Stúdentablaðið - maí 2018

Page 1

STÚDENTABLAÐIÐ tÖLUBLAÐ #4

2017-2018

MAí 2018

BORGARSTJÓRNARKOSNINGARNAR 2018

GEÐHEILBRIGÐI ER VIÐFANGSEFNI SAMFÉLAGSINS Í HEILD SINNI

MEIRI ÁHUGA Á SÖGUM EN SÖGU

− Viðtal við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um stöðu geðheilbrigðismála.

− Viðtal við Veru Illugadóttur, þáttastjórnanda Í ljósi sögunnar

Stúdentablaðið lagði spurningar fyrir flokkana í Reykjavík um stefnu þeirra í málefnum stúdenta

Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands


2


Ritstjóri: Ingvar Þór Björnsson

Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands

Ritstjórn: Alexandra Ýr Van Erven Hjalti Freyr Ragnarsson Ingvar Þór Björnsson Karítas Sigvaldadóttir Lísa Björg Attensperger Ragnhildur Þrastardóttir Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir Þorgerður Anna Gunnarsdóttir

Yfirumsjón með þýðingum: Julie Summers

Þýðingar :

Julie Summers Lísa Björg Attensperger Mark Ioli Þorgerður Anna Gunnarsdóttir

Ljósmyndir: Karítas Sigvaldadóttir

Hönnun og umbrot :

Iona Sjöfn Huntingdon-Williams

Prentun: Litróf

Upplag: 1.000 eintök www.studentabladid.is

/studentabladid /Studentabladid


Efnisyfirlit 5 Ritstjórapistill: Heilsa og kosningar 6-7 Forseti SHÍ: Kona má láta sig dreyma 8-9 Konan alltaf fyrst og fremst kona 12-15 Fyrirfinnst hið ,,rétta“ mataræði? 12-14 ,,Ef ég væri viðburður væri ég karaoke kvöld á Gauknum“ Viðtal við Alice Bowe 15-17 Vegan mataræði og heilsa 18-19 Meiri áhuga á sögum en sögu Viðtal við Veru Illugadóttur 20-22 Stefna á að fara með geðfræðsluna niður á grunnskólastig 23 Styrkur úr Hrafnkelssjóði 24-25 Innblástur listamanns tölublaðsins: Melkorka Katrín / Korkimon 26-28 Framinn bíður eftir þér…hvað tefur þig? 30-33 Geðheilbrigði er viðfangsefni samfélagsins í heild sinni Viðtal við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra 36-38 UAK - Félag sem styður við upprennandi athafnakonur 39 Máltökurannsóknir Sobegga afa 40-41 Stúdentagarðarnir 42-45 Borgarstjórnarkosningarnar 2018 46-47 Nokkur orð um nauðgunarmenningu 50-53 Völvan 54 Andlegir eftirskjálftar hrunsins 56-57 Bestu hlaðvörpin fyrir langferðalög 58-60 Staða sálfræðiþjónustu við Háskóla Íslands 61 Hagsmunabarátta stúdenta - utan fylkinga 62-64 Íslenska listasumarið 2018 65-67 ,,Tilgangur lífsins er að læra og vaxa“ Viðtal við Öldu Karen 68 10 lélegar hugmyndir sem ég vona að enginn muni framkvæma árið 2018 69 Allt í legi! 70-71 Túristi í eigin landi 72-73 Uppskriftahorn efnalitla námsmannsins 74-75 Fjölkærni 76-78 Bestu bækurnar til að lesa í sumar

42


Kaffistofur Kaffistofur stúdenta stúdenta

Fjölbreytt og skemmtileg þjónusta á hagstæðu verði fyrir stúdenta við Háskóla Íslands.

Leikskólar Leikskólar stúdenta stúdenta

Stúdentagarðar Stúdentagarðar


Ljósmynd/ir – Photo/s: Karítas Sigvaldadóttir

RITSTJÓRN STÚDENTABLAÐSINS Alexandra Ýr Van Erven

Hjalti Freyr Ragnarsson

Ingvar Þór Björnsson

Julie Summers

Karítas Sigvaldadóttir

Lísa Björg Attensperger

Ragnhildur Þrastardóttir

Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir

Þorgerður Anna Gunnarsdóttir

6


Ljósmynd/ir – Photo/s: Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir

Heilsa og kosningar RITSTJÓRAPISTILL – Editor’s note: Ingvar þór björnsson Fjórða og síðasta tölublað skólaársins er hér með komið út. Yfirskrift þess er heilsa en rík áhersla verður á málefni sem snúa að andlegri heilsu. Í niðurstöðu rannsóknar á geðheilsu nemenda við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri kom fram að 34 prósent nemenda mældust yfir klínískum mörkum þunglyndis og um 19 prósent yfir klínískum mörkum kvíða.

Það er því einstaklega mikilvægt að efla sálfræðiþjónustu innan veggja Háskólans og er sú vinna hafin. Aldurshópurinn 18-25 ára er í mestri hættu þegar kemur að andlegum veikindum og þess má geta að algengasta dánarorsök íslenskra karlmanna á þessum aldri er sjálfsvíg. Það er því einstaklega mikilvægt að efla sálfræðiþjónustu innan veggja Háskólans og er sú vinna hafin. Í framhaldi af samtali við Stúdentaráð Háskóla Íslands var ákveðið að ráða fleiri sálfræðinga til skólans sem lið í bættri þjónustu á þessu sviði og stofna sérstakt teymi sem tryggir samfellu í þeirri þjónustu sem fyrir er og þróun hennar. Einnig verða sveitarstjórnarkosningarnar til umræðu í blaðinu en Stúdentablaðið lagði nokkrar spurningar fyrir framboðin í Reykjavík um stefnu þeirra er varða málefni stúdenta til að fá betri mynd af því sem verður í boðstólum. Prófin eru að klárast og sumarfríið handan við hornið. Ég vil þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við útgáfustarfsemina í vetur og þakka ég sömuleiðis fyrir lesturinn. Njótið sumarsins!

7


Þýðing – Translation: Julie Summers Forsetapistillinn:

Kona má láta sig dreyma A Woman Can Dream forsetapistill.: Elísabet Brynjarsdóttir forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands / Student Council Chair, University of Iceland Skrifstofa Stúdentaráðs er staðsett á þriðju hæð Háskólatorgs, með útsýni yfir Vatnsmýrina, einkennandi háskólaskeifuna og malarbílastæðið fallega. Gott er að byrja alla daga á að rölta inn á torgið, koma við í Hámu og fá sér kaffi með smá Oatly-haframjólk (mæli með) og rölta upp á skrifstofu. Setjast niður með funheitan bollann og horfa út yfir malarbílastæðið.

Ef ég á að taka draum minn enn lengra væri ég jafnvel til í að sjá grænt svæði í staðinn fyrir malarbílastæðið, að Miklabrautin yrði sett í stokk og að 500 stúdentaíbúðir myndu rísa þar sem Fluggarðar standa núna. Kona má nú láta sig dreyma. Gætu þessir rómantísku morgnar orðið eitthvað betri? Reyndar, þegar ég hugsa út í það, gæti útsýnið orðið betra. Ég hugsa oft dreymin um það, á meðan ég sötra á Hámubollanum mínum (með Oatly-haframjólk, auðvitað), hversu fallegur veruleiki það væri ef það væri eitt stórt samfélag stúdenta hér á háskólasvæðinu: fleiri stúdentaíbúðir við Gamla garð, fleiri byggingar í háskólaskeifunni og áframhaldandi uppbyggingu Vísindagarða. Ég vil sjá þjónustukjarna fyrir stúdenta með lágvöruverslun og líkamsrækt, ég vil sjá heilsugæslustöð sem þjónustar háskólasamfélagið, græn útisvæði þar sem fólk á öllum aldri getur komið saman og notið sumarsins sem er framundan.

If I could take the dream even further, I would imagine the highway being turned into a greenway, with traffic rerouted underground; 500 new student apartments built where the domestic airport now stands; and the gravel parking lot being replaced with a recreational space. A woman can dream, after all. Could these romantic mornings possibly get any better?

Næsti sopi.

Actually, when I think about it, the view could be better. I consider it while sipping my Háma coffee (with Oatly oat milk, of course), daydreaming about how beautiful it would be if our campus was really one large student community. I imagine more student residences near Gamli Garður, more buildings centrally located on campus, and the continued construction of the Vísindagarðar science complex. I imagine centrally located services for students, including a discount grocery store and a gym. I imagine a medical clinic that serves the university community and a green recreation space where people of all ages can come together and enjoy the coming summer.

Ég horfi enn lengra og sé Landspítalann. Hugsa til þess hversu lengi stúdentum á Heilbrigðisvísindasviði hefur verið lofað

If I could take the dream even further, I would imagine the highway being turned into a greenway, with traffic rerouted

Ef ég á að taka draum minn enn lengra væri ég jafnvel til í að sjá grænt svæði í staðinn fyrir malarbílastæðið, að Miklabrautin yrði sett í stokk og að 500 stúdentaíbúðir myndu rísa þar sem Fluggarðar standa núna. Kona má nú láta sig dreyma.

8

The Student Council office is on the third floor of the University Centre, with a view over the Vatnsmýri Nature Reserve, the horseshoe-shaped drive that curves past the main buildings, and of course the beautiful gravel parking lot. I like to start each day by strolling in to the building, stopping at Háma for a coffee with a bit of Oatly oat milk (I recommend it) and moseying up to the office. Sitting down with my piping-hot coffee in hand and gazing out over the gravel parking lot.


Ljósmynd/ir – Photo/s: Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir glænýrri byggingu fyrir þeirra svið og dreymi um hana. Byggingar á lóðum sunnan við Læknagarð, svokölluð Randbyggð, kæmu í þokkabót og þar væru möguleikar á stúdentaíbúðum fyrir jafnvel masters- og/eða doktorsnema sem vinna á háskólasjúkrahúsinu. Sameiginlegur matsalur þar sem starfsfólk spítalans, vísindafólk, stúdentar og starfsfólk háskólans sitja saman og ræða um nýja staðsetningu spítalans og hlæja. Ah, já. Ég sit nú við þennan glugga að skrifa þennan pistil með Hámubollann minn. Ég horfi út og hugsa til þess þegar ég sá grasið grænka og fuglana syngja þegar ég labbaði í skólann. Sumarið er rétt handan við hornið og ég óska nemendum og starfsfólki háskólans gleðilegs sumar. Óskandi væri, í náinni framtíð, að við gætum öll saman slegið í heljarinnar grillveislu á lóð Gamla garðs, í návist glænýrra stúdentaíbúða, án svifryksmengunar, eftir að hafa keypt mat fyrir grillið í lágvöruverslun í þjónustukjarna stúdenta. Öll glöð og sæl eftir að hafa komið úr reglulega eftirlitinu frá heilsugæslunni sem stendur á háskólalóðinni og rölt um græna svæðið þar sem nú stendur malarbílastæði. Kona má láta sig dreyma.▪

underground; 500 new student apartments built where the domestic airport now stands; and the gravel parking lot being replaced with a recreational space. A woman can dream, after all. Another sip. I look further out and see the National University Hospital, Landspítali, think about how long Health Sciences students have been promised a brand-new building for the department and daydream about how great it would be. I imagine the construction of a block of buildings south of Læknagarður, where masters and/ or doctoral students working at the hospital could live. A shared cafeteria where hospital employees, scientists, students and university employees sit together and discuss the hospital's new location and laugh. Ah, yes. I'm sitting next to the window with my Háma coffee, writing this article. I look out and think about my walk to school, how the birds were singing and the grass seemed to turn greener before my eyes. Summer is just around the corner, and I wish students and employees alike a happy summer. It would be great if we could, at some point in the near future, all join together for an epic grill party outside of Gamli Garður, near the newest student residence, with no pollution from the highway in the air, having bought food for the party at a discount store centrally located among other student services. All of us happy and healthy after coming from our checkups at the on-campus clinic and traipsing through the green space where the gravel parking lot now stands. ▪ A woman can dream.▪ Translation: Julie Summers

Við erum á Facebook

/Augljos

LASER

AUGNAÐGERÐIR Verið velkomin í forskoðun, tímapantanir í síma 414 7000 Kynntu þér háskólaafsláttinn http://www.student.is/afslaettir

Glæsibær Vesturhús 2. hæð Álfheimar 74 104 Reykjavík

Sími 414 7000 augljos@augljos.is www.augljos.is


Grein – By: Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir

Þýðing – Translation: Julie Summers

KONAN ALLTAF FYRST OG FREMST KONA A WOMAN IS ALWAYS FIRST AND FOREMOST A WOMAN ἄνδρα μοι ἔννεπε, μοῦσα// Sönggyðja, segðu mér frá manni... Í nóvember síðastliðnum var gefin út ný ensk þýðing á Ódysseifskviðu Hómers. Slíkt er þó varla í frásögur færandi - enskar þýðingar á hinni forngrísku Ódysseifskviðu eru um sjötíu talsins og það var ekki lengra liðið en rúmt ár frá annarri nýrri þýðingu á Ódysseifskviðu. Það sem þykir hins vegar markvert við þýðinguna frá nóvember 2017 er einkum tvennt: í fyrsta lagi þykir hún ,,fersk“ og í öðru lagi er þýðandinn, breski fornfræðingurinn Emily Wilson, kona. Hún er fyrsta konan til þess að þýða Ódysseifskviðu yfir á ensku. Athyglin sem þýðingin fékk náði langt út fyrir fornfræðiheiminn og var fjallað um hana í blöðum eins og Guardian og New York Times, sums staðar margsinnis. Wilson vann að þýðingunni í fimm ár og við vinnsluna setti hún sér ýmsar skorður. Á grísku er Ódysseifskviða í bundnu máli, bragarhættinum hexameter, og vildi Wilson halda reglubundnum bragarhætti í þýðingunni. Hún gerði það með því að nota jambískt pentameter (e. iambic pentameter) en það þykir falla betur að ensku en hexameter. Mun algengara er að þýðendur þýði snari kviðunni á óbundið mál. Einnig er markvert að þýðing Wilson er nákvæmlega jafnmargar línur og kviða Hómers, en yfirleitt eru þýðingar á kviðunni töluvert lengri en hún sjálf. “Tell me about a complicated man. Muse, tell me how he wandered and was lost when he had wrecked the holy town of Troy, and where he went, and who he met, the pain he suffered in the storms at sea, and how he worked to save his life and bring his men back home. He failed to keep them safe; poor fools, they ate the Sun God's cattle, and the god kept them from home. Now goddess, child of Zeus, tell the old story for our modern times. Find the beginning.” ,,Af hverju hefur það tekið konur svona langan tíma að þýða Ódysseifskviðu?“ Emily Wilson hefur veitt ýmis viðtöl um þýðinguna og það virðist varla bregðast að í hverju viðtali sé fjallað sérstaklega um það að hún sé kona og hvaða áhrif það hafi á þýðingu hennar. Í einu þeirra var hún spurð af áköfum spyrli hvers vegna það hafi tekið svona langan tíma að fá þýðingu á Ódysseifskviðu eftir konu. Þegar Wilson fékk orðið tók hún upp hanskann fyrir kynsystur sínar og nefndi ýmsar ástæður og þær aðstæður sem hafa gert konum erfitt fyrir. Til að mynda það að fáar konur höfðu aðgang að því að læra grísku allt fram á nítjándu og tuttugustu öld, að erfiðara væri fyrir konur að komast áfram í fræðiheiminum og þá væri eins gott að gera eitthvað sem þykir vera fræðimönnum til framdráttar (en þýðingar þykja víst ekki nægilega fræðilegar) og að mikill hluti tíma kvenna fer í að sinna öðru: börnum, foreldrum, heimilisstörfum.

10

ἄνδρα μοι ἔννεπε, μοῦσα // Tell me about a man, Muse Last November a new English translation of Homer´s Odyssey came out. That in and of itself is far from noteworthy – there are about 70 English translations of this ancient Greek epic, and it had barely been over a year since the last new translation. Besides the fact that it has been deemed "fresh," the November 2017 translation is significant because the translator, British classicist Emily Wilson, is a woman. She is, in fact, the first woman ever to translate The Odyssey into English. Wilson’s translation has garnered attention far beyond the world of classics, with coverage in papers like the Guardian and the New York Times. Wilson worked on the translation for five years and set herself a number of conditions. In the original Greek, The Odyssey is in verse, specifically in hexameter, and Wilson wanted to maintain a regular meter in her translation. She settled on iambic pentameter, which is better suited to English than hexameter. In contrast, many translators choose to simply render the verse in prose. It's also worth noting that Wilson's translation is exactly the same number of lines as Homer's poem, whereas most translations of The Odyssey tend to be considerably longer than the original. “Tell me about a complicated man. Muse, tell me how he wandered and was lost when he had wrecked the holy town of Troy, and where he went, and who he met, the pain he suffered in the storms at sea, and how he worked to save his life and bring his men back home. He failed to keep them safe; poor fools, they ate the Sun God's cattle, and the god kept them from home. Now goddess, child of Zeus, tell the old story for our modern times. Find the beginning.” "Why has it taken so long for a woman to translate The Odyssey?" Wilson has given a number of interviews, and almost without fail, it seems like each one specifically mentions the fact that she's a woman and considers what effect that had on her translation. In one interview, she was asked by an eager reporter why it took so long for a woman to translate The Odyssey. Wilson stood up for her fellow females, mentioning a number of circumstances that have made things challenging for women, for instance the fact that well into the nineteenth and twentieth centuries, few women had the opportunity to learn Greek; the fact that women have a harder time climbing the ranks in the world of academia and often feel that they should rather do something that will be advantageous to others in the field (translations, of course, are still not considered academic enough by many); and the fact that a great amount of women's time is dedicated to looking after the home and caring for others, like children and parents. You could argue that a


Ljósmynd/ir – Photo/s: Aðsent

Segja mætti að spurning af þessu tagi - hvers vegna það hafi tekið svona langan tíma að fá þýðingu á Ódysseifskviðu eftir konu - geri í raun lítið úr jafnréttisbaráttu kvenna síðustu aldirnar. Svarið við spurningunni liggur vissulega í augum uppi. Konan er alltaf fyrst og fremst kona Úr viðbrögðunum við þýðingu Wilson má lesa þá hugmynd að konur hljóti að vera alltaf fyrst og fremst konur, áður en þær geti verið eitthvað annað eins og fræðimaður, stjórnmálamaður, læknir o.s.frv. Svo virðist sem sá eiginleiki, þessi kven-leiki, sé talinn vera öðrum eiginleikum yfirsterkari. Í viðtali við Chicago Review of Books sagði Emily Wilson að það kæmi ekki á óvart hversu margir hefðu spurt hana hvernig kyn hennar hefði áhrif á þýðinguna. ,,Það kemur heldur ekki á óvart, en það veldur miklum vandkvæðum, að næstum enginn (nema ég hingað til!) virðist spyrja karlkyns fornfræðinga og þýðendur hvernig kyn þeirra hafi áhrif á verk þeirra.“ Kyn þýðenda og kvenfjandsamlegar hugmyndir virðast hins vegar vissulega hafa flækst fyrir í sumum þeirra þýðinga sem karlar hafa gert á Ódysseifskviðu hingað til. Wilson hefur sjálf bent á staði í enskum þýðingum kviðunnar þar sem þýðendurnir virðast sjálfir hafa lagt eigin merkingu í hlutlaus grísk orð. Nálægt lokum kviðunnar er frægur kafli ,,Biðlavígin“, þar sem Ódysseifur, sem loksins er kominn aftur heim, drepur biðla eiginkonu sinnar Penelópu. Þegar hann hefur drepið biðlana tekur hann til við að hengja ambáttir heimilisins sem höfðu sofið hjá eða verið nauðgað af biðlunum. Í þeim kafla bendir Wilson á að margir þýðendur innleiði kvenfjandsamleg orð líkt og ,,druslur“ og ,,hórur“ þar sem þau sé ekki að finna í upprunalega textanum. Emily Wilson sjálf hefur ekki gert lítið úr stöðu sinni sem kona, því sjónarhorni sem það veitir henni eða því að vera móðir og í kynningartextum um hana er jafnan tekið fram að hún eigi þrjár dætur. Segja mætti að hún hafi hálfvegis undirstrikað þá stöðu sína á samfélagsmiðlinum Twitter með því að tísta til dæmis stundum um uppátæki dætra sinna. Hins vegar má þó velta fyrir sér hvort hún, og aðrar konur, sé ekki orðin þreytt á því að eftir vinnu undangenginna fimm ára (og doktorsprófið sem gerði henni kleift að vinna þýðinguna) sé það að vera kona það sem fólki finnist hún helst hafa fram að færa.▪

question like this – why it has taken so long to see a translation of The Odyssey by a female – trivializes the women's rights battle of the previous centuries. The answer to this question is, of course, quite obvious. A woman is always first and foremost a woman The reaction to Wilson's translation reveals an underlying mentality that women must always first and foremost be women before they can be anything else, such as academics, politicians, doctors, etc. Moreover, it seems that this quality, this femaleness, overshadows any other qualities. In an interview with the Chicago Review of Books, Wilson said she was not surprised by how many people have asked her how her gender affected the translation: "It’s also unsurprising, but highly problematic, that hardly anyone (except me, so far!) seems to ask male classical translators how their gender affects their work." In many previous translations, the male translators' gender and misogynistic mindset certainly seem to have had an effect. Wilson herself has pointed out places in English translations of the text where the translators seem to have imposed their own meaning onto neutral Greek words. Near the end of the poem, for instance, is the famous chapter in which Odysseus, finally returning home, kills all of his wife Penelope's suitors. Then he turns his attention to hanging the maidservants who slept with or were raped by the suitors. In this section, Wilson points out, many translators' underlying misogyny is revealed in their decision to use words like "slut" or "whore" that are nowhere to be found in the original. Wilson herself has not downplayed her position as a woman, the point of view that her gender affords her, or the fact that she is a mother (in media coverage, it is often pointed out that she has three daughters). In fact, you could even say she has drawn attention to her status as a woman and a mother, for instance by tweeting about her daughters' escapades. However, we should ask ourselves whether Wilson and other women aren't rather tired of this unrelenting focus on their gender. Wilson spent five years on this translation (not to mention time spent earning her PhD, which prepared her to complete this project), yet to many people, the most significant thing about this version of The Odyssey is first and foremost her gender.▪

11


Grein – By: Ragnhildur Þrastardóttir

FYRIRFINNST HIÐ RÉTTA MATARÆÐI?

Landlæknir leggur línurnar fyrir mataræði Íslendinga. Hann leggur til að fólk borði í núvitund og njóti matarins. Sömuleiðis bendir Landlæknir Íslendingum á að borða þar til þeir eru saddir, hvorki meira né minna og segir vænlegt að skipta matardisknum í þrennt.. Diskurinn skal samanstanda af 1/3 grænmeti 1/3 kornmeti og 1/3 próteingjafa, þ.e.a.s kjöti, fisk eða baunum.

Kostir: Mörgum finnst þessi kúr auðveldari en kúrar sem setja boð og bönn um hvaða fæðutegundir má borða. Ósamfelldar föstur hafa verið tengdar við þyngdartap. Gallar: Augljóslega getur mörgum fundist erfitt að borða einungis 5-600 hitaeiningar tvisvar í viku, sérstaklega ef viðkomandi stundar mikla hreyfingu.

Hvað á ég að borða? Grænmeti, ávextir, baunir, heilkorn minnst tvisvar á dag, fiskur tvisvar til þrisvar í viku, fituminni mjólkurvörur, ómettaða fitu.

Whole30 Whole30 er líklega það mataræði sem hefur flest boð og bönn, enda er því ætlað að lækna gjörsamlega allt. Whole30 er ekki bara fyrir þá sem vilja minnka magamálið heldur einnig þá sem hafa sífellda verki, húðvandamál, meltingartruflanir, ofnæmi og svo mætti lengi telja. Whole30 segir að flest líkamleg vanlíðan tengist því sem við setjum ofan í okkur og bendir fólki á að taka til hendinni í mataræðinu og sleppa jafnvel fæðutegundum sem það hélt að væri meinhollar í þrjátíu daga.

Hvað á ég að forðast? Unnar matvörur, viðbættan sykur, salt, ofneyslu á kjöti, fituríkar mjólkurvörur, mettaða fitu. Það eru þó ekki allir sammála Landlækni í þessum efnum og sitt sýnist hverjum þegar kemur að mataræði. Ýmsir kúrar hafa verið vinsælir undanfarið og Stúdentablaðið kynnir hér nokkra þeirra ásamt heilsufarslegum ávinningum og vanköntum þeirra. LKL (e. LCHF) „Út með kolvetni, inn með fitu“ segir LKL, lágkolvetnamataræðið. Þessi kúr er gjarnan notaður í baráttunni við aukakílóin og er orðinn að lífstíl margra hérlendis. Kolvetni eru oftar en ekki meginorkugjafi fólks en flest lágkolvetnamataræði mæla með því að kolvetnaneysla fari ekki yfir 100 grömm á dag. Í LKL tekur fita við af kolvetnum sem meginorkugjafi. Hvað má borða? Kjöt, fisk, skelfisk, egg, feitar sósur, grænmeti sem vex ofanjarðar, fituríkar mjólkurvörur, hnetur og ber. Hvað er bannað að borða? Ávexti, kornmeti, rótargrænmeti og sykur. Kostir: Þetta mataræði getur stutt við þyngdartap, sérstaklega í fyrstu. Þeir sem eru á LKL finna gjarnan til minni svengdar en á annars konar mataræði. LKL getur lækkað blóðsykur þar sem sykurs og sykra er neytt í minna mæli en í hefðbundnu mataræði. Gallar: Það tekur marga svolítinn tíma að venjast LKL mataræðinu, sumir upplifa höfuðverki, ógleði og þreytu þegar þeir byrja á LKL. LKL mataræðið bannar vissar fæðutegundir, þar með talið ávexti og rótargrænmeti, og það hentar ekki öllum. Það getur sömuleiðis verið snúið að fara út að borða á þessu mataræði. 5:2 Ósamfelldar föstur (e. intermittent fasting) hafa aflað sér aukinna vinsælda undanfarið. Ein af þessum föstum er 5:2 mataræðið, mataræði sem gerir ráð fyrir því að einstaklingur borði það sem viðkomandi vill fimm daga vikunnar en skeri hitaeiningar niður í 5-600 tvo daga vikunnar. Þetta mataræði er fremur át-munstur en mataræði, það eru engar reglur um það hvað má borða heldur einungis um hvenær má borða.

12

Á Whole30 á að forðast eftirfarandi í þrjátíu daga: Hverskonar sykur : þar með talið hunang, agave, stevíu o.sfrv Áfengi Allt kornmeti : þar með talið hafra, bygg, kínóa og rúg. Baunir og soya Mjólkurvörur „Hollan“ ruslmat : ekki reyna að búa til uppáhalds ruslmatinn þinn á hollari hátt þrátt fyrir að innihaldið passi við reglur Whole30, það er sem sagt bannað að baka pönnukökur úr eggjum og banönum og jafnframt bannað að útbúa pítsu úr blómkáli. Þetta tengist frekar andlegu hliðinni en hinni líkamlegu. Vigtina : Whole30 snýst um meira en þyngdartap Kostir: Þetta mataræði hvetur til heilbrigðari neysluvenja án þess að leggja mikla áherslu á þyngdartap. Kúrinn tekur einungis 30 daga og ætti því að reynast auðveldara að fylgja honum í þennan stutta tíma heldur en að ákveða að innleiða sér einhvern lífsstíl. Gallar: Það getur reynst mörgum erfitt að útiloka alveg sumar fæðutegundanna sem Whole30 bannar, þá sérstaklega mjólkurvörur og kornmeti. Án kornmetis verða trefjar í mataræðinu af skornum skammti og ýmis vítamín eru í kornmeti sem líkaminn þarf á að halda. Gert er ráð fyrir að Whole30 kúrinn taki einungis 30 daga og er því ekki um lífsstílsbreytingu að ræða og af þeim sökum hefur kúrinn minni áhrif en önnur mataræði sem er ætlað að stuðla að lífstílsbreytingum. Það er úr mögu að velja og sitt sýnist hverjum um það hvað er heilsusamlegt. Mikilvægast er þó að átta sig á því hvað lætur manni/konu/hán líða vel og halda sig þar! Lífið snýst ekki um magamál eða fituprósentur en heilsusamlegur lífsstíll getur án efa stuðlað að aukinni hamingju og lífsgæðum. ▪



VIÐTAL – INTERVIEW: Lísa Björg Attensperger

,,Ef ég væri viðburður væri ég karaoke kvöld á Gauknum“

“Mostly sex stuff”

Viðtal við Alice Bower

Interview with Alice Bower

Alice Bower nemur meistaranám í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Hún vann nýlega keppnina Fyndnasti Háskólaneminn sem haldin var í Stúdentakjallaranum. Keppnin er haldin árlega af Félagslífs- og menningarnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við Landsbankann og hefur fengið góðar undirtökur.

Alice Bower is a student of folklore at the University of Iceland. She recently won the standup competition Funniest Student 2018, an annual event held at Stúdentakjallarinn, organised by the Student Council’s Committee of Culture and Social Events in cooperation with Landsbankinn.

Eftir sigurinn hefur Alice gert ýmislegt í tengslum við uppistand, þar á meðal tók hún þátt í uppistandssýningu Mið Íslands í Þjóðleikhúskjallaranum, fór á Húmorsþing á Hólmavík ásamt því að hafa verið í útvarps- og sjónvarpsviðtölum á RÚV og víðar. Stúdentablaðið ræddi við hana um keppnina, uppistandið og ferðina til Færeyja sem hún skipuleggur fyrir vinningspeninginn.

Gera heimskulega hluti á Jamaíka norðursins „Ég skráði mig bara út af peningunum,“ segir Alice aðspurð hvers vegna hún ákvað að taka þátt í keppninni. Draumurinn hennar er að fara til Færeyja með vinkonu sinni, sem hún kallar Kafteinn Stuð, en hana langar eiginlega ekkert til að fara þangað. „Ég spurði hana hvað ég myndi þurfa að gera til þess að fá hana með mér og hún sagði: ef þú þú vinnur fyndnasta háskólanemann, færð peningana og borgar fyrir mig þá fer ég með.” Þær eru búnar að kaupa miða á G festival í júlí þar sem æltlunin er að taka upp þáttaröð þar sem þær drekka og gera heimskulega hluti og á að bera nafnið „Jamaíka norðursins: Kapteinn stuð og Tröllið fara til Færeyja“. Alice hafði aldrei áður komið fram sem uppistandari en segir að hún sé oft í trúðahlutverki meðal samnemenda sinna í þjóðfræðinni. Í fyrstu var hún kvíðin en það hjálpaði henni mikið að það komu margir að sýna henni stuðning. „Það mætti fullt af fólki til að koma og styðja mig sem ég bjóst alls ekki við, fólk úr þjóðfræði, og ég hugsaði, já ég er aðeins vinsælli en ég hélt! En þá kom í ljós að meirihlutinn af þeim var í námskeiði í háskólanum og það var semsagt verkefni hjá þeim að mæta. Svo ég var ekki eins vinsæl og ég hélt,“ segir hún háðslega.

14

Þýðing – Translation: Lísa Björg Attensperger

Following the win, Alice has been busy performing as a comedian. In addition to being interviewed for radio and television, she recently performed with the Icelandic comedy group Mið Ísland and participated in the Comedy Convention in Hólmavík. The Student Paper spoke with Alice about the competition, her comedy routine and the trip to the Faroe Islands that she is planning with the 100.000 kr. prize money.

Doing stupid things in the Jamaica of the North “I signed up because of the money,” says Alice when asked why she decided to participate in the first place. Her dream is to go to the Faroe Islands with her friend, whom she calls Captain Fun, but she doesn’t really want to go. “I asked her what I had to do to get her to come with me, to which she replied, if you win the Funniest Student competition and pay for the trip, I’ll come with you.” They have purchased tickets for G Festival in July and the plan is to film a short series together drinking and doing stupid things, which they will call “Jamaica of the North: Captain Fun and the Troll Take the Faroe Islands.” Alice had never done stand-up before but says she’s often the clown among her folklore classmates. At first she was anxious but it helped a great deal that so many people showed up to show their support. “A lot of people showed up to support me, which I did not expect at all, people from folklore, and I thought to myself, yeah, I’m more popular than I thought! But it turned out that most of the people who showed up had a class and it was their assignment to go there. So I wasn’t as popular as I thought,” she says jokingly. “I’m never shy, but I wasn’t really confident in participating at


Ljósmynd/ir – Photo/s: Karítas Sigvaldadóttir

„Ég er aldrei feimin en ég þorði ekki alveg að taka þátt, af því að íslenska er ekki móðurmálið mitt og uppistandið var á íslensku. Það voru tvær stelpur sem fluttu á ensku og það heppnaðist bara mjög vel. Þær voru mjög fyndnar. En ég var smá kvíðin að ef ég gerði það á ensku myndu færri hlusta á mig,“ segir hún um ákvörðun sína að hafa uppistandið á íslensku en ekki á móðurmáli sínu sem er enska en Alice ólst upp í London. „Það var allavegna mikið af fólki þarna sem ég þekkti og það gaf mér mikinn styrk. Ég var ekki eins kvíðin því þetta var fólk sem ég þekkti og þá leið mér ekki eins og þetta væri eitthvað svaka stórt heldur bara eins og ég væri að hafa gaman á kjallaranum með vinkonum mínum.

,,Ef ég væri viðburður væri ég karaoke kvöld á Gauknum“ „Aðallega kynlífssögur“ Þó að í fyrstu hafi hún verið óörugg með að tala íslensku gerði hún einnig grín að íslenskunni sinni í uppistandinu. Hún þakkar velgengni sinni meðal annars því að áhorfendurnir voru búnir að drekka mikið áfengi. Aðspurð um hvað uppistandið hennar fjallar um svarar hún að það sé “aðallega kynlífssögur”. „Ég er ekki með marga ‘one liner’ brandara, aðallega frásagnir, segi sögur og hermi eftir fólki. Ég geri grín af íslenskunni minni, tala um upplifun mína í störfum og ástarmálum og stundum fer ég aðeins í barnæskuna mína en það er aðeins erfiðara að þýða það yfir á íslensku.,“ Í uppistandinu segir hún meðal annars fylliríssögur ásamt sögum úr atvinnulífi sínu en að hennar sögn er mikill húmor í láglaunastörfum. Mannleg samskipti eru viðfangsefni hennar ásamt því að

first, because Icelandic isn’t my first language and the stand-up was in Icelandic. There were two girls who did their routine in English and they did a really good job, they were really funny. But I was a little afraid that if I did it in English less people would listen to me,” she says about her decision to perform in Icelandic instead of her native English, but Alice grew up in London.

,,If I was an event, I’d be karaoke night at Gaukurinn. “At least there were a lot of people there that I knew and it gave me courage. I wasn’t as anxious because these were people I knew and I didn’t feel like it was as big of a deal. It was just like hanging out in Stúdentakjallarinn with my friends.” “Mostly sex stuff” Despite her initial hesitation about speaking Icelandic, Alice incorporated her insecurity into her routine and made fun of it. She says she owes her success to the fact that everyone at the event was really drunk. When asked about her routine she explains that it’s “mostly sex stuff.” “I don’t have many one liners, it’s mostly narrating, telling stories and imitating others. I make fun of my Icelandic, talk about my love life and various jobs I’ve had, and sometimes I go into my childhood, but that’s a little harder to translate.” In her stand-up she tells stories about getting drunk and working several low paying jobs, as she thinks there is a lot of humour in those jobs. Furthermore, human interaction is one of her topics as well as telling embarrassing stories about herself. “I make fun of the various ways in which boys have tried to get MEIRA - MORE

15


endursegja vandræðalegar sögur um sjálfa sig. „Ég geri svolítið grín af þeim fjölbreyttu afsökunum sem strákar hafa notað til þess að losna við mig. Til dæmis “ég þarf að fara að mála íbúð á Selfossi” eða “kannski ef þú spyrð mig á þriðjudegi” ekki á laugardegi eða föstudegi eða jafnvel fimmtudegi því þá hefði hann eitthvað betra að gera,” útskýrir hún. “Ef ég væri viðburður væri ég karaoke kvöld á Gauknum.,“ Ekki hægt að taka sig of alvarlega sem þjóðfræðingur Ásamt því að grína með Mið Íslandi í Þjóðleikhúskjallaranum og taka þátt á Húmorsþinginu á Hólmavík hefur Alice verið upptekin við að æfa uppistandsbeinið enn frekar. Meðal þess sem hún hefur gert er að koma fram á styrktarkvöldi kvennaathvarfsins og viðburði ungra athafnakvenna ásamt því að skemmta í stærðfræðikeppni grunnskólanna. Á Húmorsþinginu á Hólmavík var Alice einn af fimm skemmtikröftum en hún segir að fjögur af þeim fimm hafi verið þjóðfræðinemar. Aðspurð hvort að þjóðfræði sé svona fyndið fag svarar hún: „já, það er ekki hægt að taka sig of alvarlega sem þjóðfræðingur afþví að fólk gerir stanslaust grín að manni fyrir að vera í þjóðfræði og gerir sér stundum ekki grein fyrir því hvað þetta er erfitt fag.“ En ekki öll kvöld jafnast á við að vinna fyndnasta háskólanemann. „Það var mikill hápunktur að vinna en sum kvöld eru ekki svona. Stundum eru ekki margir áhorfendur eða kannski ekki margir sem tala íslensku eða fíla minn húmor.” Hún segir að í keppninni hafi hún upplifað bestu stemninguna sem hægt er sem uppistandari og að það sé mjög skrítið að byrja ferilinn á svona miklu “ego boosti“. „Fólk var blindfullt, helmingurinn af salnum var skipað til að mæta af kennaranum sínum og þetta var bara óvenjulega góð stemning,“ segir hún hlæjandi. ▪

16

rid of me. Things like ‘I have to go paint an apartment in Selfoss’ or ‘maybe if you ask me on a Tuesday’ as opposed to Saturday or Friday or even Thursday where he would have something a little better to do,” she explains. “If I was an event, I’d be karaoke night at Gaukurinn.” You can’t take yourself too seriously as a folklorist Besides performing with the stand-up group Mið Ísland and participating in the Comedy Convention in Hólmavík, Alice has been busy doing stand-up since her win. Among the things she’s done is perform at a benefit for the Women’s Shelter and an event hosted by Young Professional Women in Iceland. She also performed as an entertainer in a math competition for elementary schools. At the Comedy Convention in Hólmavík, she was one of five acts to perform. According to her, four of the acts were folklore students. Asked if there is something funny about studying folklore she says “yes, you can’t take yourself too seriously as a folklorist because people will make fun of you for what you’re doing. They don’t realise how difficult the subject really is.” However, not every night can be as good as winning the competition for the funniest student. “It was a major highlight to win the competition but not every night is like that. Sometimes there is a small audience and maybe they don’t all speak Icelandic or they don’t like my sense of humour.” She says that in the competition she experienced the greatest atmosphere a comedian possibly can and that it’s strange to start off her career with such a big ego boost. “People were drunk, half of them were told to be there by their teacher and it was an unusually good atmosphere,” she says, laughing.▪


Grein – By: Þorgerður Anna Gunnarsdóttir

Þýðing – Translation: Julie Summers

VEGANMATARÆÐI OG HEILSA

VEGAN DIET AND HEALTH

Sífellt fleiri velja nú að tileinka sér lífsstíl sem felst í því að neyta ekki dýraafurða, hvort sem það er kjöt, egg, mjólk eða annað sem unnið er úr dýrum á einhvern hátt. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að fólk velur sér þennan lífsstíl, en flestar tengjast þær dýravelferð, umhverfisvitund eða heilsufari, en fyrir flesta er það líklega einhvers konar blanda af þessu þrennu. Þegar grænkerar (e. vegans) nefna þennan lífsstíl sinn við aðra sem ekki þekkja til verða þeir oft varir við þá hugsjón fólks að grænkerar séu upp til hópa vannærðir, aumir og gjarnir á að verða veikir. Sannleikurinn er sá að við manneskjurnar getum lifað fullkomlega heilbrigðu lífi án þess að innbyrða dýraafurðir. En hverjir eru heilsufarslegir ávinningar þessa mataræðis og hvað er það sem þeir sem það aðhyllast þurfa að huga sérstaklega að?

More and more people are choosing to adopt a lifestyle free of meat, eggs, milk, or other animal products. People have all sorts of reasons for choosing veganism, but most involve animal welfare, environmental awareness, and health. For the majority of people, the motivation to be vegan is probably a blend of all three. People unfamiliar with plant-based diets often assume that vegans are malnourished, weak, and prone to illness. The truth is that humans can live perfectly healthy lives without consuming animal products. But what are the health benefits of a plant-based diet, and what special considerations should people who choose this lifestyle have in mind?

Heilsufarslegur ávinningur

Rannsóknir hafa sýnt að plöntu- og trefjaríkt vegan-mataræði getur minnkað líkur á æða- og hjartasjúkdómum, sykursýki af gerð 2 og jafnvel krabbameini. Það sem er miður er að flestar rannsóknir sem að þessu snúa eru skammtímarannsóknir og raunar er ekki vitað hvort þessi heilsufarslegi ávinningur fáist einfaldlvega vegna þess að grænkarar lifa almennt heilsusamlegum lífsstíl, t.d. með því að reykja ekki eða hreyfa sig reglulega. Þörf er á langtímarannsóknum á fólki sem sniðgengur dýraafurðir til þess að fá betri innsýn í áhrif þess á heilsufar.

Hjartaheilbrigði

Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi plöntufæðis gegn hvers kyns æða og- hjartasjúkdómum, enda innbyrða grænkerar alla jafna minna af mettaðri fitu og kólestróli. Ekki er nóg með það að grænkerar séu ólíklegri til að glíma við hjartasjúkdóma, heldur hefur einnig verið sýnt fram á að slíkt mataræði getur hægt á og jafnvel umturnað þróun slíkra sjúkdóma. Raunar hefur prófessor Kim Williams, forseti

Health benefits

Studies have shown that a plant-based diet rich in fiber can reduce the risk of cardiovascular disease, type-two diabetes and even cancer. Unfortunately, most of these studies are short-term and do not definitively prove whether these health benefits are due to the diet itself or to other healthy habits that often coincide with veganism, such as exercising regularly and not smoking. Long-term studies are needed in order to gain better insight into the health benefits of veganism.

Heart health

A great number of studies have demonstrated that plant-based diets are effective in preventing cardiovascular disease, as vegans generally consume less saturated fat and cholesterol than their carnivorous counterparts. But vegans aren't just less likely to be diagnosed with cardiovascular diseases; research has shown that a plant-based diet can actually slow and even reverse the progression of such diseases. In fact, Professor Kim Williams, former president of the American College of Cardiology, has stated that there are two types of cardiologists: vegans, and those who haven't read the data.

MEIRA - MORE

17


bandaríska hjartalækningaháskólans, látið hafa það eftir sér að til séu tvenns konar hjartalæknar: grænkerar og þeir sem ekki hafa lesið gögnin.

Sykursýki 2

Sykursýki 2 er eitt stærsta heilsufarsvandamál Vestræna heimsins í dag. Helstu ástæður þess að fólk þróar með sér sykursýki af gerð 2 eru lífsstíll og mataræði. Sérfræðingar hafa rannsakað tengsl mismunandi mataræðis við sjúkdóminn og komist að með því að skipta yfir í plöntufæði sé hægt að koma í veg fyrir, meðhöndla og jafnvel stöðva þróun sykursýki 2. Þetta gæti meðal annars stafað af því að fólk sem neytir plöntufæðis á jafnan auðveldara með að halda sér í kjörþyngd, en 90% þeirra sem þróa með sér sykursýki 2 eru í ofþyngd. Auk þess eiga dýraafurðir það til að stuðla að insúlínviðnámi, á meðan einómettaða fitan sem finnst t.d. í hnetum og avókadó getur unnið gegn skaðnæmum áhrifum mettaðrar fitu. Því hafa grænkerar alla jafna betra insúlínnæmi og betra blóðsykursgildi.

Vafamál

Einhverjar rannsóknir hafa sýnt frám á að grænkerar séu minna líklegir til að fá einhverjar gerðir krabbameins, en minna hefur borið á þeim rannsóknum heldur en t.d. rannsóknum á tengslum plöntufæðis og hjartasjúkdóma. Aðrar rannsóknir hafa jafnframt sýnt fram á það að beinþéttni grænkera sé örlítið minni en hjá þeim sem neyta dýraafurða, og þær jafnvel hvattar til þess að taka inn fæðubótarefni á borð við kalk og D vítamín. Það sem grænkerar þurfa hvað helst að passa sig á er að fá þau vítamín og næringarefni sem venjulega fást helst úr kjöti og öðrum dýraafurðum. Þau vítamín og næringarefni sem eru oftast nefnd í þessu samhengi eru B12 vítamín og D vítamín, en einnig omega 3 fitusýrur og járn. B12 vítamín er nauðsynlegt fyrir taugakerfið og við myndun rauðra blóðkorna, en það fæst nánast eingöngu úr afurðum úr dýraríkinu, svo sem kjöti, fiski og mjólkurvörum. Það er algengur misskilningur að dýrin myndi vítamínið, en raunin er sú að það eru bakteríur í meltingarvegi þeirra sem framleiða það. Þessar bakteríur finnast ekki í okkar meltingarvegi og því þurfum við að fá B12 úr fæðunni. Það geta grænkerar t.d. gert með neyslu á næringarger sem er stútfullt af B12, en það er mjög vinsælt og margir eru mjög hrifnir af bragðinu og setja það t.a.m. út á pastarétti, salöt og í sósur. Aðrir nota næringarger bókstaflega á allt. Þá eru margar jurtamjólkurafurðir einnig B12 vítamínbættar. Grænkerar geta því hæglega fengið B12 vítamínið sitt án þess að neyta dýraafurða, en margir taka samt sem áður inn B12 vítamín í sprey eða töfluformi meðfram mataræði sínu.

18

Type-two diabetes

Type-two diabetes is the single largest health problem in the western world today, with lifestyle and diet being the top two contributing factors. Experts have researched a variety of diets in connection to type-two diabetes and discovered that switching to a plant-based diet can prevent, treat, or even stop the progression of the disease. Among other things, this may be because vegans generally have an easier time staying within their ideal weight range, whereas 90% of those diagnosed with type-two diabetes are overweight. Animal products also have a tendency to contribute to insulin resistance, while monounsaturated fats, found in nuts and avocados, can work against the harmful effects of saturated fats. Therefore, vegans generally have better insulin sensitivity and better blood sugar values.

Uncertainties

Some studies have shown that vegans are less likely to get certain cancers, but these studies are less definitive than those regarding the connection between plant-based diets and cardiovascular disease. Other studies have shown that vegans generally have slightly lower bone density than those who consume animal products, so they are encouraged to take supplements such as calcium and vitamin D. Vegans must be careful to get needed vitamins and minerals that are primarily found in meat and other animal products, including vitamin B12, vitamin D, omega 3 fatty acids, and iron. Vitamin B12, necessary for nervous system function and red blood cell formation, is almost exclusively found in foods from the animal kingdom, such as meat, fish, and dairy products. It's a common misconception that animals actually form the vitamin; in reality, it's produced by bacteria in their digestive tracts. Since these bacteria are not found in our digestive tracts, we have to get vitamin B12 from our diet. Nutritional yeast is chock full of B12 and many vegans love the taste, using it to flavor pasta dishes, salads, and sauces. Others use it on literally everything. Many plant milks are also fortified with B12. Vegans can easily get all the vitamin B12 they need without consuming animal products, but many still supplement with a spray or capsules. Vitamin D is critical for bone and muscle health. The most natural way to get vitamin D is through sunlight. Here in Iceland, we can never count on seeing the sun, not even in the summertime, so whether you're vegan or not, it's important to get vitamin D through your diet. Fatty fish is particularly


D vítamín er mjög mikilvægt fyrir heilbrigði beina og vöðva, en náttúrulegasta leiðin til þess að fá D vítamín er með sólarljósi. Hér á Íslandi getum við aldrei gengið að sólarljósinu gefnu, ekki einu sinni yfir sumartímann, og því er mikilvægt að við fáum D vítamín úr fæðunni, hvort sem við erum grænkerar eða ekki. Það eru hvað helst feitur fiskur og fiskafurðir sem innihalda hátt magn D vítamíns, en það gera t.d. sveppir einnig, en í þeim er D2 vítamín sem mannslíkaminn vinnur ekki sérlega vel úr. Flestar grænkerar taka því inn D vítamín sem fæðubót. Omega 3 fitusýrur eru mjög mikilvægar m.a. fyrir starfsemi heilans og sjónina, en þær finnast helst í fiski. Grænkerar þurfa þó ekki að örvænta því fitusýran finnst einnig í miklu magni t.d. í hörfræjum, chiafræjum og valhnetum. Járn er mikilvægt fyrir blóðið og alætur fá járnið sitt helst úr kjöti, en grænkerar þurfa að passa sig að borða nóg af járnríkri fæðu úr jurtaríkinu, svo sem baunir, þurrkaða ávexti, hnetur og fræ. Járn er mikilvægt fyrir alla ferla líkamsstarfseminnar, og þá sérstaklega fyrir blóðið. Járn finnst t.d. í ríkulegum mæli í korni, kjöti og grænmeti. Járn úr kjöti er auðmeltara en annað járn og því þurfa grænmetisætur og grænkerar að taka það inn í meria magni. Járnrík fæða úr plönturíkinu er t.d. baunir, tófú, spínat og ýmis fræ.

Stóra samhengið

Allur þessi heilsufarslegi ávinningur sem nefndur hefur verið byggir auðvitað á því að grænkerar borði hollan og fjölbreyttan mat og hugi að þeim næringarefnum sem erfiðara er að fá á plöntufæði. Margir eru haldnir þeirri trú að erfitt eða jafnvel ómögulegt sé að innbyrða nægt prótein án þess að neyta kjöts og mjólkurvara. Það er þó alls ekki raunin, en baunir, hnetur, fræ og sumt grænmeti er stútfullt af próteini. Ef plöntuæta hefur enn áhyggjur af því að hún sé ekki að fá nægt prótein þá getur hún líka skellt í próteinsjeik, t.d. úr soja- eða hríspróteindufti. Bæði bresku og bandarísku næringarsamtökin hafa gefið það út að plöntufæði henti og sé nóg fyrir manneskjur á öllum stigum lífs, líka á meðgöngu. Það sem skiptir þó mestu máli í þessu öllu saman, hvort sem við neytum að plöntufæðis eða annars, er að vera meðvitaður um matvælin sem við látum ofan í okkur. Grænkerar, rétt eins og alætur, geta neytt ruslfæðis og þá verður heilsufarslegi ávinningurinn auðvitað lítill sem enginn. Því er mikilvægt að passa upp á neyta fjölbreyttrar fæðu úr öllum fæðutegundum, neyta sem minnst af unnum vörum og að fá öll þau næringarefni sem við þurfum til að lifa heilbrigðu lífi.▪

rich in vitamin D. You can also find it in vegetables such as mushrooms, but they contain vitamin D-2, which is not so easily absorbed by the human body. For that reason, most vegans take vitamin D supplements. Omega 3 fatty acids, primarily found in fish, are very important for brain function and vision. Vegans need not worry because high amounts can also be found in linseed, chia seeds, and walnuts. Iron is important for the blood and omnivores generally get it from meat, but vegans must take care to eat iron-rich plant foods, such as beans, dried fruit, nuts, and seeds. Iron performs many important functions in the body but is especially critical for the blood. Grains, meat, and vegetables contain high levels of iron. Iron from meat is easier to digest than iron from other sources, so vegetarians and vegans must consume higher doses. Plant foods containing iron include beans, tofu, spinach, and certain types of seeds.

The big picture

Of course, vegans will only enjoy these health benefits if they eat a healthy, diverse diet and take care to get needed nutrients that are harder to find in plant foods. Many people are convinced that it's difficult or even impossible to get enough protein without eating meat or dairy products, but that is far from the truth. Beans, nuts, seeds, and some veggies are full of protein. If an herbivore is worried about not getting enough protein, they can always whip up a shake with soy or rice protein powder. Nutrition organizations in England and the United States maintain that people of all ages can meet their dietary needs by eating only plant-based foods, even pregnant women. Vegan or not, what matters most is being aware of what we're putting in our bodies. Just like anyone else, vegans may eat an unhealthy diet full of junk food, in which case the health benefits of a plant-based diet will of course be little to none. It's important to consume a diverse variety of foods from every food group, keep processed foods to an absolute minimum, and get all the necessary nutrients for living a healthy life.▪

19


VIÐTAL – INTERVIEW: Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir

Meiri áhuga á sögum en sögu Viðtal við Veru Illugadóttur Á miðvikudagsmorgni í byrjun apríl tekur Vera Illugadóttir á móti blaðamanni og ljósmyndara Stúdentablaðsins í húsi Ríkisútvarpsins. Vera er þekkt fyrir hina vönduðu þætti Í ljósi sögunnar sem notið hafa mikilla vinsælda en þeir eru vikulega á dagskrá Rásar 1 og einnig aðgengilegir á hlaðvarpinu. Á eftir seiðandi tónum þemalagsins Black Sands með Bonobo fjallar Vera um margvísleg málefni nútímans í ljósi sögunnar, allt frá dularfullum afrískum sjúkdómum til frægra stjórnmálamanna eins og Hillary Clinton og Angelu Merkel. Stúdentablaðið langaði til þess að vita bæði meira um þættina og konuna á bak við þá.

Veit ekki hvort hún yrði góður sagnfræðingur Vera hefur unnið á Ríkisútvarpinu í sex ár og verið með þættina Í ljósi sögunnar í næstum þrjú, sem og innslög í Morgunvaktina. ,,Áður var ég á fréttastofunni. Ég er með háskólapróf í arabísku frá Háskólanum í Stokkhólmi en ég var þar í námi í þrjú ár frá 2010 til 2013. Svo vann ég líka á tímaritinu Skakka turninum áður en ég fór í nám. Það var svipað, um söguleg efni. Ég er hins vegar ekki menntuð í sagnfræði og ég veit ekki hvort ég yrði neitt rosalega góður sagnfræðingur. Ég er meira fyrir alþýðusagnfræði heldur einhver rosaleg fræðistörf. Ég hef kannski meira áhuga á sögum en sögu - áhuga á að segja einhverja sögu frekar en að tína til sagnfræðiupplýsingar eins og tölur og ártöl.“ Aðspurð hvernig það kom til að hún hafi farið að læra arabísku segir Vera að það hafi eiginlega verið út af ömmu sinni, Jóhönnu Kristjánsdóttur sem lærði einnig arabísku. ,,Hún var blaðamaður á Morgunblaðinu í erlendum fréttum. Þegar hún hætti þar flutti hún fyrst til Kaíró í Egyptalandi og lærði arabísku þar; bjó þar lengi og líka í Sýrlandi og Jemen. Þegar hún kom aftur heim stóð hún fyrir félagsskap til þess að vekja áhuga Íslendinga á Mið-Austurlöndum og Arabaheiminum. Hún skipulagði líka lengi hópferðir

20

til landa eins og Sýrlands. Ég fór í nokkrar slíkar ferðir með henni og hún hafði mikil áhrif á mig. Ég ætlaði svo alltaf að gera pásu á náminu mínu í Svíþjóð og fara út til Arabalands til þess að læra tungumálið betur. Ég ætlaði til Sýrlands sem var aðallandið þá, ódýrir skólar og gott að vera. Ég ætlaði akkúrat að fara þegar borgarastyrjöldin byrjaði svo það varð ekkert úr því. Ég kláraði þess vegna bara námið og kom mér heim. Ég fór svo að gera Í ljósi sögunnar eftir að yfirmaður minn, dagskrárstjóri Rásar 1, sem vildi fá þátt um söguleg málefni kom til mín og spurði hvort ég væri til í að gera slíka þætti. Ég byggði Í ljósi sögunnar svolítið á þáttum sem ég hafði verið með áður, Leðurblökunni en þeir fjölluðu um ráðgátur, morð og glæpi úr sögunni. Ég vissi að ég vildi segja einhverja sögu í hverjum þætti. Ég fann strax að það féll mjög vel að mér og mínu áhugasviði að gera svona sögulega þætti og ég fílaði það strax. Ég hef alltaf verið mikil áhugamanneskja um sögu og les mikið af bókum um sögu. Ég les eiginlega aldrei skáldsögur lengur.“ Fimmtán síðna ritgerð í hverri einustu viku Stúdentablaðið spyr Veru hvað það liggi mikil vinna að baki hverjum þætti. ,,Einn þáttur á að teljast hálf vinnuvika en

það er nú stundum talsvert meiri vinna sem fer í þættina. Þetta er auðvitað rosalega mikið grúsk; það þarf að lesa bækur fyrir hvern þátt, skoða hljóð og heimildir. Síðan geta sjálf skrifin tekið mjög langan tíma. Mér finnst þetta stundum vera eins og að skrifa fimmtán síðna ritgerð í hverri einustu viku. Það er stundum svolítið þreytandi, en það er samt yfirleitt það auðveldasta. Það sem er erfiðara er undirbúningurinn og ekki síst að fá hugmyndir og að meta hvaða hugmyndir virka og hverjar ekki.

þar. En oft dettur mér eitthvað í hug eða einhver nefnir við mig eitthvað eins og: ,,Heyrðu, ég veit ekkert um Kongó? Ertu ekki til í að fjalla um það?“ Ég fæ líka hugmyndur út frá bókum sem ég les og fullt af hugmyndum frá hlustendum sem senda mér tillögur. Stundum langar mig líka að gera eitthvað sérstakt, hugsa kannski um helgi þegar ég þarf að fara að ákveða efni næsta þáttar: ,,Já, nú væri ég ótrúlega til í að skrifa um hrakfarir á Suðurskautslandinu“ og þá fer ég og finn eitthvað sem passar í þann anda.

Vera segist fá hugmyndir að efni í þættina alls staðar að.

Þegar maður er með alla mannkynssöguna sem viðfangsefni eiginlega er ekkert erfitt þannig séð að fá hugmyndir. En það þurfa að vera nægar heimildir, hægt að nálgast þær, skemmtilegt að segja frá og hugmyndin þarf að passa í þáttinn.“

Ég held, ef við værum í útlöndum gæti svona þáttur verið alveg fullt starf og jafnvel fleiri sem kæmu að honum. En maður lagar sig að íslenskum aðstæðum.“ Vera segist fá hugmyndir að efni í þættina alls staðar að. ,,Ég er alltaf að hugsa, alltaf með í kollinum hvað geti verið þáttur. Grunnhugmynd þáttarins er auðvitað að reyna að tengja við samtímann og það sem er að gerast. Þá skannar maður fréttasíður, fylgist með fréttum og reynir að kveikja á einhverju

Leikur sér með málið Í ljósi sögunnar þykja vera á ákaflega góðu máli. Stúdentablaðið spyr Veru hvort hún geri miklar kröfur til sín um vandað mál. ,,Já, ég reyni að vanda mig mjög mikið,“ segir Vera. ,,Ég reyni líka að hafa þá á skemmtilegu máli, hafa málið fjölbreytilegt og lifandi. Ég hugsa mikið um hvernig það er að skrifa texta fyrir útvarp vegna þess að það er öðruvísi en að skrifa texta fyrir ritaðan miðil. Það þarf


Ljósmynd/ir – Photo/s:Karítas Sigvaldadóttir

ryþma og flæði fyrir texta sem á að lesa upp, sérstaklega þegar maður er að lesa fjörutíu mínútur af texta. Það er líka gaman með útvarpið að þar er hægt að leika sér með málið - blanda saman formlegheitum og óformlegheitum. Mér finnst mjög gaman að vera til dæmis með einhverja formlega setningu og sletta svo kannski smá, vitandi að þetta er Rás 1. En ég er líka á nálum með málfarið, ég tek það nærri mér ef ég geri málfarsvillur eða slíkt. Það er náttúrulega fólk sem fylgist mjög mikið með málfari fólks í útvarpinu og í fjölmiðlum. Alltaf ef ég geri einhverja smá villu fæ ég tölvupóst eða símtal frá einhverjum sem leiðréttir mann. Maður fær næstum því meiri svoleiðis viðbrögð en við einhverju efnislegu í þættinum. Ég er alltaf hálfhrædd við það. Við erum með prófarkalesara hér sem ég læt þess vegna alltaf lesa yfir og svoleiðis til þess að tryggja gott málfar.“ Sagan karllæg Vera minnist á að hún fái stundum gagnrýni fyrir hve marga þætti hún hefur gert um karlmenn. ,,Það er kannski

dálítið einkenni sögunnar, það er svo ótrúlega mikið af körlum í sögunni og endalaust af körlum í fréttum. En ég reyni að taka fyrir konur. Vinkona mín hlustar til dæmis bara á þættina ef ég tek fyrir einhverjar konur. Hún hlustaði á þættina um Angelu Merkel, Hillary Clinton og fleira slíkt. Auðvitað vil ég hafa konur í þáttunum. En ef maður tekur bara eitthvað af forsíðum blaðanna vill þetta verða dálítið karllægt.“ Er með blæti fyrir útvarpsleikhúsi Vera segist ekki liggja yfir hlustendatölum en að hún viti að það séu alls konar ólíkir hópar að hlusta. ,,Bæði ungt fólk sem er meira að hlusta í podcastinu og svo er rosalega mikið af eldra fólki sem eru kannski hinir týpísku útvarpshlustendur í dag. En það er bara alls konar fólk og ég hef rosalega gaman af því að heyra að þættirnir nái til ólíkra hópa. Það er líka gaman að vekja athygli á útvarpi og flottum verkefnum sem verið er að gera hér. Stúdentablaðið spyr Veru hvort hún eigi uppáhaldsþátt af Í ljósi sögunnar. ,,Ja, það eru nokkrir sem mér hefur þótt

skemmtilegra að vinna og sem ég hef verið ánægð með. Ég held upp á þátt sem ég gerði um egypsku byltinguna núna fyrir nokkrum árum. Það var mjög skemmtilegur þáttur því það voru svo margir Íslendingar á vettvangi í Kaíró og þeir voru alltaf í fréttaviðtölum á þessum tíma, 2010. Þá fór ég aftur í fréttaklippin, fann viðtölin og gat búið til frásögn í gegnum orð þeirra án þess að ég þyrfti alltaf að vera að segja frá öllu. Það er rosalega sjaldgæft í mínum þáttum af því að maður vill hafa allt á íslensku. Það er svo ótrúlega sjaldan að Íslendingar séu á vettvangi stórviðburða í mannkynssögunni. Það er gaman að fá að heyra aðrar raddir þannig að það sé ekki bara alltaf ég að rausa í fjörutíu mínútur. Sömuleiðis held ég alltaf dálítið upp á þætti þar sem ég hef getað nostrað við hljóðmynd, atburðarás og svoleiðis. Ég er með smá blæti fyrir útvarpsleikhúsi og mér finnst alltaf gaman að setja upp smá leikhús ef efnið býður upp á það - með hljóðum, röddum annarra á lestri og svoleiðis. Allt slíkt finnst mér ofsalega aman að gera. Núna nýlega gerði ég þætti um geimskutluna Kólumbíu og

morðið á Alexander Litvinenko, rússneska njósnaranum. Það voru þættir þar sem maður gat búið til smá leikræna aksjón.“ Vera segist ekki hafa einhverja beina fyrirmynd að þáttunum. ,,Þátturinn varð eiginlega bara til í þessu formi á fyrstu vikunum. Auðvitað á ég fyrirmyndir í einhverjum sagnfræðilegum þáttum. Það eru ógeðslega margir flottir sagnfræðiþættir á BBC og ég tek ákveðnar fyrirmyndir þaðan, til dæmis hljóðanotkun og annað slíkt. Ég hlusta á mikið af breskum sagnfræðiþáttum og líka sænskum. Svíar gera flotta sögulega þætti.“ Vera bendir hins vegar á að töluvert auðveldara sé að fá aðrar raddir inn og sérfræðinga til að segja frá í hinum enskumælandi heimi. ,,Ég tók þá ákvörðun að taka ekki viðtöl við fólk af því að ég ímyndaði mér að það gæti orðið einhæft, að það yrði alltaf sama fólkið sem væri sérfræðingar. Þátturinn mótaðist því þannig að það er bara ég sem skrifa og segi frá.“ ▪

21


Grein – By: Ragnhildur Þrastardóttir

Þýðing – Translation: Mark Ioli

Stefna á að fara með Striving for mental geðfræðsluna niður health education á grunnskólastig as early as primary school Geðfræðslufélagið Hugrún hefur ekki setið auðum höndum að undanförnu, en félagið hefur meðal annars vakið mikla athygli fyrir verkefnið Huguð, auk þess sem það hefur sem fyrr staðið fyrir fræðslu um geðheilbrigði og geðsjúkdóma í framhaldsskólum landsins. Á dögunum kaus félagið sér nýja stjórn, en Kristín Hulda Gísladóttir er nýr formaður Hugrúnar. Stúdentablaðið hitti hana og tók púlsinn á geðfræðslufélaginu Hugrúnu sem er að byrja sitt þriðja starfsár.

Mental health advocacy group Hugrún has been anything but idle recently, among other things attracting attention with their project Huguð, while continuing their previous work educating secondary students across the country about mental wellbeing and mental illness. The organization recently elected a new board, with Kristín Hulda Gísladóttir taking over as director. The Student Paper met with her to check in with Hugrún, which is beginning its third year of operation.

Kristín Hulda hefur verið viðriðin starf Hugrúnar frá því að félagið var stofnað árið 2016, en þá var hún á sínu fyrsta ári í sálfræði. Hún er nú á þriðja og síðasta ári grunnnámsins og hefur setið í stjórn Hugrúnar sem fulltrúi grunnnema í sálfræði síðastliðið ár, og er búin að sækja um framhaldsnám í klínískri sálfræði.

Kristín Hulda has been involved with Hugrún since its founding in 2016, when she was just in her first year studying psychology. Now in her third and final year of undergraduate studies, she has served as the representative of undergraduate psychology students on the board of Hugrún for the past year, and has applied for graduate studies in clinical psychology.

En hafði hún alltaf haft augastað á formannssæti Hugrúnar? „Ég var svolítið í félagsstörfum í menntaskóla og ætlaði ekki að koma nálægt þeim í háskóla. Svo þegar ég var búin að vera ár í skólanum þá var stofnað félag sem ég bara varð að taka þátt í því þetta er algjörlega mitt áhugasvið. Síðan ég komst í stjórn er ég búin að hafa augastað á formennskunni og er búin að passa mig að taka þátt í starfseminni í heild.”

But did she always have her sights set on leading Hugrún? "I did some extra-curricular activities in high school, but didn't intend to get involved in any at university. Then after I had been in school for a year, this organization was started and I just had to participate, since it was exactly my area of interest. Ever since I joined the board I've had my eye on the chairperson position, and have made it a point to be involved in the operation as a whole."

Kristín Hulda þekkir hvern krók og kima starfsemi Hugrúnar og hefur meðal annars gengt hlutverki fræðara, en fræðarar eru þeir sem halda kynningar í framhaldsskólum á vegum Hugrúnar.

Kristín Hulda knows all the ins and outs of running Hugrún, and has among other things served as a peer educator, giving presentations to secondary students. "It's a great thing to do, people get so much out of giving a talk to maybe 30 people at a time, there's always someone with you, and you really learn how to give a speech. I had butterflies in my stomach the first time, but now I can talk in front of any kind of crowd since I've done it so often. It is so unbelievably rewarding to see that you are educating people about something they've perhaps never heard before about mental health or disorders, something people really find helpful. It's an amazing experience."

„Það er frábært að vera fræðari. Fólk fær svo mikið út úr því að halda fyrirlestra fyrir kannski þrjátíu manns í senn, það er alltaf einhver með þér og þú ert búinn að læra hvernig á að halda fyrirlesturinn. Ég fékk alveg kvíðahnút í magann fyrst en núna get ég haldið fyrirlestur fyrir allt annað „crowd“ líka því ég er búin að gera þetta svo oft. Svo er ótrúlega gefandi að finna að þú ert að fræða fólk um eitthvað sem það hefur kannski aldrei heyrt áður um geðheilsu og geðraskanir og finnst virkilega hjálplegt. Þetta er geggjuð reynsla.” Þá segir Kristín Hulda einnig að starfið innan Hugrúnar hafi kennt henni mikið sem hún lærir ekki endilega í grunnnámi í sálfræði. „Í grunnnámi lærir þú ekki mikið um klíníska sálfræði, en ég er í rauninni búin að læra meira um hana í gegnum Hugrúnu. Við fáum endalausa fræðslu og lærum hvernig hinar og þessar geðraskanir virka. Við tökum bara einn áfanga í klínískri sálfræði í grunnnámi og ég er búin að fá allt aðra nálgun í gegn um Hugrúnu.“

22

Kristín Hulda goes on to say that her work with Hugrún has taught her much that she would not necessarily have learned in her academic studies in psychology. "You don't learn so much about clinical psychology at the undergraduate level, so I've really learned much more about it through Hugrún. We get endless instruction and learn how various mental disorders manifest. We only take one course in clinical psychology as undergrads, and I've gotten an altogether different approach to it through Hugrún." This fall, just like last fall, new educators will be trained to work with Hugrún. A great amount of effort will be put into advertising the job, as all college students in Iceland can take part.


Ljósmynd/ir – Photo/s: aðsend

Í haust, líkt og síðasta haust, verða nýir fræðarar þjálfaðir til starfa hjá Hugrúnu og verður mikil vinna lögð í að auglýsa starfið, en allir háskólanemar á Íslandi geta tekið þátt. Talið berst að Huguð, verkefninu sem Hugrún hratt af stað í mars og hefur vakið mikla athygli. Rætt var við sjö einstaklinga sem glíma við mismunandi geðraskanir, og gerð voru mynbönd samhliða viðtölunum. Markmiðið með Huguð var hvað helst að sýna að geðraskanir, og fólk með geðraskanir, geta verið allskonar. Kristín Hulda tók þátt í verkefninu frá upphafi, en hún fékk hugmyndina þegar hún sá myndband um geðheilsu þar sem hún var á ferðalagi í Skotlandi. Endanleg mynd Huguð var þó af allt öðrum toga.

„En það er allt í lagi. Ef það er í lagi að tapa fyrir einhverjum þá er það Páll Óskar.“ „Ég bar hugmyndina upp við stjórn um að við myndum gera einhvers konar kynningarmyndbönd og fékk leyfi frá Elísabetu Brynjarsdóttir, fyrrum formanni, og stjórninni til að kanna þennan möguleika. Þá fór ég á fund með Studio Holt, kynnti fyrir þeim okkar hugmyndir og þær komu með sínar. Svo bara rúllaði boltinn.“

There has been much talk about Huguð, an initiative launched by Hugrún in March that has attracted a lot of attention. The organization spoke with seven individuals who struggle with various mental disorders and created videos from the interviews. The main goal was to show that mental disorders, and the people who struggle with them, can be quite varied. Kristín Hulda was involved with the project from the beginning, having gotten the idea for it when she saw a video about mental health while on a trip in Scotland.The final form of Huguð ended up being completely different, however. "I brought the idea to the leadership that we could make a kind of informational video and got permission from former chair Elísabet Brynjarsdóttir and the board to explore the possibility. I then met with Studio Holt and explained our ideas to them, and they shared some of theirs. Then the ball just started rolling."

“But that's okay. If there's anyone it's okay to lose to, it's Páll Óskar.” As mentioned earlier, the project attracted a lot of attention and was even nominated for the Society Award given out by Fréttablaðið for its battle against prejudice. "We lost to Páll Óskar," Kristín Hulda said. "But that's okay. If there's anyone it's okay to lose to, it's Páll Óskar."

MEIRA - MORE

23


Eins og fyrr sagði þá hlaut verkefnið mikla athygli og var meðal annars tilnefnt til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins fyrir atlögu gegn fordómum. „Við töpuðum fyrir Páli Óskari,“ segir Kristín Hulda. „En það er allt í lagi. Ef það er í lagi að tapa fyrir einhverjum þá er það Páll Óskar.“

“This year I want to primarily emphasize the education itself. Year three will be all about education.”

„Í ár vil ég leggja mesta áherslu á fræðsluna sjálfa, þriðja ár Hugrúnar verður fræðsluár.“

What are her goals with Hugrún? "As I see things, the first year was naturally a foundational year, having to do everything for the first time and not focusing on anything in particular. The second year was more of a promotional year. We've invested a lot of energy into getting the word out about Hugrún, getting people interested in the organization and working to achieve our goals of raising awareness about mental health and illness.This year I want to primarily emphasize the education itself. Year three will be all about education. We need to take a good look at our curriculum, tailor it to better serve young people, and make use of the videos from our Huguð campaign in the process.

En hver eru hennar markmið með Hugrúnu? „Eins og ég sé þetta þá var fyrsta árið náttúrulega bara stofnárið og þá þurfti að gera allt í fyrsta skipti með engri sérstakri áherslu á neitt eitt. Annað árið var svolítið kynningarár. Við erum búin að leggja rosalega mikið púður í að kynna Hugrúnu, vekja athygli á félaginu og vinna að markmiðum Hugrúnar um vitundarvakningu um geðheilsu og geðraskanir. Í ár vil ég leggja mesta áherslu á fræðsluna sjálfa, þriðja ár Hugrúnar verður fræðsluár. Við ætlum að taka fræðsluefnið í gegn, láta það höfða enn betur til yngra fólks og nýta myndböndin úr herferðinni í fræðsluna. Kristín Hulda segist vilja leggja mikla áherslu á að fá inn eins marga útsendara og hægt er, enda stefnir Hugrún á að fara með fræðsluna niður á grunnskólastig. Grunnskólar landsins eru mun fleiri en framhaldsskólarnir og því er um mjög stórt verkefni að ræða. Því verður sérstaklega mikil áhersla lögð á að fá inn nýja fræðara í haust, auk þess sem skoðað verður að fá einnig inn nýja fræðara fyrir vorönn. „Það er svo stór hópur fólks sem við erum að missa af, sem skráir sig ekki í framhaldsskóla eða mætir ekki í tíma. Það er kannski fólkið sem þarf mest á þessu að halda. Næsta skref er í rauninni bara að stækka fræðsluna.“ Útsendarar á vegum Hugrúnar eru þegar byrjaðir að fara með kvíðafyrirlestra í nokkra grunnskóla í Kópavogi. Kristín Hulda segir talsverðan mun á að fara með fræðslu í grunnskóla og í framhaldsskóla. „Þau tengja minna. Ástæðan fyrir því að við ákváðum upprunalega að fara í framhaldsskóla var sú að geðraskanir koma oftast fram í kring um 18 til 25 ára aldur þannig þetta á mest erindi við framhaldsskólanema. Nema svo á þetta kannski bara mest við þann hóp á framhaldsskólaaldri sem mætir ekki í framhaldsskóla. Við erum búin að átta okkur á því að með því að fara í framhaldsskólana þá erum við að ná aldurshópnum sem þarf mest á fræðslu að halda en kannski ekki einstaklingunum innan þessa aldurshóps sem þurfa mest á fræðslu að halda.“ Nánari upplýsingar um Hugrúnu má finna á vefsíðunni þeirra, www.gedfraedsla.is.▪

24

Kristín Hulda says she wants to focus primarily on getting as many volunteers as possible, since Hugrún aims to take their instruction down as far as the primary school level. There are many more primary schools than secondary schools in the country, so it is an enormous task. Therefore Hugrún will especially emphasize getting new instructors this fall, as well as looking into also getting new instructors for the spring term. "There is a large group of people we are not reaching, who either don't enroll in secondary school or don't come to class. These are perhaps the ones who need this the most. Really the next step is just to broaden our reach." Hugrún ambassadors have already begun giving lectures on anxiety at a few primary schools in Kópavogur. Kristín Hulda says there's a big difference between delivering this type of instruction at the primary level compared to secondary. "They make less of a connection. The reason we originally decided to go to secondary schools was that mental health issues generally show up between 18 and 25 years of age, so it was most relevant to those students. But the reality may be that it is most important to those students in that age group who do not show up to school. We are beginning to realize that by going to secondary schools, we’re reaching the age group that needs the instruction the most, but possibly not all of the individuals within that age group who need this help the most." More information about Hugrún can be found on their website, www.gedfraedsla.is.▪


STYRKUR ÚR HRAFNKELSSJÓÐI Sjóðsstjórn Hrafnkelssjóðs og ættmenni Hrafnkels auglýsa úthlutun úr sjóðnum 2018 og óskar eftir umsóknum. Hrafnkelsjóður var stofnaður 1930 af hjónunum Ólafíu Guðfinnu Jónsdóttur og Einari Þorkelssyni til minningar um son þeirra Hrafnkel Einarsson stud.polit. (1905-1927). Styrkur verður veittur úr sjóðnum í ár, á afmælisdegi Hrafnkels Einarssonar, þann 13. ágúst 2018. Síðast var úthlutað úr sjóðnum 2014. Hlutverk Hrafnkelssjóðs er að veita íslenskum stúdentum styrk, þeim sem þess þurfa, til að stunda nám við erlenda háskóla og gilda um það eftirfarandi reglur: Íslenskir stúdentar, sem hyggja á nám erlendis á meistara- eða doktorsstigi og hafa útskrifast með að minnsta kosti aðra einkunn, eiga rétt á að sækja um styrk til sjóðsins. Umsækjendur skulu greina frá eftirfarandi: Námsgrein og skóla Staðfestri skólavist Ferilskrá Hvernig námið muni gagnast umsækjanda og framtíðarsýn Hvort umsækjandi njóti styrkja annars staðar frá Afrit prófskírteinis og meðmæli fylgi umsókn Stjórn Hrafnkelssjóðs hefur ákveðið að upphæð styrks við þessa úthlutun úr Hrafnkelssjóði verði 1.000.000 krónur. Umsóknum um styrk árið 2018 úr Hrafnkelssjóði skal skilað til forseta Stúdentaráðs Háskóla Íslands, Elísabetu Brynjarsdóttur, á skrifstofu Stúdentaráðs, Háskólatorgi 3. hæð, við Sæmundargötu, 101 Reykjavík, eða senda í tölvupósti á netfang Stúdentaráðs: shi@hi.is merkt „Umsókn um styrk úr Hrafnkelssjóði“. Umsóknarfrestur er til kl. 23:59 þann 1. júní 2018. Umsóknir sem berast síðar verða ekki teknar til greina. Styrkúthlutun verður tilkynnt 13. ágúst 2018 samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins.

25


Grein – By: Hjalti freyr Ragnarsson

MELKORKA KATRÍN/ KORKIMON Listafólki er margt til lista lagt. Þau hafa unun á listum. En til þess að geta blásið út þarf listafólk fyrst að fá innblástur. Hér er því listi eftir listamanneskju yfir verk eða listamenn sem hafa veitt henni innblástur undanfarið. Mælt er með við viðkomandi að valið sé eitt verk úr hverjum af eftirfarandi flokkum; tónverk, myndverk, textasmíð, kvikmynd og hönnun - en taumlausum listamönnum í flóknum skóm er þó leyft að fara frjálsum höndum um hvaða listform eru valin til að fylla sætin 5 Melkorka Katrín eða Korkimon er ung myndlistarkona sem opnaði nýverið sína fyrstu einkasýningu, Metnaðargræðgi, í Geysi Heima og stendur hún yfir til 30. apríl. Hún útskrifaðist úr myndlistarnámi við Sarah Lawrence skólann í New York 2017. Verk hennar eru fjölbreytt, allt frá skúlptúrum yfir í verk unnin úr ljósmyndum, en bera með sér ýmis sameiginleg stíleinkenni. Oft á tíðum eru þau hrá eða ókláraður bragur yfir þeim, og aflagaðir líkamshlutar eru algengt viðfangsvefni.

26

3. 2.


Ljósmynd/ir – Photo/s: Aðsent

1. Glucose Guardian

Kiddi týndi veskinu sínu um daginn þannig ég var að borga allt fyrir hann í svona viku og svo er besta vinkona mín Anna Maggý svakalega dugleg að týna kortinu sínu (hún er búin að fá sjö ný kort á þessu ári) þannig ég borga mjög oft fyrir hana. Grínið hefur þar af leiðandi verið það að ég sé “sugar mama” þeirra, en eftir að ég rakst á þetta meme finnst mér “glucose guardian” miklu betra. Þó að þetta sé “grín” þá er ákveðin alvara í þessu, ég spái mikið í kynjaðri orðræðu og reyni alltaf að nota kyn-hlutlaus orð til þess að jafna hana út. Ég tók eftir að um daginn sendi Stúdentaráð HÍ frá sér fréttatilkynningu varðandi uppfærða titla og starfsheita innan Stúdentaráðs sem mér finnst nauðsynlegt og frábært framtak!

2. “Virile” - The Blaze

4.

Þetta myndband kom út í janúar 2016 en ég var fyrst að sjá það fyrr í apríl. Ég fýla hvernig vinasambandi þessa tveggja manna er lýst á náttúrulegan og er laus við eiginleika “toxic masculinity.” Lagið er á playlista sem ég er búin að vera að hlusta á upp á síðkastið.

3. The Pumpkin Eater Penelope Mortimer

Bókin sem ég er að lesa núna. Ég les alltaf með penna eða blýant á mér til þess að undirstrika setningar sem sitja í mér. Síðan skrifa ég þær allar niður í bók sem ég hef alltaf á mer. Þessar setningar verða oft að titlum á verkunum mínum eða nýttar í skrif um listina mína.

4. @louisecehofski

Þessi stelpa er að gera góða hluti á instagram. Það er algjör prakkaraskapur og “cheekiness” í því sem hún gerir sem höfðar til mín og ég vinn einnig með.

5. Fiorucci englarnir

Fiorucci er ítalskt merki sem var stórt á áttunda og níunda áratugnum. Búið var að loka öllum búðunum árið 1989. Mamma mín rakst síðan á Fiorucci búð fyrr á árinu í London, en hún man vel eftir New York búðinni sem er lýst sem “the daytime Studio 54.” Þessir englar voru einkennandi Fiorucci merki og ég varð alveg brjáluð í þá. Þeir minna líka mikið á gamlar glansmyndir sem kennarinn minn í 3. bekk gaf oft út. Ég á núna peysu og málmöskju með englunum og þeir eru einnig bakgrunnurinn á símanum mínum. Ætla að halda áfram að bæta í safnið.

1.

5. 27


Grein – By: Jónína Kárdal

Framinn bíður eftir þér…hvað tefur þig?

Your career awaits you… what´s keeping you?

Áttu nagla og fjöl – byrjaðu að smíða starfsframann þinn!

Start building your career today!

Hvort sem þú ert á 1. ári í háskólanáminu eða ætlar að taka í höndina á rektor í júní þá er ágætt að staldra aðeins við og hugsa á hvern hátt þú hefur verið að byggja upp starfsferilinn þinn, já starfsferilinn þinn, á meðan þú hefur verið í námi við Háskóla Íslands.

Whether you're a freshman at university or you're going to shake the rector's hand in June, it's time to take a moment to strategize about how you want to build your career, yes your career, while studying at the University of Iceland.

Nám er vinna og vinna er nám. Við vitum öll að það tekur tíma, nánar tiltekið að jafnaði þrjú ár, að uppfylla skilyrði til útskriftar og öðlast fyrstu háskólagráðu. Á þessum tíma hefur þú námsmaðurinn unnið fjölmörg (lesist óteljandi) verkefni, lesið ritrýndar greinar og efni um nýjustu rannsóknir á þínu fræðasviði. Upp kemur samt reglulega þessi spurning: Hvernig get ég notað þetta út á vinnumarkaðnum? Vinnumarkaðurinn er að sækjast eftir sértækri og almennri þekkingu og færni. Hvernig getur þú undirbúið þig undir að hefja starfsferil þinn og koma þér á framfæri á vinnumarkaðnum?

The work market is seeking specific and general knowledge and skills. How can you prepare yourself for the start of your career and step into the limelight of the work market?

Hér eru nokkar tillögur:

Here are some suggestions:

1. Kortleggðu þekkingu þína og færni Flettu upp á námsleiða- og námskeiðalýsingu á námi þínu og lestu yfir hæfniviðmiðin. Þar eru orð eins og: i. Að kunna skil á ii. Hefur tileinkað sér… iii. Hefur yfirsýn… iv. Hefur fullt vald v. Hefur tamið sér..

1. Map out your knowledge and skills Look up the programme and course descriptions for your study and check out the learning outcomes. You can find words like: i. Possess thorough knowledge… ii. Has learned to apply… iii. Has an overview of… iv. Has full capacity to… v. Has learned and adapted…

Á háskólaárunum hefur þú verið að byggja upp þekkingu þína og færni, nú er kúnstin að koma því á framfæri við vinnumarkaðinn! Hæfniviðmiðin geta aðstoðað þig við að koma þekkingu þinni og færni í orð í starfsumsóknum og atvinnuviðtölum.

28

We all know that it takes time, three years to be exact, to fulfil the requirements for graduation and receive a university degree. During this time you, the student, have handed in many projects ( read innumerable ) and read endless articles and material related to the latest research in your academic field. But periodically the question you ask yourself: How can I use this in the work market.

During the university years you have been building a foundation of knowledge and skills, now you just need to put yourself out there – let the job market know that you are available. The vocabulary of the learning outcomes can help you to describe your knowledge and skills when writing a job application and preparing for job interviews. MEIRA - MORE


Ljósmynd/ir – Photo/s: unsplash.com

2. Ekki gera lítið úr reynslu þinni – reynsla er alltaf dýrmæt Stúdentar öðlast alls kyns reynslu innan sem utan háskólaveggjanna. Flest allir hafa reynslu af sumarstarfi og mjög margir af vinnu meðfram námi. Oft á tíðum finnst fólki sú reynsla vera óskyld framtíðaráformum.... þetta er bara vinna. Já, vinna er vinna en staldraðu við og skoðaðu hvað þú hefur verið að gera. Hefur þú verið vaktstjóri eða haft umsjón með verkefni. Hefur þú verið í miklum samskiptum við fólk, á staðnum eða í gegnum netið. Hefur þú komið hugmynd á framfæri sem var tekin til framkvæmda. Allt er þetta reynsla sem hægt er að yfirfæra á vinnumarkaðinn. Hún er mikils virði! 3. Tengingar og faglegt tengslanet Á háskólaárunum verða til alls kyns tengingar og gott er að hlúa að faglegum tengslum þegar verið er að hefja starfsferilinn. Þú ert þegar með tengslanet þegar horft er til fjölskyldu og vina sem hefur orðið til á lengri tíma. Það er einnig hægt að byggja upp faglegt tengslanet. Með þátttöku í stúdentafélögum, starfi innan námsleiða, verkefna og fleira gefst tækifæri til að skrá niður aðila sem mynda mikilvægt tengslanet fyrir þig og starfsferil þinn. 4. Það finnst öllum gaman að tala um vinnuna sína… hlustaðu! Allar eiga sína sögu um nám og störf, hvað hefur gengið vel og hvað ekki. Hvers konar verkefni var glímt við og hver niðurstaðan varð. Það er margt hægt að læra af starfsögum fólks og þá reynslu sem viðkomandi hefur gengið í gegnum. Taktu þig til að taktu upplýsingaviðtal (e. informational interview) við einhvern sem starfar á spennandi starfsvettvangi að þínu mati. Eina markmiðið er að hlusta og læra af reynslu annarra. Spyrðu spurninga eins og: Hvernig fékkstu í þetta starf? Eftir hverju var vinnuveitandinn að sækjast eftir? Hvað réði úrslitum í þinni ráðningu? Hvers konar áskoranir hefur þú tekist á við? Það er ýmislegt hægt að læra af reynslu og starfsferli annarra - Þú verður sögunni ríkari!

2. Experience is always valuable - don´t diminish yours. Students gain experience both within and outside university. Most everyone has job experience via summer jobs and many work alongside their studies. Often people think that that type of experience is and can´t be related to future plans or career… it´s just work. Yes, work is always work but step back and look at what you have been doing and experienced. Have you been a shift manager or managed a project? Do you have a lot of experience in communication, with people or digital communication? Have you pitched an idea which was realized? These are all examples of experience which is transferable to the job market. It is very valuable! 3. Connections and professional networks During university years we establish all kinds of connections and it is important to invest in professional networks when starting a career. You already have an established network when you look to family and friends, something built during the years. You can also establish professional connections and networks. By participating in student issues, clubs or the association, taking notice of connections made via projects or within your academic programme you can map out your professional network – an important asset for you and your career. 4. Everybody loves to talk about their work / career – listen! Everyone has a story to tell about their studies and jobs, what went well and what didn´t. How they finished difficult projects on time and the results of it all. You can learn a lot by listening to people´s stories and the experience they went through and gained. Why don´t you try and and take an informational interview. The only goal is to listen and learn from the experience of others. Ask questions like: How did you get that job / position? What was the employer looking for? What tilted the scales in your favour in regards to your employment?

MEIRA - MORE

29


5. Rannsakaðu vinnumarkaðinn Íslenskt atvinnulíf hefur tekið breytingum undanfarna áratugi. Eitt af hlutverkum Vinnumálastofnunar (www.vmst.is) er að fylgjast með samsetningu vinnuafls í landinu og kanna reglulega mannaflaþörf og framtíðarhorfur í atvinnugreinum. Kynntu þér málið á https://www.vinnumalastofnun.is/um-okkur/tolfraediog-utgefid-efni Háskóli Íslands á í miklu samstarfi við atvinnumarkaðinn. Kíktu á Tengslatorg HÍ – www.tengslatorg.hi.is og skoðaðu hvaða störf eru sérstaklega í boði fyrir stúdenta HÍ. 6. Láttu vita af þér í atvinnuleitinni – Þeir fiska sem róa Við erum öll misjafnlega framfærin en til að fá starf þarf maður að sækjast eftir því! Það getur verið árangursríkt að láta aðila innan tengslanetsins hjá þér vita að þú sért að horfa í kringum þig eftir starfi. Þú getur sett saman ferilskrá sem endurspeglar starfsvettvanginn sem þú sækist eftir og lagt hana inn hjá ráðningarskrifstofum. Þú getur nýtt þér atvinnumarkaðsauglýsingar til að átta þig á hvar helst er vænlegt að sækja um starf – hvar er verið að ráða? Fylgstu með á samfélagsmiðlum (Facebook, Twitter og LinkedIn) og athugaðu hvaða fyrirtæki auglýsa laus störf. Skoðaðu laus störf á vefsíðum fyrirtækja og leggðu jafnvel inn almenna starfsumsókn ef þér finnst starfsumhverfi viðkomandi fyrirtækis spennandi. Hver veit, þú verður kannski kallaður / kölluð í viðtal. 7. Ræddu málin við sérfræðinga Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands (NSHÍ). NSHÍ hefur á að skipa sérfræðinga í starfsferilsþróun sem eru reiðubúnir að setjast niður með þér og liðsinna þér við að komast af stað í atvinnuleit og/eða skerpa á framtíðarmarkmiðum þínum hvað varðar nám og störf. Náms- og starfsráðgjafarnir geta aðstoðað þig við að setja saman ferilskrá, rætt leiðir til að koma vel fyrir í atvinnuviðtali og á hvern hátt þú getur kortlagt færni þína og hæfni. NSHÍ hefur einnig umsjón með Tengslatorgi HI – atvinnumiðlun fyrir stúdenta þar sem atvinnulífið er að leita að mannauði á meðal stúdenta. Í lokin er hér ein reynslusaga: „Ég var virkilega ánægð með þjónustuna ykkar þar sem þið bjóðið upp á aðstoð við gerð ferilskráar og kynningabréfs. Mér finnst þetta mjög sniðug þjónusta sem nýtist vel fyrir fólk sem er einmitt að klára námið sitt og er að taka sín fyrstu skref í atvinnuumsóknum. Það er mikið sem þarf að huga að við gerð ferilskráar og kynningabréfs og að fá ábendingar frá fagfólki eykur líkur á árangri í atvinnuleitinni að mínu mati. Ég hvet því nemendur í atvinnuleit til að nýta sér þessa frábæru þjónustu.“ Meistaranemi á leið út í atvinnulífið Jónína Kárdal er náms- og starfsráðgjafi við Háskóla Íslands og er verkefnisstjóri Tengslatorgs HÍ – atvinnumiðlunar stúdenta.▪

What kind of challenges have you faced at the job /position? You can learn various things by listening to these stories about experience and careers. You´ll find many endings.. usually happy ones. 5. Research the job market The Icelandic job market has been through various changes through the decades. One of the major roles of the Icelandic Directorate of Labour is to follow up on the composition of the Icelandic work force and review the need for human resources and the future outlook of the industry. Take a look at this ( in Icelandic) https://www.vinnumalastofnun.is/um-okkur/tolfraediog-utgefid-efni The University of Iceland collaborates and co-operates with the job market in many ways. Take a look at the Careers Connection website – www.tengslatorg.hi.is – where companies and institutions are specifically looking for UI students to employ. 6. Let people know that you are beginning your job search – Looking for fish? Don´t climb a tree. All of us have different ways of putting ourselves out there but if you want a job you have to hunt for it, go get it! It might be an idea to let your professional network know that you are looking for a job. You can for example put together a CV that mirrors the industry sector you want to enter and hand it over to a hiring agency. You can look over the job ads to see where there is a demand for talent – who is hiring? Be on the lookout via social media ( Facebook, Twitter and LinkedIn) for companies advertising job openings. Search company websites also and you can put in a general job application if you find the company appealing and would like to work there. Who knows, you might be called in for an interview. 7. Talk to a career specialist at the UI Student Counselling and Career Center (SCCC). SCCC has specialists in career development who are ready to talk with you and assist you in your job search process and/ or and help you to reset your future goals careerwise. Career guidance counsellors can and assist you in your job search process and/or help you to reset your career goals." "Career guidance counsellors can assist you in putting together your CV, talk about how to conduct yourself in job interviews and help you map out your skills and abilities. SCCC manages the Careers Connection website where the job market is looking for future employees among UI students. And last, we have a story from a student who came to SCCC for career assistance “I was really pleased with your services where you offered assistance in CV and cover letter writing. I think this is a very neat service for people who are finishing their studies and are taking their first steps in putting together a job applicationcan, they can benefit from it. There is a lot to take into consideration when putting together a CV and cover letter, and getting advice from a professional increases the possibility of success in job searching, in my opinion. I encourage students who are job hunting to use this great service. I encourage student who are job hunting to use this great service.” Jónína Kárdal is a career guidance counsellor at the SCCC. She also manages the Careers Connection website.▪

30



VIÐTAL – INTERVIEW: Þorgerður Anna Gunnarsdóttir & Ragnhildur Þrastardóttir

Geðheilbrigði er viðfangsefni samfélagsins í heild sinni

Mental health an issue for society as a whole

Viðtal við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra og þingmann Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs.

An interview with Svandís Svavarsdóttir, Minister of Health and Left-Green MP

Ýmis mál sem snúa að heilbrigðisráðuneytinu hafa verið í brennidepli undanfarið. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur því haft mörgu að sinna síðustu vikur. Það eru einungis nokkrir mánuðir síðan hún hóf störf sem heilbrigðisráðherra og hún hefur þurft að koma sér inn í starfið hratt en örugglega.

With various issues concerning the Ministry of Welfare in the spotlight lately, Svandís Svavarsdóttir has had plenty to do in recent weeks. She’s jumped into her job as Minister of Health quickly and competently, having taken over the post just a few months ago.

„Menntun nýtist alltaf“ Svandís er fyrrverandi nemandi við Háskóla Íslands og er menntuð í málvísindum og íslensku. Í fyrstu er erfitt að ímynda sér hvernig það nám og heilbrigðisráðuneytið eigi saman. Um það segir Svandís: „Menntun nýtist alltaf. Það er alveg sama hvernig hún er samsett og ég held að að mörgu leyti nýtist menntun í hug- og félagsvísindum nánast allsstaðar í samfélaginu þar sem hún snýst um það að safna saman gögnum, koma á skipulagi, bera upp gögnin að kenningum og gera niðurstöðurnar jafnvel að sínum. Það er eitthvað sem maður er að gera í lífinu, alltaf.“

"Education never goes to waste" A former University of Iceland student, Svandís is educated in linguistics and Icelandic. At first glance, it's difficult to see how that background fits with her current position, but Svandís explains: "Education never goes to waste. The specifics of your education aren’t always important. I think in a lot of ways, an education in the humanities or social sciences can be useful just about anywhere in society. Gathering data, getting organized, comparing your data to predictions and drawing conclusions - that’s something you always have to do in life."

Mannréttindabarátta með málfræðina að vopni Heilbrigðisráðherra segir málfræðina hafa orðið að verkfæri fyrir mannréttindabaráttu þegar á leið. „Undir lok míns háskólanáms fór ég að vinna á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra við rannsóknir á íslensku táknmáli. Það var kannski fyrst og fremst verkefni sem snerist um ákveðna réttindabaráttu hóps sem hefur verið með minni réttindi en aðrir í samfélaginu vegna þess að hópurinn

32

talar annað mál. Mín vinna snerist um það að byggja upp nám í táknmálsfræði og táknmálstúlkun í Háskólanum, sinna ráðgjöf og rannsóknum, ráðgjöf við foreldra og fjölskyldur og standa með heyrnarlausum í því að táknmálið yrði viðurkennt sem leið til þess að eiga samskipti. Þannig var málfræðin orðin verkfæri fyrir mannréttindabaráttu svo hlutirnir geta tekið óvænta snúninga. Þessi réttindabarátta hefur gagnast mér í öllu, mér finnst mjög mikilvægt að þeir sem fara með völd og áhrif hugi sérstaklega að þeim hópum sem ekki hafa rödd í samfélaginu. Þeir sem eru kosnir til þess að fara með völd í samfélaginu hafa mjög sterkar raddir og þær skila sér. Það hef ég lært í gegnum vinnuna með heyrnarlausum sem var það sem ég fór út í vegna þess að ég fór í málfræði á sínum tíma.“ Svandís segir pólitík þó aðallega snúast um lífsskoðun og „afstöðuna til þess að samfélagið eigi að vera þannig að það sé ekki hindrun fyrir fólk, heldur frekar stuðningur.“

Wielding grammar as a weapon in the fight for human rights The Minister of Health says grammar can actually be a tool in the fight for human rights. "Toward the end of my studies, I went to work conducting research on Icelandic sign language at the Communication Center for the Deaf and Hard of Hearing. It was first and foremost a matter of fighting for equality for a specific group that has

traditionally had fewer rights than others simply because they speak another language. My work focused on developing programs in sign language study and interpreting at the University, consulting and researching, advising parents and families and advocating alongside the Deaf community for sign language to be recognized as a valid means of communication. In that sense, grammar became a tool in the fight for human rights, so things can certainly take an unexpected turn. This struggle for equal rights has proven useful to me in everything I've done since. I believe it's very important for people in positions of power and influence to carefully consider populations within our society that have no voice. Those who are elected to positions of power in the community have very strong voices and can really make a difference. That's what I've learned in my work with the Deaf, which I got into because of my educational background." But Svandís says politics primarily revolves around one's outlook on life and "the idea that society ought to act as a support rather than a hindrance."


Þýðing – Translation: Julie Summers

Geðheilbrigði viðfangsefni samfélagsins í heild Geðheilbrigðismálum á Íslandi hefur verið ábótavant um nokkurt skeið, en í nýlegri rannsókn á líðan háskólanema kom í ljós að þriðjungur þeirra upplifir einkenni þunglyndis í einhverri mynd. Svandís segir betrumbætur í þeim efnum vera verkefni samfélagsins í heild. „Við tökumst einungis á við hluta einkenna með því að fjölga sálfræðingum og geðheilsuteymum þó að það sé vissulega mikilvægt. Það að svo stór hópur stúdenta upplifi sig með einhverskonar kvíða eða áhyggjur á sínum námsferli er augljóslega eitthvað sem er ekki bara geðheilbrigðismál heldur samfélagslegt verkefni. Það sem við þurfum að gera er að finna rót vandans, hvers vegna ungu fólki líður illa. Er þessi vanlíðan sprottin af því að það sé erfitt að vera ung manneskja, snýst þetta um framfærsluna, snýst þetta um lánakjör, snýst þetta um það að það sé erfitt að flytja að heiman þar sem húsnæðismarkaðurinn er erfiður, skiptir klámvæðingin máli, spila samfélagsmiðlar inn í þessa vanlíðan eða sprettur vanlíðanin af

samspili allra þessara þátta? Að minnsta kosti er þetta ekki bara heilbrigðismál, ég held að það sé alveg klárt.“ Þrátt fyrir að samfélagið hafi ábyrgðarhlutverki að gegna í þessu samhengi segir Svandís ábyrgðina líka einstaklingsins. „Ég held að það sé mikilvægt að samfélagið sé þannig að það sé gott að vera til og að fólk eigi greiðar leiðir til þess að tala um hvernig því líður. Það skiptir líka sköpum að um leið og samfélagið verður að sinna okkur öllum vel, þá þurfum við líka að bera ábyrgð á okkar eigin heilsu hvert um sig.“ Áform um sterkari geðheilsuteymi og fleiri sálfræðinga Þrátt fyrir að Svandís telji samfélagið allt bera mikla ábyrgð í geðheilbrigðismálum segir hún ýmislegt sem hennar ráðuneyti geti gert til þess að stuðla að betrumbótum í geðheilbrigðismálum. „Í heilbrigðiskerfinu sjálfu eru til að mynda uppi áform um að styrkja geðheilsuteymi í heilsugæslum og ráða sálfræðinga í heilsugæsluna svo hægt sé að fá viðtal þar hjá sálfræðingi, ekki

Ljósmynd/ir – Photo/s: Karítas Sigvaldadóttir.

Mental health an issue for society as a whole When it comes to mental health, the situation in Iceland has been unsatisfactory for quite some time. A new study reveals that one-third of Icelandic university students have experienced some form of depression. Svandís says that improving the situation is the responsibility of society as a whole. "Increasing the number of psychologists and mental health teams is certainly important, but that only address part of the problem. The fact that such a large number of students experience some sort of anxiety during their time in school clearly shows that this is not just a mental health issue but a societal issue. What we need to do is find the root of the problem, figure out why young people are struggling. Is it the general challenges of being a young person, is it about financial support, is it about wages, is it about the struggle to move away from home in a difficult housing market? Does the culture of pornification have an effect? Is social media playing into it? Or does the sense of imbalance

stem from a combination of all these factors? In any case, it's not just a health issue, I think that much is clear." Although society bears some responsibility in this context, Svandís says responsibility also lies with the individual. "I think it's important for society to be such that people are happy to be alive and find it easy to talk about how they feel. But at the same time, people must also take responsibility for their own health." Plans to strengthen mental health teams and hire more psychologists Though Svandís believes society as a whole bears a great deal of responsibility when it comes to mental health issues, she says there are things that her ministry can do to support improvements. "In the health care system itself, for instance, there are plans to strengthen mental health teams and hire psychologists in local clinics so patients can talk to psychologists and not just doctors. In addition, we must work alongside the Ministry of Education to ensure that MEIRA - MORE

33


bara lækni. Ásamt þessu þurfum við í samstarfi við menntamálaráðuneytið að tryggja að það séu sálfræðingar í framhaldsskólunum og á háskólastiginu.“ Um mikla notkun Íslendinga á geðlyfjum segir Svandís: „Íslendingar innbyrða skuggalega mikið af geðlyfjum, kvíðalyfjum og þunglyndis_ lyfjum, svefnlyfjum og ADHDlyfjum, við erum allsstaðar að skora mjög hátt í því þannig að það er einhver menning líka hjá okkur að fara í gegnum lífið, þó að maður sé ungur, með lyfjum. Það umhugsunarvert.“

„Það er ekki hægt að taka þetta til hliðar því þetta er óþægilegt eða erfitt, við þurfum að glíma við þetta samhliða öðrum verkefnum.“ Geðheilsu-eftirfylgd á landsvísu Þar sem Svandís talar um að fjölga geðheilbrigðisteymum verður að þykja athugavert að ríkið hafi nýverið ákveðið að hætta að fjármagna teymi Hugarafls, en starfsemi þeirra hefur reynst mörgum afar vel. „Hugarafl eru frjáls félagasamtök sem þróuðu Geðheilsueftirfylgd (GET), valdeflandi, þverfaglega nálgun. Þau störfuðu undir hatti heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en Alþingi ákvað á árinu 2016 í sinni geðheilbrigðis áætlun að teymis nálgun í geðheilbrigðismálum væri eitthvað sem ætti að innleiða í heilbrigðiskerfið allt og bjóða upp á um allt land. Hugarafl eru hins vegarfrjáls félagasamtök sem stjórnvöld taka engar ákvarðanir um að leggja niður. Ég er sannfærð um að þessar breytingar eru til góðs vegna þess að við viljum í raun og veru bjóða sambærilega þjónustu á landsvísu sem ég held að sé

34

mikilvægt.“ Hugmyndafræði nýju geðheilsuteymanna er þverfagleg „það er ekki gert ráð fyrir því að það þurfi sérstaka greiningu til að komast að og að þetta sé tiltölulega opið og valdeflandi úrræði, það er markmiðið.“ Hugmyndir um nýtt sérnám í læknisfræði Erfið staða hefur komið upp í hinum ýmsu heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni en Svandís hefur hugmyndir um að koma á fót sérstöku námi fyrir lækna sem ætla að starfa á landsbyggðinni, svokölluðum landsbyggðarlækningum. „Það væri þá sérnám eftir grunnnám í læknisfræði þar sem sérstaklega væri horft til þess hvaða þættir það eru við það að vera læknir á landsbyggðinni sem eru frábrugðnir því að vera læknir á höfuðborgarsvæðinu. Landsbyggðarlæknir þarf að geta leyst fjölbreyttari viðfangsefni heldur en sá sem er með þétt net af sérfræðingum í kringum sig og Landspítalann í næsta húsi.“ Engin lausn í sjónmáli í málefnum ungra fíkla Mikil aukning varð á dauðsföllum ungra fíkla á síðastliðnu ári. Svandís segist ekki hafa neina töfralausn á því vandamáli enda stutt síðan hún settist á ráðherrastól. „Ég vildi óska þess að ég væri tilbúin með úrræði í þessum málaflokki. Vandi fíkla er heilbrigðisvandi fyrst og fremst, þá aðallega afeitrunarog meðferðarhlutinn. Oft er vandi ungra fíkla afar flókinn, fíknivandanum fylgja gjarnan geðræn og félagsleg vandamál. Það er mitt mat að við þurfum að draga línu í sandinn og fara yfir þetta með þeim sem best kunna á þennan geira og horfast í augu við það að þetta er verkefni heilbrigðisyfirvalda eins og önnur heilbrigðisþjónusta. Það er ekki hægt að taka þetta til hliðar því þetta er óþægilegt eða erfitt, við þurfum að glíma við þetta samhliða öðrum verkefnum.“

there are psychologists in all secondary schools and universities." Commenting on Icelanders' significant use of psychiatric medications, Svandís says: "Icelanders take an alarming amount of psychiatric medications: anti-anxiety medications, antidepressants, sleep aids, and ADHD medications. We always score really high when it comes to prescription drug use and it's almost like a lifestyle for us, going through life medicated even at a young age. It's definitely something to think about." Mental health follow-up throughout the country With Svandís talking about increasing the number of mental health teams, it's interesting to note that the government has recently decided to stop funding Hugarafl, a mental health organization whose services have helped a great number of people. "Hugarafl is an NGO (non-governmental organization) that developed Mental Health Followup (Geðheilsu-eftirfylgd, GET), an empowering, interdisciplinary approach to mental health treatment. They operated under the auspices of the Reykjavík-area health clinics. In 2016, Parliament released a mental health plan proposing that this teambased approach to mental health should be adopted by the national health care system and offered around the country. But because Hugarafl is an NGO, Parliament has no power to shut it down. I'm convinced that these changes are positive, because what we really want to do is offer comparable services around the country." The ideology of the new mental health teams is interdisciplinary in nature: "the idea is that you don't need to have a certain diagnosis to get help. The goal is to offer a relatively open and empowering resource."

Proposing a new specialty in medicine The situation in many local clinics around the country is challenging. Svandís has an idea to establish a special course of study for doctors planning to work outside the Reykjavík area, so-called rural medicine. "It would be a specialization after completion of basic medical studies, and it would look at what makes practicing medicine in rural areas different from practicing medicine in the capital region. Rural doctors must be able to cope with a wider variety of situations than doctors who work next door to the National University Hospital and can rely on a wide net of specialists nearby."

“We cannot set it aside just because it's uncomfortable or difficult; we must tackle it alongside other issues.” No solution in sight for young addicts Last year saw significantly more deaths of young addicts than previous years. Svandís says that being so new to her position, she has no magic solution to this problem. "I wish I had some solution to this problem. The addiction problem is first and foremost a health problem, especially the detox and treatment aspect. For young addicts, the situation is often complicated, with mental and social problems often accompanying the addiction itself. It's my opinion that we have to draw a line in the sand, go over this with the people who are most familiar with this issue, and accept the fact that this is the job of the health authorities, just like any other health care service. We cannot set it aside just because it's uncomfortable


Mönnun í heilbrigðiskerfinu mikil áskorun Ljósmæður standa um þessar mundir í kjaradeilu við ríkið. 44% starfandi ljósmæðra fara á eftirlaun á næstu tíu árum og er því vert að velta fyrir sér hvernig ríkisstjórnin ætli sér að stuðla að endurnýjun þessarar mikilvægu starfsstéttar. Svandís tekur ljósmæður ekki sérstaklega út fyrir sviga í þeim efnum heldur segir hún mönnun í heilbrigðiskerfinu í heild

„ Það er mikilvægt að heilbrigðisstarfsmenn fái að taka þátt í vísindum, rannsóknarstarfi og öflugu háskólaumhverfi. “ sinni vera mikla áskorun og sú áskorun sé alþjóðlegt vandamál. „Við stöndum frammi fyrir því núna á Landspítalanum að við getum ekki sinnt öllum sjúklingum vegna manneklu. Mönnun hjúkrunarfræðinga er gríðarleg áskorun og að mínu mati snýst þetta um marga þætti. Auðvitað snýst það að stórum hluta um kjör og starfsaðstæður, en þetta snýst líka um möguleika til starfsþróunar, það að fá að þróast og eflast í starfi. Það er mikilvægt að heilbrigðisstarfsmenn fái að taka þátt í vísindum, rannsóknarstarfi og öflugu háskólaumhverfi. Það skiptir máli að það séu ekki bara allir að hlaupa yfir daginn fyrir of lág laun heldur að fólk sé líka að taka þátt í því að efla sitt fag.“ Þarft að fara yfir mannaflaspá heilbrigðiskerfisins Svandís, ásamt forsætisráðherra og fjármálaráðherra, skrifaði undir yfirlýsingu þess efnis að þarft væri að fara yfir mannaflaspá

heilbrigðis-kerfisins í heild og kanna hvaða mönnun þurfi á næstu áratugum. „Aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast og einnig væntingar til heilbrigðisþjónustu. Við þurfum að hafa þessa spá fyrir framan okkur og ræða hana við bæði háskólaumhverfið og stéttarfélögin og taka á þessu heildstætt, við getum ekki bara horft á eina stétt núna heldur þurfum við að horfa á þetta til lengri tíma.“ Skoðar hvernig sé mögulegt að gera starf ljósmæðra meira aðlaðandi Árið 2014 voru nemalaun ljósmæðranema felld niður. Við veltum fyrir okkur hvort það væri ekki vænlegt að endurvekja þau til að laða fleiri að náminu. Svandís segir það ekki vera hennar ákvörðun. „Það sem hinsvegar er á mínu borði eru starfsaðstæður og starfsumhverfi sem ég kom inn á áðan. Einnig hef ég til skoðunar það sem hægt er að gera varðandi vaktakerfið og vinnusamsetninguna ef svo má að orði komast, það sem hægt er að gera til þess að gera starfið og vinnudaginn meira aðlaðandi. Landspítalinn hefur lýst yfirvilja til þess að koma með sitt innspil inn í þessar kjaraviðræður í þeim efnum. Stóri pakkinn, kaup og kjör, er á borði samninganefndar ríkisins, hjá fjármálaráðherra.“

or difficult; we must tackle it alongside other issues." Staffing a great challenge in the health care system Midwives are currently embroiled in a labor dispute with the government. Fortyfour percent of the nation's midwives are set to retire within the next ten years, so we must consider the government’s plans for replenishing this part of the work force. According to Svandís, the issue of midwives is far from unique; staffing is a widespread problem in the health care system, and in fact it's an international problem.

“It's important that health care workers have the opportunity to participate in science, research, and a dynamic university environment. ” "We cannot adequately serve all our patients at the hospital due to staffing shortages. Meeting staffing needs for nurses is a huge challenge and in my opinion there are a number of contributing factors. Of course, a big part of it is wages and working conditions, but opportunities for job advancement also play a role. It's important that health care workers have the opportunity to participate in science, research, and a dynamic university environment. It makes a difference when people aren't just running through their days working for low wages, but rather actively contributing to their profession."

Health care staffing forecast must be reviewed Along with the Prime Minister and the Minister of Finance, Svandís signed a declaration to the effect that the staffing forecast for the health care system as a whole must be reviewed and the level of staffing needed in the coming decades must be identified. "As the demographics of the population are changing, so are people’s expectations for health care services. We must have this forecast in mind and discuss it with both the university community and the unions and take a holistic approach. We cannot focus on a single profession now; we must consider the long term." Increasing the appeal of midwifery As of 2014, the state no longer pays student midwives for their work. We raise the question of whether restoring this salary would draw more people to the field. Svandís says it is not her decision to make. "What is within my power, however, is addressing working conditions and the work environment, as I mentioned before. I'm also looking at what could be done about the shift system and the makeup of the work day, if you can call it that – what can be done to make the job and the average work day more appealing. The hospital has indicated a desire to join the conversation about working conditions. The big picture, wages and working conditions, is the responsibility of the State Negotiating Committee, under the Minister of Finance."▪

35


XS


XS

xsreykjavik.is


VIÐTAL – INTERVIEW: Ragnhildur Þrastardóttir

UAK - Félag sem styður við upprennandi athafnakonur Staða kvenna í atvinnulífinu hefur verið mikið í umræðunni síðustu ár. Kynbundinn launamunur, kvenfjandsamlegt vinnuumhverfi, kynferðisleg áreitni og fleira hefur borið á góma í því samhengi og oftar en ekki er sagt að „konur þurfi bara að vera duglegri“ ætli þær sér að komast í sömu stöðu og karlar á vinnumarkaðnum. Árið 2014 var félagið Ungar Athafnakonur (UAK) stofnað og fer félagið ört vaxandi. Félagið vill meðal annars stuðla að auknu jafnrétti í samfélaginu og styðja við ungar konur sem hafa hug á að skara fram úr á hinum ýmsu sviðum atvinnulífsins. Það má því segja að félagið sé andsvar við lakri stöðu kvenna í atvinnulífinu. Stúdentablaðið hitti Elísabetu Erlendsdóttur, viðskiptastjóra UAK og ræddi við hana um félagið og tækifæri ungra kvenna í íslensku atvinnulífi.

„Sem ung kona skortir mann stundum sjálfstraust og sterkar fyrirmyndir, þær eru ekkert alltaf sjáanlegar í fjölmiðlum.“

38

Skapa vettvang þar sem ungar konur komast í kynni við sterkar fyrirmyndir „Ungar athafnakonur er félagsskapur fyrir stelpur sem eru í námi, eru að ljúka námi eða að stíga sín fyrstu skref á atvinnumarkaðnum og vantar einhverskonar aðhald í kringum það. Sem ung kona skortir mann stundum sjálfstraust og sterkar fyrirmyndir, þær eru ekkert alltaf sjáanlegar í fjölmiðlum. Við reynum að búa til vettvang þar sem við, ungar konur, getum komist í kynni við sterkar fyrirmyndir og veitum það aðhald sem þarf til að fóta sig í lífinu sem ung kona.“ Tengslanet kvenna veikari en karla Markmið UAK eru háleit. Félagið leitast við að „styrkja stöðu og framtíð ungra kvenna sem leiðtoga og virkra þátttakenda í atvinnulífinu.“ Þær vilja einnig hjálpa ungum konum að skapa tengslanet en Elísabet segir tengslanet kvenna oft hafa verið minni en karla í gegnum tíðina. En hvernig ætla þær sér að ná þessum markmiðum? „Með fræðslu, umræðu og hvatningu. Við bjóðum til að mynda upp á ýmsa viðburði og námskeið. Á þessu starfsári höfum við tekið fyrir samfélagslega ábyrgð fyrirtækja í pallborðsumræðum, haldið örfyrirlestrakvöld um hvernig hægt er að þróast með góðum takti í starfi, boðið upp á fyrirtækjaheimsóknir og núvitundarnámskeið.“

Þýðing – Translation: JULIE SUMMERS

UAK – Supporting up-and-coming female professionals The status of women in the professional world has been much discussed in recent years, with the gender wage gap, misgynistic work environments, sexual harassment and more all cropping up in the public discourse. More often than not, women are told that they "just need to work harder" if they want to achieve the same success in the workplace as men. Young Professional Women in Iceland (Ungar Athafnakonur, UAK) was founded in 2014 and has been growing quickly ever since. The organization aims to increase equality and support young women who strive for excellence in their professional lives. In a way, the organization is a response to the secondary position of women in the professional world. The Student Paper met with UAK Account Manager Elísabet Erlendsdóttir to discuss the organization and opportunities for young professional women in Iceland.

“Young women often lack selfconfidence and strong role models, which are not always visible in the media.”

Creating a platform to introduce young women to strong role models "Young Professional Women is an organization for women who are currently in university, finishing up their degrees, or taking their first steps in the job market and need some sort of support. Young women often lack selfconfidence and strong role models, which are not always visible in the media. We try to create a platform where we can encounter strong role models and provide each other with the support young women need to establish ourselves in life." Women's networks weaker than men's UAK has lofty goals. The organization aims to "strengthen young women's position and future as leaders and active members of the economy." They also want to help young women to network, as Elísabet says that over the years, women's professional networks have tended to be smaller than men's. But how do they plan to meet these goals? "With education, dialogue, and encouragement. We organize various events and classes, for instance. This year, we hosted a panel discussion on corporate social responsibility and an evening of short presentations about professional development, and we also offered company visits and mindfulness classes."


Ljósmynd/ir – Photo/s: Karítas Sigvaldadóttir.

Athafnakonur eru allskonar Orðið athafnakona er mjög sterkt og eflaust margar ungar konur sem eiga erfitt með að skilgreina sig sem slíka. Elísabet segir þó að ungar athafnakonur geti verið af ýmsum toga, til dæmis þær „sem hafa verið virkar í sínu námi, félagsstörfum, íþróttum eða sjálfboðaliðastarfi og þrá að fá eitthvað meira út úr öllu því sem lífið hefur upp á að bjóða.“ Félagið er því opið öllum þeim sem hafa í huga að ná árangri í lífinu og eru engin aldurstakmörk sett fyrir inngöngu í félagið. „Svo lengi sem þú finnur þig í félaginu þá ertu velkomin, yngsta stelpan tvítug og sú elsta er á fimmtugsaldri, meðalaldurinn er þó 27 ára.“ Karlmenn geta þó ekki gengið í félagið. „Við reynum klárlega að fá flottar karlkyns fyrirmyndir sem fyrirlesara hjá okkur en þeir viðburðir sem snúa að félagskonum eru lokaðir. Við höldum þó bæði opnunarviðburði á hverri starfsönn og opna viðburði þar

sem við hvetjum unga karla sérstaklega til að mæta. Við viljum endilega fá karlmenn að borðinu en lokuðu viðburðir eru miðaðir að þörfum ungra kvenna.“ Vilja auka við fjölbreytni innan hópsins Elísabet leggur samt sem áður áherslu á að allar konur séu velkomnar í félagið, hver svo sem bakgrunnur þeirra er, og vill stjórn UAK gjarnan auka fjölbreytni innan hópsins. „Íslendingar eru einsleitir, við erum einsleitar en við viljum gjarnan bæta úr því, til dæmis með því að halda viðburðina okkar þar sem er aðgengi fyrir einstaklinga í hjólastól eða einstaklinga með fötlun. Á þessu starfsári höfum við verið að horfa á uppruna kvenna og hvernig við fáum stelpur af erlendum uppruna til að sækjast í þennan félagsskap vegna þess að það er hópur kvenna sem við viljum að sæki í auknum mæli í félagið.“

No single definition of "professional women" The term "professional woman" is quite strong, and many young women undoubtedly have difficulty defining themselves as such. But Elísabet says there's no single definition and "professional women" may be for instance women "who have been active in their university programs, student life organizations, sports or volunteer work and long to get more out of everything that life has to offer." Therefore, the organization is open to all those who strive for success in life and there are no set age limits. "As long as you feel at home in the organization, you're welcome. The average age is 27, but the youngest member is twenty and the oldest in her forties." Men, however, cannot join. "Of course, we try to get great male role models as presenters, but events aimed at members are closed. But we hold both a welcome event and various open events every

term where we specifically encourage young men to attend. We definitely want to invite men to the table, but our closed events are intended to meet the needs of our members." Desire for more diversity within the group Elísabet stresses that all women are welcome, regardless of background, and the board of UAK is eager to increase diversity within the group. "Icelanders are homogeneous. We're homogeneous but we want to improve, for instance by ensuring that our events are accessible to individuals in wheelchairs or individuals with disabilities. This year, we've been looking at how to get women of foreign origin to join us, because that's a group that we want to see more of in UAK." Thick glass ceiling in the world of finance and management A large number of young women attend UAK events, MEIRA - MORE

39


„Það sem við getum gert er helst að horfa inn á við og skoða hvað við getum gert til að breyta ástandinu.“ “ Glerþakið í fjármála og stjórnendaheiminum hnausþykkt Mikill fjöldi ungra kvenna mætir á viðburði UAK, það gefur til kynna að félagsskapurinn sé þarfur og vandinn sem ungar konur standa frammi fyrir, kynbundinn launamunur og fleira honum tengt, sé mikil hindrun. Elísabet virðist mjög vongóð þegar hún er spurð út í þær hindranir sem ungar konur þurfa að yfirstíga til að ná langt í atvinnulífinu. „Svo virðist sem glerþakið í fjármála og stjórnendaheiminum sé alveg hnausþykkt og fáar sprungur sjáanlegar. Það sem við getum gert er helst að horfa inn á við og skoða hvað við getum gert til að breyta ástandinu.“ Hunsa samfélagið og einblína á kosti sína Elísabet segir skilaboð samfélagsins til ungra kvenna lýjandi og þau snúi gjarnan að útliti þeirra og efasemdum um gáfur. „Við í UAK reynum að hunsa þessi skilaboð og horfa frekar inn á við, einblína á kosti okkar og það að bæta úr því sem okkur finnst virkilega að við getum og þurfum betrumbæta. Til dæmis með því að fara á sjálfstraustsnámskeið ef eitthvað vantar upp á sjálfstraustið, læra að tala fyrir framan fólk ef það er eitthvað sem er að hindra okkur o.s.frv. Við leitumst við að svara þörfum þeirra sem eru í félaginu og bjóðum upp á fræðslu og námskeið í því sem

/Ungar Athafnakonur

40

við sem ungar manneskjur höfum gott af að læra til að ná árangri. Í UAK reynum við að vinna út frá þörfum hverrar og einnar og skapa þor til að sækjast eftir tækifærum og ganga á eftir þeim.“ Skóli lífsins Í UAK kenna þær praktísk atriði sem ekki eru kennd í skóla. „Við lærum ekki að semja um laun í skóla, við lærum ekki að sækja um stöðuhækkun í skóla. Oft reynir fólk að segja kynbundinn launamismun vera því að kenna að konur séu svo lélegar í að krefjast bættra kjara. Við svörum slíku einfaldlega með því að þjálfa konur í að sækja um launahækkun!“ Árangur sýnilegur Námskeið og fræðsla á vegum UAK skilar sér greinilega til þeirra sem sækja í félagið. „Stelpur fyllast oft eldmóði eftir viðburðina hjá okkur og við fáum gjarnan sögur af því hvernig námskeið hjá okkur hafa eflt ungar konur til að sækja í sig veðrið í íslensku atvinnulífi. Ein kona deildi því með okkur að eftir námskeið hjá UAK hafi hún lært svo góða tækni við það að krefjast betri launa að hún fékk miklu meiri hækkun en hún hefði getað ímyndað sér. UAK hjálpar því ungum konum að efla sjálfstraustið til að t.d biðja um betri laun og gefur þeim einnig rétt tæki og tól til að krefjast betri kjara.“ Leikur einn að skrá sig Að ganga í UAK er afar einfalt, skráning fer fram á www.uak. is og árgjaldið er 6.000 krónur en einnig er hægt að skrá sig í hálft ár fyrir 3.000 krónur, félagskonur fá aðgang að öllum viðburðum UAK. Opnir viðburðir eru einnig á dagskrá reglulega en á þá eru allir velkomnir.▪

/Ungarathafna

showing that it's a needed organization and the issues that young women encounter, the gender wage gap and more, are real obstacles.

“The best thing we can do is to look within and consider what we can do to change the situation.” Asked about the challenges that young women must overcome to achieve success in the professional world, Elísabet is optimistic: "It seems like the glass ceiling in the world of finance and management is very thick and we don't see many cracks. The best thing we can do is to look within and consider what we can do to change the situation." Ignoring society and focusing on their strengths Elísabet says society's messages to young women are tiring and generally revolve around their appearance or doubts about their intelligence. "In UAK, we try to ignore these messages and instead look inward, focus on our strengths and on improving the things we feel we really can and need to improve, for instance by attending a class in selfconfidence, learning to speak in front of other people if that's something we struggle with, etc. We try to meet the needs of our members by offering classes and training on topics that we as young people would benefit from and can help us to achieve success. In UAK, we try to work with the needs of each and every individual and dare to chase opportunity."

/Ungarathafnakonur

The school of life UAK teaches practical skills not taught in school. "In school, we don't learn how to negotiate salary or request a raise. People often say that the gender wage gap only exists because women are so bad at demanding higher wages. Our response is simply to train women to request a raise!" Visible success UAK's classes and training clearly benefit its members. "Women are often so fired up after our events and we get a lot of stories about how our classes have empowered young women to grow and excel in the workplace. One woman shared with us that after a UAK class, she'd learned such good tools for demanding better wages that she ended up getting a much bigger raise than she could have imagined. UAK helps young women to increase their self-confidence, for instance to ask for better wages, and also gives them the right tools to demand better conditions." Just have to sign up Joining UAK is easy. You can sign up at www.uak.is. The annual fee is 6000 krónur, but you can also sign up for six months for 3000 krónur. Members can attend all UAK events. The organization also holds regularly scheduled open events which non-members are welcome to attend.▪

www.UAK.is


Grein – By: ODDUR Snorrason

Máltökurannsóknir Sobegga afa Hugleiðingar formanns Mímis, félags stúdenta í íslenskum fræðum og almennum málvísindum við Háskóla Íslands, um stöðu íslenskunnar. Hvenær fóru Íslendingar að skoða barnamál? Lengi vel var talið að máltaka barna væri auðskýranlegt, og í raun ómerkilegt, viðfangsefni. Börn þóttu tala ófullkomið mál sem væri ekki þess virði að rannsaka. Þetta viðhorf til barnamáls breyttist hins vegar á sjötta áratug seinustu aldar þegar málfræðingar sneru sér að meðfæddri málkunnáttu mannsins. Þá fóru þeir í auknum mæli að skoða máltöku barna sem upphafsstig þessarar innbyggðu málhæfni. Fyrsta skipulagða máltökurannsóknin á Íslandi var gerð á árunum 1980-19831. Hins vegar mætti segja að áhugi Íslendinga á máltöku barna hafi kviknað þó nokkuð fyrr. Það var nefnilega um 30 árum áður sem rithöfundurinn Þórbergur Þórðarson hóf óformlegar barnamálsrannsóknir sínar fyrir bókina Sálminn um blómið. Sú bók hefur lengi verið fræg fyrir kostulegar lýsingar á barnamáli en fram að þessu hefur bókin ekki verið skoðuð sem heimild um máltöku íslensks barns. Máltökurannsóknir Þórbergs Þórðarsonar „Sjálfsævisögulega“ skáldsagan Sálmurinn um blómið eftir Þórberg Þórðarson kom fyrst út í tveimur bindum á árunum 1954 til 1955. Þar segir frá lítilli stúlku sem heitir Helga Jóna og býr í sömu blokk og Þórbergur, á hæðinni fyrir neðan hann. Í bókinni segist Þórbergur hafa skrifað þessa „dálítið öðruvísi“ bók um Helgu Jónu (sem kallar sig lillu Heggu) að beiðni Guðs. Engu að síður hafi skrifin gengið illa í fyrstu. Hann hafi fljótlega áttað sig á því að til að geta miðlað heimssýn litlu stúlkunnar yrði hann að hugsa og tala eins hún. Í kjölfarið fór hann að fylgjast betur með því hvernig lilla Hegga talaði svo að hann gæti skrifað bók á hennar máli. Hljóðin (og orðin) í máli lillu Heggu Fremur en að lýsa tali lillu Heggu skrifar Þórbergur einfaldlega upp það sem hann hefur eftir henni. Hann tekur það reyndar fram að sjálfur eigi hann heldur bágt með að skilja stúlkuna, en að Margrét, eiginkona hans, sé töluvert sleipari í barnamáli. Hún taki jafnframt að sér að túlka orð sem þessi fyrir Þórberg: (1) Mál Heggu Merking a. gukka dúkka b. Sobeggi afi Þórbergur c. Mammagagga Margrét d. Ossi afi Bjössi e. dödö bíll f. syst þyrst g. umba drekka Þórbergur skrásetur þó ekki aðeins orðin hennar lillu Heggu segir heldur einnig heilu setningarnar: (2)

Mál Heggu Merking a. vuvva uvva hundurinn (voffi?) sefur (lúllar?). b. Egga la na Hegga litla (er) hérna c. Oss af eima? (er) Bjössi afi heima?

1. Indriði Gíslason, Sigurður Konráðsson og Benedikt Jóhannesson. (1986). Framburður og myndun fleirtölu hjá 200 íslenskum börnum við fjögra og sex ára aldur. Rit Kennaraháskóla Íslands, A-flokkur: Rannsóknarritgerðir og skýrslur 1.

d. sjonda séppa e. a bupp f. umbasyst

vonda stelpan allt búið. þyrst, vil drekka (mjólk).

Setningarnar sem Þórbergur skráir eru reyndar oft töluvert lengri en þær sem eru hér fyrir ofan, samanber eftirfarandi setningar: (3)

a. Egga la na dödö unda ess Litla Hegga hérna er að fara út í bíl. Bless.

b. tusta keke á sóra saf tuskan á stóra stafnum flýgur eins og fluga

Eins og sést á áðurnefndum dæmum er samræmi í því sem Þórbergur hefur eftir lillu Heggu. Setningin „Egga la na dödö unda ess“ er meðal annars mynduð úr „Egga la na“ og „dödö“ og orðin „syst“ og „umba“ renna saman í „umbasyst“ og svo framvegis. Þórbergur virðist því hafa vandað til verka þó svo að hann skrifi ekki sérlega fræðilegan texta (hann hvorki hljóðritar orð né greinir þau). Sálmurinn um blómið er heldur ekki fræðigrein heldur skáldsaga. Þórbergur vinnur hins vegar úr þessu efni á frumlegan máta. Frásögn hans litast nefnilega öll af orðavali, setningargerð og „framburði“ lillu Heggu. Höfundur talar til að mynda aldrei um sjálfan sig sem Þórberg heldur minnist hann aðeins á Sobegga afa. Bókin er þannig að stóru leyti skrifuð á þessu barnamáli: (4) „Þar að auki hafði hún þann kost, að þar voru engir dödöar á ferðinni, og það sem mest var um vert: þar lét Vondi skafarinn aldrei sjá sig“ (Þórbergur Þórðarson, 1954, bls. 74)2. „Það var talað um róluvöllinn og handriðabrun og teikningar og málaralist, um Biddu systur, sem steldi kleinu frá henni ömmu sinni og stelpuskömmina, sem lemdi lillu Heggu og hann Hauk, sem mígði í hana og skítti á fiðluna“ (Þórbergur Þórðarson, 1954, bls. 211). Fræðandi og skemmtileg saga Sálmurinn um blómið er í senn heillandi uppvaxtarsaga lítillar stúlku og áhugaverð heimild um málþroska barna. Þar lýsir Þórbergur Þórðarson ekki aðeins því hvernig lilla Hegga talar heldur skrifar hann stóran hluta bókarinnar á því máli til að veita lesandanum raunverulegri innsýn inn í líf lillu Heggu. Þórbergur gerðist í raun fyrstur hér á Íslandi til að rannsaka máltökuferlið þar sem viðfangsefnið var ekki orðið jafn vinsælt þá og það varð skömmu síðar. Þrátt fyrir það hefur nær ekkert verið skrifað um Sálminn um blómið í ljósi máltökufræði. Undirritaður hvetur því áhugasama málfræðinga til að skoða mál lillu Heggu betur en hér er gert.▪

1. Þórbergur Þórðarson. (1954-1955). Sálmurinn um blómið. Reykjavík: Helgafell.

41


Grein – By: Ragnhildur Þrastardóttir

STÚDENTAGARÐARNIR Nú eru margir að útskrifast og því losnar eitthvað af húsnæði á Stúdentagörðunum. Leigumarkaðurinn er óstöðugur og gríðarlega dýr og því sniðugt að sækja um á Stúdentagörðunum sem bjóða almennt betra verð en gengur og gerist á hinum almenna leigumarkaði. En hvað kostar nákvæmlega að búa á Stúdentagörðunum og hvaða leiðir eru í boði? Stúdentablaðið vonast til að geta svarað einhverjum spurningum um Stúdentagarðana hér fyrir neðan. Allar upplýsingarnar eru fengnar af vefsíðu Stúdentagarða, www.studentagarðar.is.

1. Hver getur sótt um á Stúdentagörðunum? Nemendur við Háskóla Íslands sem stunda reglulegt nám við skólann. Nemandi sem stundar nám við HÍ og sækir um vist á Stúdentagörðum þarf að sýna fram á að hann hafi lokið í það minnsta 20 einingum síðustu tvö misseri. Nýnemar þurfa aftur á móti að vera skráðir í fullt nám svo umsókn sé möguleg. Vert er að benda á að nemandi sem á eigið húsnæði eða skuldar Félagsstofnun Stúdenta leigu eða annað fær ekki samþykkta umsókn um vist á Stúdentagörðum og getur viðkomandi heldur ekki endurnýjað leigusamning sinn vegna þessa. 2. Hver nýtur mests forgangs þegar sótt er um á Stúdentagörðunum? Þeir stúdentar sem nú þegar búa á Stúdentagörðunum eru fremstir í röðinni, þar á eftir koma erlendir stúdentar sem eru styrkþegar á vegum menntamálaráðuneytis, Háskóla Íslands eða Fullbright stofnunar. Næst eru aðrir erlendir nemendur og sömuleiðis íslenskir nemendur, þeir nemendur sem hafa íslenskan ríkisborgararétt, sem eiga lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins. Aftast í röðinni eru þá nemendur sem eiga nú þegar lögheimili á höfuðborgarsvæðinu, þó skal einni af hverjum fjórum íbúðum vera þeim í hlut. 3. Höfuðborgarsvæði, hvað er það nákvæmlega? Get ég þá skráð lögheimilið mitt út á land þó það sé ekki sannleikurinn til að flýta fyrir umsókn minni? Höfuðborgarsvæðið nær yfir Reykjavík, Kópavog, Hafnarfjörð, Mosfellsbæ, Seltjarnarnes, Garðabæ og Álftanes. Ef lögheimili var flutt af höfuðborgarsvæðinu á sl. 12 mánuðum fyrir gerð umsóknar er kallað eftir staðfestingu á því að búseta á höfuðborgarsvæðinu hafi einungis verið tímabundin.

42

4. Hversu bindandi eru leigusamningar við Stúdentagarðana? Leigusamningar gilda að jafnaði í tæpt ár, að undanskildum Gamla Garði, þar gilda leigusamningar í um 9 mánuði. Leigutakar hafa þó alltaf þann kost að segja samningnum upp á heimasvæði sínu á www.studentagardar.is með þriggja mánaða fyrirvara, leigusali getur samþykkt skemmri fyrirvara, allt að einum mánuði ef rík ástæða er fyrir hendi. 5. Hver getur sótt um hvaða íbúð? Einstaklingsíbúðir, tvíbýli og einstaklingsherbergi eru eins og gefur að skilja ætluð einstaklingum, 50% þessa húsnæðis fer til nýnema. Barnlaus pör hafa kost á að sækja um paríbúðir en báðir aðilar þurfa að vera í fullu námi á háskólastigi, 40% þessa húsnæðis fer til nýnema. 2-3 herbergja íbúðir eru fyrir stúdenta með eitt barn eða fleiri og einnig eru tvær fjögurra herbergja íbúðir í boði, 30% fjölskylduíbúða fara til nýnema. 6. Þarf ég að hafa eitthvað eftirlit með umsókninni minni eftir að ég sæki um? Svo sannarlega. Ef umsókn nemanda hlýtur samþykki Stúdentagarða þarf viðkomandi að staðfesta veru sína á biðlista í upphafi hvers mánaðar. Sé það ekki gert fellur umsóknin úr gildi. Ef umsækjandi fær húsnæði úthlutað þarf hann einnig að staðfesta samþykki sitt innan tveggja sólarhringa svo það er nauðsynlegt að fylgjast vel með stöðu mála. 7. Má ég leigja íbúðina mína öðrum? Nei. Þó eitthvað beri á því innan Stúdentagarða þá er það með öllu óheimilt sama hvort greitt er fyrir framleiguna eður ei. Undantekning á þessu er ef nemandi fer í skiptinám,


Ljósmynd/ir – Photo/s: Aðsent

þá getur viðkomandi framleigt íbúðina til annars stúdents við Háskóla Íslands, þó aldrei lengur en tvö misseri.

fæst með því að búa í tvíbýli, en tvíbýli er einnig ódýrasti kosturinn fyrir einstakling heilt yfir litið.

Stúdentagarðarnir bjóða upp á fjölbreytt úrræði og er verðið á þeim misjafnt.

Hvað tveggja herbergja paraíbúðir varðar þá er kostnaður við að leigja þær allt frá 98.211 krónum á mánuði og upp í 135.802 krónur á mánuði. Stærðin er einnig misjöfn en þær minnstu eru 35,5 fermetrar og þær stærstu 58 fermetrar. Stærstu íbúðirnar eru með lægsta fermetraverðið, 1840 krónur á fermetrann mánaðarlega, og eru þær staðsettar á háskólasvæðinu, nánar tiltekið í Ásgörðum. Minnstu íbúðirnar eru þá dýrastar ef litið er til fermetraverðs en kostar fermetrinn þar 3578 krónur mánaðarlega. Minnstu íbúðirnar af þessum toga eru staðsettar í Skjólgörðum, Brautarholti 7.

Lítum hér á nokkur dæmi. Stúdíóíbúðir kosta frá 91.444 krónum á mánuði og upp í 103.256 krónur á mánuði. Þær eru 30-38.8 fermetrar að stærð. Verðið á fermetrann er lægst í Ásgörðum sem eru á Háskólasvæðinu, þar kostar fermetrinn 2540 krónur á mánuði, en verðið fyrir fermetrann er hæst í Skjólgörðum sem staðsettir eru í Brautarholtinu, þar kostar fermetrinn 3218 krónur mánaðarlega. Einstaklingsherbergi kosta frá 71.241 krónum á mánuði til 86.880 króna á mánuði. Þau eru 12-29 fermetrar en einnig fylgir þeim aðgengi að sameiginlegu eldhúsi, baðherbergi, setustofu og þvottahúsi. Verðið á fermetrann er hæst á Gamla garði, 5936 krónur, en lægst í Skerjagarði, 2996 krónur. Bæði Gamli garður og Skerjagarður eru á háskólasvæðinu.

Fjölskylduíbúðir eru 2-4 herbergja og því erfiðara að bera þær saman. Algengast er þó að þær séu þriggja herbergja og eru þær ódýrustu leigðar út á 123.866 krónur á mánuði en þær dýrustu á 153.533 krónur á mánuði. Hæsta fermetraverð á mánuði er 2197 krónur í Vetrargarði en það lægsta, 1588 krónur, er í Ásgarði. Bæði Vetrargarður og Ásgarður eru á Háskólasvæðinu.▪

Í tvíbýli fær leigjandi sitt eigið herbergi en deilir eldhúsi, baðherbergi og stofu með einum öðrum leigjanda. Lægsta verð á slíku húsnæði er 60.806 krónur á mánuði en hæsta verðið er 76.299 krónur. Verð á fermetrann er hæst á Ásgörðum, 2223 krónur, en lægst í Skuggagörðum, 1602 krónur. Ásgarðar eru á Háskólasvæðinu en Skuggagarðar á Lindargötu. Það er því ljóst að lægsta verð á fermetra, fyrir einstakling,

43


BORGARSTJÓRNARKOSNINGARNAR 2018 Þann 26. maí næstkomandi eru sveitarstjórnarkosningar. Stúdentablaðið lagði nokkrar spurningar fyrir flokkana sem bjóða fram í Reykjavík um stefnu þeirra í málefnum stúdenta til að fá betri mynd af því sem er á boðstólum. Ekki bárust svör frá Sjálfstæðisflokknum, Pírötum, Frelsisflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins þrátt fyrir ítrekun.

Hver er almenn stefna flokksins í málefnum háskólanema? Alþýðufylkingin: Háskólanám á að vera ókeypis, þar á meðal námsgögn. Námslán eiga að falla niður að ákveðnum tíma liðnum eftir að fólk hefur unnið í landinu eftir útskrift. Til lengri tíma villl Alþýðufylkingin styrki í stað lána. Námslán eiga ekki að koma frá bönkum heldur félagslegum lánasjóði, og ekki bera vexti. Námsmat í háskóla á að vera strangt, en kennslan vönduð, svo gráða endurspegli góða menntun. Borgin okkar Reykjavík: Borgin okkar Reykjavík er framboð sem býður aðeins fram til borgarstjórnar og erum við því ekki með stefnu í málefnum háskólanema sem falla alfarið undir ríkisfjármál og Alþingi. Framsókn: Við viljum að ungt fólk sjái Reykjavík sem fyrsta kost þegar kemur að vali á framtíðarbúsetu. Til þess að svo megi verða þarf meira framboð af húsnæði og létta þarf á vaxandi þrýstingi á gatnakerfi borgarinnar en þar tölum við m.a. fyrir samgöngustyrk til háskólanema sem nýta Strætó eða aðra vistvæna samgöngumáta. Jafnframt þarf að tryggja dagvistunar og/eða leikskólapláss svo ungir foreldrar geti sinnt skóla eða vinnu strax að loknu fæðingarorlofi. Höfuðborgarlistinn: Auk þess að bjóða uppá frítt í strætó, við viljum efla samstarf við atvinnulífið inni í skólunum og kynna fyrir nemendum það sem er að gerast í atvinnumálum í samfélaginu. Efla tengingar við Íþróttasambandið, menningu, listir, háskólana og fyrirtæki. Efla samband nemenda við atvinnulífið á öllum sviðum, sem eykur möguleika á víðtækari starfsreynslu. Íslenska þjóðfylkingin: Almennt hefur Íslenska þjóðfylkingin það á stefnuskrá sinni að skerðingar á námslánum vegna vinnu námsmanna verði afnumdar. Námsmönnum verði heimilt að vinna ef þeir vilja enda eru námslánin, lán sem greidd eru til baka. Námslán verði greidd út í upphafi náms og lánin alfarið tekin úr bönkunum. Flokkurinn er mjög opin fyrir hugmyndinni um að hluti námslána geti breyst í styrk. Karlalistinn: Karlalistinn er jafnréttisflokkur sem býður sig fram til að hafa áhrif á jafnréttisbaráttuna út frá sjónarhóli og reynslu karla, feðra og drengja. Stefna Karlalistans í málefnum háskólanema varðar einkum rétt umgengnisforeldra til að fá námslán sem foreldrar samhliða meðlagslánum. Eins og staðan er í dag geta umgengnisforeldrar eingöngu fengið meðlagslán eða lán sem foreldrar, að gefnum ýmsum skilyrðum, en ekki hvort tveggja. Þar sem umgengnisforeldrar kosta framfærslu sína bæði með meðlagsgreiðslum og í gegnum umgengni, teljum við að Lánasjóður íslenskra námsmanna mismuni umsækjendum á grundvelli kyns, enda sárafáir umgengnisforeldrar sem sækja lánshæft nám á ári hverju. Kvennahreyfingin: Kvennahreyfingin hefur ekki sérstaka stefnu í málefnum háskólanema, en stefna hreyfingarinnar mun koma sér vel fyrir háskólanema. Aðgerðaráætlun Kvennahreyfingarinnar

44

gegn ofbeldis- og nauðgunarmenningu ber þar hæst, með risvöxnu fræðsluátaki fyrir allt starfsfólk, jafnréttisskóla fyrir skóla- og frístundastarfsfólk, jafnréttisnámskeiðum fyrir börn og vitundarvakningu meðal almennings. Markvisst endurmat á og virði hefðbundinna kvennastétta og aðgerðir til að minnka kynskiptingu starfa mun jafnframt hafa áhrif á kjör stórs hluta háskólanema til framtíðar. Samfylkingin: Samfylkingin í Reykjavík leggur áherslu á að Reykjavík eflist og dafni sem eftirsótt háskólaborg. Við viljum að háskólanemar geti notið þess að búa í borg sem býður upp á skilvirka og vistvæna ferðamáta, frjótt menningarlíf og öflugt atvinnulíf. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja stúdentum hagstæðar og fallegar leiguíbúðir sem næst háskólunum og á stöðum sem liggja vel við almenningssamgöngum og framúrskarandi hjólastígakerfi. Undanfarin ár hafa verið byggðar um 300 íbúðir og íbúðaeingingar við Sæmundargötu og rúmlega 100 íbúðir við Brautarholti. Viðreisn: Við eigum að auka framlög til háskóla og horfa til OECD samanburðar í þeim efnum. Beinn stuðningur við námsmenn í námslánakerfi á að vera sýnilegur og í formi styrkja. Afborganir námslána eiga að vera tekjutengdar. Við viljum fjölga sálfræðingum í opinberum háskólum. Vinstri græn: Á Alþingi hafa Vinstri græn lagt áherslu á aukin framlög til háskólanna svo Ísland standi jafnfætis Norðurlöndunum þegar það kemur að framlögum á nemanda. Það þarf að taka upp samtímagreiðslur hjá LÍN, lækka vexti á lánum og breyta hluta þeirra í styrk að námi loknu. Svo verður að styrkja samkeppnissjóði. Reykjavíkurborg, háskólarnir, stéttarfélögin og ríkið verða að taka höndum saman um að auka möguleika á launuðu starfsnámi í m.a. leikskólum og grunnskólum til að bregðast við manneklu og skorti á fagmenntuðum kennurum. Síðan þarf að skoða möguleikana á því að breyta námslánum greinum í styrki. Sósíalistaflokkurinn: Sósíalistaflokkurinn leggur áherslu á frelsi, jöfnuð, mannhelgi og samkennd. Hann vill auka vald nemenda yfir námi sínu, tryggja öllum aðgengi að námi óháð efnahag og öðrum hamlandi þáttum og draga úr eyðileggjandi áhrifum nýfrjálshyggjunnar á háskólastarfið. Krafa um hagræðingu og sparnað hefur grafið undan háskólunum, stuðlað að misnotkun á starfsfólki og dregið úr gæðum námsins. Þessa þróun þarf að stöðva og snúa við.

Hvernig ætlar flokkurinn að takast á við húsnæðisskort ungs fólks? Alþýðufylkingin: Alþýðufylkingin vill byggja nóg íbúðarhúsnæði fyrir alla, ekki bara ungt fólk, heldur alla. Allir eiga að hafa rétt á húsnæði sem hæfir þeim en er samt eins ódýrt og verða má. Þess vegna viljum við koma á félagslega reknu fjármálakerfi, sem veitir húsnæðislán án vaxta. Framboðið ætti á hverjum tíma að vera aðeins meira en þörfin, til að hindra spekúlatífar verðhækkanir. Borgin okkar Reykjavík: Við viljum tryggja Byggingarfélagi


námsmanna fleiri lóðir til að að byggja á og það getum við gert í skipulagsvinnu Reykjavíkurborgar með eigendum lóða, eins og t.d. á Kirkjusandi, við Veðurstofuna og fleiri stöðum í borginni. Þá viljum við taka upp þá viljayfirlýsingu sem Reykjavíkurborg er búin að gera varðandi byggingu á 300 námsmánnaíbúðum, en sú viljayfirlýsing talar um byggingu þeirra íbúða á næstu 10 árum, við viljum stytta tímann og hafa það á næstu 4 árum, þ.e.a.s. á næsta kjörtímabili. Framsókn: Helsta hlutverk sveitarfélaga í uppbyggingu húsnæðis snýr að beitingu skipulagsvaldsins og úthlutun lóða. Við leggjum áherslu á að uppbygging þéttingarreita taki skamman tíma og að verktakar liggi ekki lengi á lóðum óbyggðum. Nýjar íbúðir á besta stað eru eðli málsins samkvæmt dýrar og ekki raunhæfar sem fyrsta íbúð ungs fólks. Hins vegar koma eldri og ódýrari íbúðir inn á markaðinn samhliða því sem nýjar íbúðir seljast en jafnframt þarf að byggja minni og hagkvæmari íbúðir á ódýrari svæðum. Höfuðborgarlistinn: Við ætlum að vera með einstakt úrræði fyrir þá sem ætla að kaupa sína fyrstu íbúð. Höfuðborgarlistinn mun byggja íbúðir fyrir ungt fólk sem er að hefja sín fyrstu skref í lífinu með því að bjóða íbúðir frá 22 millj. kr. til 30 millj. kr. á verðlagi dagsins í dag. Um væri að ræða 2-4 herbergja íbúðir sem fara inná markað að 5-7 árum liðnum og skilyrði að viðkomandi eigi lögheimili í umræddu húsnæði. Þessi leið gefur ungu fólki tækifæri til að eignast sitt eigið húsnæði. Umrædd fjölbýlishús verða byggð í Úlfarsársdal, Grafarholti, Norðlingaholti og á Kjalarnesi en forsenda fyrir þeirri byggð er betri vegtenging þar sem við ætlum að byggja Sundabraut á kjörtímabilinu í samvinnu við ríkið. Umrædd byggð er í úthverfum Reykjavíkur þar sem lóðarverð er lægra en í miðbænum. Íslenska þjóðfylkingin: Íslenska þjóðfylkingin ætlar að stofna sjóð í Seðlabankanum sem láni til fyrstu íbúðakaupa með vöxtum á bilinu 2-3 óverðtryggt. Sveitarfélög munu einnig fá fyrirgreiðslu á ódýrum lánum til uppbyggingar á húsnæði sem sérstaklega eru ætluð námsmönnum til útleigu ódýrt. Karlalistinn: Ekki barst svar við spurningunni. Kvennahreyfingin: Mörg framboð hafa lofað auknu framboði húsnæðis, m.a. fyrir tekjulágt fólk og fyrstu kaupendur og er það vel. Uppbygging einhverskonar verkamannakerfis er mjög mikilvæg. Okkar höfuðáhersla er þó á að tryggja nægt framboð húsnæðis til leigu og/eða kaupa fyrir konur sem eru að flýja ofbeldi. Í dag eru margar konur fastar í ofbeldissamböndum vegna þess að þær hafa ekki möguleika á að koma undir sig fótunum á eigin spýtur. Úrræði fyrir þær eru efst á forgangslista Kennahreyfingarinnar. Samfylkingin: Við teljum afar mikilvægt að haldið verði áfram þeirri stefnu borgarinnar að vinna náið með húsnæðisfélögum sem eru ekki hagnaðardrifin. Samvinna við verkalýðshreýfinguna, Búseta og húsnæðisfélög námsmanna eru dæmi um það. Nú er hafin bygging á um 250 íbúðareiningum á Vísindagarðasvæðinu við Sæmundargötu og uppbygging tæplega 400 íbúða við Háskólann í Reykjavík er að hefjast. Við höfum einnig sett af stað sérstaka áætlun um uppbyggingu 500 íbúða sem eru sérstaklega hugsaðar fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur á völdum svæðum í borginni. Viðreisn: Það þarf að hraða uppbyggingu minni íbúða í borginni. Borgin þarf að gera sitt með því að gera það einfaldara að byggja í Reykjavík. Í dag þarf að sækja um 17 ólík leyfi til að byggja hús í Reykjavík samanborið við 7 í Kaupmannahöfn. Þessu þarf að breyta. Við sjáum fyrir okkur hverfi við Elliðarárvog, í Ártúnsholti og á Keldum ásamt því að fyrirhuguð uppbygging í Úlfarsárdal klárist og haldið áfram með uppbyggingu á þéttingarsvæðum. Vinstri græn: Vinstri græn hafa lagt áherslu á að fjölga fjölbreyttum búsetukostum og gera það í samstarfi við Verkalýðshreyfinguna, samtök eldri borgara, Félagsstofnun stúdenta og önnur félagasamtök og styðja við leigufélög og húsnæðissamvinnufélög sem starfa ekki í hagnaðarsjónarmiði. Eins höfum við lagt þunga áherslu á stófellda uppbyggingu félagslegra leiguíbúða því þannig getur borgin líka

haft áhrif á markaðinn. Aðalskipulag gerir ráð fyrir að hafin verði uppbygging á um 7.000 íbúðum fram til ársloka 2020. Þar af er gert ráð fyrir vel yfir 3.000 íbúðum á vegum leigu- og húsnæðisfélaga sem henta m.a. ungu fólki. Það er mikilvægt að við framfylgjum stefnu Aðalskipulags. Sósíalistaflokkurinn: Sósíalistaflokkurinn leggur til að Reykjavíkurborg stofni sjálf byggingafélag sem byggi hús í borgarlandi og reki og leigi út íbúðir, kerfi sem er verndað fyrir hagnaðarkröfu innflutningsfyrirtækja, lóðabraskara, verktaka og leigufélaga. Á sama tíma á Reykjavíkurborg að ýta undir byggingaráform félagslegra samtaka stúdenta, launafólks, öryrkja, aldraðra og fleiri hópa. Það vantar ekki fleiri lúxusíbúðir í Reykjavík. Það vantar íbúðir fyrir fólk í húsnæðisvanda.

Hver er afstaða flokksins til uppbyggingar stúdentaíbúða við Gamla garð? Alþýðufylkingin: Flokkurinn er almennt hlynntur uppbyggingu stúdentagarða en hefur í sjálfu sér ekki afstöðu til þeirra við Gamla garð. Borgin okkar Reykjavík: Við teljum að byggingin falli ekki að því umhverfi þar sem hún rís og tökum undir sjónarmið Minjastofnunar sem segir að hugmyndin hafi " veruleg og neikvæð umhverfisáhrif þar sem listrænt mikilvægri skipulagsheild er raskað með óafturkræfum hætti." Framsókn: Við erum fylgjandi slíkri uppbyggingu að því gefnu að útlit bygginganna verði í sátt við sitt nánasta umhverfi. Höfuðborgarlistinn: Höfuðborgarlistinn er hlynntur uppbyggingu stúdentaíbúða fyrir nemendur sem styrkir háskólasamfélagið og er einn af hornsteinum landsins. Íslenska þjóðfylkingin: Það á að hefjast strax handa við að fjölga íbúðum verulega í stúdentagörðum, þar sem stúdentar geta haft öruggt skjól á meðan námsdvöl stendur. Þá kemur fjölgun stúdentaíbúða til með að lækka leiguverð, bæði á almennum markaði og til stúdenta þegar fram i sækir. Karlalistinn: Ekki barst svar við spurningunni. Kvennahreyfingin: Uppbygging stúdentaíbúða við Gamla garð er ekki beintengd femínískum hagsmunamálum. Hafi þetta tiltekna mál úrslitaáhrif á atkvæði kjósenda, eru önnur framboð væntanlega vænlegri kostur. Samfylkingin: Samfylkingin telur að nýir stúdentagarðar eigi að rísa við Gamla garð sem allra fyrst. Við teljum að verðlaunatilaga um uppbygginguna hafi verið mjög vönduð þótt deila megi um ytra byrði húsanna. Þegar efasemdarraddir tóku að heyrast frá stjórn Háskóla Íslands lögðum við áherslu á að leysa málið í samvinnu við stúdenta, FS og Háskólann. Nú er ekki eftir neinu að bíða. Viðreisn: Almennt styður Viðreisn það að auð svæði innan gróinna hverfa séu nýtt í því skyni að fjölga íbúðum, bæta nærþjónustu og stuðla þannig að vistvænum samgöngum. Uppbygging stúdentaíbúða við Gamla garð fellur vel að þessum markmiðum. Vinstri græn: Það er mjög brýnt að fjölga stúdentaíbúðum við Háskóla Íslands og við höfum stutt byggingaráætlanir Félagsstofnunar Stúdenta. Það er mjög mikilvægt að fjölga stúdentaíbúðum í námunda við Háskólann og á háskólasvæðinu, enda styður það við stefnu um þéttingu byggðar og markmið um að gera sem flestum kost á því að lifa bíllausum lífsstíl. Það er hins vegar mikilvægt að uppbygging sé í sátt við umhverfi sitt og taki tillit til þeirrar byggðar sem fyrir er. Stefna Vinstri grænna er að standa vörð um sögulegar byggingar og bent hefur verið á af Minjastofnun að Gamli garður hafi byggingarsögluegt

45


gildi. Það er full ástæða til að kanna hvort hægt sé að sætta þessi sjónarmið og finna lausnir sem allir geta unað við. Sósíalistaflokkurinn: Sósíalistaflokkurinn hefur ekki mótað sér samræmdan smekk, hver félagsmaður hefur sinn eigin smekk og sína afstöðu til byggingastíls. Það er eðlilegt og hollt samfélaginu að deilt sé um byggingalist. En það bætir ekki þá umræðu þegar stjórnmálafólk vill snúa samfélagsumræðunni frá réttlæti og jöfnuði að smekk eða tæknilegum útfærslum verklegra þátta.

Telur flokkurinn æskilegt að þétta byggð frekar? Alþýðufylkingin: Það ætti að byggja meira á auðum svæðum innan byggðar eða í jaðri byggðar en það ætti að vera mjög varlega í að rífa gamalgróin hús til að rýma fyrir nýjum. En við erum líka hlynnt því að skipuleggja nýja byggð á nýjum svæðum. Borgin okkar Reykjavík: Við teljum að mikilvægt sé að byggja upp nýhverfi samhliða þéttingu. Sú þéttingarstefna sem rekin hefur verið hefur gengið hægt og það er dýrara að byggja á þéttingarreitum í borginni. Framsókn: Já tvímælalaust. Óþörf útþensla byggðarinnar leiðir til ómældrar sóunar á tíma og fjármunum borgarbúa. Við viljum færa þungamiðju borgarinnar nær úthverfunum; upp að Kringlu, Borgartúni, Suðurlandsbraut og Skeifu. Þessi svæði eru hin eiginlega miðja borgarinnar og þétting þar mun gera borgina mun hagkvæmari. Höfuðborgarlistinn: Höfuðborgarlistinn vill auka lóðaframboð í úthverfum Reykjavíkur, viljum taka endurskoða þéttingarstefnu núverandi valdhafa sem hefur brugðist efnaminna fólki og þeim sem vilja eignast sitt eigið húsnæði það gerist ekki fyrir almenning þar sem íbúðir kosta 700.000 kr. fm. Við hjá Höfuðborgarlistanum ætlum að bjóða út 2-3 þúsund íbúðir sem verða seldar á 22 til 30 milljónir króna á verðlagi dagsins í dag. Um er að ræða 2,3,4 herbergja íbúðir sem verða frá um 70 fm. til 100 fm. að stærð. Þetta er okkar stærsta velferðar og lífsgæðamál. Íslenska þjóðfylkingin: Þétting byggðar á kostnað grænna svæða er andstæð stefnu Íslensku þjóðfylkingarinnar, nema brýna nauðsyn beri til. Gæta þarf að því að hafa opin græn svæði innan hverfa þar sem fjölskyldur geta eytt frítíma sínum með börnum og notið útiveru. Karlalistinn: Ekki barst svar við spurningunni. Kvennahreyfingin: Reynslan sýnir að þétting byggðar hefur kynjuð áhrif á samfélagið. Þéttari byggð skilar bættri nærþjónustu og styttri vegalengdum í verslanir, skóla og frístundir sem auðveldar ólaunuð störf á heimilum. Þar sem konur sinna enn ólaunuðum heimilisstörfum í meiri mæli en karlar, s.s. innkaupum og snatti er ljóst að þéttari byggð gæti einfaldað líf kvenna umtalsvert. Þó verður að tryggja að skipulag og hönnun stuðli að öryggiskennd fólks, að borgin byggist upp án skuggasunda og undirganga og með upplýstum gönguleiðum. Samfylkingin: Já, tvímælalaust. Með því að gera borgina þéttari verða hverfin í henni sjálfbærari. Reynslan sýnir að strjálbýl hverfi standa ekki undir verslun, þjónustu og öflugum almenningssamgöngum. Búið er að skilgreina spennandi þéttingarverkefni um alla borg. Flest þeirra eru úrelt atvinnu- og iðnaðarsvæði, illa nýtt bílastæði og veghelgunarsvæði. Þétting byggðar styttir vegalengdir í borginni og kemur í veg fyrir að stöðugt sé verið að brjóta ósnortið land umhverfis. Hún er skilvirk leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Auk þess er oft meira stuð í þéttum borgum. Viðreisn: Já, Viðreisn styður að áfram verði unnið með þéttingu byggðar innan borgarinnar. Við viljum að byggðin séu blönduð, þannig að einfalt sé að sækja þjónustu innan allra hverfa. Þannig

46

fáum við til borg sem er sjálfbær og lifandi. Vinstri græn: Já. Það er mjög mikilvægt að vöxtur Reykjavíkur verði sem allra mest innan núverandi borgarmarka í stað þess að borgin haldi áfram að þenjast út með nýjum úthverfum. Þétting byggðar hefur jákvæð áhrif á samgöngur og þjónustu og margvísleg útgjöld borgarbúa. Hún er líka til þess fallinl að stemma stigum við loftslagsbreytingum af mannavöldum enda er hún forsenda þess að fólk geti lifað bíllausum lífsstíl og styður við aukningu vistvænna samgnangna. Sósíalistaflokkurinn: Það má víða þétta byggð, ekki bara miðsvæðis heldur út í hverfunum og milli þeirra án þess að skerða útivistarsvæði eða önnur gæði borgarbúa. Þétting byggðar getur hins vegar ekki verið meginmarkmið skipulagsmála. Miðborgin hefur verið þétt, en fyrst og fremst með hótelum og lúxusíbúðum fyrir hina ríku. Íbúum fækkar á svæðinu og einkum ungu fólki og barnafjölskyldum, innflytjendum, öldruðum og öðrum hópum sem flýja hátt leiguverð. Það á að byggja upp borg fyrir þessa hópa, ekki fyrir auðvaldið sem hrekur þá burt.

Hvað vill flokkurinn gera til að bæta samgöngur háskólanema? Alþýðufylkingin: Það ætti að byggja meira á auðum svæðum innan byggðar eða í jaðri byggðar en það ætti að vera mjög varlega í að rífa gamalgróin hús til að rýma fyrir nýjum. En við erum líka hlynnt því að skipuleggja nýja byggð á nýjum svæðum. Borgin okkar Reykjavík: Við viljum vinna að forgangsakreinum Strætó meira en gert hefur verið síðustu 10 ár. Þá viljum við að Reykjavíkurborg eigi frumkvæði að samtali við Landsspítala Háskólaskjúkrahús um möguleika á breyttu vaktafyrirkomulagi þannig að álag á stofnbrautirnir dreifist frekar á háannatíma. Þá viljum við sambærilegt samtal við HÍ og HR varðandi möguleika á að skólastarf hefjist á dreifðari tíma til að auðvelda umferð. Framsókn: Við viljum í samstarfi við háskólana taka strax upp 20 þús. kr. mánaðarlegan samgöngustyrk til háskólanema, svipuðum þeim sem bjóðast starfsmönnum margra fyrirtækja, þ. á m. starfsmönnum háskólanna. Í því fælist að þeir sem ferðist til og frá skóla með strætó, hjólandi eða gangandi ættu kost á mánaðarlegum styrk. Með þessu verður meira pláss fyrir þá sem þurfa að vera á bílum, en þeim umbunað sem geta nýtt sér aðra samgöngumáta. Höfuðborgarlistinn: Eflum almennings samgöngur verulega með minni umhverfisvænum vögnum sem ganga á 5-7 mínútna fresti á helstu götum borgarinnar. Frítt í strætó fyrir alla sem stunda nám á framhalds og háskólastigi. Íslenska þjóðfylkingin: Íslenska þjóðfylkingin ætlar að veita skólafólki ókeypis í strætó. Það mun létta undir fjárhagslega með skólafólki (ekki bara háskólanemum), spara göturnar og létta á umferð. Karlalistinn: Ekki barst svar við spurningunni. Kvennahreyfingin: Umhverfisvænni samgöngur varða vissulega almannahagsmuni en Kvennahreyfingin er ekki í framboði til að ræða þær. Við viljum nota tækifærið hér til að spyrja af hverju það þykir sjálfsagt að lofa milljarðaframkvæmdum í vegaframkvæmdir á meðan bilið milli fæðingarorolofs og leikskóla hefur ekki verið brúað, konur í láglaunastörfum ná ekki endum saman og dömubindi og túrtappar eru ekki aðgengileg á almenningssalernum. Hefðbundin stjórnmálaumræða hefur fram til þessa lýst verðmætamati sem þarf að breyta og það hyggjumst við gera. Samfylkingin: Með því að þétta borgina og fjölga stúdentaíbúðum á svæðunum við háskólana og á svæðum sem liggja vel við almenningssamgöngum minnkar þörf stúdenta fyrir það að ferðast um langan veg milli heimilis og skóla. Við munum halda áfram að byggja upp frábært hjólastígakerfi og við leggjum mikla áherslu á


Borgarlínuna, hágæða almenningssamgöngukerfi þar sem sérstaklega hannaðir hraðvagnar munu alltaf keyra á forgangsreinum. Viðreisn: Við viljum bæta strætó, setja helstu leiðir, (t.d. leiðir 1, 3 og 6) á 7,5 mínútna tíðni á háannatímum. Við viljum ekki gera strætó ókeypis því þannig tapast tekjur sem kemur á endanum niður á þjónustu. Við viljum hraða uppbyggingu hjólastíga og viljum gefa þeim nöfn. Við erum hlynnt Borgarlínu. Vinstri græn: Í samgöngumálum leggjum við áherslu á að greiða götu vistvænna samgangna og auðvelda borgarbúum að lifa bíllausum lífsstíl. Það er sérstaklega mikilvægt að auka hlutdeild almenningssamgnangna. Við Vinstri græn höfum lagt áherslu á að strax verði hafist verði handa við lagningu Borgarlínu sem mun meðal annars bæta almenningssamgöngur við háskólasvæðið. Slík stefna er ekki aðeins mikilvæg til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka mengun frá umferð, hún er líka mikilvægt jöfnunartæki. Rekstur einkabíls er dýr og getur verið þungur baggi á barnafjölskyldum. Sósíalistaflokkurinn: Sósíalistaflokkurinn leggur áherslu á að byggja upp almannasamgöngur í samráði við fólkið sem notar strætó. Góð þjónusta verður til þegar þörfum og væntingum notenda er svarað. Stefna núverandi meirihluta í borginni var mótuð eftir heimsóknir borgarfulltrúa til fjölda borga víða um heim og viðræður við fólk sem rekur sporvagnakerfi. Fólkið í strætó hefur hins vegar aldrei verið spurt um hvað það vill. Svo á að vera frítt í strætó.

Hvaða aðgerðir vill flokkurinn ráðast í hvað varðar leikskólamálin? Alþýðufylkingin: Alþýðufylkingin vill tryggja öllum börnum endurgjaldslaust leikskólapláss í eigin hverfi að loknu fæðingarorlofi en vegna hagsmuna barnanna viljum við að samanlagt fæðingarorlof verði 24 mánuðir miðað við eitt barn og tvo foreldra. Borgin okkar Reykjavík: Við lofum ekki gjaldfrjálsum leikskólum á næsta kjörtímabili, því það er ekki hægt. Við viljum aftur á mót setja fjármagn í að fullmanna leikskólana svo að hægt sé að nota öll plássin sem eru "laus" í skólunum. Við styðjum allar þær aðgerðar sem lagðar hafa verið fram í að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla, þó þannig að jafnræðis sé gætt.

Núverandi bil hefur ekki bara neikvæð áhrif á lífsskilyrði fjölskyldna sem standa í stöðugum reddingum og stressi, heldur einnig á starfsferil og fjárhag kvenna sem oftar en ekki bera hitann og þungann af reddingunum. Auk þess þarf að bjóða upp á barnagæsluúrræði utan hefðbundins leikskólatíma fyrir börn foreldra með óreglulegan vinnutíma og í vaktavinnu. Úrræðið er að norrænni fyrirmynd og skal rekið af borginni undir stjórn fagfólks. Samfylkingin: Samfylkingin kynnir raunhæfa aðgerðaáætlun sem tryggir öllum 12 mánaða börnum og eldri leikskólarými innan fjögurra ára. Strax í haust bjóðum við stórum hluta barna sem verða 18 mánaða á árinu leikskólapláss og ungbarnadeildir, sem fjölgar um sjö í haust byrja þá að taka við börnum frá 16 mánaða aldri. Við munum fjölga plássum um 200 á ári næstu tvö árin og byggja allt að sex nýja leikskóla um alla borg fyrir 750-800 börn samhliða því að bæta kjör og vinnuumhverfi starfsfólks. Viðreisn: Við höfum lagt til viðbótarfjárhæðir, 1 milljarð, til að leiðrétta laun kvennastétta, þ.m.t. leikskólakennara, sem við teljum nauðsynlegt til að bregðast við mönnunarvanda. Við viljum hækka greiðslur til dagforeldra, viljum byggja fleiri ungbarnadeildir og viljum styðja aðra aðila, t.d. FS, til að gera slíkt hið sama. Við viljum að sex leikskólar á vegum borgarinnar séu opnir yfir sumartímann. Vinstri græn: Vinstri græn vilja að viðsnúningi í rekstri Reykjavíkur verði skilað til menntakerfisins eins og t.d. leikskólanna. Við leggjum áherslu á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Í því skyni viljum við koma upp ungbarnadeildum á leikskólum í öllum hverfum. Um leið verður að fjölga starfsfólki og minnka álag á starfsmenn leikskólanna. Við þurfum að hækka laun þeirra tekjulágu stétta sem halda starfinu uppi en þar eru konur í miklum meirihluta. Við viljum halda áfram að lækka leikskólagjöld í áföngum, enda er það mikil kjarabót fyrir barnafjölskyldur og réttlætismál að menntun barna eigi að vera endurgjaldslaus. Sósíalistaflokkurinn: Það þarf að efla leikskóla, fjölga þeim og bjóða upp á fjölbreytilegri kosti. En það má ekki gera á kostnað starfsfólksins. Leikskóla- og grunnskólakerfi borgarinnar er keyrt áfram á láglaunastefnu. Lægst launaða fólkinu eru greidd laun sem duga ekki fyrir framfærslu. Það er siðlaust að byggja upp velferðarkerfi, mennta- og heilbrigðiskerfi, á misnotkun á þeim sem standa veikast á vinnumarkaði.▪

Framsókn: Við viljum fjárfesta í mannauði leikskólanna með því að hækka laun fagmenntaðra kennara um 100 þús. kr. og með því að stytta vinnuviku starfsmanna niður í 35 stundir. Til að fjármagna betri leikskóla viljum við skoða aukna tekjutengingu leiksskólagjalda, sem fæli í sér að tekjulágir greiða áfram lág gjöld, en að þeir sem hafi háar tekjur greiði meira. Höfuðborgarlistinn: Við teljum það mikið velferðamál að foreldrar geti fengið leikskólapláss. Við munum bjóða heimgreiðslur til mæðra og feðra sem lokið hafa fæðingarorlofi og vilja vera með börnin sín. Það mun létta á eftirspurn eftir dagheimilum á meðan við erum að byggja leikskóla í þeim hverfum sem mesta þörfin er. Forgangsröðun systkina í leikskólum og systkinaafsláttur. Fjölskyldukort sem tryggi öllum börnum aðgang að íþróttum, tómstundum og tónlist. Íslenska þjóðfylkingin: Flokkurinn ætlar að opna gæslu- og róluvelli í þeirri mynd sem þeir voru í. Fjölgun leikskólarýma og skóla er grundvallar aðgerð til að gera hvert sveitafélag fjölskylduvænt, því er það eitt af menginmarkmiðum Íslensku þjóðfylkingarinnar í að gera borgina betri. Karlalistinn: Við viljum að Reykjavíkurborg fjölgi leikskólum, ungbarnaleikskólum, og niðurgreiði leikskólagjöld og gjöld fyrir dvöl barna í frístundaheimilum að fullu fyrir einstæða foreldra. Kvennahreyfingin: Brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla.

47


Grein – By: Ragnhildur Þrastardóttir

Nokkur orð um nauðgunarmenningu „Nauðgunarmenning“ er hugtak sem kemur gjarnan fram í umræðunni um kynferðisofbeldi. Við erum orðin vön þessu orði og göngumst mörg hver við því að nauðgunarmenning sé viðvarandi í samfélaginu og því þurfi að breyta. En hvað er nauðgunarmenning í raun og veru? Er hún ný af nálinni eða hefur hún verið til frá örófi alda? Er mögulegt að útrýma henni algjörlega?

Á Facebook-síðu íslensks karlmanns segir hann frá þeirri skoðun sinni að það sé „ekkert á Íslandi sem heitir nauðgunarmenning. Það myndi þýða að menningin okkar styður nauðgun og get alveg svo sem leift mér að halda að það sé ekki nokkur sköpuð manneskja sem gerir það“. Þrátt fyrir að þetta algenga viðhorf feli í sér ákveðna bjartsýni felur það einnig í sér blindu fyrir raunveruleikanum. Orðið menning stendur fyrir sameiginlegan arf sem er venjulega skapaður af mörgum kynslóðum. Eðlilegt er að einhverjum þyki tekið of djúpt í árina með því að segja nauðganir vera sameiginlegan arf mannkynsins, skapaðar af mörgum kynslóðum en það er nefninlega einmitt málið. Nauðganir hafa tíðkast í háa herrans tíð og eru þannig rótgróinn partur af menningu mannkynsins, rétt eins og stríðsrekstur, völd yfir náttúrunni (sem við teljum sjálfsögð og réttlætum jafnvel með trúarbrögðum) og svo mætti lengi telja. Nauðgunarmenning viðgengst einmitt vegna þess að við trúum því ekki að hún sé til. Nauðgunarmenning er • Normalísering á nauðgunum, þar sem annað hvort er gert lítið úr þeim, gert grín að þeim, þær taldar upplognar eða þær gerðar skiljanlegar á einhvern hátt. • Menning sem umber, viðheldur og varðveitir ofbeldi, með því að loka augunum fyrir því, afsaka það og réttlæta. • Sú hugmynd að konur séu skyldugar til að veita karlmönnum aðgang að líkama sínum þegar karlmönnum hentar. • Sú mýta að konur geti ekki haft ánægju af kynlífi. • Hugmyndin um að karlmenn eigi alltaf að taka fyrsta skrefið í kynlífi en ekki konur, því þá séu þær „druslur“. • Þvingað samþykki (Samþykki fyrir kynlífi sem fengið er fram með suði og þvingunum).

48

• Normalísering á klámi. • Sú hugmynd að það falli undir "kynfrelsi" að horfa á klám. • Sú hugmynd að kynfrelsi kvenna sé í þágu og þjónustu karla. • Samstaða með meintum geranda, andstaða við ótvíræðan þolanda. • Þegar „kynlífsfræðingar“ krefjast þess að konur skoði klám með maka sínum til að fá þær til að „prófa eitthvað nýtt“. Nauðgunarmenning er ekki einföld og stundum erfitt að koma auga á hana en ein af grunnstoðum hennar er normalísering. Normalísering, mætti einnig íslenska betur sem „eðlilegun“ eða „venjulegun“, er sú iðja að ljá einhverju eðlilegan eða náttúrulegan blæ. Hún getur verið af jákvæðum eða neikvæðum toga. Í samhengi við nauðgunarmenningu er normalísering án efa af neikvæðum toga. Óeðlileg hegðun, nauðgun, er gerð að eðlilegri, náttúrulegri hegðun mannskepnunnar. Þessi normalísering á sér til að mynda stað með þeim hætti að við, samfélagið, kennum stelpunum okkar að passa sig á nauðgurum, segjum þeim að fela kynþokka sinn, gæta vinkvenna sinna, sniðganga áfengi og svo framvegis. Samtímis er lítið gert af því að kenna strákum að nauðga ekki.

VARSTU DRUKKIN VARSTU Í EINHVERJU KYNÆSANDI HEFURÐU SOFIÐ HJÁ VIÐKOMANDI ÁÐUR Eru spurningar sem fórnarlömb nauðgana þurfa gjarnan að svara og viss svör eru talin draga úr trúverðugleika frásagna þeirra. Þannig eru nauðganir normalíseraðar, þær séu óhjákvæmileg gjörð þegar þolandi setur sig í ákveðnar stellingar.


Ljósmynd/ir – Photo/s: Sjá myndatexta

Ljósmynd: Aníta Eldjárn

Ljósmynd: Eyrún Mist

Normalísering nauðgana á sér stað allt í kringum okkur, t.d í lagatextum, tónlistarmyndböndum, kvikmyndum og fleiri menningartengdum fyrirbærum sem gefa sjúka mynd af samskiptum kynjanna. Textinn við lag Robin Thicke, Blurred Lines, er gott dæmi um þetta. Þar syngur Robin um konu sem „vill það“ þrátt fyrir að hún „þykist“ ekki vilja það. Þetta er algengt minni í „popular culture“, konur sem eru „hard to get“, þykjast ekki vilja kynlíf en láta undan þegar karlmenn eru nægilega þrjóskir.

5. Segjum stopp þegar einhver styður við nauðgunarmenningu með gjörðum sínum eða orðræðu.

En hvað er til ráða? Er þessi menning óhjákvæmileg? Er hægt að útrýma henni þrátt fyrir að hún hafi verið til í fjölda ára? Stutta svarið er já. Það er hægt. Það er ótrúlega erfitt en við sem samfélag erum samt byrjuð að berjast gegn nauðgunarmenningu.

6. Tölum um kynlíf

1. Segjum frá

#MeToo byltingin hefur gert mikið fyrir samfélagið í heild sinni. Byltingin sýnir og sannar að þolendur öðlast aukin völd með því að greina frá upplifunum sínum, völd til að breyta samfélaginu.

2. Gerum samþykki sexí

Sama hversu lítið það er, það þarf að breiða út boðskapinn. Að sama skapi þá skiptir máli að tilkynna Facebook, Twitter, Instagram eða öðrum samfélagsmiðlum þegar efni er birt þar sem stuðlar að áframhaldandi nauðgunarmenningu.

Kynlíf á ekki að vera tabú. Með því að tala um kynlíf og hvað þér finnst raunverulega gott þá sparkar þú um leið út staðalímyndum um kynþarfir kynjanna, og bætir jafnvel kynlíf þitt í leiðinni!

7. Áttum okkur á því að hver sem er getur verið þolandi kynferðisofbeldis

Sögur hinsegin fólks af kynferðisofbeldi fá gjarnan litla athygli. Ekki gleyma því að kynin eru fleiri en tvö og fólk skiptist í allskyns kynhneigðir. ▪

Þetta er ekkert flókið, það er kynþokkafullt að mótleikara þinn í kynferðislegum tilburðum langi jafn mikið og þig langar.

3. Viðurkennum vandamálið og orsök þess

Hugmyndir um karlmennsku og þolendaskömm eru meðal orsaka nauðunarmenningar. Hugmyndin um karlmenn sem ofbeldisfulla, ráðandi einstaklinga sem eru „sterkari“ en konur er skemmandi fyrir öll kynin og kyndir undir nauðgunarmenningu. #Karlmennskan, bylting á íslenskum Twitter síðum er nú þegar byrjuð að tækla þetta vandamál af fullum krafti og samfélagið í heild sinni er byrjað að setja spurningamerki við það að gerendur fái iðulega að njóta vafans en ekki þolendur.

4. Ekki grínast með nauðganir Nauðganir eru ekki fyndnar. Sorrí.

Ljósmynd: Aníta Eldjárn

49


SHÍ hefur verið í góðu samstarfi við Þrennu á skólaárinu en Þrenna hefur tekið þátt í mörgum viðburðum í vetur. Ber þar helst að nefna Októberfest 2017, hina árlegu vísindaferð Þrennu með SHÍ og SFHR og Back to School partý á Stúdentakjallaranum. Saman sköpuðum við ógleymanlegar minningar.



VIÐTAL – INTERVIEW: Alexandra Ýr Van Erven

Þýðing – Translation: JULIE SUMMERS

VÖLVAN

52

Kynheilbrigði er ekki beint sexí hugtak og við fyrstu tilhugsun á það við biðstofuna á Húð og kyn eða náttúrufræðikennara í 9. bekk stamandi að minna á notkun smokka. Kynheilbrigði hefur þó mun víðari merkingu og á við um heilbrigð samskipti í kynlífi, fullnægingar, nautn og skilning á okkur sjálfum. Völvan var stofnuð fyrir um ári síðan með það að markmiði að efla umtal og vitneskju um líkamlegt og andlegt kynheilbrigði sem og að stuðla að þörfum umræðum um kynlíf og því sem það viðkemur.

Stúdentablaðið ræddi við Önnu Lottu Michaelsdóttur og Ingigerði Bjarndísi Írisar Ágústsdóttur,” stofnendur Völvunnar.

When you hear the words "sexual health," the first things that come to mind are probably decidedly unsexy. Maybe you think of the waiting room at an STD clinic, or remember your ninth grade biology teacher stammering about why you should use condoms. But sexual health is a much broader concept; rather than just physical health, it involves orgasms, pleasure, selfunderstanding, and healthy communication in sexual relationships. The organization Völvan was founded about a year ago with the goal of educating the public about physical and emotional aspects of sexual health and encouraging much-needed conversations about everything related to sex.

Kynheilbrigði ekki bara líkamlegt Það mætti segja að kynheilbrigði skiptist í andlegt og líkamlegt. Sú litla kynfræðsla sem á sér stað í íslenskum skólum lítur meira að líkamlegu kynheilbrigði þ.e. mikilvægi getnaðar- og kynsjúkdómavarna og fræðslu um kynsjúkdóma yfir höfuð. Andlegt kynheilbrigði snýst um aðra hluti aftur á móti: „kynheilbrigði snýst líka um samskipti, að fá fullnægingar, að vera á þannig stað að líta á kynlíf jákvæðum augum og að það sé spennandi en ekki eitthvað til að stressa mann“ segir Inga. Samskipti eru ákveðið lykilatriði og snýst stór hluti af starfsemi Völvunnar um að ýta undir samtöl um kynlíf og að stuðla að þeim samtölum. „Það er að sjálfsögðu ekki gefið að vita hvað annað fólk vill. Fólk les ekki hugsanir og það er eins og við séum hrædd við að segja hvað við viljum eða spyrja aðra hvað þau vilja, en þar kemur mikilvægi kynfræðslunnar í ljós, því vanari sem við erum umtali um kynlíf því heilbrigðari samskipti getum við átt við maka. Allir sem eru útskrifaðir úr skóla í dag eru útskrifaðir úr 2-3 tímum í kynfræðslu, við vitum öll hvað við hugsum mikið um

Sexual health not just physical Sexual health involves both the physical and the emotional. The limited sex education that takes place in Icelandic schools focuses more on physical health, such as the importance of contraception and safe sex and education about STDs. But the emotional aspect of sexual health has an entirely different focus: "Sexual health is also about communication, achieving orgasm, being at a place where you can think about sex in a positive way and see it as something exciting and not something stressful," says Inga. Communication is key, and a large part of Völvan's mission centers around encouraging and supporting conversations about sex. "Knowing what other people want is obviously not a given. No one can read minds, and it's like we're afraid to say what we want or ask others what they want. That's where the importance of sex education becomes clear; the more accustomed you are to talking about sex, the healthier your communication with your partner can be. These days, by the time you finish school, you will have completed just 2-3 classes in sex education.

þetta og hvað þetta er stórt málefni og hefur mikil áhrif á tilfinningar. Þetta er stór hluti af lífinu og enginn er undirbúinn, þú veist, það kann enginn að haga sér“ segir Lotta. Markmiðið Völvunnar er í rauninni að auðvelda fólki að eiga þetta samtal sem virðist vera erfitt að eiga, því eftir allt saman lærum við aldrei að tala um kynfærin okkar og allt sem þeim við kemur.

„það er ekkert sjálfsagt að maður viti þessa hluti, maður sefur hjá í fyrsta skipti og allt í einu þá á maður að kunna svörin við öllu.“ Kynheilbrigði er líka að stórum hluta til að þekkja okkur sjálf segir Inga „þetta snýst um að leggja vinnu í að þekkja sjálfan sig og að kynnast hvað við viljum sjálf. Við leggjum stöðuga vinnu í að bæta okkur á öllum öðrum sviðum lífsins svo afhverju tölum við ekki um

We all know how much we think about it, how big of a topic it is and how much it affects our emotions. It's a big part of life, but no one is prepared, you know, no one knows how to act," says Lotta. Völvan's goal is really to facilitate conversation, to make it easier to talk about a difficult topic, because we basically never learn to talk about our genitals and everything related to them.

“It's not at all a given that you know these things. You sleep with someone for the first time and suddenly you're supposed to have all the answers.” To a large extent, sexual health is about knowing ourselves, says Inga: "It's about making an effort to get to know yourself and figure out what you want. We're always making an effort to


TEIKNING/AR – iLLUSTATION/S: Klara Rosatti

þessa þróun“. Lotta bendir þá á að: „það er ekkert sjálfsagt að maður viti þessa hluti, maður sefur hjá í fyrsta skipti og allt í einu þá á maður að kunna svörin við öllu.“ Þá ræða þær um hvernig bætt kynfræðsla í skólum er stór partur af lausninni og þá einna helst til að auka umtal um kynlíf. Lotta bendir á að „ef þú lærir að tala um kynlíf í skóla í eina viku á ári frá því þú varst lítill þar til þú verður 18 ára þá hlýtur þú að æfast og verður færari um að halda þessu samtali áfram þegar þú talar við fólkið í kringum þig.“ En þó bætt kynfræðsla sé gífurlega mikilvæg leysir hún að sjálfsögðu ekki heildarvandamálið. Inga nefnir til samanburðar að íslenskir krakkar séu mjög færir í ensku. „Og það er ekki endilega vegna þess að enskukennsla í íslenskum skólum er svo ótrúlega frábær heldur afþví íslenskir krakkar eru umkringdir enskri afþreyingu. Dægurmenning

er svo ótrúlega stór partur af lífi okkar og stór partur af því hvernig við hugsum um kynlíf og samband okkar við kynfærin eru dregin þaðan. Það er svo brenglað hvað við höfum gífurlega takmarkaðar hugmyndir um þessa hluti frá dægurmenningu, þá sérstaklega um píkur og samband þeirra sem eru með með píku við kynfærin sín og kynfræðsla er klárlega einhver byrjun til að laga það en svo þarf þetta að ná út til allra kima samfélagsins.“ Mýtur um píkur Það eru ákveðnar ranghugsanir um kynlíf sem halda áfram að viðgangast og er eitt af verkefnum Völvunnar að vinna að upprætingu þeirra. Lotta nefnir strax þá staðreynd að við hugsum um kynlíf = samfarir. Inga útskýrir þá hvað samfarir henta mörgum píkum illa „það er ótrúlega mikill minnihluti af píkum sem geta fengið fullnægingu við samfarir og meira að segja alveg dágóður slatti

improve ourselves in all other areas of life, so why don't we ever talk about this?" As Lotta points out, "It's not at all a given that you know these things. You sleep with someone for the first time and suddenly you're supposed to have all the answers." Inga and Lotta believe part of the solution is improving sex education in schools, in particular broadening the conversation about sex. "If you learn to talk about sex in school one week per year from the time you're little until you turn 18, you get a lot of practice and surely it must become easier to keep the conversation going when you talk to people around you," says Lotta. But although improved sex education is extremely important, it doesn't solve the problem. Inga compares it to Icelandic children's high proficiency in English: "That's not necessarily because English instruction

in Icelandic schools is so incredibly wonderful, but because Icelandic children are surrounded by Englishlanguage entertainment. Pop culture is such a huge part of our lives and a huge part of how we think about sex, and it shapes our relationship to our own bodies. It's so insane how our ideas about these things are so extremely limited because of pop culture, especially about vaginas and the relationship that people with vaginas have with their genitals. Sex education is obviously a good start to addressing the issue, but it has to reach all corners of society." Vagina myths Certain false ideas about sex continue to circulate, and one of Völvan's projects is to try to root them out of the discourse. Immediately, Lotta mentions the fact that we tend to equate sex with intercourse. As Inga explains, vaginal intercourse is less than MEIRA - MORE

53


sem upplifir alveg virkilegan sársauka.“ Þær ræða þá hvernig fólk með píkur lætur sér oft líða illa yfir hvort það sé eitthvað að þeim fyrir að njóta ekki samfara og fólk talar ekki endilega við makann sinn um það að þau sé að upplifa sársauka afþví þetta er það sem kynlíf „á að vera“, þetta er eitthvað sem á að vera gott. Ef okkur væri kennt meira um píkuna vissu líklega fleiri hvernig ætti að örva hana og þá gætu fleiri notið kynlífs utan skilgreiningarammans „samfarir“.

einfaldlega erfiðara með að fá fullnægingar en strákar. En líkt og Inga bendir á eru tvöfalt fleiri taugaendir í snípnum en í kóngnum. „Það er eiginlega uppáhaldsstaðreyndin mín um píkuna afþví hún sýnir hvað fullnægingarvandamál píka sé ekkert annað en samfélagslegt. Það er talið svo miklu erfiðara fyrir stelpur að fá það og já, það er erfiðara þegar við skilgreinum kynlíf einungis sem samfarir,en hvað ef við hugsum um þetta útfrá sjálfsfróun eða kynlífi sem er ekki hannað fyrir typpi?“

Svo nefnir Inga hvað hugtakið meydómurinn útaf fyrir sig er glötuð pæling. „Það er í raun afleitt að við tökum því sem gefnu að fyrsta kynlífsreynsla fólks með píku eigi að vera vond. Ef fyrsta skiptið er svona vont hvenær hættir það að vera vont að stunda kynlíf?“ segir hún og „eftir hverju er verið að leita með því að stunda kynlíf eða samfarir ef það er vont? Ef það er vont er það augjóslega gert fyrir einhvern annan“ skýtur Lotta inn í.

Fyrsta kynlífsreynsla einstaklinga með typpi og einstaklinga með píku virðist vera um margt frábrugðin en cisstrákar byrja að stunda sjálfsfróun töluvert áður en þeir byrja að stunda kynlíf með einherjum öðrum á meðan það er einmitt öfugt hjá cisstelpum. „Það virðist sem fyrsta kynlífsreynsla ótrúlega marga einstaklinga með píkur er að fá hart typpi inn í þurr leggöng og það er bara fokking vont. Og þá oft þannig að ef fólk hefur ekki einu sinni skoðað á sér píkuna eða fróað sér áður en það fer út í þetta þannig fyrsta kynlífsreynslan getur oft verið bara algjört rugl og það veit ekki að það sé eitthvað betra til. Svo verður þetta alltaf eitthvað svona skárra og skárra en verður aldrei neitt almennilega gott ef píkan er ekki örvuð á neinn annan hátt og einstaklingur með píku getur oftast gleymt því að ætla að fá fullnægingu út úr svona kynlífi. segir Inga. “Það er svo klikkað ef maður hugsar um það þannig að meirihluti stráka eru búnir að vera að fá það í mörg ár áður en þeir stunda samfarir Hinsvegar eru margar konur sem ekki fá fullnægingu fyrr en mörgum árum eftir að þær stunda fyrst samfarir. Færri ungar konur stunda sjálfsfróun vegna einhverra ósýnilegra skilaboða í samfélaginu. Svo byrja þær að sofa hjá og þurfa smám saman að fatta að samfarir einar og sér eru ekki að ganga fyrir þær. Að lokum nenna þær þessu kjaftæði ekki lengur og fara þá að læra að fullnægja sér.“ bætir Lotta við.

Svo er það mýtan um þröngu píkuna en hún undirstrikar að: “það vita rosa fáir hvernig píkur virka og hvernig þær verða blautar” segir Inga og bætir við „það birtist vel hvað við vitum miklu minna um kynferðislega ánægju píkunnar heldur en typpisins í ljósi þess að það er ekki einu sinni til íslenskt orð yfir “kóng” píkunnar. Snípurinn er risa liffæri og svo er bara svona “snípskóngur” nema að það er ekki til íslenskt orð og það er það sem flestir einstaklingar með píku eru raunverulega að örva til að fullnægja sér.“

„… sýnir hvað fullnægingarvandamál píka sé ekkert annað en samfélagslegt.“ Afhverju við höldum að píkur eigi svo erfitt með að fá það Einhverra hluta vegna virðist það ennþá vera viðtekinn staðreynd að stelpur eiga

54

satisfying for many women: "Only a very small minority of women can achieve orgasm through vaginal intercourse, and a significant number experience serious pain." According to Inga and Lotta, many women who don't enjoy intercourse feel bad and wonder if something is wrong with them, but they don't necessarily talk to their partners and admit that they're experiencing pain because they think intercourse is what sex is "supposed" to be; it's something that's supposed to be good. If we were better educated about the female anatomy, more of us would probably understand what it takes to stimulate a woman and more people would enjoy sex beyond the narrow definition of intercourse. Inga mentions the flawed notion of virginity. "As a result of our concept of virginity, we take it as a given that for a person with a vagina, the first sexual experience will be painful. If the first time is so painful, when does having sex stop being painful?" Lotta adds, "What's the point of having sex if it's painful? If it hurts, it's clearly being done for someone else."

“…it shows that the female orgasm problem is nothing more than a societal problem.” Then there are the myths about vaginal tightness, which underscore the fact that "very few people know how the vagina works and how it becomes wet," says Inga, adding, "It's very obvious that we know much less about the sexual pleasure of the vagina than the penis. There isn't even an Icelandic word for the clitoral glans. The clitoris is a pretty significant organ

and then there's the glans, except we don't even have a word for it in Icelandic, and that's where most individuals with vaginas really need stimulation to achieve orgasm." Why we believe women have such difficulty reaching orgasm For whatever reason, it still seems to be widely accepted as fact that women simply have more difficulty reaching orgasm than men. But as Inga points out, there are twice as many nerve endings in the clitoris as in the glans of the penis. "That's really my favorite fact about the vagina, because it shows that the female orgasm problem is nothing more than a societal problem. It's supposedly so much more difficult for women to orgasm than men, and yes, that's true if we insist on defining sex as vaginal intercourse. But what if we think about it in terms of masturbation or sex that isn't designed primarily for a penis?" A person's first sexual experience can be dramatically different depending on whether they have a penis or a vagina. Cisgender males begin masturbating quite a while before they begin having sex with another person, while the situation is reversed for cisgender females. "It seems like for many individuals with vaginas, the first sexual experience involves a hard penis in a dry vagina and it just hurts like hell. If you've never even looked at your genitals or masturbated before, your first sexual experience could be an absolute mess and you wouldn't even know that it could be better. It does get better little by little, but it never gets really good if the vagina isn't stimulated another way, and someone with a vagina can pretty much forget about climaxing from that sort of sex," says Inga. "It's so crazy if you think about it, that the majority of boys have been orgasming for years before having intercourse,


Við trúum að þetta sé helsta ástæða þess að fólk heldur að stelpur eigi svo erfitt með að fá það; við skilgreinum kynlíf sem samfarir. Inga segir: “samfarir eru í rauninni bara sjálfsfróun fyrir þá sem eru með typpi, þetta er það nákvæmlega sama sem er í gangi en þegar við erum að tala um píkur þá er það svo innilega ekki. Ég hef bara einu sinni talað við manneskju með píku sem að fróar sér eins og hún sé að stunda samfarir, að hún sé bókstaflega bara að vinna með leggöngin. Fyrsta skiptið væri svo miklu ánægjulegra fyrir okkur flest ef við gætum séð það sem einhverskonar framhald af sjálfsfróuninni okkar, eins og það virkar fyrir fólk með typpi. Það væri örugglega töluvert ánægjulegra og kynlíf væri yfir höfuð bara sjúklega gott og fullnæginga ójafnrettið væri ekki staðreynd.” En sú staðreynd að það sé nákvæmlega það sama í gangi í samförum og sjálfsróun fyrir typpi en alls ekki fyrir píkur sýnir e.t.v. einna best hvað samfarir eru í raun karllægt kynlíf. Lotta bendir þá að á að þetta sé í raun aftur komið að mikilvægi

góðra samskipta: „málið er að maður kemst ekki á þann stað að geta notið kynlífs nema að maður geti talað saman, sama hver einstaklingurinn er. T.d. í einnar nætur gamni, ef þetta er manneskja sem þú treystir ekki nógu vel til þess að þú getir opnað munninn og talað um hvað þig langar að gera með henni, afhverju treystir þú henni nógu vel til þess að leyfa henni að vera líkamlega nær þér en þú munt nokkurn tímann vera flestum manneskjum? Við eigum að geta átt þetta samtal ef við erum bæði þarna af góðri ástæðu.“▪

while many women only achieve orgasm years after first having intercourse. Due to some invisible societal message, fewer young women masturbate. Then they start having sex and have to slowly realize that intercourse alone isn't working for them. In the end, they decide not to put up with this nonsense any more and start learning how to ensure their satisfaction," adds Lotta. We believe that's the number one reason that people think women have such a hard time achieving orgasm: that we define sex as intercourse. Inga says, "Intercourse is really just masturbation for people with penises, it's exactly the same thing happening, but when we're talking about vaginas, it's completely different. Only once in my life have I spoken with someone who has a vagina and masturbates as if having intercourse, in other words by stimulating only the vagina.For most of us, the first time would be so much more enjoyable if we could see it as sort of an extension of masturbation, like it seems for people with penises. It would definitely be

considerably more enjoyable, sex would just be crazy good overall and orgasm inequality wouldn't be a fact." But the fact that intercourse and masturbation are essentially the same process for a male but completely different for a female perfectly demonstrates how maleoriented intercourse really is. Lotta points out that the issue once again comes down to good communication: "The fact of the matter is, no matter who you are, you don't get to the point where you can enjoy sex unless you can talk openly with your partner. With a one-night stand, for instance, if you don't trust the person enough to open your mouth and talk about what you want to do with them, why do you trust them enough to allow them to be so physically close to you, closer than you will ever be to most people? We must be able to have that conversation if we're both there for the right reason."▪

55


Grein – By: Daníel G. Daníelsson

ANDLEGIR EFTIRSKJÁLFTAR HRUNSINS Hrunið, þið munið. Skemmtilegt orðbragð fyrir hrakandi geðheilbrigði heillar þjóðar frá árinu 2008. Hrunið mætti jafnvel kalla andlegt þjóðarmorð, með tilheyrandi ábyrgðar- og stefnuleysi íslensks þjóðfélags, sem hefur staðið yfir síðastliðinn áratug. Mig langar hins vegar að skipta birtingarmynd þeirra ára sem fylgdu í kjölfar hrunsins í þrjú lög út frá persónulegri reynslu. Í ysta laginu hafa fæstir áhrif á það sem hefur áhrif á flesta, eins og sjálft hrunið. Það sem fylgdi á eftir var pólitísk skák, stanslausar stjórnarkreppur og stefnuog markmiðaleysi í öllum kimum þjóðfélagsins. Skortur á framtíðarsýn var algjör, þar sem enginn þorði að taka ábyrgð því enginn vildi sýnast ábyrgðarlaus og keyra svo um á gröffuðum eðalvögnum eða reyna að festa svefn með óánægða anarkista við útidyrahurðina. Í þessu pólitíska mengi eru afleiðingarnar skýrar: Ef þú fokkar í okkur þá munum við fokka í þér. Það hefur nefnilega komið í ljós að hörmulegar pólitískar ákvarðanir hafi langtímaáhrif innan samfélagsins og er skeytingarleysi ekki lengur virðulegur pólitískur hroki, heldur kemur það út í dag sem hrein mannvonska. Vantraustið er algjört og þegar óupplýstar ákvarðanir eru teknar trekk í trekk, í nafni velviljans, er ekki nóg að eiga falleg börn og skreyta köku. Þú skreytir nefnilega ekki köku með skít. Í innra laginu eru áhrifin af hruninu komin inn í félagslega nærumhverfið. Þar byrjar boltinn að rúlla hindranalaust í átt að sálartetrinu, hvort sem það er skuldahýt fjölskyldunnar, stífari fíkniefnaneysla elstu systurinnar og forræðissvipting, landflótti hinna systranna og þar með algjört rótleysi tilverunnar. Við þetta bætist svo innlögn föður á geðdeild Landspítalans, dauðsfall frænda, gæludýramissir, flutningar og loks skilnaður. Upprótið er algjört og ef einhver félagslegur strúktúr var til staðar þá er hann horfinn. Í innsta laginu er hið persónulega, skynjunin, samofin gerviveruleika samfélagsmiðla og stórauknu hreyfingarleysi, sem þá kallar á ekkert annað en minnimáttarkennd, kvíða og þunglyndi. Það er sigur í sjálfu sér að komast fram úr rúmi fyrir hádegi og verður sjálfsvorkunn tíður fylgifiskur sem síðan er hulinn með yfirbragði sjálfstrausts. Sýndarmennskan hjálpar í félagslegu samneyti en þegar brosið verður

56

að grettu er best að hypja sig. Ofan á þetta leggst háskólanámið og í mekka þekkingar á Íslandi verður vanlíðanin með öllu óútskýranlegri og því freistandi að benda á allt í kringum sig, eins og skrif mín gera. Á það samt ekki að einhverju leiti rétt á sér?

Stúdentar geta kannski ekki ráðist að rót vandans, sem er í grunninn ábyrgðarleysi, skeytingarleysi og stefnuleysi valdhafa eftir hrun, en í dag eru stúdentar farnir að viðurkenna vandann og þar með er hægt að skilgreina hann. Þegar ystu, innri og innstu lögin eru dregin saman eru eftirskjálftar hrunsins augljósir. Mín persónulega reynsla er einstök en hún virðist eiga margt sameiginlegt með reynslu fjölmargra annarra þar sem nýlegar rannsóknir hafa sýnt að andleg heilsa stúdenta hefur verið á hverfanda hveli frá hruni. Þriðjungur stúdenta greinist klínískt þunglyndur, heilsumenning innan Háskóla Íslands er lítil sem engin og til að kýla einkunnum yfir fyrstu einkunn bryðja stúdentar fókuslyf eins og nammi og skola niður með orkudrykkjum. Þetta er því ekki lengur persónulegt, heldur pólitískt. Stúdentar geta kannski ekki ráðist að rót vandans, sem er í grunninn ábyrgðarleysi, skeytingarleysi og stefnuleysi valdhafa eftir hrun, en í dag eru stúdentar farnir að viðurkenna vandann og þar með er hægt að skilgreina hann. Með látlausri vitundarvakningu síðustu ára hafa stúdentar náð augum og eyrum Alþingis og liggur í augum uppi að þar eru sóknarfæri fyrir stórbættu geðheilbrigði stúdenta, ef ekki alls ungs fólks á Íslandi. Hrunið verður þannig ekki lengur afsökun, heldur ærin ástæða.▪


Norðurþing Bolungarvíkurkaupstaður

Tjörneshreppur

Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur

Skagabyggð Sveitarfélagið Skagafjörður Höfðahreppur

Akrahreppur

Fjallabyggð

Grýtubakkahreppur

Skútustaðahreppur

Svalbarðshreppur Langanesbyggð

Dalvíkurbyggð Svalbarðsstrandarhreppur Þingeyjarsveit Hörgársveit

Árneshreppur

Akureyrarkaupstaður

Eyjafjarðarsveit

Strandabyggð Kaldrananeshreppur Vesturbyggð Vopnafjarðarhreppur

Blönduósbær

Tálknafjarðarhreppur

Húnaþing vestra Húnavatnshreppur

Fljótsdalshérað Reykhólahreppur Dalabyggð Borgarfjarðarhreppur

Stykkishólmsbær Helgafellssveit Grundarfjarðarbær

Seyðisfjarðarkaupstaður Fjarðabyggð

Snæfellsbær

Fljótsdalshreppur

Eyja- og Miklaholtshreppur Borgarbyggð Akraneskaupstaður Skorradalshreppur Hvalfjarðarsveit

Breiðdalshreppur

Kjósarhreppur Garðabær Seltjarnarnesbær

Djúpavogshreppur

Hafnarfjarðarkaupstaður Kópavogsbær Mosfellsbær Sveitarfélagið Vogar Reykjavíkurborg Reykjanesbær Sveitarfélagið Garður Sandgerðisbær Sveitarfélagið Hornafjörður

Grindavíkurkaupstaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarfélagið Ölfus Flóahreppur Hveragerðisbær Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarfélagið Árborg

Skaftárhreppur

Hrunamannahreppur

Bláskógabyggð Vestmannaeyjabær

Rangárþing ytra Rangárþing eystra

Ásahreppur Mýrdalshreppur

Brandenburg

Rafbraut um Ísland Ísland er í lykilstöðu til að leiða rafbílabyltingu heimsins. Því tók Orkusalan af skarið og gaf öllum sveitarfélögum landsins hleðslustöð fyrir rafbíla. Þetta gerðum við með það að leiðarljósi að auka þjónustu við rafbílaeigendur og gera þeim kleift að keyra hringinn í kringum landið, ávallt með fullan rafgeymi. Verkefnið er einstakt á heimsmælikvarða og risastórt skref í átt að rafbílavæddu Íslandi, með minni útblæstri og meiri virðingu fyrir náttúrunni.

422 1000

orkusalan@orkusalan.is

orkusalan.is

Finndu okkur á Facebook


Grein – By: Eve Newstead

Þýðing – Translation: Þorgerður Anna Gunnarsdóttir

BESTU HLAÐVÖRPIN FYRIR LANGFERÐALÖG TOP PODCASTS FOR LONG JOURNEYS Sumardagurinn fyrsti er genginn í garð, og þegar við tökum okkur pásu frá lærdómnum til að njóta sólarinnar er gott að hafa eitthvað nýtt til að sökkva tönnunum í. Hvort sem þú ert á bílferðalagi, ferðast um álfuna í lest eða flýgur yfir hálfan hnöttinn er hlaðvarp (e. podcast) hinn fullkomni ferðafélagi. Nístandi hlátur, hugvekjandi uppgötvanir eða áhugaverðar umræður; þessi listi býður upp á eitthvað fyrir alla.

The first day of summer has arrived, and as we all take a break from studying to enjoy the sun it’s nice to have something new to sink your teeth into. Whether you’re road-tripping, boarding trains across the continent, or jetting off across the world, a podcast is the perfect travel companion. Side-splitting laughs, thoughtprovoking revelations, or intelligent discussions; this list of top podcasts offers something for everyone.

My Dad Wrote a Porno

Alveg sama á hvaða aldri þú ert, þá er hugsunin um foreldra þína að stunda kynlíf ógeðfelld. My Dad Wrote a Porno tekur vandræðalegheitin ennþá lengra með lestri Jamie Morton á mjög svo óerótískri,erótískri skáldsögu eftir föður sinn fyrir umheiminn. Undir höfundarnafninu Rocky Flintstone skrifaði faðir Mortons broslega sóðalegtævintýri um potta- og pönnusölukonuna Belindu Blumenthal.Í hverjum þætti fær Morton til sín þá James Cooper og Alice Levine til að sundurgreina hvern kafla í gegn um hláturstárin. Þetta er fyndnasta podcastið á markaðnum. No matter what age you are, the thought of parents having sex is icky. My Dad Wrote a Porno takes this embarrassment further, as Jamie Morton reads his father’s very un-erotic, erotic novel to the whole world. Under the pen name Rocky Flintstone, Morton’s father has written a wacky and filthy adventure about a saleswoman of pots and pans, named Belinda Blinked. Each episode, Morton is joined by James Cooper and Alice Levine to deconstruct every chapter through tears of laughter. It is the most hilarious podcast out there.

Casefile

Casefile er podcast um sönn sakamál sem hefur að geyma óendanlega marga þætti sem fjalla um alla þá hrollvekjandi glæpi sem þú getur ímyndað þér, allt frá Moors-morðunum, til Jonestown-sértrúarsafnaðarins, til drápshjóna sem þú hefur aldrei einu sinni heyrt um. Þættirnir eru allir skýrir og aðferðafræðilegir en efninu er skilað á dramatískan hátt.Stundum siturðu og hlustar á ónafngreinda sögumanninn og gleymir að það sem hann er að segja þér er staðreynd. Þegar þú manst svo að þessir glæpir áttu sér stað í alvöru lætur gæsahúðin ekki standa á sér. Casefilesannreynir það sem kemur fram í kynningarstefi podkastsins: “staðreyndir eru hræðilegri en skáldskapur.” Casefile is a true crime podcast with an endless number of episodes covering every chilling crime imaginable, from the Moors Murders, to Jonestown, to killer couples you never even knew about. The episodes are clear and methodical but dramatically delivered. At times, you sit listening to the anonymous narrator speak and forget that what he is telling you is fact.When you remember these crimes really happened, your spine won’t stop tingling. Casefile proves its introduction true: “fact is scarier than fiction.”

58

Slate Audio Book Club

Þetta er podcastið fyrir bókaorma. Í hverjum þætti hittast bókagagnrýnendur Slate ásamt fleiri þátttakendum og ræða vinsæla bók í klukkustund. Þáttastjórnendur skiptast á og bækurnar sem þeir ræða eru breytilegar í tegund og tíma. Það bregst ekki að stjórnendum Slate tekst að koma þér á óvart með gáfulegum athugasemdum og einlægri gagnrýni sem fær þig til að endurskoða álit þitt, jafvel á þínum uppáhaldsbókum. Að sjálfsögðu velurðu þætti þar sem rætt er um bækur sem þú hefur þegar lesið, því þeir kafa ofan í söguþráðinn af mikilli nákvæmni og afhjúpa atburðarrásina. This is the podcast for bookworms. Every episode, Slate’s book critics and other contributors get together to discuss a popular book for an hour. The hosts rotate and the books they discuss vary in genre and time. Slate’s hosts never fail to wow you with their intelligent comments and earnest criticism which will leave you re-examining your thoughts on even your most-treasured books. Of course, pick the episodes discussing books you’ve already read because they delve into the plot thoroughly with lots of spoilers.

The Butterfly Effect

Á síðasta ári stóð blaðamaðurinn Jon Ronson í hótelmóttöku og var að bíða eftir viðtali við klámstjörnu. Þegar hún gekk inn náði opingá stara móttökustarfsmannsins athygli Ronsons


Ljósmynd/ir – Photo/s: AÐSENT og fékk hann til að velta því fyrir sér hvers vegna fólki líður svona óþægilega í kring um klámstjörnur þegar þær eru ekki á sjónvarpsskjánum. Podkastið hans um klám er ótrúlega nærgætið og kannar hvernig líf stjarnanna er í raun og veru. Beinskeitni hans er grípandi og hann sviptir hulunni af fjölda staðreynda um iðnað sem yfirleitt er sveipaður dulúð. Last year, journalist Jon Ronson was standing in a hotel lobby waiting to interview a porn star. When she walked in, the hotel receptionist’s gawking caught Ronson’s attention and made him question why people are so uncomfortable with porn stars offscreen. His podcast about pornography is surprisingly sensitive, and examines what the actors' lives are really like. His straighttalking approach is captivating, and he unveils a whole load of eye-opening facts about an industry often left in the dark.

Buried Truths

Háskólaprófessorinn, Pulitzer Prize-vinningshafinn og blaðamaðurinn Hank Klibanoff hefur framleitt podkast sem kafar ofan í óréttlætið að baki óleystra morðmála sem tengjast borgararéttindum. Buried Truths kafar ofan í rasismann sem er ríkjandi í bandarískri sögu. Í Suðurríkjunum árið 1948 ákvað hópur Georgíufylkismanna að þeir hefðu fengið nóg af spilltu kerfinu. Klibanoff skoðar verknað þeirra, sem og skelfilegar aðgerðir hvítra þjóðernissinna. Þetta er ótrúlegt og hreyfandi podkast sem kennir okkur mikilvægi sögu sem má aldrei gleymast. University professor and Pulitzer Prize-winning journalist Hank Klibanoff has produced a podcast that delves into the injustices behind unsolved civil rights cold case murders. Buried Truths examines the racism prevalent in American history. In the South in 1948, a group of Georgians decided they’d had enough of a system that was rigged. Klibanoff explores their work, as well as the horrific actions of the white supremacists. It’s a riveting and completely moving podcast that teaches us an important history that should never be forgotten.

Stuff You Should Know

SYSK er podkast sem hefur verið til lengi og á sér gríðarstóran aðdáendahóp. Þáttastjórnendurnir Chuck Bryant og Josh Clark dífa sér í fjölbreytileg málefni, allt frá Stokkhólmsheilkenninu til æxlabarna, frá fullnægingum til ljónatamninga. Podkastið fyllti greinilega gat í markaðnum fullkomlega, og hefur nú framleitt yfir eittþúsund þætti og leitt til myndbandsþáttaseríu og lifandi flutnings. Það er ekkert handrit en samtal fróðra þáttastjórnendanna er skírt og upplýsandi. Hver einasti þáttur kemur á óvart og mun skilja þig eftir með fullnægjandi “huh”-i.▪ SYSK is a long-running podcast with a ginormous fan base. Hosts Chuck Bryant and Josh Clark dive into a huge variety of subjects, everything from Stockholm syndrome to feral children, from orgasms to lion-taming. The podcast clearly filled a gap in the market perfectly, as it has now produced nearly one thousand shows and lead to a video series and a live tour.There’s no script,but the knowledgeable hosts' conversation is clear and explanatory. Every surprising episode will leave you with a satisfied “huh.”▪

Goodnight Stories for Rebel Girls

Goodnight Stories for Rebel Girls er byggt á alþjóðleðlegri, samnefndri metsölubók og er andprinsessuævintýrapodkast um ótrúlegar konur sem veita innblástur. Höfundarnir og skapararnir Elena Favilli og Francesca Cavallo vinna að því að veita milljónum stúlkna og kvenna um allan heim innblástur til þess að dreyma stærra, stefna hærra og berjast af meiri krafti með því að segja þeim sögur af alvöru kvenhetjum úr öllum heimshornum. Þetta feminíska podkast inniheldur 12 mínútna langar frásagnir af mögnuðustu konum sögunnar, eins og Harriet Tubman (lesið af Tarana Burke, stofnanda #MeToo) og Yusra Marfini (lesið af höfundinum og hvatningarræðukonunni Diana Nyat). Þetta er andagiftandi og upplífgandi podkast fyrir allan aldur. Based on the international best-selling book of the same name, Goodnight Stories for Rebel Girls is an anti-princess fairy tale podcast about the extraordinary women who inspire us. Authors and creators Elena Favilli and Francesca Cavallo work to inspire millions of girls and women around the world to dream bigger, aim higher, and fight harder, by telling them stories of real heroic women around the world. The feminist podcast features 12-minute pieces on the lives of history’s most impressive women such as Harriet Tubman (read by #MeToo founder Tarana Burke) and Yusra Mardini (read by author and motivational speaker Diana Nyad). It’s an inspiring and uplifting podcast for all ages.

59


VIÐTAL – INTERVIEW: Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir

Staða sálfræðiþjónustu við Háskóla Íslands The State of Counseling Services at the University of Iceland Geðheilbrigði hefur verið áberandi í samfélagsumræðunni síðastliðin ár. Margir telja nauðsynlegt að bæta sálfræðiþjónustu í auknum mæli við skólakerfið, á öllum skólastigum. Í takt við þá vitundarvakningu hefur Háskóli Íslands auglýst tvö 50% stöðugildi sálfræðings opin til umsóknar, til viðbótar við hálfa stöðu Katrínar Sverrisdóttur sem hefur síðustu fimm árin verið eini skólasálfræðingur Háskóla Íslands. Hún ræddi við Stúdentablaðið um stöðu sálfræðiþjónustu við Háskóla Íslands. Mental health has been a prominent topic of discussion in recent years, with many people pushing for more counseling services at every level of the school system. In response to this increased awareness and high demand, the University of Iceland (UI) is hiring two part-time psychologists to work alongside school psychologist Katrín Sverrisdóttir. For the last five years, Katrín has been the sole psychologist at the university, working just 50% time. Katrín spoke with the Student Paper about the current state of counseling services at UI.

Staðan í dag ,,Í dag er í boði hálf staða sálfræðings sem veitir gjaldfrjálsa þjónustu. Ásamt henni veita nemendur á fimmta ári í sálfræði nemendum sálfræðiþjónustu í Sálfræðiráðgjöf háskólanema. Þar kostar tíminn fimmtánhundruð krónur. Þær breytingar sem eru framundan í haust eru mjög jákvætt skref.“ Katrín talar um að á þeim fimm árum síðan hún tók við af forvera sínum hafi álagið hjá henni aukist með ári hverju, þrátt fyrir að Sálfræðiráðgjöf háskólanema hafi byrjað um leið og hún hóf störf. ,,Maður hefði haldið að hún myndi létta á stöðu skólasálfræðings, sú þjónusta. En á þessum árum hefur Sálfræðiráðgjöfin bæði tekið að sér fleiri mál ár hvert og biðtíminn hjá mér hefur lengst. Þegar ég byrjaði var biðtíminn eftir næsta tíma kannski tvær til þrjár vikur en í vetur hefur hann verið gegnumgangandi

60

fjórar til fimm vikur. Iðulega fimm.“ Spennandi og skemmtilegir tímar framundan í sálfræðiþjónustu HÍ ,,Við erum að vonast til þess að breytingarnar sem verði í haust muni duga til að anna eftirspurn. Þá munum við líka hafa möguleika á að bjóða upp á námskeið og fræðslu jafnt og þétt, til dæmis HAM-fræðslu. Þeir sem eru ekki með mjög alvarlegan vanda gætu til dæmis nýtt sér það. Það gæti jafnvel dugað til fyrir einhverja einstaklinga. Einhver sem hefur farið í gegnum þannig fræðslu getur þá jafnvel unnið sjálfur með vandann.“ Katrín talar líka um að það verði gott fyrir nemendur að hafa val, að það verði fleiri sálfræðingar. ,,Í dag er það bara ég eða enginn. „Ég er alveg ágæt“ segir Katrín og brosir, „en enginn einn sálfræðingur er allra. Við vonumst líka

The current situation "Today, we have one part-time psychologist providing services at no cost. In addition, fifth-year clinical psychology students offer counseling services at the Student Psychology Clinic (Sálfræðiráðgjöf Háskólanema) at a cost of 1500 krónur per session. The changes coming this fall are a very positive step." Katrín says that since taking over the position from her predecessor five years ago, her work load has continually increased, despite the fact that the Student Psychology Clinic opened around the time that she started. "You would think those services would lighten the load for the school psychologist. But in the past few years, they've taken on more cases and the wait time for students to see me has increased. When I started, students had to wait maybe two to three weeks for their next appointment, but this

winter the wait time has often been four to five weeks, very often five." Exciting times ahead for UI counseling services We're hoping that the changes coming this fall will be enough to meet the demand. We'll also have the possibility of offering regular classes and educational opportunities, for instance training in cognitive behavioral therapy techniques. Students whose issues are not too serious could take advantage of that. For some students, that may even be enough. If they've gone through that sort of training, they can use it to work on their problems themselves." Katrín says it will be good to have more psychologists so that students have a choice. "Today, it's either me or no one. "I'm good at what I do" Katrín says and smiles, "but no single psychologist is for everyone. We're also hoping that we'll MEIRA - MORE


Þýðing – Translation: Julie Summers

,,Það getur til dæmis verið flókið viðfangsefni fyrir þá sem eru nýkomnir til landsins að fóta sig í íslensku samfélagi, venjast íslenskri menningu, veðráttunni og vera fjarri fjölskyldu og vinum.“ “For new students from abroad, it can be difficult to get their footing in Icelandic society, get used to Icelandic culture and the weather and be so far away from family and friends.” til þess að við munum ná að sinna forvarnarstarfi, eins og Hugrún, geðfræðslufélag stúdenta, hefur verið að gera. Við vonumst til þess að það verði góð tenging frá toppi til táar, að við náum inn á fleiri stig geðræns vanda. Það eru ekki allir með einhvern bráðan vanda en það er gott að hafa grunnþekkingu á til dæmis einkennum depurðar, kvíða, streitu og þess háttar, svo maður átti sig fyrr á því ef eitthvað er í gangi. Ég held að það séu mjög spennandi og skemmtilegir tímar framundan.“ ,,Kostur að vera innan háskólasamfélagsins“ Stúdentablaðið spyr Katrínu vegna sálfræðiþjónustan hafi verið takmörkuð hingað til. Hún bendir á að stundum þurfi þrýsting til þess að ná fram breytingum. ,,Bæði Stúdentaráðið sem var að fara frá og það sem tekur við núna, hafa verið iðin við að þrýsta á, sem og nemendur og stjórnmálin. Ég held að vitundarvakningin sé núna komin á þann stað sem til þarf og umræðan, bæði á Alþingi og í samfélaginu. Það er mikilvægt að hafa sálfræðiþjónustu aðgengilegri og auðveldari. Mér

finnst

líka

ákveðinn

kostur að vera innan háskólasamfélagsins. Það eru stundum kennarar sem leita til mín með áhyggjur af einhverjum nemanda og spyrja hvort þeir megi vísa honum á mig. Þetta er samfélag þannig að það koma stundum inn einhver vandamál milli nema eða eitthvað atvik sem hefur áhrif á deildina. Hérna eru tólf til þrettán þúsund manns, bæði íslenskir og erlendir nemar. Það getur til dæmis verið flókið viðfangsefni fyrir þá sem eru nýkomnir til landsins að fóta sig í íslensku samfélagi, venjast íslenskri menningu, veðráttunni og vera fjarri fjölskyldu og vinum.“ ,,Það má einhvern veginn ekkert klikka“ ,,Fyrir þá sem eru að vinna og eru í stéttarfélagi styrkja stéttarfélög allt að fimm tíma. Nemendur eru yfirleitt ekki að vinna svo mikið eða svo reglulega að þeir séu í stéttarfélagi. Þá hafa þeir mun minni möguleika á niðurgreiðslu eða styrk. Það hefur líka sýnt sig í rannsóknum að þessi aldurshópur sem er í háskólanámi, yfirleitt ungmenni á aldrinum átján ára til tuttugu og fimm ára,

be able to do prevention work, like the student mental health organization Hugrún has been doing. We hope to provide more comprehensive services, addressing various degrees of mental illness. Not everyone has an immediate need, but it's good to have a basic understanding of the symptoms of depression, anxiety, stress, and the like, so you'll realize it sooner if something is going on. I think there are some really fun and exciting times ahead." "A big plus to be part of the university community" The Student Paper asks Katrín why counseling services have been so limited up until now. She points out that pressure is often necessary to bring about change. "Both the Student Council that just left office and the new Student Council, as well as other students and the government, have been persistently pushing for more counseling services. I think there is finally more awareness and we're at a point where this is being talked about, both in Parliament and in society at large. It's critical for counseling services to be more available and easier to access. "I also think there's a definite advantage to being a part of

the university community. Sometimes there are teachers who come to me with concerns about a student and ask if they can send the student to me. This is a community, so sometimes issues arise between students or there's an incident that affects the department. There are twelve to thirteen thousand students here, both Icelandic and foreign. For new students from abroad, it can be difficult to get their footing in Icelandic society, get used to Icelandic culture and the weather and be so far away from family and friends." "Can't afford for anything to go wrong" "For those who are working and belong to a union, the union will cover up to five sessions. Usually, students don't work enough hours to belong to a union, so they have fewer options for subsidized care. "Studies have also shown that 18- to 25-year-olds, the dominant age group at universities, are extremely vulnerable. In this age range, people often deal with serious illness for the first time, and it's during these ages that we see the most suicides among males. Taking care of young people matters. There are also all sorts of things going on at

61


Ljósmynd/ir – Photo/s: Karítas Sigvaldadóttir.

,,Það er líka svo dýrt fyrir samfélagið ef einhver einstaklingur dettur úr námi.“ “It's so expensive for society as a whole if an individual drops out of school.”

er gríðarlega viðkvæmur. Á þessum árum eru einstaklingar oft að veikjast í fyrsta sinn af einhverju alvarlegu og á þessum árum verða flest sjálfsvígin hjá karlkyns einstaklingum. Það skiptir máli að hlúa sérstaklega vel að ungmennum. Á þessum aldri eru hlutirnir líka mikið að gerast; fyrsta ástarsambandið eða sambandsslitin, viðkomandi er að flytja að heiman, byrja að búa einn eða með einhverjum öðrum. Og svo námið sjálft - það er mikill streitu- og álagsþáttur að vera í háskólanámi, mikil pressa og mikill hraði. Maður er jafnvel með íbúð á stúdentagörðunum, barn á leikskólanum og með námslán og það má einhvern veginn ekkert klikka. Það má varla springa á bílnum eða hjólinu.“ Sálfræðiþjónusta og brotthvarf frá námi Við spyrjum Katrínu hvort hún telji að aukin sálfræðiþjónusta innan veggja Háskólans myndi sporna við brotthvarfi frá námi. ,,Það sem þyrfti ef til vill að rannsaka betur væru ástæður fyrir því að fólk hætti í námi. En ég sé fyrir mér að þetta gæti stutt við framvindu náms og þannig dregið úr brottfalli úr námi. En þetta hefur ekki verið

62

skoðað, svo ég viti til“ Kostnaður við niðurgreiðslu settur í samhengi ,,Það er líka svo dýrt fyrir samfélagið ef einhver einstaklingur dettur úr námi. Það má alveg reikna þetta þannig. Segjum að einhver verði frekar þunglyndur og þurfi tíu skipti í sálfræðimeðferð til að líða betur. Ef tíminn kostar fimmtán þúsund erum við að tala um hundrað og fimtmtíu þúsund sem þyrfti að niðurgreiða. Mér finnst það ekki mikill kostnaður miðað við afleiðingarnar sem gætu orðið ef ekkert er gert ef einstaklingurinn dettur úr námi eða úr samfélaginu, eða jafnvel skilur við þennan heim. Ef maður setur þetta í samhengi þá tel ég það vera mikilvægt, heilbrigt og styrkjandi fyrir samfélagið og þjóðina að sinna þessu vel.“▪

these ages: first love or first breakup, moving away from home, living alone or with someone else for the first time. And then there's school itself – being in school is a huge stress factor. Everything is so fastpaced and there's a great deal of pressure. Maybe you have a student apartment, your kid is in an on-campus playschool, and you have a student loan, and you can't afford for anything to go wrong. Not even a flat tire on your car or bike." Counseling services and dropout rates We ask Katrín whether she thinks increased counseling services at the university will help prevent students from dropping out of school. "What we would probably need to study better are the reasons people quit school. I imagine it would help students to keep progressing in their studies and therefore reduce dropouts. But it hasn't been studied, that I know of." Putting the cost of subsidized care in perspective "It's so expensive for society as a whole if an individual drops out of school. You can certainly calculate it that way. Let's say that someone becomes quite depressed and requires ten

counseling sessions to feel better. If each session costs 15,000 krónur, we're talking about 150 thousand krónur that would need to be subsidized. I don't think that's a very high cost compared to the potential consequences if nothing is done – if the individual drops out of school, withdraws from society, or even makes the decision to end his life. If we put it in perspective, I think it's important, healthy and edifying for the community and the nation as a whole that we do a good job with this."▪


Grein – By: Guðný Ósk Laxdal & Kristjana Vigdís Ingvadóttir

HAGSMUNABARÁTTA STÚDENTA - UTAN FYLKINGA Það er enginn vafi á að það er margt í nærumhverfi okkar hér í skólanum sem er frábært, en einnig margt sem þarf að bæta. Hagsmunabarátta stúdenta er því verðugt verkefni á hverju skólaári. Meðal þeirra hagsmunaafla sem starfa innan skólans er Stúdentaráð líklega hvað mest áberandi enda risastórt „batterí“ sem getur (og hefur) haft ótrúleg áhrif á hagsmuni okkar innan og utan skólans. Ekki má þó gleyma því mikilvæga hlutverki hagsmunafulltrúanna sem starfa innan deildanna og eru ótengdir „stúdentapólitíkinni”. Hagsmunafulltrúar innan deildanna eru allir þeir fulltrúar stúdenta sem sitja fundi með kennurum og eiga þar kosningarétt, t.d. námsbrautar- og deildarfulltrúar. Það eru fulltrúarnir sem eru yfirleitt kosnir meðal nemendafélaga innan deildanna.

Barist er fyrir hagsmunum stúdenta víða innan skólans (og utan hans). Barist er fyrir hagsmunum stúdenta víða innan skólans (og utan hans). Ljóst er að suma slagi þarf að taka t.d. við stjórnvöld og hefur Stúdentaráð þar dýrmæta rödd. Innan deildanna og námsbrautanna eru það þó hagsmunafulltrúar hverrar deildar sem skipta mestu; þ.e. þeirra stúdenta er hafa kosningarrétt á námsbrautar-, deildarráðs-, og deildarfundum. Þar verður rödd stúdenta einnig að koma skýrt fram þar sem hún getur haft veruleg og raunveruleg áhrif. Á fyrrnefndum fundum innan deildarinnar eru tekin fyrir ýmis mál; bæði tengd kennslu og námi, nemendamálum, skipulagi og áfram mætti lengi telja. Þetta eru málefni sem koma nemendum beint við og málefni sem gríðarlega mikilvægt er að nemendur komi að. Háskóli Íslands er starfsvettvangur bæði kennara og stúdenta og því er mikilvægt að það sé gott samband þar á milli. Oft hafa kennarar litla hugmynd um stöðu nemenda á mörgum málum og kunna þau því vel að meta það að raddir nemenda heyrist inn á fundum. Það er alveg ljóst að kennarar og nemendur leysa mál betur saman en í sitt hvoru lagi. Það er mikilvægt að stúdentar nýti öll þau sæti sem þeir eiga rétt á og þar með kosningarréttinn innan deildanna. Fái rödd nemenda að heyrast er auðséð að áhrif stúdenta á starfsemi innan deildarinnar geta orðið gríðarleg; þar á meðal á námið sjálft, aðstöðu

nemenda og kennsluna sjálfa. Starf hagsmunafulltrúa er því verðugt að mörgu leyti og reynslan sem fulltrúar öðlast í því starfi er ómetanleg. Fulltrúar fá þjálfun í fundarsetu, öðlast þekkingu á stjórnsýslu skólans og þá býður hlutverkið m.a. upp á að fulltrúar stækki tengslanet sitt til muna. Þar á meðal er frábært tækifæri til þess að kynnast kennarahópnum og stjórnendum deildarinnar. Á Hugvísindasviði er fulltrúaráð, Veritas, sem hefur það hlutverk að búa til stuðningsnet fyrir hagsmunafulltrúa og formenn nemendafélaga. Framkvæmdastjórn fulltrúaráðsins hjálpar síðan til við að búa til vettvang til umræðna og fræðslu og vera stuðningur við alla fulltrúa sviðsins. Til þess að þessi hagsmunabarátta gangi sem best þurfa nemendafélög þó að vera meðvituð um skipulagið og um að það þurfi að skipa í þessar stöður hagsmunafulltrúa. Það er ósk okkar að öll sæti sem stúdentar eiga rétt á á námsbrautar-, deildarráðs,- og deildarfunda verði fullnýtt þannig að stúdentar nýti þau tækifæri sem þeir hafa til þess að hafa áhrif á hagsmuni nemenda innan skólans. Samtal við kennara og stjórnendur innan skólans er mikilvægt og það samtal er hægt að taka á þessum fundum þar sem fulltrúar kynnast kennurunum og geta rætt um málefni stúdenta á ákveðnum jafningjagrundvelli. Viljum við hafa áhrif þurfum við að nýta tækifærin okkar til þess. Viljum við sannfæra kennara um breytingar þurfum við að mæta á fundi þar sem mál stúdenta eru rædd og taka þátt í að kjósa um málin á þessum fundum. Það munar stundum bara einu atkvæði og því getur eitt atkvæði verið gríðarlega dýrmætt fyrir hag stúdenta. Fyrir hönd framkvæmdastjórnar Veritas, fulltrúaráðs nemenda á Hugvísindasviði, Kristjana Vigdís Ingvadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Veritas og formaður Linguae, nemendafélags tungumálanema við Mála- og menningardeild. Guðný Ósk Laxdal, hagsmunafulltrúi nemenda við Mála- og menningardeild og meðstjórnandi framkvæmdastjórnar Veritas.

63


Grein – By: Ragnhildur Þrastardóttir

Þýðing – Translation: Julie Summers

ÍSLENSKA LISTASUMARIÐ 2018 THE ICELANDIC SUMMER OF ARTS 2018 Sumarið er handan við hornið og verður það smekkfullt af list, þá sérstaklega af tónlist. Ýmsir þekktir tónlistarmenn eru á leiðinni til landsins til að halda sína eigin tónleika, þar á meðal Billy Idol , Jessie J og Katie Melua. Tónlistarhátíðir og listahátíðir verða jafnframt áberandi í ár eins og áður. Það er því ekki seinna vænna að fara að kynna sér hvað íslenska listasumarið hefur upp á að bjóða og Stúdentablaðið kynnir hér brot af því besta.

Summer is just around the corner and it will be chockfull of artistic and cultural offerings, especially of the musical variety. Several well-known musicians will perform in the coming months, including Billy Idol, Jessie J and Katie Melua. And just like in previous years, there will be no shortage of music and arts festivals to choose from. It's never too early to see what the arts scene has to offer this summer. Here, the Student Paper introduces some of this summer’s best options.

LungA er listahátíð fyrir ungt fólk sem er haldin 13-22 júlí á Seyðisfirði. Boðið er upp á ýmiss konar listsmiðjur sem snúa meðal annars að dansi, tónlist, sirkus, sjónlistum, sviðslistum, fatahönnun, ljósmyndun, veggjakroti, grafískri hönnun, stuttmyndum, teiknimyndagerð og svo mætti lengi telja. Í lok hátíðarinnar eru svo haldnar listsýningar þar sem afrakstur smiðjanna er afhjúpaður og jafnframt er hátíðinni lokað með glæsilegum tveggja daga tónleikum. Í ár spila Páll Óskar, Vök, Princess Nokia, Reykjavíkurdætur, JóiPé & Króli, Alvia Islandia ásamt fleirum. Þema hátíðarinnar þetta árið er kyn og verða haldnir fyrirlestrar tengdir því en markmiðið er að „opna umræðuna um „kyn“ enn frekar“, eins og kemur fram á vef hátíðarinnar.

LungA, held July 13-22 in Seyðisfjörður, East Iceland, is an arts festival for young people. The festival features all sorts of workshops in a wide variety of artistic mediums, including dance, music, circus performance, visual arts, theater arts, fashion design, photography, graffiti, graphic design, short films, animation, and much more. At the end of the festival, the young artists reveal the fruits of their labor with exhibitions and celebrate with a two-day concert. This year, performers include Páll Óskar, Vök, Princess Nokia, Reykjavíkurdætur, JóiPé & Króli, Alvia Islandia, and more. The theme for this year's festival is "gender," and presentations related to the topic will be held with the goal of "discussing gender away from any pre-conditioned beliefs," as described on the festival's website.

Listamaður listahátíðarinnar List án landamæra, Aron Kale, hefur verið virkur í listasmiðjum LungA í gegnum árin. Nafn hátíðarinnar „List án landamæra“ er mjög lýsandi en hátíðin hefur það að markmiði að fagna fjölbreytileika mannlífsins og auka jafnrétti í menningarlífinu. Hátíðinni er ætlað að „koma á samstarfi á milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks. Sýnileiki ólíkra einstaklinga er mikilvægur, bæði í samfélaginu og í samfélagsumræðunni. Sýnileiki hefur bein áhrif á jafnrétti á öllum sviðum“ segir á Facebook síðu hátíðarinnar, öllum er tekið fagnandi og hvers konar list er velkomin. Hátíðin var fyrst haldin

Aron Kale, the man behind Art Without Borders (List án landamæra), has been active in LungA's workshops over the years. The name Art Without Borders is apt for a festival whose goal is to embrace humanity's diversity and improve equality in the arts. As described on its Facebook page, the festival welcomes everyone and every sort of art and is intended to "encourage collaboration between disabled and conventionally abled artists. It's important that diverse individuals be visible, both in society and in societal discourse. Visibility has a direct effect on equality in all areas." First held in 2003 in honor of the European Year of People with Disabilities, the festival has been held annually ever since.This year, the festival will be held May 3-13 at locations around the country, with an emphasis on time-based media, such as film, theater, video art, and music. Artistic diversity and innovation characterize The Reykavík Arts Festival (Listahátíð í Reykjavík), which will be held June 1-17 at various locations around Reykjavík – and even beyond the city limits.The biggest attraction this year is without a doubt the worldfamous movie star Bill Murray, who will appear at Harpa concert hall along with an elite trio of musicians to create an "unusual blend of classical European music, first-rate American literary texts and melodies," according to ticketing site Tix.is. Other highlights include Brothers staged by the Icelandic Opera and a new work by Anton Lachky debuted by the Iceland Dance Company.

List án landamæra – Ljósmynd: Aron Kale

64

We pray that the weather gods will look kindly upon us the weekend of June 21-24, when the open-air music festival Secret Solstice


Ljósmynd/ir – Photo/s: Sjá myndatexta

Eistnaflug – Ljósmynd: Hjalti Árnason

Bræðslan – Ljósmynd: Elsa Katrín Ólafsdóttir

á Evrópuári atlaðs fólks 2003 og hefur hún verið haldin árlega síðan þá. Í ár er List án landamæra haldin 3. til 13. maí um land allt og í þetta skiptið verður lögð áhersla á tímatengdar listir, þ.e ljósmyndir, leiklist, vídjóverk og tónlist.

will be held at Laugardalur for the fifth time. As the name implies, Secret Solstice is held around the longest day of the year. The sun barely sets during the festival weekend, which is just as well, since you'll need as much time as possible to see all the incredible artists performing this year, including Stormzy, Clean Bandit, Masego and IAMDDB. Secret Solstice is easily the most-attended music festival of the summer, but there are some festivals in the east and north that give it a run for its money.

Listræn fjölbreytni og nýsköpun einkennir Listahátíð í Reykjavík sem verður haldin dagana 1-17 júní á ýmsum stöðum í borginni en teygir hún sig jafnframt út fyrir borgarmörkin. Það verður að segjast eins og er að stærsta númer hátíðarinnar er hinn heimsþekkti kvikmyndaleikari Bill Murray sem kemur fram ásamt einvala liði hljóðfæraleikara svo úr verður „óvenjuleg blanda af klassískri evrópskri tónlist, úrvals bandarískum bókmenntatextum og sönglögum“ samkvæmt Tix.is. Ótal atriði munu setja svip sinn á hátíðina, þar á meðal óperan „Brothers“ sem íslenska óperan setur á svið og nýtt verk eftir Anton Lachky sem íslenski Dansflokkurinn frumsýnir. Við biðjum veðurguðina að sýna okkur góðvild helgina 21-24 júní. Þá helgi verður tónlistarhátíðin Secret Solstice haldin í fimmta skipti í Laugardalnum en hátíðin fer að stórum hluta fram undir berum himni. Eins og nafn hátíðarinnar gefur til kynna er hún haldin í kringum lengsta dag ársins og sest sólin varla á meðan hátíðin stendur yfir. Það er eins gott þar sem tími verður að gefast til að sjá alla þá mögnuðu listamenn sem ætla sér að troða upp á hátíðinni í ár. Þar á meðal eru Stormzy, Clean Bandit, Masego og IAMDDB. Secret Solstice er eflaust ein mest sótta tónlistarhátíð sumarsins en tónlistarhátíðir á austur og Norðurlandi gefa henni ekkert eftir. 4-8 júlí er þétt dagskrá á Þjóðlagahátíð á Siglufirði. Markmið hátíðarinnar eru meðal annars að hvetja til varðveislu íslenskra þjóðlaga, að stuðla að nýsköpun íslenskrar tónlistar og að stefna saman listamönnum úr ólíkum áttum. Á hátíðinni má að sjálfsögðu finna aragrúa af þjóðlagatónlist og sömuleiðis námskeið og fyrirlestra er snúa að þjóðlagatónlist og fornu handverki. Þrátt fyrir að „hátíðin leggi áherslu á að rækta íslenskan þjóðlagaarf hafa fjölmörg tónverk verið frumflutt á hátíðinni“ eins og segir á vefsíðu hátíðarinnar. Sannkölluð rokkveisla fer fram á Neskaupstað 11 – 14 júlí, tónlistarhátíðin Eistnaflug. Hátíðin hefur verið haldin síðan 2005 og er hún búin að vaxa gríðarlega síðan þá enda er hún sú stærsta sinnar tegundar hérlendis. Á Eistnaflugi fá áheyrendur að hlusta á metal, þungarokk, rokk og indie tónlist. Á hátíðinni koma meðal annars fram Dimma, þýska metal hljómsveitin Kreator og norska hljómsveitin Gaahls Wyrd. Eitt af forvitnilegustu böndum sem koma fram á hátíðinni er þó pönksveitin Austurvígstöðvarnar sem séra Davíð Þór Jónsson leiðir en sveitin er kennd við harða þjóðfélagsgagnrýni og hafa textar hennar farið öfugt ofan í marga.

There's a packed schedule at the Siglufjörður Folk Music Festival (Þjóðlagahátíð á Siglufirði) from July 4-8. Among other things, the goal of the festival is to encourage the preservation of traditional Icelandic folk music, support innovation in Icelandic music, and bring together diverse musicians. Besides plenty of folk music, attendees can also enjoy classes and lectures related to folk music and traditional handicrafts. Despite the fact that the festival emphasizes the importance of nurturing the Icelandic folk music tradition, a large number of new musical works have debuted at the festival, according to its website. The music festival Eistnaflug, held July 11-13 in Neskaupstaður, is a veritable feast for fans of rock music.Held annually since 2005,it has grown exponentially since the beginning and is the largest festival of its kind here in Iceland. Attendees listen to metal, heavy rock, rock, and indie music. Among this year's performers are Dimma, the German metal band Kreator and the Norwegian band Gaahls Wyrd. One of the most intriguing bands appearing at the festival is the punk band Austurvígstöðvarnar, led by Reverend Davíð Þór Jónsson. The band is known for its biting social commentary. "As long as there's injustice in our society, Austurvígstöðvarnar is committed to shouting the truth over the sounds of shredding

Þjóðlagahátíð á Siglufirði – Spilmenn Ríkínís

MEIRA - MORE

65


„Á meðan félagslegt óréttlæti veður uppi hafa Austurvígstöðvarnar skuldbundið sig til að öskra sannleikann yfir gauðrifna gítara, dynjandi bassatóna og dúndrandi trommuslátt“ , eins og kemur fram á vefsíðu Eistnaflugs. Á hverju ári margfaldast íbúafjöldinn á Borgarfirði Eystri síðustu helgina í júlí.Þá er Bræðslan haldin í 50 ára gamalli fiskverksmiðju í hjarta þorpsins. Það eru einungis 900 miðar seldir á hátíðina, en það er gífurlegur fjöldi þegar tekið er mið af því að íbúar á Borgarfirði Eystri eru ekki nema rúmlega 100 talsins. Gífurlegur fjöldi fólks flykkist til Borgarfjarðar yfir Bræðsluna og eru tónleikarnir ekki það eina sem dregur að, margir kjósa einfaldlega að tjalda þar yfir helgina og anda að sér hinni kynngimögnuðu stemningu sem er í litla þorpinu þessa síðustu helgi júlímánaðar. Tónleikarnir verða ekki af verri endanum þetta árið en Stjórnin mun troða upp ásamt Agent Fresco,Daða Frey,Between Mountains, Emmsjé Gauta og Atomstation í fiskverksmiðjunni þann 28.júlí. Reykjavík Fifth Harmony í Laugardalshöll 16.maí Listahátíð í Reykjavík 1-17 júní Jessie J í Laugardalshöll 6.júní Royal Blood í Laugardalshöll 19.júní Secret Solstice 21-24 júní Katie Melua í Eldborg 10.júlí Billy Idol í Laugardalshöll 1.ágúst Neskaupstaður Eistnaflug 11-14 júlí Seyðisfjörður LungA 12-22 júlí Borgarfjörður Eystri Bræðslan 28. júlí Siglufjörður Þjóðlagahátíð 4-8 júlí Um allt land List án landamæra 3-13 maí

66

guitars, booming bass and thundering drums," as stated on the festival website. The population of Borgarfjörður Eystri swells considerably the last weekend of July every year, when the festival Bræðslan is held in a fifty-year-old fish plant in the heart of the village. Just 900 tickets are available, but that's a huge number when compared to the permanent population of Borgarfjörður Eystri, which is just over 100. The music is not the only thing that draws people to Bræðslan; many attendees choose to camp during the festival and soak in the magical atmosphere that settles over the village the last weekend of July. Taking the stage inside the fish plant this July 28 are Stjórnin, Agent Fresco, Daði Freyr, Between Mountains, Emmsjé Gauti, and Atomstation.

Reykjavík Fifth Harmony at Laugardalshöll May 16 The Reykjavík Arts Festival June 1-17 Jessie J at Laugardalshöll June 6 Royal Blood at Laugardalshöll June 19 Secret Solstice June 21-24 Katie Melua at Eldborg July 10 Billy Idol at Laugardalshöll August 1 Neskaupstaður Eistnaflug July 11-14 Seyðisfjörður LungA July 12-22 Borgarfjörður Eystri Bræðslan July 28 Siglufjörður Siglufjörður Folk Music Festival July 4-8 Multiple locations around the country Art Without Borders May 3-13


VIÐTAL – INTERVIEW: Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir

Þýðing – Translation: Julie Summers

,,Tilgangur lífsins er að læra og vaxa“

"The purpose of life is to learn and grow"

Viðtal við Öldu Karen

Interview with Alda Karen

,,Alda Karen Hjaltalín er tuttugu og fjögurra ára gömul, búsett í New York þar sem hún starfar sem ráðgjafi hjá þremur fyrirtækjum. Stúdentablaðið áhuga á að heyra um nýtt verkefni hennar hjá fyrirtækinu Orchid. Orchid stefnir á að opna sérstakar heilalíkamsræktarstöðvar (e. Mind Gyms) á þremur stöðum í Bandaríkjunum og einum í Kanada. Alda ræddi einnig um mikilvægi þess að rækta sjálfan sig.

Alda Karen Hjaltalín is twenty-four years old and lives in New York, where she works as a consultant for three companies. the Student Paper wanted to hear more about her latest project, Orchid. Orchid aims to open so-called mind gyms, three at US locations and one in Canada. Alda also spoke to us about the importance of self-work.

Líkamsræktarstöðvar fyrir heilann ,,Hugmyndin er að þetta séu eins og venjulegar líkamsræktarstöðvar en í staðinn fyrir einkaþjálfara verðum við með sálfræðinga og þjálfara sem aðstoða fólk við að bæta frammistöðu sína en slíkir þjálfarar starfa gjarnan hjá vogunarsjóðum. Þeir koma inn í fyrirtæki og koma starfsmönnum í topp tilfinningalegt ástand til þess að fara og vinna á hlutabréfamörkuðum og slíku. Þegar við fórum af stað með Orchid ákváðum við að hafa þar hóptíma eins og í hefðbundnum líkamsræktarstöðvum nema í staðinn fyrir zumba hefðum við tíma í tilfinningagreind, heilaferlum og því sem ég hef fjallað um í Life - MasterClass. Ég braut þann fyrirlestur upp í tíu hóptíma sem ég verð með í heilalíkamsræktarstöðinni. Svo verðum við líka með hljóðeinangraða klefa vegna þess að það eru alltaf svo mikil læti í New York. Þangað getur fólk komið inn í algjöra þögn og hugleitt eða fengið útrás fyrir tilfinningar sínar. Við verðum líka með rými með bókum og spjaldtölvum þar sem hægt verður að fara í ýmsa hugarleiki. Þetta verður í grunninn alveg eins og venjuleg líkamsræktarstöð nema hún verður bara fyrir einn vöðva og það er hugurinn. Hugurinn er pláss í höfðinu á okkur sem heilinn og innra sjálfið deila saman. Við

Gyms for the brain "The idea is that it's just like a regular gym, but instead of personal trainers, we'll have psychologists and coaches to help people improve their performance, which is actually quite common at hedge funds. They come in to the company and help the employees get into tip-top shape, emotionally speaking, prepared to work on the stock market and such. When we started with Orchid, we decided to have group classes just like in a traditional gym, except instead of Zumba we'd have classes in emotional intelligence, mental processes, and the material that I've covered in my Life – MasterClass. I took that lecture and broke it up into ten group classes that I'll teach at the mind gym. We'll also have sound-proof booths since there's always so much commotion in New York. People can enter into complete silence and meditate or have an outlet for their emotions. We'll also have a room with books and tablets where people can play all sorts of brain-building games. Basically, it will be just like a traditional gym, except that it's only for one muscle, the brain. The mind is a space that the brain and the inner self share. We want to train people to distinguish between thoughts that come from the brain and thoughts that come from the inner self, to understand how MEIRA - MORE

67


Ljósmynd/ir – Photo/s: Aðsent the mind itself works and how it's possible to stimulate it in a positive way." One stop shop for the mind "We'll be a one stop shop – comprehensive services for everything concerning the mind. We'll set up a membership system where people can either have a monthly membership or purchase individual sessions. Four hundred people have already signed up, and threefourths of them are women. Most of these people are what we call urban professionals – young people from 25 to 35 in high-powered positions. For instance, most of the men who come to us work on Wall Street and are already familiar with performance coaching from there. These are young people who understand that meeting their potential requires practice and training. We're collaborating with several brands that focus on mindfulness, and we're also working with the meditation app Headspace."

viljum reyna að þjálfa fólk í því að greina á milli hugsana sem koma frá heilanum og hugsana sem koma frá innra sjálfinu. Hvernig hugurinn sjálfur virkar og hvernig hægt er að virkja hann á góðan hátt.“ One stop shop fyrir heilann ,,Við verðum one stop shop fyrir heilann - alhliða þjónusta fyrir allt sem viðkemur heilanum. Við munum setja þetta upp sem aðild að líkamsræktarstöð þar sem annað hvort er hægt að vera með mánaðarlega áskrift eða kaupa staka tíma. Nú þegar hafa fjögurhundruð meðlimir skráð sig og þar af eru þrír fjórðu konur. Það er aðallega fólk sem við köllum ,,urban professionals“ - ungt fólk á aldrinum tuttugu og fimm til þrjátíu og fimm í háum stöðum. Til dæmis vinna flestir karlarnir sem koma til okkar á Wall Street en þeir kannast líka við frammistöðuþjálfunina þaðan. Þetta er ungt fólk sem hefur gífurlegan áhuga á og áttar sig á því að við til þess að fullnýta getu sína þurfi það æfingar og þjálfun. Við erum búin að setja upp samstarfssamninga við nokkur vörumerki sem einblína á núvitund og svo erum við líka í samstarfi við Headspace sem er hugleiðsluapp.“ ,,Meðvituð um að ég sé enginn“ Stúdentablaðið spyr Öldu hvernig hennar bakgrunnur nýtist við þjálfun af þessu tagi. ,,Ég er náttúrulega ekki menntuð í sálfræði eða neitt og fólk áttar sig á því. Ég sjálf er gjörsamlega meðvituð um að ég sé enginn. Á sama tíma átta ég mig á því að ég er að læra fullt af hlutum og deili þeim jafnóðum og ég læri þá. Ég held að fólk tengi við manneskjur eins og mig. Það áttar sig á því að ég sé ekki neitt en það tengir mikið við það sem ég segi. Við viljum fá þannig fólk inn í fyrirtækið, ekki bara menntaða sálfræðinga. Mjög margir frammistöðuþjálfarar eru sjálflærðir.“

68

"Fully aware that I'm a nobody" The Student Paper asked Alda how her background plays into this sort of training. "I have no professional training in psychology or anything like that, and people realize that. I myself am fully aware that I'm a nobody. At the same time, I know I'm learning all sorts of things and sharing them with others just as fast as I learn. I think people can relate to someone like me. They realize that I'm nothing, but they can relate to what I'm saying. We want to have that sort of people with the company, not just professional psychologists. A great number of performance coaches are self-taught." Permission to work on yourself Alda Karen emphasizes the importance of self-work. Along those lines, she has been sharing various life hacks on her Instagram account for quite some time, and she has also talked about the concept of Self-work Sunday. "I came up with the idea of Self-work Sunday about six months ago. So often on Sunday night, you're thinking about work from the week before and about what you have to do in the coming week. Instead of thinking so ridiculously much about work on Sundays, I started to take stock of myself. To think about what drained my energy in the previous week and what gave me energy. I write a lot in my diary on Sundays and go over how I'm feeling and what I can do to improve my well-being. Every Sunday, I also do something just for me. Just something that I want to do. I think that's so important, but there are so many people I know who hardly ever do that. Self-work Sunday is just about everything that you believe to be good for yourself. It gives people permission to do something just for themselves." To live is to grow Alda talks about how much of our lives we spend at work. "But none of the work that we do over the years matters if you're not working on yourself. The purpose of life is to learn and grow. To live is to grow. If you're at work from 9 to 5, then come straight home and watch Netflix for 7 hours before you go to sleep, you're not growing. You're just existing. And that is not the purpose of life. I always emphasize the importance of being more self-aware, being aware of your own thoughts and knowing where they come from. Sometimes, thoughts are just thoughts and


Leyfi til þess að vinna í sjálfum sér Alda Karen leggur áherslu á mikilvægi þess að vinna í sjálfum sér og í tengslum við það hefur hún um nokkurt skeið fjallað um ýmis ,,lifehökk“ á instagramminu sínu og einnig talað um self-work sunday. ,,Ég bjó til hugmyndina um selfwork sunday fyrir hálfu ári síðan. Maður gerir það svo oft á sunnudagskvöldum að taka saman vinnuna í vikunni sem var að líða og hugsa um hvað maður sé að fara að gera í vikunni á eftir. Ég byrjaði á, í staðinn fyrir að hugsa svona geðveikt mikið um vinnuna á sunnudögum, að taka sjálfa mig í gegn. Hugsa hvað dró úr mér orku vikuna áður og hvað gaf mér orku. Ég skrifa rosalega mikið í dagbók á sunnudögum og fer heilt yfir hvernig mér líður og hvað ég get gert til að bæta líðan mína. Alla sunnudaga geri ég líka eitthvað bara fyrir mig. Bara eitthvað sem mig langar að gera. Mér finnst það mjög mikilvægt og það eru svo ótrúlega margir sem ég þekki sem gera þetta ákaflega sjaldan. Self-work sunday er bara allt sem þú telur að sé gott fyrir sjálfan þig og það er setning sem gefur fólki leyfi til þess að gera eitthvað bara fyrir sig.“ Að lifa er að vaxa Alda talar um hversu miklum tíma af ævinni við eyðum í vinnunni. ,,En af öllum þessum vinnum sem við höfum verið með í gegnum tíðina skiptir engin máli ef þú ert ekki að vinna í sjálfum þér. Tilgangur lífsins er að læra og vaxa. Að lifa er að vaxa. Ef þú ert í vinnu frá níu til fimm, kemur svo beint heim og horfir á Netflix í sjö tíma áður en þú ferð svo að sofa, þá ertu ekki að vaxa. Þá ertu bara. Og það er ekki tilgangur lífsins. Ég legg áherslu á að fólk sé meira meðvitað um sjálft sig, meðvitað um hugsanir sínar og viti hvaðan þær eru að koma. Stundum eru hugsanir bara hugsanir og tilfinningar bara tilfinningar og þýða ekki neitt meira. Það er stærsta skrefið, og þannig séð eina skrefið, aðf ólk sé meðvitað um þetta. Hvað er að gerast innra með þeim og geta gripið sig þegar það er að fara niður. Fólk heldur að fólk sem nýtur velgengni sé alltaf hundrað prósent skilvirkt, með allt á hreinu og að gera réttu hlutina en það er alls ekkert þannig. Fólkið sem nýtur velgengni er bara alltaf í því að grípa sig, koma til baka og átta sig á því þegar það gerir mistök og fara aftur inn á rétta braut.“ Mikilvægt að vera meðvitaður um sjálfan sig ,,Ég þoli ekki þegar fólk talar um að finna sjálft sig. Það er svo oft þegar ég segi fólki að þekkja sjálft sig sem það svarar og segist þurfa að fara til Tælands í mánuð á jóganámskeið og finna sig. Þá er ég bara: ,,Neinei! Hættu við að bóka þessa flugmiða til Tælands!“ Það sem ég meina er að fólk eigi að búa til sjálft sig - það er að finna sig. Ég vil meina að það að finna sig sé ekki til en það er ákveðin hugmynd sem fólk skilur svo ég tala á því tungumáli. Ef þú ímyndar þér núna draumamanneskjuna sem þú vilt verða, hvað ertu að gera í dag til þess að verða þessi draumamanneskja? Hvernig eru morgunrútínurnar þínar? Hvað ertu að borða? Hvernig fólk ertu að umgangast? Hvað gerirðu þér til skemmtunar? Við hvað vinnurðu? Í hvað eyðirðu peningunum þínum? Hvað getirðu gert í dag til þess að búa til þessa draumamanneskju og tekið lítil skref í áttina að henni? Í þeirri vegferð, á meðan þú býrð þig til, finnurðu þína ætlun í lífinu. Þegar ég setti mig í þetta hugarfar fyrir tveimur árum fór ég að leita að alls konar hlutum sem myndu hjálpa mér við að búa til þessa draumamanneskju. Það er svolítið stóra leyndarmálið mitt - ég fór bara að búa mig til og þá kom þetta allt.“▪

emotions are just emotions and they don't mean anything else. That's the biggest step, and in a way the only step – that people are aware of this. That they understand what's happening inside and know how to stop themselves if they feel themselves being dragged down. Sometimes we think that successful people are always one hundred percent effective, understand everything perfectly and do the right things, but it's not like that at all. Successful people are just constantly stopping themselves, stepping back, realizing when they make mistakes and righting themselves." Important to be self-aware "I can't stand it when people talk about finding themselves. So often, when I tell people they need to know themselves, they answer and say they have to go to Thailand for a month-long yoga course to find themselves. And I'm just like, 'No no no! Don't book a ticket to Thailand!' What I mean is that people have to create themselves – to create oneself is to find oneself. There's really no such thing as 'finding yourself,' but that's a concept that people understand, so I try to speak the same language. If you imagine the ideal person you'd like to be, what are you doing today to become that person? What's your morning routine? What are you eating? What sort of people are you spending time with? What do you do for fun? What kind of work do you do? How do you spend your money? What can you do today to help create that dream person, to take one small step closer to becoming that person? On that journey of self-creation, that's where you find your purpose in life. When I adopted that mentality two years ago, I started searching for all kinds of things that would help me create this ideal person. I guess that's my big secret – I just started creating myself and that's how all of this happened."▪

69


Grein – By: Hjalti Freyr Ragnarsson

10 lélegar hugmyndir sem ég vona

að enginn muni framkvæma árið 2018

1. David Lee Roð

Heilsusnakk unnið úr þorsksroði sem gefur frá sér lágvær „aaah yeeaa“, „runnin with the devil“, „might as well jump“ og fleiri David Lee Roth-gól þegar þú bryður það.

2. Hmm-us

Hummus án innihaldslýsinga með óvæntu viðbótarbragði, mismunandi í hverjum pakka. Smjörhummus, lummuhummus (lummus), eða tannkremshummus, svo einhver dæmi séu nefnd.

Eðla, nema gerð úr serbneska asnaostinum Pule, salsasósu úr þurrkuðum Morita chile-pipar, hvítum Alba trufflublönduðum rjómaosti og kampavíni. Garnish-að með nokkrum 10.000 króna seðlum.

7. Krampavín

Flog í fljótandi formi.

8. Brauðvín

3. Innkaupapokar úr gleri Vistvænir, vegan og glúteinsnauðir.

Blóð og líkami Krists saman í einum crunchy pakka. Eitthvað í ætt við appelsínusafa með aldinkjöti, blautir brauðmolar gefa rauðvíninu aukna fyllingu. Mmm.

4. Þreyttur rjómi

9. Suðudiskó

Ímyndið ykkur rjóma sem er búið að þeyta en hefur eftir það staðið á borði í gegnum langa fermingarveislu og húkt inn í ísskáp í nokkra daga. Hann er orðinn svipað lúinn og upprunalegi rjóminn í fernunni, bara talsvert subbulegri. Þessi rjómi er eftirsóttur í ýmsa matargerð, hvort sem það er í ísuppskriftir, pizzuídýfu eða út á morgunkorn. Í raun er búið að þeyta og afþeyta rjómann. Í stað þess að fara í gegnum allt þetta ferli gæti nú verið hægt að versla þennan þreytta rjóma tilbúinn í verslunum.

5. Fantanýl

Purple drank er svo árið 2015. Til að nýta sér vinsældir hipp-skopps og sljóvgandi lyfja gæti Vífilfell aka. Coca Cola Europe Official International English Name sett á markað fentanýlblandað Fanta með lakkrísbragði.

70

6. Seðla

Plötusnúðar þeyta skífum hver í kapp við annan, fjórir saman í gufubaði. Engir gestir leyfðir.

10. Tröllabíó

Kvikmyndahús fyrir tröll. Risavaxnir aðgöngumiðar, popppokar stærri en gestirnir og hvert poppkorn á stærð við mannshöfuð. Ef þú breiðir út faðminn nærðu ekki í sætisarmana og lappirnar dingla rétt niður fyrir sætispulluna. Sætisbakið líka víðsfjarri, og tjaldið vitaskuld ógnarstórt.


Grein – By: alexandra van Erven

ALLT Í LEGI!

Mikilvægi skimunar fyrir leghálskrabbamein Tiðni leghálskrabbameins hefur farið lækkandi á Íslandi og greinast nú um 15 konur á ári. Talið er að sú lækkun stafi einna helst af skipulögðum krabbameinsleitum eða svokölluðum skimunum. Skimanir á Íslandi hófust árið 1964 og hafa verið í umsjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Þátttaka í skimun fyrir leghálskrabbamein hefur þó farið minnkandi síðastliðin ár eða úr 82% árið 1992 í 67% árið 2016 og er það vissulega áhyggjuefni. Nú greinast íslenskar konur tölfræðilega yngri og með alvarlegra stig á leghálskrabbameini en áður en afleiðingar þess geta verið skaðleg áhrif á frjósemi og barneignir. Upptök sjúkdómsins Leghálsinn aðskilur leggöngin og legið. Í neðri hluta leghálsins er slímhúðin klædd flöguþekju á yfirborði en í efri hluta hans klæðir kirtilþekja yfirborð slímhúðarinnar. Algengt er að kirtilþekja umbreytist í flöguþekja en leghálskrabbamein á oftast upptök sín í slíkri umbreyttri flöguþekju. Slík umbreyting er talin koma til vegna breytinga á sýrustigi í leggöngum en sýrustig er einmitt eitt af því sem er athugað við leghálskrabbameinsleitir. Leghálskrabbamein er yfirleitt talið þróast frá svokölluðum forstigsbreytingum sem oftast koma fram í flöguþekju. Þessar umbreytingar í flöguþekjunn nefnast í meinafræði frumumissmíð og í þessu tilviki, þ.e. í leghálsinum, er yfirleitt vísað í þær með skammstöfuninni CIN (Cervical Intraepithelial Neoplasia). Eftir alvarleika frumuafbrigðanna er þeim svo skipt upp í flokkana CIN I, CIN II, CIN III. Í leghálsskimun er frumustrok tekið frá leghálsi en það gefur möguleika á að greina þessi mein á forstigi og meðhöndla áður en eiginlegt krabbamein nær að myndast. Því er mikilvægt er að greina þessar umbreytingar snemma og brýnt að fara í skimun um leið og tímabært er orðið. Mun minni þáttaka á Íslandi en í nágrannaþjóðum Það er því varhugavert að þátttaka í skimun hefur farið minnkandi að undanförnu en afleiðingar af minnkaðri þátttöku síðastliðin 25 ár eru ekki síst þær að forstigsbreytingar leghálskrabbameins í konum án einkenna ná að þróast í leghálskrabbamein á misalvarlegu stigi. Kristján Oddsson, fyrrverandi yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, skrifaði nýlega um krabbameinsskimanir í Læknablaðinu og nefndi m.a. að greining og meðferð er á við það sem best þekkist erlendis en þar eð þáttakan er mun dræmari hér á landi en í samanburðarlöndum bendir það til þess að vandamálið liggi í stjórnun og því þarft að breyta skipulagninu skimana. Í evrópskum leiðbeiningum er miðað við að þáttaka sé viðunandi ef hún er yfir 70% en þó talið æskilegt að hún sé meiri en 85% og því mikið áhyggjuefni að á Íslandi sé hún einungis 67%. Í Svíþjóð er þátttaka í leighálskrabbameinsleit t.a.m. 82% og 92% í aldurshópnum 23-25 ára en þátttaka fyrir þann aldurshóp á Íslandi er einungis 57%. Þá má þess geta að krabbamein í leghálsi eru yfirleitt einkennislaus til að byrja með og er þ.a.l. þeim mun erfiðara að grípa inn í þegar einkenni láta sjá sig en á Vesturlöndum uppgötvast tilfelli yfirleitt við skimanir.

Kynsjúkdómavörtur áhrifavaldur Þó umbreytingar í flöguþekju séu yfirleitt forsenda leghálskrabbameins eru þær ekki einu orsökin. HPV-veira, sem smitast við kynmök, er nauðsynleg forsenda fyrir myndun flestra illkynja æxla á þessum stað. Á síðari árum hefur orðið vart við fjölgun kynsjúkdómavarta og hafa þær fundist í nokkru mæli meðal kvenna með leghálskrabbamein sem og hjá körlum með krabbamein í getnaðarlim. Það eru einna helst HPV 16 og 18 sem eru taldar hafa áhrif á þróun krabbameins og hefur nýlega verið tekið í notkun bóluefni sem beinist gegn þeim veirum í því skyni að fyrirbyggja krabbamein í leghálsi en bólusetningin virkar þó einungis ef einstaklingur hefur ekki stundað samfarir fyrir. Þess skal þó geta að HPV-veiran veldur ekki krabbameini ein og sér. Hægt að greina meinið á hulinstigi Leghálskrabbamein er eini illkynja sjúkdómurinn sem unnt er með einföldum hætti að finna bæði á forstigi og hulinstigi og gengur skimunin út á það. Leitin byggist á frumustroki, svonefndri leghálsstroku, og snýst um að leita að forstigsbreytingunum sem geta gefið til kynna hvort konan er í áhættu að fá krabbamein í leghálsi. Leghálsstroka tekur einungis fáeinar mínutur og er að öllu jöfnu sársaukalalus. Einstaklingur sest í þar til gerðan stól og setur fótleggina í stoðir, þá kemur læknirinn svokölluðum andagoggi fyrir í leggöngunum til að opna þau betur og tekur svo strok með pinna. Forstigsbreytingar leghálskrabbameins er svo skipt í fjögur stig, hið fyrsta með vægustu breytingunum en hið fjórða með mestu en lögð er rík áhersla á að forstigsbreytingar eru ekki krabbamein. Forstigsbreytingar eru þó undarfari og aðvörun um að krabbamein geti myndast innan fárra ára ef ekkert er að gert og því skiptir sköpun að komast að því sem fyrst. Ef forstigsbreytingin er á 1. eða 2. forstigi er einstaklingi boðið að koma aftur í skoðun sama ár og ef breytingin hefur þá horfið eru tekin ný sýni árlega. Ef breytingin er á 3. eða 4. forstigi er konan kölluð inn til leghálsspeglunar og er þá leghálsinn skoðaður og vefjasýni tekin frá grunsamlegum svæðum. Bæði með leghálsstrokunni og leghálsspegluninni má greina krabbamein á algjöru byrjunarstigi þ.e. hulinstigi áður en nokkur einkenni eru ljós og því mikilvægi krabbameinsleitar mikil. Ef sjúkdómurinn finnst á hulinstigi er brugðist við með keiluskurði sem er talin einföld skurðaaðgerð en ef breytingin er komin lengra verður meðferðin viðfangsmeiri í samhengi við útbreiðslu og breytingarstigi frumnanna. Því er ljóst að mikilvægi skimunar er gríðarlegt og í raun magnað að hægt er að komast að forstigsbreytingum þessa sjúkdóms á jafn auðveldan máta og leghálsstroka er. Nú er í skoðun hjá heilbrigðisráðuneytinu hvort heppilegra sé að heilsugæslurnar hafi umsjón með krabbameinsleit og hvort það myndi skila aukinni þáttöku. Við þá skoðun er m.a. stuðst við að fólk sækir sér iðulega frekar hjálp í nærumhverfi sínu sem og að þá yrði greiðslubyrgði sjúklings minni en í dag. Ekki er vitað hvenær þeirri vinnu líkur og hvort skimanir muni fara af borði Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins en þær fara þó fram þar um sinn og til þess að panta tíma þarf einungis hringja í 540-1900.▪

71


Grein – By: Ragnhildur Þrastardóttir

Þýðing – Translation: Julie Summers

Túristi í eigin landi Be a tourist in your own country Sól, kaldur bjór og hlátrasköll. Já, og íslenska náttúran. Sumarið í hnotskurn. Það þarf ekki að leita út fyrir landsteinana til að sjá stórbrotna náttúru og njóta sumarsins til fulls. Með auknum ferðamannastraumi getur þó reynst hægara sagt en gert að vera í friði í íslenskri náttúru. Það eru þó einhverjir staðir sem eru fáfarnari en aðrir og Stúdentablaðið bendir hér á nokkra þeirra sem er tilvalið að heimsækja í sumarblíðunni. Sunshine, cold beer, peals of laughter, and of course, Icelandic nature. Summer in a nutshell. You don't have to look beyond Iceland's shores to see spectacular natural sights and enjoy summer to the fullest. With the constant stream of tourists, finding peace in the Icelandic countryside is easier said than done. But there are a few paths less traveled, and the Student Paper has selected a few places that are perfect for a summertime visit.

Stórurð Gönguparadís full af skærbláum lindum og annarri litadýrð er staðsett í grennd við Borgarfjörð Eystri. Yfir henni gnæfa Dyrfjöllin sem ramma Stórurð inn á undraverðan hátt. Stórurð er eitt mikilfenglegasta náttúrufyrirbrigði á Austurlandi en eru stórar steinblokkir afar einkennandi fyrir hana ásamt grasbölum og djúpum bláum tjörnum. Til að komast í tæri við Stórurð og alla hennar dýrð þarf að ganga í tvær og hálfa klukkustund og mælum við með því að eyða heilum degi í að ganga og njóta í Stórurð.

72

Stórurð You'll find this hiking paradise, full of bright blue springs and other colorful wonders, near Borgarfjörður Eystri. The Dyrfjöll mountains surround the area, giving it an otherworldly feel. Stórurð is one of the most magnificent natural wonders in East Iceland, with its characteristic giant boulders, grassy expanses, and deep blue lakes. To reach Stórurð, you have to hike for two and a half hours, so we recommend taking an entire day to enjoy the area.

Laugarvalladalur Gróinn blettur í eyðilegu umhverfi leynist í nágrenni við Kárahnjúka og nefnist Laugarvalladalur. Þar má finna náttúrulega heitan læk og einnig náttúrulega sturtu þar sem lækurinn fellur fram af kletti í temmilega stórum fossi. Það er svo sannarlega þess virði að heimsækja Laugarvalladal því þangað koma fáir og er auðvelt að gleyma sér við hljómfagran niðinn í hlýju vatninu.

Laugarvalladalur Located near the Kárahnjúkar Hydropower Plant, Laugarvalldalur is a lush oasis hidden among desolate surroundings. There you'll find a geothermal stream as well as a natural shower where the stream cascades over a rock face, creating a reasonably sized waterfall. A visit to Laugarvalladalur is well worth your time. Few people go there and it's easy to forget yourself among the melodic babbling of the warm stream.

Stórurð - Mynd frá Gareth Codd

Laugavalladalur - mynd frá Visit East Iceland


Ljósmynd/ir – Photo/s: Sjá myndatexta Hraunsvatn Í nágrenni við Öxnadal er mögulegt að njóta náttúrunnar og heimsækja sögufrægan stað í leiðinni, vatnið Hraunsvatn. Í því drukknaði faðir Jónasar Hallgrímssonar, Hallgrímur, árið 1816 þegar Jónas var níu ára. Skáldið yrkir um þetta "Man eg þó missi/ minn í heimi/fyrstan og sárastan,/er mér faðir hvarf". Vatnið er umkringt tignarlegum fjöllum og er þar mikið af fiski, sé áhugi fyrir veiðum. Svæðið í kringum Hraunsvatn er einnig upplagt til gönguferða.

Hraunsvatn Near Öxnadalur, you can enjoy nature and visit a famous historical site at the same time, the lake Hraunsvatn. The father of celebrated poet Jónas Hallgrímsson, Hallgrímur, drowned in this lake in 1816, when Jónas was 9 years old. The lake is encircled by majestic mountains and full of fish, if you're interested in casting a line. The surrounding area is also great for hiking.

Hraunsvatn - Mynd frá www.instagram.com-foodwilderness

Heimaey - Mynd tekin af Tóa Vídó

Rauðfeldsgjá Á Snæfellsnesi er hægt að ganga inn í djúpa gjá sem skerst inn í Botnsfjall. Gjáin er þröng og djúp og það er ævintýri líkast að koma þangað inn. Móbergsveggir slúta fram og gera það að verkum að lítil birta kemst ofan í gjána. Úr loftinu drýpur jafnan vatn og inni í gjánni rennur einnig vatnsflaumur. Hægt er að klifra langt upp með gjánni en því hærra sem farið er því meira kemur í ljós af vatni svo það þarf stundum að vaða í vatni til að komast áfram. Ef gengið er nægilega langt rekst göngufólk á foss inni í gjánni sem er misjafnlega stór eftir veðrum hvers tíma.

Rauðfeldsgjá On the Snæfellsnes Peninsula, you can walk into a deep ravine carved into the side of the mountain Botnsfjall. The ravine is deep and narrow and it's an adventure just to get inside. Walls of volcanic rock loom overhead, only letting in slivers of daylight. Water drips from above and even runs over the ground. You can climb up quite a ways along the ravine, but the further you go, the more water there is, so you sometimes have to wade through water to continue on. If you walk far enough, you'll come across a waterfall in the ravine, the water volume smaller or larger depending on the season.

Löngufjörur Á sunnanverðu Snæfellsnesi fyrirfinnast ljósar skeljasandsfjörur sem eru vinsælar til útreiða. Þær bera nafn með rentu því þær teygja sig frá Hítarnesi vestur að Búðum. Þrátt fyrir að það sé ábyggilega magnað að fara í útreiðartúr um Löngufjörur er jafnframt undursamlegt að ganga með fram fjörunni, helst skó og sokkalaus, í góðu veðri og horfa út á hafið.

Löngufjörur Along the south coast of the Snæfellsnes Peninsula, you'll find this white-sand beach, a popular destination for horseback riding. The name, which means "long beach," is fitting, as the beach wends its way from Hítarnes west to Búðir. It's certainly an experience to ride along Löngufjörur, but it's also marvelous just to walk along the beach in the good weather, preferably barefoot, and gaze out at the sea.

Dagsferð í Heimaey Hvaða viðbrögð kallar orðið „Vestmannaeyjar“ fram hjá þér? Spennu fyrir næstu Þjóðhátíð? Endurminningar úr brekkunni? Lykt af bjór og ælu? Vestmannaeyjar eru bara svo miklu meira en Þjóðhátíð og það er vel þess virði að heimsækja Heimaey þegar eyjan er laus við Þjóðhátíðarlýðinn. Það er hræódýrt að taka Herjólf frá Landeyjarhöfn og lítið mál að taka ferjuna um morguninn og fara aftur í land um kvöldið. Á einum degi í Vestmannaeyjum er nefnilega hægt að gera heilan helling, þá sérstaklega ef veðrið er sæmilegt. Ég myndi mæla með að taka bíl, eða jafnvel hjól með yfir til Eyja svo hægt sé að komast fljótt á milli staða og nýta tímann sem allra best. Það er þó ekki nauðsynlegt þar sem langflest á eyjunni er í göngufæri. Skottastu upp á Eldfell, eldfjallið sem gaus á hinu örlagaríka ári 1973, og upp á Heimaklett þar sem útsýnið er stórbrotið. Farðu upp að Stórhöfða, þar er staðsett gríðarstór lundabyggð, og röltu um notalegan miðbæinn.▪

Day trip to Heimaey What do you think of when you hear "Westman Islands"? Excitement for the next Þjóðhátíð? Memories of the last one? The smell of beer and vomit? The Westman Islands are so much more than the annual Þjóðhátíð festival, and it's well worth visiting Heimaey when the island is free of festivalgoers. Taking the ferry Herjólfur from Landeyjarhöfn harbor is dirt cheap, and it’s no problem to sail in the morning and return the same night. You can do a lot in a single day, especially if the weather is decent. I'd recommend taking a car or even a bike so you can quickly get from one place to the next and make the most of your time. It's not strictly necessary, though, as most of the island is walkable. Check out Eldfell, the volcano that erupted in the fateful year 1973, or Heimaklettur with its incredible view. Go up to Stórhöfði, where there's a huge puffin colony, and wander around the charming downtown area.▪

73


Grein – By: Ragnhildur þrastardóttir

Þýðing – Translation: Julie Summers

Uppskriftahorn efnalitla námsmannsins Asískt soya og sesam tófú Undirbúningur og eldunartími: 100 mínútur Stærð: Fyrir 2 Kostnaður : U.þ.b 400 krónur á mann með meðlæti Innihald: 1 Pakki tófú 2 msk soya sósa 2 msk tamari sósa 1 tsk sesam olía 1 msk hunang 1 tsk ferskur engifer, rifinn 2 hvítlauksgeirar, kramdir 1 lítill chilli, skorinn smátt ólífuolía til steikingar ½ létt soðinn haus Spergilkál sem meðlæti 2 dl hrísgrjón sem meðlæti

74

Langar þig til Asíu í sumar en átt bara ekki fyrir því? Hvernig væri þá að færa Asíu heim í eldhús til þín? Það er auðvitað ekki hægt. En þú getur samt reynt. Aðferð: 1. Takið tófúið úr pakkningunum og hellið vatninu af því. 2. Pressið tófúið. Ef þið eigið tófú pressu þá er það frábært en ef ekki er hægt að gera eftirfarandi: Setjið u.þ.b 4 lög af eldhúspappír á bretti, leggið tófúið ofan á hann og önnur 4 lög af eldhúspappír ofan á tófúið, þar ofan á skuluð þið setja eitthvað þungt, t.d bók eða þungan pott. Leyfið þessu að vera í 30 mínútur. 3. Hrærið saman soya sósu, tamari sósu, sesamolíu, hunangi, engifer, hvítlauk og chilli í lítinn pott, hitið að suðu og látið malla þar til hunangið er bráðið. Leyfið þessu svo að kólna í stórri skál. 4. Skerið tófúið í munnbita og komið því svo fyrir ofan í sósunni og leyfið því að marínerast í um 30 mínútur. 5. Á meðan tófúið marínerast er tilvalið að sjóða hrísgrjónin og spergilkálið, ég mæli með að sjóða spergilkálið aðeins í 2-3 mínútur. 6. Hitið ólífuolíu á pönnu. Þegar hún er orðin mjög heit setjið þið tófúið á pönnuna. Þegar það er farið að brúnast á annarri hliðinni snúið þið því yfir á hina hliðina. Þegar báðar hliðar eru orðnar gullinbrúnar þá er tófúið tilbúið. 7. Það má bera tófúið fram aðskilið frá hrísgrjónunum og spergilkálinu en það er einnig smekklegt að setja hrísgrjónin í stóra skál og tófúið og spergilkálið ofan á. Sem skraut er einnig hægt að strá yfir réttinn sesamfræjum. Verði ykkur að góðu!


Ljósmynd/ir – Photo/s: Karítas Sigvaldadóttir

The Thrifty Student’s Recipe Corner Asian Soy and Sesame Tofu Preparation and cooking time: 100 minutes Serves: 2 Cost: About 400 ISK per person (including side dishes) Ingredients: 1 package tofu 2 tablespoons soy sauce 2 tablespoons tamari 1 teaspoon sesame oil 1 tablespoon honey 1 teaspoon fresh ginger, grated 2 garlic cloves, crushed 1 small chili, diced Olive oil for frying ½ head of broccoli, lightly boiled, for serving 2 dl rice, for serving

Do you wish you could go to Asia this summer but can't afford it? Maybe you can bring Asia to you instead. It's impossible, of course, but who says you can't try? Instructions: 1. Remove tofu from packaging and drain. 2. Press the tofu. If you have a tofu press, use that, but if not, you can do the following: Place about four layers of paper towels on a cutting board, then the tofu, then cover with four more paper towels. Place something heavy on top, such as a book or a heavy pot. Leave for 30 minutes. 3. Blend together soy sauce, tamari, sesame oil, honey, ginger, garlic and chili in a small pot, bring to a boil, then reduce heat and simmer until the honey is completely dissolved. Pour into a large bowl and let cool. 4. Cut the tofu into bite-size pieces, place in the bowl with the sauce and marinate for about 30 minutes. 5. While the tofu marinates, cook the rice and broccoli. I recommend boiling the broccoli no longer than 2-3 minutes. 6. Heat some olive oil in a pan and when it's quite hot, add the tofu. When it starts to brown on one side, turn it over. When both sides are golden brown, the tofu is ready. 7. You can serve the tofu, rice, and broccoli separately, or scoop some rice into a large bowl and place the tofu and broccoli on top. You can also sprinkle some sesame seeds on top before serving. Bon appétit!

75


Grein – By: Ragnhildur Þrastardóttir

FJÖLKÆRNI

POLYAMORY

Sífellt færist í aukana að fólk komi út sem fjölkært, eigi í nánu sambandi við fleiri en einn einstakling í einu með fullu og meðvituðu samþykki allra hlutaðeigenda. Einhverjum okkar finnst eflaust erfitt að skilja fjölkærni (e. polyamory) fyllilega þar sem mono-sambönd hafa tíðkast í vestrænni menningu um langan tíma. Nýlega hefur fjölkærni orðið áberandi í íslensku samfélagi, þá sérstaklega með stofnun Facebook hópsins „Polyamory á Íslandi“. Þessi lífsstíll, valkostur, kynhneigð eða hvað svo sem fólk kýs að kalla fjölkærni er vafalaust ólíkur því sem almenningur á að venjast og er því eðlilegt að spurningar brenni á einhverjum okkar.

These days, more and more people are coming forward and identifying themselves as polyamorous; that is, declaring that they have romantic relationships with more than one person at a time with the full informed consent of all parties involved. Of course, some of us struggle to fully understand polyamory, as monogamous relationships have long been the norm in western culture. Polyamory has recently become more visible in Icelandic society, especially with the creation of the Facebook group "Polyamory á Íslandi" ("Polyamory in Iceland"). Whether you call it a lifestyle, a choice, a sexual orientation, or something else, polyamory certainly differs from what most people are used to, so it's only natural for some of us to have questions about it.

Hver er munurinn á fjölkærni og opnu sambandi? Opin sambönd og fjölkærni eru náskyld og eru bæði á skjön við hefðbundin mono-sambönd. Sambönd geta verið bæði fjölkær og opin, þá hafa allir aðilar tækifæri á því að eiga í rómantískum samböndum við fleiri aðila og geta fundið sér nýja maka með fullu samþykki allra sem koma að samböndunum. Fjölkært samband þarf þó ekki að vera opið, það getur verið lokað og er það þá samband þar sem einstaklingar eiga fleiri en einn maka en hafa samþykkt að hleypa ekki fleirum að samböndunum. Dæmi um lokað fjölkært samband eru þrír aðilar sem eru í sambandi en kæra sig ekki um að þeir stofni til fleiri rómantískra sambanda. Opið samband sem er ekki fjölkært er gjarnan á þann hátt að báðum aðilum er frjálst að stofna til annarra sambanda en þau sambönd ættu ekki að vera rómantísk. Dæmi um opin sambönd sem eru ekki fjölkær eru svokallaðir „swingers“ sem stunda gjarnan kynlíf með öðrum en maka sínum en bera þó engar rómantískar tilfinningar til rekkjunauta sinna. Tekið skal fram að þessar útskýringar eru ekki tæmandi og auðvitað einhverjir sem hafa ekki áhuga á þröngum skilgreiningum sem þessum. Er fjölkærni kynhneigð? Lagalega séð er svarið nei. Fjölkærni fellur ekki undir lög um kynhneigðir, lögum sem er t.d ætlað að sjá til þess að fólki sé ekki mismunað út frá kynhneigð sinni. Þess vegna er enn þann dag í dag mögulegt að mismuna fólki á þeim grundvelli að það sé fjölkært. Af þeim sökum, og öðrum, þykir mörgum fjölkærum einstaklingum mikilvægt að fjölkærni sé í raun skilgreind sem kynhneigð. Það fer þó auðvitað eftir upplifun hvers fjölkærs einstaklings fyrir sig hvort fjölkærni sé kynhneigð eða einfaldlega lífsstíll. Er fjölkærni framtíðin? Í grein BBC „Polyamorus relationships may be the future of love“ kemur fram að fjölkærni hefur verið til staðar lengur en hin hefðbundnu mono-sambönd. Þar kemur einnig fram að flestar dýrategundir bindi sig ekki við einn maka og í raun

76

Þýðing – Translation: Julie Summers

What's the difference between polyamory and an open relationship? Open relationships and polyamory are closely related, and both diverge from the traditional model of monogamy. Relationships can be both polyamorous and open; in that case, all participants have the opportunity to enter into romantic relationships with others and can find new partners with the consent of everyone involved. But a polyamorous relationship is not necessarily open; it can also be closed. In that case, individuals in a relationship each have more than one partner but have agreed not to bring any more people into the relationship. An example of a closed polyamorous relationship would be three individuals who are in a relationship with each other but do not care to pursue more romantic relationships. In an open relationship that is not polyamorous, both parties are free to pursue other relationships as long as they aren’t romantic in nature. So-called "swingers" are an example of non-polyamorous open relationships. Swingers have sex with people other than their partners, but have no romantic feelings for those people. It should be noted that these explanations are not exhaustive and there are certainly people who have no interest in such narrow definitions. Is polyamory a sexual orientation? Legally, no. Polyamory is not covered by laws intended to protect against discrimination on the basis of sexual orientation. Because of that, it is still possible today to discriminate against people for practicing polyamory. For that reason and others, many polyamorous individuals believe it's important for polyamory to be defined as a sexual orientation. Of course, whether polyamory is a sexual orientation or simply a lifestyle is a matter of individual experience. Is polyamory the future? An article from the BBC entitled "Polyamorous relationships may be the future of love" points out that polyamory has existed longer than monogamy. The majority of species do not mate for life - including humans, for that matter. Breakups and cheating


Ljósmynd/ir – Photo/s: unsplash.com

er manneskjan þar meðtalin, framhjáhald er afar algengt í mono-samböndum, sambandsslit og stofnun nýrra sambanda. Hvort fjölkærni sé framtíðin er erfitt að segja en það er alltaf bót í máli að fólk sé upplýst um möguleika sína, í rómantísku samhengi sem og öðru. Fjölkærni leggur áherslu á það að allir hlutaðeigendur sambanda séu meðvitaðir og samþykkir því að fleiri en tveir komi að samböndunum og hlýtur það að teljast vænlegra heldur en framhjáhald sem krefst lyga og blekkinga.

are prevalent among monogamous couples, and starting a new relationships after an old one dissolves is perfectly common. It's difficult to say whether polyamory is the future, but it's always good for people to be well informed about their options, including romantic options. Polyamory emphasizes the importance of awareness and consent of everyone involved in a relationship involving more than two people. Surely, that must be preferable to the lies and deception of cheating.

Tengjast femínismi og fjölkærni? Femínistar hafa löngum gagnrýnt hjónabandið og staðlaðar myndir þess. Orðið „brúðkaup“ gefur strax til kynna að karlmaður eignist konu þegar hann giftist henni. Femínistar lögðu áherslu á mikilvægi jafnréttis, væntumþykju, heiðarleika og náin kynni innan hjónabands en þau gildi eru einnig áberandi í hugmyndafræði fjölkærni. Fjölkærni er í raun önnur leið til að gagnrýna hið hefðbundna, staðlaða samband milli karls og konu.

Are feminism and polyamory related? Feminists have long criticized the institution of marriage and its traditional forms. The Icelandic word "brúðkaup" (literally, "bride purchase") immediately implies that the man gains ownership of the woman upon marriage. Feminists have emphasized the importance of equality, love, honesty, and intimacy within a marriage,and those values also dominate the ideology of polyamory. Polyamory is just another way to challenge the traditional,standard relationship between a man and a woman.

„ Sambönd eru ýmiss konar og samfélagið verður vonandi tilbúið til að taka ást í öllum sínum myndum fagnandi einn daginn“

“Relationships take many forms, and hopefully someday society will be prepared to celebrate love in all its manifestations.”

Það er ekki hægt að ákvarða eina rétta leið til að elska og það sem virkar vel fyrir einhverja gæti hentað öðrum illa. Sambönd eru ýmiss konar og samfélagið verður vonandi tilbúið til að taka ást í öllum sínum myndum fagnandi einn daginn.▪

It's impossible to determine the single correct way to love, and what works well for one person may not work at all for others. Relationships take many forms, and hopefully someday society will be prepared to celebrate love in all its manifestations.▪

77


Grein – By: Eve Newstead

The best Bestu bækurnar til books to read að lesa í sumar this summer Sumarið er tíminn til að lesa, vera úti, njóta sólarinnar og heimi nýrra orða. Hvort sem það eru hrollvekjur, ljóðabækur eða ævisögur, hér eru nýjustu bækurnar til þess að sökkva sér ofan í í sumar.

Summer is the season for reading – for heading outdoors and getting lost in the sun and a new world of words. From horror to poetry to memoir, here are the latest books to keep you gripped all summer long.

Sing Unburied Sing eftir Jesmyn Ward Sing Unburied Sing – Jesmyn Ward Önnur bók Jesmyn Ward, Sing Unburied Sing, vann til verðlauna í heimalandinu. Sagan segir frá lífi brotinnar fjölskyldu sem býr við strendur Mexíkóflóa í Missisippi og er glansandi ljóðræn athugun á fjölskyldu, kynþætti, fíkn og missi. Leonie, kona af afrísk amerískum uppruna, keyrir með börnin sín tvö að sækja hvítan föður þeirra í fangelsi. Saga Ward segir frá ferðalagi en ferðast einnig aftur í tímann og tekst á við arfleifð þrælahalds og kynþáttahaturs í sveitum Suðursins. Frásögnin er á tímum sjálf meðvituð en einnig ómótstæðileg. Jafnvel eftir að hafa flett síðustu blaðsíðunni mun þig dreyma um persónur hennar, bæði lifandi og dauðar.

Jesmyn Ward’s second National Award-winning book, Sing Unburied Sing, is a shimmering, poetic exploration of family, race, addiction and loss. The novel is a portrait of a broken family living on the Gulf Coast of Mississippi. Leonie, a black woman, drives her two children to pick up their white father from prison. Ward’s work is as much a road trip tale as it is a story about journeying back into the past to confront a legacy of slavery and racism in the rural South. The lyricism, although at times self-conscious, is irresistible. Even after you’ve turned the last page you’ll be dreaming of its characters, both living and dead.

The Girls eftir Emmu Cline

The Girls – Emma Cline

Bók Emmu Cline, The Girls, sem kom út árið 2016 er átakanleg lýsing æsku og spillingar. Evie er örvæntingarfullur unglingur sem býr í sólríku Kaliforníu. Hún yfirgefur leiðinlega tilvist sína til þess að gerast meðlimur í hópi Manson dýrkenda. Manson fjölskyldan, kommúna sem var leidd af fjöldamorðingjanum Charles Manson á sjöunda áratugnum, hryllti bæði og heillaði fólk á sínum tíma ekki aðeins vegna mannsins sem leiddi hana en einnig vegna þeim fjölda ungra stúlkna sem fylgdu honum. Skáldsaga Cline kafar ofan í hugarheim þessara stúlkna með augum Evie sem er bæði hugtekin af hættulegu hugarástandi þeirra og spillt af löngun sinni til þess að tilheyra þeim. Cline lýsir þessum árum - sem einkennast af kynlífi, þráhyggju, sjálfmynd og stjórn - með sérstakri innilokunarkennd sem neyðir þig til þess að deila sársauka aðalpersónunnar í hverju orði.

Sleeping Beauties eftir Stephen King og Owen King

Ef þú ert hrifin/n af hryllingssögum er þessi saga skrifuð af feðgunum Stephen og Owen King tilvalinn förunautur fyrir sumarið. Sleeping Beauties er hrífandi framtíðaraga bæjarins Dooling og kvennanna sem þar búa en þegar þær fara að sofa eru þær umvafnar einhvers konar lifruhýði. Það má ekki vekja þær í þessu ástandi og því eru mennirnir látnir einir eftir að ráða fram úr. En aðalpersóna bókarinnar Eve er ónæm fyrir

78

Emma Cline’s 2016 novel The Girls is a tense depiction of youth and corruption. Evie, a desperate teenager living in sunny California, leaves her bored existence to join a Mansonlike cult. The Manson Family simultaneously horrified and fascinated the public, not only because of its deranged leader, but more importantly because of the young girls who followed him. Cline’s fiction delves into the psyche of these girls through the eyes of Evie, who is mesmerised by their dangerous aura and corrupted in her desperation to be one of them. Those in-between teenage years – of sex, obsession, identity and control – are captured by Cline’s claustrophobic style which forces you to share the pain of Evie’s every word.

Sleeping Beauties – Stephen King and Owen King

If horror is your genre, then this father-son collaboration is the perfect summer companion. Sleeping Beauties is an absorbing futuristic tale of a town, Dooling, and the women there who go to sleep and become shrouded in a cocoon-like gauze. They must not be woken, so the men of the world are left to their own primal devices. And then there’s Eve, the mysterious protagonist, who is immune to the sleeping disease. The book is long and also dense at times, with a large cast of characters. But it is also gripping and remarkably thought-provoking in


ÞÝÐING – TRANSLATION: LÍSA BJÖRG ATTENSPERGER

svefnveikinni. Bókin er löng og þétt á köflum og inniheldur fjölda persóna en hún er einnig grípandi og vekur mann til umhugsunar með áliti sínu á hlutverkum kynjanna og myrkari hliðum mannlegs eðlis.

its assessment of gender and the darker side of human nature.

Eleanor Oliphant is Completely Fine eftir Gail Honeyman

Gail Honeyman is an inspiration for hopeful writers everywhere. Her debut novel was motivated by her turning 40 and written alongside her full-time job. It has been shortlisted for numerous prizes as well as winning the Scottish Book Trust’s Next Chapter Award. A warm and charming book, the tale follows the life of Eleanor Oliphant, a woman whose life is just fine. That is, until she meets Raymond and Sammy and forms wacky friendships that open her heart and have the reader laughing and crying at every turn. Eleanor Oliphant is Completely Fineis about the importance of human connection, and the perfect read for those wanting a slice of joy this summer.

Gail Honeyman veitir verðandi rithöfundum um allan heim innblástur. Kveikjan að fyrstu skáldsögu hennar átti sér stað þegar hún varð 40 ára og hafði skifað meðfram fullu starfi. Bókin hefur verið á lista til tilnefninga til fjölda verðlauna ásamt því að hafa unnið til Scottish Book Trust’s Next Chapter verðlaunanna. Hlý og heillandi bók sem fjallar um líf Eleanor Oliphant, konu sem lifir ágætu lífi þar til hún hittir Raymond og Sammy. Þau mynda með sér undarlega vináttu sem opnar hjarta hennar og fá lesandann til að hlægja og gráta í senn. Eleanor Oliphant is Completely Fine fjallar um mikilvægi mannlegrar tengingar og er fullkomin bók fyrir þá sem vilja smá gleði í sumar.

Daring to Drive: The Young Saudi Woman Who Stood Up to a Kingdom of Men eftir Manal Al-Sharif

Þessi ævisaga er grípandi frásögn trúrækinnar konu frá Sádi Arabíu sem gerðist óvænt leiðtogi hreyfingar sem styður rétt kvenna til þess að keyra. Dáleikarnir og hreinskilnin í skrifum Al-Sharif eru hrífandi. Bókin er lífleg frásögn af lífi hennar og baráttu sem stelpa og kona í Sádi Arabíu en fangar einnig áhrifamikla seiglu allra kvenna sem lifa við harðstjórn. Verkið er upplýsandi og jafnvel þó að lögin sem bönnuðu konum í Sádi Arabíu að keyra hafi verið létt í byrjun árs er það ennþá áminning um mikilvægi samstöðu kvenna.

Eleanor Oliphant is Completely Fine – Gail Honeyman

Daring to Drive: The Young Saudi Woman Who Stood Up to a Kingdom of Men – Manal Al-Sharif

For a gripping non-fiction read, grab this extraordinary memoir by a devout Saudi Arabian woman who became the unexpected leader of the movement to support women’s right to drive. The intimacy and honesty of Al-Sharif’s writing is captivating. Her memoir vividly describes her own life and her own struggles as a young girl and woman living in Saudi Arabia, but also powerfully captures the resilience of all women facing tyranny. The work is eye-opening to say the least, and despite the laws in Saudi Arabia against women driving being changed this year, it still works as a reminder of the importance of solidarity for women’s rights.

MEIRA - MORE

79


The Sun and Her Flowers eftir Rupi Kaur

Rupi Kaur hefur verið kölluð ljóðsjáld sinnar kynslóðar. Fyrsta ljóðasafn hennar, Milk and Honey, seldist í milljónum eintaka, var á metsölulista New York Times í hverri viku í heilt ár og hefur verið þýdd á yfir 30 tungumál. Ákaft hefur verið beðið eftir annarri bók hennar, The Sun and Her Flowers, sem hefur nú þegar setið í fyrsta sæti á metsölulista New York Times og er hún jafn himnesk og sú fyrri. Bókinni er skipt upp í fimm kafla – visna, falla, skjóta rótum, rísa og blómstra - og er ferðalag vaxtar og heilunar. Verk Kaur, sem hún myndskreytir sjálf, er lífleg athugun styrkleika og gleði og er því tilvalin til lesturs í sólinni.

The World Goes On eftir László Krasznahorkai

Þekkti ungverski rithöfundurinn og sigurvegari Man Booker International verðlaunanna 2015, László Krasznahorkai, hefur skrifað enn eitt framúrskarandi verk. The World Goes On, sem einnig er á lista yfir tilnefningar til Man Booker International verðlaunanna árið 2018, er samansafn 21 sagna sem skora á allar reglur skrifaðra texta. Sögurnar segja frá mismunandi persónum: ungverskum túlk sem er með fossa á heilanum, ferðamanni og risa á bökkum Ganges og barni sem vinnur í portúgalskri marmara námu. Hver einasta saga er ógleymanleg og jafn einstök og safnið sjálft. Glæsibragur höfundarins og áhugaverður stíll hans eru ólíkt öllu öðru sem finna má í samtímabókmenntum. Þú munt vera með öndina í hálsinum frá upphafi til enda.

Pachinko eftir Min Jin Lee

Pachinko fylgir eftir einstakri kóreskri fjölskyldu í gegnum margar kynslóðir á nær hundrað ára tímabili sem flytur frá friðsælu umhverfi við strendur Kóreu til óreiðukenndu borganna Osaka, Tokyo og Yokohama. Verðlaunabókin er töfrandi athugun á skyldurækni fjölskyldna, einstaklingseðli og trú. Min Jin Lee dregur upp smámynd af sögu kóreskra innflytjenda í Japan og erfiðleikanna sem þeir stóðu frammi fyrir. Þó að andlát sé freistandi valkostur fyrir persónur hennar sem leið til þess að forðast kynþáttafordóma og lítilvægi sem jaðarhópur fylgja því bæði félagslegar og sálfræðilegar afleiðingar. Hverri einustu persónu af þeim fjölda sem fram kemur í bókinni er gefið nafn og sú dýpt sem hún á skilið. Þar að auki vindur þykk skáldsagan ofan af sér á friðsælan hátt sem gerir hana að löngum en afslappandi lestri. ▪

80

The Sun and Her Flowers – Rupi Kaur

Rupi Kaur has been dubbed the poet of her generation. Her first collection of poems, Milk and Honey, sold millions of copies, made the New York Times bestseller list every week for a year, and has been translated into over thirty languages. Sun and Flowers, her eagerly-anticipated second collection, has also debuted as a number one New York Times bestseller and is as heavenly as her first. Split into five movements – wilting, falling, rooting, rising, and blooming – the collection is a journey of growth and healing. Kaur’s work, which she illustrated herself, is a vibrant exploration of strength and joy to read in the sun.

The World Goes On - László Krasznahorkai

Celebrated Hungarian author and winner of the 2015 Man Booker International Prize László Krasznahorkai has created another outstanding work. The World Goes On, also short-listed for the Man Booker International Prize for 2018, is a collection of 21 stories that defy the rules of writing. The stories follow different characters: a Hungarian interpreter obsessed with waterfalls; a traveller and a giant man on the banks of the Ganges; and a child labourer in a Portuguese marble quarry. Each of their tales is unforgettable and as unique as the collection itself. The author's elegancy and intriguing style is unlike anything else in contemporary literature and will have you breathless from start to finish.

Pachinko – Min Jin Lee

Pachinko follows an exceptional Korean family through generations, spanning nearly one hundred years and moving from a peaceful seaside setting in Korea to the chaotic cities of Osaka, Tokyo and Yokohama. The award-winning book is a beguiling exploration of family loyalty, identity and faith. Min Jin Lee portrays a microcosm of the history of Korean immigrants in Japan and the struggles they faced. Whilst passing is a tempting option for her characters to avoid racism and marginalisation, it carries both social and psychological consequences. Although there’s a vast list of characters, each is given the time and depth they deserve. What’s more, the thick novel unfolds peacefully, making for a long but relaxing read. ▪


81


Sรฆktu Landsbankaappiรฐ

82


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.