Ă landseyjar
Landshættir Álandseyjar eru heiti rúmlega 6500 eyja og skerja í norðurhluta Eystrasalts á milli Svíþjóðar og Finnlands. Einungis 65 þeirra eru í byggð. Stærsta eyjan heitir Áland. 40 íbúanna búa í Mariehamn. Eyjarnar eru allar láglendar. Hæsti staður yfir sjó heitir orrdalsklint, sem er 129 metrar.
Stórnafar Álandeyjar tilheyra Finnlandi en hafa sjálfstjórn. Þann 9.júní árið 1922 kom fyrsta sjálfstjórnaþing eyjanna saman og er sá dagur þjóðhátíðardagur álandseyinga.
Atvinnuvegir og náttúruauðlindir Flestir íbúar Álandseyja starfa við þjónustustörf, sem m.a. tengjast mikilli skipaumferð. Margir ferðamenn heimsækja eyjarnar á hverju ári og er ferðaþjónusta mikilvæg atvinnugrein á Álandseyjum. Aðalútflutningsvörur eru landbúnaðar-og fiskafurðir en einnig selja álandseyingar plastvörur út um allan heim.
Tungumál Opinbert tungumál á Álandseyjum er sænska. Allir læra ensku í skólanum en auk þess kjósa margir að læra finnsku.