonne, og kvikmyndaleikstjórn. Um þessi skeið ævi sinnar hefur hann ritað þrílógíuna Bernskubók, Táningabók og Minnisbók. Sigurður var ætíð mikill frankófíl og gegndi til að mynda stöðu forseta Alliance Française um tíma. Helst starfaði Sigurður við ritstörf og þýðingar þótt hann hafi einnig fengist við ýmislegt annað í gegnum tíðina; t.d. var hann leiðsögumaður, fréttaritari og vann við sjónvarp og kvikmyndir. Hann var einnig formaður Rithöfundasambands Íslands um skeið og kenndi ritlist við Háskóla Íslands í tólf ár. Árið 2015 var stofnuð staða Jónasar Hallgrímssonar við ritlistardeild Háskóla Íslands og var Sigurður fyrstur til þess að gegna henni. Hann var í miklum metum hjá nemendum sem lýst hafa honum sem hvetjandi, sanngjörnum og fróðum kennara. Hann hafi borið umhyggju fyrir nemendum sínum og verið reiðubúinn til þess að gefa mikið af sér í kennslunni og að sitja hjá honum í tíma þótti mikil upplifun. Fyrsta ljóðabók Sigurðar kom út árið 1975, Ljóð vega salt, en hann hafði birt fyrstu ljóð sín þegar í menntaskóla. Í kjölfarið fylgdu ljóðabækurnar Ljóð vega menn og Ljóð vega gerð en ljóðabækur hans hafa verið eins konar þrenningar. Næst á eftir komu Ljóð námu land, Ljóð námu menn og Ljóð námu völd. Sú síðastnefnda var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1993. Hann hélt áfram að skrifa ljóðabækur en sú sextánda og síðasta kom út árið 2016, Ljóð muna rödd og fyrir hana hlaut hann ljóðabókaverðlaunin Maístjörnuna. Sigurður skrifaði einnig leikrit og mörgum þeirra leikstýrði Kristín Jóhannsdóttir, leikstjóri og eiginkona Sigurðar. Hann var jafnframt mikilsvirtur þýðandi og þýðingar hans úr frönsku hafa verið sagðar ómetanlegt innlegg í flóru íslenskra bókmennta. Enn er ein þýðing eftir hann úótkomin, Dora Bruder eftir Patrick Modiano sem er væntanleg í byrjun árs 2018. Sigurður var tilnefndur til og hlaut ýmis verðlaun á sínum ferli, t.d. Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Minnisbók en hann hafði áður verið tilnefndur til þeirra fyrir Ljóðlínuskip 1995 og Ljóðtímaleit 2001. Hann hlaut einnig verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu 2016. Í Frakklandi var hann sæmdur riddarakrossi Orðu lista og bókmennta af menningarmálaráðherra árið 1990 og 2007 riddarakrossi Frönsku heiðursorðunnar af Frakklandsforseta. Á nýársdag 2017 var honum veitt Fálkaorðan fyrir framlag til íslenskra bókmennta og menningar. ■

66


Ljósmynd/ir – Photo/s: forvalið

Ljóðorkulind úr samnefndri ljóðabók frá árinu 2012 Hlýðir aldrei fyrirskipunum sprettur fram skyndilega sprettur upp sprettur beint út úr klettinum mosagrónum klettinum Sprettur upp fyrirvaralaust í miðri setningu á miðju salargólfi miðri götu Sprettur fram í lokuðum augum sem opnast og sjá öll nýju undrunarefnin Kennir okkur djúpan unað heilagan unað Hlýjan sáran titrandi unað

67


Þú getur keypt næstum hvað sem er fyrir Aukakrónur

Allt fyrir skólann

Íþrótta- og útivistarvörur

Gjafavara

Kaffihús og veitingastaðir

Heilsurækt

Allt fyrir bílinn

Matvara

Fatnaður

Afþreying

Kynntu þér Aukakrónur á landsbankinn.is/aukakrónur Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.